Gúrkan – opinn þráður

Enn ein vikan þar sem lítið er um leiki og þá lítið að frétta.

Segi enn einu sinni að meira að segja Europa League myndi gleðja mig næsta vetur.

Skemmtilegasta á netrúntinum fannst mér þessi moli hér þar sem Rodgers gefur smá innsýn á það hvernig hann stillir liðinu upp í kringum SAS tvíeykið.

Sem er basically þannig að annar þeirra á að vera algerlega upp á topp á meðan hinn leitar á kantana og að aftan við þá þurfa að vera menn sem eru góðir að loka svæðum. Sem er basically lýsing á því sem við sáum gegn Everton, 4-4-2 þegar við sækjum og 4-2-3-1 þegar við verjumst.

Einhvers staðar rakst ég á þá frétt að Albert Riera hafi verið leystur undan samningi hjá Galatasaray og ensk lið, helst WBA og Liverpool, séu að hugsa um að nýta sér það og semja við hann til vors, en á því hef ég mjög takmarkaða trú.

Í dag kl. 14 er svo blaðamannafundur Rodgers fyrir hádegisleikinn gegn Arsenal á laugardaginn og er í beinni á Lfc.com auk þess sem twitter logar vanalega á sama tíma. Þá ættum við að fá “meiðslafréttir” auk þess sem viðbúið er að eitthvað verði rætt um gluggann góða, en nú hafa Úkraínumennirnir komið fram með sína sögu á Konoplyanka-klúðrinu sem er töluvert frábrugðin því sem enskir fjölmiðlar komu með. Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp hver saga málsins er.

Annars er þráðurinn galopinn…

27 Comments

  1. Það virðist a.m.k. vera ljóst að varnarlínan verður sú sama gegn Arsenal og í síðasta leik, hef áhyggjur af því.

    En ég rakst annars á þessa frábæru grein á LFCHistory. George Best að tala um Shankly, http://www.lfchistory.net/Articles/Article/1269

    Following a game against Southampton at Anfield, a young reporter from the Southern Evening Echo collared Shanks to ask him what he thought about a young Southampton winger called Mick Channon. Shanks was polite and told the reporter he thought the young Channon was a very good winger indeed.

    ‘Would you say he’s as good a player as Stan Matthews?’ the reporter asked.

    ‘Oh, aye,’ Shankly said earnestly. ‘As a player he’s definitely on par with Stan Matthews.’

    The reporter thanked Shanks for his time and turned away, scribbling the quote into his notebook. Suddenly, Shanks reached out and caught the young man by the arm. ‘This Channon is as good a player as Stan Matthews,’ he said, ‘but what you have to remember is that Stan is sixty-five now.’

  2. 4 sætið yrði frábær árangur. Það er lífsnauðsyn fyrir klúbbinn að ná því, eins og allir eru sammála. Hinsvegar þarf svo að fara í svakalega hreinsun að mínu mati og skipta út og fá fleiri betri leikmenn. Þessa leikmenn þarf að selja og losa sig við:
    – Reina : er klárlega á útleið
    – Agger : Of mikið frá til að hægt sé að réttlæta hann
    – Aspas : Slakur, skelfileg kaup.
    – Assaidi : Selja hann
    – Moses : Er á láni, fer í burtu
    – Coates : Þarf betri leikmenn í hans stöðu
    – Cissokho : Skelfilegur, er á láni
    – Borini – Selja hann, ekki LFC standard
    – Suso – Selja hann

    Spurning með þessa menn:
    – Allen – Má svosem vera, en ekki nægilega öflugur.
    – Kelly – má vera ef hann er á lágum launum, annars ekki nógu góður
    – Toure – Spurning hvort hann fari eitthvað?

    Það þarf því að versla helling, og það gæða leikmenn:
    Tvo hafsenta, v-bakvörð, tvo klassa miðjumenn, vinstri kannt og senter.

    Sammála?

  3. @3 Kas

    Sæll. Ég geri ráð fyrir því að þú fylgist ekkert með spænskri knattspyrnu. Það væri virkilega heimskulegt að selja Suso. Get ekki beðið eftir að fá hann í hópinn fyrir næstu leiktíð.

  4. @Kas #3

    Með svona þunnan hóp ætlarðu að fara henda út 12 leikmönnum bara til að þurfa fara enn einu sinni í að bæta fullt af ódýrum leikmönnum við hópin frekar en að kaupa gæði. Ef við bætum við einum til tveimur klassaleikmönnum þá ættu menn á borð við Borini, Kelly, Suso og jafnvel Assaidi og Aspas að vera nógu góðir til að vera þessi uppfylling.

    Suso hefur spilað ágætlega á Spáni og kemur vonandi sterkur tilbaka og það má ekki gleyma að Borini er aðeins 22 ára og búin að vera skora mikilvæg mörk fyrir Sunderland í vetur. Ég held að hann gæti verið flottur af bekknum á næsta ári.

  5. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið hér sem menn tala um Suso sem riddara, sem kemur ríðandi á hvítum hesti í sumar og muni brillera á næstu leiktíð hjá okkur.

    Ég skil ekki hvað fær menn til þess að halda það.

    Hversu oft höfum við séð unga leikmenn vera lánaða frá Liverpool, þeir standa sig svo la-la vel á meðan því láni stendur en svo verður ekkert meira úr þeim?

    Dani Pacheco er ágætt dæmi um það. Sífellt var hann lánaður, og stóð sig í sjálfu sér ekkert illa en aldrei náði hann að gera eitthvað fyrir Liverpool FC.

    Ég sagði þegar Suso var lánaður, að hann hefði líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Ég er ennþá á þeirri skoðun, því það er ekkert sem bendir sérstaklega til annars.

    Til hvers var hann t.d. lánaður en menn ákváðu að eyða pening í Luis Alberto, sem – vel á minnst – fær ekkert að spila? Það var ömurlegur díll í alla staði, og sennilega býr meira að baki því en bara að láta Suso “fá reynslu.” Líklega vildi hann bara fara aftur til Spánar, fá að spila, vera ekki uppfyllingarefni eins og hann var og Alberto er í dag.

    Svo má benda á að Suso og Alberto eru mjög áþekkir leikmenn, spila sömu stöðu. Er pláss fyrir þá báða í liðinu? Megum hafa það líka í huga að í sömu stöðu, og þeir tveir félagar, er Liverpool núþegar með Coutinho og Suarez, og jafnvel mætti flokka Sterling hér líka.

    Og svo má ekki gleyma því að BR reyndi við tvo skruggufljóta sóknarmenn – að líkindum þrjá, ef Tom Ince flokkast hér með – í janúarglugganum, og því ljóst að BR telur þörf á að bæta sóknarleikinn. Og það þrátt fyrir að Suso eigi að snúa til baka í sumar.

    Nei, það eru allar líkur á því að draumsýn margra hér um riddarann Suso sé einmitt bara draumur, og það mjög, mjög fjarlægur. Ég tek samt ekki af honum að hann hefur staðið sig vel á Spáni, en það gefur engin fyrirheit um framtíð hans hjá LFC.

    Ef ég ætti að leggja pening á það, þá myndi ég halda að það væri helst Borini sem ætti sér framtíð hjá Liverpool, sem og Wisdom, svona af þeim leikmönnum sem eru í láni frá okkar mönnum.

    Homer

  6. Ég vona að Rodgers hafi lært sína lexíu eftir fyrri leikinn gegn Arsenal. Við erum einfaldlega ekki með bakverði til að spila það kerfi. Kominn tími á að vinna þetta lið enda gífurlega mikilvægt upp á bæði stig og móral að gera.

  7. P.S. Það er enginn að tala um Suso sem e-n riddara á hvítum hesti. Hvaðan færð þú það?

    Málið er að klúbburinn stefnir að því að komast í Meistaradeildina og því fylgir meira leikjaálag en núverandi hópur er vanur. Við erum sennilega með minnsta hópinn í deildinni og breidd er e-ð sem við þurfum virkilega á að halda. Ég er ekki að segja að hann verði aðalmaðurinn á næstu leiktíð heldur partur af hópnum. Hann stóð sig a.m.k. betur í fyrra en Alberto á þessari leiktíð og er árinu yngri. Þó að Pacheco hafi staðið sig vel á láni – þá var hann oftar en ekki í deild fyrir neðan ef við tökum dvöl hans hjá Rayo frá. Hann skoraði ekki einu sinni mark fyrir þá.

  8. Sammála flestu hjá þér, Hómer.

    Er þó ekki sammála því að bera Suso saman við Alberto. Þ.e. sem snertir leikstíl þeirra. Suso hefur eitt í sínu toolbox sem Alberto virðist ekki hafa, það er hraðabreyting. Alberto er með einn gír, sem er skjaldbökuhraði, en Suso hefur allavega smá hraðabreytingar í sínum leik og er að mínu mati betur fallinn til þess að eiga séns til þess að eignast sæti í okkar liði.

    Hvort hann verði hinsvegar nægilega góður verður að koma í ljós. En hann er allavega kominn með eina leiktíð undir beltið núna sem byrjunarliðsmaður í efstu deild, það er meira en verður sagt um Alberto. Hann var semi-stjarna í varaliði Barcelona.

    Alveg stórmerkileg kaup, að lána Suso vegna þess að hann þarf að fá leiki og kaupa annan slíkann í hans stað sem þarf að spila, en er ekki nægilega góður til að gera það. Hefði ég nú frekar kosið þennan pening inná bankabók að safna vöxtum og hugsanlega nota upp í önnur kaup síðar meir sem gæti kannski skilað meira til liðsins en Alberto hefur gert.

  9. Djók – (ekki djók, meira miskilingur, en látum sem svo ég hafi bara verið að grínast)

    Þetta er vís Fair play en ekki football fairplay – við höfum því ekki verið að brjóta mikið af okkur og spilað hreinan bolta.

    Það er þó eitthvað.

  10. Veit einhver hvort það sé fyrirætluð hópferð á Anfield gegn Arsenal um helgina?

  11. Einhver segi að ég vilji losna við 12 leikmenn?
    Ég held að ég sé meðal annars að benda á einhverja 4 leikmenn sem eru nú þegar á láni frá klúbbnum eða hjá kúbbnum. Ég sé engann að þessum lánsmönnum skipta máli fyrir klúbbinn ef klúbburinn ætlar sér lengra.
    Suso er vissulega búinn að vera spila fínt í gífurlega slöku Almería liði. Er þá ekki bara akkúrat tíminn til að selja hann? Fá vonandi einhverjar krónur í kassann… Aspas var líka að spila fínt í slöku Celta liði áður en hann var keyptur.
    Borini… ég held að allir hér geti verið sammála um að hann er hreinlega ekki nógu góður í fótbolta. Ef þið hafið aðra skoðun og finnst Borini vera með nægilega hæfileika til þess að vera í liði sem ætlar sér að stimpla sig sem meistaradeildar lið, þá leyfi ég mér að segja að það sé fásinna.
    Sama segi ég með Assaidi… Hann er hreinlega ekki nógu góður þó svo að hann geti tekið skærin nokkrum sinnum og hefur skorað ágætis mörk fyrir Stoke í vetur. Gæðin eru bara ekki nægileg.
    Ég setti spurningamerki við Kelly. Hann má vera þarna mínvegna en fyrir mér er Glen Johnson bakvörður númer 1 og Flannagan númer 2. Og ég held að það sé deginum ljósara að það verði keyptur alvöru vinstri bakvörður í liðið. Ég tel að Wisdom sé ekki mikið síðri en Kelly og gæti Wisdom því komið inn í hópinn og verið backup í þessar stöður næsta season. Kelly hefur nákvæmlega ekkert sýnt eða gert í þeim leikjum sem hann hefur fengið séns, og fyrir mér er hann bara ekki nógu góður. Hann vill eflaust fá að spila…

  12. Kas , fásinna að vera ósammála þér. já ég er fáviti og ósammála þér og finnst þú hálfviti að vera ekki sammála mér.

  13. Jæja það eru allavega góðar fréttir að við séum að fá Johnson og Agger til baka þó ekki fyrir þennan leik því miður en það styttist í þá og það munar nú um minna og þá getur Flanagan verið vinstra meginn og Cissokho farið á bekkinn þó svo að spilamennska hans sé aðeins að batna þá er hann bara ekki nægilega góður, en hvað er að frétta af Enrique ?

  14. Ég var að spá í hvað er BR með marga leikmenn á Melwood á æfingu með aðalliðinu, hvað eru sem sagt margir total ? Eru varaliðsleikmenn líka að æfa með aðalliðinu ? Var að sjá myndir á FB þar sem eru margir guttar sem ég kannast ekkert við.

    Er hann með ca 30 leikmenn eða, bara svona að spá í hverjir eru við þröskuldinn á að komast í 16 manna hóp, ef fleiri leikmenn fara að lenda í meiðslum.

  15. Ekki nema rumur solarhringur i stærsta leik timabilsins hingad til og eg er ad spennas upp! Hef fulla tru a ad okkar menn mæti dyrvitlausir til leiks og ad vid kreystum fram sanngjarnan sigur 2-1! Thetta verdur svadalegt!!

  16. Hvað ætli margir kjúklingar fari í gegnum verksmiðjuna án þess að skara fram úr og verða að meðal gaurum eiginlega? Ég hef oft spáð í þetta og reynt eftir besta megni að finna einhvern gaur sem LFC átti en varð stjarna annarsstaðar? Og þá er ég ekki að meina í neðri deildum.

    Annars er ég sáttur við lándsdílana hans Brendans og tel það gott fyrir kjúllana að fá tíma til að spila á lægra leveli vikulega og líka hvernig Assaidi og Borini hafa verið að plumma sig. Held að til lengri tíma hafi það verið viturleg ákvörðun.

    En já maður hugsar bara um Nalla leikinn, og vonar það besta. Hef trú á breyttu byrjunarliði, Allen komi inn í staðinn fyrir Sterling eða Coutinio og það verði þéttari miðja en áður.

  17. Sæl og blessuð.

    Þessi grein sem Einar (#14) bendir á, segir að mínu mati allt sem segja þarf. Liðið er með feykiöfluga drengi á lánssamningum og þeir hafa vaxið mikið á skömmum tíma. Það er furðulegt að eltast við Kólóplaynka og Salah, sem eru líklega af svipuðu kalíberi og þeir þrír sem greinin ræðir, Assaidi, Suso og Borini. Sá síðastnefndi hefur vakið athygli mína í vetur. Hann vafalítið burði til þess að spila fleiri stöður en sókn. Hann er úti um allan völl og þeytist gjarnan aftur í öftustu vörn þegar svo ber undir. Nú er ekkert annað að gera en að fá þá aftur heim í hlýjan faðminn og vinna áfram í þeirri framför sem þeir hafa verið að sýna.

    Nettur kvíði fyrir Arsenalleiknum? Púff.

  18. Lúðvík Sverris:

    Ef maður á að geta sér til um það, þá finnst mér nokkuð ljóst að BR vill fá meiri hraða í sóknarleikinn og því hafi hann einmitt verið að eltast við bæði Salah og Úkraínumanninn í janúarglugganum. Þeir eru báðir skruggufljótir, með og án bolta, og sama á líklega við um utan-í-pissið hans BR á William í sumar. Hann fellur í sama mót.

    Borini og Suso eru ekki þessir hlaupagikkir eins og Salah og Úkraínumaðurinn – svona ef ég á að dæma þá síðarnefndu aðeins út frá hinum frægu þúvarps-myndböndum.

    Þess vegna, meðal annars, set ég svona stórt spurningarmerki við Suso og að hann komi nokkurn tímann til með að spila aftur fyrir Liverpool svo einhverju nemi, þó það sé vissulega rétt sem Eyþór segir hér að ofan, að hann hefur það fram yfir Luis Alberto að hafa betri hraðabreytingar. Spurning samt hversu mikið við getum dæmt Alberto á þessu stigi, þar sem hann hefur nú ekki fengið að spila mikið.

    En eins og ég segi, það er eitthvað sem segir mér að Borini sé ekki alveg dottinn af baki (ekki þó af baki hinum margfræga hvíta riddarahesti!). Ég held að hann geti reynst Liverpool vel í framtíðinni, kannski ekki sem byrjunarliðsmaður, en sem hluti af 17-19 manna hóp, já alveg klárlega.

    Assidi er svo önnur Ella. Ég tel hann einfaldlega tveimur númerum of lítinn hvað gæði varðar, til þess að eiga heima í liði sem ætlar sér eitthvað annað en botnbaráttu í PL.

    Homer

  19. Það er nú lágmark að vinna leikinn víst maður er að fara á völlinn 🙂 Á ekki eftir að sofa dúr í nótt. Nettur fiðringur í gangi.

    Eru einhverjir aðrir kopverjar að fara á þennan leik? Annars sjáumst við upp á velli og á vellinum 😉

    YNWA

  20. Hvad med ad fa Giovinco fra Juventus? Gridarlega hradur og tekniskur leikmadur sem er mjog vanmetinn hja Juve.

  21. Munið þið eftir einhverjum hjá stóru liðunum sem hafa lánað leikmenn sem hafa skilað sér til baka sem byrjunarliðsmenn?

    Ekki man ég eftir neinum í fljótu bragði en endilega deilið ef þið munið eftir einhverjum.

  22. Ingó nr. 25 Chelsea lánuðu Sturridge til Bolton. Skilaði sér reyndar aldrei til baka sem byrjunarliðsmaður hjá þeim…….

Kop.is Podcast #51

Arsenal á laugardag