Það er klukkutími í leik og þetta var að gerast rétt í þessu á Anfield:
Þetta er fyrsti heimaleikur Liverpool í mánuð. Þá voru menn hæstánægðir með 4-3 sigur á Swansea (ég veit það, ég var á þeim leik) og fram undan voru þrír útileikir. Mánuði síðar snýr liðið aftur heim með þrjá útisigra í farteskinu og þeirra biðu hetjulegar móttökur fyrir utan Anfield.
Ef þetta var liðinu ekki vítamínsprauta fyrir kvöldið í kvöld þá veit ég ekki hvað er það.
Byrjunarliðið í kvöld er óbreytt:
Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan
Henderson – Gerrard – Allen – Coutinho
Suarez – Sturridge
Bekkur: Jones, Sakho, Cissokho, Lucas, Moses, Sterling, Aspas.
“And now you’re gonna believe uuuuuuuuuuus, we’re gonna win the league!”
ÁFRAM LIVERPOOL!
Uff pressa.is
Frábært myndband Kristján Atli.
Leyfi mér að endurtaka hér að neðan komment sem ég setti við upphitunina, en vil bæta því við að það eru akkúrat svona þættir eins og últra stemmning áhorfenda, einhver kollektív trú samfélagsins á verkefnið, stuðningur hlutlausra við málstaðinn, sem lyftir liðinu upp í hæðir þar sem þessi leikur einfaldast niður í sitt tærasta form: Skora og fagna.
En hér er kommentið frá því áðan:
Kæru vinir, við erum að upplifa ástand sem er sjaldgæft og dýrmætt. Þetta Liverpool lið er komið í þannig flæði að minni liðum er einfaldlega sópað í burtu.
Ég hef upplifað svona ástand með fótboltaliði (reyndar bara í efstu deild á Íslandi) og það er frábært ástand því maður fer að hugsa um leikinn út frá tjáningu og skemmtun, en ekki sigri eða tapi. Í þessu ástandi verður til svo sterk trú á heildina að minni háttar hikst einfaldlega nær ekki inn. Ekki frekar en hjá 10 ára guttum sem óheftir leika sér á sparkvöllum út um allan heim. Þeir bara halda áfram að spila fótbolta. Dæmi um þetta er hvernig liðið fór ekki á taugum þegar það lenti undir tvisvar á móti Cardiff heldur einfaldlega skoraði nokkur mörk í viðbót.
Það eina sem getur stöðvað okkur núna er ofurefli. Og einu liðin sem hugsanlega skilgreinast sem ofurefli fyrir þetta Liverpool lið eru City og Chelsea.
Þetta er sweet kæru vinir, njótum þess sem í boði er því það er ekki víst að við upplifum svona flæði nokkru sinni aftur, jafnvel þó liðið verði talsvert sterkara en það er í dag. Þannig var það a.m.k. í mínu liði á sínum tíma.
Usss þetta verður eitthvað geðveikt!!!
Liðið er ekki að fara að tapa á 20 ára afmælisdegi Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
Til hamingju með daginn öll sem eitt.
YNWA
Eins og áður er ég skíthræddur við þennan leik(sem og alla aðra) og held að við töpum honum!
Ég trúi að við vinnum deildina ef við erum efstir eftir síðustu umferð 11 maí 🙂 Þangað til læt ég mig bara dreyma. Núna er verkefnið að vinna Sunderland, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og verjast aftarlega og tefja frá fyrstu mín.
Vonandi tekst okkur að brjóta varnarmúr þeirra á bak aftur.
KOMA SVO LIVERPOOL ! ! ! !
Ég er bara skíthræddur við alla leiki liðsins þessa dagana og spái alltaf 1-3 tapi. Ástæðan fyrir þessum ótta mínum er bara að það er svooooo mikið í húfi. Ég verð miklu meira en hæstánægður með 3.sætið í deildinni en það er bara miklu meira í húfi. Ég þori ekki að segja það upphátt en hvísla því að sjálfum mér stundum. Það er möguleiki.
Og plííííssssss… þið þessi neikvæðu,slakið aðeins á í tryllingnum og andið djúpt áður en þið ráðist á lyklaborðið og hetjurnar okkar með offorsi. Það er svo leiðinlegt að lesa þessi komment.
ja sælir , Hræddir við sunderland á Anfield ? I THINK NOT !
Fái liðið svona móttökur þegar Man City og Chelsea mæta á Anfield ættu menn heldur betur að mæta gíraðir til leiks 🙂
5-0
Suarez 2, Sturridge 1, Henderson og Johnson með sitt hvort : )
KOMA SVO LIIIIIIVEEEEERPOOOOOL!!!!!
Sko, Liverpool á alltaf að vinna Sunderland á Anfield, alltaf.
Having said that, þá á maður allt of margar minningar af leikjum sem áttu að vera sure thing og mörk galore sem urðu síðan að fótboltahelvíti.
En, auðvitað vinnst þessi leikur, ekkert rugl.
Ég elska Liverpool!!
À meðan flottasta lag allra tíma syngur à Anfield vill ég minnast à að Dossena, Fyrrum púllari byrjar hjà Sunderland, What a Man
Sælir félagar ..er einhver með link á leikinn
http://www.Firstrownow.eu – Eftirleikurinn er auðveldur
Þetta verður tough í kvöld og kemur okkur sem og leikmönnum aðeins niður á jörðina.
Náum að sigra 2-0 í hörkuleik.
Fyndið, en maður er enn að búast við þessu klassíska Liverpool klúðri þegar hlutir virðast vera komnir á beinu brautina..
Vonandi verður þetta þó létt, en býst við smá svita og taugaveiklun.
Hmm …byrjar ekki of vel, Sunderland þéttir til baka.
En jú ég vona að vísu að Gerrardinn fái gult í kvöld og þá getur hann hvílt næstu tvo leiki.
Vona það komi ekki of mikið af sök.
Væri verra ef hann missti af Chelsea eða Man City leiknum sko ….
Sko.. Ef maður stekkur upp í skallabolta á móti Joe Allen.. tapar einvíginu og “meiðir” sig þá á maður að skipta úr fótbolta yfir í nútímadans.
Væri fínt að ná einu skoti á markið, ekkert farið á markið ennþá.
Hvert einasta skot yfir markið, hvað er málið?
Mjög ánægður að það eru allir að skjóta… en þeir mættu allir hitta markið líka.
Lítur út fyrir að Poyet hafi lagt heilli járnbrautarlest fyrir markið. Þolinmæðin tekur þetta og við brjótum ísinn innan tíðar. Koma svo Liverpool!
Stjörnuleikur hjá Flanagan!
Þetta er ekki alveg að ganga hja okkar mönnum eins og er en maður er nu ennþa alveg rolegur, þetta hlytur að koma.. þurfum bara mark til að koma þessu ógeðis sunderland liði framar a völlinn ..
HALLO HVERNIG VAR ÞETTA EKKI RAUTT !!!! DJOFULSINS DJOFULL
Þarna var klárlega RAUTT
GERRARD
jæja nu fylgja nokkur mörk i kjokfarið a þessu marki hja Gerrard ..
Stefán Geirharðs!!!!!!!
Væri til í að sjà Moses fà tækifæri, Hef trú à honum, líkamlega hraður og sterkur og hefur sprengikraft. allen út og Moses inn á 70. Mín væri flott
GERRRRRARD !
KAFTEINNINN HEFUR TALAÐ !
Maður mun seint gleyma því að Kevin Friend er fáviti!
Framherjar Sunderland hafa haft í nógu að snúast í þessum leik.
Jozy Altidore hefur leyst tvær krossgátur og fram að 42. mínútu, þegar að hann átti hálf vandræðalegt skot á markið, var Wickham rúmlega hálfnaður með að hekla fallega peysu.
3-5 metra aukaspyrna fyrir utan teig er buid ad vera eins og viti fyrir Liverpool i vetur.
Það er bara EINN kóngur á Anfield!
Stevie G!
Ég er meiri aðdáandi Howard Webb en Kevin Friend. Friend er það vonlaus dómari. Gáttaður á þessari skitu hans í kvöld. Hvernig þetta er ekki rautt spjald er óskiljanlegt og svo toppaði hann þetta alveg í lok hálfleiksins þegar hann átti svo augljóslega að fá annað gult spjald að hann bjóst við því sjálfur.
Við erum komin með nýjan Howard Webb í Kevin Friend!
Kevin is no friend of mine !
er ekki hægt að “unfrienda” þennan friend… maðurinn er algert drasl
En Sunderland er spila góðan varnarle…………. já ok…….. 2 – 0 ………….. hvernig þetta var ekki víti er ofar mínum skilning!
hvað ætli FRIEND se buin að sleppa þvi að dæma margar aukaspyrnur a sunderland i þessum leik !!!
ömurlegur leikur hja þessum náunga i kvöld.
Hættiði nú þessu dómaravæli, við vinnum þennan leik án hans hjálpar.
sko….þeir dæmdu GEGN sunderland????
Jordan Henderson með assists, hann er kominn með nokkrar.
Úff, erum að hleypa þeim inní leikinn, 🙁 2-1, verðum að fara að skjóta að marki, og hitta.
Skrítið að taka Sturridge útaf ?????
Uss…John O Shea ad gera okkur greida og brenna af daudafaeri
Er þetta eitthvað grín þessi spilamennska?
3 stig. Allt sem skiptir máli.
Púfff… jæja, mikilvægt að geta unnið ljótt. Frábær 3 stig, draumurinn lifir! 😀
Magnað að horfa uppá það að Sunderland eru að veita okkur talsvert meiri mótspyrnu en Manjú
Gríðarlega mikilvæg stig.