Landsleikjahlésleiðindi og opinn þráður

Það er landsleikjahlé og ekkert að gerast í kringum Liverpool nema einhver skandall þar sem að fjölmiðlafulltrúi á að hafa hótað nafnlausum penna einhverjum ósköpum.

En allavegan þetta er Gareth Bale í landsleik í gær.

Og þetta er hann með eina bestu dýfu allra tíma í ensku deildinni.

Ég bíð spenntur eftir yfirlýsingum frá Tony Pulis og miðjumönnum Stoke og framámönnum hjá Fifa um það hvernig Gareth Bale sé að eyðileggja breska knattspyrnu.

Allavegana, þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

30 Comments

  1. Heyrðu ég hætti þá bara að smíða Interlull færsluna mína sem var svona þegar ég sá þetta 🙂

    Landsleikjahlé númer tvö á þessu tímabili hálfnað og þrátt fyrir slæmt gengi Liverpool og góðan árangur Íslands er þetta samt glæpsamlega leiðinlegt. Við eigum auðvitað fjölmarga leikmenn sem eru á ferð og flugi með sínum landsliðum og hafa þarf áhyggjur af að komi heilir heim.

    Meiðsli Fabio Borini sem var með U21 árs liði Ítala opinbera illa hversu fáliðaðir við erum í fremstu víglínu. Það var nógu slæmt að þurfa að treysta svona mikið á U21 árs leikmann en án hans í lengri tíma er Suarez bókstaflega eini fullorðni sóknarmaðurinn í liðinu. Hvernig slíkt getur gerst hjá Liverpool er erfitt að skilja.

    Borini var ekki búinn að ná sér nógu vel á strik í upphafi mótsins en ekkert verið hræðilegur heldur og hann mun ekki hjálpa Liverpool neitt meiddur svo mikið er ljóst. Fram að janúar glugganum á Liverpool að ég held 18 leiki sem ætti að sýna okkur að þörfina á öllum þeim sóknarmönnum sem við eigum. Suarez er ekki að fara spila alla þessa leiki hvíldarlaust.

    Aðrir fréttir af okkar mönnum eru m.a. þær að Jonjo Shelvey spilaði sinn fyrsta A landsleik er hann kom inná gegn San Marino. Gerrard var í banni í þessum leik og Johnson ekki í liðinu.

    Henderson var fyrirliði U21 árs liðsins og Raheem Sterling (17 ára) spilaði sinn fyrsta U21 ára leik og var meðal bestu leikmanna vallarins í leik gegn Serbum. Wisdom meiddist lítillega á öxl og spilaði því ekki leikinn.

    Luis Suarez og félagar urðu vitni af sýningu hjá Leo Messi í gærkvöldi er Argentína sigraði 3-0. Agger var fyrirliði Dana sem gerðu 1-1 jafntefli við Búlgaríu. Nuri Sahin kom inná sem varamaður hjá Tyrkjum í jafnteflisleik gegn Rúmenum og Joe Allen spilaði allann leikinn fyrir Wales í sigri á Skotum.

  2. Já þetta er stórkostlegt alveg og ekki er nú verið að fjalla mikið um þessi atvik.

    Er sem sagt kjaftæði að Borini sé fótbrotinn eða telst það ekki til tíðinda fyrir Liverpool?

  3. Hvað er svona sérstakt við það að fara á tónleika með Á Móti Sól í Liverpool treyju?

  4. Sýnist þetta nú ekki vera dýfa hjá Bale í efra gif-inu. Fer varnarmaðurinn ekki í hægri fótinn á honum með þeim afleiðingum að Bale sparkar í sjálfan sig og dettur?

  5. Megas kvað: “Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað”. Mér er eiginlega slétt sama um Bale, aðra dýfara og fíflin í fjölmiðlum og hjá FA..

    Suarez verður að hætta þessu. Punktur!

  6. Voðalega eruð þið sárir útí Bale…
    Er þetta kannski einhver tilraun til að láta dýfukónginn hann Suarez lýta betur út?
    Frekar lélegt fynst mér, í fyrsta lagi þá er varnarmaðurinn búinn að viðurkenna að það hafi verið snerting, og í öðru lagi þá efast ég um að menn haldi að Stalín hafi ekki verið slæmur kall af því að Hitler var verri…..

  7. Það besta við landsleikjahelgarnar er það að Liverpool geta ekki klúðrað þeim fyrir manni. Ég er farinn að kunna vel við þær. 🙂

  8. Breaking News

    Liverpool Echo (@LivEchoLFC ): Liverpool Football Club has decided to stay at Anfield – story to follow

  9. Finnst Stefán nr. 9 alveg með þetta……NOT. Má ekki sýna að fleiri dýfi sér, er þá verið að réttlæta Suarez!!!!! Held að engin sé að reyna að réttlæta neitt, hins vegar er einelti ljótt og á ekki að líðast. Ég sakna þess að þeir sem stýra Liverpool skuli ekki standa upp og sýna það svart á hvítu hvað er í gangi. Sýna dýfurnar hjá Suarez versus öll brotin sem ekkert er dæmt á. Held að það yrði fróðlegur pakki. Og varðandi Bale, sem sparkaði í sjálfan sig þá var eini munurinn á hans “dýfu” og Suarez að Bale féll á réttum tíma en Suarez hugsaði í sekúndubrot að standa þetta af sér. Stöndum svo með okkar mönnum og okkar liði það eru nægur mannskapur annarstaðar til að rakka okkur niður 🙂

  10. 9 : Afskaplega lélegt komment hjá þér og auðvitað vitleysa hjá mér að eyða tíma í að svara. En þetta með Stalín og Hitler … á það að skiljast sem svo að líkindin hjá þér séu þannig að Bale sé Stalín dýfinganna á meðan Suarez tekur Hitlerssætið? Svolítið ósmekklegt finnst mér. Suarez dýfukóngur? Jebb, og Transformers: Dark of the Moon er sannsöguleg mynd…

  11. 9# Staðreyndin er sú að Bale fékk tvö gul spjöld fyrir dive í fyrra og á fjölmargar aðrar, hann fer auðveldlega niður en ef þu skoðar muninn á umfjöllun fjölmiðla um “útlendinginn” Suarez og “heimamanninn” Bale þá er hún grátbrosleg. Svona svipað og Suarez/Evra vs. Terry/Ferdinand. Það er enginn að taka upp hanskann fyrir Suarez í Stoke dýfunni en stimpillinn sem hann er kominn með er svolítið ósanngjarn, þó svo hann ýki oft snertinguna.
    Ég setti gif. Bale dýfuna á lokað spjall sem ég er með vinum mínum þar sem við spjöllum um fótbolta. Ég gerði það viljandi að hrauna yfir Bale og skrifaði líkt og þeir gerðu við Suarez gegn stoke, viti menn þeir tóku upp hanskan fyrir Bale og sögðu hann óvart hafa sparkað í sjálfan sig og væri á svo miklum hraða að það væri ekki hægt að standa í lappirnar, en þeim fannst reyndar að hann ætti þá ekki að biðja um vítið. Svo þegar þeir voru að verða bilaðir á mér sagði ég að varnarmaðurinn væri búinn að viðurkenna snertingu og að ekki hafi verið um dífu að ræða. Ég benti þeim á að ef þetta væri Suarez í sömu aðstæðum væri skoðun þeirra allt önnur.

  12. Þetta efra er nú greinilega EKKI dýfa. Varnarmaðurinn augljóslega kemur við fótinn á honum sem verður til þess að hann sparkar aftan í kálfann á sér. Þetta finnst mér nú svipað kjánlegt og þegar einhver hérna póstaði inn fullt af youtube myndböndum um daginn sem sem áttu að sýna augljósar dýfur Suarez, en í raun sýnu bara varla neitt.

    Þetta neðra er hinsvega ljótt. Ömurlegt hjá Gareth Bale.

  13. Hvaða bulli er verið að pósta hérna ??? Þetta er nú komið á nýtt level ef það á að benda á að einhver annar svindli líka.

    Annars er þetta fyrra myndband þarna púra víti, ef einhver hefur spilað fótbolta hérna þá veit sá hinn sami að það er ekki hægt að hlaupa á annari löpp.

  14. 17# það er ekkert nýtt að annar svindli….en það er nánast einn leikmaður sem er stimplaður sem svindlari. Svo mikið að einhver trefill hjá FIFA ákvað að tjá sig sérstaklega um hann á meðan það eru mímörg dæmi í síðustu leikjum með góðu svindli.

  15. Rakst á þetta myndband og fór að hugsa hvort það væri ekki ágætt að hafa þennan mann, sem væri væntanlega búinn að stíga sín fyrstu skref með félaginu, í liðinu ennþá. Enn þann dag í dag skil ég með engu móti afhverju hann var seldur.

  16. Landsleikahlésleiðindi?!?

    Við unnum okkar fyrsta sigur á Balkanskaga með góðum 1-2 sigri í Tirana!! Þetta er þau leiðindi sem verið er að bjóða upp á! 🙂

  17. “Það ætti að láta þessa menn æfa á malbiki eins og við gerðum, þá hætta þeir að láta sig detta” Johan Cruyff

  18. Kræst hvað þessi umræður um dýfur eru orðnar leiðinlegar.

  19. Sértakt hvað fáir hafa samt áhyggjur af meiðslum Borini. Ég bið til Guðs á kvöldin að Suarez fari ekki að taka upp á því að meiðast.

  20. Er eitthvað komið um hvað lengi Borini og Wisdom verða frá?

  21. Eitt sem ég ætla að hneyksla mig á… Hvað er Rooney að géra sem fyrirliði Englands? Hann er svindlari, hefur oft hennt sér niður plús það að halda framhjá konunni sinni og margt fleira sem hann hefur gert….

  22. Langar að nýta mér opna umræðu og kvarta yfir því að kop.is lítur ömurlega út í símanum mínum, finnst þetta leiðinlegt vegna þess að það er fátt skemmtilegra en að fara yfir kop.is umræður í hálfleik og eftir leik og oft við þau tækifæri er maður ekki staddur við tölvu. Hún nýtist vissulega í síma, en lítur hroðalega út.

  23. Eins og ég sagði í öðrum þræði hérna inná kop.
    Mér er allveg sama um hvort suarez dýfi sér ef að dómarar dæma ekki rétt þegar það er brotið á honum. Ég meina þetta ekki bókstaflega, en þessi dýfa skiptir mér svo sem engu máli því maður er miklu meira hneikslaður á þessum dómurum og vitleysunni í þeim að dæma ekki rétt leik eftir leik… bara pjúra einelti og ekkert annað

    Allveg út í hött stundum þessir dómarar.

    en jú, þetta gerir fótboltann að vissu leyti skemmtilegan 🙂

    YNWA!!!

Kop.is Podcast #28

Liverpool verður áfram á Anfield (staðfest)