Liðið gegn Blackburn

Liðið gegn Blackburn í kvöld er sem hér segir:

Doni

Flanagan – Skrtel(c) – Coates – Johnson

Shelvey – Spearing – Henderson – Maxi

Bellamy – Carroll

Bekkur: Jones, Carragher, Agger, Aurelio, Enrique, Kuyt, Suarez.

Mín viðbrögð við þessu liði: O ó …

107 Comments

  1. Mer list vel a thetta. Fint at taka storu leikmennina ut og leyfa odrum ad spila. Erum hvort sem er ekkert ad enda i top 5-6 thannig alveg eins hvila leikmenn eins og Gerrard og Suarez. Er nokkud bjartsynn, spai 3-0 thar sem Carrol mun eiga sinn besta leik i raudu treyjunni 🙂

  2. Forvitnilegt…greinilega verið að hvíla menn, en er virkilega ekki til hægri kantmaður í unglingaliðinu? Hefði verið til í að sjá einhvern kjúklingin fá tækifærið í þessum leik.

  3. Alls ekki ánægður með þetta lið…er bara enginn að taka tillit til fantasy liðsins míns?

  4. Enginn miðjumaður á bekknum? 4 varnarmenn, finnst líka furðulegt að láta Johnson byrja þennan leik á vinstri þegar þú ert með 3 örfætta varnarmenn á bekknum og blackburn hefur verið frægt fyrir að spila mjög hart í gegnum tíðina. Ætli hann verði ekki sparkaður út úr leiknum eftir svona korter.

    #4 Sterling er nú hægri kanntari og ætti nú að teljast efnilegur í meira lagi.

    Get bara ekki verið jákvæður þegar ég sé þetta lið, það hlýtur bara að vera kominn tími á sigur og ég held að við komum á óvart og vinnum bara 3-1! Johnson með 2 og Aurelio kemur svo inn sem djúpur miðjumaður og smyr einum í stöngina……..inn!

  5. Dalglish að passa sig að tapa leiknum ekki, getur alltaf hent inná 3 varnamönnum í hálfleik ef Liverpool er komið með forustu.

  6. subs: Jones, Jose Enrique, Agger, Kuyt, Suarez, Aurelio, Carragher

  7. og í sambandi við liðsuppstillinguna, ætli þetta verði ekki bara basic 4-5-1 og 4-3-3 í sókn með maxi á hægri og belló á vinstri og Carroll svo einan í sókn eins og vanalega. Mjög jákvætt að það er reyndar enginn Samba til að éta hann í þessum leik og síðast á móti Blackburn.

    Svona A LA Wimbledon style í kvöld!

  8. Verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð sáttur með það að hafa farið nærri um liðskipanina, í raun bara eitt óvænt í mínum kolli og það er að sjá Flanagan á undan Aurelio í vinstri bak.

    Hélt að Gerrard yrði látinn spila en hann er ekki einu sinni hafður í hóp, og á sama hátt er ljóst að Johnson hefur alveg verið fær um að spila um helgina. Hann fær 60 mínútur í dag spái ég, svo er það spurning hvers vegna Agger kemur ekkert nálægt þessu í kvöld?

    Hef samt því miður trú á því að verið sé að spila 4-2-3-1 í dag með Carroll uppi á topp og Bellamy og Maxi á köntunum. Þetta er líka vísbending að Kuyt muni mæta Everton og það pirrar mig.

    En þetta sannfærir mig ennþá meir um það að enska úrvalsdeildin er fullkomlega geymd í öðru sæti þessar vikurnar og næsta helgi er það sem allt snýst um hjá Liverpool FC. Og hefur verið síðan Van Persie stakk okkur í bakið á Anfield.

    En sjáum til, það eru margir þarna á vellinum sem eiga þarna séns á að sanna sig fyrir leikinn um helgina.

    KOMA SVO!!!!!!!

  9. Shelvey, Spearing, Henderson og Flanagan, allt ungir enskir strákar. Miðjan hjá okkur er ung, gröð og rík, verður gaman að sjá hvernig þessir piltar standa sig í kvöld.

    En að hafa fjóra varnarmenn þarna á bekknum, er það ekki óeðlilegt í alla staði ?

  10. Maggi.

    Kuyt er klárlega maðurinn sem á að mæta Everton á Wembley, Þú mannst hvað hann gerði fyrir okkur seinast er við vorum þar, er það ekki?

    Annars engu líkara en að KKD hafi dregið þetta lið upp úr hatti 30 mín fyrir leik. Hefði verið spennandi að hafa Sterling í liðinu. Sjáum hvað setur, ekki eins og spilamennska liðsins hafi verið upp á einn einasta fisk undanfarið.

  11. Engin Sterling 🙁 Koma svo, leggja sig núna 120% fram og vinna þetta Svartabruna lið.

    YNWA

  12. Efast um að þetta sé uppstillingin. Ef þetta er 4-4-2 erum við líklega með Henderson hægramegin á miðju að dæla boltanum inn í boxið með Flanagan með nákvæmlega engum árangri og Johnson röngu megin svo hann geti alls ekki sent fyrir markið.

    Líklega er þetta þó
    4 – Flanno – Coates – Skrtel – Johnson
    2 – Spearing – Shelvey
    3 – Maxi – Henderson – Bellamy
    1 – Carroll
    En með töluverðu flæði fremstu manna.

    Sé ekki hvernig þetta kerfi á að ná því besta út úr Carroll sem er þá bara svipað og alla aðra leiki í vetur.

    Við vinnum samt þennan leik.

  13. Er spenntastur fyrir að sjá hvernig tröllið í vörninni tæklar captaininn í kvöld, ég myndi ekki vilja láta hann öskra á mig. Vonandi stendur hann sig i kvöld 🙂 KOMA SVO

  14. Ég get ekki sagt að ég sé sáttur við þetta lið. Sammála Babú með að Carroll nýtist ekki sem best í þessu kerfi.

    Síðan er brjálæði að hafa 4 varnarmenn á bekknum. Til hvers í andskotanum?

  15. Ég ætla að vera ósammála flestum. Fínt mál að taka þessar “stoðir” úr liðinu sem hafa verið að klikka. Sýna þeim sem eiga að skammast sín að sætin þeirra eru ekki lengur ósnertanleg.

    Ég hef það á tilfinningunni að hér sé um að ræða lið sem er ekki að spegla sig í Liverpool speglinum heldur mætir út á völl og étur andstæðinginn!

  16. .. annars hef ég sjaldan verið jafn óspenntur fyrir Liverpool-leik.
    Mér líst ekkert á liðið, hefði viljað sjá annaðhvort Gerrard eða Surez byrja.

  17. Doni
    flanagan skrtel coates johnson
    Maxi Hendo Spearing Bellers
    shelvey Carroll

  18. Hér er frábær sopcast linkur í HD gæðum: sop://broker.sopcast.com:3912/106723

  19. Einhver sens a að þið snillingarnir getið sett inn sma textalysingu a helstu atburðum fyrir okkur vesalingana sem eru að vinna ?

  20. Afhverju notar hann ekki Sterling og Suso í þessum leik ? Þessir leikmenn fara ef þeir fá ekki sénsinn í svona leikjum..

  21. Hvorugt liðið að gera neinar rósir þessar mínútur. Kjúllarnir okkar þó síst verri en liðið hefur verið áður. Gott að gefa Coates smá run til að sýna hvað hann getur. Bellamy ekki sést…..hélt að hann væri inná?

  22. Ótrúlegt en satt þá fagnaði ég þessu byrjunarliði … Finnst við spila betur svona.

  23. Það væri gaman að sjá tölfræðina í síðasta þræði með Maxi í liðinu !!

  24. Maxi fær þá ekki bikarleikinn fyrst hann er búinn að skora núna!!!

  25. Maxi Rodriguez er bara svo laaang besti vængmaðurinn í þessu liði. Að hann skuli ekki hafa verið byrjunarliðsmaður á þessari leiktíð er bara glæpsamlegt. Hver annar hefði tekið þetta hlaup inn í teiginn? Enginn. Frábærlega gert hjá Bellamy, endurteknir frá því í Chelsea leiknum hérna í vetur. Já neeei nei, svo skorar hann bara aftur á meðan ég skrifa þetta!

  26. Þá er hann endanlega búinn að spila sig út úr liðinu það sem eftir er af sísoninu!!!

  27. Maxi er fyrst og fremst sóknarmaður og okkar eini sem segja má að sé með góða færanýtingu. Sorglegt að hugsa til þess að Kuyt hafi verið að ræna hann öllum þessum leikjum í vetur.

  28. djöfull er ég ánægður með Maxi, hann virðist alltaf skora þegar hann fær séns ! Hann er að fara sjóða saman í eina þrennu í kvöld er alveg viss um það.

    Erum heppnir að Flanagan sé ekki farinn útaf, að mínu mati átti hann að fá sitt annað gula spjald áðan !

  29. Hefði kannski verið betra að Flanagan hefði fengið rautt áðan…

  30. Guð minn almáttugur, afhverju tók hann ekki Flanagan útaf þegar hann slapp við rauða spjaldið, hræðilegur leikmaður.

    Kóngurinn fær mínus fyrir þetta klúður.

  31. Jæja spurning hvor á að fá að fara frítt(samningslaus) í sumar Maxi eða Downing???
    já hér er ein gáta: hver er munurinn á Shelvey og Henderson fyrir utan 18 milljónir punda??

  32. Brad Jones er reyndur markvörður. Líður svosem ekkert verr með hann í markinu en Doni. Flottur í vítinu, þó vítið hafi verið lélegt var Jones í jafnvægi allan tímann.

  33. Flanaghan kom doni í þvílík vandræði þarna. Ömurlegur leikur hjá gutta.

  34. Fyrirliðinn Skrtel er að stjórna vörninni eins og herforingi. Frábær sending frá honum í fyrra markinu. Einn af fáum sem hefur staðið sig í vetur.

  35. Þetta var óverjandi, því mður. Jæja Maxi, koma með tvö í viðbót svo þú verðir örugglega látinn fara í sumar 🙂

  36. Flanagan var í ruglinu og reyndar búinn að vera það undanfarið hefur mér fundist, eins og hann var seigur á síðasta tímabili. Eitthvað óöruggur kallinn.

    En við verðum að hætta að gefa þessar aukaspyrnur rétt fyrir utan vítateig. Spurning um að Kenny setji svona eins og einn varnarmann inná, núna !

  37. Þetta verður erfitt. Jæja, nú er um að gera að þreyta þetta Blackburn lið.

  38. versta við þetta er að núna er KD kominn með kjörafsökun ef illa fer 😉

  39. Miðjan er ekki nægilega þétt með Spearing og Shelvey. Eru báðir frekar stöðuvilltir. Spái að Carroll fari af velli fyrir hægri bakvörð.

  40. Það er allavega hægt að segja að það sé Donalegt að fá brottrekstur.

  41. Þessi dómari er á góðri leið með að breyta þessum leik í spjall þátt….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  42. Hefðbundin komment….fyrst ómögulegt lið, síðan frábært, þar á eftir KD ruglaður að hafa ekki gert skiptingu á fyrstu mínútum leiksins. Bíð spenntur eftir eftir frábærum tilþrifum hjá sumum á lyklaborðinu í seinni hálfleik 🙂 Annars flottur leikur og vonandi halda okkar menn þetta út.

  43. Þurfum að setja eitt í viðbót til að drepa leikinn.
    Koooma svoooo!

  44. Maxi með 11 mörk í seinustu 10 leikjum sem hann hefur byrjað í ensku deildinni skildist mér á þulunum áðann. Um að gera að hafa hann á bekknum…

  45. Possession síðustu 5 mín

    Liverpool (10 menn) 72% – Blackburn (11 menn) 28%

  46. Rugl spjald á doni. Aldrei nokkurn tímann rautt. Samsærið gegn okkur heldur áfram!

  47. Það er einhvernveginn miklu meiri orka í þessum liði en undanfarið, meiri barátta og skemtilegt spil á köflum.

    Svo er Shelvey búinn að vera frábær þarna á miðjunni by the way.

  48. Ha ha ha………. það er farsakennt að horfa á Liverpool þessa dagana : )

  49. hehe þetta er nú að verði meiri martröðin, held að menn fari nú að sjá hve mikils virði Reina er okkar liði þegar þessar varaskeifur fara að spila.

    Agger kom inn fyrir Johnson

  50. átti þetta ekki að vera rautt á Jones, hrindir manni í markmannsteignum sem er að fá besta færið í leiknum?

  51. Ekki kveid èg tvì ad hafa Doni ì markinu gegn everton, en tennan Jones karakter lìst mèr ekkert á.

  52. Tómas #82, aldrei rautt nema þú sért rændur “upplögðu marktækifæri”, þú getur ekki verið í slíku þegar þú stefnir frá marki, þess vegna er þetta gult.

    Hefði sóknarmaður Blackburn snúið í áttina að markinu eða nálægt því hefði þetta líklega verið rautt.

  53. Jesús minn. Núna bíður maður bara eftir að Jones fá annað gult… Það væri alveg til að toppa þetta

  54. Við vinnum þetta, Maxi vantar eitt mark í þrennuna, og Carroll á eftir að skora líka. Ég fór 20 mínútur fram í tímann og tékkaði bara á þessu 🙂

  55. Eitthver united guttlari sagði að yakubu hefði skorað ef honum hefði ekki verið hrint.
    Þeir vita ekkert um fótbolta.

  56. jæja hversu lengi ætlar KK að bíða meðað setja Suarez inná, eða er stefnan sett á að halda jafnteflinu?

  57. Þetta er allavegana betri skemmtun en maður hefði nokkurntíma getað búist við.

  58. he he, ég hef líklega farið óvart of langt fram í tímann….þetta var víst Everton leikurinn 🙂

  59. jæja….Carroll skoraði þá :-)…..þetta með Maxi var nebblilega bara plat…

  60. Liverpool Liverpool syngja áðdáendur liðins á vellinum.

  61. Islogi þú ert bara með þetta. 🙂 Hvernig fer leikurinn gegn Everton?

  62. Dramaleikur. Svakalega fannst mér Coates lesa þetta vel þegar hann ákveður að gefa strax inn á teig og úr verður mark. Yesss.

  63. haha bjóst aldrei við að segja þetta en….. CAARRROOOOLLL!!!

Er Gerrard góður fyrir Liverpool?

Blackburn 2 Liverpool 3