Byrjunarliðið gegn Norwich mætt

Einhvern tíma síðustu dagana var settur upp frasinn um að “þetta margir úrslitaleikir” séu eftir.

Oft hefur þetta verið nokkuð eingöngu klisja, en guð á himnunum hvað þetta er ekki klisja hjá okkar mönnum.

Vikan hefur verið liðinu einfaldlega ótrúleg og það sendir út hrikalega sterk skilaboð að taka þrjú stig á Carrow Road í dag.

Rodgers hefur valið það lið sem hann telur líklegast til að ná stigunum með heim og er eftirfarandi:

Mignolet
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Allen – Gerrard (c) – Lucas
Sterling – Suarez – Coutinho

Á bekknum: Jones, Toure, Agger, Cissokho, Moses, Alberto, Aspas

Þetta lið lítur vel út. Sjáum hvernig uppstillingin er og höfum hana hárrétta eftir leik, set þetta upp svona núna.

Elsku drengirnir okkar, allar okkar vonir og draumar liggja í fótum ykkar dásemdarpungar.

MakeUsBelieve #WeGoAgain

128 Comments

  1. Hef aldrei í lífinu verið jafn spenntur fyrir fótboltaleik og það gegn Norwich. Vonandi höldum við haus og náum í dýrmætustu 3 stig í deildinni á þessu árþúsundi.

  2. Veit einhver hvar er best að horfa á leikinn á Ísafirði? Ég er tveimur of spenntur fyrir þessum leik :O

  3. Er drullusmeykur við þennan leik og held að við töpum honum…

  4. Sælir félagar

    Ég legg ekki meira á ykkur, mig né nokkurn mann. Er að farast úr spenningi, tilhlökkun og vongleði. Ég trúi!!!

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Flott solid lið og núna þurfum við bara að reyna við 3 stig í dag og koma okkur í þægilega fjarlægð frá Chelsea(breyttir engu í sambandi við Man City).

  6. Er alveg rosaslega stressaður fyrir þennan leik. Erfitt að þurfa að gera tvær breytingar á byrjunarliðinu en þetta eru þeir tveir leikmenn sem ég hefði sett inn í liðið í staðinn fyrir Sturridge og Henderson.

    Það er alveg ljóst að nú snýst þetta 90% um taugarnar. Það sást greinilega í síðustu leikjum City og Chelsea að taugaspennan er svo sannarlega farinn að kicka inn. Hef mestar áhyggur af því að spennan beri okkar menn ofurliði og leikmenn eins og Suarez fái rauða spjaldið í leiknum. Sem betur fer er spennustigið líka mjög hátt hjá Norwich, sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

    Við eigum fjandakornið að landa þessu. Gæðamunurinn er svo gríðarlegur á þessum liðum. Tek Sigkarl á þetta og spái 1 – 3 (Suarez 2 og Gerrard 1 úr víti).

    Poetry in motion

  7. Ver? bara a? vi?urkenna eitt a? þa? er ekki á hverjum degi sem ég fer í messu á páskadag og hva? þá jafn kví?inn og spenntur. Veit a? meistari Stevie G eigi eftir a? gera þessar 90 min eftirminlegar. #YNWA Gle?ilega páska

  8. Úff…vona að ég lifi þennan leik af …bara til að kveljast áfram næstu vikur. Hefði aldrei ímyndað mér að vera svona spennt vegna leiks við Norwich en ég væri ekki spenntari þó það væri Real Madrid eða Barcelona sem mínir menn væru að mæta.

    Vona bara að stríðsmennirnir mínir stingi upp i ónefndan þjálfara(fyrsti stafurinn er Mourhino) og sýni honum að þeir eru vel að þessari velgegni komnir.

    Nú er leikurinn í þeirra höndum og fótum og ég hef meira en fulla trú á þeim en heiti samt á Strandarkirkju og lofa kökum og pizzum hægri vinstri( fer ekki að taka neina áhættu.)

    KOMA SVO MAKE US DREAM

    Þangað til næst
    YNWA

  9. Skyldu sigur!!!!!!!!!!!!!!

    You Never Walk Alone!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  10. Allen og Lucas verða hungraðir. Liverpool verður með 4 til 5 mörk.

  11. Gleðilega páska drengir, á von á ánægjulegum degi.
    Það verður smá streð held ég að koma inn fyrsta markinu en eftir það opnast vonandi flóðgáttir.
    I Belive

  12. Það ma ekki vanmeta neitt lið i EPL en að þvi sögðu þá fer þessi leikur 1 _6

  13. Ég vona að þetta verði demantur með Coutinho fremstan, Sterling og Suarez frammi. Finnst Coutinho ansi takmarkaður kantmaður/kantstriker, eins góður og hann er á miðjunni.

  14. Gleðilega páska

    Hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir leik
    held að við tökum þetta 1-3 Suarez með 2 og Lucas 1 vona að allir eigi góðan dag

    Áfram Liverpool

  15. Nú sést hvað breiddin er litil. Vonandi verður það okkur ekki að falli.

  16. vá…þessi bekkur hjá okkur er bara drasl fram á við…þrír varnarmenn og svo vara vara varamenn

  17. Eru þið að grínast!!! Þvílik byrjun og hrikalega er þessi drengur að standa sig. Algjör gullmoli.

  18. Mikið rosalega var þetta fallegt mark hjá litla snillingnum Raheem Sterling!

  19. vá….núna hræddi ég litlu börnin og vakti eldri börnin….konan heldur hvort eð er að ég sé geðveikur 🙂 😀

  20. Travelling Kop FTW!

    Þvílík gæsahúð þegar þau kyrja “we’re gonna win the league….”

    Ég er ekkert minna stressuð þrátt fyrir þessa stórkostlegu byrjun!

  21. Flanagan-Sterling-Suarez
    Eigum við að ræða þessa sókn eitthvað?
    Flanagan í landsliðið 🙂

  22. Joe Allen er að heilla mig ekkert smá núna, geggjaður alveg. Hvar er Lucas þó?

  23. Suarez getur bara ekki hætt að skora gegn Norwich og kominn með 30 mörk. Ótrúlegur.
    Mikið vona ég að þessi leikur haldi svona áfram. Þá verða þetta bestu páskar ever 😉

  24. Ég hreinlega skil ekki að Ruddy hafi ekki bara meldað sig veikan í dag.

  25. jæja drengir og stúlkur, Game over. Suarez er kominn á bragðið og honum finnst Norvich steikin bara langbest og honum langar í meira

    94 mörk komin, Surez kominn í 30 mörkin í deildinni

    hvaða met falla næst? 🙂

  26. þvílík unun að horfa á þessa meistara spila fótbolta, þetta er allt svo nákvæmt og hugmyndaríkt að maður á ekki til orð. Þetta er bara allt öðruvísi bolti en nokkuð annað lið í heiminum er að spila, Barcelona hvað? komast ekki með hælana þar sem við erum í dag

  27. #36

    Lucas er defensive midfielder … Þeir ru oft lítið áberandi þegar andstæðingurinn kemst ekki fram að miðju… 🙂

  28. Djöf… er maður ánægður með baráttuna hjá Allen. Vonandi er hann búinn að finna sig drengurinn og haldi svona áfram. Væri nú ekki leiðinlegt að sjá hann setja einhvern mörk. Þá væri hann orðinn alvöru.

  29. Stórkostleg byrjun, leikgleðin skín af okkar mönnum. Mikið væri gaman að slátra norwich duglega í dag!

  30. Norvich verða sprungnir með þessu áframhaldi. Þeir eru ekkert smá að elta okkur og setja rosalegan kraft í það. …. Sko Allen, alveg til í að leyfa þér að reyna 🙂 Held að það sé mark í Allen í dag

  31. Þetta er ekkert annað en tígulmiðja. Sterling er svo miðsvæðis og Cout svo ofarlega.

    Tek undir með öðrum. Allen að blómstra!

  32. Flott byrjun og Sterling er frábær, hann getur allt. En við þurfum að ná þriðja markinu til að ég sé rólegur.

  33. Norwich menn að grafa djúpt í sjálfa sig… reyna að búa til eðjuslag… eðlilegt… kæmi mér ekki á óvart að þeir settu mark á okkur.

  34. Enn og aftur er eins og Johnson nenni þessu ekki, þarf að hætta þessu hálfkáki!

  35. Bara það hvernig þeir losa pressu úr vörninni er listrænt 🙂 Þvílík unun að horfa á. 🙂

  36. voðalega þarf þetta að vera erfitt, allar neglur búnar. Maður er orðinn allt of góðu vanur á móti Norwich. En við þurfum 3-4 mörk til að ég verði rólegri. Vörnin er reyndar búin að vera fanta góð og menn spila af miklu öryggi út úr henni.

  37. Hefði alveg verið til í að sjá Agger þarna í dag. Margfalt öruggari á boltanum en Sakho. OG við söknum Henderson í stað Lucasar. Annars er allt bara æði.

  38. Alveg rólegir, þetta er búnað vera góður leikur, við höfum verið að spila boltanum út úr vörninni, erum stórhættulegir þegar við komum hratt fram. Þeir sem hafa spilað fótbolta vita að það er erfitt að spila 90 mín á þessu tempói. Það er eðlilegt að menn slaki aðeins á og nái andanum, sérstaklega þegar staðan er 2-0 og við með þennan leik algjörlega í okkar höndum…

  39. Er að fíla Lucas svona ofarlega á vellinum. Kann hápressuna upp á 10. Allen líka að koma frábær inn, þvílíkt touch hjá honum í færinu. Er ekki lífið dásamlegt? Ég bara spyr. #wegoagain

  40. Algerlega frábært, frábært! Langt, langt fram úr væntingum.

    Verð samt ekki rólegur fyrr en 3. markið kemur. Allen stórkostlegur, Sterling er bara ekki í þessum heimi, þvílkur leikmaður og aðeins 19 ára!

    Baráttan í liðinu er stórkostleg og miðjumenn okkar, Allen og Lucas og Gerrard, djöflast í Norwich mönnum.

    Það er svo greinilegt að hungrið er gríðarlegt í liðinu. Það eru samt erfiðar 45 mínútur framundan. Koma svo LFCf!!

  41. Allen er gjörsamlega að fara á kostum, en er ég einn um það að finnast fótavinna Sakho hálf kjánaleg, það er eins og hann sé meiddur í hnjánum eða eitthvað þegar hann er að meðhöndla boltann.

  42. Þvílík tilfinning og sæla að sjá Sterling hlaupa til Brendan og fagna markinu sínu. Okkar stóra fjölskylda 🙂 YNDISLEGT ! ! !

  43. Tja sakho fékk vonda sendingu á sig, tók illa á móti og fékk 2 gaura beint á sig.
    Ekki kannski meistarataktar en búrið er hreint.
    Hef enga trú á að Norwich haldi út á þessu tempói, styttist í 0-3.

    Koma svo drengir, make us proud !

  44. Erum enn 2-0 yfir , Jú vissulega eru norwich bunir að komast betur inní leikinn en þetta er lið sem er að berjast fyrir lífi sínu að halda sér í deildini og á heimavelli , Þetta var aldrei að fara vera auðvelt. En frábær staða í hálfleik samt.

  45. #61 ég er allveg sammála með Sakho. Við töluðum að Cissoko væri alltaf eins og hann væri að detta, Sakho er bara alveg eins. mjög skrítinn í fótunum einhvern veginn, en ef hann stendur sig þá má hann ganga á höndunum mín vegna 🙂

  46. Klassa byrjun, ágæt rest af hálfleik, sýnist eins og þetta sé bara meistaraupplegg frá Rodgers. Svo verður allt sett á fullt aftur í seinni hálfleik og leikurinn kláraður.

    Verð að tala aðeins um Young Raheem Sterling. Eins og ég vildi senda hann á lán og halda Stuart Downing þá hefur hann verið ótrúlegur núna eftir áramót. Það gerist margt á bak við tjöldin, t.d. lyftingar og séræfingar sem kannski gera menn tímabundið slakari en my oh my hvílík innkoma í þetta lið eftir áramót. Og í dag, mark á þriðju mínútu og stoðsending á tíundu. Ótrúlegur drengur. Kop þarf að fara að finna eitthvað til að kyrja um hann.

  47. Missti fyrsta korterið enn það sem ég hef séð þá vill ég við höldum áfram að sækja i síðarri hálfleik. Ég verð ekki rólegur þanagað til við skorum þriðja markið.
    Ég finnnst liðið spilla vel enn ég verð að segja Sakto getur verið frekar klaufi að finna samherja þegar hann er með boltann. Hann missti hann eitt skipti á stór hættulegum stað sem gat kostað mark.
    Enn annars bara halda áfram og bætta við mörkum.

  48. Svo er annað. Bestu leikmenn í næstum því liðunum eru keyptir upp af bestu liðunum, það er bara staðreynd og gangur fótboltans. Ef við endum á toppnum, þá fer enginn af bestu mönnunum okkar en við eigum eftir að plokka þá bestu frá liðunum fyrir neðan.

    Hver sagði að það væri kalt á toppnum???

    Mér er allavega funheitt 🙂

  49. SUAREZ sá fyrsti í 30 mörk síðan elsku RUSH, tímabilið 1986/87 🙂

    WUNDERBAR ! !

  50. Ívar: við áttum halda þeim báðum(Downing&Sterling) i Liverpool og sleppa fá Moses á láni.

  51. Allt í einu komumst við ekki yfir miðju, Norwich að brillera því við erum að leyfa það!

  52. Lá í loftinu…. nú þurfa okkar menn að grafa djúpt!!!!

  53. Getur einhver sagt mér afhverju Mignolet sé betri kostur enn Reina?

  54. Mingolet er bara ekki nógu góður markaður fyrir Liverpool hann hefur sloppið fyrir horn í vetur af því að við skorum svo mikið en hann er bara ekki nógu góður all round markmaður.

  55. Norwich búið að stjórna leiknum frá því á 10 mínútu. Markið lá í loftinu. Bakka alltof mikið og þessi markmaður er svo mistækur

  56. Grobbi hefur nokkuð til síns máls, markmaður að tapa bolta svona, úthlaup eru því miður ekki hans sterka hlið, þá er bara að vinna í því, það mun taka nokkur brotið rifbein, en , hey, verður að gera það. ! ! !

  57. Brendan verður að bregðast við núna….. strax. Er þeir fá að valsa um þarna í boxinu öllu lengur þá endar þetta með víti fyrir Norwich.

  58. Þetta mark hjá Sterling kom aðeins of fljótt. Ég var að gera mig kláran að röfla yfir því hvað Mignolet væri lélegur, já og bara liðið allt eiginlega.

  59. Frábært hlaup hjá Suarez til hægri sem galopnaði vörnina fyrir Sterling. Þvílík unun að sjá hvernig þeir vinna saman og að sjá allt þetta sjálfstraust sem þessi 19 ára rindill er með. Forréttindi.

  60. Það er betra að Mingolet geri mistök í þessum leik en þeim næsta…

  61. Getur Sterling ekki skorað bara beint í markið 🙂

    Norwich á samt hrós skilið, eru ekkert að fara að gefa okkur þennan leik, ef við girðum ekki í brók þá skora þeir aftur!

  62. Ætla nú ekki ad vera med neitt leidindaraus, en mig langar í Pepe Reina aftur!

  63. Þeim tókst að breyta þessum leik í die hard eðjuslag… Þetta lítur ekki vel út … 🙁

  64. Flott Agger inná að þétta vörnina. Mætti hafa komið inná fyrr.

  65. Þetta sýnir að Rodgers er ekki alveg jafn cool og menn vilja halda. Menn byrjaðir að bakka í vörn á 10 mínútu og fá það í bakið…. eins og gerist alltaf hjá öllum liðum

  66. Jæja, Suarez, þú ert vanur að skora á 40 mínútna fresti á móti þeim, your time is up, koma svo!!!

  67. jæja – ætli BR þyki jafn bráðfokkingnauðsynlegt að gera nýjan díl við Gjohnson? sjitt hvað hann kostaði okkur næstum því mark þarna! Væri til í að klóna Sterling og Gerrard núna til að hafa aðeins fleiri örugga á boltanum….

    púlsinn 314 slög á mínútu.

  68. Vorum við ekki að tala um að þetta væri fullkomið í dag ef Moses skoraði?

    Koma svo Moses og stöffa skítugum sokk upp í Móra ljóta

  69. Þegar Gerrard sagði “Exactly the same” varðandi þennan leik þá held ég nú ekki að hann hafi verið að meina það svona bókstaflega…

  70. Vá eins og þetta byrjaði vel. Skelfilega 84 mínútur, en það dugði!

  71. öruggur sigur,,einum færri,,,hvað er Lucas að gera inn á yfirleitt ? hvílíkur búðingur….

  72. Maður hefði nú alltaf tekið þriðja sætið fyrirfram 🙂

    Þrír úrslitaleikir eftir. Holy moly.

  73. Ekki datt ykkur í hug að við mundum fara auðveldlu leiðina?

  74. Þetta voru útkreist úrslit þar sem Norwich menn áttu allan daginn skilið hið minnsta jafntefli!!! But who cares…. þrjú stig í hús og draumurinn er miklu meira en bara draumur…. 🙂

  75. Nú vinnur Norwich bara næstu þrjá leiki og heldur sér uppi í deildinni 🙂

  76. Hvernig er hægt að leggja þetta á mann. Röddin farin, maður hálf klökkur og á síðan að mæta í eitthvað páskaboð á eftir. Enginn maður í það. Síðan er vika í næsta leik. Hvaða grín er það.
    Það er allavega ekki ofsögum sagt að það sé spennandi að vera Liverpool aðdáandi.
    Ætli félagi minn sem á miða á síðasta leikinn: Liv-New og á einmitt afmæli þá en hann verður 40 ára 11 maí. Ætli hann hafi bara ekki rétt fyrir sér að hann fái bikarinn í afmælisgjöf á síðustu stundu. Væri svo týpískt 😉

  77. Skil ekki þetta diss a lucas leiva mer fannst hann mjög góður i þessum leik horfið aftur á fyrstu 15-20 minuturnar. Hann vann boltann trekk í trekk framarlega á vellinum og eins og við vitum flest að það er mjög mikilvægt að vinna boltann þar og sérstaklega með eldfljóta menn i sókninni
    En góður sigur það var kominn taugatitringur i menn i seinni hálfleik og er það bara eðlilegt

  78. Sjáum bara til hverja Rodgers lætur fara í sumar. Það ætti að segja okkur mest um hverjir hafa ekki staðið sig.

Norwich City á páskasunnudag

Norwich 2 – Liverpool 3