Staðan er ekki flókin. Liverpool verður að vinna þennan leik, takist það þá lifir draumurinn áfram og pressan fer á City. Takist það ekki er þetta svo gott sem búið. Chelsea missteig sig í gær og þetta er þar með búið hjá þeim. Afhverju þeir gátu ekki skitið á sig á móti okkur eins og öðrum undanfarið er auðvitað alveg dæmigert.
Man City verður að misstíga sig einhversstaðar, það er morgunljóst. Rodgers var flottur í viðtölum í gær og talaði um að Liverpool gæti þess vegna unnið upp níu marka forskot Man City á Liverpool. Það er auðvitað ekki að fara gerast enda þarf liðið þá að skora a.m.k. 11 mörk og treysta á að City vinni sína leiki bara með einu.
Við hljótum að bera meiri virðingu fyrir Tony Pulis heldur en að trúa á svonalagað.
Byrjum á því að sigra þennan leik og sjáum hvert það tekur okkur. Til þess að afgreiða það verkefni velur Rodgers þetta lið.
Mignolet
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Gerrard
Joe Allen – Lucas
Sterling
Suarez – Sturridge
Bekkur: Jones, Toure, Agger, Coutinho, Aspas, Moses, Cissokho
Lucas er inni áfram en landi hans Coutinho víkur fyrir Daniel Sturridge. Eigum Coutinho þá a.m.k. inni á bekknum. Fátt sem kemur á óvart hérna.
Build-up fyrir þennan leik hefur ekki verið í nokkurri líkingu við City eða Chelsea leikina, þetta var þungt högg sem liðið fékk í síðasta leik og vonin dvínaði mikið, Everton hjálpaði auðvitað ekkert, trúi ekki að nokkur maður hafi haft trú á þeim. Pressan er minni núna sem er kostur og vonandi koma okkar menn dýrvitlausir til leiks.
Gerið ráð fyrir að missa vitið af pirringi í þessum leik, Tony Pulis hefur engu gleymt.
Held að allt tal um stórsigur séu draumórar. Yrði persónulega ánægður ef liðið næði að vinna þennan leik, enda held ég að City eigi eftir að misstíga sig.
Þurfum bara að hugsa um að vinna þennan leik og ekkert annað. Skiptir ekki máli þó að það sé 0-1 bara að taka 3 stig. City mun klikka!!!
lucas inni og Coutinho ekki virkilega hvað hefur lucas svona mikið að bjóða sóknarlega sá . Rodgers ekki síðasta leik.
Ingi held að Coutinho henti ekki í svona leik útaf það verða mikið um líkamleg átök
Finnst nú bara mjög snidugt ad hafa Lucas inná í byrjunarlidinu. Drengur sem getur stoppad skyndisóknir CP uppá sitt eindaemi, eiginleiki sem Coutinho hefur ekki beint í sér.
Treysti á thad ad framlínan okkar sé búin endurnýja teygjuna í teygjubyssunni sem slitnadi í upphituninni fyrir leik gegn Chelsea og gersamlega SLÁTRI lidi hins alhvíta Móra.
Stærsti sigur Liverpool á Tony Pulis er 4-0 vannst árið 2009 þegar Rafa var að stjórna liðinu. Torres, Johnson, Kuyt og N’gog skoruðu mörkin. Annars hefur Liverpool gert 5 jafntefli við hann sem stjóra unnið 4 og tapað 3. Þannig tölfræðin er nú ekkert svakalega með okkur i liðið. Brendan Rodgers hefur aldrei unnið Tony Pulis sem stjóri Liverpool.
lucas skorar i kvøld
annaðhvort 3-0 eða 0-6
drullusmeykur við þennan leik og held að við töpum honum…
Við vinnum, en við erum ekkert að fara að ógna markatölu city. vonandi náum við að skora fljott svo við fengum hugsanlega þá á okkur þar með myndi opnast bil á milli varnar og miðju hjá þeim sem snöggur framherjar okkar geta nýtt sér. ef það gerist þá gætum við unnið stórt, en liklegra er sigur með einu eða tveim mörkun, og stál í stál langt frameftir leiknum
Ég ber enga virðingu fyrir TP (gæti allt eins þýtt toilet paper)…
á einhver góðan link á leikinn?
Við tökum þetta og leikmaður ársins skorar tvö. Talandi um það.. maður er auðvitað mjög glaður að Suarez hafi verið valinn sá besti og Gerrard næst bestur. En hann fékk 52% atkvæða. 52%?? Ég hefði talið að 70-80% væri nær lagi.
Ég hef því litla ástæðu til að breyta skoðun minni á enskum fjölmiðlamönnum/rasshausum.
Suárez líklega að spila með einhverja kveisu, ef þið sáuð SKY upphitunina. Var hokinn með hendur á hnjám á köflum.
Lucas er flottur í að stoppa sóknir andstæðinganna en hann líka “góður” í að hægja á okkar sóknum! Ég sakna Henderson alveg gríðarlega!
Hvernig var þetta ekki víti? Hittir aldrei boltann og dúndrar í Johnsons…
GOOD MAN! ALLEN!
8
Hélt að 6 manna varnarlína væri mest að finna í Handbolta
Vel gert Allen, nákvæmlega það sem þurfti. Nú þurfa Palace að koma úr skotgröfunum. Engin aulamistök núna, takk fyrir!!!
Góður Allen, frábær blokkering.
Joe Allen besti maður vallarins hingað til.
Er nokkuð búið að selja Suarez….
Er það virkilega svo að menn telji að Lucas eigi að vera i liðinu.
Nú er rétti tíminn fyrir Mignolet gagnrýnendur að tjá sig…
Það er hörku helvítis stemmning á vellinum. (Allavega í Skysports1 útsendingunni)
Gott mark hjá Allen og þvíííílík varsla hjá Mignolet!!
Geggjuð stemming á þessum velli.
Koma svo Liverpool, annað fyrir hlé!!!
Reina heim!
NOT!!
Suarez eitthvað slappur að sjá,held að hann klár ekki þennan leik?
Frábær stemning á vellinum! Okkar menn á köflum mistækir með sendingarnar. Flanagan standa sig mjög vel og Joe Allen frábær á miðjunni að mínu mati!
Eitthvað voðalega slappur hálfleikur
Sjáiði hvað aspas er áhugalaus á bekknum??
Ágætis fyrri hálfleikur. Varnarlega virkar þetta nokkuð solid. Palace verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það sem helst vantar uppá eru gæði sendinga á síðasta þriðjungi. Sendingar ýmist fyrir aftan menn í hlaupum eða of langar. Næsta mark er crusial eins og leikurinn er að spilast. Ef Palace skorar gæti orðið erfitt að ná öðru markinu gegn þéttum varnarmúr þeirra, ef Liverpool skorar er held ég að mesti vindurinn verði úr Palace liðinu.
Palace eru flottustu aðdáendur andstæðinganna sem ég hef séð á Liverpool leik. Voru líka frábærir á Anfield og þá var liðið í djúpum skít.
Fullt af færum hjá liverpool í þessum leik og ættum við að vera búnir að skora fleiri.
Það sem er jákvæt er að þeir eru með 11 menn í varnarpakka fyrir framan markið og við erum að ná að opna þá trekk í trekk. Ég sá Chelsea mætta sama pakka um daginn og náðu engum árangri.
Nú er bara að ná að skora 3-4 í síðari og gefa okkur pínu von gegn Newcastle um næstu helgi.
Ég er Mignolet gagnrínandi. Hann er að vera þessi langskot eins og hann hefur gert frábærlega í allan vetur en það eru fyrirgjafir sem hann á í vandræðum með.
Sammála Babú.
Þvílíkt respect á Palace-aðdáendur, ótrúleg stemming þarna!
Á Sky var talað um það fyrir leik að Suarez hefði verið með læknirinn skammt undan í upphituninni og ræddu um það að hann liti alls ekki út fyrir að vera heill. En veikur Suarez mun alltaf nýtast okkur betur en heill Moses/Aspas.
Flottur fyrsti hálftíminn og eftir það erfitt. En mjög glaður að sjá liðið bregðast svo vel við Chelsea leiknum.
Og við skorum úr set-piece og Joe Allen af öllum. Þetta er fyrsta markið sem Palace fær á sig úr set-piece síðan Pulis tók við takk fyrir!
Fyrri 45 fínar, mikið vona ég að sá seinni verði eins!
Liverpool vinnur í kvöld, sama hvernig, bara þrjú stig takk. City vinnur sinn leik í vikunni, allt í lagi.
Við vinnum Newcastle um næstu helgi á meðan Kevin Nolan, Liverpool aðdáandi, mætir með West Ham á Etihad Stadium og ber sína menn áfram og hirða stig af City!
Liverpool Englandsmeistari 2014!
7
Stuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuurridgeeeeeeeee!!!!!
hvað er að gerast!!
6
Suuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuareeeeeeeeeeeeeeeeeezzz!!!!!
Dísussssssss………….ég trúi!
Heyrst hefur að þegar markvörður Palace heyrði að framlínan hjá Liverpool yrði Sterling-Suarez–Sturridge, hafi hann hringt á Þjóðskrána til að breyta nafninu sínu í Desperoni.
Einhver annar en ég búinn að taka eftir buxna og jakkakæknum sem BR er með??! Hílaríós!
Er suarez þá ekki búinn að jafna úrvalsdeildarmetið?
Segi það sama og Sigueina, er gagnrýnandi Mignolet en allir sem hafa vit á fótbolta sjá að hann er frábær shot-stopper. Það eru fyrirgjafirnar og leiklesturinn sem er vandamálið.
En það góða er að hann er ungur og í liði eins og Liverpool getur hann bætt þetta enda stór og sterkur. Maður sé bara hvað spyrnunar eru búnar að batna í ár.
Goggurinn #45
Brendan Rodgers er flottur….. alltaf!
Koma svo 3 -4 mörk i viðbót
Þetta var ekki diss á BR! Mér finnst hann flottastur. Það er engu að síður lel þegar hann tosar í buxnastrenginn, vaðlar svo jakkanum um sig eins og teppi og krossleggur svo hendurnar eins og badass.
OptaJoe ?@OptaJoe 8m
48 – Liverpool’s total of 48 away goals this season is the most in a single PL campaign (beating Man Utd with 47 in 2001-02). Surge.
Er ekki kominn tími á brassan litla.
Út með brassan stóra og inn með litla 🙂
Goggurinn #50
No hard feelings….. :0)
Fær Aspas að spila aftur fyrir Liverpool?
ég held að stórkostlegasta misskilning í hárheimi veraldar sé að finna á hausnum á Chamakh. Hvað í veröldinni??!!!
annars væri nú gaman að klára þetta 0:5
fáum færin tilðess… komasoh!
2. sætið tryggt núþegar… just sayin 🙂
Skiptingu takk strax ….
Skiptingin átti að vera komin fyrir löngu síðan. Með 6-0 sigri væri möguleikinn fyrir lokaumferðina orðinn þokkalegur enda skelfilegt Newcastle lið að mæta á Anfield í lokaumferðinni.
Þið eruð að grínast í mér, 2 mörk í röð hjá Palace, hvað er í gangi?
Skil ekki BR núna. Menn örþeyttir. Algjörlega þjálfaranum að kenna.
þetta getur gerst þegar við ætlum að skora 10 mörk! Nú þarf að halda haus
þiggja sigur
Er þjálfarinn að falla á prófinu.
Slakið á við vorum aldrei,ALDREI að fara að vinna upp markamuninn,bara taka stigin og vona að city klikki einhvers staðar á leiðinni!!!
Glen Johnson er hræðilegur varnarmaður!
Hvaða rugl er í gangi
….jæja
vel jinxað #57
Hvað var Skrtel að gera??
AAAAAAAANDDDDDDSKOOOOTINNNNNN! Helvítis helvíti
Það er nefnilega það!
Jesús. Einfalt mál.
Jesús.
Coutinhio er buinn að vera verri en enginn siðan hann kom inna.
Svona gerist þegar littlu liðin þola ekki pressuna! dises crist!
Díses fokking kræst hvaða djöfulsins drulla er þetta þá er það endanlega farið.
Blaðran sprungin!
Dauði og djöfull. Þetta er fokking crystal palace
Þetta er hið “svokallaða hrun”!!!
Hvernig er hætt að klúðra þriggja marka forustu.
Brendan er með þetta, kann ekki varnarleik
Hvað segi þið um þjálfarann. Þetta sáu allir að það þurfti skiptingu, feskar fætur.
Hrikalega er þetta svekkjandi!!! Mér er óglatt!!!
Er hægt að líta á þetta á annan hátt en klúður?
Þetta kallar maður að skíta upp á bak
Jol: Ég segi um þjálfarann að hann sé klassa þjálfari. Hann gat engan vegin séð fyrir að Johnson og Skrtel myndu skíta upp á bak.
Tony Pulis, anti kristur.
Þetta skrifast á Brendan, hann skipti ekki örþreittum mönnum útaf
Hvar eru mennirnir sem töluðu um ömurlegan fótbolta hjá Palace?
bull. miðjan er léleg í seinni hálfleik. liðið og þjálfarinn falla á prófinu “þrjú mörk og leikurinn er unninn” – bekkurinn er lélegur og við föllum á þreyttu aðalliði og þunnum hópi. einbeitingarleysi og panik.
stærra squad.
það þarf.
og
selja johnson. eða gefann. það hefur ekkert komið útúr honum sóknarlega í vetur. og það er ekki verjandi. því að ekki er hann varnarmaður góður – þá verður eitthvað að koma útúr honum fram á við.
það hefur ekki gerst.
en hei.
jafntefli í næsta leik og annað sætið er tryggt. hefðum tekið það fyrir ári. hell – hefðum tekið fyrir hálfu ári.
Til hamingju með titilinn City. Lið sem spilar svona varnarleik verður ekki meistari.
Við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er samt búið að vera frábært tímabil, ekki gleyma því kæru þjáningabræður og systur. Þetta er samt svo roooooslega sárt!
Krakkar… City Á eftir að tapa einum leik…
Snæþór: Hann átti að setja feskar fætur inná. Hann lærir af þessu.
Þetta er ömurlegt enn breytir ekki stöðunni að við eigum enn möguleika á titillnum. Þetta einfaldlega þýðir að við verðum vinna gen Newcastle og City verður að tapa einum leik staðinn fyrir jafntefli..
Algjörlega þjálfaranum að kenna
Liverpool á ekkert skilið eftir svona rugl eins og við sáum í kvöld.
Til þeirra sem eru hætt að trúa;
Þetta er ekki búið fyrr en það er búið!
þessi leikur var bara til að minna okkur á það, og City verða cocky
Persónulega finnst mér stuðningsmenn sem koma eftir hvern einasta tapleik og segja að þetta sé alveg þjálfaranum að kenna frekar þreytandi orðin frekar þreytt klisja. Auðvita skrifast tapið meira á leikmennina sem voru að skíta upp á bak í seinasta korterið í leiknum