Kop.is Podcast #22

Hér er þáttur númer tuttugu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 22.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti ræddum við Brendan Rodgers-ráðninguna, brotthvarf Dirk Kuyt, möguleg kaup á Gylfa Sigurðssyni, Liverpool-menn í enska landsliðinu og fleira.

68 Comments

  1. Börnin sofnuð, konan ekki heima, framtíðin björt hjá Liverpool, bjórinn kaldur og nýtt podcast. Er ekki tilveran dásamleg?

  2. Plís aldrei hætta gera þessi pod’köst’. ég lifi fyrir þetta mmmm…. loksins loksins nýtt pod.

  3. Næ allaf i þetta i gegnum símann minn. I tunes, hvenar dettur etta þar inn í kvöld, eða a´morgun?????

    SIGURDSSONTOLIVERPOOL

  4. Komið í iTunes hjá mér. Held ég taki mér Grána til fyrirmyndar með kvöldið (þótt konan sé heima).

  5. Mjög góður þáttur drengir, takk kærlega fyrir þetta. Eins og margir þá lyftir þetta kvöldinu upp. Ekkert betra en góður göngutúr og kop.is podcast.

    Var sammála ykkur í flestu sem kom þarna fram. Ég er á þeirri skoðun að Brendan Rodgers sé klárlega mjög spennandi kostur en til þess að það geti komið í ljós hvort ráðningin var rétt eða ekki verða stuðningsmenn að gefa honum tíma. Verðum að átta okkur á því að núna er ferlið að fara í gang sem FSG plönuðu! Ég er mjög sammála Magga að það megi ekki hengja BR ef við erum í 10 sæti eftir hálft tímabil. Þurfum smá tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum (enn og aftur) en vonandi að þetta sé byrjunin á því og næstu ár geta farið í að halda áfram þessari vinnu í stað þess að ráða þjálfara eða hreinsa burtu dead wood.

    Hvað Gylfa varðar þá tel ég hann vera frábæran kost fyrir liðið og er ég mjög ósammála Steina. Ef við fengjum menn á sitthvoran kantinn væri ég kannski til í að gefa kaupin á Gylfa upp á bátinn en ég held að það sé óþarfi. Við erum aldrei að fara kaupa það dýra vængmenn. Einnig held ég að það sé mikilvægt að fá einhvern framherja sem er að leita sér að nýju verkefni og gæti komið ódýrt til að leysa Carroll og Suarez af þegar þess þarf.
    En aðal ástæða þess að ég vill Gylfa er að ég gæti trúað því að hann væri akkurat púzzlið sem vantar milli miðju og sóknar. Á síðasta tímabili fannst mér oft alltof langt bil milli miðju og sóknar. Carroll var að koma gífurlega neðarlega til að sækja boltann og oft svo neðarlega að hann var ekki kominn upp í teig í tæka tíð til að stanga boltann inn. Ég trúi að Gylfi gæti minnkað þetta bil. Ef við erum einnig að tala um 6-7 milljónir þá tel ég að það væru frábært verð. Ekki oft sem mér finnst að Liverpool greiði tiltölulega lágt verð fyrir leikmenn.

    En takk enn og aftur fyrir gott podcast 🙂 þið eruð meistarar.

  6. Takk fyrir góðan þátt, eitt langar mig að forvitnast.. núna er ég bara nýlegur á Twitter.. hvernig eruð þið að nota Twitter fyrir nýjustu fréttir? Eruð þið að fylgja öllum þessum helstu liverpool mönnum á twitter eða eruð þið að nota einhverjar ákveðnar #leit?

    Aftur takk fyrir góðan þátt 🙂

  7. Loksins, búin að bíða í allt kvöld eftir þessari stund, Barnið löngu sofnað og núna var konan að sofna sem þýðir að ég stóð uppúr rúminu, troðfyllti gosglas og sókti nammi uppí skáp og núna ætla ég að playa podcastið, djöfull er góð stund framundan einn herna frammi í salírólegheitum….

    Þessi podcöst eru náttúrulega guðdómleg, hrein snilld og að maður skuli fá þetta gæðastöff frítt er náttúrulega bara lögreglumál 🙂

  8. Ágætis þáttur strákar. Allir að tala niður væntingarnar fyrir næsta tímabil, þið kepptust alveg um það, veit ekki hver ykkar vann það mót.

    Ég á ekki von á því að enska liðið komist upp úr riðlinum, en það er bara gott fyrir leikmenn Liverpool, þá fá þeir aðeins meiri hvíld.

    Vona að Liverpool fái Gylfa og tvo aðra fljóta leikmenn.

    YNWA

  9. Er enn að hlusta en gaman að heyra Kristján Atli að þú ert sammála mér, kaupa 3 súper leikmenn og þú nefnir Modric og Suarez sem dæmi, en bíddu við hvað kosta menn í þeirra klassa? jú 30 milljónir hver svo sem dæmi 3 svoleiðis stk væru þá 90 milljónir. Ég er sammála þessu að við þurfum ekki marga leikmenn heldur 2-3 í svona klassa ekki 2-3-4-5 miðlungsleikmenn. Ég vil alls ekki selja marga leikmenn og bylta liðinu heldur hef ég alltaf sagt að okkur vantar 2-3 súper leikmenn sem ég held við séum ekkert að fara að fá…

    Auðvitað veit ég og hef alltaf vitað að okkar menn eru ekkert að fara að eyða 100 milljónum nettó en það breytir ekki þeirri skoðun minni að ekkert minna en þannig eyðsla kemur okkur í toppbaráttuna, sé ekki hvernig okkar menn ætla að keppa við city oh chelsea með því að eyða 30 kúlum en þeir 200, þannig virkar þetta bara ekki.

    Steini ef þú heldur svo að ég hætti bara að horfa á liðið sem ég elska af því þeir eyða ekki 100 milljónum nettó þá þekkiru mig ekki mikið því það geri ég aldrei. Mér lýst vel á Rodgers, hópurinn er góður að mörgu leyti oh margt er jákvætt, ég vil ekki bylta liðinu. Það sem mér finnst megi selja eru Kuyt, Aurelio sem eru farnir, Maxi, Aquilani, spearing og kannski Adam, í staðinn væri ég alveg til í Gylfa og mjög öflugan hægri væng og senter en þessir 3 leikmenn kosta þá líka kannski 60-70 milljónir.. Mér finnst við ekki græða á að selja þessa kalla og fá 2-3 miðlungs í staðinn, það vantar 2-3 leikmenn sem geta breytt leikjum og hafa mikil gæði. Væri td alveg til í að sjá okkur bjóða 30 kúlur í Cavani núna, negla svo Gylfa og fá einn mjög öflugan hægri vængmann. Þetta kemur alt í ljós og spennandi tímar framundan….

  10. Frábært enn á ný.
    Ég er að fara norður í Eyjafjörð keyrandi í byrjun júlí, er einhver séns á að panta 5 tíma podkast hjá ykkur fyrir ferðina?

    Ein staða sem mér finnst þurfa að styrkja sem ekki var minnst á er vinstri bakvörðurinn. Aurelio farinn og Robinson voðalega mikið meiddur alltaf hreint svo mér finnst tilfinnanlega vanta kover eða samkeppni við Enrique af sæmilega háu kaliberi. Ómögulegt að vera að hrófla miðvörðunum okkar í þetta og hægri bakverðirnir eru einfaldlega miklu betri hægra megin nema í ítrustu neyð. Svo vinstri bakvörð takk.

  11. Takk fyrir stórskemmtilegt podcast, allt gott við þetta nema endirinn þegar mér heyrdist Kristján segja næsta podcast hinum megin við evrópukeppnina eða hvað hann sagdi. Þetta þarf að vera vikulegt þessi podcöst, bara festa þetta alla þriðjudaga, er þa ekki bara málið. Það er alltaf nóg að tala um, hugsanæeg kaup og Em og bara það sem er í gangi.

    Þeir sem vilja vikuleg podcöst vinsamlega þumlið þetta komment mitt upp….

    En takk fyrir kvöldið drengir og góða nótt.

  12. Verð að vera ósammála (ekki í fyrsta skiptið) SSteina, Gylfi getur alveg spilað á hægri kannti einsog Gerrard gerði, á miðjunni, framarlega og aftarlega.
    Þó að hann skorti hraða þá er hann samt með betri fyrstu snertingu og sendingar en allir miðjumenn Liverpool. Hann er með góða langa bolta (Alonso), hann er góður í stutta spilinu og þríhyrningum (Gerrard, Iniesta). Hann er með góðar spyrnur í föstum leikatriðum, bæði auka/hornspyrnur og vítaspyrnur. Hann er orðinn einn besti spyrnumaður á Englandi.

    Varðandi Charlie Adam, þegar menn tala um ósanngjarna gagnrýni eftir að hann þurfti að spila annað hlutverk þegar Lucas datt út, þá langar mig að benda á eitt. Ef að Lucas spilar ekki og Adam þarf að spila varnarrullu, afhverju hættir hann þá að geta spyrnt boltanum í hornum og aukaspyrnum einsog hann gerði hjá Blackpool. Ég man ekki eftir góðri hornspyrnu frá honum í vetur, varla spyrna sem náði yfir fyrsta varnarmann á nærstöng. Þetta hefur ekkert með Lucas að gera.

    Efað Gylfi er of hægur þá er alveg hægt að setja Gerrard á Hægri kannt í 4-2-3-1 og Gylfa fremstan á miðjuna. Steini talaði nú oft um hvað hann sé góður þar hjá Benítez. Og þá er líka hægt að “rótera” þeim 2 í miðjum leik.

    Þó að Gylfa skorti hraða þá bjó hann samt til næst flestu færi í Evrópu á eftir Pirlo ef ég man rétt. Með fleirri færi búin til en Messi og Ronaldo. Hann er að eiga úrslita sendingar og með Suarez, Gerrard og Carroll þá ætti hann að geta búið til ansi mikið af færum -> mörkum fyrir þessa menn.

  13. Það er gaman að heyra að þið eruð að fíla þessa þætti. Við reynum að taka upp tvisvar í mánuði yfir tímabilið en nú er sumar og menn út um allar trissur. Steini tók upp úr sumarbústað í gær, Einar Örn var fjarverandi og ég er á leið til útlanda sjálfur þannig að það er einfaldlega ekki séns að taka upp aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir svona 3-4 vikur. Þannig eru sumrin bara, því miður.

    Annað sem ég vildi svara frá Viðari Skjóldal er þessi hugmynd um að Modric/Suarez-týpur af leikmönnum verði að kosta 30m punda hver. Þannig verður klárlega ekki horft á hlutina hjá Liverpool. Modric myndi kosta 30+ í dag en Tottenham keyptu hann á 15 frá Króatíu. Suarez kostaði okkur 24 en kostaði Ajax innan við 10m punda.

    Í dag mun Liverpool nær örugglega leggja áherslu á að kaupa leikmenn áður en þeir rjúka upp í verði. Gott dæmi um það væru kaup á Gylfa fyrir 7m punda, en ef t.d. færi í annað lið í Englandi og héldi áfram að standa sig vel gæti hann verið orðinn 20-30m punda leikmaður eftir 2-3 ár. Við gætum verið að grípa hann á réttum tíma fyrir 7m punda ef úr honum verður stórstjarna.

    Þannig verða kaupin hjá okkur í sumar. Vonandi hörkuleikmenn en engin af 10-20 stærstu nöfnunum á markaðnum. Eins mikið og mig t.d. langar í Lavezzi eða Cavani hjá Napoli tel ég engar líkur á því vegna verðs, en klúbburinn gæti kannski reynt að finna næsta Lavezzi eða Cavani og kaupa þá ódýrar, áður en þeir slá í gegn.

  14. Fínasta podcast og hressar umræður. Hvet ykkur kop-liða til að fjölga tíðni þeirra ef hægt er enda mjög vinsælt hjá mannskapnum hérna og skemmtileg yfirferð á málefnum LFC. Gætuð jafnvel fengið styrktaraðila til að greiða ykkur vasapening fyrir viðvikið. Böns of monní eins og alnafni Magga myndi orða það hehehe

    Í umræðunum sem fyrr er ég oftast sammála Babú einna mest. Það er tvennt sem ég velti fyrir mér eftir áheyrnina og hið fyrra snýr að því að stjóravalinu og að Rafa hafi verið “besti kosturinn”. Auðvitað voru mörg stórfín rök með því að gefa Rafa annan séns og í þetta sinn undir sanngjörnum eigendum. En ég virði þær forsendur sem FSG gefa sér og þær meika mjög mikið sens. Það eru nokkur box sem Rafa tikkaði ekki í og snúa að samskiptum, man-management og ýmsum draugum fortíðar. Það er afar skiljanlegt að FSG hafi viljað nýtt upphaf og ekki reyna að endurtaka fortíðina.

    Rafa er einn af okkur og við elskum hann sem slíkan, en hann hefði geta orðið þrætuepli stuðningsmanna á ný og við komnir í sama klofning fylkinga líkt og var að myndast með KKD. Því var hann ekki “besti kosturinn” af þessum ástæðum. Rodgers er réttasti kosturinn í stöðunni og fyrst Klopp eða Guardiola komu ekki til greina þá tel ég BR vera hinn raunverulega besta kost miðað við allar forsendur. Hvort hann reynist svo happadrýgsti kosturinn er einfaldlega falið í framtíðinni.

    Síðara atriðið snýr að Gylfa. Þar er ég ósammála Ssteina varðandi hans mat á gæðum og getu víkingsins. Mér finnst líka skondin þversögn að í sama þætti og menn minnast LFC-ferilsins hjá Kuyt og það sem hann gaf liðinu þrátt fyrir sínar takmarkanir að þá sé menn að einbeita sér að því sem Gylfi sé EKKI í stað þess að meta það sem hann GERIR VEL. Það er rétt að hann er ekki manna fljótastur en í hans stöði í tiki-taka þar sem boltanum er spilaði í lappir frekar en að hlaupa á eftir honum þá er það ekki lykilatriði. Tækni, leikskilningur, sendingargeta, vinnusemi og ákvarðanataka er mun mikilvægari og Gylfi hefur nóg af þessum kostum. Fáum sprettgaukana í vængframherjastöðuna og málið er leyst. Að því viðbættu þá hefur hann sannað getur sína í PL, er homegrown á Englandi og vel aðlagaður landinu, drjúgur í föstum leikatriðum og síðasta en ekki síst, gjörþekkir kerfi stjórans og Rodgers gjörþekkir hann sem leikmann.

    Og já, hann kostar bara 7 millur og væri á sanngjörnum launum. Það er oft vinsælt og gaman að spá í að fá einhverja Boudebouz, Ramirez, Belhanda eða álíka og eflaust eru það góðir leikmenn og ég er meira en til í að taka sénsinn á einhverjum þeirra. En þeir eru meira spurningarmerki og meiri óvissa tengd þeim og á tvöfalt-þrefalt hærra verði en Gylfi. Þú veist hvað þú færð með Íslendinginn og ég er sannfærður um að í honum er meiri baráttuhundur og vinnsluhestur a la Kuyt heldur en sumir þessara suðrænu stráka. Og er ekki Ssteini að hamra á því að við höfum ekki ótakmarkað fé í leikmannakaup? Well, þá er Gylfi alger kjarakaup í þessu samhengi og góð nýting á fjármunum.

    Kaupin á Adam hafa verið nefnd sem mótrök en það er augljóst að Adam hafði fleiri vanktanta sem snúa að ákvarðanatöku, sveiflum í frammistöðu, aga, vinnslu o.fl. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa komið frá nýliðum en Swansea endaði í 11.sæti meðan Blackpool féll. Báðir eru góðir í föstum leikatriðum en ég trúi ekki að Gylfi gleymi spyrnugetunni hjá fyrri vinnuveitanda líkt og Adam virðist hafa gert. Svo hefur Gylfi mikið svigrúm til að bæta sig enda yngri og verið efnilegur í framför lengi (góður bæði hjá Reading og Hoffenheim). Þetta er því ekki sambærilegt né sanngjarn samanburður.

    Rodgers opnaði opinberlega á möguleikann á að kaupa Gylfa sl. sunnudag og í gær opnaði Gylfi opinberlega á að koma til LFC. Tökum þá báða á orðinu og bjóðum Gylfa velkominn í díl sem meikar sens á alla kanta. Í það minnsta værum við að bjarga góðum dreng frá villu vegar sem ManYoo-manni 🙂 Það er góðverk í sjálfu sér.

    YNWA

  15. Flott Popdast piltar.

    Sáttur með ykkur, ef ég fengi að ráða væri sett regla að þið yrðuð að taka upp einn þátt á viku.

    Maður nær í THE ANFIELD WRAP Á MÁN og hlustar á það í vinnunni á ÞRI.

    Væri geggjað að þið tækjuð upp allavena annan hvern þriðjudag 🙂

    Annars bra hrós fyrir frábært framtak.

    Fæ bara ekki nóg af LIVERPOOL FOOTBALL CLUB

    @ragnarsson10 á TWITTER 🙂

  16. Eins og alltaf þá eru þessar umræður frábærar!

    Var rosalega sammála þeim ræðumanni sem vildi meina að við þyrftum hraða leikmenn eða allavega leikmenn sem geta gert hið óvænta, tekið menn á og skapað usla.

    Hvað varðar leikmannakaup þá vantar okkur klárlega kantmenn eða kantframherja. Persónulega er ég mjög hrifinn af Belhanda og Boudebouz sem oft hafa verið nefndir til sögunnar, en vissulega er erfitt að segja til um hvort þeir eigi eftir að standa sig í PL.

    Framherja vantar okkur nauðsynlega. Einfaldlega til þess að skapa samkeppni um stöður. Hversu oft hefur maður séð markaleysi hjá liðum sem treysta of mikið á 1-2 leikmenn að skora mörkin? Luuk De Jong væri flottur kandídat en margir hafa verið nefndir til sögunnar.

    Gylfa Sigurðsson væri frábært að fá til klúbbsins. En eins og nefnt var í podcastinu þá ættu þau kaup ekki að vera forgangskaup, einfaldlega vegna þess að við höfum nokkra leikmenn í sömu stöðu. Líklegast verða þetta þó fyrstu kaupin, svipað og með Charlie Adam í fyrra.

    Spenntur er ég fyrir því að Rodgers gefi Aquilani og Cole séns, þó ekki væri nema til haustsins. Ég held að Aquilani gæti virkað mjög vel í kerfi eins og Rodgers vill spila og það er engin tilviljun að nánast ekkert var um meiðsli í herbúðum Swansea í vetur. Þetta voru meira og minna sömu 11-13 mennirnir sem voru að spila þessa leiki. Þegar lið halda boltanum svona vel eins og Swansea gerir (gerði?) þá minnkar stórlega hættan á meiðslum, svo ekki sé minnst á það þegar að lið nota sinn tíma á boltanum einnig til hvíldar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að í knattspyrnu má rekja flest meiðsli til slæmrar fyrstu snertingar hjá leikmönnum og má segja að Brendan Rodgers sé ekki mikill aðdáandi slíkra leikmanna. Ef miðað er við þá leikmenn sem hann var með hjá Swansea.

    Til þess að klára þetta með leikmannakaup í sumar, ef að Aquilani verður seldur þá væri bónus að fá til okkar annan miðjumann. T.d. gæti Seydou Keita hjá Barcelona fengist fyrir lítið en hann hefur verið að gefa sögusögnum þess efnis að Liverpool hafi áhuga á sér undir fótinn. Nuri Sahin leikmaður Real Madrid er einnig frábær fótboltamaður og myndi passa inn í hugmyndir Rodgers, þá værum við líklegast að horfa á láns-viðskipti, jafnvel með möguleika á kaupum síðar. Sahin hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá Mourinho og við vitum nú allir hvað Rodgers og Mourinho eru nú góðir vinir 🙂

    Held svo að ég geti verið sammála mönnum um að Þýskaland vinnur æfingamótið, eru næstum á heimavelli í Póllandi…

  17. Skemmtilegt Podcast

    Eitt af því áhugaverð sem Maggi talaði um hvernig Swansea spiluð tika taka var þeir notuð mikið Föst leikkerfi ég held það mun ekki vera vandamál með spyrnumenn einsog Gerrard og ef Brendan Rodgers nær að takk því besta úr Adam og svo bætir ekki við ef Gylfi Sigurðursson kemur til Liverpool þar á ferðinni er annar mjög góður spyrnumaður þannig ég held Liverpool mun ekki verða í vandaræðum með Föstleikkerfi þótt ensku Liðin muni sparka boltann útaf velli það er líka ástæða fyrir þess ég tell Andy Carroll gæti alveg passað í leikkerfinu þar sem hann er ein af þeim bestu skallamönnum í deildinni.

    Annað var hitt sem ég var mjög mikið sammála.

  18. Mjög fín skrif hjá Rauða hernum sem Bond (#25) bendir á.

    Hér er önnur sérlega góð lesning á Tomkins Times. Í henni er farið yfir það hvernig margir misskilja sögulegt samhengi af “the Liverpool Way” sem óbreytanlega uppskrift velgengni. Hið rétta sé þó að ástæðan fyrir velgengni LFC hafi verið þegar framþenkjandi stjórar gerðu breytingar frá fyrri tíð og sýndu metnað í að aðlagast tímunum. Shankly var til dæmis mjög djarfur í sinni nálgun og gerði margar forvirkar aðgerðir. Í raun er mottóið að virða fortíðina en hugsa til framtíðar.

    Sem sagt:
    Framþróun = góð.
    Íhaldssemi = slæm.

    Mikið ofsalega er ég sammála þessari nálgun og mér finnst sem Rodgers og FSG smellpassi inn í þessa stefnu. Og þess vegna er ég spenntur fyrir framtíðinni hjá LFC.

  19. Hvernig væri að Hafa Podcast einu sinni í viku. Aðra vikuna væruð þið félagar með Podcastið og þá næstu væru cirka 1-2 ykkar stjórnendur og með ýmsa lesendur síðunnar sem gesti.

    Miðað við vinsældir Kop.is og Podcastsins þá sé ég ekki neina fyrirstöðu að fá sponsor á síðuna/podcastið. Svipað og er á slúðurpakka dagsins á fótbolti.net sem er sponseraður af Powerade.

    Þá græða allir, bæði þið og Podcast þyrstir Liverpool vitleysingar.

    YNWA.

  20. Þeir verða ekki leiðinlegir þessir þættir!! 🙂

    Mér líst mjög vel á Rodgers og styð hann blátt áfram. En ég er á sama tíma farinn að líta aðeins öðrum augum á eigendurna en ég gerði fyrir ca. hálfu – 1 ári síðan.
    Þetta er greinilega meiri fyrirtækisrekstur en ég hélt, call me naive en ég hélt að þeir mundu ráða menn af stærra kaliberi og væri tilbúnir með meiri pening í leikamannakaup nú í sumar en þeir eru. En á móti kemur þá var settar margar kúlur í leikmenn í fyrra og þeir hafa ekki skilað sér, svo þeir eru e.t.v ekki tilbúnir að gera það sama akkurat núna. Svo má allaveg líta á það þannig að sú fjárfesting eigi að skila sér með ráðningu Rodgers, að menn eins og Carroll og Downing eigi að komast í gang á næsta tímabili með nýjum þjálfara með ólíkar áherslur.

    Eftir lægðina hjá LFC síðustu 2 ár finnst mér erfitt að sjá fram á stjóra sem þarf (að öllum líkindum) langan aðlögunartíma (í staðinn fyrir t.d Van Gaal með stærra ávísunarhefti) og það er raunhæfur möguleiki að liðið verði um miðja töflu næsta Desember. Það þarf þó ekki að gerast, kannski nær hann mjög langt á fyrsta tímabili. En það eru kanarnir sem ráða og maður verður bara að vona það besta.

    Velkominn Rodgers!

  21. Smá þráðrán..Þetta var að koma á BBC

    BREAKING NEWS: FOOTBALL
    Steve Clarke has left Liverpool, the League Managers Association have confirmed.

  22. BBC með puttann á púlsinum bara. Fór hann ekki fyrir svona 2-3 dögum? Til Celtic.

  23. Eitt sem eg vil koma inna sem er það að af hverju eru allir bunir að akveða það bara ad fsg eyði 30 kulum nettó i sumar? Ekki veit eg til þess að eigendur Liverpool hafi sagt eitthvað um það hvað a að eyða miklu. I einhverju sluðri var talað um 30 kulur, annarsstaðar sa eg 30 plus solur og salan a Meireles væri inni þvi sem þyddi að 40 kulur væru klarar nuna plus solur. Fsg hafa alveg keypt leikmenn og borguðu td 35 fyrir carroll svo eg utiloka ekki neitt. Hver veit nema að þeir eyði 50 milljonum ur eigin vasa i sumar. Allt i sambandi við stjora raðningu voru td getgatur i bloðunum svo menn ættu að taka þvi með fyrirvara að akveðið se að eyða 30 kulum i sumar….

  24. Ætli Clarke sé ekki bara að fara að taka djobb í PL – hef mikla trú á því.

    En aðallega skil ég ekki hvers vegna þetta kemur á BBC áður en lfc.tv setja þetta upp…ekki enn komið þar.

    Er svekktur að sjá á bak Steve Clarke, hef heyrt ekkert nema gott um þann mann – fagmaður fram í fingurgóma sem leggur sig 1000% fram í starfi fyrir leikmenn þá sem hann vinnur með. Var virkilega að vona að hann yrði áfram á Melwood.

  25. Ekki góðar fréttir af brotthvarfi Steve Clarke, allt annað að sjá varnarleik Liverpool eftir að hann kom : (

  26. Þekki Clarke ekki neitt eða hans vinnubrögð þannig þó það fari fínt orð af honum.

    En eftir sl. tvö ár er enginn gríðarlegur missir af varnarþjálfaranum/aðstoðarstjóranum okkar eða ég skil ekki hvernig það getur verið? Liðið hefur bara hreint ekki verið traustvekjandi varnarlega. Föst leikatriði ekki góð og andstæðingurinn þarf rétt svo að fá færi til að skora. Markmaðurinn hefur verið “í lægð” í tvö ár o.s.frv.

    Það getur vel verið að ekkert af þessu tengist Steve Clarke eða varnarleik Liverpool þó ég kaupi það ekki og vona t.d. að Reina hrökkvi strax aftur í gang núna með nýju og breyttu leikskipulagi (i.e. varnarleik)..Mig grunar að Rodgers vilji allt aðra tegund af varnarleik heldur en Liverpool hefur verið að spila og ég held að það sé bara mjög jákvætt. Hef reyndar mikla trú á að Clarke sé hæfur og rétt rúmlega það til að aðlaga sig undir leikskipulag og aðferðir Rodgers en óttast það nákvæmlega ekki neitt að hann fái inn sitt starfslið frekar.

    Annað, Viðar Skjóldal, er svo ekki bara málið að fara hætta velta sér upp úr fjármagni til leikmannakaupa í nánast hverri einustu færslu? Það hefur komið á framfæri hversu mikið þú telur okkur þurfa að eyða. Varðandi 30m er það tala sem hefur verið talað um í fjölmiðlum og á twitter en ekki staðfest neinsstaðar. Flestir þó sammála um að það gæti verið nokkuð raunhæft (alls ekkert öruggt). En látum bara FSG um þetta og tökum stöðuna á þessu aftur í haust.

  27. Ég held nú að við ættum að taka öllum þeim tölum sem nefndar hafa verið í fjölmiðlum, um þann pening sem á að setja í leikmannakaup í sumar, með miklum fyrirvara. Það virðist vera að slúðurpressan viti nánast ekkert um áætlanir Liverpool samanber með það þegar Rogers dettur allt í einu í stjórastólinn og kuyt skrifar undir hjá fenerbache. Af hverju ætti pressan þá að vita hvort að Rogers hafi aðgang að 10 milljónum eða 50 í sumar?

    Mín tilfinning er nú líka sú að upphæðin fari eftir því hvaða leikmenn séu á lausu og hvaða leikmenn Rogers og hans menn sannfæri Kanana um að þeir þurfi til þess að ná markmiðum sínum.

    Það sem ég er að reyna að segja er að þeir séu ekki að fara að láta nokkrar milljónir punda stoppa sig í að kaupa leikmenn sem þeir telja vera þess virði eða geta orðið félaginu mikilvægir af því að þeir hafa fyrirfram ákveðið budget. Því ef þetta eru ungir leikmenn eru miklar líkur á því að þú fáir í það minnsta sama verð fyrir leikmanninn. Þegar hann er seldur aftur og því hefur leikmaðurinn “bara” kostað félagið laun og annan kostnað í kringum samninginn.

    Aftur á móti held ég að hendur sjórans séu frekar bundnar í launamálum þar sem ansi margir leikmenn liðsins virðast vera á of góðum samning miða við það hverju þeir skila til félagsins. Hreinsunin síðastliðið sumar hjálpaði náttúrulega mikið en ef mig minnir rétt borgaði liverpool einhverjum lekmönnum, t.d. degen og El Zhar, upp sína samninga og borguðu hluta af launum hjá til dæmis Poulsen og Cole seinasta vetur. Þannig að vissulega átti sér stað hreinsun en hún var dýrari heldur en að maður hefði viljað.

  28. Juju babu i sjalfu ser er oþarfi að velta þvi fyrir ser hversu miklum peningum fsg ætla að eyða i sumar enda hef eg ekki hugmynd um það frekar en þú, ssteinn, kristjan atli eða maggi.

    Eg er hinsvegar að verða bjartsynni a þetta hja okkar monnum med hverjum deginum og held að Henry se ekkert fifl og àtti sig a þvi að til þess að komast i topp 4 og keppa um storu peningaupphæðirnar þard að eypa talsvert fyrst og eg held hann se tilbuin til þess ef rettu leikmennirnir finnast. Hann rak ekki king kenny þvi hann er sattur i 8 sæti heldur þvi hann vill miklu meira og eg held hann atti sig a þvi að það kostar eitthvað af peningum að komast nær toppliðunum.

    Vonandi verdum við heppnir a leikmannamarkaðnum i sumar og naum þessu blessaða 4 sæti næsta vor og þa verður spennandi að sja hvað okkar menn gera i leikmannamalum næsta sumar.

    En það eru spennandi timar framundan og eg hef bullandi tru a verkefninu hja rodgers og set klarlega væntingarnar a toppbarattu alla næstu leiktið eins og vanalega. Eins og Shankly sagdi var það ekki ÞAÐ MAN ENGIN EFTIR LIÐINU I ÖÐRU SÆTI….

  29. Sumarslúðrið æpir á podköst með Viðari Skjóldal. Myndi duga mér ef einhver á kop tæki púlsinn á honum í podcastlausu vikunum í sumar, þar sem kúlum til leikmannakaupa yrðu gerð viðeigandi skil. Draumurinn væri auðvitað fá Skjóla sem sjötta kop-pennann.

  30. Takk fyrir gott podcast. Sammála langflestu sem þar kemur fram og flottar pælingar um framhaldið.

    Mér finnst fagmennska vera einkennandi fyrir störf klúbbsins í dag og hlutirnir unnir í rólegheitum, bak við tjöldin og með markvissum hætti. Einnig finnst mér nútímalegir stjórnunarhættir endurspeglast í orðum Rodgers enda fer tími risaeðlanna (Fergie, Wengie) brátt að líða undir lok. Framtíðarmúsikin er, að mínu mati, að mynda og virkja “þverfaglegt” teymi sem gengur í takt. Hef trú á því að Rodgers sé sá maður.

    Þakka síðan Kuyt fyrir sín ár hjá félaginu því þar fer drengur sem gaf blóð, tár og svita fyrir klúbbinn. Annars skilar enginn þessu betur frá sér en Rafa: http://www.rafabenitez.com/web/index.php?act=mostrarContenidos&idioma=in&co=1613

  31. Ég eeelska podcöstin hjá ykkur ! Eeen plís nenniði að hætta að tala ofan í hvorn annan ! 🙁

    YNWA

  32. Mér líst orðið betur og betur á nýja stjórann, farinn að minna mig á Bill Shankly……………. “I hear people talking about working hard but for me it is an obligation – it’s not a choice.

    “It is quite simple. You come in and do a hard day’s work. You make sure in training and on match days you come in and you can take your top off and wring it out and it will be soaking wet.

  33. Haha Ragnar sry, þú ættir að koma í öl með okkur, tala allir í einu allann tímann 🙂

  34. Ég sakna Dalglish meira og meira með hverjum deginum sem líður.

    Nú er Steve Clark farinn.

    Joe Cole kemur aftur og er án efa miklu sterkari en Dirk Kuyt.

    Hver stórstjarnan á fætur annari orðuð við Liverpool.

    Snillingarnir frá Bandaríkjunum sem ætluðu að vera með yfirmann knattspyrnumál átu það ofaní sig.

    Menn eru greinilega með á hreinu hvað þeir eru að gera.

  35. Sælir FÉLAGAR.
    Ég hef engar áhyggjur af peningamálum í þessum glugga .
    Ég tel að það verði gert það sem þarf að gera í þeim málum og að liðið sem heild skipti mestu máli .
    Við erum með þjálfara sem ætlar sér að gera ALLT sem hann getur fyrir LIVERPOOL og ætlar að gera það sem ég hef saknað mikið en það er að spila skemmtilegann bolta 🙂
    Ég mun njóta þess að vera í sumarfríi og tel að þetta sé byrjun á einhverju fallegu .
    Get ekki beðið eftir að sjá hvað BR fær útúr okkar mönnum og hvaða snillinga hann fær til okkar . Eitt í lokinn …. Ef Gylfi kemur verð ég glaður því hann hefur orku og baráttu sem okkur hefur vantað síðustu ár , já og tala nú ekki um hvað stuðningsmannahópur LIVERPOOL mun stækka á komandi árum 🙂

  36. Vil vitna í tvö “quote” frá Brendan Rodgers, sem gera mig ógurlega spenntan fyrir næstkomandi tímabil:

    Rodgers: “I want to see this great attacking football with creativity and imagination, with relentless pressing of the ball.”

    Rodgers: “I want to use the incredible support to make coming to Anfield the longest 90 minutes of an opponent’s life.”

    Hljómar sem músík í mín eyru og eftir að hafa lesið greinar um BR þá er ég sannfærður.

    YNWA

  37. Mér finnst þessi umræða um Rodgers alveg frábær, en ég sakna þess sárlega að ekkert hefur verið fjallað um það mikilvægasta af öllu (í rauninni það eina sem gerir knattspyrnustjóra að góðum stjóra): Fagnar Brendan Rodgers þegar liðið skorar mark eða ekki???

  38. Maggi #34 Ætli Clarke sé ekki bara að fara að taka djobb í PL – hef mikla trú á því.

    Húddarinn alveg með þetta! Clarke að taka við WBA!

  39. Svo var Mirror að koma með þetta hérna.

    In addition, Rodgers’ joining present at Liverpool will be Mohamed Diame.

    The midfielder is joining on a Bosman after his contract at Wigan expired, despite interest from Sunderland, QPR and Spain’s Real Betis.

    Diame feared his Anfield move would fall through after Kenny Dalglish was sacked, but the Reds remain keen on the Senegal international and he will officially sign on July 1.

    Flott að fá samkeppni við Lucas og þá getur Spearing snúið sér annað.

  40. 41 Ragnar ég ætlaði einmitt að minnast á þetta. Það þarf aðeins að skerpa á fundarsköpum hjá drengjunum 😛 Oft frekar erfitt að hlusta á tvo til þrjá tala í einu.

    Annars þakka ég bara fyrir frábæra þætti. Maður getur ekki beðið eftir næsta þætti 🙂

    Kv
    Halldór

  41. Veit einhver eitthvað um þennann Mohamed Diame? Maður veit svona þetta basic. Varnarsinnaður miðjumaður, franskur en spilar samt með Senegal, frekar ungur og kemur á Bosman.

    Er þetta e-ð gríðarlegt efni, eða er hann orðinn nógu góður til að spila fyrir LFC? Eða er bara verið að fá hann því hann er nokkuð solid og kemur frítt?

    What’s the deal?

  42. Diame er leikmaður sem heillaði mig hjá Wigan. Það er margt flott í hans leik. Hann er sterkur, góður tæklari, mjög “explosive”, fínn á bolta og að koma honum frá sér, og hann er ágætis, fastur skotmaður.

    Hann er að slefa í 25 ára aldurinn og þá held ég að Liverpool sleppi við að þurfa að borga einhverjar “uppeldisbætur” af honum ef það er satt að hann sé að koma til félagsins.

    Ég hef alltaf beðið eftir því að hann færi í stærra og betra lið en Wigan þó ég hafi kannski ekki haft hann í huga fyrir Liverpool. Þetta er allavega að mínu mati mjög frambærilegur leikmaður sem kemur með aukin gæði í stöðu sem virkilega þarf meiri breidd.

    Hann kæmi þá á frjálsri sölu og ef hann færi ekki á einhver biluð laun þá væri hægt að gera marga verri díla en þetta til að fá mann til að rótera/covera Lucas.

  43. Gleymdi að koma inn á það en Diame á víst í einhverjum vandræðum með hjartað á sér sem hefur gert það að verkum að lið hafa ekki endilega þorað að taka séns á honum vegna þess. Spurning hvort það kæmi honum í gegnum læknisskoðunina.

    Svo ég vitni aðeins í góðvin Liverpool, Dave Whelan: “Mohamed Diamé has a very serious problem with his heart. Keep that heart machine within 50 yards of him all the time.”

  44. Due to Momo’s heart condition; clubs such as Barcelona, Real Madrid and more recently Man Utd have despite strong interest, decided against taking a chance on him. When playing, a heart defibrillator must be kept within 50 yards of him at all times.

    Þannig að það virðist sem hann sé jú, í einhverjum vandræðum með hjartað á sér. Virkar fínn leikmaður og ágætt að hafa hann til að leysa þessa stöðu með Lucas(i).

  45. Einnig skemmtilegt að hann skuli vera no. 21 hjá Wigan, eins og Lucas er hjá Liverpool…

  46. Ef það væri það alvarlegt þá held ég að maðurinn væri ekki að leika sér að eldinum, né myndu læknar liðsins taka það í mál að hann fengi að spila fyrir klúbbana.

  47. Aðalatriðið er hvað Dave Whelan hefur um málið að segja, þetta mál og öll önnur!

  48. Mér finnst þetta tiki taka að verða ansi ofnotaður frasi.

    Þetta fer að mínu mati svakalega mikið eftir því úr hverju þú hefur að moða. Ég spilaði upp allra yngri flokka á Íslandi og hjá liði í úrvalsdeild. Hver einasti þjálfari allt frá því í 6. flokki vill auðvitað að strákarnir spili góðan bolta, haldi honum á jörðinni, noti eina snertingu, finni næsta mann, fari í opin svæði osfrv.
    Það er bara ekki hægt nema þú hafir efniviðinn í það. Horfið bara á lið eins og Barcelona í reitabolta. Þeir hafa búið til leikmenn sem geta spilað svona bolta. Þetta Barcelona-dæmi mun samt ekkert lifa að eilífu. Burðarásanir í þessu, Xavi og Iniesta, verða ekkert leystir af hólmi svo auðveldlega þó auðvitað komi alltaf menn upp úr unglingastarfinu þeirra.

  49. Ég held kannski að Diame gæti verði okkar Ba vegna þess hann féll í læknisskoðun hjá Stoke þá stálu Newcastle Ba svo kannski ætti Liverpool taka þess áhættu með Diame jafnvel þó sé mikið óvissa kringum hvort hann myndi ná Læknisskoðun.

  50. Ef að satt er að kuyt, maxi, carragher séu allir á samningum sem færir þeim um það bil 90 þúsund pund á viku voru þeir sem sáu um launamál félagsins ennþá meiri “blábjánar” heldur en ég hélt. Það gerir um 270 þúsund pund á viku fyrir leikmenn sem komast ekki einu sinni í byrjunarliðið og hafa nánast ekkert endursöluverð. Meira en 12 milljónir punda á ári bara í launakostnað til þeirra.

    Fyrir utan þessa þrjá eru svo leikmenn eins gerrard, aquilani og joe cole á mjög háum launum miða við framlag þeirra til félagsins á vellinum. Tek það fram að Gerrard á sín laun skilið en vegna meiðsla og taktík liðsins hefur hann að mínu mati ekki skilað því til liðsins sem maður villl sjá hjá manni sem hefur 120 þúsund pund á viku síðan Benítez var stjóri. Einnig hefur maður heyrt sögur af því að Glen Johnson sé á mjög feitum samningi og ef maður lítur blákalt á það hvernig hann hefur spilað og hversu mikið hann hefur verið meiddur ætti að vera hægt að fá mann sem skilar í það minnsta jafn miklu til liðsins og koma út í gróða.

    Sýnist á öllu að Liverpool losi sig allavega við Kuyt og maxi, svo er ekki ólíklegt að Aquilani eða Joe cole verði líka sparkað. Þá ætla ég samt að vona að liðið noti þá frekar heldur en að lána þá og borga hluta af laununum þeirra. Einfaldlega vegna þess að þeir eru báðir góðir leikmenn með töluverða reynslu og þá er skömminni skárra að borga þeim 90 þúsund pund á viku fyrir að spila á Anfield heldur en að borga þeim 30-60 þúsund pund á viku fyrir að spila annars staðar.

    Finnst bara ótrúlega illa hafa verið staðið af sölum og kaupum hjá félaginu síðan Benítez fór og vona að það verði bætur þar á með komu Rogers. Alltof margir menn á of góðum samningum þannig að við fáum lítið sem ekkert fyrir þá þegar þeir fara. Erum að yfirborga leikmenn hvað eftir annað og ef við gerum það ekki sjáum við allavega til þess að þeir hafi hrikalega feitan samning þannig að það verði örugglega ekki séns að seljann aftur. Til að mynda fer Kuyt á innan við milljón pund en Grant Holt er hugsanlega að fara frá Norwich á 3-5 sinnum hærri upphæð. Hvernig má það vera, annar er margreyndur hollenskur landsliðsmaður en hinn kemst ekki einu sinni í enska landsliðið og ekki mikill aldursmunur.

    Ef Liverpool ætlar að geta skákað liðum eins og manchester liðunum og chelsea verður félagið að fara betur með peningana sem það hefur til umráða. Hef reyndar trú á því að FSG eigi eftir að taka enn betur til í þessum málum. Einnig held ég og vona svo innilega að Brendan Rogers sé töluvert hæfari á leikmannamarkaðnum heldur en Hodgson, Daglish og Comolli.

  51. Eitt sem mér flaug í hug við hlustun á hlaðvarpið: var ekki ástæðan fyrir því að Aquilani og Cole voru sendir í lán sú að þeir voru á of háum launum og Dalglish hafði ekki hugsað sér að hafa þá í byrjunarliði?

    Ég hef grun um að Rodgers verði líka settur stóllinn fyrir dyrnar með það að hafa rándýra menn utan hóps eða byrjunarliðs með tilliti til launagreiðslna – og það mun gerast fyrir tímabilið. Þannig að ef hann telur sig ekki nota Cole og Aquilani í eða við byrjunarlið, þá fá þeir ekkert að vera hjá klúbbnum.

    Ég sé annars töluvert eftir Maxi Rodriguez ef satt reynist að hann fari. Hann er akkúrat leikmaður í þetta kerfi sem Rodgers vill láta liðið spila, þótt vera kunni að hann sé ekki nógu duglegur að pressa.

    Varðandi Gylfa þá er ég nokkuð sammála Ssteini með það að sú miðjustaða er ekki í forgangi að styrkja nema ef Spearing, Aquilani og Cole fara allir frá félaginu. Lucas, Henderson, Adam, Shelvey og Gerrard og svo Diame ef hann bætist við ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera nægjanlega sterk miðja fyrir þær þrjár stöður sem eru í boði. Ef hins vegar Rodgers telur t.d. Adam ekki vera nógu öflugan í þetta kerfi þá er sjálfsagt að skipta honum út fyrir Gylfa.

  52. nr. 63
    Síðustu 2 ár Benitez voru margir fáránlega lélegir dílar gerðir(Keane, Aquilani, Riera, ofl). þannig að við erum að tala um amk 4 ár af hreint ótrúlega lélegum dílum, með örfáum undantekningum þó.

  53. Gat loksins hlustað á podcastið hjá ykkur og það er margt sem ég er sammála og annað ekki.

    Eitt það helsta sem mér fannst ég þurfa að rífa mig um tengdist Gylfa og miðjustöðunni. Ég er alveg fastur á þeim buxunum að við þurfum að bæta styrkleika og gæði á miðsvæðinu, án nokkurs vafa. Við vorum að fá rosalega lítið út úr miðjumönnum okkar á síðustu leiktíð og það var rosalegt áhyggjuefni. Samanlögð 24 mörk og stoðsendingar frá Jordan Henderson, Lucas, Steven Gerrard, Charlie Adam, Jonjo Shelvey og Jay Spearing. Vissulega einhver meiðsl og svona en sláandi lélegur árangur frá miðjunni.

    Mér er alveg sama þótt Gerrard, Lucas og Adam hafi allir misst af einhverjum hluta tímabilsins vegna meiðsla – Liverpool á bara að hafa menn sem geta fyllt skarðið betur en þetta (eða þá að lágmarki að aðrir leikmenn hysji upp um sig brækurnar).

    Aquilani mun hefja æfingar með Liverpool, sem og Cole, en ég get hreinskilnilega sagt séð hvorugan þeirra vera leikmenn Liverpool í september þannig ég ætla ekki að telja þá upp hérna. Okkur skortir töluvert á miðjuna hjá okkur. Mér fannst Spearing leggja sig fram og standa sig ágætlega á köflum en hann á ekki að vera næsti maður inn í varnartengiliðinn ef Lucas meiðist, sömuleiðis þykir mér Jonjo Shelvey vera mikið efni en ég vil bara sjá hann lánaðan út á næstu leiktíð og ekki alveg klár í að vera svona “ofarlega” í goggunarröðinni hjá Liverpool strax.

    Bilið á milli miðju og sóknar var gífurlegt í fyrra. Það var eins og himinn og haf væri þar á milli sem orsakaði það að mjög lítið af mörkum kom frá miðjunni, framlínunni og köntunum. Þetta var oft á tíðum eins og þrú sér “unit” á vellinum – vörnin, miðjan og svo sóknin. Það þarf að laga.

    Ég vil endilega sjá Henderson færðan inn á miðjuna oftar (alltaf) og þar held ég að hann muni blómstra. Sérstaklega í svona stuttu spili eins og Rodgers vill nota. Það fer eiginlega eftir því hvernig hann mun fúnkera þar hvað við þurfum af miðjumönnum til að láta þetta kerfi Rodgers virka.

    Persónulega held ég að við þurfum 2-3 gerðir af miðjumönnum í sumar. 1) Við þurfum einn fínan varnartengilið til að rótera eða covera Lucas (Diame yrði svo sem fínn kostur þar). 2) Við þurfum einhver “distributing” miðjumann (Modric, Allen, Xavi týpur) en ég hef svolítið sterka tilfinningu fyrir Henderson í svona rullu svo Rodgers tékkar vonandi á honum þar áður en hann kaupir. 3) Við þurfum snjallan miðjuman sem er góður í að opna varnir með sendingum, gott touch, klárar færi, er góður á þröngu svæði og getur minnkað bilið á milli miðju og sóknar ásamt því að mata kantmenn og framherja á hættulegum boltum (Þarna yrði t.d. Gylfi frábær kostur til að spila með/rótera/covera Gerrard).

    Það þarf fleiri mörk í liðið – á miðjuna, kantana og framlínuna, og það er eitthvað sem Rodgers mun þurfa að tækla í sumar hvort sem það verður með kaupum eða öðruvísi áherslum á leikstíl einhverra leikmanna. Okkur vantar meiri hraða og “explosiveness” í liðið og þá sérstaklega á kantana, ásamt því að okkur vantar almennt meiri klókindi í sóknarleikinn.

  54. Aquilani og Joe Cole eru bara “ideal” í þetta kerfi sem Rodgers vill spila, sem og Gylfi og Gerrard. Aquilani og Joe Cole eru mjög góðir á bolta, hreyfa sig í rétt svæði og með góðar sendingar.

    Lucas og sérstaklega Spearing eiga erfiðara með þetta. En Lucas er bara það góður að sópa að hann er ómissandi. Spearing þarf bara að losa úr liðinu. En þá er spurnig hverjum þú vilt halda og hverjum er skynsamlegt að halda.

    Lucas og Gerrard eru ekkert að fara. Henderson og Shelvey eru enþá ungir en eiga að fá stærra hlutverk. Þessa menn eigum við: Gerrard, Shelvey, Henderson, Lucas, Adam, Spearing og Aquilani. Adam og Spearing meiga fjúka, þá standa eftir 5 miðjumenn. Einhverjir hafa átt í vandræðum með meiðsl. Þá er ekkert óskynsamlegt að eiga 6 miðjumenn sem þú treystir að spila á móti hvaða liði sem er. Að fá Gylfa í stað Adam og Spearing út þá ertu kominn með 6 leikmenn sem ættu að geta skipt þessu vel á milli sín, Hendo og Shelvey meira í FA, Carling og UEFA cup og í backup fyrir hina fjóra sem spila svo lungað úr tímabilinu.

    Þá er þessi miðjumannstaða afgreidd með mikilli bætingu frá fyrra horfi. Að eiga Joe Cole uppá breidd er algjör snilld og ég myndi halda honum. Fyrir mér þyrfti þá að kaupa 2 kannt-frammherja og vinstri bak. Gylfi+3 slíkir leikmenn, þá er liðið klárt fyrir mér. Þetta þarf ekki að kosta svo mikið.

Varabúningur nr. 1 – opinn þráður

Opinn þráður – Nýr haus