Þið ykkar sem ætluðuð að gúffa í ykkur safaríka Evrópu-Babú upphitun, þið verðið bara að vaða í ísskápinn ykkar og fá ykkur eitthvað annað til að narta í. Evrópu-Babú er bara einfaldlega vant við látinn að þessu sinni og kemur eflaust með sinn hafsjó af fróðleik um þessa mótherja okkar þegar þeir mæta á Anfield. Við reynum þó að hita örlítið upp fyrir leikinn.
Það er ekki alveg sama stemmningin yfir manni núna eins og megnið af síðasta tímabili. Engu að síður þá hálf skríkir í manni að vera farinn að fá að hita upp fyrir Meistaradeildarleiki aftur, það er í rauninni frábært að geta séð nánast tvo leiki í hverri viku. Nú er komið að fyrsta útileiknum í þessarri keppni eftir tæplega 5 ára hlé. Fyrir þá sem ekki hafa prufað það, þá er það ein besta skemmtun í veröldinni að fara með Scouser-unum á útileik í Evrópu. Þeir eru búnir að bíða vel og lengi eftir þessu og það er bara einhver fiðringur sem fer um mann allan þegar kemur að þessum leikjum. Meira að segja þó svo að megnið af leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, séu ekkert voðalega spennandi, þá er þetta samt þessi óútskýranlegi fiðringur.
Maður gat alveg hugsað sér betri byrjun á tímabilinu en við höfum þurft að horfa uppá. Liðið mjög ósannfærandi í flestum leikjum og lítið af þeim flottu hlutum sem við sáum á síðasta tímabili, verið á boðstólnum núna. En bjuggust menn við einhverju rosalegu? Já og nei held ég að sé svarið. Sumir töldu okkur eflaust byrja þar sem frá var horfið, en aðrir búst við smá ströggli eftir brottför Luis og mikið af breytingum á hópnum. Líklegast bjuggust flestir við betri stigasöfnun, því á sama tíma á síðasta tímabili þá voru sigrar að koma í hús, þrátt fyrir að liðið hafi spilað álíka ósannfærandi. Það verður þó að hafa það í huga að Brendan hefði líklegast ekki spilað svona mikið á jafn mörgum nýjum mönnum ef meiðslin hefðu ekki hrúgast upp svona strax í byrjun.
En ekki er verið að leita að afsökunum þannig lagað, meira að spá í orsökum, því við erum með sama mann í brúnni og sama þjálfaralið. Mér fannst þó mikil breyting á liðinu í síðasta leik og þrátt fyrir þvílík vonbrigði, þá verður ekki horft framhjá því. Haldi menn áfram að bæta leik liðsins í þessa átt, þá á það eftir að nálgast sitt besta form fyrr. Ég hef reyndar smá áhyggjur af þeim fréttum sem hafa verið að berast af Sakho. Að mínum dómi er hann okkar sterkasti varnarmaður og hefur hreinlega gert minnst af mistök það sem af er. Það virðist þó vera sem svo að það sé eitthvað móralskt í gangi sem er ekki af jákvæðum toga og að hann sé orðinn 4 miðvörður út af einhverju slíku, það gerir mig örlítið órólegan. Vonandi er Brendan samt með þetta undir “control”, við bara treystum á það. Hann sagði það á blaðamannafundi núna að þetta væri allt komið í rétt horf, en að eftir afsökunarbeiðni hans þá hafi hann meiðst á æfingu og verði frá næstu 2-3 vikurnar.
En hvað með þessa mótherja okkar á morgun? Við þekkjum þá aðeins og það eru ekki góðar minningar verður að segjast. Við mættum þeim í þessari sömu keppni árið 2002 og gerðum jafntefli bæði heima og að heiman. Í seinni leiknum þurftum við sigur til að komast upp úr riðlinum, en vorum lentir 3-0 undir eftir hálftíma leik. Við náðum að jafna, en það var ekki nóg. Sem sagt ekki góðar minningar frá þessum tíma. Basel hefur verið að gera fína hluti í Evrópu, hafa sigrað fjendur okkar í Man.Utd í Meistaradeildinni og unnum Chelsea í fyrra í sömu keppni bæði heima og að heiman. Geri aðrir betur. Þeir eru því ekkert lamb að leika sér við þessir spræku strákar frá landi ostanna.
Ég viðurkenni það fúslega að ég hef takmarkað horft á leiki í Meistaradeild Evrópu síðustu tímabilin (skil ekki af hverju) og hef því lítið séð af þessu Basel liði. Þegar maður lítur yfir leikmannalistann, þá ber þar auðvitað hæst hinn ótrúlega brögðótti Philipp Degen. Sá er auðvitað heimsfrægur fyrir það hvað hann náði að næla sér í mikla fjármuni fyrir lítið framlag til Liverpool FC. En svona að öllu gríni slepptu, þá var hann eiginlega meiddur alla sína veru hjá okkur og í rauninni fengum við aldrei að vita það hvort hann gæti eitthvað í fótbolta eða ekki. Hið síðarnefnda verður þó að teljast líklegri niðurstaðan miðað við hvernig ferilinn hefur verið síðan. En sumir eru óheppnari en aðrir með meiðsli, þannig er það bara. Annað nafn sem maður hnýtur strax um er svo Walter Samuel, mjög þekktur varnarmaður frá Argentínu og spilaði lengi með Inter á Ítalíu. Vandinn með þann kappa að hann er orðinn áttræður, en væri samt vís til að eiga stórleik gegn okkur. Aðrir leikmenn sem maður hefur heyrt af eru Marco Streller fyrirliði, Fabian Frei og Matías Delgado. En ég er svo sem enginn sérfræðingur um fótboltann í Sviss og hvað þá um leikmennina sem þar spila. Oftar en ekki þá eru hörku spilarar í þessum deildum sem maður fylgist ekkert með. Chelsea tóku nú samt þann sem slátraði þeim, Salah, á síðasta tímabili.
Ég ætla sem sagt ekkert að fara nánar út í mótherja okkar þar sem það væri bara þýðing á einhverju um þeirra spilamennsku, sem ég myndi finna á netinu. Ég hef þó heyrt að þeir séu afar þéttir tilbaka og öflugir í skyndisóknum sínum. En þá að okkar mönnum. Eins og áður sagði, þá er Sakho meiddur, aðrir á meiðslalistanum eru Johnson, Flanagan, Allen, Can og Sturridge. Ég hélt að Markovic ætti annan leik eftir í banni, en það voru myndir af honum um borð í vélinni til Basel og því reikna ég með að hafa bara rangt fyrir mér með þetta og að hann sé klár. Nú fer svo að verða fróðlegt að sjá hvort og þá hvernig Brendan nýtir hópinn sinn.
Enn sem komið er, þá er ekki verið að ógna Mignolet í markinu, þrátt fyrir að hafa verið ósannfærandi á löngum köflum. Eini hægri bakvörður okkar spilar að sjálfsögðu leikinn og ég á ekki von á öðru en að Moreno haldi sæti sínu vinstra megin. Þar sem Skrtel og Lovren eru báðir heilir, þá munu þeir sjá um miðvarðarstöðurnar. En þá fara málin að vandast aðeins. Við erum að fara að spila á útivelli í Meistaradeild Evrópu og í þennan leik myndi ég alltaf setja Lucas inn sem holding miðjumann til að skýla vörninni. En ég er samt alveg klár á því að Brendan mun byrja með Stevie í leiknum, ég er bara ekki farinn að sjá hvar og hvenær hann ætlar að hvíla gamla manninn. Henderson verður á sínum stað og svo er það spurning um þriðja miðjumanninn. Ég er á því að Brendan fari varlega inn í þetta og stilli Lucas þar upp, þó svo að ég myndi allan tíman vilja sjá Coutinho í þeirri stöðu. Balo verður að sjálfsögðu frammi og þeir Sterling og Lallana með honum.
Lallana var virkilega fínn í síðasta leik og vonandi heldur þetta svona áfram hjá honum. Við þurfum að fara að koma Markovic betur inni í hlutina og kannski eru það þessir Evrópuleikir sem gætu gert það. Ég ætla þó að giska á að Brendan hafi þetta svona:
Mignolet
Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno
Henderson – Gerrard – Lallana
Sterling – Balotelli – Markovic
Ég er bara nokkuð bjartur á þetta, held að það verði stemmari í liðinu í þessum fyrsta útileik okkar í keppninni í árabil. Ég ætla að spá okkur sigri í leiknum, hann verður ekkert stór, en ég á alveg von á því að við sýnum nokkuð solid leik og klárum þetta 1-2. Eigum við ekki að segja að Balo haldi áfram að skora í Evrópukeppninni og setji eitt mark, Sterling verður svo með hitt. Það þarf kænsku og mikla hugsun í þessa útileiki í þessari keppni og ég er á því að Brendan sé bara með þetta. En mikið hrikalega er það nú samt miklu skemmtilegra að geta horft á Liverpool á Mestaradeildarkvöldum heldur en að reyna að finna sér eitthvað til dundurs.
Hvaða rugl tal er þetta um að það þurfi að hvíla Gerrard? Maður er á leiðinni í tveggja vikna frí eftir leikinn gegn WBA. Hann fór í tveggja vikna frí þann 31.agúst einnig og fékk einnig frí í síðustu viku. Ótrúlegt að menn séu enn að tala um að maður sem er í toppformi og endalausum æfingum þurfi á hvíld að halda. Notið manninn eins mikið og hægt er, sérstaklega þegar hann virðist vera komast í sitt gamla form.
Með fullri virðingu fyrir þér Ssteinn en “enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur”. Var kominn með popp og kók klár í enn eina snilldar upphitun frá Babu, en efa ekki að við fáum hana í næsta Meistaradeildarleik.
Það skemmtilegasta við evrópudeildina hérna um árið voru upphitanirnar hjá Babu en það var oftar en ekki lagt meira í þær heldur en heimavöll andstæðinganna austur í Razzgatan.
En að öðru. Sá batamerki á liðinu í seinasta leik og vænti þess að við séum að hrökkva í gírinn og tökum þetta 3-1.
Vill svo þakka fyrir endalausa vinnu hjá ykkur öllum kop-urum gömlum sem nýjum. Skoða þessu síðu þrisvar til fjórum sinnum á dag og líklegast svona tuttugu sinnum plús á game-day. RESPECT og YNWA
ég las það að minnsta kosti á Liverpoolecho í dag að markovic ætti einn leik eftir í evrópubanninu… en ég ætla að segja 1-3 balo, sterling og lallana með mörkin
Góð upphitun. Takk fyrir mestari 🙂
Væri alveg til í að sjá Balotelli á bekknum gegn Basel til að sýna honum að hann eigi ekki sjálfkrafa fast sæti í liðinu. Hefur gott af því að fá smá spark í rassinn.
Reikna fastlega með að liðið hrökkvi í gang í þessum leik. Vinnum 1-6, þrenna frá SG, Henderson, Lovren og Sterling bæta svo við hana.
Flott Steini.
Ef það var ekki komið fram þá er ég að fara í nóv með þeim gallhörðustu til Búlgaríu að taka heimamenn í Lúdórassgatið. Þetta er búið að vera á topp3 á bucket listanum mínum í mörg ár. Get ekki beðið.
Og já, Basel smasel … tökum þennan leik!
Ja eg er mjog spenntur fyrir þessum leik og spai okkur sigri 1-3.. Balo, Lallana og Henderson skora ..
en markovich er í BANNI
góða kvöldið,
smáþráðrán;
besta leið af flugvellinum í Manchester inní miðborg Liverpool ?, er það bara lest á milli eða rúta eða hafið þið betri hugmyndir ?, annað en að leigja bíl.
besta leið = fljótlegust og ódýrust :).
Verður meiriháttar að sjá liðið á morgun
Smashing upphitun Steini, ég man meira að segja hvar ég var síðast þegar Liverpool spilaði við Basel og var að dæla út ca. 20 blótsyrðum á mínútu yfir þeim leik. Varðandi Evrópu upphitanir þá tek ég nú vanalega bara annan leikinn (úti) en náði ekki þessum svo sómi væri af.
Varðandi liðið þá er ég á báðum áttum, vill hvíla alla fyrir næstu helgi en Liverpool hefur ekkert tök á því í Meistaradeildinni. Basel úti er lykilleikur og því væri líklega best að stilla upp nánast sama liði og spilaði vel gegn Everton.
Vörn og markmaður þurfa að ná stöðugleika og mörgum leikjum saman, Rodgers virðist vera að hitta á þá blöndu sem hann ætlar að treysta á núna á næstunni og því um að gera að breyta engu þar.
Ef að Lucas kemur inn vona ég að það sé fyrir Gerrard, annars bara ekki. Lallana var góður um helgina og virðist vera að ná takti og komast í leikform. Um að gera að stilla honum aftur upp í þessum leik með Henderson. Vonandi eigum við þá Allen til vara.
Miðað við síðasta leik tippa ég á að Coutinho komi inn fyrir Markovic og verði með Sterling og Balotelli frammi. (Fékk Markovic ekki tveggja leikja bann í fyrra og missti því af úrslitaleiknum og svo Ludogorets leiknum?)
SWaage, ég er búinn að díla við Benna Jón um að vera með go pro vél úti og taka upp allar þínar athafnir þar til þeir týna þér í Sofia. Áætlað að það verði ca. 20 mínútum eftir lendingu.
Mér sýnist ekkert vera að draga af Gerrard. Fyrirliðinn á alltaf að byrja sé hann í standi. Var frábær gegn Everton. Það verður mjög mikilvægt að ná stigi út úr þessum leik. Vona bara að þessi vörn fari að halda. Stóð sig vel síðast..
Daniel Sturridge is fit for Liverpool but not for England.
http://www.theguardian.com/football/2014/sep/30/brendan-rodgers-daniel-sturridge-liverpool-england
hvernig er með Suso er hann ekki að fá að spila ,mér fannst hann góður í deildarbikarnum í síðustu viku þegar hann kom inná af bekknum heldur bolta vel góðar sendingar skoraði svo með skoti fyrir utan er brendan ekki alveg í lagi eða er ég sá eini sem sá hvað liðið lagaðist við hans tilkomu?
Þú ert ekki sá eini, finnst hann alltaf hættulegur þegar hann spilar, spurningin er hins vegar, getur hann varist og er Brendan að fara henda honum inn í erfiðan útileik. Svarið er líklega nei.
Vona að Sterling fái smá hvíld í kvöld. Megum ekki brenna kertið báðum megin eins og gert var með Owen, Fowler og fleiri. Hann spilaði 120 mín gegn Boro og sá leikur sat heldur betur í honum gegn Everton að mér fannst. Drengurinn er bara 19 ára – ef aðrir í liðinu geta ekki stigið upp í hans fjarveru, þá er fokið í öll skjól.
Frábær upphitun.
Ég man líka hvar ég var þegar Basel-martröðin átti sér stað fyrir 12 árum síðan, tíminn flýgur.
Sammála mönnum hér, inn með Suso.
Eigum alveg að getað náð hagstæðum úrslitum í kvöld en þetta svissneska lið er mjög sjóað í evrópukeppninni. Gæti verið þeim til tekna í kvöld.
Spái okkur 0-1 sigri í kvöld. Gerrard með markið úr víti á 65 mín 🙂
#9- tek leigubíl – einfaldast
1-1 ströggl í kvöld og ég ætla að gerast svo djarfur að spá 1-1 í leik Ludogoretz og Real Madrid.
1-3 þar sem Basel jafnar í 1-1 eftir að Lallana skorar. Svo skorar Gerrard á ca. 85. mín og Lambert á 92
Annars verð ég sáttur með 3 stig hvernig svo sem þau koma
Varðandi þetta meinda basl okkar í deildinni þá tel ég megin orsökina að við misstum Sturridge í meiðsli. í leiknum gegn Tottenham sáust greinileg merki um að liðið væri að tjaslast saman en svo kemur þetta landsleikjahlé sem skilar Sturridge meiddum til baka. í kjölfarið hefst hrakfallagangan. Tvö töp og eitt jafntefli.
Eina jákvæða við þetta brottfall er að samkvæmt leiknum gegn Everton þá er Liverpool hægt og bítandi að bregðast við því að missa sinn besta leikmann. Vonandi er það rétt hjá mér því þá er þetta aðeins tímaspursmál um hvenær Liverpoolvélin hrekkur í gang. Allavega er allt annað sjá til Lallana og Balotelli.
Segið mér eitt.
Er ekki ennþá regla um að 1 leikur eigi að vera í opinni dagskrá í hverri umferð?
Ef svo er, vitið þið hvaða leikur á að vera í opinni dagskrá núna?
http://stod2.is/framundan-i-beinni/
Arsenal leikurinn sýnist mér…
gerrard #9…. ef þú ferð til Manchester þá er besta leiðinn að fara bara yfir til Liverpool þannig að þú ferð á Manchester picadilly train station og kaupir þér lestar miða fram og tilbaka þegar þú ert að kaupa miðana en ekki bara eina leið (gætir lent í vandræðum með að kaupa þér þá miðann til baka ef þú gerir það ekki strax) .kostar 14 pund einn miði og þá tekuru lest sem heitir Liverpool Lime og þá ertu kominn í miðborgina til Liverpool, ert sirka 40 min yfir til Liverpool frá Manchester, tekur svo lest til baka sem heitir Nottingham.
gerrard #9
Ég er með númer hjá einkabílstjóra ef þú hefur áhuga lang fljótast og ódýrt í þokkabót 😉
Liðið komið : Mignolet; Manquillo, Lovren, Skrtel, Enrique; Gerrard, Henderson, Coutinho; Sterling, Markovic, Balotelli.
Subs: Jones, Toure, Moreno, Lucas, Lallana, Lambert, Borini.
Lallana á bekknum???????????????????????????
Lallana lék náttúrulega 120 mínútur í miðri viku síðast og 90 um helgina.