Spá Kop.is – síðari hluti

Þá er maður búinn að ná sér andlega eftir að hafa séð útreikninga varðandi spá okkar undanfarin ár og sannfært sig um að einhver muni nú samt lesa þessa spá okkar.

En gaman verður svo að sjá hvort tilfærslan í tíma mun eitthvað hjálpa okkur við að fara nær lagi. Nóg um það – við skulum demba okkur í þetta!

10.sæti (53 stig) Swansea City.

Fyrrum lærisveinar Brendans í Wales fá 10.sætið í spá okkar, rétt ofan við Newcastle. Þetta lið og þessi klúbbur hefur styrkst hægt og rólega undanfarin ár, fyrst undir stjórn Martinez og Rodgers en ekki er hægt að segja annað en að hann Michael Laudrup hafi náð að halda vel áfram og tryggði liðinu fínt sæti í deild og deildarbikarinn kom í hús, með Evrópudeildarsæti í kaupbæti. Við erum á því að þátttaka þeirra í Evrópu muni valda þeim þreytu þegar á líður þar sem breiddin muni ekki duga í öll verkefnin en liðið mun halda áfram að sigla lygnan sjó og spila skemmtilegan fótbolta. Sérstaklega verður gaman að sjá Bony sem virkar afbragðs framherji og einnig virðist Jonjo Shelvey vera ætlað stórt hlutverk.

9.sæti (53 stig) West Ham.

Lærisveinar stóra Sam geta þakkað Kristjáni 9.sætið, þar sem hann gengur svo langt að spá þeim 7.sæti og sigra þar með Swansea í bráðabana á hærri einstakri spá. Allardyce virðist alltaf ná að búa til stöðugleika hjá “minni” klúbbunum þar sem hann byggir á miklum líkamsstyrk, þolinmóðum varnarleik og svo sóknarleik sem byggir á hávöxnum senter og fljúgandi vængmönnum sem krossa eiga fyrir viðkomandi. Í vetur eru þessir leikmenn “í okkar boði” þar sem að eftir að Sam keypti Carroll ákvað hann undir sumarlok að bæta Downing í sinn hóp. Setti semsagt 25 milljónir í kassann okkar en er hæstánægður með það og við erum á því að þessi blanda hans skili Hömrunum í efri hlutann. Svo vonum við auðvitað að eigendur þeirra taki Stoke á þetta og þakki Allardyce sin störf í vor og við fáum aftur að sjá West Ham spila fótbolta sem skemmtir okkur!

8.sæti (60 stig) Southampton.

Við höfum einfaldlega mikla trú á Dýrðlingunum. Pochettino virkar hörku stjóri sem virðist bæði ráða við það að láta liðið spila fótbolta en líka taka þátt í þeim slag sem enska deildin er. Þeir héldu öllum sínum lykilmönnum í sumar, þ.á.m. núverandi landsliðsframherja Englendinga, Scouserinn Rickie Lambert og kaupin á Wanyama, Osvaldo og Lovren eru býsna sterk. Spútnikliðið í ár verður af suðurströndinni og þeir munu gleðja marga með sínum frammistöðum í gegnum veturinn.

7.sæti (69 stig) Everton.

Nýr stjóri hjá erkifjendum okkar og bláum borgarbræðrum þýðir það að okkur finnst eilítið erfitt að spá fyrir um frammistöðu þeirra. Frammistaðan fram að lokun gluggans vissi nú ekki á margt gott en svo gætu kaupin á Lukaku, Barry og McCarthy hjálpað þeim mjög mikið í sóknarleiknum sem hefur verið slakur í byrjun. Á hinn bóginn var Fellaini alger lykilmaður í liði þeirra og verður saknað ásamt Neville. Það að lið sem hefur verið fyrir ofan okkur sakni slíks leikmanns segir nú svolítið um hvernig okkur hefur gengið. Liðið verður klárlega í topp tíu í vetur þrátt fyrir breytingarnar og töluvert ofan við liðin fyrir neðan sig en nær ekki að blanda sér almennilega í baráttuna um efri sæti. Hins vegar veit Martinez hvernig á að ná árangri í bikarkeppni og þar gæti stærstu bros blárra legið.

6.sæti (77 stig) Tottenham Hotspurs.

Nýtt tímabil, Bale farinn og nýtt lið keypt. Tottenham ætla sér klárlega meistaradeildarsæti og taka í raun töluverðan séns með því sem manni sýnist næstum ný sóknarlína nú í vetur. Soldado er klárlega besti framherji sem þeir hafa haft í sínum röðum lengi og það er morgunljóst að kaupin á Lamela upp á 30 milljónir punda heimta það að þar fari einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hins vegar styrktu þeir varnarleik sinn ekki mikið þó manni skiljist að Rúmeninn Chiriches sé af þeim gæðum að hann verði í liðinu. Það er ljóst mál að fyrir Spursurum liggur að raða saman liði og það verður vandi þeirra nú í byrjun móts. Við höldum að liðið vinni á þegar lengra líður á mótið en þeir muni sakna Bale það mikið að góður endasprettur dugi ekki ofar en í 6.sæti eftir kapphlaup við næsta lið fyrir ofan. Og við höfum áhyggjur af því að Gylfi Sigurðsson fái ekki margar mínútur í hvíta búningnum í vetur.

5.sæti (79 stig) LIVERPOOL FC

Í fyrsta sinn í spám okkar höfum við ekki trú á því að okkar lið nái meistaradeildarsæti, aðeins einn okkar hefur trú á því og það dugar víst ekki. Enda hafa svosem okkar spár ekki dugað til árangurs hingað til. Við förum uppfyrir Everton og vinnum Tottenham í harðri baráttu um 5.sætið ef okkar spá nær fram að ganga, en við viljum líka sjá cup-run svo að við fáum nú eitthvað af fótboltaleikjum til að horfa á eftir áramót. Ef við náum að styrkja okkur verulega í janúarglugganum gæti þetta þó breyst því við höfum á því trú að þessi góða byrjun okkar í vetur verði eitthvað áfram. En ekki Champions League á næsta ári, því miður.

4.sæti (84 stig) Arsenal.

Arsenal liðið hefur náð CL-sæti í 16 ár og það er vanmetinn árangur. Kaupin í sumar á Flamini munu hjálpa vandræðastöðunni þeirra aftarlega á miðju, sem þeir þurftu. Mezut Özil eru svo auðvitað stór kaup og tölfræði hans í spænska boltanum er mögnuð, aðeins Ronaldo og Messi hafa komið að fleiri mörkum þarlent og nú er að sjá þennan þýska galdramann í Englandi. En það er fyrst og síðast seiglan hans Wenger sem við horfum til sem gríðarlega mikilvægs faktors í því að þeir vinni keppni við okkar menn og erkifjendur sína um síðasta meistaradeildarsæti enskra. Ef að Wenger nær að koma Özil fljótlega inn í spil liðsins og Giroud heldur áfram að vera heitur gæti Arsenal komist ofar og ef að þeir sveifla ávísanaheftinu aftur í janúar gætu þeir farið í alvöru baráttu um titil.

3.sæti (91 stig) Manchester United.

Meistararnir eru í þriðja sæti hjá okkur þetta árið, nokkuð vel ofan við Arsenal. Nýr stjóri breytir því ekki að þarna fer leikmannahópur sem fór býsna létt með það að vinna ensku deildina í fyrra og reynslan og sigurviljinn í þessum hóp er gríðarmikill. Að því sögðu hefur Moyes alls ekki virkað sannfærandi í starfinu og leikmannagluggi liðsins var eins og hrein og klár revía, samin af okkur kop-drengjum. Ríkasta lið Englands og meistarar lentu í enn meira bulli en okkar menn á tímabili og ólíkt okkar innkaupateymi þá bara gerði þeirra innkaupastjóri upp á bak og náði ekki að styrkja veika hlekki liðsins. Bakvarðastöðurnar gætu orðið þeim afar erfið og enn vantar alvöru skapandi miðjumann í hópinn. En reynslan, viljin og gæðin í leikmannahópnum skila klúbbnum í 3.sæti, eftir einhver monsterkaup í janúar.

2.sæti (96 stig) Chelsea.

Nokkuð bil er frá United í Chelsea. Við teljum þá bláu munu hækka sig í töflunni um eitt sæti og gera alvöru atlögu að meistaratitli undir stjórn mótormunnsins Mourinho. Honum hefur þegar tekist að búa til sinn leikstíl hjá Chelsea á ný og jafn ógeðslega viðbjóðs leiðinlegur og hann er þá virkar hann ágætlega sýnist manni í byrjun. Hópurinn er fáránlega góður og Rafa skildi liðið eftir fullt sjálfstrausts og búið að finna góðan takt. Kaupin í sumar voru í öllum tilvikum menn sem geta leikið í toppbaráttu í Englandi og bætast við afskaplega öflugan hóp sem á að keppa um efsta sætið, það er svo einfalt. Hins vegar má ekki líta framhjá þvi að mikil pressa er á Mourinho að ná viðlíka árangri og síðast á Stamford Bridge og ef illa fer að ganga gæti sú pressa dregið einhverjar vígtennur úr klúbbnum. En við spáum 2.sæti og alvöru pressu á efsta sætið!

MEISTARAR (98 stig) Manchester City.

Ógnarsterkur leikmannahópur, einfaldlega sá sterkasti í deildinni og ekki veikan hlekk að finna á pappír. Stjórinn hefur alls staðar náð árangri með lið sem vill sækja mikið og af krafti. Þessi blanda steinliggur einfaldlega og ljósblár hluti Manchester mun brosa út fyrir eyru í vor þegar dollan færir sig til í borginni. Það eru þó auðvitað spurningamerki um þetta lið eins og önnur, þeir hafa átt gríðarlega erfitt með að samræma þátttöku í Evrópu og deildinni en sennilega er það ein af ástæðum þess að Pellegrini var ráðinn, enda sjóaður á því sviði sem öðrum. Það verður lykilatriði hjá klúbbnum að fá allar stjörnurnar til að róa í sömu áttina, sem þeim tókst ekki í fyrra en skellurinn gegn Wigan í bikarúrslitunum á Wembley setti það mikið blóð á tennur þeirra að það verður til þess að þeir verða fókuseraðir á verkefnið alla leið. Erfitt að pikka út lykilmenn, þarna eru á ferðinni eiginlega 22 lykilmenn saman í liði, en auðvitað er ekki hægt að horfa framhjá Yaya Toure, Vincent Kompany, David Silva, Kun Aguero….ókei. Ég hætti bara núna. Manchester City verða meistarar í spá pennann á Kop.is.

Þarmeð lauk þessari spá okkar drengjanna og nú er bara að sjá hversu sannspáir við verðum. Treystum Daníel fullkomlega fyrir þeirri tölfræði! Þetta eru auðvitað engin geimvísindi og sannarlega vonumst við til að nú sé að því komið að Liverpool fari ofar í deildinni en í okkar spá!

35 Comments

  1. “ekki veikan hlekk að finna á pappír.” um Manchester City
    haha eru þið ekki búnir að skoða vörnina þeirra? hún er grín, eru jafnvel með slökustu vörnina af top 6.

    Hægri bakverðir: Zabaleta, micah Richards
    vinstri bakverðir: Chlichy og Kolarov
    Miðverðir: Kompany, Nastasic, Lescott og Demicheles

    Zabaleta er flottur bakvörður og var frábær á seinasta tímabili, en hinsvegar er micah Richards meiðslabjálkur sem hefur ollið gríðalegum vonbrigðum enda þvílíkt efni á sínum tíma.

    Chlichy kann ekki að verjast þó að lífið liggi við honum og fagna ég því að við fengum hann ekki á sínum tíma en að mínu mati er Kolarov betri þó þeir séu svipað sterkir.

    Kompany er einn besti miðvörður í heimi en það er ekki nóg ef hann er ekki með þá er vörnin sorp hjá city eins og sást gegn Cardiff. Nastasic lofar góðu en er enn ungur og á til að gera klaufamistök. Lescott er einfaldlega búinn a´því og hefur lítið getað í 2-3 ár, Demicheles er sömuleiðis orðinn gamall og gat lítið á seinasta tímabili og byrjar ferilinn á Englandi með því að meiðast.
    Ég held persónulega að vörnin muni verða City að falli og að þjálfari þeirra gæti verið einn af fyrstu til að vera rekinn. Nema þá að Kompany haldist heill og þeir kaupa almennilega varnamenn með honum í Jan.

  2. Ég vil þakka þá upphefð að það sé minnst á mann í Kop.is pistli! Skal gera mitt allra besta í vor.

    Annars skil ég ekkert í ykkur að spá ekki United titli, svona í ljósi þess hvernig spáin um efsta sætið hefur farið….

  3. Úpps, svona átti þetta að vera.

    Mín spá fyrir tímabilið

    LIVERPOOL F.C.

    Kv, bjartsýnisgaurinn

  4. Svona var topp 10 pósturinn sem fór á Magga:

    1. Man City – Ég held að eini sénsinn fyrir hin liðin sé að nýr stjóri þarf smá tíma til að koma sínum hugmyndum að þar sem þær eru mjög ólíkar fyrri stjóra. Man City er samt með besta hópinn að mínu mati og ég hef mjög mikla trú á þessum stjóra. Held að þeir vinni með 9-10 stiga mun.

    2. Man Utd – United gátu slappað af í lok síðasta tímabil enda búnir að rústa því. Þeir eru með sama hóp síðan þá nema Fellaini styrkir hjá þeim miðjuna. Held að Moyes verði í smá basli til að byrja með og þeir vinni ekki deildina en spá því að þeir verði aldrei langt undan og sé þá sem mestu ógn við Man City. Hinsvegar held ég að þeir verði daprir í Evrópu. Mikið óskaplega vona ég að þessi spá verði way off.

    3. Chelsea – Chelsea er með fáránlegan hóp og Mourinho tekur við góðu búi frá Benitez og fær að byggja ofan á það með mjög öflugum styrkingum. Þeir ná að brúa bilið sem var milli þeirra og United á þessu tímabili en enda samt fyrir neðan þá. Öfugt við önnur topp 4 lið síðasta tímabils er svakaleg pressa á Chelsea þrátt fyrir að vera með nýjan stjóra. Það er lúmskt atriði í þessu. Eins fær Mourinho ekki að versla fyrir 100mp meira en helstu keppinautarnir eins og vanalega þó vissulega hafi hann erft afar gott lið og fengið að versla nánast af vild, hann gæti saknað þess forskots.

    4. Arsenal – Ég set Arsenal í 4.sæti og þeir voru nær því að fara ofar í minni spá heldur enn neðar. Þetta lið er glæpsamlega vanmetið. Öfugt við oft áður missa þeir enga leikmenn sem skiptu máli en bæta við sig a.m.k. þremur leikmönnum sem geta skipt gríðarlegu máli. Markmaðurinn sem þeir fá er að ég held betri en margir halda. Flamini verður gríðarlega drjúgur hjá þeim og Özil gefur þeim mikil gæði sem og bara mikið boost inn í allann hópinn. Þeir voru vel mannaðir í hans stöðu en hann bætir það um ca. helming. Wenger var með nokkra unga menn í liðinu í fyrra sem og þá sem hann keypti sem gætu allir tekið skref upp á við á þessu tímabili, það gerist vanalega hjá Wenger.

    5. Tottenham – Þeir gætu þurft smá tíma til að ná takti en að mínu mati eru Spurs með miklu betra lið í ár heldur en á síðasta tímabili og hafa styrkt sig í flestum stöðum. Auðvitað munar mikið um Bale en AVB hefur á móti fengið marga menn sem allir geta skilað mörkum og dreift ábyrgðinni. Soldado eru miklu stærri og betri kaup en margir átta sig á og nokkuð magnað að hann hafi verið falur fyrir Spurs (án CL).

    6.Liverpool – Við förum uppfyrir Everton og verðum mun nær þessum liðum sem við höfum verið að keppa við en ekki mikið meira en það. Hóparnir hjá liðunum fyrir ofan okkur eru einfaldlega betri en okkar þó vissulega hafi mikið verið bætt í okkar hóp frá síðasta sumri. Það gæti hjálpað okkur að vera ekki í Evrópukeppni og ef við höldum áfram að safna stigum eins og í byrjun gæti það alveg fengið mann til að endurskoða stöðuna í janúar. En þrátt fyrir sæmilega ánægju með gluggann held ég að við séum ekki búin að gera mikið meira en keppinauturinn og það telur yfir heilt tímabil, eins fer pressan á liðinu að aukast m.v. t.d. eftir áramót í fyrra og hana ótttast ég.

    7. Everton – Mjög erfitt að meta Everton og óvíst hvernig stjóraskiptin fara í þá. Þeir eru að breyta um leikstíl og hafa fengið marga menn inn sem þekkja að spila þetta kerfi ásamt því að halda öllum bestu leikmönnum Everton nema Fellaini (sem passaði ekki í kerfið hvort eð er). Everton var 14 stigum frá liðinu í 8.sæti í fyrra og ég held að þeir glopri því ekki niður. Bilið verður þó minna. Lukaku gæti verið rosaleg styrking fyrir þá en mig grunar þó að hann komi einu ári of seint, Moyes hefði elskað þann leikmann meira en Martinez held ég.

    8. Newcastle – Mikið óvissuatriði þetta lið og stjórnendur liðsins(Ashley – Kinnier – Pardew) tifandi tímasprengjur. Ég held samt að Graham Carr hafi gert góða hluti í janúar og þeir gera vel í að halda öllum sínum mönnum núna. Ef Pardew hefur náð að nýta sumarið ætti Newcastle að koma sterkt til leiks og með litla sem enga pressu á sér og enga Evrópukeppni. Þeir eru með hópinn í að ná þessu sæti en stjórnendur til þess að afreka það líka að falla.

    9. Southampton – Þetta verður semi spútnik lið tímabilsins. Þeir eru með stjóra sem ég hef mjög mikla trú á. Þeir héldu sínum bestu leikmönnum sem eitt og sér er afrek og styrktu liðið duglega í sumar.

    10. West Ham – Stóri Sam hefur fengið að leika lausum hala hjá West Ham og er búinn að Allardyce-a þetta lið gjörsamlega. Hann er alltaf að fara í topp tíu og ég er bara að vona að það verði ekki meira en það.

  5. Ég hef það svo á tilfinningunni að Liverpool verður fyrir ofan ManU þetta tímabil.

  6. Þetta er allt nokkuð nærri því sem ég spáði:

    1. Man City – Einfaldlega besti hópurinn og frábær þjálfari. Chelsea ekki langt undan en framlína City er betri og halar inn stigunum sem gera gæfumuninn.
    2. Chelsea – Mourinho pressar City alla leið og fer langt í Evrópu. Titilbaráttan verður spennandi en ég tippa samt á City.
    3. Man Utd – Aldrei langt undan en blanda sér ekki af alvöru í tveggja liða titilbaráttu. Gæti misst Arsenal upp fyrir sig líka og jafnvel Liverpool líka. Maður má láta sig dreyma.
    4. Arsenal – Meistaradeild 16 ár í röð og bættu við sig Özil. Spái þeim áfram í topp 4. Gætu haft sætaskipti við United.
    5. Liverpool – Upp fyrir Spurs þökk sé aðlögunartíma þessa nýja liðs hjá AVB. Þrýstum vonandi á Arsenal alla leið en náum ekki inn. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.
    6. Tottenham – Verður stígandi í liðinu eftir því sem líður á tímabilið. Gætu verið ofar með sterkum endaspretti.
    7. West Ham – Það virðist vera stöðugleiki í liði Allardyce. Allir þekkja sitt hlutverk og heimavöllurinn er drjúgur. Fara upp fyrir Everton í ár en verða talsvert frá topp 6.
    8. Everton – Munu sakna Fellaini og þurfa að venjast nýjum stjóra en samt auðveldlega í topp 10.
    9. Southampton – Flott lið sem mun sækja í sig veðrið þegar líður á veturinn.
    10. Swansea – Verða ofar en þetta lengst af en slaka á í kjölfar þreytu vegna Evrópuævintýris í vor.

    Og samantektin í lokin:

    Tveggja liða titilbarátta, topp 6 skilja sig frá rest, Palace og Hull falla snemma og Sunderland fellur líka eftir baráttu við Cardiff og WBA. Aðrir sigla lygnan sjó með engan möguleika á Evrópusæti og litla möguleika á falli. Soldado verður markakóngur en Yaya Touré leikmaður ársins n.k. vor. Di Canio fyrstur að fjúka en Holloway og Pardew fara pottþétt líka. Liverpool bæta sig mikið en missa naumlega af CL-sæti. PSG og Chelsea mætast í úrslitum CL. Babú fer í golf í gallabuxum.

  7. Það er ekki séns á að Man Utd geri eitthvað gott á þessu tímabili, stjórinn er einfaldlega ekki nógu góður. Hann rak allt þjálfarateymið og tók alla úr Everton með sér og er nú byrjaður að breyta leikstíl liðsins og færa hann nær því sem hann var að gera hjá Everton. Ekki láta það koma ykkur á óvart þegar þið farið að sjá liðið senda háa bolta upp á Fellaini eins og hann lagði upp með hjá Everton.

    Old Trafford hefur verið algjör gryfja undir stjórn Ferguson en nú er dæmið að breytast enda hefur maðurinn ekki ennþá unnið leik á Old Trafford og fear factorinn sem Fergusonn kom með inní þetta og hafði áhrif á bæði dómara og gestaliðinn er horfinn. Moyes hefur aldrei legið undir pressu á að vinna hvern einasta leik og það verður gaman að sjá hvað gerist þegar liðið tapar óvænt eða missir stig á móti litlu liðunum.

    Svo er það mikið leikjaálag sem hann þarf að takast á við og hefur aldrei kynnst áður enda hefur hann enga reynslu úr Evrópuboltanum.
    Hér má svo sjá næstu 7 leiki liðsins sem eru leiknir á aðeins 21 degi.

    14 Sept Crystal Palace

    17 Sept Leverkusen

    22 Sept Man City

    25 Sept Liverpool

    28 Sept West Brom

    2 Oct Shakatar

    5 Oct Sunderland

    Svo má ekki gleyma því að flestir lykilmenn liðsins eru komnir á fertugsaldurinn þannig að það verður fróðlegt að lesa yfir meiðslalistann og úrslitinn úr þessari runu hjá þeim en það kæmi mér ekkert á óvart ef að þeir ná bara að vinna þrjá af þessum sjö.

  8. Ég er sannfærður að Liverpool verður spútnikkliðið í ár og komist ofarlega í topp 4. Munurinn núna og áður er að það er miklu betra skipulag á málunum. Það er klárt hvað hver og einn er að gera en ekki bara Gerrard + einn eða tveir og hinir aukaleikarar.
    Sturridge er markaskorari
    Coutinho er stoðsendingarkóngurinn í þessari deild Özil minn
    Gerrard er kominn á miðjuna að dreifa spilinu og mun ekki haggast þaðan aftur
    Lucas er orðinn hraustur og því miður ekki íslenskur ríkisborgari
    Toure – þessi kaup komu sannarlega á óvart. Meistaraverk
    Mignolet – byrjar af krafti
    Sakho og Ilori – það eru komnir 2 jaxlar í vörnina
    Henderson – er Fletcher okkar Liverpool manna. Ómissandi.
    Aspas og hinir tittirnir – það er allt fullt af tittum í Liverpool. Þeir eru vanmetnir.
    Suarez – Jebb, það er gaur á æfingasvæðinu sem er tilbúinn að bíta frá sér.
    …og fleiri hetjur

  9. …ef það er EKKI núna, þá hvenær?

    LIVERPOOL VERÐUR OFARLEGA OG ÞÁ MEINA ÉG OFARLEGA Í DEILDINNI TÍMABILIÐ 2013/2014 OG MÖRG TÍMABIL SEM KOMA!

    AVANTI LIVERPOOL – http://WWW.KOP.IS – LFC4LIFE

  10. Já, svona hljóðaði mín spá:

    1.Manchester City: Ég er bara á því að þeir séu með sterkasta hópinn og mestu gæðin. Þeir eru reyndar með nýjan stjóra, en ég er á því að hann sé gríðarlega fær á sínu sviði og eigi eftir að læra hratt á deildina. Þeir vinna Chelsea á lokametrunum.
    2.Chelsea: Búnir að bæta hópinn enn meira og voru fyrir með feykilega sterkan hóp. Er reyndar á því að Mourinho sé ekki jafn öflugur og áður og að hann eigi eftir að tapa slatta af stigum vegna of mikillar varfærni miðað við gæðin í hópnum.
    3.Manchester United: Var reyndar að hugsa um að setja þá neðar á listann, en þeir eru samt sem áður með sterkt lið, þó svo að fullt sé af veikleikum þarna.
    4.Liverpool: Bara líst afar vel á þetta tímabil framundan og styrkingu á hóp. Verður þó blóðug barátta við Arsenal og Manchester United allt til enda um það hverjir enda í 3, 4 og 5 sæti.
    5.Arsenal: Jú jú, Özil kominn, en það er ekki nóg. Fínir fram á við, en vörn og aftari hluti vallar verður vandamál á heilu tímabili.
    6.Tottenham: Eiga bara eftir að sakna Bale voðalega mikið og eru sterkir á miðsvæðinu en veikari annars staðar. Gylfi heppinn þegar hann kemst á bekkinn.
    7.Everton: Leiðinlegt að spá þeim svona ofarlega, en þeir eru með ágætis mannskap þótt breiddin sé afar lítil. Verður talsvert stórt bil á milli efstu 6 liðanna og svo þeirra sem koma þar á eftir.
    8.Southampton: Skemmtilegt lið og ég hef einhvern veginn trú á því sem verið er að gera þarna.
    9.Swansea: Jafnt og þétt búið að vera að byggja ofan á það sem Brendan gerði þarna á sínum tíma. Sigla lygnan sjó um miðja deild.
    10.Aston Villa: Eftir erfitt síðasta tímabil, þá held ég að Lambert sé að ná tökum á verkefninu og á eftir að gera þetta að fínasta miðjumoðsliði eins og þeir voru áður.

    Ég reyndar tek ekki undir það með Magga að ég hafi einhverjar áhyggjur af því að Gylfi Sigurðsson fái fáar mínútur með Tottenham, í rauninni gæti mér ekki verið meira sama. Hann er einfaldlega leikmaður í liði andstæðinga Liverpool og ég ber engar taugar til hans sem leikmanns.

    En í minni spá þá set ég Man.Utd ofar en ég vildi, það er bara eitthvað sem segir mér að það verði þessi gamla seigla sem skili þeim þetta ofarlega. Mér finnst menn almennt svo vera að meta bæði Spurs og Arsenal of hátt. En það er svo sem hægt að kíkja bara á kommentin hjá Daníel til að sjá hversu góður spámaður maður er 🙂

  11. Alright, meistarar!

    Ég set ekki spurningarmerki við það að þið spáið ManCity titlinum, þó svo að mér finnist þið ofmeta leikmannahópinn þeirra allhressilega. Vörnin þeirra er ekki góð, bara hreint út sagt ekki – þeir eru með flotta fyrstu 4 + markmanninn, en um leið og einhver dettur út þá er þetta alls ekki gott hjá þeim. Sjá t.d. í dag þegar vantar Kompany.

    Ég vil þó miklu, miklu frekar að ManCity vinni titilinn frekar en manutd eða Chelsea. Mér er hreinlega meinilla við að sjá þau lið taka við bikurum, sama hversu stórir eða smáir þeir eru.

    Hins vegar ætla ég að setja stóra athugasemd við að þið spáið okkar mönnum aðeins 5. sætinu. Það finnst mér ilma af því að þið viljið ekki gera ykkur of miklar vonir. Það er sjónarmið út af fyrir sig.

    Ég aftur á móti er tilbúinn að halda því fram að Liverpool eigi eftir að gera flotta hluti í ár. Helginn @ 13 er sannfærður um að liðið verði spútnikliðið í ár. Ég vil taka undir það með honum.

    Við þekkjum vel sóknarlínuna okkar, Sturridge, Coutinho, Sterling, Aspas, Ibe, Gerrard. Og við eigum Luis Suarez inni, og mig grunar að hann eigi eftir að koma tvíefldur til leiks – nei, hann kemur fjórefldur til leiks á þessu tímabili. Sanniði til.

    Vörnin hefur verið styrkt hressilega og mjög skynsamlega, að mínu mati. Bakvarðastöðurnar tvær eru vel mannaðar, miðverðirnir okkar eru, í það minnsta á blaði, með þeim sterkustu í deildinni (og þó víðar væri leitað) og Mignolet virðist ætla að sýna að hann er ekkert síðri markmaður en Reina.

    Félagar – ég ætla að gerast svo djarfur að spá Liverpool í harða baráttu um 3ja sætið:

    1 – ManCity

    2 – Chelsea

    Þetta er gefið, að þessi tvö verða í efstu sætunum.

    3 – Liverpool

    4 – Arsenal

    Kaup Arsenal á Özil eru fáránleg. Hann er án nokkurs vafa einhver besti leikmaður í heimi og það er óskiljanlegt að Real hafi látið hann fara. En þeir þurftu ekki beint akkúrat svona leikmann, þó hann eigi eftir að verða frábær í vetur.

    5 – 6 – Tottenham og manutd.

    Tottenham mun verða í hörkubaráttu við Liverpool og Arsenal um 3-5 sætið, og manutd einnig. En þeim vantar að búa til flotta liðsheild úr öllum þessum sterku leikmönnum.

    Og ég set manutd í 5-6 sætið einfaldlega vegna þess að ég held að Moyes kunni ekkert annað en “long-ball” leikstíl. Leikmennirnir kunna vissulega að sigra leiki, og sigurhefðin skilar þeim langt. En þú vinnur enga titla með því að bomba boltanum bara fram og vona hið besta, eins og Moyes gerði svo lengi hjá Everton. Kaupin á Fellaini sýna að Moyes ætlar að halda í það sem hann þekkir best.

    Svo vona ég bara að Newcastle falli.

    Homer

  12. Þetta eru skynsamlegar spár og ágætlega rökstuddar. Ég held að menn flækist svolítið um á milli vonar og raunsæis og þessarar frábæru byrjunar. Ég held að byrjunin sé annað af tvennu; fyrirboði fyrir frábært tímabil þar sem við verðum örugglega í meistaradeildinni eða rugli okkur í ríminu og við verðum í mikilli baráttu um meistaradeildarsæti.

    Þetta fer auðvitað töluvert mikið eftir því hvernig andstæðingum okkar mun ganga. Ég tel að Chelsea og Man City muni fylla tvö efstu sætin en líklega verður deildin jafnari en oft, þau munu ekki stinga af. Síðan verða líklega næstu fjögur, við, Arsenal, Man U og Spurs að berjast um hin tvö sætin. Ég held að mannauðurinn á Old Trafford fleyti þeim langt þótt Moyes eigi eftir að þurfa tíma til að ná tökum á djobbinu. Það er rétt sem menn segja að Spurs eiga eftir að styrkjast eftir því sem líður á og það er spurning hvort Villas Boas setji nýju mennina strax alla inn eða hvort hann komi þeim smátt og smátt inn í liðið. Hann er æst týpa sem vill gera breytingar strax þannig að vonandi gerir hann það og þeir munu dragast aftur úr í byrjun. Arsenal keyptu náttúrulega heimsklassaleikmann og eru með nokkra í viðbót fyrir. Varnarleikurinn verður vandamál hjá þeim en lítil breyting á hóp sem náði 4. sæti í fyrra. Stærsti óvissuþátturinn erum við sjálfir. Byrjunin lofar auðvitað mjög góðu en ég minni á að oft er það þannig að leikmenn sem byrja með hvelli halda oft á tíðum ekki lengi út. Vona að sú verði ekki raunin hjá okkur. Þá koma meiðsli eins af þeim leikmönnum sem við máttum síst við að missa okkur illa. Sennilega er back-uppið í hægri bakverðinum það slakasta nema ef vera skyldi í stöðu Lucasar.

    Þannig að 3-6 sætið verður líklega okkar hlutskipti, vonandi förum við alla leið í þriðja sæti en sjötta sætið gæti hæglega orðið hlutskipti okkar og þá er í sjálfu sér ekkert hægt að vera svekktur með það.

  13. Jæja. Ég held að tilkoma Móra til baka muni skila Chelsea titil í ár á eftir koma City og loks Utd við munum ná meistaradeildasæti í blóðugri baráttu við tottara og gunnera. Takk fyrir mig ..annað skiptir mig ekki máli.

  14. Þetta verður hrikalega spennandi vetur og í fyrsta skipti í dágóðan tíma finnst mér liðið okkar vera rétt stemmt til að takast á við topp fjögur slaginn. Við skulum ekki blindast af stöðunni í dag þótt vissulega sé ég búinn að glápa á hana á nætursnarlsbröltinu mínu 🙂

    Mín afstaða til þessarrar umræðu er þessi:
    Ég vona að fótboltinn vinni í vetur, þeas fegurðin, uppbyggingin, framtíðarhorfur og skemmtanagildið hafi betur gegn peningamaníu, skammtímahugsjóna og ég leyfi mér að segja óheilbrigðra starfssemi sbr tottenham. Tottenham hafa nefnilega lagt gríðarlega mikla áherslu á að styrkja sig en ekki síður að reyna að koma í veg fyrir að aðrir styrki sig í leiðinni. Manjú mega þó eiga það að þeir koma upp með flokk af uppöldum strákum, eins sárt það er að hrósa þeim. Engu að síður staðreynd. Ég vona innilega að man city og man jú fatist flugið sem og tottenham. Hef ekki trú á múrínhó geri það eða wenger.

    Ég hef bullandi trú á liðinu okkar og spái því 3.ja sæti. Ég er nefnilega á þeirri skoðun að við erum með einn besta captain í heimi og hann dreymir um að ná flottum árangri áður en hann leggur skónna á hilluna.

    chelskí
    arsenal
    LIVERPOOL
    man city
    manjú
    tottenham.
    7 aston villa
    swansea
    everton
    southampton

  15. Steini er eini með viti hér 🙂 Babu 6 sæti … Skammastu þín drengur

  16. Ég held við eigum alveg séns á fjórða jafnvel þriðja en það er háð því að mórallinn innan liðsins haldist góður, einsog hann virðist vera núna, og að við verðum ekki fyrir miklum áföllum í meiðslum, málið er að byrjunarlið Liverpool er sterkt, alveg jafn sterkt og flestra annarra liða í deildinni, þar skil ég City og Chealsa frá, en bekkurinn er ungur og skortir reynslu auk þess sem þar vantar lika töluvert á gæðin.

    ég spái :
    Chealsa
    City
    Arsenal
    Liverpool
    Shitty
    Tottenham

    ég held að Arsenal hafi okkur í baráttunni um 3ja vegna þess þeir eru ekki með neinar breytingar, missa engan og fá sterkann mann á miðjuna, ég held þeir taki þetta á stöðuleika en toppliðiðn tvö verða komin með þokkalegt bil í 3ja sætið um jólaleiti

  17. Eitt varðandi það hvar við spáum okkar mönnum, þá er þetta í fyrsta skipti í sögu síðunnar sem við sem heild setjum Liverpool utan Meistaradeildarsætanna.

    Vorið 2009 endaði liðið í 2. sæti og í kjölfarið spáðum við liðinu titlinum árið eftir (og ég persónulega líka). Það var náttúrulega söguleg skita hjá bæði okkur og LFC og liðið endaði í 8. sæti og Rafa var rekinn.

    Árið á eftir var Hodgson mættur og allt í gúddí og ég spáði liðinu í 5. sæti en Kop.is-heildin spáði liðinu í 4. sæti. Það tímabil endaði í stjóraskiptum og Dalglish sigldi liðinu upp í 7. sætið.

    2011 var bjartsýnin meiri eftir stór peningaútlát og ég spáði liðinu í 4. sæti, sem og Kop.is-heildin. Þá endaði liðið aftur í 8. sæti og Dalglish var látinn taka pokann sinn.

    Síðasta sumar spáði ég liðinu svo á ný utan Meistaradeildarsætis, í 5. sæti, en Kop.is-heildin spáði liðinu í 4. sæti. Liðið endaði í 7. sæti.

    Í ár spái ég Liverpool svo í 5. sæti, upp fyrir Spurs sem mér finnst sjálfum vera eilítil bjartsýnisspá, og félagar mínir (þrátt fyrir takmarkalausa bjartsýni Steina, að því er virðist) taka undir með mér og heildin setur liðið í 5. sætið.

    Samantekt: Liverpool hefur endað síðustu fjögur tímabil í 7., 8., 7. og 8. sæti. Á þeim tíma höfum við aldrei spáð liðinu neðar en 4. sæti. Í dag spáum við liðinu í 5. sæti og ef liðið endar aftur í 7. eða 8. sætinu legg ég til að við sleppum því að spá fyrir um gengi Liverpool og spáum bara fyrir hinum liðunum eftir ár. Það fer að verða ansi nærri því að sannast á okkur blindi bletturinn þegar kemur að okkar eigin liði. 🙂

    Og hana nú. Þá er ég búinn að taka okkur sjálfa í rassgatið þannig að Daníel þurfi ekki að gera það. 🙂

  18. Eitt skil ég samt ekki, nokkrir hér að ofan eru að tala um ofmat á hóp hjá City og tala þá sérstaklega um vörnina. Þar séu góðir fyrstu 4 og svo ekki meir. Hvaða lið í þessari deild er með meiri breidd í vörninni sinni, í öllum þessum stöðum? City er með Zabaleta í hægri bakk, óumdeilanlega einn sá besti í deildinni. Jú Micah Richards er búinn að vera mikið meiddur, en er orðinn klár núna. Held þetta hljóti að teljast besta hægri bakk par í deildinni.

    Vinstra megin eru þeir með Clichy og Kolarov. Kolarov er að mínum dómi ferlega góður fótboltamaður, og Clichy með þeim sterkustu í sinni stöðu í deildinni. Svo eru þeir með 4 miðverði, Kompany (eitthvað meiddur akkúrat núna), Nastasic (sem var verulega öflugur á síðasta tímabili), Lescott (góður sem 3-4 kostur) og Demichelis (reyndur en meiddist núna). Svo eiga þeir bæði Garcia (hefur oft spilað stöðuna, en alls ekki hans besta staða) og svo ungan og efnilegan Boyata.

    Svei mér þá, ég get ekki séð að önnur lið skarti jafn góðri breidd og þeir, helst Chelsea, en samt ekki að mínum dómi.

  19. Að vera með reynslulitla klúðurslega miðverði er algjör dauði í boltanum. Það er eiginlega verra heldur en að vera með markfælinn framherja. City gátu ekki varist hornum á móti Cardiff, þetta eyðilagði tímabil fyrir Newcastle, eitt tímabil fór í súginn hjá United man ég þar sem miðverðirnir voru meiddir.

    City með alla sína 30-40-50 milljóna menn eru að treysta á Kompany (meiddur), Lescott????? og gríðarlega ungan efnilegan gaur Nastasjic og voru síðan að fá sér Demichelis sem er alls ekki einhver tuddi í enska boltann….að mínu mati.

    Miðað við að peningur er ekki hindrun eða neitt stórmál þá væri liðið miklu líklegra til að vinna titilinn ef það hefði verið keyptur einn ruddi í vörnina með reynslu, hæð og styrk. Það voru einhverjar vangaveltur uppi með Pepe.

    En að þeir skyldu ekki kaupa neinn nema Demichelis á lokadegi gluggans er gríðalegt klúður. Þeir geta samt unnið deildina, Chelsea vantar stræker og United eru með Moyes……..sem gefur auðvitað Liverpool smá sjéns!!!

  20. Tek það á mig, SSteini – ég sagði að ManCity væri með góða fyrstu 4, en þess utan ekki neitt nándar eins góðir eins og margir vilja meina.

    Hér eru mín rök fyrir því – að því hér hafa margir góðir pistlar komið inn og góðar umræður spunnist, þá skal haldið í þá hefð:

    Kompany er án nokkurs vafa einhver besti varnarmaður í boltanum í dag. Hann er þeirra allra, allra, allra besti varnarmaður og ef til vill mikilvægasti leikmaður liðsins. Tökum það ekki af honum.

    Nastasic hefur þú álit á, og segir hann hafa verið virkilega öflugan á síðustu leiktíð. Ég er ekki neitt sérstaklega ósammála því, en ég er því heldur ekki sérstaklega sammála! Mér finnst hann oft á tíðum frekar brothættur, getur átt alveg frábæra leiki en dettur niður þess á milli. Ég hef líkt honum við Skrtel – hann er þeirra Skrtel. Öflugur á góðum degi en miðlungsleikmaður á venjulegum degi.

    Lescott er sömuleiðis að þínu mati góður 3ji eða 4ji kostur. Aftur, ekkert sérstaklega ósammála né sammála. En hann hefur átt ansi erfitt með að brjótast inn í byrjunarlið þeirra ljósbláu, einfaldlega vegna þess að hann er ekki nægilega góður leikmaður. Kannski er ég litaður af fóbíu gagnvart núverandi og fyrrverandi leikmönnum Everton, en það er alveg ástæða fyrir því að hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá ManCity 🙂

    Ég skal svo bara kvitta upp á það sem þú segir um Clichy og Zabaleta. En um hina tvo er ég ekki sammála:

    Richards hefur ekki náð þeim hæðum sem vonast var til af honum. Hann er stór, sterkur og skruggufljótur, en hans leikskilingur er ekki nógu góður. Þess utan hefur hann verið töluvert meiddur síðustu ár, og það hefur hamlað hans framþróun. Góður, en að mínu mati ekkert betri leikmaður en Kelly eða Wisdom á góðum degi.

    Kolarov er mjög athyglisverður leikmaður. Sem varnarmaður er hann ekki góður, en um leið og hann fer framar á völlinn og fær að taka þátt í sóknarleiknum, þá er hann frábær. Vinsti fóturinn á honum er frábær, hann á flotta krossa inn í teig, með afburðagóðar aukaspyrnur. Hann væri að mínu mati miklu betri sem “wingback” frekar en sem vinstri bakvörður.

    Samandregið: Ef Kompany vantar, líkt og núna, þá eru þeir í stökustu vandræðum því þeir þurfa að treysta á leikmenn sem eru langt frá því að vera í sama klassa og hann. Þeir gerðu ágæt kaup í Demi, og hann kemur líklega til með að koma með mikla leikreynslu inn í liðið þegar Kompany vantar. Því leikmenn á borð við Nastasic og Lescott þurfa slíkann leikmann með sér til þess að fúnkera sem skyldi. Hitt er svo allt annað mál hvort Demi muni ná að spila sinn besta bolta, enda ekkert farinn að yngjast og byrjar á því að meiðast illa.

    En haldist varnarlínan þeirra heil út tímabilið, þá býð ég nú ekki í það hvað þeir eru sterkir, það er alveg klárt. Þá verður titillinn sannarlega þeirra.

    Homer

  21. Strákar strákar strákar, af hverju í ósköpunum eru menn almennt að spá Everton svona ofarlega? Ég hélt að það væri öllum ljóst að þegar Moyes færi loksins væri gleðitíð þeirra að baki. Hann er sá sem hefur bundið þetta algjörlega saman og munið að það var aðallega fyrir tilstilli hans leiksstíls sem liðið náði þessum ótrúlega árangri. Framundan eru þungir tímar fyrir þá bláu sem verða að berjast í kringum 10. sætið, ná kannski 9. sæti í vor en ekki ofar segi ég. Ekki græt ég það.

  22. Eru allir búnir að gleyma því að við eigum Suarez , það voru stæstu kaup sumarsins að missa hann ekki , og við erum bara í deildinni svo við eigum góðan sens á 4+. Tökum annað sætið í ár , þannig verður það bara 😉

  23. Nr. 29 Stb.

    Ekkert svona, röfl yfir okkar spá og pælingum. Hentu inn þinni eigin spá með útskýringum og sjáðu svo Daníel hakka þig í sig í vor 🙂

  24. Ok ég skal bara segja það fyrir ykkur öll !! Liverpool verður meistari en enginn þorir að segja það því allir eiga að stilla væntingarnar og engum langar að jinxa.

    Tveir af þremur bestu strikerum í deildinni er í Lpool

    Það er búið að loka fyrir markið okkar með Mignolet, Toure og Sakho.

    Þetta fer svona:

    Liverpool
    Chelsea
    Man City
    Man Utd
    Arsenal
    Tottenham

    En þar sem ég er búinn að jinxa þá biðst ég innilega afsökunar og við verðum víst bara að sætta okkur við annað sætið og að vera fyrir ofan Man Utd í fyrsta skipti í milljón ár.

    Sorry með mig !

  25. Sælir allir, eitt skil ég ekki hjá mörgum ykkar og það er að það tala margir um að Arsenal séu með veikann blett í vörninni. HVaða heimildir hafa menn fyrir því. Veit ekki betur en að þeir séu með eitt besta varnar record frá áramótum.

    Bara smá pæling.

  26. HH, ég held að menn séu almennt að segja það vegna þess að það er akkúrat engin breidd í vörninni þeirra og þó svo að þeir hafi náð að halda aðeins velli frá áramótum, þá klárlega hafa þeir ekki náð að styrkja hana, plús það að vera með markvörð sem er ekki í sömu gæðum og leikmenn framar á vellinum. Þetta eru nú allir varnarmenn Arsenal (tek kjúlla ekki með):

    Hægri bakverðir:
    Sagna
    Jenkinson

    Vinstri bakverðir:
    Gibbs
    Monreal

    Miðverðir:
    Koscielny
    Mertesacker
    Vermaelen

    Samtals 7 varnarmenn fyrir utan einhverja unga stráka og þar af hefur Vermaelen verði ein meiðslahrúga lengi. Persónulega finnst mér þetta ekki sterk varnarlína, en menn geta svo sem haft skiptar skoðanir á þessu. Held allavega að þetta eigi eftir að verða þeirra veiki punktur í vetur.

  27. Stundum er ég ekki alveg að fatta ykkur, það eru tveir menn í hverja stöðu varnarlega ef maður telur Flamini með sem getur bæði spilað í miðverði og vinstri bak. Svo einhverjir kjúklingar en held að það þurfi að vera mikið um meiðsli ef það þarf að nota þá eitthvað. Jújú rétt hjá þér með Vermalen en svo set ég spurningarmerki við að setja útá markmanninn. Alveg rétt að hann datt niður í fyrra í einhvern glataðann gír en hefur heldur betur komið flottur til baka. Er búinn að vera þvílíkt flottur til að byrja með núna og á preseason.

    En bara gamann að ræða þessa hluti við andstæðingana og fer ég oft inná þetta spjall hjá ykkur sem mér finnst bara flott og greinilega margir aktívir sem er bara gaman af.

Spá Kop.is – neðri hluti

Landsleikjahlé