Búinn að ræða hér áður stress mitt yfir því hvað lítið fréttist af Anfield.
Þess vegna varð ég gríðarlega glaður að horfa á viðtal við Brendan Rodgers á opinberu síðunni.
Maðurinn er alger snillingur í viðtölum og þess stóíska ró og um leið ákveðni bara þýðir það yfirleitt að ég myndi ganga á enda veraldarinnar fyrir hann og með honum!
Í viðtalinu lýsir hann ánægju sinni með starfsumhverfið og leikmannahóp Liverpool FC, fer enn í það að hrósa Carragher og talar um þann innblástur sem er að vinna fyrir þennan magnaða klúbb okkar.
Hann talar af virðingu um Gylfa, lýsir því að hann hafi viljað bjóða honum það sama og þegar hafði verið samþykkt hjá Swansea og lofað honum hlutverki hjá “a football institution” en Gylfi hafi af einhverjum ástæðum valið Tottenham og þannig bara væri það, klúbburinn væri búinn að snúa sér í aðrar áttir. Lokaði Gylfagate snyrtilega af hálfu LFC en auðvitað munu aðdáendur annarra félaga á Íslandi teygja annað út úr viðtalinu (og eru þegar byrjaðir held ég).
Hann margsagði okkur að vera þolinmóð, það væru verulega góðir knattspyrnumenn hjá klúbbnum og þegar að mótið hæfist yrðu komnir leikmenn sem nú vantaði í hópinn til að ná árangri.
Þetta var sú gleðipilla sem ég þurfti, er alltaf að verða glaðari með Rodgers og vona heitt og innilega að FSG bakki hann upp á næstu vikum til að taka næstu skref áfram!
Æi þetta er samt allt einhvern veginn Lucas að kenna maður.
Nr. 1
Hundinum?
Annars sammála Magga í einu og öllu og Brendan Rodgers er að virka hrikaleg sterkur grend við míkrafóninn.
Babu, hét hann ekki Lúkas ?
Það er sjálfsagt eins og að bera saman epli og appelsínur en Dalglish var líka frábær á blaðamannafundum og í viðtölum, eiginlega rúmlega frábær. Woy átti líka nokkra ágæta blaðamannfundi.
Aðeins að bæta við þetta, myndir af æfingum dagsins:
http://lfctransferspeculations.com/photos-first-training-session/
Þarna sést t.d. Colin Pascoe, nýi assistant managerinn í mynd, sem og Mike Marsh þjálfari unglingaliðsins og allavega Adam Morgan úr því liði á æfingunni, sem og Nathan Ecclestone sem virðist eiga að fá séns á að sanna sig. Joe Cole á fullri ferð og engir boltar til að sitja á!!!
Gaman að sjá þessar myndir!
Væri samt geðveikt til í svona Warrior æfingar kit!
Rosalega ósáttur ef menn eru hættir að hossa sér á stórum gúmmíboltum á æfingum. Eins gott að þeir detti inn fljótlega annars hætti ég að halda með Liverpool!
Mikið er nú gott að sjá Lucas vera farin að æfa aftur.
Annars er bara fínt að sjá viðbrögð stjórans við Gylfamálinu.
Það verður allavega eitt jakvætt við sumarið og það er að fa Lucas aftur, sennilega besti knattspyrnumaður Liverpool. hvort það verður mikið meira jakvætt er eg alls ekki viss um en vona að það verði eitthvað meira jakvætt þetta sumarið.
En við hverju buast menn að rodgers segi varðandi gylfa? Àtti hann að segja ja Henry neitaði að bakka upp launin hans? Auðvitað segir hann að hann sjalfur hafi þott hann ekki meira virði en það sem þeir buðu honum.. vonandi samt að Henry ætli að bakka Rodgers upp i einjverjum kaupum þvi ef ekki hef eg mjog storar ahyggjur
Fyrir þá sem vilja sérstaklega leggju upp hvað Rodgers sagði um Gylfa:
“Gylfi did fantastic for me at Swansea last season,” said the boss. “He wasn’t playing at Hoffenheim, I brought him to Swansea and he did very well for me there, scored seven goals in 19 games and was very, very good.
“He and I both sat and spoke and believed that playing football was going to be the most important aspect for him. But obviously it was important financially so we agreed a deal for him to go to Swansea and that was wrapped up.
“I then became the Liverpool manager, and that then wasn’t something that was going to happen at Swansea. So he then had a choice of where he wanted to go. I knew what the market was and I wasn’t prepared to pay anything over what I had known was agreed before.
“Liverpool would have provided Gylfi with a wonderful opportunity to perform with a manager that he knows and at a club which is a real footballing institution.
“But he’s decided to go to Tottenham, for whatever reason. I wish him the best, he’s a good kid and there’s no ill feeling. We’ve got other targets and we’ll move on.”
Semsagt, Rodgers var búinn að ganga frá samningi við Gylfa hjá Swansea og taldi það augljóst að sama tilboð yrði uppi á teningnum hjá LFC. En svo var ekki og ef að einhverjir fara að tala um að Rodgers sé að skjóta undir beltið á Gylfa og peningamál þá skuluði þýða þessa setningu:
But he’s decided to go to Tottenham, for whatever reason.
Svona:
En hann ákvað að fara til Tottenham, af einhverjum ástæðum.
Það er ekkert í viðtalinu við Rodgers sem segir að Gylfi hafi farið út af peningum. Tilboðið frá LFC var klárt og Gylfi vildi það ekki. Alveg magnað hvað mörgum langar að vera neikvæðir út í LFC í þessu máli öllu!
Já sammála Styrmi, virkilega gott að sjá að Lucas er kominn aftur á grasið. Er það svo bara ég eða er Raheem Sterling farinn að líkjast Super Mario meir og meir, þessi klipping er aðeins of bad ass.
Af hverju er Skrtel ekki mættur? Veit e-r ástæðuna fyrir því?
Er Það bara ég en mér finnst æfingatreyjurnar vera flottari en báðar vara búningarnar 🙂
Dagger og The Terminator!
Snilldar grein um allra svalasta, grjótharðasta og besta miðvarðarpar deildarinnar: http://lfctransferspeculations.com/the-importance-of-agger-and-skrtel/
Það mun stinga mann beint í hjartað að missa annann hvorn þeirra.
Hversu lengi ætla framkvæmdarstjórar okkar ástkæra félags að biðja stuðningsmenn sína um þolinmæði þar sem ákveðin uppbygging á að eiga sér stað?
Er hægt að tala um uppbyggingu þegar hún virðist ætla að vera endalaus ?
Mér finnst liðið vera búið að veikja sig mikið síðustu árin með sölum á mönnum eins og Alonso,Torres,Macherano og feirum.
Afsakið neikvæðina og leiðindarheitin í þessum pistli mínum en ég er að verða nokkuð óþolinmóður eftir að liðið fari að styrkjast með kaupum á ALVÖRU leikmönnum en ekki fleiri floppkaupum á pappírspésum eins og Charlie Adam og Steward Downing.
@ #11
Þeir sem voru að spila á EM mæta seinna en hinir
frábært að sjá viðar skjóldal þýða fyrir mann hvað stjóri LFC sé í raun að meina þegar að hann er í viðtölum, takk fyrir þetta viðar 🙂
Afhverju ættu stærstu nöfnin að koma til Liverpool? Liverpool hefur ekki bolmagn að næla í bestu leikmennina vegna þess að eigendur Liverpool hafa ekki peninga til að kaupa bestu nöfnin og geta ekki keppt við stóru liðin að borga þau laun sem þau eru að borga í dag.
Við verðum bara að sætta okkur við að Liverpool er bara miðlungs klúbbur varðandi getu að lokka stóru nöfnin til sín. Liverpool geta ekki annað en reynt að lokka minni spámenn til sín og vona að það verði eitthvað úr þeim.
Svo má alltaf bara fá Rafa aftur, hann þarf ekki svo mikin pening til að koma þessu liði aftur í alvöru baráttu.
Já merkilegt hvað við Liverpool aðdáendur erum duglegir að vera í Pollýönnuleik. Ég man þegar menn hrósuðu því að Alaves var ekki keyptur. Væri bara gott að Liverpool stæði fast á sínu og létu menn ekki komast upp með óraunhæfar kröfur. Finnst þetta Gylfa mál vera bara nákvæmlega eins Gylfi fær betra boð frá öðru félagi og Liverpool vill ekki jafna það boð. Hvenær ætla stjórnarmenn Liverpool að átta sig á því að menn velja peninga í dag og fara þangað sem menn eru tilbúnir að eyða peningum því að það virðist vera það sem skiptir mestu máli í fótbolta í dag.
Ég er samt sammála SSteina um að Gylfi sé líklega hypaður of mikið en Rodgers var búinn að lýsa því yfir að hann vildi hann en vildi ekki eyða þeim peningum sem þurfti til að kaupa hann. Þá spyr ég ef við getum ekki tryggt okkur leikmann eins og Gylfa Sigurðsson hvaða leikmenn erum við þá virkilega að fara ná. Ef ég sé okkur linkaða við enn einn leikmann Bolton þá verð ég ekkert svakalega glaður.
Það er kominn tími til að eigendurnir láti verkin tala. Liverpool er ljósárum á eftir Man City í gæðum og Tottenham virðist ætla að spóla fram úr Liverpool líka.
Flottar myndir og BR virkar alltaf betur og betur á mig, hef mikla trú á þessum geðþekka Norður -Íra. Ég tel hann nægilega klókann til að púsla saman flottu og vel spilandi liði með hópnum okkar ásamt einhverjum viðbótum. Það hefði vissulega verið gaman að hafa Gylfa þar með en hann valdi aðra leið og megi það ganga vel hjá honum einum og sér. Ég verð bara að viðurkenna það að ég skil ekki þessa ákvörðun Gylfa útfrá þeim upplýsingum sem komið hafa fram sbr það sem BR hefur sagt um samtal þeirra.
Bíð spenntur eftir fregnum af leikmannamarkaðnum og er feginn að þessi langloka sé búin.
Er það bara ég eða… ef maður prófar að lesa comment hérna með því hugafari að maður sé t.d. stuðningsmaður annars knattspyrnuliðs þá kemur þetta fyrst í huga manns.. – HAHAHAHAHA¨!
Nei ég bara spyr..
Sum hver commentin eru svo útúr kú að maður á varla orð og svo ofan á það þá kemur comment #18 ” Svo má alltaf bara fá Rafa aftur, hann þarf ekki svo mikin pening til að koma þessu liði aftur í alvöru baráttu. ”
Hlítur að vera að grínast..
Ef menn líta á staðreyndir þá er Liverpool einn stærsti klúbbur í evrópu!
Það þarf engan RAFA.. við erum með BR!
Ég varð aldrei pirraður á þessu Gylfamáli.. því ég lét það ekki fara í taugarnar á mér.. en að sjá poolara væla daginn út og daginn inn! Það er pirrandi!
Menn meiga alveg hafa skoðanir og blabla allt það.. en slökum á sleggjudómunum sem hafa komið á t.d. FSG , það er meira en að segja það að reka svona klúbb og tala nú ekki um það að leggja 300m punda í klúbbinn og svo meiri pening í leikmenn sem sýndu lítið sem ekkert á síðasta tímabili.. auðvitað eru þeir að “vanda” sig betur í þessum glugga og jafnvel hræddir um að gera sömu mistök og í þeim síðasta!
Annars til að gleðja ykkur sem ég er að pirra mig á..
Meðan ég skrifaði þessi pirringsorð þá gleymdi ég pítsunni í ofninum og hún er einn kolamoli.. fínt!..
YNWA
Best af öllu er að sjá Lucas aftur í aktjón.
Af myndunum að dæma, þarf klúbburinn ekki að splæsa í eitt stykki iPad fyrir B Rodgers? Vonlaust að sjá hann með þetta lagerharðspjald á æfingu. Rífum gaurinn inn í nútímann, annars stórflottur!
Hvert fór þessi þráður eiginlega?
Misstir þú bara af því að félagið var rétt farið á hausinn fyrir örfáum árum? Þessir stjórnendur sem þú ert að tala um hafa flestir (allir) verið innan við tvö ár hjá félaginu. Fram að því hafði átt sér mjög öflug uppbygging á liðinu sem var á mjög góðri leið þegar fótunum var kippt undan öllu því góða starfi.
Að bera saman Alves og Gylfa er ágætt hrós fyrir Gylfa ef þú spyrð mig en megin munurinn á þessum málum og ástæðan fyrir því að ég horfi alls ekki á þessi mál með sama hætti er sá að í tilfelli Gylfa var það stjórinn sem tók ákvörðunina og ég trúi því að hann hefði fengið það back up sem hann þurfti hefði hann viljað það. Benitez fékk það ítrekað ekki og meðan BR segir ekki annað (þvert á móti raunar) er þessu ekki saman að líkja.
Nr.19
Hvenær ætla stjórnarmenn Liverpool að átta sig á því að menn velja peninga í dag og fara þangað sem menn eru tilbúnir að eyða peningum því að það virðist vera það sem skiptir mestu máli í fótbolta í dag.
Bíddu Gerðu stjórnarmenn Liverpool þetta ekki seinasta Season sjáðu hvar Kaupin enduðu.
Menn ættu hafa þetta hug:
“This window for the summer, you either had to get your business in early or it was going to run over towards the end of the window, just purely because of all the games and holidays and championships and everything that was going on.”
(Brendan Rodgers)
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-outlines-liverpool-vision
nokkuð óþolinmóður eftir að liðið fari að styrkjast með kaupum á ALVÖRU leikmönnum en ekki fleiri floppkaupum á pappírspésum eins og Charlie Adam og Steward Downing.
Það er kominn tími til að eigendurnir láti verkin tala. Liverpool er ljósárum á eftir Man City í gæðum og Tottenham virðist ætla að spóla fram úr Liverpool líka.
Liverpool hefur ekki fjármagn til Keppa við Manchester City og ég held að enginn lið geta keppt við Man City nema kannski Barcelona eða Real Madrid en það mjög ólíklegt vegna kreppuna í Spáni.
Svo með Tottenham voru þeir spóla fram úr Liverpool vegna þess þeir Keyptu Gylfa ef við hefðum fengið Gylfa væri þá spóla undan þeim er Arsenal lenda fyrir aftan okkur vegna þess að Robin Van Persie væntanlega fara frá þeim.
Engin veit hvernig hvort Kaupin Floppa eða ekki það fer eftir stjórum gott dæmi er Joe Cole hann stóð sig ekki beint vel í fyrsta tímabili Hjá Liverpool vegna meiðsla en stóð sig ágætt með Lille seinasta tímabil.
Mér finnst Allt í lagi að bíða með Kaup á leikmönnum meðan Brendan Rodgers er skoða leikmannahópinn sinn og vera búinn finna sitt lið farið svo á markaðinn að Kaupa Leikmenn sem Vantar í Liðið.
Enda segir hann hér :
I believe there’s one or two areas that I’ll need to improve on for sure, but overall the core of the group is strong.
Eitt af því sem ég vona er Alberto Aquilani muni spila með Liverpool næsta tímabil þótt séð mjög ólíklegt að gerist:
Mæli með Lesa þessa grein um Alberto Aquilani og afhverju hann myndi passa undir Rodgers:
http://lfctransferspeculations.com/would-aquilani-be-a-good-addition-to-support-brendans-philosophy/
Strákar mínir, og stelpur. Þó svo að BR hafi ekki viljað bjóða gylfa gullmola einhver ofurlaun, þá er ekki þar með sagt að Liverpool geti ekki krækt í leikmenn og borgað þeim laun á við Cole, Acuilani og fleiri. Við þurfum bara að losa okkur við allavega annan þeirra og þá er strax hægt að spá í einhverjum, sem þeir eru jú að gera miðað við viðtalið hjá BR.
Annars líst mér andsk. vel á hann í þessu viðtali. Þessi maður vex í áliti hjá mér með hverjum degi sem hann er stjóri hjá LIVERPOOL. Hann virðist vera hinn mesti heiðursmaður, talar fallega um klúbbinn og aðdáendur hans. Nú er bara að bretta upp ermar og láta verkin tala.
YNWA
Já mig langaði einmitt að benda á eitt sem ég gleymdi áðan.
Tók eftir einu, Charlie Adam átti frábært tímabil með Blackpool, hans fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi átti frábært hálft tímabil með Swansea, hans frumraun í úrvalsdeildinni.
Ég ætla rétta að vona Gylfa vegna að hann eigi ekki eftir að fylgja þessu hálfa tímabili eftir eins og C.Adam gerði..
Ég er ekki að bera þá saman á nokkurn hátt knattspyrnulega séð.
Kanski var BR ekki tilbúinn að taka sénsinn á að borga Gylfa há laun og svo þurfa að sitja fyrir svörum hjá stjórn FSG eftir tímabilið alveg eins og KK þurfti að gera.. Því Gylfi og Adam hefðu kostað nánast jafn mikið í innkaupum og ég er nú viss um að Adam sé ekki á lúsalaunum.. þó ég viti ekkert um það 🙂
Já frábært, fáum bara Aquliani til að redda málunum… gerist aldrei!
Jæja jæja..
Þá er sagan endalausa loks komin með endi þ.e.a.s sagan um Gylfa fótbotlastrák frá landinu kalda. Gylfi var og er yfirlýstur stuðningsmaður Man.Utd. og hann fann leið til að sleppa við að spila með erkifjendunum, leið þar sem hann þurfti ekki að segja það opinberlega að hann myndi ALDREI spila með Liverpool. Hann er bara trúr sínu liði og ég skil það bara alveg. Ég myndi ALDREI fyrir nokkurn pening styðja Man.Utd. til þess er allt of mikill rígur á milli liða. Ef Gylfi hefði komið til okkar liðs ætti hann lítinn sem engan séns á að fara til Man.Utd. seinna en núna er allt opið hjá honum.
Ég ætla mér að vera áfram í þessum Pollýönnuleik sem einhver minntist á hér ofar ég ætla að hafa trú á mínu liði því ef við stuðningsmennirnir höfum það ekki hvernig eiga þá leikmennirnir að hafa trú á því sem þeir eru að gera. Við skulum gefa prinsinum BR þessi 3 ár til að sanna sig og dæma hann að þeim loknum ( nema hann verði rekinn áður) Hann stefnir í sömu átt og við sem er upp á við og gaf það út að þeir sem ekki séu með sömu stefnu megi bara taka pokann sinn…grjótharður Íri sem veit hvað hann vill.
Ég trúi þvi að framundan séu bjartir tímar, að vísu koma ský inn á milli en ef við raulum bara You never Walk alone og trúum því að við getum þetta þá gerist það fyrr en seinna.
Þangað til næst….YNWA
E.S Ég óska Gylfa góðs gengis og að allt gangi upp hjá honum, en ég vona samt að skotskórnir hans týnist í flutningum alla vega þegar hann spilar á móti okkar ástkæra liði.
Getur ekki bara verið að það hafi líka haft einmitt ráðið úrslitum? Modric fer og hann dettur inn í staðinn. Ég sé það ekkert í hendi mér að hann hefði verið automatic starter á miðjunni með Lucas/Adam og Gerrard.
Innst inni held ég að hann dreymi líka alltaf um að enda hjá Man Utd, og Liverpool hefði lokað á það. Ekki þannig að hann hefði hafnað Liverpool ef eitthvað annað væri í boði, en Tottenham er klúbbur á svipuðu leveli (m.a.s. aðeins ofar miðað við árangur síðustu ára), einnig nýbúinn að ganga í gegnum stjóraskipti o.s.frv.
Það sem menn nenna að væla endalaust, halda mann virkilega að Gylfi sé svarið við öllum okkar vandræðum?
Ég man ekki betur en að stóra vandamálið hjá Liverpool á síðasta tímabili havi verið skortur á mörkum. Vorum lengi vel með sterkustu vörnina og miðjan var að funkera príðilega, sóknin var hinnsvegar í tómu rugli.
B. Rogers var ekki tilbúinn að bjóða hærri laun fyrir Gylfa en hann hafði þegar samþykkt við nýjan samning hjá Swansea, punktur.
Er það skrítið að stuðningsmenn annara liða segi “alltaf sama vælið í þessum Púllurum”, díses.
Vorkunin ríður ekki við einteyming hjá þeim sem koma hér inn og bera sig auma með að LFC keppist ekki við þá bita sem City og Chelsea háma í sig. Þótt þar séu menn sem virðast skíta peningum líkt og hamingjusamur einstaklingur með svæsna salmonellusýkingu þá er því ekki til að dreifa hjá okkur. Því gildir það að vera útsjónarsamur og skynsamur þegar kemur að leikmannamálum og sem betur fer lítur allt út fyrir að Brendan Rodgers sé svoleiðis maður. Okkur til heilla.
Man Yoo og Arsenal eru á undan okkur líka en það er bara vegna þess að veltan hjá þeim klúbbum er töluvert betri en hjá okkur. FGS virðast alveg vera með höfuðið upp úr sandinum þegar kemur að framtíðarskipulagi á rekstri klúbbsins. En þá kemur að súra bitanum fyrir okkur stuðningsmenn í því sambandi. Við verðum að vera þolinmóð því eins og maðurinn sagði: Róm var ekki byggð á hverjum degi 🙂
Hvernig væri að hætta þessu Gylfa tali hérna á síðunni, þetta er búið og gert.
Ég er persónulega hættur að nenna að lesa þessi komment vegna Gylfa talsins.
Honum bauðst hærra launaðra starf sem ALLIR knattspyrnumenn myndu taka.
Over and out Gylfi.
YNWA
Þú getur alveg slakað á Ingimundur vegna comment #18. Því þó ég hafi svosem alveg trú á að Rafa gæti gert góða hluti þá er ég miklu spenntari fyrir þessu nýja verkefni. Og eins og ég hef áður sagt þá hef ég tröllatrú á okkar nýju eigundum og þeirra stefnu. Hvað Rodgers varðar, þá mun tíminn einn leiða í ljós hvort sú ráðning er góð eða ekki. Hann lítur vel út í dag, maður bara veit aldrei.
Held það sé engin ástæða til að örvænta í leikmannakaupum heldur. Rodgers er með helling af mönnum í siktinu. En málið er, eins og við vitum, að liðið var að koma saman í fyrsta skipti undir hans stjórn fyrir örfáum dögum. Þá verðum við bara að sætta okkur við að leikmanna kaup verða seint á ferðinni enn eitt sumarið.
FSG væru fyrst að klikka að mínu mati ef þeir væru búnir að kaupa þennan og hinn áður en Rodgers væri búinn að hitta hópinn.
Tottenham keyptu bara Gylfa af því Levy hafði trú á Rodgers. AVB gerði ekkert nema samþyggja kaupin í besta falli. Ekki góð vinnubrögð. En þeir endum þó með manninn okkar, en aðallega vegna þess að Rodgers fannst ekki þess virði að taka slaginn.
Hvað eru mörg comment í þessari og síðustu færslu sem byrja á því að það er sett út á endalausu umræðu um Gylfa og fara svo út í umræðu um Gylfa?
Sá sem veit svarið á möguleika á að vinna Tottenham treyju með Sigurdsson á bakinu.
Ég skil ekki hversvegna mörgum hér (og annarsstaðar) er svona illa við að peningafactorinn sé notaður í ákvörðun Gylfa.
Það er óumdeilt að LFC er stærri klúbbur en Spurs, þó svo að þeir séu vissulega sterkari en við í augnablikinu. En menn skulu samt sem áður ekki missa sig í að over-hypea Tottenham liðið.
Þeir ráku stjóra sinn, sem var mjög svo umdeild ákvörðun svo að ekki sé meira sagt.
Þeirra mótor og leikstjórnandi er á leið frá liðinu (Modric, að öllum líkidum.
Lánstími Adebayor er liðinn og þeir eru ekki líklegir til að festa kaup á honum m.t.t. launakrafna hans (yrði að lækka sig um helming mv launastrúktorinn).
L. King er að öllum líkindum að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla, synd því þetta er frábær leikmaður.
Þeir eru ekki í CL (vissulega óheppni) og hafa eingöngu verið þar einu sinni síðasta áratug. Samt eru þeir allt í einu orðnir risar.
Það er enginn að segja að Tottenham hafi ekki verið sterkara lið en LFC síðustu 3 ár, þeir hafa vissulega verið það, en það er einnig mikil óvissa á þeim bænum með umbyltingu á leikmannahóp liðsins og með nýjum þjálfara sem hefur vissulega ekki gert neinar rósir á Englandi, þó að erfitt sé að dæma hann útfrá tíma hans hjá Chelsea.
Að lokum, ef ég væri í sömu aðstöðu og Gylfi. Að vera ekki LFC stuðningsmaður og að fá uþb 500milljónir á ári hjá liði sem hefur verið að challenga (og verið í) CL sæti í stað LFC sem hefur verið í 6, 7 og 8 sæti með fjóra stjóra á s.l. rúmum 2 árum. Þá er þetta no breiner. Rodgers eða ekki, Drengurinn þarf að lifa á þessum launum það sem eftir er ævi sinnar, vissulega eru þetta rugl peningar en svona er þessi bransi í dag. Strákurinn valdi það sem 90%+ í hans stöðu myndi velja.
Þessi launamál þurfa ekkert að vera neitt feimnismál heldur, fékk mun hærri laun hjá THFC sem er staðreynd. Hvort það sé eina ástæðan fyrir ákvörðun hans eða ekki veit enginn nema hann. Hann getur verið stolltur af því hve langt hann hefur náð. Og að vera nýbúin að skrifa undir samning sem tryggir honum yfir 2 milljarða næstu 5 árin er frábært fyrir hann og hans nánustu.
Gylfi átti að fá betri samning hjá Liverpool. Hann var búinn að samþykja samning hjá Swansea já, en menn hljóta að átta sig á því að Swansea borga mun lægri laun en Liverpool. Eins og kom fram í viðtali hjá Pabba Gylfa, þá vildi Gylfi bara fá sambærileg laun og aðrir svipaðir leikmenn voru að fá hjá félaginu. Það er nú bara mjög sanngjarnt að mínu mati.
Jæja……. Geta menn farið að hætta að velta sér uppúr þessu Gylfa máli? Hann valdi Tottenham, it’s not the end of the world. Og ég held að allir sjái að BR er heldur ekkert að erfa þetta við hann.
Hvernig væri þá að fara að snúa sér að alvöru málsins og spá frekar í hver verður þá fyrstur til að koma. En guð minn góður hvað þetta Gylfa dæmi er orðið virkilega þreytt.
leiðin er búin að vera á niðurleið frá því 2008-09
þetta verður ömurlegt síson
Er sammála þér Halli. Ótrúlegt að Rodgers ætlist til að Gylfi taki sama samning hjá Liverpool og Swansea! Það er tvennt í stöðunni og annað atriðið veldur mér verulegum áhyggjum.
Brendan Rodgers hafði komist af samkomulagi við Gylfa hjá Swansea og taldi leikmanninn ekki meira virði launalega séð og ákveður því ekki að fara í launakapphlaup við Spurs. (I knew what the market was and I wasn’t prepared to pay anything over what I had known was agreed before.)
Brendan Rodgers vildi fá Gylfa og fór í launakapphlaup við Tottenham. (skýrir kannski þennan langa tíma sem það tók Gylfa að ákveða sig) en FSG hafi sett stólinn fyrir dyrnar í sambandi við hversu hátt þeir vildu fara.
Þetta seinna veldur mér verulegum áhyggjum því sýnir að FSG getur ekki keppt við klúbbana sem eru fyrir ofan okkur við leikmenn. FSG gerði engin kaup í síðasta félagskiptaglugga og nettó eyðsla s.l 2 ár er 30 milljón pund! Það er komið 6 júlí og Liverpool hefur ekki keypt neinn. ENGAN. Öll liðin fyrir ofan okkur hafa keypt leikmenn. Ég set stórt spurningamerki um kaupgetu FSG og getu þeirra að koma Liverpool á hærri stall…..ég vona svo sannarlega að þeir prove me wrong!!!
Ég set Gylfa Ægis á fóninn til að gleyma.. Svínvirkar!
Mér finnst þetta mál ekki snúast um hvort að Gylfi sé svo ómissandi leikmaður að við hefðum þurft hann í okkar raðir. Ég hefði vissulega viljað fá hann og tel hann vera leikmann sem hefur alla burði til að verða mjög góður.
Nei, það sem veldur mér áhyggjum er að BR var búinn að lýsa því yfir opinberlega að Gylfa vildi hann fá. Hann segir svo núna að HANN hafi ekki verið tilbúinn til að borga meira fyrir kappann en allir ættu að geta séð að það er ekki BR sem er að fara að borga eitt eða neitt. Það er FSG sem segir nei, það eru þeir sem halda á veskinu eftir allt saman og þeir voru ekki tilbúnir í kapphlaup um leikmann sem er klárt mál að nýráðinn stjóri vildi fá. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af upp á framhaldið að gera.
Hitt er svo annað mál að ég tel vera meiri gæði í hópnum en King Kenny náði að sýna og vonast til þess að BR nái hópnum upp á annað þrep. Það er aftur á móti algjörlega óljóst hvernig þetta mun ganga og góðir blaðamannafundir BR fá mig ekki til að sannfærast um neitt annað en að hann sé góður á blaðamannafundum. Hann er vissulega efnilegur þjálfari með frábæra hugmyndafræði en enginn veit hvernig þetta mun allt fara á Anfield og hvaða stuðning til góðra verka hann fær frá FSG. Ég vona það besta en ég veit að það er sjaldnast nóg.
Ég er farinn að finna lyktina af 7-8. sætinu. Tel okkur góða ef við náum 6. sætinu. En það þarf kraftaverk til að fara í meistaradeildarsæti. því miður, þá erum við bara dottnir í að vera meðalklúbbur…..
Næsti leikmaður Liverpool
Ok, það er 6.JÚLÍ, við erum nýkomnir með nýjan stjóra og leikmenn sneru til baka úr fríi í þessari viku. Leikmannaglugginn er nýopnaður. BR er rétt farinn að fá almennilega heildarsýn á mannskapinn. Er ekki rétt að dæma þennan leikmannaglugga í lok hans frekar en í byrjun? Þvílíkt svartagallsraus og væl er þetta í mörgum hérna. Taki þetta til sín sem eiga. SLAKA Á.
Hvaða leikmaður er blöraður vuð hlið Sterling? http://live4liverpool.com/tag/melwood
Getur ekki alveg eins verið að BR hafi bara ekki verið tilbúin að borga Gylfa meira en það sem hann taldi viðunnandi fyrir þennan leikmann og jafnvel sagt stjórninni að það væri ekki þess virði að eltast við dýrari launapakka fyrir leikmann af þessu kaliberi.
Afhverju er það endilega stjórninn sem er ekki að bakka hann upp?
Ef einhver þekkir Gylfa sem leikmann að þá er það BR og hann hefur jafnvel álitið sem svo að fyrir þennan pening og laun væri hann fín viðbót en ekki verið tilbúin að borga hvað sem er fyrir mann sem væri ekki fastur byrjunarliðsmaður og þar að auki að byrja sinn ferill í deildinni.
Bara pæling.
Hérna er viðtal við leikmann sem svo sannarlega getur reynst okkur gríðarlega mikilvægur ef hann nær sér á það strik sem hann var hjá Chelsea, ég er að tala um Joe Cole sjálfan sem að ég held að gæti gert frábærlega hluti í hápressu liði Brendan.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/cole-i-want-to-prove-myself
Hann getur bæði spilað á köntunum sem og fyrir aftan sóknarmann, hann þekkir vel til Brenda frá fyrri tíð og ef það er einhver sem að nær að kreista eitthvað úr Cole þá held ég að það sé Brendan Rodgers.
Hvað haldiði um hann ?
Draumurinn minn fyrir þetta síson er að við vinnum FA cup, skiptir ekki máli hvort við verðum í 7 eða 17 sæti.
RUV með þetta allt á hreinu:
http://ruv.is/frett/litill-samningsvilji-hja-liverpool
Áhugavert að samkvæmt RÚV þá greiða Liveprool Andy OG Andrew Carroll laun og ekki einusinni jafn há 😉
51
Þykir það skemmtilegt samkvæmt RUV er
Andrew Carroll með £75.000
og svo er
Andy Carroll með £65.000
Ættum kannski að losa okkur við annan þeirra!
Glen Johnson með jafn mikið og Gerrard…wtf.
Ef þessi listi er réttur er ekki skrítið að Lfc gátu ekki látið Gylfa fá hærri laun þegar sumir menn eru yfirborgaðir miðað við aldur og getu.
Joe Cole, Bellamy og Rodriguez eru allir með 90 þús pund sem alltof hátt að mínu mati. (Suarez með 80 þús)
Carra fær svo 80 þús pund sama og snillingur Suarez….aftur segir ég WTF??
Síðast þegar RÚV gat heimilda í frétt um Liverpool þá var það frá Liverpool-Kop sem er undir stjórn Kawnar og ein af verri síðum sem tengist Liverpool. Tek þessu með jafn miklum fyrirvara.
Á hvaða sýru voru menn…
Er nú ekkert voða sorry að Gylfi komi ekki. Hann er þrátt fyrir sína hæfileika hægur leikmaður og liðinu vantar snögga leikmenn, og þá vandast valið miðað við peningana sem eiga fara í gluggann.
Damn, langar að segja svo margt, en bara vil ekki urða yfir ágætis félaga mína sem eru að tjá sig hér að ofan. Eitt vil ég þó segja og það er það að mér finnst hreinlega dapurt að sjá að menn skuli merkja BR sem lygalaup í upphafi síns ferils hjá LFC, bara til að geta málað einhverja svarta mynd yfir FSG. Það þrátt fyrir að allir sem eitthvað vilja vita um LFC og málefni tengd því félagi, viti að ef Brendan hefði lagt ofuráherslu á kaup á þessum yfirhæpaða Íslendingi, þá hefði hann fengið að borga þessi 50k á viku. En nei, við misstum af sjálfum Messi#2 og félagið er að steypast í glötun. Hvað eigum við nú að gera? Einhverjar hugmyndir að liði til að styðja? Kannski bara Spurs, þar spilar nú næstum því sjálfur Messi. OK, díll.
RÚV er besta heimild sem hægt er að fá til að skoða launakjör leikmanna LFC 🙂 Og þeir taka upplýsingarnar hvaðan? Einmitt. #þreyttumræða.is
Höfum alveg á hreinu að Steven Gerrard er langlaunahæsti leikmaður LFC og væri þá talan 150-160.000 pund. Samkvæmt félaga mínum úti sem er vinur náunga sem er hluthafi í Spurs er Gylfi með 65.000 pund á viku! Mér finnst það reyndar over the top… Það er margt sem mig langar að segja um þetta mál en fyrst og fremst bjóst Rodgers virkilega við því að það væri ok að bjóða honum sömu laun og hjá Swansea?? En leyfum þessu máli að settlast og vonandi slá FSG á áhyggjur mínar á næstkomandi vikum. Mér hefur litist einkar vel á Rodgers fram að Gylfamálinu og hlakka til að sjá liðið spila undir hans stjórn.
þar fyrir utan eru LFC með fjóra ofborgaða leikmenn sem spila sömu stöðu og Gylfi.
@ Ssteinn (#57)
Eitt vil ég þó segja og það er það að mér finnst hreinlega dapurt að sjá að menn skuli merkja BR sem lygalaup í upphafi síns ferils hjá LFC, bara til að geta málað einhverja svarta mynd yfir FSG.
Álíka dapurlegt þykir mér þegar fyrrum formaður Liverpool-klúbbsins fer í þann leiðinlega málflutning að gera þeim sem hann er ósammála upp þær skoðanir að nýi stjórinn sé “lygalaupur”. Gerist hann þá sekur um það sama og hann sakar aðra um með því að mála skrattann á vegginn. Algerlega óþarfi. Getur gert betur en þetta.
En nei, við misstum af sjálfum Messi#2 og félagið er að steypast í glötun. Hvað eigum við nú að gera? Einhverjar hugmyndir að liði til að styðja? Kannski bara Spurs, þar spilar nú næstum því sjálfur Messi. OK, díll.
Æi nei, hann-er-ekki-Messi-rökin margtuggðu. Álíka gömul og marklaus lumma og Sir-Alex-árafjölda-reglan. Auðvitað er hann ekki Messi. Enginn er eins og Messi nema messías sjálfur. Messi myndi kosta yfir 100 millur og þurfa 300k p/w í laun. Auðvitað er hann ekki Messi endurfæddur, það vita það allir og enginn heldur þvílíku fram. Óþarfa ýkjur.
Hann er hins vegar afar efnilegur miðjumaður sem skoraði 7 deildarmörk á hálfu tímabili (meira en Downing, Adam og Henderson samanlagt á heilu tímabili) og skapaði 50 færi (sem er jafn mikið og Messi á sama tíma merkilegt nokk). Var á viðráðanlegu kaupverði en við vildum ekki borga honum “stórliðalaun” heldur bara “smáliðalaun”. Allt í lagi, ef BR taldi hann ekki meira virði þá fair enough. En það þarf heldur enginn að segja mér að ef við hefðum ekki fortíðarvanda á háum launum og værum með helmingi hærri upphæð til eyðslu í sumarinnkaup að BR væri mikið að velta þessu fyrir sér. Hann hefði bara keypt sinn mann og borgað honum það sem þarf. En þar sem stakkur LFC er þröngt sniðinn þá neyðist BR til að forgangsraða. Ekkert að því svo sem og enginn er að kalla neinn lygalaup með því þó að Rodgers setji fram þá hlið málsins sem hentar okkar málstað. Getum eflaust lesið um þetta í ævisögum allra viðkomandi síðar meir.
Ég tek einnig undir orð Arngríms (#58) um að mér lítist stórvel á Rodgers og hans sýn á boltann en þetta mál setur vissulega smá ugg að manni. Sporin hræða og LFC hefur of oft í seinni tíð misst af góðum leikmönnum vegna peningaskorts, seinagangs eða álíka. Hins vegar gengur oft stórvel að landa floppunum (því miður)! Ég vona auðvitað að mat Rodgers sé rétt og einnig að hann lumi á einhverjum jafn góðum eða jafnvel betri en Gylfa. En við verðum að hafa í huga að Rodgers er í fyrsta sinn að stunda innkaup fyrir topplið. Þetta er ekki Swansea, Reading eða Watford og hér gilda önnur lögmál. Reyndar eru hinir meðlimir kaupnefndarinnar einnig hálfgerðir nýgræðingar í innkaupamálum, Segura og Ayre. Þeir gætu því alveg gert stöku mistök hér og þar og tíminn mun einn leiða í ljós hvort að það eigi við í þessu tilviki.
RÚV er besta heimild sem hægt er að fá til að skoða launakjör leikmanna LFC Og þeir taka upplýsingarnar hvaðan? Einmitt. #þreyttumræða.is
Er RÚV eitthvað verri að giska á téð laun en hver annar? Þetta virðist vera nokkuð nærri lagi á listanum sem ég skoðaði. En hvort sem að launatölur LFC séu hárnákvæmari þá stendur punkturinn enn óhrakinn: buðum við Gylfa helmingi lægri laun en Henderson og Adam? Og er það raunhæft? Og þar sem að umræddur leikmaður er nú Íslendingur þá ætti nú íslenska ríkissjónvarpið alveg að geta verið með góðar innherjaupplýsingar í þessu máli. Sú yfirlýsing um að Gylfi hafi í raun aldrei tekið launatilboði Swansea er frekar mikið á skjön við útgáfu BR af málinu. Manni finnst það mun líklegra vitandi hver er umboðsmaður Gylfa að hann ætlaði alltaf að fá að heyra tilboð annara liða og eina sem Swansea var með umsamið var kaupverðið. En það er svo sem engu logið hjá BR þó að allur sannleikurinn komi ekki fram 🙂
Ég er hins vegar sammála því að þetta sé orðin þreytt umræða, sérstaklega í ljósi málalokanna. En sem einn af forsvarsmönnum þessarar síðu þá vonast ég til þess að þú vandir þig betur við rökstuðninginn í framtíðinni. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þér finnst Gylfi yfirhæpaður og lítið spenntur, en sýndu okkur þá virðingu að gera sampúlurum þínum ekki upp verri skoðanir en við raunverulega höfum.
Með vinsemd og virðingu
YNWA
Það hefur aldrei verið hægt að rökræða við Sigurstein Brynjólfsson um Liverpool því þótt hann væri með 110% rangar heimildir mundi hann aldrei bakka. Allt sem hann segir finnst honum vera rétt.
Ég var aldrei að segja að Rodgers væri lygalaupur heldur meinti ég það þannig að ef Henry hefdi sagt stopp á laun Gylfa hefði Rodgers aldrei frekar en nokkur annar knattspyrnustjori komið fram og sagt að eigandinn hefði stoppað málið. Ég vona að Henry hafi ekki bannað Rodgers að borga gylfa 50-60 kall a viku en það gæti alveg eins hafa verið þannig….
Mér lýst mjög vel á Rodgers og er mjög spenntur fyrir því hvað hann kemur með inní þetta lið
Mr. Beardsley. Get over it!
Mr. Beardsley. Get over it!
@ Guderian (#62)
Vó. Málefnalegt. Rökfast. Hárbeitt hæðni. Dulin kímni. Og meira að segja á engilsaxnesku fyrir alþjóðlega aðdáendur þína. Bravó.
Reyndar bíð ég enn eftir listanum góða frá þér yfir “15-20 frábæra unga leikmenn sem eru jafn vænlegir kostir og þessi góði landi okkar”. Komnir 10 dagar síðan. Ritstífla? Beðið eftir innblæstri? Eða beðið eftir að FM 2013 komi út til að finna nokkra wonderkids? Cherno Samba var víst magnaður. Ætli hann sé á lausu?
Walk on.
Mr. Beardsley; sá þessa færslu þína fyrst núna. Bara til að það sé á hreinu var ég hvorki að hæðast að þér eða vera fyndinn á þinn kostnað. Afsakaðu sletturnar á ensku en svona skrifa ég gjarnan, like it or not;-)
Ég veit frá því sem þú hefur sett hér inn á vefinn að þú vildir gjarnan fá Gylfa. Þar deili ég þinni skoðun en munurinn er sá að ég greini á milli þess að vilja Gylfa sem Íslendingur eða Púlari. Thats all!
Þetta “get over it” var sett fram í kæruleysi til að undirstrika að lífið heldur áfram og að ekki þýðir að dvelja við það sem ekki verður breytt. Auðvitað hefði mátt skilja þetta á þann hátt sem þú gerir og því vil ég biðja þig velvirðingar á því. Við erum auðvitað fyrst og fremst samherjar og síst af öllu vil ég að orð mín séu túlkuð þannig að ég sé að hreyta einhverju í góðan mann.
Þá vil ég einnig að fram komi að yfirleitt finnst mér þú, Mr. Beardsley, skrifa af mikilli þekkingu og ert aukinheldur ritfær vel. Ef ef einhver meiningarmunur ef á skoðun okkar á Gylfa skulum við bara vera sammála um að vera ósammála.
Hitt þykir mér verra að þú skulir halda að þú getir skipað mér fyrir, hvað þá að þykjast eiga heimtingu á einhverri ritgerð frá mér þótt ég hafði látið þau orð falla að Gylfi sé ekki stakur kvistur á grein þótt svo mætti ætla af þínum skrifum.
Þú telur greinilega að ég sé að hæðast að þér þótt svo hafi ekki verið raunin af minni hálfu vitandi vits a.m.k. Þú velur síðan að svara mér með háðsglósum, barnalegri mönun og freistar þess að gera lítið úr mínum skoðunum þótt þær falli ekki að þínum. Þú um það.
@ Guderian (#64)
Átaki fylgir gagnátak. Einfalt lögmál. Svar elur af sér andsvar. Deginum áður impruðu síðuhaldarar hér á kröfu um innihald ummæla og minntu á reglur bloggsins. Snubbótt upphrópun ekki alveg í takt við þær kröfur. Höfum málefnalega umræðu í heiðri í orðræðu og andsvörum.
Ekki gera mér né öðrum upp þá skoðun að geta ekki greint á milli gæða leikmanns vegna þjóðernis. Fleiri en íslenskir púlarar sem vildu sjá Gylfa á Anfield og töldu hann styrkja liðið. Til að mynda Rodgers. Er hann blindaður af Íslendinga-áráttu? Eða AVB eða Bayern Munchen? Þjóðernið hefði bara verið skemmtilegur bónus, en leikmaðurinn stendur undir gæðunum.
Þú fékkst enga skipun um ritgerðarsmíð. Reyndar beittir þú boðhættinum að mér en ekki öfugt. En þú fékkst beiðni um að ljá orðum þínum vægi og vídd. Notaðir sem rök gegn Gylfa að þér væri í lófa lagið að finna 15-20 slíka. 11 dagar og enginn maður nefndur. Ef þeim rökum fylgja ekki áfylling eru þau innantóm.
En svona karp og orðaskak hefur lítið upp á sig. Varla nokkur hér áhugasamur um slíkt lestrarefni. Hrós þitt og velvirðing er móttekin og meðtekið að hæðni hugnist þér eigi. Í friði fyrir sameiginlegum málstað.
YNWA
Var nú bara að sjá þessi ósköp núna fyrst, greinilega mikið fjör í gangi. Ég skil ekki alveg hvað störf mín fyrir Liverpoolklúbbinn koma þessu við. Ég var nú ekki að bauna á einhvern einn tiltekinn aðila hérna inni með þessu kommenti mínu, en jú, mér fannst sumir hverjir hreinlega segja að BR væri að ljúga að okkur til að koma fram með málið á sem bestan hátt fyrir LFC. Í rauninni hefur sú skoðun mín ekki breyst. Ég hef séð talsvert af viðtölum við BR og hann kemur mér fyrir sjónir sem afar straight forward gaur og segir hlutina eins og þeir eru. Hann virðist hafa bein í nefinu og því sé ég enga ástæðu til þess að draga í efa það sem hann sagði um málið.
Hann er sá eini sem kom að þessu Gylfa máli sem hefur talað opinskátt um það, hitt eru allt fyrst og fremst getgátur. Hann hefur staðfest það að hafa boðið honum sama samning og hann var búinn að samþykkja við Swansea og hann hafi ekki viljað bjóða hærra. Af hverju getur það ekki bara staðist? Ég hef akkúrat ekkert út á það að setja að Gylfi taki hæsta boði, afar skiljanlegt bara. Ef BR taldi hann ekki verið allra peninganna virði sem Spurs voru að bjóða honum, er þá ekki bara í fína lagi að hann dragi sig út og fókusi á önnur target? Eru menn í alvöru ennþá að halda það að 50k launapakki (hef reyndar heimildir fyrir því að hann sé nær 65k) sé þakið hjá félaginu í dag? Við sjáum til, ef svo væri þá held ég að menn séu ekki að fara að kaupa einn einasta leikmann núna. Hef bara ekki nokkra trú á því að þetta séu mörkin.
Auðvitað var þetta extreme hjá mér með Messi, en það var nú svona meira til að lýsa fáránleikanum og hysteríunni sem er í gangi. Gylfi er efnilegur, engin spurning, en ég er sammála Guderian í þessu með að ég held að það séu til slatti af leikmönnum þarna úti sem búa yfir jafn miklum gæðum og sumir hverjir meiri. Ég tala nú ekki um í stöður sem okkur bráðvantar að styrkja.
Svona listi eins og RÚV setur upp er algjört skot í myrkri. Það sást á sínum tíma mjög vel hversu fjölmiðlar eiga erfitt með að rýna í launatölur, þegar gáfumennið Riise slysaðist til að tapa launaseðlinum sínum og var hann talsvert lægri í launum en búið var að tala um. Menn hafa c.a. tilfinningu fyrir þessu, þ.e. free transfer menn eru oft á hærri launum en þeir í rauninni ættu að vera á, má nefna J.Cole og Maxi í því samhengi. Eins hækka menn hraðar eftir því sem skrifað er undir nýjan samning oftar. Glen Johnson á þessum lista er t.d. settur á ansi hreint há laun, komandi frá Portsmouth á sínum tíma fyrir talsverða fjárhæð. Það getur vel verið að RÚV sé með góðar heimildir um upphæðirnar í Gylfa dílnum, en þeir eru ekki hátt á lista hjá manni þegar kemur að því að finna upplýsingar um laun leikmanna Liverpool almennt.
Almennt séð með minn rökstuðning, þá held ég að ég reyni nú oftast á byggja mál mitt á slíku og tel mig hafa gert það í þessu tilviki líka. Rökstuðningur minn byggist á því sem BR sagði frá og ég hef ekki verið að gera mönnum upp skoðanir, þó svo að ég hafi notað Messi dæmið til að sýna fram á histeríuna sem hefur verið í gangi. En við erum sammála því að þetta sé orðin þreytt umræða og mál til komið til að líta fram á veginn.
En gaman að sjá Viðar Geir kominn í persónulega skítkasts gírinn sinn, ætla ekki inn á planið hans og því mun ég sleppa því að tjá mig um hann eða það sem hann hefur að segja héðan í frá, hvar svo sem það er.