Gleðileg jól / Vinningshafi jólaleiksins

Gleðilega hátíð! Við hjá Kop.is og aðstandendur Merkjavara viljum þakka frábærar viðtökur við jólaleiknum en tæplega 300 manns tóku þátt. Í dag var dregið í jólaleiknum og og vinningshafinn er …

Benedikt Hreggviðsson
Móatúni 25
460 Tálknafirði

Við óskum Benedikt innilegt til hamingju með vinninginn, sem er flug, hótel og miði á Anfield í Liverpool. Alvöru ferð til okkar ástkæra félags á nýju ári og auðvitað treystum við á að lukkan haldi áfram að leika við hann og sigurleikur fylgi í kjölfarið.

Þökkum frábærar viðtökur í leiknum, en tæplega 300 manns tóku þátt.

Þá er lítið annað eftir en að fá sér jólasteik og njóta hátíðarinnar.

Fyrir hönd Liverpool Bloggsins og okkar sem höldum þessari síðu úti óskum við ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, hvar sem þið eruð.

Með kveðju,
Kristján Atli og Einar Örn
ritstjórar Kop.is

32 Comments

  1. Sælir félagar fjær og nær af öllum kynjum, kynþáttum og landsvæðum veraldarinnar..

    Mínar bestu óskir um gleðileg fótboltajól (reyndar búið að redda því) og gleði með kærleik og sigursæld.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

    Megið þið öll hafa það sem allra best yfir hátíðina.

    Styrmir B. Kristjánsson

  3. gleðileg jól og takk fyrir bestu fótboltasíðu á íslandi og snilldar podköst.

  4. Sjálfsögðu á þetta að vera Gleðileg jól félagar á kop.is og allir púllarar á klakanum.

  5. Gleðileg jól allir Liverpool stuðningsmenn.
    Gleði, pakkar, át og alles 🙂

    Kv. Kristján Guðmundsson (Stjáni Guð.)

  6. Gleðileg jól og takk fyrir samvinnuna á Árinu

  7. Kæru félagar.

    Gleðileg jól og takk fyrir alla frábæru pistlana á liðnu ári. Hlakka til að lesa fróðleikin á næsta ári.

    YNWA

  8. Vil byrja með að þakka kop.is kærlega fyrir endalausan froðleik og skemmtun þetta arið, sem og önnur og oska öllum Liverpool aðdaendum gleðileg jól.
    Bið spenntur eftir næsta leik

  9. Gleðilega hátíð öllsömul. Takk fyrir frábæra síðu sem er án efa á heimsmælikvarða.

  10. Gleðilega hátíð félagar

    svo munið þið að Liverpool er alltaf í fyrsta sæti í hjörtum okkar, sama hvað frúin segir

    Kv Kristján V
    Akureyri

  11. Sælir félagar,

    Gleðileg hátíð 🙂

    Að öðru, vissi ekki hvar ég átti að setja þetta:

    Ég er að fara á qpr-liverpool 30.12.12 og langar að fá upplýsingar hvort það sé einhver pöbb sem okkar stuðningsmenn hittast?

    Er einhver hér að fara á leikinn?

  12. Gleðileg jól og takk fyrir bestu fótboltasíðu landsins og þótt víðar væri leitað

    kv Snorri H Hallstahammar Svíþjóð

  13. Gleðileg jól langar að þakka kop.is fyrir öll þessi podcast og skemmtilega pistla í gegnum árin.

    Vona að árið 2013 verði okkar ár og við endurheimtum meistaradeildarsætið okkar!

  14. Gleðileg jól og takk fyrir bestu stuningsmannasíðu á landinu og þó víðar væri leitað.

  15. Gleðileg jól félagar.

    Ég vil byrja á því að þakka fyrir frábæra síðu sem styttir manni stundir milli umferða.
    Ég held að við getum verið nokkuð sáttir með liðið þar sem það er statt miðað við úrval framherja. Það er ekki nokkur vafi á því að fleiri úrvals framherjar væru innanborðs þá værum við í góðum málum því liðið er að skapa fullt af færum leik eftir leik.
    Því horfi ég bjartsýnn á framtíðina.

    KOMA SVO, ÁFRAM LIVERPOOL

  16. Hvernig er það veit einhver hvers son hann Stefán er, er hann Geirsson eða Gerrardsson ? Ég er nefnilega að leita af honum í símaskránni og finn þar einmitt tvo sem koma til greina

  17. Sælir félagar

    Gleðileg jól, kop.is og þakka ykkur kærlega fyrir mig, þessir skýrslur ykkar eru frábærar.
    16# Ég er nú svo heppinn að búa með henni Sigríði sem er Liverpoolkona í gegn svo ég kannast ekki við að þurfa að setja Liverpool í annað sætið á mínu heimili. Enda á gott samband að virða áhugamál hvers annars, ef ekki færðu þér aðra konu 🙂 .
    En nóg um það. Liðið okkar virðist rólega á uppleið og við þurfum að vera þolinmóðir. Ég reikna nú ekki með neinu stóru í vor en næsta haust vil ég sjá marktækan árangur á því sem Rodgers er að gera.
    Gaman væri þá að lenda fyrir ofan 3 sæti og vera að spila bikar í öðrum keppnum.
    Þolinmæði er það sem við þurfum núna.

    Enn og aftur Gleðileg jól félagar.
    Bergþór Valur

  18. Gleðileg jól kæru Liverpool bræður og systur.Vonum að þetta fari að smella saman 2013.

  19. Gleðileg jól félagar, vonandi verður 2013 árið okkar, eins og Maggi segir.

    Mig langar þó að þakka síðuhöldurum sérstaklega fyrir að halda henni úti og nenna að hlusta á tuðuð í okkur …. það þarf kannski sterk bein fyrir það :-).

  20. Gleðilega hátíð. Takk Einar, Kristján og þið hinir fyrir þrautseigjuna í öll þessi ár. Það er ekkert sjálfgefið að menn haldi úti svona vefsíðu af eins mikum myndarskap og þið hafið gert. Ég vona að þið hafið áhuga á að halda því áfram.

    Takk fyrir allt og 2013 verður okkar ár, er það ekki? 🙂

  21. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár, þakka liðið (Liverpool).

    Kv. Helgi J.

    Ps. Og svo óska ég vinningshafanum til hamingju með Liverpool ferðina, ég er viss um að hér eru nokkrir lesendur sem væru til í að vera í hans sporum.

Rodgers ræðir við LFC miðla / Janúarglugginn

Stoke úti á morgun