Liðið gegn Villa

Jæja, Brendan Rodgers er endanlega búinn að gefast uppá varnarleik, enda hefur hann ekki gengið vel að undanförnu.

Þannig að það á bara að setja allt í sóknina. Varnarsinnaðasti leikmaðurinn af þeim 6 sem eru á miðjunni og frammi er STEVEN GERRARD Þetta er hressandi sókndjarft! Sterling, Coutinho, Sturridge og Suarez byrja allir!

Mignolet

Johnson – Skrtel – Toure – Cissokho

Sterling – Gerrard – Henderson – Coutinho

Suarez – Sturridge

Á bekknum: Jones, Kelly, Lucas, Moses, Allen, Aspas, Alberto

Man City og Arsenal eru að klára sína leiki, sem þýðir að City hefur unnið 7 í röð og Arsenal 5 í röð. Við verðum einfaldlega að klára Villa í dag og setja pressu á þau og liðin fyrir neðan okkur. Ég spái því allavegana að við fáum að sjá nokkur mörk í dag.

99 Comments

  1. Það á greinilega að keyra á 6-3 í þessum leik.

    Lítið um varnarmenn á bekknum líka þannig að þetta verður handboltaleikur.

    Sigur það eina sem er í boði í dag.

    YNWA

  2. Já sæll það á að sækja í dag þykir mér, vonandi kemur þetta ekki niður á varnarleiknum hjá okkur.
    Verst að Sakho skuli ekki ná bekknum einu sinni. Smá breyting í gangi að í dag er allt í einu 1 stk varnarmaður á bekknum en 3-4 sóknarsinnaðir, veit ekki alveg hvort að Allen nái að flokkast sem slíkur.
    En koma svo og sækjum þessi 3 stig.

  3. Nú er eins gott að vörnin verði ekki úti að skíta.Rosalega sókndjarft lið!!

  4. Vá, það á að spila sóknarleik. Vörnin á eftir að leka. Ég breyti fyrri spá minni. Þetta fer 5 – 3! Skrifað í skýinn. Suarez 2, Sturridge, 2 og Henderson 1.

  5. Ánægður með þetta lið, erum á heimavelli og liðið með bullandi sjálfstraust og því um að gera að sækja á fullu til sigurs. Ég held að varnarmenn annarra liða hlakki ekkert ofboðslega til að eiga við sóknarher Liverpool þessa dagana og vonandi verður svo áfram.

  6. Hmm….. annað hvort er BR að fara að brillera taktískt eða ekki!!!

  7. Svakaleg uppstilling, ætti að bjóða upp á magnaðan sóknarþunga.

    Hlakka til að sjá hvort Sturridge sé í góðu formi, munar ekki lítið um hann ef svo er!

  8. Það getur engin sagt að við Rodgers ætli ekki að reyna að keyra á þetta í dag.
    Hver sem úrslitinn verða þá setur hann stefnuná á sigur og mörk í dag.

  9. Vona að vörnin ráði við kjötið sem þeir eru með í frammlínunni, benteke hefur skorað 3 mörk gegn Liverpool í síðustu leikjum, við virðumst alltaf eiga í vandræðum með trölla strikera. Mikið væri nú gaman ef við gætum haldið hreinu í þessum leik, villa er sýnd veiði en ekki gefin.

    KOMA SVO LFC ! ! !

  10. You never walk alone sungið hástöfum ………. ég fæ gæsahúð!!

  11. sé fram á borðtennis úrslit miðað við byrjunina, 5-3 aftur?? ég er til!

  12. úfff, voðalega er okkar menn eitthvað á taugunum, villa óheppið að skora ekki á fyrstu mín. Hvað er eiginlega í gangi.

  13. klárt. 3-1 . suarez 2 sturridge 1 og benteke smellir honum í slánna og inn

  14. Afsakið þið mig en eftir 14 mínútur erum við að elta boltann út um allan völl og Villa líklegri ef eitthvað!

  15. Útsala á frábærum fyrirliða í gangi þessa stundina!

    Óvíst hvað hún stendur lengi, um að gera að tryggja sér inntak!

  16. Villa dúndrar fram, við strögglum…
    Við erum ekki að gera neitt, sem er verra en háloftabolti…

    Hefði ekki verið betra að spila með Lucas og geta þá skipt Sturridge/Coutinho/Sterling inná

    Allt í rugli…
    …og leiðinlegur leikur með þessa sóknarstillingu – gat verið.

  17. Vá.. eruð þið að grínast með Gerrard??? Hann skapar meiri hættu við sitt eigið mark en mark andstæðingana……………

  18. Gerrard arfaslakur hér á upphafsmínútunum, AV að koma okkar mönnum í opna skjöldu með hörkubyrjun

  19. Verstu 20 min sem Pool hafa spilað á tímabilinu… Vonandi fara menn að girða sig í brók!

  20. Villa bara miklu grimmari í alla bolta, nú þurfum við að mæta til leiks !

  21. Við erum að tala um lið sem er með 20-30 % possession gegn fall liðum, hvað eru þeir með… 90% gegn okkur

  22. jæja þetta lýtur illa út tveir á miðjunni og við erum í mesta vandræðum að komast yfir miðju.spila með 4 frammi er sjálfsmorð finnst mér heimta skiptingu núna strax lucas

  23. úff, ég held að það sé nokkuð öruggt að við erum ekki að fara að halda hreinu í þessum leik, villa með skalla í stöng, Suraez , og þeir skora, úfff, 0-1

  24. Djöfull þurfa mínir menn að girða sig í brók. Ekki boðleg spilamennska.

  25. Glannalegt hjá Rodgers. Veit ekki alveg hvað hann er að hugsa. Liðið búið að spila þéttan bolta með fullt af mörkum í tvo mánuði – af hverju að taka sénsinn á að stokka það upp. Svona uppstilling gefur litla liðinu von, því þeir munu fá fullt af breikum á varnarlausa miðju okkar.

    Er Rodgers að reyna að búa til show fyrir eigendurna?

    Klúður, því ef Lucas þarf að koma inn þarf einhver af þeim Sturridge/Coutinho/Sterling/Gerrard að fara út af.

  26. Suarez og Sturridge varla búnir að koma við boltann. Henderson negldur niður á miðjunni. Aftur í 4-3-3 god damnit!

  27. Hlaut að koma að þessu… heppnir að vera ekki 3 undir

    Maður bíður í viku til að horfa á fótboltaleik, gefst svo upp eftir 25 min þegar lpool eru ekki með skot – 10% boltaeign, max 2 sendingar án þess að tapa bolta og e-a fáranlega uppstillingu með Gerrard sem dmc, sem er verri en Poulsen i þeirri stöðu.

    …og plís, hendiði þessum bakvörðum í headfirst ofan í næstu ruslatunnu.

  28. Skiptu bara strax Brendan. Þetta er augljóslega ekki að ganga og óþarfi að vera að bíða eitthvað með skiptinguna

  29. Coutinho út og Lucas inn.

    Coutinho er ekki að leggja upp mörk, ekki að nýta færi sem hann fær, finnur ekki samherja og sinnir engri varnarvinnu. Búin að vera slakur síðustu 4-5 leiki og þessi engin undantekning…

    Tími kominn á frí…

  30. Liverpool þarf að fara að mæta í leikinn, djöfullinn er þetta, PM virðist ekki vera í vandræðum með að vita hvernig á að vinna þetta Liverpool lið, mætir bara á Anfield og síðast vann villa 1-3, hvað gerist núna, ekki erum við með neina match winners á bekknum. benteke fær alltof mikið pláss. Koma svo Liverpool fara að koma Suarez og Sturridge meira inní leikinn.

  31. Við erum að spila skelfilega í þessum leik. Ég sagði það í upphitun að ég fékk martröð fyrir viku þar sem Aston Villa vann á Anfield 0-1 og vona ég að sú martröð rætist ekki.

    Gerrard er búinn að vera lélegastu inná vellinum og er ekki að ráða við Lucas hlutverkið. Rodgers hefður líklega haldið að þeir myndu verjast aftarlega en annað hefur komið á daginn og höfum við tapað miðjubaráttuni.
    Spurning um að færa Couthinho á miðjuna með Gerrard og Henderson til þess að reyna að vinna hana.

  32. Afhverju að spila með Gerrard í varnatengiliðnum þegar staðsetningar varnarlega á miðjunni eru hans veikasti hlekkur. Getur ekki fyrir sitt litla líf spilað þessa stöðu og varið vörnina. Miðjan ver ekki vörnina í eina mínútu og Aston Villa með sanngjarna forystu.

  33. Rodgers á að skammast sín… ég get ekki meira…

    Bless 4. sæti

    … og ef við ætlum að spila fáranleg kerfi, plís taktu bara bakverðina úr liðinu og settu menn á miðjuna og í sókn á kostnað þeirra… skynsamlegra en að taka Lucas út.

  34. Meira draslið þessir bakverðir í þessu liði… og Gerrard enn á útsölu..

  35. FOKK HVAÐ CHISSOKO ER PAINFULLY LÉLEGUR Í ÖLLU SEM HANN GERIR

    FOKK

  36. His back hurts… maybe his pride to. -lýsirinn eftir tilraun Cissokho

  37. Og menn hafa verið óhressir með Moses greyið þá sjaldan hann hefur fengið að spreyta sig! BR hlýtur að skipta þremur inná í hálfleik!!

  38. Það er óþarfi að fara með eitthvað skítkast í Rodgers finnst mér.

    Mignolet 1 – átti 2 markið
    Johnson 5 – hefur varla sést
    Skrtel 6 – nokkrar fínar tæklingar
    Toure 2 – búinn á því
    Cissokho 3 – skelfilegur
    Gerrard 2 – ömurlegur
    Henderson 5 – er að hlaupa
    Coutinho 2- ömurlegur
    Sturridge 5 – lítið að gerast
    Suarez 5 – lítið að gerast

    Liðið er að drulla á sig fyrstu 45 mín. Aston Villa voru tilbúnir í þennan leik og Liverpool héldu að þeir myndu bara valta yfir þá en annað hefur komið á daginn. Þeir fá færinn gegn hægri og lélegri vörn Liverpool og við með alla þessa sónkndjörfu menn eru ekki líklegir.

    Eigum ekkert skilið úr þessum leik og vona ég að Rodgers geri fljótlega breyttingar

  39. Sæll, hvað þetta er vandræðalegt!

    Hörmulegt að sjá liðið spila svona illa…..ARGG CISSOKHO!!!

    KOMA SVO!!!

  40. tók okkur 40 míns að skapa fari. segir allt sem segja þarf. síðustu 2 mánuði höfum. við átt miðjuna og keyrt yfir liðin. í dag er þetta villa lið í veislu. eiga leikinn eins og er

  41. Rúnar það þýðir ekki að kenna Johnson um mark 2. Mignolet potar boltanum nánast af enninu á honum

  42. Mikið vona ég eftir þennan fyrri hálfleik að Brendan átti sig á tvennu,
    1. Skrtel og kolo eru ekki að fúnkera saman, þeir lesa ekki leik hvors annars nægilega vel.
    2. Gerrard er EKKI góður sem svona hrikalega djúpur leikmaður, er að skapa meiri hættu á okkar vallarhelming

  43. Elsku Brendan búinn að gera uppá bak með þessari liðsuppstillingu sinni.

  44. Dettum í sama drullupollinn aftur og aftur. Hélt að við værum búnir að taka út slysið okkar gegn Hull City.

  45. Sælir félagar

    það er ekki geðslegur fótbolti sem BR og liðið er að bjóða uppá á Anfield. Svo ömurleg frammistaða að lið sem spilar svona á bara að vera á seinni blaðsíðunni á listanum. Ekki einn einasti maður að spila af þeirri getu sem hann hefur. Virðist sem menn hafi búist við sunnudagsgöngu þennan laugardag en Villa að berjast um hvern einasta bolta og uppsker samkvæmt því.

  46. Skrýtið að vera með 6 vel spilandi menn á fremrihluta vallarins að þá er verið að kíla boltann fram á sturridge og suarez.

  47. Menn sem eru að setja útá Rodgers fyrir að stilla upp Skrtel og Toure verða að átta sig á því að Sakho og Agger eru meiddir.

  48. Sturridge skeindi hinum aðeins…það þarf miklu meiri klósetpappír!!!!!!!!

  49. Þetta mark hjá Sturridge var ótrúlega mikilvægt. Nú verða Púllarar að bæta sig ca. 90% og klára þennan leik. Þessi fyrri hálfleikur hefur verið hreinasta hörmung, hjá öllum leikmönnum.

  50. Sturridge!

    Mögulega lélegustu 45 mínútur Liverpool á tímabilinu. Við erum með heimsklassa gæði fremst, en þetta er liðsíþrótt. Þeir eiga lítinn séns ef bæði miðjan og bakverðirnir eru engu að skila.

    Aston villa eru vel skipulagðir, miðjan að svínvirka hjá þeim og allir að berjast af krafti. Fyrra mark gestanna var einfaldlega góður counter, en síðara var óttaleg gjöf frá okkar mönnum. Bæði Mignolet og Johnson í bullinu.

    Þetta er ekki búið! Við vitum allir hvað þetta lið getur skorað af mörkum!

  51. Jæja, þessi frammistaða ætti að sannfæra eigendurnar um að taka nú upp stóra veskið og kaupa 2 risastóra fiska.

    Bind þó vonir við hálfleiksræðu Brendans og einnig væri nú voða gott að pota einu inn fyrir hálfleik…

  52. Mikið var nú gott og mikilvægt að fá þetta mark frá Sturridge, en menn með allt niðrum sig í fyrri hálfleik og þeir verða að gera miklu miklu meiri í seinni ef ekki á illa að fara.

    Gerrard sérstaklega lélegur í dag ásamt Cissokho og Mignolet sem átti að gera betur í báðum mörkunum.

  53. Það hnippir kannski einhver í Brendan í hálfleik og segir honum að yfirleitt þarf að vinna miðjuna í fótboltaleik til þess að vinna leikinn hann +a það til að gleyma því kallinn.

  54. Glæsilegt og gríðalega mikilvægt að ná að svara fyrir leikhlé! Nú er bara að klára þetta í seinni!

    KOMA SVO!

  55. Verðum að snúa lucas / gerrard rullunni við hið snarast. Fá Lucas inn fyrir Coutinho sem hefur átt of margar feilsendingar. Trúi því ekki að við þetta sé það sem leikmönnum langar að bjóða eiganda sínum uppá. Henry fer í klefann í hálfleik og rífur menn upp á rasshárunum!

  56. Þessi frammistaða á ekki að sannfæra eigendur með eitt eða neitt. Þessi frammistaða á að sannfærfa leikmenn, sem núna eru inn í búningsklefa, að þetta sé ömurleg frammistaða, sem er engan vegin ásættanleg, og að klúðra þessum leik sé áfall og getur haft gríðarleg áhrif á atlögu að fjórða sæti. Þetta lið getur mikilu miklu meira.

  57. ERUÐ ÞIÐ AÐ GRÍNAST HVAÐ GERRERD ER LÉLEGUR Í ÞESSUM LEIK !!!!!!!!!!!

  58. Sturridge hugsanlega að bjarga liðinu með þessu marki. Ég hélt að það væru bara 10 Liverppol menn inná þangað til ég sá Ben Johnson í seinna marki Villa. Menn verða að gera svo vel að spila af þeirri getu sem menn hafa ella fer þetta verulega illa.

  59. Jæja, þetta er ekki flókið……… SAS útkall og við klárum þetta í seinni…..

  60. Glen Johnson átti þetta auðvitað að vera. En er nema von að maður misstigi sig á þessu þegar maðurinn er í feluleik inná vellinum

  61. BBC um Stevie G. í fyrri hálfleik……

    “He’s made just 16 passes all half – compare that to Jordan Henderson with 33 or even the revitalised Christian Benteke with 30.”

  62. orðin þreyttur á þessum röngu ákvörðunum hjá couthino. alltaf skotið ef hann sér markið

  63. Þið sjáið bara strax á 1. mínútu seinni hálfleiks að það er allt annað lið á vellinum.

  64. Þvílík sending hjá kafteininum! Er ekkert byrjaður að gefa eftir í þeirri deild. 🙂

  65. Það er ekki gaman að horfa uppá svona dýfu hjá Suarez, þetta var aldrei víti!

  66. Þetta var einfaldlega klassískt framherjavíti. Taka boltann framhjá markmanninum og taka svo snertinguna.

    Langt þurfa menn að seilast til þess að tuða yfir þessu, eru Liverpool menn orðnir svo meðvirkir með ensku pressunni að þeir hafa sjálfir Luiz Suarez undir smásjá.

  67. Afhverju sækja þeir endalaust upp vinstri vænginn! Johnson hefur ekkert sótt fram allan leikinn. Heldur á Cissokho að bera sóknina. Plís taka hann út í skóg eftir leikinn og setja kúlu á milli augnanna á honum…

  68. Omg hvað Geiri gamli er orðinn gamall… gerir ekkert annað en að þvælast fyrir.

  69. Ég legg til að þessi sem kallar sig Goggurinn verði bannaður hér inn. Að menn skuli hafa svona orðbragð um leikmann Liverpool er fyrir neðan allar hellur. Alveg sama hversu lélegur hann er.

  70. Mæli með að ummælum Goggsins verði hent út hið snarasta, svona lagað á ekki að sjást hér inni !!!!!!

Aston Villa gera atlögu á virkið!

Liverpool 2 – Aston Villa 2