Kop.is Podcast #27

Hér er þáttur númer tuttugu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 27.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við Hillsborough-skýrsluna, leikina gegn Sunderland, Young Boys, United og WBA, ungu strákana hans Rodgers og John Terry-dóminn.

15 Comments

  1. Flott podcast hjá ykkur drengir,en eitt fékk mig til þess að skella pínu upp úr

    35:25, MATUR! Haha, kryddaði þetta podcast solldið 😉

  2. Eftir undanfarna leiki, H skýrsluna og nýjustu skitu FA ætlaði ég að hrópa eftir podcasti með stórum stöfum og brjóta allar reglur 🙂 Hlakka til að hlusta!

  3. Hlakka til að hlusta á þetta í vinnuni í fyrramálið.

    Þetta eru alltaf snilldarþættir.

  4. Elska það þegar þið byrjið að rífast um hluti sem þið eruð sammála um 😀

    Flott podcast. Og varðandi dómarana og Suarez: Dómari sem lætur orðspor leikmanna hafa áhrif á dómgæslu sína er ekki starfi sínu vaxinn. Punktur.

  5. Djöfulsins snilld.
    Ég er að fara í ómskoðun á hné uppí orkuhúsi á morgun og það er hellað að liggja þarna tímanum saman, grafkjurr með brjálað suð frá þessu ógeðistæki í eyrunum.
    Hef alltaf hugsað þegar ég ligg þarna, fokk!! afhverju er ég ekki með Ipod! En ekki á morgun. Takk fyrir mig

  6. Yes ég elska þessa þætti hjá ykkur … Hey hvernig væri að hafa þetta á myndbandi og þá geta menn stutt sýnar skoðanir með viðtölum og annarskonar video clippum osfrv ?

    En annars frábært framtak hjá ykkur og ég hlakka til að hlusta á þennan nýjasta Podcast kop.is !!

  7. Glæsilegur þáttur. Verst að Maggi var ekki lengur og Einar Örn ekki með en þið hinir haldið uppi heiðrinum. Sammála ykkur í flest öllu en eitt stakk mig. Að enginn ykkar hafi mótmælt þegar þið voruð að ræða rauða spjaldið hjá Shelvey, þegar einhver ykkar sagði að Shelvey hafi bara farið í boltann. Þó ég haldi með Liverpool og allt það að þá er alveg greinilegt að hægri fóturinn á Shelvey endar í leggnum og svo upp hnéð á Evans eftir að hann fór í boltann. Ég held því að þessi tækling hafi verið mun verri fyrir Evans og að þetta hafi ekki bara verið tómur leikaraskapur (þó að hann hafi kannski ýkt viðbrögðin sín eitthvað).

    http://i1226.photobucket.com/albums/ee408/theblackpearl121179/8015368309_37ab580c42_o_zps516d83e0.gif

    Hérna má sjá þetta vel, sólinn á Shelvey skilur meira að segja eftir stórt drullufar á leggnum á Evans þannig að þetta er ekki bara snerting á bolta hjá Shelvey + leikaraskapur hjá Evans eins og þið viljið halda fram.

    Hins vegar er ég hjartanlega sammála með Cult Hetjuna Shelvey. Enda fagnaði ég gríðarlega þegar hann lét Fergie heyra það á leiðinni út af vellinum. Það var eini ljósi punkturinn sem ég sá við þetta atvik.

    Utan við þetta atriði… eintómir þumbs upp!

  8. Nr. 8

    Ég er nú ekki alveg sammála þér þarna, held að Evans hafi ýkt stórlega sín meiðsli þarna og hjálpað til við að fá manninn útaf. Hann var furðu hress eftir að Shelvey fór útaf.Hann dempar nú höggið gríðarlega er hann fer (með báðum) í Shelvey.

    En eins og ég sagði (og Steini líka) hann fer á fullu gasi í tæklinguna og það er ekkert skandall (að mínu mati) að dómari veifi rauða spjaldinu enda bara með eitt tækifæri til að sjá þetta.

  9. Ég spyr bara að einu.

    Ef Suarez og Terry voru dæmir fyrir það sama, af hverju kærir þá Liverpool ekki FA til dómstóla í Englandi fyrir þjóðernisníð FA í garð Suarez. Eins og þetta lýtur út fyrir mér núna þá er ekkert bakvið að Suarez hefði átt að fá 8 og Terry bara 4. Ef þeir ætla rökstyðja það bakvið fljölda skipta sem Suarez hefur átt að hafa sagt þetta við Evra þá er það eintóm þvæla m.v. skýrsluna!

    Þessa daganna verð ég bara reiður og sé rautt þegar ég heyri talað um FA! Það væri makleg málagjöld ef þessir andskotar væru dæmir sjálfir fyrir níð og fengjum að borga fyrir það með peningasektum og uppsögnum!

  10. Jájá, hann stórýkir þetta sennilega, án þess að við vitum hversu vont þetta var. Varð samt að benda á að mér fannst þetta frekar einhliða hjá ykkur. Shelvey vann ekki bara boltann, heldur fór sólinn á honum í Evans. Óheppni ég veit og Evans hefði allt eins getað endað með sóla í Shelvey en það gerðist ekki.

    En auk þessa kafla í þættinum þá verð ég að hrósa ykkur fyrir “dýfu” umræðuna í þættinum. Þetta er það sem ég er mest pirraður á í nútíma fótbolta. Ekki dýfurnar heldur dómararnir því þeir gera það að verkum að menn ÞURFA að sækja aukaspyrnur og vístaspyrnur með dýfum! Þessu verður að breyta.

  11. Strákar. Mættuð vera svo vænir að laga download linkinn. Eina sem hann gerir í dag er að opna podcastið í nýjum glugga en downloadar því ekki eins og áður. Og þar sem ég er að nota tölvuna í annað lika þá vill þátturinn stoppa og ég þarf að byrja uppá nýtt.

  12. smoogmz – Ég lendi ekki í þessu sjálfur. Þú hægri smellir á DOWNLOAD-linkinn og velur vista og þá sækirðu skrána yfir á tölvuna þína. Ég var að prófa þetta aftur núna og þetta virðist vera í lagi.

  13. Frábær þáttur hjá ykkur og takk fyrir mig strákar!

    Eftir að hafa séð þessa tæklingu aftur núna í fyrsta skiptið í alveg 2 daga að þá skal ég alveg viðurkenna það að ég verð bara enn meira hneykslaður á því að Shelvey fékk rautt en evans ekki einu sinni gult! það er því miður þannig að það borgar sig að vera með leikræna hæfileika og garga þegar tæklingin er búin, það eykur líkurnar á því að maður fái eitthvað, nema auðvitað fyrir Suarez sem var tekinn af lífi eins og kom fram í þættinum.

    Shelvey hefur alltaf minnt mig fáránlega mikið á Gerrard, getur skotið fyrir utan teig, er aggressívur í tæklingum og er meira að segja með líkan hlaupastíl. Eftir að hann lét ferguson heyra það að þá mun þessi strákur bara vaxa í mínu áliti. Vona innilega að hann verði með svipaðan feril og Gerrard.

    Terry málið er bara skandall og undirstrikar algjörlega hvað Suarez er mikið fórnarlamb hjá manjú-mafíunni.

  14. Er á leið í gæs í kvöld og hlakka til að hlusta á podcastið á leiðinni. Mun þvinga einn United mann í leiðinni til að hlusta enda á ég bílinn ekki hann 🙂

    Birkir Örn # 10
    Ég deili því algjörlega með þér að það er svívirða hvernig þessi mál hafa öll þróast, þ.e. 8 leikja bann Suarez og síðan þessi afgreiðsla með Terry. Verð meira að segja pirraður við að hugsa þetta mál allt saman um leið og ég skrifa þennan texta. Ég held samt að Lpool láti kyrrt liggja til að missa ekki fókus eða einbeitingu á því mikilvæga verkefni að spila fótbolta og ná árangri. Það gerðist algjörlega að mínu mati í fyrra og uppskeran var eftir því. Stundum er betra að láta kyrrt liggja. Mér finnst þetta því vera skynsamlegt og bera vott um breitt bak fremur en að við séum að láta valta yfir okkur.

Opin umræða

Norwich á morgun