Liðið gegn Arsenal

Sama lið og gegn W.B.A, Everton og Villa og eins gott að þeir sýni meira en í þeim leik en þeim síðasta, miklu meira.

Lið Liverpool

Mignolet

Flanagan – Skrtel – Toure – Cissokho

Gerrard(c) – Henderson

Sterling – Coutinho – Sturridge

Suarez

Bekkur: Jones, Kelly, Ibe, Moses, Aspas, Allen, Alberto

Enginn af þeim sem hafa verið á meiðslalistanum ná þessum leik og bekkurinn er því svipaður. Þetta er a.m.k. ekki 3-5-2 / 5-3-2 eins og síðast þegar við mættum þeim.

Koma svo.

Lið Arsenal

Szczesny

Sagna – Mertersacker – Koscielny – Monreal

Arteta (C) – Wilshere

Chamberlain – Mesut Özil – Cazorla

Giroud

Bekkur: Fabianski, Jenkinson, Gibbs, Rosicky, Gnabry, Podolski, Bendtner

Ekkert óvænt hérna nánast þeirra sterkasta lið þrátt fyrir nokkuð langan meiðslalista. Hjálpar að hafa góða breidd

Fjandi stressaður fyrir þennan leik.

118 Comments

  1. Úfff þetta er að bresta á gott fólk.
    Ég vona að Gerrard og Hendo verði í rosalegu stuði í dag og vörnin verður að halda hreinu og þá getur allt gerst.
    Bekkurinn er afar slakur eins og venjulega en spurning hvort ekki hefði verið sterkara að hafa Allen þarna inna.

    Vonandi er Rodgers með þetta uppá 10 í dag.

    Bring it on. YNWA.

  2. Cissokho verður að 8 sig á því að hann er ekki flinkur með boltann, hreinsa strax. Hendo fá smá sjálfstraust fyrir framan markið og Coutinho 8 sig á því hvað hann er drullugóður. Aðrir spili eins og menn og þessi 3 stig renna heim 🙂
    KKKKKOOOOOMMMMMMMAAAAAA SSSSVVVOOOOOOOOOO
    YNWA

  3. Var að vonast eftir Joe Allen fyrir Coutinho en Rodgers ætlar bara að keyra á þetta og hann hafði rétt fyrir sér gegn Everton.

  4. Jafntefli yrðu góð úrslit og mikilvægy og gott stig!

    Stress!!!!

    YNWA!

  5. Smeykur fyrir þennan leik. Arsenal hafa eitthvað tak á okkur og ég sé það ekki breytast í dag. Spá 1-3 ósigri en mikið vona ég að sú spá sé algjört bull.

  6. Vona bara að þetta verði allavega spennandi leikur ólíkt þeim seinasta þar sem við vorum aldrei inni í leiknum. Ef BR hefur eitthvað lært af þeim leik að þá tel ég okkur eiga góða möguleika á stigi og jafnvel stigum í þessum leik.
    Er allavega orðin drulluspenntur fyrir þessum leik.

    YNWA

  7. er bara alls ekki sammála sumum hér að jafntefli væru góð úrslit. Afhverju ekki bara að vinna leikinn?? Við erum á Anfield for crying out loud!

  8. Hann kolo toure skuldar mér 40þkr fyrir west brown albion leikinn eins gott að hann fuckar ekki í mínum miða í dag er með 50þkr á liverpool

  9. Stóla alltaf á sigur, það er bara svona þegar maður er stuðningsmaður !
    Er það raunhæft? Veit ekki en svona er það bara.

    Þetta er stórleikur, núna er klárlega málið að stíga upp og þola stressið !!!!

    YNWA!

  10. Jæja elsku strákarnir mínir…gefið mér nú bestu afmælisgjöf í heimi og straujið yfir þetta Arsenal lið með sama hætti og þið tókuð Everton og Tottenham.

  11. fullkominnn HD linkur acestream://11f2eb93cfe49106b5336b9d36ce05de493c5692

  12. OMG – Maðurinn sem átti ekki efni nema á einum sérhljóða er að brillera 🙂

  13. Lol, erum við að tala um þrennu frá Skrölta? Þð væri nú eitthvað!

  14. Kommon Kolo…. hann er alveg ónýtur greyið 🙁 Eins gott að hann haldi dampi í vörninni…

  15. Omg, hvernig í fj náði Suarez svona góðu skoti þarna, rosalega erfiður skopparabolti

  16. Hvar var þetta lið á móti WBA og Southampton
    STERLING er að skora.
    HVAÐ ER AÐ GERAST

    Ég heimata að þetta lið mæti svona til leiks í alla leiki!!!!

  17. 4-0 eftir 20 mín!! Einhver að klípa mig, þetta hlýtur að vera draumur;)

  18. Þetta er með lífsins ólíkindum – leikur er samt ekki búinn….

  19. Sóknin bara veit hvernig vörnin er og ákvað bara að gefa þeim gott forskot.
    En mikið djöfulli væri gaman að halda hreinu í þessum leik!!!

  20. Djöfulsins snilld er þetta 🙂 Þetta er ein besta byrjun sem ég hef séð hjá hvaða liði sem er í heiminum!!!!!
    Liverpool á alveg skilið að vera í toppbaráttunni ef þeir ná að spila svona á móti öllum liðum.

  21. Vaknaði í 2-0. 4-0 eftir að vera vakandi í 10 mín. Ekki amaleg byrjun á degi!

  22. Jæja.

    Þegar Everton leikurinn var, þá var ég upptekinn á æfingu, og náði ekki að byrja að horfa fyrr en í stöðunni 4-0, akkúrat þegar Sturridge var að fara að taka vítið. Hann brenndi náttúrulega af og svo skoruðu þeir ekkert meir.

    Nú var ég líka upptekinn, en ég heyri að staðan er orðin 4-0.

    Hvað eruð þið til í að borga mér fyrir að sleppa því að horfa á restina af leiknum?

  23. Takk takk takk fyrir afmælisgjöfina, ekki amaleg byrjun á fertugasta og öðru árinu mínu 🙂

  24. Daníel það er spurning hvort þú farir ekki bara að hafa þetta svona framvegis 😀

  25. Daníel, ef þú ert alvöru púlari þá þiggur þú ekki greiðslu, heldur gerir þetta fyrir klúbbinn.

  26. Við vorum að spjalla um þetta í vinnunni.
    Menn almennt smeikir við þennan leik.
    Sagðist vera skíthræddur vð leikinn, top miðja frá Arsenal. EEEEn ef þeir gera tottenham/everton mistökin og pressa hátt eins og Ars vill gera þá fer þessi leikur 4-0 eða 5-1 eins og þá.

    Þetta er að ganga eftir. Hins vegar er heill hálfleikur eftir og að vill ganga á bensíntankinn hjá okkar mönnum í seinni og sumir taka dísel í staðinn.

    Spái góðum 4-1 sigri með stressi og skemtun í seinni, þar sem Arsenal á meira í leiknum.

  27. vá, er búinn að klípa mig svona 15 sinnum síðustu 45 mín. Er þetta í avörunni að gerast??

  28. 4-0 í hálfleik. Hefði tekið þetta sem lokatölur hvenær sem er.
    ÞVÍLÍK VEISLA

  29. Hey! Okkar menn slakað fullmikið a og og allur seinni halfleikur eftir! Með 100% einbeitingu værum við 7 – 0 yfir!! Ja eg er ekki rolegur fyrr en þrju stig eru i hus…………………. :0)

  30. Egum fullt erindi í titilbaráttu ef þetta er spilamennskan..im just saying.

  31. klárlega illa farið með nokkur dauðafæri en manni er bara sama þegar staðan er 4-0 eins og er.

  32. ORÐLAUS. Enn stákar þetta er ekki búið. Við erum bestir fyrra hálfleik en missum dampi í seinni.

  33. Það sem mér finnst jákvæðast við þetta allt saman er það að maður er hættur að hafa áhyggjur af stóru leikjunum. Liverpool eru bara að mæta BRJÁLAÐIR í alla þá leiki og yfirspila flest lið.

  34. Eftir svona fyrrihàlfleik à a? henda inn leikskýrslu. Drottinn minn dýri, èg vissi a? þetta yr?i gò?ur dagur þegar èg sà sòlina ì morgun.

  35. Ef þetta þaggar ekki í neikvæðustu stuðningsmönnum klúbbsins þá gerir það ekkert. Þessi leikur er búinn. Slátrun á Arsenal í fyrri hálfleik og liðið okkar að spila í einu orði sagt FRÁBÆRLEGA. Vá hvað maður er uppveðraður og stoltur núna.

    YNWA !!!

  36. Eini gallinn við þennan leik er að nú er maður orðinn stressaður fyrir Fulham leikinn.
    Týpískt að núlla þetta út á móti minni liðunum

  37. Hversu töff væri það ef að hann Skrölti fullkomnaði síðan þrennuna í séinni.

  38. Þessi leikskýrsla sem ég þarf að sjóða saman á eftir gætið orðið í lengri kantinum!

    Ja hérna.

  39. Sælir félagar

    Þetta er í einu orði sagt dásamlegt lið!!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

  40. Einhversstaðar þarna úti hefur Guderian fundið píanó og átt sinn besta flutning a You’ll never walk alone fyrr og síðar, ég ber honum hlýjar þakklætiskveðjur

  41. maður er bara farin að pirrast i lok halfleiks, okkar menn ekki skorað i tæpan halftima !!!

    eg vil fleiri mörk. eg vil mörk fra suarez, hann hefur slakað mikið a markaskorun síðan i desember…

    annars er auðvitað ekki hægt að kvarta, okkar menn að spila stórkostlegan fotbolta og þessar fyrstu 20 mínútur eru liklega þær ótrúlegustu sem maður hefur seð hja okkar mönnum..

    maður var alika glaður/hissa/agndofa eftir 20 minutur i dag og þegar okkar menn settu 3 mork i Istanbúl a 8 minutum arið 2005 ..

    en koma svo halda afram að keyra a þa og setja fleiri mörk…

  42. Með stórkostlegustu fyrri hálfleikjum í sögunni, klárlega.

    Verðum örugglega passívri í seinni og Arsenal munu koma meira inn í leikinn en við eigum eftir að fá nokkur dauðafæri eftir fastbreak. Bara spurning um að nýta það.

    YNWA

  43. Sæl.

    Mikið elska ég Arsenal á svona dögum, Wenger er mitt uppáhald og ég gæti alveg hugsað mér að senda honum eina úlpu svona í tilefni dagsins.

    Maðurinn minn á leiknum með besta vini sínum og ég að tryllast hér heima öskrin bergmála um stigaganginn svo mikið að nágranninn bankaði og hélt að ég væri í lífshættu. Ég lofaði að fagna bara í hljóði eða úti á svölum ef það það kæmu fleiri mörk.

    Maður fær bara tár í augun að horfa á spilamennskuna hjá rauðklæddu hetjunum….krakkar það er svo gott að vera Poolari núna …það ætti eiginlega að vera bannað það er svo gott og það kostar líka ekki neitt.

    YNWA

  44. Gult a Henderson en Wilshere slapp eftir aras a Gerrard i fyrri halfleik!

  45. Væri óskaplega til í að sjá Aspas og Alberto fá séns.

  46. Glæsilegt hjá Sterling. Ótrúlegt að staðan skuli vera 5-0. Alveg frábært!
    Viljum endilega meira samt 🙂

  47. Sæl aftur…

    Fagn……ég er að fagna í hjóði…YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS

  48. SKO….. ef Arsenal komi ekki dyrvitlausir i næsta leik…….. a moti MU af ollum leikjum, þa verd eg illa svikin!! :0)

  49. Arsenal Englandsmeistarar 2014? Ég myndi nú ekki liggja mikið undir að það verði lokaniðurstaðan.

  50. Af Arseblog:
    “This is worse than finding out Phil Collins is your real dad”

  51. Alls ekki að kvarta en væri ekki tilvalið að gefa mönnum eins og Alberto og Ibe 30 mínútur núna og t.d. hvíla Gerrard?

  52. Nú er kominn tími á Allen inn og Coutinho út…svo 10 mín seinna Sturridge út fyrir Aspas eða einhvern hlaupara. Taka svo sjötta markið á breiki 10 mín fyrir leikslok.

  53. Sterling er bara orðinn geggjaður leikmaður. Framfarirnar hjá þessum strák eru magnaðar.
    Hann er eins og suðandi býfluga í kringum leikmenn og nýtir svo hraðan í sókninni.
    Þvílikt skot hjá Suarez úr aukaspyrnunni.

  54. Hvað er Gerrard að gera þarna!! Aðeins of mikið kapp í fyrirliðanum.

  55. Gerrard-i finnst bara svo gaman að tækla, hann má alveg gera þetta þrisvar í viðbót 😀

  56. Hvað er Gerrard að hugsa, enn og aftur erum við að fá á okkur heimskulegt klaufamark þegar við erum að Dominera andstæðinginn….

  57. Anægður með fyrirliðann okkar, lætur Toure heyrði heyra það þegar hann hreinsar eitthvað ut i loftið!

  58. Það er svo margt í leik okkar manna og viðhorfi sem ég er ánægður með að ég er feginn að vera ekki hálf “skyldugur” að þurfa að þylja það upp. Sérstaklega í ljósi þess að ég ákvað að drekka jafn marga bjóra yfir leiknum og mörkin sem Liverpool skorar.

  59. Sterling algjorlega frabær en þu hafðir þarna tvo felaga þina til að gefa a!! Hefði getað orðið 6-1. Ja, eg vil fleiri mork!!

  60. Kolo Touré með stórleik í dag. Búinn að vera klettur í vörninni og lagði upp mark fyrir Sterling.

  61. Hverjum hefði grunað það að við gætum hvílt SAS og Gerrard í þessum leik!

  62. Frábær frammistaði, til hamingju með daginn það verður ekki leiðinlegt að fara á þorrablót í kvöld og eiga allann montréttinn.
    Takk takk
    Björn

Arsenal á laugardag

Liverpool 5 Arsenal 1