Hér er fyrsti trailerinn fyrir Being: Liverpool, heimildarþáttaröðina sem verður sýnd á FOX í Bandaríkjunum frá og með 6. september n.k. og á ýmsum stöðvum í Evrópu, geri ég ráð fyrir. Þessi trailer er mjög áhugaverður og ég hlakka skyndilega talsert til að sjá þessa þætti:
Brendan Rodgers er góður leikari. Atriðið þar sem hann horfir út um gluggann á Mersey-ána er mjög áhrifaríkt. Ég vona að hann verði tilnefndur fyrir leik sinn.
Mér finnst þetta töff.
Ég er líka orðinn frekar þreyttur á að sjá Andy Heaton og co á Twitter drulla yfir þetta. Liverpool er ekki að vinna titla og verður einfaldlega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að auglýsa sig. Annars drögust við bara enn meira aftur úr.
Hlakka mikið til að sjá þessa þætti fullklára.
Er reglulega spenntur fyrir þessu efni. Mér er slétt sama þó að einhverjir búbbar séu að skíta yfir þetta. Ég á ekki von á öðru en að þetta verð þjóðsagnakennt sjónvarpsefni…flottari auglýsing heldur en að sitja í hring og háma í sig kjúlla.
get ekki lýst því með orðum hvað ég elska adblock
Týpískt að man u sé að bjóða í leikmann eins og Lucas Moura sem lítur út fyrir að vera næsti Pele eða Ronaldo, og við erum að bjóða í Allen eða vorum að fá Borini. Ég er ekkert að drulla yfir þá, þeir eru flottir leikmenn í rotation lið.
En þessi Moura er í öðrum klassa! Pirrandi að við getum aldrei fundið svona undrabarn og keypt hann bara, þó svo að verðið er hátt.
Væri til í að sjá 30 milljónir í hann á morgun, snappa hann undir nefið á rúdolf hjá scum untd.
Poolari nr.4: Hvað veist þú um hverja við erum búnir að bjóða í eða hverja við erum að fara að bjóða í? Skil ekki svona röfl, við vitum nákvæmlega ekkert hvað þeir í stjórn LFC eru að hugsa, því þeir eru að vinna í þessu The Liverpool Way..
Spurning um að trúa bara og treysta á þá sem eru yfir klúbbnum okkar, ég geri það allavega.
Svo eru þeir búnir að eyða mörgum milljónum í klúbbinn síðan þeir komu, svo að ég efast um að þeir hætti bara þar og kaupi bara 10m.p. menn hér eftir.
En að þessum trailer, hann er náttúrlega bara snild! Hlakka geðveikt til að sjá þessa þætti, maður var allavega með gæsahúð yfir trailernum.
Að lokum minni ég ykkur á eitt sem ég hef sagt áður, góðir hlutir gerast hægt.
YNWA
úfff….Enn og aftur er verið að ræða að Liverpool sé að gera hlutina “the liverpool way”. Argasta kjaftæði finnst mér. BR hefur rætt mjög opið um leikmannamál okkar núna á seinustu fréttamannafundum. Svarað spurningum um menn eins og Gylfa og Allen … og dempsey.
Það er ekki liverpool way. Alls ekki. Hann hefur einnig talað óspart um að hugsanlega þurfi menn og eins Carroll að finna sér nýja klúbba ÁÐUR drengurinn kemur til æfinga í fyrsta skipti! Mér fannst það gríðarlega ólíkt stjóra Liverpool FC að segja. Sama með að lána sterling.
Það er mikið búið að tala um að við séum búnir að koma öllum á óvart með væntanleg transfer target okkar….það er líka að mínu mati kjaftæði. Ef við endum sumarið á því að fá til okkar Allen, Borini og dempsey þá hljóta menn að viðurkenna að það sé ekki “the Liverpool way”
Svo er það annað, ef það er eh sem á ekki að gera, þá er það svona framistaða hjá FSG http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1062302/liverpool-chairman-tom-werner-hints-at-clint-dempsey-interest?cc=5739
Að mínu mati þá ættum við öll að átta okkur á því að með FSG & BR þá eru nýjir tímar og þetta hugtak,er alveg steindautt!
Áfram Liverpool!
Smá off topic hérna.
Er staddur í London sem stendur og er að velta því fyrir mér hvort einhver hérna gæti vitað hvernig ég get nálgast miða á West Brom – Liverpool eða hvort það er hægt yfir höfuð?
Þessi þáttaröð á eftir að fara fokk mikið í taugarnar á stuðningsmönnum annarra liða. Líst vel á það.
Svo er ulster-hreimur Rodgers skemmtileg viðbót við ensku hreimana hjá LFC. Ímyndið ykkur knattspyrnustjóra LFC sem talar hreina skólabókar ensku….öööö nei.
Þessir þættir eiga eftir að slá í gegn!!!
Svo verður gerð bíómynd, Sly mun leika Steve, Eastwood mun leika Rodgers og statham mun leika Carra!
Hvað heitir myndin sem var gerð um strákin sem fór frá Liverpool til Istanbul
Hún heitir: Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.
Ég er sammála #5 ÓliPrik, við vitum ekkert um það hverja við erum að bjóða í og hvernig stjórnendurnir hjá Liverpool eru að vinna bak við tjöldin.
Alla vega treysti ég BR mjög vel og alltaf betur með hverjum deginum sem líður, eins finnst mér eigendurnir vera að vinna mjög vel og með langtíma plan í huga.
En að þessum þætti um Liverpool þá lýst mér bara rosalega vel á hann, fékk alla vegana gæsahúð þegar ég sá þetta. Svona þáttur getur ekki annað en verið góð auglýsing fyrir okkar frábæra félag.
YNWA
Númer 6 ég er bara allfarið ósamála þér.
Óli prik numer 5
Ætla að fa að leiðretta þig aðeins, góðir hlutir gerast ekki hægt, ÞEIR GERAST MEÐ ÞVI AÐ FRAMKVÆMA ÞÀ og það eru FSG ekkert serlega mikið að gera þessa dagana.
Sjaðu man city td, þar gerast ekki goðu hlutirnir hægt heldur hratt þvi þar eru menn sem framkvæma en tala ekki utum rassgatið a ser a meðan ekkert gerist. Hja chelsea var heldur ekkert 5-10 ara plan þegar abramovich kom 2003, hann vildi englandsmeistaratitillinn helst strax og fekk hann skommu siðar. Cyti er að byggja nytt æfingasvæði, þeir þurfa ekki að spa i þvi i morg ar og tala alltaf um að þaðnsenað fara gerast eins og fsg gera með stækkun anfield eða nyjan voll. A þessum bæjum eru hlutirnir bara framkvæmdir.
Er bara handviss að FSG er ekki með þetta og virðast litið hafa hugmynd uti hvað þeit komi ser er þeir keyptu enskt knattspyrnulið, inna þessum vef verða menn sarir margir hverjir þegar menn setja uta hlutina en eg held það se bara ekkert að þvi að hafa ahyggjur af liðinu okkar og eignarhaldi a því. Hef verið að ræða þessi mal við fullt af pullurum og það er bara heill hellingur af pullurum utum hvippinn og hvappinn sem er ekki jakvæður uti FSG. Eg er bara ekki að sja að það sem þeir eru að gera se allt svona frabært eins og margir virðast halda. Þeir eiga alveg eftir að sannfæra mig ennþá og i raun byrjar þeirra eignartið a somu notum og hja hicks og gillett, eyða slatta til að byrja með, tala um vollinn sem er alltaf a leiðinni en
litið gerist svo og annað i þeim dur.
Eru menn bara búnir að gleyma að þessir menn björguðu okkur frá gjaldþroti og dældu síðan peningum í leikmanna kaup sem við héldum allir að myndu virka en það er alltaf 50/50 í fótbolta og svo réðu þeir KK eins og stuðnings mennirnir vildu og ekki virkaði það neitt rosalega vel jú jú við spiluðum flottan bolta á köflum en það er ekki nóg….svo núna eru þeir að fara aðra leið sína leið ættum að gefa þeim smá sjéns segjum lágmark eitt tímabil og sjá svo hvar við stöndum eftir árið…
6, ég er nú bara nokkuð sammála þér með það að þeir blaðra full mikið um hugsanleg kaup, eiga ekkert að tjá sig.
en slóðin sem þú vísar til er frá því í byrjun maí þegar Kenny var enn stjóri, eins og fram kemur í greininni. En það var hins vegar mega klúður hjá þeim úti að setja áhuga á Dempsey á heimasíðu FSG.
Sævar #10
Hún heitir Will, http://www.imdb.com/title/tt1636844/ , Ekkert meistaraverk samt.
for god sake . Gefið fsg smá þolinmæði. Þeir eru ekki einhverjir Quatar olíufurstar með grilljónir sem vasapeninga.
Vilja menn virkilega að Liverpool hagi sér eins og Psg eða M. citi og keyri brjálæðið í verðlagningu leikmanna og launum upp í stjarnfræðilegar upphæðir.
Sem betur fer eru þeir jarðbundnari en eigendur þeirra félaga og líta ekki á Liverpool sem live Football manager leik.
Numer 18, ef eina leiðin til þess að vinna stærstu titlana er að eyða skrilljon milljorðum þà já eg vill fa slika eigendur sem eru tilbunir i að gera það. Þannig er nu þessi iþrott i dag, sa sem eyðir mestu vinnur titlana, omurleg staðreynd en sönn. Það er i raun faranlegt hvað maður gerir sjalfan sig að miklu fifli með að horfa a iþrott sem snyst um litið annað en það að sa sem a mestan pening vinnur verðlaunin….
óli prik þú talar um að góðir hlutir gerast hægt, það er bara ekki endalaust hægt að tönglast á þess út í eitt góðir hlutir gerast hægt .
Við verðum bara að sætta okkur við það að við erum ekkert að fara verða englandsmeistarar á næsu árum en við erum samt með hörkulið ef að allir eru heilir en The Liverpool way í dag er bara það að mikilvægustu leikmennirnir okkar meiðast alltaf í nokkra mánuði í einu 2 sinnum á sísoni.
FSG eru flottir og eru að gera ágætishluti held ég þeir eru allavera að gera eithvað, ástæðan fyrir því að menn vilja fá stór nöfnn til félagsins er vegna þess að það er búið að eyða hátt í 80 milj punda í þrjá leikmenn sem geta ekki shit. Það hefði verið hægt að kaupa 2 alvuru leikmenn fyrir þann pening eða einhverja 3 aðra sem geta eithvað.
Ég hef samt trú á Carroll en ég veit ekki með hina.
Við erum á þeim standarti sem við verðum á, við verðum bara að hætta með þetta pressutal um að við séum að fara á einhvern Man city standard
Við Getum náð 4 sætinu og unnið FAcup með þessum hóp sem að við erum með ef að allt gengur upp og það er bara flott, við erum ekki að fara að vinna deildina aftur fyrr en við fáum eigendur eins og city er með.
DEAL WITH IT
hhvenær er gay pride í liverpoolborg í ár.
Viðar Skjóldal:
Ég verð að fá að segja fyrir mína parta er ég allskostar ósammála þér í held ég flestu. Í fyrsta lagi þá eiga eigendur okkar ekki olíupeninga eða þær háu summur sem Chelsea og City eiga. Náum því og hættum að velta okkur uppúr því! Þeir eiga örugglega slatta af pening en ef þú ert keppa við lið eins og City og Chelsea sem kaupa það sem þeir vilja, þá ert þú ekki að fara vinna í peningakapphlaupi við svoleiðis lið. Og fyrst þú getur ekki unnið það, þá er held ég allskostar best að sleppa að taka þátt í þannig kapphlaupi. Þú verður að átta þig á því að Liverpool er fyrirtæki og það er enginn heilvita maður að fara kasta svipað háum fjármunum í leikmenn og City og Chelsea gera. Það eru fyrirtæki sem hljóta hreinlega að vera rekin í miklu mínus (án þess að vita það) og ég sé ekki fyrir mér að FSG ætli í svoleiðis business.
Mig minnir að ég hafi heyrt það í einhverjum Podcast þætti hér á Kop.is að ein af þeim forsendum fyrir því að FSG keypti klúbbinn var sá að Financial Fair Play reglurnar voru á næstu grösum. Með þeim reglum þá yrði leikurinn þannig að þeir gætu séð fyrir sér að geta keppt við þessi lið og komið liðinu á þann stall sem við viljum vera. ATH, öll comment um hvort financial fair play reglurnar virka er svo annað topic.
Þetta FSG pirr hjá mönnum eins og þér Viðar finnst mér undarlegt? Það eina sem virðist vera pirra þig er að þeir eigi ekki meira peninga? Frá því að FSG hafa komið finnst mér þetta hafa gerst við Liverpool
*Liðinu bjargað frá gjaldþroti með yfirtöku
*Nýjir samningar gerðir og markaðsmál tekin í gegn. Það er verið að styrkja tengsl við Asíu markað, gera nýja samning á treyjum sem skila okkur mun betur í kassann heldur en Adidas gerði, herja á USA markað sem er gífurlega stór og ef við náum að koma okkur almennilega inn þar þá eru þar margir aurarnir!!
*Allt þetta rugl sem var hjá Purslow og H&G er gjörsamlega farið. Vinnan sem sem virðist vera eiga sér stað er mjög vel hugsuð. Það sem fjölmiðlar eiga að fá að heyra, fá þeir að heyra og það sem þeir eiga ekki að heyra komast þeir yfirleitt ekki að fyrr en seint og síðarmeir.
Ég man ekki eftir einhverjum brjáluðum fail sem við getum rakið til eigendanna beint.
Og jú góðir hlutir gerast hægt. Þetta peningabrjálæðiskast virkaði fljótt hjá Chelsea og tel ég það vera vegna þess að ekkert annað lið gat borgað eins og þeir þá. Það tók City 4 ár að landa loksins premier league titlinum.
Ég held að við ættum að fara tileinka okkur þolinmæði og átta okkur á veruleikanum eins og hann er. Við lifum ekki í FM heimi City og Chelsea og við getum ekki greitt sömu fjárhæðir og þau lið. Við verðum að reyna vinna titla með svipaða stefnu og United og Arsenal. Þrátt fyrir að Arsenal hafi ekki unnið neitt þá er ekki annað en hægt að dáðst að því hvernig þeim hefur gengið m.v. allt.
Það er bara vitlaust að halda því fram að peningar vinni titla… þeir hjálpa kannski en eru alls ekki eina leiðin til að vinna titil.
Man Utd hafa unnið titilinn marg oft án þess að eyða einhverjum óhemjulegum fjármunum í leikmenn og Real Madrid hafa farið hina leiðina og eytt skriljónum í leikmenn en ekki unnið neitt einasta hæti, slegnir útúr meistaradeildinni, bikar og tapað deildinni líka þrátt fyrir að vera með lið sem kostar milljarð! Þýska deildin er líka ágætis dæmi um að menn þurfa ekki að eyða til að vinna. Werder Bremen unnu 03/04, Stuttgart unnu 06/07, Wolfsburg unnu 08/09 og Dortmund hafa unnið síðustu tvö ár, að vísu eru Dortmund vel ríkur klúbbur.
Ég vil bara alls ekki fá eigendur sem eyða milljón skrilljónum eins og Viðar Skjoldal talar um.
Það er vissulega margt frabært sem fsg hafa gert og eru að gera en eg er að benda a að kannski byrjar þeirra tíð sem eigendur a svipaðan hatt oh þetta byrjaði hja hicks og gillett. Þeir hafa alls ekki sannfært mig ennþa þeir fsg menn. Eg er alls ekki hrifin af stefnu chelsea og city og vildi oska að þau lið kæmust ekki upp með það sem þau eru að gera sem er að eyðileggja fotboltann. Er meira að benda a að til að keppa við þau lið þarf að eyða griðarlegum fjarhæðum. Þetta fair play dæmiber svo auðvitað ekkert að virka eins og menn vissu um það bull shit, er þa ekki byrjað en samt halda þessi lið afram að ausa peningum sem þau eiga ekki til.
Var aldrei að biðja fsg um að eyða 4-500 milljonum i leikmenn i sumar en 50-100 hefdi verið agætt til að reyna koma okkur i topp 4. Það vita allut seþ eru raunsæjir að englandsmeistaratitillinn kemur ekki til okkar næstu 5-10 eda 20 arin nema henry selji felagið til moldrikra manna.
Þap pirrar mig lika rosalega af hverju þessir menn byrja ekki a að stækka anfield eða byggja nyjan leikvang, það getur ekki þurft að taka 2 ar i undirbuning eftir tiu ara undirbuming þar a undan.
Vissulega eru fsg ad gera margt agætt ej langt fra þvi að sannfæra mig ennþà og eg er alls ekki einn a þeirri skoðun
Nú eru chelsea að klára kaupin á Oscar sem er rosalega öflugur ungur brazzi
http://www1.skysports.com/football/news/11668/7927631/Chelsea-agree-Oscar-deal
Og nýbúnir að landa Marko Marin og Eden Hazard
Og united víst að klára kaupinn á Lucas Moura sem er fáranlega efnilegur.
http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/manchester-united-land-lucas-moura-1154311?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter
En Liverpool sennilega að landa Joe Allen á 15 millur og kannski Dempsey á 8-10 millur.
Ég get ekki sagt að ég sé spenntur að sjá svoleiðis kaup á meðan liðin fyrir ofan okkur eru að styrkja sig með klassa leikmönnum.
Ég vona þó að Brendan Rodgers komi okkur á óvart og landi allavega einum leikmanni sem fær okkur til þess að fá smá meiri bjartsýni á framhaldið.
væri til í að eyða slatta í Viðar Skjóldal
Hlakka til að sjá þessa þætti og get ekki beðið eftir tímabilinu, líst mjög vel á það starf sem er í gangi hjá okkar nýja stjóra og nýju eigendum. Blæs á allar neikvæðnisraddir sem eru því miður allt of oft bara ,,af því bara” eða ,,grasið er grænna hinum megin”.
YNWA!
Skil ekki hvað sumir eru að bera okkur saman við MU CFC og MCFC. Við erum ekki að fara eyða sömu upphæðum í leikmenn og þessir klúbbar. Svo eru ekki þessi stóru nöfn að fara koma til okkar.
Fyrst að menn eru enn og aftur farnir að tala um að við getum ekki keppt við peningalið eins og City, Chelskí og lið skrattans þá er ég ennþá sannfærðari um að allir stuðningsmannaklúbbar víðs vegar í evrópu og asíu ættu að stofna leikmanna sjóð eins og ég hef áður talað um hér og kaupa 1-2 heimsklassa leikmenn á ári. Reyndar hef ég heyrt þá gagnríni við þessari hugmynd að þá myndu kanarnir stóla eingöngu á sjóðinn en ekki eigið fé, það væri hægt að leysa það þannig að peningarnir sem myndu safnast yrðu notaðir sem þáttaka í greiðslu á stærstu kaupum félagsins. Einnig hefur verið talað um að það myndi ekki safnast nægur peningur sem er náttúrulega bara barnaleg hugsun þar sem stuðningsmenn Liverpool skipta milljónum um heim allan. Þetta er bara hugmynd að lausn á vanda Liverpool til þess að fá færi á að elstast við stóru bitana og væri það mikið ánægjuefni ef stuðningsmannafélagið á Íslandi yrðu fyrstir til þess að hrinda þessu í framkvæmd. Það væri gaman að fá álit frá strákunum í stjórn kop.is hvað þeir hafa um þetta að segja, eins og ég hef áður sagt þá eru þessir menn kraftaverkamenn og gætu komið þessu á laggirnar. Áfram Liverpool!!!
ég held að gjaldeyrishöftin hérlendis myndu þýða að stuðningsmenn hér á landi gætu átt í vandræðum með að geta ekki lagt peninga í sjóðinn. En góð hugmynd annars. Ég væri alveg reiðubúinn í að leggja inn pening til leikmannakaupa úr mínum eigin vasa.
Ekki góð hugmynd að stofna sjóð á Íslandi fyrir leikmannakaupum, það eru nefnilega gjaldeyrishöft hér 🙁 Við gætum þó keypt íslenskan leikmann með íslenskum krónum 🙂
Gjaldeyrishöft koma ekki í veg fyrir svona gjörning…
á ekkert að skrifa um Toronto leikinn ?? eða skammast menn sín útaf jafntefli gegn botnliðinu
33 Villi. Það var verið að ræða um Toronto leikinn í öðrum link hérna. Svona leikir eru æfing, og úrslit skipta svo sem ekki öllu máli. Þetta er gott tækifæri fyrir BR að sjá leikmenn og fyrir þá að sanna sig fyrir honum.
Mér finnst það fáránlegt hvernig “blaðamenn” á Íslandi slá þessu fram í fjölmiðlum, það virðist sem hvaða gutti sem er geti fengið vinnu við þetta í dag, vinnubrögðin eftir því.
Mér líst annars vel á þennan “trailer”. Þetta verða örugglega skemmtilegir þættir. Ef að Kaninn kann eitthvað þá er það markaðsetning.
AVANTI LIVERPOOL – L F C 4 L I F E – Y N W A
Hafið þessi orð ALLTAF hugföst – sama hvernig viðrar…
AVANTI LIVERPOOL – L F C 4 L I F E – Y N W A
Ísak #23.
Real Madrid er kannski ekki sérlega gott dæmi hjá þér. Þeir eru spánarmeistarar og hafa unnið þann titil oftar en nokkuð annað lið. Meistaradeildina/evrópukeppni meistaraliða hafa þeir einnig unnið oftar en önnur lið.
Ein spurning fyrir Vidar Skjóldal. Hvad er pullari?
Sá sem púllar það að borða pullur
Loksins kom að því.
Ég verð bara að fá að vera ósammála mönnum hérna inni með þennan trailer.
Það er nákvæmlega ekkert í honum sem gerir mig spenntan!
Ég hef aldrei verið hrifin af svona “raunveruleika”þáttum og er enn smeikur um að þessi þáttur eigi eftir að gefa mér aulahroll.
Hitt er síðan annað mál að ég held ég sé á skjön við fjöldann í þessari athugasemd (sem betur fer í þessu tilviki) og ég vona að þessir þættir eigi eftir að slá í gegn hjá þeim sem hafa gaman af svona þáttum. Eins og einhver benti á þá erum við ekki með peningana í vösunum eins og olíuliðin og þetta er vonandi sniðug leið til að auka innkomuna sem og almenna þekkingu/áhuga fólks á okkar ástkæra liði.
Eldoro 37, að vera pullari vill eg meina að se að halda með Liverpool, fatta ekk þessa spurningu hja þer. Ef þu heldur að eg se ekki púllari af þvi eigendur liðsins hafa ekki sannfært mig ennþa þà ertu a storum villigötum þvi eg elska liverpool, hef alltaf gert það og mun alltaf gera það
Varðandi þennan þàtt um Liverpool þa finnst mer þetta snilld og vona að þetta verði synt i isl sjonvarpi
Hættum að lifa í fortíðinni.
Liverpool way ? Sorry en það er bara söguleg skilgreining á tímabili hjá klúbbnum um miðja síðustu öld og hefur lítið að gera með nútíðina og klúbbinn í dag.
Þeir kalla þetta documentary series og segjast hafa “all-access” að “iconic people” innan klúbbsins. Eitthvað segir mér samt að þetta mundi vera lítið annað en stór amerísk auglýsing. En hver veit, kannski sjáum við öskrandi Skrtel fara fram á sölu til Man City, Agger fljúga til Barcelona í þættinum á eftir og samskipti Carroll og Rodgers um hugsanlega sölu. Kemur í ljós.
Ég hafði allavega gaman af The Four Year Plan (QPR) þannig ég ættla að gefa þessu séns.
Svona fyrir þá sem eru enþá að röfla yfir jafntefli við neðsta lið MSL þá má geta þess að ENGLANDSMEISTARAR Man City töpuðu sínum fyrsta æfingarleik gegn Al Hilal 0-1 og skoruðu ekki heldur í þeim næsta gegn stórliði Dynamo
Dresden sem endaði 0-0. . .
Og samt spiluðu menn einsog Zabaleta, Kolo Toure, Savic, Kompany, Yaya Toure, Kolarov, Tevez,A.Johnson og Aguero.
Var að sjá okkur orðaða við moussa sissoko frá frakklandi sem að er djúpur miðjumaður. Veit svo sem ekkert um þennan leikmann en hann virðist vera með gott orðspor i frakklandi
Sælir drengir
Þetta sjónvarpsefni verður auðvitað gaman að sjá, vona að þetta verði okkur aðgengilegt hér heima í sjónvarpi. En varðandi leikmannakaupin þá hefur Rodgers lýst því yfir að þeir hafi aðeins haft samband vegna 4 leikmanna. Gylfi Sig, Clint Dempsey, Borini og svo er einhver einn enn huldumaður. Meðan eru þessi ríku lið að sækjast eftir Lucas Moura, Van Persie, Hazard og svo framvegis. Það vekur vissulega upp ugg hjá mér en ég ætla þó að halda ró minni. Treysti að það sé eitthvað gott að gerast hjá Liverpool, eða vona öllu heldur. Ég held að það sé alveg ljóst að ef United er að fá Van Persie og Moura þá erum við ekki að nálgast þá í styrkleika með okkar leikmannakaupum. Sama á við um City, Chelsea og Tottenham. Eina af þessum stórliðum sem við erum mögulega að jafna er Arsenal. En ég ætla þó ekki að vera æsa mig yfir þessu. Væntingar mínar fyrir næsta tímabil eru að vera í topp 10.
Verður bara gaman að fylgjast með þessum heimildamyndum. Það er greinilega stefnt að því að auka vinsældir liðsins með þessu og með því að auka tekjur. Sáttur við það ef að tekjurnar verða notaðar til að styrkja hópinn.
Annars bendir flest til þess að Carroll, Aquilani og Adam séu ekki inni í framtíðarplönum BR, sbr.
http://www.lfcts.com/transfer-news-carroll-adam-dempsey-and-allen/
Það vinna ekki öll lið sem eru betri á pappírunum. Það þarf miklu meira. Brendan Rogers er að byggja upp þetta miklu meira. Slökum aðeins á kaupum-dýrustu-mennina-á-markaðnum-kröfunum og leyfum boltanum að rúlla.
Viðar Skjóldal:
Hérna er gott máltæki fyrir þig “það verður að þrífa upp skítinn áður en þú bónar gólfið”. Ástæðan fyrir að það sé gott fyrir þig er að það vonandi lætur þig skilja betur afhverju FSG hafa tekið sér ágætis tíma í vallarmálin.
FSG eru að þrífa upp skítinn efti H&G sem var frekar mikill. Birkir Örn hérna fyrir ofan hefur farið frekar vel í það.
En mestu áhyggjur þínar virðast vera útaf því að þeir hafa tekið sér tíma í vallarmálin, en ég hvet þig til að lesa aðeins afhverju það sé.
G&H voru búnir að koma með “plön” um byggingu Stanley Park, þessi plön höfðu tekið upp á sig 20+ milljónir bara fyrir teikninguna og plönin og þetta var víst ekki mjög góð plön.
Svo þarf að sjá hvort það sé hagstæðara að byggja rándýran völl og fá kannski 5 þúsund fleiri sæti en ef það væri stækkað Anfield. Svo er ekki auðvelt að labba bara í burtu frá ANFIELD og fara á nýjan völl, það er viðkvæm ákvörun. Ég er glaður að þeir taki sér smá tíma í þessa ákvörðun því hún gæti þurft að vera með klúbbnum næstu 70 árin eða meira.
FSG hefur líka gefið út að þeir séu með það í huga að stækka Anfield og það sé betri valkosturinn.
Svo er ég glaður að þeir eru ekki að eyða fúlgum fjár með olípeningum en í staðinn að vera með góðan rekstur á klúbbnum. Því við eigum enn eftir að sjá hvernig Chelsea og City fer eftir að olíukóngarnir fara frá félagin með milljónirnar í skuldum hlanar upp á klúbbinn. Ekki fór vel fyrri Portsmouth og Leeds er ekkert til að hrópa húrra fyrir og nú er Rangers í ruglinu.
be careful what you wish for.
Áhyggjur.
Ég hef áhyggjur af því að búið er að lækka væntingar og vonir áhangenda Liverpool. Eins og staðan er í dag eigum við langt í land með að vinna enska titilinn, hvað þá að ná Meistaradeildarsæti. Það eru aðeins örfá ár síðan við sættum okkur ekki við annað en að berjast um alla titla.
Ég hef áhyggjur af núverandi eigendum liðsins. Í raun hafa þeir ekkert lagt til liðsins og eina ástæðana fyrir því að þeir fljóta um gagnrýnislaust er sú að losna þurfti við fyrri eigendur hið fyrsta. Skref þeirra og gjörðir upp á síðkastið gefa því miður ekki tilefni til mikillar bjartsýni … eiginlega bara svartsýni.
Ég hef áhyggjur af því að liðið hefur veikst frá því á síðasta tímabili og lítið í spilunum að það muni breytast. Kuyt og Maxi farnir og Boroni kominn í staðinn. Þá virðumst við einnig frekar í baráttu um leikmenn við Sunderland heldur en liðin sem voru fyrir ofan okkur í vetur. Það að missa Gylfa til Tottenham voru gríðarleg vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að Rodgers þekkti vel til hans og lagði mikla áherslu á að fá hann.
Ég hef áhyggjur af því að brottvikning Kenny Dalglish reynist stærstu mistök eigenda liðsins af mörgum. Merkilegt að nú tala allir um að liðið þurfi að halda boltanum betur. Það var ekki vandamálið hjá Dalglish. Liðið hélt boltanum gríðarlega vel og skapaði sér fullt af færum. Boltinn vildi bara ekki inn. Að ráða reynslulausan þjálfara til þess eins að halda því áfram sem KD og Clarke voru að gera er ekki bara skrítið heldur stórundarlegt.
Ég hef áhyggjur af því að ef heldur sem horfir verði Liverpool meðallið í ensku knattspyrnunni næstu árin.
Mestar áhyggjur hef ég samt af því að margir áhangendur Liverpool virðast sætta sig við það.
Áfram Liverpool!
Sigurjon numer 49, það ma vel vera að fsg seu að hreinsa skitinn eftir hina vitleysingana, vonandi er það raunin en eg held mig við það að FSG a eftir að gera toluvert til þess að sannfæra mig.
Þetta vallarmal er bara brandari og buið að vera það i 12 àr, er ekki buið að segja endalaust oft að það se ekki hægt að stækka anfield? Samt er það skoðað aftur og aftur og aftur. Nyji vollurinn atti alltaf að taka 60 þusund sem er fjolgun um 14700 sæti sirka. Eg vill að sjalfsogðu stækka anfield ef það er hægt en endalausar rannsoknir siðustu 10-13 ara segja það ekki hægt. Getur ekki bara verið að engin af fyrri eigendum og nuverandi eigendur hafi bara ekki fjarmagnið i að græja vallatmalin?
Eg vona að FSG reki þetta allt ofan i mig og að þeir komi liðinu og vallarmalinu a þann stað sem það a heima en er það skrytið að maður se tortrygginn eftir eigendurna sem a undan voru
.
Það er eitt sem vill oft gleymast í þessari vallarumræðu. Það að byggja nýjan völl eða stækka Anfield er gríðarlega kostnaðarsamt og það þyrfti að hækka miðaverð talsvert til að mæta kostnaði, það hafa hins vegar verið efasemdir um hvort að efnahagsaðstæður á Englandi leyfi slíkt og þá sérstaklega í Liverpool. Auðvitað átti að vera löngu búin að byggja völl, en nú í dag er einfaldlega allt annað efnahagsástand heldur en var þegar byrjað var að plana þetta.
Eðlilega eru stuðningsmenn Liverpool orðnir langþreyttir á ákvörðunartökuleysi eigenda vegna vallarmála; Stækkaður Anfield vs nýr völlur. En það þýðir lítið að kenna mönnum sem hafa átti klúbbinn í tæp tvö ár um 12 ára aðgerðarleysi. Þá er alveg eins hægt að kenna Brendan Rodgers um skort á enskum meistaratitli í 22 ár.
FSG hljóta að vera að skoða málin ofan í kjölinn. Ég held að þetta hljóti að vera erfitt mál rétt eins og Magginn #52 kemur inn á. Efnahagslegar aðstæður eru aðrar en þær voru fyrir nokkrum árum og gríðarlega mikilvægt að taka rétta ákvörðun í þessu stóra og mjög svo kostnaðarsama máli.