Ákvað að skutla hér inn sér færslu í kjölfar blaðamannafundar dagsins.
Á hann mættu stjórinn Rodgers og þeir Lucas Leiva og Jay Spearing. Sumir hafa strax lesið inn í það að með því að taka Jay litla með sér á fund hafi Rodgers verið að sýna honum traust, en ég er nú frekar á því að þarna hafi bara fjölmiðlafulltrúinn vilja hafa “Scouser” við hlið hans og þetta þýði í raun afar lítið annað en við þegar vitum, það að Spearing er leikmaður í aðalliði Liverpool á leið í ferðalag um Ameríku.
Ferðalagið var miðpunkturinn, stjórinn virðist sammála slíkum ferðum og virtist hlakka til að stjórna liðinu í Ameríku, lýsti ánægju með eigendurna og þá vinnu sem lægi nú að baki á æfingavellinum. Var gríðarlega ánægður með vinnuframlag allra leikmanna sem hann væri búinn að hitta og hlakkaði til að hitta þá sem enn ættu eftir að mæta á svæðið.
Að sjálfsögðu snerist málið fljótlega um leikmannahópinn og stöðu þeirra mála, auk næsta tímabils. Tek hér nokkra punkta sem ég hjó eftir og skora á þá sem vilja bæta við að gera það í athugasemdum.
* Rodgers segir liðið einungis búið að skoða 3 – 4 leikmenn alvarlega í sumar, mikið sé af bulli í gangi þar sem leikmenn telja sig græða á því að vera orðaðir við LFC.
* Af þessum leikmönnum er stefnan að ná tveimur með í ferðina til Ameríku, vonandi klárist eitt mál í þessari viku. Neitaði alfarið að tjá sig um hvaða menn hann væri að tala.
* Aquilani, Cole, Bellamy og síðar Carroll fengu allir sömu meðferð. Á æfingatímabilinu myndi koma í ljós hvernig þeir kæmu út í hans hugmyndafræði, þetta væru allt góðir leikmenn og hann er búinn að spjalla við þá alla, en þeir yrðu að vera tilbúnir í verkefnið og standa sig. Neitaði því að tilboð væri komið í Carroll frá AC Mílan.
* Hélt áfram að hrósa Liverpool, bæði klúbbnum og borginni. Spurður út í mikilvægi “Scouseranna” svaraði hann því flotta svari að það væri í raun ekki hægt að segjast vinna fyrir Liverpool FC í einhverja klukkutíma á dag. Með því að skrifa undir hjá félaginu væru menn að verða partur af “sögulegri stofnun” með öllu því sem því fylgdi, bæði í vinnu og einkalífi. Þeir leikmenn sem áttuðu sig á því myndu verða þeir sem spila og það óháð þjóðerni myndi gera þá að “Scouserum”. SNILLDARSVAR, enda hægt að nefna menn eins og Mölby, Hamann og Pepe sem “adopted Scousers” sem allir LFC-aðdáendur elska.
* Rodgers segist stefna á að vinna Europa League, eins og allar keppnir sem liðið muni hefja leik í. Aðaláherslan er þó deildin og að ná betri árangri þar en undanfarin ár.
* Lucas sagðist harðákveðinn í að koma til baka jafn sterkur og hann var, vill ekki setja tíma á hvenær hann verði orðinn klár en vonist til að geta tekið einhvern þátt í undirbúningsleikjunum og í Europa League.
* Jay Spearing (og þeir leikmenn báðir) lýsti mikilli ánægju með æfingarnar hingað til. Viðurkenndi að það væri eilítið rót að vera að hefja þriðja undirbúningstímabilið í röð undir nýjum stjóra, en þannig væri bara staðan og leikmenn væru staðráðnir í að vera með í því verkefni að skila liðinu á sinn rétta stað (back where it belongs).
Í heildina rólegheitablaðamannafundur með lágstöfum, þó einhverjir reyni að búa til fyrirsagnir um óvissu leikmanna, þá var þetta bara áframhald á því sem kemur frá klúbbnum. Ég stundum reyni að búa til stikkorð, í þessu tilviki kalla ég stöðuna á Anfield…“Yfirveguð ákveðni”
Sjáum hvort það er réttnefni, endilega ef að einhver hefur fundið annað út úr viðtalinu, bæta þá við!
Eins og ég skrifaði rétt áðan við aðra færslu en hefði átt að skrifa við þessa:
Rodgers lofar 3-4 nýjum leikmönnum, þar af, 1-2 þessa vikuna. Það hlýtur að slá aðeins á svartsýnina hjá sumum varðandi leikmannakaup fyrir næsta tímabil og hvort eigendur ætli sér að styrkja liðið. Rodgers hefur líka alltaf ítrekað að þeir sem muni bætast við þurfi að vera mjög góðir. Ég verð að segja…það virðast vera mjög spennandi tímar framundan!
„Yfirveguð ákveðni“ er flott lysing a LFC i dag. Thar a bae er haeg og rolega verid ad koma yfirvegun a alla starfsemi klubbsins sem er gott m’al. Gott daemi er ad hafa ekki gefid eftir launakrofum Gylfa Sigurdssonar. God leid til ad sikta ut tha sem spila meiri fyrir peninginn en annad.
Ahugavert ad heyra hann segja ad LFC hafi adeins skodad 3-4 leikmenn med alvarlegum augum i sumar. Thad er allavega ekki hlaupid og keypt bara eitthvad eins og hefur verid gert undanfarin 20 arin. Mer list frekar vel a stefnu klubbsins og hvernig BR er yfirvegadur en hann segir allt rett. Nu er bara ad gefa tessu sma tima og sja hvort BR naer ad mota annars flotta hugmyndafraedi sina inn i lidid. Ef thad tekst getum vid alveg farid ad buast vid vidsnuningi.
fannst gott að heyra að sá leikmaður sem kæmi í vikunni væri leikmaður sem við yrðum afar sáttir með og hann væri mjög spennandi 🙂
Vonandi að hann haldi Carroll, hann er ungur ennþá og hann á helling inni. Margir ekki sammála því að halda honum, en ég vill klárlega hafa hann áfram.
Veit ekki hvort einhver hefur póstað þessu áður en hér fer Pepe okkar Reina enn og aftur á kostum í sigurhátíð Spánverja. Þetta fer að vera 2 ára fastur viðburður. Þótt Pepe er ekki markmaður númer 1 í þessu frábæra liði þá er hann lykilmaður að halda uppi andanum í hópnum! Ég gef Pepe Reina orðið :
http://www.youtube.com/watch?v=DAoQk3oJ3UE&feature=relmfu
Líst vel á það að liðið sé bara að skoða 3-4 leikmenn, ef þeir eru quality over quantity. Ég hef sagt það áður að ég var ekki ósáttur við sumargluggan í fyrra. Það var verið að fylla upp í liðið, með breskum leikmönnum og hreinsa út í leiðinni.
Eins og liðið spilaði síðasta vetur skein í gegn að það var vöntun á nokkrum classa mönnum til að gera út um þá leiki sem við vorum annars að stjórna/stangar-sláraskotin.
Þannig að ef þessir 3-4 leikmenn sem verið er að skoða eru leikmenn sem ganga framfyrir aðra í byrjunarliðið þá erum við í góðum málum held ég. Við eigum þá flottan varamannabekk í staðinn 🙂
Það eru margir sem hafa ekki trú á að Carroll passi inn í hugmyndafræði BR, ég er alls ekki sammála því. Horfði á nokkra leiki með Swansea, þegar þeim gekk hvað best að halda boltanum þá kom framherjinn oft til baka til að taka þátt í því og svo færði hann sig framar þegar spilið fór út á kantinn og margar sóknir enda með fyrirgjöfum frá vængmanni, bakverði eða miðjumanni sem færði spilið yfir á kanntinn (gerðist oft hjá Gylfa). Á síðasta tímabili þá kom Carroll mikið til baka til að ná í boltann eða taka þátt í spilinu (var oft talaður niður fyrir það) svo er hann náttúrulega MONSTER í teignum þegar kemur að fyrirgjöfum.
ATH að í tikitaka þá snúast hlutirnir um að halda boltanum og láta hann ganga á milli,(pass and move) ekki að hafa eins hraða leikmenn og hægt er, þó er augljóst að gott er að hafa hraða kanntmenn, en er það ekki alltaf það sem við viljum óháð kerfi.
YNWA
hehehe við mistum ekki af Gylfa við vildum hann ekki??????????????
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=129502
Nr. 8 Sævar Mest allur júní fór í þetta hérna á Kop. Á endanum var áhugi LFC ekki nægur til að landa Gylfa. Flestir lesa nú milli línanna að við vildum ekki keppa við Spurs um laun en hvað sem öllu líður er hann leikmaður Spurs núna og ég er að a.m.k. mun meira spenntur að frétta meira af þessum sem LFC vill virkilega fá og klárar líklega áður en þessi vika er öll.
Btw. vinsamleg ábending, spurningin er jafn greinileg með einu spurningamerki (?).
Annars heldur Rodgers áfram að koma frá blm. fundum með glæsibrag. Hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum manni og hef trú á að hann verði stjóri Liverpool mjög lengi þó hann eigi auðvitað eftir að sýna sig og sanna þar sem það skiptir mestu máli.
Mæli síðan með twitter reikningi News Frames sem hefur böggað Guardian bjánann Barry Glendenning í allann dag í tengslum við Terry málið. https://twitter.com/NewsFrames Koma m.a. inn á þessar 100+ greinar sem Guardian skrifaði um annað mál af svipuðu meiði.
Hér virkilega góð grein um Silly Season:
http://tomkinstimes.com/2012/07/transfer-survival-kit-summer-insanity/
Menn ættu hafa þetta í hug um Kaup:
„This window for the summer, you either had to get your business in early or it was going to run over towards the end of the window, just purely because of all the games and holidays and championships and everything that was going on.“
(Brendan Rodgers)
Hlakka til þegar Liverpool Kynnir sínn fyrstu Kaup undir Brendan Rodgers 🙂
Var að skoða erlenda miðla og eru menn þar að tala um að agger sé hugsanlega á leiðinni til real madrid ef satt er þá er það slæmt. Sá einnig að jovetic er sterklega orðaður við okkur sem að er hið besta mál. Kíkið á walkon.com
BABU spurningin er mun greinilegri en með mörgum spurningjarmerkjum. Er sáttur við niðurstöðuna í Gylfamálinu. Hann er ekki af þeim styrkleika sem styrkir okkar byrjunarlið
Góðir punktar frá Magga af fundinum og af því að hann talar um snilldarsvar varðandi “Scousera” hjá B. Rodgers í dag þá hendi ég því inn sem ég skrifaði við annan þráð hér í dag hér að neðan. Finnst það lýsa mjög vel hvaða hlutir eru í gangi hjá Rauða hernum! Ætla ekki að ímynda mér hvaða leikmenn stjórinn hefur í huga eða eltast við Twitter færslur eða annað slúður, það kemur þegar það kemur. Treysti Rodgers 100%! Hef góða tilfinningu fyrir þessu og mér finnst þetta vera byrjun sem lofar góðu!!
Þetta sagði Bill Shankly á sínum tíma……….
„For a player to be good enough to play for Liverpool, he must be prepared
to run through a brick wall for me then come out fighting on the other side.“
Þetta sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundinum í dag um Alberto Aquilani………
„He’s a good guy. It obviously hasn’t really worked out for him as of yet, but he’s a player who’s got the quality in terms of technical and tactical ability to play.
Það sem „hitti mig“ var það sem hann sagði í framhaldinu……..
But what’s going to be important for every player is that they have the steel and mindset to play. It will be very important and that’s something I’ll find out over the course of pre-season about all the players.“
Ætla nýta mér þennan opna þráð …. ég og félagi minn erum að fara á LFC – Man Utd þann 22. sept næstkomandi, fljúgum til Stansted og þurfum að redda okkur upp eftir til Liverpool sjálfir, þar sem sú ferð er ekki inn í “pakkanum”.
Hvaða ferðamáta mæla menn með? Lestarnar virðast vera frekar dýrar og engin ein lest gengur beint sýnist okkur. Ætti maður að taka lestina samt sem áður? Rútu? Bílaleigubíl?
Verður mjög spennandi að sjá hvaða leikmaður það verður sem hann er svona viss um að landa í vikuni, þá hljóta samningaviðræður að vera komnar vel á veg og maður getur ekki annað en látið sig dreyma um að það sé Ramirez og að twitter rúmorarnir séu ekki eins mikið kjaftæði og menn vilja meina.
Annars meðan menn bíða þá væri ráð á að skoða aðeins síðuna hjá meistara Rafa og mæli ég með að skoða þetta video hérna. . teiknar hérna upp á mjööög svo einfaldan máta ástæðu þess að Spánn rúllaði yfir Ítali í úrslitaleik EM 🙂
http://vimeo.com/45402029
Haukur 14. Mæli bara með lestinni, langþægilegast og hingað til hafa alltaf verið hellingur af lestum sem fara beint til liverpool. Lestin er virkilega þægileg en hum er 2,20 min minnir mig fra london til liverpool svo er stærðarinnar sjoppa um borð og bara brilliant að fara með lestinni….
BBCSport: Roma forward Fabio Borini is expected to become Brendan Rodgers’ first signing as Liverpool manager #bbcfootball
Takk Viðar 16, ég skoða betur lestarkerfið 🙂
http://www.mbl.is/sport/enski/2012/07/09/liverpool_ad_landa_borini/
er ekki kominn timi til að selja Jay Spearing eða bara gefa hann eitthvað!!!
ESPN Networks to Broadcast Liverpool FC Games Against AS Roma and Tottenham Live, NESN Will Re-Air on Following Day
Read more at: http://www.nesn.com/2012/07/espn-networks-to-air-liverpools-games-against-as-roma-and-tottenham-live-nesn-will-re-air-on-following-day.html
http://www.nesn.com/2012/07/espn-networks-to-air-liverpools-games-against-as-roma-and-tottenham-live-nesn-will-re-air-on-following-day.html
Guð minn góður , vona svo ynnilega að Borini sé ekki sá sem verður sá fyrsti sem við kaupum og sé þessi sem BR talar um að sé svo spennandi og stuðningsmenn eiga að vera svo glaðir að fá úfff var að horfa á youTube með honum og ekki var hann að gera eitthvað sem gutti úr varaliðinu getur ekki gert ……
Synist fàtt koma i veg fyrir að við seum að kaupa Borini, er ekkert serlega spenntur en hann fær alveg sens hja mer, mjog vel talað um hann a twitter allavega.
Vona að þetta hafi sakt ekki verið þessi rosa kaup sem Rodgers talaði um i dag.
Væri til i affellay hja Barca, Gaston Ramirez eða Adam Johnson þa væri maður bara nokkuð sattur.
Í fyrsta lagi þá sagði Rodgers víst “off-camera” að Liverpool myndi landa leikmanni sem við stuðningsmennirnir myndu ekki halda vatni vegna. Það er ekkert víst að hann hafi verið að meina Borini – sjálfur held ég að Ramirez myndi frekar falla í skilgreininguna “hæfileikaríkur leikmaður”.
Og í öðru lagi, þá er ég sjálfur meiri áhugamaður um ítalska boltann en þann enska, og tel mig vera nokkuð vel inn í þeim ítalska. Þannig ef einhver spyr mig um Borini þá er hægt að súmmera þann leikmann upp í tveimur litlum, en afar þekktum, orðum:
Dirk Kuyt.
Borini er framherji af sama skóla og Kuyt. Borini kann alveg að skora mörk, en hann er enginn markamaskína. Hann er fínn á boltanum, ágætt auga fyrir mörkum og tækifærum, og skilar honum ágætlega frá sér. Hann er ekki sá stærsti í boltanum, en góður skallamaður. Það sem vantar upp á, svo við gætum kallað hann Dirk Kuyt #2, er vinnusemin. En hey, allir leikmenn í heiminum myndu ekki standast slíkan samanburð við Kuyt kallinn.
Þannig, ef Borini kemur, sem virðist vera ansi líklegt, þá er hann eflaust ekki hugsaður sem átómatískur byrjunarliðsmaður, heldur mun hann fylla það stóra skarð sem Kuyt skilur eftir sig. Við missum góðan leikmann, og fáum annan jafngóðan í staðinn. Engin sérstök bæting en heldur enginn sérstakur missir. Bara leikmaður inn í stað annars.
Eins og ég segi, þá held ég að við myndum miklu frekar missa vatnið yfir Ramirez, enda er hann gríðarlega hæfileikaríkur a-la Suarez, býr yfir mikilli tækni og myndi án nokkurs vafa bæta liðið og leikur liðsins yrði þolanlegri á að horfa. Ef það er rétt sem maður heyrir, að eigendum Liverpool sé mikið í mun að liðið spili betri og skemmtilegri bolta en við höfum þurft að þola í mörg ár núna, þá er Ramirez maður sem liðið á að kaupa. Borini er ekki leikmaður sem á eftir að slá jafnrækilega í gegn og Suarez og aðrir slíkir spaðar.
Annars er ég bara slakur yfir þessu sumri. Ég geri mér ekki vonir um að liðið mundi berjast um stærstu bitana sem er í boði á leikmannamarkaðnum. Þannig ég yrði bara hæstánægður ef liðið myndi kaupa Borini, Ramirez og jafnvel Aly Cissohko í vinstri bakk. En þetta kemur allt í ljós með tíð og tíma – gerið bara eins og ég, og reynið að njóta hins íslenska sumars 🙂
Homer
Liam Tomkins ?@liam_tomkins
Brendan Rodgers on loaning out Andy Carroll: “It’s something I would have to look at, I have to be honest.” Times say we could even sell.
Það væri nú glórulaust að selja Carroll núna. Verðimiðinn hefur lækkað ansi mikið og getur eiginlega bara hækkað. En það er líka ljóst að ef hann verður lánaður, þá kemur hann aldrei aftur. Nema við skiptum um stjóra. Hann er einmitt leikmaðurinn sem margir óttast mest að passi hreinlega ekki inn í hugmyndir BR.
BR talar um 1-2 leikmenn sem ættu að klárast fljótlega og það hlýtur að þýða að verið sé að reyna að landa tveimur leikmönnum. Þessir tveir leikmenn miðað við sterkasta orðróminn eru F. Borini og G. Ramirez.
Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir því að fá Ramirez og Borini er líka virkilega flottur valkostur til að hafa. Kæmi svo ekki á óvart ef þessir tveir leikmenn koma að Aquaman fari annaðhvort til Roma (skila honum) eða Bologna.
Ef Ramirez kemur held ég að raunverulega ástæðan fyrir því afhverju LFC var ekki tilbúið að borga meira fyrir Gylfa sé komin. Leikmenn sem spila sömu stöðu, báðir duglegir að skora, gefa stoðsendingar og eru góðir í föstum leikatriðum. Gylfi mögulega aðeins betri í langskotunum en Ramirez hefur hins vegar klárlega hraða og tækni framyfir Gylfa.
Liverpool vantar leikmenn sem henta inn í nýja leikskipulagið hjá BR og sem skila liðinu mörkum og Borini og Ramirez smellpassa inn í þá mynd 🙂
Hvernig er það var ekki búið að bera þessar fregnir af Gaston Ramirez til baka og segja að þetta hefði verið uppspuni frá A-Ö ?
er það ekki Mario sem er að koma