Hér er þáttur númer átján af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, SSteinn og Babú.
Í þessum þætti ræddum við m.a. brottrekstur Damien Comolli, Peter Brukner og fleiri í dag, gengið undanfarið, stöðu Dalglish hjá Liverpool fyrir og eftir Everton-leikinn og bikarleikinn sjálfan um helgina.
Sælir, vantar tattinn inn a itunes, getidi reddad tvi?
Hann er kominn inn núna. iTunes er alltaf aðeins á eftir síðunni.
ég veit ekki afhverju en ég er hættur að fá þættina á itunes. Seinasti sem ég fékk var 10 þáttur.
Innskot Babu: Þetta er eingöngu persónulegt gegn þér.
Mikið er alltaf gaman að hlusta á ykkur. Nokkrir punktar:
Ég er ósammála því þegar menn segja að eigendurnir hafi orðið að kaupa Carroll (eða einhvern álíka) í janúar. Hann spilaði síðan lítið sem ekkert fyrr en um haustið vegna meiðsla. Suárez var aðal janúarmaðurinn og hann myndaði öflugt tvíeyki með Kuyt og liðið spilaði betur en nokkurntímann með Carroll. Þessar þrjátíu milljónir hefðu svo getað farið í að kaupa almennilegan framherja um sumarið í betra tómi. Klárlega röng ákvörðun burtséð frá aðstæðum.
Við þurfum að setja kaup síðasta árs í ákveðið samhengi: eigendurnir eyddu tugum milljóna punda og enduðu með síðra lið en áður. Það bara hef ég ekki séð áður og efast um að þú finnir sambærileg dæmi í fótboltasögunni. Skiljanlega var einhver látinn taka skellinn fyrir það og ef eitthvað þá hefur Dalglish verið hlíft óþarflega mikið.
Dalglish virðist í mörgum leikjum bara ekki vera að meika taktíkina í nútíma fótbolta og óviss hvernig eigi að bregðast við taktískum krísum. Gott dæmi er Newcastle leikurinn. Þar spilaði hann Bellamy á hægri vængnum, Carroll upp á topp og Suárez fyrir aftan hann. Semsagt engan á vinstri helmingnum, vitandi að Newcastle sækir aðallega gegnum hægri hliðina hjá sér (Simpson og Ben Arfa). Newcastle vann leikinn með tveimur mörkum í spili upp vinstri kantinn og hefði vel getað bætt við. Sama gildir um Bolton leikinn þar sem Gerrard og Adam voru saman á miðjunni en Bolton beinlínis labbaði gegnum miðjan völlinn og rústuðu leiknum.
Það er oft sagt um Benitez að hann hafi verið of fastur í 4-2-3-1 vegna þess að eftirminnilegustu leikirnir komu í því kerfi, en sannleikurinn er sá að Benitez spilaði með tvo frammi í fleiri leikjum en færri í tíð sinni hjá Liverpool. Meira að segja 08/09 tímabilinu fræga þá spilaði “heilaga þrenningin” á miðjunni ekki nema tólf deildarleiki: http://www.football-lineups.com/team/Liverpool/FA_Premier_League_2008-2009/Campaign/?p=7. Eins og KAR nefndi í fyrri færslu spilaði Keane t.d. yfirleitt með öðrum framherja og þ.a.l. voru bara tveir á miðjunni.
Persónulega held ég að best væri að Dalglish myndi virkilega taka sig á, sérstaklega í taktík, en annars að segja sjálfur af sér. Það væri ekki gott fyrir móralinn hjá LFC ef að Kenny Dalglish fengi uppsagnarbréf.
Búinn .. Gat ekki beðið til morguns 😉 takk fyrir frábærtan þátt.
Takk fyrir frábært podcast strákar. Eitthvað kom Maggi minnir mig inná í upphafi að Werner hefði sagt að þeir ættu nóg af peningum eða eitthvað í þá áttina, ef svo er þá óska ég eftir því að það verði sýnt í sumar á leikmannamarkaðnum.
Annars stend eg fastur a mínu sem eg hef sagt ykkut i svona 2-3 àr sem er það að það vantar 2-3-4 ALVÖRU LEIKMENN til félagsins og þà er eg ekki að tala um 10 milljón punda kalla heldur 25-35 milljón punda leikmenn. Það vantar meiri gæði í liðið og það skiptir ekki máli hver tekur starf comolli eda hver verður framkvæmdastjóri à næsta seasoni þetta er undir eigendunum að stóru leyti komið hversu miklu þeir tíma að eyða í leikmenn í sumar. Manskapurinn í dag er bara ekkert betri en fyrir àri síðan við seljum td Meireles og fàum Adam þar er ekki verið að fà betri leikmann i staðinn fyrir þann sem fór. Liði í dag er ekkert betra en 5-6 sæti að mínu mati ef það spilar à sinni bestu getu en er augljoslega vel undir getu i 8-9 sæti. Það vantar ekki marga leikmenn heldur 3-4 alvöru kalla og þà er eg ekki að tala um Adam og Downing klassa heldur 1-2 klössum betri leikmenn. Nenni heldur ekki að hlusta a það að við getum ekki fengið bestu leikmennina því við höfum ekki meistaradeildina ad bjóða, við vitum allir að það er kjaftæði sjàum bara city sem fékk risanöfn àn meistaradeildarbolta. Flestum knattspyrnumönnum er sennilega skítsama hvort þeir spili í meistaradeildinni eða ekki þeir hugsa bara um peninga hvort sem er. Ef það a að kaupa 3-4-5 leikmenn i sumar sem kosta a bilinu 10-15 milljónir punda þa mun það ekki duga til að taka 3-4 sæti um það er eg sannfærður. Það þarf meiri gæði en það og kaupa 3-4 alvöru leikmenn og þeir leikmenn kosta meira en 10-15 kúlur þótt auðvitað se einstaka sinnum hægt að vera heppinn og fà fràbæran leikmann a 10 milljónir. Það kostar peninga að eiga lið í fremstu röð og það ættu Henry og félagar að vita og þeir ættu líka að vita að þeir geta fengið hvaða leikmann sem er til Liverpool ef þeir týma að borga alvöru verð fyrir gæði og i framhaldi af því laun i hærri kantinum. Til þess að sjà meistaradeildarbolta a anfield þarf að kaupa fàa en mjög góða leikmenn ef þeir vilja komast í meistaradeildina annars er þetta lið okkar bara að fara valsa þarna í 5-7 sæti held ég. Eg vil sja risann sem félagið okkar er vakna núna, landa FA bikarnum og sja Henry. sýna risametnað í sumar og sýna öllum að hann ætlar með liðið í. fremstu röð á nýjan leik þar sem á það svo sannarlega heima.
Það er sorglegt að sjá síðustu 3 árin þar sem við höfum misst menn eins og Alonsi, Mascherano og Torres og fengið veikari menn í staðinn, auðvitað er það ekki Henry allt að kenna þar sem þessar sölur margar hverjar voru fyrir hans tíma en við megum ekki halda áfram að veikja liðið okkar. Það má taka aðeins til í sumar en mér finnst að það þurfi ekki neina stórhreinsun heldur selja 4-5 leikmennog kaupa 4-5 miklu betri í staðinn. Ég er að tala um sem dæmi að leyfa Maxi, Kuyt, Adam, Aurelio og jafnvel Spearing að fara og fá inn 4-5 mjög góða leikmenn í staðinn. Það vantar þrusu hægri vængmann, einhvern svaðalegan miðjumann og allavega einn súper senter í skiptum fyrir þessa leikmenn. Gætum kannski fengið einhverjar 15 milljónir punda í kassann fyrir þessa 4-5 leikmenn og svo þurfa Henry og félagar að setja út 70-100 milljónir í viðbót til þess að kaupa 4-5 alvöru nöfn sem gera hópinn okkar virkilega samkeppnishæfan við topp 4 liðin. Mitt mar er það að ef Henry og félagar eru ekki tilbúnir í að setja svona peningaupphæð í leikmenn þá bara því miður erum við ekkert samkeppnishæfir við Man Utd, City, Chelsea, Tottenham og Arsenal.
Að lokum legg ég það til að okkar menn slátri Everton um helgina, vinni FA bikarinn og endi seasonið með sæmd og í kjölfarið legg ég það til að City vinni alla leikina sem þeir eiga eftir í deildinni, united tapi fyrir City og geri eitt jafntefli og að þessi lið endi með sama stigafjölda í deildinni, jafna markatölu en City vinni deildina á fleiri skoruðum mörkum 🙂
Mitt uppáhaldsútvarp á eftir Tvíhöfða. Takk fyrir mig!
Heimskulegasta sem ég veit er að reka Comolli.. Hann er búinn að sign’a svo marga góða leikmenn til Tott’ham og Arsenal, og alltaf rekinn rétt áður en þeir meika’ða.
Modric, Bale og Clichy eru að gera betri hluti fyrir betri lið en Liverpool. Heimskulegt að huxa ekki 2 mínútur frammí tímann.
Þeir fara þá hugsanlega að spila vel, fyrst að Comolli er farinn… 🙂
Peningar og peningar… Ég hef áhyggjur af því að fáar stórstjörnur dagsins í dag hafi áhuga á að koma til Liverpool. : / og það verði erfitt að handvelja stjörnur inn þarsem etv margar gætu hugsanlega hafnað klúbbnumm eftir farsann í kringum það undanfarin ár…..
Strakar, madur tharf ekkert storstjornur til ad spila vel. Sjaidi Newcastle, their eru ad kaupa midlungsleikmenn og gera tha betri. Demba Ba, P. Cisse og Ben Arfa. Allt eru thetta leikmenn sem kostudu litinn pening. Vandamalid hja okkur eru ad vid erum ad spila illa saman og nyta færin illa. Thad tharf ad laga thad. En annars flott podcast.
Spurning um að vera rolegir með að kaupa sögur um að Johan Cruyff sé á leiðinni.
Ætla menn í alvörunni að trúa því að sömu blöðin og höfðu ekki minnstu hugmynd um að það ætti að reka stóran part af yfirstjórn klúbbsins, hafi nokkrum klukkutímum síðar aðgang að trúnaðarupplýsingum um hvern er verið að skoða til að koma í staðinn fyrir Comolli?
Nokkuð góður þáttur hjá ykkur félagr og fróðlegt að sjá þá vinkla sem þið setið á stöðuna sem er komin upp hjá Liverpool. Eins og við er að búast þá eru skiptar skoðanir um hvað liggi að baki þeim agerðum sem nú eru í gangi hjá klúbbnum og eflaust vitum við minnst af því hvað raunverulega er í gangi og það eina sem við höfum er það sem við erum mötuð af í fjölmiðlum, sem er ekki alltaf stóri sannleikurinn, fjölmiðlar setja fréttirna fyrst og síðast upp með það að selja sig…
Hvað sem því líður þá eru nokkuð ljóst að mikil óánægja er hjá eigendum Liverpool með það verk sem hefur verið unnið hjá klúbbnum, og á það líklega stæðstan þátt í þem hreinsunum sem eru í gangi þar. Ég er nokkuð sáttur við það þegar þið félagar vitnið í Tomkins varðandi upplýsingar um það hvað sé í raun að gerast bakvið tjöldinn, held að þar sé á ferðinni nokkuð áreiðanlegar heimildir.
Það sem brennur einna heitast á stuðningsmönnum í kjölfar þeirra aðgerða sem hafa átt sér stað síðustu sólahringa er væntanlega hvera staða Dalglish sé hjá klúbbnum. Menn spyrja sig hvort hann verði látin fara og ef svo er þá spyrja menn sig hvernig verði staðið að því. Werner hefur sagt að Dalglish hafi fullan stuðning eigenda og hann segir að þeir séu ánægðir með það starf sem verið sé að vinna og að þeir horfi til framtíðar. Það sem veldur manni mestum áhyggjum er að með þeim yfirlýsingum sem gefnar hafa verið koma fram fleirri spurningar en svör. Það verður fróðlegt að sjá hvað næstu dagr bera í skauti sér í þessum aðgerðum sem í gani eru.
Vangaveltur manna um hvort hinar og þessar aðgerðir séu gerðar í samráði við Dalglish er eitthvað sem menn eru mikið að velta fyrir sér, sem sýnir mani að menn eru á fullu að rína í það hvert sé verið að stefna og undir hvaða formerkjum sé verið að vinna að framtíð Liverpool. Eins og ég segi þá eru þær vangaveltur að ég held að mikklu leiti komnar til vegna þeirra spurninga sem við stuðningsmenn erum skildir eftir með að loknum viðtölum og yfirlýsingum að hálfu félagsisn.
Þegar þessar fréttir komu fyrst í loftið með brothvarf Comolli frá klúbbnum voru menn fljótir að koma með hinar ýmsu samsæriskenningr um hvað væri í gangi, og hver yrðu næstu skref, ég held að í kjölfarið af brotthvarfi Comolli hafi engin sem hér skrifar átt von á því sem fylgdi í kjölfarið sem sýnir manni að það er hreint ekki svo auðvelt að sjá fyrir næstu skref.
Menn komu með allar heimsins lausnir á því hver ættu að vera næstu skref sem yrðu til þess fallin að koma Liverpool aftur á beinu brautina.
Dalglist yrði næstur út, fengi að klára tímabilið og yrði síðan settur í aðra stöðu innan félagsins, Rafa yrði næsti stjóri og þar fram eftir götunum. Þeir félagr sem skrifa pistlanan hér hafa oft (eins og kom fram í þættinum) verið sagðir í einhverju polliönnu spjalli hér á síðunni, fyrir það eitt að koma fram með þær skoðanir sem þeir hafa á málefnum Liverpool, víst er það svo að gagnríni á rétt á sér en til að gangríni verði talin réttlætanleg, verður hún að hafa tvernt til að bera, hún þarf að vera málefnaleg og snúa að því efni sem verið er að fjalla um hverju sinni. Oftar en ekki hefur mani fundist umræðan fara út í eitthvert skítkast manna á milli og er það miður, og skekkir alla umræður.
Hver sem næstu skref verða þá er ljóst að eigendur Liverpool FC eru ekki sáttir við það hvert Liverpool er komið (í Deildinni). Allar bollaleggingar um að hinir og þessir eigi að fara og koma er eitthvað sem við getum einungis velt fyrir okkur og víst eigum við að gera það, það sýnir okkur bara hvað við viljum hag Liverpool sem bestan.
Menn hafa eins og áður segir komið með allar lausnir á þeim vands sem steðjar að Liverpool um þessar mundir, og er það bara hið besta mál, en eins og annað í þessu lífi þá verðum við að reiða okkur á fjölmiðla í þesssu öllu, held að það væri ráðað menn lesi fjölmiðlanna hlutlaust og taki það ekki sem hinn stóra sannleik sem þar kemur fram, enda sjá menn það að oftar en ekki eru mikklar þversagnir í því sem þar byrtist.
Hvað er það rétta í stöðunni ?
Nú er tímabilið að renna sitt skeið og þá horfa menn til sumarsins og spyrja sig hver verði okkar staða í upphafi næsta tímabils og menn vilja sjá hina ýmslu leikmenn fara og aðra koma. Og eins og áður segir þá velta menn fyrir sér hvort stað Dalglish sé trygg fyrir næsta tímabil, en hver er okkar stað í raun og staða Dalglish ?
Ég ætla ekki að leggja það á nokkurn mann að kafa í hugrfylgsni eigenda Liverpool, það væri bara til þess að gera alla menn óða, útspil þeirra síðustu daga eru eitthvað sem sýnir manni að vinnan á bakvið tjöldin er það sem við fáum síðust að vita hver er. Varðandi Dalglish þá hef ég þá trú að hann verði áfram við stjórnvölin hjá Liverpool á næstu leiktíð, en það gæti þó ráðist af því hvernig okkur gengur í FA CUP. Það hafa áður verið gefnar út yfirlýsingar um að stjórar séu tryggir í sessi og hafi fullan stuðning… bla bla bla og svo kemur á daginn að svo var ekki…
Það sem skiptir öllu máli hjá Liverpool núna er leikurinn við Everton á Laugardag, og eins og kom fram í spjallinu hjá þeim félögum þá er það með ólíkindum hver tímastning hans er, ern svoa vinnur FA og við því er ekkert að gera, við verðum einfaldlega að vinna þennan leik og sem fyrr hef ég fulla trú á að við gerum það … eigum við ekki að segja að við vinnum þetta eftir framlengingu, hverjir skora það er ekki gott að segja en ef Maxi spilar þá væntnalega skorar hann…
Áfram LIVERPOL… YNWA…
Flott podcast hjá ykkur.
En ég er ekki sammála því að Dalglish eigi að halda áfram þó að við vinnum FA cup. Mér finnst hann bara eins og hann viti lítið hvað hann er að gera og bregðist oftast rangt og seint við öllu. Svo er bara óviðunandi að vera svona langt frá sæti í meistaradeildinni. við erum 13 stigum á eftir Newcastle og Tottenham, svo eru við 33 stigum á eftir scum. Það er bara of lélegt.
Ég vill að Dalglish segi af sér í sumar, vill helst ekki að hann verði rekinn.
Eins og þið sögðuð þá vilja Liverpool menn ekki tala ílla um Dalglish og auðvitað vildi ég að þetta hefði gengið hjá honum en mér finnst þetta alls ekki vera að ganga.
Góður þáttur hjá ykkur eins og venjulega. Mikið er ég sammála Einari Erni (held að það hafi verið hann) að sama hvaða skoðanir við höfum á Kenny Dalglish um hvort hann eigi að halda áfram eða ekki þá uppnefnum við hann ekki illum nöfnum. Það gera ekki alvöru púllarar eftir allt sem kallinn hefur gert fyrir okkur. Það er svo sem í lagi að uppnefna Itandje en ekki Dalglish!
Ég les í þetta þannig að FSG hafi rekið Comolli útaf því hann ofborgaði fyrir leikmenn, en Kenny ætti þá líka að fara þar sem hann valdi þá. Ég held að Kenny verði ekki í góðum málum ef hann tapar um helgina. Ég sé ekki hvernig þetta sé stuðningsyfirlýsing við Kenny.
Fínasta podcast og skemmtilega tekist á og gantast í senn.
Ein leiðrétting:
– Það er ekki rétt eins og kom fram að Brad Jones hefði spilað úrslitaleik Middlesborough árið 2004. Hið rétta er að Schwarzer stóð milli stanganna og gerði herfileg mistök í marki Bolton en Boro vann leikinn 2-1 og fyrrum púlarinn Zenden skoraði úr víti og rann samtímis á rassinn. Kómískt. En Jones hefur sem sagt ekki þá reynslu að spila á Wembley en hefur vermt tréverkið á Millenium Stadium þar sem leikurinn fór fram.
http://en.wikipedia.org/wiki/2004_Football_League_Cup_Final
Einnig hefur hann bara spilað 3 A-landsleiki fyrir hið “firnasterka” landslið Ástralíu og var 3rd choice í HM 2010 hópnum en dró sig úr honum af ástæðum sem allir þekkja. Adam Federici hjá Reading var alltaf á bekknum í undankeppnisleikjunum og Schwarzer byrjaði.
Hjá Boro varð hann aðalmarkvörður þegar Schwarzer fór til Fulham en það tímabil féll liðið úr úrvalsdeildinni. Samtals hefur hann bara spilað 100 deildarleiki á (ef Wiki er rétt) á öllum ferlinum og varð þrítugur í síðasta mánuði. Ekkert rosalega aðsópsmikil ferilskrá. Hann er ágætur shot stopper og varið nokkur víti en á í erfiðleikum með spörk, grípa fyrirgjafir og ákvarðanatöku almennt. Virkar oft stressaður og hefur margoft fengið gagnrýni hjá Boro og þar sem hann hefur verið lánaður (7 lánadílar). M.a. var hann einu sinni grýttur með smámynt er hann var hjá Sheff. Wed. útaf óánægju áhangenda og Nigel Clough gagnrýndi hann nýlega er við lánuðum hann til Derby County.
Fyrir mér er hann ekki nægilega góður fyrir LFC, jafnvel sem 3rd choice. Persónulega finnst mér Gulacsi betri og væri jafnvel frekar til í að hafa meiri reynslubolta (einhvern 35-40 ára) sem 3-4 valkost. Hodgson keypti Jones og bæði ofmat hann og ofborgaði (jafnvel þó að 2,3 mill sé ekki há upphæð). Hann var sérstaklega valinn þar sem hann uppfyllir skilyrði sem uppalinn leikmaður og passar í þann kvóta. En vonandi verður þetta bölsýnistal mitt til þess að hann á blússandi fínan leik á morgun 🙂
Afburða hlaðvarp hjá ykkur.
Það er áhugavert að heyra þessi uppsagnarmál frá ýmsum hliðum og þið náið að kovera flestar spurningar sem maður hefur. Tvennt langar mig að kommentera á. Annars vegar ánægja með uppsögn John Achterberg. Ég leyfi mér að fullyrða að frammistaða Pepe Reina er að verulegu leyti á hans ábyrgð. Sú uppsögn gefur fyrirheit um einmitt það sem þið fjallið um, “stattu þig eða farðu”. Ef sama hefur verið uppi á teningnum varðandi Comolli þá hefur eitthvað gerst sem við fáum ekki að vita um, en fyrir mér eru líklegustu getgáturnar þær að hann hafi borgað yfirverð fyrir leikmennina. Við megum ekki gleyma því að 1 milljón punda eru nálægt 200 milljónum íslenskra króna. Það er helvítis hellings peningur, jafnvel í rekstri fyrirtækja sem velta milljörðum króna, já eða tug- eða hundruðum milljóna punda.
Hitt atriðið snýst um “Magga-Pollýönnu” og það sem hann sagði um þjálfun og mótiveringu og slíkt hjá Dalglish. Ég gæti ekki verið meira sammála honum. Það skal enginn segja mér að þegar menn fara út á völlinn, 40 þúsund manns öskrandi og syngjandi, að leikmenn séu illa mótiveraðir eða leggi sig ekki fram. Það er ekki eins og þetta séu 4.flokks strákar sem varla nenna þessu, heldur er um atvinnumenn að ræða sem hafa náð mjög langt í fótbolta, og ekki hafa þeir náð svona langt með því að leggja sig ekki fram, að vera ómótíveraðir eða latir.
Þau vandamál sem liðið glímir við er að hluta til Dalglish að kenna og að hluta til ekki. Það sem snýr að honum er þjálfun liðsins. Nokkrir hafa komið inn á þetta á síðustu vikum hérna, að menn hlaupa ekki nóg í leikjum, æfa ekki nógu mikið hlaupaleiðir, samhæfingu, fyrirgjafir, skalla, skot og föst leikatriði, bæði í vörn og sókn. Þeir sem hafa eitthvað verið involveraðir hjá knattspyrnuliðum, þótt ekki sé nema í áhugamennskunni á Íslandi, vita að það sem leikmenn gera á æfingum, það gera þeir í leikjum. Það sem þeir gera ekki á æfingum, það gera þeir ekki í leikjum. Charlie Adam var hættur að geta sparkað fyrir úr hornum, í fyrra var hann með eitruðustu hornspyrnur deildarinnar. Það er augljóst að hann hefur ekki verið látinn æfa þetta nóg. Five-a-side er fínt fyrir spil og hreyfanleika úti á velli en ef þú ætlar að láta senter skora eftir fyrirgjöf, þá þarftu að æfa það og búa til samband milli kantmanns og senters upp á tímasetningar að gera. Það gerist ekki nema með þrotlausum æfingum.
Annars vonast ég eftir sigri á morgun, þá höfum við eitthvað að hlakka til það sem eftir lifir tímabils!
Áhugaverður moli sem ég rakst á í umfjöllun Express um brottrekstur Comolli:
Henry and Werner first grilled Comolli two weeks ago at the Boston Red Sox’s training camp in Florida over the season’s downturn in the league; and they met him again for lunch on Wednesday. It turned into his last supper.
The Frenchman had arrived at Melwood at 9am buoyed by the last-gasp win over Blackburn the previous evening and oblivious that he would be fired. Having decided to dispense with Comolli, FSG felt there was no point in waiting.
The summer will be pivotal, and persisting with a figure whose acumen they no longer trusted made little sense.
Greinilegt að í stað þess að bíða til loka ársins með úttekt á störfum Comolli líkt og fjallaði hafði verið um í fjölmiðlum þá var drifið í því uppgjöri þegar augljóst var að LFC átti engan séns lengur í 4.sætið og var á hræðilegu rönni. Og fyrst að þeirra mat var að Comolli nyti ekki lengur trausts þá var eins gott að losa sig við hann sem fyrst enda þyrfti að byrja að leggja á ráðin fyrir sumarinnkaupin þessi misserin.
Hér er einnig áhugaverð vangavelta um hugsanleg tengsl Moneyball og leikstíls Liverpool á þessu tímabili.
http://tomkinstimes.com/2012/04/moneyball-statistics-and-damien-comolli/
Fjallað eru um þá áherslu út frá tölfræði að vinna boltann á síðasta þriðjung vallarins og hafi Suarez sérstaklega passað inn í þá hugsun. Einnig að fjölgun fyrirgjafa upp í 30 að meðaltali myndi skila sér í fleiri sigrum og til þess hafi Downing, Adam og Henderson verið keyptir. Andy Carroll passar svo inn í þá hugsun að vinna 40 skallaeinvígi í leik.
Í greininni er hálfpartinn gefið í skyn að Comolli hafi “selt” þessa hugmynd til KKD en manni finnst nú líklegra að ef að þetta var á annað borð rætt þá hafi áherslur þeirra um vængspil farið saman og þeir sammála um að þetta væri vænlegt til árangurs. Enda er mikill samhljómur með mörgum sóknaráherslum KKD núna og á sínum tíma með LFC og Blackburn.
En ef að Comolli hefur átt sinn þátt í þessari taktík, bæði varðandi leikskipulagið og svo leikmannakaup til að passa inn í þessa herkænsku, og kynnt Henry & FSG þetta sem rétta leið út frá tölfræðilegu sjónarmiði þá skilur maður betur af hverju Werner talar um úrslit & strategíu sem tvær helstu ástæður fyrir hans brottrekstri. Að öllu jöfnu ber KKD alfarið ábyrgð á úrslitum leikja en ef eitthvað er til í þessu þá var Comolli kannski samsekari en við héldum. En við þurfum væntanlega að bíða eftir ævisögum einhverra af hlutaðeigandi til að fá botn í það.