Gomel 0 Liverpool 1

Liverpool byrjuðu leiktíðina snemma þetta árið og heimsóttu Gomel frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Heimamenn voru betri aðilinn nær allan tímann en einhvern veginn tókst Liverpool samt að stela 0-1 útisigri og nánast tryggja sér miða í næstu umferð.

Fyrsta byrjunarlið Brendan Rodgers leit svona út:

Jones

Johnson – Skrtel – Carragher – Enrique

Gerrard – Spearing – Henderson

Downing – Borini – Joe Cole

Bekkur: Gulacsi, Robinson, Kelly (inn f. Johnson), Lucas (inn f. Henderson), Adam, Shelvey, Sterling (inn f. Joe Cole).

Þolinmæði.

Það var mikill munur á liðunum í þessum leik. Hvít-Rússarnir eru á miðju keppnistímabili sínu og í toppformi, á meðan okkar menn eru rétt hálfnaðir með undirbúningstímabilið. Liðið spilaði þrjá leiki saman í einhverju slitróttu formi í Bandaríkjunum en eins og Robbie Fowler komst að orði á Twitter í kvöld var þetta í raun fyrsti alvöru undirbúningsleikur liðsins, þar sem menn spiluðu bara 45 mínútur hver í miklum hita í Bandaríkjunum sem er ekki sambærilegt við mótstöðuna sem menn fengu í kvöld.

Það var því kannski ekkert sérstaklega óvænt að sjá spilamennsku Liverpool í tómu rugli í kvöld. Gomel-menn stjórnuðu nær öllum leiknum og óðu í færum í 90 mínútur. Hjá Liverpool var það helst markvert að frétta að Joe Cole tognaði aftan í læri og fór út af meiddur eftir 22 mínútur og inná í hans stað kom … Raheem Sterling.

Á einhvern óskiljanlegan hátt var staðan enn markalaus eftir 65 mínútur þegar Lucas Leiva kom inná. Stuttu áður höfðu heimamenn klúðrað færi leiksins – skot frá vítateigslínu í stöngina og frákastið sett framhjá fyrir opnu marki – og það reyndist þeim dýrt því á 67. mínútu skoraði Liverpool úr fyrsta skoti sínu á markið. Við erum ekki vanir slíkri markheppni, yfirleitt þurfti Liverpool tuttugu marktilraunir í fyrra til að skora eitt mark en núna kom það í fyrstu tilraun og þvílíkt mark. Stewart Downing fékk boltann á hægri kanti, lék framhjá einum varnarmanni inná miðjuna og negldi þaðan boltanum óverjandi í netið, lengst utan af velli. Frábært mark hjá Downing og þetta reyndist sigurmarkið.

http://www.youtube.com/watch?v=_qTaszevqcY

Eins og ég kom inná var þetta mjög slappur leikur hjá Liverpool. Gerrard fannst mér áberandi lélegastur ásamt hinum ensku EM-spilurunum, og svo voru Spearing og Enrique sérstaklega mikið í ruglinu líka. Downing gat lítið framan af en vann sig inn í leikinn og skoraði sigurmarkið. Bestir, eða kannski skástir öllu heldur, fannst mér Borini, Henderson, Carragher og Sterling eftir að hann kom inná.

Hvað um það. Liðið hélt hreinu, vann Evrópuleik á útivelli, fékk mikilvæga spilaæfingu og hefur nú viku til að undirbúa sig fyrir seinni leikinn. Það er ágætis dagsverk og því ber að fagna.

Maður leiksins: Downing. Matchwinner. Vonandi er þetta það sem koma skal.

Já, og Liverpool var með boltann 55% leiksins í kvöld. Rodgers segir það einu tölfræðina sem skipti máli. Meira með boltann, vinna leikinn. So far, so good.

76 Comments

  1. Rosalega var þetta eitthvað þungt spil. Það var eins og Liverpool menn voru að reyna að spila eftir einhverju leikkerfi og engin vissi hvernig ætti að spila. Gerrard vissi ekkert hvort hann var framherj eða miðjumaður og afhverju var Carragher fyrirliði þegar Gerrard var inn á? Við vorum heppnir að ná sigur í þessum leik og það er ljóst að liðið á langt í land.

  2. Fói #1
    Carra var ad spila sinn 700. leik….SG vildi vera nice vid hann 🙂

  3. Besta við síðustu leikir er að Liverpool sé halda hreinu og ekki með Agger og Reina til gæta vörnina.

    Gaman sjá Downing skora vonandi verður heldur hann þetta áfram

  4. Hahaha of gott koma þessum skilaboðum til leikmanna miða í stöngina og við vinnum deildina !!!!

  5. Ef að Rodgers kemur Downing í gang þá er maðurinn vita snillingur!

  6. Eina sem ég hef áhyggjur af eftir þennan leik er staðan á Daniel Agger, var hann bara að chilla á Melwood í dag ?

  7. Að sjálfsögðu var þetta nokkurs konar pre-season og eðlilegt að búast ekki við miklu. Það sem er áhugavert að liðið í dag var skipað mönnum sem flestir hafa ýmislegt að sanna, og marga vantaði.

    En djís uss mar….

    Brad Jones í markinu og greinilega ekki öruggur með sig eða varnarmennirnir með hann.

    Carragher leit betur út en Skrtel, en Slóvakínn ansi ólíkur sjálfum sér. En það eru mörg ár síðan Carra leit vel út við hliðina á Skrtel, sem var í stökustu vandræðum með þennan aribo????…Gaman að Carra sé orðinn 700, vel gert.

    Johnson gat ekki rassgat. Sá ekki að Kelly væri skárri. Jose Enrique samur við sig.

    Eins og þetta væri ekki nógu slæmt, þá var teflt fram algjörum tréhestum á miðjunni og Egill Drillo hefði verið stoltur: Spearing, Joe Cole (útaf með búbú eftir 20 mín surprise surprise), vankaður Steven Gerrard, Henderson (þurfti að skoða liðsuppstillinguna til að geta talið hann upp).

    Erfitt að dæma Borini af þessum leik, en hann getur a.m.k. hlaupið. Samherjarnir eiga alveg eftir að læra á hann.

    Downing bjargaði deginum en það var sæmilegt rugl að LFC hélt hreinu í þessum leik. Ég gat ekki séð að Mr. Rodgers vær neitt ofsa kátur og hann var ekkert að æsa sig mjög mikið í markinu. Síðan var gaman að sjá hann pára í bókina sína a la Rafa. Ætli þeir skipti við sömu bókabúð?

  8. ég byrjaði að horfa á leikinn greinilega akkurat eftir þetta tvöfalda klúður hjá Gomel,

    mér fannst Liverpool stjórna leiknum ágætlega þó að það hefðu vissulega mátt halda boltanum meira á jörðini – en þetta er bara það sem þeir eru vanir, mér fannst allveg frábært að sjá RS, drengurinn er bara, hvað 18 ? Og hann át þessa gæja nokkrum sinnum,,þó ekkert haf komið upp úr þessu hjá honum núna, þá er ég nú samt ansi hræddur um það að þetta sé gæða leikmaður sem er allveg að verða tilbúinn til þess að spila í PL.
    En eins og ég sagði “en þetta er bara það sem þeir eru vanir”
    Hverjir hafa spilað þetta “TikiTaka” af okkar leikmönum, held eg, enginn
    nema Suarez kansi, eða allavega eitthvað líkara en hinir
    maður sá samt merki, miðjan sendi mikið niður á vörnina og vörnin sína á milli, upp á miðju og aftur í vörnina og það var ekki út af pressu ,
    Posesion og byggja upp sókn, við erum ekki að fara að spila neinn samba bolta bara í sept,
    en við erum að fara að læra það ! til að geta haldið boltanum eins og barcelona
    þarf Þjálfun og tækni Þjálfuninn byrjar nákvæmlega svona. byrja í vörnini, færa sig framar án þess að missa boltan smátt og smátt kemst liðið framar og framar án þess að missa boltan og, með tímanum getur liðið haldið boltanum án mikillar áreynslu ´og þá förum við fyrst að sjá flott útfæð sóknar kerfi og fullt af mörkum.
    BR beðið Stuðningsmenn um þolimæði
    því þetta tekur tíma. Ég hef einga tú á því að við verðu, ofarlega um jólinn
    en við gætum náð góðum loka spretti og komið sterkir inn 13/14 og jafnvel gert atlögu að kórónuni..

    þið sem eruð stanslaustt að lasta liðið og alla þá sem gera það sem þið viljið að þeir gerið – reynið að sjá hvað leikmennirni gera gott einblínið á góu hlutina ekki þá slæmu.

    og við hinir sem erum stanlaust að seygja öllum að vera jákvæðir og löstum þessa neikvæðu ættum við ekki frekar að posta því sem okkur fannst gott ú leiknum

    peace…

  9. Algjörlega frábært að vinna þegar liðið á slakan leik. Mikið styrkleikamerki, og sigurveigara-einkenni. Þetta hefur verið alveg öfugt undanfarið.

  10. Downing getur ekki átt verra tímabil en í fyrra. Hef fulla trú á að hann eigi eftir að vera mikilvægur þetta tímabil og vonandi er þetta bara það sem koma skal.

  11. Ég get ekki sitið á mér og verð hreinlega að koma þessu frá mér því ég er að verða geðveikur á þessu. Ég skil ekki hvað Spering er að gera í þessu liði og það er ekki sniðugt að ætla að treysta á Gerrard enn eitt tímabilið. Hann er engin primus motor lengur og við verðum að fara varlega með hann. Hann átti aldrei að spila þennan leik að mínu viti ekki nema við viljum að hann meiðist á miðju tímabili. Ég get ekki líst vonbrigðum mínum yfir því að Aquilani hafi verið ýtt í burtu enn eitt tímabilið því hann er með þessa loka sendingu sem okkur vantar svo sárlega. Ef að menn myndu aðeins gleyma verðmiðanum og samanburðinum við Alonso sem er vægast sagt fáranlegur og skoða þessa leiki sem hann spilaði með liverpool á fyrsta seasoni þá sjá flestir að þessi drengur á skilið tækifæri. Hann var líka þrælgóður fyrir Juve og AC Milan þó að þessir svikahrappar hafi ekki viljað standa við samninga. Ég veit ekki hvað marga leiki Lucas Leiva fékk til að sanna gildi sitt og nú eru allir sammála um það að hann sé einn af okkar sterkustu leikmönnum. Aquilani fékk ekki einu sinni hálft tímabil samt var hann margsinnis valin maður leiksins og spilamennska liðsins batnaði til muna eftir að hann varð heill eftir erfiða aðgerð. Hann var síðan sendur á lán af snillingnum Roy og hann spilaði eins og engill hjá Juve og var valin leikmaður ársins af stuðningsmönnum þess. Þeir síðan ákveða að taka Pirlo í staðin fyrir Aquilani sem ég skil svosem ágætlega. Ég er viss um að Lucas mun ekki verða sami leikmaðurinn og hann var einn, tveir og bingó og þess vegna verðum við fá einhvern sem getur leyst það hlutverk betur en Spering. Henderson og Shelvey eru ekki að fara að stjórna miðjunni ef Gerrard meiðist og því miður finnst mér Adam ekki nógu góður. Allen getur komið gott mál en hann er líka bara ungur og óreyndur. Ef ég réði einhverju þá myndi ég vilja sjá Shelvey á lán þar sem hann fær að spila hvern einasta leik, burt með spering og burt með Adam. Láta svo Gerrard, Lucas, Aquilani, Allen og Henderson skipta þessu þremur miðjustöðum á milli sín. Mér líður betur að hafa sagt ykkur þetta.

  12. Lars….elsku vinur, mér þykir leitt að verða sá sem segir þér þetta en það er búið að selja Aquilani til Fiorentina á ítalíu….
    Það er því ekki til neins að fabúlera lengur um hann sem einhvern sem við gætum notað!

  13. islogi #17, hvað veist þú sem við hinir vitum ekki?
    Hvar er það fest á blað að Aquilani sé leikmaður Fiorentina?
    Var ekki verið að tala um að þessar fréttir hefðu verið eitthvað bull frá LFC til að koma upp um einhverja kjaftaskjóðu?(veit ekert hvort það var rétt eður ei)
    Er ekki að segja að hann verði áfram en mér finnst þú full fljótur að staðfesta hluti sem hvorki klúbburinn sjálfur né leikmaðurinn virðast vita.

    En þú getur þá kanski sagt mér hvort Neymar sé kominn til Barca?

  14. Nr.19
    Aquilani er á Ítalíu og þetta er svo gott sem staðfest, m.a. skv. Tony Barrett (en ekki alveg staðfest ennþá).

  15. Babu, mér skilst að Aquilani sé kominn til baka til Liverpool og sé að klára samninga um payoff greiðsluna sína.

  16. Bara frekar gott að vinna leikinn á útivelli. Eina sem ég var ekki sáttur við var Joe Cole á kantinum og Spearing á miðjunni. Ef að Joe Allen og Dempsey koma inn fyrir þá tvo er strax liðið orðið sterkara.
    Það vantar kantmenn alveg svakalega í liðið. Sterling er efnilegur og sömuleiðis Suso og Pacheco en þeir verða brjóta sér leið í liðið með sterkari meðspilurum. Sömuleiðis miðvörðurinn, ef einhver meiðist þá erum við fck-ed. Svo ég tala ekki um Suarez.
    Annars er ég bara bjartsýnn :==Ö

  17. Það er athyglisvert að sjá hvað það eru alltaf miklu færri comment hér eftir sigurleiki heldur en ef það fer á hinn vegin og er ég eiginlega hættur að nenna að lesa commentin eftir töp eða jafntefli því þá er eins og skrattinn sé laus en varðandi leikinn þá sá ég hann ekki svo ég get lítið sagt um hann nema að ég er mjög sáttur við úrslitin á erfiðum útivelli með menn eins og Reina, Suarez, Bellamy, Carroll og Agger ekki einu sinni í hóp og annan eins fjölda af mönnum rétt byrjaða að æfa eftir sumarfrí svo ég er bara mjög sáttur og vonandi að þetta sé það sem koma skal frá Downing í vetur og Jamie, til hamingju með að vera annar leikmaðurinn í sögu Liverpool football club til að ná 700 leikjum fyrir félagið en aðeins Ian Callaghan á fleiri leiki að baki, 857 talsins !!

  18. Ekki fallegasti leikur sem maður hefur séð en sigur engu að síður bara gott mál

  19. Flottur undirbúningur fyrir komandi season. Sammála að Gerad getur ekki borið miðjuna endalaust. Hvað kostar Scott Parker! Hlakka til. Verður frábært og eigum að hugsa hátt. Sannir sigurvegar gera það.

  20. Það eftirtektasta…… er það orð?

    hehehe
    allavega það sem ég veitti mesta athygli var að hann Carragher, sendi stutta hnitmiðaða bolta á samherja sína.
    Enga helvítis hálofta bolta.

    Til lukku með 700 leiki herra J. Carragher. Stóðst þig vel!
    Kveðja Andri Már :o)

  21. Talað er um 3 – 4 sig á næstu viku – caroll – máið hefur veikt klúbbinn.

    En flottur sigur.

    ynwa

  22. Ég hef ekki heldur hugmynd um hvað nr. 27 er að tala um…

  23. Talað er um 3 – 4 sig á næstu viku – caroll – máið hefur veikt klúbbinn.

    Hann er pottþétt að tala um að það séu að 3-4 signing í næstu viku

    Fatta reyndar ekki alveg hvað Carroll commentið á að þýða.

  24. Hvaða djók er þetta samt með Aquilani ? Við erum að selja hann á 3 mp og við borgum hluta af hans launum næstu 2 árin. Hvers konar samningamenn eru á launum hjá Liverpool ? Ég held að það þurfi að fara að fá alvöru samningamann til okkar til þess að sjá um þessi mál. En það er engu að síður gott að vera laus við hann.

  25. Við höfum borgað hluta af launum SÍÐUSTU 2 ár …….. LESA … LESA

  26. Lestu bara sjálfur
    Aquilani, who is moving for a reputed €7m fee, is understood to have agreed a €1.7m-a-year contract for three seasons with the club, with Liverpool believed to be contributing to his pay packet for the first two campaigns.

    Við munum sem sagt borga hluta af hans launum fyrstu 2 árin í samningnum hans hjá Fiorintina.

  27. Og í framhaldinu er því haldið fram að Allen kaupin séu að ganga í gegn, 13 milljónir punda + add ons. Hef samt enn áhyggjur af Enrique, en það er alveg ljóst að hann verður fyrsti valkostur í v. bakvörð í vetur….

  28. Ég veit ekki hvar þú færð þessa tölu 3. mp. Samkvæmt einu heimildinni sem ég hef séð segir að verðið sé 7. milljónir evra, sem er 5,5 milljón pund.

    Ég held að þú ættir frekar að hugsa útí hvaða samningarmenn sömdu við Róma og Aquilani á sínum tíma, ekki þá sem loksins, já loksins náðu að losna við hann.

  29. Hjalti, það er ekki alveg víst. Til dæmis hefur Liverpool verið orðað við Juan Manuel Vargas frá Florentina oftar en einu sinni.

  30. Jæja þá getur maður byrjað að fylgjast með næstu sápuóperu, víij

  31. Að vinna leiki þar sem liðið er alls ekki gott er bara flott, það hefur allaveganna dugað bestu vinum okkar í Manchester United ansi vel í gegnum árin að seiglast í gegnum leiki þar sem þeir geta ekkert en samt ná sigri.

    Ofaná það að þetta var að mörgu leiti vængbrotið lið, og við eigum aldrei eftir að sjá neitt almennileg heilsteypta spilamennsku fyrr en að nálgast jól, BR á eftir að þurfa gera ansi mikið þangað til og á bara að fá þolinmæði og stuðning frá okkur á meðan.

  32. Hodgson henti Aquilani út fyrir Christian Poulsen. Það þótti mörgum snilld. Brendan ætar að henda Aquilani endanlega út fyrir Allen. Það þykir mörgum snilld. Ekki er öll vitleysan eins en þessi er keimlík.

    Það eru svo margir viðskiptafræðingar hér á síðunni sem hafa svo mikið vit á hvað Liverpool á af peningum til leikmannakaupa. Engin skortsala en menn hljóta að sjá það að Aquilani er seldur á hrakvirði. Og síðan bætist við að lélegri maður er keyptur fyrir meiri pening en sá betri sem er að yfirgefa okkar klúbb.

    Það er minnisstætt hvað Hodgson yfirsig ánægður með næstu kaup en þau voru kaup á Paul nokkrum Konchesky. Verða næstu kaup Brendan´s álíka? Allt bendir til þess.

    Hafið þið séð Baldur?

  33. Held að það hafi tekið dálítinn tíma að finna réttu myndina af Aquaman til að birta með fréttinni á opinberu heimasíðunni.
    Þess vegna hafi dregist að tilkynna þetta opinberlega.

    En myndin er vel valin. Karlanginn með þvílíkan skelfingarsvip sem lýsir sjálfsagt þegar hann upplifði veðrið í Liverpool í fyrsta sinn.

    Síðan hefur honum alltaf langað heim aftur.

  34. Klukkan 22:30 í gærkvöldi henti ég niður færslu hér þar sem ég svaraði Lars nokkrum með svolitlu yfirlæti um að hann gæti ekki gert ráð fyrir aquilani lengur þar sem LFC væri búið að selja hann til Fiorentina.

    Það er búið að benda til þessa nokkuð lengi en ég áttaði mig bara ekki á að þetta var ekki staðfest….fyrr en núna rétt áðan:

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/lfc-confirm-aquilani-transfer

  35. Konni #42, Hvernig færðu það út að það sé eitthvað líkt með Aquilani/Poulsen og Aquilani/Allen?

    Það væri gaman að sjá hversu margir voru ánægðir með kaupin á Poulsen.. Það voru ekki margir!

    En ég er einn af þeim sem vill fá Allen til Liverpool, hann er ungur og efnilegur, hefur sannað það að hann getur vel spilað boltanum í efstu deild á englandi og spilaði mjög vel undir stjórn BR.

    Poulsen aftur á móti var gömul útbrunninn dönsk pylsa. Ekkert líkt með þessum skiptum.

  36. Sælir félagar

    Sigur er aðalatriðið og því er niðurstaðan ásættanleg. Það er karaktermerki að vinna leik sem liðið er lélegra í. Sem sagt gott.

    Carra er frábær leikmaður og hefur verið á topp 10 listanum yfir miðverði á Englandi í amk. 10 ár. Hann á mikið eftir og er langflottastur.

    Konni! Baldur er á sínum stað á vefsíðu MU. Leiðinlegt en svona er þetta 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

  37. Já sælir drengir, Brendan hérna, bara svo að við eyðum öllum spekúlasjónum þá vil ég strax gera öllum ljóst að ég mun spila næstu leiktíð á nákvæmlega sama hátt og Dalglish gerði það. Ég ætla að byggja liðið upp á sömu duglegu ensku meðalskussunum og jafnvel bæta við einum til tveimur “duglegum” mönnum. Persónulega finnst mér leikskilningur og tæknigeta vera ofmetin í enska boltanum. Þetta snýst nefnilega fyrst og fremst um að vera “duglegir” á æfingum. Ég segi nefnilega eins og svo margir Liverpool managerar á undan mér. Dugnaður yfirstígur allt. Þess vegna vil ég helst losa mig við tækniþenkjandi menn eins og Maxi, Aquilani, Agger og halda duglegum mönnum eins og Henderson, Spearing og Flanagan. Síðan ætla ég að bæta við Borini afþví að hann er duglegur að hlaupa og svo vil ég Joe Allen því hann er dugleg skárri útgáfa af Shelvey. Og ekki tala um Carroll við mig, ég veit hann er ótrúlega mikilvægur í föstum leikatriðum bæði í vörn og sókn, ég veit líka að hann étur allt á miðjunni en hann er ekki duglegur svo líklegast losa ég mig við hann. Svo ætla ég alltaf að segja “wee bit” eitthvað svona eins og Dalglish. Eigið góða daga, kveðja Brendan.

  38. gat þessi ítala skratti eitthvað er hann ekki hja liverpool til að skora.
    en hverju skiptir máli hvað liverpool er mikið með bolta til að vinna leiki þá þarfa að skora.

  39. Leikmaðurinn kom til Flórens í dag til að fara í læknisskoðun og mun æfa með liðinu seinni partinn í dag. Talið er að kaupverðið sé 7 milljónir evra en hann mun fá samning upp á 1,7 milljón evra á ári næstu þrjú árin. Talið er að Liverpool hafi niðugreitt launin hans síðustu tvö árin.

    http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130866

  40. Ingimundur #45 Það sem er sameiginlegt er að hvorki Brendan né Hodgson gátu nýtt sér eða sjá hæfileika Aquilani. Velja sér lakari einstakling. Þar með er ekki sagt að Allen geti ekki staðið sig eftir 2 ár.

    Sigurkarl #46 Ekki svaraverður

  41. Já, Bragi. Þetta er frétt hjá fótbolta.net. En þeir skrifa sínar fréttir eftir fréttum frá öðrum miðlum. Í þessu tilviki úr þessari frétt. http://football-italia.net/22601/fiorentina-we%E2%80%99ve-signed-aquilani en þar stendur:
    Aquilani, who is moving for a reputed €7m fee, is understood to have agreed a €1.7m-a-year contract for three seasons with the club, with Liverpool believed to be contributing to his pay packet for the first two campaigns.

    Fréttamaðurinn hefur líklegast þýtt þetta vitlaust…

  42. Stærsti gallinn við Aquilani er hann er með 125 þúsund pund á viku.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/07/30/alberto-aquilani-told-his-time-at-liverpool-fc-is-over-100252-31503785/

    Ég hefði viljað sjá hann fá tækifæri en þetta eru galin laun og það er augljóst að það verður að losa um þá leikmenn sem eru með allt of mikil laun.

    Það er ekki nokkur leið að átta sig á því á hvað hann var keyptur. Mér þykir líklegt að hann hafi ekki fengið að spila sökum þess að kaupverðið er árangurstengt. Það getur bara ekki annað verið.

    Stærstu mistök Benitez var Alonso málið. Ekki aðeins að fá hann upp á móti sér með sölutalinu heldur líka að reyna ekki að fá leikmann frá Real í skiptum. Real vildi Alonso og borgaði 30 milljónir punda. Á sama tíma voru þeir að reyna að losna við Snejder sem fór á 25 milljónir, Van der Waart og fleiri góða leikmenn.

    Frábært að við skildum vinna þennan erfiða leik.

    YNWA

  43. Hann kostaði 20m evra Gulli 🙂 Veit ekki hvað það þýðir í pundum því þetta var í nokkrum afborgunum á meðan evran var mun sterkari.

    Engar árangurstengdar greiðslur hafa tikkað inn til Roma frá því að hann var keyptur. Ef Liverpool kemst í CL á næstu tveimur árum þarf að borga e-ð til Ítalíu, einnig ef CL og/eða EPL vinnst. Lágmarksgreiðslan var hins vegar alltaf 20m evra.

    Aquilani voru ekki bara stærstu mistök Benitez, heldur ein stærstu mistök klúbbsins frá upphafi.

    Hann var hins vegar bara orðinn sokkinn kostnaður og ekkert annað í stöðunni en að losa sig við hann. Hann er sömuleiðis nýbúinn að gifta sig og eignast barn og vildi bara komast eins nálægt heimahögunum og hægt var. Flórens er rétt hjá Róm og því flottur kostur fyrir hann.

  44. Siggi, þetta voru allt að 20 milljón pund.

    17.1 út, á raðgreiðslum og svo ..

    Liverpool could pay £20,000,000 for Aquilani.
    – £255,000 for each time LFC reach the Champions League from 2010/11 – 2014/15.
    – £212,000 after Aquilani plays 35, 70, 105 and 140 games.
    – £850,000 if LFC win the Premier or Champions League before 2014.

  45. Maður bjóst við þessum leik. Gomel komnir í tímabilið og í fullu formi á meðan við vorum ekki með okkar sterkasta lið. Þeir pressuðu stíft og réðu fyrri hálfleik, það var ekki fyrr en Lucas kom inná áð þá fannst mér miðjan haldast. Mér fannst Downing mjög slappur fyrir utan þetta mark, Sterling átti fleiri spretti í þessum leik. Að mínu mati voru Carra og Enrique okkar bestu menn. Carra þurfti oft að hreinsa eftir Skrtel sem átti ekki sinn besta leik.

    En mikið er gott að vera búnir að losa okkur við Aquilani. Woy vildi hann ekki, né Kenny og Rodgers. (Kenny Rodgers) Það hlítur að segja okkur ýmislegt um hann.

  46. mér fanst jones flottur.Alveg nothæfur markmaður. Downing var nátturulega aldrei lélegur hann skoraði tussu fínt mark sem er meira en aðrir gerðu.Fanst samt Gerrard með eindæmum slappur. Velti samt fyrir mér þessu dæmi með Agger umboðsmaðurinn sagði að þeir hefðu ekki hugmynd afhverju hann hefði ekki verið valinn. En Rodgers segir að það hafi alltaf verið ákveðið að hann yrði ekki með fyrir löngu gleymdist þá bara að tilkynna Agger það. Það er einhver skítalykt af þessu og alveg á hreinu að það er annar aðilinn ekki að segja satt.

  47. Takk fyrir upplýsingar Mummi og Siggi.

    Maður fær tár í augun að heyra þetta en góðu fréttirnar eru að þessum kafla er lokið.

    Það er fullkomlega óskiljanlegt hvað mikið fjárhagslegt rugl hefur verið í gangi. Við getum þakkað FSG að við fórum ekki sömu leið og Leeds og Rangers.

    Við verðum að sætta okkur við að eigendurnir eru ekki Sugardaddys eins og eigendur Chelski og MC. Sem eru reyndar að skaða fótboltann verulega.

    Við verðum að fara Borussia Dortmund/Arsenal leiðina.

    Hún er kannski torsóttari en örugglega betri þegar upp er staðið.

    YNWA

  48. Bréf frá Rodgers til stuðningsmanna Liverpool. Mér líst betur og betur á hann sem stjóra Liverpool.

    Dear Supporter,

    I want to say a sincere thank-you for making the effort to come to Gomel last night to support us in our first competitive match of the season.

    The players and I are fully aware of the trials and tribulations surrounding travel for games; in particular, the costs, the necessity for visas and the transportation issues involved with this trip, so we wanted to let you know that your efforts are greatly appreciated.

    It was a privilege to acknowledge your support on the evening at the ground, as we did following the full-time whistle, but I wanted to reiterate our thanks with this brief message.

    It was a special night for me personally and it was great to see you in the stadium and in great voice; you made me proud and you made the players proud. You are an integral part of this team.

    Both last night in Belarus and on the club’s tour to North America, I am continually humbled by the passion and commitment you show in supporting the team. We will never take you for granted.

    I look forward to seeing and hearing you across the continent and at home as we progress through this competition.

    Thank you again.

    You’ll Never Walk Alone

    Brendan

  49. Common, þetta er bara flottur sigur. Strákarnir hafa nánast ekkert spilað og þetta er allt að rúlla af stað. Við erum pottþétt búin að læna upp flottum kaupum, sem koma í ljós á næstu dögum. Ég fíla ekki að AC sé hugsanlega á útleið, gefum loftræstingunni séns, for crying out loud. Vatnsmaðurinn farinn til Florence og það er held ég öllum til góðs, hann hefur þó aldrei fengið virkilega að sanna sig og spreyta. Þetta þýðir samt að við erum að fá til okkar leikmenn og það er spenningur í manni. Ekki samt þannig spenningur, enda bara fyrsta helgi mánaðarins og menn enn að jafna sig eftir Þýskalands-útreiðina. Samt strax kominn með núningssár, þökk sé blakinu Rúv.

  50. Af hverju reyna okkar menn ekki að fá Nuri Sahin að láni frá Real? Þrælgóður leikmaður sem myndi klárlega vera góður sem backup fyrir Lucas og einnig mjög góður fram á við.

  51. Konni #51 , Já skil þig, það eru sumir mjög hrifnir að Aquilan, aðrir ekki. Ég treysti BR fullkomlega til að dæma um það hvort Aquilani sé nógu góður eða ekki 😉

  52. Held nú að Nuri Sahin fari ekkert til Liverpool frá Real Madrid að láni sem backup fyrir Lucas eða einhvern annan. Hann yrði væntanlega hugsaður sem prímusmótorinn í liðinu enda myndi hann falla sem flís við rass í leikerfinu hjá BR. En sýnist sem svo að Arsenal sé við það að landa honum.

  53. Maður er að verða helv stressaður yfir leikmannamalunum, Rodgers buin segja i allt sumar að það verði keyptir 3-4 leikmenn sem styrkja liðið en nuna segir sluðrið að Liverpool se að reyna að fa menn a làni, lyst ekkert a það.

    Var það ekki john henry sem sagdi i fyrra að ekkert vit væri i oðru en að fa leikmenn til liðsins aður en undirbuningstimabilið hefjist? Eg minnir það og ef svo var þa hefur eitthvað breyst þetta arið.

    En ja best að vera bjartsynn og vonast til að eitthvað fari að gerast, það hlytur eitthvað að fara gerast fjandinn hafi það.

  54. Ég tippa á að Allen málið klárist bráðum, þar sem Bretar duttu út í 8-liða úrslitunum í gær. Ég vona innilega að bæði Gaston Ramirez og Clint Dempsey komi, þá er þetta farið að líta vel út. Ég held að það sé raunhæft að allt þetta klárist. Stærsta spurningamerkið er Ramirez, ef það gengur ekki er spurning um að fá td Affeley lánaðan frá Barcelona.

    Mér finnst líklegt að við kaupum Ramirez ef við seljum Carroll. Ef hann verður ekki seldur fáum við frekar einhvern að láni. Borini verður fremsti maður en bæði Demspey og Suarez geta leyst það hlutverk líka ef Carroll fer. Við eigum þá til dæmis Downing alveg inni.

    Þó væri óskandi að fá vinstri bakvörð, en finnst ólíklegt að háum fjárhæðum yrði eitt í hann. Hugsanlega kæmi til greina að fá lánaðan mann þangað?

  55. Sælir félagar

    Ég var að horfa á leikinn við Gomel áðan á Liverpool rásinni. Mér fannst greinilegt að Liverpool var betri aðilinn í leiknum þó okkar menn hafi ekki skapað sér mörg færi. Greinilegt er að menn eru að venjast nýjum hugmyndum í leikskipulagi og hlutverkum eiga töluvert í land með að venjast því. Samt fannst mér okkar menn betri og hefi ekki miklar áhyggjur af komandi leiktíð þó ekki verði endilega um titilbaráttu að ræða.

    Sóknarleikurinn var að vísu dálítið tilviljanakenndur og Borini fékk úr afar litlu að moða. En miðað við þá menn sem við eigum inni og hugsanlegar styrkingar á hópnum er ég tiltölulega bjartsýnn. Menn eins og GJ, SG. og fleiri eiga greinilega dálítið í land með að ná styrk í leik sínum og leikæfingu. Carra var mjög góður og Skrölti kallinn dálítið mistækur en allt hefur sinn tíma. Verum bjartsýn því leiðin liggur bara upp á við.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  56. Þetta http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/tomkins-the-promise-of-youth er helv… flott grein að lesa, sérstaklega fyrir þá sem öskra á að ungu strákarnir eigi að fá sénsinn strax.
    “it’s worth noting that Scholes and Beckham didn’t make break through until 20.” Og síðan upptalningin á þeim sem voru alveg að verða bestir 🙂 Djö….. man ég eftir þessum “And remember when, to much excitement, Liverpool nearly bought Millwall’s 16-year-old goalscoring sensation Cherno Samba?” Humm hvar er hann nú aftur 😉
    Þolinmæði og rétt tímasettning er lykilatriði.

  57. Ef menn sé hræddir við að Liverpool séu ekki kaupa þá þeir líta á Chelsea sem er að hafa léglegt pre season búinn að tapa þrjá leikjum og kaupa fullt af háklassa leikmönnum.

  58. Það er náttúrulega bara kjánalegt að miða nokkuð við pre season…. ef það væri eitthvað að marka það væri Fram á toppnum á Íslandi en ekki við botninn 😉

    ps þetta er ekkert skot á þá Frammara sem hér eru, bara nærtækasta dæmið sem ég man eftir.

One Ping

  1. Pingback:

Liðið gegn Gomel

Hugsað upphátt og slúður – opinn þráður.