Staðfest: Chelsea eru búnir að reka Roberto Di Matteo. Hann entist tæplega viku lengur en Andre Villas Boas í starfi.
Di Matteo stýrði Chelsea í 9 mánuði. Hann vann FA bikarinn og Meistaradeildina og bjargaði þátttöku liðsins í Meistaradeildinni í vetur. Lið hans byrjaði langbest allra í deildinni og unnu 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni. Síðan þá hafa þeir aðeins unnið 1 af síðustu 5 og tapað 2 af síðustu 3 í Meistaradeildinni, þar sem þátttaka þeirra hangir nú á bláþræði.
Við erum að tala um innan við mánuð af lægð hjá stjóra sem vann Meistaradeildina í vor. Og Roman rak hann. Ja hérna.
Þetta er opinn þráður. Ræðið það sem þið viljið.
Þetta er náttúrulega bilaður maður. Það verður fróðlegt að sjá hver setur höfuðið næst á höggstokkinn – Benitez?
Þetta er bara rugl! Ætli það vilji nokkur vinna fyrir þennan mann?
Chelsea FC er og verður cirkus. Sama hvað alltaf verður reynt að láta eins og annað sé í gangi þá er Roman Abramovich einfaldlega þannig innstilltur að einhver lægð hjá liðinu leiðir til brottreksturs.
Og nú er náttúrulega lægð, Chelsea gætu orðið fyrstu ríkjandi CL-meistarar til að komast ekki áfram í 16 liða úrslit á tímabilinu eftir sigurinn. Og það svíður Roman sem eyddi töluverðum peningum til að vinna þann titil.
Samkvæmt yfirlýsingu Chelsea er stutt í næstu yfirlýsingu þeirra um stjóramálin og mikið vona ég að “magatilfinningin” mín um Rafa sé ekki rétt. Rafa vill fara að þjálfa, náði töluverðu út úr Torres og er langhæfasti atvinnulausi stjórinn. Roman veit ýmislegt um fótbolta og veit af því eins og við. Samkvæmt Balague er ekki búið að hafa samband við Rafa samt og mikið vona ég að það verði bara ekki gert, því ekkert verður erfiðara en að sjá hann stjórna plastfánacirkusnum.
Pep Guardiola er búinn að vera efstur á lista Abramovich núna í tvö ár. Það vitum við öll, en við vitum líka að Pep hefur örugglega töluverðan fyrirvara á sér gagnvart því að vinna fyrir Roman.
En ég held ennþá að ofurlaun honum til handa, endalausir peningar til leikmannakaupa og loforð um total control yfir klúbbnum muni í vor leiða til þess að hann mæti næsta haust á Stamford.
En fyrir Benitez gæti þetta starf gefið honum færi á að koma “inn á völlinn” aftur.
EN. Mikið vona ég ekki!!!
Maggi mikið er ég sammála þér með Benitez
Hehe
Ég mæli ,með því að þeir sem hafa hvað harðast verið að gagngrýna Rodgers og viljað hann í burtu ættu ekki að tjá sig um hvernig klúbbur chelsea sé með því að reka stjóra.
En þessi frétt kemur alls ekki á óvart enda var Matteo aldrei það nafn sem að hugnaðist Roman og núna hlýtur hann að gera allt til þess að fá Guardiola og ég vona að þeir fái hann frekar heldur en Benitez þar sem að ég er drullusmeykur um hvað Benitez gæti gert með þennan hóp og endurvakningu Torres.
En stórleikur hjá þeim um helgina á móti City þannig að þeir hljóta að fá inn stjóra strax í dag eða seinasta lagi á morgun.
Peningar bjarga öllu. Fyrir næga peninga færi jafnvel rauðnefur yfir, það er bara þannig. Sjálfur Benites bjargar ekki þessum klúbbi, það er eitthvað við andrúmsloftið þarna sem gerir að verkum að um leið og kemur smá hiksti fer allt í baklás, þetta höfum við séð áður hjá Chelsea
Roman átti náttúrulega að gera Van Persie að ríkasta knattspyrnumanni deildarinnar og fá hann í sóknina hjá sér. Torres er bara á niðurleið, eins mikið legend eins og hann var þá hefur hann misst hraðann og kannski væri betra að hafa Sturridge alltaf í byrjunarliðinu.
Þetta er allavega alveg glatað move hjá Roman. Chelsea eru í bullandi vandræðum í sókninni og nýr stjóri ekkert að fara gera kraftaverk þar.
Roman er auðvitað klikkaður en ég ætla bara að játa það að mér finst Di Matteo álíka sannfærandi knattspyrnustjóri og amma mín. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að Chelsea vann meistaradeildina, en heppnin á Nou Camp og í úrstlitaleiknum gegn Bayern var slík að ég man ekki eftir öðru eins. Í 99 skipti af 100 hefðu þeir tapað þeim leikjum stórt. Hann var undir miklum þrýstingi að ráða Di Matteo eftir það og átti í raun ekki annarra kosta völ.
Meiri sirkusinn þessi klúbbur og ég bið til Guðs að Rafa fari ekki þangað… Samt er ég ekkert trúaður á Guð og svoleiðis!
Trúi ekki að vinur okkar Rafnar Beinteinn vilji taka við Chelsea. Áhugi fyrir því að vinna fyrir Roman hlýtur að vera núll og því snýst þetta aðallega um peninginn…álit mitt á Benitez myndi minnka tölvert ef hann skrifaði undir sem skósveinn og þræll hjá Roman. Það verður samt fróðlegt að sjá hver tekur við…
Mér verður hugsað til þeirra manna sem heimta brottrekstur BR í hvert skipti okkar ástkæra lið gerir jafntefli og eða tapar leik…… álíka mikill sirkus þar á ferð finnst mér og hálfgerð hræsni að hneikslast á gjörðum Romans og óska sér hið sama heimavið….
YNWA.
Benitez er á leiðinni til Chelsea. Tel það næstum öruggt miðað við fréttir á twitter og orð Balague/Ben smith ofl . Hann verður interm manager hjá þeim þangað til að annað hvort móri eða Guardiola koma og taka við.
Svo virðist sem að mjög mikið af aðdáendum Chelsea gjörsamlega hata Benitez. Sungu m.a. um það á móti Birgmingham í fyrra(í FA cup) og miðað við lætin á netinu þá verður þetta erfitt staða fyrir hann að koma inn í.
EN ! Rafa er búinn að vera í fríi í langan tíma og kemur tilbaka með allt að sanna. Þvílikt sniðugt að mínu mati hjá Roman. Þetta á eftir að gefa Chelsea liðinu þvílkt mikið því að Rafael Benitez er algjör fótboltaheili og er hann án efa búinn að vera fylgjast með liðinu í langan tíma. Trúi því algjörlega að þetta hefur átt sér miklu lengri aðdraganda.
Aðdáendur Chelsea hafa það bara allt of gott að mínu mati. Það er búið að byggja upp leikmenn í 4-2-3-1 kerfið hans Benitez og smell passa nýju leikmennirnir þeirra inn á það kerfi. Helvítiz fucking fokk.
Aðvitað er þetta allt saman mjög siðlaus leið til þess að reka fótboltaklúbb, 9 þjálfarar á 10 árum og allt það, en hey! Þetta er Chelsea football club…Siðleysi passar bara mjög vel við.
Strákar mínir, Di Matteo er einfaldlega mjög reynslulítill þjálfari og var klárlega búinn að tapa búningsklefanum. David Luiz viðurkenndi á mánudag að andinn væri orðinn slæmur hjá liðinu. Di Matteo prófaði svo að testa nýja leikaðferð (spila eins og Barcelona með engan eiginlegan framherja) gegn Juve í mikilvægasta leik ársins sem þeir skíttöpuðu 3-0. Að þessu sinni skil ég Abramovich alveg að hafa rekið hann.
Matteo kom sér í mjúkinn hjá fyrirliðanum Terry í fyrra með að leyfa honum að stjórna liðinu með sér og keypti sér þannig tíma í starfi, Terry var leiðtoginn í uppreisninni gegn Villas Boas. Þeir unnu svo um vorið CL á mjög negatívum 8-1-1 fótbolta með mikilli heppni. Abramovich er búinn að kaupa léttleikandi leikmenn á borð við Hazard, Mata, Marin, Oscar og ætlaði að breyta því hvernig Chelsea spilaði í átt að Barcelona. Slíkt getur ekki gerst ef það er sniðið í kringum John Terry.
Það er mjög erfitt að búa til sigurlið ef sumir leikmenn eru á alveg sérkjörum og þjálfarinn er áhugalaus um allt nema byrjunarliðið. Ég allavega vona innilega að Chelsea fái ekki Guardiola. Þetta lið, ofur-hrokafullir leikmenn og kynþáttahatandi aðdáendur þeirra hafa gjörsamlega engan klassa eða auðmýkt og eiga alls ekki skilið jafn flottan þjálfara og Pep Guardiola.
Áhugaverð grein hérna líka hvað klikkaði taktískt hjá Chelsea.
Innkoma Oscar fer með jafnvægið.
Eitthvað sem við þurfum að hugsa um áður en menn þylja hér upp langa innkaupalista um hvað leikmenn Liverpool eigi að kaupa í janúar. Jafnvel það að bæta 1 heimsklassaleikmanni í frábæran leikmannahóp getur farið með liðheildina og jafnvægið sem þarf að vera milli sóknar og varnar.
http://www.433.is/frettir/england/varnarmanni-swansea-langar-ad-rota-suarez/
Er þetta semsagt orðið í lagi? Að menn lýsi því yfir að þeim langi að meiða leikmenn andstæðingana ef hann er pirrandi?
Sem betur fer er það líklegasta niðurstaðan að Suarez klobbi þennan vitleysing eins oft of hægt er.
Það er dálítið að verða eins og spurningar blaðamanna séu svona: Hatar þú Luis Suarez, og hversu mikið?
mbk.
Ég verð að segja fyrir mína parta, að ég fatta ekki almenninlega hvað það er sem menn sjá svona æðislegt við Pep Guardiola. Ég ætla svosem ekki að fara að níða af honum skóinn, en maðurinn er með 4 ára reynslu sem þjálfari … og það þjálfari fokking Barcelona! Þorvaldur Örlygsson gæti gert þá að heimsmeisturum!
Guardiola hefur að mínu mati gert töluvert mörg viðskipti sem félagið hefur stórtapað á eða leikmenn hafa ekki staðið sig eins og búist var við: Keita, Hleb, Cacáres, Henrique, Chygrynsky og Zlatan.
Að sama skapi hefur hann ekki gert nein surprise kaup, þar sem tiltölulega ódýr leikmaður kemur á óvart. Flestir þeir sem hann hefur keypt og hafa slegið í gegn hafa kostað liðið tugmilljónir punda: Alves, Villa, Mascherano, Alexis Sanchez, Fabregas og Alba.
Ég sé bara ekki hvað er svona æðislegt við þetta allt…
Ég myndi giska á að Harry Redknapp myndi taka við Chelsea
Gosi, þetta er hreinlega öðruvísi þarna á Spáni, leikmenn þar eru oft á tíðum keyptir af stjórnarformanni og stjórninni en ekki stjórunum. Þeir eru stundum spurðir álits en ráða oft á tíðum litlu um hver sé keyptur og hvað þá á hvaða upphæð menn eru seldir eða keyptir á.
Gosi, hann er bara sigursælasti þjálfarinn í sögu Barca. Já Barcelona! Á fjórum árum! No biggidy? Einmitt.
Eins og ég segi, vil nú ekki fara að níða af honum skóinn …
En mér finnst persónulega eins og það sé minna mál að gera Barca að meisturum heldur en hvert annað lið á Spáni. Þetta er yfirburðarhópur sem hann hafði. Tók við gersamlega fullkomnu búi frá Riijkard.
Mark Hughes verður rekinn fyrir helgi, og RDM tekur við QPR (Staðfest)
Hehe það væri rétt mátulegt á Roman að ráða Rafa,þegar hann kæmi hlaupandi inn á brúnna með öll tölvuforritin sín exelskjöl línuritin og súluritin sem leikmenn þyrftu að fara glápa á hjá honum og fara eftir. Tala svo ekki um öll boðin og bönnin sem hann frussar yfir menn eins og hjá Inter.
Vonandi stekkur kallinn inn á brúnna og rústar klefanum hjá þeim á svona c.a.þremur vikum.
Ég veit að sumir eru alls ekki sámmála mér með Rafa eins og t.d. Maggi okkar, en það er í laga þá sparka ég bara í puttann á honum (aftur) Bið að heilsa Maggi 🙂
****#SteveKeanForChelsea
SteveKeanForChelsea
SteveKeanForChelsea
SteveKeanForChelsea
SteveKeanForChelsea
SteveKeanForChelsea****
Benitez er bara votleysingur ef hann tekur þetta starf. Ef hann gerist svo vitlaus vona eg að hann mæti a anfield og uppskeri sama baul og torres fær þar. Vona svo að hann muni ekki na að velja torres og lati svo reka sig eftir nokkra manuði i starfi eins og þeir sem hafa verið þarna a undan honum
http://hasrobertodimatteobeensackedyet.com/
Verður að breyta þessu 😉
Það atti að standa vona svo að hann nai ekki að VEKJA torres en ekki velja, sorry
AEG #15.
Rosalega finnst mér þetta hrokafullt og leiðinlegt svar hjá þér með stuðningsmenn chelsea.
Þú segir hérna: Þetta lið, ofur-hrokafullir leikmenn og kynþáttahatandi aðdáendur þeirra hafa gjörsamlega engan klassa eða auðmýkt og eiga alls ekki skilið jafn flottan þjálfara og Pep Guardiola.
Hvernig væri að vera smá málefnanlegir hérna í staðinn fyrir að drulla yfir stuðningsmenn annara liða.
Torres hefur ekkert misst hraða sem leikmaður, hann hefur bara misst leikgleðina eftir að hann samdi við djöfulinn. Það var átakanlegt að horfa á hann í leiknum við Juve í gær. Fowler minn góður hvað hann hlýtur að sjá eftir að hafa farið til celski, þó svo hann hafi verið partur af liði sem vann þessa tvo titla sl. vor.
En celski verður alltaf sirkus, meðan rússinn heldur áfram að leika sér í championship manager.
Af hverju gera þeir ekki bara Terry að þjálfara strax, hann virðist hafa verið spilandi þjálfari þeirra undanfarið hálft ár.
Án djóks er þetta bara ótrúlegur sirkús. Di Matteo er líka ekki nógu ‘glamerous’ til að vera þjálfari Chelsea. Hvaða manager sem er ekki með sjálfseyðingarkvöt mun vilja taka við Chelsea? Aldrei myndu týpur á borð við Dalglish, Ferguson eða Wenger vilja koma nálægt þessum klúbb með 10m löngu priki.
Ég held séð meiri líkur að Rafa séð að taka við Chelsea en Guardiola þar sem ég tel líkur að hann muni taka við Man City ef þeir vinna ekki deildina né standa sig vel í meistaradeildinni sem þeir eru núna á báðum stöðum með vont gengi og líka umgjörðin kringum Man City með því ráða tvo lykillmenn frá Barcelona Txiki Begiristain og Ferran Soriano gæti verið eitthvað sem Guardiola væri meiri til vinna kringum en t.d. hjá Chelsea.
Gosi #19
Maður hefur heyrt marga tala svona undanfarin ár. “Amma mín gæti þjálfað Barcelona samt myndu þeir vinna alla titla.”
Þetta er náttúrulega bara tótal bull. Það er ekkert sjálfgefið að stýra afburða fótboltamönnum og mótivera þá þannig að þeir spili á fullum dampi ár eftir ár og verði ekki saddir af velgengninni. Þessir leikmenn þjálfa sig ekkert sjálfir. Það krefst rosalegs innsæis og stjórnunarhæfileika að halda liðheildinni góðri í svona hópi og passa uppá að egó og sjálfstraust einstakra leikmanna blússi án þess að koma niður á öðrum. Guardiola hefur líka verið að prófa sig áfram með ný leikkerfi og er mjög frumlegur í hugsun.
Hann er mjög virtur í fótboltaheiminum meðal þeirra bestu og kemur með ró og yfirvegaða áru hvert sem hann fer. Guardiola hefur líka talað um dálæti sitt á Liverpool og þeim “You´ll never walk alone” fjölskyldugildum sem við stöndum fyrir. Sérstaklega pass and move fótboltanum sem við spiluðum á 9.áratugnum.
Það var t.d. alveg sama hvaða “Alex Ferguson” sálfræðileiki og árásir José Mourinho reyndi á Guardiola til að ná honum niður á sitt plan, hann féll aldrei fyrir því. Þessvegna hlýtur Abramovich að setja allt núna í að fá Guardiola.
Þjálfari sem er afbragðs motivator og extra góður í að byggja upp liðsheild ólíkra leikmanna á toppleveli og myndi höndla vel sálfræðistríð við Ferguson ásamt því að geta spilað þann sóknarbolta sem eigandinn vill væri eins og klæðskerasniðinn fyrir Chelsea í dag.
Bond 29#
Chelsea aðdáendur voru í áratugi með nýnasískar tengingar. Lestu þér til um Combat 18 og t.d. þetta. http://en.wikipedia.org/wiki/Chelsea_Headhunters
Ég hef fylgst með lengi á enskum spjallsíðum hvernig Chelsea aðdáendur tala um þá frá Liverpool og það er bara ógeðslegt. Endalaust tal um hvað Scousers séu illa skrifandi heimskt fólk og séu fæddir glæpamenn. Þetta keyrði alveg um þverbak þegar Benitez var að pakka Mourinho saman leik eftir leik. Kunna voða illa að taka tapi blessaðir.
Ég neita að trúa því að nokkurt lið ráði Benitez í vinnu. Jújú, hann hefur unnið einhverja meistaratitla og evrópumeistaratitla, og allir leikmenn sem hann kaupir hækka í verði og allt það, en hann fagnar ekki nóg þegar liðin hans eru að skora og vinna leiki! Veit Roman það ekki?
Er einhver mælikvarði yfir það hvað Stjórar þurfa að fanga þegar liðið þeirra skorar eða vinnur leiki, ekki serðu folk sem vinnur i sjoppu fanga þegar það nær að selja eitt hamborgatilboð…..
Mér sýnist þetta ætla að vera skemmtilegt, bæði fyrir “Scouserinn” Benitez og svo alla Chelsea aðdáendurnar sem hata Benitez og scouserana ….
Vona bara að kallinn landi djobbinu, hann á það alveg skilið að komast í vinnu en bara minna hann á það að Róman borgi sér út samninginn ef hann reki hann með einhverju álagi. Það hlýtur að vera ömrlegt að vera liðslaus þjálfari …
Bjarki nr. 35 ef þú ert að svara Elvari Nr. 34 þá vil ég endilega benda á að það er ekki svona erfitt að lesa kaldhæðni út í rituðu máli 🙂
Var annars að stinga upp á lausn við Chelsea vin minn á þessu veseni.
Prufum þetta í 3-6 mánuði, ef báðum liðum gengur ekki nógu vel þá skiptum við á sléttu við CFC, þeir fá sinn mann aftur og við okkar. 🙂
I got money to buy everything and everyone!
Við lifum á óvissutímum í dag og segja má að allt sé til sölu, jafnt leikmenn sem þjálfarar. Stefna Abramovich er einföld, hann vill vinna ALLT og svífst einskis til þess eins og síðustu 8 þjálfarar hjá CFC geta vottað um.
Roman hefur í krafti olíu- /mafíuaura byggt upp lið sem trggt hefur HONUM titla og frægð. En nú er keppni hafin á ný og Rússinn líður ekki drop in form og því skal afhausa þjálfarann og fá inn nýjann sem hægt er að stjórna af puppet master þ.e. honum sjálfum.!
Hann kemur því fram en á ný með sín einföldu skilaboð sem útrásarvíkingar Ísland voru farnir að temja sér svo vel. “Ég á þetta, ég má þetta!”
Allt til sölu hvort sem það eru leikmenn eins og Torres og Suarez, skoðanir Benitez eða blaðamenn eins og Martin Samuel, en þó aðeins fyrir rétta u$$hæð !!!
læt fylgja lítið myndband af Roman í sinni réttu birtingamynd http://www.youtube.com/watch?v=iChIhcDItgQ&NR=1&feature=endscreen
Að lokum
Þeir þjálfarar sem Roman / Chelsea er að ræða við ættu að tileinka sér orð Nelson Mandela
“Money won’t create success, the freedom to make it will.”
YNWA
26 Miðað við þessi skrif, þá ert það því miður þú sem ert vitleysingurinn.
Auðvitað á Benitez að taka þessu djobbi ef honum býðst. Maðurinn er að fá risa tækifæri til þess að sýna sig aftur fyrir fótbolta heiminum. Þótt að þetta sé chelsea, og það sé hrikalegt fyrir okkur að horfa upp á hann þar, þá megum við ekki gleyma því að hans draumastörf eru Real Madrid & Liverpool. Til þess að hann fái Madrid jobbið í framtíðinni þá þarf hann að sanna sig upp á ný, þannig er bara staðan hans í dag.
Sé hann standa sig mjög vel með Chelsea í 6 mánuði og taka við Real Madrid þegar Mourinho fer aftur til Englands. Tel það mjög líklegt.
Að sama skapi og ég er mjög ánægður með Brendan Rodgers, þá er skömmin klárlega okkar að tala ekki við hann þegar Dalglish var rekinn því að, að mínu mati, þá er Rafa Bentiez heimsklassa stjóri sem munsanna það fyrir öllum á næstu mánuðum ef hann fær jobbið.
http://www.mbl.is/sport/enski/2012/11/21/benitez_flygur_til_london_til_ad_raeda_vid_chelsea/
Guð minn góður ég tapa gleðinni ef Benitez og Torres koma á Anfield og pakka okkar mönnum saman þar… Það er eitthvað svo stórkostlega súrrealískt að Benitez færi í Brúnna : /
Skv. ITV news rétt í þessu, er Benites í flugi á leið til London. Það verður gaman að fá hann aftur í enska…
En að aðeins öðru, hvað finnst ykkur um markið hjá vitleysingnum honum Adriano? Sjálfum finnst mér þetta jafn óíþróttamannslegt og að dýfa sér eða þykjast verða skallaður, og ætti tvímælalaust að verðskulda bann. Eða hvað?
Gosi—-Tók við tilbúnu liði veistu ekkert um Barcelona? hann henti fullt af prímadonum eins Ronaldinio og Eto og Eið Smára og bjó til alvöru fótbolta lið besti þjálfari Barcelona ever á 4 árum nei það er ekki neitt sjjjjiiiii
LOOOLLLLL Chelsea eru búnir að ráða … Rafa ….. HAHAHAHA!!!
Flott hjá Rafa, skiptir mann akkúrat engu máli. Vona bara að honum gangi ágætlega hjá Chelsea en það verður gaman að fylgjast með hvernig honum gengur á næstunni.
Ef Benitez vildi fulla stjórn hjá Liverpool, hvernig í andskotanum ætlar hann þá að fá fulla stjórn hjá Chelsea?
Ég myndi aldrei skipta á Rodgers fyrir Rafa, þeir sem vilja það geta byrjað að halda með Chelsea. =)