Mánudagsmolar – opinn þráður

Drengirnir voru látnir svitna hressilega á tveimur æfingum vestra í dag, fáum myndir af því væntanlega seinna í dag. Ensku landsliðmennirnir og Borini mæta til Bandaríkjanna í dag og byrja að æfa með liðinu á morgun.

Leikurinn hefur verið spjallaður víða, athyglin dottin á Adam Morgan og Jordan Ibe sýnist manni auk Pacheco og Sterling. Allt eitthvað sem hægt er að taka undir að hafi verið jákvætt, á móti hafa menn gagnrýnt Charlie Adam og lýst vonbrigðum með Aquilani og Wilson. Getum rætt leikinn áfram hér ef menn vilja.

Á miðvikudag er næsti leikur, gegn Roma. Ekki er reiknað með að þeir “nýju” á æfingunum spili mikið með þá, jafnvel ekkert en þó er búið að segja klárt að Agger mun leika eftir að hafa verið í fríi gegn Toronto. Leikurinn fer fram á Fenway Park og töluvert hefur verið gert til að gera þann völl, sem er auðvitað hafnaboltavöllur, þokkalega leikhæfan fyrir fótbolta. Vonandi tekst það nú!

Á opinberu heimasíðunni er í dag skemmtilegt viðtal við Rodolfo Borrell sem fer aðeins yfir sinn feril og það sem hann telur að ungir leikmenn þurfi að hafa til að ná langt, sem hann telur vera blöndu af hæfileikum og viðhorfi til æfinga og sjálfs síns.

Einn af þeim leikmönnum sem Liverpool telur ekki muna ná nægilega langt kvaddi klúbbinn í dag. Portúgalinn Toni Silva fékk þá frjálsa sölu til Barnsley í ensku Championshipdeildinni. Silva var fenginn með töluverðu brauki og bramli en hann náði aldrei að kveikja mikla spennu í brjósti manns. Vissulega með mikla tækni, sérstaklega spyrnutækni, en hann var lítill liðsmaður, hvað þá öflugur varnarlega. Hann var lánaður til Northampton í fyrra og síðan þegar ákveðið var að hann færi ekki með til Ameríku var nú alltaf ljóst að hann væri á leið burt. Við óskum honum góðs gengis auðvitað!

Í slúðrinu í dag bendi ég á tengil á útdrátt frá Liverpool Transfer Speculation sem mér finnst vera að koma með ansi öflugan vef. Þeir birta sinn úrdrátt á vefspjalli Rory Smith sem vill meina það að Adam og Aquilani fari í glugganum frá okkur, Aqua þó seint. Carroll verði seldur ef rétt verð komi, ekki minna en 15 milljónir punda og LFC ætli sér að spara 500 þúsund pund á viku í launum innan leikmannahópsins. Þeir sem nú þegar eru farnir sé búnir að ná 200 þúsundum af og því þurfi meira til.

Annað molatengt mætti nefna að Rodgers telur Skrtel og Suarez báða spennta fyrir áframhaldandi veru í Liverpoolborg, Ryan Babel var ekki tekinn með í æfingaferð Hoffenheim og er sagður á leið til Swansea eða Newcastle og á nokkrum vefsíðum er nýjasta ævintýrið að við ætlum að kaupa Gerard Deulofeu, ungstirnið hjá Barca.

Endilega bæta við ef þið vitið af öðru bitastæðu, þráðurinn er opinn!

59 Comments

  1. Spara 500 þusund pund a viku jà, það mundi þyða að það a að veikja hopinn toluvert, eru allir ennþa a þvi að FSG se bara með þetta og við seum a leið a toppinn??

    Shit hvað eg er drullusmeykur um það að FSG se a rangri leið, lyst bara ekkert a blikuna. Chelsea, city og man utd kaupa kalla a 25-30 kulur og gefa bara í en okkar menn gera mest litið en samt telja menn að þetta se nu allt a rettri leið hja FSG monnum.

    Eitthvað sluðrið segir i dag að ekkert gerist með dempsey og allen nema við seljum fyrst og þa hugsanlega carroll, biddu fekk rodgers 10 milljonir til leikmannakaupa i sumar, notaði þær i Borini og þarf svo að selja nuna til að styrkja liðið meira? Þetta er natturulega bara grín… ekki skanar það svo þegar John Henry segir að við þurfum ekkert að na 4 sætinu, hvaða meðalmennska er þetta? Getur ekki bara verið að Henry se blankur og þess vegna finnist honum ekki sanngjarnt að ætla að na 4 sætinu.

    Sorry drengir en eg bara se ekki hvernig menn fa það ut að allt se a rettri leið hja FSG.

  2. Spara 500k á viku gengur ekki upp. Þau 300 á viku sem upp á vantar gerir a.m.k. 3 og sennilega 4-5 leikmenn og engan inn í staðinn. Hópurinn er nú þegar ekkert sérstaklega stór. Athugið einnig að ef þetta eru allt launaháir menn þá eru þetta fullþroska karlmenn sem eru að hverfa, ekki unglingar.
    Ef það á svo að semja við Suarez, Skrtl og Agger þá þurfa enn fleiri leikmenn að hverfa.

  3. Spara 500 þusund pund a viku jà, það mundi þyða að það a að veikja
    hopinn toluvert, eru allir ennþa a þvi að FSG se bara með þetta og við
    seum a leið a toppinn??

    Við erum að borga of há laun m.v. gæði og árangur. Þessi 300þpund sem uppá vantar eru sirka: Cole, AA, Carra, Adam. Á milli sín, að Adam undaskyldum, eru þetta ansi miklir peningar m.v. spilaðar mínútur. Ég gef mér það að þeir séu til í að greiða jöfn ef ekki meiri laun ef það skilar sér inná vellinum (ef eitthvað er að marka ummæli þeirra FSG manna).

    Shit hvað eg er drullusmeykur um það að FSG se a rangri leið, lyst
    bara ekkert a blikuna. Chelsea, city og man utd kaupa kalla a 25-30
    kulur og gefa bara í en okkar menn gera mest litið en samt telja menn
    að þetta se nu allt a rettri leið hja FSG monnum.

    Við getum ekki keppt við þessi lið, það vita 90%+ stuðningsmanna okkar. Hvorki á fjárhagslegum grundvelli eða keppt við þá um leikmenn (CL). Þeir sem hafa verið hingað til keyptir á eða eru dealar á lokametrunum eru: Hazard, Lucas Moura & hugsanlega Hulk. Við áttum engan séns í þessa leikmenn eða þessa keppni um þá.

    Eitthvað sluðrið segir i dag að ekkert gerist með dempsey og allen
    nema við seljum fyrst og þa hugsanlega carroll, biddu fekk rodgers 10
    milljonir til leikmannakaupa i sumar, notaði þær i Borini og þarf svo
    að selja nuna til að styrkja liðið meira?

    Þú svaraðir spurningu þinni sjálfur, sjá feitletrun.

    ekki skanar það svo þegar John Henry segir að við þurfum ekkert að na
    4 sætinu, hvaða meðalmennska er þetta?

    Hann sagði að það væri ekki make or break fyrir Brendan að ná 4 sætinu. Með öðrum orðum, þeir (segjast) trúa á langtíma verkefni. Sem væntanlega veltur á því að batamerki séu til staðar. Guð sé lof fyrir það, nema mönnum finnist e.t.v. 4 stjórar á 3 árum ekki nóg ?

    Getur ekki bara verið að Henry se blankur og þess vegna finnist honum
    ekki sanngjarnt að ætla að na 4 sætinu.

    Það er FSG sem á klúbbinn, ekki Henry. Það væri fjarstæða af honum að henda sínu persónulegu peningum inní klúbbinn. Tapað fé.

    Sorry drengir en eg bara se ekki hvernig menn fa það ut að allt se a
    rettri leið hja FSG.

    Sítt sýnist hverjum. En glugginn hefur verið opinn í 23 daga. Skoðið kaupin hjá liðunum í kringum okkur og á toppnum. Eru þau öll búin að kaupa 5-6 leikmenn ? Sagan kemur til með að dæma þá. Ég sé bara ekkert athugavert við það verkefni sem þeir hafa hrint í framkvæmd. Það vita allir að við þurfum CL til þess að ná til stærri nafna, þegar Liverpool vann síðasta deildina voru leikmenn eins og Hazard og Moura ekki einu sinni orðnir að hugmynd hjá foreldrum sínum. CL er allt, ekki carling cup.

  4. Ég held nú að það sem þeir séu að tala um að lækka launareikninginn hjá mönnum sem eiga það engan vegið skilið að vera á svo háum launum miðað við getu og spilamennsku eins og t.d. Cole og Aquilani og Adam og Downing.
    Það er talað um að þeir séu báðir með í kringum 90 þúsund pund á viku það gerir 180 þúsund pund farin, Adam kannski með 50 og Downing 60. það gerir 200+180+110 sem gera 490 þúsund farið af launareikningum og þá eru menn sem við höfum losnað við Maxi, Kuyt, Cole, Aquilani, Adam og Downing.
    Þetta eru flest allt leikmenn sem við þurfum ekki og mörgum langar að losna við.

  5. Svo ef þeir kaupa t.d. Allen og Dempsey þá er strax komin framför.
    Í staðinn fyrir Aquilani sem vill ekki spila á Englandi kemur inn Joe Allen.
    Í staðinn fyrir Kuyt kemur inn Fabio Borini efnilegur ítali.
    Í staðinn fyrir Adam þá kemur Dempsey sannaður í EPL.
    Inn: Borini, Allen, Dempsey
    Út: Kuyt, Aquilani, Adam og Maxi.
    Þarna er strax komin bæting í leikmannahópinn og lækkaður launakostur.
    Svo ef Downing eða Carroll fara þá kemur kannski einhvern ungur og efnilegur leikmaður inn ekki svo dýrt og á lágum launum.

  6. Svo er það bara þannig að launareikningur Liverpool hefur verið allt of hár. Man eftir að hafa séð okkar laun í samanburði við Tottenham og við vorum all hressilega fyrir ofan þá. Það þarf bara að taka til í þessu,

    Hodgson náði td í Cole og Poulsen og það var samið við þá um einhver rugl laun. Það á bara að hætta að taka svona gamla karla inn og ofgreiða þeim laun. Poulsen er örugglega enn að spyrja sjálfan sig hvað í andskotanum gerðist hjá sér, og hann hafði ekki einu sinni keypt Loffomiða.

  7. Ég geri ekki ráð fyrir því að margir hér hafi mikinn áhuga á rekstri fyrirtækja. So what here it come. Fyrirtæki skipast í raun í tvo flokka. Profit og non profit. Í seinni flokkinn falla félög eins og Chelsea, ManCity, Rauði krossinn og Húsmæðrafélag Skagafjarðar. Munurinn er fyrst og fremst sá að fótboltafélögin eru til að skemmta eigendum sínum meðan hin reyna að gera gagn. Financial fair play er m.a. sett til höfuðs þessum sugar daddy´s. Fáum þykir þessi pet/hobby/glamour þróun eftirsóknaverð og um allan heim er rætt um að stemma stigu við ruglinu. Í Þýskalandi eru pet félög bönnuð svo dæmi sé tekið! Nóg um það.

    Í fyrra flokkinn falla félög eins og Arsenal, ManU og svo LFC. Þessi félög þarf að strúktúra til að þau skili hagnaði. Tvennt skiptir þarna mál; í fyrsta lagi efnahagsreikningurinn þar sem koma fram eignir og skuldir. Í annan stað rekstarreikningurinn þar finna má tekjur og gjöld.

    Við blasir að FSG er á réttri leið. Kalt mat t.d. með því að selja Carroll með tapi jafnvel þótt efnahagsreikningurinn líti verr út á eftir afskriftina. Á móti er verið að fjárfesta í ungum leikmönnum sem líklegt er að hækki í verði. Þá er verið að lækka kostnað t.d. með því að selja leikmenn sem kosta mikið í rekstri en skila litlum árangri en að fá aðra hagkvæmari í staðinn. Þá er kominn nýr markaðsstjóri til að auka aðrar tekjur og verið er að velta fyrir sér stækkun á Anfield. Er þá fátt eitt talið.

    Fjármál eru sirka leiðinlegasta umræðuefni ever en sá sem heldur því fram að FSG sé ekki á réttri leið er í rauninni að óska eftir eigenda eins og Roman eða ámóta karakter. Eigenda sem er tilbúinn til að splassa inn því sem þarf. Kaupa öll stærstu nöfnin sama hvað þau kosta. Fyrir minn hatt vill ég ekki svoleiðis eigendur fyrir minn klúbb. Ég vil gera þetta nákvæmlega eins og FSG er að gera þetta.

    Það er algjörlega fráleitt að bera FSG við H&G. H&G skuldsettu félagið upp í rjáfur með þeim afleiðingum að LFC var tæknilega gjaldþrota. FSG er að byggja upp gott fyrirtæki á rústahrúgu sem fyrri eigendur skildu eftir sig. Ég vil gjarnan að menn stilli sig aðeins áður en FSG er líkt við H&G. Það er heimskulegt að mínum dómi.

    Ef ég ætti að setja út á FSG væri það helst að taka of mikla áhættu í byrjun. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en kaupin síðasta sumar voru ansi villt. Hitt er annað mál að Henry og Warner hafa sagt frá því sjálfir að þeir hafi þurft að læra rekstur fótboltafélags á Englandi frá byrjun.

  8. Þetta eru allt fín svör drengir og fín umræða, vonandi reka fsg alkt ofan i mig og þetta se allt a rettri leið hja þeim en eg er ekki sannfærður, vonandi a FSG einhver tromp a hendi og seu i alvorunni með stefnuna setta a að vinna ensku deildina asamt champions league, eg gruna nu meira að þeir stefni a arsenal girinn, komast alltaf i topp 4, skila miklum tekjum og alltaf klarir i að selja bestu menn sina. Ef liverpool ætlar i alvoru ekki fljotlega að fara keppa um stærstu titlana og bestu leikmennina mun eg og fullt af oðru folki liklega hugsa sinn gang hvort það taki sig að fylgjast með þessu bulli. A alveg eftir að sja þessar nyju reglur virka, þær virðast ekki virka þvi city og chelsea halda bara afram að eyða og skila tapi.

    Eg er ekki enn farin að sja þessa samninga við standard chartered og warrior skila ser i leikmannakaupum, eru þeir 2 samningar ekki að skila 40 milljonum punda arlega en samt fekk rodgers 10-20 i sumar.

    Eg vil fa uttekt fra Magga a hans syn a FSG, hann talaði um það um daginn að hann væri ekki sannfærður um þessa kalla þvi skora eg a hann að koma inni þessa umræðu og tja sig….

  9. Ég gaf Guderian þumal fyrir góðan póst, en ég er samt ekki beint sammála þér hvað ýmsa hluti varðar.

    Sjálfur tel ég ekkert óeðlilegt að margir stuðningsmenn horfi ekki á rekstur Liverpool FC sem fyrirtækjarekstur – sem verði að skila hagnaði. Það er auðvitað markmið í sjálfu sér, en ekki efst á forgangslista stuðningsmanna.

    Fyrst þú nefnir nokkur félög, þá er ekki úr vegi að skoða það aðeins nánar. Annars vegar erum við með lið á borð við Arsenal, sem skilar hagnaði á hverju ári á fætur öðru. Þeir lögðu í dýra uppbyggingu á nýjum velli, og eru alltaf með gott lið. Þeir hafa ekki unnið titil í æði mörg ár, en þeir eru samt sem áður gott “fyrirtæki”.

    Og svo erum við með lið á borð við Chelsea og ManCity. Þau eru vissulega ekki rekin sem fyrirtæki, til að skila hagnaði. Þau eru samt með marga bestu leikmenn í heimi, og já, annað þeirra vann Englandsmeistaratitilinn á dögunum. Og hitt varð Evrópumeistari.

    Við, sem stuðningsmenn, getum spurt okkur hvort við viljum. Viljum við gott “fyrirtæki” eins og Arsenal – sem selur sífellt sína bestu menn á hverju ári, því þeir sjá að þeir munu ekki vinna titla með þessu góða fyrirtæki – eða viljum við vera með bestu leikmennina og berjast til síðasta blóðdropa um stóru titlana?

    Svarið liggur auðvitað í augum uppi hjá flestum.

    Við getum alveg talað og talað um Financial Fair Play, en við verðum þá að spyrja hvort við séum eina liðið sem virðist spila eftir því? Hvernig stendur á því að lið á borð við Chelsea (illa rekið “fyrirtæki”) og ManUtd geti spanderað þvílíkum fúlgum fjár í leikmenn – þ.e. ungu Brassana, og fleiri gæðaleikmenn – á meðan Liverpool FC virðist þurfa að trimma sinn efnahagsreikning fram í hið óendanlega? Spyr sá sem ekki veit.

    Ég legg ekki mikinn trúnað í það að liðið verði að lækka launareikning sinn um 500 þúsund pund á viku, en ég held að Kanarnir séu bara það miklir businessmenn að þeir vilji fá meiri gæði fyrir peninginn. Peningunum er illa varið í dag, það er augljóst. En það breytir samt ekki því að liðið þarf að eyða peningum til þess að komast í hóp þeirra bestu. Og það þarf betri leikmenn til félagsins í sumar ef liðið á að gera betur en í fyrra, og það kostar.

    Nema auðvitað að við getum sætt okkur við að berjast við Arsenal um að vera best rekna “fyrirtækið” með öllu því sem því fylgir.

    Já, og ég bíð rólegur með minn stóradóm yfir Könunum. Það er lítil reynsla kominn á þá ennþá, þeir fjármögnuðu kaup Daglish að vísu, en það er bara ennþá stórt spurningarmerki yfir það hvert þeir ætla með klúbbinn.

    Homer

  10. Eg er ekki enn farin að sja þessa samninga við standard chartered og
    warrior skila ser i leikmannakaupum, eru þeir 2 samningar ekki að
    skila 40 milljonum punda arlega en samt fekk rodgers 10-20 i sumar.

    Þetta fór eitthvað framhjá mér, er sem sagt búið að loka glugganum ?

    Eg vil fa uttekt fra Magga a hans syn a FSG, hann talaði um það um
    daginn að hann væri ekki sannfærður um þessa kalla þvi skora eg a hann
    að koma inni þessa umræðu og tja sig….

    Úttekt á glugganum þegar minna en helmingur þess tíma sem hann spannar er liðinn ?

  11. Eyþor auðvitað er ekkert buið að loka glugganum en allt bendir til þess að rodgers hafi fengið litið fjarmagn til að spreða i sumar…

    Homer flott svar fra þer, mer synist nu ansi margir pullarar a þessari siðu einmitt hafa meiri ahuga a þvi að fyrirtækið skili hagnaði eins og arsenal heldur en að vinna titla. Er htæddur um að kopararnir utí Liverpool vilji frekar vinna titlana heldur en að gera eins og arsenal.

    Bara svona EF liverpool gerir mest litið a markaðnum i sumar og verða svo að stroggla i vetur skal eg handviss um það að FSG verða komnir með troðfullann anfield vollinn viku eftir viku a moti ser. Alveg sama hvaða langtima plan fsg er með þa er það a hreinu að stuðningsmenn Liverpool sætta sig ekki við 2 sætið eða 8, þeir vilja 1 sætið, það er eitthvað sem FSG gleymdi að spa i er þeir keyptu felagið. Stuðningsmenn Liverpool gera krofur og munu gera afram, 5-6-7 sætið verður ekkert liðið mikið lengur….

  12. “Eg er ekki enn farin að sja þessa samninga við standard chartered og warrior skila ser i leikmannakaupum, eru þeir 2 samningar ekki að skila 40 milljonum punda arlega en samt fekk rodgers 10-20 i sumar.”

    VIÐAR SKJÓLDAL. Glugginn er ekki lokaður. Það er 23.júlí. Liverpool er að spila sína fyrstu æfingaleiki. Andaðu nú bara aðeins rólega og sjáum til hvernig þetta lítur út í lok gluggans. Hingað til er búið að selja Maxi og Dirk, gamlir leikmenn á mjög háum launum. Eftir eru leikmenn á borð við Aquilani og Cole sem kosta klúbbinn háar fjárhæðir. Hugsanlega fara svo Adam og Downing einnig. Þessir leikmenn eru líklega samanlagt með 5-700 þús pund á viku sem gera 24-36 milljónir punda á ári.

    Er eitthvað óeðlilegt að vilja losa um svona kostnað áður en meira er verslað inn? Allt eru þetta leikmenn sem eru ekki að skila neinum teljandi árangri fyrir liðið.

    Hérna eru listi af þeim leikmönnum sem hafa yfirgefið klúbbinn. Ég gæti trúað að þetta væri hátt í 300 þús pund á viku. Bætum Cole og Aqua man inn í þennan hóp og þetta er komið hátt í 500 þús pund. Borini er nú þegar kominn, ef það koma 2-3 góðir leikmenn til viðbótar (Allen, Dempsey og einhver annar) Þá er búið að styrkja hópinn verulega en samt að draga launakostnað niður.

    David Amoo til Preston
    Fabio Aurelio til Gremio
    Stephen Darby til Bradford City
    Dirk Kuyt til Fenerbahce
    Joe Rafferty til Rochdale
    Maxi Rodríguez til Newell’s Old Bys
    Toni Silva til Barnsley

  13. Homer@11.

    Þetta er allt satt og rétt hjá þér. Ég hefði enda per sem ekkert á móti því að einhver Al Thani eignaðist LFC. Þ.e. ég myndi ekki fitja upp á nefið og fara í einhverja prinsipppælingar.

    Það sem ég óska mér er samt að LFC vinni titla eins og ManCity en sé samt gott fyrirtæki eins og Arsenal. Það væri best að mínum dómi og það er minn punktur.

    Eins og ég segi; ég hugsa að ekki margir hafi áhuga á svona fabúlasjónum um rekstur og viðskipti, en ég er eiginlega handviss um að FSG muni innan 3-4 ára skrá LFC á Wall Street. Gera Liverpool FC að skráðu hlutafélagi þar sem milljónir aðdáenda geta keypt hlut í félaginu sýnist mér svo. En til að það geti gerst verður reksturinn að vera heilbrigður. Í einum póstinum hérna var spurt af hverju ManU gæti keypt leikmenn upp á 35m pund? Það er vegna þess að reksturinn er góður þrátt fyrir hrikalegar skuldir. ManU hefur selt skuldabréf í Asíu og hlutabréf í USA fyrir 400-500m punda (skv. minni) á síðustu 12-16 mánuðum og auk þess að selja Ronaldo á 80m (keyptur á 12,5m).

    Maður þarf ekki að vera neinn fjármálasnillingur t.a. sjá að LFC hefur rosalega möguleika. Það þarf ekki annað en að benda á að þrátt fyrir að félagið hafi verið fjarri stærstu keppninni í mörg ár og reksturinn í miklu rugli er LFC 8 verðmætasta félag heimsins og með gífurlegar rekstartekjur sem hægt er að auka endalaust með góðri stjórnun.

    Ætla ekki að þreyta neinn frekar með þessu rekstarþrugli.

    Elvis has left the building.

  14. Ég held nú að LFC geti tekið upp svipaðan rekstur og er á Arsenal þar að segja góðan rekstur en náð samt árangri. Þrjóska Wengers hefur gert það að verkum að Arsenal hefur selt bestu mennina en ekki keypt nýja í staðinn.

    Ég held að Liverpool geti alveg selt menn en keypt aðra menn í staðinn svo fjárfestinginn þeirra dettur ekki niður. FSG eru góðir kaupsýlsumenn og vita að ef þeir vinna titlana hækkar fjárfestingin og verðmæti klúbbsins.

  15. Ég verð samt rosalega glaður þegar ég les um æfingar hjá BR

    Those who did train did so at high intensity. Training was split into two sessions to begin with – one focussing on sharp, quick play; the other on crossing and finishing.

    There were impressive moments from youngsters Suso and Jordan Ibe – and Lucas Leiva, while owner John W. Henry was again in attendance.

    Everything was done at full speed, with high intensity and on the floor. Training progressed to half-pitch, narrowed, with full goals – high intensity in small spaces – as Brendan Rodgers continued to set his style of play on the Reds.

    Annað en þegar að liðið var með stóru boltana á æfingum hjá Hodgson.

  16. Viðar, afhverju kynnir þú þér ekki hlutina betur sjálfur í stað þess að biðja Magga eða einhvern annan hérna á síðunni að matreiða alla hluti ofaní þig ?

  17. Hoddij, eg er ekkert að biðja einhvern að matreiða neitt ofan i mig, eg er að biðja magga um hans àlit a malinu vegna þess að hann er frabær penni og oftast otrulega mikið rett sem hann er að segja.

    Þó eg færi og lesi allt um FSG og kynni mer þà uti gegn þà fæ eg ekkert àlit magga a FSG utur þeirri lesningu

  18. Þetta er so far búið að vera eitthvað mest boring silly season sem ég man eftir sem stuðningsmaður Liverpool ég hef ekki en séð einn spennandi leikmann vera orðaðan við félagið og á ekki von á því að það verði neinn. Ég held að kanar ættu að halda sig við hafnarbolta og aðarar amerískar íþróttir og láta knattspyrnu eiga sig ég hef enga trú á þessum eigendum. Ég er sannfærður um að ef þeir fara ekki að spýta í lófana og leggja út einhvern pening til þess að styrkja liðið þá erum við að fara inn í enn eitt ömurlega tímabilið þar sem að við eigum ekki eftir að geta blautan skít. Spái því að við verðum farin að sjá yanks out skilti á Anfield um áramótin og stuðningsmenn verði farnir að kyrja nafn Rafa Benitez.

  19. Þannig þú þarft álit Magga til þess að geta myndað skoðun á málinu ? Það er aragrúi af greinum um hvernig FSG ætla að reka klúbbinn, vallarmálin etc etc. Snýst bara um að nenna að leita að þessu og skoða þetta og mynda sér sína eigin skoðun á málinu.

  20. Eg er ekki enn farin að sja þessa samninga við standard chartered og warrior skila ser i leikmannakaupum, eru þeir 2 samningar ekki að skila 40 milljonum punda arlega en samt fekk rodgers 10-20 i sumar.
    Sagði Viðar Skjóldal.

    Get tekið undir þetta hjá Viðar. Ég þrammaði Boston endanna á milli um síðustu helgi og ætlaði að kaupa mér treyju en þær voru hvergi til.

    Ekkert fræbær markaðsetning að vera að fá Liverpool til borgarinnar og gleyma að setja vörurnar í sölu. Spurði um bolina í nokkrum sportvöruverslunum og tveir sögðu að það væri möguleiki í búðinni á Fenway park svo ég fór þangað en engar treyjur í boði þar. Red socks vörur á hverju götuhorni en engar Liverpoolvörur. Í Boston eru þúsundir ferðamenn að versla þannig að þetta ætti að vera kjörið tækifæri. Er ekki warrior og standart chartered amerisk vörumerki? Og eigendurnir frá Boston, verð bara lýsa vonbrigðum mínum á markaðsetningunni.

  21. Persónulega sá ég alltaf fyrir mér að FSG myndu líkja eftir Arsenal módelinu, en taka það svo skrefinu lengra þegar allt er komið á gott skrið. Þeir sögðu jú að þeir væru ekki að kaupa liðið til að græða á því, en mér hefur einmitt alltaf fundist Arsenal vera rekið með því markmiði að skila hagnaði.

    Ég held líka að B. Rodgers muni nota ungu leikmennina mun meira en Hodgson og Kenny gerðu og þess vegna verður “yfir 21 árs hópurinn” svipað stór eða jafnvel minni en áður.

    Ef ég á að segja alveg eins og er þá lýst mér vel á það sem FSG hafa gert nú þegar. Vallarmálin mættu reyndar vera komin lengra á leið en fjármálahliðin hefur verið tekin alveg í gegn og held ég að það sé bara fyrsta skrefið af uppbyggingu Liverpool. Svo virðumst við loksins vera að fá almennilega leikmenn uppúr unglingastarfinu sem koma til með að styrkja liðið mikið í komandi framtíð og þegar fjármálin eru komin á það stig að klúbburinn fari að skila einhverju í kassann er hægt að kaupa almennilega leikmenn til að taka síðasta skrefið í titilbaráttunni.

    Það gæti vissulega tekið nokkur ár að koma liðinu á þann stað sem því er ætlað, en mér finnst loksins vera búið að koma liðinu í það far sem ég hef beðið eftir í mörg ár. Reksturinn skilar hagnaði, unglingastarfið skilar efnilegum leikmönnum og vonandi fer liðið svo að skila dollum í hús.

    Það stefnir allt uppávið. YNWA

  22. Hoddij, það er nu varla að það taki sig að svara bullinu i þer, hvern djofullinn varðar þig um það af hverju eg langar að fà alit magga a FSG?

    Nei eg ætla ekki að fa hans alit til að mynda mer skoðun, min skoðun er klàr, eg hef ahyggjur af þessum eigendum punktur… eg sa magga um daginn segjast ekki vera sannfærður um þessa eigendur og svona af forvitni vildi eg fà hans alit a FSG… þu veist heldur bara ekkert um það hversu mikið eg hef lesið og kynnt mer FSG. Hættu þessu djofulsins bulli bara

  23. Miðað við commentin þín um FSG og nánast allt sem tengist klúbbnum þá getur maður ekki annað en vitað margt um það hvað þú hefur kynnt þér og lesið þér til um, og það er vægast sagt takmarkað

  24. Svona svona svona strákar mínir. Viljiði ekki bara fá ykkur hótelherbergi ?

  25. Hoddij þu ert að eyðileggja goða umræðu herna, þo þu kannsko sjair ekki solina fyrir FSG leyfdu þa okkur hinum að ræða malið a goðum nótum. Eg hef kynnt mer fsg agætlega og held þeir seu aðallega að spa i að græða fe a klubbnum en ekki að skila titlum til okkar aðdaendanna.

    Ef þu ert eitthvað gramur hoddi minn og lyður eitthvað illa i salinni er þa ekki bara malið að fara snemma að sofa i kvold og mæta ferskur a kop.is a morgun?

    Leyfdu okkur hinum að ræða þessi mal i friði

  26. Viðar minn, hafðu það á hreinu að það ert þú sem skemmir flesta þræði með vanþekkingu þinni og sífelldri endurtekningu á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur. FSG mun reka þetta eins og fyrirtæki en ekki sykurpabba leikfang, ekkert sem þú segir hérna, aftur og aftur og aftur og aftur mun breyta því. En ég er alls ekki að segja að ég skrifi undir FSG 1,2 og 3 , þeir þurfa líka að sannfæra mig, en ég geri mér amk grein fyrir því að hlutirnir verða á eðlilegum nótum, ólíkt því sem þeir eru hjá shittí og chel$kí.

  27. Það sem Rory Smith talar um varðandi launakostnaðinn er alveg pottþétt eitthvað sem að Liverpool mun reyna að tækla í sumar. Við erum með rosalega stórt lið sem er dýrt í rekstri (miðað við árangur og gæði) og til langtímareksturs þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem þarf að laga.

    Launakostnaður Liverpool á síðasta ári var að ég held sá 3. eða 4. hæsti í Úrvalsdeildinni sem er alveg rosalega mikið ef við horfum á árangurinn sem náðist og því sem leikmenn skiluðu af sér (Dalglish, taktík, lélegir eða hverjar svo sem ástæður fyrir því gætu verið).

    Í dag erum við að öllum líkindum með slakari hóp en lið eins og Arsenal og Tottenham sem bæði enduðu töluvert fyrir ofan okkur í deildinni en við erum með töluvert hærri launakostnað en þau. Það sem Liverpool leitar eftir í sumar er að styrkja og samstilla hópinn með það í huga að losna við einhverja af þeim leikmönnum sem eru ekki nógu góðir eða passa ekki nógu vel í hópinn til að standa undir kostnaði sínum.

    Rory Smith talar um að Liverpool muni reyna að losna við um 500 þúsund pund á viku í launakostnað og sé næstum því hálfnað með það. Takist það þá er félagið að spara sér ‘óþarfar’ eða illa nýttar 2 milljónir punda á mánuði sem félagið mun líklega græða á til langstíma eða geta nýtt í betri og hæfari leikmenn.

    Fyrir mitt leyti þá sé ég ekki mikið í því að félagið reyni að selja þá sem þeir telja ekki hæfa eða nógu góðu, hvort sem þeir heita Charlie Adam, Joe Cole eða Andy Carroll – svo lengi sem að fjármagnið færi í það að fá betri og hæfari menn.

    Menn eins og Aquilani, Adam, Bellamy, Downing, Cole og Carroll eru á meðal þeirra sem eru líklega falir hjá Liverpool í sumar og það er kannski enginn þarna sem ‘öskrar’ á mann að félagið færi aftur á bak ef þeir færu (það yrði þá kannski einna helst Carroll). Allir þessir gætu skapað mikið laust pláss á launaskránni og komið með auka pening til að kaupa hæfari og betri leikmenn. Allt gott og gilt að mínu leyti.

    Ég tel Liverpool vera með mjög fínan hóp. Erum með mjög sterkan kjarna af byrjunarliðsmönnum, erum með góða ‘rotation’ leikmenn í liðinu og með mjög stóran hóp af bráðefnilegum og sprækum strákum. Hafi Rodgers mikla trú á strákum eins og Pacheco, Suso, Sterling, Ibe, Morgan og þeim sem eru í Bandaríkjunum með aðalliðinu og hann telji þá geta spilað einhverja rullu með aðalliðinu í vetur þá gæti það sparað félaginu töluvert í rekstri með því að gefa þessum strákum traust og losa sig við hátt launaða leikmenn sem skila litlu af sér.

    Einnig þá tel ég að þessi umræða sem virðist vera að breiðast út á meðal stuðningsmanna Liverpool að félagið verði að selja til þess að kaupa og öll frekari kaup fari eftir því að félagið geti selt Carroll, Adam, Cole o.s.frv. Það held ég að sé ekki málið, ekki beint kannski. Ég held að það sé enn til einhver peningur til að styrkja leikmannahópinn en ef við skoðum þá tvo leikmenn sem virðast vera næstir á óskalistanum þá gæti ég alveg skilið af hverju það er kannski ekkert búið að gerast. Fulham vilja fá of mikinn pening að mati Liverpool fyrir Dempsey svo þeir kannski skoða hvað þeir hafa nú þegar eða býði eftir að Fulham verði tilbúið að lækka verðmiðan og Joe Allen er á fullu með breska liðinu í undirbúningi þeirra fyrir Ólympíuleikana og ég held að það gæti kannski ekkert leysts fyrr en eftir mótið.

    Það sem hangir kannski hvað mest á sölunni á t.d. Carroll sé hvernig leikmann og/eða hve marga framherja Liverpool þyrfti að kaupa. Fari Carroll ekki þá mun líklega fækka um einn af þeim fjölda sóknarmanna sem Liverpool telur sig þurfa að kaupa og fari hann þá gæti félagið þurft að bæta einum öðrum við.

    Ég gæti trúað að það verði smá bið í næstu kaup og sölur hjá Liverpool og hjólin fari kannski ekki að snúast á fullu fyrr en líklega eftir að félagið kemur heim frá Bandaríkjunum.

  28. Hoddij, þó ef hafi nokkrum sinnum sagt að FSG hafi ekki sannfært mig og eins 3-4 sinnum i 3-4 þraðum fyrr i sumar sagt hvað eg teldi að FSG ætti að eyða miklu i leikmannakaup þa þarf það nu ekki að vera vanþekking mín. Er nu reyndar handviss um það að eg hafi toluvert meira vit a knattspyrnu og sogu Liverpool heldur en meðalmaðurinn en það er önnur saga.

    Mer synist nu bara fullt af folki lika mjog oft það sem eg hef um malin að segja og sest það agætlega a þumlunum a minum kommentum.

    Mín skrif eru og verða alltaf umdeild enda segi eg alltaf bara nkl það sem mer finnst um malin og er heiðarlegur með það.

    Mer þykir það leitt ef þu þolir mig ekki eða mín skrif en eg get litið gert að þvi og mun halda afram að lesa þessa æðislegu síðu….

  29. nei strákar mínir,ég er ekki búinn að yfirtaka Viðar Skjóldal,margt ágætt sem kemur frá honum,ég hef bara ekkert að segja nýtt, held mig við þá staðreynd að við verðum miðlungslið á meðan Henderson,Shelvey,Spearing,Adam,Downing,Carrol og Kelly verða í liðinu okkar

  30. Er samt ekki orðið doltið þreytt að ræða 50-100 milljón punda eyðslu annars er liðið “dauðadæmt” í hverjum einasta þræði ? Bara smá umhugsunarefni..

    Ef þú ert að bíða eftir shittí/chel$kí eyðslu, þá þarftu að bíða afskaplega lengi, og munt verða fyrir gífurlega miklum vonbrigðum næstu misserin. Hinsvegar til lengri tíma litið, þegar að regluþak sem virkar og kemur í veg fyrir ósjálfbæran rekstur fótboltaliða tekur gildi, þá verður þú vonandi kátur tappi á endanum.

  31. Hoddij, eg er allann timann buinn að gera mer fulla grein fyrir þvi að okkat menn eru ekki að fara eyða hàum upphæðum, þegar eg sagdi þetta þarna i 3-4 skipti en ekki i 2-300 skipti þa var eg meira að reyna að setja væntingar manna aðeins niður, gera monnum það ljost að liðið okkar.væri ekki að fara keppa um 1 sæti og liklega ekki það 4 heldur nema eigendur okkar þyndu eyða slatta af aurum.

    Eg vildi oska að þessi fair play regla mundi eitthvað virka en eg er ekki að sja að hun virki eitthvað, chelsea og city bæði rekin með gigantisku tapi og halda bara afram að ausa fè i leikmenn….

    Eg vona lika að fsg reki þetta allt ofan i kokið a mer og þetta verðu allt jakvætt hja þeim en eins og eg hef sagt àður þà eiga þeir alveg eftir að sannfæra mig ennþà……

  32. Enda sagði ég regluþak sem virkar, ef FFP virkar ekki þá mun verða haldið áfram þar til markmiðið næst. Skil samt ekki alveg afhverju menn hafa dæmt hana af strax, refsingin við að uppfylla ekki skilyrðin mun ekki taka gildi fyrr en tímabilið ´14. Sem og eyðsla liða heilt yfir virðist hafa dregist saman frá því reglan fór að telja.

  33. Hoddij, reglan er semagt komin i gagnið en engin refsing fyrr en 2014 swm i raun þyðir þa að reglan er ekku komin i gagnið?

    Viðurkenni vel að þetta vissi eg ekki…

  34. Höddi og Viðar, er ekki bara best að þið gerist vinir á facebook og gerið upp ykkar mál þar?

  35. Sælir félagar

    Legg til að H og V fái sér gott hótelherbergi og golfsett saman. Það er liverpool – leiðin ekki satt. En hvað um það ég hefi verið í löngu fríi frá kopinu og hefi saknað þess sárt. Ekki endilega að taka þátt – heldur að fylgjast með og fræðast af ykkur félagar.

    Það þýðir að maður fræðist ekki bara um fótbolta og leikmenn, taktík og leikkerfi heldur líka um mannlega hegðan, samskipti, breyskleika og skapferli. Sem sagt félagsfræðilegt uppeldi og ánægja ómæld.

    Það sem mér finnst merkilegast er að það hefur ekkert gerst (eða nánast ekkert) síðan ég datt úr sambandi á Ströndum norður fyrir rúmum þrem vikum. Það er að segja; ekkert sem ekki mátti búast við. Gylfamálið, sem var það heitasta þegar ég hvarf á vit nítjándu aldar búskaparhátta, er blessunarlega á enda kljáð. Það fór eins og ég reiknaði með að Gylfi annaðhvort kæmi eða kæmi ekki. Annað var ekki í stöðunni og endaði málið samkvæmt því.

    FSG, fjármál og leikmannaslúður er samkvæmt bókinni, Enginn veit neitt og svo rífast menn um það sem þeir vita ekkert um og sitthvað fleira reyndar en mest þó um keisarans skegg. Sem sagt allt við það sama og bara gaman.

    Þessi besta fótboltasíða norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað (jafnvel útfyrir universið) er söm við sig. Góðir félagar spjalla saman í góðu eða hálfkæringi og skemmta okkur hinum. Svo koma inn á milli magnaðar greinar fastapennanna og frábærar athugasemdir lesaenda ásamt allskyns upplýsingum og greiningum. Þetta er ómetanlegt og verður seint fullþakkað.

    Að lokum þetta. Ég trteysti BR og hans mönnum fyrir liðinu og öllu því viðkomandi þangað til hann hefur sýnt mér eitthvað annað. Sem érg á nú ekki von á. Svo enn og aftur þakka ég síðuhöldurum og almennum félögum fyrir skemmtun og fróðleik.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  36. Nr. 20

    *. Ég held að kanar ættu að halda sig við hafnarbolta og aðarar amerískar íþróttir og láta knattspyrnu eiga sig ég hef enga trú á þessum eigendum.*

    Þvílíkir Fordómar gagnvart Kana að þeir geta ekki rekið Knattspyrnufélag þá spyr ég þig hvaða landi eru Eigendur Manchester United komnir frá ekki UNITED STATES OF AMERICA.

    Þá spyr ég þig Það skiptir engu máli hvaðan Eigendurnir koma frá hvenær hef ég heyrt Chelsea fan kvarta yfir þess Roman Abramovich sé að eyða Blóðpeningum sem hann rændi og notaði í mútum ef marka á Wikipedia síðu hans:
    http://en.wikipedia.org/wiki/Roman_Abramovich

    In 2008, The Times reported that Abramovich admitted that he paid billions of dollars for political favours and protection fees to obtain a big share of Russia’s oil and aluminium assets as was shown by court papers The Times obtained.

    Komu aftur Það sem við vörum tala um það skiptir engu máli hvaðan Eigendur koma maður þarf bara sjá þennan lista hér
    http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_English_football_club_owners#Premier_League

    Meirihluti Félaga er undir Erlendu Eigendum mikið af þeim utan Evrópu afhverju ættu þessir eigendur hafa meiri reynslu FSG á að reka Knattspyrnufélag.

    Skoðum bara Eigendur Man City myndir þú telja hann hafði meira Reynslu á reka íþróttafélag heldur en FSG þegar hann keypti Man City NEI myndi ég segja.

    Ég mæli með fólk hlusti á þetta viðtal þar sem Robert Kraft eigandi New Englandi Patriots hvers vegna hann keypti ekki Liverpool í sínum tíma:
    http://www.talksport.co.uk/radio/kickoff/blog/2012-02-03/kraft-i-looked-purchasing-liverpool

    kanar ættu að halda sig við hafnarbolta og aðarar amerískar íþróttir láta knattspyrnu eiga sig

    Eru Þetta virkilega góð rök fyrir þess þeir ættu ekki vera reka Félag einsog Liverpool þá spyr ég þig afhverju er þá svo fáir ENSKIR eða frá öðrum Evrópu Löndum ekki á listanum fyrir ofan, ég meina eiga þeir ekki halda sig við Knattspyrnu og láta aðrar íþróttir eiga sig.

    Þarna ertu líka skjóta á að Knattspyrna sé ekki alþjóðleg íþrótt sem er spiluð alls staðar í Heiminum þar á meðal USA sem hafa farið í HM meira en nokkur önnur Evrópu Lönd og þar meðal verið í 3.sæti í HM 1930 gera önnur lönd betra áður en Spánn vann HM2010 þá var USA með betri ferill en þeir í HM.

    Allir sögðu eftir Kaupin í seinasta sumar Liverpool ætti möguleika ná 4.sæti vegna þess þeir eyddu 100 milljónir punda á góða leikmenn sjá bara hér:
    http://www.guardian.co.uk/football/blog/2011/aug/04/premier-league-preview-liverpool

    Að dæma eigendur frá því landi sem þeir koma frá er eins vitlaust og dæma Leikmenn frá því landi sem þeir koma frá.

    Er Einhver fara dæma Gylfa Sigurðsson þegar hann gengur illa að hann átti bara halda sig við Handbolta og láta Knattspyrnu eiga sig.

  37. Nr. 20
    *. Ég held að kanar ættu að halda sig við hafnarbolta og aðarar amerískar íþróttir og láta knattspyrnu eiga sig ég hef enga trú á þessum eigendum.*

    Þvílíkir Fordómar gagnvart Kana að þeir geta ekki rekið Knattspyrnufélag þá spyr ég þig hvaða landi eru Eigendur Manchester United komnir frá ekki UNITED STATES OF AMERICA.
    Það skiptir engu máli hvaðan Eigendurnir koma frá hvenær hef ég heyrt Chelsea fan kvarta yfir þess Roman Abramovich sé að eyða Blóðpeningum sem hann rændi og notaði í mútum ef marka á Wikipedia síðu hans:
    http://en.wikipedia.org/wiki/Roman_Abramovich

    In 2008, The Times reported that Abramovich admitted that he paid billions of dollars for political favours and protection fees to obtain a big share of Russia’s oil and aluminium assets as was shown by court papers The Times obtained.

    mjög áhugaverður listi sem ég mæli með a fólk skoði:
    http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_English_football_club_owners#Premier_League

    Einsog má sjá á listann fyrir ofan að Meirihluti Félaga er undir Erlendu Eigendum mikið af þeim utan Evrópu afhverju ættu þessir eigendur hafa meiri reynslu FSG á að reka Knattspyrnufélag.
    Skoðum bara Eigenda Man City myndir þú telja hann hafði meira Reynslu á reka íþróttafélag heldur en FSG þegar hann keypti Man City NEI myndi ég segja.

    kanar ættu að halda sig við hafnarbolta og aðarar amerískar íþróttir láta knattspyrnu eiga sig

    Eru Þetta virkilega góð rök fyrir þess þeir ættu ekki vera reka Félag einsog Liverpool þá spyr ég þig afhverju er þá svo fáir ENSKIR eða frá öðrum Evrópu Löndum ekki á listanum fyrir ofan, ég meina eiga þeir ekki halda sig við Knattspyrnu og láta aðrar íþróttir eiga sig.

    Þarna ertu líka skjóta á að Knattspyrna sé ekki alþjóðleg íþrótt sem er spiluð alls staðar í Heiminum þar á meðal USA sem hafa farið í HM meira en nokkur önnur Evrópu Lönd og þar meðal verið í 3.sæti í HM 1930 gera önnur lönd betra áður en Spánn vann HM2010 þá var USA með betri ferill en þeir í HM.

    Að dæma eigendur frá því landi sem þeir koma frá er eins vitlaust og dæma Leikmenn frá því landi sem þeir koma frá.
    Er Einhver fara dæma Gylfa Sigurðsson þegar hann gengur illa að hann átti bara halda sig við Handbolta og láta Knattspyrnu eiga sig.

  38. Guderian #15:

    Það sem ég óska mér er samt að LFC vinni titla eins og ManCity en sé
    samt gott fyrirtæki eins og Arsenal. Það væri best að mínum dómi og
    það er minn punktur.

    Mmmm… nú vil ég ekki vera með leiðindi – það er nú nóg um slíka aðila hér (nefnum engin nöfn!) – en gætir þú nefnt mér lið sem félli að þessu módeli sem þú lýsir? S.s. lið sem nýtur þess bæði að vera vel rekið líkt og Arsenal og vinnur titla líkt og ManCity/Chelsea/Real o.s.frv.?

    Mér dettur helst í hug Barcelona, en það lið er samt sem áður skuldum vafið. Barcelona er, svona fyrir leikmann á borð við mig, líkt ManUtd. Þau eru bæði skuldum vafin en hafa miklar tekjur sem vega á móti því, þannig félagið er “vel rekið fyrirtæki” sem slíkt, en skilar ekki þeim hagnaði sem menn myndu ef til vill vilja.

    Málið er bara að þessi bransi – hvort sem okkur líkar betur eða verr – snýst fyrst og síðast um peninga. Ef menn vilja ná árangri þá kostar það töluverða fjármuni. Horfum til dæmis á ManCity, Chelsea, Juve, ManUtd, Real Madrid sem dæmi.

    Þannig við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort við – þ.e. stuðningsmenn – séum tilbúnir til þess að þola nokkur mögur ár í meðalmennsku í von um betri tíð þegar ytri aðstæður henta okkur – og þá er ég að tala um FFP og allt það rugl. Ef svo er, þá megum við ekki gera neinar óraunhæfar kröfur til okkar manna, s.s. um að berjast um titla, komast í meistaradeild eða neitt slíkt, því við erum í raun að keppa við framtíðina, sem er óráðin.

    Og það er minn punktur. Metnaður til að vinna titla eða metnaður til að reka gott fyrirtæki – það bara hefur sýnt sig undanfarin ár, og jafnvel áratugi, að það fer ekki saman í þessum bransa.

    Og þess vegna segi ég að ég hef ákveðna fyrirvara á eigendum félagsins. Ég veit ekki hvert þeir ætla með félagið. Þeir tala digurbarklega um hitt og þetta, en litlar efndir. Sem lítið dæmi, þá sögðu þeir fyrir síðasta tímabil að lágmarkið væri að komast í CL – það tókst ekki og Kenny var rekinn. Nú segja þeir að það sé ekkert lykilatriði að komast í CL. Ég bara veit ekki hvar ég hef þessa gæja, og væri mikið til í að fá bara á hreint, í einu stykki viðtali, hvert þeir stefna með félagið. Bara skýrt og skorinort. 5 ára plan. 10 ára plan. Bara eitthvað.

    Ég held að flestir væru til í það – þó ekki nema bara til þess að slá á það að menn geri óraunhæfar væntingar til félagsins á næsta tímabili (og næstu tímabil, ef því er að skipta).

    Homer

  39. Ég legg til að Sigkarl verði kallaður “Forsetinn” á þessari síðu héðan í frá….

  40. Líf og fjör eins og oft áður.

    Held að þessi umræða endurspegli bara nákvæmlega þær pælingar sem víða eru í gangi í spjalli á milli okkar Liverpoolfólks, þ.e. hvaða sýn við höfum á eigendurna.

    Ég hef engar áhyggjur af þjóðerni þeirra, en þær áhyggjur sem ég ber í brjósti er að ég tel þá vita lítið um íþróttina og enn minna um strúktúr og leikmannamál í enskri knattspyrnu. Þeir hafa viðurkennt það sjálfir og það er afskaplega góður eiginleiki í fari manna, að viðurkenna veikleika sína og þegar þeir gera mistök.

    Ég hef áður nefnt það á þessari síðu að fótbolti er yfirleitt leikur “eftiráfræða”. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn blaðamaður í heimi hefði giskað á að Stewart Downing t.d. myndi ekki ná stoðsendingu í vetur, enda lofsungu þeir allir kaupin á honum, sögðu að loksins hefðu LFC fengið “true winger”.

    Sama verður með FSG. Þeir björguðu félaginu okkar frá örlögum í átt við þau sem Rangers er að díla við nú. Fyrir það eigum við að vera ævarandi þakklát og glöð. Þó þeir nái engum öðrum árangri en að ná klúbbnum úr höndum “assetstrippers” eins og þeim G og H, þá hafa þeir markað sér nafn í sögunni. Þeir virðast hinir geðugustu menn og langa mikið til að ná árangri með klúbbinn okkar allra, í bland við eilitla nostalgíu sem birst hefur í afturhvarfi í t.d. logoinu og nú síðar á Anfield með rauð net í mörkum og nýjan “gamlan” Merseyfugl á leið inn á leikvöllinn.

    Þeir koma vel fyrir í viðtölum, um ólíklegustu hluti og ég held þeir eigi mikinn meðbyr.

    En þeir hafa líka komið upp með hluti sem koma mér á óvart…

    • réðu Comolli og lofsungu frá fyrsta degi þar til þeir ráku hann orðalaust.

    • lofsungu KD allt þar til 15.apríl, gengu svo langt eftir Wembleysigurinn að þakka honum fyrir að hafa snúið klúbbnum við og væri “amazing person and the main man at Anfield”. Þremur mánuðum seinna rekinn.

    • ráku reyndar allt þjálfarateymið og yfirlækninn. Ætluðu sér í DoF en Rodgers neitaði að vinna í svoleiðis kerfi og þá hættu þeir við. Ian Ayre sér nú um að klára samningamál við leikmenn, en þegar Comolli var ráðinn var það sagt að væri gert til að Ayre gæti einbeitt sér að heildarmynd klúbbsins. Það átti að setja í gang “technical team” sem ég hef allavega ekki séð.

    • enn er ekki búið að kynna þjálfarteymið, skilst að það sé út af því að fólkið sem sér um vefsíðuna sé svo mikið í sumarfríum! Sé að Colin Pascoe (sem var assistant hjá Swansea) og Mike Marsh (sem var U-18 þjálfari í fyrra) sátu á bekknum í Kanada og skil ekki hvers vegna ekki er hægt að leyfa okkur að heyra hvernig bakteymið er skipað…

    • hafa enn ekki klárað völlinn og eru nú farnir að tala mikið um enduruppbyggingu Anfield. Ég satt að segja hélt að það hefði verið slegið af fyrir 10 árum, en vel má vera að heimskreppan hafi breytt mörgu. Við sem höfum komið á Anfield og getum borið völlinn saman við velli annarra stórliða hljótum að efast um það hvernig hægt verður að búa til völl sem tekur 55 þúsund manns eða fleiri með nægt rými.

    • í vor kom Tom Werner í pontu og kynnti framkvæmdastjórann sinn sem var “brought to win championships to the club”. Í vikunni talaði Henry svo um að engin pressa væri á honum!?

    • nettóeyðsla þeirra FSG manna er áður en að þessum glugga kemur 29 milljónir punda (miðað við útreikning byggðan á http://www.lfchistory.net), það trúi ég ekki fyrir neitt að menn geti talið “massive outlay” eins og sumir vilja vera láta.

    Engin stórmál auðvitað en harla margt óvenjulegt í mínum kolli. Sem þarf ekkert að vera skrýtið annars staðar, skulum hafa það á hreinu!

    Á móti er líka hægt að benda á að þeir tóku við klúbb sem rambaði á slæmum barmi og þeir hafa þurft að hreinsa út deadwood. Sem mér fannst reyndar Comolli gera frábærlega í fyrra. Þá töluðu þeir um að plan væri komið í gang og réðu Kenny til að stjórna því.

    Verulega döprum vetri síðar er nýtt plan komið og verulega spennandi ungur framkvæmdastjóri ráðinn. En reynslulaus með stórlið og óreyndur í liði sem stefnir að sigrum í stórum keppnum. PR-deildin vinnur flott með honum og Rodgers lookar vel í hlutverkinu, talar í snilldarfrösum og hrósar öllum sem að félaginu koma.

    Okkur langar öllum SVO MIKIÐ til að þetta gangi allt saman upp. FSG örugglega mest af öllum, því þeir eru jú að eyða sínum peningum í klúbbinn og ég hef enga trú á að þar fari kjánar, viðskiptamódelið sem hér er rætt afskaplega vel í þræðinum er fullkomlega eðlilegt og vissulega er vonlaust að reikna með að við getum keppt við sugardaddyliðin um leikmenn. Klárt.

    En, ég bíð enn eftir því að FSG menn spili út sínum trompum í leikmannahópnum. Mér finnst við hafa verið svelt um almennilegan leikmannaglugga síðan 2007 þegar kjánarnir keyptu Torres, Lucas, Babel og Benayoun auk þess að festa Masch. Það haust sáu allir strax að liðið var sterkara en um vorið, svoleiðis þurfum við núna.

    Það vill ég sjá gerast, ég vill sjá allavega einn leikmann sem ég fagna almennilega að fá (hóst-Muniain-hóst) og svo vill ég heyra lausn þeirra í vallarmálunum. Þeir eiga ekki að einbeita sér að því lengur að selja okkur Rodgers, hann höfum við keypt, nú þurfa þeir að bakka hann upp auk þess að eyða óvissunni á Anfieldsvæðinu. Strax þá liði mér betur!

    En eins og ég sagði áður, þetta eru eftirárfræði, eftir 18 mánaða eignarhald kjánanna vorum við fæst að fatta hvað var í gangi, sama er nú. Vel má vera að allt sé á flottum framavegi (vonum það auðvitað öll) og Rodgers svínvirki. Þá verður talað um snilldina í verkefninu. Ef það virkar ekki verður þetta baulað í kaf. Tíminn mun leiða það í ljós.

    En við þurfum að vera þolinmóð, það sáum við auðvitað strax í Torontoleiknum og munum þurfa að sjá í haust líka, það er ég viss um. FSG þurfa líka að standa við það að Rodgers fái tíma til að byggja klúbbinn upp, það er einn af þeim þáttum sem er að ergja okkur öll, við nennum ekki öllu ruglinu lengur…

    Er það nokkuð?

  41. Rosalega er ég kominn með mikið leið af þessari neikvæðni í sumum hérna

  42. Góðir punktar Maggi, alveg sammála þér :).

    En svona í morgunsárið sér maður að þessi þráður er komin með 46 ummæli og heldur að eitthvað spennandi sé að gerast……., en það er ekkert spennandi.

    ég er sammála Hoddaj, Viðar þú ert margoft búinn að koma þessari skoðun á framfæri en við höfum séð að eigendurnir ætla sér ekki að fara þá leið. Er því ekki tímabært að fara að fara að sætta sig við það ? og sjá hvað verður…….

  43. Homer@43.

    Þú ert að sjálfsögðu ekki með nein leiðindi þótt þú sért ekki sammála mér. Þá er það alveg rétt að bona fide dæmi um sigursælt félag, sem jafnframt er með traustan efnahag, eru ekki beinlínis tínd af trjánum. Samt eru flest heiðursprýddustu fótboltafélög heimsins ekki pet félög heldur góð fyrirtæki.

    Besta dæmi um slíkt félag er líklega Bayern Munchen og raunar mætti nefna fleiri félög í Þýskalandi. Þá er líka besta dæmið, að mínum dómi, um endurreisn félags að finna í Þýskalandi, þ.e. Dortmund. Þá er endurreisn Juventus mjög vel heppnuð skilst mér. Spænsku risarnir eru einnig með góðan rekstur en Barca er mjög skuldsett og Real stendur í ýmis konar óskyldum rekstri sem er tómt rugl að mínum dómi.

    Í Englandi má (því miður) nefna ManU sem er í grunninn vel rekið félag sem nær árangri án þess að pabbi gamli borgi þótt eigendurnir virðist fyrst og fremst líta á það sem cash cow. Það er síðan önnur saga hvernig ManU er blóðmjólkað en hagnaður af reglulegri starfsemi er góður.

    Eins og ég hef sagt áður hér á síðunni held ég að FSG hafi brennt á sér puttana á síðasta tímabili. Eru s.s. mjög áhættufælnir í fjármálum í dag. Það sem ég held að hafi gerst er að þegar Kenny tók við tók liðið gífurlegan kipp. Mig minnir að ef LFC hefði haldið sama rönni allt tímabilið eftir að Kenny tók við 2011 hefði framreikningur sýnt að við hefðum unnið deildina. Mín kenning er sú að FSG hafi í raun haldið að þeir væru komnir með hinn fullkomna framkvæmdastjóra sem vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Voru því tilbúnir að taka áhættu þótt þeir vissu álíka mikið um fótboltafélag og Higgs bóseindina. Við vitum síðan hvernig fór og því er skiljanlegt að FSG fari varlega með peningana sína í bili.

    EN það sem er algjört lykilatriði, ef plönin eiga að ganga upp, er framúrskarandi framkvæmdastjóri. Því mætti segja að þótt FSG séu ekki tilbúnir til að taka mikla fjárhagslega áhættu virðast þeir tilbúnir til að taka stóran sjens með því að ráða Brendan sem er vitanlega óskrifað blað á þessu leveli. Ég held að verði að túlka umdeilda yfirlýsingu um að krafan á næsta tímabili sé ekki CL sæti í þessu ljósi. Henry vill minnka þrýstingin á Brendan á meðan hann er að ná tökum á starfinu.

  44. Brendan Rodgers Manager
    Colin Pascoe Assistant manager
    Glen Driscoll Head of performance
    Chris Davies Head of opposition analysis
    John Achterberg First-team goalkeeping coach
    Zaf Iqbal First-team doctor
    Darren Burgess Head of fitness and conditioning
    Phil Coles Head of physical therapies
    Andrew Nealon Senior physiotherapist
    Chris Morgan Physiotherapist
    Jordan Milsom Rehab fitness coach
    Paul Small Masseur
    Sylvan Richardson Masseur
    Lee Radcliffe Kit management co-ordinator
    Graham Carter Kit man/co-ordinator
    Barry Drust Sports science consultant
    James Morton Consultant nutritionist
    Alec Scott Match analysis assistant
    James Malone Sports science graduate
    David Rydings Strength & rehabilitation assistant
    Paulo Barreira Physiotherapist

  45. Hérna er viðtal við Tom Werner
    Menn eru klárlega að vinna sína vinnu en vilja ekki koma með neitt fyrr en allt er klárt og það kann ég að meta.
    Ég er alveg 100% á því að þessir menn séu að leggja mikið á sig til þess að gera félagið að stórveldi, bara spurning um hversu langan tíma það tekur.

    Werner claims the club are making progress over the thorny issue of redeveloping Anfield or moving to a new home.

    “There’s actually a call later this afternoon to try and move the ball forward, but until we are sure of a solution we don’t want to make any announcements and people have been disappointed before,” he said.

    “There’s no-one who would like to put this question behind us more than me but until we are clear about the solution and how it’s going to unfold we’re going to just say please exercise a bit of patience.”

    http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/brendan-rodgers-will-have-final-say-on-andy-1157135

  46. Ég hef tekið FSG með ágætum so far, sérstaklega þar sem þeir áttu fínan glugga síðast þar sem þeir keyptu þá leikmenn sem þeir Kenny & Comolli vildu eða gátu fengið. En núna er ég áhyggjufullur.

    Að skimma 500 þús. af launareikningnum bara sisvona. Það er ekkert góð þróun. Jú það er góð þróun ef einhverjir aðrir og betri leikmenn fá þessi laun en ekki ef hugmyndin er að launin sem við borgum séu yfirhöfuð of há. Ein ástæða þess að menn fara til Liverpool er að við borgum eðlilega hærri laun en tottarar o.fl. sambærileg félög.

    Mér finnst bara ekkert eðlilegra en að við séum með hærri launakostnað en Tott. Þeir missa líka ALLTAF sína bestu leikmenn. Nýjasta dæmið er modric sem er 90% á leiðinni út.

    Það eru gömul sannindi og ný að liðin sem borga hæstu launin vinna titlana. Ekki endilega liðin sem borga mest í transfer fee heldur liðin sem borga hæstu launin. Þeir halda sínum stjörnum hvort sem þeir keyptu þær sem stjörnur eða bjuggu til stjörnur úr ungum og efnilegum mönnum. Dæmi er Rooney hjá scum.

    Þannig að þótt við séum með margfalt hærri launakostnað miðað við getu akkúrat núna, þá vil ég ALLS EKKI breyta því. Hvað þá fara að taka upp eitthvað launaþak. Nú er ég ekki að tala um að fá eitthvað sugardaddy dæmi í gang heldur bara að við séum samkeppnishæfir við stærstu liðin.

    Mistök voru klárlega gerð í launasamningum við leikmenn. En látum það ekki verða til þess að við ætlum allt í einu að nota bara unga og upprennandi stráka sem síðan fara annað þegar þeir eru orðnir nógu góðir fyrir 90 þús pund á viku.

    B.

  47. Gott að vera kominn í netsamband aftur! Rúm vika án internets er ótrúlegt en satt erfitt 😉

    Eftir að hafa lesið í gegnum öll comment frá síðustu 3-4 fréttum á síðunni þá er eiginlega bara ein setning föst í hausnum á mér, hún kom frá móður minni þegar ég var gutti..

    “Þú getur ekki fengið allt sem þú vilt elskan mín..” 😉

    Við höfum væntingar og auðvitað elskum við klúbbinn okkar og viljum honum allt það besta. Það koma tímar þar sem vonleysið er að drepa mann og svo koma tímar þar sem manni finnst klúbburinn vera að versla rétta leikmanninn eða jafnvel þann ranga í sumum tilvikum.

    Við höfum allir sár og sumir djúp sár eftir G&H og það er ekkert auðvelt að sjá svo að næstu eigendur séu líka menn frá ameríku.. en það þýðir ekkert kasta skít í þá ef þeir eyða ekki 100m punda einn, tveir og þrír..

    En ég er smá pirraður á að sjá ekki fleiri leikmenn keypta fyrir ferðina til draumalandsins.. En ég treysti BR fullkomlega fyrir þessu og skil það bara ágætlega ef hann vill skoða menn eins og Shelvey,Henderson,Downing,Adam,Carroll,Spearing,Kelly áður en hann verslar inn nýja í þeirra stað.. því það er mjög dýrt að selja þessa leikmenn of ódýrt og versla svo inn leikmenn helmingi dýrari og þeir ekkert mikið betri. Þetta snýst jú allt um peninga.

    Kaupin á Borini tel ég góð kaup og hlakka ég mikið til að sjá drenginn spila í deildinni í vetur. Nóg eftir að glugganum og trúi ég því að við fáum inn 1-2 góða leikmenn áður en hann lokast.

    Þolinmæðin er gulls í gildi.

  48. Homer #43 Besta dæmið sem ég man eftir um lið sem hefur náð að sameina frábæran rekstur félagsins og að ná frábærum árangri á sama tíma er Lyon í Frakklandi en það tímabil hjá þeim er sennilega að líða undir lok með tilkomu nýrra eiganda PSG, einhver nefndi Bayern og Dortmund sem vissulega eru fyrirmyndar vel rekinn félög en erfitt að bera Þýskuliðin saman við þau ensku á rekstrar grundvelli þar sem það gilda aðrar reglur um eignarhald og Þýska ríkið borgar til að mynda oftast einhvern hluta við byggingu valla o.s.fr. (Dortmund er ef ég man rétt eina liðið í deildinni sem borgaði völlinn sinn100%).
    Saman burður á Barca er svo bara ekki marktækur vegna þess reglur á spáni um peningaskiptingu til að mynda á sjónvarpsrétti milli liða er allt örðuvísi og gerir að verkum að Real og Barca fá langmest í sinn hlut ásamt því að leikmenn fá mikin skattaafslátt að spila á spáni fyrstu árin sín þar.(eitthvað sem gæti farið að breytast þegar AGS mætir til Spánar að “hjálpa” þeim.

  49. Brendan sagði þetta hér:

    “I’m looking forward to bringing in three or four players that can really affect the group, I’ve got a wonderful group of players here at the moment.

    “I read every day players that are linked with here and unfortunately, especially for the supporters, it’s a difficult time because you’ve got agents linking players with Liverpool just purely because it’s great for them to be linked with such an institution of a club.

    “But the reality is there are very few players who can come and make a difference to Liverpool.”

    Við verðum bara að treysta því að það sé verið að vinna á fullu að fá inn leikmenn sem bæta liðið.

  50. Sá þetta comment frá Jeff á Tomkins Times og stel því hingað. Jeff er Bandaríkjamaður sem er mjög vel að sér í öllu tengdu Liverpool í USA.

    Frétt NESN um að Clint Dempsey væri gengin í raðir Liverpool var mjög klaufaleg enda halda margir að þetta sé opinber síða FSG. Svo er aldeilis ekki þú NESN sé fjölmiðill í eigu FSG: Kíkið endilega á ummæli Jeff:

    NESN is a regional sports cable channel that covers New England sports in particular but sports in general. It is owned by FSG which also owns the Boston Red Sox. One would therefore think that NESN would do a better job covering the Red Sox than say WEEI or the Boston Globe. If you think this, you would be wrong. You would think that NESN does a better job reporting remors about the Boston Red Sox than say WEEI or the Boston Globe and again you would be wrong. Over the years they have made howlers that make the whole Clint Dempsey mistake look relatively minor. My point is quite simple: in the world of the FSG ownership, there is no connection between the people employed to run the Boston Red Sox and NESN and in the world of the FSG ownership, they do not give any inside information on the Boston Red Sox to NESN. They are two different entities and have two different objectives. The goal of the Boston Red Sox is to win baseball games and the goal of NESN is to get ratings. The idea that some employee of NESN in New England would have any insights into Livepool FC is just plain stupid and anyone who believes that any employee of NESN has any insights into Liverpool FC is just plain wrong.
    I have read a whole bunch of stories saying that Clint Dempsey is on the way to Liverpool. Whether or not this will or will not happen I have no clue. This being said, I give no more credence to anything on NESN than I give anywhere else. Personally, I think that the media in Britain used the NESN mistake as just another stick to beat over Liverpool’s head and nothing more.
    In the past week or so someone from the Boston Red Sox has gone to various publications – USA Today, ESPN, and others – to say that Carl Crawford was not traded by the Boston Red Sox and a few hours later one could find a newly re-wirtten story on the web sites. So we have a story on NESN about Liverpool FC that was wrong and they were contacted by a representative of Liverpool FC and they changed the story. In the world of rumors about proposed trades in baseball, basketball, American football, and so forth, it happens all the time. This morning there was a bad report about what was happening between the Phillies and Cole Hamels which go my morning off to a bad start. It was taken down a few hours later. The problem is not so much that NESN got something wrong nor is it that Jen Chang has to get them to correct it but the problem is the assumption that NESN speaks for FSG which means they speak for Liverpool FC. They do not in either case.
    SJá nánar á http://tomkinstimes.com/2012/07/lfc-and-a-different-approach-to-communications/

    Þeir koma samt líka inn á að þetta hafi komið fram á heimasíðu FSG (sem fáir vissu af að mér sýnist) veit ekki hvort var á undan en mér sýnist fréttin ekki koma frá miðli sem flytur fréttir í nafni FSG, eigenda Liverpool.

Being: Liverpool trailer

Tiki – taka