Nú er ég búinn að labba heim af pöbbnum í sólinni á Södermalm og verð að játa að ég hef engan sérstakan áhuga á að ræða þennan leik í löngu máli. Við höfum séð þetta allt áður.
Stóri Sam mætti á Anfield, pakkaði í vörn gegn liði sem Rodgers stillti svona upp:
Reina
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Lucas – Gerrard – Henderson
Downing – Suarez – Coutinho
Bekkur: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Suso, Assaidi, Sturridge
Downing meiddist fljótt og Sturridge kom inn fyrir hann. Svo kom Assaidi inn fyrir Henderson í seinni hálfleik.
Þetta var nánast alveg einsog West Brom leikurinn á Anfield. Liverpool var með boltann nánast allan tímann og West Ham parkeruðu strætónum fyrir framan eitt mark og þegar þeir fengu boltann reyndu þeir að tefja. Sam Allardyce er að takast að gera West Ham jafn leiðinlegt lið og Stoke.
Liverpool áttu nóg af færum til að klára leikinn. Við fengum ekki víti þegar klárlega var brotið á Gerrard inní teig og Suarez og Coutinho voru nokkrum sinnum nærri því að skora, en niðurstaðan var steindautt 0-0 jafntefli og allar líkur á því að okkar menn séu að gefast uppá baráttunni um að enda sem efsta liðið í Liverpool borg á þessu tímabili.
Maður leiksins: Reina gerði allt sem hann gat gert rétt og vörnin var svo sem ekki í mikilli hættu. Johnson olli samt gríðarlegum vonbrigðum þegar hann fór yfir miðlínuna. Lucas missti boltann og var slappur og Gerrard átti ekki sinn besta leik. Frammi ollu Suarez og Sturridge mér miklum vonbrigðum.
Maður leiksins var Coutinho að mínu mati. Hann var alltaf hættulegur og hefði með smá heppni geta skorað markið sem hefði tryggt okkur sigurinn í dag.
En Sam Allardyce er sigurvegari dagsins og það er óþolandi.
Hvað getum við lært af svona leikjum, þar sem við náum ekki að skora þrátt fyrir að vera í sókn í 90 mínútur? Jú, það er eitthvað sem Rodgers þarf að glíma við. Rafa tók á svona vandamáli að hluta til með því að kaupa Peter Crouch og það er spurning hvort svona dagar á Anfield þýði ekki að það sé möguleiki á því að Andy Carroll eigi framtíð á Anfield. Ef ég ætti að velja á milli 10-12 milljóna í leikmannakaup eða að hafa Carroll sem möguleika í sókninni, þá held ég að ég myndi taka Carroll. Hann hefði hugsanlega getað breytt svona leik eitthvað.
Núna eru 6 leikir eftir – við erum þremur stigum á eftir Everton, sex á eftir Chelsea, sjö á eftir Arsenal og níu á eftir Tottenham auk þess sem Arsenal, Chelsea og Everton eiga leik á okkur. Við erum svo fimm stigum á undan West Brom.
Ég ætla því að lýsa því hér með yfir að við erum að fara að lenda í sjöunda sæti í deildinni. Það er einu sæti ofar en í fyrra. Newcastle er það lið sem við færðum okkur upp fyrir en annað árið í röð eru Tottenham, Arsenal, Man Utd, Man City, Chelsea og fokking Everton fyrir ofan okkur.
Það eru vonbrigði, en það er samt svo margt jákvætt í spili Liverpool að ég er enn miklu jákvæðari en ég er neikvæður í garð Brendan Rodgers. Hann var aldrei að fara að töfra fram fullkomið lið en hann hefur smám saman bætt spilamennskuna og hópinn. Næsta sumar er auðvitað gríðarlega mikilvægt, því við getum ekki verið næstbesta liðið í Liverpool-borg eitt ár í viðbót eða staðið utan Meistaradeildarinnar eitt ár í viðbót. Það er bara ekki hægt.
Allardyce með góðan 0-0 sigur gegn Liverpool
Skelfilegur leikur hjá okkar mönnum.. segi ekki annað!
Eftir svona leiki velti ég því alltaf fyrir mér hvort að eigi að gefa stig fyrir 0-0 jafntefli. Ekki oft sem maður sér leikmann hlaupa með bolta að hornfána og tefja í stöðunni 0-0.
Hörmung, lélegar sendingar, Suarez jarðaður af COLLINS og dómarinn gefur ekki víti þrátt fyrir augljósasta brot í heimi.
Alveg ömurlegt að ná ekki að vinna svona leiki, bara ekki hægt.
Hef áhyggjur af Suarez, sprengjan í skónum hans var dauf. Finnst hann mjög þreyttur og bara fúlt að sjá svona turna ná að stoppa hann af, mjög fúlt. Liðið var of lengi að stilla sig af þegar Downing fór útaf og ég leyfi mér að pirra mig á skiptingum BR.
Þessi Assaidi hefur bara ekkert sýnt mér í vetur, Shelvey eða Suso allan daginn inná fyrr takk. Ekki það að við svosem höfum tapað svona leikjum í vetur en það hjálpar lítið.
En það var ekki bara Suarez, Johnson var vandræðalega dapur og Gerrard fannst mér eiga að gera betur. Hefði viljað fá annað hvort Gerrard eða Lucas útaf í stað Hendo sem mér fannst frískur. En svona er þetta, það vantar enn uppá…
Jæja þetta sökkaði Rodgers klárlega ekki með þetta.
Andy Carroll til baka, takk. Ógnunin í hornspyrnum og fyrirgjöfum er nákvæmlega engin.
Leiðinlegur leikur, leiðinlegt jafntefli og virðist stefna í leiðinlegan sigur á Everton á Tottenham. Djöfull er þetta leiðinlegt allt saman!
Lélegt!
Nenni ekki að vera málefnalegur.
Þetta er aðeins í þriðja skipti í vetur sem WestHam halda hreinu. Suarez, Sturridge, Coutinho og Gerrard gáu varla skapað hættulegt færi í þessum leik.
PS: Flott peysa hjá DiCanio
Áður en menn fara að hella sér yfir hvað þessi og hinn leikmaður liðsins var ömurlegur í þessum leik þá vil ég hella mér yfir þetta dómarahelvíti sem virðist aldrei hafa horft á fótbolta í lífi sínu, hvað þá sparkað í einn. Og ekki voru aðstoðarmenn hans betri, ekki nóg með að þessir fávitar ræna af okkur marki þá henda þeir líka í það að ræna af okkur tveimur AUGLJÓSUM vítaspyrnum.
Hvar finnur FA þessa náunga??
Miðað við hvernig tímabilið í ár hefur þróast myndi ég frekar vilja sjá Tom Henning Øvrebø dæma hvern einasta leik í Epl frekar en dómara dagsins.
vonbrigði. Næsta leik (næsta season).
Að sjá þessi comment er auðvita bara grín.
Ekki koma með setningar eins og að Rodgers er ekki með þetta þegar hann er búinn að henda inn öllu stórskotaliðinu(Suarez, Coutinho, Sturidge, Gerrard), liðið hans er að stjórna leiknum í 90 mín og leikmenn að klúðra færum til þess að skora.
Hugmyndafræðin hans var alveg að virka í dag en það er ekki hægt að ætlast til þess að greyið Rodgers farinn inná og klári færinn líka.
Já þetta voru tvö töpuð stig, já við stjórnuðum leiknum allan tíman, já við komust mörgusinni í tækifæri til þess að skora eða búa til marktækifæri en þetta einfaldlega gekk ekki í dag.
Mér fannst liðið spila vel í þessum leik, það stjórnaði leiknum og átti miðjuna. Þetta var alltaf spurning um að ná að skora þetta fyrsta mark en það gerðist aldrei og fékk því West Ham að hanga með 11 manna varnamúr allan leikinn.
Mér finnst dálítið erfitt að sjá Suraez og Sturidge spila saman því að þeir eru báðir svo eigingjarnir og stopar spilið oft í kringum þá en báðir frábærir fótboltamenn sem þurfa bara einfaldlega að spila meira saman til þess að læra inná hvern annan.
Virkileg ósáttur við að fá ekki 3 stig í dag en er ekki svo ósáttur við spilamensku liðsins í heildina litið. Það versta við daginn gæti verið að Everton er að vinna Tottenham þegar 10 mín eru eftir en ég var að vonast eftir því að Liverpool endaði fyrir ofan Everton.
Vonandi var þetta síðasti naglinn í kistu BR hjá Liverpool. Ekki mikið betri deildar árangur en hjá KD en engin bikar og engin evrópa get ekki séð hvernig það er framför.
Ég ætla ekki að vera málefnanlegur en það er ekki í áttina að Liverpool eða leikmönnum liðsins, heldur ykkur stuðningsmönnum liðsins sem eru eins og verstu kellingar. Ef að liðið hefði skorað á 90 mín þá væru allir hoppandi af gleði og allt í gangi en af því að boltinn vildi ekki inn þá er Rodgers ömurlegur og leikmenn með skituna og eiga að verða seldir.
Hysjið upp um ykkur og styðjið liðið þegar vel gengur og sérstaklega þegar að illa gengur.
Seinustu 6 leikir höfum við unnið 4, gert 1 jafntefli og tapað einum.
Skelfilegur. Sást alveg frá fyrstu mínútu að hálft liðið var varla inná vellinum. Hins vegar, þá er langt síðan að maður sá Agger spila og verjast svona vel. Það er jákvætt.
Það var slæmt að missa Downing svona snemma út, og einnig finnst mér að hann hefði átt að skipta Coutinho í stað Hendo og fá inn Suso/Shelvey. Assaidi á bara enga framtíð fyrir sér á Anfield, því miður.
Annars var þetta mjög pirrandi leikur, þessi Collins gæi alveg með Suarez í vasanum, og í raun lét Suarez líta út fyrir að vera einhver amateur. Og ekki hjálpar það að Everton skuli vera að vinna Spurs.
Ojæja, slæmur dagur í dag, ekkert hægt að gera við því, gengur bara betur næst.
Gríðarlega sterkt stig á heimavelli.
Besti varnartengiliður í heimi þó nálægt því að gefa WH sigurinn í fyri hálfleik en Agger varði frábærlega. Sá besti búinn að vera algjörlega úti á túni á þessu tímabili. Þó ber að hrósa þeim besta fyrir góða vörslu á marklínu undir lok leiks.
Mikið af heimskulegum ákvörðunum inni í teig og menn skiptust á að halda jólin, páskana og eiga afmæli þar í stað þess að skjóta eða gefa boltann. Glen Johnson stendur sennilega enn inni í teignum núna og er að reyna að taka ákörðun um næstu skref.
Frábært að ná að landa stigi á heimvelli gegn sterku liði West Ham
Það versta við þetta er að Tottenham, Everton (og líklega Chelsea) tapa stigum, en það hefði nú verið gott að saxa aðeins á forskot þeirra.
Jó jó lið, þarf að vera stapílla þetta FOKKING lið, eða þannig.
Horfði á leikinn. Það var áberandi að sjá við áhorf á þessum leik að Liverpool er augljóslega á réttri leið undir stjórn Brendan Rodgers. Sama hvað hver segir þá sér maður gífurlegan mun á spilamennsku liðsins með tímanum – og munurinn frá því í fyrra og árið áður er geigvænlegur.
Veit að þetta snýst um úrslit en til þess að fá úrslitin þarf maður að vera að spila vel. Boltinn sem BR er að leggja upp með er góður og augljóst að haldi liðið áfram, og fái menn tíma, þá mun liðið halda áfram að bæta sig og sigrarnir verða ennþá reglulegri.
Gleymum ekki að hægt og rólega í vetur hafa sigrarnir þegar orðið reglulegri og reglulegri. Með svona frammistöðu og með því að halda áfram að spila svona bolta mun liðið alltaf vinna fleiri og fleiri leiki
Planið hjá Big Sam gekk eins og í sögu, þeir mættu með eitt stig á Anfield í dag og reyndu ekki að sækja fleiri stig og parkeruðu rútunni fyrir framan teiginn og þrátt fyrir ítekaðar tilraunir þá gekk þetta ekki í dag.
Eina sem ég er ósáttur með er að leikmenn voru með kærulausar sendingar í lokasendingunum og reyndu að gera þetta með hælnum í staðinn fyrir að vanda sendingar inní svæðin fyrir sóknarmennina.
Coutinho er virkilega spennandi leikmaður og ég hlakka til að sjá hann með liðinu í framtíðinni en Sturridge og Suarez verða að fara að spíta í lófana og sýna hvað þeir geta.
Súrt að fá ekki 3 stig í dag en liðið reyndi hvað þeir gátu og áttu að fá víti þegar að Gerrard var felldur.
Svekkjandi úrslit, en ekki eins svekkjandi og sum ummæli hérna eftir leikinn.
Taktíkin hjá Samma Antifótbolta gekk upp, en með smá heppni og betri dómgæslu hefði Liverpool tekið öll stigin.
Okkar menn verða að byrja að nýta hornspyrnurnar betur, 12 slíkar í dag og ekki ein þeirra skilaði hættu. Maður er fyrir löngu síðan hættur að líta á hornspyrnur sem möguleika á marki…….nema þegar andstæðingarnir fá slíkar.
Ég leyfi mér að fullyrða að fá lið í úrvalsdeildinni skori eins lítið eftir hornspyrnur eins og Liverpool.
Coutinho var klárlega maður leiksins og eins var Agger öflugur.
Vantaði yfirvegun í teignum. Alveg fullt af góðum tækifærum í vítateig Westham en menn skjóta úr öllum hálffærum eða finna ekki réttu sendinguna. Story of the síson bara.
Gylfi Sigurðs búinn að jafna fyrir Tottenham. Leikurinn fór 2-2. Ef við hefðum unnið í dag og svo átt Everton og Chelsea eftir á heimavelli þá hefðum við átt raunverulegan möguleika á að blanda okkur í baráttu um CL-sæti. Í staðinn skiptir engu þó við myndum vinna rest, eigum ekki séns lengur.
Menn eru stanslaust að tala um að Liverpool vanti líkamlega sterkan miðjumann. Bara benda á að við vorum nánast búnir að ganga frá því að fá Diame á free transfer áður en Kenny Dalglish var rekinn í ægilegum flýti. Segir manni að þessir Kanar sem eiga Liverpool og ráðgjafar þeirra hafa fullkomlega engan skilning á fótbolta, hvaða týpu af leikmönnum Liverpool vanti og hvert þeir séu að stefna með liðið. Eru bara making things up as they go along.
Þetta eru sömu mennirnir og leyfðu Tom Ince að fara á 250.þús pund til þess að reyna kaupa hann aftur á 6-8m punda árið eftir. Þetta eru mennirnir sem keyptu Henderson á 17m punda til að bjóða hann sem skiptimynt ásamt pening fyrir Clint Dempsey ári seinna. Þetta eru mennirnir sem keyptu Carroll á 35m punda bara til að lána hann út ári seinna. O.s.frv. Svo var ég að lesa nýlega að Liverpool hafi boðist brasilíska landsliðsmanninn Damiao á lánssamning síðasta sumar með kauprétt á 13m punda. Þeir ákváðu frekar að fá Sahin þegar okkur sárvantaði sóknarmenn. Ef við hefðum keypt alvöru sóknarmann þá værum við örugglega í CL-sæti núna.
Í staðinn horfum við uppá Diame orðaðan við Arsenal á 6-7m punda og að eigna sé miðjuna gegn öðru hverju liði í enska boltanum.ekki ólíkt Fellaini. Þetta tímabil er auðvitað búið núna. Maður bíður bara eftir sumarglugganum og vonar til Fowlers að Kanarnir klúðri honum ekki enn eitt árið sem og að Rodgers hætti að kaupa ofmetna leikmenn úr sínum fyrri liðum.
Akkúrat þetta sem gerir það að verkum að ég vil fá nýja stjóra á Anfield. Maðurinn er alltaf ánægður, ALLTAF! Sama hversu mikið félagið og stuðningsmenn eru niðurlægðir þá kemur eitthvað svona: “We were outstanding in terms of our game. The effort the players put in was very good. We just needed a bit of luck to go our way,” the boss told BBC Sport.
Liverpool var kannski 1-2x óheppnir að skora ekki í leiknum en ekki meira, WH hefðu líkað getað skorað.
Lélegt er orðið Rodgers, ekki óheppni endalaust-þú ert farinn að hljóma eins og Wenger sem er alltaf óheppinn og svindlað á honum þegar hann vinnur ekki leiki.
Þetta er akkurat leikur sem Carroll gæti breytt. Að hafa ekki álíka mann gefur okkur litla möguleika á móti svona varnaleik. Annaðhvort að hafa hann og bjóða upp á aðra vídd eða kaupa MIKIÐ betri leikmenn til að spila þennann bolta sem lagt er up með.
Jæja ekki allveg okkar dagur.
Er aðeins að velta fyrir mér hornspyrnum. Fengum 12 horn í dag og engin þeirra endaði mað markskoti. West Ham fékk tvö horn og bullandi hætta í okkar teig.
Þurfum endilega að bæta okkur í þessum föstu leikatriðum.
Annars var gaman að fylgjast með Coutinho, vona að hann eigi eftir að gleðja okkur í framtíðinni.
Svekkjandi úrslit en svosem ekkert mikið hægt að jarða leikmenn liðsins fyrir hörmulega spilamennsku eins og sumir hérna eru að tala um. Taktíkin hjá Big Sam gekk 100% upp og Collins var með Suárez í vasanum allan leikinn og hann þurfi aldrei neina aðstoð með að verjast honum. Enda vel ég Collins mann leiksins.
Það sem mér finnst hinsvegar vera gagnrýnivert í leik liðsins er að það fær 12 hornspyrnur í leiknum og er aldrei nálægt því að ógna marki hamrana, þetta er eitthvað sem að er ekkert að gerast í fyrsta skipti í vetur. Ég vil fá að sjá Andy Carroll í þessu liði því ég er pottþéttur á því að hann myndi nýtast liðinu og bæta við fjölbreytileikan í sóknarleik liðsins. Þegar lið stilla upp í leikerfið 6-3-1 og liggja mjög djúpt þá eru föst leikatriði eins og hornspyrnur gríðarlega mikilvægt vopn. Það er mjög erfitt að spila sig í gegnum 10 manna varnarmúr eins og Liverpool var að reyna í allan dag.
AEG ekki éta allt sem þú lest upp af netinu hrátt. Það eru nákvæmlega engar líkur á því að Liverpool hafi boðist Damiao á láni með 13 milljón punda kauprétti. Gæjinn hefur verið orðaður mikið við Tottenham og einnig við stærri hákarla eins og Man. Utd. Þar er aldrei talað um minna en 20-30 milljónir punda fyrir þann leikmann. Að vísu gengu sögur um Diame en við stuðningsmennirnir vitum aldrei neitt fyrr en leikmaðurinn er kominn á mynd með trefilinn á Anfield, það er klárt. Það “leyfði” heldur enginn Ince að fara, hann einfaldlega sá sig ekki fá næg tækifæri og ákvað sjálfur að fara. Gott move hjá honum eftir á að hyggja. Getum við staðhæft að hann hefði orðið jafn góður hjá Liverpool? Engan veginn. Hvort hefðiru viljað gefa honum sénsinn eða Sterling, hvoru hefðum við tapað meira á? Það er engin leið að svara svona spurningu og ennþá kjánalegra að velta sér upp úr henni.
Að því sögðu þá vantar okkur klárlega mann eins og Diame á miðjuna, þrusuöflugur gæji. Lucas og félagar réðu illa við hann í dag. Annars er ég sammála Einari í skýrslunni, það vantar stundum plan B í liðið. Það var ekkert að koma á óvart að WH stillti upp í vörn. Andy Carroll hefði getað hjálpað liðinu mikið í dag. Annars kemur þetta allt með kalda vatninu. Að vísu er áhyggjuefni hversu Sturridge hefur dottið mikið niður eftir góða byrjun.
Sá síðustu 15 mínúturnar. Fannst Liverpool virkilega reyna að skora og nokkuð líklegir meira að segja. En það er erfitt að dæma leik af 15 mínútum, fannst samt Gerrard flottur, kraftur í Enrique og Assaidi var að skila boltanum inní. Coutinho virkaði samt alltaf sem maðurinn sem mundi gera gæfu munin sóknarlega.
1 stig er svekkjandi en spáið í því að menn eru ennþá að tala um CL sæti. Rodgers hlítur að vera að gera eitthvað rétt.
Þetta var ótrúlega svekkjandi, að sjálfsögðu, en ég held samt að menn verði aðeins að slaka á. Þetta er aðeins í annað sinn frá áramótum sem liðið skorar ekki mark í deildarleik, og þriðja sinn í öllum keppnum. Hinir tveir voru úti gegn Zenit og heima gegn West Brom. Þrisvar í sextán leikjum sem liðið hefur ekki skorað mark.
Þannig að það er ekki eins og liðið sé skyndilega steingelt og allt að í sóknarleiknum. Þetta er ennþá það lið sem hefur skorað mest allra liða í deildinni frá áramótum og liðið er í topp-4 gengi í síðustu 27 umferðum (þ.e. ef fyrstu 5 umferðirnar eru frátaldar).
Þetta lið er á réttri leið, þótt það komi stöku bakslög í gengið. Eins og Einar Örn sagði réttilega í leikskýrslunni gat enginn heilvita maður búist við að Rodgers myndi töfra þetta lið í að spila eins og Barcelona á einni leiktíð.
Það breytir því ekki að þetta er fáránlega pirrandi, ekki síst gegn liði sem fannst bara eðlilegt að byrja að tefja eftir 25 mínútur í deildarleik. Ekki síst gegn liði undir stjórn Big Sam Allardyce, eina manninum sem fær okkur til að sakna Tony Pulis og Neil Warnock.
En ég legg samt til að menn slaki aðeins á. Við erum í baráttu um 6.-7. sæti í þessari deild og ég er ekki búinn að gefa þá baráttu upp á bátinn. Everton á ennþá eftir nokkra erfiða leiki plús heimsókn á Anfield þannig að við getum enn unnið upp þessi þrjú stig plús leik inni. En hvort sem það tekst eða ekki er ég búinn að sjá nóg í vetur til að vera bjartsýnn á frekari uppgang í þessu liði á næstu leiktíð. Að því gefnu að sumarið verði rétt.
Ég er allavega rólegur. Pirraður, eftir þennan leik, en rólegur þegar ég horfi á heildarmyndina. Ég veit ekki hvað ég get sagt við þá sem vilja reka Rodgers eða selja mann og annan eftir einn eða tvo svona leiki frá áramótum.
Ekki nógu góður leikur hjá okkar mönnum tökum næsta leik comon Liverpool 🙂
Hugsið ykkur samt hvað Liverpool er hið fullkomna lið fyrir Íslendinga til að styðja.
Enginn stöðugleiki – bóluframmistöður sem enda reglulega með svakalegum skellum og að endingu staðföst trú um að við séum í raun best í heimi þó að ekkert annað en huglægt mat okkar sjálfa sem bendir í þá átt.
Æðislegt að vera Íslendingur og elska fótboltaliðið Liverpool.
p.s. djöfull var þetta svekkjandi leikur.
Vonandi er þetta síðasti póstur þinn hérna inn, guð minn góður.
Fínn leikur hjá okkar mönnum, fannst við eiginlega bara óheppnir að skora ekki. Það vantaði aðeins upp á betri ákvarðanir á síðasta þriðjungnum, hjá mörgum. Tek svosem engan sérstakan út.
Hausinn upp og kassann út, nóg eftir af tímabilinu.
Frábær skýrsla Einar, segir allt.
Svo undrast ég alltaf jafn mikið þá sem telja enn eðlilegasta skref félagsins vera að eyða tugmilljónum í að reka þjálfarateymi og njósnateymi.
Erum búin að eyða um 30 milljónum í það á undanförnum árum auk þess að leyfa hverjum þjálfaranum að kaupa sína menn.
Það er heimskast af öllu að finna fimmta stjórann á fimm árum. Algerlega!
Vid erum a rettri leid , vantar bara herslu mun a ad fara getad keppt um 4 til 5 saetid , 4 til 5 satid er ju tad sem vid i Liverpool viljum na i ekki satt . Sorglegt enn satt
Alls ekki samála skýrsluni.
Þetta var aldrei steindautt 0-0 jafntefli. Það voru færi hjá báðum liðum, bjargað á marklínu báðu megin, fínar tvær þrjár vörslur, tilkall um vítaspyrnu hjá báðum liðum og nokkrar vænlegar sóknir þar sem síðasta sending klikkaði eða að slúttið var lélegt.
Mér fannst Gerrard góður í þessum leik, var að dreifa boltanum vel á framherjana, vinna vel, koma með flotta skiptingar á milli kannta, hreyfði sig vel án bolta til þess að skapa pláss og vann fullt af boltum á miðjuni.
Það þarf ekki að ræða það frekkar að við viljum ekki sjá Carroll aftur. Rodgers er að byggja upp lið útfrá ákveðni hugmyndafræði og svo virðist sem að Stoke/West Ham fótbolti sé ekki í þeim plönum s.s langar sendingar á stóra kallinn og treysta á að lið vinni leiki í föstu leikatriði. Undir vissum kringustæðum væri mjög gott að hafa Carroll á bekknum og koma inná undir lok leikja til að breytta skipulagi ef illa hefur gengið en ég tel að við ættum að selja hann sem fyrst á meðan að við fáum eitthvað fyrir kappan. Ef við nauðsynlega viljum hafa þennan stóra kall á bekknum þá bara kaupum við Peter Crouch aftur á 3-5 milljónir punda og hann verður sáttur við að hanga á bekknum en Carroll gæti aldrei sæt sig við það(p.s ég vill ekki fá Crouch aftur).
Ég held að við endum fyrir ofan Everon og mér finnst eiginlega lélegt að afskrifa okkur strax í þeiri baráttu.
Everton á eftir QPR(H), Arsenal(Ú), Sunderland(Ú), Fulham(H), Liverpool(Ú), West Ham (Ú) og Chelsea (Ú). Virkilega erfitt prógram því að aðeins Fulham er lið sem hefur að engu að keppa. Öll hinn liðinn eru að berjast um evrópusæti eða fall.
Liverpool á eftir Reading(Ú), Chelsea(H), Newcastle(Ú), Everton(H), Fulham(Ú) og QPR (H). Þarna eru erfiðir heimaleikir en Reading virðast nánast vera búnir að gefast upp og QPR verða líklega fallnir þegar þeir spila á móti okkur. Chelsea verða að spila sinn 3 leik á 7 dögum þegar þeir koma á Anfield og Fulham/Newcastle hafa að engu að keppa.
Þetta ræðst að mínu mati á heimaleiknum á móti Everon.
Lendi alltaf inn á síðu sem heitir Vælubíll.is þegar fer á kop.is hvað er í gangi!!! Við er um með lið sem er í mótun og ekki eru allir framtíðarleikmenn í þessu liði.
Það vantar bara nokkur púsluspil svo þetta fari að virka á öllum vígstöðum. Okkur vantar meiri breidd í bakverðina og svo monster hafsent. Svo væri flott að fá AC til baka eða stóran og sterkan sem getur aukið ógnina með Suarez frammi.
Það stittist í sumarið vonadi verður það betra en það síðasta. Þarf reyndar ekki mikið til!!!
Þeir hafa sæmilega reynslu úr íþróttum vita að það er alltaf smá munur á manni frá degi til dags (kallað dagsform). Þetta birtist í snerpu, þreki, fínhreyfingum og fleiru. Þegar maður er í stuði límist boltinn við fótinn, sendingar eru af hárréttri vigt, og í skotum er kontaktinn fullkominn og boltinn fer þangað sem maður ætlar honum. Hugurinn er skarpur, alltaf 1-2 skrefum á undan boltanum, tilbúinn í næsta múv. Þegar þetta ástand smitast yfir á liðið allt er eins og menn eigi í ofurskilvitlegu sambandi og maður áttar sig ekki á því hvernig hægt er að spila svona hratt, vel og nákvæmlega.
Á slakari dögum er annað uppi á teningnum. Boltinn steinliggur ekki alveg í móttökum. Sendingin er 40 cm off og aðeins of laus. Hlaupin ekki alveg á línu og ákvarðanir aðeins off. Og jafnvel þó að allir séu að leggja sig alla fram, vinna sína vinnu og reyna að gera réttu hlutina þá er vélin ekki alveg smurð og hlutirnir bara ganga ekki alveg upp.
Þannig var þetta hjá Liverpool í dag. Fín vinnsla, allir að leggja sig fram, stjórnuðum leiknum og vorum talsvert sterkari varnarlega en oft áður. En…of margir af gæðaleikmönnum liðsins voru bara ekki alveg með sitt besta tötts og því fengum við ekki eins mörg afgerandi færi og venjulega. Svoleiðis er það stundum og þá er gott að eiga margar opsjónir á bekknum, sem við áttum ekki alveg í dag.
Ég er sem sagt ósammála því að úrslitin séu BR eða einhverjum tilteknum leikmönnum að kenna, eða að Sam Allerdyce sé einhver taktískur.snillingur. Ef Suarez hefði skorað þegar hann og Coutinho áttu snilldar múvið við endalínu í fyrri hálfleik hefði þessi leikur endað 2, 3 eða 4-0. Svo stutt er oft á milli.
Og eitt enn. Ég myndi búa til pláss fyrir Diame í mínu liði ef mér stæði hann til boða.
Það þarf aðeins að fínpússa liðið mér finnst við vera kominn með flottan kjarna. Reina, Agger, Enriqu, Johnson, Lucas, Gerrard, Suarez, Sturidge og Coutinho Þarna eru 9.leikmenn sem eiga að byrja leiki ef þeir eru heilir.
Svo eru leikmenn eins og Henderson, Allen, Skrtel, Downing sem ættu að vera inn og út úr liðinu(Carragher er auðvita að hætta).
Svo bætum við leikmönum eins og Sterling og Suso sem eru bráðefnilegir leikmen sem eiga bara eftir að verða betri og þá erum við komnir með helvíti heilsteypt lið.
Það sem okkur vantar í sumar er annan sterkan bakkvörð. Þoli ekki að sjá Glen Johnson spila í vinstri bakkverði ef Enrique er meiddur. Sterkan miðvörð útaf brotthvarfi Carragher og svo einn heimsklassa leikmann til þesa að gera okkur enþá betri og skiptir staðan ekki öllu máli. s.s 4 nýja leikmenn
Ég væri til í að sjá okkur losna við Shelvey, Borinin og Kelly fara frá liðinu.
liðið var að spila vel þennan leik, það er bara erfitt að skora hjá niu manna vörn.
Alveg magnað að lesa sum kommentin hérna, maður skautar að sjálfsögðu yfir vissa aðila hérna sem virðast kommenta BARA þegar illa gengur og þ.a.l. tel ég afar líklegt að um scummara sé að ræða sem vilja koma með ,,hressandi” komment.
Okkar lið er heldur betur á uppleið eftir hrikalega erfið tímabil. Gefið BR breik og smá tíma. Leikurinn í dag var fínn hjá LFC að mörgu leyti. Vantaði bara herslumuninn upp á að ná öllum þremur stigunum í dag. Frekar pirrandi en svona er boltinn stundum.
Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og ég sé mörg jákvæð teikn á lofti hjá liðinu okkar. Það var alltaf vitað að þetta ár væri mótunarár fyrir BR og það hefur ekkert breyst! Hversu oft þarf að tyggja þetta??
Áfram með fjörið og það er slatti eftir ennþá!
YNWA!
Ég er mjög hrifin að því sem Rodgers hefur verið að gera í vetur. Hann hefur bætt spilamennskuna, bæði hvað árangur varðar og skemmtilegan bolta.
En hvað er þetta með Rodgers og Assaidi……. bara næ þessu ekki. Hann á ekki heima á fótboltavelli í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta er ekki nógu gott. Það eru allir fyrir ofan okkur sem við erum að metast við. Arsenal, Chelsea, Everton og Man Utd.
Liverpool spilaði undislega í dag með þeirri undantekningu þó að þeim tókst ekki að skora og það var virkilega pirrandi. Tæknin og kunnáttan hjá liðinu er mögnuð og .þó finna megi ýmislegt að frammistöðu einstakra leikmanna þá stóð liðið í heild sig frábærlega.
Brendan Rodgers > Daglish, Rafa, Hodgson, Houillier og allir þessir gæjar.
12 hornspyrnur, og aldrei hætta. Munum að United undir stjórn Rauðnefs hefur alltaf getað sótt hratt OG skapað hættu í föstum leikatriðum. Líka Chelsea undir stjórn Mourinho. Með góðri vörn, og sókn sem getur þetta tvennt vinnst deildin.
Mér finnst menn ótrúlega jákvæðir margir. Vissulega ágætis spil á köflum en West Ham fékk 2 bestu færi leiksins (klúðrið hjá Lucas og línuvarslan hjá Lucas) og þar fyrir utan fékk West Ham EKKI eina augljósustu vítaspyrnu tímabilsins þar sem Enrique bombaði niður leikmann liðsins. Þetta hefði því auðveldlega getað orðið annar WBA eða Aston Villa leikur með 0-2 eða 0-3 úrslitum. Eitthvað voða andleysi í þessu….
Sælir, ætla nú ekki að skrifa mikið um þennan leik í gær. Í síðustu 6 leikjum Liverpool hafa þeir unnið 4 gert 1 jafntefli og tapað 1 leik sem kallast nú bara ansi fínt “run” hjá okkar mönnum. Ekki hægt að ætlast til þess að þeir vinni alla leiki þó svo að það hafi verið mjög súrt að horfa á þennan leik í gær og fá bara 1 stig út úr honum.
Mig langaði að spyrja þar sem ég er ekki alveg með reglurnar á hreinu. Hvernig verður þetta ef að Tottenham eða Chelsea vinna Evrópudeildina og ná líka að komast í Meistaradeildina með því að lenda í einu af efstu 4 sætunum. Fær Enska Úrvalsdeildin þá eitt auka sæti í Evrópudeildina? S.s myndi 6 sætið þá gefa sæti í Evrópu?
Hugsa nú samt að Liverpool séu í því sæti sem þeir eiga eftir að enda tímabilið, en það má nú dreyma um að þeir hoppi upp fyrir Everton þó svo að útlitið sé ekkert alltof bjart.
Hvenær ætla menn að hætta að tala um þetta meistaradeildarsæti ? Af hverju sættið þið ykkur ekki við að það er ekki að nást þetta tímabilið. Liðið er í uppbyggingu og það verður vonandi bætt við gæðin í sumar og næsta tímabil getum við vonandi endað ofar en 6 eða 7 sæti þá.
Með auknum gæðum liðs og leikmanna næsta tímabil verðum við vonandi nær því að vinna svona lið eins og west ham, stoke, wba og fleiri, heima og úti.
Gerum bara miðvörð úr Andy Carrol og málið dautt með þá stöðu, stór og sterkur og getur skorað.
Viðbjóður að horfa á þetta West Ham lið og það getur bara varla verið að stuðningsmenn félagsins sætti sig við svona “heiguls” knattspyrnu. Það er reyndar ekkert hægt að líkja þessu við knattspyrnu hjá þeim, aldrei var reynt að spila eða sækja að markinu, hvað tafirnar varðar þá er þetta bara heigulsskapur. Liverpool verða að REFSA svona liðum, svona lið eiga ekkert að fá á velli eins og Anfield. Það eru röng skilaboð til unnenda knattspyrnunnar.
Hundleiðinlegur leikur eins og allir hefðu geta séð fyrir… finnst samt alveg gríðarlega kjánalegt af sumum að bera þetta tímabil við það síðasta í ljósi þess að hópurinn er mun þynnri (fyrir áramót) og er með þeim yngstu í deildinni. Ennþá fáránlegra að ætla það að Brendan eigi skilið brottrekstur fyrir frammistöðu sína. Hefði viljað gefa Dalglish og Clarke auka tímabil og það sama verð ég að segja um Brendan og hans menn, það er bara langt því frá gefið að knattspyrnustjóri nái settum markmiðum á fyrsta tímabili, tala nú ekki um þegar hópurinn er ekki reynslumeiri en raun ber vitni (og stjórinn sjálfur reyndar líka).
Helmingur kommenta hér eftir þennan leik sanna að þetta orð verður seint of notað: ÞOLINMÆÐI!
Annars hef ég engar áhyggjur af stöðu Rodgers, sama hvernig tímabilið endar. Þetta er einfaldlega fyrsta alvöru ráðning FSG (Fengu Hodgson því miður upp í hendurnar, og Dalglish var einfaldlega ráðinn vegna þrýstings frá aðdáendum).
Þetta var ekki vel spilaður leikur og Lucas heldur áfram að valda vonbrigðum. Ég er Lucas-fan og hef alltaf staðið með honum, en ég hef miklar áhyggjur af honum. Ég var mest pirraður út í dómarann þar sem Sturridge skoraði löglegt mark og Gerrard var sparkaður niður í teignum án þess að fá víti. Ég skil einnig ekki þessa Johnson dýrkun, hann hefur ekki átt eitt gott tímabil síðan hann kom fyrir fúlgu af pening. Hann er gleymir sér of oft þegar hann á að dekka og það kemur lítið úr honum sóknarlega þótt hann fari öðru hverju framhjá einum og einum leikmanni.
Fann þetta quote í dag á blessuðum veraldarvefnum um leikinn í gær og hvernig Liverpool spilar gegn litlu liðunum. Its funny because its sad. 🙂
“Watching Liverpool play is like watching your dog lick himself. It’s not right, but you’re not sure why you don’t just look away.”
56 erum við þá að tala um litlu liðin eins og t.d
Aston Villa sem við unnum seinni leikinn 1-2
Wigan leikinn sem við unnum 0-4
Swansea leikinn sem við unnum 5-0
Eða Norwich leikinn sem við unnum 5-0
Sunderland leikinn sem við unnum 3-0
QPR sem við unnum 0-3
Fulham sem við unnum 4-0
West Ham fyrri leikur 2-3
Wigan aftur og núna 3-0
Norwich úti 2-5
Þó svo að við dettum niður í einn og einn leik þá hefur spilamennskan oftast í vetur verið vel spilandi og skemmtilegur fótbolti sem ég hef hrifist af.
Ætli það sé ekki party now Maqgie Tatcher is dead, hjá vinum okkar i Liverpool borg? http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=x-4FJcnX0i8
En ég sá viðtal við Ian Rush á Viasat í Sverige í gær þar sem hann talaði um að eigendur Liverpool væru með langtímaplan og væru ánægðir með stöðuna á klúbbnum og Rogders. Svo að hann fær alveg örugglega meira en eitt ár til að sanna sig og það finnst mér gott mál.
Og við getum alveg náð Everton,það er nógu margir leikir eftir eftir til þess !
Það vantaði algjörlega JONJO SHELVEY í þennan leik, skil ekkert í Rodgers að vera bara búinn að frysta hann… Leikurinn hreinlega kallaði á hann!
http://www.fotbolti.net/news/08-04-2013/studningsmenn-liverpool-fognudu-andlati-margaret-thatcher
Þetta finnst mér ekki gott að sjá. Kemur bara slæmu orði á stuðningsmenn klúbbsins.
Gamla járnfrúin á ekkert gott skilið frá stuðningsmönnum Liverpool. Ef fólk vill virðingu þá vinnur þú þér hana inn.
smá þráðrán en eru þið að grínast hvað þessi gaur virkar spennandi og ég væri til í hann í hjarta varnarinnar… http://www.youtube.com/watch?v=d1Ul_4D9tWM
Það vantaði herslumuninn í þessum leik….það verður ekki tekið af WH að þeir spiluðu sína vörn fantavel og markvarslan var líka mjög góð. Það þurfti ekki nema eitt mark en því miður þá kom það ekki og mér fannst í raun sá eini sem var almennilega ógnandi væri Coutinho en það er virkilega gaman að sjá hann koma með boltann því hann er svo teknískur, snöggur og útsjónarsamur.
Johnson og lucas finnst mér báðir ekki hafa verið alveg með fókusinn í þessum leik…og síðustu leikjum. Hvorugur þeirra er með alvöru pressu á sér um að missa sína stöðu innan liðsins og hver veit, kannski er það að valda örlítillli værukærð hjá þeim. Þeir eru hinsvegar klassaleikmenn, sérstaklega lucas.
Lítið hægt að segja annað en að þetta var dæmigert og því miður þá höfum við oft séð liðið tapa stigum með þessum hætti. Ef frá er talin þessi hörmungarbyrjun þá er liðið að spila fínt. Ef við náum að halda þessu tempói á næstu leiktíð ásamt smá styrkingu á hópnum þá er heilmikið sem við sem aðdáendur höfum að hlakka til.
Ég held að við munum ekki gera drastískar breytingar á hópnum í sumar. Þetta verða 2 – 4 nöfn sem koma inn og eitthvað svipað fer út ásamt því að einhverjir af ungu strákunum færast skrefi nær því að spila meira með aðalliðinu.
Sælir félagar
Eftir lestur kommenta hér er ég með það á hreinu að við vinnum rest og náum 4. sætinu. Það er allt á uppleið og ekkert röfl. Nenni ekki að ræða það sem úrtölumenn eru að nöldra. Koma svo.
Það er nú þannig
YNWA