Opinn þráður – end of interlull

Uppfært Babu

Endilega kíkið á gravatar.com og bætið við mynd við ykkar profile. Mikið skemmtilegra þegar menn eru með mynd til að auðkenna sig.

Þetta hefur eitthvað dottið út sýnist mér við síðustu uppfærslu á síðunni.


Mikið óskaplega sem þessi landsleikjahlé eru alltaf leiðinleg, fer þetta ekki að verða búið?

Roy Hodgson var með allt á hreinu í gær og lét (tæpan) Daniel Sturridge spila 90 mínútur í mjög mikilvægum vináttulandsleik gegn Þjóðverjum. Steven Gerrard sem var tæpur fyrir leik var sprautaður svo hann gæti örugglega verið með og spilaði 55 mínútur eða þar til Henderson kom inná fyrir hann.

Ekki láta ykkur bregða ef Sturridge og Gerrard verði skugginn af sjálfum sér í hádeginu á laugardaginn ef þeir þá byrja yfir höfuð leikinn. Glen Johnson var blessunarlega bara ónotaður varamaður en sama má segja um Baines og Barkley sem verða því fullfrískir um helgina.

Lucas var varamaður hjá Brasilíu og kom inná gegn Chile, hann á langt ferðalag fyrir höndum. Luis Suarez er þó verra tilvik en Uruguay á ekki leik fyrr en seint í kvöld. Ferðalagið heim fyrir hann er svo tæpt á tíma að John W Henry ætlar að lána flugvélina sína í að skutla Suarez eins fljótt og auðið er til Liverpool. Hann verður líklega ekki í sínu besta standi eftir ferðalög og leiki þessa landsleikjahlés.

Aðrir leikmenn Liverpool (og Everton) hafa svo verið í verkefnum um víða veröld. Sakho spilaði t.a.m. allann leikinn fyrir Frakka og afgreiddi Úkraínu með stæl. Spurning um að henda honum í sóknina í næsta leik.

Liverpool er búið að spila þrjá leiki eftir landsleikjahlé á þessu tímabili, einn heima og tvo úti. Fyrsti leikur tímabilsins var gegn Stoke, þar unnum við góðan sigur en spilamennskan var ekkert svakalega spennandi.

Landsleikir tóku líklega öllu meiri toll hjá Liverpool heldur en Swansea og við náðum að merja ósannfærandi 2-2 jafntefli gegn þeim í kjölfar landsleikja.

Sama var svo upp á teningnum gegn Newcastle, þar dugði það okkur ekki frekar en Íslenska landsliðinu að vera manni fleiri allann seinni hálfleikinn.

Ég er ekki beint bjartsýnn á næsta leik, 2-2 væru líklega ekki svo vond úrslit.

Annars kemur upphitun líklega inn á morgun, þessi þráður er hinsvegar opin fyrir umræðu um Liverpool.

20 Comments

  1. Það er nú bara eitthvað að honum Woy, til hvers í andsk er hann að nota leikmann eins og Gerrard, 33 ára, búin að vera að glíma við meiðsli í síðustu 3 til 4 leikjum og sprautaður niður fyrir leiki. Láta hann spila í þessum tilgangslausa vináttulandsleik í 50 mín er eitthvað sem er svo út úr kú að nær engri átt. Sturridge spilar svo 90 mín ? Ég sem hélt að það væri yfirleitt skipt um allt liðið í kringum 45 mín til 55 mín í svona leikjum ????

    Það verður bara að vona það besta, hugarfarið fyrir þennan leik skiptir ÖLLU máli. Nú verður Gerrard bara í sjúkrameðfer fram að leik og eflaust Sturridge líka, Suarez skiptir síðan bara um búning í flugvélinni og stekkur beint í leik.

    VONUM það besta 🙂

  2. takk fyrir þennan post babu, maður var stressaður fyrir leikinn en nuna bara enn meira stressaður hahaha

    er eitthvað til i þvi að john henry ætli að
    skutlast eftir suarez ? ef svo er þá er það frabært…

    þetta verður griðarlega erfitt a laugardag það er ljost en við verðum eigilega að sækja þrju stig þótt það verði fjandanum erfiðara

  3. England mun taka þessa hefðbundnu skitu á HM, held það sé alveg augljóst, nema Woy taki upp tiki taka og læri actually hvernig fótbolti er spilaður nú á dögum. ( reyndar, þótt leikmenn séu að vilja gerðir og hafi alla þá hæfileika sem til eru, þá verða þeir eins og stífir róbotar þegar þeir fara í hvítu peysuna).
    ÁNÆGÐUR MEÐ SAKHO !! .. Yndislegt að eiga þessa menn .. Kolo – Sakho – Agger – Skrtel

    Erum tvímælalaust með mestu/bestu breidd af miðvörðum í deildinni. Erum búnir að fá 10 mörk á okkur ásamt Arsenal, Chelsea og Everton. Reyndar ! þá er Tottenham búnir að fá á sig 9 og Southampton bara 5 !!! ( flottir Southampton verð ég að segja). Held það sé engin spurning að það vantar enn topp bakverði. Enrique og Cissokho geta barist um LB, og Johnson ætlar brátt að leita á önnur mið.. erum með Ryan McLaughlin á leiðinni upp og Flanagan líka. Kaupa annan RB ! Svo líka annan sóknarmann, Moses stoppar stutt og það verða að vera möguleika fram á við !

  4. LOKSINS fer ad koma ad næsta leik!

    Finnst eins og thetta hle hafi verid i 12 vikur.

    Hoy er algjør jolasveinn og hann er greinilega sa fyrsti til byggda thetta arid.

    Hlakka til upphitunarinnar fyrir borgarslaginn mikla.

    Godar stundir.

  5. Er ekki vitleysingurinn bara að hefna sín á Liverpool klúbbnum.
    “Payback is a bitch, bitches!”

  6. Og þess má til gamans geta að Joe Allen – þið munið eftir honum vonandi – hann var víst maður leiksins á laugardaginn gegn Finlandi.

    Homer

  7. Svosem ekki hægt að segja annað en að Hodgson hafi alveg verið tilbúinn að gefa leikmönnum Liverpool séns hjá landsliðinu sínu. Gerði Gerrard loksins að fyrirliða t.a.m. og Sterling, Henderson, Shelvey hafa fengið séns.

    Spurning hvort að læknateymi Liverpool og leikmennirnir sjálfir eigi ekki að hafa aðeins meira vit fyrir sér ef menn eru tæpir fyrir æfingaleiki (og þegar það er stutt í næsta leik).

    Ekki að ég standi upp og klappi fyrir Hodgson og þessum 90 mínútum sem hann lét Sturridge spila.

    Annars eru svona landsleikjahlé engin afsökun fyrir slæmum deildarleikjum að mínu mati, það var a.m.k. ekki meiningin með pistlinum.

  8. Algerlega sammála Babú !
    Maður les um að menn fari haltrandi af æfingu (Sturridge) og séu sprautaðir til að þola sársaukann en eru svo látnir spila leikinn !!

    En það þarf víst ekki að mótivera menn fyrir leik helgarinnar. Þetta segir sig sjálft.

  9. Mér finnst Englendingar bara vera í ruglinu með þetta lið hjá sér, í fyrra var Sterling, Shelvey, Henderson og fleiri kjúllum hent í liðið og síðan ekki söguna meir og núna eru það Southampton kjúklingarnir og svo verður þeim væntanlega hent út. Ótrúlega margir enskir sem eiga 1-2 leiki fyrir liðið. Engan veginn nógu góðir en ef maður slær í gegn með sínu félagsliðið í 3-4 leiki (núna er það Barkley hjá Everton) þá er honum kippt strax í landsliðið. Alveg furðulegt.

  10. Mæli með Áhugaverðu viðtali við Rodgers á ESPN.

    Þetta er m.a. þar

    Talking “matters American” conjures memories of “Being: Liverpool.” I admit to Rodgers that his reflective demeanor contradicts the more colorful persona he projected in that series. When asked what he learned about himself by watching the show, the manager grimaces. “I didn’t like it … I’m a very private person,” he says. “I know it was great for the American supporters to see, but my own personal feeling is I don’t like being intruded on and for people to see my private life.”

    Rodgers’ discomfort is palpable yet broaching the cult series has given me the opportunity to ask the one question American football fans long to pose above all others. The manager knows what is coming and sits back in his seat as I broach the infamous preseason motivational speech in which he brandished three envelopes before his squad, proclaiming they contained the names of the three players he knew would let him down in the season ahead.

    “Which names were in the envelopes?” I ask.

    “There were no names,” he says with a wry chuckle. “There were no names.”

    http://espnfc.com/blog/_/name/relegationzone/id/1486?cc=5739

  11. Er ekki pirraður útí Roy, finnst að leikmennirnir eigi líka að taka svolítið mikla ábyrgð á þessu. Ef Gerrard finnst hann sjálfur vera tæpur þá á hann auðvitað ekki að gefa kost á sér í leikinn, sama með Sturridge. Það er enginn sem veit það betur en leikmennirnir sjálfir hvort þeir séu fullfærir um að spila.

  12. Virkilega heimskulegt hjá Gerrard að sprauta sig til að spila í gegnum sársaukan, mun bara koma niður á Liverpool.

  13. þjálfarinn(Hodgson) á þessa skitu upp á sitt einsdæmi. Það er læknateymi í enska landsliðinu eins og félagsliðunum. Það vilja flestir spila fyrir landsliðin sín ef þeir mögulega geta. læknarnir eiga að meta hvort eða hversu klárir menn eru eða hvort það sé ráðlegt að hann spili yfir höfuð. þjálfarinn fær skýrslu um þessa leikmenn og svo er það hans að ákveða spiltíma hvers og eins og gefið mál að ef að leikmaður er ekki 100% þá spilar hann helst ekki eða einungis part af leiknum en ekki fullar 90 mín í einhverjum prump leik sem engu skiptir. Það er þjálfarans að sjá til þess punktur….

Nýtt útlit á kop.is

Everton á laugardag