Þetta Liverpool-lið er stórskemmtilegt!
Ég er núna búinn að pirra mig mest alla vikuna á hinum ýmsu spámönnum sem eru allir að dæma Liverpool úr leik í titilbaráttunni og flestir að spá liðinu utan Meistaradeildarsætanna næsta vor. Ég hef rifist yfir þessu hér á síðunni og á Twitter og almennt látið þetta fara allt of mikið í taugarnar á mér.
Í dag tók ég ákvörðun. Það veit auðvitað enginn hver lokaniðurröðun liðanna verður næsta vor. Það er eitt að spá hinu og þessu í ágúst, áður en knetti hefur verið sparkað, en það verður bara að koma í ljós í vor hvar okkar menn enda.
Þess í stað hef ég ákveðið að muna eitt: þetta Liverpool-lið er það skemmtilegasta sem ég man eftir á Anfield í mína tíð og ég ætla að njóta þess að horfa á þá spila knattspyrnu í vetur.
Byrjum samt á byrjuninni, þessari mýtu um að lið sem selja besta leikmann sinn haldi sjaldnast sama styrk. Ég leitaði í vikunni (ásamt Babú sem gróf nokkur þessara dæma upp) og mér datt ekki eitt einasta dæmi í hug yfir lið sem hefur verið í titilbaráttu, selt svo sinn besta mann og hrunið á næstu leiktíð. Og höfum það á hreinu, Liverpool þarf að dala um meira en 3-5 stig til að detta úr titilbaráttu og út úr topp fjórum líka. Liðið þarf að hrynja.
Hér eru dæmin sem ég fann úr nýliðinni tíð:
- Arsenal seldu Thierry Henry sumarið 2007. Það vorið endaði liðið með 68 stig í deildinni. Árið á eftir steig Robin Van Persie upp og liðið náði 83 stigum. Bætti sig um 15 stig eftir að missa Henry.
- Van Persie var svo seldur sumarið 2012. Það vorið hafði Arsenal náð 70 stigum en vorið á eftir náðu þeir 83 stigum. Bættu sig á milli ára eftir að RVP fór.
- Man Utd seldu Ruud Van Nistelrooy sumarið 2006. Það vor náði liðið 83 stigum en þar voru ungir og hungraðir strákar eins og Rooney og Ronaldo sem stigu upp og liðið vann titilinn á 89 stigum árið á eftir.
- Ronaldo var svo seldur 2009 og þeir fengu bara meiddan Michael Owen í staðinn. Liðið fór úr 90 stigum niður í 85 án Ronaldo en vann samt 2 titla á næstu 5 árum eftir að Ronaldo fór.
- Talandi um Michael Owen. Hann yfirgaf Liverpool sumarið 2004 og í kjölfarið fótbrotnaði Djibril Cissé. Man einhver hvað Liverpool gerði þann veturinn án almennilegs framherja?
- Og svo er það dæmið sem allir nefna: Gareth Bale. Tottenham seldu Bale og keyptu haug af leikmönnum í staðinn í fyrra. Og svo hrundu þeir, ekki satt? Nema hvað að þeir náðu 72 stigum með Bale í fyrra en 69 stigum án hans í vor. Þrjú stig, það var allt hrunið hjá Spurs.
- En hvað með Evrópu? Besta dæmið kom 2009 þegar Internazionale seldi Zlatan. Árið á eftir unnu þeir Serie A, ítalska bikarinn og Meistaradeildina. Gjörsamlega dauðadæmdir án stjörnuframherjans.
- Uppáhaldsdæmið mitt er samt Atletico Madrid. Þeir hafa stundað það í mörg ár að búa til stjörnuframherja, selja hann á miklum gróða og bæta liðið sitt á milli ára. Þegar Fernando Torres fór? Þá fengu þeir Diego Forlán og unnu Evrópudeildina. Þegar Forlán fór? Þá fengu þeir Falcao og unnu Evrópudeildina aftur. Þegar Falcao fór? Þá áttu þeir til arftakann í Diego Costa og unnu La Liga og fóru í úrslit Meistaradeildarinnar. Ætli þeir séu að panikka eftir að hafa selt Diego Costa í sumar? Ég stórefa það, sá klúbbur veit að það er ekki heimsendir að missa stjörnuna sína.
Ég gæti tínt fleiri dæmi til. Inter komust í undanúrslit Meistaradeildar og náðu sama sæti (2. sæti) í Serie A eftir að þeir seldu Ronaldo. Barcelona blómstruðu með Messi og Guardiola eftir að Ronaldinho fór. Liverpool rétti úr kútnum án Torres, Tottenham seldu Keane og Berbatov og bættu sig á næstu árum, og svo mætti lengi telja.
Eflaust eru einhver dæmi um lið sem hrundu eftir að missa stjörnuna sína en ég finn þau ekki. Endilega bendið á þau í ummælum ef þið munið eftir einhverjum. Þetta hér fyrir ofan eru samt fjórtán stór dæmi frá síðustu árum sem sýna svo ekki verður um villst að það er alls enginn heimsendir að missa stjörnuna sína.
Í stað þess að einblína á brotthvarf Suarez ætla ég að horfa á þá sem eru á Anfield í dag.
Liverpool er ennþá með besta markaskorarann í Úrvalsdeildinni. Hann heitir Daniel Sturridge og hann er með betri tölfræði á fyrstu 18 mánuðum sínum en Suarez, Torres og Owen voru með. Hver segir að við getum ekki tekið Atletico á þetta og verið sterkari með hann sem aðalmann, a la Falcao og Costa?
Liverpool er ennþá með efnilegasta leikmann Evrópu. Hann heitir Raheem Sterling og honum hafa engin bönd haldið á árinu 2014. Hann er enn bara 19 ára en í honum erum við með tilbúinn X-factor í stað Suarez.
Liverpool er með Philippe Coutinho, einn skemmtilegasta leikmann deildarinnar. Annan X-factor í stað Suarez, leikmann sem getur opnað hvaða vörn sem er. Hans helsti galli hefur verið stöðugleiki í frammistöðu milli leikja en það háði t.d. Cristiano Ronaldo líka á svona ungum aldri. Ef hann getur skilað sínu besta í fleiri leikjum en annað hvert skipti mun hann rústa þessari deild.
Þá eru ótaldir sóknarmennirnir sem voru keyptir í sumar. Lambert er gamall refur sem mun ekki bregðast þegar hans er þörf og í þeim Lallana og Markovic erum við með tvo af mest spennandi sóknarmönnum sem hafa verið keyptir í þessari deild í sumar.
Ég gæti setið hér og talið upp allt liðið en aðalatriðið er að ég er gríðarlega spenntur fyrir þessari leiktíð. Kannski vinnur Liverpool deildina, kannski lendir liðið í 7. sæti. Það er engin leið að spá með vissu í svona harðri samkeppni þannig að í stað þess að pirra mig á spádómum ætla ég að festa sætisbeltið og halda mér fast. Þessi vetur verður rússíbanareið!
Ég horfi á Liverpool-liðið í dag og ég hugsa með mér, hvað sem verður í vetur þá mun þetta lið skemmta okkur. Við munum sjá mörk, sóknarbolta, ævintýralega spilamennsku og eflaust fullt af litríkum uppákomum.
Ég segi bara, góða skemmtun!
Frábær pistill.
Á örugglega eftir að copy/paest-a upptalninguna þína til að troða upp í efasemdar menn 🙂
Vel gert.
Mjög góður punktur, þetta sýnir að liðið er gert úr mönnum en ekki manni, svo lengi sem það hefur þjálfara sem kann til verka.
Dortmund vann deildina 10/11 og Sahin var besti leikmaður deildarinnar. Seldur til Real um sumarið og í framhaldi vann Dortmund bæði deildina og bikarinn.
Mjög góð og þörf upptalning hjá þér Kristján Atli og sönn eftir því.
Eina “hrunið” ef svo mætti kalla – sem ég man eftir er staða Dortmund. Þeir urðu meistarar 2011 og 2012, seldu svo Kagawa sumarið 2012 (einn af bestu mönnum sínum) (en fengu M.Reus í staðinn sem er líklega betri leikmaður).
Árið eftir (2013) selja þeir Götze og fá reyndar Mkhitaryan í staðinn. Þessar sölur (auk styrkingar hjá FC Bayern) hafa m.a. valdið því að síðustu tvö tímabil hafa þeir verið talsvert á eftir Bayern, í stað þess að vera ca 10-15 stigum á undan.
En er sammála þér KA, dæmin í hina áttina eru mun fleiri.
YNWA
Hvað með þennan Moreno? Á ekkert að fara að staðfesta þau kaup?
Þetta er sko Sterlingslegur pistill(nýirði um eitthvað sem er frábært og verður betri með árunum.)
100% samála pistlahöfundi.
Við viljum allir að liverpool vinni deildinna og er ég ekki viss um að það gerist í vetur en við erum á réttri leið og ættum að njóta þess að horfa á liðið spila.
Liverpool er eins og lítið barn að læra að ganga. Það reynir margoft en dettur oft á rassinn en það stendur alltaf upp aftur og á endanum gengur það en hlutverk okkar stuðningsmanna er að það gengur alldrei eitt s.s YNWA
Burt séð frá leikmönnum þá hef ég bara bullandi trú á Brendan Rodgers, hann á eftir að búa til alvöru lið. Gefum honum bara þann tíma sem til þarf.
Mikilvægt að byrja vel.
Flottur pistill og vel orðað þær hugleiðingar sem við höfum verið að ræða undanfarið.
Sala á Suarez var stóra málið í fyrra og þá var einnig velt fyrir sér framtíð Liverpool án Suarez sem fór fram á að vera seldur. Paul Tomkins gerði mjög góðan pistil um þetta sem á að stórum hluta við í dag líka, ég tók úrdrátt úr þeim pistli og bætti við mínum eigin vangaveltum.
Þó hefur Suarez síðan tekið eitt besta tímabil sem nokkur leikmaður Liverpool hefur gert og hann á klárlega stærstan þátt í uppgangi Liverpool á síðasta tímabili nema þá kannski fyrir utan Brendan Rodgers. Það var a.m.k. gott að Liverpool þurfti ekki að fylla skarð Suarez án þess að geta boðið upp á meistaradeildarbolta, eins vegna þess að okkar ungu og spennandi leikmenn eru núna allir komnir með mjög mikilvægt tímabil í reynslubankann.
Vonandi verður einhver þeirra búinn að taka sama stökk hjá Liverpool og Suarez gerði er hann kom frá Ajax (eftirfarandi er skrifað fyrir ári síðan en á jafnvel betur við núna):
Liverpool er í mun betri stöðu til að fylla hans skarð núna og fékk u.þ.b. helmingi meira fyrir hann en þeir hefðu fengið í fyrra. Ofan á það var hann seldur til Barcelona, ekki Arsenal sem er líklega það lið sem við verðum í hvað mestri samkeppni við.
Þetta sagði Tomkins fyrir síðasta tímabil og líklega á þetta ennþá við:
Arsenal var talið vera fullkomlega eins manns lið með RVP tímabilið áður en hann fór, mjög svipað og talað er um Suarez núna, Tomkins orðar þetta best:
Mistök Arsenal voru þau að þeir seldu RVP til Man Utd sem þeir voru í beinni samkeppni við og styrktu þar með þeirra lið umtalsvert.
Síðan Liverpool vann Meistaradeildina 2005 hafa aðeins tvö lið komist í þennan topp 4 hóp. Annarsvegar Man City sem þurfti stjarnfræðilegar upphæðir til að brjóta sér leið inn og hinsvegar Tottenham sem reglulega seldi sína bestu menn með töluverðum gróða og tóku með því nógu mörg skref uppá við til að ná á endanum inn. Liverpool er ekki að fylgja módeli Spurs en eru þó nær því að gera þetta eins og þeir heldur en gera þetta eins og Man City.
Besta við söluna á Suarez er að hann var seldur úr landi, það er mikið skárra en t.d. þegar Torres fór til Chelsea, eða þegar Arsenal sér sína bestu menn í City, United og Chelsea, já eða Spurs sáu sína bestu menn í United.
Til að bæta við dæmum við pistil Kristjáns Atla má einnig horfa til Dortmund eins og Tomkins gerði í fyrra:
Annars eru fleiri dæmi úr herbúðum Liverpool en bara salan á Owen, við höfum alveg áður misst “Suarez” og komið sterkari frá því:
Með þessu er ég ekki frekar en aðrir að segja að ég vildi selja Suarez, ALLS EKKI. En sala á honum þarf ekki að vera neinn heimsendir. Fjölmörg dæmi sýna okkur að lið geti bætt sig þegar besti leikmaðurinn er seldur enda fótbolti fyrst og fremst liðsíþrótt.
Þar með kem ég að seinni punktinum í færslunni sem ég skrifaði fyrir ári síðan út frá hugleiðingum Tomkins. Tveir Amerískir tölfræðinördar skrifuðu bók (The Numbers Game) um fótbolta sem er ansi áhugaverð og hægt að lesa frábæra greiningu á henni hér.
Besti punkturinn voru hugleiðingar þeirra um veikasta hlekkinn og mikilvægi hans fram yfir besta leikmanninn.
Ef þetta er málið þá er Liverpool svo sannarlega að fara láta á þetta reyna í vetur. Búið er að selja langbesta leikmannninn og í staðin hefur vörninni verið umbyllt og varamannabekkurinn stykrtur til muna.
Þeir tóku dæmi um Rooney og Khizanishvili, við getum léttilega fundið okkar eigin dæmi frá síðasta tímabili með því að nota Suarez vs varnarmann Liverpool að eigin vali:
Þessi fræði Bandaríkjamannanna eru ekkert heilög vísindi og ég fell nú ennþá oft í seinni hópinn hvað næsta punkt varðar:
Mögulega er þetta óskhyggja en kannski ættum við fyrst og fremst að horfa til síðustu félagsskipta Luis Suarez og hvernig það fór með næsta tímabil á eftir. Ajax vann ekkert með Suarez innanborðs sem þó skoraði nánast að vild hjá þeim, 49 mörk í 48 leikjum.
Þeir unnu titilinn tímabilið sem hann fór frá þeim og hafa unnið hann allar götur síðan.
Don´t worry,be happy! Þetta klárast í mai.
Sammála þessu. Í stað þess að horfa á glasið hálf tómt, þá er hægt að horfa á það að liðið heilt yfir er sterkara en það var í fyrra. Komnir með 2 skemmtilega x factora, sá fyrri Sterling og sá seinni Markovic. Hef sjálfur pælt í hvort BR myndi smella í 4-3-3 án eiginlegs senters ef DS myndi lenda í meiðslum og Lambert hentaði ekki í ákveðnum leikjum ? Bara pæling. En njótum þess að horfa á liðið fyrst og fremst, munum áfram spila skemmtilegasta boltann í deildinni 🙂
Frábær pistill Kristján Atli. Ég stenst ekki mátið að bæta við að Stjarnan seldi Halldór Orra Björnsson eftir síðasta tímabil, eru taplausir í deildinni og jafnir FH á toppnum þegar þetta er skrifað og á leiðinni á San Siro 😀
Við náum inn í CL með hópinn eins og hann er núna. Náum hinsvegar að veita City og Chelsea samkeppni um titilinn með framherja í formi Cavani eða Falcao. YNWA!
Takk fyrir skemmtilegan og þarfan pistil
Ég hef oft litið svo á að ein súperstjörna er oft verri en engin. Það þarf ekki endilega að vera rétt varðandi Suarez en mig grunar það samt. Í mörgum tilvikum fannst mér liðið velja að spila á Suarez til þess eins að spila á hann boltanum, ekki af því hann var besti kosturinn í stöðunni heldur vegna þess að hann er Suarez og á að klára þetta fyrir liðið. Hann gerði það reyndar mjög oft og hugsanlega munum við sakna hans á móti Rútubílstjórunum í deildinni í vetur.
En aftur að þessu með súperstjörnurnar, þegar ég horfði á HM í sumar fannst mér Portúgal treysta allt of mikið á Ronaldo, hann gargaði á boltan og hinir í liðinu hlýddu bara af því að Ronadlo var að kalla á boltan þó svo að hann væri í mikið verri stöðu til að klára sóknina/gera eitthvað af viti en aðrir leikmenn liðsins á þeim tímapunkti.
Einnig hef ég tekið eftir því í gegnum tíðina að aðrir leikmenn stíga úr skugga stjörnunnar og þora að láta ljós sitt skína í fjarveru hennar. Þetta er ekki algilt en ansi oft gerist þetta. Varðandi Liverpool kæmi það mér ekki á óvart að liðið myndi standa sig að minnsta kosti jafnvel án Suarez.
Liðið sem heild hefur verið að spila stórskemmtilegna fótbolta síðan þar síðustu jól. Það tók Brendan hálft tímabil að búa til liðið, en síðan þá höfum við haft sterka liðsheild sem spilar taktíkst, getur leyst nokkrar mismunandi uppstillingar og sem heild hefur verið að sækja gríðarlega vel. Með betri varnarleik þá sé ég okkur alveg berjast um titil.
Auðvitað er gott að hafa menn sem geta “leyst” menn, eða sólað , búið til eitthvað úr engu, en það sem er áberandi í sóknarleik liverpool er hvernig liðið sækir hratt og býr sér til stöður, eða spilar stutt inn í eyður, þar sem maður sér tæknilegan skilning manna eins og Hendo og Sterling til að mynda, vaxa með hverjum leik.
Menn mega alveg gera mikið úr brotthvarfi Suarez, en fyrir mér var hann ekki mikilvægasti maður liðsins og ekki einu sinni í öðru sæti. Brendan Rogers er okkar mikilvægasti maður og sú liðsheild og taktíkts þenkjandi eining sem hann hefur búið til 😉
Góður pistill og skemmtileg lesning.
P.s. Til áréttingar: Enska deildin byrjar á sunnudag þó einhver smálið hefji leik degi fyrr #enskiboltinn #liverpool #YNWA #staðreynd
Sælir félagar
Um þetta er aðeins eitt að segja; “takk fyrir Kristján Atli, takk fyrir”.
Það er nú þannig.
YNWA
Það er einu orði sagt fáranlegt að vera að veðja um hvernig lið munu standa sig í deildinni fyr en að einn mánuður í deildinni er liðinn. Það er alltaf áhætta sem fylgir því að kaupa nýja leikmenn og enginn veit hvort þeir spjari sig almennilega fyr en þeir eru búnir að spila nokkra leiki.
Ef öll þessi kaup hafa gengið fullkomnlega upp þá er Liverpool að fara að keppa um Englandsmeistaratitilinn. Það er jafn einfalt og það hljómar. Lovren,Lambert og Lallana voru bestu leikmenn Southamton á síðustu leiktíð og ef þeir spila af sömu getu og þeir gerðu fyrir Sothamton í fyrra – þá erum við einfaldlega að bæta gæðum við hópinn.
Can og Marcovic eru með efnilegustu fótboltamönnum í gjörvallri Evrópu og ef þeir spila samkvæmt eðlilegri getu -þá breiddinn orðin skuggaleg. Tala nú ekki um Manqillo og Moreno en þeir báðir eru mjög teknískir og svakalega snöggir og skila mjög góðri varnavinnu af youtube myndum að dæma og ef þeir sýna svipaða getu og þeir virðast búa yfir – þá er bókað mál að varnarhöfuðverkurinn er úr svo að segja úr sögunni.
Grunnurinn fyrir var það rosalega sterkur að hver einasti lykilmaður missti úr leiki en liðið hélt samt áfram að vinna leiki. Eini maðurinn sem liverpool virtist sakna verulega var Jordan Henderson en ekki Suarez. – Því þegar hann fór í bann – virtist liðið aðeins fá hikstið á sig í lok tímabilsins.
Eina sem ég hef verulegar áhyggjur af núorðið – er framherji. Bony eða einhver ámóta væri nóg- því við þurfum fyrst og fremst framherja sem heldur Sturridge á tánum og getur leyst hann af hólmi ef hann meiðist. Við þurfum framherja sem getur komið inn á og dregur ekki úr gæðum liðsins en ekki endilega mann sem ber liðið á herðum sér eins og mjög margir virðast halda. VIð eigum nóg af þannig leikmönnum fyrir
Ég er mjög bjartsýnn fyrir komandi tímabil en er sannfærður um að innan 5 ára – verður Liverpool orðið eins og Godzilla í gullfiskabúri – þegar allir þessir 20 ára strákar eru farnir að nálgast toppinn á sínu tímabili og þar að auki búnir að spila sig hressilega vel saman.
Raunsætt litið – er Liverpool t.d með miklu betra lið en Man Und og Arsenal – ef litið er á gæði leikmanna. Einu liðin sem hafa virkilega meiri gæði en við – er Chelsea og ManCity. Samt ekki meira en svo að við erum virkilega farnir að narta í hælana á þeim.
Geggjaður pistill.
Við missum nokkur mörk skoruð, en bætum okkur örugglega um svona 10-15 skoruð á okkur með að fá Lovren, Spánverjana tvo, og Enrique aftur úr meiðslum.
Ég var spenntur fyrir síðasta tímabili enda var alger innistæða fyrir því.
Ég er enn spenntari fyrir þessu tímabili. Ég er sannfærður um að við munum sjá frábæra sigra í vetur. Ef okkur tekst að landa amk jafntefli á móti “litlum” liðum á útivelli þegar við erum ekki í standi og jafnvel í slökunarstandi eftir stórkostlega sigra í meistaradeildinni, í stað hinna örfáu slysa sem urðu í fyrra (nenni ekki að rifja það upp) þá erum við helvíti góðir.
Ég sé ekki betur en að hugarástandið á þessum hóp verði algerlega einstakt í vetur og þarna munu allir berjast, einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Það mun fleyta okkur yfir erfiðustu leikina og skapa stórkostlega sigra, sérstaklega á Anfield.
Þetta verður djúsí.
YNWA
Frábær pistil! Bravó!
Þessi Bale samanburður endalaust sýnir bara hversu latir og lélegir enskir blaðamenn eru. Þeir muna ekki lengra en 12 mánuði aftur í tímann.
Frábær pistill – takk!
Þetta verður meiriháttar tímabil og Kop.is gerir þetta svo ennþá betra. 🙂
Jæja hvenær kemur fyrsta upphitunin?
Við verðum að fá smá skammt núna annars förum við að naga steinullina úr veggjunum af stressi!
Steini hendir inn upphitun í fyrramálið, degi áður en mótið hefst. Leyfum pistli KAR að lifa daginn.
Ég verð sofandi í fyrramálið Babu, ég er á næturvakt. Svona chops chops 🙂
Flottur pistill, gerir biðina eftir sunnudeginum mun erfiðari reyndar, tala nú ekki um þegar við förum að sjá lið spila á morgun. Sjáum þá góðan samanburð á spilamennsku venjulegra enskra félagsliða og síðan Liverpool, sem er ekkert venjulegt lið.
Ég skal glaður bíða eftir upphitun þar til á morgun, fínt að hafa eitthvað til að skoða með öðru auganu, því ég veit að þau munu ekki bæði nenna að horfa á Man.Utd.
Er þessi Moreno í bakpoka ferðalagi til Anfield? Hvað er að gerast með staðfestingu á honum, er einhver sem veit eitthvað?
Sevilla voru eitthvað að draga lappirnar með að skila inn sínum pappírum, allt klárt en clearence náðist ekki fyrir helgina og hann því ekki löglegur í fyrsta leik. 12 milljónir punda fyrir hann samt klappaðar og klárar, læknisskoðun búin og hann byrjaður að æfa á fullu með LFC.
Ok, eftir langt og strangt sumar, ferð á frábæra HM-keppni (Ssteinn!!) hjá mér og fullt af flottum innkaupum er komið að þessu. Þið frábæru pennar dælið inn pistlum í spenningnum og það er ekki ónýtt að fá nánast pistil á dag frá ykkur.
Mín sýn er þessi:
Liverpool hefur keypt að því er virðist vel. Við sögðum það líka þegar Downing og Adam voru fremstir í flokki. Sá gluggi feilaði að öll leyti nema fyrir Henderson. Ef við göngum út frá reglunni um 50% árangur í leikmannakaupum munu einhverjir ekki standa sig. Ég giska á Lambert, Markovic og Manquilo. Lovren, Moreno (no jinx), Can og nýi sóknarmaðurinn munu standa sig vel. Það er akkúrat engin ástæða fyrir því að Liverpool verði ekki í titilbaráttunni aftur, nema ef Brendan Rodgers, reynslulaus úr Meistaradeildinni, klúðrar rotation einhvern veginn þannig að þeir skíti alltaf á sig eftir Meistaradeildarleiki. Vona að hann setji deildina í forgang.
Hin toppbaráttuliðin verða Man City, Arsenal og hugsanlega Chelsea. Ég segi hugsanlega Chelsea vegna þess að Mourinho er ekkert alltaf að fara að vinna litlu liðin sem pakka á móti þeim frekar en síðasta vetur. Það er ekki tilviljun að klassaleikmenn eins og Mata ná ekki að njóta sín hjá honum. Ok, Diego Costa gæti gert gæfumuninn fyrir þá, en Mourinho á eftir að drepa alla úr leiðindum í haust, þar á meðal Abramovic, og hann verður rekinn í vetur með tilheyrandi veseni fyrir þá.
City og Arsenal hafa keypt skynsamlega og eru bæði komin með feykisterka hópa og solid þjálfara. Eins og kom fram hjá einum Arsenalmanni í kommenti við einhvern pistilinn undanfarna daga, þá eru þeir búnir að taka til hjá sér í sjúkrateyminu og það gæti sannarlega gert gæfumuninn fyrir þá, ásamt Sanchez. Ég hef samt grun um að þeir springi í mars/apríl.
Manchester United er bara ekkert að fara að standa sig vel. Þeir eru búnir að missa mörg þúsund leikja reynslu úr liðinu og ég er fullkomlega ósammála því að Evans, Smalling og Jones eigi eftir að geta staðið sig eins og menn í vetur í vörninni. Hún verður algjört gatasigti og meðan Van Gaal kaupir ekki mannskap í það þá eiga þeir ekki eftir að gera mikið af viti.
Tottenham og Everton eru hins vegar kandídatar til að djöflast í toppliðunum. Leikmennirnir sem Spurs keyptu í fyrra hafa aðlagast betur og þeir munu bæta sig. Allavega ekki vera sama auðvelda bráðin og þeir voru á köflum í fyrra. Sama gildir um Everton, þeir verða þrælerfiðir.
Aftur, takk fyrir frábæra pistla og oftast nær góðar umræður í kjölfarið. Spenningurinn er alveg að fara með mann hérna…
“Þess í stað hef ég ákveðið að muna eitt: þetta Liverpool-lið er það skemmtilegasta sem ég man eftir á Anfield í mína tíð og ég ætla að njóta þess að horfa á þá spila knattspyrnu í vetur.”
Ég fann þvílíka stemmingu skella hér á mér.
Liverpool seldi Kevin Keegan árið 1977 til HSV eftir að vinna deildina og Evrópukeppnina.
Í staðinn keyptu þeir Kenny nokkurn Dalglish. Þið hafið kannski heyrt hann nefndan. Næsta tímabil unnu þeir bara Evrópukeppnina. Það kemur maður í manns stað. Hver það verður veit nú enginn vandi er um slíkt að spá en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá.
Brendan Rodgers ætlar sér að kaupa arftaka Suarez. Vonandi tekst það.
Takk fyrir þetta SSteinn, maður var ekki búinn að heyra neitt um málið í svo langan tíma að maður var farinn að halda að eitthvað væri ekki í lagi með þennan díl. En gott að vita eitthvað um hvað er í gangi 🙂
Nr. 32 stefstef
Þetta er orðið þannig með Liverpool að það er ekki nóg að sjá leikmann mæta á æfingar hjá okkar mönnum til að maður trúi því að hann sé genginn til liðs við Liverpool.
Jæja finnst maður þarf að bíða eftir upphitunni þá er eins gott að koma með vangaveltur um komandi leiktíð.
Ég hef oft heyrt frá Man U mönnum að enn ein ástæðan (fyrir utan the chosen one nr 2) afhverju Man Utd ætti að rísa svona rosalega upp aftur og helst verða meistarar er sú að þeir eru ekki í neinni evrópukeppni og ættu að græða á því alveg eins og Liverpool á síðustu leiktíð. En er hægt að bera það saman? eru líkindi með þessu?
Man Utd er að fara í tímabil með þriðja stjóran á þremur tímabilum og annað árið röð þurfa þeir að byggja upp nýtt lið. Nýr þjálfari nýjar áherslur. Það tekur alltaf tíma að slípa saman lið og losa út leikmenn sem henta ekki. Fyrsta árið hjá Brendan Rodgers gekk nákvæmlega út á þetta. Carroll, Kuyt, Downing og fleiri þungaviktamenn látnir fara.
Það var ekki fyrr en í fyrsta janúarglugganum að Rodgers kom með leikmenn sem pössuðu inn í kerfið hans þ.e. Couthinho og Sturridge. Fyrsta árið hjá Rodgers lenti LFC í 7 sæti. Tímabilið í fyrra græddi Liverpool vissulega að vera ekki í evrópukeppni en munurinn þarna er að Rodgers var búinn að slípa saman liðið. Fá leikmenn sem hann vildi og aðlaga menn að sínum leikstíl enda 2 sætið staðreynd um vorið.
Í þessari vinnu er Van Gaalinn akkúrat núna. Evra, Vidic, Giggs og Ferdinand farnir og nýjir menn í staðinn. Síðan fyrir utan það á kallinn eftir að venjast ensku úrvalsdeildinni en Brendan Rodgers var þegar búinn að því áður en hann tók við Liverpool.
Brendan Rodgers sagði það líka sjálfur (sem sumir túlkuðu sem svaka sálfræðihernað þegar BR svaraði spurningu blaðamanns) að Van Gaal gæti átt erfitt uppdráttar. Það er gríðarleg samkeppni í EP og ekki bara 1-2 lið sem einnotka titilinn heldur geta öll lið unnið alla.
En samt sem áður þá eru flestir á því að Man Utd muni rísa úr öskunni því reynslu mikill þjálfari er komin til starfa og Liverpool hefur misst Suarez. Skiptir engu þótt Liverpool, Arsenal, City og Chelsea eru búinn að styrkja sig og Man U eru í uppbyggingu. Þeir eru að fara að gera þetta.
Þetta verður annars vonandi spennandi tímabil eins og síðast en hvort við verðum í toppbaráttu fram á seinustu umferð veit ég ekki en eitt er víst ég lofa að við verðum fyrir ofan Man U!
Góða skemmtun.
Úff, ég trúi varla að þetta sé að bresta á! Mér finnst eins og lokaumferðirnar á síðasta tímabili – blessuð sé minning þess – hafi farið fram í gær. Ekki hjálpar hve sumarið hefur verið katastrófískt á suðvesturhorninu.
Ég er búinn að lesa allt sem ég kemst yfir á kop.is, RAWK, f.net og víðar. Auðvitað verða Manchester United betri en í fyrra, ég held að annað sé nú ekki hægt. Þeir eru samt með unbalanced lið með lúmskum veikleikum og bilið sem þeir þurfa að brúa á toppliðin er stórt. Núverandi miðverðir eru t.d. vart klárir í toppslag, þeir þurfa að spila annars frambærilegum tíum úr stöðu o.s.frv. LVG hefur reynslu, en ekki hefur allt sem hann snertir orðið að gulli – langt í frá.
City og Chelsea verða mjög sterk. Lurkurinn hann Costa stóð sig frábærlega með öguðu varnarliði (svo maður orði þetta mjög generously fyrir hlutaðeigandi) og er nú kominn í annað slíkt lið með enn betri mannskap. Hann mun örugglega slotta vel inn hjá þeim, en má ekki meiðast. Þá er lítið bitastætt eftir.
En að okkar mönnum.
Með brottför Luis Suárez fá nokkrir leikmenn nú aldeilis tækifæri til að sanna sig í markaskorun, en aðallega sköpun. Það sem mun hafa mest áhrif á gengi okkar í vetur held ég að verði hvernig:
1) Sterling og Coutinho finna sig
2) vörnin virkar, ekki síst með tilkomu Lovren
3) Sturridge gengur að halda sér heilum
4) það kemur gengur að aðlagast þeirri hugmynd #1, 2 og 3 verði ekki lengur “gefum á Suárez!”
3) verður minna atriði ef við fáum einn sóknarmann í viðbót. Ég hefði m.a.s. verið til í tímabundna berja-í-brestina lausn eins og Eto’o, bara því Origi kemur að tímabilinu liðnu; lágmarksáhætta, lágmarksfjárútklát en reynsla og gæði sem eru alltaf betri en engin. Hver sem spilar fremst hjá núverandi Liverpool liði er ALLTAF að fara að vaða í færum. Fyrst vart verður af komu Eto’o, liði mér mun betur ef við fengjum einhvern annan sóknarmann í hópinn.
Það þarf ekki endilega að fá kanónu núna, en mér finnst að við þurfum eitthvað meira en Sturridge og Lambert, einkum með meiðslasögu Sturridge í huga. Sturridge er ansi gjarn á að lenda í einhverjum 1-4 leikja “knocks”. Ég held að Sterling gæti reyndar alveg hlaupið (hratt!) í skarðið í hallæri, en það væri samt óttalegt skítamix.
Ég er enn að reyna að þróa með mér tilfinningu sem nýtist í einhvers konar spá, en svo ég geri þetta nú tölfræðilega, held ég að 95% vikmörk hljóti að hljóða upp á 1.-6. sæti. Ég þori ekki lengra að sinni, sér í lagi meðan glugginn er galopinn. 🙂
Gaman að sjá spámenn spretta fram og reyna að segja okkur hinum einfeldingunum hvernig framtíðin verður.
Ákveðið skemmtigildi í því.
Ég er á þeirri skoðun að við höfum einna mest spennandi “prospecta” til að gera eitthvað verulega sérstakt í vetur.
City verða nokkuð solid, en þeir sýndu í fyrra ákveðna veikleika með vanmati eftir góða leiki og meistaradeildarleiki. Meiðsli voru líka að detta inn.
Chelsea hafa klárlega styrkt sig og Móri veit að Hull leikurinn er jafn mikilvægur og Arsenal leikurinn. En ef Móri tekur ekki meiri áhættur en hann gerði í fyrra þá lenda þeir í leikjum þar sem þeir tapa stigum þegar lukkan svíkur.
Arsenal … verða góðir, deyja út.
Scums … ég bara get ekki séð að þeir plummi sig í vetur nema eitthvað fari að gerast hjá þeim í innkaupum. Þeir eru með mjög brothætt lið, vörnin getur lekið og sóknin gæti hæglega dottið í eyðimerkurþurrð.
Tottarar gætu vaxið og gert betur en í fyrra. Ekki vanmeta þá.
Evertonar … verða evertonar.
Mín spá:
1. Liverpool
2. Chelsea
3. Arsenal
4. Man City
5. Tottenham
6. Man Utd.
7 Everton
Flottur pistill Kristján, og sammála um flest ef ekki allt, léttleikandi lið og risastórhættulegt.
Við skulum nú ekki detta í sama brunn og allflestir manu og spá okkur sigri. Það er alltaf gott að vera bjartsýnn en ennþá betra að vera raunsær.
Setjum stefnuna á 4 sætið. Allt umfram það væri frábært. 🙂
Meinti að sjálfsögðu okkur sjálfum sigri 😉
Nr. 38 Svenni
Þú þarft að lesa þetta.
http://www.theanfieldwrap.com/2014/08/liverpool-proceed-total-abandon/
Sæl/ir veit einhver um góðan stað til að fylgjast með leiknum í Borgarnesi?
Kv Bjarki
Bjarki: Efri hæðin á Olís virkar best.
Okkar veikleiki á síðasta tímabili var helst vörnin. Núna er búið að bæta í hana og lítur hún vel út í dag. Luis fór og skoraði 30 mörk, en við erum líka með þann sem var næst marka hæðsta með 21 mark. Ég trúi því að við séu með einhvern í sigtinu í sambandi við framlínuna. Ég tel að við erum með lið sem getur auðveldlega verið í topp 4. Við spilum skemmtilegan bolta sem gaman er að horfa á og hefur verið mjög árangurríkur. Ég hef mikla trú á BR og hans plönum um framtíðina hjá Liverpool. Hef reyndar gaman af myndinni sem birtist vegna PL hjá Stöð2 sport. Allir stjórarnir frekar þungir á svipinn en BR brosandi með augað í pung.
ÁFRAM LIVERPOOL.
Góðan daginn,
Hvar eru menn að hittast til að horfa á leikina þessa dagana, er það Spot eða?
Einu sinni var það Players, svo Úrilla Górillan – ekki klár á hvar þetta er núna.
Maður tímir varla að kaupa áskrift að bæði Sport og Sport2 bara til að sjá Liverpool leiki.
JH
Aðeins hérna að fyrsta leik tímabilsins sem er að fara að byrja á eftir.
Hérna er byrjunarlið United.
De Gea; Jones, Smalling, Blackett; Lingard, Fletcher, Herrera, Young; Mata; Rooney (c), Hernandez
Ég man ekki eftir að hafa séð svona lélegt byrjunarlið hjá United í langan tíma og ef þetta er eitthvað sem verður í vetur þá óttast ég þá ekki .
Bjarki #41
Hótel Hamar í Borgarnesi sýnir leikina á skjávarpa
Stór bjór á 500kr. meðan Liverpool er í gangi.
Held að Liverpool menn séu engann veginn að átta sig á því að þeir voru ekki í meistaradeildinni í fyrra, sem var ein af tveim ástæðum þess að liðið vara svona ofarlega(hin var Suarez). Sé þennan þunna hóp ekki fara gera neinar gloríur þó svo það sé flottur þjálfari.