Könnun: Var rétt af Rodgers að breyta liðinu?

Uppfært (KAR): Það hafa yfir þúsund manns kosið og niðurstaðan er nokkuð afgerandi. Ég hef núna lokað fyrir könnunina, þökkum öllum sem gáfu sitt álit. Fólkið hefur talað.


Það hefur skapast mikil umræða í kjölfar liðsuppstillingar Brendan Rodgers gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. Menn virðast skiptast í tvær fylkingar sem má flokka svona:

Já: Aðalliðið skíttapaði gegn Real á Anfield fyrir hálfum mánuði og hefur nánast ekkert getað síðan gegn Hull og Newcastle. Margir af varamönnunum stóðu sig betur gegn Swansea en aðalliðið hefur gert undanfarið og það var því verðskuldað að setja Lovren, Johnson, Henderson, Gerrard, Sterling, Coutinho og Balotelli á bekkinn. Þetta var rétt ákvörðun hjá Rodgers.

Nei: Það var skammarlegt af Rodgers að viðurkenna ósigur fyrir leik og senda varaliðið inn á Santiago Bernabeau. Þetta kvöld átti að vera hápunktur tímabilsins hjá Liverpool en þess í stað voru stjörnurnar hvíldar fyrir deildarleikinn gegn Chelsea og varaskeifurnar settar upp til að tapa með reisn. Svona gerir Liverpool ekki og Rodgers á að skammast sín.

Kjósið hér og segið okkur hvað ykkur fannst í ummælunum:

Var rétt hjá Brendan Rodgers að breyta liðinu gegn Real Madrid?

  • (85%, 903 Atkvæði)
  • Nei (15%, 157 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,060

Loading ... Loading ...

89 Comments

  1. Sjálfur kaus ég . Ég lagði til breytingar í upphitun minni fyrir þennan leik á mánudag og sagði þá að ég gæti alveg séð fyrir mér 1-1 jafntefli ef Rodgers gerði breytingar og setti upp vinnusamt og varnarsinnað lið sem gæti sótt hratt. Hann gerði breytingarnar og þær skiluðu næstum því 1-1 jafntefli.

    Auðvitað hefðu Real getað skorað fleiri mörk í þessum leik en Mignolet átti stórleik og ég er sáttur við spilamennsku liðsins sem Rodgers valdi. Þetta var í fyrsta skipti í vetur sem þetta besta sóknarlið heims skorar minna en 2 mörk í leik á heimavelli.

    Eins sagði ég í upphitun minni að ég óttaðist 4-0 tap eða þaðan af verra ef Rodgers sendi Newcastle-byrjurnarliðið út á Bernabeau og ég stend enn við það.

    Þetta snýst ekki um söguna eða stjörnunöfnin. Þetta snýst um hverjir eiga skilið að spila og þeir leikmenn sem voru „hvíldir“ í gær höfðu einfaldlega ekki unnið sér það inn að spila á Bernabeau með frammistöðum sínum undanfarið. Og það kom líka á daginn að Kolo Touré, Manquillo, Lucas, Can, Lallana, Borini og Markovic stóðu sig betur gegn Real en hinir sjö stóðu sig gegn Newcastle.

    Ég er sáttur við ákvörðun Rodgers.

  2. Það sem menn tala um sem “sterkasta liðið” átti ekki séns gegn Newcastle og gátu lítið gegn Hull. Löngu kominn tími á að leyfa öðrum en “áskrifendunum” að spreyta sig.

  3. Mitt svar er nei.

    En það á eftir að koma í ljós eiginlega, vel má vera að þetta verði til þess að okkar hæfileikaríkustu leikmenn hrökkvi í gang og þeir vakni.

    En það væri hræsni af mér að pirra mig á liðum sem koma á Anfield til að “park the bus” að vera svo bara glaður þegar mitt lið gerir það.

    Í raun kannski minna liðsval en meira þessa afturliggjandi “park the bus” varnartaktík.

  4. Ég sagði svo sannarlega já, enda held ég að flestir þeir sem eitthvað hafa fylgst með liðinu undanfarið, séu á sama máli. Þó svo að r**shöfuð eins og það sem átti að teljast “sérfræðingur” í setti hjá S2S fái að opinbera óvild sína í garð þessa félags sem við styðjum, er ekki þar með sagt að menn kok gleypi þá vitleysu.

    Ég var búinn að kalla á þetta í Podcastþættinum á mánudaginn og þetta var algjörlega lógískt hjá Brendan. Af hverju eiga menn eins og Lovren, Sterling, Coutinho, Gerrard eða Henderson að eiga bara fast sæti í liðinu, nó matter what? Bara út af nafninu? Eiga þeir að fá að komast upp með það að mæta hreinlega ekki í leikina, allavega andlega? Nei, hreint ekki. Hvernig er best að hreyfa við þessum köppum? Jú, henda þeim á bekk í leik sem þá langaði líklegast voðalega mikið að spila. Skilaboðin eru skýr, ef þú vilt fá að spila þessa stærstu leiki, þá skaltu drattast til að mæta í leikina gegn Newcastle og þess háttar liðum.

    Bravó Brendan.

    En samt svona án gríns, ætlar Stöð2 Sport ekkert að reyna að hysja upp um sig buxurnar varðandi val á “sérfræðingum”. Algjörlega til skammar og metnaðarleysið algjört ef aðal málið á að vera að að fá sem mest umtal með því að hneyksla áskrifendur sína.

  5. Maggi, taktíkin hefði verið sú nákvæmlega sama þótt hann hefði haldið sig við sama lið og skeit gegn Newcastle. Könnunin var ekki um taktíkina heldur liðsuppstillingu.

  6. Ég bara sé ekki hvernig okkar sterkasta lið á skilið að spila þennan leik. Á þjálfarinn ekki rétt á því að breyta liðinu eftir vægast sagt lélega leiki hjá liðinu í deildinni gegn Hull og Newcastle.

  7. Ég setti Já. Ekki endilega sammála öllu í upptalningunni fyrir aftan bæði já og nei skilgreininguna, en það er nú bara þannig að eins og liðið hefur verið að spila undanfarið þá hafa fáir tilkall til byrjunarliðssætis.

    Margir hafa verið að kalla á að hvíla hina og þessa leikmenn, t.d. Lovren, Mario og Gerrard og í staðin fyrir þá komu Kolo, Lucas og Borrini, leikmenn sem komust vel frá leiknum. Aðrir sem voru að spila þennan leik hafa verið hluti af rotation’inu þannig að það er líka kannski ofsögum sagt að þetta sé eitthvað varalið.

    Aftur á móti verður líka áhugavert að sjá hvernig hann mun stilla upp liðinu á móti Chelsea um helgina því þá kemur betur í ljós hvort hann var virkilega að hvíla leikmenn eða setja þá á bekkinn sökum frammistöðu.

  8. Átti Liverpool ekki að vera einn stærsti klúbbur Englands? Hvaða metnaðarleysi er að hrjá ykkur?!

  9. Já, þeir sem horfðu á leikinn í gær og hina leikina líka vita hvers vegna.
    Það var lífsmark með leikmönnum í gær !

  10. Annars klárt já, sé ekki að neinn af þessum varamönnum hefði gert betur en þeir sem byrjuðu. Ég verð að vera ósammála Magga að við hefðum átt að sækja á þá, fyrir lið sem er í erfileikum þá held ég að það væri geðveiki að reyna að fara sækja á besta lið í evrópu þessa dagana á þeirra heimavelli án okkar besta framherja.

  11. Ég sagði JÁ. Eyþór negldi þetta í upphituninni fyrir leikinn í gær. Hvað hafa þessir leikmenn sem voru benchaðir sýnt undanfarið?

    BR þarf einmitt að vera miklu grimmari við þessa stráka. Ef þeir spila illa leik eftir leik og eru ekki einu sinni að leggja sig 100% fram þá bara á bekkinn með þá, ekkert flóknara!

    BR sagði það þegar hann tók við liðinu að það á ekki einu sinni að þurfa að segja það við leikmenn að þeir leggi sig 100% fram í hvern einasta leik. Það á að vera sjálfsagður hlutur. Það hefur að mínu mati alls ekki verið raunin með þessar svokölluðu “stjörnuleikmenn” okkar í nokkurn tíma.

  12. mitt svar nei

    það er ekki skammarlegt að láta neinn i þessu byrjunar liði hja liverpool spila.

    það hefði frekar verið skammarlegt að stilla þeim upp sem voru á bekknum miðað við framistöðu þeirra a timabilinu.

  13. Ég var búinn að hlakka til að horfa á þennan leik.

    Varð sem knattspyrnu aðdáandi fyrir verulegum vonbrigðum með liðið sem Liverpool stillti upp og leikurinn varð fyrir vikið hundleiðinlegur. RM tók þetta ekki alvarlega og þetta minnti mig á æfingaleik , sorry en svona var þetta .

    Þið getið barið hausnum í steininn hversu oft sem þið viljið en Liverpool án Sterling,Gerard,Henderson, osfrav er ekki að fara gera neitt og sú varð raunin.

    Þó að liðið sé búið að spila illa þá er það enginn afsökun að taka bestu leikmennina útúr liðinu í svona leik.

    Liverpool voru frábærir í fyrra og heldur betur áttu skilið að taka þátt í meistaradeildinni að ári, þessir leikmenn unnu sér það inn að spila á stærstu völlum eins og Santiago Bernabéu.

    Ég skil ekki þessa ákvörðun en vona svo sannarlega að þið vinnið Chelsea um helgina.

    Þó að fólk sé að gagnrýni nálgun Brendan á þessum leik í gær þá megið þið ekki taka það sem einhverja árás á Liverpool. Það getur vel verið að þið vinnið 2 næstu leiki í CL og komist áfram og að þið vinnið Chelsea á laugardaginn og Brendan verði álítinn þvílíkur snillingur.

    En það breytir ekki því að liðið sem hann valdi í gær og nálgun hans á leiknum var fyrir neðan virðingu Liverpool sem ég lýt á sem einn stærsti klúbbur í heimi og það er einmitt þess vegna sem ég skil þessa ákvörðun ekki þið eruð betri og stærri klúbbur en Brendan sýndi í gær.

    p.s
    Vinnið Chelsea á laugardaginn please 🙂

  14. Ég er sáttur með að geyma bestu leikmennina gegn Chelsea, en út á við var þetta óvirðing fyrir bæði klúbbinn og keppnina (meistaradeildina).

    Pointið mitt er að Liverpool á að geta keppt um stig sama hverjum þeir lenda á móti,,, þá setur maður bestu leikmenn liðsins inná völlinn… Til að ná úrslitum, bestu leikmennirnir voru á bekknum í gær,,, þessvegna kallaði ég þetta metnaðarleysi.

    Ætlar Rodgers kannski að geyma bestu leikmennina líka um helgina, svona til að spara þá í leik sem Liverpool á actually séns í? (er þetta hugsunarháttur Liverpool í dag???)

  15. Ég valdi já.

    Hann valdi meira og minna liðið sem spilaði betur á móti Swansea heldur enn liðið sem spilaði illa á móti Newcastle. Þau lið sem hafa reynt að halda sér við sitt spil á móti RM hafa tapað og sum illa (Bayern sem dæmi)

    Allir sérfræðingar töluðu um að til að stoppa RM þyrfti að þétta miðjunu og minnka svæðið sem þeir hafa til að spila sig í gegnum vörnina. Valdi hann ekki bara lið sem hann treysti betur til að vinna þá vinnu?

  16. Svar minn er JÁ ! BR er að senda skilaboð til þeirra sem hafa spilað hingað til og staðið sig undir væntingum. Hann er ekki að þessu fyrir einhverja sorpfjölmiðla í UK eða magga gylfa scum fan ( glaður að ég þurfti ekki að hlusta á hann í gær).
    BR er bara að taka á slappri frammistöðu liðsins, innan félagsins og við verðum að treysta honum fyrir því.

    Hvort þetta virki síðan eða ekki á eftir ð koma í ljós á laugardaginn, menn hérna gætu verið á annari skoðun eftir þann leik 🙂

  17. Það hefði verið óðs manns æði að reyna spila sóknarbolta á Real Madrid. Þeir eru eitt af betri sóknarliðum heims og klárlega besta skyndisóknarlið heims. Ef við hefðum reynt að vera eitthvað mikið framar hefðum við einfaldlega skilið eftir ráslínur fyrir þá og það hefði ekki þurft að spyrja að útkomunni.

  18. Hvernig getur það verið óvirðing við þessa keppni að velja 11 atvinnumenn í liðið og þar af 6 sem BR fékk sjálfur til liðsins? Þessir leikmenn sýndu það svo sannarlega að þeim var fyllilega treystandi fyrir verkefninu.

    Liðsuppstilling getur aldrei verið óvirðing gegn nokkurri keppni eða andstæðing. Þú einfaldlega notar þá leikmenn sem þú hefur yfir að ráða og með þessari uppstillingu sýndi BR einfaldlega fram á það sem stuðningsmenn og starfsmenn klúbbsins hafa hamrað á í áratugi. ÞAÐ ER ENGINN STÆRRI EN KLÚBBURINN.

    Held bara að þessi svokallaði sérfræðingur hjá S2S sé bara ekki búin að jafna sig á tapinu gegn MK Dons fyrir ekki svo löngu síðan.

  19. Alltaf jafnmikið knee-jerk reaction hjá fótboltaaðdéndum. Því betur sem menn hugsa þetta þá hljóta menn að sjá ljósið. Rodgers bara varð að gefa liðinu alvöru spark í rassgatið eftir fullkomlega ömurlega frammistöðu gegn Newcastle. Hann hefði ekki verið þjálfari og stjórnandi liðsins ef hann hefði haldið sama liði og spilaði svona ömurlega gegn Hull og Newcastle.

    Hefði fyrst haft áhyggjur ef hann hefði spilað öllum stjörnunum og við tapað 5-0. Það hefði getað haft snjóboltaáhrif, eyðilagt allt seasonið og skapað allskonar vandræði og áhugaleysi í búningsklefanum. Í staðinn tekur hann pressuna á sig af leikmönnum, gefur stjörnunum spark í rassgatið vegna hræðilegrar frammistöðu og fringe leikmenn fengu meiri ábyrgð og snefil af því að spila á einum besta leikvangi heims með Liverpool sem hlýtur að hvetja þá til dáða.

    Stundum þarf bara að kyngja smá stolti og líta raunsætt á hlutina. Rodgers tók rétta ákvörðun og hananú.

  20. Menn eru aðeins of æstir í að fara að ræða um taktík þegar aðal pointið á að vera hverjir voru í byrjunarliðinu. Ef menn ætla að ræða um taktík og að leikurinn hafi verið leiðinlegur þá er það allt í lagi en ekki tala um að LFC hafi aldrei stillt svona upp áður á Spáni í Evrópukeppni. Houllier og Rafa voru nú ekki að stilla upp blússandi sóknarliði þegar þeir fóru á Nou Camp eða aðra erfiða útileiki.

    Það er svo frekar innihaldslaus málflutningur að halda því fram að leikurinn hafi verið leiðinlegur útaf því að stærstu nöfnin hjá félaginu hafi ekki byrjað inná (eins og Þröstur City fan talar um). Taktíkin hlýtur að hafa verið sú sama þó að þeir hefðu byrjað, ég ætla amk að gefa Rodgers það að hann myndi ekki fara í svona leik og ætla að keyra á Real frá fyrstu mínútu með sóknarleik dauðans.

    Ég kaus já einfaldlega vegna þess að menn sem ekki standa sig leik eftir leik eiga ekki að fá að byrja leik eftir leik, þetta er ekki flóknara en það.

  21. Fyrir mér er þetta frekar einfalt.
    Þar sem Liverpool tókst að tapa bara með 1 marki þá kjósa allir já og eru voða happy.
    (eins og það sé ánægjulegt að ná 1 skoti á mark í 90 mínútur)
    Hefði þetta farið verr væru allir að drulla yfir Rogers og liðið.

    Ég kaus að sjálfsögðu nei. Þó svo ég sé ekki sammála öllu því sem þið segið að nei standi fyrir.

  22. Hefði þetta farið verr væru allir að drulla yfir Rogers og liðið.

    Já auðvitað, þó það nú væri! Með þessum rökum er alveg hægt að velta því fyrir sér ef markið hans Borini hefði fengið að standa. Þá væri Rodgers nú ekki lítill snillingur. Rosalega stutt á milli í fótbolta, ef og hefði og allt það.

  23. Sagði já,
    Til þess að svara allri gagnrýni á liðsvalinu spyr ég, til hvers var verið að eyða öllum þessum pundum í að stækka hópinn fyrir þetta tímabil ef það má ekki nota hópinn eftir aðstæðum?
    Ég spyr hverjir áttu skilið að byrja þennan leik?
    Skil þessa ákvörðun algerlega.

  24. Ég kaus já. við reyndum sóknarbolta í fyrri leiknum og okkur var refsað illilega þannig að það var eðlilegt að bregðast við því. Gerrard hefur aldrei verið góður varnarlega þannig að það var eðlilegt að skipta honum út. Hendo hefur bara verið skugginn af sjálfum sér undanfarið og Can er mun fastari í stöðu og nautsterkur líka þannig að það fannst mér líka eðlilegt. Sterling hefur verið með afleita ákvarðanatöku í undanförnum leikjum og við máttum bara ekki missa boltan á vondum stöðum en það er kannski spurning hvort að Markovic hafi átt að taka þessa stöðu, en hann stóð sig sæmilega. Frammi var betra að hafa einhvern sem getur hlaupið úr sér lungun og í því er Borini klárlega betri en Balo. Skiptingarnar í vörnini eru bara eðlilegar af því að við erum endalaust að fá á okkur mörk, en ég held reyndar að það sé af því að Gerrard er lélegur í því hlutverki að verja vörnina. Við skiptum stanslaust út varnarmönnum en sá sem á að sjá um að bakka upp og verja vörnina er með áskrift að sæti.
    Það sást reyndar ágætlega í leiknum í gær að það var miklu minna um vandræði í vörninni þó að við værum að spila við ógnarsterkt sóknarlið, en að sama skapi söknuðum við Gerrard sóknarlega.

  25. Skil ekki alveg þetta fjaðrafok út af liðsuppstillingunni,Liverpool er með 25 skráða leikmenn í CL hóp held ég,og ekki höfum við verið að spila vel að undanförnu allt í lagi að hrista aðeins upp í þessu.

  26. Við vorum ekki líklegir til þess að skora og við töpuðum. Hef ekki enn séð neinn fagna þessum úrslitum, þó svo að fjölmiðlar vilji halda öðru fram.

    Þetta er samt svo kjánalegt, Lovren, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling og Balotelli fara á bekkinn.

    Þarna erum við með mann sem hefur gert mistök í nánast hverjum einasta leik (Lovren), inn fyrir hann kom MOM í Toure.

    Fyrir þessa leiktíð ræddum við í podköstum og á síðunni að hlutverk Gerrard yrði að fara minnkandi. Hann gæti ekki spilað tvo leiki í viku. Hann hefur verið slakur það sem af er leiktíðar. Hann er settur á bekkinn í stað næst/þriðja besta leikmanns okkar í gær, Lucas. Mann með meiri yfirferð en Gerrard og sterkari varnarlega (veikari sóknarlega). Skiljanlegt.

    Henderson er, aldrei eins og vant, búinn að vera slakur. Fer á bekkinn og næst besti maður vallarins, Can, fékk tækifærið.

    Coutinho. Hefur ekki átt góðan leik 2014/15 þegar hann hefur byrjað inná. Hefur komið sterkur inn í nokkrum leikjum en er annars ein stærstu vonbrigðin þetta tímabilið. Ekkert að því að hann sé á bekknum. Inn kom næst dýrasti leikmaður í sögu klúbbsins.

    Sterling. Verið rosalega misjafn þetta tímabilið og afleiddur eftir þessa frægu hvíld með Englendingum. Við ræddum það í podkasti á mánudaginn og þið í ummælum að hann þyrfti að fá hvíld drengurinn. Var hvíldur, inn kom Lazar sem átti sinn besta leik í Liverpool treyju (þurfti nú ekki mikið, en samt, 20mp maður).

    Balotelli. Við söknuðum svo sannarlega núll marka frá honum í gær. Annar hver maður á jarðríki er búinn að tjá sig um hann og það ekki á góðan hátt. Svo blöskrar mönnum þegar hann fer á bekkinn. Ef ég hefði átt að velja Borini, Lambert eða Balotelli sem solo striker þá væri það Borini á þessu augnabliki.

    Rodgers hefur oft hrósað leikmönnum eftir tap/jafntefli. Að þeir hafi lagt sig fram og meira gæti hann ekki farið fram á. Hann gerði það sama í gær.

    Samt verður allt vitlaust. Ég bara skil þetta ekki. Við vorum með menn (Lovren) að hoppa upp úr tæklingum gegn Newcastle – á að verðlauna svoleiðis menn með sæti gegn Real Madrid?

    Ég kaus já, en er ekki að fagna neinu tapi. Margir þessara leikmanna hefðu mátt hvíla fyrir langa langa löngu. Rodgers er heldur ekkert fyrsti þjálfari Liverpool til að velja skrítið lið. Hver man ekki eftir stórstjörnunni Plessis sem byrjaði útileikinn gegn Arsenal í CL 2008. Hann hlýtur að velja lið sitt m.v. form og það sem hann sér á æfingum.

    Hvernig menn geta haldið því fram að okkar sterkasta lið á pappír hafi verið betri kostur skil ég ekki. Er það ekki sama lið og átti ekki færi gegn Newcastle í 90 mínútur? Sama lið og var yfirspilað af Aston Villa og West Ham? Missti ég af hluta úr tímabili eða er það eitthvað sem ég er að misskilja?

  27. Ég sagði já, treysti einfaldlega Rodgers fyrir verkefninu.
    Mér fannst leikurinn í gær sýna svart á hvítu að það er eitthvað mikið að (well dööhh!) í vörninni. Þá meina ég það vegna þess að Kolo Toure, maður sem spilar aldrei leiki og er pottþétt alltaf í B-liðinu á æfingum, er settur í byrjunarlið gegn RM í CL. Hann sýnir þvílíka fagmennsku með því að stýra vörninni frábærlega í gær eins og hann sé leikreyndasti maðurinn í hópnum.

    Þetta er djóklaust fyrsti leikurinn í langan tíma þar sem mér fannst vörnin hjá okkur spila eins og atvinnumenn. Með Lucas fyrir framan þá var verkið pottþétt líka auðveldara fyrir þá.

    Ég veit að það er mjög illa séð að nefna það hér, en mér fannst leikurinn í gær sýna okkur svart á hvítu að við leggjum alltof mikið traust á Gerrard, miðað við ástand hans. Allt í einu voru leikmennirnir farnir að þora að senda boltann á milli sín, en ekki leita sífellt að Gerrard. Því tel ég að Rodgers verði að bekkja Gerrard miklu meira í vetur.

  28. Svarið mitt er já.

    Úrslitin hjá svokölluðu “B” liði á útivelli gegn Real Madrid, versus úrslit undanfarinna leikja hjá “A” liðinu sýna svart á hvítu hvers vegna það var rétt hjá Rodgers að hrista upp í liðinu.

  29. Mér finnst BR hafa gert rétt. Real Madrid er alltaf að fara vinna þennan riðill og okkar samkeppni er Ludogorets og Basel. Allir voru búnir að afskrifa þennan leik og báru engar væntingar til leiksins. Staðan er sú að Liverpool verður að vinna síðustu tvo leikina að því gefnu að Real vinni rest, sem ég held að þeir muni gera. Liverpool er ennþá inn í þessu.

  30. Ég kaus JÁ,

    Sem er synd, því okkar “sterkasta” lið er líklega aðeins lélegra þessa dagana.

    Eins og veturinn hefur verið til þessa þá hefur liðið reynt að spila sóknarbolta, sem hefur vægast sagt gengið illa. Á kostnað varnar, sem hefur verið verri.

    Því skil ég ekki þá sem vildu fara með okkar “sterkasta” lið, sem held ég enginn hérna viti hvert er. Og ætlast til að vinna RM.

    Svo byrjar tímabilið hjá okkar mönnum á laugardaginn.

  31. Kristján Atli reynir enn að leiðrétta fyrir breytum í huga sínum sem orsaka hugræna misræmið sem hann upplifir þegar að “stórliðið” sem hann heldur með vinnur undir pari…

    Það skal enginn segja mér að liðið sem vann RM 1-0 úti og 4-0 (eða 4-1, man það ekki) hafi verið betra en það lið sem við höfum núna!!!

    Við verðum bara að sætta okkur við að innviði klúbbsins er rotið og aðferðafræðin á bak við uppbygginguna röng…

    Takið ráðum Smjörþefsins og fylgið í hans fótspor!!!

    TAKIÐ YKKUR FRÍ FRÁ LIVERPOOL UM SKEIÐ

    Það mun orsaka minni vanlíðan, færri lélegar réttlætingar fyrir raunverulegum skoðunum (Kristján Atli) og mun vernda geðheilsu ykkar fyrir áhrifum þess að horfa á liðið ganga aðra eins eyðimerkurgöngu og hefur verið frá því á Ataturk…

    Ég hef sleppt því að horfa á Liverpool leiki núna í um einn og hálfan mánuð og mér líður mjög vel.

    Ég fullyrði að Kristjáni Atla líður ekki vel. Þó hann klæðist einhverri uppgerðar post-hoc vitringsgrímu sem er til þess eins uppsett til að vernda innra sjálf hans…

    Taktu pásu frá Liverpool, vertu trúr þínum eigin raunverulegu skoðunum og þá líður þér betur…

    Elsku kallinn

  32. #33 kemur eitthvað það aumkunarverðasta comment sem sést hefur hérna lengi.

  33. Aumkunarvert hvernig?

    Hvernig er það aumkunarvert að útlista fyrir svekktum og leiðum einstaklingum hvernig hægt er að láta sér líða betur…

    Sjáðu bara hvernig KA er að ljúga að sjálfum sér: Hann er heilt á litið ánægður með Rodgers hvað varðar liðsvalið og leikinn – Liverpool tapaði og átti eitt skot á rammann í 90 mínútur…

    Þarna er paradox einstaklings sem er ekki samkvæmur sjálfum sér hvað varðar liðið sitt…

    Halló!

    Maggi súmmerar ágætlega þarna framarlega hversu mikil hræsni þetta er…

    Kommon! það er hægt að taka sér pásu frá Liverpool og koma ferskur til baka seinna. Það er ekki blasphemy…

  34. Sjitt ég er eiginlega jafn feginn því að hafa sleppt kopinu að mestu leiti líka.

    Menn eru eitthvað svo skinhelgir hérna að minnsta yrta mótvægi kemur svo harkalega við þá að þeir fullyrða að sá sem á þá yrðir sé jólasveinn…

    Smjörþefur kveður kopið með litlum söknuði

  35. #38 (Smjörþefur) Er undantekningin sem sannar regluna um að hlutirnir eru í góðum málum í innviði klúbbsins. Hann er undantekningin sem sýnir að þetta var klárlega rétt move hjá meistara Brendan Rodgers og hann veit klárlega hvað hann var að gera. Að ráðast á Kristján Atla var svo gjörsamlega til að dæma ummæli Smjörþefsins ómerk.

    En að könnuninni þá kaus ég Já. Það getur enginn sagt mér að Dejan Lovren sé partur af “Sterkasta liði Liverpool” frekar en Kolo Touré. Eða þá að Lucas Leiva hafi staðið sig verr en Steven Gerrard hefur gert undanfarið. Meira að segja Jordan Henderson hefur verið sorglega dapur og þykir mér leiðinlegt að segja frá því en Emre Can toppaði bestu frammistöðu Hendersons það sem af er tímabilinu.

    Verðmiði er orðinn svo alltof mikill factor í að menn telji einn leikmann betri en annan. Væri ekki réttast að dæma menn út frá frammistöðum á fótboltavellinum og þá jafnvel bara horfa til tímabilsins sem nú er spilað? Þá er þetta lið sem byrjaði leikinn í Madrid bara nokkuð nákvæm mynd af okkar “Sterkasta liði”.

    Umfjöllunin um þetta liðsval Brendan Rodgers er í besta falli hlægilegt og eftir frammistöðuna á Santiago sem var btw ekkert frábær en langtum betri en frammistaða “Sterkasta byrjunarliðsins” hefur verið undanfarið svo ég myndi ekki mótmæla því ef Brendan myndi stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði gegn Chelsea um helgina. Sterling, Gerrard, Balotelli ofl. eiga bekkjarsetuna rúmlega skilið.

  36. Smjörþefur, þú ert nú meiri ómerkingurinn. Hefur kommentað á leik liðsins ítrekað á meðan leik stendur, já oft síðustu 1,5 mánuði, en lætur svo núna út úr þér að þú sért ekki búinn að sjá leik síðan um miðjan september. Blah!

  37. Ég sagði NEI einfaldlega vegna þess að ég á afar bágt með að sætta mig við hvaða hugarfar virðist vera ríkjandi hjá Liverpool FC þessa dagana. Svo virðist sem menn séu búnir að sætta sig við það að klúbburinn sé í besta falli miðlungs. Í samanburði við Real Madrid má vel vera að það sé rétt. Engu að síður er það verulegt áhyggjuefni að stjórnendur liðsins og burðarásar fari inn í leiki þannig þenkjandi að leikurinn muni væntanlega tapast. Steven Gerrard lét hafa eftir sér í viðtalið fyrir leikinn á Anfield að allir leikmenn þyrftu að eiga stórleik ef hann ætti ekki að tapast, og það stórt. Er þetta virkilega það sem þú vilt heyra fyrirliðann þinn segja fyrir einn stærsta leik tímabilsins á heimavelli, að mótherjinn sé miklu betri og möguleikinn á sigri sé lítill eða enginn? Kannski tilraun til að taka pressu af liðinu, en fjandinn hafi það, þið spilið fyrir Liverpool FC og því á að fylgja pressa. Öllum að óvörum, not, unnu Real þægilega sigur sem hefði hæglega geta orðið stærri. Steininn tók svo úr þegar Rodgers ákvað að hvíla lykilmenn í gær, væntanlega fyrir deildarleikinn um helgina. Menn geta svo sem deilt um það hvernig þessir lykilmenn hafa staðið sig það sem af er tímabili en sú ákvörðun að hvíla Steven Gerrard, sem hefur að ég held leikið nánast hverja einustu mínútu það sem af er tímabilinu, sendir mjög sterk skilaboð til annarra leikmanna um það hversu mikla trú þjálfarinn hafði á því að liðið gæti náð einhverjum úrslitum gegn Real. Rodgers hefur margoft lýst yfir mikilvægi SG í liði sínu. Því finnst mér afar einkennilegt að droppa honum í þessum leik. Það er greinilegt að stillt var upp með það að markmiði að reyna að hanga á 0-0. Enda var ógnunin fram á við hverfandi, tölfræðin um fjölda skota í leiknum segir allt sem segja þarf, 19-3! Í hvaða öfugsnúna heimi hvílir þú lykilmenn gegn Real Madrid á útivelli? Ef það er ekki merki um uppgjöf fyrirfram veit ég ekki hvað Að því sögðu stóðu þeir sem fengu tækifærið sig yfirleitt vel. Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig liðinu verður stillt upp um helgina. Rodgers er að mínu mati í verulegri krísu núna. Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig hann ætlar að verja það að gera miklar breytingar á liði sem stóð sig að hans eigin mati prýðilega í gær. Ég hef því miður enga trú á því að Liverpool hafi mikið í Chelsea að gera um helgina, spái þægilegum sigri Chelsea, 0-2.

  38. Ein spurning : hefði Rafael Benites einhverntímann verið sáttur við að tapa leik ? Algert metnaðarleysi að tala um að við töpuðum “bara” 1-0 á móti liði sem vinnur oftast 3-4 núll.
    Maður bara spyr sig síðan hvenær margfaldir evrópumeistarar liverpool hættu að vera samkeppnishæfir í evrópu og sættu sig við tap ? Þetta hugarfar er hneisa. Og eflaust stór þáttur í því hvernig okkur gengur þessa dagana.

  39. Nei. Ef ástæðan fyrir breytingunni var vegna þess að menn hafa ekki verið að standa sig þá var þetta EKKI leikurinn til að setja menn á bekkinn. Hinir bestu 11 áttu alltaf að spila þennan leik og taka ábyrgð á rimmunni við Real Madríd alla leið. Hefði sett sama lið inná og tapaði gegn þeim á Anfield 0-3!! Hins vegar er ég ekkert á því að Brendan eigi eitthvað sérstaklega að skammast sín! Ákvörðunin er hans og hann hefur sínar ástæður.

  40. Þetta er nú meiri rugl umræðan hérna, ég sagði já og þetta var akkurat það sem ég var að biðja um, allir þessir menn sem voru teknir úr hóp eða fóru á bekkinn áttu það skilið, ef menn eru svo að segja að þetta sé varalið sem spilaði í gær ættu menn aðeins að hugsa þar sem þetta eru allt landsliðsmenn og flestir keyptir fyrir fúlgur fjár.

  41. Jahá, allir hressir bara?

    Smjörþefur hafði annars hárrétt fyrir sér: mér leið mjög illa … með að hann gæti póstað ummælum með persónuníði á Kop.is. Nú er Smjörþefur kominn á bannlistann og þá líður mér miklu betur.

  42. Það væri allt vitlaust núna ef við höfðum sótt mikið og tapað 4/5-0. Það var í rauninni enginn sérstaklega góður kostur í stöðunni

  43. Mér finnst fjölmiðlar og aðrir taka ansi kjánalegan vinkil á þetta. Liðið sem spilaði í gær getur ekki talist varalið. Liverpool fjárfesti ansi mikið fyrir þetta tímabil til þess meðal annars að auka breydd liðsins með það í huga að geta verið með sterkt lið í öllum keppnum. Þetta lið í gær var bara mjög sterkt – fyrir utan kannski sóknarmenn liðsins sem hafa ekki funkerað allt tímabilið. Ef Liverpool ætti betri sóknarmenn tiltæka þá hefði liðið sennilega náð að kreista fram eitt stig. Þetta var besta move sem Brendan gat gert.

    Var þetta varaliðið?? Ekki að mínu mati… þetta var besta liðið miðað við aðstæður og andstæðing.

    Um hvað er eiginlega verið að kjósa hérna? Enska pressan er bara með enn einn heimskulega snúninginn.

  44. Nei og aftur nei.

    Haldið þið að þeir sem spiluðu leikin við RM verði allir í liðinu um næstu helgi?
    Ef það verður þannig tek ég hatt minn ofan fyrir BR.

  45. Ég sagði já…Rodgers er stjórinn og getur gert það sem honum sýnist. Ég hefði nú sjálfur eingöngu breytt um framherja en það er eitthvað sem ég nenni ekki lengur að rífast um. Ég tippaði rétt á leikinn er komið eitthvað út úr því?

  46. Menn hafa nú ekki fagnað þessum úrslitum, Eyþór #28, en hins vegar virðist mér flestir þeir sem hér tjá sig og hafa greitt atkvæði “já” einfaldlega sætta sig við að fórna stærsta leik tímabilsins í einhverja tilraunastarfsemi hjá Rodgers.

    Ég er ennþá jafn sótillur í dag og eftir leikinn í gær. Ég stend við það sem ég sagði í gær – þetta var vanvirðing gagnvart leikmönnunum, andstæðingnum og keppninni í heild. Einfaldlega af þeirri einu ástæðu að þú stillir ekki upp varaliði gegn besta liði Evrópu – mögulega heims – nema þú sért búinn að sætta þig við tap fyrirfram.

    Hér keppast menn að réttlæta ákvörðun Rodgers, og jú, þessi áhætta dugði bara í að sleppa með 1-0 tap. Eins og það sé eitthvað betra en að tapa 2-0 eða meira. Menn benda á síðustu leiki liðsins, eins og það sé sambærilegt að tapa 1-0 gegn Newcastle og 1-0 gegn Real Madrid.

    Hins vegar gleyma menn eða horfa framhjá þeirri staðreynd, að í stærstu leikjunum þá stíga bestu leikmennirnir upp. Rjóminn flýtur alltaf ofan á.

    Gerrard átti allan daginn að spila þennan leik. Hann hefur klárlega ekki verið það lélegur á þessu tímabili, að hann átti “skilið” bekkjarsetu. Í svona leik, mögulega síðasta leik hans á Spáni í Meistaradeild, átti hann að fá að spila, og nýta alla sína reynslu af stóra sviðinu til þess að reyna að taka 3 stig þarna. Lucas, sem menn keppast við að hrósa eftir þennan leik og tók stöðu Gerrard, er bæði reynsluminni og langtum verri sóknarmaður. Eða vildu menn ekki vinna þennan leik?

    Borini er leikmaður sem ég kann vel við, hann er svona Kuyt týpa sem berst og heldur áfram á meðan þrek leyfir. Hvað átti hann að gera, litli kúturinn, gegn einum besta varnarmanni heims (Ramos) og einum þeim efnilegasta (Varane)? Báðir töluvert stærri en hann, enda kom í ljós að hann mátti sín lítils.

    Ég er ekkert sannfærður um Balotelli, hann er hreint út sagt illa nýttur einn á toppnum, en ef Rodgers hefði nú haft pung til þess að mæta Madrid óhræddur, þá á maður eins og Balotelli – eða Lambert – alltaf að takast á við turnana tvo í miðverði Madridar.

    Ég kaus nei, eðlilega. Rodgers afhjúpaði kjarleysi sitt í gær með því að stilla upp varaliði í þessum leik. Hann þorði ekki að sækja 3 stig, og vildi komast frá leiknum með sem minnsta tapi. Það tókst, og honum er hampað fyrir vikið. Ég get ekki sætt mig við slíkt frá þjálfara Liverpool, og já, ég hallast frekar að því að hann sé bara tveimur, þremur númerum of lítill í þetta starf.

    Homer

  47. Brendan ætti bara að hætta þessari hápressu, er ekki að skila neinu. t.d fara 2 og 3 í að pressa 1 mann en skilja eftir sig stórt svæði sem restinn verður að reyna loka. Sem verður til þess að menn lenda út úr stöðum og allt í steik. Eins og í leiknum í gær, hvað eftir annað seldu 2 og 3 sig auðveldlega og maður með bolta hafði allt svæðið fyrir sig. Bara einfald, maður á mann og menn hafa sín svæði. Eins í sókn eru 2-3 menn á sama metranum ???? bara til að flækjast fyrir hvor öðrum enda erum við hættir að skapa nokkur færi..

  48. Stundum þarf að gera það sem þarf að gera. Brendan stóð frammi fyrir eftirfarandi:

    1. Lykilmenn hafa leikið illa það sem af er.
    2. Nýjir leikmenn hafa ekki kikkað inn.
    3. Vinningslíkur á Bernabau litlar óháð hvaða lið hann setur inn á.
    4. Tap á Bernabau útilokar ekki að LFC komist áfram.
    5. Erfiður leikur á móti Chelsea framundan.

    Rodgers ákveður því að taka vissa áhættu og tefla fram leikmönnum sem eru ýmist vonarstjörnur eða hafa ekki spilað mikið. Áhættan er ekki mikil í ljósi frammistöðunnar undanfarið hjá lykilmönnum þar sem baráttuleysi og stemmingsleysi er helsta breytingin frá í fyrra en ávinningurinn umtalsverður ef allt fer vel.

    Til að einfalda málið eru þá tvær niðurstöður líklegastar eftir leikinn.

    #1 liðið fær útreið og tapar illa. “Told you so” og “fuckings disrespect” effektinn en ekki mikið meira og lífið heldur áfram. Í raun ekkert mikið verra en að spila þeim “sterkustu” og tapa illa.
    #2 liðið nær ásættanlegum úrslitum sem gæti virkað sem vítamínsprauta á þá sem spiluðu og einnig fengið þá sem ekki eða lítið komu við sögu til að horfa í eigin barm.

    Það er ekkert venjulegt ástand búið að vera og því þarf óvenjulegt bragð til að brjóta dæmið upp. Þetta trikk hjá Brendan gekk fyllilega upp og vonandi sést þess merki um helgina.

    Já fyrir allan peninginn hjá mér.

  49. Ég kaus n.b. já, því að þeir sem voru “hvíldir” áttu ekki skilið að byrja þ.m.t. Gerrard. Hann á ekki endalaust að fá sæti á nafninu einu saman

  50. Hárrétt ákvörðun hjá Rodgers.
    Ég vill meina að Rodgers hafi allann tíman vitað hvað hann var að gera.
    Hann smellir lykilmönnum á bekkin á útivelli á móti Real Madrid og sendir þeim sterk skilaboð um að engin hafi ákskriftarkort í byrjunarliðið, sama hver mótherjinn er.
    Menn þurfa að vinna sig inn í byrjunarliðið og halda stöðugleika.
    Með því að setja stjörnurnar á bekkinn tekur hann alla pressu á sjálfann sig sem sást greinilega á leik liðsins. Liðið virkaði lítið sem ekkert stressað og leikmenn léttleikandi og baráttuglaðir.
    Ég hef fulla trú á Rodgers sem framtíðarstjóra. Hann þarf tíma og við þurfum að vera þolinmóðir.

  51. Sjálfur kaus ég já, Real á útivelli, þú spilar þá taktík sem hendar þínu liði. Þetta var gott liverpool lið sem fór í þennan leik sem lagði upp með að halda hreinu og stela svo sigrinum á skyndisóknum, ekkert að því. Það er enginn að fara segja mér annað ef Chelskí hefði verið að spila þennan leik að þeir hefðu stillt upp sóknadjörfu liði PARK THE BUS allan daginn með obi mikel það skemma spilið hjá real. Þessi rugl umræða um svokallaða B lið er kjánaleg, erum í 7 sæti getum varla skorað mark, sturri meiddur, vörnin langt frá því að vera örugg, eigum ekkert svokallað A-lið miðað við spilamennsku og úrslit. Flottur leikur á erfiðum velli en ekki má gleyma að hann gefur jafnmörg stig og hinir leikir í riðlinum

  52. Sniðugt hjá Brendan öll athyglin farinn af leikmönnum yfir á hann . Engar fréttir af Ballotelli og “vandræðum” hans eftir leik.

  53. Ég er búinn að sveiflast öfganna á milli hvort þetta hafi verið rétt eða röng ákvörðun hjá BR en því meira sem ég hugsa um þetta því meira óttast ég að þetta eigi eftir að verða okkur dýrkeypt. Ef Liverpool tapar á móti Chelsea um næstu helgi, sem verður því miður að teljast ansi líklegt 🙁 , þá er ég hræddur um að það hitni verulega undir BR. Hann er a.m.k. að spila ansi hættulegan leik sálfræðilega með þessu og gæti hreinlega verið að missa allan trúverðugleika. Þetta gæti orðið upphafið af endinum hjá honum en svo sannarlega vona ég ekki.

  54. Ég sagði já, SSteinn sagði þetta svosem flest en alltof margir leikmenn okkar hafa spilað undir pari undanfarið og já, ekki mætt til leiks tilbúnir í baráttu.

    Mignolet, Skrtel, Manquillo, Moreno, Allen, Can og Lallana hafa allir verið að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Þeir Lucas, sem var jú einn besti varnarsinnaði miðjumaður PL fyrir fáeinum misserum, Kolo með alla sína reynslu, Markovic sem hefur hraðan til að sprengja upp leikinn og hinn sívinnandi Borini þóttu þér bara eiga inni sénsinn.

    Þetta voru nú ekki Smith, Ibe, Rossitier og Robinson sem fengu sénsinn!

    Gerrard getur ekki spilað alla leiki, Henderson, Sterling og Coutinho hafa verið lélegir og sömu sögu er að segja af Balotelli kallinum sem hefur hreinlega ekki komist í gang.

    Mér þóttu þessar breytingar nauðsynlegar og hefði viljað sjá þær strax gegn Newcastle, en fyrst að þær komu gegn Real – so be it!

  55. Ég setti Já, ekki vegna þess að eg held það hefði átt að leggja rútunni, ég held að þessi spurning er í grunvallaratriðum raun, og liðið sem spilaði í gær sé einfaldlega besta liðið núna, ég vona að hinir “góðu” leikmennirnir fari að taka sig á en það lið sem spilaði í gær var einfaldlega það besta sem við höfum að bjóða þessa dagana.

  56. Málið er að stjórinn er í bestu stöðunni til að bera kennsl á sitt “sterkasta” lið hverju sinni. Ekki einhverjir sófaspekingar eða fjölmiðlar. Hafa ber í huga að þessi ákvörðun um breytt lið kom ekki bara allt í einu óvænt úr skýjunum, heldur hafa hin hefðbundnu andlit liðsins algjörlega brugðist í síðustu leikjum. Það er því hlutverk stjórans að bregðast við þessari staðreynd. Ef þú gerir alltaf það sama og þú alltaf gerir, muntu alltaf fá það sem þú alltaf fékkst.

    Miðað við síðustu leiki þá er til dæmis miðjan með Emre Can og Lucas Leiva mun sterkari heldur en Gerrard og kúturinn eða Henderson. Verð þó að viðurkenna að ég hefði sett Henderson inn fyrir Allen. Gerrard er bara ekki að finna sig fyrir framan vörnina og Coutinho er bara vonbrigði tímabilsins hingað til.

    Það er gott mál að stjórinn hafi hugrekki til að skipta út stjörnunum ef þær eru ekki að standa undir væntingum.

  57. Davið Usher neglir þetta að vanda.

    http://www.espnfc.com/club/liverpool/364/blog/post/2129432/rodgers-spoke-nonsense-after-madrid-loss

    Hann gagnrýnir BR fremur harkalega fyrir það sem hann lét hafa eftir sér eftir leikinn, þ.e. að halda því í alvöru fram að Liverpool hafi verið óheppnir að fá ekki eitthvað úr leiknum!? Come on, við vorum drulluheppnir að tapa ekki mun stærra. Ég held svei mér þá að Liverpool hafi sjaldan tapað jafn verðskuldað og þeir gerðu fyrir Real Madrid í gærkveldi. Eða eins og Usher orðar það:

    “Madrid were well worthy of the win and Liverpool were in no way unlucky. In the context of where the Reds are right now, however, there was certainly nothing to be ashamed of, but come on, Brendan, pump the brakes on the praise, eh? At the end of the day it was still a loss and this is still Liverpool, not some League Two minnow putting up a valiant fight against a Premier League side in the FA Cup.”

    Hann er hins vegar sammála yfirgnæfandi meirihluta hér á kop.is að liðsvalið hans í leiknum var vel réttlætanlegt.

  58. Kaus nei. Madrid var à hàlfum hraða allan leikinn og við àttum aldrei breik. Mér fannst þetta ömurlegt. Ljòsu punktarnir King Kolo, Can og Lucas. Inn à með alla þrjà à móti CHelski og Borini frammi með Balotelli.

  59. Sagði já og tek undir hvert orð hjá Guderian Nr. 52

    Þetta er engu að síður one off því þarna var Liverpool að tapa þriðja leiknum í röð í CL og mér er alveg sama þó liðið eigi leiki gegn Real þá vill ég í framtíðinni fá töluvert miklu betri frammistöðu frá Liverpool, heima eða heiman.

    Skil alveg þá sem eru ekki ángæðir með þessar breytingar hjá Rodgers en miðað við það sem á undan er gengið (og framundan) er afar erfitt að réttlæta reiði nokkurs leikmanns af þeim sem settir voru á bekkinn. Ef þú vilt vera áskrifandi af liðinu er best að spila í samræmi við það. Þeir sem koma aftur inn um helgina gera það vonandi.

    Niðurstaðan er að staða Liverpool hefur ekkert breyst í þessum riðli þannig séð. Við þurfum að sigra Basel á heimavelli og Ludogorets á útivelli. Það verður alls ekki létt eins og fyrri leikirnir við þessi lið sýndu en ef Liverpool vinnur ekki Basel í hvorugum leiknum og/eða tapar stigum gegn Ludogorets hefur liðið ekkert erindi í 16-liða úrslit.

    Man City er annars í verri málum en Liverpool, verða að vinna Bayern og Roma og treysta á úrslit í öðrum leik til að komast áfram. Tæki okkar stöðu alltaf framyfir eins og staðan er núna.

    Bæði lið virka annars timbruð ennþá eftir síðasta tímabil og þurfa að hella í glasið aftur og það strax.

  60. Ég kaus Já
    Við komum aldrei til með að vita hvort leikurinn hafi farið öðruvísi með okkar “bestu” menn inná, en þessir “bestu” hafa klárlega ekki sínt okkur að þeir séu þeir “bestu”
    Gat ekki betur séð en að eitthvað af þessum varaliði svökölluðu séu alli í leikmannahóp Liverpool, þ.e. það var ekki verið að kalla stráka uppúr unglingastarfinu til að spil.

    Eins finnst mér menn vera kaldir að ætlast til að Liverpool fari að spila sóknarleik á heimavelli RM þegar við spilum sóknarleik á móti miðlungsliði á Englandi erum við að fá ófá mörkin í andlitið. Biddu fyri mér hvað hefði gerst í leiknum í gær ef svoleiðis bolti hefði verið spilaður.

    Annars bara Y.N.W.A. og bring on the næsta leik 🙂

  61. Chelsea taplaust í deildinni, lykilmenn hvíldir í leik sem litlar líkur voru á sigri. Chelsea tapar einhvern tíma. Af hverju ekki um helgina?

  62. Maður skilur og maður skilur ekki. Ég veit samt að ég hefði verið pínu svekktur ef ég hefði ferðast á leikinn og ekki fengið að sjá okkur stóru stjörnur sem komu okkur í þessa keppni á síðasta tímabili. Það er kannski sárast að horfast í augu við muninn á okkur og Real þegar okkur langar svona mikið af vera í sama flokki. Ég hins vegar veit að þegar við vinnum Chelsea um helgina þá fyrirgefa allir öllum allt og allt verður bjart að nýju. Annað eins hefur gerst. ..

  63. Homer J. Simpson #50 reifar mál sitt virkilega vel. Ég er ekki beint sammála, en þetta er skólabókardæmi um hvernig á að færa rök fyrir máli sínu á málefnalegan hátt. Hef sérstaklega fullan skilning á þessu með Gerrard.

  64. OK, best að leggja smá orð í belg hérna. Mörg afar góð komment sem hér hafa komið og menn að rökstyðja sitt val, gott og vel. Ég skil samt ekki þessa varaliðs umræðu. Það var enginn Rossitier í liðinu, enginn Smith og í rauninni ekki einn einasti leikmaður sem hefur verið að spila með varaliði Liverpool. Þetta voru allt leikmenn sem eru hluti af aðalliðs hópnum og sjást oftast annað hvort í byrjunarliði eða á bekk. Þessi histería er á þann veg að það hafi bara enginn spilað leikinn sem hafi komið nálægt aðalliðinu áður. Öfgarnar eru afar miklar, þá aðallega hjá þeim sem ekki eru stuðningsmenn LFC.

    Hvað um það. Menn spyrja um taktík. Halda menn virkilega að Brendan hefði farið í “Gonghú” sóknarbolta við það eitt að hafa Gerrard, Coutinho, Sterling og Johnson inná? Á útivelli í CL? Hefðu önnur ensk lið gert slíkt? Uhh, nei, heldur betur ekki. Til þess er taktík, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Svona hefur Chelsea náð árangri (reyndar svona taktík alveg í extreme gír með töfum á fyrstu mínútu) og hell yeah, svona tryggðum við okkur sæti í Istanbul. Þetta er taktík, stundum er hún ekkert fögur (NB aftur, þá er ég ekki að tala um Chelsea extreme) en hún skilar afar oft árangri.

    Homer talar um Borini hér að ofan og að hann hafi verið duglegur en mátt sín lítils gegn turnunum tveimur. Bara svona létt að minna hann á það að hann skoraði fullkomlega löglegt marg gegn þessum turnum, en Ramos henti sér í jörðina og dómarinn féll fyrir því. Svo nærri vorum við því að ná í stig af þessum velli. Ef dómarinn hefði ekki verið þessi gunga, þá væri aðeins annað hljóð hérna og taktíkin hefði gengið fullkomlega upp. En því miður, þá gerast hlutirnir ekki alltaf eins og við viljum í fótbolta og því fór sem fór, og maður er drullufúll með að tapa leiknum.

    En aftur að liðsvalinu og þessu meinta varaliði. Ef menn taka höfuðið aðeins úr sandinum og skoða þetta blákalt og láta ekki glepjast af því að þetta hafi verið eintómir stráklingar sem spiluðu leikinn, ásamt því að spá í því hvernig menn hafa verið að spila og hvernig taktík skuli beita. Hvernig horfir þetta við manni þá? Svona horfir þetta við mér varðandi þessar breytingar:

    1. Kolo Toure inn fyrir Dejan Lovren: Kolo hafði samtals spilað 3 leiki á tímabilinu, en Lovren 14. Auðvitað voru menn smá hræddir við viðureign hins aldna Kolo gegn fljótum Madrídarmönnum, en hann hefur svo sannarlega reynslu úr þessari deild sem vegur aðeins upp á móti. Stóra málið er samt það að Sakho var meiddur og Lovren búinn að vera hreint afleitur og var úr fókus og skelfilegur gegn Newcastle í leiknum á undan. Eins var vitað að Brendan myndi liggja með varnarlínuna aftarlega og því hraðinn minna issue.

    2. Manquillo inn fyrir Johnson: Johnson var búinn að spila 7 leiki á tímabilinu en Manquillo 11 þannig að þetta var ekki eins og um væri að ræða fyrsta sénsinn hjá þessum hægri bakverði okkar. Í ofan á lag var verið að spila gegn spænsku liði og vitað að það yrði hraður kantur settur á móti honum, sem kom svo á daginn, mikið keyrt upp vinstri væng Madrid. Það er nú ekki eins og að menn hafi verið að míga undir og taka andköf yfir Johnson blessuðum undanfarið.

    3. Lucas inn fyrir Gerrard: Þetta er kannski það sem menn horfa hvað mest í. Auðvitað er Gerrard betri fótboltamaður en Lucas, um það efast enginn. En er hann betri í að skýla vörninni í þeirri taktík sem Brendan var að fara að leggja upp? Ekki séns í mínum huga og menn óðu ekki í gegnum miðjuna núna jafn mikið og í fyrri leiknum. Gerrard er góður í mörgum hlutum, en hans sterkasta hlið er ekki hvernig hann skýlir vörninni. Ég er á því að þetta hafi verið fyrst og fremst taktísk breyting og svo smá hvíld fyrir þann gamla. Lucas var búinn að spila 6 leiki só far en Stevie 13.

    4. Can inn fyrir Henderson: Þetta er svona like for like breyting, báðir kraftmiklir miðjumenn og í rauninni er þetta eina breytingin sem ég hefði viljað sjá öðruvísi. Ég hefði allan tímann viljað sjá Can inn fyrir Allen í staðinn, en ég skil algjörlega veru Can þarna inni enda sterkur miðjumaður með fína yfirferð. Þetta var aðeins 6 leikur Can, en ég er á því að hlutverk hans í vetur eigi eftir að verða býsna stórt og að Allen blessaður verði meira varaskeifa fyrir hann.

    5. Lallana inn fyrir Coutinho: Bara algjörlega nó breiner, annar var keyptur á dýrum dómum í sumar og telst nú seint varaliðsmaður og plús það þá hefur hann verið einna líflegastur okkar manna það sem af er tímabilinu. Það verður svo sannarlega ekki það sama sagt um Coutinho blessaðan. Hef þó fulla trú á þeim strák, en hann verður að fara að rífa sig upp á rasshárunum ef hann ætlar að fá að spila eitthvað af viti. Gjörsamlega skiljanleg skipting. Lallana var búinn að spila 11 leiki en Coutinho 12.

    6. Markovic inn fyrir Sterling: Það er yfir þessu sem flestir eru að ærast og verð ég bara að spyrja þá hina sömu, hefur Sterling verið að spila á þann veg að hann sé að sýna fram á það að hann eigi bara að eiga fast og víst sæti í byrjunarliðinu? Uhh, nei. Að mínum dómi var hann versti maður vallarins gegn Newcastle, og var í baráttunni um þann titil gegn Hull, Real Madrid og QPR. Gjörsamlega afleitur í öllum þeim leikjum. Nei, nei, Markovic hefur verið langt frá því að heilla og verið skítlélegur þegar hann hefur fengið innlitið. Það eru þó meiri líkur á að hann fitti inn (á meðan hann er að aðlagast enska boltanum) í Meistaradeildinni, enda kom það á daginn, hans besti leikur só far. Ég vona svo sannarlega að þetta “action” fái Sterling aðeins til að hugsa málin betur og koma með hausinn skrúfaðan á, því hann er stórkostlegt efni og við þurfum að fá hann inn á 100% hraða og fókus. Raheem var sem sagt búinn að spila 14 leiki en Lazar 8.

    7. Borini inn fyrir Balotelli: Það þarf vart að ræða þessi skipti, ef þú ferð á svona völl og ætlar að leggja upp með skyndisóknir, þá er Balotelli ekki maðurinn, simple as that. Borini var þar fyrir utan búinn að vera impressive þegar hann fékk tækifæri, með mikla vinnslu og greinilega með hausinn skrúfaðan á. Enda sáum við það, hann skoraði gott mark gegn öflugum varnarmönnum. Borini var bara búinn að spila 5 leiki, en Balo með 12.

    Varalið minn rass. Vanvirðing minn rass. Ég skil Brendan fullkomlega og ég er 100% viss um að hann stillti ekki upp þessu liði með uppgjöf í huga. Ég var að vonast eftir því að hann hefði guts í að gera eitthvað svona fyrir leik og ég var hæstánægður að sjá það. Eins og fyrr segir, þá hefði ég viljað sjá Allen droppað og haldið Henderson/Gerrard inni í staðinn, en maður fær ekki allt sem maður vill.

  65. Amen, málið látið! Farðu að gera upphitun Steini.

    Langar að sjá spá fyrir um byrjunarliðið 🙂

  66. he he, fer í málið í kvöld. Gleymdi samt einu. Eina vanvirðingin í þessu öllu saman er sú sem þessum leikmönnum sem stóðu sig á köflum vel, er sýnd af fótboltaheiminum. Það er látið eins og þeir hafi bara stolið einhverju af saklausu barni. Svei’attann.

  67. Allir sjö punktarnir hans Steina eru fullkomlega valid.

    Hin hliðin á peningnum, sú sem ég sé er hins vegar.

    1. Hvað gerir Brendan núna? Chelsea er ekki miklu slakara lið en Real Madrid. Miðað við allar þessar “góðu” frammistöður, hvernig stillir hann upp næst? Ætlar hann að spila sama liði núna og á Bernabeu og þar með skilja áfram á bekknum eftir menn sem hafa verið lykilmenn í liðum hans síðasta vetur og þennan. Eða mun hann kippa þeim út sem léku svona vel á Bernabeu…mér finnst eiginlega sama hvort hann gerir, hann tekur áhættu og það gera menn yfirleitt þegar þeir eru í pressu. Þær áhættur geta sprungið í andlit líka…alveg eins og gengið upp.

    2. Ætlar hann að halda varnarlínunni svo djúpt? Því miður talar enginn um það sem hina augljósu breytingu milli leikja. Við vörðumst 20 metrum aftar en vanalega og með níu inni á okkar vallar helmingi. Það þýðir a) tveir djúpir miðjumenn aðstoðuðu Kolo og Skrtel og b) mun erfiðara var að komast inn fyrir bakverðina okkar. Á sama hátt voru níu leikmenn inni á okkar helmingi til að losa um pressu Real, sem tókst vel þangað til við komum á miðjuna, sá einhvers staðar að 7% leiksins fór fram á varnarhelmingi Real, um 11% leiks okkar við Hull fór fram á okkar varnarhelmingi.

    3. Ef verið var að refsa mönnum, hvað var þá Joe Allen að gera þarna inná? Eða Alberto Moreno? Tveir af slökustu mönnum okkar í Newcastle ef þið spyrjið mig, sérstaklega Allen. Ef þetta var ástæða þess að Hendo og Johnson voru geymdir úti þá staðfestir hún enn frekar stöðu Allen sem “coaches pet” bæði innan hóps og utan.

    4. Umræðan um þennan leik sem í kjölfarið fylgir. Er hún þess virði í ljósi þess hvernig staðan er á liðinu? Þarna verður hver að svara fyrir sig, en fyrir minn smekk þá er pressan á að þetta gangi upp bæði í deild og CL á næstu vikum enn meiri en hún var áður en að þessum leik kom og það held ég að sé ekki til góða. Umræðan um að Brendan ráði ekki við evrópukeppnir er hávær…og ég er ekki ósammála henni eins og mál standa núna.

    5. Meistaradeildin. Keppnin sem við erum búin að bíða eftir í fimm ár er samfelld sorgarsaga hingað til að fjórum leikjum loknum. Markmannsmistök þriðja markmanns Ludogorets er það eina sem kemur í veg fyrir það að við erum ekki dottin út. Hinir þrír leikirnir hafa ekki sýnt mér fram á að við séum á þeim stað að klúbburinn ráði við þessa keppni. Það að fara á Bernabeu og setja leikinn upp á þann hátt að 1-0 tap þar sem markmaðurinn (og þversláin) komu í veg fyrir að við töpuðum ekki með þremur til fjórum mörkum sé ásættanlegt og til marks um að Brendan Rodgers hafi gert rétt…

    …vitiði, það eiginlega segir mér enn sterkar en áður að ég sé kominn svo langt frá því að vita hvað nútímafótbolti hjá Liverpool gengur útá og það sé vert fyrir mig að fara að átta mig á því.

  68. Smá fjör í þessu, fínir punktar Maggi, en ósammála þér í ansi mörgu:

    1. Þetta er annar leikur og gegn öðru liði og á okkar heimavelli og væntanlega mun hann ekki spila eins taktík, enda Chelsea svo gjörsamlega gjörólíkt lið heldur en Real Madrid. Sumir stóðu sig vel gegn Real Madrid og gætu haldið sætum sínum, sumir gætu hentað betur í leik gegn Chelsea. Ég trúi því ekki Maggi að þú sjáir ekki að það sé hægt að breyta liðum og taktík milli leikja eftir því hver andstæðingurinn sé. Það voru klárlega leikmenn sem áttu ekki góðan dag gegn Real, er svo útilokað að þeir verði teknir út og settir á bekk og aðrir inn í staðinn?

    2. Þetta er eiginlega sama og í fyrsta lið. Við erum að tala um annan leik, ólík lið og ekkert endilega sömu taktík. Þú talar oft mikið um að stjórar kunni á þessa keppni og hina. Þeir sem kunna hvað best á þessa Meistaradeildarkeppni eru einmitt að spila liðum sínum talsvert öðruvísi á útivelli gegn stærstu liðunum og svo á heimavelli. Nú erum við aftur komin í ensku deildina, sem er allt önnur keppni og ég sé ekki að Brendan sé neitt bundinn af taktík sem hann beitti í útileik gegn Real Madrid í annarri keppni. Það getur alveg verið að hann breyti alveg um taktík og þar af leiðandi um mannskap líka.

    3. Persónulega er ég sammála þér varðandi að Hendo hefði átt að byrja á kostnað Allen, enda setti ég það inn í mína punkta. Ég hef reyndar oft verið ósammála Brendan með uppstillingu. En ég sé ekki þessa vanvirðingu eða hvað á að kalla það að hann hafi ákveðið að spila Allen í stað Hendo. Moreno var ekki góður gegn Newcastle, kannski spilaði þjóðernið þátt í að hann ákvað að láta eina vinstri bakvörðinn sinn sem er heill byrja gegn spænska liðinu Real Madrid. Ég get lítið fyrir eitthvað “pet” dæmi þegar kemur á þetta level, hann hefur óhræddur hent mönnum á bekk eða spilað mönnum.

    4. Umræðan í kringum þessa uppstillingu er bara hreint út sagt fáránleg og hefði líklegast aldrei orðið nema af því að Brendan hefur ekki áður verið með lið í þessari keppni. Það að hann ráði ekki við þessa keppni útfrá þessari umræðu er bara eitthvað sem ég er ekki sammála. Er stjórinn hjá City búinn að sýna að hann ráði ekki við þessa keppni? Liðið okkar hefur verið að ströggla í ÖLLUM keppnum, það er vandamálið.

    5. Það má líka fara í ef og hefði. Smá atvik sem hefðu getað tryggt okkur sigur gegn Basel, öruggari sigur gegn Lúdó og stig í útileiknum gegn Real Madrid. Enn og aftur, þá erum við bara búnir að vera slakir só far í öllum keppnum.

    Bara vaða í þetta Chelsea lið næst, sigur þar myndi lyfta öllum all verulega.

  69. ja sagði ég og miðavið viðtal fyrir leik þarsem að Brandan Rodger sagði að þeir sem spiluðu leikinn á móti
    Newcastle ættu ekki skilið að byrja real leikinn og því er ég hjartanlega sammála.. Newcastle leikurinn var ein versta frammistaða sem ég hef séð frá Liverpool.. alveg skelfilegt…

  70. Já Steini, eigum við þá ekki að vera sammála um að vera ósammála…held að við færumst varla nær úr þessu.

    Annars…er ekkert sammála Nicol hér að öllu leiti….

    http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/brendan-rodgers-alienated-lot-fans-4571779

    En finnst þessi könnun og þessi spurning eiga fyllilega rétt á sér og kannski kjarna það sem mér finnst…og niðurstöðurnar eins og þær eru núna allavega eru á þann veg að þarna hafi leik gegn Real Madrid verið “fórnað”.

  71. Sorglega staðreyndin með þetta Liverpool lið er að það er bara orðið frekar leiðinlegt að horfa á þá spila fótbolta og það skiptir engu máli hver andsæðingurinn er maður býst einhvernveginn alltaf við að þeir ströggli.

  72. Lang verstu leikir Sterling hafa komið þegar hann er á hægri kanti. Eins og seinustu leikir hafa gefið til kynna að þá hefur hann ekki verið sjálfum sér líkur þar sem hann er alltof aðþrengdur. Af hverju ekki að leyfa honum að spila miðsvæðis eða vinstra megin þar sem hann getur notið sín betur? Það er ekki eins og Coutinho sé að fara á kostum í holunni.

    Þessi mynd er athyglisverð:
    http://tinyurl.com/oasdaso11

  73. Sælir félagar

    Þessi hanaslagur Magga míns góða vinar við SStein er ótrúlegur. Maggi verður að sætta sig við að rök SSteins vega þyngra, eru málefnalegri og halda þar af leiðandi betur. Hinsvegar er það svo að allir hafa ril síns ágætis nokkuð og ekki er allt vitlaust sem Maggi segir heldur hitt að rök SSteins vega þyngra. Þarna setti ég mig í dómarasæti sem ég hefi engan rétt á og bæti engu við umræðuna. Því væri réttast að hend þessu út og láta mig finna smjörþefinn af hegðun minni með banni eða eitthvað

    En annars: vita menn hvað “smjörþefur” er? það er sem sagt daunn af úldnu og ónýtu smjöri sem er svo ógeðslegt að það er ekki einu sinni skepnufóður. Bar svona mönnum til fróðleiks.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  74. Nr.41 Þú ert sem sagt sammála því sem þú skilur ekki hjá Gerrard og Rodgers þegar kemur að leik gegn sterkum mótherja, þ.e. að vera búinn að tapa fyrirfram!!

  75. Þessi þráður er nú með þeim betri lengi. Hér eru riddarar lyklaborðsins að kljást og það með skynsemi og rökum sem reyndar voru orðin heldur sjaldséð upp á síðkastið. Semsagt, frábær umræða og kannski litlu við hana að bæta. En ég skal reyna smá.

    a) Liverpool tapaði leiknum. Það er fyrsta forsendan í því að meta hvort rétt hafi verið gert. Ef maður lítur blákalt á hlutina þá er hægt að segja eftir á, af því að við erum Liverpool og eigum að gera kröfu um að vinna alla leiki, þá var þetta ekki viturlegt. Real fékk fjölmörg færi og við örfá. Eins og kemur fram hér að ofan þá skoraði Borini samt löglegt mark þannig að…

    b) Liverpool hefur spilað illa í haust. Fáir leikmenn hafa náð sér á strik og allra síst þeir sem eiga að teljast til byrjunarliðs. Liðið var að spila við Real Madrid, sem lék sér að þeim á Anfield og kláraði Barcelona örugglega fyrir stuttu síðan. Reality check – það er ólíklegt fyrirfram að vinna leikinn, mögulegt að ná einhverju út úr honum, en það verður eingöngu gert með þéttum varnarleik.

    c) Taka þá við rök SSteins um útskiptingar. Lovren hefur verið slakur – amk. ekki í takt við varnarfélaga sína. Gerrard hefur líka verið slakur, uppleggið annað og full not fyrir Lucas, rétt eins og verður gegn Chelsea.

    d) Rök Magga eru góð og gild, möguleikarnir á því að þetta springi í andlitið á Rodgers eru þó nokkrar en eins og fjallað er um hér að ofan, þá fer þetta kannski allt eftir því hvernig fer um helgina. Ef við vinnum Chelsea, vá, það verður eitthvað. Ef við töpum, VÁ, það verður eitthvað.

    e) Liðsvalið á laugardaginn verður líka óhemju áhugavert. Held hann ætti að taka aðeins úr liðinu, t.d. byrja eins og hann endaði – nema hvað mér finnst að miðjan ætti að vera Lucas-Gerrard-Henderson. Þótt Borini sé enginn Suarez, þá er hann það sem kemst næst því að vera eins og hann og liðið þarf ekki að aðlaga sig eins mikið að honum eins og þeir þurfa með Balotelli. Sterling má fá sénsinn og raunar Coutinho líka, en það er alls ekki sjálfgefið. Ég gæti þó alveg trúað því að Johnson komi inn aftur, hann hefur ekki verið áberandi lélegur í síðustu leikjum. Góðu fréttirnar eru þær að Mignolet fær frið fyrir okkur núna.

    f) Brendan Rodgers er sannarlega ekki í öfundsverðu hlutverki núna. Ákvarðanirnar sem hann tekur þessa dagana geta stýrt liðinu upp eða niður og þetta gæti gert gæfumuninn í því hvort hann verði sigursæll stjóri hjá Liverpool eða að honum verði sagt upp störfum. Ég ætla samt rétt að vona að menn séu ekki að spá í það núna.

  76. Það er augljóst að Rodgers var að líta á leikinn gegn Chelsea. Persónulega finnst mér skrýtið að menn geti ekki spilað leik á þriðjudegi og svo aftur á laugardegi en hvað um það. Hér er nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvaða leikmenn stóðu til boða í hvaða stöður og af hverju þeir voru valdir eða ekki:

    Mark: Mignolet (Eini markmaðurinn okkar)

    Bakverðir: Það er ekki skrýtið að láta spænsku piltana spila á móti liði sem þeir hafa líklega mætt áður og spila bolta sem kemur þeim nákvæmlega 0% á óvart. Hér er ekkert umdeilanlegt.

    Miðverðir: Skrtel heldur sínu sæti umfram Lovren sem allir eru sammála um að þurfi að hugsa sinn gang. Eini valmöguleikinn til að leysa Lovren af er Toure. Aftur er ekkert umdeilanlegt.

    Miðja: Hér fer liðsvalið að verða skrítið.

    Lucas sem var fínn á móti Swansea en er greinilega ekki í plönum Rodgers kemur inn á í stað fyrirliðans sem hefur átt erfitt með að finna sig. Það er fullreynt að láta Lucas og Gerrard spila vel saman, þetta er því svolítið annaðhvort eða. Það er samt alltaf umdeilanleg ákvörðun að hvíla fyrirliðann í stórum leikjum.

    Henderson, okkar aðalmiðjumaður, er bekkjaður þrátt fyrir að það sé ekki mikil umræða um að hann hafi verið lélegur. Aftur umdeilanleg ákvörðun.

    Joe Allen er á sínu þriðja tímabili hjá okkur og hefur skorað 1 mark í 57 leikjum. Hann er í mínum huga ekkert annað en fínn “squad player”. Í þessum leik heldur hann samt mönnum eins og Henderson, Coutinho og Sterling á tréverkinu (hér tel ég Gerrard ekki upp vegna þess að ég er ekki svo ósáttur við þá ákvörðun að láta Lucas spila). Hér er ég hreinlega ósammála liðsvalinu.

    Can fær sénsinn og stóð sig vel. Greinilega framtíðarefni. Það er svosem ekkert út á hann að setja per se en í samhengi hlutanna þá er skrýtið að nota svona leik til að gefa mönnum mínutur.

    Sókn/kantur:
    Borini er valinn á kostnað stærstu klappstýru ribbaldans Pepe. Það þarf ekki að fjölyrða um hvers vegna Balotelli byrjar ekki. Borini heldur Sterling á bekknum. Sterling hefur kannski ekki virkað sannfærandi en ég held að allir séu sammála um að hann sé meira skapandi heldur en Borini kallinn. Hvað þá þegar þú ert einn upp á toppi. Hefði Borini átt að vera á kantinum á kostnað Markovic? Þetta er klárlega umdeilanleg ákvörðun.

    Lallana er réttilega valinn að mínu mati. Hann er eini nýji leikmaðurinn sem mér finnst hafa nýtt tækifærin sín ágætlega.

    Markovic er valinn á kostnað Coutinho þrátt fyrir að hafa ekki sýnt neitt í þeim leikjum sem hann hefur fengið að spreyta sig í.

    Þetta er það sem mér finnst bogið við heildarmyndina:

    Höfum í huga gott fólk að þessi leikur var á milli Real Madrid og Liverpool. Rodgers ákveður að gefa tveimur kjúklingum tækifæri, í stærsta leik tímabilsins, þ.e. Markovic og Can. Allen heldur ansi stórum nöfnum á bekknum og Borini er settur einn upp á topp í stað okkar mest skapandi manns Sterling.

    Mér finnst ekki í lagi að gefa heilum fimm leikmönnum sem hafa ekki einu sinni verið viðloðandi byrjunarliðið, “sénsinn” og það á Bernebeu (Toure, Can, Lucas, Markovic og Borini). Því meira sem ég hugsa út í þetta því staðfastari verð ég að við gáfum þennan leik upp á bátinn fyrir fram. Það er kalt mat. Það hæfir einfaldlega ekki LFC að haga sér svona. Hvað mynduð þið segja ef ManU myndi gera þetta gegn Barcelona?

    Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég sagði nei.

    Góðu fréttirnar eru samt þær að liðið okkar, fyrir eitthvert kraftaverk, ennþá með þetta í sínum höndum og ekki einu sinni í slæmri stöðu í deildinni.

    p.s. hafið í huga að þetta eru hugleiðingar sófasérfræðings.

  77. Skemmtileg umræða.

    En ég er annars búinn að kasta frá mér þessu tímabili. Sætti mig við evrópukeppni félagsliða eða enga evrópu á næsta tímabili, enda er þetta ofmetin keppni. Það var nú aldeilis hvað við nýttum okkur á markaðnum að fá til okkar feita bita vegna þess að við vorum í CL. Not.

    Sjáið City, sjáið Arsenal öll þessi ár, yfirleitt detta þeir út í 16 liða úrslitum ef þeir komast uppúr riðlinum. Við eigum ekkert í þetta eins og stendur og þessi riðlakeppni er nú ekkert æði.

    En ég sé þetta fyrir mér, Origi og Sturridge frammi á næsta ári, Sterling og Marcowich á könntunum sjóðandi heitir, Hendo, Lallana plús einn nýr massívur varnarmiðjumaður. Flottir bakverðir sem við erum með og svo verður Sakho kominn öflugur inn í miðvörðinn. Fáum svo inn tvo nýja unga plús einn tvo nýja.

    Engin evrópukeppni, bara æfingar hjá BR og svo leikir um helgar. Tökum þetta á næsta ár, já ég sagði það hér og nú ; )

  78. #86 “Engin evrópukeppni”

    Unacceptible, LIVERPOOL Á ALLTAF AÐ VERA Í CL.

  79. Er alveg sammala lidsuppstillingunni, Brendan aetladi ad na I eitt stig eda stela ollum stigunum I lokin, thetta voru engir kjuklingar sem spiludu thennan leik og their sem voru a bekknum voru ekki bunir ad spila vel undanfarid. Thad er spurning hvort ad Platini eda Mori sendi Brendan upplysingar um hvada lidi hann megi stilla upp gegn Chelsea.

Real Madríd – Liverpool 1-0

Næsta mál á dagskrá…Chelsea