Síðasta hindrun fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar var í kvöld.
Leikstaðurinn Edinborg og leikvöllurinn Tynecastle heimavöllur Hearts.
Alls konar uppraðanir á liðinu voru á Twitter en ég held að enginn hafi haft rétt fyrir sér – liðið var svona:
Reina
Kelly – Carra – Agger – Robinson
Spearing
Shelvey – Adam
Henderson – Sterling
Borini
Bekkur: Jones, Coates, Downing, Lucas, Allen, Flanagan, Morgan
Coates væntanlega ekki kátur og við vorum auðvitað að vonast eftir Carroll sem var ekki í liðinu vegna smávægilegra meiðsla.
Það var hrikaleg stemming hjá heimamönnum, völlurinn skoppaði af stemmingu og Hearts-liðið brást vel við því, reyndu að pressa og voru að reyna að berja frá sér. Þeir reyndar náðu aldrei að skapa sér færi og hægt og rólega fjöruðu tilraunirnar þeirra út og þeir drógu sig til baka og okkar menn náðu tökum úti á vellinum.
En eins og Hearts þá vorum við lítið að skapa, en í lok hálfleiksins fékk Borini tvö færi, í fyrra skiptið hitti hann ekki sendingu Henderson og í blálokin lagði Sterling upp dauðafæri fyrir Ítalann sem skaut boltanum í stöng rétt áður en flautað var til hálfleiks – þar átti hann að gera betur karlanginn. 0-0 í hálfleik og í raun lítið í gangi.
Í seinni hálfleik tókum við leikinn strax yfir úti á vellinum, ég er alveg viss um að við vorum með ca. 75% með boltann fyrsta hálftímann af þeim seinni en enn á ný áttum við ansi erfitt með að fara í gegnum þéttan pakka heimamanna. Þar fóru þó fremstir í flokki Adam og Sterling en einhvern veginn vantaði síðasta skrefið í gegn. Á 78.mínútu kom svo eina mark leiksins, boltinn fór út á hægri kant þar sem Martin Kelly loksins æddi upp vænginn og sendi inní. Borini hitti ekki boltann í markteignum en sem betur fer var þá mættur Andy Webster nokkur, hafsent heimamanna sem sá um að koma boltanum í netið. Liverpool komnir yfir þó heppni hafi verið yfir því.
Þarna þurftu heimamenn að koma framar á völlinn sem þeir gerðu loksins. Þeir náðu að skapa sér tvö færi en Reina varði bæði. Við vorum afslappaðir sýndist mér og leikurinn kláraðist með okkar nauma sigri.
Leikurinn í kvöld verður auðvitað að skoðast í ljósi þess að margir voru hvíldir fyrir stórleik framundan auk þess sem augljóst er að við ætlum að láta minni reynda menn fá leikreynslu og aukinn skilning á formi Rodgers.
Reina átti náðugan dag þangað til í lokin og varði þá vel. Hafsentaparið var á góðum nótum allan leikinn og létu boltann ganga. Jack Robinson var augljóslega stressaður í byrjun en vann sig vel inní leikinn, Downing leysti hann af og gerði ekkert af sér. Kelly var ansi passívur lengst af en vonandi skapaði stoðsending hans í markinu smá sóknarsjálfstraust.
Spearing er hörkuduglegur og grimmur en heldur áfram að eiga alltof marga sendingarfeila, Shelvey átti dapran dag en Adam var klárlega bestur þessara þriggja. Hann vill alltaf spila boltanum hratt og er að reyna að skapa og skjóta, en á enn í vanda með að detta inn í stöðu þegar við töpum boltanum. Það sem tikkaði í gegnum miðjuna fór í gegnum hann, þó jákvæð breyting hafi orðið með innkomu Allen.
Henderson var úti á kanti og er ekki kantmaður, en hann átti varla feilsendingu og var duglegur, sendingin hans á Borini í fyrri hálfleik var frábær og átti að skapa mark. Borini hefur þegar fengið gælunafnið “hinn nýi Kuyt” og í kvöld átti það við. Hörkuduglegur og öflugur í pressunni, átti sendingar í fyrstu sendingu í innkast og var ekki að nýta færin sín vel. En það er margt verra en ef við erum með ungan Kuyt í honum, gaman að Morgan fékk mínútur.
En maður leiksins í kvöld var Raheem Sterling. Vissulega hafði hann ekki kraft nema í 75 mínútur en fram að því vildi hann alltaf sækja, var endalaust að taka menn á, skjóta og síðan pressa. Það er ekki nokkur vafi að í þessum strák höfum við mikið efni og við munum sjá hann fá sénsa í vetur. Alveg pottþétt!
Rodgers var sáttur með sigurinn og stöðuspilið í síðari hálfleik í viðtali eftir leik, talaði um erfiðleikana í byrjun og mikilvægi þess að sigra leiki. Við eigum að sjálfsögðu að klára þetta lið eftir viku og þá fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Miðað við það sem ég sá í kvöld held ég bara að það verði ágætt að hafa þessa keppni fyrir þá leikmenn sem ekki verða lyklar í spilinu í vetur og þetta var fínt dagsverk hjá þessu liði sem hélt til Skotlands!
Næst er stærra verkefni, meistararnir á Anfield á sunnudaginn, þá skulum við mæta með brauki og bramli takk!
Jæja Liverpool voru heppnir að vinna sigur í dag. Getum þakka Hearts fyrir það að skora fyrir okkur svona líka fínt sjálfsmark. Ég vona innilega að við förum að sjá glitta í þennan stórkostlega Tiki Taka fótbolta bráðum. Þetta var allavegana ekki skemmtilegur fótbolti sem við fengum að sjá í kvöld. Gaman að sjá Sterling fá sjensin samt hann var bestur í okkar liði í kvöld að mínu mati en það þurfti svo sem ekki mikið til hann fékk eiginlega bara samkeppni frá Reina.
Sælir félagar
Okkar menn kláruðu þetta og það er það sem skiptir máli. Þó ekki hafi verið neinn glæsibragur yfir sigrinum þá vannst leikurinn og það er fyrir öllu. Morgan hefði mátt koma inná korteri fyrr að mínu mati en – hefi svo sem ekkert um leikmenn að segja sérstakleg nema Sterling er framtíðarmaður sem lagði upp dauðafæri og var besti maður liðsins. Sem sagt að mestu sáttur.
Það er nú þannig.
YNWA
Jæja ekkert spes leikur, þeir sem stóðu upp úr voru Sterlings og Adam, svo var náttlega Reina góður í markinu. Solid sigur, svo klára þetta á heimavelli!
Já ég er sammála um að Sterling og Adam hafi verið góðir, líka Henderson, Reina og svo átti Borini ágæta spretti – Og Kelly náttúrlega í aðdraganda marksins
Afsakið þráðránið .. Rodgers er nánast að staðfesta Sahin hérna !
http://lfcmediacenter.com/rodgers-hopeful-on-signing-sahin-on-loan/
LFC spilaði illa í þessum leik. Þrír af miðjumönnum okkar voru vægt til orða tekið lélegir, þ.e. Henderson, Shelvey og Spearing, þeir mættu ekki til leiks og þá ekki von á góðu. Vantaði hreyfinu hjá framherjunum og miðjumönnum (fyrir utan Adam og Sterling) og því endalaust verið að gefa boltann aftur á miðherjana. Ekki gott þetta, en sigur er sigur og vonandi batnar spilamennskan í næstu leikjum hjá okkar mönnum….
Ætli FSG hafi viljað kaupa fleiri leikmenn sem þurfa ca 30 marktækifæri til þess að skora ? Borini þurfti allavega svo mörg í kvöld til þess að “setjann”.
En leiðinlegur leikur í kvöld, eina jákvæða var Sterling og sigur, sem skiptir samt öllu máli. Liverpool féll of oft niður á sama level og Hearts, sem orsakaði hægan leik og alltof margar feilsendingar.
Ég efast um að Carrol sé meiddur, held frekar að það sé verið að neyða hann frá klúbbnum, sem er ekki gott, vantar fleiri framherja. Þó svo það hafi margir verið hvíldir fyrir shitty leikinn þá er ég núþegar komin með hnút í magann fyrir þann leik.
YNWA
Það má augljóslega ræða Rodgers-ummælin um Nuri Sahin, sem hoddij linkar á í ummælum #5. Þetta eru stórfréttir og þetta hlýtur að vera nánast í höfn fyrst Rodgers tjáir sig svona um málið.
Annars sá ég ekki leikinn, en plís látiði vera að gera stórmál úr því þótt einhver skrifi óvart Adams eða Reyna. Við erum að ræða fótbolta hérna, ekki leiðrétta stafsetningarvillur hjá hver öðrum.
Opta Sports ?@OptaJoe
100 – Joe Allen has now made 100 passes for Liverpool (in 112 minutes of play), completing 96 of them. Accurate
Leiðinlegur leikur en ágætur sigur með nokkra jákvæða punkta. Sterling er hrikalega spennandi leikmaður og vonandi verður hann mjög flótlega farinn að nýtast okkur í að brjóta niður “verri” lið úrvalsdeildarinnar Shelvey átti dapran dag fannst mér og Spearing ennþá verri. Ekki alveg sammála því að það hafi allt farið í gegnum Adam á miðjunni heldur fannst mér það mikið frekar vera í gegnum Spearing og lagaðist um leið og hann fór af velli. Adam var btw fínn í þessum leik.
Downing kom inn í stöðu sem ég held að hann gæti fengið að kynnast betur í vetur. Held reyndar að hann hafi alveg spilað sóknarbakvörð áður. Fram að því var ég sáttur við Robinson og það er fábært að hann sé að fá mínútur í svona leikjum.
Útisigur og markið hreint, það er fínt dagsverk með semi varaliði sem hefur lítið spilað sig saman. Reyndar er þetta Hearts lið líka mikið að ðspila sig saman en sigur er sigur.
Hvað Nuri Sahin varðar þá eru þetta allt of spennandi fréttir til að ég þori að taka þetta alvarlega fyrr en ég sé þetta staðfest á opinberu síðunni. Vissulega væri Rodgers ekki að tala um hann svona opinskátt ef hann vissi ekki e-ð meira en hann gefur upp en ég hef ennþá þann fyrirvara á þessu að hann sé á leiðinni til Arsenal 🙂
Það sást á liðinu að þessir 11 eru ekkert sérstaklega vanir að spila saman en þetta kláraðist. Algjörlega sammála um að Sterling er maður leiksins og hann lofar virkilega góðu.
Sigur er sigur, og enn sætari ef þeir eru ekki að spila vel þessar elskur, það verður jú líka að vinna ljóta sigra.
En koma svo, vonandi fer þetta að skána, maður verður að vera þolinmóður og vona að með haustinu fari mörkin að detta, vörnin að halda og spilið að glæðast.
YNWA!
Sá seinni hálfleik og hafði gaman af, og þó úrslitin verði okkur ekki alltaf hliðholl á komandi tímabili þá verður virkilega gaman að fylgjast með uppbyggingju Rodgers á stórliði Liverpool. Aðdáendur LFC sem hafa verið að kalla klúbbinn miðlungs ættu að skammast sín. Enda efast ég um að nokkur maður með viti sem er að fara mæta Liverpool á vellinum leyfi sér að hugsa þannig.
Er ánægður með að nýju menninir sem Rogders fékk til liðsins líta báðir vel út, Borini og Allen, og EF hann fær Sahin fyrir lok gluggans og Agger verður áfram þá er ekki annað hægt en að vera ánægður með sumarið. Auðvitað vantar heilmikið uppá en það verður ekki sagt að FSG og Rodgers fari hægt af stað.
0-1 sigur og flest allir lykilmenn hvíldir, Sterling fékk 90min, Robinson spilaði, Morgan kom inná í lokin, ég mundi segja þetta væri góður dagur fyrir Liverpool FC.
Jæja…..góður sigur og garanterað að við erum komnir í riðlakeppnina. Það verður stuð á Anfield í seinni leiknum með þessa efnilegu og hina ógóðu í aðalhlutverki.
En þetta með Downing….erum við ekki komnir með góða samkeppni fyrir Enrique í vinstri bakverðinum. Ég er allavega pottþéttur á því að hann á eftir að leggja upp mörk í þessari stöðu þar sem hann hefur engan bakvörð til að gefa til baka á. The only way is up…babe
Horfði á leikinn með Arsenalmanni félaga mínum og sá hélt vart vatni yfir Sterling, hann gapti þegar èg sagði honum hversu gamall hann er. Klárlega skærasts ungstirnið okkar. Til hamingju Sterling með þennan leik!
Góðar stundir!
Ekki skemmtilegasti leikur sem eg hef sed en goður sigur.
Sterling stoð uppur, besti maður vallarins, hrikalega spennandi leikmaður sem eg vil sja fà helling af sensum i vetur. Vill lika sja hann fa leiktima i deildinni. Getur klarlega nyst a Anfield gegn minni liðum sem pakka i vorn.
Slappur leikur en þetta unga og óslípaða lið sem var stillt upp í dag gerði mjög vel að sigra Hearts á sínum velli sem var mjög vel stutt af ca 17000 brjáluðum skotum.
Það sem var jákvætt í dag er að Sterling hefur alla burði til að verða klassa vængmaður. Ákveðinn, hraður, teknískur og hugaður drengur, hann er aðeins 17 ára gamall en sýndi í dag að hann á klárlega að fá marga sénsa á næstu mánuðum.
Neikvætt var hinsvegar hvað Shelvey virtist alls ekki finna sig, hvorki varnarlega né sóknarlega, hann átti alltof marga feilsendingar í dag og ef að þú ætlar að spila bolta á hærra leveli þá er það algjört NO NO að eiga nokkrar sendingar beint í fætur andstæðingsing og þá er ég ekki að tala um einhverjar 30-50 metra Hollywood sendingar, bara stuttar 5-10 metra lufsur. Þetta eru leikirnir sem að skóla þessa drengi og það er vonandi að menn læri eitthvað í þessum leikjum.
Að lokum, Reina kom Carra vini sínu til bjargar all svakalega í kvöld, hringvöðvinn á mér herptist saman þegar Carra sendi blint til baka snemma í leiknum og ef að Reina hefði ekki verið framalega i teignum og með á nótunum þá hefði sóknarmeður Hearts komist auðveldlega inní þá sendingu og jafnvel skorað og gefið Hearts mikið sjálfstraust og klárlega kveikt í aðdáendum. Ég sagði það í upphituninni að Coates á miklu frekar að fá þessa leiki til að skólast því að það er glórulaust að vera með reynsluboltan inná þegar hann er orðin liability.
Góður sigur hafðist og þetta einvígi er búið, sé Hearts ekki skora 2 mörk á Anfield.
borini átti klárlega að setjann inn þegar sterling og borini voru 2 á móti markinu..
En verum ekki að valta okkur of mikið uppúr því, góður sigur fyrir okkar menn 🙂
YNWA!
Borini hefði verið mögulega orðið maður leiksins ef aðstoðardómarinn hefði verið í lagi. Hann veifaði allavega tvisvar á hann rangstöðu, ranglega og hann var einn í gegn (ef ekki þrisvar) og hann mögulega skorað 2 mörk.
Ég er ekki að taka neitt af Sterling, maður leiksins í kvölk og algerlega frábært efni þar á ferð. Maður heldur varla vatni yfir honum.
Fínn sigur hjá B-liðinu okkar. Processinn er í fullum gangi og þetta mun bara stíga upp á við hjá okkur. Sjáið bara til félagar! 🙂
Smá pæling samt ef að Sahin endar hjá okkur (sem ég er ekki viss um ennþá) þá er eins og það sé verið að velja leikara í hlutverk og það fyrir spennandi verk.
Lucas leikur Mascherano
Sahin leikur Alonso
Allen leikur Lucas
Gerrard leikur sjálfan sig.
Hendrson, Adam, Spearing og Shelvey sjá svo um aukahlutverk og hlaupa í skarðið þegar hinir detta út.
Látum okkur aðeins dreyma um að Sahin komi og megnið af þessum mönnum haldist heilir í vetur (og hjá Liverpool), það er aðeins betra útlit þarna heldur en á stærstum hluta síðasta tímabils þegar Spearing, Henderson og Adam fengu allir of stór hlutverk oft í stöðum sem hentar þeim ekki vel.
Sóknarlínan er frekar svipuð frá síðasta tímabili og styrkist vonandi aðeins og vörnin er eins nema ungu leikmennirnir einu ári nær byrjunarliði. Markmaðurinn þarf síðan ekki að bæta sig mikið til að toppa síðasta ár.
Babu hvern á Raheem Sterling þá að leika ?
Ætli það sé ekki Pongolle eins og staðan er núna 🙂 Verður mun betri samt eftir nokkrar sýningar.
Mig langar að sjá að Rodgers hendi Sterling smá út í djúpu laugina og leyfi honum að byrja leiki á móti lakari liðum í deildinni.
En vonandi verður búið að klára Sahin á morgun, nenni ekki fleiri svona lönguvitleysum í kaupmálum hjá Liverpool!
Þetta með Sahin. Hvað ætlum við að gera með Sahin eða réttara sagt hvað ætlum við að gera með Lucas, Adam, Shelvey, Gerrard, Sahin, Allen, Henderson og Spearing. 8stk !
Þetta hlýtur að vera met í deldinni af frambærilegum miðjumönnum og það er ljóst að einhverjir verða að fara að yfirgefa “placið” ef við fáum Sahin.
Nóg var að stangarskotum í fyrra hjá okkar framherjum, en nú bætist okkar nýjasti maður (Borini) í þennann hóp, er þetta álög á LIV að hitta nánast
bara rammann, vonandi lagast þetta.
Verður að teljast nokkuð líklegt að þessi gutti endi hjá Liverpool fyrist þetta er komið hérna. . fyrir utan auðvitað orð Brendan í gær 🙂
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/08/24/hearts-0-liverpool-fc-1-brendan-rodgers-has-last-laugh-as-calculated-gamble-pays-off-in-edinburgh-100252-31686975/
Eins og maður segir, “long time reader, first time writer”, hef ekki kommentað hér áður en ég bara verð.
Hvað er í gangi með 80% af þeim sem kommenta, allt er svo hörmulegt að það mætti halda að allir voru í þunglyndi ? Mér fannst Liverpool spila vel, frá 20. til 40. mínútu og svo frá mínútu 45 til mínútu 80.
Tók enginn eftir því að Liverpool hélt boltanum bara allann seinni hálfleikinn. Notaði possession sem vörn? Ég fylgdist með og sagði við sjálfan mig, nákvæmlega þetta er það sem Gary Neville talaði um að Barcelona gerði við Utd. og Real. Leikmenn Hearts voru orðnir drullu þreyttir að pressa og vera í vörn, eftir 75 mínútur, og það sköpuðust mörg færi á að skilja þá eftir á okkar vallarhelming en við nýttum ekki. Liverpool er enn að læra á þetta kerfi og það gerist ekki í einum leik, en mikið ofboðslega tókst “b-liðinu” okkar vel með það í dag.
Eina sem fór í taugarnar á mér, var í 3 eða 4 skipti sem Charlie Adam neglir boltanum og við töpum honum. Jay Spearing, Henderson voru ekki að koma honum nógu langt yfir miðjuna. Shelvey, átti mörg góð hlaup (defensive) í seinni hálfleik og spilaði boltanum vel frá sér (á okkar vallarhelming).
http://www1.skysports.com/football/live/match/272887/report
Hér sjáum við svo tölfræðina, 64% possession, 87% passing success á móti 71% hjá Hearts. Meira segja 2nd half possession fór upp í 70%. Klárlega er Hearts ekki á við helminginn af liðinum í EPL en þetta eru samt rosaleg bjartsýnis merki fyrir mér. Ég mun segja að eftir jól, þá mun Liverpool vera búnir að læra að spila þennan bolta og munu ekki vinna alla leiki og þeir munu heldur ekki tapa engum leik, en þeir munu vinna og gera jafntefli í meirahluta leikja. “If you’re not going to win the game, then it is better to draw”
YNWA
Flestir hafa örugglega séð þetta, sorry með off topic, en það er hægt að horfa á útskýringu Neville’s hér, http://www.dailymotion.com/video/xn2gn8_gary-neville-mnf-analysis-of-el-clasico-10-12-2011_sport – Ef einhver tók eftir staðsetningu Carragher og Aggers í leiknum á móti Hearts, þá er þetta sama og Pique og Puyol gera.
Ég er ekki að segja að Liverpool sé á sama stall og Barcelona, okkur vantar meiri gæði á miðjuna og en þetta er klárlega vísir að framtíð Liverpool og ég er bjartsýnn.
p.s. Einhver segir að við erum með 8 stk af miðjumönnum, einhver ætti að skoða wiki síðu Chelsea, þeir eru með 14 eða 15 miðjumenn. Hægt að stilla upp í 3 miðjur með 5 á miðjunni…
sælir,
Tómas, hvernig var tölfræðin hjá Shelvey ? , mér fannst hann vera sá slakasti í dag, sem styður allt sem ég er búinn að segja um hann
Allen er klassa leikmaður,og leikur Liverpool gjörbreyttist þegar hann kom inná, er klassa betri en Lucas í þessarri stöðu.
á móti City vill ég sjá Allen, Gerrard og Sahrin á miðjunni ( ef hann verður kominn) til vara Lucas, Henderson og Adam…… gæti orðið gott move hjá Rodgers að gera Downing að bakverði…. hann er ekki klassa vængur, þá þurfum við ekki að leita að vinstri bakverði no 2 á eftir Jose.
Henderson gæti svo líka orðið betri no 2 sem hægri bakvörður heldur en Kelly….. í Kelly séð ég engin bakvarða gæði ….
enn og aftur Carrol, Adam, Henderson,Shelvey,Spearing, Kelly og Downing … eru ekki í Liverpool klassa i dag ( gef Lucas smá séns, eftir meiðsli)
Daginn. Trendið heldur áfram hér. Daginn eftir sigurleik erum við með 29 komment þegar ég byrja að skrifa þetta. Við vitum öll hvað það væru komin mörg komment hér inn hefði þessi leikur farið í jafntelfi hvað þá tapast. Segir mér bara enn og aftur um forskrúfuð topplok og tröll. Nóg um það.
Takk Tómas fyrir komment # 28 og # 29. Ég tók eftir staðsetningum Agger, Carra og Pepe lungan úr leiknum og hugsaði mér að þetta væri bara akkúrat það sem Barca er að gera. Tek auðvitað undir með þér og undirstrika fyrir þá forskrúfuðu að gæðin eru ekkert á pari við það ágæta lið, langt því frá en þetta er taktíkin. Miðverðirnir djúpt niður og langt til hliða, bakverðir upp og svo er spilað. Held að Pepe hafi einu sinni eða álíka sparkað boltanum langt fram völl og það var tilraun á einhvern sem tók á Harts vörnina.
Það sem er hættan við hjá okkur á meðan menn eru að læra þetta er það að andstæðingurinn pressi hátt á okkur því þá geta orðið mistök en líkt og stóra systirin bendir á í videóinu sem póstað er hér í kommenti # 28 þá gildir að fara ekki á taugum þótt ein og ein mistök eigi sér stað.
Með leikinn í gær þá var hann svona og svona. Alveg fjári magnað að sjá Sterling í leiknum og það hvernig hann stal boltanum og lagði upp á Borini er efni í kvikmynd. Veit ekki hvaðan hann kom þegar hann lagði af stað til að komast inn í sendinguna, þvílíkur sprettur og þið sem sáðu ekki leikinn tékkið á þessu á mín 1:58 http://www.101greatgoals.com/gvideos/individual-highlights-raheem-sterling-v-hearts/ Ef menn kvíða tímabilinu þá getur þessi strákur sannarlega hrisst aðeins upp í ykkur.
Ef við fáum þessa styrkingu sem vísað hefur verið til þá fyrir mína parta sé ég að glasið er hægt og bítandi að fyllast.
Daginn eftir þá erum við enn með seming sé ég. Samt virkilega fínir punktar hérna hjá Tómasi og verðandi Íslandsmeistari Siguróli Kristjánsson kemur inn á það sem við höfum rætt hér töluvert varðandi Henderson. Ég held að Henderson gæti orðið frábær bakvörður í kerfi Rodgers og vona að hann verði prófaður þar. Lungnalaus og stanslaust vinnandi með fína krossa. Downing á kannski erfiðara sökum þess að hann er ekki mikill varnarmaður en Hendo er mjög góður varnarlega og myndi skila mikul meira sóknarlega en Kelly hefur gert.
Svo er Tómas að benda á það sem ég taldi vera í skýrslunni, við héldum boltanum ótrúlega í seinni hálfleik og að lokum kom markið. Elskurnar mínar, þetta er útfærslan á tiki-taka sem Swansea tók í fyrra. Þeir skoruðu fá mörk og næst fæstu tilraunir að marki í fyrra, en héldu boltanum mjög vel en þó mest á sínum vallarhelmingi. Það hafa alltof margir fallið í þá gryfju að telja Swansea hafa verið eitthvað argandi sóknarlið, það voru þeir alls ekki. Rodgers byrjar á að færa LFC inn í það módel sem Swansea var en svo vonandi fáum við sterkari leikmenn en Swansea átti og færum okkur ofar. Swansea vann fyrsta leik sinn með fimm mörkum og aðdáendur þeirra töluðu um að liðið hefði verið miklu aggressívara sóknarlega en í fyrra, áherslur Laudrup yrðu sókn, sókn, sókn – annað en yfivegunin hjá Rodgers.
Svo sjá menn að ég var ekki endilega inni á því að Carra væri í liðinu en við hljótum öll að vera sammála um það að sá gamli hefur sýnt flotta aðlögun að því sem Rodgers biður um, um leið og Reina fær boltann duttu hann og Agger það vítt að þeir gátu fengið boltann, hann varla sendi lengri sendingu en 10 metra og minnst þrisvar í leiknum sáum við hann ræða við Jack Robinson um færslurnar. Brendan hefur talað um gríðarlegan fótboltahaus Carra og mér sýnist varafyrirliðinn virkilega vera að leggja inn í tilfærslu leikkerfisins með nýja stjóranum. Auðvitað vitum við að Carra er ekki lengur inni í okkar “besta” hafsentapari, þar eru Skrtel og Agger eins og mál standa í dag. Og við viljum fara að sjá eitthvað til Coates. En það er út frá þjálffræði mjög skiljanlegt að í leik þar sem mikið er af leikmönnum með litla leikreynslu og því frekar minni stöðuskilning þá sé stillt upp leikmanni sem hefur leikið um 800 keppnisleiki undir stjórn m.a. Houllier, Benitez, Erikson, Hoddle, Capello og Dalglish.
Ég held að það sé ansi oft mikið vanmetið hlutverk reynslunnar og fótboltahöfuðs í aðstæðum eins og er hjá okkur og ég allavega treysti Rodgers fullkomlega til að nýta Carra í vetur til að aðstoða við þá yfirfærslu leikstíls sem framundan er.
Hins vegar held ég að Jay Spearing hafi í gær skrifað undir farseðilinn í burtu. Mig langar svo að hann væri nógu góður í fótbolta því það fer ekki á milli mála að þessi strákur er gegnheill karakter og Scouser frá tánögl til skalla. En því miður dugar það víst ekki…
Priceless þegar Sterling tók niður ljósmyndarann 🙂
Adam og shelvey áttu frekar slakan dag annars var þetta bara fínt.spurningin er hvort Carrager verði inn á á móti city.Er hræddur um að Teves eigi eftir að láta hann líta út eins og keilu ef hann kemst í einvígi við hann en hann stóð sig fínt á móti harðduglegum skotum þarna í gær.(Las einhver staðar að Carra ætli að taka á sig launalækkun og reyna að spila til 2015 og fara þá að aðstoða við þjálfun á ungmennum okkar sem ég tel vera fínt.)En ég sá Joe nokkurn Allen fyrst í gær í Liverpool treyju þarna fengum við klassaleikmann sem á bara eftir að verða betri, good times Áfram Liverpool !
Ég held að Henderson eigi eftir að nýtast Liverpool best sem miðjumaður en ekki sem bakvörður eða kantmaður. Hann gæti e.t.v. leyst stöðu bakvarðar í neyð en ég veit ekki hvort að hann hafi þá kosti til þess að verða afburða bakvörður. Held að það vanti t.d. talsvert uppá snerpu og leikskilning í þeirri stöðu.
Mín skoðun er að hann þurfi bara tíma og reynslu inná miðjunni til þess að nýtast liðinu betur. Hann hefur gott auga fyrir spili og er gríðarlega vinnusamur. Held að hann gæti orðið öflugur box-to-box þar sem hann hefur gott auga fyrir samleik og góða spyrnugetu. Einnig gæti hann orðið góður djúpur miðjumiðjumaður, þar sem hann hefur ekki ósvipaða kosti og S. Parker eða M. Carrick. Er góður á boltann, yfirvegaður og með góðan leikskilning miðað við ungan aldur.
Allskonar sluður i gangi um að liverpool borgi real 8 milljonir og sumir segja 12 milljonir punda fyrir lànssamninginn a Sahin ut timabilið.
Veit einhver eitthvað meira um þetta? Er engan veginn að kaupa þetta
Það getur nú varla verið að við borgum svo mikið fyrir lánsmann… Spurning á hvaða launum þessi maður er???
Annars voru Chelsea að gera kjarakaup í dag. Ceser Azpilicueta á 7 milljónir punda… Flottur leikmaður af spænska skólanum!
Virkilega sammála þér Tómas (nr.27) um hvernig Liverpool hvernig þeir vörðust og svo fannst mér analyze hans Gary Neville á Barcelona vörnina mjög áhugaverða og ein af þeim ástæðum þess að Barcelona er svona success.
Svo fannst mér virkilega góð hugmynd að kannski ætti setja leikmann einsog Downing sem Fullback þar sem fótboltinn er að breytast og kantmenn einsog Dowing er ekki mikið notaðir sérstaklega eftir hafa skoða þessa analyze hjá Gary Neville:
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=o_RLdbrE39w
Þar sem birtast fram að stat á Krossum sé að minnka og fólk eru meira halda boltanum neðra svo hafa þessa breytingar valdið til þess kantmenn séu að leita meira til miðju leikmenn einsog Hazard hjá og Sterling hjá Liverpool.
Vissulega var Liverpool ekki að spila einhvern brilliant fótbolta allan tímann, en fyrir utan frammistöðu einstakra leikmanna (t.d. Sterling) þá finnst mér tvennt standa upp úr:
liðið var heppið, þ.e. það var heppnisstimpill á markinu, þó svo að spilið/fyrirgjöfin á undan hafi reyndar verið mjög gott. Hversu oft var Liverpool heppið á síðasta tímabili?
að Downing skyldi vera skipt inn á í bakvarðarstöðuna. Eitthvað sem ég held að enginn hafi verið búinn að stinga upp á (svo ég hafi tekið eftir a.m.k.). Var þetta ekki bara að heppnast vel?
Ég er allavega bara sáttur.
@Maggi ég var aðallega að hugsa um athugasemdir frekar en færsluna þína varðandi neikvæðni.
Fyrir viku tíu dögum síðan, byrjaði ég að fylgjast með twitter aðgangi @AnfieldMole, og subredditinu http://www.reddit.com/r/LiverpoolFC og er búinn að sjá ansi marga orðróma. Margir segja að Sahin verði staðfestur og kynntur í dag en önnur nöfn eru, Tello, Dempsey, Sturridge og Adam Johnson. Orðrómar eru oft mikið bull og sumir verða að raunveruleika. Einnig orðrómur um að C. Adam og J. Spearing séu að verða seldir fyrir samtals 8 milljónir og Shelvey á lán.
Það hefur farið mikið á þessari síðu finnst mér um “hvað ef” og “hvað ætti að gerast” (og enn og aftur, meira í neikvæðum tón og vantrausti en öfugt). Því bæti ég því við, veit að Tello er löngu hættur við, en Dempsey, Sturridge og Sahin inn, Adam og Spearing út, verð ég mjög sáttur og bjartsýnn Liverpool aðdáandi.
Vika í viðbót.
Spennandi tímar.
Það er alveg frábært hvað þið ofurjákvæðu snillingar eruð endalaust að setja út á þá sem segja sannleikann. Sannleikurinn er sá að Liverpool er ekki að spila vel þessa dagana og ég býst ekki við því að það breytist í bráð. Skita upp á bak á móti WBA og rétt merja Hearts er það virkilega eitthvað til að vera jákvæður yfir? Menn láta óánægju sína í ljós á þessari síðu þar sem það er bara þannig að liðið okkar er ekki að gera neitt rosalega góða hluti. Man city um helgina og mikið rosalega kvíður mér fyrir þeim leik.
Þið sjáið hversu mikið rugl leikmannamarkaðurinn er, Matt Jarvis kostar 10,75m og Steven Fletcher 13m… frá Wolves
Staðreyndin er bara sú að við erum orðnir eitt af litlu liðunum sem geta strítt stóru liðunum en dettum svo aftur niður á okkar stall eftir þá leiki.
Henderson átti enn eina öfugsnúnu snilldina í leiknum, þegar hann tók langa sendingu vel niður á hægri kanntinum framarlega á vellinum. Þetta leit eitt augnablik hættulega út, Borini og Sterling taka hlaupið inn að teig, Henderson gjóar til þeirra öðru auga en rankar svo við sér snögglega – og sendir boltann til baka að miðlínu! Henderson hleypur til baka í átt að miðvallarspilaranum sem gefur boltann til baka á Henderson, sem er nú að nálgast miðlínu sjálfur… Henderson tekur aftur við knettinum, lítur til samherja sinna á miðjunni, en sendir svo boltann ákveðið alla leið til baka til Reina sem stendur á vítateigslínunni! Á aðeins fimm sekúndum kom okkar efnilegi ofhugsandi miðjumoðari boltanum alla leið til baka völlinn eftir lofandi sóknarsendingu sem hann fékk í upphafi, nánast upp á sitt einsdæmi. Þegar þessu var lokið andaði hinn geðþekki Henderson léttar og fór aftur að velta fyrir sér staðsetningu sinni á vellinum.
Held að spilamennskan geti ekki verið verri þessa dagana,, 10% af sendingum fram á við 10% til hliðar og 80% til baka á bakvörð,, eru þeir að reyna að skora eða er bara markmiðið að halda boltanum??? Shelvey með einn versta leik sem ég hef séð hjá Liverpool manni, Ef Shity spila pressu vörn framalega á Liverpool á sunnudaginn eru við foooooked,,, En vonum að þetta fari bara upp á við hér eftir… ÁFRAM LIVERPOOL.
Leikurinn í gær og W.B.A leikurinn sýndu mér að Rogers á langa leið fyrir höndum að koma Liverpool aftur á þann stall sem við viljum sjá það; á toppinn. Til þess þarf Rogers að fá frið og slatta af peningum í leikmannakaup og þolinmæði í bílförmum.
Það sem ég er hræddastur við er að hann fái EKKI þann frið og þolinmæði sem hann þarf. Frið fyrir gulupressunni sem smjattar um brottrekstur eftir fyrsta leik og þolinmæði frá stuðningsmönnum sem vilja dollurnar á Anfield helst í gær ekki seinna en áðan. Þetta eru stóru hindranirnar. Leikirnir fyrir höndum eru verkefni þess dags og markiðið að vinna og gera betur næst í fyrirrúmi. Ég stið Rogers alla leið upp eða niður. Fái hann friðinn og þolinmæðina þá erum við að sjá næsta Bill Shankly. Ég hef þá tilfinningu að það búi hellingur í Rogers. Hann þarf bara tíma.
Y.N.W.A
meiriháttar til hamingu með leikin okkar í gær+KR til Hamingu með að vina FH í gær núna líður mer veil veingna þes að beiði liðin mín unnu í gær!!svo vona ég svo sannalega að við fáum 2-3 nía leikmeinn til okkar fyrir 31 Ágúst.og látum eingan leikmein fara frá okkur núna!!!kv ykkar besti vinur Siggi Mey=Kóngur…..
Mér finnst alltaf jafn furðulegt þegar menn eyða sífelldum tíma í að úthúða Shelvey eftir þá leiki sem hann spilar. Leikurinn á móti Hearts var hann sísti með Liverpool so far en hann var alls ekki sístur í liðinu.
Það virðist iðulega gleymast að hann er nýorðinn tvítugur og er settur inní liðið sem prímusmótor á miðjunni. Hann átti flotta leiki á undirbúningstímabilinu og hefur sýnt það margoft að hann hefur gott auga fyrir spili og getur haldið boltanum í leik.
Hann eins og aðrir er að læra inná nýtt leikkerfi sem hann hefur líklega ekki spilað áður og það tekur tíma að venjast því. Ég hugsa að Shelvey verði í versta falli Premier league leikmaður út sinn feril, vonandi nær hann að blómstra nóg til að það verði hjá Liverpool. það mun þó líklega ekki koma í ljós fyrr en eftir 2-3 ár hvort hann verði lykilmaður í liðinu.
Að vera meðalmaður tvítugur er ekki ávísun á að þú verðir meðalmaður 23 ára.
Rodgers sagdi a blaðamannafundi aðan að Sahin ætti að klarast a næstu 24 klst…
Það var enginn eins ósáttur með frammistöðu Shelvey og hann sjálfur, það sást bara á honum. En það sást augljóslega að þetta var bara svona “gengurekkertupp” dagur hjá drengnum. Það er kannski hægt að líkja þessu við kviksyndi, þ.e.a.s. því meira sem þú berst um því dýpra sekkuru. Það er ekki hægt að ásaka hann um að hengja haus og hætta að reyna og menn virðast gleyma því að hann er ennþá kornungur og á nóg inni.
Gefið honum bremsu! Það býr mikið í þessum dreng og hann á nóg inni. Menn hérna greinilega fljótir að gleyma því að hann var einn allra besti leikmaðurinn okkar á undirbúningstímabilinu og átti nokkra góða leiki/innkomur eftir að hann kom úr láni í fyrra.
Shelvey YNWA
Hvernig er það, er þetta Nuri Sahin mál að fara að klárast? Er kannski fyrst og fremst verið að leysa hægri kantsenter vandamálið með því að setja Sahin á miðjuna og Gerrard út á kant sem fyrsta kost þar?
Ég myndi skrifa undir það Ívar. Mér finnst Gerrard einfaldlega ekki hafa þann drifkraft í sér lengur að vera sá sem stjórnar spilinu á miðjunni. Held samt að hann geti nýst vel í kantframherjanum!
http://www.mbl.is/sport/enski/2012/08/24/sahin_fer_til_liverpool_a_lani/
http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1141583/brendan-rodgers:-sahin-%27quality%27-will-help-liverpool?cc=5739
Vá ef við fáum sahin verð ég drullu sáttur seljum þá nokkra dragbíta af miðju og bling! fáum einn striker líka 😀
Væri bara snilld að fá þennan leikmann. En ég fer ekki ofan af því að okkur bráðvantar markaskorara. það væri óskandi að fá einn slíkann líka fyrir þetta tímabil 🙂
Núna þarf bara að fá Klaas Jan Huunterlaar og þá má loka glugganum.
Það má alls ekki fara í þetta tímabil með eingöngu Suarez, Borini og Carrol sem okkar sóknarmenn og gera sömu mistök og í fyrra.
Er Huuntelaar ekki á síðasta ári á sínum samning? Ef hann fengist á sangjarnan pening þá væri það frábær viðbót en við skulum hafa í huga að hann er 29 ára gamall og því fráleitt að borga ofverð fyrir hann þar sem endursöluverð er væntanlega lítið sem ekkert.
Ég var að horfa á highlights af Raheem Sterling í leiknum á móti Hearts. Hann gerir meira í þessum eina leik en Downing á öllu síðasta tímabili…..og það sorglega/jákvæða er að þetta eru ekki einu sinni ýkjur
þá getum við gleymt A Johnson :(, farinn til Sunderland.
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/19376690
þá er bara að tilkynna Sahin og eitt stykki megastriker :).
Áhugaverð lesning hér
http://www.bbc.co.uk/blogs/stevewilson/2012/08/liverpool_documentary_should_m.html
Viðhorf blaðamanns er það að það sé of erfitt að vinna vinnuna sína með myndavélarnar eltandi alla út um allt…allt of mikil pressa og ekki er það so far mjög glæsileg saga frá því að bíóið byrjaði með tapi í FA og svo endar það á sunnudaginn með leik á móti City.
Ef þetta á að gagnast liðinu eitthvað þá verðum við að fá happy ending með sigri á sunnudaginn….annars held ég að svona fari ekki vel í kanann, ég meina hver vill halda með looserunum? Ekki Kaninn allavega, hann vill hollywood endinn 🙂
@islogi #60: Er það ekki akkúrat það sem kaninn elskar – Tilefni til að gera Season 2? 🙂
Annars sá ég tvær glimpsur úr leiknum, fyrst frá ca 7-25. mínútu, þar sem spilið var upp og ofan, og svo frá og með markinu til loka. Mér finnst algjörlega tilefnislaust að segja eitthvað neikvætt eftir þennan leik, við erum að tala um varaliðið, sem náði samt að sýna talsvert fínt spil og markvisst að dáleiða andstæðinginn (amk. seinni lotuna sem ég sá). Það er jú það sem mér skilst að aðferðin gangi út á, að pína andstæðingin til að gera mistök.
Annars finnst mér yfirleitt ráð að leggjast í hóp jákvæðra manna og hef þar í huga orð Shankly: “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win”. Það vita flestir hér hvað jákvæðni, þor og vilji smita út frá sér, sérstaklega í hópíþróttum. Okkur vegnar miklu betur með því að vera ekki stanslaust að rakka allt niður og standa frekar í lappirnar með hökuna hátt.
Loksins eitthvað uppbyggilegt PR með Suarez: http://www.guardian.co.uk/football/2012/aug/24/luis-suarez-liverpool?
Þetta er nokkrum mánuðum á eftir áætlun en betra seint en aldrei I guess.
Ég er öskrandi argur yfir því að Adam Johnson sé farinn til Sunderland! Hefði verið toppmaður í okkar liði!
Blaðafundur Rodgers í dag: http://lfcmediacenter.com/brendans-city-preview/
http://www.guardian.co.uk/football/2012/aug/24/luis-suarez-liverpool
Þetta viðtal er eiginlega bara skyldulesning! Takk fyrir að pósta þessu Kobbi 🙂
Sahin staðfestur á láni í eitt ár. Brilljant bara!
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/reds-agree-sahin-deal?