Matarveislur og pakkaflóð í gangi á þessum tíma ætti að vera það sem á hug okkar flestra allan þessa dagana og klukkustundirnar. En það er ekki svo allavega hjá mér!
Eftir jafntefli Arsenal og Chelsea á Þorláksmessu hefur hausinn bara reglulega dottið í að pæla í uppstillingu okkar manna, eða hvort þessi eða hinn City maðurinn muni sækja á þennan eða hinn veginn. Því við förum inn í stærsta leik umferðarinnar á öðrum degi jóla sem topplið Ensku Úrvalsdeildarinnar!
Í mínum villtustu bjartsýnisköstum hefði ég ekki lagt 25 krónur undir í einu einasta veðmáli að svoleiðis stæði taflan þann 26.desember en á síðustu vikum hafa okkar drengir unnið sér inn fyrir því að verða teknir alvarlega í efsta hluta enska jólatrésins og fara inn í þennan stóra leik í kjölfar magnaðra frammistaða sem ná allt aftur til leiðinda taps gegn Hull City sem virkilega smellti túrbóinu í gang hjá Liverpool vélinni.
Verkefnið sem fyrir liðinu liggur er þó ALVÖRU!
Mótherjinn
Andstæðingar drengjanna okkar í risaleiknum er ógnarlið Manchester City. Árangur þeirra hingað til á heimavelli er einfaldlega fullkominn. 8 leikir – 8 sigrar. Markatalan 35 – 5. Útileikjaformið þeirra hefur verið mjög shaky en á heimavelli eru þeir einfaldlega fljúgandi.
Þessi árangur á auðvitað ekki að koma neinum manni á óvart. Lið City er að mínu mati langbest skipaða lið deildarinnar ef horft er á það hvaða nöfn eru á skýrslunni, hvað þá ef rifjað er upp hverjum þeir geta svo stillt á varamannabekk og upp í stúku líka. Langsterkasti leikmannahópurinn.
Stjórinn þeirra Pellegrino hefur náð árangri með lið undanfarin ár og áherslurnar hans eru að koma í ljós. Mikill sóknarþungi og hápressa en varnarleikurinn hefur eilítið hikstað upp á síðkastið (fyrir leikinn þeirra gegn Arsenal voru þeir búnir að fá á sig 2 mörk heima í 7 leikjum). Ég viðurkenni það að ég hef ekki alveg verið sannfærður um stjórann, sem mér finnst óttalegur fýlupúki þar sem maður heyrir til hans og tók langan tíma að finna þá uppstillingu sem hann ætlaði sér, en á síðustu vikum held ég að flestir aðdáendur enska boltans telji ljósbláa liðið frá borg hins illa muni sitja í efsta sætinu eftir umferðirnar 38, þ.á.m. hann ég.
Ef horft er til líklegs byrjunarliðs heimamanna þá er auðvitað valinn maður í hverju rúmi og alveg fram á brík. Við græðum þó mikið á því að hann Kun Aguero er meiddur og mun engan þátt taka í leiknum en það væri líka afskaplega mikilvægt fyrir okkur að Pablo Zabaleta næði ekki inn í leikmannahópinn í þessum leik. Hann virðist hafa náð ótrúlegum bata eftir að hafa tognað aftan á læri í leik 17.desember. Hann er lykilmaður í varnarleik liðsins – ekki síst þar sem Micah Richards er líka meiddur og Gael Clichy var látinn spila hægri bakvörð í síðasta leik.
Joe Hart var tekinn inn í markið aftur í deildinni í síðasta leik og líklega verður hann þar áfram svo að ég skýt á þetta lið heimamanna í leiknum:
Zabaleta – Di Michelis – Kompany – Clichy
Fernandinho – Yaya Toure
Navas – Nasri – Silva
Negredo
Semsagt allavega einn enskur í byrjunarliði sem hér er sett upp sem 4-2-3-1 en er í raun endalaust stöðuflæði í stanslausum gangi. Bakverðirnir tveir overlappa stanslaust allan leikinn og virka alveg eins og vængmenn á löngum stundum. Fernandinho situr djúpt en þeirra prímusmótor Yaya Toure sækir mikið og kannski ætti ég að setja þetta upp 4-1-4-1, en þó vona ég að okkar miðja þrýsti þeim snillingi í það að spila líka aðeins meiri vörn.
Navas hefur að mestu spilað sem hægri vængur sem liggur utarlega og sækir stanslaust á vinstri bakvörð mótherjanna en Nasri og Silva flæða milli leikstaða. Þar fær Silva algerlega frjálst spil og Nasri á að leysa þau svæði sem sá spænski skilur eftir. Mér fannst þetta ganga stirt hjá þeim í byrjun móts en að undanförnu hefur þetta stöðugt gengið betur.
Það þarf í rauninni ekkert að ætla að fjölyrða um styrkleika þessa liðs, þeir eru svo margir. Þeir hafa kæft og kræst lið á upphafsmínútum, hvort sem þau heita Norwich eða Arsenal. Auk þess að vera frábærir í “open-play” eru þarna þvílíkir spyrnufræðingar sem hafa sett hann úr aukaspyrnum og þeir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum.
Alvöru lið, um það er ekki nokkur vafi!
Gullin okkar í Liverpool-búningnum
Eins og ég rek hér í upphafi pistils þá sitja okkar menn í toppsætinu verðskuldað eftir virkilega flottar frammistöður í síðustu leikjum. Liðið hefur skorað eins og vindurinn með langbesta leikmann deildarinnar fremstan í flokki og nú upp á síðkastið með fyrirliðaband. Ég veit ég þarf ekkert að segja ykkur hver það er, enda meira að segja Pellegrini búinn að vara sína menn við drengnum sem spilar fótbolta frá Mars eða Satúrnus þessa dagana.
Í viðtölum undanfarinna daga hefur stjórinn verið ákveðinn og einbeittur í nokkrum atriðum. Hann hefur hrósað City og minnt alla á að þar sé lið sem eiginlega þurfi að “tapa titlinum”. Hann hefur látið vita að leikmannahópur okkar sé þunnur þegar horft er til toppbaráttunnar, einungis 17 menn séu tilbúnir til að taka þátt í þessum leik. EN!
Hann hefur mest klifað á því að okkar menn verði að vera hugaðir, við séum að leika vel og höfum sótt stig á Etihad áður. Það er auðvitað lykilatriðið. Ef einhvern tíma menn eiga að stilla fókusinn þá er það í svona viðureigum. Liðið okkar hefur klifrað upp margar góðar brekkur í vetur en það að sækja stig á útivöll til toppliðs í leik þar sem hlutir skipta máli, í svokölluðum “sex stiga leikjum”, hefur ekki tekist enn. Það vita Rodgers, Pascoe og Marsh afskaplega vel og sú meðvitund verður lamin inn í okkar lið.
Halda einbeitingu í 90 mínútur á Etihad, vera áræðnir í að leika sinn leik og þá finnum við út hversu mikið liðið okkar er tilbúið að taka þátt í toppbaráttunni í Englandi fram á vor.
Þegar kemur að því að stilla upp liði þá sækja að mér margir skuggar. Fyrir það fyrsta er Flanno meiddur lítillega og það þýðir að ekki er sjálfgefið að sama byrjunarliði verði stillt upp og í síðustu 2 leikjum. Síðustu 15 mínúturnar í leik gegn Cardiff ákvað Rodgers að skella inn þriðja hafsentinum, honum Agger, var það til að undirbúa leikinn á Etihad eða bara bregðast við tveggja turna sóknarlínu Cardiff á lokamínútunum?
Ég hef áður lýst leikstíl City og því flæði sem í honum liggur. Arsenal reyndu að mæta City ofarlega á vellinum en það tókst alls ekki vel og ég held að Rodgers hafi horft oft á þá spólu. Lundúnamennirnir spiluðu sitt 4-1-4-1 kerfi en skíttöpuðu miðjubaráttunni. Ef að Arsenal tapar miðjubaráttunni gegn City þarf að horfa til þess og ég held því að Rodgers verði varkárari en í undanförnum leikjum.
Á móti steinlágum við gegn Arsenal þegar við reyndum að spila 3-5-2 á Emirates í haust og það veit Rodgers líka. Til að skekkja svo myndina enn frekar eru bara þrír dagar í annan býsna erfiðan útileik, á Brúnni og síðan aftur þrír dagar í næsta leik gegn Hull á Anfield. Það er frekar erfitt að horfa framhjá því að lítið er hægt að æfa tilfærslur í leikkerfi í desember og janúar og það kemur líka inn í samtöl þjálfarateymisins okkar án vafa.
Eftir töluverða hugsun held ég því að Rodgers spili 4-2-3-1 með þetta lið:
Toure – Skrtel – Sakho – Johnson
Lucas – Allen
Sterling – Henderson – Coutinho
Suarez (C)
King Kolo hefur átt stöðugt minna hlutverk hjá okkur en ég held að hann verði settur inn fyrir Flanagan, óháð því hversu vel fætur stráksins koma út úr prófunum á leikdegi. Kolo verður mótiveraður til að bregðast við þeirri hættu sem Nasri og Silva skipa og til að auka styrk okkar í miðju varnarinnar. Hendo er sá maður sem kannski hefði þurft að vera úti á hægri kanti til að aðstoða og þá eigum við bara Luis Alberto. Ég held að það verði ekki hægt að setja hann í fyrsta sinn í byrjunarlið í þessum leik og Sterling karlinn verði bara að aðstoða okkur við að verjast. Ég viðurkenni það að Martin Kelly kom ekki upp í huga minn til að byrja. Hann hefur einfaldlega átt hryllilegan vetur hingað til í mínum kolli og ég vona að Rodgers prófi hann ekki gegn Silva og Clichy. Verður beinlínis í bænum mínum í kvöld!
Vel má vera að af þeim sökum að við erum frekar léttir varnarlega þá muni Rodgers skella í 3-5-2 í næstu tveimur leikjum. Þá kæmi Agger inn í hafsentatríó og þá mögulega væri Flanno settur í wing-back með Johnson…ja eða bara Kolo.
En ég held að Rodgers velji “sitt” kerfi en dragi Allen eða Henderson aftar á völlinn og treysti Lucas fyrir að kljást við Yaya Toure. Eftir mikla yfirlegu í kollinum þá held ég þetta endi svona…
Leikurinn
Við skulum vera hreinskilin. Það býst ENGINN annar en stuðningsmenn LFC við öðru en því að okkar drengir verði rasskelltir jafn duglega og Arsenal. Ég hef lesið “vitra” spámenn á vefsíðum spá City 5-2, 4-1 og 4-0 sigrum. Fór yfir helstu síðurnar sem spá og engin sem ég fann spáir okkur stigi. Hvað þá stigum.
Auðvitað má alveg skilja þá afstöðu þegar horft er til heimavallarárangurs City og þess að þau skörð sem eru í okkar leikmannahóp skipta mun meira mæli en þau sem eru hjá City.
Það bíða líka allir eftir að Öskubuskuævintýrið okkar klárist og menn og konur geti haldið áfram að “hía á Púlarana”, líkt og undanfarin ár. Hingað til hefur þetta fólk talað sig inn í það að við “höldum að við séum orðnir meistarar” og “mótið klárast nú í maí” frasarnir dynja á manni. Ég hef hins vegar ENGANN Liverpool-aðdáanda hitt sem talar um að nítjándi meistaratitillinn sé handan við hornið og við erum glöð að vera efst á jólum því það gerist ekki oft og við erum orðin nægjusamur hópur.
Hins vegar er kjánalegt fyrirfram að ætla það að Manchester City muni bakka yfir okkar lið fimmtudaginn 26.desember 2013 og ég ætla þá bara að hætta á það að híað verði á mig. Ég hef trú á að Rodgers vinni sína heimavinnu extra vel þennan daginn. Ég hef lengi daðrað við jafnteflið en jólagleðin og nýju LFC-náttbuxurnar urðu til þess að þegar ég sofnaði á Aðfangadagskvöld var ég orðinn klár á því að við hirðum þrjú stig gegn City. Við vinnum þennan leik 2-3 þar sem margt rosalegt mun ganga á.
Ég viðurkenni fúslega að þetta er meiri óskaspá en raunhæf og vill strax benda á það að þó að hún færi illa og ekkert stig fengist er ég enn sallarólegur og handviss um það að liðið okkar mun geta staðið sig í baráttunni fram á vor.
En í skeifugarnarhorninu vinstra megin leyndist þessi spá og hún segir líka að sigurmarkið komi úr óvæntri átt, set piece í lokin…eigum við ekki bara að tippa á King Kolo…eða eigum við ekki bara að segja Lucas af 25 metrunum?
Fiðringurinn í maganum er þegar klár. Þessum leik má einfaldlega ekki nokkur Liverpool stuðningsmaður sleppa. Ef það er í gangi fjölskylduboð þá einfaldlega mætið þið ekki nema mega kveikja á sjónvarpinu ef áskrift er í gangi, annars þarf að vera til talva með alvöru tengingu við netið.
Það eru lágmarkskröfur krakkar mínir, hinn möguleikinn er að vera bara með jólaboð með enska boltanum sem þema milli 17:30 og 19:30.
KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Gleðileg jól kútar 🙂
þetta verður eitthvað
hlakka til að hitta ykkur á Spot á morgun
YNWA
Ekkert annað en sigur gegn aröbunum í austri. We are Liverpool!!!
Gleðileg Jól!
Tippa á óbreytt lið hjá okkur og er bjartsýnn að við tökum þetta 2-1, Suarez með bæði. Verður kosinn næstbesti leikmaður leiksins því að Joe Hart forðar þeim frá 7-1 tapi.
Flott upphitun!
Ég væri mjög sáttur með 1 stig úr þessum leik. Ætla að spá þessu 2-2 þó svo ég hallist ívið meira að sigri þeirra bláklæddu.
Nú vantar mig ráð ágætu félagar, því frúin á afmæli á morgun. Hvernig fer maður að því að sannfæra hana um að það að horfa á leikinn sé nauðsynlegur hluti af afmælisfagnaðinum?
Annars ætla ég að halda í sömu svartsýnina og síðustu leiki, spái að City vinni þetta 2-0.
Frábær skýrsla og ég held að flestir geri sér grein fyrir hversu miklu ofurefli við erum að mæta.Eigum við ekki bara segja að jólin eru tími kraftaverka og 2014 verði okkur jafn gæfuríkt og 2013.Hreint út sagt magnaður árangur hjá Rodgers og liðinu áfram LIVERPOOL!
Daníel. Þú býður henni bara eitthvað flott að borða EFTIR leikinn 🙂
Þvílíkur lúxus að skríða á fætur á jóladegi og sjá frábæra upphitun fyrir þennan Topptopp slag.
Ég er kokhraustur og spái 1-3 sigri þar sem LS mun setja þrennu, þetta er orðinn kækur hjá honum og menn losna ekkert auðveldlega við slíkt.
Frábær upphitun Maggi!
Ég ætla að spá sömu úrslitum og í fyrra, 2-2. Suarez og Coutinho með mörk okkar manna, Negredo og Nasri með mörk City.
Þetta verður virkilega erfitt. Þeir hafa nú þegar skorað 4 mörk gegn Utd, 6 gegn Spurs og Arsenal. Það búast allir við sigri City og höfum við því engu að tapa en allt að vinna.
Sammála liðinu, vona að við förum ekki í 3-5-2 með einn leikfæran bakvörð. Engin ástæða til þess að breyta kerfinu okkar, frekar að breyta áherslum í núverandi kerfi, kanntmennirnir okkar styðji þá meira við miðjuna, ekki ósvipað og í leiknum gegn Tottenham, þar sem við pressum stíft á okkar vallarhelming og sækjum hratt á þá.
Þetta verður virkilega erfitt, en ekki ómögulegt.
Koma svo, YNWA!
Góð upphitun, eg er sammála Magga. Her getur ýmislegt gerst. Við erum liðið i fyrsta sæti, þeir i þriðja. Afhverju ætti það að vera eitthvað fráleitt að við fáum stig úr þessum leik.
Við erum með besta manninn og ef að vörnin okkar a góðan dag og Suarez spilar….bóka eg sigur.
Spái 1-2 fyrir okkur.
Þrátt fyrir að vera í sönnu jólaskapi þá óttast ég tap á morgun 🙁 City náttúrulega skepna sem er hægt og bítandi að vakna til lífsins og með rosa heimavallar record. Spái síðan jafntefli á brúnni í næsta leik.
Þrátt fyrir þessar dómsdagsspár hjá mér er ég bjartsýnn á framhaldið til vorsins. ManU vann ekki mikið af “stóru” leikjunum í fyrra ef ég man rétt en unnu samt deildina. Ástæðan var að þeir kláruðu leikina á móti “minni” liðunum. Við höfum að vera að gera slíkt hið sama með kannski 1-2 undantekningum.
Vona samt að menn verði ekki að missa sig hérna ef gengur illa í næstu tveimur leikjum. Engin ástæða til að örvænta.
Þetta verður svakalegur leikur. Ef sigur fæst verður það Coutinho sem færir okkur hann. Hann hefur spilað glimrandi vel en langt síðan hann komst á blað og hann á skilið uppskeru fyrir sína vinnu. Cosmosið er með drengnum, karmað skilar á morgunn. Daníel: þegar þessar aðstæður koma upp hjá mér býð ég dásemdinni í heilnudd hjá góðum nuddara á meðan leik stendur og tek svo á móti henni með eldrauða rós að nuddi og leik loknu. Klikkar aldrei. Y.N.W.A
Jafnast ekkert á við það að lesa frábæra upphitun á sjálfum jóladeginum.
þetta fer 4-6 #fact, Suarez með 4 mörk með skilaboð undir treyjunni “Eat me”
Gleðileg jól allir púlarar,ég held að okkar menn komi vel undirbúnir fyrir þennan leik,en eitt skulum við hafa í huga að enginn leikur er unninn fyrirfram og þetta er 50/50 leikur svo er bara spurning um dagsformið,áfram LIVERPOOL.
Takk fyrir þessa skemmtilegu upphitun.
Spái jafntefli, vonast eftir sigri en óttast tap.
Koooma svooooo!
Maggi…….. flott upphitun og jólaboð hjá mér kl. 17:00! En…. ég get lofað þér og öllum hinum að jólaleikurinn í boðinu þetta árið VERÐUR RISALEIKUR MAN.CITY v LIVERPOOL. ALLIR fá afhent eitthvað rautt við komu! Gleðilega hátíð – YNWA
2-3 liverpool tek magga á orðinu set lucas með fyrsta markið sem gefur 601-1 á bet 365 og set 25 krónur á þetta 🙂
Gleðileg jól!
Þetta city lið er einfaldlega of stór biti fyrir okkur og leikurinn tapast 4-2, stóru tíðindin eru hins vegar þau að Suarez skorar ekki í leiknum.
úff Maggi þú ert buin að koma manni i girinn. Þegar eg las 2-3 spána þína for um mig hrollur af vellíðan hvað það yrði sætt.. unnum við ekki þarna 2008-2009 2-3, minnir það endilega ..
Eg vildi 4 stig gegn Tottenham, City og Chelsea, 3 stig eru klar og þá vantar aðeins eitt ur næstu 2 leikjum. Ef við fáum 2-3 stig ur næstu 2 leikjum þa´væri eg i skyjunum..
Spái á morgun 2-2 .. Suarez setur bæði okkar mörk
Sá síðustu 30 mínúturnar af City Arsenal, þetta City lið er svakalegt og ekkert sem segir mér að þetta verði ekki frábær fótboltaleikur á morgun. Þetta er ekta svona “sá sem skorar fleiri mörk vinnur” leikur.
Ættla að tippa á Liverpool sigur, City fer illa með mörg dauðafæri og tapar 1-2. Næstbesti maður Liverpool verður miðvörður.
Koma svo Liverpool, þetta er bara focking City, við eigum að vinna þetta lið.
Hér er klukkutíma jólagjöf til ykkar allra sem undirbúningur fyrir leikinn á morgun og sannar að allt er hægt
http://www.youtube.com/watch?v=50lZxQRFqY4
ég er alltof stressaður fyrir þennan leik, þett er svona make or break, ef við vinnum verðum við í titilbaráttunni í vor, ef ekki, sem sennilegra er, þá berjumst við um meistaradeildarsæti.
ég held það verði óbreitt lið, og mikill markaleikur, þeir skora mikið og við verðum bara að skora fleiri mörk. leikurinn mun tapast ef það verður varnauppstilling. en það væri enhvernvegin svo eftir þvi að hann stilli upp varnaliði í þessum leik, því City virðist bara ekki getað hætt að skora.
þetta verður erfitt en við munum taka þetta 1-3 suarez með 1 allan 1 og hendo 1… negredo með 1 fyrir city.. lykillinn af sigrinum verður sá að þessi orku miðja okkar mun stjórna hraðanum á leiknum og það lið sem skorar fyrsta markið vinnur… og ég er ansi hræddur um að það verða við(Lfc) sem negla einu í smettið á þeim….
jólin gott fólk
Ég hef ekki miklar væntingar fyrir þennan leik og treysti frekar á stig á Brúnni. Ég held að við eigum því miður ekki mikið í þetta City lið á þeirra heimavelli og leikurinn fari 1-3. Suarez kemst ekki á blað en á samt eftir að skora tvö mörk fyrir áramót 🙂
Þetta verður rosalegur leikur, mig langar að trúa því að við getum unnið. En ég held að við mundum taka jafntefli ef okkur biðist það. City eru alveg rosalegir, svakalegur mannskapur , margir menn í hverri stöðu. Mín spá er 2-1 og þetta verður síðasti leikur okkar sem tapast.
Jafntefli á morgun væri stórkostleg úrslit fyrir okkar menn.
https://www.facebook.com/photo.php?v=10152170004782238&set=vb.163578457237&type=2&theater
gæsahúð niðrá bak… .við erum að fara vinna þessa deild strákar .. þessilið eiga ekki breik í 0okkur !
Gríðarlega góð tilraun hjá þér Maggi … en dugði samt ekki alveg til. Sigur á Etihad? Mögulegt, en ekki líklegt!
Það er eitt að hafa trú á okkar eigin liði. Ég hef trú á þessu liði, ég hef trú á Suarez, ég hef trú á Rodgers. En það er annað að spá okkur sigri á velli þar sem heimamenn eru 8-0 á þessari leiktíð og hafa skorað 35 mörk í þessum 8 leikjum (það eru 4,4 mörk að meðaltali í leik. FJÖGUR KOMMA FJÖGUR MÖRK!)
Þetta er mögulega eini leikurinn á tímabilinu þar sem við getum með réttu sagt: tap er eðlilegt, stig er bónus, sigur væri ótrúlegt afrek.
Þannig ætla ég að nálgast leikinn á morgun. Ég veit að okkar lið – með Suarez í þessu formi, sérstaklega – getur unnið öll lið á góðum degi, en á móti kemur að við erum að heimsækja nánast ósigrandi heimavöll. Ég fer því með engar væntingar í þennan leik en hlakka frekar til að sjá okkar menn reyna það sem Arsenal, United, Tottenham, Everton og Newcastle hefur ekki tekist hingað til á leiktíðinni.
Takist það ekki, o jæja, við erum þá allavega búnir með þennan leik. Og ennþá á mjög góðum stað í deildinni.
Þannig að ég hlakka til leiksins – en ég býst ekki við neinu. Það yrði þó gaman ef liðið kæmi manni hressilega á óvart.
Ég sé enga leið úr þessum leik með stigi, og hvað þá 3.
Miðja okkar verður rasskelt, þar sem við töpum 3-1.
Ég segi einsog ég sagði fyrir Cardiff leikinn: Ég hef vonda tilfinningu fyrir þessum leik.
Það er fullkomin frekja að fara fram á sigur á Ethiad vellinum en stundum þarf maður að vera frekur. Það hefur ekkert með sanngirni að gera. Reikna með erfiðum leik, Brendan stillir upp 5 manna varnalínu og með marga á miðjunni. Suarez verður einmana frammi og fær vonandi eitt eða tvö færi úr að moða. En kannski hugsar hann Brendan þetta ekki eins og ég, mætir bara með sitt lið og fírar upp sínu spili. Það kannski gengur glimrandi vel upp og frekjuspáin hans Magga rætist 🙂 Ég meina það eru jólin ekki satt?
YNWA!
já, sammála Kristjáni Atla, með engu móti hægt að reikna með stigi eða stigum úr þessum leik, þannig að ég er tiltölulega afslappaður fyrir hann.
Það helsta neikvæða sem ég sé við að tapa þessum leik er að Everton mun komast upp fyrir okkur á stigatöflunni, en þeir eiga fremur létt prógramm framundan (heimaleiki á móti Sunderland og Southampton).
Þetta er rosalega spennandi mót og Stevie G er farinn að setja pressu á sjálfan sig og liðið með því að slá því fram að það yrðu gífurleg vonbrigði að ná ekki meistaradeildarsæti þetta tímabil.
Yrði algerlega frábær árangur að ná 2-3 stigum úr næstu tveimur leikjum og alls enginn heimsendir þó þeir tapist báðir. Bjart framundan hjá okkur og ég get bara ekki beðið eftir leiknum á morgun!
Er lengra á milli leikja á þessu tímabili en þeim síðustu? Eða er málið það að manni hlakkar aðeins of mikið til leikja liðsins og getur ekki beðið.
Ég er búinn að bíða eftir þessum leik frá því leiknum við Cardiff lauk. Get ekki leynt því að maður er drullu kvíðinn fyrir leiknum og það hefur alltaf virkað betur fyrir mann að spila væntingarnar niður og jafnvel búast við tapi þó maður vonist eftir sigri.
Þetta City lið er hrikalega gott og held ég að baráttan verði á mörgum stöðum á vellinum. Þó er líklegt að þessi leikur vinnist á miðjumönnum… þ.e. Lucas, Hendo og Allen á móti Yaya, Fernandinho og þeim sem verða með þeim á miðjunni…
En þetta verður stríð og ég trúi því og treysti að í liði Liverpool séu stríðsmenn og að BR æsi upp baráttu/stríðsmennina í leikmönnum LFC og menn komi grimmir til leiks og nái góðum úrslitum á móti sterku MCFC liði. Einnig verður forvitnilegt að fylgjast með Negredo/Dzeko á móti Sakho og Suarez á móti Kompany.
En ég enda þetta eins og alltaf á YNWA
Ég hef alltaf verið þessi raunhæfi Liverpool aðdáandi sem þýðir að síðustu ár hafa ekki verið neitt voðalega sérstök. Ég ætla að leyfa mér að hafa TRÚ á mínum mönnum í næsta leik og spái þeim sigri. Ég meina, eftir Tottenham leikinnn, af hverju ætti maður að hugsa eitthvað öðruvísi en það? Ef maður getur ekki haft trú á sínum mönnum þegar þeir eru í fyrsta sæti þá hvenær, ég bara spyr??
Trikkið er að eiga eitthvað í þessa miðju hjá þeim og ef að við spilum með sama lið og undanfarið eigum við miðju sem getur staðist City snúning. Lucas, Henderson og Allen hafa verið að spila frábærlega undanfarið og gefa engan frið á miðsvæðinu. Toure, Fernandino og Silva eru kannski betri leikmenn en þeir eiga ekki að ná þessum 4,4 meðaltals mörkum sínum gegn Liverpool, nánast ekkert lið gerir það.
Varnarleikurinn er veikleiki beggja liða og ef ég á að segja eins og er þá tæki ég frekar Skrtel gegn næstbesta sóknarmanni City frekar en Di Michelis gegn Suarez í besta standi lífs síns. Kompany er reyndar einn besti varnarmaður í heimi í dag að mínu mati en Sakho í stuði getur alveg slökkt á Negredo eða Dzeko.
Við erum með betri markmann eins og staðan er í dag og City er í engu minna meiðlaveseni með bakverðina sína heldur en Liverpool. Hvar er Cissokho btw? Það væri horror að setja Kelly inn og færa Johnson og ég skil ekki afhverju þar er til umræðu. Sama á við um að spila með þrjá miðverði og láta City eftir miðjuna eins og við gerðum gegn Arsenal.
Á köntunum eiga þeir Nasri og Navas á meðan við bjóðum upp á Coutinho og Sterling. Þeir eru með meiri reynslu þarna og mjög góða leikmenn en við förum varla að afskrifa okkar leikmenn sem hafa spilað svipað vel og kantmenn City undanfarið.
Ég væri bara hundfúll með tap í þessum leik, ég er alltaf hundfúll með tap og eins og Liverpool er að spila núna langar mig ekkert að fara taka einhverja leiki sem eðlilega tapleiki. Jafntefli væri fín úrslit auðvitað en það má ekki útiloka það að vinna þarna, við höfum staðið okkur ágætlega á þessum velli hingað til með verra lið.
Rétt eins og Liverpool geta þeir gjörsamlega rústað andstæðingum sínum og hafa verið að ná í scary úrslit gegn góðum liðum. Liverpool hefur alveg verið að vinna stórt líka. Ef að Cardiff, Aston Villa, Chelsea og Sunderland geta unnið City, eins og þau hafa gert í ár þá er það síður en svo út úr kortinu að Liverpool geti unnið þá líka. Hvort sem það er á heimavelli eða ekki. Eins er að Stoke og Southamton geta náð í stig gegn þeim þá getur Liverpool það líka.
Þetta snýst allt um dagsformið á morgun og mikið ofsalega vona ég að Suarez verði í sama formi og undanfarið. Gefið að liðið verði nánast óbreytt ætla ég að tippa á 2-2 úrslit. En eins og áður útiloka ég alls ekki að Liverpool vinni á því að geta stillt upp Suarez á meðan Aguero er meiddur hjá þeim.
Daníel #5 þú segir frúnni að 2. Í jólum sé óheppilegur afmælisdagur og hendir í þrenn skópör og Argentínu 27. Des. 🙂
Langt síðan að maður hefur verið svona spenntur fyrir leik, sannkallaður stór leikur á etihad síðar í dag. Maður er að reyna að fara ekki fram úr sér í væntingum, sem er bara mjög erfitt miðað við hvernig liðið er að spila í dag. Ég sé bara ekki að þessir 11 sem að við komum til með að geta stillt upp á eftir séu eitthvað slakari en þessir 11 sem að City hafa til taks, þeir eru jú með töluvert stærri hóp en eins og liðsandinn og spilamennskan er flott hjá Liverpool liðinu virðist ekkert vera óhugsandi allra síst að sækja 3 punkta á etihad. Það verður fróðlegt að sjá hvað Rodgers gerir ef Flanagan forfallast, ætli að það sé ekki best að setja Agger í bakvörðinn, það er auðvitað ekki hans besta staða eins og við höfum séð áður þegar það hefur verið reynt. Agger er samt góður á boltann, nokkuð snöggur og les leikinn vel. Manni finnst það einhvern veginn ekki rétt að henda Kelly inn og færa Johnson yfir held að það muni riðla of mikið skipulaginu, síðan er spurning með cissokho hann virðist bara ekki vera inn í myndinni og finnst mér ólíklegt að hann hendi honum inn.
Mignolet
Johnson Skrtel Sakho Agger
Henderson Lucas Allen
Sterling Suarez Coutinho
– Enginn ástæða til annars en að vera bjartsýnn fyrir þetta, Segjum 1-3 Suarez setur 2 og Sterling 1!
Auðvitað er ég smá ahyggjufullur varðandi þennan leik. City hafa verið óstöðvandi á heimavelli. Enn við gátum náð jafntefli síðast við fórum þangað og getum með góðum leik endurtekið þann leik. Svo ég vonast eftir jafntefli eða sigur enn sama tima óttast við töpum þessum leik.
Ég býðst við sömu byrjunarliði og leikuppstillingu og móti Tottenhan og Cardifff. Ég verð að bæta við að ég bölvar núna sérstaklega töpuð stiginn á mót Everton og Newcastle. Við áttum að klára leikinn á móti Everton og nýtja liðsmuninn á móti Newcastle. Þetta voru töpuð 4 stig i minum bókum.
Spái því að við töpum þessu í dag, því miður ekkert annað í stöðunni. Vona bara að þetta fari ekki mjög illa og við fáum helst ekki á okkur meira en 3 mörk. Suarez setur eitt af gömlum vana.
Mig dreymdi leikinn í nótt og það hefur ekki gerst oft að mig dreymi fótbolta. Í þessum draumi kom stungusending á Suarez og hann slapp einn í gegn og setti boltann í netið á 43 mínútu. Staðan 0-1 í hálfleik. Fljótlega í seinni hálfleik vaknaði ég upp með sinadrátt í aftanverðu lærinu og þar með var sá draumur úti.
Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að túlka þennan draum, sigur en einhver lykilmaður meiðist?
Ég er ansi hræddur um að við fáum ekkert útúr þessum leik á meðan að liðin í kringum okkur vinna öll sína leiki. Arsenal, Chelsea, Everton (og auðvitað City) eru þá eftir umferðina í dag öll komin uppfyrir okkur í deildinni og við eigum fyrir höndum annan erfiðan útileik gegn Chelsea þann 29.
Óttast því miður það allra allra versta eftir þessa jólatörn. Hef auðvitað fulla trú á liðinu en það er eitthvað sem segir mér að þetta verði erfitt núna á milli jóla og nýárs.
Jæja!
Ég get ekki hætt að hugsa um þennan fokkings leik, þrír dagar í fokkings chelskí-leikinn og svo eru bara fimm dagar í fokkings janúargluggann!
1-3… God fokkings jul!!!!
Þetta þjappar bara liðinu okkar meira saman. Glen yfir á vinstri og Kolo á hægri, takk fyrir!
Billy Liddell ?@Liddellpool 3m
Flanagan has been ruled out of today’s trip to MC and is also expected to sit out the matches against Chelsea and Hull * Liverpool Echo *
Ég spái þessum leik jafntefli og held ég að flestir myndu vera sáttir við þau úrslit! Eeeen “hope for the best, prepare for the worst”! Ég hef það á tilfinningunni að Coutinho stígi upp í dag og muni eiga sinn besta leik á tímabilinu… Hann, Henderson og Sterling þurfa allir að eiga stórleik til þess að við náum öllum stigunum í hús !
Gleðileg rauð jól. YNWA
Já. Svo eitt sé á hreinu, þá er ég ekkert að reyna annað en bara að hafa mikla trú á toppliði deildarinnar.
Horfði til leikjanna á síðasta tímabili þar sem við áttum að taka sex stig og síðan það sjálfstraust sem liðið okkar hefur núna, plús það að af glefsum í leik Fulham og City að ræða fannst mér eitthvað smá hikst vera þar á ferð sem ég vona að sé af töluverðu leikjaálagi lykilmanna.
Eins og sést líka þá veit ég allt um það að til þess að það gerist þá verður allt að ganga upp, en ég vill ekki vera sammála því að það séu óvænt úrslit þegar efsta lið deildar vinnur leik.
Svo getur bara vel verið að ég fái á kjaftinn þarna og þá það, spáin stendur…
Já mikið helvíti….Flanno úti fram yfir jól. Magnað að maður skuli bölva því…en strákurinn hefur bara eignað sér hægri bakvörðinn og verið magnaður í síðustu leikjum.
Ég vil Kolo út á hægri og Johnson á vinstri, Sakho og agger/sktrel í miðvörðum.
Tek undir það sem fleiri hafa sagt hér, alls ekki Kelly í liðið í dag, hann má vera á bekk en annars reyna bara að halda jafnvægi í liðinu eins og hægt er. Mögulega væri bara best að setja Agger í staðinn fyrri Flanno á hægri, það myndi mögulega bara vera minnsta mögulega breytingin sem er kannski bara best. Hafa Kolo á bekk og tilbúinn að koma inn ef einhver er að eiga off leik…
Ótrúlega spenntur fyrir þessum leik, grunar að okkur verði kippt ansi harkalega niður á jörðina í dag. Mögulega væri það heldur ekki alslæmt, þar sem það myndi senda skýr skilaboð til eigenda um að almennilegan liðstyrk þurfi í janúar…
Mögulega skrifaði ég of oft mögulega hér fyrir ofan, sem er mögulega ómögulegt 🙂
Hér er útfærsla sem ég rakst á:
In the absence of Flanagan, Glen Johnson is likely to start at left-back against Man City with either Martin Kelly or Kolo Toure at right-back.
Plííís ekki Kelly….
Ég er ánægður með hvernig Brendan leggur upp fjölmiðlataktíkina fyrir leikinn. Við blasir að hann hefur komið því áleiðis til stuðningsmanna og fjölmiðla að Liverpool hafi allt að vinna en City öllu að tapa. Þetta er flott PR stunt sem er spilað út á hárréttum tíma. Eftir að hafa skannað helstu netmiðla finnst hvergi hlutlaus fjölmiðill með vott af bjartsýni fyrir hönd LFC. Sá sem leggur undir á sigur okkar manna þessa stundina fær stuðullinn 4,5.
Þetta herbragð að efsta liðið í deildinni sé nánast búið að gjörtapa leiknum fyrirfram við liðið í þriðja sætinu hefur því heppnast fullkomlega. Ég giska á að Brendan leggi þetta svona upp með þrennt í huga; í fyrsta lagi mun ósigur í dag ekki framkalla nein sérstök vonbrigði. Í annan stað léttir þetta pressunni af okkar leikmönnum og loks er smá von til að leikmenn City slaki á klónni ef sigurvissan nær að búa um sig í undirmeðvitundinni.
Það síðastnefnda er vitanlega langsóttur möguleiki. Pellegrini veit upp á hár að rangt hugarfar City manna gæti orðið 12 maður okkar manna. Samt er greinilegt af viðtölum við leikmenn City að dæma að hættan á ofmati er í gangi. Síðustu daga gorta lykilmenn af því að félagið sé að verða “greatest club in the world” og að Barca sé að gera í buxurnar við að mæta þeim í CL. M.a.s. sjálfur Messi á að vera æstur í að koma til City.
Ef ég væri City maður hefði ég nettar áhyggjur af þessu. Svona tal getur slegið illa til baka. Eftir sigurinn á Bayern Munchen keyrði egóið eiginlega um þverbak fannst mér. Sá leikur tapaðist ekki vegna þess að Bayern sé lakara lið en City heldur vegna þess að hugarfar leikmanna þýska liðsins var ekki í lagi. Í þeim leik átti City allt að vinna en engu að tapa á meðan að Þjóðverjarnir hættu að spila eftir 10 mínútur.
Það er nákvæmlega þetta sem ég vona að gerist í kvöld með öfugum formerkjum. Þess vegna er ég enn og aftur ánægður með framgöngu Brendan Rodgers. Hvort það nægi til góðra úrslita skal ég ósagt látið en það er búið að lágmarka skaðann ef illa fer.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta city lið ætlar að stoppa suarez er í vongóða hópnum um að Liverpool nái í 3 stig úr þessum leik og geri sig að enn þá meiri ógn fyrir hin liðin.. Henderson verður magnaður á miðjunni og heldur áfram að finna Suarez sem er algjörlega búin að gleyma því hvernig hann á að skjóta í stöngina og slánna og er að slamma þessum boltum í netið.
Hvernig lýst ykkur á M.Salah ?
http://fotbolti.net/news/25-12-2013/liverpool-nalaegt-thvi-ad-komast-ad-samkomulagi-um-salah
Ég hef einhvernvegin þá tilfinningu að þetta verði leikur þar sem öðru hvoru liðinu verði kippt frekar harkalega niður á jörðina, og því miður hallast ég að því að það verði okkar menn sem fá það hlutskipti.
4-1 fyrir City og Skrtel útaf með rautt
Jæja slæmar fréttir að Flanagan er meiddur næstu þrjá leiki. Hvað þýðir þetta. Við höfum engan vinstri bakvörð til að dekka þessa stöðu. Jú við getum fært Johnson yfir enn við höfum engan til að fara i hægri stöðuna. Báðir Kelly og Toure eru allfof hæfara fyrir þessa 4-3-3 leikaðferð.
Spurning fara i þessa þriggja manna varnarlínu enn bara með einn framherja. Þétta miðjuna með sex miðjumönnum.
Ég dreymi um sigur, vona að við náum jöfnu enn ósigur er líklegastur!
Það sýnir hversu jöfn þessi deild er að við verðum í 1 sæti með sigri, 2 sæti með jafntefli enn 6 sæti með tapi ef hinir leikirnir fara eins og maður reiknar með.
Ég ætla að halda áfram að dreyma YNWA
Sælir félagar
Takk fyrir frábæra upphitun Maggi og allt. Ég sé að nokkrir skynsamir stuðningsmenn hafa áttað sig á hvílík snilldarspá 1 – 3 spáin er og eiga þeir allan minn stuðning og spái ég því sama fyrir þennan leik.
Það er nú þannig
YNWA
hí hí Hull er komið í 2:0 á móti United…. 🙂 🙂
Sælir félagar og gleðileg jól. Veit einhver hvar er best að streyma leiknum ef maður er með lélega nettengingu?
Úff, þegar “næsti leikur” er ekki uppfærður. Ég brunaði úr hádegisboði til að geta séð leikinn en þá er hann ekki fyrr en kl 17:30 🙂
Addi góð afsökun til að komast úr boðinu 😉
Ég missi af leiknum og velti því fyrir mér hvort þið vitið um hvort maður getur fundið leikinn í fullri lengd. Einn sem vonar að hann viti ekki um úrslitin kl 21 í kvöld.
Tryggvi: http://livefootballvideo.com/fullmatch
Everton marki undir, og manni færri á heimavelli á móti Sunderland – lofar góðu.
Klassamark hjá Assaidi á móti Newcastle! Kannski hann verði ágætis varaskeifa næsta season?
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Agent Assaidi að skora þvílikur leikmaður váaaa!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta verður erfiður leikur… fyrir City