Okkar mönnum tókst í dag í fyrsta skipti á leiktíðinni að vinna eitt af topp 5 liðunum í deildinni þegar að Tottenham komu í heimsókn. En þetta var ekki auðvelt.
Reina er meiddur og því stillti Rodgers liðinu svona upp. Jones kom inní markið og Gulacsi á bekkinn.
Jones
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas – Coutinho
Downing – Sturridge – Suarez
Á bekknum: Gulacsi, Wisdom, Skrtel, Henderson, Allen, Shelvey, Sterling.
Til að byrja með var nokkuð jafnræði með liðunum, en smám saman byrjaði Liverpool að spila mun betur og á 21. mínútu skoraði Luis Suarez fyrsta markið eftir frábært spil, sem Coutinho byrjaði með sendingu á Enrique sem kom honum inná Suarez sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Eftir þetta var Liverpool mun betra liðið á vellinum og hefði getað bætt við en smám saman unnu Tottenham-menn sig inní leikinn og þegar þeir jöfnuðu á 43. mínútu hafði markið legið í loftinu. Dómarinn dæmdi rugl aukaspyrnu fyrir meint brot á Bale og upp úr þeirri aukaspyrnu komst Bale upp með boltann, gaf fyrir og þar skallaði Vertonghen í markið framhjá rænulausum varnarmönnum Liverpool. 1-1 í hálfleik.
Eins og alltaf þegar við fáum á okkur mark þá fylgir annað mark ekki löngu síðar og svona var það líka í dag þegar Tottenham komust yfir rétt eftir hlé. Tottenham fengu aðra bull aukaspyrnu, Bale endaði með boltann, hann átti sendingu fyrir þar sem Vertonghen var aftur mættur og skoraði. 1-2 fyrir Tottenham og ég verð að játa að ég var ekkert alltof bjartsýnn fyrir hönd okkar manna. Okkar menn voru alveg vonlausir fyrsta hluta seinni hálfleiks.
Stuttu seinna skipti svo Rodgers Coutinho út fyrir Joe Allen og mínútu eftir að hann kom inná þá gaf hann slæma sendingu á Spurs-mann, svo að menn voru ekkert alltof hressir (hlutfall heppnaðra sendinga var afleitt á þessum tímapunkti hjá Liverpool). En þessi skipting átti samt eftir að bæta spil okkar manna mikið þótt Coutinho hafi átt góð tilþrif í fyrri hálfleik.
Jöfnunarmark okkar var algjör gjöf frá Spurs-vörninni (skemmtileg tilbreyting fyrir okkur). Walker sendi til baka á Downing sem náði boltanum á undan Lloris og tókst að skora með því að klobba Vertonghen á línunni.
Með markinu færði Liverpool sig enn framar á völlinn og Sturridge átti gott færi, en á 80. mínútu gaf Defoe sendingu til baka beint á Suarez sem keyrði í átt að marki og var felldur af Assou-Ekotto og vítaspyrna réttilega dæmd. Gerrard mætti og skoraði framhjá Lloris.
Eftir þetta héldum við boltanum ágætlega og Tottenham komust aldrei nálægt því að jafna.
Maður leiksins: Jones var ágætur í markinu og hélt okkur inní leiknum þegar ég hélt að Tottenham væru að fara að klára þetta. Vörnin fékk á sig tvö mörk, en við vorum líka að spila gegn einu heitasta liði deildarinnar, sem hafði ekki tapað í 12 leikjum.
Á miðjunni var Lucas ekki nægilega góður en Gerrard var fínn. Tottenham voru þó sterkari á miðjunni alveg þangað til að Allen kom inn um miðjan seinni hálfleik og lék mjög vel og breytti að mörgu leyti gangi leiksins. Allen hefur verið að koma tilbaka eftir slæma mánuði. Af sóknarmönnunum átti Coutinho ágætis tilburði en Sturridge var slappur. Suarez skoraði mark, fékk víti og barðist eins og brjálæðingur allan leikinn. En ég ætla að velja Downing sem mann leiksins. Hann skoraði markið sem kom okkur inní leikinn og var duglegur við að skapa hættu. Downing hefur algjörlega bjargað sínum Liverpool-ferli á síðustu mánuðum og það erfitt að finna menn sem kvarta yfir því þegar menn sjá hans nafn í byrjunarliðinu.
Við erum eftir þennan sigur í 6. sæti deildarinnar og erum LOKSINS komnir uppfyrir Everton. Við erum með 45 stig eftir 29 leiki. Everton eru með jafnmörg stig eftir 28 leiki og Arsenal með 47 stig eftir 28 leiki. Það eru þó enn 7 stig í fjórða sætið og ef Chelsea vinnur sinn leik sem þeir eiga inni verða það 10 stig.
Við erum ekki á leið í Meistaradeildina þrátt fyrir þennan sigur, en ég tel að fimmta sætið sé ennþá raunhæfur möguleiki og verðugt takmark. Til þess að ná því þurfum við að vera fyrir ofan Arsenal og Everton.
En okkar menn sýndu í dag loksins að við getum líka unnið liðin í efri hluta deildarinnar. Það er ótrúlega mikilvægt að sú grýla fylgi okkur ekki inní næsta tímabil. Það er ekki hægt annað en að vera ótrúlega ánægður með það.
JJJJJJJJJJJÁÁÁÁÁÁ!!!!!!
Djöfull áttum við þetta skilið!!!
Snilldar leikur og þegar maður hélt að menn væru að missa trúna að þá koma þeir til baka full force og vinna leikinn.
Það á eftir að taka tíma fyrir pumpuna að jafna sig á þessu!!!
Frábær sigur gæti ekki verið ánægðari. Gott að vinna leik þar sem við vorum lakara liðið. Við skulum ekki blekkja okkur, spurs áttu miðjuna í þessum leik sem er áhyggjuefni fyrir okkur. Við höfðum lengri tíma til að undirbúa leikinn o.s.frv.
En nóg komið af því, VIÐ UNNUM og erum komnir yfir neverton!
Haha gaman að þessu. Við fáum bara víti fyrir allt þessa dagana 🙂
Eini leikurinn á tímabilinu sem eitthvað fellur með okkur.
djöfull var ég næstum búinn að drulla í buxurnar síðustu 10 mínúturnar.
Besti sigur Liverpool í langan tíma.
Vinna upp forystu andstæðinganna – check
Vinna lið sem er hærra í töflunni – check
Allt að koma.
flottur sigur. grísa sigur. verðum að skoða vandamálið í vörn og föst leikatriði og svo vil ég þakka Arnari fyrir að eiðileggja fyrir mér leikinn og óska honum til hamingju með að ég mun ekki endurnýja áskrift mína af þjónustum 365. þessi maður á ekki að koma nálægt lýsingu af íþróttarviðburði þar sem hann er meira en vanhæfur.
Virkilega góður heimasigur á mjög sterku liði sem hefur unnið síðustu 12 leiki eða eitthvað!
Suarez, Downing, Gerrard, Enrique og fleiri voru frábærir í þessum leik!
YNWA!
Áttum að fá þrjú víti, en eiit var nóg!
Hefur Skrtel verið að draga okkur niður þetta tímabilið, eða er þetta að koma með betri sóknarmönnum?
Þetta var algjör snilld hef ekki verið svona spenntur yfir Liverpool leik lengi lengi lengi. Ég öskraði þegar að þetta var búið þvílík snilld djöfull væri ljúft að halda svona dampi út tímabilið.
Þetta byrjunarlið var magnað! Þurfa aðeins að slípa sig saman og fara eftir leiðbeiningum BR þá verður erfitt að sigra þetta lið.
Það hefur vantað smá hjarta í þetta lið í nokkur ár en hjartað er komið og nú bara vinna úr þessu og búa til vinningslið.
YNWA
Ég er ekki frá því að skiptingin að setja Allen inná hafi breytt leiknum
Tókum aftur yfir miðjuna eftir það.
Ég er allavega orðinn þreyttur á þeim stuðningsmönnum sem verða alltaf að hata einhvern í sínu eigin liði.
Sælir félagar
Þvílík hamingja með þessa niðurstöðu í svakalega erfiðum leik gegn alltof góðum andstæðingi. Dembele át miðjuna og gerði okkur ótrúlega erfitt fyrir en munurinn á þessum liðum er einn maður. Luis Suarez. Þvílíkur snillingur og hann vinnur leiki fyrir sitt lið og stuðningmenn þess. Dásamlegur leikmaður sem aldrei hættir og berst eins og Carra til síðasta blóðdropa.
Annars voru allir að leggja sig 110% fram og það vann þennan leik. Ó drepandi barátta með Suarez í fararbroddi. Takk fyrir mig.
Það er nú þannig
YNWA
Fráááábært – nuff said
hh það er y í eyðinleggja, þú eyðinlagðir fyrir mér þennan þráð ég mun aldrei lesa hann núna.
dóri, það er ekkert “n” í “eyðileggja”. Greinamerki eru lika hentug
Stewart Downing á einnig stórt hrós skilið fyrir sína frammistöðu í dag!
dóri #16. það er ekki n í eyðileggja 😉 Annars flottur karaktersigur hjá LFC og mjög ánægjulegt að sjá loksins sigur gegn liði sem er ofar en við í deildinni. Sá ekki nægilega vel annað mark Spurs en Vertongen átti að fá rauða kortið og Sturridge víti.
Frábær karakter og gríðarlega mikilvægur sigur fyrir BR. Tek undir með #7 Daníel. Vinnum leik eftir að hafa lent undir og vinnum leik gegn liði í toppbaráttunni. Gerrard, Suarez, Downing o.fl. voru frábærir í þessum leik. Við skulum heldur ekki að gleyma því að Sturridge var bara ekki með í leiknum en samt tókum við þetta. Gerrard, Suarez, Downing og Enrique bestu menn liðsins.
Undirbúningur fyrir næsta tímabil er hafinn og við erum komnir með blod pa tannen. Við skulum samt alveg átta okkur á því að við vorum heppnir í þessum leik. Spurs voru að spila Evrópuleik sl. fimmtudagskvöld og voru klárlega þreyttir í lokin. Þeir fengu líka aldeilis tækifiæri til að klára þennan leik.
BR verður hins vegar að fara að finna lausnir á þessum varnarleik okkar. Við erum alveg skelfilegir í föstum leikatriðum og mikið óöryggi þegar fastar sendingar koma af köntunum inn í teiginn hjá okkur.
En hvað um það, við skulum gleðjast. Liðið er alveg KLÁRLEGA á réttri leið og framtíðin er aldeils björt! 🙂
Geggjaður leikur. Ekki verið svona spenntur undir lok leiks lengi. Öskraði úr gleði þegar Oliver flautaði hann af. HAMINGJA!! Og Dóri, það er ekkert N í eyðileggja. 😉
Á meðan á leiknum stóð, þá lét ég eftirfarandi setningu út úr mér:
Hér með tek ég þessi orð til baka, ét hattinn minn og treð stórum skítugum ullarsokk upp í kjaftinn á mér.
Okkar menn sýndu gríðarlegan karakter í dag – og þessu, akkúrat þessu, er ég búinn að vera að bíða eftir að sjá. Frábært að landa þessum sigri. Glæsilegt!
Ég er búinn að vera tregur til, mjög svo. En ég er að fá trúna aftur. Það er bara þannig.
Áfram svona. Áfram Liverpool.
Brad Jones bjargaði leiknum þegar við vorum 2-1 undir. Ekki gleyma þeim snillingi.
Glæsilegur sigur.
Langt síðan pumpan hefur fengið að hafa svona mikið fyrir hlutunum.
Átti von á því að við myndum gefa eftir miðjuna miðað við byrjunarliðið en á móti reyna að hafa fleiri möguleika á hröðum sóknum. Enda er miðjan hjá Tottenham hörkusterk og kannski dýrt að eyða manni á það í fyrri hálfleik. Parker alltaf miklu betri en sú athygli sem hann fær t.d.
En það eru þessir blessaðir krossarar sem við eigum erfitt með.
Allen kom inná á réttum tíma, bjóst við Hendo en Allen stóð sig virkilega vel.
Heppnin gekk svo í lið með okkur en það þarf líka.
Karakter að klára þetta til enda. Verð að minnast á hvað Downing var góður c”,)
YNWA
Frábær sigur okkar manna á mjög sterku liði Tottenham : )
Ég verð að játa að ég þorði ekki að láta mig dreyma um sigur, tippaði á jafntefli en er helsáttur við að Liverpool eyðilagði tippseðilinn minn : )
Til lukku öll : )
Þetta var ekki að gera góða hluti fyrir blóðþrýstinginn hjá mér en ég er búinn að leggja á 112 núna 🙂 Glæsileg endurkoma hjá liðinu þótt frammistaðan á vellinum hafi oft verið betri en þetta. Að sigra jafn sterkt lið og Tottenham spilandi ekki sinn besta leik er mjög jákvætt og menn verða að átta sig á mikilvægi þess einnig.
En frábært hvað það er þó að rætast úr þessu móti þrátt fyrir að við séum auðvitað ekki að fara að ná CL sæti eða eitthvað slíkt. Fyrir ofan Everton er nógu gott fyrir mig úr því sem komið er.
YNWA
Hey Gylfi!!!
How you like them apples??
Frábær leikur í alla staði, skora snemma, jafna, og taka sigurmarkið. Það var allt í gangi. Vörnin er veik áhyggjuefni þar en það lagast. Djöfull á Arnar EKKI að lýsa svona leikjum. Hann fékk mig til að öskra á skjáinn nokkrum sinnum og ítrekað!
Njótum dagsins! Y.N.W.A
bara eitt um þennan leik að segja snildar skemtun
Má ég spyrja, þar sem ég bý í Danmörku (horfði á kanal 6 en ekki 365) og heyrði ekki í Arnari B, hvað gerði hann af sér?
Stuart Downing er kominn með 5 mörk á þessari leiktíð! (2 í evrópu, 3 í deild – en hann gat ekki skorað mikið í fyrrihlutanum því hann var mikið á bekknum). Mér hefur alltaf þótt vegið of hartt að honum. Hann hefur alltaf verið öruggur á boltanum og í fyrra þegar hann átti enga stoðsendingu þá bjó hann til fullt, fullt, fullt af færum sem ekki voru nýtt. Svo vinnur hann oft vel til baka líka (man t.d. eftir einu tilviki í dag þar sem hann var kominn til baka og komst fyrir fyrirgjöf frá Tottenham-manni sem hefði farið inn í Liverpool teiginn annars). Það er ofsalega sjaldgæft að hann t.d. missi boltanum til hins liðsins eða geri mistök sem leiði til marktækifæris hjá andstæðingnum. Solid leikmaður sem of margar hafa dæmt of harkalega.
Frábær sigur. Það var eiginlega mikilvægara að vinna þetta svona heldur en að vinna auðveldan 3-0 sigur í dag. Að koma til baka eftir að lenda undir og að vera lakari aðilinn þegar leið á seinni hálfleikinn er gríðarlega sterkt. Það var karakter í þessum sigri sem liðið hefur ekki sýnt nógu oft í vetur. Ég er hæstánægður með þetta.
Ætla að brosa næstu vikuna. 🙂
Coutinho eða Gylfi? Hmm, gefðu mér svona eina sekúndu til að svara þeirri spurningu…
En Plííís, plííís, strákar (þá ekki síst BR) ekki fara að tala um meistaradeildarsæti…….tökum bara einn leik í einu og njótum!
Já, ég er í Noregi og sé ekki leikina undir lýsingunni hjá Arnari Björnssyni. Hvað var það sem hann sagði svona svakalega mikið og slæmt?
kant og sóknartengiliðurinn Gareth Bale átti sína aðra deildarstoðsendingu á leiktíðinni. Sú fyrri kom vitaskuld gegn Liverpool á White Heart Lane. Á meðan er Gerrard með 9 og “einspilarinn” Suarez er með 4.
Skýrslan komin inn. Var að svæfa strákinn, sem var ekkert alltof sáttur þegar að pabbi hans öskraði hressilega þegar við skoruðum.
nMér nleyst nekki ná nblikuna nþegar nstaðan nvar 2-1, nTottenham ní nstórsókn nog nRodgers ntekur nPhilippe nút naf nfyrir nJoe nen nþað nskilaði nsér. Ég mun hér eftir spyrja Brendan hvort það sé úlpu eða jakka veður áður en ég fer út úr húsi – hann veit greinilega betur en ég.
Ég lýsi eftir halldóri sem hélt því fram hér í vikunni að tottenham mundi gera lítið úr Liverpool. Liverpool vann, en þurfti ekki að gera lítið úr neinum. Nóg að vinna bara 🙂
Greinilega mikið pússluspil hvaða taktík á að nota en þegar Allen kom inn fyrir Coutinho og við spiluðum með 3 á miðjunni þá tók Liverpool völdin í leiknum. Fram að því vorum við stálheppnir eiginlega. Mikið hrós samt að fara all in fyrir leik með 4-4-2 ala United style á móti mjög vel spilandi liði.
Þetta voru bara ótrúlega mikilvæg 3 stig til að halda lífi í baráttuna. Hlýtur að gefa liðinu mikið boozt að vinna leikinn eftir að hafa fengið á sig 2 mörk eftir föst leikatriði.
Vá hvað ég er ánægður poolari í dag 🙂
YNWA!!!
Mínir menn Já ja já já. 😉
Frábært að sigra þennan leik – eigum inni smá heppni eftir síðustu tvö tímabil. Ekki oft sem maður er ánægðari með úrslitin en spilamennskuna…
Fannst byrjunaruppstillingin ansi sókndjörf, og eiginlega fyrirsjáanlegt að Dembele og Parker myndu ráða miðjunni með Lucas og Gerrard hangandi í Bale og enginn annar miðjumaður á miðjunni okkar. Leit reyndar vel út fyrstu 15 mín eða svo, mikil orka og Coutinho eitraður. Fyrsta markið algjörlega frábært, en svo vantaði bara smá massa í liðið og Tottenham tók yfir. Langt síðan ég hef séð Liverpool yfirspilað svona úti á vellinum, helst á móti Chelsea úti. En sem betur fer gáfu þeir okkur markið hans Downing og komu okkur inn í leikinn.
Saknaði Henderson í dag – fannst vanta vinnslu á miðjuna, sérstaklega á milli Lucas/Gerrard og Sturridge/Suarez, en einhvern vegin lukkaðist þetta samt.
Okkur vantar svo sárlega góðan, 195 cm skalla-miðvörð…
Frábær sigur!! Ekki geta allir leikir unnist með glimmeri og slaufum en stigin eru alveg jafn mörg. Mér fannst BR stinga einum táfýlusokki upp í gúlla þeirra sem grenjuðu og vældu í þræðinum á undan yfir þeirri ákvörðun að taka Coutinho út af fyrir Xav…nei meina Allen. Coutinho var gjörsamlega sprunginn og Allen kom gríðarlega sterkur inn og með hans hjálp tók Liverpool miðjuna yfir og það er það sem skóp þennan sigur öðru fremur. Ef BR nær að laga hvernig liðið verst föstum leikatriðum þá er strax stór sigur unnin fyrir okkur. Eigum í stökustu vandræðum með háa bolta inn í teig og það er að hluta til út af því hvernig liðið stillir sér upp og eins eru varnarmennirnir okkar bara einfaldlega ekki þeir hávöxnustu. Þetta þarf klárlega að laga og það verður gert.
Ég hef haldið uppi vörnum fyrir BR á þessari síðu og mun halda því áfram. Hann er með liðið á réttri leið og ég blæs á allt bull um að hann sé of “ungur og reynslulaus” eins og maður les svo oft hérna inni. Liðið er vel spilandi og nú þurfum við allir að líta til framtíðar og hætta að horfa á einhverjar skyndilausnir.
KOMA SVO!!!
Virkilega gaman að sjá okkar menn koma til baka og vinna heitasta liðið í Evrópuboltanum í dag… Húrra segi ég! Pínu áhyggjuefni að Lucas hafi átt jafn margar feilsendingar og raun bar vitni í þessum leik, en gott að hann taki það með sér úr sigri frekar en tapi.. ég er nokkuð viss um að klefinn lagi sjálfstraustið hjá honum eftir þennan leik 😉
Snild og 3 stig.
Næsti leikur er 16 mars, Southampton v Liverpool… 3 stig í boði þar
En smá pæling, ef það kemur podcast fyrir 16 mars, væri það þá ekki í fyrsta skipti sem það er podcast án þess að liverpool hafi tapað ?? ef svo er….
Á þá ekki að nota tækifærið ??
Er Suarez besti framherji sem leikið hefur í rauðu treyjunni síðan King Kenny?
Er Luis Suarez besti leikmaður í sögu Liverpool?
GLæsilegur sigur!
20.04.2013 verður rosalegur dagur í enska, þá mætast Liverpool – Chelsea og Tottenham – Man city
Og ég er þarna gaurinn sem þið kölluðu Jinxara um daginn þegar ég var að velta vöngum yfir því hvar við myndum vera staddir í deildinni eftir leikina við Wigan og Tottenham og sko jinxaði ekki neitt! Fór allt á besta veg 🙂
Sæl öll.
Dásamlegur sigur í höfn og við brosum breitt. Ég segi eins og Höddi B Hvar er hann Halldór núna sem hlakkaði svo til að sjá Tottenham niðurlægja Liverpool? Endilega Halldór minn komdu með svona línu á síðuna okkar fyrir alla leiki ef það hjálpar okkur til að vinna. Við niðurlægðum engan við einfaldlega vorum betra liðið og skoruðum fleiri mörk er sterkur andstæðingurinn. Niðurlæging er ekki að tapa…..
Við skulum njóta þessa sæta sigurs fram að næsta leik. Ég hét á samstarfsfólk mitt að koma með nýbakaða köku ef við myndum vinna eða gera jafntefli og núna er dásamlega kanilsnúðakaka í ofninum sem ég mun njóta með vinnufélögum sem eru Man.Utd.,Arsenal og Tottenham stuðningsmenn ásamt nokkrum góðum Poolurum.
Þangað til næst
YNWA
Loksins eigum við leik þar sem við spilum ekki vel en náum að sigra. Erum búnir að eiga of mikið af leikjum þar sem við yfirspilum andstæðingin en töpum stigum eins og gegn City.
Skrýtið, hjá mér stendur á wikipedia:
Hvar get ég sótt leikinn á netinu ? Langar að sjá hann allan ekki bara highlights…
Það liggur við að það þurfi að loka á comment meðan að það er leikur í gangi, þvílíkt væl sem sumir koma með!
annars var þetta allvöru liverpool leikur, og gaman að sjá að við getum unnið leik þó við séum marki undir í seinni hálfleik
BR um mörkin tvö hjá Spurs:
“We’re disappointed with the two goals, in particular the first one,” said the boss. “The referee allowed Gareth Bale to come on when he was off the pitch. In the modern game, the player can come on the pitch when the ball is on the other side. But he actually came on when the ball was on his side and he ended up being the spare man and got the cross in for the goal.
“The second one was harsh – if you give that you’ll give about 200 free-kicks a game.”
Algjörlega frábær sigur og það er súrsætt að sjá hversu fá komment eru skrifuð hérna eftir þennan frábæra sigur. Ef LFC tapar á móti WBA þá eru þau tvöfalt fleiri enda koma þá stuðningsmenn mu og fleiri og skrifa hér.
Liðið er á réttri leið. Það er klárt!
53
http://forum.wiziwig.eu/threads/76809-English-Football-Downloads-2012-2013-No-Spoilers/page38
Mikið djöfulli var gaman að sjá liðið innbyrða þessi 3 stig á móti Bale og co þrátt fyrir að vera ekki að spila góðan fótbolta.
Núna er bara að hamra járnið á meðan að það er heitt og halda áfram að hala inn þessi stig og sjá hvert það skilar okkur. Ég á ekki von á því að við náum 4 sætinu en á meðan að það er stigalegur möguleiki þá verður liðið að halda áfram og hafa trú á þessu. Liðið er á réttri leið og það er gaman að sjá liðið spila þennan bolta og það eru framfarir í hverjum einasta leik.
Það eru góðir tímar framundan og við eigum að njóta þeirra.
Dude #22 ég vil fá myndir af þér að éta ullarsokk
annars frábær 3 stig gegn sterku liði.
Frábær dagur í allan dag og LFC hápunkturinn.
Er svo glaður með að Rodgers minnist á mistök dómarans þegar Bale er hleypt inná þeim megin sem leikurinn er í gangi. Auðvitað tittlingaskítur en einfaldlega vitlaus framkvæmd, enda datt Bale óvænt beint inní það að leggja upp mark, sem á ekki að gerast. Svo var brotið á Carra í marki Spurs númer 2.
ENNNNNNNNNNNNNNNNNNNN!!!!
Karakter, karakter, karakter. Vissulega vorum við daprir í hálftíma og Jones hélt okkur inn í leiknum. Vissulega gáfu Spurs okkur jöfnunarmarkið, en það þarf haus til að haldast uppi og vinna lið fullt sjálfstrausts eins og þeir hvítu sem komu á Anfield í dag.
Fékk gæsahúð að heyra í vellinum síðustu 10 mínúturnar og shit hvað Rodgers hefur verið glaður í klefanum að hafa brotið niður alls konar mítur.
Downing frábær og gott að við sýndum honum þolinmæði, styð val Einars fullkomlega á honum sem maður leiksins en margir léku vel. Takk fyrir mig.
Það eina neikvæða við daginn var svo drátturinn í FA – bikarnum en sá hefur orðið til þess að Wigan, Blackburn eða Millwall munu fá eitt af sætum Englands í Europa League á næsta ári þar sem þau munu leika til úrslita gegn öðru hvoru Manchester liðanna eða Chelsea.
Svo að til þess að komast í Evrópukeppni þurfum við að ná 5.sæti hið minnsta, það verður ansi erfitt.
En…den tid den sorg!
einn af skemmtilegri leikjum sem ég hef horft á með liverpool í langan tíma og er mjög spenntur fyrir framtíðinni hjá okkar mönnum.YNWA
Vá hvað þetta var skemmtilegur leikur. Bæði lið að pressa út um allan völl og bæði lið gerðu slæm mistök sem hitt liðið nær að knýja fram með þessari pressu. Þetta datt okkar megin í dag og við getum verið ansi ánægð með það. Þá getum við tekið undir hjá Rodgers að liðið sýndi karakter að koma svona til baka, en við getum líka þakkað Gylfa fyrir að hafa ekki skorað úr tveimur prýðisfærum sem hann fékk.
Liðið virðist vera orðið ansi gott. Ef þeir ná að halda stöðugleika út tímabilið er aldrei að vita hvað gerist. Þetta eru samt bara þrír sigurleikir í röð, ég minni á að fyrir þennan leik var Spurs ósigrað í 12 leikjum. Við þyrftum að ná svoleiðis rönni núna í lokin. Kannski má vonast eftir ca. 20 stigum úr þessum 9 leikjum sem eftir lifa, spurning hvert það skilar okkur og auðvitað er freistandi að fara að gæla við fjórða sætið. Ég var ánægður með Carragher í viðtali eftir leik þar sem hann sagði að liðið væri bara að fókusa á næsta leik, gegn Southampton á útivelli.
Varnarleikurinn er samt mikið áhyggjuefni og það virðist vera orðið lykilatriði í sumar að sparsla í hann. Mér fannst Agger hræðilegur í þessum leik, hann var einhvers staðar víðs fjarri þegar Gylfi fékk seinna færið sitt, lét draga sig út úr varnarlínunni trekk í trekk og var síðan ótrúlega seinn að loka á Verthongen í seinna markinu.
Sóknarleikurinn er hins vegar að verða ansi skemmtilegur á að horfa og þetta virðist vera orðið ansi smurt, hlaupaleiðirnar klárar, vel slúttað og smá dass af heppni var með okkur í dag. Þetta er allt annað en í fyrra þegar maður kveið helgunum, nú er þvílík tilhlökkun að bíða eftir næsta leik hjá liðinu!
Maggi 59 var ekki búið að breyta reglunum þannig að taparar í úrslitum bikars fara ekki í Evrópukeppni? Minnir að þessu hafi verið breytt fyrir þetta tímabil.
Annars frábært að sjá liðið stíga upp eftir að hafa lent undir.
Jones 6 – gat lítið gert í mörkunum en virkaði stressaður
Jose 7 – fín varnarlega og lagði upp mark. Virkaði þreyttur síðustu 15 mín
Carragher 7 – skilaði sínu
Agger 7 – skilaði sínu
Glen 7 – átti flottan leik
Lucas 6 – ekki hans besti leikur, átti erfitt með að skila boltanum
Gerrard 7 – var aðeins aftar og stóð sig vel en hnýttur sín betur framar á vellinum
Coutinho 7 – tæknitröll en vinnur ekki vel tilbaka og vantar meiri leikæfingu(spennandi leikmaður)
Downing 8 – maður leiksins. Var á fullu allan leikinn og var áræðin og skoraði fínt mark sem má rekja til dugnaðar.
Suarez 8 – flottur leikur en hefur oft verið meira í boltanum
Sturidge 6 – var ekki mikið í sviðljósinu en átti ágætis spretti inn á milli en týndist ofmikið.
Allen 7 – byrjaði illa með skelfilegri sendinu en inná koma hans breytti leiknum og hjálpaði hann liðinu að koma boltanum í spil og halda boltanum betur.
Missti af seinni hálfleik en gat fylgst með gangi mála í símanum. Varð mér til skammar þegar ég fagnaði sigri (enda ekki beint í aðstæðum sem leyfðu það) en svona er þetta nú bara. Verður gaman að fylgjast með þessu til vorsins. Tottenham á t.d. mjög erfitt leikjaprógram framundan. Reyndar Fulham í næstu umferð en síðan Swansey, Everton, Chelsea og City. Ekki það að ég ætli að hefja eitthvað tal um möguleg sæti enda hefur það ávallt leitt til mikilla vonbrigða.
Stórkostlegt… ég var ekki svo hugrakkur að ætlast til að við myndum hafa sigur í dag. En þetta var snilld.
Verð að vera ósammála siiðasta ræðumanni (sigueina). Mér fannst Coutinho vinna vel til baka og hafa gert í öllum leikjunum hingað til. Allavega miðað við léttleikandi lítinn brassa þá finnst mér hann duglegur.
Svo er ég afar sáttur við að eiga Brad Jones sem varamarkvörð. Ég fyllist öryggistilfinningu við að sjá greiðsluna og glottið á honum í markinu.
Frábær úrslit, en er það ekki rétt reiknað hjá mér að ef Chelsea vinnur sinn leik og komast 10 stigum á undan okkur, verða þá ekki 9 stig í Tottenham í fjórða sætinu?
Svei mér ef þetta var ekki mest hressandi sigur tímabilsins. Auðvitað ekki verið mikið um sigra á liðunum í efri helmingnum og þetta var ekkert sérstakur leikur hjá okkar mönnum en tímasetningin á þessum sigri er afar góð og Tottenham hefur verið á miklu skriði og mátti alveg koma aðeins niður á jörðina.
Okkur vantar að mínu mati miðvörð sem er betri en Coates, Skrtel og Carragher. Stór, sterkur og fljótur. Sami Hyypia týpu bara fljótari. Eins finnst mér vanta svona kraftmikinn miðjumann eins og Dembele en bind þó töluverðar vonir við að Henderson þróist í þannig leikmann og eins er Lucas í fullu formi mun öflugri en við sáum í dag.
Lucas er samt eins og við töluðum um í fyrra og byrjun þessa árs lykillinn af þessu öllu saman hjá okkur. Það er ekki tilviljun að Liverpool er farið að skora svona miklu meira og safna mun fleiri stigum eftir að hann kom aftur og það á við um leikinn í dag sem og flesta aðra leiki sem hann hefur spilað. Hann er alltaf að vera betri og betri þó hann sé ekki ennþá nálægt fyrra formi og er gjörsamlega ómissandi hjá Liverpool í dag.
Nr. 45 Hreimur bendir á marga feilsendingar hjá honum í dag sem er hárrétt, ég man varla eftir öðru eins frá honum en ég stórefa að hann hafi tapað neinu af sjálfstraustinu. Liverpool var “manni færri” á miðjunni í dag m.v. vanalega þar til Allen kom inná og samt efast ég um að slökkt hafi verið svona á Bale og sóknarmönnum Tottenham eins og í dag. Hann var alltaf mættur í bakið á þeim og var að spila frábærlega varnarlega. Mörk Tottenham koma bæði eftir afar ódýrar aukaspyrnur og lítið hægt að klaga varnarleik Lucas í þeim tilvikum en Bale komst bara einu sinni á alvöru sprett sem hann hefur verið að gera í öllum öðrum leikjum undanfarið og það var þegar Lucas rann til og datt.
Coutinho er bara með þol fyrir ca. 60-70 mínútur en mikið óskaplega virðist þetta vera miklu betri leikmaður en við þorðum að vona. Hvernig þetta hundlélega Inter lið gat ekki notað hann skil ég enganvegin en það er ljóst að við getum það svo sannarlega og líklega næstu árin. Ég hefði viljað fá hann fyrr útaf samt í dag því mér fannst Liverpool vera að spila hræðilega í byrjun seinni hálfleiks og vantaði illa meiri kraft á miðjuna. Botna ekkert í þeim sem voru að úthúða því að hann færi útaf en bjóst við að sjá og vildi fá Henderson frekar en Allen. Hann kom engu að síður sterkur inn og breytti gangi leiksins okkur í hag.
Daniel Sturridge var líklega að spila sinn sísta leik síðan hann kom og það gekk afar fátt upp hjá honum. Engu að síður er hann að gefa Suarez og öðrum leikmönnum mikið meira pláss en við þekktum áður og það var einmitt það sem við þurftum. Þrátt fyrir ekkert sérstakan dag í dag hefur hann komið ca. helmingi betur inn í lið Liverpool en ég þorði að vona fyrirfram.
Mótmæli ekkert vali á manni leiksins þó Suarez hafi fengið þá tilnefningu hjá mér. Downing er búinn að spila “Dirk Kuyt” stöðuna (varnarsinnaðari kantmaðurinn) mjög vel undanfarið. Hann er að vinna mjög vel og spilar betur og betur með hverjum leiknum. Sérstaklega eftir að Lucas kom inn í liðið. Ég held að hann sé með 4-5 mörk núna og 7 stoðsendingar á þessu tímabili. Það er mun nær því sem þessi staða á að vera skila okkur en við fengum frá honum í fyrra. Sérstaklega þar sem hann var ekkert alltaf í hóp fyrir áramót, hvað þá í liðinu.
Varðandi framhaldið þá efast ég stórlega að nokkur maður hjá Liverpool sé farinn að tala um næsta tímabil. Þetta er alls ekkert búið ennþá enda 9 leikir eftir. Southamton úti næst og þar er lið sem spilar fótbolta sem gæti hentað okkur ágætlega. Lengra fram í tímann eigum við ekki að horfa.
Liverpool átti ekkert svakalega erfitt prógramm eftir á sama tíma á síðasta tímabili. Þá með jafn mörg stig og nú þegar 10 leikir voru eftir. Það fór þannig að við töpuðum sex, gerðum eitt jafntefli og unnum bara þrjá. Einn af þeim gegn Chelsea í leik sem skipti ekki máli enda þeir ný búnir að hirða af okkur bikarinn. Við erum í það allra minnsta í miklu betra standi núna heldur en á sama tíma í fyrra og bætum vonandi þann árangur verulega. Meira getum við ekki beðið um og við sjáum í lokin hverju þetta skilar. Tap í dag hefði getað virkað eins og tapið gegn Arsenal í fyrra, tekið allann vind úr liðinu og það bara nánast gefist upp í deildinni, í staðin gerðist vonandi nákvæmlega andstaðan.
Annars finnst mér Spurs vera með Arsenal besta liðið sem við höfum fengið á Anfield í vetur, þetta er hörku lið og hafa eftir eigendakrísu Liverpool farið framúr okkur og verið skrefi á undan í uppbyggingu hjá sér á ungu og spennandi liði. Vonandi erum við að minnka þetta bil sem hefur myndast undanfarin ár. Byrjunarlið Liverpool er engu síðra en þeir bjóða uppá en í vetur hafa þeir verið með mun betri hóp og með betur samansett lið. Þurftu ekki að byrja eins mikið á núlli og við virðist vera þrátt fyrir að hafa líka skipt um mann í brúnni. Við græddum samt líklega aðeins á því að þeir voru að spila í Europa League á fimmtudaginn þó það hafi nú ekki sést greinilega í leiknum og sá leikur gaf þeim auðvitað töluvert sjálfstraust (momentum).
Júbb 9 stig í Tottenham og 9 leikir eftir. Þetta er ekkert ómögulegt en þá verður líka allt að ganga upp. Ef þeir taka 5-3-1 hjá sér og við vinnum rest þá tökum við þá á markatölu. Hehe
Nr. 62 Siffi. Umrædd regla sem þú vísar til gildir bara varðandi deildarbikarinn (þ.e. tapliðið þar fær aldrei Euro-league sæti).
Ef FA cup sigurvegari endar jafnframt í 1. – 4. sæti í deildinni þá fer tapliðið úr úrslitaleiknum í Euro-league. Sorry, þetta er því miður versti dráttur sem við gátum fengið í þessari FA cup keppni þar sem 6. sætið mun ekki gefa þátttökurétt í Euro-league að þessu sinni.
Hlutir sem þarf að segja Arnari Björnssyni
Hann heitir JOSE Enrique ekki LUIS Enrique
Gylfi Sigurðsson er EKKI “okkar maður”
Ég var að horfa á mörkin aftur og datt markið sem Aguero skoraði á móti okkur um daginn í hug þegar ég sá markið hjá Downing núna. Verthongen gerði nákvæmlega það sem Skrtel hefði átt að gera þegar Reina fór í skógarhlaupið, bruna strax aftur á línuna og reyna að verja markið. Alltaf gaman að vera klobbaður samt.
Stewart Downing had a pass accuracy of 95.7 per cent v Spurs today – the best on the pitch #SundayStats
Jú ég gæli við 4 sætið,,,,,, 21 stig úr síðustu 9 leikjum dugar í ár,,,,,tott-che og arsenal eiga mjög erfiða leiki eftir,,,,
væri flott að fá inn podcast í byrjun næstu viku, eftir leikinn gegn Southampton.
Frábær sigur í afar kaflaskiptum leik. Við byrjuðum af krafti en svo kom 30 min kafli (síðustu 15 í fyrri og fyrstu 15 í þeim síðari) þar sem við vorum varla með – kostaði okkur næstum því sigurinn.
Mér finnst Babu (#67) hitta naglann á höfuðið með nokkur atriði:
Okkur vantar sárlega “dóminerandi” miðvörð – við verðum líklega að leita út fyrir ensku deildina (sem er bara jákvætt). Sé ekki í fljótu bragði hvar við finnum varnarmann með þessa eiginleika.
Menn geta sagt það sem þeir vilja um fótboltahæfileika og hraða Carra – en guð minn góður hvað okkur vantar annan varnarmann eins og hann. Á meðan Skrtel hefur sýnt stöðugleika í óstöðugleika og Agger verið stöðugt meiddur þá hefur Carra bara verið Carra. Hann myndi hlaupa í gegnum veggi fyrir þetta lið og hefur verið ótrúlega stöðugur s.l. áratug. Eins og menn segja, form is temporary class is permanent. Kemur inn í lok leiktíðar, 35 ára gamall, ekki búin að spila neitt af viti í nokkra mánuði og lætur Agger & Skrtel líta ansi illa út.
100% sammála – og eins og BR kom inná í vikunni sem leið, þá koma menn sjaldnast 100% til baka eftir sína 6-9 mánuði og spila eins og þeir voru þegar þeir meiddust. Þetta tekur oft 12-18 mánuði að koma til baka. Ekki hjálpuðu þessi meiðsli í upphafi tímabils. Lucas nær undirbúningstímabilinu næsta haust, fær frí í sumar og nær sömu hæðum næsta vetur – sáuð það fyrst hér.
Þetta – ég hafði smá efasemdir í upphafi leiks. Í leikjum vetrarins þegar við höfum reynt að keyra á tveggja manna miðju þá höfum við oft tapað miðjunni og átt erfitt uppdráttar. Kanntmenn okkar eru oft á tíðum eins og sóknarmenn sem rótera upp á topp og út á kannt, skilja því eftir mikið svæði þegar lið “breika” á okkur. Þetta var því alltaf að fara vera erfitt gegn mjög sterkri miðju Spurs. Spyrjið bara Coutinho, hann er ennþá að ná andanum, ekki vanur að þurfa að covera svona mikið svæði!
Dembele er frábær leikmaður, og með vinnuhestinn SP með sér og Bale í svæðinu þá var þetta alltaf að fara vera erfið barátta fyrir Gerrard og Lucas. Sérstaklega m.t.t. þess hve ofarlega varnarlína Spurs spilar. Við fengum afskaplega lítið svæði til að athafna okkur Við náðum svo aftur tökum á þessu þegar Allen kom inn.
Annars frábær sigur – nú er bara að fylgja þessu eftir og gera atlögu að 5 sætinu. Það væri frábær árangur m.v. allt það sem á undan er gengið.
Hérna er svo MOTD klippa fyrir þá sem vilja sá highlights úr leiknum:
http://www.gettyfooty.com/2013/03/premier-league-match-of-day-2-motd2.html
Annars tek ég undir með Einari, Downing var frábær í leiknum. Ekki síðri varnarlega en sóknarlega. Wenger myndi líklega segja að þetta væri eins og að spila með tvo bakverði – lét hann þau orð ekki falla í pirringskasti um Kuyt ?
Einnig voru Suarez & Gerrard frábærir. Suarez er svona leikmaður sem maður gjörsamlega elskar að hafa í sínu liði – en myndi að öllum líkindum missa geðheilsuna við að spila á móti. Spyrjið bara Dembéle, hann var ekkert svo hress í lok leiks.
Mér fannst Gerrard vera MOM . Tók enginn eftir gríðalegri vinnusemi fyriliðans? Endalus hlaup og sprettirnir með honum bale voru bara eins 100 metrarnir á Ól 😉
Allavega Stevie G sýndi sitt í dag og hann og suarez voru okkar bestu menn. Downing fínn, en þessir 2 standa uppúr hefðum seint unnið þennan leik án þeirra
Enn jafn glaður.
Horfði á klippurnar á lfc.tv í gærkvöldi og þá fattaði ég að Joe Allen á risaþátt í marki 3 þegar hann vinnur boltann úti á kanti og fiskar aukaspyrnu sem skilar svo víti og marki.
Flott mál!
Eyþór #75.
Á meðan Skrtel hefur sýnt stöðugleika í óstöðugleika og Agger verið stöðugt meiddur þá hefur Carra bara verið Carra
Ég veit ekki betur en að Agger og Gerrard hafi spilað alla leikina í deildinni alla leikina.
Ég veit ekki hvað þjálfaranir gerðu við þá Agger og Gerrard en það var eitthvað kraftaverk sem ég vona að ég sé ekki að jinxa.
Það hefur ekki verið oft undanfarið sem maður er virkilega stoltur yfir að vera Púllari. En í þessum leik kom einhver neisti sem sýndi hvað býr í þessu liði og heimavallar-grýlan á bak og burt. Ég er farinn að draga í land þetta sem ég hef sagt um Rogers, hann er að bæta liðið með hverjum leik. Og eitt er víst að Downing var frábær í leiknum. 5. sætið væri góður árangur og 4. bónus. Love you Liverpool-club!!!!!!!!!!!
Frábær sigur, vafalaust sá besti á leiktíðinni hvað varðar lið, tímasetnigu og morale boost.
Eins og aðrir hafa samt komið inná þá sárvantar okkur stærri CB, sést ALLTOF oft í fyrirgjöfum/hornum hvað við náum aldrei að skalla boltann, höfum fengið hrikalega mörg mörk á okkur úr föstum leikatriðum.
Newcastle – Stoke, en menn syngja, there’s only one Steven Gerrard! 😉 http://www.youtube.com/watch?v=zaUfu6r78nI&feature=player_embedded
Þetta var massívur sigur og þó erfitt sé að pikka menn út þá eru tveir menn sem hafa stigið all svakalega upp síðustu misseri – menn sem margir voru búnir að afskrifa. Downing og Carra. Við getum núna þakkað fyrir að þeir klæðast rauðu. Njótum þessa sigurs í botn! Við erum á réttri leið…
Bjarni (#81) segir:
Þeir eru reyndar að syngja um Steven Taylor. 🙂
Getum vil ekki bara þjálfað Carrol sem CB? Hann var allavega mjög öflugur í því að skalla í bolta út úr teignum í flestum leikjum sem hann spilaði fyrir okkur 🙂
Liverpool vs West ham U21 í gang. Utandeildarleikmaðurinn Daniel Carr fær að spreyta sig.
http://www.firstrow1.eu/watch/174281/1/watch-liverpool-vs-west-ham-united,-u21.html
Frábær úrslit, liðið hefur sýnt stórkostlegan karakter eftir að hafa dottið út úr Europa league. Mér finnst það skipta öllu máli að enda þetta tímabil á jákvæðan hátt þó svo að við séum ekki í keppni um CL sæti, sterkur endir gefur liðiðinu boozt, sjálfstraust og vonandi kraft til þess að koma dýrvitlausir til leiks á næstu leiktíð og vonandi með smá liðsstyrkingu í sumar sem heldur þessu uppbyggingarstarfi áfram.
Mjög jákvætt finnst mér hvað BR virðist vera að ná miklu út úr mörgum leikmönnum. Undanfarin ár finnst mér eins og ansi margir leikmenn hafi spilað töluvert undir getu og afar fáir leikmenn að miklu leiti borið liðið uppi. Helst þykir manni aftasta línan ekki ná sér nægjanlega á strik (miðverðirnir). Vonandi lagast það en ég tek undir með þeim sem kalla eftir miðvörðum í sumar ásamt coveri fyrir lucas….það er mikil vöntun á því.
Sjálfur hef ég verið að gæla við Shawcross sem miðvörð við hliðina á Agger. Það þætti mér spennandi, en hann yrði fokdýr.
Það er alveg það sama uppá teningnum hjá U21 liðinu. Eru mjög slappir í föstum leikatriðum(varnarlega)… Yfirburðarlið sóknarlega
af hverju kemur það ekki á óvart að (ritskoðað) Elvar Geir skrifi þetta um Suarez. “gæti vel verið valinn besti dómari deildarinnar í heild”??
Nr. 88
Sýnist að þetta hafi nú bara hafa verið villa hjá þeim og það sé búið að laga þetta þannig að þetta passi mun betur:
Sóknarmaður: Luis Suarez – Liverpool
Enginn mótmælir því að Suarez hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu og hann gæti vel verið valinn besti leikmaður deildarinnar í heild.
Hér er annars upprunalega greinin
Frabær sigur engin spurning. Gaman að vinna loksins leik þar sem okkar menn voru lakari aðillinn. Það var ekkert i kortunum sem benti til þess að við myndum svo mikið sem jafna leikinm þegat tottenham var 1-2 yfir en lukkan er gengin i lið með okkur þessa dagana og tottenham sa til þess sjalfir að við fengjum þrju stig.
Hofum alltof oft i vetur verið miklu betra liðið a vellinum en samt ekki fengið þrju stig en i gær vorum við lakari aðillinn en fengum þrju sem var frabært.
Eg fyla svo alls ekki brad jones, maður er alltaf nalægt hjartaàfalli þegar hann kemur nalægt boltanum, hann heldur ekki einum einasta bolta sem a hann kemur og svo þegar okkar menn senda til baka a hann þa kukar maður nanast i buxurnar af hræðslu, eg hef það alltaf a tilfinningunni að brad jones sjalfum lýði mjog illa þegar hann er inna vellinum. Að minum domi sæmir þessi naungi ekki liði i pepsi deildinni, verulega slakur markvorður og ef pepe ætlar að fara missa ur leiki reglulega verðum við að fa miklu betri varamarkvorð.
En að na i þessi þrju stig var dasamlegt og nu er bara að halda afram að vinna leiki og sja hvert það leiðir okkur 🙂
Fyrst að menn eru komnir svona langt út fyrir detailana um leikinn í gær, þá langar mig til að nefna eitt sem er vert að taka eftir.
Liverpool atti kappi við West Ham í varaliðsdeildinni nú fyrr í dag. Við stilltum upp býsna sterku liði, þar sem að Wisdow, Shelvey, Suso og Sterling hafa allir EPL reynslu.
Liðið spilaði fantavel sóknarlega í dag og ljóst er að Suso og Shelvey eiga eftir að verða meira áberandi en ég reiknaði með í framtíðinni. Leikurinn fór 3-3 og setti Sterling fyrsta markið beint í samúel með skoti fyrir utan teig – gullfallegt mark. Suso skoraði síðan seinni tvö með einstaklingsframtaki.
Aftur á móti var vörnin okkar með þvílíka ræpu að það var engu lagi líkt. Það var þvílíkt óöryggi í gangi allan leikinn, sem sýndi sig best í því að öll þrjú mörk West Ham komu eftir hornspyrnu. Samt var ekki eins og þeir hefðu verið að nota einhvern þriggja metra Carroll þarna inni í teig. Vörnin var bara óörugg aftur og aftur í leiknum.
Þetta óöryggi varnarinnar í föstum leikatriðum er eitthvað sem verður greinilega að taka á alveg niður í unglingaflokkana okkar og betra væri að byrja á því ekki mikið seinna en á morgun!
Það er svo gott fyrir sálina að vera komnir upp fyrir Everton, þó það gæti bara verið í nokkra daga.
Manni líður bara svo miklu betur.
http://www.youtube.com/watch?v=w_SwoLXQZT0
Djöfull elska ég þennan mann!!!
Já, ég er búinn að vera með Sólheimaglottið í dag og usss hvað ég var sáttur við þetta turn over hjá okkur. Ekki skemmdi heldur fyrir að Gylfi nokkur Sig. spilaði allan leikinn. Hef miklar mætur á þeim strák en komm on! Hver frá Íslandinu segir NEI við Liverpool!?!?
Joe Allen að fara í uppskurð á öxl! Ekki beint gott fyrir okkur en við eigum sem betur fer vel mannaða miðju.
http://bleacherreport.com/tb/d9Vj6?utm_source=newsletter&utm_medium=newsletter&utm_campaign=liverpool
Kristján Atli #83
Góð saga á ekki að þurfa að líða fyrir sannleikann 😉
ef enhver efast um að við höfum stórlega bætt okkur þá er hægt að benda á að í byrjun desember þegar 14 umferðir voru búnar(helmingur þeirra leikja sem núna eru búnir) þá vorum við með 16 stig, og búnir að skora 18 mörk, núna 14 umferðum seinna (utan tottenham leiksins) höfum við skorða 35 mörk til viðbótar og fengið 29 stig, hugsið ykkur ef gengið hefði verið svona allt mótið þá væum við að meðtöldum tottenham leiknum með 61 stig, búnir að skora 73 mörk, værum í öðru sæti með flest mörk skoruð, framtíðin er björt!!!
Ef að Reina hefði byrjað þennan leik þá hefðum við mögulega tapað honum 3-0! Eða unnið 3-0 eða bara hvað sem er!
Því Reina hefði mögulega tekið eitt útspark öðruvísi en Jones og allur leikurinn hefði þróast öðruvísi! hehehehe
Þannig verum bara glaðir að Brad Jones var í liðinu, hver einn einasti maður sem var á vellinum bjó til þennan sigur!
Með hlaupum, með sendingum, með mörkum, með feilsendingum, með varnarmistökum, með innköstum og svo framvegis
Pælið aðeins í þessu, ef einhver hefði gefið öðruvísi sendingu einhvern tímann í leiknum þá hefði leikurinn mögulega verið allt annar hehehe
🙂
Trausti =97
Kallinn að uppgötva lífið,,,,,, eða hvað,,,,
Skil ekki afhverju er verið að bauna á Brad Jones? Gylfi komst í 2 dauðafæri og skoraði ekki. Hingað til hefur boltinn nánast alltaf endað í markinu ef lið kemst í dauðafæri. Reina fyrir allar sínar vörslur og gríðarlega flott útspörk ver bara ekki í dauðafærum. Wigan leikurinn undantekningin frá staðreyndinni.
Ég hef verið einn af þeim sem hef verið að kalla eftir B.Jones í markið allt tímabilið. Hann er ekki nærri því í Liverpoolklassa og virkar frekar óöruggur en hann getur bjargað markinu á ögurstundu sem er það eina sem ég er að leita eftir hjá markmanni. Það er viðbjóðslega þreytandi að vera 60% með boltann og eiga 20 skot á markið en tapa vegna þess að andstæðingurinn komst í eitt gott færi. Sem er búið að gerast svona 10-15 sinnum á síðustu 2 árum.
Ég er ekkert að biðja um að Reina breytist í Smeichel og verji allt sem kemur á markið bara sýna smá lit einn á einn og verja einstaka sinnum. Leyfi mér að fullyrða að seinna færið hjá Gylfa hefði endað í markinu með Reina á milli stanganna og leikurinn búinn 1-3.
Er einhver búinn að sjá þessa umfjöllun bbc um suarez í motd eftir umfjöllun um leikinn. WTF?
Nr. 100
Magnað havð það er hressilega einblínt á allt sem hann gerir á vellinum og passað sig á því að mála hann ekki í of björtu ljósi. Hann er alltaf “frábær en….”
Hef ekki séð svona syrpu um t.d. Bale eða RVP sem þó eru alls engu skárri.
Það væri síðan gaman að sjá svona syrpu frá hinum sjónarhólnum, sýna þá meðferð sem þessir menn eru að fá frá varnarmönnum yfir heilan leik, öll peysutogin, litlu spörkin, svívirðingarnar, leikaraskapinn o.s.frv.
Annars er ég einn af þeim og hef verið síðan Suarez kom sem er guðs lifandi feginn að hafa leikmann í okkar liði sem fer svona rosalega í taugarnar á öllum öðrum, það er oftar en ekki ástæða fyrir því að svona menn eru “hataðir” og það er vegna þess að þeir eru lang mesta ógnin.
Flott að sjá Downing vera kominn í betra form en sjálfur Persie.
Vonandi heldur hann þessu áfram.
http://www.433.is/annad/mynd-dagsins/mynd-dagsins-downing-betri-en-van-persie-thessa-dagana/
Here we go again
Ætla þessi menn ekkert að læra?! (stuna)
http://www.mbl.is/sport/enski/2013/03/12/lucas_dreymir_um_fjorda_saetid/
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/top-four-difficult-but-you-never-know
Í guðanna bænum, einbeitið ykkur bara að næsta leik! Gríðarlega erfiður leikur á útivelli gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Hvenær verður næsta podcast?
Það lá við að ég hringdi í Stöð 2 og sagði upp áskriftinni.. Þvílíka ruglið sem valt upp úr honum Arnari Björnssyni. Prísaði mig sælan að hann skuli ekki vera dómari, honum tækist þá að skemma leik eftir leik… Er ekki kominn tími á að skipta honum út?? Sunnudagsmessan var honum ósammála með vítið sem Suarez fékk. “Aldrei brot” Alveg hvað hann er vankaður… Og þetta er ég að borga fyrir…
En djöfull var næs að horfa á þennan karakter sigur! Og snilldina hjá Coutinho í fyrsta markinu… Get ekki beðið eftir að hann verði búinn að stilla sig almennilega af og kominn í form. Við eigum annan snilling í Assaidi. Hann á eftir að vera deadly í framtíðinni..
Ég vil eftir þennann leik gera mér vonir um að við munum mjakast upp stigatöfluna. Og þá er eg að tala um þetta margtalaða 4 sæti. Djöfull er ég ánægður með hugarfar og metnað hjá leikmönnum og svo þjálfaranum þega þeir tala um að þeir sjái að möguleikarnir á 4 sæti eru raunhæfir.
auðvitað taka menn einn leik fyrir í einu, en að að hafa ekki markmið og stefna á það er ekkert nema kjánalegt svo vægt er til orðar tekið.
Sigurvegarar stefna alltaf á að ná árangri og er Liverpool þar enginn undantekning og þegar 4 sætið er það eina sem gefur okkur eitthvað á þessari leiktíð þá vil ég sjá okkar menn selja sig dýrt og berjast til síðasta manns.
Eigið góðan dag 🙂
105
Assaidi verður farinn í sumar. Ekki það að ég hafi e-ð á móti manninum, hann er bara of góður til að vera ekki að spila reglulega. Kaupin á honum virðast hafa verið hálfgerð panik kaup þar sem BR virtist ekki hafa trú á að Sterling mundi koma svona sterkur inn þetta tímabilið. Ég er sammála BR um að Sterling eigi frekar að fá sénsinn í byrjunarliði eða sitja bekkinn á kostnað Assaidi. Sterling er framtíðarleikmaður sem þarf sín tækifæri.
Assaidi er góður leikmaður og kæmist í byrjunarlið hjá flestum liðum í neðrihluta ensku deildarinnar. Það er einmitt þess vegna sem hann fer í sumar, hann vill væntanlega vera í liði þar sem hann fær e-r mínútur.
Tottenham átti aldrei skilið að tapa þessum leik, klaufaleg mistök hjá 4 leikmönnum sem koma ekki aftur fyrir.
Ekkert eftir þennan leik sem ætti að segja ykkur að Tottenham sé að fara slaka eitthvað á varðandi top4 sæti þetta tímabilið, né þau næstu.
2-2 jafntefli hefði verið allt í lagi, hefði samt verið pirraður, en að tapa 3-2 svona, var algjör hryllingur. Mér finnst það segja helvíti mikið um stöðu mála undanfarin ár, þegar maður verður brjálaður yfir því að tapa 3-2 á Anfield þar sem liðið þitt spilaði betur.
Þótt maður sé fúll, þá get ég samt óskað ykkur til hamingju með sigurinn og góðs gengis á móti mótherjum Spurs í top4 baráttuni. Þið gætuð komist á þá baráttu á næsta ári, í stað Arsenal sem að ég er að vona að hrynji núna endanlega
coys
Mig minnir að næsta podcast sé eftir tvær vikur. Ekki halda niðri í ykkur andanum.
Um þessa Suarez-umræðu hjá Match of the Day þá er litlu við það sem Babú segir að bæta. Hann er að spila frábærlega og enskir fjölmiðlamenn virðast eiga erfitt með að hrósa honum vegna þess hvað hatrið er grimmt. Það þarf alltaf að vera þetta “já hann er frábær EN hann er líka skíthæll, sjáið bara…”
Eins og það sé ekki hægt að tína til dýfur og olnbogaskot og gróf brot hjá RVP og Bale líka.
Annars er umræðan utan Merseyside hætt að skipta mig máli. Við erum með besta leikmann deildarinnar, hann er hæstánægður með að vera Púllari og hann fær þann stuðning sem skiptir máli: hjá okkur Púllurum.
Allir aðrir mega taka sitt “álit” á honum og troða því þangað sem sólin ekki skín.
Sæl öll.
Ætlaði bara að segja ykkur að sæta sigurkakan rann vel ofan í vinnufélagana en ég hafði sérstaklega gaman af því að gefa Man.Utd. stuðningsmanninum kökuna og þegar hann bað um aðra sneið , skar ég sneið og sagði svo við hann að Liverpool sigrarnir væru alltaf þeir sætustu.:) Tottenham stuðningsmaðurinn brosti nú ekki mikið en fékk sér eina sneið og talaði um þreytu í sínum mönnum. Ég hins vegar dreifði þessari sætu sigurköku um allt með stórt stórt bros á vörum og blés á allar þreytukenningar og sagði Betra liðið vann með fleiri skorðuðum mörkum…:)
Það er alltaf ljúft að vera Poolari en núna þessa síðustu daga er það bara eintóm sæla.
Þangað til næst
YNWA
Var á leiknum og skemmti mér konunglega. Tottenham virkar með massívara lið en Liverpool en þeir eiga ekki eitt stykki Suarez.
Suarez klárlega maður leiksins algjör yfirburðarmaður í þessu liðið okkar. Ég elska þennan mann. Þökk sé honum er ég áfram með 100% árangur á Anfield og auðvitað Steve.
Steve Gerrard, Gerrard,
He’ll pass the ball 40 yards
He’s big and he’s f*ckin’ hard,
Steve Gerrard, Gerrard
Bara svona út af kommenti númer 108, þú ert þá væntanlega sammála því að Liverpool átti aldrei skilið að tapa á WHL í vetur?
@ 105
Mig minnir að Arnar Björns sé yfirmaður íÞróttadeildarinnar hjá 365 .. þannig það þorir enginn að segja neitt við hann
nr 112 Það var ósanngjarnt alveg sammála því, en það var miklu meira taktískur sigur hjá Spurs þar en hjá ykkur um helgina. Spurs skoraði þar 2 mörk og pakkaði í vörn og breikaði á skyndisóknum. Núna um helgina voru 4 fáranleg einstaklingsmistök sem töpuðu leiknum fyrir okkur. Mér finnst það meira svekkjandi en að tapa útaf spilamennsku eða taktík. En álag spilar auðvitað mikinn þátt í einstaklingsmistökum. AVB sér til þess að þetta gerist ekki aftur.
En kannski er það bara sanngjarnt að þið hafið unnið þennan leik svona fyrst við fengum öll 3 stigin á WHL.
Tottenham er samt betra/massífra/taktískara lið þannig maður vonast alltaf eftir stigum
“Tottenham er samt betra/massífra/taktískara lið” Eingöngu þín skoðun #114 heilagi Nikulás. Ég er ekki svo viss um að Tottenham vinni marga af næstu leikjum sínum.
Fullham(H) Swansea(A) Everton(H) Manc. City(A). Ég held jafnvel að þeir vinni eingöngu Fullham af þessum leikjum og eitt til tvö jafntefli í mesta lagi.
Þessi umræða um að Suarez eigi að vera player of the year á Englandi, virðist vera upprunnin hjá leikmönnum og þjálfara Liverpool. Gerrard sagði í viðtali “If Luis Suárez doesn’t win an award this year, he will be the best player ever not to win an award.”
Ég held að það væri hræðilegt fyrir Suarez að eiga svona frábært tímabil og fá ekkert silfur í lok tímabils. Hann gæti þó fengið gullskóinn og player of the year, sem yrði alveg frábært. Það ætti að vera hvatning fyrir hann og aðra heimsklassaleikmenn að sjá að þó Liverpool sé ekki að berjast um CL eða titillinn, þá sé enn hægt að afreka mikið hjá klúbbnum.
Hér er video sem ég tók frá víti Gerrard í leiknum 🙂
http://youtu.be/evTdbd32Cps
Afsakið þráðarán en verður ekki að skrifa um þennan magnaða leik sem átti sér stað í kvöld þar sem Barca sýndi heldur betur að þú átt aldrei að vanmeta þá úff en hvað um það YNWA
Eru ekki alltaf mistök þegar mörk eru skoruð gegn þínu liði?
Er þetta góðar fréttir ef liverpool fær að taka þátt ?
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2292509/Manchester-United-Manchester-City-Chelsea-offered-175m-EACH-play-new-24-team-summer-tournament–Qatar.html
Ég er virkilega ánægður að sjá leikskýrsluna ennþá efstu frétt svo að ég geti komið þessu út:
Ég er engan veginn búinn að ná mér eftir þennan sigur og svíf um bæinn þessa dagana.
Ahh. Takk fyrir mig.
Smá útúr dúr!
Vonandi á þetta ekki eftir að gerast mikið oftar, en við erum nær 20 sætinu en 1 sætinu : o Segir okkur kannski að við eigum verðugt verkefni fyrir höndum.
Nr. 120
Þetta gæti (eins og þetta er sett fram) drepið niður áhuga minn (og líklega fleiri) á fótbolta. Þetta snýst alveg nógu hrikalega mikið um peninga fyrir og ójafnvægið er alveg nægjanlegt..