Luis Suarez seldur til Barcelona (staðfest)

Liverpool hefur nú staðfest að liðið sé búið að komast að samkomulagi við Barcelona um sölu á Luis Suarez. Talið er að söluverðið sé 75 milljónir punda.

_51076812_suarez_466x282reuters

Brendan segir eftirfarandi um þessa sölu:

“Luis is a very special talent and I thank him for the role he has played in the team in the past two years, during my time at Liverpool. I think he would be the first to accept he has improved as a player over that period, along with the team and has benefited from being here, as we have benefited from him.

“The club have done all they can over a sustained period of time to try to keep Luis at Liverpool. It is with great reluctance and following lengthy discussions we have eventually agreed to his wishes to move to Spain for new experiences and challenges. We wish him and his young family well; we will always consider them to be friends.

“We are focused on the future, as we strive to continue with the progress we have made and build on last season’s excellent Barclays Premier League campaign. I am confident we will improve the team further and will be stronger for this coming season, when we will be competing on all fronts; domestically and in the greatest club competition in the world, the Champions League.

“If there is one thing the history of this great club teaches us, it is that Liverpool FC is bigger than any individual. I hope our supporters continue to dream and believe that we are moving forward and with continued improvement and progression, together we will bring the success we all crave and deserve.”

Semsagt, Liverpool reyndu allt til að sannfæra Suarez um að vera áfram, en hugur hans er á Spáni og þangað mun hann fara. Suarez sjálfur birtir yfirlýsingu á Liverpool heimasíðunni:

“It is with a heavy heart that I leave Liverpool for a new life and new challenges in Spain. Both me and my family have fallen in love with this club and with the city. But most of all I have fallen in love with the incredible fans. You have always supported me and we, as a family, will never forget it, we will always be Liverpool supporters.

“I hope you can all understand why I have made this decision. This club did all they could to get me to stay, but playing and living in Spain, where my wife’s family live, is a lifelong dream and ambition. I believe now the timing is right.

“I wish Brendan Rodgers and the team well for the future. The club is in great hands and I’m sure will be successful again next season. I am very proud I have played my part in helping to return Liverpool to the elite of the Premier League and in particular back into the Champions League.

“Thank you again for some great moments and memories. You’ll Never Walk Alone.”

Hvað getur maður sagt um þennan mann. Ég hef aldrei séð neinn leikmann leika jafn vel fyrir Liverpool og Luis Suarez hefur gert síðustu ár. Hann er auðvitað kolklikkaður, en hann gaf alltaf 100% fyrir þetta lið og ég mun aldrei gleyma þeim forréttindum að hafa fengið að fylgjast með Luis Suarez spila fyrir Liverpool.

Við keyptum Suarez á 22 milljónir punda, hann spilaði 110 leiki fyrir okkur og skoraði 69 mörk. Þegar hann kom til okkar vorum við að jafna okkur á hörmungunum undir stjórn Roy Hodgson og núna skilur hann við okkur stuttu eftir að hann kom okkur í Meistaradeildina og var næstum því búinn að færa okkur fyrsta deildartitilinn í áratugi. Hann fer fyrir langhæstu upphæð sem að Liverpool hefur fengið fyrir leikmann. Og hann fer til liðs sem honum hefur dreymt um að spila fyrir og til borgar þar sem að tengdafjölskylda hans býr. Ég get ekki verið reiður yfir því. Ólíkt því sem gerðist til dæmis þegar að Torres fór frá LFC.

Luis Suarez skilaði hlutverki sínu hjá Liverpool. Það er sárt að sjá hann fara, en ég mun alltaf minnast tíma hans hjá Liverpool með hlýjum hug. Þvílík rússíbanaferð sem þessi tími hefur verið. Allt frá leikbönnunum til hans stórkostlegu frammistöðu inná vellinum. Þetta var ótrúlega skemmtilgt!

Luis Suarez, þú ert kolklikkaður snillingur og það var stórkostlega skemmtilegt að sjá þig spila í rauðu treyjunni. Þú komst okkur aftur í Meistaradeildina og við munum aldrei gleyma þér!

YNWA!

82 Comments

  1. Sky sports eru búnir að staðfesta að við fengum “ekki nema” 64,3 milljónir punda fyrir hann.

    Mér finnst það of lítið. Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, vil fá Remy til Liverpool, hann og Lallana geta reynt að fylla þetta skarð sem aldrei verður almennilega fyllt. 🙁

  2. besti knattspyrnumaður i sögu Liverpool er farin að mínu mati. stórkostlegur leikmaður.

    64,3 milljonir punda, ef það er satt vil eg gráta.

  3. Nú þarf ég að fjárfesta í nýrri treyju.
    Súarez var á bakinu á mér allan síðasta vetur. Í hvert sinn sem ég smeygði mér í treyjuna fyrir leik þá fylltist ég sigurvissu.
    Það fylgir sigurvissa svona grjóthörðum snillingi.

    En ég er viss um að BR nær að púsla saman massífu liði sem verður tilbúið í fyrsta leik í haust. Einn fyrir alla og allir fyrir einn.

    Verst fyrir helstu andstæðinga okkar sem hafa engan til að pönkast í lengur þegar hraðlestin okkar mun valta yfir þá og bakka yfir þá aftur í vetur.

    Andstæðingar okkar gætu þurft að fara að líta í eigin barm til tilbreytingar eftir slíkar straujanir.

    En gangi Súarez sem allra best á nýjum (vett) vangi og þakka ég honum fyrir hinar mörgu ógleymanlegar stundirnar sem hann færði okkur.

    YNWA

  4. Sælir félagar

    Ég kveð Luis Suarez með blendum tilfinningum. Söknuður, eftirsjá, pirringur og smá fýla er í sinni. En samt er brottför hans eitthvað sem maður sættir sig við því hann var búinn að gefa okkur ansi mikið og á því allt gott skilið. Vertu blessaður alla dag drengurinn og gaman væri fyrir þig að enda ferilinn á Anfield þega þar að kemur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Þvílíkur leikmaður.

    Þegar mestu fárviðrin stóðu yfir varðandi Suarez sagði ég alltaf að við ættum heldur betur eftir að sakna hans þegar hann væri farinn frá okkur. Ég er byrjaður að sakna hans nú þegar.

    Það hafa alveg komið kaflar þar sem margir stuðningsmanna Liverpool hafa viljað selja hann og það skildi ég aldrei. Reyndar er ég það óforskammaður að hann hefði mátt borða eins og einn miðvörð andstæðinganna með hníf og gaffli fyrir mér. Auðvitað fóru þessu heimskulegu bönn samt í taugarnar á mér og þau skrifast fyrst og síðast á hann þó deila megi um þyngd þeirra. Andskotans nóg er búið að ræða þau mál.

    Luis Suarez kom til Liverpool á svo fullkomnum tíma að það er óhuggulegt að ímynda sér stöðu félagsins í dag hefði hann ekki verið fenginn sem arftaki Fernando Torres. Hefði Andy Carroll verið einu bæturnar fyrir það áfall, úff. Liverpool fékk einn besta leikmenn í heimi meðan við vorum ekki í meistaradeildinni og FSG verður að fá hrós fyrir að hafa staðið í lappirnar í fyrra og hafnað tilboðum í hann. Sú ákvörðun gæti skipt öllu máli upp á næstu árin. Eins megið þið knúsa Damien Comolli frá mér, hann lenti í því sama hjá Liverpool og Tottenham. Hans leikmannakaup tóku tíma að skila sér en skila sér heldur betur, Suarez var fyrsti leikmaðurinn sem kom á hans vakt. Tottenham getur þakkað honum fyrir Bale.

    Suarez hélt félaginu á floti til að byrja með og var svo á endanum rétt búinn að kveðja okkur með titlinum, hversu snarklikkað er það m.v. hvaða félagið er að koma? Hann er ekki bara okkar langbesti leikmaður heldur gerir hann meðspilara sína góða líka og vonandi hefur hann náð að smita sínu hugarfari í þá leikmenn sem þurfa að taka við. Hann er með sigurvilja sem hann hefur ekki stjórn á og gefið mér allann daginn alltaf þannig leikmann frekar en Owen eða Torres týpurnar.

    Tíminn er réttur fyrir Suarez núna að stíga lokaskrefið á sínum ferli, hann hefur í alvöru dreymt um að spila með Barcelona og fjölskyldunni (konunni) hefur í alvöru langað mjög lengi að búa í Barcelona, afar auðvelt að skilja það og ekki alltaf sem maður trúir þessu persónulegu afsökunum leikmanna. Auðvitað er hundfúlt að missa Suarez, sérstaklega núna þegar liðið er komið í Meistaradeildina en við getum ekki annað en þakkað Suarez fyrir þann tíma sem hann átti hjá Liverpool.

    Luis Suarez er líklega minn uppáhaldsleikmaður sem stuðningsmaður Liverpool. Hann var alveg snarruglaður og því meira sem stuðningsmenn andstæðinganna hötuðu hann þeim mun meira dýrkaði ég hann. Þið sjáið líka viðbrögð þeirra núna við þessari sölu.

    Framherjar sem yfirgefa Liverpool hafa nánast allir séð eftir því, Ian Rush var kominn aftur til baka um leið. Söluna á honum leysti félagið með einu besta leikmannaglugga í sögu félagsins. Owen vildi koma til baka eftir eitt tímabil, söluna á honum leystum við með því að vinna meistaradeildina. Torres hefur verið skugginn af sjálfum sér hjá Chelsea þó hann sé í mjög góðu liði þar (og rándýru), hann er engin hetja þar og alls ekkert í líkingu við það hvernig hann var hjá okkur. Söluna á honum leystum við með Luis Suarez. Fowler vildi nú aldrei fara svo hann telst ekki með hérna en kom á endanum aftur til baka. Sjáum til hvort Suarez fari í þennan flokk, grasið er nánast aldrei gærnna hinumegin við Anfield og þeir eiga sinn guð nú þegar í því liði.

    Satt að segja er mér skítsama hvernig Suarez gengur hjá Barcelona og ég held ekki nokkurn skapaðan hlut með þvi liði, hann er bara leikmaður andstæðinganna núna. En mikið djöfull var þetta gaman á meðan því stóð. Liverpool er í miklu betri málum þegar Suarez fer heldur en þegar hann kom og það er að stórum hluta honum að þakka. Hann skilur við félagið í mjög góður og fer eins og hann kom, í banni.

    Núna er búið að rífa þennan plástur og við erum að vinna úr áfallinu. Þetta var nokkurnvegin það versta sem gat gerst í sumar, næstu vikur ættu samt að vera spennandi meðan Rodgers og co heldur áfram að styrkja hópinn.

    Við tökum stórt Podcast á mánudaginn þar sem við förum yfir sigur Þjóðverja á HM, söluna á Suarez og leikmannakaup.

  6. Skrifað í skýin að Liverpool mæti Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar næsta vor, þar sem Suarez getur ekki blautann og tapar sannfærandi fyrir besta fótboltaliði allra tíma…múhahahahaha!

  7. 81m€ eru ca. 64m£, það er verðið sem allir spænsku miðlarnir eru að kvóta. 75m£ væru hátt í 95m€.

  8. Úff, nú erum við að kveðja jafnbesta fótboltamann heims, jafnbesta og heitasta striker heims og afgerandi mesta skemmtikraftinn í heimsfótboltanum um þessar mundir.

    Ég hef fylgst vel með fótbolta í tæpa þrjá áratugi og held ég hafi sjaldan skemmt mér jafnvel og yfir síðsta tímabili í enska boltanum. Það er að verulegu leyti Luis Suárez að þakka. Minningarnar munu – eins og aðrar minningar – dofna, en þessar munu aldrei hverfa. Maðurinn var svo sjóðheitur á köflum að ég held að fáir í knattspyrnusögunni hafi sýnt annað eins, nema mögulega Maradona upp á sitt besta.

    Maðurinn er jafnhungraður, vinnusamur og drífandi og hann er hæfileikaríkur. Ásamt Brendan Rodgers (og auðvitað Steven Gerrard) held ég að hann hafi átt hvað stærstan þátt í framförum margra ungra og upprennandi leikmanna hjá Liverpool. Hann fagnaði ærlega með mönnum eins og Sterling og Flanagan og virtist aldrei þannig gerður að hann langaði að baða sig einn í dýrðarljómanum. Vonandi endist það sem Sterling og fleiri gátu lært af honum, þá ekki síst í téðri vinnusemi og drifkrafti.

    Í gegnum tíðina hefur maður komið í manns stað hjá Liverpool FC. Með þessari sölu er býsna stórt skarð höggvið í raðir félagsins, þó fyrir mun betri fébætur en oft áður. Ljóst er að miklu skiptir hversu vel tekst til við að bregðast við þessari breytingu. Karlinn í brúnni er klókur og ég hef trú á að það fari allt vel. Ég er ekki endilega að heimta neins konar “marquee signing” í því skyni að fylla beint í skarðið sem LS skilur eftir sig, því það eru einfaldlega ekki til leikmenn í heiminum í dag sem eru færir um það; nú reynir á aðlögunarhæfni og klókindi BR sem aldrei fyrr.

    Það gleður mig umtalsvert að þessi félagaskipti skuli hafa farið fram í jafngóðu og virðist vera. Ég óska Luis Suárez alls hins besta hjá nýju liði og mun áreiðanlega fylgjast svolítið með honum þar, þótt ég hafi takmarkaðar taugar til Barcelona og spænska boltans yfir höfuð.

    Í víðara samhengi er þetta ekki minna tap fyrir enska boltann en okkar ástkæra félag. Trekk í trekk sjáum við bestu leikmenn heims keypta til Real Madrid og Barcelona fyrir metfé. Enska knattspyrnan er fátækari fyrir að hafa misst menn eins og C Ronaldo, Bale og nú Suárez, á því leikur enginn vafi.

  9. Hefur það einhverntímann skeð að Liverpool hafi selt sína skærustu stjörnu og hún hafi brillerað annarstaðar?

  10. Alonso og Mascherano voru kannski ekki skærustu stjörunur liðsins en þeim hefur gengið vel.

    Keegan er annars líklega besta dæmið.

  11. Mér líður eins og að konan hafi farið frá mér, verð sennilega dofinn eitthvað næstu daga

  12. Búinn að vera að lesa smá yfir kommentin hjá Barcelona fans á facebook síðu Barca, megnið af þeim virðist ekki hrifið af þessum kaupum, og margir eiginlega bara drulla yfir Barca og Suarez.
    Langaði að gráta og öskra að þeir eiga hann ekki skilið!

    En já sorgardagur, þótt maður sé búinn að byggja þetta upp í 3 vikur eða svo heltist yfir mann allar tilfiningarnar í dag þegar þetta kom staðfest. Ég táraðist allavega 3x í dag, kveðja Gerrards, Yfirlýsing Suarez á Official síðunni og svo kveðjan hans á Facebook.
    Tilfiningin er svipuð og þegar Torres fór, nema mig langar ekki til að brenna Suarez lifandi. Þetta er svona skilnaður í góðu, hitt var með framhjáhaldi og öllu sullinu.

    EN.. Eins og Brendan segir, það er Enginn stærri en klúbburinn.
    Hef fulla trú á að við munum spjara okkur án hans, þótt það fyllir enginn hans skarð, þá mun liðið bara þróast öðruvísi. Ef einhver getur það með liðið, þá er það Doctor Brendan Rodgers!

    Ps. Tel þetta líka hafa verið réttasta tímasetning á sölu, svona á annað borð að við værum að selja hann.
    Hann er 27 ára = Hæðsta verð fyrir hann, fer líklega lækkandi svo eftir 2ár +.
    Hann myndi ekki spila með okkur næstum hálft tímabilið = Við ekki keypt leikmann/menn í staðin fyrir þessi 75m pund sem við fáum.
    Hann meiddist eftir síðasta tímabil = Gæti farið að lenda í meiðslum á næstu árum.
    Og já auðvitað því hann gaf okkur eitt fallegasta og besta tímabil okkar í langan tíma núna síðast, oooog við erum komnir aftur í CL = Ættum að geta dregið að okkur sterkari leikmenn.

  13. Það kemur alltaf maður í manns stað, það hefur nú sannast í gegnum tíðina. Ég sé hins vegar Liverpool ekki fyrir mér í titilbaráttunni á næsta tímabili ef við höldum áfram að sanka að okkur miðlungsleikmönnum sem náðu bara að meika það með sínum félagsliðum. Það sem gerir Suarez svo frábæran er að hann gerir alla menn í kringum sig betri, hann náði að halda liði sem átti annars að vera að berjast um 5. sætið í titilbaráttu, það eru ekki margir þannig leikmenn í heiminum.
    Ég vona að Brendan nái að leysa úr þessum málum, ég hef bullandi trú á honum og Ian Ayre að gera eitthvað stórt á leikmannamarkaðnum en þá verðum við að halda okkur frá fleiri ofmetnum enskum leikmönnum og ungum óreyndum leikmönnum.
    YNWA

  14. Sælir félagar. Nú ríður á að eigendur okkar bregðist við með stórum kaupum. Með fullri virðingu fyrir Lallana, Can og Lambert þá eru þeir ekki stóru kaupin. Á meðan Arsenal og United eru linkaðir við mun stærri menn þá er maður bara alls ekki sáttur við Bony. .eða fleiri menn frá Swansea eða Southamton . Næstu vikur fróðlegar. Afsakið neikvæða hugsunarhátt minn en ég heimta 2 til 3 stór sign

  15. Bertrand,Pogba og Lukaku væri flott og þá er þetta skarð eins fullt og hægt er að fylla það….
    En annars er sorglegt að það séu menn sem óska þessum kolklikkaða snilling dauða. Þeir menn eiga einfaldlega ekkert skilið að styðja þetta fullkomna lið. En annars óska ég Suarez því öllu besta hjá nýju liði…Þér verður aldrei gleymt. YNWA

  16. Nr. 14
    “Ég sé hins vegar Liverpool ekki fyrir mér í titilbaráttunni á næsta tímabili ef við höldum áfram að sanka að okkur miðlungsleikmönnum sem náðu bara að meika það með sínum félagsliðum.”

    Ég skil ekki alveg þessa setningu. Hvar nákvæmlega áttu þessir fótboltamenn að meika það ef ekki hjá sínum félagsliðum?

  17. Ég held þetta sé ekki afleitt, auðvitað söknum við hanns og á þess að styrkja mikið hópinn, og þá sérstaklega byrjunarliðið, munum við ekki ná sama eða betri árangri á næsta tímabili en síðasta, en hann verður ekki dýrari, honum fylgir áhætta og okkur gékk alveg ágætlega að vinna leiki án hanns, að mörgu leiti má segja að Heldo hafi verið mikilvægari því sóknamenn fá ekki boltan nema góð vinnsla er á miðjunni.

    málið er að hann kom heiðalega fram, fór ekki fram á sölu tveim dögum fyrir lokun o.s.f og eitt er víst öruggt að jafnvel þó maður hefði frekar vilja halda honum, þá gengur hann ekki einn, ensog ákvenir aðrir sem óheiðalega hafa neitt út sölu, þarf engin nöfn að nefna þar.

  18. Tja hvað getur maður sagt Skrefinn sem Suarez hefur tekið sem leikmaður Liverpool síðustu 4 ár eru svakaleg. hann er langbesti leikmaður sem ég hef séð með Liverpool síðan ég byrjaði fylgjast með þeim. Leikmaður sem gaf 200% í flesta leiki. Leikmaður sem er með eitthvað mesta Love Vs Hate samband sem hugsast getur. Maður er bara þakklátur að hafa fengið að sjá hann í treyjunni rauðu og skora þessi mörk hjá okkur og gefið okkur þessa miklu gleði þegar hann hefur ekki verið í banni 🙂 Maður vissi svo sem að hann væri á leiðinni í burtu eftir þetta timabil. Samt verra fynnst mér verst að Barcelona styrkti 2 lið í ensku úrvalsdeildinni með því að fjármagna kaupin á Suarez. Fabregas til Chelsea og Sanzhes til Arsenal. klárlega 2 World Class Signings þar í gangi og maður bíður enn eftir að Liverpool Tilkynni þessi Marque signings sem við bíðum eftir. Lallana eða Markovic eða Bony eru ekki svoleiðis Merki!

  19. Þar kom að því, eitthvað sem allir vissu að myndi gerast en flestir vonuðust nátturlega að myndi ekki gerast.
    Stóra spurningin er hvað verður í framhaldinu. Verða keyptir nokkrir ,,miðlungsleikmenn” sem hafa ekki fullkomlega sannað sig á stóra sviðinu (með stórum liðum) eða verða keyptir 1-2 alvöru leikmenn sem hafa þegar sannað sig með stóru liðunum.

    Ég vona svo innilega að LFC skelli sér á 1-2 stór nöfn sem styrkja liðið til mikilla muna frekar en að vera taka Tottenham leiðina á þetta með einhverjum fjöldakaupum á misgóðum leikmönnum sem passa misjafnlega inní liðið.

    Lovren, Shakiri, Origi, Bertrand, Bony og svo núna Benzema verið nefndir líklegir til að koma til LFC.
    Lovren á 25 (þ.e. ef Lucas verður seldur) til að styrkja vörnina.
    Shakira fer ekki á minni upphæð en 25 millj,
    Origi á 10
    Bertrand á 8.
    Bony verður aldrei seldur á minni upphæð en 25
    Benzema gæti verið fáanlegur á 30-50 mill.

    Þetta myndi þýða allt að 120 mill fyrir þessa leikmenn. Að vísu yrðu aldrei keyptir bæði Bony og Benzema (hæpið) þannig að við erum að tala um 93-118 millj fyrir bara þessa leikmenn sem við höfum verið orðaðir sem mest við. Og það er fyrir utan þá leikmenn sem hafa nú þegar komið til LFC. Geri að sjálfsögðu ráð fyrir að peningarnir frá Suarez og Lucas fari uppí þetta að einhverju leyti eða 75-90 millj sem þeir dekka.

    EF við kaupum Bony í stað Benzema að þá vil ég alveg sjá LFC eyða aðeins meiru í Moreno og kaupi hann frekar en Bertrand í vinstri bakvörðinn. Þá væri kominn þessi einu stóru kaup ásamt nokkrum til að styrkja hópinn enn frekar.

    Stefnir samt í MJÖG áhugaverðan glugga núna í sumar…

  20. Það er Su(a)r(ez) sætt að kveðja þennan snarbilaða snilling.

    WE GO AGAIN!

  21. mer finnst kaup a þessum Markovich fra Benfica a 20-25 milljonir mjog skrítin. leikmaður með ekkert spes tolfræði i liði Benfica og felagi minn sagði mer fyrr i vikunni að hann væri með lakari tolfræði a síðasta timabili i portugal en Bebe, hvort það er rett veit eg svo sem ekki en allavega er eg ekki spenntur fyrir þessum dreng.

    væri miklu spenntari fyrir Konoplianka semner falur fyrir 12 milljonir eða Shaqiri sem er víst falur fyrir 15 milljonir.

    er bara orðin bysna spenntur fyrir Bony og held að hann se með þvi betra sem við gætum fengið i framlinuna utan kannski Benzema eða Higuain.

    hvað varðar verðið a Suarez þa innilega vona eg að Echo hafi rett fyrir ser með 75 milljonir punda þvi mer finnst það algjort lágmark. faum við einhverntiman að vita hvert soluverðið er nkl ?

  22. Maður er hálfdofinn og auðmjúkur en í senn smá súr og fúll. Þessi drengur gerði búninginn enn rauðari og það var alltaf gaman að sjá hann spila.

    Gangi þér vel elsku Suarez, ég mun hlæja þegar þú bítur næst.

  23. Ég verð bara að segja eins og er að ég er verulega sár að missa þennan mann úr okkar röðum og hef líklega aldrei fundið fyrir jafn miklum missi og nú.

    Ég hef smá efasemdir um næsta tímabil okkar…..

  24. já frábært,,,við seljum okkar besta mann og kaupum nokkra miðlungs leikmenn á meðan lið eins og united sem er ekki einu sinni i CL virðist við það að kaupa Vidal og Di maria !

  25. já eg treysti Rodgers fyrir þvi sem er að gerast en viðurkenni alveg að eg væri til i að fá allavega Eitt alvöru nafn til liðsins.

    Chelsea er að taka Fabregas og Costa
    Arsenal með Sanches
    og united með shaw og þennan Herrera sem eru svo sem engin nöfn en ef þeir fá td Di Maria þa verð eg pirraður.

    Hvernig væri að okkar menn færu a eftir Di Maria, frekar en þennan Markovich ? splæsa i eitt alvöru nafn með reynslu af stóra sviðinu. væri ekki leiðinlegt ef okkar menn stælu Di Maria af united þvi við höfum meistaradeildina en ekki þeir…

  26. Frrá því að hann kom til Liverpool var hann alltaf með hugann við Spán. Það er bara þannig!

  27. Liverpool kaupir sjaldan tilbúna heimsklassa leikmenn, Við búum til heimsklassa leikmenn.

  28. Nr. 17-Æææ.. ég orðaði þetta frekar skringilega. Ég er að tala um leikmenn eins og Carroll, Downing og Aquilani sem “meika það” með félagsliðum sínum (oftast vegna leikstíll liðsins hentar þeim) en þegar stór lið kaupa þá kemur í ljós að þetta eru bara miðlungsleikmenn sem hafa ekkert að gera í stórliðum.

  29. “You dont replace Luis, you change the system”

    Mér finnst menn vera frekar neikvæðir upp á framtíðina hérna, “við erum að kaupa drasl, á meðan allir í kringum okkur eru að kaupa stórstjörnur og borga þeim 150k+ í laun”. Menn benda á Fabregas, jú hann er búinn að sanna sig, en var mjög slakur ef frá eru taldir fyrstu 20 leikir Barca á tímabilinu þar sem jú Barca RÚLLAÐI yfir deildina restina af tímabilinu var hann ömurlegur á Barca mælikvarða, Aspas hefði sett 20 mörk fyrir þá uppi á topp í þessum 20 leikjum, Sanchez búinn að vera frábær á HM, en var mjög mikið jojo hjá Barca í vetur. Diego Costa átti stórkostlegt tímabil í ógeðslega leiðinlegu Atletico liði undir stjórn Mourinho 2 og fór í alveg eins lið, var einn lélegasti maður HM.

    Þessir leikmenn eru allir jafn mikil áhætta og Markovich finnst mér….. ég set Fabregas þarna inn því hann er að fara að spila þá gerð af fótbolta sem hann hefur aldrei gert áður (og hann er búinn að toppa að mínu mati)og þessir menn völdu aðra kosti en koma til okkar.

    Ef menn koma í semingi til okkar, þá verða þeir fljótir í burtu aftur. Frekar vil ég leikmenn sem koma þvi þeim líkar við spilastílinn eða elska liverpool frekar en útaf því við borgum þeim fáránleg laun. Við erum að byggja til framtíðar en ekki til 2-3 ára.

  30. Mér finnst umræðan hér alveg fáránleg. Liverpool ætlar bara að kaupa miðlungsleikmenn eins og Can, Markovich, Lallana, Lambert, Origi og Moreno. Jafnvel Benzema og Shaquiri sem eiga pottþétt eftir að floppa í enska…… Í alvörunni? Svartsýnisraus!!!

    Er þetta ekki nákvæmlega sem Liverpool hefur verið að gera? Kaupa leikmenn sem hafa ekki meikað það almennilega og eru á niðurleið hjá sínum liðum m.a Sturridge ogCountinho. Við gefum ungum leikmönnum tækifæri eins og Sterling og Flanagan sem flestir voru búnir að afskrifa. Ég vil fá að sjá unga leikmenn spreyta sig áfram hjá Liverpool. Ég hef engan áhuga á að Liverpool verði eins og Chelsea þar sem ungir leikmenn geta aðeins átt möguleika á að spila með unglingaliðinu. Ég vil líka minna á að Suarez var enginn stórstjarna þegar hann kom til Liverpool, hann varð stórstjarna hjá Liverpool, og við eigum eftir að búa til fleiri stórstjörnur.

    Við seljum Torres og Suarez með 85 milljón punda gróða. Og hver veit nema Sterling verði seldur eftir 6-7 ár fyrir 150 millz eða Markovich/Origi? Eigum við ekki að treysta Rodgers og FSG fyrir hlutunum, þeir eru með njósnateymi og ráðgjafa sem kosta fullt af peningum, annað en við, áhugamennirnir. Það er bara engin ástæða fyrir því að vera svartsýnn þótt við kaupum ekki striker á 50 millz með launapakka uppá 200.000£

  31. Ég verð að taka undir með Bjarna hérna í #32 það er afar mikil neikvæðni í gangi varðandi kaupstefnu Liverpool, ekki endilega hérna bara svona almennt t.d. finnst mér Twitter loga í neikvæðni.

    Raunveruleikinn er sá að við virðumst bara vera að fylgja sömu taktík í leikmannakaupum og hefur verið stefnan síðustu misseri undir FSG….ekkert sem kemur á óvart þannig séð. Líklegast var Lallana marquee signing-ið okkar á þessu seasoni. Hann er allavegana klárlega leikmaður sem getur farið beint í byrjunarliðið og haft áhrif.

    Liðið gat ekkert gert til þess að koma í veg fyrir að Suarez færi og almennt eru menn sammála um að það sé ekki möguleiki á að replace-a hann. Það mun vanta annan striker, nema borini og aspas heilli alla upp úr skónum á æfingasvæðinu. Mér finnst liðið bara vera að þróast í virkilega spennandi átt og ljóst að það eru haugur af ungum leikmönnum í hópnum sem eru mjög spennandi og nokkrir sem eru að nálgast besta aldur til þess að leiða þetta lið áfram (Mignolet, Sakho, Henderson, Lallana, Sturridge, Coutinho).

    Eftir síðasta tímabil eru kröfurnar hinsvegar ekki lengur á CL sæti heldur titilinn og því kannski erfitt að ná mönnum niður á jörðina en ég er vongóður um að það séu bjartir tímar framundan þó svo að salan á Suarez veiki klúbbinn klárlega tímabundið.

    Síðast þegar við misstum heimsklassaleikmann þá panicaði liðið á leikmanna markaðinum og lét hafa sig að fífli (carrol kaupinn). Ég vil frekar að menn liggi á peningnum eins og ormar á gulli í stað þess að það gerist aftur.

  32. Allir munu sakna LS en lífið heldur áfram. Að kaupa”lítið nafn” eða “stórt nafn” skiptir ekki máli. Treystið BR, það sem skiptir máli er að hann fái þá leikmenn sem vann velur í að styrkja liðið í hans leikstíl. ???? hættið að panic- a og ” name drop-pa” YNWA

  33. Það er alltaf hægt að finna leikmenn sem skora mörk hvort sem er keyptir rándýru verði eða fengnir á free transfer. Og það er alltaf hægt að finna leikmenn með góða boltatækni og geðbilaða hugsun inn á vellinum þar sem aldrei er gefist upp. En það er sjaldgjæft að finna þetta allt sama í einum leikmanni. Það eru bara handfylli af svoleiðis mönnum til. Það sem er fyrir mér mestur missir af fyrir Liverpool eru ekki þessir eiginleikar hans sem ég nefni hér heldur þau áhrif sem að Suarez hafði á aðra leikmenn. Hann gerði alla í kringum sig betri og gaf mönnum svo gríðarlegt sjálfstraust með snilli sinni. Þess þá heldur virðist þessi drengur vera svo mikið freak of nature að hann meiðist nánast aldrei alvarlega. Það er enginn leikmaður til sem getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Finnst það alltaf bjánalegur frasi. “Framherji vann leikinn upp á sitt einsdæmi og setti þrennu” eru oft fyrirsagnir sem maður sér. Big whoop að framherji skori mörk. Nei það þarf sterka liðsheild til að vinna leikina og það er held ég fyrst og fremst það sem gerði Suarez svona góðan, þessi sterka liðsheild sem að Rodgers hefur myndað á Anfield. Þetta er stórst skarð og mikið hefði ég viljað halda honum lengur í rauðu treyjunni en Liverpool mun halda áfram og restin af liðinu ásamt nýjum leikmönnum munu fylla skarðið á endanum. Ég er alltaf svartsýnn fyrir mót en einhvernvegin hefur Rodgers fengið mig til að trúa á verkefnið. Það hefði verið meiri missir að glata Rodgers í annað lið en Suarez.

    Takk fyrir góðan tíma Suarez ef þú ert að lesa þetta 🙂

    YNWA

  34. Ef menn eru ennþá leiðir því þeir halda að við séum að missa þetta allt niður?
    Leyfið mér að reyna allavega að hughreysta ykkur 🙂

    Þegar Ronaldo (26) fór frá man u féll liðið niður um 1 sæti tímabilið eftir það.
    Það sama gerðist með Bale(26).
    Það sama með RVP (37).
    Þegar Torres (9*) fór náðum við að vinna okkur upp um 1 sæti það sem eftir var tímabils.
    Talan inn í sviga er fjöldi marka sem þeir skoruðu tímabilið áður en þeir fóru, en Torres fram að janúarglugganum. Suarez skoraði 31 mark síðasta tímabil.

    Arsenal keypti Özil en enduðu samt í sama sæti og tímabilið á undan.
    Fyrste heila tímabil Torres hjá Chelsea fóru þeir niður um 4 sæti (lol). Þau reyndar náðu að vinna sig upp 2 sæti á þessu fyrsta hálfa ári sínu (ekki það mikið lol).

    Suarez er farinn, ekkert hægt að gera í því, föllum sennilega niðurum 1 sæti á næsta tímabili miðað við tölfræðina, en erum með menn sem eru að vaxa og þar af leiðir að þeir verða betri og munu fylla skarð Suarez eins og hægt er.

    X-factorinn í þessu öllu er sá að við erum að fara í meistaradeild, sem er eitthvað sem við höfum ekki gert í langann tíma og erum ekki með nógu stórann hóp fyrir eins og er. Þessvegna skil ég vel að við erum að kaupa upp á breiddina, en vildi auðvitað eins og flestir hérna sjá mann eins og Shaqiri koma til okkar til að vera safe 🙂

  35. Suarez farinn, sanchez farinn til Arsenhole, af hverju ekki ad fara all in a Draxler (sem hefur verid Arsenals adal target i gegnum 2 ár). Tvitugur, World-Class talent og getur ordid einn af teim bestu i framtidinni! Nuna eigum vid pening fyrir honum (release clause £35-37 m). My choice

  36. Að sjálfsögðu er slæmt að missa Suarez, en gleymum því ekki að hans hefði hvort eð er ekki notið við fyrr en í nóvember.

    Ég hef sagt það áður og stend við það: Liverpool þarf ekki að kaupa arftaka Suarez, því hann er nú þegar í liðinu og heitir Daniel Sturridge. SAS verður áfram í fremstu víglínu með Sturridge og Sterling. Ef 6 af núverandi leikmönnum bæta við sig 5 mörkum hver, þá er búið að jafna markaskorunina frá því á síðasta tímabili. Ekki svosem að ég haldi að þess gerist þörf. Ég tel meiri líkur á að liðið taki skynsamlegri pól í hæðina á næsta tímabili, þétti vörnina, jú það verða færri mörk skoruð, og hugsanlega verður ekki alveg jafn gaman að horfa á leiki liðsins, en líklega verður tekin upp stefna sem verður árangursríkari í fjölda stiga sem safnast í sarpinn. Hvort það dugar til að hampa titlinum verður að koma í ljós, ég ætla engu að spá um það. Sé samt enga ástæðu til að afskrifa þann möguleika. Liðið þarf jú bara að vinna alla þá leiki sem eftir eru, sem er svipuð staða og var í apríl ef ég man rétt.

  37. Ef málið er skoðað í samhengi , þá lýt ég á söluna á suarez, sem bæði vel tímasetta og sigur fyrir Brendan. Fyrir það fyrsta þá stóð yfirstjórn liverpool fast á sínu síðasta sumar gangvart Arsenal og þeirra tilraunum til að kaupa Suarez, var talað um að þeir hefðu mætt buy out klásúlu en liverpool samt staðið á sínu. Núna ári seinna fer hann, til liðs utan Englands, fyrir miklu meiri pening og skilur eftir sig meistaradeildarfótbolta 😉

    Bara takk fyrir mig Suares 😉

  38. Ég hef engar áhyggjur því SAS verður að stórskotaliðinu SMS (Sturidge – Markovich – Sterling) hjá Liverpool

  39. Þetta verður svakalegt tímabil í ensku deildinni í vetur. Ef við náum 4 sætinu þá erum við að tala um að BR er hreinn snillingur. Chelsea verða gríðar sterkir, City sömuleiðis. Svo koma Arsenal held ég, ef þeir ná góðri stemmningu í hópinn þá er aldrei að vita hvað Wenger getur gert. Svo eru það við, Tottenham og ManU. Þetta verður svakalegt.

    Eingöngu það að ManU er ekki í Meistaradeildinni setur þá upp í topp 4 fyrir mér. Ég held að það eigi eftir að kosta okkur að vera í Meistaradeildinni í vetur.

  40. Til að byrja með þá er ekkert “grudge” gagnvart Suarez frá Liverpool. Hann er áfram hetja sem gerði kraftaverk með liðinu. Honum tókst að gera það sem Owen og Torres tókst ekki, fara á góðum nótum.

    Auðvitað er erfitt að missa svona góðan fótboltamann, væri það fyrir öll lið. Sérstaklega bara andlega. Svartsýnin mikil hjá liverpool mönnum þessa daganna. Ég er samt ekkert endilega viss um að Liverpool komi illa úr þessu.

    Til að byrja með þá er maðurinn í þriðja banninu á fjórum árum fyrir að bíta mann (og hefur fengið bann fyrir annað). Nú finnst mér bit (þegar stykki er ekki bitið af fólki) ekkert sérstaklega alvarlegur glæpur en… mikið sem þetta er þreytandi og kjánalegt. Að maðurinn byrji Barca ferilinn á loforði um að bíta ekki aftur. Maður fær bara kjánahroll. Ég er ekki svo viss um að hann átti sig á hvað hann er að gera í hita leiksins og því kæmi mér lítið á óvart að sjá þetta aftur. Það verður allavega ekki okkar vandamál.

    Þegar hann kemur úr banni er hann nokkrum mánuðum frá 28 ára. Eftir það má áætla að verðmæti hans helmingist við hvern afmælisdag. Að fá 75m punda fyrir mann sem hefur misst 25% leikja okkar og við keyptum á rúmar 20m er mjög gott. Það sem er enn betra er að Rodgers fær þetta til leikmannakaupa (ólíkt t.d. Manu eftir C.Ronaldo söluna). Ef fólk bjóst við að hann færi á endanum, þá var þetta einfaldlega lang besti tíminn fyrir sölu.

    Liverpool er í meistaradeild ólíkt Tottenham þegar þeir fengu svona pening til að eyða. Vissulega höfum við ekkert verið að spreða í leikmenn á því kaliberi en vitum við fyrir víst að við gætum fengið leikmenn eins og Markovic og Moreno (ekki að þeir séu komnir) án þess? Ég þekkti Mkhitaryan ekkert meira en þessa menn þegar við vorum á eftir honum en engu að síður vildi hann ekki koma nákvæmlega fyrir þessar sakir. Auk þess er júlí byrjun og fólk veit í raun ekkert hvað nákvæmlega er að fara að gerast í okkar leikmannamálum. Við erum allavega í meistaradeild og það hjálpar.

    Rodgers spilaði ekki endilega það kerfi sem hann vildi, aðeins til að koma bæði Suarez og Sturridge fyrir í liðinu og e.t.v. bitnaði það eitthvað á varnarleik okkar. Það var okkar helsti hausverkur síðasta tímabil sem og breidd hópsins sem var engin. Bekkurinn í hverjum leik var sennilega ekki mikið sterkari en bekkurinn hjá slæmu championship liði. Þetta tvennt náum við sennilega bæði að leysa með þessari sölu. Auðvitað er gaman að skora +100 mörk og horfa á blússandi sóknarbolta en það er ekkert sérstakt að vera 3-0 yfir gegn lélegustu liðum deildarinnar og að skíta á sig úr stressi því þeir gætu allt eins jafnað á 5 min. Gott jafnvægi þar á milli er auðvitað það sem þarf og hugsa ég að það sé stefnan.

    Við höfum þegar gert ágætis “squad-kaup” og svo virðist sem Lovren, Markovic og Moreno gætu verið næstir. Við erum aldrei að fara að kaupa mann í stað Suarez. Bæði er það bara óþarfa pressa á þann leikmann auk þess sem ég er ekki endilega viss um að það henti kerfinu sem Rodgers vill spila. Allavega býð ég rólegur enda rúmlega 1.5 mánuður eftir af glugganum og engin þörf á að fara í eitthvað panic núna.

    Takk fyrir mig Suarez, gangi þér sæmilega hjá Barcelona og… plís ekki dragast á móti okkur í meistaradeildinni.

  41. Það þarf að horfa fram á við, Suarez farinn, takk fyrir allt….gott og slæmt. Skv. Moneyball skilur hann eftir digra sjóði, sem ekkert liggur á að tæma. Hópurinn hefur verið stækkaður, kjúklingar að koma úr eldi og útsmognir umboðsmenn munu ota sínum mönnum fram, silly season er varla byrjað. Hópurinn 2014/15 er að mótast.
    Næsta tímabil verður samt varla annað en barátta um 4ja sætið, nema Meistaradeildin detti inn:)

  42. sælt veri fólkið
    Fyrst af öllu ber að þakka Suarez fyrir hans framlag, stórkostlegur leikmaður sem maður á eftir að sakna. En lífið heldur áfram og nú þarf að fjárfesta af viti, lýst vel á það sem komið er, lallana, Can og Lambert og vonandi bætist Markovic við, held að hann eigi eftir að verða svakalegur. En enn þarf að bæta við, okkur vantar vinstri bak, Moreno væri mín ósk, miðvörð sem verður líklega Lovren og mín heitasta ósk er að Di Maria verði keyptur, þar erum við að tala um alvöru kaup á alvöru leikmanni sem samsvara alveg Sánchez kaupum Arsenal. Frábær leikmaður sem sést vel á að Argentína er hálf lamað framávið eftir að hann meiddist. Tel líklegt að kerfin sem við spilum verði 4-3-3 og 4-2-3-1 og sjaldnar tveir á toppnum eins og sl betur, já og varðandi hægri bak þá grunar mig nú að Can geti leyst hana eins og vinstri. Semsagt allt í góðu og in Brendan we trust….
    YNWA

  43. suarez er farinn og menn margir hverjir svartsýnir og tala um að við verðum að finna eftirmann hans. Ég er á því að við eigum eftirmann hans og heitir hann STERLING. Ég er á því að þessi strákur á eftir að vera einn besti fótboltamaður í heimi á næstu árum.

    Mèr finnst þetta mjög spennandi tími sem liverpool stuðningsmaður.
    Liðið spilar frábæran fótbolta
    Liðið er skipað mörgu ungum og efnilegum fótbolta mönnum
    Liðið er með flottan stjóra sem ég treysti 100% og ber sig vel utan vallar.
    Liðið er aftur komið í meistaradeildinna

    Ég skil ekki þessa neikvæðni því að Liverpool er á uppleið og spennandi tímar framundan. Ég spái því að við verðum aftur í top 4 á næstu leiktíð og stimplun okkur aftur inn og á næstu árum fáum við að sjá flott lið sem heldur áfram að berjast um titla.

    Áfram LIVERPOOL í blíðu og stríðu

    p.s fyrir þá sem eru ekki að taka eftir því , þá er þetta í blíðu í dag

  44. Benzema á diskinn minn. Ég fylgdist með honum á HM og hann var þrusu góður var bæði að skora og leggja upp mörk. Veit ekkert um þennan Bony, er ekkert mjög spenntur miðað við lýsingar á honum.

  45. Hafa menn borið okkar lið saman við City,Arsenal og Chelsea?
    Maður fær smá áhyggjur þegar maður horfir á 18 bestu leikmenn toppliðana.
    Ég treysti Brendan fullkomlega en ef hann fær ekki það sem hann vill eins og t.d Sanchez sem fór til Arsenal gætum við lent í vandræðum.
    Vonum að hann verði 100% sáttur með sinn hóp þegar tímabilið hefst.

  46. Af hverju eru menn að búa sér til einhverjar vonir með að LFC kaupi risastjörnu eins og Benzema? Hvenar hefur LFC keypt risanafn áður?
    Dýrustu kaup okkar er Andy fucking Carroll!

    Og annað, þrátt fyrir að við komust í CL á þessu seasoni þá eru stórstjörnurnar ekkert æstar í að koma ef við sýnum þeim áhuga. Það þarf aðeins meira til en það.

    Kveðja,
    Fúli Skúli

  47. David Luis er í hörku formi. Ætli hann fari ekki bara í snöruna eftir þessa heimsmeistarakeppni. Drengurinn er í ruglinu.

  48. Gaman að sjá að Scolari er að gera uppæ bak með chelsea strákana sína meða hann skildi coutinho eftir heima sem átti miklu betra tímabil en td willian.

  49. Brassarnir hafa nátturulega verið að spila 10 á vellinum í allri keppninni. Meira draslið þessir Fred og Jo…

  50. Nr 48.

    Afhverju ætti Liverpool ekki að geta keypt Benzema. Á bara að henda flagginu inn á völlinn um leið og góðir leikmenn eru í boði. Liverpool er stórveldi í fótboltanum sem lenti í öðru sæti í ensku deildinni, stórveldi sem var hársbreidd frá því að vinna deildina í fyrra. Þetta er ungt lið með mikinn talent og frábæran þjálfara. Hvaða minnimáttarkennd er í gangi hérna. Benzema á eitt ár eftir af samningnum og auðvitað á Liverpool að reyna við hann.

  51. Bara koma því að hinn serbneski Lazar er ekki “Markovich”, þó það hljómi þannig í okkar eyrum. Lazar er Markovic (með engu h-i, en endar á serbneskum sérstaf, ?, sem hljómar eins og amerískt “ch” eða íslenskt “tsj”). Má þó nota venjulegt “c” til einföldunar, svipað og hin íslensku á, ú, í, og ó missa hattinn á alþjóðavettvangi. Semsagt, án sérstafa: Lazar Markovic. Kveðja, Serbinn.

  52. @52

    Þú ert alveg að miskilja mig. Ég er að segja að LFC sé með minnimáttakennd. Þeir hafa aldrei hagað sér sem stórveldi á leikmannamarkaðnum!

    United ekki meistaradeild, kaupa Shaw, Herrera og eru mögulega að fá annaðhvort Di Maria eða VIdal. Þeir haga sér eins og stórveldi og þá skiptir ekki máli að þeir séu ekki í CL. Einhvað sem Liverpool myndi aldrei gera. Þeir bjóða aldrei í stór nöfn…..Þora ekki

  53. @56
    Hvernig er Shaw stærri kaup en Lallana?
    Hvernig er Herrera stærri kaup en Markovic?
    Fyrir utan að þeir borga nokkrum milljónum punda hærra per leikmann.

    Ég sé ekki hvernig kaup United hingað til í glugganum bera meiri merki um stórveldi heldur en hvað Liverpool er að gera. Get ekki betur séð en að okkar menn séu virkilega að vinna heimavinnuna sína og fylgja svipaðri innkaupastefnu líkt og árin á undan, utan þess auðvitað að budgetið er mikið stærra núna þar sem við erum komnir í meistaradeild auk sölunnar á Suarez. Þetta gæti stefnt í 140M punda leikmannaglugga ef eitthvað er að marka slúðrið.

    Setti inn lista hér að neðan með staðfestum leikmannakaupum auk lista leikmanna sem mér sýnist að séu helstu skotmörkin. Ef þetta gengur allt eftir með kannski 1-2 frávikum þá fæ ég ekki betur séð en að við séum með ansi öflugan sumarglugga.

    Emre Can 10m punda – staðfest
    Lambert 5M punda – staðfest
    Lallana 25m punda – staðfest

    Markovic – 20m punda – óstaðfest
    Origi – 10m punda – óstaðfest
    Moreno 18m punda – óstaðfest
    Lovren 20m punda – óstaðfest
    Shaqiri 20-25m punda – óstaðfest

  54. lallana var nu bara stór fiskur i lítilli tjörn líkt og charlie adam var þegar hann kom á sínum tima …shaw er talinn einn efnilegasti vintri bakvörðurinn i dag…svo er talið öruggt að united fái annaðhvort vidal eða di maria…þannig að ég tel þetta betri glugga hja þeim enn okkur,,, svo erum við aldrei að fara að fá shaqiri ef þessi markovic er að koma

  55. Sælir,

    drullufúll yfir þessu, það væri svo hægt að nota þennan gæja.
    #19 já það virðist vera rétt hjá þér, Liverpool er “feeder club”! Hvenær fer Sterling, Henderson, Sturidge eða hver sem er? Liverpool þarf að fara sýna að þeir geti haldið sínum bestu leikmönnum. Það væri mun betra að fara inn í mótið vitandi að við höfum “ása” heldur en að þurfa að bíða, vona og sjá til hvernig hópurinn plumar sig.

  56. BBC að segja að við séum að bjóða 26 M í Lukaku.. Mikið agalega væri ég til í að fá þetta naut til okkar!

  57. eg veit ekki með 26m punda,,,vissulega var hann góður á seinasta tímabili, mögulega passaði hann bara vel inní leikstíl everton..
    enn þetta var líklega lélegasti leikmaður belgíu á HM…finnst það vera pinu áhætta að borga 26m punda fyrir hann

  58. við fengum heldur aldrei 75m punda fyrir hann,,,það var talað um 60 og eitthvað og svo á ajax eftir að fá hluta af því

  59. Bara svo það sé á hreinu þá er BBC ekki að segja að LFC ætli að bjóða í Lukaku. Sorpmiðillinn CoughtOffside býr il þessa vitleysu sem BBC birtir svo í slúðurpakkanum sínum þar sem þeir taka saman alla vitleysuna af þessum ruslmiðlum í skiptum fyrir smelli áhugasamra áhangenda. Að trúa því sem fram kemur í þessari samantekt er svolítið eins og að kaupa armband á Tónlistarhátíð af DJ Óla Geir. Þú verður fyrir vonbrigðum.

  60. Getur einhver staðfest það sem kemur fram hér að ofan að kaupklásúlan hafi verið 100 m punda en LFC hafi látið hann fara fyrir 75 vegna bitsins?? Ef satt reynist þá blæs ég á allt mjálm um að leikmaðurinn sé að fara í góðu. Það má vera að BR og forráðamenn LFC vilji láta það líta þannig út en þetta er reiðarslag fyrir Liverpool að missa þennan leikmann. Maðurinn er nýbúinn að skrifa undir samning til 2017 og mér finnst menn vera búnir að gleyma því að Suarez var búinn að lofa því hátíðlega að hann væri ekkert að fara. Það er ólykt af þessu öllu saman. Það að Luis Suarez sé farinn setur öll plön í uppnám og veikir okkur utan sem innan vallar. Það átti að taka slaginn við Luis enn eina ferðina… og láta hann virða gerða samninga. Þetta bann skiptir engu máli í mínum huga!! Að eiga svona fallbyssu inni þegar líður á leiktíðina er alveg hrikalega sterkt alveg sama hver staðan er á þeim tímapunkti þegar hann kemur inn. Það sannaði sig á seinustu leiktíð.

    YNWA

  61. Mér finnst rugl að selja Suarez án þess að vera búnir að finna arftaka. Ég sé þetta alveg enda í einhverju vitleysu þar sem við yfirborgum enn einn leikmanninn á lokadegi gluggans.
    Finnst 75m punda vera mögnuð summa fyrir leikmann sem nær að næla sér í 10 leikja bann á hverju tímabili. Við verðum bara að nota þessa peninga rétt og sleppa við allt klúður samanber Tottenham Hotspurs.

    Það er a.m.k. ljóst að Origi, Markovic og einhverjir fermingadrengir eru ekki að fara að dekka þetta skarð sem hann skilur eftir sig. Ætla rétt að vona að menn átti sig á því að það þurfi þungavigtarmann til að fylla sem mest upp í þetta gríðarlega skarð.

  62. Sá leikmaður er einfaldlega ekki til sem getur komið og verið arftaki Luis Suarez

  63. svo ótrúlegt að lpool hafi verið i top 4 að það er gerð auglýsing um það

  64. Sæl og blessuð.

    Ég fer ekki í launkofa með það að staðan er ekki góð þótt útlitið sé ekki kolsvart:

    Þetta þykir mér uggvænlegt:

    1. Samkeppnislið raða til sín öflugum leikmönnum. Þau verða erfiðari andstæðingar en var nú í vetur. Enginn “football Genius” hjá púkunum rauðu og Þrándheimsmenn verða miklu skæðari svo baráttan um topp fjóra verður hörð. Ekki þarf að ræða um alla hina.

    2. Það verður flókið að finna rétta taktinn í liðinu á gerólíkum forsendum. Frasinn að enginn bæta fráhvarf nafna heldur þurfi að laga skipulagið upp á nýtt – hljómar e.t.v. vel en hann er erfiður í framkvæmd og við gætum þurft að spila trial/error leik allt til jóla. Mætti ég þá frekar biðja um minn tannfagra nafna um mán.mót okt/nóv. En við það verður ekki unað.

    3. Í lok leiktíðar má ætla að BR fái kostaboð frá enska knattspyrnusambandinu og leysa af hinn kinnsíða Hodgson. Þá hefst eyðimerkurgangan fyrir alvöru…

    Þetta er svo ljósið í myrkrinu:

    1. Liðið var það yngsta í deildinni í fyrra og nú koma ungmennin upp rík að reynslu og þrótti. Trúi ekki öðru en að Sterling og Kútinjó eigi eftir að vaxa og engin skilur núna af hverju sá síðarnefndi fékk ekki að spila á HM miðað við mannvalið sem þeir höfðu úr að spila. Sturridge er í ákveðinni Austfjarðaþoku því hann er meiðslapési og haldist hann ekki heill erum við í vondum málum. Engu að síður vonast ég til að Suso, Jordan og Wisdom stígi nú fram, hver veit nema að Borini fái að vera með og það myndi auka enn á breiddina. Allt ungir menn með bjarta framtíð og vonandi skreyttir greddufullum fílapenslum um allt andlitið. Jósef Hinriks gæti orðið góður og ég verð að segja að mér finnst eitthvað heillandi við að sjá kvekendið þeystast á methraða upp kantinn í þeirri von að eitthvað gott komi úr því. Væri agalega sáttur við að missa hinn mjög svo ofmetna Jónsson til frambúðar.

    2. Nýliðar lofa nokkuð góðu en ég verð að segja að m.v. það sem keppniautar hafa sankað að sér er ég ekkert að hoppa og skoppa af ánægju. Grautfúlt og deprímérandi að vita af einhverjum spöðum sem ekki vilja spila með Liverpool. Eigum við að ræða þennan Sansés? og nú eru skrattarnir að eltast við Rúss og fleiri sem ég taldi að gætu átt erindi við okkur. Hvers megnar hinn aldni Lambert miðað við þessar stjörnur?

    3. Haldist BR með okkur áfram kann það að vita á gott. En betra er heilt en vel gróið og ég er ekki viss um að trafið sem hann ætlar að binda um sárið sem nafni skilur eftir sig eigi eftir að halda.

    Æ, mig auman. En við svartsýnismenn búum við þau forréttindi að gleðjast þegar við höfum rangt fyrir okkur. Megi svo verða.

  65. Jæja, nú verður að fjárfesta og nota þennan pening vel. Það er einsog hátíðnitónar í eyrum mínum að heyra að smálið án meistaradeildar sé linkað við Vidal, Di Maria, Hummels og fleiri á meðan við og með meistaradeildinni séum að eltast við Loven, Bony og Bertrand.

    HVAÐA RUGL ER ÞAÐ?! En shit hvað Chelsea og City eru að nýta þennan glugga vel. 40m salan á David Luiz hlýtur að vera business aldarinnar!

  66. það er bara eðlilegt,,, það er ekki að ástæðulausu að þið séuð bara orðaðir við miðlungs leikmenn

  67. #55

    Verð að viðurkenna ég átti von á Andre Wisdom yrði leikmaður Liverpool á komandi tímabili. Sá hann spila 3 leiki með Derby m.a annars á móti Chelsea og fannst hann líta vel út. En ef hann á að fara á lán þá er ég sáttur við West Bromwich Albion þar sem þeir spila í Prem.

    Mikið væri ég til í að vita hvað þessir kappar eru að fá í laun, Lallana til dæmis, Can og eins ef Markovic kemur. Væri líka til í að vita hvað Sanchez er talinn fá í laun frá Arsenal.

  68. Haha, Robbi góður. Drífðu þig nú á heimsíðu þíns liðsins sem er örugglega fín.

  69. Hafliðason 55

    einhversstaðar sa eg að Lallana fengi 80 -100 þus a viku i laun

    can getur valla verið mjog launahár, liklega um 30 -40 kall skyt eg a

    Markovich fyrir 20 -25 milljonir punda hlytur að fa 50 -60 kall a viku gæti eg trúað.

    sanches var ekki talað um 100 kall a viku sem hann fengi, finnst eg hafa lesið það allavega an þess að vera viss

  70. Jæja nú er Suarez seldur, HM búið og ég vann tippkeppnina 🙂 er ekki þá kominn tími á níjann þráð 😀

  71. Hvað með að fá Miroslav Klose? Hættur með landsliðinu þannig að hann getir einbeitt sér að Liverpool og hann er bókaður 25 marka maður með Henderson fyrir aftan sig.

  72. Eru menn ekki að skilja það að það var ekki hægt að halda Suarez. Maðurinn er og verður á skilorði eftir það sem á undan er gengið og hefði hreinlega verið ÉTINN af ensku pressunni ef hann hefði verið áfram þar. Ef hann myndi bíta aftur, sem virðist vera afar líklegt í ljósi sögunnar, er hann á leið í bann upp á 1 til 2 ár. Því held ég að við séum að gera helv… góðan díl að fá alvöru pening fyrir kauða sem var nú enginn sérstök eftirspurn eftir í ljósi þess sem á undan var gengið.

Föstudagsþráður í júlí

Upphitun lokið