Föstudagsþráður í júlí

Á þeim fimm dögum sem hafa liðið frá því hér var rituð fyrirsögnin “Hvað næst” hefur eitthvað borið á dagana, þó að vísu væri langbest að láta þráðinn heita bara aftur “Hvað næst – part two”.

Fyrst þá lauk sögu enn einna “ekki leikmannakaupa” í gær þegar Alexis Sanchez fór til Arsenal. Hann valdi sér einfaldlega það að búa í London og vinna með Wenger. Við buðum honum hærri laun og erum með betra lið, nú erum við í CL en hann ákvað samt að vera í höfuðborg Englands og þá bara hann um það strákurinn. Þetta er auðvitað þekkt staðreynd og hefur verið lengi við lýði að liðin í “meiri menningarborgum” eiga það til að vinna leikmannakapphlaup út á staðsetningu. Kannski bara ekkert óeðlilegt við það þó ég sé svekktur að missa af þessum strák. Hins vegar kemur mér á óvart að sjá Arsenal setja svo mikinn pening í lágvaxinn og fljótan framherja, hann allavega bætir minna lið Arsenal en hann hefði bætt okkar, þeir eru jú með býsna öflugar pílur í sínu liði. Svo á eftir að sjá hvernig Alexis svo gengur, hann er óstöðugur í leik sínum þó kannski það fylgi því að vera ekki fastur maður í byrjunarliði.

Annars eru okkar menn mættir til æfinga, utan þeirra sem tóku þátt í HM. Enginn af okkar leikmönnum var lengi í Brasilíu, sá eini sem var með liði í 8 liða úrslitum, Mignolet, spilaði ekki mínútu. Svo þeim er ætlað að mæta til Boston eftir níu daga og taka þátt í Ameríkutúrnum.

Alls konar spjall er á twitter með æfingarnar. Þar kemur oft fyrir að Emre Can sé sá sem menn eru spenntastir fyrir af þeim sem ekki voru í liðinu síðast og að búið sé að ákveða að Suso og Jordan Ibe taki þátt í undirbúningstímabilinu öllu til að ákveða með framtíð þeirra, þ.e. hvort þeir verði hjá okkur í vetur eða verði lánaðir út.

Af mögulegum brottförum þá er Suarez málið enn óleyst og sama fréttin um að það verði klárað “innan tveggja daga” kemur upp á hverjum degi. Nenni ekki að ræða það þó þið auðvitað megið það en í gær kom svo slúðrari á twitter um að Raheem Sterling hefði fengið úthlutað treyju númer 7 í vetur. Það væri nú í raun Öskubuskusaga um ár í lífi Sterling sem við verðum flest að viðurkenna að við vorum ekki viss um síðasta haust. Já og svo það að Suarez sé ekki lengur mynd á auglýsingum félagsins þá virðast sumir mein að það sé hluti sölubannsins.

Svo að þeim sem við erum að kaupa. Markovic virðist búinn að vera í læknisskoðun síðan á þriðjudag og Origi virtist myndaður á Melwood í vikunni. Þó fer tvennum sögum af því hvort Origi var að klára málin eða spjalla við yfirmenn LFC um hvort að Merseyside sé staðurinn.

Í gær og dag eru þó flestar fyrirsagnirnar tengdar áhuga okkar á Wilfred Bony framherja Swansea. Í raun býsna áreiðanlegir tístarar sem segja að við séum tilbúnir til að greiða klásúluna sem á honum er, 19 milljónir punda til að fá hann til liðs við okkur. Bony átti gott fyrsta tímabil í enska boltanum, skoraði 16 mörk og lagði önnur 8 upp. Ég persónulega væri til í að fá hann, finnst hann kraftmikill og með gott markanef en þó er ljóst að hann er ekki sérlega teknískur eða fljótur.

Svo er það vinstri bakvarðarmálið, Ben Davies liðsfélagi Bony er nú kominn upp á slúðurborðið en þó eru flestir og enn frekar þeir áreiðanlegu sem segja LFC enn vera á eftir Moreno og hyggist nota áhuga Sevilla á Iago Aspas sem hlut í þeim eltingarleik. Ryan Bertrand hefur dúkkað upp reglulega í umræðunni, hans klásúla er upp á 8 milljónir punda en við erum held ég nokkrir sem finnst það ansi dýrt.

Marca kastaði svo sprengju í gær þegar við vorum sagðir hafa boðið 40 milljónir punda í Karem Benzema…en það virðist ekki hafa náð neinu flugi hjá áreiðanlegri miðlum…svo við skulum bíða með það.

Varðandi brottfarir þá er sterkur orðrómur um að Lucas Leiva sé til sölu. Napoli er sagt fremst í röðinni en vill fá hann lánaðan. Reina virðist líka tilbúinn að lækka við sig laun til að fara aftur til Rafa og sagt er að Kolo Toure hafi verið á óskalista QPR þangað til þeir fengu Ferdinand en aðrir nýliðar, Leicester City, séu nú að horfa til reynslu kappans sem hefur verið sagt að hann fái ekki marga leiki á Anfield í vetur.

Í gærkvöldi bárust svo óstaðfestar fréttir um að Sunderland myndi á næstu dögum bjóða 8 – 10 milljónir punda í Borini.

Svo þetta er uppfærður slúður- og spjallrúntur, hann er að sjálfsögðu opinn ef eitthvað annað merkilegt er þarna úti sem ég hef misst af eða gleymt.

Fyrsti æfingaleikur er svo eftir fimm daga, gegn Bröndby í Danmörku.

52 Comments

  1. Reyndar spilaði Sakho einnig í 8-liða úrslitum gegn Þýskalandi

  2. Ég verð nú að segja það að benzema hefur aldrei heillað mig og í raun held ég að hann á engan vegin heim í ensku deildinn og hvað þá liverpool og ég vona að þessar fréttir séu úr lausu lofti gripnar

  3. Ég veit ekki með það að fá Bony inn fyrir Suarez, finnst það of mikil breyting. Myndi Bony passa eitthvað betur í leikstíl Rodgers en t.d. Carroll? Ég sá ekki marga leiki með Swansea síðasta vetur en af því sem ég hef séð virkar hann á mig sem svona target man vöðvabúnt..

    Getur hann eitthvað í spili og svoleiðis eða er hann bara uppi á topp að klára færi?

  4. Ha?! Hvað segirðu? Er Liverpool að selja langbesta leikmann sinn, besta og markahæsta leikmann epl síðasta tímabils? Erum við ekki í meistaradeildinni í ár? Ætlum við ekki að vinna deildina? Er hann ekki samningsbundinn til 2017 eða þar um bil? Gerði hann eitthvað af sér? Nei ég bara spyr…

  5. “Hver vill fara í vörnina?” ” Geriði það, bara einhver!”
    Svona svipað og í fimmta flokki: Skiptum í tvö lið og svo “hver vill fara í markið?”

  6. Bony er ekki eins og Carroll. Bony er ekki næstum jafn stór og Carroll (Bony er 1.82) og hefur mjög gott jafnvægi og fínan hraða. Ég mundi segja að hann sé svipaður og Lukaku nema að hann er betri spilari, lægri og með betra jafnvægi. Hann er frábær leikmaður sem ætti að gefa Liverpool aðra vídd í sóknarleikinn.

  7. Ég er persónulega mjög hrifinn af því að sjá Raheem taka 7-una hjá okkur. Það er skrifað í skýin að hann á vera okkar næsta stórstjarna. Annars myndi ég vilja reyna kaupa Remy frá QPR. Skil ekki afhverju við erum ekki að reyna næla okkur í hann.

  8. Suarez farinn.
    Bony finnst mér ekki spennandi kostur, hann spilaði með swanse en sýndi minni vinnslu í vörn en Bill Murray í Space Jam. Honum finnst gamn að taka langskot og er líkamlega stelur en átti samt stundum í erfiðleikum með að halda boltanum uppá topp og er ekkert hraður en er með markahnef en það vantar bit í hann(sem hann gæti fengið ef hann mættir Suarez með ferðatöskunarnar sínar).
    Ég bíð eftir vinstri bakverði og einu miðverði.
    Ég held að tími Lucas hjá liverpool sé liðinn og gæti ég séð hann fara til Napoli með Reina í pakkadíl.

    Rosalega finnst mér Rodgers og Liverpool koma sterkir út úr þessu Suarez skiptum. flott að þakka honum fyrir og tala um að liverpool sé stærra en allir einstaka leikmenn.

    Ég held að á næstu dögum komi inn 3-4 leikmenn og svo fer þetta að vera gott og við setjum allt á fullt fyrir nýja tímabilið.

  9. Þá er það staðfest. Besti framherji heims í dag er farinn frá Liverpool. Potturinn og pannan í leik liðsins undanfarin 2 ár er farinn. Gríðarlegt áfall fyrir Liverpool en örugglega ekki hægt að halda honum lengur. 75M er fínn prís ef borgað er út einhver slatti en nú verða eigendur Liverpool að koma með statement fyrir klúbbinn, stuðningsmenn og leikmenn þess efnis að þeir séu hvergi nærri hættir. Við verðum að kaupa gæði í staðinn-helst 3-4 klassa leikmenn fyrir þennan pening. Ef ég væri innkaupastjóri myndi ég reyna við Hummels/Jerome Boateng, Kroos, Walcott, Lukaku og Alberto Moreno fyrir svona c.a. 100-110M. Losum Lucas og Agger út. Og ég er sáttur:)

  10. Það held ég að margir stuðningsmenn annara liða í EPL andi nú léttar og sjái ekki okkar menn klára í topp fjórum næsta vor.
    Enda skiljanlegt, okkar maskína, sem setti 30 mörk er farinn.
    Sé ekki að við verðum með svoleiðis menn frammi næsta tímabil.
    Nú er bara að vona að þessum 70-85 milljónum evra verði vel varið.

  11. Farvel Suarez…skrifad I skyin ad hann og Pepe munu fa ser maltid saman

  12. @13 sturridge gæti nú alveg átt séns á 30 ef hann helst heill

  13. Vá hvað maður getur haft rangt fyrir sér. Þegar það var ljóst að við færum beint inn í CL og vorum í baráttu um 1. sæti man ég eftir að hafa hugsað “sweet, engar áhyggjur og drama í kringum Suarez næsta sumar, hann tekur pottþétt CL með okkur”

    Hversu mikið er leyfilegt að hafa rangt fyrir sér í einni og sömu hugsuninni? Eru til einhver lög og viðurlög? Því þá er ég að fara að fá þyngstu mögulegu refsingu!

    Jæja það er búið. Hlakka samt til að sjá hvernig Rodgers og liðið bregst við þessu!

  14. þá er það loksins búið og gert
    einn af þrem bestu leikmönnum heims er farin en þó fyrir slatta af pening, Ég skil Suarez að mörgu leiti hann er að uppfylla langþráðan draum sinn að spila fyrir Barca auk þess að fjölslkyldan hans býr á spáni. Hefði samt viljað sjá hann í rauðu treyjunni áfram því það kemur einginn jafn góður í staðin fyrir hann en það er hinsvegar hægt að búa til betra lið í staðin með mörgum góðum leikmönnum og nú verður bara að versla réttu mennina og ég treysti Brendan fullkomlega til þess að finna þá.

    Luis Suarez – 133 leikir og 82 mörk í þeim þvílíkur leikmaður og sá besti sem ég hef séð spila fyrir liverpool síðan ég byrjaði að fylgjast með liðinu og þakka honum kærlega fyrir allt það sem hann gerði fyrir þennan klúbb.

  15. Sæl og blessuð.

    Mjög erum tregt tungu að hræra en þessi klippa lýsir hugar- og sálarástandi mínu betur en mörg orð, nú þegar nafni er farinn:

    https://www.youtube.com/watch?v=ee925OTFBCA

    Finn skítalykt úr hverju horni og grunar að axlarbitið hafi verið hluti af stóru drama sem stefndi að þessum lyktum. Ekki er gaman að vera með leikmann sem sífellt er að koma sér í vandræði og er í banni þriðjung hvers tímabils. En við getum ekki borið nafna saman við nokkurn þann kost annan sem stendur til boða. Mögulega gæti vörn sem skipuð væri alvöru karlmönnum mætt hluta af því tjóni sem fylgir brottför hans. Sturridge og Sterling eru á réttrið leið og Kútinjó þarf að verja vinnuviku til viðbótar hefðbundnum æfingum í langskot. Tel eðlilegt að Sterling fái sjöuna, enda erum við þar með hálfs annars áratuga lykilmann í sóknarhlutverki. Benzema hefur mér ekki litist vel á en er enginn séns að hinn pólsk/þýski Klóse vilji verja nokkrum vetrum í Liverpool?

    Nú siglum við inn í þanghafið og seglin eru orðin máttlaus á möstrunum. Stöðnunin blasir við og ef enskir fara að leita að nýjum þjálfara er viðbúið að þeir horfi til hins norðurírska leiðtoga okkar.

    Erum við þá varanlega komin í sjöunda sætið?

    Skítalykt!

  16. Frabært, nú finnst greinarskrifaranum a kop Sanchez vera óstoðugur, en hann mundi samt bæta Pool miklu meira en hann bætir lið Arsenal, þó að pool se betra lið að hans mati, þvilikir biturleiki 🙂

  17. Ég vil lukaku, LUKAKU LUKAKU. Koma svo Liverpool vakna, besti framherji heims sem er á lausu allavega að mínu mati. Ekki látta ykkur detta það í hug að Fucking Benzema sé lausn á því risa vandamáli sem er komið upp.

  18. #19

    Eru kaupin á Sanchez kominn í titlasafnið hjá Arsenal ásamt öllum fjórðasætis bikurunum?

  19. Ekki laust að neðri vörin hafi adeins titrað þegar ég las kveðjuna frá LS7 og satt sem einhver bretinn skrifaði í komment; hann er kannski kunta en hann verður okkar kunta að eilífu.(Orðbragð beinþýttt). Megi Stóri boltinn blessa hann og alla hans niðja með þökk fyrir stórkostlega tíma í Treyjunni.

  20. Það hefur alltaf verið mér hugleikið hvað þið hérna á kop.is eruð endalaust að velta ykkur upp úr Arsenal. Suarez fer og Alexis kemur til arsenal, allt í einu er þetta farið að snúast um metnaðarleysi og það að hann sé ekki nógu góður leikmaður, held að metnaðarleysið liggi annars staðar. Alexis vildi aldrei fara til Liverpool þannig er nú það..!! Og ef hann valdi lægri laun til að geta spilað með Arsenal þá segir það margt um Alexis.

    “Hins vegar kemur mér á óvart að sjá Arsenal setja svo mikinn pening í lágvaxinn og fljótan framherja, hann allavega bætir minna lið Arsenal en hann hefði bætt okkar” í alvöru Hahaha.

    Alexis er algerlega frábær leikmaður (lágvaxinn og fljótur) og hann á eftir að sína það á komandi leiktíð.

    COYG

  21. Vá menn verða aðeins að slakka á það var allan daginn ljóst að maðurinn vildi fara hann gerði allaveg nýjan samning við klúbbinn sem tryggði okkur slatta af pening fyrir hann og ber að þakka honum fyrir það nú er bara að halda áfram finna hinna nýju suareza 😀 verum bjartsýn erum með einn ef ekki besta þjálfara í heimi sem gerði Suarez að því sem hann er í dag

  22. Ég er fyrst og fremst sorgmæddur yfir brottför Suaez. Þvílíkur leikmaður, þvílíkir hæfileikar, þvílíkt náttúrubarn!

    En lífið heldur áfram. Ég treysti BR til að gera það besta úr stöðunni og hef fulla trú á að við séum komin til með að vera topp-4 lið undir stjórn BR.

    Ég er hins vegar ánægður með yfirlýsinguna frá BR og Suarez. Klassi yfir þeim báðum.

    In Brendan we trust!

  23. Sælir,

    Ég væri til í að sjá Morata leikmann Real Madrid koma til Liverpool. Ungur og efnilegur en er samt kominn á það level að vera starter hjá okkur. Strákur sem á framtíðina fyrir sér.

    Sem eftir mann gerrard væri ég til í að sjá Matuidi miðjumann PSG, ekkert of stórt nafn en samt sem áður helvíti góður leikmaður.

  24. Jón #21
    A siðasta timabili kom einn FAcup i hús, en það var einmitt fyrsta timabilið i morg ár sem einn af okkar bestu monnum er ekki seldur fyrir timabilið heldur er einn world class leikmaður keyptur, Ozil. Og nu er annar keyptur, og kannski fleiri. Nu er Arsenal byrjaðir að kaupa dyrari og betri leikmenn einmitt utaf þvi að Arsenal naði alltaf þessu 4 sæti sem helt þeim i meistaradeildinni þar sem peningarnir eru, þetta er buið að vera svona “moneyball” sem þið her a kop eruð svo hrifnir af og greinahofundar hafa skrifað um það greinar. Eg les mikið um Arsenal enda uppahaldsliðið mitt, eg get sagt þer að þegar fjarhagsaætlun var gerð i sambandi við nyja vollinn hja Arsenal þa var hun gerð þannig að það var gert ráð fyrir að Arsenal mundi ekki vera i meistaradeildinni, þetta 4 sæti og meistaradeildinn er einmitt astæðan fyrir þvi að Arsenal eru langt a undan aætlun að greiða niður vollinn og það er að skila ser nuna, i þvi að liðið getur keypt betri leikmenn an þess að vera með #sugardaddys# upp i stúku.

  25. Jæja þá er okkar besti leikmaður farinn til “æðislegu” Katalóníu og við þökkum honum fyrir vel unnin störf.
    Nú bætast 75mp við þessar 60 sem við fengum til leikmannakaupa.
    Lallana,Lambert,Can,Origi og Markovic kosta samtals tæplega 75mp.
    60 millur sitja eftir.
    Sterkustu orðrómarnir eru Wilfried nokkur Bony og Dejan Lovren. Líklega á 40-50mp samtals.
    Ef einhver þekkir Brendan nennir hann þá að benda honum á Ricardo Rodriguez, vinstri bakvörð Wolfsburg. Æj nei veistu Ben Davies hljómar mun betur.

  26. Greinilega alveg hundleiðinlegt á arsenalspjallinu. Menn koma bara hingað.

    Ojæja, Suarez farinn. Ég hef trú á að Rodgers og félagar púsli þessu saman.

  27. Svakalega móðgast Arsenalmenn auðveldlega. Alexis er frábær leikmaður og auðvitað spjöllum við um stór kaup annara liða, en slæmu leikirnir hjá honum hafa verið álíka margir og góðu leikirnir. Hvort hann fer til Arsenal eða Liverpool breytir engu þar um.

    Hvað Suarez okkar varðar þá er hryllilegt að missa einn besta leikmann heims, en mikið verð ég samt feginn að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum næst þegar hann gerir eitthvað af sér.

    Lang verst í þessu finnst mér þó að enn einn heimsklassa leikmaðurinn er farinn frá klúbbnum á góðum aldri. Í hvað stöðu værum við ef t.d. Alonso, Torres, Mascherano, Arbeloa, McManaman og Owen hefðu verið um kjurrt í fáein ár í viðbót?

  28. Jæja sem Liverpool raunsæismaður þá er ég ekki sammála greininni.

    1. Liverpool sé betra lið en Arsenal. Suarez er farinn og þegar Arsenal var fullskipað í fyrra voru þeir á hvínandi siglingu. Mikið leikjaálag og meiðsli settu strik í reikninginn. Arsenal er með betri hóp en Liverpool, það er þannig. Miklu meira quality fyrir utan 13 bestu, en Liverpool hafa gæði og reynslu í eldri leiðtogum, mikla höfðingja og eru að nota unga leikmenn eins og Sturridge og Sterling rétt.

    2. Alexis hentar Liverpool betur en Arsenal. Það er ekki rétt, Liverpool er með Sterling og Sturridge sem eru báðir hreyfanlegir “kantframherjar” eins og Sturridge. Hjá Arsenal sárvantaði í fyrra hraða og hugmyndaauðgi í hlaupum fram á við, bæði djúpt og þvert eftir að Walcott meiddist. Mig hryllir við að sjá Özil og Cazorla spila veggspil með Giroud og geta valið Walcott og Sanchez til að stinga á. En auðvitað hentar góður leikmaður eins og Sanchez öllum liðum en ég held að við þurfum bara að snúa okkur að Bony, hann er alveg frábær og gefur okkur nýja vídd í sóknarleikinn.

  29. okkar menn ættu að vera með fulla vasa af seðlum og þa er bara að nota þa almennilega.

    selja Borini a 10 og kaupa Bony a 20 er pakki uppa 10 milljonir punda fyrir okkar menn

    kaupa miðvörð a 20 milljonir sem væri þa Lovren.

    Moreno a 20 milljonir

    þarna væri buið að eyða 50 milljónum af suarez peningnum.

    spurning svo hvort menn ætli að eyða restinni eða 25 mills i Markovich, eg er ekki alveg nógu spenntur fyrir þeim gæja, hefði viljað Konoplyanka eða Shaqiri sem báðir eru mun ódýrari.

    allavega ljóst að miklar breytingar verða a hópnum, margir leikmenn að koma inn og liklega nokkrir að fara og þa er bara að vona að þetta smelli saman a ekki of löngum tíma .

    allavega mjog spennandi dagar framundan hja okkar mönnum 😉

    ps ja Sterling i sjöuna 😉

  30. Merkilegt hvað stuðningsmenn annara liða en Liverpool eru duglegir að skoða þessa síðu…. Jæja besti framherji í heimi farinn og Lambert kominn í staðinn.. Man samt þegar að Torres var seldur, mikið agalega var maður svekktur og einhver luis suarez úr Hollensku deildinni leysti hann af.. Vonandi dettum við aftur á einhver góðan því að Sanchez hefði verið flottur

  31. #33 Já að móðgast auðveldlega er eini veikleiki minn..:)..Alexis er strax farin að gera góð hluti þrátt fyrir að vera ekki búin að spila, og ástæðan er sú að þegar stór nöfn koma þá motivera/smitar það á alla bæði leikmenn og aðdáendur, sama og gerðist þegar ozil var keyptur, meiri metnaður, sjálfstraust og gleði.
    En sem nallari þekki ég það alltof vel þegar bestu leikmennirnir leita á önnur mið Fabregas, Persie og Henry. Það sem ég held er að það sé mjög erfitt tímabil fram undan hjá ykkur poolurum, ástæðan er að þið eruð búnir að selja besta leikmanninn ykkar 30 marka mann, það kemur alltaf eitthvað ripel effect sem erfitt er að sjá fyrir og hversu mikið það verður þegar kemur að hópnum. Ég veit líka að Sturrige og fleiru stigu upp þegar suarez var ekki uppá sitt besta/meiddur en það getur líka verið að álagið hafi ekki verið eins mikið á þessum minni spá mönnum, sem koma líka heim eftir afleita framistöð á HM. Suarez gerði meira heldur en að skora mörk, þegar Persie,fabregas fóru frá arsenal kom algert andleysi í hópinn og okkar minni spámenn áttu erfitt með að fylla skarðið sem þeir skyldu eftir sig. En mín skoðun er sú að þið verðið að styrkja ykkur töluvert fyrir næsta tímabil og þá meina ég með heimsklassa leikmönnum til að endurtaka frábæra framistöðu á seinnasta tímabili.
    Ég vona að þetta skiljist hjá mér og no pun intended.

    coyg

  32. Kveð Suares með söknuði, snillingur og einn skemmtilegasti fótboltamaður sem ég hef horft á um æfina. Ljósið í myrkrinu er þó Brendan nokkur Rodgers. Treysti þeim manni 100% að gera eitthvað af viti á markaðnum í sumar.

  33. Svona af því að hér eru mættir Arsenal menn þá er fínt að fá að svara fyrir.

    1. Ég er svekktur að missa af Alexis, okkur vantar akkúrat hans týpu af leikmanni.

    2. Það að segja hann óstöðugan í leik sínum er einfalt að finna með því bara að heyra í Barca stuðningsmönnum ef að menn eru ósammála því sem ég er að segja með að hann er óstöðugur. Aftur. Ég vildi gefa honum sviðið til að bæta sig á.

    3. Þegar ég segi hann styrkja okkar lið meira en Arsenal þá er ég einfaldlega að meina að við eigum sennilega bara einn leikmann svipaðan honum, Raheem Sterling. Arsenal er með striker og þrjá fyrir aftan. Hjá Arsenal eru Walcott, Chamberlain, Özil, Cazorla og svo hafa Gnabry og Podolski líka verið að spila þessar kantframherjastöður…þó vissulega öðruvísi en hinir fjórir á undan sem eru öskufljótir og hafa leyst kantframherjastöður og falska níu býsna vel. Enn einu sinni. Ég samgleðst ykkur Arsenal mönnum að vinna leikmannakapphlaup…en þetta var meiningin í því hvers vegna ég tel hann hefði styrkt okkar lið meira en hann mun styrkja Arsenal.

    Annars er ljóst frá því ég skrifaði þráðinn áðan að Suarez er farinn til Barcelona og er þriðji dýrasti leikmaður knattspyrnusögunnar sem er auðvitað töluvert statement um hans hæfileika að lið sé tilbúið að greiða svo hátt verð fyrir leikmann sem er augljóslega í ákveðnum hegðunarvanda.

    Það er hrikalegt að missa af honum Suarez, við ætlum að taka það betur fyrir í podcasti fljótlega…en þangað til leyfir maður sér að fella beisk og leið tár. Hann er án vafa einn besti leikmaður sem hefur verið í treyjunni okkar, en eins og hjá Torres mun tiltölulega stutt vera og skortur á titlum sennilega verða til þess að í sögunni verður hans minnst fyrir einstök snilldartilþrif frekar en sigra og sætinda.

    Það er hins vegar full ástæða til að þakka honum stórkostlegt framlag á undanförnum árum, það var frábært að vita af honum í sínu liði og hann fer með óskum um allt það besta sem er til hjá Barca, svona hæfileikar eins og hans verða að fá að njóta sín.

    En eins og með aðra sem kveðja klúbbinn þá er hann ekki lengur “minn” maður og nú bara vonar maður það að einhver annar gleðji mann, þó maður reikni ekki með gleði í þeim gæðaflokki sem hann framkallaði lengstum og oftast!

    Takk fyrir mig Luis…áfram Liverpool.

  34. Bjóðum þessar 70 millur svo bara í Ronaldo.
    Það væri æðislegt að sjá hann spila fyrir okkur og hefur mér alltaf dreymt um að sjá grenjandi mannara gráta það.
    Hann er besti knattspyrnumaður heims og myndi heldur betur styrkja okkur !

  35. Maggi ein spurning, ertu með einhverjar heimildir fyrir því að Liverpool hafi boðið Sanchez hærri laun og hann hafi valið Arsenal fram yfir Liverpool útaf London og Wenger? Eða er þetta bara það sem stóð á RAWK ?

  36. Guð minn almáttugur!

    Arsenal hefur keypt Sanchez = Arsenal er þá að kaupa leikmann sem allir vita að er í heimsklassa

    Chelsea – Fabregas er mættur og Costa er mjög líklega að fara til Chelsea allir vita að þessir leikmenn eru í heimsklassa.

    Liverpool er hins vegar ekki að kaupa leikmenn sem allir vita að séu í heimsklassa en hafa misst 3 besta leikmann heims.

    Persónulega ekki bjartsýnn á topp 4

  37. Hef aldrei skilið þessa áráttu fyrir því að lesa og kommenta á spjallborðum stuðningsmanna annarra liða..

    Maður hefur varla tíma í að renna yfir fréttirnar og kommentin hérna inni, hvað þá að fylgjast með öðrum spjallborðum líka..

    En þetta voru svosum engar fréttir með Suarez, þetta er búið að liggja í loftinu núna í 2-3 vikur, vona bara að peningarnir verði nýttir vel. Væri mest til í að sjá Reus inn en held það sé ekki að fara að gerast.

  38. Alveg sama hvernig menn velta sér upp úr þessu fram og til baka, þá er þetta hreint og beint hrikalegt reiðarslag að missa Luis Suarez. Ég er hundfúll út í kappann sem lofaði tryggð og viðveru hátíðlega síðastliðið leiktímabil. Þetta veikir liðið og menn geta allt eins farið og borað á Suðurheimskautinu einsog eitthvað annað til að reyna að finna einhvern eða einhverja sem fyllir/fylla þetta skarð. Langar bara að sparka í eitthvað! -_- Pollýanna getur látið vera að banka á dyrnar hjá mér næstu daga og vikur.

    YNWA

  39. Ég á eftir að sakna Suarez. En ég sá líka á eftir Keegan á sínum tíma. En hvað ætlið 75 milljón pund sé mikið í Bitcoin?

  40. haha þessi kveðja frá suarez er svo mikið feik,,,hann er svo fullur af skít,,,honum gæti ekki verið meira sama um liverpool,,,hann spilaði svona seinasta tímabil af þvi að hann vissi að það væri hans eina von um að komast til barca, ef hann ætti topp season

  41. verð að segja að þú ert heimskur að segja það að Loserpool sé betra en Arsenal skoðaðu hvernig staðan í PL hefur verið síðustu 10árin hvort liðið er betra , skoðaðu líka úrslitin milli þessara liða seinustu 15leiki td þar hefur Arsenal einnig vinninginn og að lokum Arsenal vann FA CUP hvað vann Loserpool ? EKKERT (´´,)

  42. hjá okkur snýst þetta bara um að fá að vera með…vonandi verðum við bara i efri hlutanum a þessu timabili

  43. Alveg finnst mér magnað hvað stuðningsmenn annara liða nenna að koma hérna inn og rífa sig, samanber 50#.
    Endilega farðu bara yfir á einhverja Arsenal síðu að tjá þig litli kall.

Hvað næst?

Luis Suarez seldur til Barcelona (staðfest)