Bak við tjöldin hjá Liverpool – Chris Davies

Þegar Brendan Rodgers tilkynnir byrjunarliðið klukkutíma fyrir hvern leik er óhætt að fullyrða að á bak það val er miklu meiri og ítarlegri vinna en við sófasérfræðingarnir gerum okkur grein fyrir. Upplýsingarnar sem við höfum milli leikja eru bara toppurinn á ísjakanum og aðallega byggðar á því sem við sáum í leiknum á undan, huglægu mati hvers og eins ásamt óljósum fréttum vikuna fyrir leik af meiðslum. Engu að síður náum við að æsa okkur upp fyrir hvern leik yfir vali sem við erum ósammála, get tekið kvikindislegt (og fyndið) dæmi héðan.

Það sem við sjáum ekki er frammistaða leikmanna berum augum sem er oft allt öðruvísi en sjónvarpsmyndavélarnar ná að sýna. Frammistaða á æfingum, líkamlegt ástand leikmanna og hugarfar fer einnig nánast alveg framhjá okkur og hefur mikið að segja um byrjunarliðið. Auk þess ræðst byrjunarliðið og leikskipulagið að miklum hluta af andstæðingnum hverju sinni. Vinnan sem fer í að greina andstæðingin er gríðarleg og sá sem er yfir þeirri deild hjá Liverpool er einn nánasti aðstoðarmaður Brendan Rodgers sem treystir gríðarlega mikið á þær upplýsingar sem hann veitir hverju sinni.

Það að skoða andstæðinginn er ekkert nýtt í fótboltanum en með aukinni tækni og nýjum móttækilegri þjálfurum hefur þessi partur undirbúningsins verið tekinn upp á allt annað level undanfarin ár og á eftir að þróast mjög mikið næstu árin. Andre Villas-Boas vann í sjö ár undir stjórn Jose Mourinho við að greina andstæðinginn og var lykilmaður á bak við tjöldin. Brendan Rodgers hefur lært töluvert af þeim báðum er hann vann með þeim hjá Chelsea.
Mæli með fræbærri grein um stirt samband Villas-Boas og Mourinho.

Liverpool eru framarlega í þessari deild þökk sé Brendan Rodgers og starfsliði hans, líklega var þetta einn af mörgum þáttum sem heillaði FSG vorið 2012. Bandarískar íþróttir hafa verið langt á undan fótboltanum í að nota tölfræðilegar upplýsingar og leggja mikið upp úr þeim. FSG voru í fararbroddi að tileinka sér nýja hluti hjá Boston Red Sox og eru sagðir vera gríðarlega fylgjandi notkun á tölfræði og borga vel mönnum sem kunna að greina það sem skiptir máli.
Til að gera sér aðeins í hugarlund hversu ítarlegt þetta er t.d. orðið í NBA mæli ég með að áhugasamir lesi sig til um DataBall.


Hin frábæra vefsíða The Tomkins Times tók á dögunum besta viðtal ársins til þessa við Chris Davies sem er yfirmaður deildarinnar sem sér um að njósna um andstæðinginn og greina leik þeirra.

Viðtalið er skyldulesning og kveikjan að þessari færslu. Mig langar að skoða það betur því þetta sýnir ágætlega hversu mikil vinna er á bak við hvern leik og opnar augu manns fyrir hlutum sem við leiðum hugan vanalega ekki að fyrir leik. Þetta er nokkuð lagt og í stað þess að líma það hingað í heild sinni þá endilega lesið þetta yfir áður en lengra er haldið.

Þetta er tekið í samvinnu Bob Pearce penna á TTT og Mihail Vladimirov sem er taktískur sérfræðingur síðunnar, spurningar þeirra eru mjög góðar og svörin frábær en þeir hafa unnið að þessu í langan tíma. Hér á eftir ætla ég að taka nokkra punkta út sem mér fannst áhugaverðir og bæta mínum hugleiðingum við.

Chris Davies er fæddur árið 1985 og kynntist Rodgers fyrir um 15 árum sem unglingur hjá Reading og var m.a.s. fyrirliði unglingaliðs. Hann er með UEFA A þjálfaragráðu og lærði Íþrótta og þjálfunarvísindi í þrjú ár við Loughborough háskóla og útskrifaðist með hæstu einkunn. Eftir námið ferðaðist hann um heiminn og var m.a. að þjálfa í Nýja Sjálandi þegar kallið kom frá Brendan Rodgers árið 2010. Rodgers var á þessum tíma nýráðin stjóri Swansea og honum vantaði einhvern með sér til að sjá um að njósna um andstæðinginn, sinna sama hlutverki og Villas-Boas gerði hjá Chelsea. Davies var með menntunina og áhugan í þetta og er frá Wales í ofanálag.

Swansea undir stjórn Rodgers vakti mikla athygli og tóku Sky Sports m.a. hús á Davies meðan hann var þar til að fræðast um hans störf, áhugavert viðtal.

Rodgers tók Davies með sér til Liverpool sama dag og hann mætti sjálfur. Um Rodgers og samskipti sín við hann sagði Davies þetta

Well he’s been a massive influence. First thing to say about Brendan is that he hasn’t changed the values of him as a man from 15 years ago, and he retains them today. I think anyone that meets him sees his charisma and his warmth. He’s a genuinely nice guy who’s got a passion for football and helping people and developing them. He’s influenced my work greatly really. He’s probably the single biggest influence in my life, probably behind my parents I’d say. He’s certainly influenced my work in terms of professionalism and detail and becoming meticulous, and just generally with work ethic I suppose.

Lýsing á Rodgers sem kemur líklega fáum á óvart og það sést á stemmingunni innan liðsins að Rodgers er mjög vel liðin. Þeir hafa núna starfað saman í að verða um 200 leiki hjá Swansea og Liverpool á fjórum árum og Rodgers hefur aldrei misst af fundi með Davies um næstu mótherja. Fundir sem vanalega standa yfir í um klukkutíma auk að sjálfsögðu óformlegra samskipta þeirra á milli.

Vinnuvikunni lýsir Davies annars þannig að á meðan Liverpool er að spila er hann að öllum líkindum einum leik á undan að skoða andstæðinga Liverpool. Hann fer á alla leiki mótherja Liverpool persónulega og ferðast því gríðarlega mikið einn allt árið. Ástæða þess að hann fer á alla leiki frekar en að horfa á þá í sjónvarpinu útskýrir hann svona

You can see the full pitch, you’re not watching through a camera lens, so you can see 22 players at all times. And certainly in terms of team shape and tactics that’s really, really important to be able to give that bigger picture. And also some of the body language and moments off the ball that again the camera doesn’t pick up

As a scout at a game you certainly get a feel for the physical aspect. The speed of a player, and the size of a player that you just don’t get. And that’s particularly important in the Champions League when we don’t know the players as well, or a new signing. It’s very, very important, for example Pelle who played for Southampton. I couldn’t see on the videos I’d watched really his size. I go down to Southampton to watch them play Bayer Leverkusen and I really saw what a big unit he was.

Dagana eftir leik notar Davies síðan í að gera video kynningu út frá öllum þeim gögnum sem hann sá í umræddum leik. Hann segist horfa á um 6-7 Úrvalsdeildarleiki á dag að jafnaði og er því auðvitað ekki bara að notast við upplýsingar úr leiknum á undan þegar hann leikgreinir andstæðinga Liverpool. Hann hefur séð og leikgreint um 15-20 leiki hjá öllum leikmönnum andstæðinga Liverpool allajafna og notar þær upplýsingar til að meta hvern leikmann, eðlilega er hann sérstaklega fróður um úrvalsdeildarleikmenn þó hann horfi á fullt af leikjum í bæði Evrópu og með landsliðum líka. Þessi 10% aukalega fær hann samt með því að sjá með eigin augum hvern og einn leikmann spila. Þar geta verið þau smáatriði sem skipta öllu máli á hæsta leveli.

Tveimur dögum fyrir leik er hann tilbúinn með ítarlega skýrslu sem hann fer með á fund sem Rodgers situr ásamt öðru starfsliði og fer yfir það sem hann telur skipta máli. Daginn eftir er fundað með leikmönnum og farið yfir hvað þeir þurfa að varast.

Starfsliðið

Félagið er einnig með tvo starfsmenn, Harrison Kingston og Mark Leyland sem greina leiki Liverpool. Þjálfarateymið fundar með Kingston og Leyland ásamt Davies eftir hvern leik þar sem þeir horfa á leikinn aftur og greina hann saman. Á þessum fundum farið yfir það sem þjálfararnir vilja greina betur með hverjum leikmanni fyrir sig og lagður grunnur að áhersluatriðum á æfingum næstu daga á eftir. Greiningadeildin vinnur úr myndefninu og fundar í kjölfarið með hverjum og einum leikmanni fyrir sig og skoðar frammistöðu síðasta leiks.

Liðsuppstilling andstæðinganna skiptir ekki öllu máli þegar Liverpool undirbýr sig fyrir leik þó Davies sé með ítarlegar upplýsingar um hvern leikmann og það setur vanalega ekki allt úr skorðum þó andstæðingarnir breyti sínum hópi óvænt. Það er mikilvægt að vita sem mest um alla leikmenn andstæðinganna en hver og einn þjálfari hefur sinn stíl sem auðveldara er að greina og bregðast við. Hann breytist vanalega lítið milli leikja.

So really we have managers who have a specific way of playing, players dip in and out, but the team roles and functions remain the same, so that is an important part. But also it’s an important part for me to predict the next team, and get as much detail as I can on each player.

Meistaradeildin hefur ekki teljandi áhrif á starf Davies þó hann þurfi auðvitað að ferðast meira, liðið spilar mun fleiri leiki og þéttar. Félagið vinnur því lengra fram í tímann á þessu tímabili en það kannski gerði í fyrra. Eftir að dregið var í Meistaradeildina sagði Rodgers að undirbúningurinn hæfist strax og líklega var hann þá að meina að nú þegar væri félagið byrjað að safna gögnum um andstæðingana og greina þá.

Rodgers hefur stundum talað um fimm leikja lotur í viðtölum og virðist greina prógrammið framundan niður í svona lotur. Þetta er líklega enn mikilvægara í leikjaálagi eins og Liverpool er að fara inn í núna og Davies kemur inná að þeir horfi aðeins lengra fram í tímann og liðið er kannski valið með næstu 2-3 leiki í huga. M.ö.o. lykilmenn eru kannski hvíldir í “litlum” deildarleik ef liðið á risaleik í Meistaradeildinni stuttu seinna (og öfugt). Eðlilega er erfitt að gera þetta þegar mikið er um meiðsli eins og okkar menn hafa lent í núna í byrjun tímabilsins.

But it’s probably just the fact that we’re looking further ahead, and we have a bigger squad and bigger demands on the squad. So, looking a little bit further ahead earlier to what teams are coming up, to give Brendan a real picture of how he can use his squad most effectively in the short term.

Næsti punktur er mjög áhugaverður og snýr að taktísku einkenni liða. Liverpool er t.a.m. með ákveðin leikstíl og einkenni sem haldið er í þó leikkerfinu sé sífellt verið að breyta, hvort sem það er til að henta þeim leikmönnum sem eru tiltækir hverju sinni eða til að bregðast við leikskipulagi andstæðinganna. Rodgers breytir oft um leikkerfi á meðan leik stendur, það er einkenni bestu liðanna að geta gert það.

Yes, definitely every team’s got its own tactical approach. There are different words for it, ‘approach’ or ‘personality’, but every team has a style of football, an ‘identity’ that they play usually, and that’s very different to the system. That’s probably one misconception that people have got. I think teams can have a style and they can change systems numerous times, like Liverpool do. They have a certain style of play under Brendan but we change the system all the time to suit what players we have and the opponent’s strengths and weaknesses. So definitely each team has its own tactical personality and identity in the way they approach the game.

Skýrslan sem Davies gerir um hvern andstæðing fyrir sig er mjög ítarleg og tekur á leikskipulagi liðsins í síðasta leik og taktík. Hann gerir skýrslu um hvern leikmann (hæð, þyngd o.þ.h.) ásamt venjum og einkennum hvers og eins. Þetta eru upplýsingar sem hann hefur safnað saman með því að horfa á marga leiki með hverjum og einum og nýtir auðvitað gamlar skýrslur aftur til að byggja upp þekkingu. Að því loku er skoðað þau svæði sem hægt er að sækja á og fundið út hvernig hægt er að brjóta leikskipulag andstæðinganna og sigra þá. Eitthvað sem Rodgers notar á æfingum fyrir leik.

Davies einbeitir sér einnig mjög mikið að því hvernig lið bregðast við í sóknarstöðum og varnarstöðum, veikleikar þar eru mjög mikilvægir í leik sem er jafn hraður og enski boltinn. Hann útskýrði nánar hvernig hann hugsar þetta.

Well the key thing is, because we’re a team that gets on the ball and passes and dominates, we’re looking at the defensive transition. So when a team loses the ball, what’s their immediate action? Do they full pitch press, 3/4 pitch press, or are they setting up into half a pitch? So once we know that we can prepare the team well for what to expect and how much time they might have on the ball in different zones in the field. That’s also related to how quickly the team recovers into a certain shape. And that’s a big part of the modern game, with the speed of it. Offensively, just looking at the details of their counter-attack on the transition, the details of if they’re a team that retains the ball, and who is the reference for that possession?. And it gives us an idea, in these transition moments, of what we need to immediately think about.

Leikur Liverpool hefur breyst mikið á sl. 18 mánuðum og er t.a.m. mjög ólíkur því sem Rodgers var að gera hjá Swansea þó grunngildin haldi sér. Liverpool er miklu meira direct núna og skyndisóknirnar eru miklu betri (eða voru það a.m.k). Það er töluvert um meiðsli hjá okkar mönnum núna í bland við nýja leikmenn sem hafa ekki ennþá náði takti, liðið býr yfir miklum möguleikum í skyndisóknum er það fer aftur að spila af eðlilegri getu. Davies hélt áfram.

As I said earlier, the best teams can score in different ways. They can counter-attack, they can build their way through the game, and they can combine and link against a deep defence and create opportunities, and they can score from set pieces.

Við erum alveg hætt að öskra á að félagið kaupi leikmenn með hraða, nánast hver einasti leikmaður sem er keyptur býr yfir miklum hraða og flestir eru nógu fjölhæfir til að geta leyst mörg hlutverk á vellinum. Jafnvel skipt alveg um stöðu eða leikkerfi í miðjum leik. Þetta segir Davies vera mestu bætinguna á þessum 18 mánuðum.

Upplegg andstæðinganna kemur Liverpool nánast aldrei fullkomlega í opna skjöldu og liðið er ávallt undirbúið undir margar mismunandi aðstæður eða liðsuppstillingar. Það getur gert vinnu Davies erfiðari þegar lið skipta um stjóra og tók hann sérstaklega sem dæmi þegar Southamton skipti út Nigel Atkins fyrir Pochettino, enda tapaðist sá leikur. Eins er Davies á því að það sé jafn mikilvægt að leggja leik upp með því að verjast styrkleikum andstæðingsins og það er að spila bara sinn leik. Rodgers vill sækja af krafti á andstæðinginn og þó hann vilji vera vel meðvitaður um þá ógn sem stafar af mótherjanum einbeitir hann sér meira að því hvernig hann getur unnið (sóknarleikur) frekar en hvernig best sé að verjast.

Fyrstu mánuði Rodgers í starfi og sérstaklega eftir að félagið lánaði Andy Carroll var okkur tíðrætt um að liðið hefði ekkert Plan B. Sama umræða var í gangi meðan hann var hjá Swansea. Þetta hefur dáið út með bættum árangri og fjölbreyttari hópi leikmanna en Davies kom með mjög áhugaverða punkta hvað þetta varðar, Rodgers er með bæði plan B og C og er óhræddur við að bregðast strax við

We always have discussions on how the game might evolve tactically, and Brendan will have a very clear tactical plan. As soon as he sees what formation, system, and gets a brief feel for how the opponents are going to play, (which a lot of the time he’ll have a good feel for anyway knowing the Premier League teams), he’ll have a plan in his mind tactically of how he wants the game to go. But he also has plan B, and plan C, and how he can change it within a game. I think Brendan’s one of the most dynamic managers at making changes within games. He’s made changes within the first half of games as well, which is quite rare and I think it’s a very proactive manager that does that. So there are different scenarios that we plan for.

Rodgers er einnig mjög áhugasamur að heyra frá Davies hvernig mótherjinn bregst við mismunandi aðstæðum, t.d. því að lenda marki undir, hvernig þeir eru á loka mínútunum o.s.frv. Þessar upplýsingar notar hann til að bregðast við á meðan leik stendur.

Áhugaverðasti punkturinn úr viðtalinu var þó sá er sneri að fjölmiðlum og áhorfendum á því hvernig þeir dæma leiki og hver helstu umræðuefnin eru. Davies var spurður hvort honum finnst stuðmingsmenn/áhorfendur þurfa að gefa taktík og leikskipulagi meiri gaum en nú er gert í umfjöllun sinni eftir leiki:

Yes definitely. I think unfortunately we seem to focus more media- wise (I don’t know if the fans want this or it’s what the media wants) we tend to focus more on the incidents of a game, and we’ll talk for hours about a hand ball or a maybe a keeper handling the ball outside of his box, and we’ll keep running the replay, and we’ll just forget there was another over 90 minutes of action where something else was happening. These are key moments in a game, but really taking them out there’s still plenty of opportunities for the team to score. I would love to see the fans and the media really drive a more tactical side of talking and thinking about football, which in turn I think would help the national team and our whole football culture in this country.

Hversu mikið er til í þessu? Umræða á meðan leik stendur er að gríðarlega stórum hluta helguð rangri ákvörðun dómara sem hafði ekki 15 mismunandi sjónarhorn, hæga og ítrekaða endursýningu né þægilegan sófa til að dæma atvik út frá, ákvörðun sem oftar en ekki var ekkert svo vitlaus þegar betur er að gáð. Svipaða sögu er hægt að tala um einstæklingsmistök sem oftar en ekki koma út frá góðri pressu andstæðingsins. Þetta ætti auðvitað að vera partur af umræðunni enda oft stór móment í hverjum leik en það er rétt hjá Davies að hinar 88.-89.mínútur leiksins gleymast oft í umfjöllun eftir leik.

Spurður nánar út í þetta og hvort hann gæti tekið dæmi um það hvernig áhorfendur gætu breytt hugsunarhætti sínum meðan þeir horfa á leiki svaraði Davies svona

I suppose one aspect they could focus on, without patronising their knowledge, almost as a start point would be ‘where’s the space on the field?’ So when your team’s attacking, you just define OK is the space out wide, are they narrow, do we have to go around them? Is the space in between them, are they quite spread out, do we have to go through them? Or is the space in behind them, do they have a high line, do we have to go over them? And once you establish that, and how that team is defending against you, you can probably give more critique to your team’s offensive play. And equally, flip that and do it the other way.

Mjög áhugavert viðtal þetta og gaman að fá smá innsýn inn í það hvað fer fram bak við tjöldin hjá okkar mönnum. Þetta er auðvitað bara einn partur af miklu stærri keðju sem snýst í undirbúningi fyrir hvern einasta leik. Andstæðingarnir eru að sjálfsögðu með svipaða starfsemi í gangi og sjá líklega töluvert af veikleikum í leik Liverpool núna í upphafi tímabilsins, raunar virðast þessi lið vera að ná að nýta sér alla þessa veikleika okkar manna eins og er.

Þetta viðtal fékk töluverða athygli á twitter og einna áhugaverðast fannst mér að sjá viðbrögð Jimmy Rice, hann var starfsmaður félagsins í nokkur ár og þekkir betur til innanhúss en margur annar.


Mögulega er ekkert til í þessu og þetta kæmi á óvart í tilviki Clarke en mig grunar að lítill áhugi á þessari hlið mála sé deal-breaker í augum FSG og líklega bara allra þeirra sem eru framarlega í Bandarískum íþróttum.

Hvað um það, mig langaði að gefa þessu viðtali meiri athygli hér á síðunni. Þetta er bara einn hlekkur í keðjunni, við getum rétt ímyndað okkur hversu mikið af upplýsingum okkur vantar þegar við gagnrýnum val á byrjunarliði fyrir leik.

Auðvitað hættum við því samt ekki en ef við treystum þjálfaranum á annað borð er oft ágætt að telja upp á 10 áður en maður gerir tilraun til að brjóta lyklaborðið. Meira að segja kvikindislega dæmið sem ég tók í byrjun var alls ekkert svo heimskulegt eftir allt saman.

24 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Þetta er nú einhver lærðasti pistill sem ég hef lesið um fótbolta og styrkir mig í trúnni á að ég hafi lítið vit á þessari göfugu íþrótt.

    Það breytir þó engu um þá staðreynd það ég mun halda áfram að miðla minni sófasparkspeki, eins og enginn sé morgundagurinn!

    Annars er ég fullur tilhlökkunar eftir næstu rimmum. Gaman verður að verða vitni að endurreisninni.

  2. Frábær pistill að vanda hjá Babu og athygliverður. Í framhaldi af því spyr maður sig hvort Davies og Brendan hafi unnið heimavinnuna sína fyrir tvo síðustu deildarleiki??

  3. “Dagana eftir leik notar Davies síðan í að gera video kynningu út frá öllum þeim gögnum sem hann sá í umræddum leik. Hann segist horfa á um 6-7 Úrvalsdeildarleiki á dag að jafnaði og er því auðvitað ekki bara að notast við upplýsingar úr leiknum á undan þegar hann leikgreinir andstæðinga Liverpool.”

    “Vinnuvikunni lýsir Davies annars þannig að á meðan Liverpool er að spila er hann að öllum líkindum einum leik á undan að skoða andstæðinga Liverpool. Hann fer á alla leiki mótherja Liverpool persónulega…”

    Hvar sækir maður um þetta starf? 🙂

  4. það er þvi miður ekkert að virka held ég, þetta er ekki flokinn leikur sko.

  5. Jamm , öll þessi vinna og leikgreining og niðurstaðan er að rétt sé að hafa Lucas með Gerrard á miðjunni. Tel að það sé rétt að segja þessum manni upp.

  6. Frábær pistill sem sýnir vel hversu mikil vinna er á bak við hvern leik. Margt mög áhugavert.

    Einnig hefur verið mikil vinna að gera þennan pistil og ég þakka kærlega fyrir mig !
    :O)

  7. Flottur pistill og alveg þess virði að lesa.

    Trúi ekki að ég sé að lesa comment hér fyrir ofan um það að menn vilji segja þessum manni upp og að þetta sé ekki að virka hjá þeim.
    Þið munið alveg að hann var þarna í fyrra líka og ekki voru menn að kalla eftir höfði hans þá? Er það? Magnaðir pappakassar sumir hverjir.

    Þetta er hinsvegar bara einn af mörgum einstaklingum sem standa á bakvið liðið og öllu sem að því kemur. Hinsvegar spilar CD alveg hrikalega stóra rullu í allri uppbyggingu og undirbúningi fyrir leiki. Að vinna við það að horfa einfaldlega á fótbolta og stúdera leikmenn næsta liðis / næstu liða er ábyggilega ekkert leiðinleg vinna enda er maðurinn sprenglærður.

    Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda á þessum mánudegi, að lesa svona snild.

    YNWA – In Rogers we trust!

  8. Davies er lykilmaður í þeirri vinnu sem farið hefur fram.

    Las einhvers staðar í vor að hann var sá sem að lagði upp Arsenal leikinn, hafði séð að þeir væru viðkvæmir í byrjun leiks á þann hátt að þá kæmu þeir mjög ofarlega á völlinn.

    Ég er líka handviss um það að hann lagði ekki upp dekkinguna í fyrsta marki West Ham eða að Balo kæmi svona langt að sækja boltann. Þar réðu mannleg mistök leikmannanna inni á vellinum, enda fótbolti mennsk íþrótt.

    Frábær maður þarna á ferð sem gott er að vísa mönnum á.

  9. Innihaldsríkir og skemmtilegir punktar sem bæta umræðuna mikið hjá bæði Nr. 6 og Nr. 7. það væri svakalegt að reka knattspyrnufélag ef það ætti að reka menn og ráða nýja eftir hvern einasta tapleik, tala nú ekki um slæman kafla!

    Gengi okkar manna batnar vonandi fljótlega en það var aldrei að fara verða auðvelt að bæta svona mörgum nýjum leikmönnum við í einu og hvað þá ef lykilmenn eru að meiðast á sama tíma. Þetta var vitað fyrir mót og Rodgers hefur ítrekað talað um að eftir þennan glugga þurfi Liverpool ekki að versla eins mikið á næstu árum og geti frekar einbeitt sér að því að kaupa fáa góða leikmenn og þannig hrófla sem minnst við hópnum. Tíminn leiðir í ljós hvernig það tekst en í sumar var augljóst að það þyrfti að stækka og styrkja hópinn. Það er ekki hægt að dæma sumarið ónýtt eftir fimm umferðir.

    Til að svara Roy Hodgson (Nr. 6) þá er þessi gamla þreytta klisja orðin fullkomlega úrelt í umræðu í dag og tilheyrir kynslóð sem er að deyja út í fótbolta á hæsta leveli, ef hún er ekki steindauð nú þegar og það fyrir löngu. Leikurinn sjálfur er ekki flókinn en það er svo miklu meira á bak við hvern leik heldur en við vitum. Þetta viðtal og aðrar greinar sem ég kem inná í þessum pistli gefa okkur einmitt skemmtilega innsýn í þennan heim. Þetta er auðvitað bara lítið brot af heildarmyndinni. En það er kjaftæði að þessi leikur sé ekkert flókinn, sérð það best á því hversu erfitt er að ná árangri.

    Dave er ekki búið að taka þessa Lucas og Gerrard umræðu nógu vel í öðrum þráðum? Til að taka saman lykilpunkta þá voru Allen og Can meiddir, Lallana er ekki í 100% leikformi né hreinræktaður miðjumaður, já og Coutinho hefur ekkert getað.

  10. Forréttindi að fá að deila með ykkur dálæti á Liverpool. Flottur pistill.

  11. Ok, nr. 11.

    Skiptir af mínu viti engu máli þó Allen og Can séu meiddir, Lucas á aldrei að byrja þennan leik með Gerrard. Hélt að það blasti við öllum, bæði þessum sérfræðingum sem og okkur sófaspekingunum. Umræðan um Lucas og Gerrard á svo alltaf við að mínu áliti svo lengi sem þeim er áfram stillt upp saman á miðjunni og við skíttöpum baráttunni þar í kjölfarið. Eða má ekki ræða augljós mistök í uppstillingu liðsins sem við öllum blasir ef þú ert í öðrum þræði búin að ræða það áður.

    Ég áskil mér bara rétt til þess að hafa mína skoðun og óska þess að menn virði hana eins og ég virði skoðanir annara.

  12. Frábær pistill BABU, virkilega gaman að lesa þetta og fræðast aðeins um vinnuna bak við tjöldin.

  13. #11

    Ég sé nú ekki alveg að gamla kynslóðin sé að deyja út alveg á næstunni. Það er sama hversu nútímalegir stjórar eru og hversu mikinn pening þeir hafa,,, alltaf virðast kallar eins og Stóri Sam, Pulis, Hughes, Bruce o.fl. eiga í fullu tré við hvern sem er. Ekki var Herra Alex neitt sérlega nútímalegur heldur, og maður sér ekki betur en Móri sé að innleiða hluta af gamla enska varnarleiknum inn í sinn leik.

    Engu að síður góð grein og maður styrkist í trúnni um að BR sé þrátt fyrir öldudalinn, á réttri leið með okkar menn.

  14. Bara rólegur sfinnur (9). Að kalla menn pappakassa er kannski fulldjúpt í árina tekið. Lesa aðeins á milli línana eins og sagt er.
    Ég tók því nú ekki bókstafslega að reka ætti Chris Davies fyrir greininguna á Gerrard og Lucas eins og nr 7 var að skrifa um. Heldur það að menn eru ósáttir við þá uppstillingu enda hefur hún ekki reynst vel eða hvað?
    Enda er það alltaf á endanum BR sem stillir upp liðinu.
    Það er nefnilega þrátt fyrir alla greininingu oft tilfinningin sem ræður úrslitum en auðvitað er alltaf gott að hafa sem mestar upplýsingar.

  15. Mér finnst í þessari grein Tomkins athyglisverður punktur þar sem hann segir að á móti Tottenham hefði BR gert ráð fyrir þessari miklu pressu á okkar þriðjungi enn það hafi hann ekki gert á móti WH. Kannski er CL að trufla alla starfsmenn LFC og það muni taka sinn tíma að læra á aukið álag og vinnu sem fylgir CL?

  16. Nr. 15 Dave
    Punkturinn hjá mér að þetta er hugsað sem allt önnur umræða. Ég er sammála þér með óþol á Gerrard – Lucas samvinnunni í núverandi kerfi en skildi alveg hugsunina um helgina. Tengist leikskýrslu meira en umræðum um störf Chris Davies.

    Nr. 15
    Það er ekkert endilega gamli skólinn að spila varnarleik. Alls ekki. Jose Mourinho er að ég held brautryðjandi í að tileinka sér nýjar aðferðir í boltanum. Benti á mjög skemmtilega grein um hann í þessum pistli. Hann er svo sannarlega með það á hreinu hvernig andstæðingurinn stillir upp fyrir hvern leik.

    Svipaða sögu má egja um t.d. Sam Allardyce, hann spilar ömurlega fótbolta en hann hefur þróast með tímanum í starfi og þjálfun held ég og hann nær því miður oft ágætum árangri með þeim liðum sem hann stýrir.

    Ferguson var síðan duglegur að uppfæra hjá sér starfsliðið og var svo sannarlega vel í takti við tímann. Þekki auðvitað ekki starfið niður í smáatriði (eða stór atriði ef út í það er farið) hjá þessum félögum og þess vegna finnst mér gaman að fá svona innsýn inn í starfið hjá okkar mönnum.

  17. Sælir félagar

    Þakka Babú fyrir góða og upplýsandi grein og ábendingar um aðrar sem eru það líka. Hvað sem því líður þá var liðið og staffið algerlega óviðbúið árásarfótbolta AV í upphafi leiks á Anfield um daginn, og það var líka bara hundaheppni að okkar menn voru ekki 2 – 3 mörkum undir eftir korter.

    Þrátt fyrir það voru liðið og staffið aftur algerlega óviðbúnir árásarfótbolta WH í síðasta leik og lentum við 2 mörkum undir eftir 7 mínútur. Ergo: leikgreiningar og lestur á andstæðingnum er auðvitað gott mál, en eins og þessir tveir leikir sýna þá eru fræðin takmörkuð og (eins og Maggi bendir á) mannlegi þátturinn og hið óvænta sem enginn býst við verður alltaf fyrir hendi.

    Þar af leiðir að þegar hið óvænta gerist eins og það að AV og WH leggjast ekki í skotgrafirnar í upphafi leiks heldur ráðast til atlögu gerir kröfu um að menn geri ráð fyrir því sem möguleika hvað sem allri greiningu líður og sú við hinu algerlega óvænta búnir. Það jafnvel þó ekkert í leikgreiningunni bendi til þess.

    Ég held að eftir AV leikinn hafi menn mátty búast við að Big Fat Sam mundi byrja leikinn á harðri sókn í von um að koma marki á okkar menn og leggjast svo í skotgrafirnar alveg eins og reyndist AV svo giftudrjúgt. Hinsvegar voru okkar menn, innan sem utan vallar, óvið búnir þessu í báðum leikjum. Íleiknum gegn AV var þetta slys en í leiknum gegn WH ef til vill skortur á því að gera ráð fyrir að þessi staða kæmi upp aftur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  18. ingó (16) … ég tók því heldur ekki sem að ætti að raka manninn á staðnum heldur einfaldlega að benda á það að CD var þarna líka í fyrra og árið á undan. Ekki allt alslæmt sem hann og Rogers hafa gert.
    Þetta átti engann að særa enda virði ég skoðanir allra hérna inni, allir hafa rétt á þeim.

    Eins finnst mér að Lucas/Gerrard umræðan komi þessari umræðu eins lítið við og það getur, því það er verið að tala um starf eins manns sem er vinan við það að lesa einstaklinga og leikstíl annarra liða. Auðvitað kemur það inná liðsvalið og hver er hvar eins og við lásum en BR hefur lokaatkvæðið með það.
    Persónulega held ég að Gerrard/Lucas comboið gegn WH hafi verið það besta í stöðunni fyrst það átti að spila þetta kerfi í þessum leik.
    Bara mín skoðun hinsvegar.

    Þetta væri svakalega ljúft starf hinsvegar.

    YNWA – In Rogers we trust!

  19. öll þessi vinna til hvers? svo er drullað uppá bak, vitlausar upplýsingar ? var verið að greina vitlaust lið eða hvað. Einhver er að klikka stórt ! t.d Gerrard og Lucas saman , gaman væri að sjá þá tölfræði sem myndi baka þá hugmynd upp…. Þurfum meiri greddu á miðjuna, fótbolti er nú einu sinni þannig að þar er tekist á og gengið eins langt og hægt er en samt er eins og okkar menn koðni bara niður við smá fæting,,,, hvernig væri að sleppa bara Sako lausum á miðjunni ?? ekki hægt að ætlast til að vörnin geti tekið allt. það er miðjan sem er að klikka og hver velur liðið? er það BR eða einhver bak við tjöldin.

  20. Ég las skemmtilegasn pistill um þennan mann í sumar og hvernig hann starfaði, OG hvað Brendan Rodgers krafðist frá honum. í raun má segja að hann sé einn mikilvægasti aðstoðarmaður hans Rodgers. Auðvita setur maður spurningamerki hvað er að gerast með liðið í dag þegar við erum komnir næstum því í Panic Mode.

    Þessi maður skilar af sér miklar upplýsingar varðandi mótherja nánast alla veikleika og styrkleika sem hann greinir. Í þokkabót kemur hann svo með greiningu á okkar leikmenn hvernig hann heldur að best sé að stilla liðinu upp og hvaða leikmenn eiga að byrja. Allar þessar upplýsingar eiga gera það að verkum að Rodgers eigi létt verk fyrir höndum að velja liðið. en svo er ekki hans framlag er aðeins 50% af ákvarðantöku Rodgers í lokin. margt sem spilar inn í framlag í æfingum, eru leikmenn heitir þessa stundinna og margt sem spilar inn í þessu.

    Þetta er víst nútíminn í fótbolta og oft sem maður skilur ekki hvaða hugsnair liggja á bakvið valinu í byrjunarliðið hverja helgi. Sérstaklega þegar sófasérfræðingruinn í manni vaknar og finnur allt að byrjunarliðinnu og vil helst sjá þennan eða þenna í liðinnu og alls ekki þennan í liðinnu. Það er létt að gagnrýna og finna allt að kerfinu þegar illa gengur eins og þessa daganna og maður setur mörg spurningmerki við liðsval og taktík liðsins.

  21. Vorn byrjar hja fremsta manni og vid vorum ad skipta ut einum dugleglasta framherja i boltanum fyrir einum mesta letingja I boltanum. Balotelli hefur reyndar stadid sig saemilega en thad er alveg vidbuid ad lidid er i ruglinu vid thessi umskipti.

  22. Rétt Sfinnur (20). Þetta er örugglega besta starfið og kannski þess vegna sem Dave (7) vildi reka hann til að fá starfið. Hehehe

Opin umræða: Tíst dagsins

Middlesbrough í Capital One Cup á þriðjudag