Í síðasta podcast þætti fórum við yfir næstu þrjá leiki liðsins, sem voru Sunderland og Tottenham á Anfield og West Ham á útivelli. Ég spáði okkur 9 stigum en einsog aðrir þá sagðist ég vera langmest stressaður fyrir West Ham á útivelli. Þetta var einfaldlega of típískur leikur til að tapa stigum. Feiti Sam að þjálfa, Downing á kantinum og stóri Andy Carroll dýrvitlaus inní teignum.
En þetta Liverpool lið er einfaldlega magnað og okkar menn kláruðu West Ham liðið í dag sanngjarnt, 1-2.
Rodgers stillti þessu upp svona í byrjun:
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Henderson – Gerrard (c) – Coutinho
Sterling – Sturridge – Suarez
Bekkur: Jones, Toure, Cissokho, Allen, Lucas, Aspas, Moses
Fyrri hálfleikurinn var verulega erfiður. West Ham liðið tók ekki mikla sjensa og þeir voru að vinna baráttuna á miðjunni gegn okkar mönnum. Coutinho var alls ekki að finna sig og West Ham menn sköpuðu oft hættu með kantspili sínu og þeir áttu til að mynda ágætlega greiða leið framhjá Flanagan.
En þegar stutt var til leikhlés gaf Steven Gerrard stórkostlega sendingu á Luis Suarez, sem að ætlaði framhjá varnarmanni West Ham, sem tók boltann með hendi og réttilega dæmt víti. Steven Gerrard mætti á svæðið og skoraði auðvitað. 0-1 og ég var hóflega bjartsýnn á að þetta ætti að hafast í seinni hálfleiknum.
En þegar að hálfleikurinn var að klárast gerðist alveg ótrúlegt atvik. Í hornspyrnu nær Mignolet að grípa boltann en sekúndubroti seinna kýlir Andy Carroll hann í hausinn, Mignolet missir boltann fyrir Guy Demel, sem að skorar 1-1. Aðstoðardómarinn flaggar strax að þetta hafi verið aukaspyrna, en dómarinn var svo viss á sínu að hann hundsaði skilaboð aðstoðardómarans og dæmdi mark. Þetta varð svo súralískara þegar að atvikið var sýnt á risaskjá á vellinum fyrir aftan dómarann og hálft Liverpool liðið hópaðist að dómaranum og bað hann um að snúa sér til að hann gæti séð atvikið, en hann neitaði því.
Hérna er vídeó af þessu – þetta atvik var ótrúlega magnað og ég var þegar byrjaður að skrifa leikskýrslu í hausnum þar sem ég færi yfir dómaraskandalana gegn City, Chelsea og í þessum leik sem hefðu kostað okkur titilinn.
1-1 í hálfleik og flestir Liverpool aðdáendur sennilega drullu stressaðir. Í hálfleik gerði Rodgers breytingu – tók Coutinho út fyrir Lucas. Einsog svo oft áður þá vissi Rodgers 100% hvað hann var að gera því að skiptingin breytti ansi miklu.
Í seinni hálfleik var í raun bara eitt lið á vellinum. Andy Carroll átti reyndar skalla í slá, en það var það eina sem kom útúr West Ham liðinu. Okkar menn reyndu og reyndu, en á endanum þurfti markið að koma úr hálf furðulegri átt þegar að Lucas Leiva lagði upp frábært færi fyrir Jon Flanagan, sem var felldur af Adrian, markverðu West Ham og víti dæmt. Að mínu mati rétt víti. Captain Fantastic, Steven Gerrard mætti á punktinn og skoraði auðvitað.
Síðustu 20 mínúturnar í leiknum var Liverpool svo meira með boltann og West Ham voru aldrei nálægt því að skapa færi, hvað þá að skora. 1-2 sigur í höfn og toppsætið er okkar á ný.
Maður leiksins: Mignolet hafði lítið að gera í markinu í leiknum – það var auðvitað brotið á honum í markinu en annars áttu West Ham ekki skot á markið. Bakverðirnir voru í lagi – ekki meira en það, en Flanagan bætti fyrir það með því að fá vítið. Miðverðirnir Sakho og Skrtel voru að mínu mati verulega góður, sérstaklega Skrtel sem að tók Carroll og hélt honum ótrúlega vel niðri – vann ótrúlega mörg einvígi gegn honum. Kolo Toure kom svo inn fyrir Sturridge og hélt vörninni saman á síðustu mínútunum.
Á miðjunni voru Coutinho slappur og Henderson svona la la. Lucas var mun betri og allra bestur var Steven Gerrard, sem ég vel sem mann leiksins. Frammi átti Sturridge alls ekki góðan dag, en Sterling var mun betri – sérstaklega í seinni hálfleik. Suarez barðist einsog ljón og skaut tvisvar í slá.
Þetta er staðan í deildinni 6.apríl þegar að við höfum spilað 33 leiki:
Við erum efst og titillinn er í okkar höndum ef okkar menn klára sitt prógramm.
Okkar menn hafa núna unnið stórlið á Anfield og stórlið á útivelli. Þeir hafa hangið á tæpum sigri gegn botnlið deildarinnar á Anfield og núna unnið leiðinlegasta lið deildarinnar á þeirra heimavelli. Okkar menn eru einfaldlega að standast allar prófraunir sem eru lagðar fyrir þá.
Fimm leikir. Fimm leikir frá því að okkar menn geti gert eitthvað stórkostlegt. Fimm leikir frá því að Stevie fokking Gerrard gæti lyft enska titlinum á Anfield. Hver á það meira skilið en hann?
And now you gonna belive us, we gonna win the league!
Hjukket
9 í röð!
You win some, you lo…. nei bíddu!
Fúfff!! Ég held það sé verra að fá næstum því blauta tusku í andlitið heldur en að fá blauta tusku í andlitið.
Ef menn tala illa um Flan the man í dag þá vona ég að þeir kafni á karamellu.
#redcafu #bjargvætturinn #hinnenskimessi
AND NOW YOU GONNA BELIVE US !
SIGUR fyrir knattspyrnuna ! ! A dirty win, but you have to win those also !
Nú eiga þeir sem að vildu meina það að Lucas væri ofmetinn, tjah.. þeir ættu bara að éta sokk, Góð all-around frammistaða hjá honum.
Flanno að fá úrslita-víti, ef ég var ekki farinn að trúa þessu fyrir þá trúi ég núna…
Geysilega mikilvægur vinnusigur. 90 mörk! Draumurinn lifir!
Greiðsla 2 af (vonandi) 8:
http://i.imgur.com/wjKeqQH.png
Það var svolítið erfitt að stimpla tölurnar inn, taugaskjálftinn ennþá á fullu.
Sælir félagar
Ég er hamingjusamur eftir þennan leik.
Ég er hamingjusamur með liðið mitt.
Ég er hamingjusamur með að liðið mitt vinnur þó það sé ekki að leika sinn besta leik.
Ég er hamingjusamur með að besta liðið í ensku deildinni skuli vera mitt lið.
Ég er hamingjusamur að sjá Liverpool efst á töflunni.
Ég er hamingjusamur eftir þennan sigur því ég var að fara á taugum allan leikinn.
Ég er hamingjusamur með að Liverpool spilar skemmtilegustu knattspyrnu bæði sunnan og norðan Alpafjalla
Ég er hamingjusamur.
Það er nú þannig
YNWA
Ég drullaði yfir Flanno í 65 mínútur – og bætti svo við skilningsleysi mínu við að setja Lucas í leikstjórnendahlutverkið. Mínútu síðar kemur þessi heimsklassasending sem sprengdi upp 10 manna vörn West Ham og rauði Cafu sækir vítið!
Svona hefur maður lítið vit á þessu.
West Ham hlýtur að spila leiðinlegasta fótbolta á jarðríki. Ég neita að trúa því að það séu til leiðinlegri lið. Passið ykkur að fara alveg örugglega ekki með fleiri en 2-3 yfir miðju og verjið þetta eina stig á heimavelli.
Að þeir skuli rukka fólk fyrir að mæta og sitja undir þessu í 90 mínútur um helgar.
Hrikalega sterkt að sækja þessi þrjú stig. Eitt er víst, þetta Liverpool lið okkar er komið með þetta winning mentality. Að ná að grænda út úrslit á erfiðum útivöllum og við erfiðar aðstæður. Þegar meira að segja dómarinn var, um tíma, á móti okkur. Hrikalega sterkt!
Ég gerði það sama:
ÚFF!!!
Frábær úrslit á hrikalega erfiðum útivelli. West Ham voru ekki að gefa Liverpool mikið í þessum leik, en þetta hafðist með hörkunni. Einn mesti dómaraskandall ársins hélt þeim inn í leiknum. Besti maður leiksins er Gerrard og Sakho sá næst besti. Gott að eiga svona menn inni.
Enn í höndum okkar manna.
Ja!!!!!!!!!!!!
Believe…
Þessi leikur sýndi svart á hvítu að liðið býr yfir miklum karakter og það heldur betur.
Frábær frammistaða hjá öllu liðinu … og alvöru breidd.
Hreint út sagt dásamlegur sigur.
Áfram Liverpool!
Ok Flanagan reddar víti fyrir okkur, EN hann selur sig alltof oft ódýrt þarf að fara læra að loka á fyrirgjafir hleypa könturunum frekar inn á miðju.
Og meistaradeildarsætið er öruggt. Tíu stigum á undan Arsenal núna, þvílíkt hrun hjá því liði.
12 vítið okkar í deildinni. Hvaða rugl er þetta
Djöfull fannst mér frábært að þeir skyldu vinna lið sem Sam Allardyce stýrir, get eiginlega ekki lýst andstyggð minni á þeim manni án þess að vera dónalegur. Fæ hreinlega velgju af því að sjá hann jórtra þetta tyggjó.
Andy vinur minn Carrol hrundi svo talsvert niður virðingaskalann hjá mér eftir þennan leik. Ég var einn af þeim sem hefði viljað sjá hann fá meiri séns. Eftir svona framkomu og gleði yfir að WH skyldi skora eftir að hann braut (að mér sýndist ) vísvitandi á Mignolet þá má hann framvegis éta það sem úti frýs.
Bring on Man City!!
YNWA
Til hamingju með sigurinn félagar.
Þetta er einfaldur reikningur. Sammi + tröllvaxnir andstæðingar + arfaslök dómgæsla = tap. Þetta er blanda sem hefur farið álíka illa í okkur síðustu tímabil eins og vel kældur blásýrumojito.
Það er eitthvað dásamlegt í loftinu. Við erum pottþétt að verða vitnin að einhverju stórkostlegu.
Frábær sigur í dag! Undanfarið höfum við talað um úrslitaleiki um hverja helgi en um næstu helgi þá er komið að því að mínu mati, Liverpool – Man. City. Það verður hinn eini sanni úrslitaleikur! Úff…….. ef einhvern tíma var þörf á einhverju róandi………
uff hvað eg er glaður, það vottar fyrir tárum i augum minum af gleði. þetta var átakanlega erfitt i dag bæði fyrir okkar menn og fyrir okkur sem a horfðu en þetta hafðist og það er stórkostlegt.
eg var buin að gefa það ut að eg hefði tru a þessu ef sigur kæmi i dag svo núna ætla ef bara að lata það flakka 😉
VIÐ TÖKUM HELVITIS DOLLUNA ÞETTA ARIÐ !!!!
Eg er miklu minna hræddur við leikinn næstu Helgi heldur en leikinn i dag 😉
svei mér þá ég verð að viðurkenna það að ég gat ekki annað en hlegið mig máttlausann þegar downing tók glendu og gersamlega snýtti honum….
en maður leiksins er klárlega kóngurinn sjálfur…. hitastigið í stofunni datt niður í -5 gráður þegar hann stóð á punktinum…… alveg ískaldur og algerlega með þetta
just another day at the office
YNWA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég verð að segja það að dómgæslan á Englandi er orðin ömurleg og bitnar á öllum liðum. Verður að fara að taka á þessum dómara mistökum!!!!!!!!!!!!!!
En leikurinn í dag var erfiður, en 3 stig í höfn voru kærkomin. Við erum brjálæðislega nálægt því að klára þetta!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
FRábær vinnslusigur hjá Liverpool. Kannski erfitt að spila skemmtilegan fótbolta á móti Turnum sem vildu spila háloftabolta allan leikinn. Enn þetta voru ljótari 3 stig enn sigurinn á móti Sunderland um daginn. Enn þetta gera meistaralið klára sína leiki fallega jafnt sem ljótt 🙂 Gerrard MoM fyrir mér klárar vítin örugglega. Steig varla feilspor í leiknum, og braut aldrei af sér , reyndar var ég aldrei hræddur um það enda flaug boltinn alltaf yfir hann í þessum Airbus 380 sendingum hjá West Ham. Suarez var óheppin með 2 sláarskot í leiknum!
Ótrúlegur baráttusigur hjá okkur mönnum í dag.
Suarez of á tíðum óheppin að ná ekki að skora. Mér hefur fundist fjara mjög undan Sturridge undanfarið og hann hefur sýnt að hann er ekki tilbúinn til að djöflast og berjast þegar að liðið á erfitt uppdráttar (sbr. í dag).
Svo er náttulega lögreglumál að þessi Taylor skuli vera að dæma í PL. Carroll með olnbogana út um allt og toppaði það svo með því að kýla Mignolet í andlitið.
Held að sú tölfræði að WH fékk fjögur gul spjöld (sem auðveldlega hefðu getað orðið fleiri) en Liverpool ekki neitt segi allt sem segja þarf um þennan háloftabolta sem Allardyce lætur liðið spila. Svo vorkenni ég sáran aðdáendum WH um allan heim að þurfa að horfa á þetta (þó að þeir hafi vissulega verið á rönni undanfarið). Þeir vilja frekar sjá liðið í fallbaráttu að spila skemmilegan bolta en að vera í miðjumoði með hálsríg að horfa upp í loftið…
Fimm sigra í viðbót takk.
Ekta leikur sem við hefðum klikkað á fyrir ekki svo löngu síðan. Mikill karakter í þessu liði og kominn þessi faktor í liðið sem öll góð SIGURlið hafa, þeas að neita bara að tapa og ná að kreista fram sigur í svona leikjum án þess að spila vel.
Flott mál og svo fáum við venjubundna flugeldasýningu á Anfiels næstu helgi, aumingja, aumingja City.
Flani Alves – besti bakvörður í Evrópu.
Seiglusigur á baráttuglöðu West Ham liði með Andy ” ég ætla að skora á móti liverpool í dag ” Carroll fremstan í baráttuni.
Fótboltaleikir verða stundum skrítnir þegar eitt liðið vill halda boltanum og spila upp völlinn og hitt liðið vill hafa boltan í loftinu og berjast um hann.
Mignolet 5 – ekki traustvekjandi í dag, lengi úr rammanum og átti ekkert í teignum.
Flanagan 5 – einn af hans lélegri leikum, var að selja sig trekk í trekk varnarlega en fékk mikilvæga vítið með flottu hlaupi.
Skrtel 10 – Varnartröllið svaraði Carroll og Nolan í háloftunum og vel það. Frábær leikur
Sakho 8 – kom sterkur inn þótt að boltatæknin er ekki frábær þá var hann sterkur varnarlega.
Glen 6 – ekki hans besti leikur en var duglegur að koma upp þegar við vorum að sækja.
Gerrard 10 – stjórnaði liverpool eins og herforingi í dag, það var greinilegt að hann var á gulu spjaldi og var hann að hlýfa sér stundum í 50-50 boltanum en átti frábæran leik og sendingin hans á Suarez í fyrsta markinu geta fáir gert í heiminum. Þeir sem voru að tala um fyrir leikinn að hvíla fyrirliðan geta étið þau orð ofanísig því að við hefðum ekki fengið 3 stig án hans í dag. Frábærar víti
Coutinho 5 – ekki hans leikur enda vill frekar spila leiki með meira flæði og þar sem boltin er meira á jörðinni.
Henderson 6 – var dálítið týndur í dag en vinnslan er alltaf til staðar
Sterling 7 – flottur leikur hjá stráknum, ógnaði alltaf með hraðanum og var gaman að sjá hvað hann er orðinn yfirvegaður á boltan
Sturridge 6 en ein liverpool leikmaður sem átti ekki sinn besta dag og var hann gjörsamlega týndur meirihlutan af leiknum.
Suarez 9 – frábær leikur þar sem West Ham varnamennirnir réðu ekkert við hann(ekki frekar en aðrir varnamenn)
Lucas 7 – átti solid innákomu
Toure 7 – frekar hátt skor fyrir leikmann sem spilaði bara í 8 mín en hann vann glæsilega skallabolta úr aukaspyrnu undir lok leiksins(Carroll hefði náð honum annars) og gerði því sitt.
Frábær sigur í dag hjá okkur. Að mínu mati var þetta erfiðasti útileikurinn sem eftir er(hinir verða samt líka erfiðir) og við stóðumst prófraunina með glæsibrag. Það hefði geta verið svo auðvelt að fara í fýlu útaf svindlmarkinu hjá West Ham og svo myndum við tala um þetta sem vendipunkt það sem eftir er tímabilsins en liðið hélt áfram að spila og héldu haus og unnu sangjarnan sigur.
Með þessum sigri erum við komnir með úrslitaleik gegn Man city á Anfield. Það er algjör draumur að vera í þeirri stöðu og liðið lætur okkur dreyma áfram.
Aðeins um þessi umdeilduatvik.
Markið hjá West Ham átti aldrei að standa og þar sem línuvörðurinn dæmir á brotið þá er fáranlegt að dómarinn breyti ekki dómnum. Klárt brot og eru allir samála því.
Síðara vítið okkar er Víti.
Flanagan sparkaði í boltan og markvörðurin snertir boltan en hvað svo. Boltinn er enþá í leik fyrir aftan markvörðin og eftir þetta brýtur markvörðuinn á Flanagan og því er þetta klárt víti.
MAKE US DREAM!!! YNWA
Draumurinn lifir.
Og það sem meira er……. næsta sunnudag eru 25 ár frá Hillsborough! Ég treysti Stevie G. og co til að klára þetta!
Nú erum við búnir að skora í 18 hálfleikjum í röð í deildinni. Vonandi verða þeir minnst 20.
Það sem mér fannst best var þegar Big Sam talaði um það í viðtali eftir leik hvernig dómgæslan hafi bitnað á hannst mönnum.
WH hækkuðu hitan í klefanum og höfðu grasið þurrt
dirty play eða fair play?
gott að það virkaði ekki í dag 🙂
Ég ætla kjósa Brendan mann leiksins góð yfirsýn flottar inná skiptingar Lucas vá
[img]http://i.imgur.com/3wXnfBh.jpg[/img]
Dómari, sjáðu!
Fáranlega sáttur með að hafa sigrað leiðinlegasta lið sem við höfum spilað við í vetur. Bring on City! YNWA
Þetta var nokkuð taugatrekkjandi. Sat í kjallaranum á Eiðistorgi ( þar sem LFC hjarta slær þungt og bjórinn er ágætur), ásamt hinum sófamanagerum úr nárenninu. West Ham áttu stórleik og pressuðu og hlupu og vörðust gríðarlega vel. Að skora 2 úr vítum er samt frábært þegar vítin eiga rétt á sér því oft er það þannig að annað liðið er bara betra og á skilið að vinna þó það komi ekki mark úr opnum leik, og dómarinn þorir ekki að dæma víti. Að hvíla Gerrard hefði verið klúður ársins og ég vildi að menn myndu hlaða meira í skot fyrir utan, en Hamrarnir voru bara einfaldlega ekki að hleypa okkur í neitt. Mikið um aulafeila, en þetta var bara þannig leikur. City og Chelsea eru búin að vera klikka í svona leikjum, en ekki Liverpool ! Þetta verður allt öðruvísi á móti city eftir viku og þó þeir hafi unnið Southampton sannfærandi skv skori, þá voru þeir frekar heppnir, og held ég að okkar menn séu tilbúnir í þetta. Er stuðningsmaður Lucasar og við verðum að eiga menn af hans kaliberi sem er á limminu að vera í byrjunarliðinu.. það eru hvort sem er alltaf einhverjir miðjumenn meiddir og mér finnst bara frábært að hann sé í Liverpool. Sama með Toure. Gleymum ekki að West Ham héldu Chelsea í 0-0 á Brúnni fyrr í vetur, og Man City -West Ham er leikur í síðustu umferð. Nolan Carroll Downing vilja örugglega gera Stevie G massívan greiða og prumpa út glæsilegum háloftabolta í þeim leik og sjá dolluna fara þangað sem henni er ætlað að fara.
I HAVE A DREAM – YNWA
ótrúlegur leikur, ótrúlegt lið…
..so close, yet so far away…..
Lucas og Gerrard àttu tessi stig skuldlaust fyrir okkur í dag.
Sakho og Skretl traustir àsamt Sterling sem vex vid hverja raun.
Verd sídan ad hròsa Brendan fyrir ad setja Lucas innà í hàlfleik. Litli Coutinho àtti ekkert í tennan bardaga. Teir sem fatta ekki Lucas…vita ekkert um fòtbolta.
YNWA
Erfiður og ljótur leikur. West Ham samt við sig og spilar uppá sýna styrkleika eins og við mátti búast. Notuðu tækifærið og voru ekkert að slá grasið of mikið fyrir leikinn og svo náttúrulega ekkert vökvað. En West Ham á heimavelli og ekkert út á það að setja, menn nýta það sem menn geta til að styrkja sinn leik og gott dæmi um að útileikir eru mun meira en að það er fleiri stuðningsmenn í hínu liðinu á vellinum.
Coutinho var því ekki með því að það er erfitt að spila sendingarfótbolta við svona aðstæður. Alltaf rétt að fá Lucas inn og leyfa Gerrard að taka yfir hlutverk Coutinho sem attacking playmaker.
Skiptir svo engu máli hversu ljótt þetta var eða hvað gerðist í leiknum og hversu góðan dag dómarinn á, fær engin neitt út úr því. Það sem telur eru þessi 3 stig sem henda okkur aftur í efsta sæti.
Spurning um að setja MC Hammer bara á, segja að síðustu 24 ár hafi ekki átt sér stað og tímabilið 1990/1991 er í fullum gangi. Mér mun allavega vera alveg sama um síðustu 24 ár ef við klárum þetta.
Eitt sem væri gaman væri pistill um Steve Peters og hans starf núna í ár. Held að hann sé rosalega mikið “Maðurinn á bakvið tjöldin”. Allavega virðist liðið vera ótrúlega sterkt þegar kemur að andlegu hliðinni.
3 stig, mér er sama um allt annað!
Með spám mínum í þetta sinn kemur athugasemd um það sem ég hef tekið eftir í umræðuum liðið síðustu daga og vikur. Það er ræðan um að Liverpool-liðið þessa dagana sé lifandi dæmi þess hvað sjálfstraust getur skipt miklu máli.
Liverpool er á toppnum núna vegna þess að Brendan Rodgers er magnaður þjálfari. Liðið er skipað mönnum sem vita hvað þeir eiga að gera á vellinum og eru góðir í því. Þegar á allt er litið, skipulag, hæfileika og taktík, þá er Liverpool einfaldlega besta fótboltaliðið á Englandi. Þegar menn gefa það í skyn að sjálfstraust sé eitthvert aðalatriði í genginu finnst mér verið að gera lítið úr afrekinu.
Jæja, nóg um það. Nú hef ég keyrt spálíkönin aftur eftir leiki toppliðanna um helgina. Þau gerðu öll það sem ætlast var til af þeim, munurinn er sá að Liverpool vann á útivelli en hin tvö á heimavelli. Þannig ætti spáin að vera okkar mönnum í vil:
Líkan 1 (heima og úti – öll leiktíðin)
1. City 86 stig
2. Liverpool 86 stig
3. Chelsea 82 stig
Þegar öll leiktíðin er skoðuð hefur City vinninginn. Að meðaltali hefur City fengið fleiri stig (2,26) úr hverjum leik en Liverpool (2,24). Munurinn er rosalega lítill og City á fleiri útileiki eftir til að klúðra sínum málum.
Líkan 2 (heima og úti – 2014)
1. Liverpool 88 stig
2. City 87 stig
3. Chelsea 83 stig
Þegar stigasöfnun eftir áramót er framreiknuð kemur í ljós að Liverpool stefnir á 88 stig, mun tapa einu stigi í næstum fimm leikjum. Glöggir hafa tekið eftir að það er auðvitað ekki hægt. (Líkindafræðingar tala um að væntanlegur punktafjöldi þegar maður kastar teningi sé 3,5. Það er auðvitað heldur ekki hægt. Á sama hátt er, miðað við forsendur, 88 stig væntanlegur stigafjöldi Liverpool, þó að hann sé ómögulegur.)
Líkan 3 („sigurstranglegra liðið“ vinnur)
1. Liverpool 89 stig
2. City 85 stig
3. Chelsea 84 stig
Þetta er auðvitað besta líkanið. Sigurstranglegasta liðið vinnur þetta bara. Liverpool tekur bæði City og Chelsea á heimavelli. City tapar líka á Goodison 3. maí og mánudagskvöldið 5. maí tryggir Liverpool sér titilinn á Selhurst Park.
—
Spár hafa þokast í ánægjulega átt. Það er vegna þess að líkönin bregðast betur við útisigrum en heimasigrum. Líkön 1 og 2 benda óþægilega mikið til þess að LFC og MCFC endi með jafnmörg stig. Því væri vel þegið að taka leikinn á sunnudaginn með svona þremur eða fjórum mörkum, takk.
Vissuð þið að nú er knattspyrnulegur ómöguleiki fyrir ManJú að ná Liverpool! Just sayin 🙂
Svakalegur leikur. Mér var bókstaflega bumbult vegna kvíða.
Í fyrri hálfleik var ég hundfúll. Ekki vegna þess að dómararnir voru út á þekju í markinu heldur vegna þess að liðið var að spila alveg upp í hendurnar á stóra Sam.
En Rodgers hafði sem betur fer svar við því í seinni hálfleik þó tæpara hefði það ekki mátt vera.
Fjandinn hafi það 5 leikir eftir. Hver öðrum mikilvægari. City og Liverpool eiga bæði einnig eftir að heimsækja Crystal Palace.
Þeir áttu svar við Chelsea. Ég horfði á þann leik og það var klárlega betra liðið sem vann. Lýsirinn á BT sport nefndi fyrir leik hvort Crystal Palace gætu verið kingmakers. Ég er ekki frá því að það gæti orðið.
En einn leik í einu. Gleymum ekki að City dugir jafntefli á Anfield?
Er síðan sammála Kalla #42 : “Teir sem fatta ekki Lucas…vita ekkert um fòtbolta.”…..
Mikið hrikalega var þetta indælt : )
Frábær úrslit gegn anti fótboltaliðinu hans Samma leiðinlega.
Draumurinn lifir 🙂
Ef þú veist svo mikið um fotbolta ættir þu að vita að Lucas var ekki djupur á miðjunni heldur hélt Gerhard Þeirri stöðu. Annað: fannst þér liðið spila vel eftir að hann kom inná. Það er ekki af honum tekið að sending hans var frábær, en við höfum ekki séð margar slíkar eins og Gerhard gerir í þeirri stöðu.
Líka gaman að sjá að De Woodwurk er ennþá einn af öflugustu mönnum liðsins…
Ég heyrði það í lýsingunni á leiknum áðan að Suarez er búinn að
-Skjóta 8 sinnum í tréverkið á leiktíðinni (sel það ekki dýrar en ég keypti það)
-Skora 29 mörk
-Eiga 11 stoðsendingar
Hann er því búinn að koma að 40 mörkum á tímabilinu sem segir auðvitað ekki alla söguna. Ef þetta er rétt með 8 skot í tréverkið þá hlýtur það að vera met hjá einum manni 🙂 Hugsa sér ef þetta hefði allt saman farið inn. Þvílíkur leikmaður sem við eigum.
Til gamans fór ég síðan á Opta áðan og sá að:
Gerrard er búinn að skora úr 10 vítaspyrnum á leiktíðinni sem er það mesta síðan 2004-2005, ef hann setur tvö í viðbót er það, það mesta í sögu Premiership.
Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem Liverpool vinnur án þess að Suarez /Sturridge skora
Liverpool eru búnir að vinna 9 í röð sem er besta run hjá liði síðan tímabilið 2008-2009
Liverpool er fjórða liðið í sögu Premiership sem skorar meira en 90 mörk á tímabili.
Liverpool eru í efsta sæti sögu premiership ásamt Chelsea með mörk úr vítum, 97
Þvílíkt run og þvílíkt lið.
Koma svo Liverpool, klára þessa helvítis deild!!!
Ja og síðan er hægt að bæta því við að Liverpool hefur skotið 25 sinnum í tréverkið á leiktíðinni í Premiership, sem er að sjálfsögðu það mesta of öllum liðum
Liverpool hafa skorað í 23 sinnum í röð í fyrri hálfleik sem er met.
@51 Má ekki telja honum þáttöku í fleiri mörkum þ.e.a.s. þegar brot á honum endar í vítaspyrnu sem skorað er úr?
Staðan er einföld.
Man City heima á 25 ára afmæli hræðilegslys sem hefur markað djúp ör í sögu liðsins. Ég er á því að hvernig sem fer þá munu leikmenn Liverpool hlaupa úr sér lungun í þessum leik.
Norwitch úti Suarez verður í gjörgæslu því að hann er að skora yfir 3 mörk í leik gegn þeim. Það mun gera það að verkum að aðrir leikmenn fá fullt af plássi til þess að skora.
Chelsea heima – ef hagstæð úrslit úr leikjunum hér á undan þá er ég viss um að liverpool klára þennan leik heima.
C.Palace úti – verða vonandi búnir að bjarga sér frá falli og töpum við aldrei fyrir þeim ef titilin er í sjónmáli.
Newcastle heima – sá leikur sem ég er minnst stressaður fyrir. Andlaust lið sem eru komnir með hugan við sumarið.
Það getur allt gerst en lykilinn á að Dominoið fari í gang er næsti leikur og mun liðið selja sig dýrt í þeim leik.
Jú það er rétt, þetta var sú tölfræði sem ég fann, líklega má telja mun fleira enda sagði ég að þetta segði ekki alla söguna.
http://www1.skysports.com/football/news/11709/9253358/premier-league-norwich-city-sack-chris-hughton-as-manager
Búið að reka stjóra Norwitch alltaf erfitt að mæta liðið með nýjan stjóra. Þá verða þeir óútreiknalegir í sambandi við kerfi og svo fylgir því alltaf barátta.
Til hamingju allir nær og fjær.
Ég er sammála mönnum að innkoma Lucas í hálfleik breytti leiknum. West Ham var aldrei að fara að skora en það þyrfti eitthvað sérstakt frá okkur til að brjóta þessi leiðindi á baka aftur.
Mér fannst við oft fara illa með góða möguleika. Hefði þurft eina sendingu í viðbót og þá hefði maður getað bókað mark. Dæmi: Sterling hefði getað rennt honum á Suarez ofl. tilvik í leiknum. Suarez og Sturridge voru síðan óheppnir að setja hann ekki.
Lucas eða Gerrard menn leiksins. Líklega vel ég Gerrard því að er ekki alveg gefið að setja þessi víti inn þegar svona mikið er í húfi.
Ég held að ég “neyðst” til að vera fullur um næstu helgi.
Treysti mér bara ekki til að vera edrú, að horfa á Liverpool-ManCty.
Jæja skýrslan komin inn.
Frábær 3 stig í erfiðum og ömurlega leiðinlegum leik. En þetta ströggl kom mér ekki á óvart því það var alltaf ljóst hvert uppleg Feita Sam yrði í dag.
Skil ómögulega dómaravælið í honum eftir leik þar sem WH var eina liðið í dag sem stórgræddi á lélegri dómgæslu. Andy Carrol getur svo bara hoppað upp í rassgatið á sér eftir þetta ömurlega svindlarabrot á Mignolet.
Frábær frammistaða Stevie í dag og það er ekkert sjálfsagt mál að klára öll þessi víti. Mér finnst núna vera orðið nokkuð öruggt að Liverpool mun spila í CL í haust og því ber að fagna. En við viljum aðeins meira, ekki satt?
Captan fantastic hvílíkur knattspyrnumaður.
Víst að marklínutæknin virkar svona vel og truflar ekki flæði leiksins, væri þá nokkuð mál að fá staðfestingu frá myndvélum hvort mark eigi að standa eða ekki. Það er allt of mikið undir og alltof mikið um mistök dómara.
Ég hef litlu við góða leikskýrslu að bæta. Þessir leikir, þessi staða í deildinni er þess eðlis að maður sest niður og heldur sér bara fast í hverjum leik. Eins og Einar Örn segir ógnuðu West Ham ekkert eftir að við skoruðum annað markið í dag en samt var ég að farast úr stressi alveg þar til lokaflautan gall.
Þetta tímabil er svo fullkomið að það er fáránlegt. Þriðja sætið nánast gulltryggt og hörkuséns á því fyrsta. Hvort sem titillinn vinnst eða ekki lýsi ég því hér með yfir að þetta er skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað sem Liverpool-stuðningsmaður! Djöfulsins snilld.
Það er eitt sem gleymist í umræðuni um leikinn í dag.
Joe Allen átti að byrja inná hann meiðist í upphittun eða veikist(misjafn eftir fjölmiðlum).
Rodgers er búinn að setja upp lið með Allen inná og þarf svo að breytta því á síðustu stundu og svo líklega ætlaði hann að byrja með Agger en tel að það hafi ekki leit til taktískra breyttingar að hann var ekki með.
Hann prófar Coutinho í þessu hlutverki Allen en sér að hann er að týnast í baráttuni á miðjuni og er kannski ekki alveg að ráða við varnarhlutverkið sitt og hvað gerir kallinn, jú hann bregst strax við og setur Lucas inná.
Menn höfðu þá haldið að Lucas myndi detta niður og Gerrard framar en neibb, Gerrard er búinn að vera stórkostlegur í þessu hlutverki og fékk því Lucas einfaldlega Allen hlutverkið( einfaldarsendingar, vinna boltan og hlaupa úr sér lungun varnarlega) og skilaði hann því mjög vel.
Vel gert hjá Rodgers að bregðast við þessu rétt og tel ég að hann eigi stærstan þáttinn í því að liðið er að ná sér á strik.
Frábær sigur. Gott að okkar menn geti unnið svona leiki. Þetta var alveg týpískur tapleikur. Scrappy og heimamenn með fallhlífarbolta inn á risann Carroll hvenær sem færi gefst.
En ég hef áhyggjur af dómgæslunni. Þegar línuvörðurinn flaggar augljóslega og okkar menn grátbiðja dómarann um að fara og tala við línuvörðinnn. Dómarinn er of uppfullur af sjálfum sér til að viðurkenna að hann hafi ekki tekið eftir brotinu (giska ég á). Þetta var bara brandari. En réttlætinu fullnægt.
flottur sigur hjá okkar mönnum.. var mjög stressaður strax eftir markið okkar í fyrri hálfleik, svo kom jöfnunarmarkið…
EN… það kom mér mjög á óvart að þeir sem sjá um skjáinn á Upton park hafi endursýnt brotið á Mignolet á meðan dómarinn tók þessa ákvörðun!!
Ef þetta hefði gerst á Anfield að við myndum setja eitt eftir horn og Skrtel hefði brotið á Hart og það hefði verið endursýnt á STÓRUM skjá á vellinum á meðan dómarinn hefði verið að ákveða sig… úffff
Annars er ég helsáttur eftir daginn
Lurkaströggl!!! Það er ágætt orð yfir svona leiki.
Og kafteinninn er nú laus við leikbannið og stýrir umferðinni gegn City – er ekki örugglega Hillsborough athöfn um næstu helgi?
Fyrir 9.leikjum var staðan svona í deildinni og maður fylgdist með Tottenham og Everton því að maður dreymdi um 4.sæti
Arsenal 55 stig 24 leikir
Man City 53 stig 23 leikir
Chelsea 50 stig 23 leikir
Liverpool 47 stig 24 leikir
Everton 45 stig 24 leikir
Tottenham 44 stig 24 leikir
Man utd 40 stig 24 leikir
Svo kemur Feiti Sam eftir leik og segir Flanagan hafa dýft sér. Ekki skrítið að áhangendur West Ham bauli á þennan moðhaus.
Gerrard: “Today was even tougher than we expected. A hot dressing room, a dry pitch, the bus had to park a mile away. They tried everything”
Ógeðslegt að spila á móti liðum sem Sam Allardyce stýrir.
Þetta magnaða lið fer yfir allar hindranir. Ég var að horfa á yfirtekt þegar Liverpool vann síðast deildina https://www.youtube.com/watch?v=0XTiL2EJtus
og þetta lið í dag er mun betra. Við erum að valta yfir fleiri lið og samkeppnin er harðari.
úff hvað spennan er að fara með mann!
Ég verð að segja það að ég vona að þið náið að vinna þetta mót. Vil samt byrja á því að segja að ég hef aldrei skilið þetta hatur á milli United og Liverpool hérna heima á klakanum, skil það alveg að menn séu með það úti.
En ég vona að þið náið að klára þetta frekar en City, einfaldlega vegna þess að ég þekki engan City stuðningsmann, á meðan fullt af góðvinum mínum eru Púlarar sem hafa aldrei fengið að upplifa Premier League titilinn.
Svo á svona fótbolti eins og BR er að spila skilið að vinna titla, skemmtilegur bolti.
#67
Við erum að tala um 18 stig á Arsenal í 9 umferðum, það er rosalegt.
þvílík geðshræring sem þessi leikur var. Ótrúlegt hvað maður fær mikið í magann á móti liðunum hans big sam. Ég las einhversstaðar fyrir leikinn að liv væri actually með mjög gott record á móti liðunum hans undanfarið en það breytti þó ekki því að við þurftum að grafa djúpt eftir þessum sigri en hann var líka þeim mun sætari fyrir vikið.
Dómgæslan í þessu sporti og þá sérstaklega í englandi (get ekki tjáð mig um aðrar deildir þar sem ég horfi takmarkað á þær) er ekki nægjanlega góð og eiginlega til skammar. Það á og má ekki vera þannig að það sé undantekning þegar leikur fer fram og engin gerir sérstakar athugasemdir við dómgæsluna. Sumir segja að þetta sé hluti af leiknum en mér finnst þetta vera ferlega oft sem þessi umræða á sér stað og hún skyggir á aðalhlutinn þ.e. leik liðanna. Stóri sam komst ágætlega að orði eftir leikinn um hans sýn á dómgæsluna yfir höfuð í englandi en hann taldi það virkilega vera umhugsunarefni hversu oft fyrirsagnirnar snúast um dómgæslu (þó svo að hann hafi verið að tuða yfir seinna vítinu).
Ég vil sérstaklega hrósa tveimur mönnum en það eru Gerrard og Rodgers. Fyrirliðinn á flottan leik og skilaði tveimur vítaspyrnum í hús af öryggi og það er svo mikið meira en að segja það að ná að negla þessum vítaspyrnum inn á svona tímapunkti í deildinni. Þetta er einfaldlega stórkostleg frammistaða hjá fyrirliðanum og hann er að gera svo mikið meira en hægt er að ætlast til af honum, svei mér þá ef aðdáendur annarra liða eru ekki hálfpartinn farnir að vona að hann taki dolluna því hann á það svo mikið skilið. Rodgers gerði snilldarskiptingu með því að setja Lucas inná, ekki það að Coutinho hafi verið eitthvað mjög slakur þá var bara hans hlutverk of erfitt m.v. uppstillingu west ham og því afar erfitt fyrir hann að búa eitthvað til af viti.
Aðeins á neikvæðu hliðina þá fannst mér Flanagan og Sturridge eiga afar dapra leiki. Flanagan missti ítrekað menn framhjá sér og í eitt skiptið skilaði það hornspyrnunni sem leiddi til jöfnunarmarksins. Mér fannst hann bara mjög slakur varnarlega en hann má eiga það að hann gerði virkilega vel í að sækja vítið og mjög gaman að sjá hann sýna þennan sóknarskilning. Sturridge var aldrei heitur í þessum leik og misnotaði illa þau færi sem hann fékk. Erfitt að segja hvað það var en vonandi nær hann að fríska sig við á móti city.
Ég held að liðið sé alveg tilbúið að mæta city. Þrátt fyrir stórkostlegan leikmannahóp þá eru líka veikleikar hjá city liðinu og með bandbrjálaðan Anfield á bakvið okkur þá getur allt gerst. Ég held að sá leikur verði virkilega skemmtilegur fyrir knattspyrnuáhugamenn að sjá og ætla ég að reyna að njóta hans þrátt fyrir að stressið muni væntanlega valda nettri ógleði. Það er bara svo frábært að liðið skuli með þessari stórkoslegu spilamennsku undanfarna mánuði verið búið að koma sér í þessa stöðu því svona leikir hafa verið alltof sjaldséðir fyrir stuðningsmenn liv undanfarin ár.
YNWA – Make us dream.
Ef maður væri guðlegur og gæti breytt einu atriði í þessum leik, þá hefði ég látið Suarez sneyða hann innundir samskeytinn frekar en í slána og sett það svo á repeat showing eftirá!
Ég leyfi mér ekki einu sinni að trúa því að Liverpool verði enskur meistari, það er eitthvað svo súrealískt. Svo hugsar maður, ef ekki núna hvenær þá? Ef það veltur á síðustu umferðinni þá skrái ég mig í tíma hjá sálfræðingi og fæ eitthvað róandi hjá honum. Ímynda sér svekkelsið ef það tapast þar. En þetta lið hefur svo löngu sannað sitt gildi að maður hefur alveg eins trú á að þeir geti klárað þetta.
5 mest krúsjal leikir LFC í 25 ár eftir…. plííís 😉
SteinarI, fyrst við erum nú í Guðlega fílingnum, þá getum við alveg eins haft þetta tvö atriði.
MOTD: http://www.footballorgin.com/2014/04/premier-league-2013-2014-bbc-match-of_7.html
Leikurinn: http://www.footballorgin.com/2014/04/premier-league-2013-2014-west-ham-v.html
Frábært í MOTD btw, Godfather dæmið með Allardyce. 🙂
Mjög ánægður að Gerrard hafi sloppið í gegnum þennan leik án þess að fá spjald, margir sem vildu sjá hann hvíldan í dag en sem betur fer er Rodgers ekki að kíkja á íslenskar spjallsíður í leit að ráðgjöf því ef hann hefði ekki verið í dag er ég viss um að leikurinn hefði tapast. ERGO, ekki bekkja þína bestu leikmenn útaf einhverju sem gæti eða gæti ekki gerst. Whatever happens, happens.
Ég varð að horfa á leikinn með son minn í fanginu með hita.Vegna þess þá lækkaði ég nánast alveg í sjónvarpinu því ég á það til að reka upp ósjálfrátt gól þegar okkar menn skora.
Fellur ekki alltaf vel í kramið hjá fjölskyldunni en svona er þetta.spennustigið er orðið of hátt til þess að maður góli ekki upp fyrir sig
Fyrsta sinn sem ég hef nagað neglurnar með magasýrum-
en… 3 stig í hús eftir 90 daga leik að mér fannst. Ekki gefins.
Símon stóð alveg af sér löðrunginn en þegar hann [Andy- innskot blaðamanns] heldur ofbeldinu áfram og fer í hendurnar á Símoni þá var hann orðinn síbrotamaður, og það á einni sekúndu. Að reyna að sletta þessu á Skrölta sem kom aftan í hann er firra- Andy teygir sig svo mikið að ég vona að hann hafi hlotið kviðslit. Ég er semsagt súrari útí Andy en dómarann þar sem ég leyfi mér fordóma í garð fíflsins- svo fínt að hann sé farinn- það var erfitt að leggja fæð á mann sem lék fyrir Liverpool- og stundum sæmilega jafnvel, kannski… Búnað gleyma
En við erum ekki búnir að fá á okkur nema 1 marki meira en Kristalshöllin í 14. sæti sem er fínt…. Haha hversu dásamlegt að getað trónað á toppnum með þá staðreynd á bakinu!?
Næstum því jafn dásamlegt og að hafa 3 menn sem skorað hafa SEXTÍU&ÞRJÚ mörk sín á milli!!
Þú röltir ekki einn kallinn minn
Þetta lýsir ágætlega hvar við erum 🙂
This title challenge is ruining our joy of making the top 4 God damn it!
Ætlar enginn að vekja mig??? 😀
@ 69
Ég er á því að liðið 1990 sé sterkara en liðið okkar í dag. Einfaldlega mikil breydd og reynsla í því liði. Varnarlínan var mjög solid, miðjan sú sterkasta á Englandi og að skora mörk var ekki vandamál með leikmenn eins og Rush, Barnes og Beardsley á fullu.
Á þessum árum vorum við kóngarnir á Englandi og var liðið fullt af stjörnum en á móti kemur þá var fótboltin allt öðruvísi, það mátti senda á markman og leikurinn var oft hægari en í dag en það kom ekki í veg fyrir að liverpool spilaði frábæran fótbolta þar sem þeira aðalsmerki var að halda boltanum innan liðsins.
Þar sem ég var aðeins 9 ára þegar þetta gerðist þá var maður alinn upp við að liverpool væri alltaf að vinna þennan bikar og var það ekkert stórmál að sjá þá lyfta þessum bikar(mann eiginlega meira eftir því þegar maður hlustaði í útvarpinu árið á undan á leik liverpool og Arsenal og feldi maður nokkur tár eftir þann leik og neitaði að fara að sofa).
En byðin hefur verið löng og hvort sem hún endar á þessu tímabili eða einhverntíman síðar þá get ég lofað ykkur að þá verður fagnað í c.a heilt ár
3 stig – við getum ekki beðið um meira.
Mjög jákvætt að Gerrard hafi komist í gegnum leikinn án þess að fá spjald og mjög mikilvægt að liðið komst í gegnum leikinn án meiðsla.
Flanagan var góður sóknarlega, hörmulegur varnarlega. Lét gabba sig uppúr skónum með einföldustu hreyfingum sögunnar, en ég er ennþá með honum í liði, lýst vel á hann. Sturridge og Coutinho ekki að finna sig, Sturridge virtist pirraður og Coutinho stressaður. Hálfleiksskiptingin var sennilega besta skipting tímabilsins til þessa, Lucas snéri leiknum gjörsamlega við.
Suarez óheppinn að markið hafi ekki verið 5 cm fjær, þá hefði hann sett 2 gullfalleg mörk.
Gerrard.
Sterling fáránlega góður, verður bara betri og betri og sjálfstraustið skín af honum. Hendo ágætur, ekki meira en það. Mjög gaman að sjá Sakho koma inn í liðið aftur, átti mjög fínan leik, en Skrtel var samt algjört naut og fær 10 í einkunn frá mér. Johnson solid.
City-leikurinn verður allt öðruvísi, ég er strax farinn að finna fyrir hnútnum í maganum sem mun stækka næstu dagana. Hversu ljúft verður að heyra Anfield singja YNWA þegar leikmennirnir eru að ganga inná völlinn og gera sig tilbúna í slaginn, ég allaveganna get ekki beðið.
FORZA LIVERPOOL!
verður podcast í kvöld?
Nr. 85 Páló
Já þáttur í kvöld.
Hugs for everyone!
[img]http://i.minus.com/i0EXTV6Rx7ieM.gif[/img]
Gott að það eru bara bikarúrslitaleikir eftir, Gerrard spilar alltaf vel í úrslitaleikjum.
Ég er í svo miklu tilfinningarússi þessa dagana að ég veit varla hvernig ég á að haga mér. Stór hluti af mér segir að við munum klára mótið 14-0-0 EN hluti af mér segir mér að róa mig, slíkt eru bara draumórar.
Neil Jones skrifar frábæra greiningu á leik gærdagsins og bara fyrsta setningin hittir naglann algjörlega á höfuðið, “This side doesn’t do excuses, it wins matches”.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/west-ham-1-liverpool-fc-6928793
Sigurinn á WH var algjörlegt þrekvirki og miðað við það sem maður hefur lesið að þá er þessi klúbbur ekki bara að spila leiðinlegasta fótbolta Bretlandseyja heldur er hugarfarið þeirra rotið. Hækka hitann í búningsklefanum, ekki bleyta grasið, láta liðið okkar parkera rútuna langt frá vellinum og svo auðvitað svindlhegðunin sbr. carroll. Þvílíkur aumingjaskapur hjá þessu liði, þetta minnir mann á handboltalið frá A-Evrópu í gamla daga en ekki stórklúbb í ensku premíunni.
Þessi dómur í jöfnunarmarkinu hjá WH er rannsóknarefni. Línuvörðurinn greinilega sá eitthvað og flaggaði, ekki var hann að flagga til að segja að hann sá markið löglegt, er það? Mér finnst að carroll eigi að fá bann fyrir óíþróttamannslega hegðun eða er þetta eitthvað betra en að bíta í arm. Svo segir þessi gutti að menn eru alltaf með hendurnar upp í loftinu og einhver staðar verða þær að vera, þvílíkur hræsnari og greinilegt að hann er mjög bitur, skiljanlega kannski miðað við hvernig ferillinn hans hefur snúist við. Auðvitað dansa limirnir eftir höfðinu og feiti Sam toppaði allt það skítlega sem hægt var með því að segja í viðtölum eftir leik að það hefði hallað á þá, segðu okkur annan betri mr. tyggjóhaus 🙂
En liðið okkar er svo einbeitt þessa mánuðina að þeir myndu hlaupa niður steinvegg til að nálgast markmið sitt, þetta sigurviðhorf er stórkostlegt vopn sem fleytir okkur langt, hvort það dugar 11.maí verður bara að koma í ljós. Allavega virðast man city fá ansi duglega aðstoð hvað varðar rangstöður í vetur, það er það eina sem ég kvíði leiknum á sunnudaginn. Að öðru leyti er ég 100% á þvi að við klárum þá á Anfield!
Þetta tímabil er draumur og ég vil ekki vakna upp, nema með EPL meistaratitilinn í höndunum!
Væri til í að sjá tölfræði yfir hversu margar tæklingar Gerrard hefur átt frá síðasta vika spjaldi sem hann fékk. Hann hefur klárlega verið að passa sig en það er ekki eins og að það sé að hafa úrslita áhrif á frammistöðu hans. Þvílíkur leikmaður, hann aðlagar sig bara að öllu sem þarf. Magnað!
Hvernig er það með vellina, er engin staðall sem dómarar verða að fylgja varðandi þá á leikdegi? Hversu hátt grasið er, vökvun og þess háttar. Nú sá maður Pulis og co í CP gera þetta í síðustu viku gegn Chelsea og svo feita Samma núna á móti okkur. Mega félögin bara hafa þetta eins og þeim sýnist svo framarlega sem völlurinn er ekki eitt forarsvað eða eitthvað álíka.
Það eru til mörg tilfelli þar sem reynt er að trufla/pirra andstæðinginn með einhverjum svona brögðum og reglur tengdar þessu eru ekki brotnar heldur beygðar.
Held meira að seigja að munurinn á búningsklefunum á Anfield sé ekki ósvipað dæmi 🙂
Sæl öll…..
Vá vá hvað mér létti þegar þessi leikur var búin, ég var að vinna og frétti ekki af úrslitum fyrr en undir lokin og þvílík gleði. Ég kom við í búð á leiðinni heim og keypti í köku sem ég færði vinnufélögunum það vakti líka mikla gleði.
Tímabilið fyrir mér er fullkomnað við endum í topp 4 sem er eitthvað sem við stefndum að, ef hitt ( sem ég þori ekki að hugsa um né tala um) verður að veruleika ja…þá eiginlega veit ég ekki hvað ég geri jú líklega fer ég að gráta af gleði og fer svo út og öskra en ég ætla að geyma þetta þar til tímabilinu lýkur.
Mér finnst að enska knattspyrnusambandi ætti að kanna með aðbúnað gestaliðanna hjá West Ham svona getur ekki verið leyfilegt…en nei þeir gera það ekki frekar en að kanna hvort dómarinn sem dæmdi um helgina sé bæði blindur og heyrnarlaus og kannski með greindarvísitölu á við stofuhita.
Það sem einkennir meistara er meistaraheppni og er það ekki það sem einkennir okkar lið?
En rauðklæddu stríðsmennirnari okkar eru að sýna okkur það um hverja helgi að þeim finnst gaman að spila fótbolta og því sterkari sem andstæðingurinn er því betur spila þeir.
Hvort svo sem bikar verði lyft á Anfield 11. maí eða ekki þá eru þeir sigurvegarar og framtíðin er þeirra björt og glæsileg og við stuðningsmennirnir fáum að njóta þess með þeim.
Heiti hér mér að Strandarkirkju að ef mínir menn sigra á sunnudaginn þá greiði ég með bros út af eyrum og skelli í eina köku fyrir samstarfsfólkið….
Þangað til næst
YNWA
Ég get svo svarið það að ef Flanagan væri tanaður, aðeins fallegari, og héti kannski eitthvað einsog Mkhitaryan eða Konoplyanka og væri keyptur á 20 millur væri enginn að kvarta undan honum fyrir lélegar frammistöður. hvað meira þarf hann að gera fyrir ykkur?
Það mætti halda að það væri allmikil eftirspurn eftir miðum á Liverpool – Newcastle: https://www.gofootballtickets.com/leagues/english-premiership/liverpool-tickets/liverpool-v-newcastle-united 🙂
Hérna er Gerrard gegn West Ham: https://www.youtube.com/watch?v=GqEMAeNPw2w
Þessi sending á Suárez, úff maður! Þvílíkur snillingur sem kafteinninn er.
Flanno #94
Já bara ef hann héti Flanninho eða Flannitaryan 😀
Siggir Garðars #92 hefurðu komið í klefana á Anfield? Gestaklefinn er talsvert betri get ég sagt þér.
Ég sakna Sigríðar. Hvar er Sigríður? Langar að fá hennar take á þetta alltsaman 🙂
Halló halló
#99#…ég er hér …skrifaði nr 93 sem Sigríður G…..
Usss miði í kop á Liverpool – Newcastle á rúmlega 6000pund. Það er rosalegt helvíti.
Nr. 101
Fullkomlega bilað verð í gangi á þessa síðustu heimaleiki, lækkar líklega töluvert ef við verðum ekki í séns á titlinum í lokaumferðinni.
Á móti, ef það er séns og hvað þá ef þetta hefst þá er 600 pund gjöf en ekki gjald.
Man t.a.m. eftir 190.þús til Istanbul 2005. Hljómaði alls ekki mikið eftir þann leik. (Steinhaldiði kjafti Steini og EÖE).
Get samt huggað mig við það að hafa ekki gert eins og Siggi Hjaltested sem gaf konunni miðann SEM HANN ÁTTI þar sem hann þurfti að læra undir próf 🙂
Istanbul var gjöf en ekki gjald Babú minn 🙂
Svo er hægt að bæta við Sigga Hjalt söguna að hann féll á prófinu, enda reikaði hugurinn ávallt í leikinn sem var að fara fram um kvöldið sama dag og prófið.
Miðinn til Istanbul var 140þ.
Steven Gerrard er með 8 mörk og 3 stoðsendingar í síðustu 10 leikjum í deild. Held hann vilji þennan titill svoldið mikið! ! Besti miðjumaðurinn í EPL á þessu tímabili. Maðurinn verður 34 ára gamall eftir nokkra mánuði.
Liverpool u21 var rétt í þessu að vinna 0-1 sigur á útivelli gegn Chelsea og er þar með á toppnum með 41 stig.
http://www.premierleague.com/en-gb/matchday/barclays-u21-premier-league-tables.html?paramYouthStage=NATIONAL
Hvernig er það kemur þáttur í kvöld? Bíð frekar mikið spenntur 🙂
Ætli þeir séu ekki bara að taka hann upp í þessum töluðu orðunum…
Kominn inn! 🙂
Nóg að gera fyrir þig Daníel eftir þennan þátt.
Þetta er með ólíkindum. Manni finnst bara örstutt síðan að umræðan var á því plani að mannskapurinn væri ekki nógu góður til að keppa um fjórða sætið. Ég er sannfærður um að ef 3 stig koma í hús um næstu helgi þá verðum við meistarar. Chelsea er að misstíga sig og mér sýnast sálfræðibæklingar Móra á þeim bænum sem hann sendir í áskrift til fjölmiðla ekki vera að skila sér til leikmanna. Það virðist ekki duga að tuða endalaust um að þeir verði ekki meistarar. Kannski eru leikmenn hans farnir að trúa því! Vonandi.
Man City verða komnir með bakið afar þétt við vegginn eftir sigur okkar liðs og þó þeir eigi ennþa 2 leiki á okkur verða þeir heilum 7 stigum á eftir okkur. Það setur gríðarlega pressu á þá enda hafa þeir þá líklega NÚLL svigrúm til að misstíga sig í síðustu 6 leikjunum. Maður hefur nú sagt í langan tíma…”Nú er komið að mikilvægasta leiknum á tímabilinu.” En, nú er ég þess algerlega fullviss um að næsti leikur, gegn City, sé sá allra mikilvægasti!
Dömur mínar og herrar. Ég trúi að við vinnum næsta leik. Það er komið að því að vinna City eftir marga leiki við þá þar sem uppskeran hefur verið heldur rýr þó við ættum mun meira skilið. Fyrir vikið verður þetta sætari sigur á sunnudaginn hjá okkar hetjum. En þetta verður nailbiter, þetta verður mikið stress. Reynum að halda rónni en njótum augnabliksins…kannski samt betra að hafa hjartatöflurnar til reiðu.
Við verðum meistarar.