Upphitun: Newcastle úti

Tilfinning fyrir leiki er farin að verða óhugnanlega lík þeirri sem maður hafði á fyrri hluta síðasta tímabils. Bjartsýni fyrir leik er undir frostmarki og útileikur gegn Newcastle akkurat núna er ekkert það mest spennandi sem ég gat hugsað mér. Það er ótrúlegt að vera tala um Liverpool þegar ég segi að í síðustu sjö leikjum hefur Liverpool unnið einn leik. Ef við stækkum myndina þá höfum við nú náð heilum tveimur sigurleikjum í deildinni í síðustu 11 leikjum. Þetta er verra en versta martröð, svo einfalt er það. Á sama tíma hefur liðið spilað sjö bikarleiki í báðum keppnum, unnið 5 þeirra og gert tvö jafntefli. Sigur í öðrum bikarnum og undanúrslit í hinum. Út frá þessu má lesa að það er mikið auðveldara að gíra liðið upp í stóru leikina en hugarfarið virkar skammarlega lélegt í „minni“ leikjum. Bara eðlileg niðurstaða úr síðustu 11 leikjum myndi a.m.k. skila okkur 5-6 sigrum og hversu mikið betur liti staðan í deildinni með þessi 9-12 stig. Úff.

Á sama tíma hefur Newcastle unnið 6 leiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur. Það er eins og þeir hafi ekki frétt af því að þeir væru bara blaðra sem myndi springa þegar álagið færi að telja í lok tímabilsins (eða á það betur við um okkar menn?) Þeir töpuðu reyndar fyrir Brighton í bikarnum en líklega hjálpaði það þeim bara í deildinni.

Ef að Newcastle vinnur á sunnudaginn munar 11 stigum á liðunum og staða Liverpool í deildinni verður að öllum líkindum öllum Púllurum til skammar, sé hún það ekki nú þegar.

Okkar menn hafa fengið góða hvíld eftir herfilega viku þar sem m.a. QPR og Wigan lögðu okkar menn og stjórinn bauð upp á þreytu sem helstu afsökun fyrir þeim stórslysum. Núna ættu okkar menn að vera mun ferskari og miðað við reiknilíkan sem ég byggi 100% á huglægu mati býst ég við hörkuflottum leik okkar manna með urmul misnotaðra dauðafæra sem kannski skilar okkur 1-3 mörkum. M.ö.o. ég held að það sé komið að leik sem verður líkari Arsenal leiknum heldur en Wigan leiknum núna, ekki að það skipti nokkru einasta máli enda sama niðurstaða úr báðum leikjum.

Meiðslalistinn hjá okkur hefur verið stórt vandamál undanfarið en á honum eru Daniel Agger og Lucas Leiva ásamt Jack Robinson sem verða pottþétt ekki með. Glen Johnson, Martin Kelly og Craig Bellamy eru allir tæpir og svo er talað um að Charlie Adam sé mögulega frá út tímabilið, hvort sem það styrki liðið eða veiki m.v. spilamennsku undanfarið skal ósagt látið.
Ég vona nú að annar bakvörðurinn verði orðinn klár og tippa á að Dalglish stilli svona upp:

Reina

Kelly – Coates – Skrtel – Enrique

Henderson – Spearing – Gerrard – Downing

Suarez – Carroll

Tilhugsunin að sjá Carragher í núverandi ástandi glíma við Ben Arfa, Ba og Cisse er ekkert spennandi og þó Coates fylli mig engu sjálfstrausti held ég að hann fengi frekar sénsinn hjá mér fyrir þennan leik. Ef að bakvarðarstaðan er einnig í rugli þá verð ég bara ennþá svartsýnni fyrir leik, Flanagan virkar því miður bara ekki klár í slaginn og ég fæ mjólkuróþol af því að sjá Carragher spila bakvörð. Hvað þá gegn sprækum sóknarmönnum Newcastle.

Miðjan er einnig töluverð ráðgáta fyrir mig því að jafnvel þó að Lucas og Adam séu ekki með er maður ekkert viss um byrjunarliðið. Þetta er b.t.w. ekki eins og ég myndi sjálfur stilla þess upp, þetta er eins og mig grunar að liðinu verði stillt upp. Flestir þeir sem spilað hafa á miðjunni hjá Liverpool árið 2012 hafa gert það þannig að Jonjo Shelvey á skilið að fá tækifæri til að sanna að hann getur gert þetta betur. Ég er búinn að reyna eins og ég get að fíla Spearing og hann gerir svosem margt vel blessaður en ég sé hann engu að síður ekki fyrir mér komast í neitt topp 10 lið í EPL er hann yfirgefur Liverpool og þá er ég að orða þetta mjög vægt. Gerrard hefur verið eins og liðið, frekar óstöðugur og finnur sig enganvegin á miðjunni. Það er ekki fyrr en hann fær almennilega menn með sér og smá leyfi til að sækja sem hann virkar og jafnvel svínvirkar eins og Everton fékk að kynnast.

Vonandi verður þetta tímabil eitthvað sem við hlæjum að seinna meir og tölum um þetta sem árið sem Henderson var notaður á hægri kantinum, hann er svona svipað nothæfur þarna eins og Meireles var hjá Hodgson í fyrra í sömu stöðu og það virðist bara því miður vera þannig að við eigum engan leikmann sem passar í þessa stöðu þegar spilað er 4-4-2… nema reyndar Steven Gerrard en það má ekki eyða kröfum hans þar því hann er svo ómissandi djúpur á miðri miðjunni. *hóst*.

Hvað væru Andy Carroll og Suarez búnir að skjóta mikið oftar í tréverkið eða fangið á markmanninum ef Gerrard væri að dæla þessum boltum fyrir markið í stað Henderson/Kuyt? Bara pæling.

Að lokum set ég Suarez og Carroll saman upp á topp og verð mjög hissa ef þetta verður ekki raunin, guð hjálpi t.d. Hodgson hefði hann gert eins og Dalglish og tekið Carroll úr liðinu eins og gert hefur verið í síðustu leikjum eftir góða frammistöðu undanfarið.

Það eina sem við vitum er að þegar Liverpool á leik getur allt gert, við höfum verið mjög stöðug í vetur í fullkomnum óstöðugleika og þó ég viti að það má helst ekki efast um Dalglish þá finnst mér hann hafa allt of litla hugmynd um það hvernig sitt besta leikkerfi er og hvað þá hvaða leikkerfi henti best til að ná sem mestu út úr Liverpool liðinu.

Þetta er líklega svartsýnasta upphitun sem ég hef gert fyrir leik hjá Liverpool síðan Roy Hodgson var með liðið.

En á móti þá er vissulega farið að þynnast hópurinn hjá Newcastle líka og nokkrir lykilmenn á meiðslalista hjá þeim. Fabricio Coloccini var að meiðast og er ekki með. Að venju eru menn eins og Peter Lovenkrands, Steven Taylor og Sylvain Marveaux meiddir. Shola Ameobi er líka meiddur og það er óvissa með Cheick Tiote , Ryan Taylor og Leon Best.

Þetta þýðir að Danny Simpson eða James Perch verða í miðverði með Williamson hjá þeim í þessum leik og þá er eins gott að sýna pung og sækja. Þetta miðvarðapar væri ekkert að fara spila mikið ofar en Jay Spearing hjá öðrum liðum.

Cabaye á miðjunni hefur verið frábær með Tiote og betri en allt sem við höfum haft að bjóða í vetur eftir að Lucas meiddist. Gutierez er ferskur á vængnum og svo þrjá frábæra sóknarmenn sem skapa stórhættu í öllum leikjum Newcastle, Demba Ba sem var óstöðvandi í byrjun tímabils og þá Cisse og Ben Arfa sem hafa verið frábærir undanfarið. Meira að segja Obertan virkar ekki alveg vitavonlaus í þessu liði og allir búa þeir yfir hraða sem ég hef áhyggjur af. Það er ekki spennandi að leggja upp í leik gegn þessum mönnum án djúpa miðjumannsins, með ótrausta vörn og markmann í lægð.

Spá:
Sigurvegari úr þessari viðureign hefur skorað þrjú eða fleiri mörk í síðustu sjö skipti og ég held að það breytist ekkert núna, tippa á að þetta fari 4-3 fyrir Newcastle. Það hefur ekkert hjálpað mér að spá okkar mönnum sigri og nú er komið að nýrri hjátrúartækni. Drulla yfir liðið eins og John Arne Riise í leik og spá tapi, þetta kemur til með að svínvirka, það gerði það fáránlega oft með Riise.

John Arne Riise fljótlega eftir dágóðan slatta af blótsyrðum í boði Babu.

ATH: Leikurinn hefst kl: 12:30 og er á sunnudaginn.

35 Comments

  1. Að mínu mati hefur Kóngurinn sýnt vitlausum mönnum traustið í vetur og ekki haft kjarkt til að gefa öðrum sénsinn og taka þá sem ekki standa sig og setja þá út úr liðiðnu, sama hvað þeir kostuðu.

    Held að þessi leikur muni því miður ekki vinnast og byggi ég þá spá á því að við erum ekki með okkar bestu vörn og þeir með sóknarmenn í hörku formi og á móti eru þeir ekki með sína bestu vörn en við með sóknarmenn í mikilli lægð.

    Spá 2 -0 en vona 1-3 og Andy með þrennu

  2. Fokk hvað rönnið er lélegt! Maður er bara ekki alveg að átta sig á þessu.

    Aftur vil ég segja það að mínu mati er vandamálið hugarfar leikmanna því miðlungsmannskapur getur sigrað stórstjörnur með baráttu og sigurvilja. Ef leikmenn LFC hafa ekki hungur í árangur og sigra… Tja, þá geta þeir bara farið eitthvert annað!

  3. Sammála uppstillingunni á öftustu fimm. Reina Kelly Skertl Coates og Enrique.

    EKKI setja Henderson á vænginn. Never again! Henderson og Spearing eiga að vera djúpir á miðjunni til að bakka hvorn annann upp og verja hafsentanna.

    Suarez Gerrard og Downing/Sterling þar fyrir framan og Carroll á toppnum. Kelly og Enrique koma svo í overlappið þegar við sækjum. Þetta er ekki flókið.

    Koma strákar girða sig í brók og vinna þennan helvítis leik. Nóg komið af niðurlægingum á þessarri leiktíð. Kenny read this kop.is page and use google translate to get the starting lineup right!!!

  4. Ég hef nokkra trú á því að leikmenn hafi fengið aðra ræðu eftir síðustu tvo leiki en sú sem var flutt í fjölmiðlum. Ég trúi ekki öðru en að ákveðnir leikmenn séu komnir á skilorð og verði einfaldlega að standa í lapparnir eða leita sér að nýju félagi í sumar.

    Nú eiga tveir til þrír leikmenn úr unglingaliðinu að fá sénsinn. Liverpool er ekki að fara að vinna meistaratitilinn á næsti tveimur til þremur árum. Nú á að grisja unglingaliðið og meta hvaða leikmenn hafa burði til þess að vera fastaleikmenn í liði Liverpool á næstu árum. Þegar sú staða er metin er strax hægt að útiloka ákveðna leikmenn.

    Í hinum ýmsu miðlum hafa gamlir reynsluboltar staðið upp og tekið upp hanskan fyrir Dalglish. Ég verð að játa að ég kaupi rök þeirra enda þekkja þeir aðstæður mun betur en ég. Dalglish á skilið eitt tímabil í viðbót. Það að eiga möguleika á tveimur titlum á þessum árstíma er framför hjá Liverpool. Ef það er einhverjum sem líður illa yfir gengi Liverpool þá skal ég lofa því að það er einum manni sem líður verr yfir því og það er Dalglish. Vissulega hefði kóngurinn getað tekið hraun ræðuna yfir leikmenn eftir leikinn gegn Wigan og ég efast ekki um að hann hafi gert það. Ekki í fjölmiðlum heldur á æfingasvæðinu.

    Margir hafa bent á Benitez sem vænlegan kost til þess að leysa kónginn af. Minni mitt nær aðeins lengra en gullfiska minni af því leyti að ég man enn eftir leiðinlegri og hugmyndasnauðri spilamennsku liðsins undir hans stjórn. Vissulega vann hann góða sigra inná milli en vandamál hans voru t.d. þau að liðið gat ekki unnið “minni” liðin.

  5. 8# þú ert ekki sannur stuðningsmaður Liverpool, annað ég vil sjá Sterling nokkurn þarna á blaði. ÁFRAM LIVERPOOL.

  6. Sammála liðsuppstillingu Viktors þrátt fyrir að ég er ekki viss um hvor eigi að fá sénsinn Coates eða Carrager.

    Það er vitað að Dalglish þarf tíma. Staðreyndirnar eru þær að við vorum gjaldþrota fyrir ári síðan. Við höfum ekki unnið neitt síðan 2006. Við erum ekki með breiðan hóp og ég skil ekki þetta endalausa tal um Dalglish hafi keypt fyrir 120 milljónir punda. Seldi hann ekki fyrir 80-90?

    Við erum komnir með einn bikar í hús eigum séns á öðrum og vonandi fá ungu leikimennirnir að njóta sín í síðustu leikjunum.

    Nýju leikmennirnir hafa ekki staðið undir vætingum ef undan er skilið Suarez, Bellamy og Enrique. Góðu fréttirnar eru að Carroll, Henderson eru ungir og geta svo sannarlega bætt sig. Downing mun bæta sig. Vonandi fáum við 1-3 sterka leikmenn í sumar.

    Við verðum að vera raunsæir. Stöndum með okkar liði.

    YNWA

  7. Það segir mér einkvað að þetta verði skemmtilegur leikur, hvort við vinnu ,,,veit ekki enn vonandi, ég er algjörlega sammála #6 með úppstillinguna EKKI setja Henderson á kantinn, jú líklega er rétt að gafa KK eitt tímabil í viðbót og sjá svart á kvítu hvað hann hefur að bjóða, það hvernig okkur gengur í deildini stuðar mig ekki mest heldur hvernig hann stjórnar þessu liði, liðsuppstilling / innáskiptingar / leikákefð og hungur, eins vantar miklu miklu meira sjálfstraust í hópinn, allt er þetta einmitt það sem KK á að sjáum og er verk hvers þjálfara,fyrir mitt leit þá er ég búinn að taka áhvörðun fyrir mig, KK er ekki lengur með þetta, hann virðist skorta árræðni og þor, eins finnst mér hann ekki lesa leikinn eins vel og áður,kannski er hann akkurat eins og margir leikmenn okkar í dag, hræddur við mistök og allt of ragur, að stjórna liði eins og Liverpool er ekki fyrir hvern sem er og að stjórna núna eftir þessa allt of löngu Englandsmeistara titlaþurð er þvílík pressa og reynir þvílíkt á hvern stjóra, já ég held að kallinn sé of gamall og orðin meir, enn hvað veit ég,,þetta er bara mín skoðun. Áframm Liverpool mætum til leiks á morgum eins og karlmenn en ekki pissudúkkur, við erum Liverpool og við viljum geta gert kröfu um sigur í hverjum leik.

  8. Newcastle 1-3 Liverpool
    Hef alltaf góða tilfinningu fyrir leik gegn Newcastle, eins er það í þetta skiptið þrátt fyrir stöðuna í deildinni og formið það sem af er ári.

    Carroll með 1 og Suarez setur 2 : )

  9. sterling er ekki að fara að byrja þennan leik , hann e 17 ára gamall og er búinn að spila 10 mínútur í pl. ekki hægt að biðja um það, gæti hinsvegar verið líklegt að hann fái alveg 20 mín í þessum leik, held að það sé ekki hægt að krefjast meira eins og er

  10. Ætla ekki spá neinu þetta lið hefur valdið mér svo miklum vonbrigðum.

  11. Sælir félagar

    Ég er eins og barn alkahólista. Ég kvíði fyrir helgunum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Spái erfiðum leik og líklega tapi annars er deildin hvort eð er búin í mínum huga, klárum Everton í bikarnum þar er stóra málið og klárum svo auðvitað bikarinn í framhaldinu helst gegn Torres og co enda er aldrei leiðinlegt að sjá þá tapa ! Gleimum samt Rafa sá tími er liðinn og ef KK á að fara þá myndi ég vilja sjá sóknarsinnaðann ungann stjóra ráðinn sem gæti unnið markvisst í að byggja upp léttleikandi sóknarlið sem gaman væri að horfa á og byrjað aftur að gera það sem LFC gerðu alltaf best allra , þeas raða inn titlum !!! TR

  13. Var með annað augað á Liverpooltv og þar var Kuyt í viðtali og það var spurt hann um “best trainer”, hann sagði Jordan Henderson, segir okkur kannski afhverju hann spilar meira en við viljum. Auðvitað mikið efni en þegar mann standa sig ekki á vellinum, afhverju fá þeir þá allar þessar mínútur þegar menn eins og Shelvey og Sterling, jafnvel Maxi sitja leik eftir leik á bekknum, og eru utan hóps, strákar sem við erum spenntir fyrir og aðrir sem við vitum að gera mikið meira en Henderson á vellinum með fullri virðingu fyrir honum. Kannski hefur það eitthvað að segja um martröð tímabilsins, veit það ekki 🙂

    YNWA

  14. Ég væri alveg til í að sjá liðið svona á morgun:

    Doni
    Flanno Coates Skrtel Enrique
    Spearing
    Gerrard Shevley
    Maxi Sterling
    Suarez

  15. Jæja erum sem stendur í 9 sæti, þremur á undan Stoke í 13 sæti ! Þetta er ótrúlegt dæmi, við gætum vel endað um miðja deild í vor, meira að segja nokkuð sennilegt bara.

  16. ég er nokkuð bjartsýnn og segi 2-1 fyrir okkur, en þetta verður tæpt. mitt lið væri svona:

    – Reina-

    -Kelly Coates Skrtl Enrique

    Aurelio
    Henderson
    Gerrard
    Suarez Downing
    Carroll

  17. uppstillingin klikkaði aðeins, átti að vera 4-5-1 með aurelio djúpan, henderson aðeins fyrir framan, gerrard ennþá framar, suarez og downing á kant og carroll frammi.

  18. WBA er í fjórtánda sæti og Liverpool er 5 stigum fyrir ofan það, en við unnum Cardiff á Wembley. Og þá þarf ekkert að pæla eitthvað frekar í þessu.

  19. Sindri Rafn #19, Þetta er The Liverpool way, duglegustu mennirnir eru alltaf inn á og oft á kostnað hæfileikjaríkra leikmanna.
    á meðan gamlir Liverpool jaskar eru við stjórnvölinn þá munu menn alltaf kjósa The Liverpool way fram yfir skynsemi og kænsku. þar er ég helst að tala um Souness, Sammy Lee og Dalglish.

  20. Ég trúi ekki að Everton séu komnir fyrir ofan Liverpool í deildinni, hversu slæmt getur þetta orðið ?
    Við sitjum í 8 sætinu þannig að liðið einfaldlega verður að ná 3 stigum á morgun.
    Og eftir að ég las að Carrol sé ekki viss um með hvor liðinu hann haldi þá hafi hann ekkert að gera í byrjunarliðinu á morgun.

  21. K #25. Dugnaður á að vera það sem allir leikmenn eiga að tileinka sér, hæfileikar koma ekki að sjálfu sér. Það þarf að vinna í þeim og með dugnaði bætiru bara við þá hæfileika sem þú hefur.

  22. Sælir félagar, faðir minn hringdi i mig í gær og var hann eitthvað búin að vera dunda við að skoða seasonið hjá okkar mönnum og færði mér ansi athyglisverða tölfræði svo ekki sé meira sagt, ég man ekki NÁKVÆMLEGA hvað hann sagði en það var eitthvað í þessa áttina, í 9 byrjunarliðsleikjum Gerrard í vetur hefur liðið sigrað einn og tapað einum 6 eda 7 af þeim og ég held að þarna sé bara átt við deildarleiki og í heildina 15 leikjum hans hefur liðið sigrað 3. Ég minnir að þetta hafi verið tölfræðin sem hann færði mér en hvort sem hún var nákvæmlega svona eða ekki þá var hún allavega FÁRÁNLEG tölfræði liðsins með Gerrard innanborðs..

  23. Ég ætlaði ekki að senda svarið inn bara svona en óvart sendi það en ég ætla ekkert að tjá mig neitt sérstaklega um þessa tölfræði með Gerrard í liðinu og ekki með hann í liðinu…

    Niðurstaðan í deildinni í vetur verður sennilega 6-10 sæti sem er auðvitað afleitt og alveg á hreinu að hver einasti maður hérna mundi sennilega vilja láta reka stjórann ef hann héti eitthvað annað en Kenny Dalglish. Ekki veit ég hvað eigendur Liverpool eru að hugsa en ég held reyndar að það sé alveg á kristaltæru að ef þeir setja ekki ja svona 100 milljónir punda í styrkingu á liðinu í sumar þá muni engu máli breyta hvort Dalglish eða einhver annar stýrir skútunni, mannskapurinn er held ég bara ekkert betri en sirka þetta, liðið spilar frábærlega á köflum en svo afleitlega jafn mikið á móti því. ÞAÐ VANTAR meiri gæði í liðið svo einalt er það, kaup í sumar á 3-4 meðalmönnum frá Englandi í klassa Downing og Adam munu ekkert færa liðið ofar á töflunni heldur þarf að kaupa 3-4 stk 25-35 milljón punda kalla til þess að fá þau gæði sem uppá vantar til þess að ætla að slást um sæti 1-4….

    Ég var einn af þeim sem vildi Dalglish og engan annan í stjórastöðuna og hafði bullandi trú á honum en get viðurkennt í dag að ég er ekki viss um að það hafi verið rétt ráðning en þó ekkert endilega viss um að það sé röng ráðning. Ef Dalglish einn á sök á þeim leikmönnum sem keyptir voru tel ég ráðninguna og hæfni hans ekki næga til að stýra liðinu en ef Comolli á sök á þessum leikmannakaupum þá má kannski losa sig við hann bara og gefa Dalglish séns á einu seasoni enn. Það liggur ljóst fyrir að leikmannakaupin á síðasta ári eru hreint útsagt afleit og sorglega léleg og sá sem á sök á þessum kaupum á fyrir mitt leiti ekki skilið að fá að vera þarna í sumar, ef þeir félagar Dalglish og Commolli voru saman í þessum leikmannakaupum þá finnst mér að þeir megi báðir fara.

    Svo er komið upp eitt vandamálið enn sem er það að þótt eigendur félagsins séu KANNSKI ósáttir við Dalglish þá er ekkert víst að þeir geti rekið hann vegna vinsælda hans innan félagsins, auðvitað eru þetta mikið af getgátum en fyrst og fremst sama hvort Dalglish eda einhver annar stjórnar félaginu á næsta tímabili þá er ekki nokkur spurning um að eigendur Liverpool þurfa að setja heilan helling af peningum í liðið í sumar ef þeir vilja hafa samkeppnishæft lið við bestu lið deildarinnar.

    Spenningur fyrir leiknum á morgun er að sjálfsögðu engin enda breytir engu máli hvort liðið endi héðan af í 6-7 eda 9-10 sæti fyrir mitt leiti þar sem farseðillinn í litlu evrópukeppnina er hvort sem er komin í hús, ég held að Dalglish ætti að gefa mönnum eins og Sterling séns í restinni af leikjunum í vetur í stað þess að gefa mönnum eins og Kuyt fleiri sénsa sem er fyrir mitt leyti löngu búin að sýna það og sanna að hann á ekki heima lengur í þessu liði…..

    Maður er hreint út sagt mjög áhyggjufullur um framtíð félagsins því eignedur Liverpool hafa enn ekki sýnt okkur að þeir séu tilbúnir til að styrkja liðið jafn mikið og á þarf að halda, jú þeir hafa sett 100 millur í kaup en líka selt fyrir 80 milljónir sirka og því ekki sett mikið í leikmannakaup ef við sjáum þetta frá því sjónarhorni og þeir keyptu ekkert í janúar þegar nauðsynlega þurfti á því að halda svo ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn á að þeir komi með þá peninga í sumar sem þarf til að koma liðinu á þann stall sem það á heima á.

    Ég vona að sjálfsögðu að ég hafi rangt fyrir mér og að eigendur Liverpool hafi stærri hluti í huga en ég gef mér að þeir hafi en því miður er ég hrikalega svartsýnn á þennan klúbb sem ég elska gjörsamlega útaf lífinu og hefur verið stór partur af mínu hjarta alla mína ævi

  24. 28: Þetta á bara við deildina þar sem liðið hefur ekki enn tapað bikarleik. Hann hefur byrjað 9 leiki og af þeim hefur einn unnist (Everton leikurinn þar sem hann skoraði þrennu), 4 endað í jafntefli og 4 tapast: http://www.football-lineups.com/footballer/106/?t=740&s=25

    Án Gerrard hefur liðið byrjað 21 leik, unnið helming þeirra og aðeins tapað 5. Auðvitað eru mun fleiri faktorar í þessu og ég er alls enginn and-Gerrard maður en þetta er samt mjög athyglisverð tölfræði. Besta tímabil Liverpool á síðustu leiktíð kom líka eftir að hann lenti í meiðslum svo þetta er varla tilviljun.

  25. hvað sjáið þið í Henderson ? ætlið þið ekki að ná þessu….. hann er ekki Liverpool player ….þeir sem eru enn í vafa……..útskýrið please hvaða hæfileika hann hefur ?

  26. Í fyrsta lagi þá skiptir það litlu máli hvort Liverpool endar í 6 sæti eða 10.sæti, og hvað snýst fótbolti um? Peninga? Ef þeir snúast aðeins um peninga þá geta menn stefnt á 4.sætið, en það gefur engan titil. Titla? Ef fótbolti snýst um að vinna titla þá hefur Alan Shearer rétt fyrir sér http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/17554694
    Liverpool byrjaði í þremur keppnum í byrjun tímabils og hefur unnið eina og getur unnið tvær af þrem.

  27. Hvaða metnaður er orðin hjá liverpool á að leifa carrol henderson og downing að spila heilt tímabil eins og fuglar og á að gera þeim annað burt með þessa menn. Og er bara ekki komin sá tími í sögu liverpool að láta gerrard og carra fara þeir eru nú ekki það góðir lengur að kk láti carra í lið er bara glæpur gerrard á leik og leik þrenna á móti everton og síðan ekki getað rass í bala var frábær er það ekki lengur.Og hvað á að stefna á næsta tímabil 4 sætið eins og aumingjar ár eftir ár stefna á númer 1 og ekkert annað fá david silva típu kantara sem kann að sóla og miðjumann sem skorar 10 15 á ári og alvöru center suarez verður að fá betri menn með sér ekki enskar sultur.

  28. ingim- það á ekki að selja gerrard, ef þú horfir á það sem hann gerir og allar sendingarnar á menn eins og carroll og fleiri sem nýta ekki færin.gerrrard er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu liverpool og hann á að vera.

    ynwa

  29. OK! Sterling er EFNILEGUR! Skulum ekki missa okkur, en ég er alveg á því að hann megi koma inná á 65-70mín í öllum leikjum sem eftir eru á þessu tímabili. Gefum honum nasaþefinn og þá vill hann meira.. gerir góðan samning og lærir af reynslunni..

    Annars þá verður þetta spennandi leikur og við skorum 2 mörk annan leikin í röð en munum uppskera 1stig, 2-2 😉

Opinn þráður

Carroll fer fram á sölu (staðfest)!