Jæja, ég er kominn heim af barnum og þarf að peppa sjálfan mig uppí að skrifa eitthvað um þennan grannaslag, sem var satt best að segja afskaplega dapur. Hinir Kop.is strákarnir voru ferlega óheppnir að hitta á þennan leik af öllum grannaslögum í Liverpool borg.
Liðið í dag var óbreytti frá liðinu sem pakkaði Newcastle saman.
Reina
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas – Henderson
Downing – Sturridge – Coutinho
Bekkur: Jones, Coates, Skrtel, Assaidi, Suso, Shelvey, Borini.
Það má segja í lok leiks að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Dómarinn dæmdi reyndar fullkomlega löglegt mark af Everton, en fyrir utan það þá átti Liverpool öll hættulegu færin í leiknum og Everton menn náðu nokkrum sinnum að bjarga nokkuð tæpt.
Það kom ekkert sérstaklega á óvart í leik Everton manna. Fellaini er tuddi með ljótt hár og fékk á einhvern óskiljanlegan hátt ekki einu sinni tiltal fyrir það að gefa leikmönnum Liverpool olnbogaskot FJÓRUM sinnum í leiknum. Umræða um þessi olnbogaskot eru þó að trenda á Twitter og dómarinn sá þau ekki, þannig að Fellaini hlýtur að eiga yfir höfði sér margra leikja bann.
Everton menn voru sterkari á miðjunni og þeirra hættulegu færi komu eftir aukaspyrnur eða hornspyrnur þar sem manni leið einsog mark frá Everton gæti alltaf komið.
Hjá okkur komu flest hættuleg færi okkar manna eftir annaðhvort góðar sendingar frá Coutinho eða Gerrard. Coutinho var oft ekki inní leiknum í margar mínútur, en þegar maður sá til hans þá náði hann að skapa hættu með fallegum sendingum.
Maður leiksins: Reina hafði lítið að gera, Carragher spilaði sinn síðasta derby leik og hann gerði engin mistök. Bakverðirnir okkar voru hins vegar hræðilegir. Johnson sást lítið, en Enrique sást mikið og hann hlýtur að hafa sett spænskt met í því að missa boltann. Á miðjunni var Lucas slappur, Gerrard talsvert betri og Henderson la la. Frammi átti Coutinho nokkra góða spretti, en Downing og Sturridge voru ekki nógu góðir.
Ég ætla að kjósa Daniel Agger mann leiksins.
Það eru því tveir leikir eftir og Everton eru enn fimm stigum fyrir ofan okkur. Við erum með miklu betra markahlutfall, þannig að Everton verða að ná tveimur stigum í sínum síðustu leikjum til þess að vera öruggir um sjötta sætið. Þeir eiga eftir West Ham heima og Chelsea á útivelli. Á sama tíma munum við spila úti gegn Fulham og heima gegn QPR. Við verðum að vinna báða leikina og Everton má bara fá eitt stig úr sínum leikjum.
Ég sagði það eftir West Ham leikinn að við myndum enda í sjöunda sætinu og ég stend við það. Ég nenni svo sem ekki að lesa mikið meira í þennan leik, en hann sýnir samt það sem við vissum alveg fyrir að verkefni sumarsins eru mörg.
Versti grannaslagur sem ég hef séð
Geisp.
Eina lífsmarkið i leiknum voru olnbogaskotin hjá hárbúanum honum Fellaini.
Leiðinlegasti Liverpool-Everton leikur sem ég hef séð.
Höfðum engan áhuga á að skjótast upp fyrir þetta lið með Hr. Olnboga í fararbroddi.
Algjörlega óásættanlegt að enda fyrir neðan Everton annað árið í röð. Sérstaklega þegar maður horfir til þess hve miklu liðin hafa eytt í leikmenn síðustu tvö tímabil.
Þeir eru betra liðið í Bítlaborginni um þessar mundir og það er grautfúlt!
Rodgers veitti ekki af leiðsögn í motivation 101. Það var eins og leikmönnum LFC leiddist að spila þennan leik.
Höddi B
Það á ekki að þurfa að vera í verk managersins að motivera menn fyrir svona leik. Algjört bull.
Steindautt og dapurt jafntefli.
Ekkert stórslys, en frekar slök frammistaða hjá liðinu í heild.
Sturridge verstur, Gerrard bestur. Coutinho sprækur. Carra og Agger stóðu fyrir sínu. Og Borini virðist ætla að halda áfram að vera algjörlega gagnslaus.
Vorum heppnir að markið sem Everton skoraði skuli hafa verið dæmt af.
Lítið annað að gera en að undirbúa hamingjuóskir handa Everton-mönnum því þeir munu áfram eiga besta fótboltalið Liverpool-borgar 🙁
Sælir félagar
Einhver leiðinlegasti nágrannaslagur(?) sem ég hefi séð. Áhugaleysið, einbeitingarleysið og leiðindin skinu af hverjum manni. Báðum liðum til skammar en þó sérstaklega okkar mönnum. Að bjóða stuðningmönnum upp á svona trakteringar er ömurlegt.
Það er nú þannig.
YNWA
Nr. 5. Ekki hlutverk stjórans að mótivera leikmenn ?? nú nú. Það er nú akkúrat hans hlutverk að mótivera liðið , sem eina heild. sjáðu t.d. móra, hjá celski, og nokkra af okkar fyrrum framkvæmdastjóra, SHANKLEY. Þarf ég að benda á einhver fleiri dæmi, Conte hjá Juve núna, ég gæti haldið áfram svona allan dag.
Þetta lið er miklu beittara án Suarez
Jeshús hvað manni er einhvernveginn slétt sama um það sem eftir er af þessari leiktíð…
Það að tilfinningahitinn sé gjörsamlega farinn gefur manni þó betra tækifæri til þess að líta á leikina og leikmennina á hlutlausari hátt!
Út úr leikmannsanalýsu á leiknum í dag kemur í ljós að okkur vantar nýjan(gamlan) stjóra! Benítes =) Já það er rétt! Þessar skiptingar og taktík sem Brendan hefur skipulagt í vetur hafa skilað akkúrat því sem komið gat út úr því!
Svo nálgast ég alltaf meira og meira þá samsæriskenningu að kaupin á Borini hafi verið practical joke hjá Rodgers og hann muni upplýsa það þegar hann verður rekinn og hlæja að okkur stuðningsmönnum fyrir að kokgleypa þessa vitleysu!
Gagnslausari framherji en Fabio Borini er vandfundinn í efri deildum fótboltans í heiminum dag. Ég er alltaf jafnhissa þegar honum er skipt inná! Ég viðurkenni (með skömm þó, því að ég er ekki siðblindur) að ég fagnaði í bæði skiptin sem hann lenti í langtímameiðslum. Djöfull þurfum við að losna við þann dragbít!
En allavega!
Hlökkum til næstu leiktíðar!
Þá er okkar tími kominn!
Verðum þrefaldir meistarar og fögnum þannig endurkomu í meistaradeildina! Það verður samt án Rodgers er ég hræddur um…
Haldiði síðan kjafti =P =)
Ég er sammála – Agger bestur. Gerrard fannst mér góður líka, gaf ekkert eftir. John Arne Enrique skelfilega einfættur þarna vinstra megin og það rann fullmikið út í sandinn í kjölfarið. Það var eins og Lucas væri of lítill fyrir Fellaini. Mér fannst stundum eins og hann væri lítið barn að reyna að ná körfubolta af Shaquille O’Neal.
Liverpool er búið að gera 5 0-0 úrslit í deildinni á þessari leiktíð. Þó er liðið búið að skora slatta af mörkum. Okkur vantar leikmenn sem geta komið af bekknum og klárað leiki sem myndu annars enda 0-0. Það vantar bara meiri breidd í þetta lið annars lítur þetta ágætlega út.
Þetta var allan daginn ólöglegt mark. Það var verið að dæma á hrindingu Distin á Carragher þónokkuð löngu áður en boltinn komst inní og markið var skorað. Spjaldið fékk Anichebe síðan fyrir að rífast í dómaranum, en ekki fyrir brot.
Höddi B
þú ert ekki alveg að fatta þetta. Jú það er starf stjórans að motivera leiki enn þess á ekki að þurfa fyrir svona leiki
motivera leikmenn átti þetta auðvitað að vera
Borini er sá slappasti hann veit ekkert hvað hann ætlar að gera inn á vellinum …
johnson er buinn að vera arfaslakur síðustu sirka 10 leikina væri ekki vitlaust að fá að sjá wisdom aðeins inná í lokinn..
síðan þurfa menn að átta sig á því að það er líf þótt Lucas spili ekki liverpool þurfa nauðsynlega betri CDM gaur í staðinn fyrir hann.. lucas er bara einfaldlega ekki nógu góður í þessa stöðu getur ekki sent neinar sendingar væri draumur að fá Xabi alonso í þessa stöðu þar höfum við mann sem sendir ekki á áhorfendur …
vona að sumarglugginn verður okkur góður !!
YNWA
Á hvaða leik varst þú Jonny að horfa á??? Lucas er ekki þarna til að dreifa spilinu eða koma með lokasendingar, hann er í skítverkunum og var mjög góður í þeim í dag…. ætlaru næst að segja að Makalele sé lélegasti fótboltamaður sem þú hefur séð???
En ég er alveg sammála þér með alla gagnrýni á Johnson, búinn að vera hrikalegur bæði varnar og sóknarlega undanfarið
Hundleiðinlegur leikur.
Er þó ekki sammála mönnum um að lucas hafi verið slappur….hann var í skítaverkunum og mér fannst hann alltaf vera nálægt fellaini þegar hann fékk boltann á miðsvæðinu og í kjölfarið bjó hann lítið sem ekkert til fyrir everton í leiknum. Miðað við gæði fellaini þá finnst mér það bara ágætis dagsverk hjá lucas að hafa haldið aftur af honum þó svo að fleirri hafi nú hjálpað til við það.
Það hefur ekki verið nein samkeppni um bakvarðarstöðurnar í vetur eða allavegana frá áramótum og ég velti fyrir mér hvort það hafi getað gert það að verkum að hvorki johnson né enrique hafi verið á tánnum undanfarna leiki og í raun undanfarna mánuði. Það hefur nákvæmlega ekkert komið út úr þeim og það sem verra er þeir hafa bundið enda á þvílíkan fjölda af sóknum með skelfilegum sendingum eða handónýtum skotum. Hvað sem veldur þá verður að bregðast við þessu.
Frammi fannst mér eiginlega frá upphafi að Sturridge væri að eiga “off” dag og það gekk mest lítið upp hjá honum, eiginlega bara ekki neitt. Á bekknum var engin til þess að skipta við hann nema Borini sem kom seinna í leiknum inná en náði ekki að setja mark sitt á leikinn (spilaði lítið en var arfaslakur þær mínútur sem hann var inn á). Coutinho komst ekki jafn mikið í spilið og á móti newcastle en átti engu að síður nokkrar gullfallegar sendingar sem hefðu alveg getað verið “game changer” ef leikmenn liv hefðu klárað færin, ég fíla þennan strák alveg rosa vel.
Aðrir voru á pari að mínu mati, hefði alveg viljað halda Henderson inn á og jafnvel taka Sturridge útaf.
Það eru gríðarlegar sveiflur í úrslitum liv þessa dagana og tel ég ástæðun einfaldlega liggja í því hvernig spilandi mótherum við mætum. Í grunninn finnst mér liv ganga vel þegar þeir mæta liðum sem vilja spila léttleikandi og sóknarþenkjandi bolta. Þegar við fáum líkamlega sterk og vel skipulögð (sérstaklega varnarlega) lið á móti okkur þá tekst okkur ekki að finna netmöskvana. Þetta skrifast að einhverju leiti á þá staðreynd að leikmannahópurinn er lítill og BR ekki komin á þann stað ennþá sem hann vill hafa liðið. Hitt er svo annað mál að enginn af þeim leikmönnum sem hann hefur keypt hafa sýnt að þeir henti í þessa leiki sem eru að fara 0-0 og eru því ekki á leiðinni að tryggja okkur stigin þrjú í þannig viðureignum. BR verður að búa til plan B fyrir leiki eins og þennan. Sveimérþá er það ekki bara rugl að selja Carroll í sumar, vantar okkur hann ekki bara einfaldlega????
YNWA
Tek heilshugar undir með Jonny. Lucas á ekk að vera í þessu liði eins og ég hef marg sagt á þessari síðu. Menn tal alltaf um að hann eigi að vera í skítverkum. Hann er stanslaust að brjóta á mönnum fyrir faraman teginn sem gefur mikla hættu. Hann er einfaldlega og hægur í sínum aðgerðum. Þú verðu einnig að gera þá kröfu til leikmanna hjá Liverpool að þeir geti sent boltan og skapað hættu með sendingum framávið. Meðan hann er nefndur sem mikilvægur í þessu liði verðum við á þessum stað næstu árin, því miður.
Nokkur atriði sem mér fannst standa upp úr eftir þennan leik:
Í fyrsta lagi: Okkur vantar drápseðli. Lið með sigurhefð og alvöru vilja hefði unnið 5-10 af þessum leikjum sem hafa endað jafntefli hjá Liverpool. Í dag sá ég það mjög fljótlega og sagði upphátt í byrjun seinni hálfleiks að þetta væri leikur þar sem við myndum ekki skora. Erum bara ekki nógu andlega sterkir í dag.
Í öðru lagi: Það er allt of mikill munur á frammistöðum Sturridge. Á móti Man City og Chelsea var hann í heimsklassa. Í dag var tötts og ákvarðanataka ekki í Premier League klassa og okkur sárvantaði betri mann af bekknum. Snýst þetta um motívasjón hjá honum eða eitthvað annað? Verður að teljast alvarlegur löstur á leikmanni á þessu leveli og verður að kippa í lag til að hann nýtist sem fastamaður í liðinu.
Í þriðja lagi: Varnarlega vorum við sterkir í dag, fínt intensity í liðinu lengst af, en of margir voru slakir fram á við. Helstir þar: Sturridge, Enrique, Johnson, Lucas, jafnvel Downing. Feilsendingar áberandi margar, misskilningur í hlaupm, og stundum jafnvel eins og menn væru hreinlega hræddir við að fara upp völlinn. Coutinho og Gerrard þeir einu sem maður gat vonast eftir að gerðu eitthvað.
Í fjórða lagi: Gaman að fylgjast með Carragher berjast við turninn og nautið. Mun sakna hans.
Í fimmta lagi: Sóknin í fyrri hálfleik þar sem Gerrard sendi 70m skálínubolta á Sturridge sem lagði hann flott fyrir sig og setti fyrir markið hefði verið eitt af mörkum tímabilsins ef Henderson hefði verið aðeins fljótari inn á markteig. Lifi Gerrard.
Sem betur fer voru Everton í sama pakka í dag. Duglegir, grimmir, en frekar slakir fram á við. Annars hefðum við líklega tapað þessum leik.
Mikið er ég feginn að hafa verið að vinna á þessum leiktíma, þó svo að ég hafi bölvað því fyrir leikinn!
Þetta ferli er í fullum gangi og sem betur fer er stutt í nýjan glugga. Ég hef sennilega aldrei áður þyrst jafn mikið eftir lokum eins tímabils og núna.
Þetta virkaði svakalega áhugalaust allt saman og menn létu olbogana hjá Fellaini ekk einu sinni fara í taugarnar á sér. Einhverntímann hefði maður séð borgað fyrir svoleiðis í alvöru derby.
Sammála með bakverðina okkar. Enrique heldur að hann sé hinn örfætti Gerrard og reynir í sífellu 40-50 metra spyrnur í stað þess að senda á næsta mann og hlaupa. Man einhver eftir pass and move?
Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum með Sturridge sem virtist ekki vera í sambandi. Klúðraði góðum stöðum með ömurlegum skottilraunum og hékk of lengi á boltanum þegar menn voru að taka hlaup í kring um hann. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að hann fékk 2-3 ágætis færi sem hann hefði átt að skora úr, allavega einu.
Svo öskrar svona frammistaða á að ekki verði keyptir 6-8 miðlungsleikmenn í þetta lið heldur 2 eða 3 afgerandi leikmenn sem geta borðið liðið uppi þegar alla stemmingu vantar.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti var Gerrard langbestur í dag og við voru að spilla fínan bolta þangað til að hendó og downing voru teknir út af þá bara dó sóknaleikur okkar en ég er ekki samála sumum hérna að þetta sé glatað hjá BR hann er flottur það vantar bara betri leikmenn en það verður að viðurkennast að þessar skiptingar voru hörmung…hvað um það YNWA 🙂
@13 Bjarni: Dómarinn sagði sjálfur að hann hefði dæmt markið ólöglegt út af Anichebe, en ekki Distin. En ég get ekki séð á endursýningu hvaða brot það á að vera.
Persónulega fannst mér Gerrard standa uppúr í leiknum í gær, það var alveg klárt að hann ætlaði að kveðja Carra með sigri í gær. Annars fannst mér bæði lið vera varkár. Mér fannst spilamennska beggja liða einkennast af því að þau væru sáttari við eitt stig en að taka áhættuna á að sækja þrjú stig.
Það var eðililegt að skipta Hendo og Downing útaf í þessum leik. Báðir hafa leikið betur og sá síðarnefndi var kominn með krampa aftan í læri skömmu áður en honum var skipt útaf. Það má hins vegar alveg deila um hvort að rétt hafi verið að setja þriðja miðvörðinn inná þegar Downing fór útaf. Samt sem áður má alveg færa góð rök fyrir þeim taktísku breytingum þar sem að Everton var að dæla háum boltum og voru að fá aukaspyrnur fyrir utan teig í lokin. Það hefði jafnframt átt að gefa Liverpool tækifæri að sækja meira upp kantana á Johnson og Enrique. Báðir fengu góð tækifæri á að sækja upp kantana en sendingar þeirra og touch var langt frá því að vera viðunandi í þessum leik.
Hins vegar er ekki bara við þá að sakast, flestir aðrir áttu dapran dag eins og Sturridge sem stöðvaði alltof margar sóknir með ótímabærum skotum eða hékk of lengi á boltanum. Lucas hefur oft leikið betur sem og Coutinho sem var lítið áberandi en átti þó ágætis rispur.
Held að það hafi sést berlega í þessum leik hve mikið við söknuðum Suarez. Það er nákvæmlega í svona leikjum sem einstaklingsframtak hans getur gert gæfumuninn.
Liverpool – Manchester United U21 er í gangi núna fyrir þá sem eru ekki á leiðinni í Frostaskjólið í kvöld. Shelvey búinn að skora með þrumufleyg fyrir utan teig og Wisdom að spila miðvörð. Sama út af með rautt eftir u.þ.b. 10 mínútur. Suso og Flanagan einnig inn á.
Afsakið þráðrán, langaði bara að deila þessu.
Margt svipað með Shelvey og ungum SG.
Markið hjá Shelvey á móti MU21
Sæl öll.
Til hamingju með jafnteflið, það er mun betra en tap en ekki eins gott og sigur en hvað um það mér finnst liðið vera á uppleið og næsta tímabil verður vonandi aðeins betra fyrir okkur og minni sveiflur á getu liðsins.
Ég má til með að deila með ykkur atburði sem gerðist í gær…ég var að renna yfir blöðin og sá fyrirsögnina ” Ferguson missir af byrjun tímabilsins vegna liðsskipta” ég náttúrulega hrópaði á betri helmingin og sagði…” Hvert heldur þú að Ferguson sé að fara, Spánn eða Frakkland ?”og hélt svo áfram að tala um þetta talaði um Real Madrid, PSG og fleiri lið. Eftir góða stund segir minn betri helmingur ” ertu búin að lesa alla greinina? Nei auðvita ekki sagði ég þetta er nú stórfrétt og á meira skilið en smá grein ég var þarna komin á kaf á netið að leita upplýsinga um það hvert hann væri að fara. Þá segir þessi elska við mig …Sirrý hann er nú bara að fara í lið-skipti á mjaðmarlið ekki að fara að skipta um lið…;)
Þetta sýnir að maður á alltaf að lesa alla fréttina áður en maður fær hjartaáfall og hleypur um allt. Mátti til að með deila þessu því ég hló allan daginn af þessari vitleysu minni.
Þangað til næst
YNWA