Liverpool – Hearts 1-1 (2-1)

Liverpool er komið áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir samanlagðan sigur í tveimur ósannfærandi leikjum gegn Hearts frá Skotlandi.

Rétt eins og í fyrri leiknum var ákaflega lítið skemmtilegt að frétta í leik Liverpool í dag þó byrjunarliðið í dag hafi verið mun sterkara og við auðvitað á heimavelli.

Liðið var svona:

Reina

Kelly – Skrtel – Carragher – Downing

Henderson – Allen – Shelvey

Gerrard – Suarez – Morgan

Bekkur: Jones, Johnson, Enrique, Agger, Coates, Borini, Sterling.

Fyrri hálfleikur var hundleiðinlegur og flestir hikandi og að spila illa nema Joe Allen sem var langbesti maður vallarins í dag. Það sem stóð uppúr var góður sprettur Gerrard sem var rétt búinn að spóla sig í gegnum alla vörn Hearts og skora en skot hans var varið. Adam Morgan hélt síðan að hann væri búinn að opna markareikning sinn á Anfield þegar hann potaði sendingu Suarez yfir línuna en markið var dæmt af þar sem línuvörðurinn sagði að boltinn hefði farið útaf áður en Suarez sendi fyrir, helvíti tæpt og staðan því 0-0 í hálfleik. Liverpool svosem sterkara og með þetta undir control en gestirnir pressuðu vel og börðust eins og ljón vel studdir af stuðningsmönnum sínum (hópi sem ég hef lítið álit á eftir þennan leik).

Æ já og Andy Carroll einn af fáum sóknarmönnum Liverpool, þessi sem kostaði 35mp á þarsíðasta tímabili var lánaður til West Ham þegar 32.mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Eins gott að það sé eitthvað mikið í gangi bakvið tjöldin og klúbburinn ekki svona helvíti blankur. Nóg er búið að losa af launaskrá fyrir. Ekki að hann hafi verið lausnin en okkur vantar klárlega einn ef ekki tvo í viðbót í þennan hóp sem vita sannarlega hvar markið en.

Seinni hálfleikur var nákvæmlega eins í upphafi en Sterling náði að hressa ágætlega upp á leik okkar manna er hann kom inná fyrir Morgan. Okkar menn voru þó skv. venju vonlausir fyrir framan markið og þegar tæpar tíu mínútur voru eftir kom að allt of kunnulegu atviki. Andstæðingarnir skorðu fáránlegt mark gegn Liverpool eftir hrikaleg einstæklingsmistök í varnarleik Liverpool. Núna var það Pepe Reina sem var svarti sauðurinn og hjálpi mér hvað þetta var hræðilega klaufalegt hjá honum blessuðum, úff. Sá þarf að fara fá alvöru samkeppni um stöðina því einbeitingin er ekki í lagi.

Luis Suarez sem var ennþá inná vellinum (og spilaði 90.mín í dag) nennti ekki frekar en aðrir í framlengingu og bjargaði deginum stuttu seinna og skoraði frábært mark. Ekta Suarez sem var búinn að fara illa með miklu betri sóknarstöður í leiknum er hann tók vörn Hearts á fór upp að endalínu og laumaði boltanum í netið. Ekki afskrifa hann sem markaskorara strax.

Nenni ekki að fara yfiir það neikvæða í þessum leik, það er búið að tyggja það allt í síðasta þræði þar sem leikur liðsins er jafnan gagnrýndur með smásjá. En það jákvæða í dag fyrir utan að fara áfram í Evrópukeppninni var auðvitað að sjá Morgan fá séns í byrjunarliði í dag. Hann var dauðstressaður og nýtti sénsinn ekkert frábærlega en allir gera sér nú grein fyrir að hann þarf fleiri sénsa og þolinmæði, einmitt í svona leikjum.

Innkoma Sterling var líka mjög hressandi en það er hætt að vera óvænt, kæmi mér ekkert á óvart ef hann byrjar gegn Arsenal um helgina.

Downing var prufaður í vinstri bakverði í dag og gott ef hann gerði ekki meira af viti sóknarlega í dag heldur en oft áður sem kantmaður. Hann gæti alveg gengið í þessari stöðu.

Joe Allen er síðan klassaleikmaður, það er alveg morgunljóst. Efast um að heyra hósta um verðmiðan á honum aftur.

Hvað gerist á morgun er svo stóra spurningin og við gerum sér færslu um það. Adam og Cole voru í stúkunni með sínum umboðsmönnum. Spearing var hvergi sjáanlegur og svo er spurning með unga leikmenn sem voru á láni í fyrra, hvort þeir fari ekki aftur í ár.

Sahin, Assaidi og ungi þjóðverjinn sem við fengum fyrir leik voru allir í stúkunni og verða allir gjaldgengir héðan í frá þó enginn búist við þjóðverjandum á þessu tímabili. Slúðrið um Dempsey er hávært en það er ljóst að það þarf meira en bara hann í staðin fyrir þá sem fara. Við þurfum sterkari og stærri hóp heldur en við vorum með á síðasta tímabili.

66 Comments

  1. Tæpara mátti það ekki vera og Reina með skelfilegt klúður en Suarez reddaði þessu með frábæru marki en hann var þó mjög slappur fyrir framan markið í kvöld og það sást vel að núna verða LFC að kaupa sóknarmann sem á að klára færin í vetur.

    Carrol, Bellamy, Maxi og Kuyt allir farnir og bara Borini kominn inn, og ef við skoruðum of fá mörk í fyrra þá verða þau ekki fleiri án allra þessara manna.

    Versla 2 sóknarmenn á morgun takk fyrir !!!!!!!!

  2. Hvað er málið með einn “besta” markvörð heims?
    Gengi hans hefur verið á hraðri niðurleið síðast liðin 2 ár.

  3. Sá ekki leikinn en “fylgdist með honum” á KOP og textalýsingu hjá Guardian (þeim fannst ekkert skemmtilegra en að drulla yfir Liverpool). Af KOP sá maður enn og aftur hvað “stuðningsmennirnir” geta verið mikil whining bitches. Djöfull væri gott ef menn sprautuðu sig aðeins niður.
    Liverpool áfram = gleði.
    YNWA

  4. Sá einhver til Jordan Henderson í þessum leik? Drengsins sem þarf nú orðið að nýta þessi tækifæri sín, ætli hann sér ekki að verða næstur út á eftir Adam.

  5. Þegar maður sér mann eins og Pepe Reina missa boltann í netið eftir svona veikt skot þá fer maður að hugsa hvort hann sé kominn með “Robert Green heilkennið”. En þetta er jú einn besti markvörður í evrópu ef þá ekki heiminum og því miður hefur hann átt erfitt uppdráttar í meira en eitt ár. Menn tala um að hann þurfi samkeppni og eitthvað þessháttar, ég vill meina að hann þarf að taka sig saman í andlitinu og hafa hugann við verkefnið. En hann er mannlegur og getur jú gert mistök.

    Ef það ætti að lýsa leiknum með einu orði þá væri besta orðið yfir hann – Vonbrigði.

    Ég ætla ekkert að taka út þennan og hinn, þeir spiluðu í kvöld sem lið og þeir vonandi nýta færin sín betur á móti Arsenal. Komnir áfram í riðlakeppnina sem er frábært fyrir okkur því við viljum auðvitað fá sem flesta bikara í hús í lok tímabilsins.

  6. Ef að það kemur ekki einhver klassa senter inn og þá er ég ekki að tala um Dempsey að þá vorum við ekki bara að skjóta okkur í fótinn heldur í einnig í hausinn með því að láta carroll fara á láni til west ham!!

  7. Reina er allur á uppleið strákar mínir….hann varði víti fyrir 2 vikum !
    Reina er flottur gaur sem fyllir bílinn sinn af bensíni fyrir hvern einasta heimaleik.
    Mistök hjá markvörður eru yfirleitt mjög dýr, en ég hef ennþá fulla trú á honum og ætla að styðja hann allann þann tíma sem hann verður á milli stanganna hjá okkur.

    Vona að allir geri hið sama.

  8. Skylda að klára þetta og komast áfram án þess að fara í framlengingu. Það tókst. Nú má bara koma sér að slúðrinu og fara vel með F5 takkann frammá annað kvöld.

  9. Brendan Rodgers að segja í sjónvarpsviðtali á ESPN að hann fái vonandi framherja á morgun og svo einn leikmann í viðbót. Það er gott að heyra frá honum.

    Sturridge og Demspey? Gæti lika verið einhverjir allt aðrir. 🙂

  10. Úff þetta er sennilega leiðinlegasti liverpool leikur sem að ég hef séð í háa herrans tíð.

  11. Sælir félagar

    Frammistaðan varla nema slök í þessum leik en niðurstaðan ásættanleg. Tek undir með þeim sem hafa áhyggjur af vöntun á markaskorurum í þetta lið okkar. Þar verður BR að fara að girða sig í brók ef ekki á illa að fara. AC movið er í besta falli hæpið ef ekki gerist eitthvað markvert í þeim málum. Og svona í framhjáhlaupi – hvert fór Borini eftir að hann kom inná?

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. lána carroll eru menn eitthvað klikkadir er alveg brjáladur yfir þessu verðum i fallbaráttu þetta timabilið eigum enga framherja hvað gerist ef suarez meiðist a boring ad redda malunum hahaha sorglegt!!!!!!

  13. Alveg sammála Babu í öllum aðalatriðum skýrslunnar, missti reyndar um 20 mínútur út úr leiknum, frá 45 – 65 og ætla ekki að horfa á hann aftur. Segir allt að Joe Allen sé maður leiksins, DM-C þó vissulega hann dreifi fram á við!!!

    Það var afskaplega lítil einbeiting í þessum leik fannst mér allan tímann. Verður að dæmast af því að Europa League er augljóslega aftarlega á merinni í vetur og mikilvægur leikur á sunnudaginn. En auðvitað er ekki alltaf afsökun að annar leikur sé framundan og fátt jákvætt kom út úr honum þessum.

    Downing og Allen klárlega jákvæðustu fréttirnar og gaman að hafa veitt Morgan séns, þó hann hafi ekki alveg verið rétt stemmdur fannst mér.

    Í fyrri hálfleik voru Hearts að sækja á fáum og þá sáum við augljóslega hversu mikið vantar af sköpun á síðasta þriðjungnum. Allen, Henderson og Shelvey fínir að vinna bolta og þræða hann inn á þriðjunginn en þar vorum við trekk í trekk að taka vondar ákvarðanir og eiga lélegar sendingar.

    En svo er það hann Reina okkar. Ég neita að tala um einstaklingsmistök lengur, þetta er orðinn alltof algengur andskoti að sjá, aulamörk sem bara eiga ekki að sjást. Búið að lofsyngja hann sem rétta markmanninn fyrir Rodgers, mér er alveg sama hvað hann lookar flott með boltann í fótunum, hann þarf að verja svona bolta allan daginn, því annars einfaldlega hætta varnarmenn að treysta honum. Þetta var stærsta neikvæða frétt kvöldsins, nú hlýtur hann að fá hárþurrku frá BR og átta sig svo á að hann þarf að vinna vel úr sínum málum.

    Held mig við það bíða þangað til kl. 22 annað kvöld (þá lokar glugginn á íslenskum tíma) með að dæma sumarið. Í dag erum við búnir að losa um marga sóknarmenn frá í fyrra, með lið sem vantaði meiri sóknarþunga.

    Rodgers talar um “number of targets” og við skulum telja hænurnar í húsi og sjá þá hvað verður. En það er ljóst að lánið á Carroll er stórt gamble og nokkuð sem ég taldi alveg úr sögunni, nú verðum við að treysta því að við séum að fá sóknarmann sem skilar verulega frá fyrsta degi….

    Dagurinn á morgunn er svakalegur nú þegar!!!

  14. Ég veit það ekki, mér fannst þetta svo sem ekki versti leikur sem ég hef séð og ég hef séð þá nokkra í gegnum árin.
    Skrtel og Carra voru fínir í vörninni og Downing og Kelly stóðu sig ágætlega í sínum stöðum.
    Allen var eins og kóngur á miðjunni og er að verða okkar besti miðjumaður og Henderson fannst mér komast ágætlega frá þessu.
    Gerrard var með þokkalega spretti annað slagið og átti að skora allavega eitt mark í kvöld.
    Suarez hefði gert alla glaða eftir þennan leik hefði hann nýtt 30% af sínum færum í kvöld en hann sem betur fer kom í veg fyrir framlengingu.

    Svo er annað að fyrir þennan leik er verið að kaupa og selja leikmenn úr liðinu og Carrol farinn og Adam með umbanum upp í stúku og það getur haft áhrif á hausinn á leikmönnunum.
    Allavega ætla ég ekki að drulla yfir þessa annars ágætu frammistöðu og býst við grimmu liði eftir lokun gluggans og með nýja menn tilbúna í slaginn.

  15. Því betri sem Carroll verður hjá West Ham – þeim mun meira hækkar verðmiðinn á honum, og sem er þeim mun betra fyrir budduna hjá Liverpool. Áfram Carroll hjá West Ham.

  16. Vond frammistaða liðsins í heild sinni. Joe Allen komst ágætlega frá sínu en það verður að fara setja Pepe á bekkinn. Ég efast um að nokkur markvörður í PL hafi gert jafn mörg aulamistök og hann síðasta eitt og hálfa árið. Hann þarf að fara að hugsa sinn gang og taka hausinn út úr rassgatinu á sér. Annars finnst mér furðulegt að lána Andy Carrol-annað hvort halda eða selja en fyrst hann er farinn ætla ég rétt að vona að við fáum 1-2 gæðasóknarmenn næsta sólarhringinn… Fernando Llorente?? Theo Walcott?? Ryan Babel???

  17. Fínn sigur og menn ekkert að gera meira en þeir þurfa í vinnunni. Sumir voru ágætir og aðrir betri. Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar. En Liverpool er komið áfram og það er allt sem þarf.

  18. Þarna þekki ég kop-verja. Einn daginn erum við flottastir og á réttri leið, þann næsta erum við ömurlegir, með lélegasta markmanninn osfrv.

    Það er svo skemmtileg pæling, er það jákvætt eða neikvætt að við þurfum 17 ára strák til að koma inná og lífga uppá hlutina ? Líklega bæði. Virkilegt efni hér á ferð.

    Eftir Arsenal leikinn verðum við annaðhvort á hraðferð að top4 eða á hraðri niðurleið og 10 sæti það besta sem við getum vonast eftir.

    Morgundagurinn verður líka fróðlegur. Ef við kaupum mann á undir 10mp þá er hann afskrifaður því hann kostar ekki neitt. Ef við borgum 15mp+ fyrir hann þá erum við að borga allt of mikið og eigum að horfa til Newcastle hvernig það á að kaupa ódýrt.

    Liverpool aðdáendur eru skrítið fyrirbæri. Það eina sem vantar uppá til að fullkomna daginn er AEG að tala um leiðtogahæfileika Gerrards (eða skort þar á), Siguróla að tala um hið skemmtilega fyrirbæri “varnarskalla” og svo að lokum manninn sem ég man ekki hvað heitir – en hann talar um það í fimmtánda skiptið að við ÞURFUM AMK ÞRJÁ 30 MILLJÓN PUNDA KALLA INN Í ÞETTA LIÐ, HVAÐ ER ÞITT ÁLIT Á ÞESSU MAGGI ???????? ER EKKI AÐ KOMA PODKAST ? GETIÐ ÞIÐ SENT ÞAÐ ÚT Á BREIÐBANDINU ??

    Slakur leikur, en kemur svo sem ekki á óvart. YNWA

  19. Þessi leikur gleymist fljótt. Hann var ekki merkilegur en við komumst áfram. Reina fær auðvitað nokkra sénsa í viðbót en ef hann heldur áfram með þessa feila sína þá fer hann bara á bekkinn. Ekkert flóknara en það. Tottenham eiga núna fjóra vel frambærilega markmenn, spurning um að fá Friedel á láni hjá þeim ef þeir klára kaupin á Lloris.

    Leikurinn fellur í skuggann af spennunni sem vex með hverri mínútunni því nær sem dregur lokun gluggans. Þetta Carroll move er skrýtið nema eitthvað sé klárt í bakhöndinni. Ef bara Robbie Fowler væri 10 árum yngri. Það þarf proven markaskorara í þetta lið til að leiða sóknina. Það verður að splæsa 20-30 millum í slíkan leikmann, annars fæst lítið skárra en það sem er fyrir. Dempsey gæti að vísu fúnkerað þarna í fremsta tríóinu fyrir minni pening. Proven markaskorara, mætti mín vegna vera 27-30 ára. Stungið var upp á Drogba og Anelka hér í fyrri þræði, það gæti alveg gert gæfumuninn fyrir okkur í vetur.

  20. Ánægður með mína menn….kláruðu sitt verkefni. Kannski ekki flottasta frammistaðan en verkefnið klárað. Frábært að lesa comment hjá þessum svokölluðu stuðningmönnum…..Reina bara gjörsamlega vonlaus!!!!! Hvað þá með Suarez sem var næstum búin að eyðileggja evrópudrauminn fyrir okkur…..eða Gerrard sem klúðraði ansi mörgum sendingum. Ég ætla að treysta stjóranum til að leiða liðið áfram á rétta braut, er ekki sammála öllu sem hann er að gera en ætla samt ekki að óska honum alls hins versta. Sýnum nú smá þroska í skrifum á þessari ágætu síðu, verum málefnalegir og hættum að notast bara við annaðhvort “skúrkur” eða “hetja”
    YNWA

  21. Ég held að áherslan á Europa League sé í lágmarki. Finnst því hæpið að dæma liðið almennilega af þessum leik. Gegn Man City var margt mjög jákvætt í gangi. Ég er allavega pollrólegur yfir þessari keppni. Hins vegar valda fréttirnar af Carroll manni töluverðum heilabrotum. Ég neita að trúa öðru en Rodgers hafi einhvern ás í ermi. Næsti sólarhringur verður a.m.k. athyglisverður.

  22. Rogers er minn maður hef 100% trú á manninum ….. spennandi tímar framundan loksins eh uppbyggilegt að gerast hjá okkar ástkæra klúbb.

  23. Ég trúi ekki öðru en að eigendur Liverpool muni bakka Rodgers vel upp á morgun og skella samning á svona eins og 2 sóknarmenn. Við sjáum að júnætid er að láta Berbatov fara frá sér af því að hann er orðinn sóknarmaður númer 5.
    Ef sóknarmaður af hans caliberi kæmi til Liverpool þá væri hann sóknarmaður númer 1 hjá okkur, gef mér það að Suarez sé kantsóknarmaður.

    Eru menn annars ekki á því að það sé það eina sem þarf að bæta á morgun ?
    Ég væri reyndar til í að sjá þennan Jack Butland frá Birmingham enda verður hann öflugur markmaður.

    Ef að morgundagurinn færir okkur Dempsey og segjum Sturridge væru menn þá sáttir með sumarið ?
    Eða hvaða sóknarmann mynduð þið vilja fá til liðsins ( Raunhæft )

  24. Þvílíkt endemis væl í ykkur! Við vorum miklu betri í þessum leik, stjórnuðum leiknum algjörlega, spiluðum á svona 70% tempói, sköpuðum nokkur fín færi og nokkur dauðafæri (td Suarez einn í gegn) en samt vælið þið svona? Kommon. Liðið er ekki að spila við Arsenal, það er eðlilegt að liðið sé ekki á fullu gasi.

    Auðvitað hefði verið gaman að vinna 5-0 en kommon, leiðinlegt og lélegt er ekki orð yfir spilamennskuna í kvöld fannst mér. Við fengum á okkur skot úr einu af hættulausu langskotunum þeirra, og það skrifast á einn mann, annars stýrðum við leiknum frá A til Ö og skoruðum tvö mörk.

  25. Ég spái að Gerrard og Suarez byrji á bekknum á sunnudag. Komi svo inn þegar og þörf krefur. Ég er sannfærður að stjóri sé með spil á hendi fyrir carol.

  26. væri til í sturridge spennandi leikmaður sem getur spilað allar stöður í sókn, .
    Dempsey
    fór ílla með okkur í fyrra og er öflugur leikmaður í slöku liði nokkuð viss um að hann komi
    annars væri Rogers vís til að koma okkur öllum á óvart!

  27. Held nú að enginn sé að missa sig í nokkra átt, hvorki upp eða niður. Aðalmálið í þessari keppni var að komast áfram og það tókst.

    Hins vegar var frammistaðan róleg og alls ekki skemmtileg á nokkurn hátt, eða hvað.

    En ef þú varst í alvöru Elías minn að beina því til mín að ég færi í öfgaáttir upp eða niður þá held ég að þú ættir nú að fara yfir það sem ég hef skrifað á þessari síðu hér í sumar. Í stuttu máli sagt hef ég mjög mikla trú á Brendan Rodgers en tel hann eiga gríðarlegt verk fyrir höndum og leikur kvöldsins var bara partur af því.

    Svo skulum við sjá hvernig morgundagurinn fer og reyna að verða ekki svartir eða hvítir, heldur bara gráir, rólegir og þolinmóðir. Eða hvað?

  28. Eitt sem fer rosalega í taugarnar á mér varðandi leikmannaglugga Liverpool undanfarið.

    Það er alltaf verið að rýra samningastöðu klúbbsins með því að selja stoðir korter í lokun þannig við neyðumst til að kaupa menn í staðin. Að sjálfsögðu er hægt að ljúga að fólki einhverju bulli með Carroll eins og að “við ætluðum að borga Carroll og fá 15 millur á milli”. Það er auðvitað bara tóm þvæla, þeir neyddust til að kaupa hann á þessu verði vegna þess að Liverpool var búið að mála sig út í horn og það eina sem gat bjargað þeim úr vandræðunum var að brjóta sparigrísinn.
    Ansi hræddur um að á morgun verði gerð kaup sem verði gjörsamlega út úr kortinu peningalega séð, en vonandi þó góð fyrir hópinn.

    Slæm samningastaða gæti kostað okkur fleiri milljónir punda, jafnvel milljarða íslenskra!

  29. ” If you can’t support us when we lose or draw , don’t support us when we win ”

    Blow in Liverpool fans are not required .

  30. Þetta er ekkert flókið. Það er engin leikur tryggður sigur fyrirfram. Það skiptir engu þótt að þú hafir betri sögu, sterkari leikmannhópa, fleiri áhorfendur það sem máli skiptir er að leggja sig fram. Þannig nærðu sigur, góðum úrslitum, sæti í CL, bikurum o.s.frv. Það er eins og leikmenn Liverpool gleymi þessu stundum. Það er eins og þeir halda af því þetta er Hearts, Norwich, Bolton eða what ever þá eigum við að vinna. Vonandi nær Brendan Rodgers að stimpla það inn í hausinn á mönnum að leikur vinnst ekki fyrirfram heldur með vinnusem inn á vellinum. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Over and out!

  31. Þrefalt húrra fyrir Elías#22 Ef ég gæti þumlað þetta komment svona 10x þá myndi ég jafnvel fara í símann minn til að geta þá þumlað þetta 10x í viðbót.

    Færanýtingin var léleg og leikurinn á frekar rólegu tempói hjá okkar mönnum en sigur uppskárum við í einvíginu og liðið komið áfram í Evrópukeppninni, því ber að fagna. Frábært að sjá Suarez setja hann þarna, hann þurfti virkilega á þessu marki að halda og vonandi eykur þetta sjálfstraust hans fyrir framan markið og við sjáum hann setja hann reglulega í vetur.

    Joe Allen lítur virkilega vel út og mig hlakkar þvílíkt til að sjá Nuhir Sahin á miðjunni og nýja Marokkóbúann okkar á kantinum. Líst líka svakalega vel á ef að Downing getur komið með comeback í vinstri bakverðinum og Martin Kelly færist þá vonandi í að leysa af í miðverðinum þar sem ég held að hann eigi betur heima en í hægri bak. Held að Suarez, Assaidi og Sterling geti nú skapað heilan helvítis helling af mörkum í vetur auk þeirra manna sem koma inn á morgun (1-2 reikna ég með)

    Það er alveg ótrúlega pirrandi að horfa upp á okkar menn klára ekki færin sín en við skulum ekki gleyma því að tímabilið er nýhafið og það eru strax mikil batamerki á liðinu og heilmikil tiltekt í gangi í leikmannamálum. Brendan Rodgers er að vinna gott starf það verður klárlega farið yfir þau mistök og það sem betur mátti fara í þessum leik á æfingasvæðinu og okkar menn mæta tvíefldir til leiks á móti Arsenal.

    YNWA

  32. ég er svo ótrúlega ánægður með kaupin á Joe Allen…. það er frábært að fylgjast með honum.. sívinnandi og hrikalega góður í að stela boltanum… virkilega góður í að stýra spilinu á miðjunni… Algjör eðalkaup .. þessi maður á eftir að vera í algjöru lykilhlutverki hjá okkur næstu árin. Svo er gríðarlega spennandi að hafa 17 ára gutta sem spænir upp varnir með hraða….. Við eigum síðan eftir að sjá miklu meira af Adam Morgan… Þar er framtíðar sóknarmaður. BR er að gera flotta hluti með því að gefa þessum ungu drengjum meiri ábyrgð.. Það flýtir fyrir þroska þeirra sem og hvetur þá til að gefa sig meira í allar æfingar og leiki.

    Það eru spennandi tímar framundan og mjög spennandi næstu 25 tímar framundan. Reikna með að við kaupum einn striker á morgun og ekki meir. Hver það verður er ómögulegt að segja…… Annars er Babel “free agent” hehehe.

  33. Nú vantar edit takkann, Nuri Sahin átti þetta að vera. Afsakið þetta.

  34. “We know it happens sometimes, but we move on.” (Brendan Rogers um mistök sem markmenn eiga til að gera)Hjartanlega sammála honum.

  35. Nú er maður að stressast upp fyrir morgundaginn, verður morgundagurinn vonbrigði eins og siðasti dagur sumargluggans undanfarin àr eða verður morgundagurinn fràbær? Kemur i ljós. Erum ekki að fa neinn pening nuna fyrir Carroll svo eg se ekki af hverju við eigum að eiga pening fyrir Sturridge eða Walcott þo eg væri til i annann þeirra. Se reyndar hvorki Arsenal ne Chelsea selja okkur annann þessara leikmanna þratt fyrir að við hefðum peninginn en það er annað mal.

    Ef við faum bara Dempsey a morgun þa er morgundagurinn vonbrigði i minum huga en ef Dempsey og annaðhvort Walcott eða Sturridge kæmu með honum þa skal eg hoppa hæð mina næstu vikurnar af gleði…

    Nuna væti eg til i podcast i beinni utsendingu fra hàdegi til 22 annaðkvold með snillingunum Kristjani Atla, Babú, Steina, Einari Erni og Magga… shit hvaðbeg er að stressast upp, er með kviðahnut i maganum yfir þvi hvort þetta verði gleði eða vonbrigði a morgun. Mer finnst eins og næstu 9 manuðir af skapi mínu ràðist a þvi hvernig morgundagurinn muni þróast utí Liverpool borg. Þap verða svefntruflanir i nótt en skulum reyna að halda jakbæðninni og eg ætla að trúa þvi að morgundagurinn verði gleði en ekki vonbrigði.

  36. Til hamingju með daginn á morgun Reina! 🙂
    Hann mun kvitta fyrir þetta mark, með nökkrum ekki mörkum anstæðingana í vetur

  37. Hef fulla trú á að það komi 2 inn á morgun og annar þeirra sterkur framherji .
    Ég er sáttur við þá sem hafa komið þó svo Borini hafi ekki heillað mig til þessa , Allen er frábær kaup og Nuri Sahin á eftir að vera okkur dýrmætur held ég .
    Assaidi er ekki með neina pressu á sér og vonandi kemur hann okkur skemmtilega á óvart .
    Svo vorum við að kaupa mjög efnilegann þjóðverja sem virðist vera með hausinn í lagi og metnað til að sanna sig .
    Sterling og Morgan eru framtíðar menn sem eru að fá góða reynslu og eiga bara eftir að vaxa .
    Framtíðin er björt með unga leikmenn og ungan stjóra .

  38. Missti af leiknum, afhverju missti greinarhöfundur allt álit á aðdáendum Hearts?

  39. Margir miðlar tala um að við höfum boðið pening OG Jordan Henderson í Clint Dempsey.

    Ef það er rétt er staða félagsins núna sérkennileg í meira lagi finnst mér, eiginlega bara bíð eftir því að glugginn lokist held ég…erum við að verða desperate eða erum við svona blönk?

  40. Já og eitt enn …
    Ef barnið mitt fær 10 í stærðfræði knúsa ég það og læt það vita hversu stoltur ég er og mér finnist það frábært 🙂
    Ef það svo fær 5 næst þar sem lítil einbeitning var og eitthvað klikkaði þá er alveg pottþétt að ég segi ekki … vá hvað þú ert ömurlegur úff 5 , halló nei ég knúsa það og bendi honum á að allir geti gert mistök og það sé bara að undirbúa sig betur næst og ég hafi fulla trú á að hann geri betur næst ….
    ÁFRAM LIVERPOOL …. ALLA LEIÐ

  41. Örlög eða ….. 32-liða úrslit deildabikarsins West Brom – Liverpool

  42. Höfðu ekki Arsenal áhuga á Henderson áður en hann kom til okkar?

    Mín spá:
    Henderson fer til Arsenal fyrir Walcott.
    Adam fer til Fulham fyrir Dempsey.
    Sturridge kemur á láni fyrir nokkrar kúlur og kaupréttur fylgir með.

    Mér líst vel á þetta en ég vil samt gefa Henderson meiri séns og það væri betra að fá Walcott með öðrum ráðum…

    Ég er svo enn að melta þetta með að lána Andy…þetta kemur gríðarlega á óvart.

  43. Fyndið ef Liverpool kaupir ekki Dempsey, maðurinn búinn að vera í verkfalli í allt sumar. Ég væri persónulega til í Sturridge en efast um að Chelsea sé eitthvað að spá í að selja hann. Sama með Walcott. En eitthvað gerist á morgun það er nokkuð ljóst.

  44. Jæja, 2 heimaleikir búnir einn í deild og einn í evrópudeild tvö jafntefli við verðum að fara klára þessa leiki á heimavelli……
    mynnir óþarflega mikið á síðasta tímabil.
    En ég hef trú á Rodgers og hann nái að snúa þessu við. YNWA

  45. Hverjum er ekki sama hvernig leikurinn var, verkefnid var ad komast afram og vidkmumst afram.. Thad er thad sem skiptir mali..

    En uff veit ekki hvort eg meiki daginn a morgun, er nokkud hraeddur um ad hopurinn se ordinn of thunnur… Vonandi koma minnstalgai 2 a morgun…

  46. MAGGI 49 . WHAT…. að lata Henderson sem við keyptum a 16 plus pening fyrir 29 àra gamlan Dempsey sem a ar eftir af samning mundi toppa allt sem heimskt væri… ÞETTA GETUR BARA EKKI VERIÐ RETT…

    Lata Adam uppí Dempsey væri flott.

  47. Andy Carroll er sennilega bara lánaður því enginn vill borga það verð sem eigendunum þykir ásættanlegt, og með láni gætu þeir hækkað hann eitthvað í verði aftur ef hann stendur sig vel. Hefði alveg verið til í að vera með hann áfram, og miðað við launin sem Suarez var á fyrir nýja samninginn þá get ég ekki trúað því að hann sé að fá það há laun. En ég græt ekkert að sjá hann fara til West Ham á láni.

    Annars held ég að flestir hérna inni séu orðnir of gamlir fyrir það að grenja svona eins og margir hérna voru að gera í lýsingunni. Til hvers þurfum við að vinna stórt? Þessi leikur skiptir nákvæmlega engu máli svo fremi sem við komumst áfram og það gerðum við. Frekar vil ég að liðið sé tilbúið fyrir Arsenal. Hafiði smá þolinmæði, hvað þarf að tyggja það oft í fólk að við verðum að gefa nýjum stjóra tíma?

    Annars miðað við liðið í dag þá kæmi mér ekki á óvart að sjá Coates og Agger byrja á móti Arsenal. Gæti verið að Gerrard sé að fara á bekkinn á móti Arsenal? Sbr. að Carragher var í byrjunarliðinu á móti Hearts í seinustu viku og er síðan settur á bekkinn og Coates kemur í byrjunarliðið á móti City.

  48. Mitt litla álit á BR er endanlega farið með þessu Andy Caroll transfer, telja menn virkilega að Sturride, Walcott eða Dempsey eigi eftir að gera einhverjar rósir.

    Sturride er varaskífa hjá Chelskí.
    Dempsey náði einu góðu tímabili hjá Fulham !
    Walcott er með ca. 0,5% nýtingu í sínum færum.

    Þetta er eru því miður engin ” Van Persie kaup ” heldur einhverjir miðlungs leikmenn sem munu skila miðlungs árangri, hate to say I told you so !.

    Varðandi Reina kallinn, þá virðist kallinn ekki alveg með hausinn í lagi þessa daganna, t.d. ræddu Sky-liðar mikð um það hvað hann ætti í erfiðleikum með fyrirgjafir í City leiknum

  49. nei takk ekki huntelaar.Hann er góður skorari en hann er ekki góður liðsmaður, er mikið í fílu. Hins vegar þurfum við að hafa smá áhyggjur yfir getuleysi til að sigra minni liðin á heima velli þetta virðist engan endi ætla að taka. Ég hef nú ekki verið mikið að tjá mig hér en ég verð að segja að menn ættu stundum að telja upp á tíu áður en þeir skrifa hér, það er frekar hvimleitt hvað margir eru neikvæðir.Kenny var og er mitt mesta goð og var ég verulega sár þegar honum var sagt upp.En ég vissi raun ekki neitt um BR og gat því ekki með nokkru móti gagnrýnt þessa ákv að ráða hann svo ég gaf þessu séns og ég verð að segja það að ég hef ekki verið fyrir neinum vonbrigðum nema þá helst það sem á undan var sagt að vinna minni liðin.En hann er að reyna að laga það og það eru þessar breytingar á mannskapnum undan farið.Ég er viss um fyrir framtíðina þá verða þessi kaup, Yesil,Borini og svo væntanlega Sturridge ekki slæm kaup. Allen og Nuri eru bara magnaðir og svo gæti Assaidi bara komið á óvart.Þessa menn hefur hann fengið fyrir ekki svo háa upphæð og flestir af þessum leikm spilaðu ekki á móti man cyti.
    Koma so strákar verum jákvæðir það eru bara jákvæðir hlutir að gerast og þetta tekur tíma að slípa leikmenn í eina góða liðsheild, hann BR er en þá í endurreisn.
    Áfram LIVERPOOL ALLA DAGA OG NÆTUR
    PS það kæmi mér ekki á óvart ef Michael nokkur Owen myndi nú koma aftur á loka sprettinum. ;D

  50. @62
    Ætla ekki að vera með nein leiðindi en það er algjört lágmark að gera bil á eftir punkti og greinarskil ef þú vilt að fólk lesi commentið þitt…

    kv.
    Stafsetningar löggan

  51. Búinn að segja það í mörg ár að Pepe Reina er ekki nógu góður. Ef við ætlum að gera eitthvað þá þarf að skipta um markvörð. Hann er að gera allt of mikið af svona 4. flokks mistökum til að geta kallast heimsklassamarkvörður.

  52. Greinilega mikið efni hér á ferð.

    Liverpool may have signed ’the next Drogba’ in Leverkusen starlet Samed Yesil
    PROFILE
    By Clark Whitney

    On Thursday, and with little warning, Liverpool announced the signing of Samed Yesil. Coming at the end of a summer laden with prolonged transfer sagas and sky-high release fees, the 18-year-old’s move from Bayer Leverkusen was almost covert.

    Indeed, when the Liverpool website broke news of Yesil’s signing, the player’s name was not even mentioned: “Reds Sign Youth Striker” declared the headline. The signing of a young player for such a modest fee of £1 million might be easy to overlook. But when history reflects, Yesil just might be remembered as this summer’s greatest transfer coup.

    Throughout his development, Yesil has always been well above the curve: he scored his first goal for Leverkusen at Under-17 level when he was just 14 years old. Two seasons later, he made his debut with the Under-19 team. And in 2011-12, he was the top scorer among all of Germany’s Under-19 leagues, West, North/Northeast, and South/Southwest. SAMED YESIL: EXPERT VIEW
    Falko Bloeding | Goal.com Germany

    Bayer Leverkusen letting Samed Yesil go to Liverpool comes as a big, big surprise. Yesil is one of the brightest talents in German football right now and was expected to see first-team action this season.

    He is a very skillful, two-footed striker who is at his best once he gets into the box, but he can also play out wide. He has scored 57 goals in 71 matches for Bayer’s youth teams in the last two years, an extraordinary statistic. He also captains Germany’s Under-19 and won the “Silver Shoe” at the Under-17 World Cup two years ago.

    I personally think it would be a huge surprise if Yesil makes an immediate impact on the Premier League. He must work on his strength and learn to cope with better defenders but, in the long term, his work-rate should see him succeed.
    A glance at Yesil’s goalscoring record alone reveals a striker with an uncommon eye for goal: his 58 strikes in 80 appearances for Leverkusen are especially impressive given he played most of those matches at a level multiple years above his age, and his 22 goals in 27 matches for Germany at Under-17, Under-18, and Under-19 levels speak volumes of his adaptability and superiority over his peers.

    To portray Yesil as a collection of figures would do him a great injustice, however: there is far more to the player than statistics can show. While he is undoubtedly a natural centre forward, the Dusseldorf native is as comfortable as a midfielder with the ball at his feet. His touch is soft, his dribbling controlled, and he has the creative spark to play clever back-heels and through-passes to his team-mates. At the 2011 Under-17 World Cup, Yesil recorded more assists than any other player as Germany set a new record for goals scored in the competition.

    After making his Bundesliga debut in April, it appeared that Yesil was destined for stardom at Leverkusen. However, the player has taken on a hefty challenge in making the move to Liverpool – time will tell whether it was more than he was prepared to handle.

    Given the nature of his position, it was always going to be difficult for Yesil to earn regular playing time before reaching physical maturity. Adding in the Premier League’s reputation for demanding power and strength in central strikers, the starlet faces a challenge that he admitted was substantial in his first interview as a Liverpool player: “It’s important that I improve physically because the Premier League is a tough league,” he said.

    Yesil has struggled to cope with the physical demands of playing against more mature opponents, and went scoreless in four matches with Leverkusen’s Under-23 team before his move to England. He has played as many fixtures with Germany’s Under-18 and Under-19 sides over the last calendar year, and enjoyed no more success. Despite all his abundant talent, Yesil still has plenty of work to do, both on the pitch and in the weights room.

    Should he overcome the hurdles of adapting to a new language, culture, and style of play, Yesil would not be the first striker to make an early debut at Liverpool. However, the precedents reveal another hurdle: Michael Owen and Robbie Fowler were tremendous talents in their teens and were shuttled through to the senior side long before reaching physical maturity. History will remember their expedited promotion as a mistake, as the careers of both players were blighted by recurring injuries.

    New to England and still very raw in both physical and technical development, Yesil must not be rushed into first-team football, nor should great things be expected of him even in his first two or three years on Merseyside. Liverpool must be patient; a loan spell in the 2. Bundesliga would do the player a world of good.

    It will take time for Yesil to repay his transfer fee, but when he does, the dividends could be staggering. Liverpool may have signed the next Drogba on Thursday – now they have to bring the best out of him.

  53. Le Tallec og Florent Sinama Pongolle þóttu gríðarlegt efni á sínum tíma !!!!
    Það er allt í lagi að kaupa efnilega leikmenn á kúk og kanill en LFC þarf að fara eyða í alvöru leikmenn ef þeirra ætla ekki að bíða í önnur 20 ár eftir Englandsmeistaratitli.
    Það er nóg komið af þessum pollyönnuleik

Liðið gegn Hearts

Gluggavaktin (sumar 2012)!