Newcastle – Liverpool 0-6

Liverpool mætti án Luis Suarez á St James Park í dag með annars óbreytt lið. Sturridge kom inn í hans stað, Coutinho fór í holuna og Henderson var meira vinstra megin. Til að gera langa sögu stuttu þá svínvirkaði þetta og þessir þrír gjörsamlega gengu frá Newcastle í dag.

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Lucas – Downing

Coutinho

Sturridge

Bekkur: Jones, Coates, Skrtel, Wisdom, Suso, Shelvey, Borini.

Borini var einnig kominn á bekkinn sem eru gleðifréttir enda vantar okkur aldeilis sóknarmenn.

Frábær byrjun og gríðarleg pressa skilaði marki strax á 3.mínútu er Daniel Agger sneri á rangstöðugildru heimamanna og skallaði boltann í netið yfir Elliot í markinu. Downing átti sendinguna inn á teiginn sem tók vörn Newcastle úr sambandi.

Liverpool hélt áfram að sækja á Newcastle vörnina og það skilaði öðru marki á 17.mínútu er Coutinho opnaði vörn gestana enn á ný með glæsilegri sendingu fram á Sturridge sem fann Henderson í góðu hlaupi og hann gat auðveldlega skilað boltanum í autt markið.

Newcastle átti að minnka muninn á 36.mínútu er James Pearch fékk auða flugbraut og allann tímann í heiminum til að skalla í netið en hitti ekki markið með hræðilegum skalla sínum.

Newcastle menn gerðu tvær breytingar í hálfleik er Ben Arfa og Gouffron komu inná fyrir Pearch og Gutierez. Það lífgaði vel upp á leik heimamanna sem pressuðu mikið til að byrja með í seinni hálfleik.

Það kom þó í bakið á þeim á 54.mínútu er Sturridge bætti þriðja markinu við þvert gegn gangi leiksins. Ben Arfa var eitthvað að gaufa með boltann á hægri kantinum og að reyna skýla honum fyrir Henderson er Coutinho kom á blindu hliðina, stal boltanum og átt enn eina snilldar sendinguna framá við, nú á Sturridge sem komst einn í gegn og skoraði af öryggi.

Liverpool náði betur áttum eftir þetta mark og Sturridge bætti fjórða markinu við á 60.mínútu eftir frábæran undirbúning Henderson og Gerrard. Ansi mörgum heimamönnum var nóg boðið við þetta og fóru margir heim á leið eftir þetta mark.

Steven Gerrard fór af velli í fyrsta skipi í deildarleik á þessu tímabili á 71.mínútu og inná fyrir hann kom Fabio Borini. Ítalinn var heilar tvær mínútur að minna á sig því hann skoraði fimmta markið eftir yfir getu góðan undirbúning frá Downing sem tók mann á og sendi fyrir á Borini sem kláraði færið sitt laglega.

Vandræði Newcastle voru langt í frá að baki, hægri bakvörðurinn Debuchy var sendur í sturtu eftir viðskipti sín við Coutinho og mótmælti því ekki. Hann var allt of seinn fyrir Coutinho sem gjörsamlega fíflaði Frakkann sem braut á honum. Klárt gult, hans annað í leiknum og Liverpool manni fleiri og 5-0 yfir.

Henderson tók spyrnuna frá vinstri vængnum og setti boltann bara beint í netið án þess að nokkur maður kæmi við boltann, ótrúlegur leikur og staðan orðin 6-0.

Coutinho var hrikalega óheppinn að bæta ekki sjöunda markinu við er glæsilegt skot hans fyrir utan teig var varið í þverslánna.

Rodgers sá aðeins aumur á Newcastle mönnum á 84.mínútu er hann tók þá Coutinho og Sturridge af velli fyrir Suso og Shelvey. Leikurinn fjaraði út í kjölfarið enda öruggur sigur löngu gulltryggður.

Ég grínaðist með það í hálfleik þegar tveir frakkar til viðbótar komu inná að þá væri ekki langt í að þeir myndu bara gefast upp, ég bjóst ekki við að þeir tækju mig svona á orðinu. Það voru á tíma 7 frakkar inná og 9 frönskumælandi leikmann. Þetta er met af útlendingum frá einu landi og virkaði ekkert sérstaklega.

Maður leiksins:
Eðlilega spilaði allt liðið vel í dag en það eru í raun bara þrír sem gera tilkall til nafnbótarinnar maður leiksins. Sturridge skoraði tvö mörk og fór langt fram úr væntinum flestra í að fylla skarð Suarez. Coutinho var lang skemmtilegasti leikmaður vallarins og átti hreint út sagt frábæran leik. Heimamenn réðu nákvæmlega ekkert við hann og hann sér bara meira en aðrir menn. Svei mér ef hann hefur ekki svipað auga fyrir sendingum eins og sjálfur Zola. Þetta kvikindi er 20 ára og á bara eftir að verða betri, takk Inter.

En maður leiksins hjá mér er samt Jordan Henderson, hann var gjörsamlega frábær á miðjunni og mjög hættulegur fram á við, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og pressaði mjög vel á miðjunni. Þetta var þó bara úllen dúllen doff milli hans og Coutinho að mínu mati.

En eins og áður segir, þegar lið vinnur 6-0 eru allir að spila mjög vel. Mest fannst mér eiginlega gaman að sjá Borini ná að skora.

Eini gallinn við það mark var að hann nældi sér í 10 leikja bann í kjölfarið

Borini

Frábær sigur, endurtaka þetta um næstu helgi takk.

74 Comments

  1. Sælir félagar

    ‘Ótrúlega sætt og fyrna skemmtilegt. Liðið í samfylkingarlitunum rúllar yfir þá röndóttu. Það veit auðvitað bara á stórkostlegan varnarsigur í kvöld og nótt fyrir rauðu rósina. 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Coutinho fer ekki á vænginn aftur eftir þessa snilldarframmistöðu.
    Holu-Brassi af bestu gerð!

  3. Fjöldi liða í PL sem hafa skorað fleiri mörk í PL en Liverpool á þessu tímabili:

    1 talsins….

  4. Var svo pirraður að Suarez var í banni að ég ákvað að sleppa leiknum. Helvítis fokking fokk. Góður sigur samt sem áður.

  5. Kæru bræður og systur, til hamingju með daginn!! Vá hvað við þurftum á þessu að halda eftir mjög svo erfiða viku.

    Þó svo að Newcastle liðið hafi átt vægast sagt slakan dag þá vorum við bara frábærir, við skulum ekkert gera lítið úr því. Coutinho og Hendersen áttu stórkostlegan leik og allir hinir voru mjög góðir.

    Eins og ég kom aðeins inn á meðan leikurinn stóð yfir þá hef ég verið þeirra skoðunar lengi að leikmenn okkar treysti allt of mikið á Suarez. Eru oft allt of mikið að leita af honum til að gefa á hann og fyrir vikið erum við oft ansi fyrirsjáaanlegir og aðrir leikmenn taka ekki af skarið og njóta síns sem skildi. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvaða leikmenn eiga eftir að stíga upp næstu 9 leiki. Það er samt alveg á hreinu að við eigum eftir að sakna Suarez.

    Er strax farinn að hlakka til stóra prófsins um næstu helgi þegar við tökum á móti Everton. Bring it on!!

    Skál!

  6. Frábær sigur

    Strákar ekki byrja svo á því að við þurfum ekkert á Suarez að halda lengur, frammistaðan okkar var frábær í dag og það gleður mig ótrúlega hvað Daníel Sturridge er góður leikmaður, leikmaður sem ég hef heillast af lengi, hann var frábær hjá Bolton og þá sá ég hvað mikið bjó í þessum strák, strax farinn að hlakka til næsta leiks og mikið mundi það nu gleðja okkur ef við enduðum fyrir ofan Everton í lokin,YNWA

  7. Það má kannski laga smá í leikskýrslunni en Henderson skoraði að sjálfsögðu 2 mörk og lagði upp 1 stykki.

  8. Liðið spilaði eins og ein heild.
    Verulega gaman að fylgjast með þeim í dag.
    Þriðja markið drap stemninguna hjá Newcastle.
    Coutinho var stórkostlegur í dag!

    YNWA

  9. Nr. 12

    WTF, þú náðir samt alveg að lesa það út að ég var að meina tvö mörk er það ekki? 🙂 (Búinn að laga þetta, takk).

  10. Frábær leiku, vona svo sannarlega að Carra endurskoði stöðuna og verði áfram með. Þvílíkur leiðtogi sem hann er og er endalaust að arga og garga og er búinn að vera bara nánast frábær síða Skrtel var settur á ís.
    held að Reina hafi ekki þurft að taka vörslu fyrr en eftir ca 30 mín, aðalega að spila sem aftasti maður.
    Coutinho svo bara frábær, þvílík gæði sem hann er með og duglegur. Lángt síðan maður hefur séð svona gutta vera með svona mikinn fótbolta”heila”.
    Hendo alltaf að koma sterkari inn hrikalegur kraftur og vinnusemi.
    Sturridge flottur, þetta bann hans Suarez kemur sér vel fyrir hann, fær að spila alla leiki það sem eftir er.
    En held samt að það sé lángt síðan ég sá bara eingann slakann hjá Liverpool 🙂
    En svo var náttúru lega sorglegt að sjá newcastle eigin lega gefast upp eftir 3ja markið.
    YNWA
    p.s. Leiðist að sjá að menn skuli blanda pólutík í þennann sigur.

  11. shjæt…biddu hvaða lið var þetta…:) vá eg spáði þessu svo..það er nú bara þannig að aðrir menn verða að stíga upp..og það gerðist…en samúðarkveðjur til gunnþórs vinar míns sem er glerharður Newcastle maður og flaug út á sinn fyrsta leik…hahahhaa..:) en ég fann samt til með honum..:)

  12. Þessi 20ára kvikyndi frá brazil er bara gull,gledi og hamingja med þennan leik

  13. Stórkostlegt og alls ekki sjálfgefið að geta nýtt veikleika andstæðingsins með svo afgerandi hætti!

  14. Að bíta í hendina er “trademark celebration” hjá Borini… Það hefur bara etv ekki reynt nógu mikið á það til þrss að Púllarar þekki það .. En f ári síðan sagði hann:

    “In Italy it means you’ve got the knife between your teeth – it’s when you want to achieve something so badly that you are angry to reach your goals.”

    Flott samt, og hjá Agger líka.. Suarez á skilið allan þann stuðning sem hægt er að sýna honum !

  15. Hvað er hægt að segja eftir svona leik, jú það er enginn ómissandi hjá Liverpool. Ánægjuleg frammistaða liðsins og litli kúturinn frá Brasilíu var frábær, ásamt Henderson. Svona vil ég sjá liðið spila á móti Everton-ræflunum um næstu helgi.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  16. Besta comment hér í lengri tíma:

    Ég grínaðist með það í hálfleik þegar tveir frakkar til viðbótar komu
    inná að þá væri ekki langt í að þeir myndu bara gefast upp

    Annars frábær leikur, Coutinho – þvílíkur leikmaður! Það hefði nú einnig verið brottrekstrarsök, eða allt að því, ef við hefðum notað Henderson sem skiptimynt uppí Dempsey. Frábær leikur hjá honum og ánægjulegt að segja að það sé farið að vera normið í dag þegar maður ræðir Henderson.

  17. Þetta er snilld. Að vera með þessa samsetnigu af leikmönnum fær mig til að vera mjög vonfullan.

    Henderson er Gerrard týpan – 12 ár. Sturridge er fullur af hæfileikum, spurning um hausinn en eins og hann spilaði í dag þá má mannæætan sjálf hafa sig alla við að ýta honum úr liðinu eftir 10 leiki.

    Suarez kallinn þarf ekkert að ræða, hann á völlinn þegar hann spilar en ef Sturridge spilar næstu leiki eins og hann spilaði þennan leik þá sé ég ekki þörfina fyrir Suarez. Liðið var beinskeyttara en það hefur lengi. Coutinho þarf ekkert að ræða, maður leiksins að mínu mati og sjónin hjá þessum 20 ára gæja er ekkert nema stórkostleg.

  18. Frábær frammistaða á allan hátt!

    Mikið rosalega sem það gleður mig að sjá Jordan Henderson vera að troða gulrótinni upp í alla þá sem voru búnir að afskrifa þennan strák. Hann var algerlega helmagnaður í þessum leik og fannst ekki leiðinlegt að skora gegn Newcastle sem gamall Sunderland-ari.

    Coutinho er að verða þjófnaður, þvílíkt auga sem þessi strákur hefur, sendingin í marki þrjú var æðisleg. Og svo kemur Borini og klárar þvílíkt vel. Bara flott.

    Nú er að halda áfram, treysti því að menn hafi ekki tæmt markabankann að þessu sinni, því ég vill fá að fagna um næstu helgi.

    Glæsilegt!

  19. Nr. 20

    Þetta var aðeins til umræðu fyrir leik líka og margir að vona að einmitt þetta myndi gerast, fá Borini fagn strax í næsta leik eftir að leikmaður fær bann fyrir að bíta. M.ö.o. þetta er svona misskilið viljandi dæmi 🙂

  20. Frábær sigur og nánast allir að spila frábærlega, en til að vera pínu neikvæður verð ég aðeins að minnast á frammistöðu Johnson, hún var hreint út sagt skelfileg það var eingöngu getuleysi Newcastle að þakkað að þeir nýttu sér það ekki. en maður leiksins að öðrum ólöstuðum að mínu mati var Enrique fékk litla hjálp allan leikin en það kom ekki ein einasta hættuleg sending frá hans væng.
    kv Berger

  21. Horfði á Liverpool yfirspila Newcastle á pöbb í Manchester (how sweet is that) og öskraði af kæti þegar Sturridge skoraði 3 markið. Fékk nokkur augnlot frá bretunum….en mér var skítsama.

  22. Besti leikur tímabilsins.

    Algjörlega sammála vali á manni leiksins……þrátt fyrir að bæði Sturridge og Coutinho hafi verið geggjaðir. Henderson hefur bætt leik sinn mikið frá síðasta tímabili og spilað marga mjög góða leiki og í sumum hefur hann verið “game changer” t.d. útileiknum á móti West Ham. Ef hann nær ögn meiri stöðugleika í sinn leik þá fer hann langleiðina frá því að vera squad leikmaður yfir í lykilleikmann.

    Ég veit það er ömurlegt að vera að væla eftir svona frábæran sigur en ég verð að nefna Glen Johnson, hann hefur að mínu mati spilað illa undanfarnar vikur og í dag var hann alveg arfaslakur. Mér finnst hann ítrekað klára sinn hluta af sóknunum illa, annað hvort með slökum skotum, missa boltann eða gefa ónákvæmar sendingar. Ég veit ekki alveg hvað hefur gerst því hann átti mjög gott run fyrr í vetur þar sem hann var gífurlega ógnandi og lagði upp mörk. Ég væri alveg til í að sjá Wisdom eða Flanagan fá leik fljótlega.

    YNWA
    Alexander

  23. Margir og þar á meðal ég, settu ? við þessi kaup á Coutinho, en þvílíkur listamaður sem hann er með knöttinn!

  24. Þetta var miðjan sem maður er búinn að vera bíða eftir í allan vetur. Þetta hefði ekki tekist með Suarez í liðinu. Nú þarf hann að aðlaga sig liðinu því að þetta er málið!

  25. Að sjá muninn á Sturridge sem var ekki rangstæður í leiknum fá boltann og dreifa honum í hlaupin hjá Downing og Henderson. Það tóku allir virkan þátt í leiknum, Gerrard og Lucas góðir á miðjunni en Coutinho maður leiksins. Hvað var Inter eiginlega að pæla. Þetta er þokkalega staðan fyrir manninn á miðri miðjunni, Gerrard þurfti eiginlega ekki að gera rassgat.

    Þetta er náttúrulega bara einn leikur og það vantar breidd í liðið en ef liðið getur komist sæmilega nálægt því að spila svona fótbolta leik eftir leik þá er liðið komið í baráttuna aftur.

    Velkomnir aftur Liverpool!

  26. Sammála nokkrum hér að eini leikmaðurinn sem ekki var að spila vel var Glen Johnson. Hann virðist dottinn í sama pakka og Enrique datt í síðasta vor. Hann er alltaf að reyna of erfiða hluti, annað hvort fer hann sjálfur og langt með boltann eða reynir einhverja sendingu sem er allt of flókin. Hann er engu að síður frábær leikmaður og á örugglega eftir að bæta þetta.

  27. Sammála nokkrum hér að eini leikmaðurinn sem ekki var að spila vel var Glen Johnson. Hann virðist dottinn í sama pakka og Enrique datt í síðasta vor. Hann er alltaf að reyna of erfiða hluti, annað hvort fer hann sjálfur of langt með boltann eða reynir einhverja sendingu sem er allt of flókin. Hann er engu að síður frábær leikmaður og á örugglega eftir að bæta þetta.

  28. löngu kominn tími á að setja G.J á bekkinn .. karl greyið fær enga hvíld

    Wisdom inn takk. Hann er framtíðin fyrir England 😉

  29. Vonandi er Henderson næsti Lucas.

    Ekki samt í sömu stöðu eða þannig, neinei. Altso, að því leyti, að maðurinn (Lucas) reyndist óslípaður demantur, eftir allt saman. Sjálfur hélt ég að Benítes væri að gera djók á Bylgjunni með hann á sínum tíma, en svo bara voila… eintakið sprakk út eftir ákveðinn og jújú, soldið langað spilatíma. En í dag, tja, frábær aftastur á miðjunni; sópar í fallegum radíus fyrir framan teiginn, ofan í hornfána ef því er að skipta og til baka, hefur taktískt sens og getur spilað boltanum. Stundum – já, og jafnvel oftar en stundum, ef allt er eðlilegt – þarf að gefa mönnum sem hafa potential, slatta slurk af leikjum til að taka úr þeim hrollinn og leyfa þeim að þroskast. Og getur farið allavega, það áhættuatriði.

    Held þó að Rodgers sé með´a. Hann þarf nebbla líka tíma, eins og Lucas.

  30. Yndislegt að vakna í dag og sjá björtu framtíðina framundan! 🙂

    14 hrein lök komin og 67 fokkings mörk!! Við eigum heima ofar á þessari verkjatöflu!

  31. Þarna sjáiði að við erum ekkert síðri en toppliðin. Ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp 3 er sú að Ferguson langaði að vinna titil númer 20 og beindi FA á okkur. Hvenar höfum við t.d fengið sanngjarna dómgæslu í leikjum okkar ? tja eða sanngjarna dóma frá FA.
    Ferguson ræður nánast yfir enska boltanum, með david Gill sér á hægri hönd.
    Ferguson veit að það er eitt lið sem ógnar honum í að vera sigursælastir og það eru við, þess vegna einbeitir hann sér aðþví að kippa okkur úr sambandi.
    Þetta er mín sín.
    Frábær sigur í dag og þetta er það sem koma skal !

  32. Þetta var frábært.
    Hendo er á leiðinni í eitthvað alveg geggjað. Hann talaði um það snemma á tímabilinu að hann þyrfti að bæta sig sóknarlega með því að taka meiri þátt og þora inn í teiginn. Í gær gerði hann nánast bara það. Í fyrra (ekki að spila nákvæmlega sömu stöðu) kom hann nánast undantekningarlaust undir boltann til þess að fá hann og stjórna spili, þá kom Gerrard undir Hendo til að fá boltann og stjórna spili. Svo ekki sé talað um Lucas og Spearing og Charlie Adam. Nú eru miðjumenn okkar að bjóða sig fyrir framan boltann. Lucas fer ekki of langt en Gerrard, Hendo, Allen jafnvel, Shelvey, Suso, Sterling, Downing, Coutinho eru allir að bjóða sig fyrir framan boltann. Vissulega margir jafnvel skráðir sem sóknarmenn en þetta sem gerði það svo lýjandi í spilamennsku liðsins er nánast horfið og hefur snúist í andhverfu sína. Skýr áherslubreyting hjá Brendan Rogers sem vill ekki bara keyra á lið, pressa og búa til heldur fær lið sitt til þess að gera það.

    Ég finn að ég er að fara að komast á skrið og ætla hlífa ykkur því og hætta hér.

    Bjóða Bláa velkomna næstu helgi.

  33. myglusveppur: ég held að Liverpool geti engum um kennt öðrum en sjálfum sér hvernig staðan er. Þar fyrir utan er svona fórnarlambshugsunarháttur aldrei til þess fallinn að ná árangri. Sigurvegarar hugsa ekki þannig að ófarir séu alltaf einhverjum öðrum að kenna, heldur axla ábyrgðina sjálf(ir).

    Í gær spilaði liðið eins og ein liðsheild, og það þarf bara að halda því áfram.

  34. Sérlega góður sigur og nokkur atriði sem hægt er að spotta.
    * Henderson er mikill og nauðsynlegur vinnuhestur og hlaupari, skilar boltanum ágætlega og hentar mjög vel á útivöllum þegar vörnin liggur aftar. Á heimavelli þyrfti hann að vera á bekknum og gefa pláss fyrir aðra leiknari og geta skapað færi á litlu svæði.
    * Suarez er auðvitað mjög góður leikmaður sem getur búið til mörk úr engu. Hins vegar tapar hann boltanum alltof oft, sem er dýrt. Hann þyrfti að þróast í meiri liðsmann og kannski ef liðinu gengur vel í hans fjarveru kemur hann og þjálfarinn auga á þetta.
    * Coutinho er ekki efnilegur leikmaður. Hann er einfaldlega leikmaður í hæsta klassa, vinnusamur, góðar sendingar, skapandi, getur skotið og engir óþarfa stælar.
    * Fyrir næsta tímabil þarf 2 góða leikmenn til að liðið geti keppt um topp 4 sæti deildarinnar, kantmann og varnarmann.

  35. Jordan Henderson has scored the same amount of league goals as Oscar, Nani, Valencia, Young, Welbeck, Ramsey and Wilshere combined

  36. Hvað er hæft í því að Bayern Munchen sé búið að gera tilboð í LS?

  37. Suarez inn fyrir Downing á kantinn gæti verið sniðugt framvegis. Sturridge er betri samspilari þarna frammi og allt í lagi að vera með sólarann okkar á kantinum. Eða hvað segja menn?

  38. Hefur Siggi Scheving ekkert verið að tjá sig hérna eftir leikinn? Þetta sagði hann eftir 2-1 tap gegn Tottenham 29.nóvember:

    Ég stend við orð mín, þó að Agger er góður meðan að boltinn er á jörðinni þá er hann KISA í loftinu. Og þetta vandamál er alveg æpandi!!!!!!!!!!!!!!!! Ef ég væri BR myndi ég segja við Agger að hætta að tattúa sig og fara að DRULLAST til að vinna skallabolta eins og karlmaður.

    Agger skoraði svo með skalla á móti Southampton 2 dögum eftir þessi ummæli og þá skrifaði Siggi Scheving 1.desember:

    Jú ég er maður orða minna og stend við orð mín, ef hann Agger minn skorar 3 mörk með skalla í vetur í deildinni þá skal ég éta hattinn minn, því lofa ég.

    30.desember gegn QPR setti Agger sitt annað skallamark og þá skrifar Siggi:

    Þegar að Agger minn er farinn að skora með skalla eftir hornspyrnu þá er það alveg á kristal tæru að við séum að detta í rönn. Takk fyrir það gamla og gleðilegt ár kæru vinir. Svona í lokin þá ætla ég að éta hattinn minn, ég er svo viss um að Agger minn skori annað með kollinum

    Í gær skoraði svo Agger sitt þriðja skallamark í deildinni í vetur og því er spurningin hvort Siggi sé meiri maður en íslenskir stjórnmálamenn og standi við þau loforð sem hann hefur talað um í allan vetur 🙂

  39. Frabær leikur og olysanlega gaman að sja sturridge, coutinho og henderson alla spila óaðfinnanlega..

    Mer finnst Henderson ekkert lýta ut eins og Gerrard en eg sagði það fyrst haustið 2011 og segi það aftur nuna að Henderson verður nkl eins leikmaður og Frank Lampard, hann er mjog likur honum a velli, flott auga fyrir spili og tekur þessi somu hlaup fram vollinn og inni teiginn. Henderson held eg verði alltaf meira svona Lampard typa heldur en svona nagli eins og Gerrard sem skellir ser i svakalegar tæklingar lika þegar a þarf að halda. Eg held að Henderson verði algjor lykilleikmaður hja okkur næstu 10 arin og er alltaf að fara skila 15 morkum i deild a hverju seasoni vitiði til..

  40. hmmm. #48.. Hvaða steypa er þetta um Henderson ?? Var eitthvað að gúgla þetta og sýndist þetta ekki alveg koma heim og saman… ?!?

  41. Aaaaahhhhh samsæriskenningar! Ferguson þarf ekkert að fá neina hjálp frá FA til að halda Liverpool í hæfilegri fjarlægð heldur sér hann bara til þess að sínir menn vinna sína leiki og það gera þeir nú lang oftast.

  42. @55 Bjössi
    Þetta stemmdi fyrir leik Chelsea, þar sem Oscar skoraði sitt þriðja mark. (Þar með eru allir þessir menn með 6 mörk, móti þeim 5 sem henderson hefur skorað).
    Finnst þessi tölfræði reyndar ekki segja svo mikið, en vissulega er rétt að hrósa honum fyrir að stíga upp og ekki leiðinlegt að sjá þann mikla pening sem eytt var í hann skila sér beint í mark andstæðinganna.

    Sá líka einhverja þylja upp þá tölfræði að fyrir hverjar 147 spilaðar mínútur skorar eða leggur Henderson upp mark. Gaman að segja frá því að Coutinho okkar nýjasti maður er með rúmar 96 mínútur í þessari tölfræði. Nánast mark í leik, og er einhverjum 2 árum yngri þar að auki(og 10mp ódýrari). Þvílík kaup! 😀

    Þar að auki er Sturridge, okkar næst-nýjasti, með 69 mínútur spilaðar fyrir hvert mark/stoðsendingu.

    Þannig maður getur verið bjartsýnn á framhaldið ef sumarglugginn heppnast jafn vel og í janúar! 😛

  43. Henderson 5 mörk..

    Wilshere – Ramsey – Young 0
    Welbeck 1
    Valencia 1
    Nani 2
    Oscar 3

    Þetta eru þá 7 mörk..

  44. Coutinho er klárlega kaup ársins, eða þjófnaður ársins öllu heldur!

    Bale valinn besti leikmaðurinn og efnilegasti. Mér finnst reyndar Suarez eiga þessi verðlaun miklu meir skilið. Trúlega hefur þjóðernið eitthvað að segja með þetta og væntanlega allt hitt ruglið! Bale hefði átt skilið að vera valinn efnilegasti en það sjá allir sem vilja að LS hefur verið sá besti í vetur í deildinni.

  45. Sæl öll.

    Þar sem ég var búin að lofa vinnufélögum mínum köku fyrir hvern sigur minna manna sá ég sæng mína útbreidda til að koma með einhverja rosalega köku. Ég bakaði því eldrauða flauelstertu með hvítu kremi og skrifaði með eldrauðum glansandi glassúr
    27.04.13
    NEW-LFC
    0 – 6
    Kakan kætti alla sérstaklega þá sem eru Poolarar.

    Vildi óska ég gæti sett inn mynd af þessari eftirminnilegu köku…..

    Hvað ætti ég að fara með ef við vinnum nú Everton verður erfitt að toppa þessa:)

    Þangað til næst
    YNWA

  46. Frábær sigur. Ein stærsta sjáanlega breytingin á liðinu núna og undanfarin ár er að með innkomu Sturridge og Coutinho erum við allt í einum með marga öfluga sóknarmenn og hraðinn hefur aukist töluvert. Liðið er á réttri leið, ekki spurning!

    Alltaf gaman að lesa skeytin hennar Sigríðar, mikið vildi ég að hún væri á mínum vinnustað 🙂

  47. Þetta val á leikmanni ársins er nú bara nákvæmlega það sem ég bjóst við. Það að það hafi verið búað þegar nafn Suarez var lesið upp á þessari samkomu segir meira en mörg orð um mennina sem voru viðstaddir þarna. Eru bretar komnir aftur í miðaldir enn eina ferðina, með einelti, rasisma og annan viðbjóð í garð útlendinga.

    Því fyrr sem þeir gera sér grein fyrir að það er einu sinni útlendingarnir sem gera þessa deild að því sem hún er í dag, því betra, ( en ég held að það sé bara til of mikils ætlast af hrokafullum bretum).

    Ef ekki væru útlendingar í EPL þá væru gæðin miklu slakari og deildin kannski í topp 5 í Evrópu.

    Skömm að þessari samkomu í gærkvöldi, vona að Suarez hafi ekki verið á staðnum.

  48. Sæl aftur…

    Ég vinn á alveg frábærum stað og því miður þá vantar okkur ekki starfsfólk eins og er. Einu skilyrðin sem eru sett við ráðningar eru að fólk hafi áhuga á fótbolta helst Poolarar….:) (smá grín).

    Kaffiboð fyrir lesendur Kop.is væri hugsanlega skemmtilegasta kaffiboð sem ég hef haldið um ævina ég virkilega set það í nefnd sem mun skila af sér niðurstöðu sama dag og okkar ástkæra lið verður krýnt Englandsmeistarar…

    Þangað til næst
    YNWA

  49. Það styttist sem sagt í kaffiboð hjá frú Sigríði. 🙂
    Ég boða hér með komu mína!!!

    YNWA

  50. Ég skal með glöðu geði hjálpa þér við kökubakstur og pönnukökur frú Sigríður, ef kaffisamsæti kop.is verður að veruleika 😀

  51. Rosalega væri gaman að fá podcast eftir svona sigurleik, nei ég segi bara svona sko 🙂

  52. 70 Er hún þá ekki fyrir Sigríði og aðra kvenmenn hér, eða bara á öðru verði? 😉

  53. Sæl aftur….

    Hjördís “68” þetta er nú aldeilis fín hugmynd, var ekki Eve online með Hörpuna heila helgi? Gætum við ekki haft kaffiboð kannski ekki heila helgi og ekki í Hörpunni en gaman væri ef við Liverpool konurnar myndum gera eitthvað svoleiðis mér sýnist að karlarnir okkar myndu mæta. Setjum þessa hugmynd í nefnd og sjáum til hvað gerist þegar nýtt tímabil hefst…

    Þangað til næst
    YNWA

  54. Sigríður – mælt þú kvenna heilust!

    Ég er sammála því að Harpan er kannski rífleg stærð fyrir kaffiboð, en kjallarinn á Hallveigarstöðum á Túngötu er til dæmis stórfínn!

    Ég gæti ímyndað mér að Kop-karlar slái ekki hendinni á móti hnallþórum og öðru góðgæti, þessar dúllur.

    Já og Helgi (71), takk 🙂 Gaman þegar einhver man eftir okkur!

Liðið gegn Newcastle

Kop.is Podcast #37