Liverpool – FC Gomel 3-0 (4-0)

Þetta var hressandi, ég þarf ekki “fyndna” United menn til að benda mér á að þetta var bara heimaleikur gegn FC Gomel frá Hvíta Rússlandi til að vita að þetta segir ekki mikið til um framhaldið en spilamennskan var upplífgandi, stemmingin á Anfield var óvenju góð m.v. tilefni og nokkrir leikmanna okkar lofa andskoti góðu. Það er eitthvað jákvætt í loftinu yfir Anfield þessa dagana og þetta var vonandi forsýning á nýjum og spennandi tímum.

Rodgers er klárlega farinn að snúa fókusnum að fyrsta deildarleik sem er eftir tæplega tvær vikur og stillti upp mjög sterku liði m.v. mótherja, klárlega til að fá þessa menn til að spila sig saman.

Liðið var svona:

Reina

Johnson – Agger – Skrtel – Enrique

Gerrard – Lucas – Shelvey

Suarez – Borini – Downing

Bekkur: Jones, Carroll, Henderson, Spearing, Carragher, Adam, Kelly.

Það var engu líkara en Suarez væri andsetinn strax frá upphafi leiks og það var ekki að sjá að Suarez og Borini voru að spila saman í fyrsta skipti. Þetta er vægt til orða tekið spennandi framherjapar hjá Liverpool. Það voru líka þeir sem gerðu það að verkum að varnarmenn Gomel höfðu ekki hugmynd um í hverju þeir væru lentir fyrsta klukkutímann í leiknum. Suarez var svo oft dæmdur rangstæður að manni fór að gruna að það væri fánardagur hjá danska dómaratríóinu og Borini var ávallt mættur í pressu og snýkjuna og var búinn að skjóta tvisvar í átt að marki er það heppnaðist hjá honum í þriðju tilraun. Luis Suarez gerði lítið úr varnarmönnum Gomel einu sinni sem oftar og fór upp að endamörkum, skot frá honum skaust upp í loftið og þaðan fyrir fætur Borini sem tók hann á lofti og hamraði í netið.  Ítalinn því 21.mínútu að opna markareikninginn sinn á Anfield.

Leikurinn hélt áfram á þessum nótum og á 41.mínútu var Suarez aftur á ferðinni og lagði upp gott mark fyrir Gerrard sem gat ekki annað en skorað. Fyrirliðinn fær markið og hefur nú gert 150 slík fyrir Liverpool en Suarez átti allann heiðurinn af þessu.

Gerrard var rétt búinn að bæta þriðja markinu við á 53.mínútu er hann skaut í stöngina en álögin eru ekki komin aftur þar sem Glen Johnson bætti þriðja markinu við á 71.mínútu er hann hamraði boltann fyrir utan teig með vinstri í netið. Game fyrir lifandis löngu over og Liverpool verður í hattinum á morgun, en við þurfum að spila annan svona leik til að komast í Evrópudeildina

Fyrir utan góða takta oft á tíðum var mest skemmtilegt í seinni hálfleik að sjá fréttir og myndir af því að Joe Allen væri mættur á Anfield og var líklega sáttur við það sem hann sá. Hann er sagður fara í læknisskoðun á morgun og skrifa undir þá líka. Spennandi leikmaður ef þú spyrð mig sem ætti að passa vel inn í þetta lið okkar. Vonandi fellur hann líka vel í þann flokk að vera keyptur áður en hann verður stórstjarna.

Eins og áður segir þá lesum við ekki svo mikið í þennan leik, þjálfarinn er reyndar vonlaus og sannaði það í kvöld, lét liðið spila flóka (fyrir heimska fjölmiðla) svæðisvörn og svo fagnaði hann ekki þriðja marki Liverpool í leiknum heldur fór bara beint að skrifa í einhverja minnisbók. Greinilega ekki nógu skemmtilegur karakter eða hress til að vera samboðinn hluta stuðningsmanna Liverpool.

Höfum það alveg á hreinu líka að þó að það hafi verið gaman að sjá Suarez spila í kvöld þá eru það algjör forréttindi að hafa svona mann spilandi fyrir sitt lið meðan það er bara að spila á þessu leveli, Liverpool verður að komast á hærra level í Evrópukeppnum heldur en þetta ef við viljum sjá Suarez og hans líka á Anfield Road á næstu árum. Að hann hafi skrifað undir nýjan samning er stærra mál heldur ég held að margir geri sér grein fyrir og hann var á allt allt öðru leveli en allir aðrir á vellinum í kvöld nema kannski Lucas Leiva sem hefur nákvæmlega engu gleymt heldur. Ef það er einhver sem skilur ekki ennþá mikilvægi Lucas Leiva fyrir Liverpool þá er fótbolti líklega ekki íþróttin fyrir viðkomandi.

Borini var spennandi, skoraði gott mark og það verður spennadi að sjá hann þróast í þessu liði okkar. Maggi er líklega að syngja rétt lag varðandi Downing þessa dagana, hann gæti mjög líklega fengið lykilhlutverk hjá Rodgers í vetur og passað ágætlega inn í það sem hann er að reyna. Höfum þó í huga að hann hefur áður verið mjög góður gegn veikari liðinum.

Öftustu fimm eru síðan líklega þeir sem við viljum sjá og búumst við að sjá spila stærsta hlutverkið í stóru leikjum Liverpool í vetur. Ekki hrófla við þessu takk, Daniel Agger langar augljóslega ekki í burtu frá Anfield og sýndi það m.a. með YNWA tattúi á fingrum sínum. Anfield lét hann svo sannarlega heyra það í dag að þeir vilja alls ekki missa hann heldur. Hans nafn var mikið sungið í dag sem var gott að sjá.

Þetta var betri gerðin af æfingaleik og lofaði góðu, biðjum ekki um meira á þessu stigi og nýr leikmaður verður líklega kynntur til sögunnar á morgun.

Næst er það Sami Hyypia og hans lærisveinar í Leverkusen á sunnudaginn, ef Liverpool ætlar að spila svona þá hlakkar mig til…geri það reyndar hvort eð er.

60 Comments

  1. Var að koma inn og sá því ekki leikinn, reiði mig á mjöööööggggg góða leikskýrslu að venju!

  2. Virkilega skemmtilegur leikur! Sóttum úr öllum áttum og þvílíkur hreyfanleiki á fremstu 4 hjá okkur

  3. Suarez, bara snillingur og flott spilamennska hjá öllum, þetta lofar góðu.

  4. Frábær sigur og Suarez er bara snillingur.

    En ég var verulega svekktur að sjá ekki Andy Carroll koma inn í byrjun seinni hálfleiks, og hann hefði frekar mátt koma inn en Spearing !

    En annars er ég bara jákvæður með þennan leik.

  5. @Haraldur Gudmundz horfðu þá á leikinn endursýndan, átt ekki eftir að sjá eftir því, sérstaklega ekki ef þú horfir á fyrri hálfleikinn.

  6. 5

    Það verður því miður að bíða til morguns en mér sýnist á kommentakerfinu við síðustu færslu að leikurinn hafi verið góður. Fínt að hafa eitthvað að gera eftir vinnu á morgun og opna þá kannski bjór eða þrjá!

  7. Þá er það staðfest. Suarez er geimvera frá annari plánhnetu þar sem er spilaður ofur fótbolti. Þetta er ekki mennskt kvikindi 🙂

  8. Rodgers on Allen: “We’ve agreed a fee, but there’s a little more to complete just yet.”

    Þá er það klappað og klárt

  9. Á 90 mínútum fór ég úr bölsýnismanni yfir í þennan klassíska “aðeins of” bjartsýna Poolara 😀 hehehe

    En ég verð að segja að Suarez er something else……Svona takta sér maður bara í þeim allra bestu!! Hann mætti bæta finishing hjá sér en það kemur bara með aldrinum vonandi……Svo elska ég hvað allir aðrir stuðningsmenn hata hann!!

  10. Lítið að segja um þennan leik nema…..ÁHYGGJURNAR AF KAUPLEYSINU ERU FARNAR. Við verðum með frábæra demanta-sóknarlínu þegar búið verður að skipta Downing út. Gerrard á eftir að vera magnaður í þessari stöðu í vetur með Borini og Suarez hlaupandi eins og brjálæðingar í allar eyður. Svo á Allen eftir að koma inn fyrir Shelvey og þá verðum við með mulningsvél á miðri miðjunni ásamt Lucas í formi.

    Svo með þessa miðverði….það yrði guðlast að slíta þeim í sundur. Þeir eiga í fallegu platónsku sambandi og bæta hver annan upp.

    Ég er jákvæður.

  11. Hressandi að heyra að spilamennska Liverpool hafa verið öflug. Ég sá hins vegar ekki leikinn því miður en langar að sjá hann, veit einhver hvort hann er endursýndur einhversstaðar og þá hvenær ?

  12. Mjög öflugir framá við í kvöld. Öll þessi umræða um Tikki Takk og bara að spila til baka, halda boltanum innan liðsins átti alls ekki við í kvöld. Jákvætt að spila öflugan sóknarbolta og stífa pressu á móti lakari liði. Ef þetta er plan A þá þurfum við ekki plan B.

  13. Til hamingju með sigurinn félagar en verið rólegir …

    Liðið var að spila við lið á heimvelli frá Hvíta-Rússlandi. Ég spyr sérfræðingaranna hér á kop.is hver bjartsýnin er 9 dögum fyrir mót ?
    Rákum Kenny í sumar, reyndum að selja Caroll og missum kannski Agger …
    Bjartsýnustu menn spá að við verðum “kannski” í baráttunni um 4. sætið !

    ps. Who the fuck is Joe Allen ? Nýr Henderson ?

  14. hvernig nennir svona fólk eins og þú að vera til trausti ? má fólk ekki vera bjartsýnt

  15. 15# googlaðu bara Joe Allen og ef þú hefur ekkert lært eftir 5-10 min lestur máttu kannski spyrja að því hver “the fuck” Joe Allen er..

  16. Þetta var skemmtilegasti leikur Liverpool í langan tíma. Ætlaði mér bara að horfa á hann með öðru auganu en bæði augun festust. Suarez, Borini, Downing, Johnson og Gerrard sáu til þess með því sem gleður augað en vil samt ekki skilja Lucas eftir frá upptalningu því það var unun að sjá hann að gera það sem hann er bestur í.
    Shelvey flottur í fyrri hálfleik en dalaði í þeim seinni og aðrir voru líka góðir.

    Það sem kom manni mest á óvart var samvinnu Suares-Borini, Gerrard- Suarez og svo oft á tíðum Johnson-Downing. Svo virkaði Borini bara skruggusnöggur sem ég bjóst ekki við.

    2 keppnisleikir, 2 sigrar, 4 mörk skoruð, 0 mörk á sig hlýtur að leyfa manni að vera bjartsýnn.
    Þó þetta sé “bara” FC Gomel þá vona ég að svona spilamennska sé það sem koma skal.

    Skemmtilegur leikur

  17. Meiningin er ekki að vera neikvæður, frekar að vera jarðbundinn. Ég sá mest af fyrri hálfleik og hann var frábær. Suarez var magnaður! En ég held að ég verði að beina þeim tilmælum til manna að stökkva ekki á einu kvöldi úr svartsýni í ofur bjartsýni. Gomel er held ég ekki besti mælikvarðinn á getu okkar. Þú spilar eins vel og andstæðingurinn býður upp á, ikke? Vissulega jákvæðar fréttir í kvöld en við eigum eftir að fá spark í kviðinn á næstu vikum og þá vona ég að menn stökki ekki til og fari að drulla yfir þennan og hinn. Ég minni á að þetta er langhlaup sem við erum í og þetta er rétt að byrja – varla byrjað, við erum eiginlega í upphitun…

  18. 15 Trausti Trausta

    Held að enginn sé að missa sig í gleðinni og spá okkur titlinum en áhyggjufullum stuðningsmönnum hefur verið veitt örlítil von um bjartari tíð framundan en þeir óttuðust/óttast, þó að þetta flokkist sem lakara lið.

    Enn fremur hlýtur það að vera skiljanlegt þegar akkilesarhæll Liverpool á síðustu leiktíð voru ótrúlega mörg töpuð stig á móti lakari liðum.

  19. Nákv. Kiljan #19

    jú ég googlaði Joe Allen og þetta fannst mér merkilegast … Allen was raised in the Pembrokeshire town of Narberth, and is a former student of Ysgol y Preseli. He is a fluent Welsh speaker

  20. Flottur leikur og liverpool var klárlega betri aðilinn í leiknum og náðu að skora 3 mörk gegn lakari andstæðingi (sem er framför).
    Ég á alveg von á því að fá spark í magann en ég spenni þá bara magavöðvana og tek á móti því.

    skilbaraekkihvernigmennnennaaðveraneikvæðirásigurdegi.

  21. Gaman að sjá liðið spila í kvöld, ekki erfiðasti mótherji í heimi en maður hefur séð góð lið gera slæma hluti gegn svona liðum.

    Svo það áhugaverðasta við leikinn.
    Allen er gott sem kominn mjög spennandi leikmaður.
    svo þetta hérna

    The Liverpool manager also reiterated his determination to keep Manchester City target Daniel Agger at Anfield.
    He added: “We don’t want to sell him and he is a player who is very important for me.”

    Read more at http://www.espn.co.uk/football/sport/story/164480.html?CMP=OTC-RSS#DOduql3bbH7CKliz.99

    gott kvöld þá?

  22. Hver þarf Messi þegar við höfum Suarez?
    Hver þarf Pique þegar við Höfum Agger?
    Hver þarf Xavi þegar við erum komnir með fínasta miðjumann frá Swansea?
    Líst mjög vel á þetta season en ég var líka drullu spenntur fyrir síðasta við verðum bara að sjá hvernig þetta fer.

  23. Trausti Trausta 15#

    Joe Allen er maður sem vildi óska hann hefði spilað þennan leik í kvöld. Þetta var gott tækifæri til að líta vel út í augum Liverpool aðdáenda fyrir komandi átök. Borini til dæmis nýtti sér leikinn, er kominn á blað. Létti aðeins pressuna.

    Finnst ekkert ósanngjarnt að bera þá Henderson saman, miðjumenn, jafn gamilr og sviðað dýrir. Þannig ef þú ert ánægður með Henderson kaupin, þá ætti þetta að vera í það minnsta spennandi. En Allen spilaði samt ekki á EM fyrir England eins og Henderson. Þannig….

  24. Frábært að sjá liðið svona sterkt, tippaði reyndar á Henderson í staðinn fyrir Shelvey.
    Er samt ekki frá því að liðið þurfi einn sóknarmann í viðbót. Fór á youtube og sá þennan Gaston Ramirez, hann er fáránlega teknískur og væri gaman að sjá hann frammi.

  25. Friðrik Ragnar Allen er velskur þess vegna spilaði hann ekki með Englandi á EM

  26. Brendan Rodgers um Daniel Agger:

    “There’s nothing new to add. He’s very important for me. I like to have a playmaker at the back. With Daniel, this is his game – building from behind, stepping out with the ball and making passes and you see his commitment to the cause.
    “For me there’s no update because we don’t want to sell him. He’s a player who is very important for me and it will remain that way.”

    Heimild:
    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-delight-at-borini-display

    Svo líka annað skemmtileg sem kom úr viðtalinu:

    “Luis Suarez is an incredible player,” insisted the manager. “He’s come back and looked great in training, and I thought on the night his imagination and creativity in and around the box was magnificent. Not only that but his pressing when we lost the ball was very good.
    “He’s the type of player I love. This is a guy who’s in love with football. His passion for the game is immense and he is a great reference for the team. You see his brightness and his cleverness.

    Svo endanum gaman að Liverpool vann stórt og vonandi verða kaupin Allen mjög góð.

  27. Ég er búinn að vera meir síðustu daga og fór næstum að gráta yfir spilamennskunni. Sá ekki fyrri hálfleik en er kominn með áskrift á liverpoolfc.com og ætla að horfa á hann. Það eru nefninlega ekki bara mörkin sem ég vil sjá heldur spilamennskan. Þvílíkt gull.
    Virkilega ánægður með sannfærandi sigur. Því fyrir þá sem tala um ,,bara” Gomel þá má minna á að ,,bara”-lið hafa verið akkilesarhæll Liverpool síðustu ár.

  28. Fínn leikur, sa reyndar bara fyrri halfleik en ekkert nema jakvætt, frabært að sja Borini skora gott mark i sinum fyrsta leik. Suarez mjog oflugur og i toppstandi.

    Ætla samt ekki að slaka a fyrr en eg se eitt skot fara i stong eða sla og inn, það þarf að afletta alogunum fra siðasta vetri sem fyrst.

    Er mjog spenntur fyrir Allenn, Adam er pottþett til solu nuna en hvað a að gera við Henderson? Hann er varla að fara að fa mikil tækifæri ef Allenn, Lucas og Gerrard eru fyrstu kostir. Hef mjog mikla tru a Henderson og vil sja hann springa ut i vetur.

    Vonandi faum við svo einn alvoru winger og þa er maður að verða sàttur ur þvi sem komið er

  29. 30- einmitt! Lélegu liðin hafa einmitt verið þau sem LFC hefur verið í basli með og verið að gera jafntefli við undanfarin tímabil.

  30. Nr. 30 ekki svona mikil “bara lið”. Þetta var miklu miklu verri mótherji heldur en við erum að fara mæta í EPL í vetur og hefur ekki verið mikið til vandræða hingað til. Verðum að stilla væntingum aðeins í hóf. EN þetta hinsvegar var hressandi og lofar góðu, liðið á bara eftir að verða betra og vonandi bæta við 2-3 nýjum leikmönnum fyrir lok þessa glugga.

    Nr.24 góður, rólegur samt 🙂 Til að svara spurningunum þá er svarið við þeirri þriðju Liverpool og t.d. Swansea (og flest lið). Ekki Barca samlíkinga grín eftir góðan leik gegn Gomel. FFS

    Nr.31 Það er ekki eins og síðastI vetur hafi ekki sýnt okkur ljómandi vel þörfina á mun fleiri miðjumönnum en bara þeim þremur sem byrja! Henderson er vonandi þetta tímabil að fara verða meira sá squad leikmaður sem hann átti að vera á síðasta tímabili og þá meira í sinni réttu stöðu, á miðjunni.

  31. Guð minn góður hvað var gott að sjá Lucas aftur, herforinginn á miðjuni. Það er rosalegt hvað þessu drengur er mikilvægur fyrir okkur þetta er bara ekki sama lið með og án Lucas. Hann gefur framlínuni okkar svo mikið frelsi og varnarmennirir okkar eru líka svo mikið öruggari þegar hann er með. Klárlega mikilvægasti leikmaður Liverpool.

  32. Sá bara fyrri hálfleik en leist mjög vel á. Breyting til batnaðar á spili milli manna (Tiki taka) og greinilegt að Reina er að fíla þessa breytingu vel. Fannst liðið spila vel en Jonjo Shelvey var sístur. Fannst eins og að hann væri ekki búinn að átta sig á breyttum aðstæðum. Annars er maður náttúrulega bjartsýnn á framhaldið en það hefur maður svo sem verið áður.

  33. Ég sá þennan leik og ég held að ég verði að vera sammála Babu um það að menn eigi ekki að missa sig í einhverja ofurbjartsýni, því þetta Gomel-lið er einfaldlega mjög slakt.
    Það eru þó, nokkrir punktar sem að ég tók úr þessu:
    Mér fannst ekki mikið vera að koma frá Downing, eins og allt síðasta tímabil. Það ber einfaldlega ekki neitt á honum. Hann tekur aldrei manninn á og hann gerir aldrei þetta extra sem að maður af hans kaliberi á að gera. Nú var andstæðingurinn ekki merkilegur en samt sá maður hann varla.
    Mér fannst frábært að sjá Reina í leiknum. Þetta kerfi sem að Rodgers vill að við spilum, hentar honum alveg frábærlega og það er eins og við séum að fá einn auka útileikmann þegar hann er að spila boltanum svona og dreifa spilinu. Ég held að hann hafi ekki átt eina feilsendingu í leiknum.
    Rosalega gott að fá Lucas aftur og hann á eftir að reynast okkur vel í vetur, plús það að það var gaman að sjá Agger spila og vonandi þýðir það að hann sé ekki að fara neitt.
    Annars var flott hollning á liðinu og mér fannst menn vera að leggja sig alla í verkefnið og voru greinilega að sýna sig og sanna fyrir Rodgers. Nú vonar maður bara að við náum að bæta við nokkrum gæða leikmönnum sem að fara beint inn í liðið fyrir lok félagaskiptagluggans og þá vonandi náum við að berjast um þetta fjórða sæti og byggja svo ofan á því.

  34. @36 (Bjarni) Downing hann gerði “þetta extra” í síðasta leik á móti Gomel þegar hann skoraði markið.

  35. Vörnin hjá okkur var óaðfinnanleg! Mér er sama þó að þetta hafi verið e-ð skítalið sem við mættum. En þessi varnarlína og Pepe sem markvörður/sweeper á eftir að vera ein sú allra besta í deildinni í vetur. Vonandi að hún haldist óbreytt og meiðslalaus sem lengst.

  36. Það er bara magnað að Lucas er þannig leikmaður að hann gerir alla samherja sína að miklu betri leikmönnum og hann er algjör lykilleikmaður í þessu liði og ég er þakklátur fyrir það hann er að spila fyrir LFC í dag og hann hafi staðið þá grjóthörðu gagnrýni af sér á sínum tíma og stigið fram sem einn al besti varnasinnaði miðjumaður í heiminum í dag. Ég elska Lucas 🙂

  37. Meistari Maggi Skólastjóri !

    Hvenær á að draga í næstu umferð evrópudeildarinnar?

  38. Það er dregið kl 12:30 á Enskum tíma.

    The Reds are seeded in pot two and could face the following teams:

    Debreceni VSC (HUN), CS Maratimo (POR), Hearts (SCO), Molde FK (NOR), HJK Helsinki (FIN).

    The two legged matches are scheduled to take place on August 23 and 30.

    Ekki mest spennandi sem til eru en ég treysti á Babu í þeim málum.

  39. Fyrst maður er nú fluttur til Noregs þá væri það ansi skemmtilegt að Liverpool fengi Molde, ég hugsa að maður myndi skella sér. Spurning um að ganga í Liverpool klúbbinn hér í Noregi? Er einhver hérna sem er í klúbbnum?

  40. Bara fagmannlega gert. Mjög jákvætt að ítalinn Borini fari strax á blað, Lucas sé kominn aftur, Downing á uppleið og Suarez sé man on a mission! Auðvitað ekkert spes andstæðingur, en samt nógu góðir til að þurfa að taka þá föstum tökum sbr. fyrri leikinn.

    Verður spennandi hvort að Agger verður seldur, en ég sé ekki ManCity matcha 25 millur fyrir hann, plús að splæsa í tattú removal 😉

    Glen Johnson hefur það kannski fram yfir Martin Kelly að vera líklegri til að skora. Spurning hvort að það sé álitlegt upp á stöðugleikann að skipta endalaust milli þeirra, en það er líklega staðan eins og er.

    Mér finnst 15 m mikið fyrir Joe Allen en vonandi skilar það sér til baka.

  41. Babu eg er ekki alveg ad skilja tetta hja ter…?????

    “Eins og áður segir þá lesum við ekki svo mikið í þennan leik, ****þjálfarinn er reyndar vonlaus og sannaði það í kvöld****, lét liðið spila flóka (fyrir heimska fjölmiðla) svæðisvörn og svo fagnaði hann ekki þriðja marki Liverpool í leiknum heldur fór bara beint að skrifa í einhverja minnisbók. Greinilega ekki nógu skemmtilegur karakter eða hress til að vera samboðinn hluta stuðningsmanna Liverpool.”

    Er Brendan vonlaus tjalfari…???

  42. 47 – Mæli með námskeiði hjá HÍ í haust, kaldhæðni 101 (KAL101)

  43. Þvílíkur munur á spilamennsku liðsins frá fyrri leiknum. Þetta leit svakalega vel út í gær og ef framhaldið verður svona er maður bara bjartsýnn. Frábær leikur í gær.

  44. Fínn sigur, og ágætis æfing fyrir menn. En með leikmannakaupin þá vona ég að BR sé ekki að gera það sama og Roy gerði hér um árið, með því að kaupa leikmenn frá sínu fyrra félagi á uppsprengdu yfirverði.

  45. Flottur dráttur fyrir næsta leik, hefði eiginlega ekki getað verið betra. Stutt innanlandsflug. Hearts er þó alveg sæmilega gott lið en LFC ætti að vinna þetta nokkuð örugglega. En góði punkturinn er sá að ekki þarf að ferðast um langa vegalengdir fyrir þennan leik og því ætti þetta að taka eins lítið á liðið og mögulegt var.

    Gott mál

  46. UEFA Europa League play-off draw – 10 August

    Heart of Midlothian FC (SCO) v Liverpool FC (ENG)

    Spennó 🙂

  47. Flott viðtal við BR sem Sverrir Björn linkar á. Hann kemur ótrúlega vel fyrir sem áður en það er líka flott hvernig hann hælir mönnum því hann bendir mjög sértækt á hvað það er sem þeir gera vel. Síðan bætir hann við persónulegu hrósi eins og t.d. með Suarez….on the top of that he is a really good guy…

    Leikmennirnir eiga eftir að elska að spila fyrir hann.

  48. Bellamy farinn!

    Held að maður þakki honum fyrir síðasta season! Var svo sannarlega betri en enginn. Fer vegna fjölskylduástæðna og það skilur maður 100%.

    Megi honum vegna vel og takk fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Liverpool.

    Bellamy YNWA!

  49. Ég hef aldrei skilið þetta tiki taka kerfi til fullnustu, svo þetta að menn séu ekki rangstæðir úr innkasti, hvað er nú það???

Liðið gegn Gomel

Bellamy farinn til Cardiff (staðfest)