Okkar menn tóku á móti Stoke á Anfield í dag og loksins loksins LOKSINS kom sigurleikur í deildinni. 1-0 sigur með baráttumarki fimm mínútum fyrir leikslok í leik sem var ekki góður á löngum köflum. En það skiptir engu máli hvernig sigurinn kom – við þurftum bara sigur. Liverpool hafði ekki unnið leik í deildinni í yfir 40 daga síðan að við unnum QPR í skrautlegum leik.
Brendan stillti þessu upp svona í byrjun:
Mignolet
Johnson – Touré – Skrtel – Enrique
Henderson – Lucas – Allen
Coutinho – Lambert – Sterling
Á bekknum voru svo öll stærstu kaup sumarsins (Lallana, can, Lovren, Moreno og Markovic) ásamt Steven Gerrard.
Að mörgu leyti verulega furðuleg uppstilling. Af hverju fengu til dæmis Johnson og Enrique (sem geta varla talist framtíðarkostir í bakvarðastöðuna) að byrja umfram Moreno og Manquilo. Hvað er í raun í gangi með Moreno? Eru virkilega Enrique og Johnson betri í vinstri bakvörðinn? Og af hverju fær Lallana aldrei að byrja? Hann var stærstu kaup sumarsins og ég hélt að hann væri klárlega sá leikmaður sem að Rodgers vildi mest fá af öllum. Af hverju er honum ekki treyst? Af hverju er Lambert spilað 3 leiki á 6 dögum?
Allavegana, fyrri hálfleikurinn var fullkomlega afleitur og ekkert um hann að segja. Rodgers breytti engu í hálfleik og eina skiptingin sem hann gerði var að setja Gerrard inn fyrir Lucas (sem hafði þó verið skástur á miðjunni). Verandi 0-0 gegn Stoke á heimavelli með 10 mínútur eftir og prófa alls ekki sóknarmennina sem við eyddum tugum milljóna punda í í sumar virkar mjög furðulegt á mig.
En í seinni hálfleik voru þó okkar menn mun skárri en í fyrri hálfleik, en voru þó tvisvar heppnir að Stoke kæmust ekki yfir. Bojan átti skot í stöngina og Sterling bjargaði á línu. En á 85.mínútu kom sending fyrir mark Stoke þar sem að Ricky Lambert skallaði í slána og þaðan barst boltinn á Glen Johnson sem kom á fullri ferð og skallaði boltann úr lágri stöðu beint fyrir framan takkana á varnarmanni Stoke og hnénu á Begovic í markinu. Mjög hugrakkt hjá Johnson og ótrúlega mikilvægt og ánægjulegt mark. Okkar menn náðu svo ótrúlegt en satt að halda forystunni út 97 mínútur og bjargaði Mignolet meðal annars frábærlega.
Maður leiksins: Mignolet bjargaði tvisvar vel en í vörninni fannst mér Kolo Toure algjörlega standa uppúr. Johnson var afleitur í fyrri en skánaði í seinni og skoraði markið á meðan að Enrique gerði ekkert sem útskýrði af hverju hann var valinn fram fyrir Moreno. Á miðjunni var Lucas fínn. Frammi átti Lambert einstaka spretti og átti skallann sem leiddi til marksins og Sterling var einna sprækastur en Coutinho gríðarlega misjafn. Ætli ég velji ekki bara Johnson fyrir þetta mark, sem að gæti mögulega hafað bjargað einhverju af þessu tímabili.
Bottom line var að þetta var sigur. Var þetta frábær sigur? Nei og leikskýrslan hefði verið svört ef að við hefðum ekki náð þessu marki. En við náðum þessu marki og við náðum þremur stigum í fyrsta skipti í yfir 40 daga. Það er allt sem skiptir máli.
Við vorum aldrei að fara að snúa við þessari hörmung á þessu tímabili með því að spila einsog á síðasta tímabili og taka allt í einu eitthvað lið 5-0. Nei, til að snúa þessu við þá þurftum við að stoppa taphrinuna (sem við gerðum í Búlgaríu) og svo að ná að vinna leik, sama hvernig – sem við gerðum í dag. Þessi leikur þýðir alls ekki að allt sé í góðu því vandamálin voru öllum enn augljós. En þetta var fyrsti sigurinn í langan tíma og það er vonandi að okkar menn geti notað það sem stökkpall fyrir frekari afrek í desember mánuði, sem verður hrikalega erfiður. Ég ætla allavegana að njóta þess að okkar menn unnu og láta gengi annarra liða fara nákvæmlega ekkert í taugarnar á mér.
Okkar menn mæta næst botnliði Leicester á útivelli á þriðjudagskvöld áður en að Sunderland og Basel mæta á Anfield. Ég veit að ég hef skrifað svona hluti áður en það ætti vel að vera hægt að vinna þessa tvo leiki gegn Leicester og Sunderland svo að menn komi allavegana hálf-fullir af sjálfstrausti á Evrópukvöld á Anfield gegn Basel, þar sem stemningin verður rosaleg! Ef við náum svo að vinna þann leik þá gæti það verið vendipunkturinn á þessu tímabili. Þetta gæti allt gerst, en ég ætla þó ekki að byrja að fagna enn því þetta tímabil hefur verið verra en nokkurn óraði fyrir. Vonandi var þessi sigur í dag þó upphafið að einhverju ögn ánægjulegra fyrir okkur Liverpool stuðningsmenn.
Njótið laugardagksvöldsins. YNWA!
YESSSSSSSSSSS!
Seinni hálfleikurinn sennilega það besta sem ég hef séð frá Liverpool á þessu tímabili. Algerlega frábært að vinna þennan leik.
Kolo Toure maður leiksins að mínu mati!
Ég vill fleiri skýrslur frá Einari Erni. Lucas maður leiksins.
Þetta er þá hægt, mark og hreint mark 😀
Djöfull var geggjað að sjá baráttuna í seinni hálfleik!! Mignolet svo með rosalega markvörslu í lokin… Vá hvað þetta var mikilvægt.
Héldum hreinu, þá þurfum við bara að skora eitt mark til að vinna. Back to basic. SIGUR og BARÁTTA, 3 stig. Bið ekki um meira 🙂
Hættið svo að drulla yfir Johnson.
Aldrei hætta…
gaman að sja að liðið gat tekið stoke 1-0 á heimavelli
Já rh það er bara mjög gaman!
Mignolet, Johnson, Kolo Toure, Lucas, Allen, Lambert og fleiri spiluðu frábærlega í dag og þið sem drulluðu yfir þessa menn fyrir leikinn þá er óhreinn sokkur í kvöldmatinn hjá ykkur, Verði ykkur að góðu!
Tæpara gat þetta ekki verið en sigur er sigur og þessi er heldur betur langþráður sá fyrsti og eini í nóvember mánuði.
Sóknarleikurinn er rosalega stirður, hægur og fyrirsjáanlegur og þessi leikur gaf svo sem enginn svaka fyrirheit um betri tíð framundan en það er klárlega hægt að byggja á þessum sigri.
Kolo Toure, Ricky Lambert og Glen Johnson menn leiksins. Allt menn sem hafa legið undir mikilli gagnrýni hér og annars staðar, sérstaklega tveir síðastnefndu.
Algengasta setning dagsins hjá lýsendunum: “And again, excellent defending from Toure.”
Sæl og blessuð.
Sá bara seinni hálfleik og var djúpt impónéraður. Frábær frammistaða og þrátt fyrir sóknarmannaþurrð tókst að pot’onum. Stók var reyndar svolítið djók með mýmörg mistök en þeir nýttu sér tækifærin!
Ahhh… þetta var eins og langþráð hægðatregða hefði losnað.
Gleðst maður í hægðum sínum.
“Back to basic.
Rodgers vex í áliti hjá mér með þessari liðsuppstillingu. Ánægður með varnarlínuna. Höldum hreinu og skorum eitt. Lambert setur hann 3ja leikinn í röð.
Áfram Liverpool!”
Sagði það – back to basic er málið 😉
Virkilega góður sigur.
Áfram svo Liverpool!
Segi nú bara eins og fleiri YESS þarf ekkert meiri leikskýrslu en það
Sá bara seinnihálfleik og var bara sáttur við spilamennskuna, áttum nokkur góð færi eftir gott samspil, og vörnin virkaði traustari en oft áður, kannski það sé vegna þess að hún fékk gott cover frá næsta manni fyrir framan sig.
Mínir menn leiksins eru Lucas og Toure, voru frábærir í sínum aðgerðum.
Eftir að Toure kom í vörnina, þá hefur skipulagið orðið mun betra. Skil eiginlega ekki gagnrýnina sem hann fékk hér eftir seinasta leik. Fyrir mitt leyti voru Allen, Toure og Lucas bestir. Johnson og Lambert koma svo á eftir fyrir að hafa búið til þetta mark.
Þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt.
Ég ætla kaupa mér G.Johnson plakat…gaurinn bjargaði því að ég lifði á vatni um helgina.
Það sem tímarnir breytast 🙂 Álögin loksins endanlega farin af EÖE?
Loksins og menn verða að fara að æfa sig í að skjóta EKKI á markmanninn, klaps hjá Liv og Lambart alltof seinn og hægur enda fengin sem vara vara varamaður.
Síðast þegar Liverpool “grind-aði” 1-0 sigur gegn Stoke þá var það upphafið að einhverju stórkostlegu… Ég krosslegg fingur og vona að sagan endurtaki sig, mikil batamerki í seinni hálfleik.
Á þessari stundu eigum við að fagna öllum sigrum sem koma og ekki gera lítið úr þessum baráttusigri gegn ágætu Stoke liði. Mér fannst mun betra tempó í leik liðsins og þá sérstaklega voru miðjumenn liðsins hreyfanlegri en oft áður. Johnson var samt að öðrum ólöstuðum maður leiksins, skoraði gott mark en stóð sig líka vel heilt yfir.
Meira svona takk!
Þessi leikur fer à topp þrjà à þessu timabili og það àn Gerrard þetta er hægt an hans eins og oft hefur komið í ljós ,en í guðs bænum Rodgers spilaðu Lucas framvegis hann er ómissandi sem varnartengiliður .En spàið í það aðeins einn af nýju mönnunum spilaði leikin,hvað segir það okkur glataður sumargluggi eða hvað?
Einn mikilvægasti sigur BR a ferlinum hans, hingad til!
Kolo var med thetta og eg vil hrosa Glen i dag, ekki verid hrifinn af thvi sem hann hefur gert eda øllu heldur, ekki gert. Thetta var faranlega sætur sigur og god tilfinning ad komast a sigurbraut a nyjan leik, megi hun haldast sem lengst!
Gaman að vinna loksins fótboltaleik, því ber að fagna.
Johnson fær risastórt strik fyrir að henda sér á boltann og fórna sér.
Liðið var að spila vel í seinni hálfleik, markið lá lengi í loftinu en það vantaði leikmenn á fjærstöng ítrekað.
Ef við hefðum tapað eða gert jafntefli þá hefði það verið byrjunarliði Rodgers að kenna, en af því að við unnum leikinn þá er það byrjunarliði Rodgers að þakka.
Á erfiðum tímum stíga fram sterkir karakterar. Nú er Einar Örn t.d. að sýna okkur úr hverju hann er virkilega gerður!
Ég er bara búinn að sjá highlights, en úff! Eins gott að Glen Johnson hafi fórnað sér í þetta! Ekki hægt annað en að hrósa karlinum fyrir þetta hlaup og hörku svona seint í leiknum.
Rosalega mikilvægur sigur í dag og frábært að halda hreinu.
Það sást í þessum leik og sennilega öllum þeim leikjum sem við höfum spilað í vetur að það vantar klárlega betri leikmenn í þennan hóp.
Eftir gott tímabil í fyrra þá áttu flestir von á að liðið mundir gera atlögu að titlinum á þessu tímabila, leikmannakaup uppá rúmar 100 m punda eru ekki að.skila liðunum miklu á þessu tímabili.
því miður er þessi hópur ekki að fara gera atlögu fyrstu fjórum sætunum í vetur en klúbburinn verður að reyna að vanda sig miklu betur í leikmannakaupum því þar hefur klúbburinn gjörsamlega klikkað síðustu tímabil.
Brendan losaði aðeins um snöruna í dag en hann hlýtur að bera ábyrgð á þessum kaupum og hann verður dæmdur eftir tímabilið ef hann verður svo heppinn að ná svo lagt með þennan hóp.
Góður sigur og lucas var mjög góður . það er samt ótrúlega pirrandi hvað liðið á erfitt með að skora áttum mikið af færum og gátum ekki skorað fyrr en alveg í lokin. Ef við gætum skorað meira en eitt mark í leik í deildinni þá hefðum við auðveldlega unnið þá 3-0
Loksins loksins fáum við DM sem hjálpar vörninni Gerrard hefur alls ekki verið að gera þetta nógu vel, en Lucas var virkilega að passa að varnarmennirnir geti haldið stöðu, Nú er spurningin hvort Brendan hafi punginn að til að halda Lucas áfram sem DM og líklegast Gerrard utan byrjunarliðsins og að sjálfsögðu ætti Kolo að vera fyrsti maður á blað hjá honum.
Bara 29 komment tveimur tímum eftir leik. Mætti halda að við höfum unnið : o )
Haha góður punktur Eyþór.
Þarna sannast máltakið ,,Glymur hæst í tómri tunnu”
En hrillilega flottur sigur í dag, komst bara næstum því í jólaskap.
Ja það væru kominn lámark 100 athugasemdir ef við hefðum ekki unnið, spyr mig að því hvort þeir neikvæðustu hafi orðið fyrir smá vonbrigðum að við höfum unnið því þá hafa þeir lítð til að kvarta yfir.
Úff maður. Ég var orðinn reglulega stressaður og eiginlega skíthræddur. Stoke voru alveg líklegir á tímabili með sín stangarskot. En það er langt síðan ég hef fagnað svona innilega. Maður er bara hás.
Þeir sem segja manni að slaka á því að fagna sigri gegn “bara Stoke” geta bara fengið sér einn sjóðheitan bolla af hold kjeft. Þetta var mikilvægur sigur god damn it!
Er allt bara komið í himnalag útaf því að við unnum Stoke 1-0 ? Það er margt í ólagi í liðinu og ég held að það séu álög á Joe Allen, hann einfaldlega getur ekki skorað. Margir leikmenn sem gera ennþá mistök þótt þau hafi verið í lágmarki í dag. Núna er að vinna botnliðið næstu helgi og hætta þessari meðalmennsku. ÁFRAM LIVERPOOL
Horfði á allan leikinn í dag , var við það að gefast upp í hálfleik ,svo leiðinlegur var fyrri hálfleikur . EN sem betur fer hafði maður smá trú á sínu lið og seinni var miklu betri og skemmtilegri. fengum slatta af færum í og hefðum átt að setja 2-3 en náðum 1 inn og það dugði í dag. Samt ótrúlegt að sjá síðustu minuturnar Liverpool lá tilbaka og hékk á þessu 1 marki.Greinilega ekkert sjálftraust í liðinu þessa dagana.
Góð 3 stig og flott barátta í dag. GJ maður leiksins fyrir að fórna sér í þennan skalla.
Já ekki var þetta spennandi liðsuppstilling en hún skilaði stigunum eins og ég spáði. Erfitt að sjá hvar þetta lið stendur og hverjir eiga skilið byrjunarliðssæti. Nokkur atriði…
1. Gerrard var bekkjaður en hann var inná þegar markið kom. Leiva ekki.
2. Vörnin sem byrjaði, ja, einu Rodgers kaupin þar voru Touré og hann kom á frjálsri sölu.
3. Markaskorarinn í dag var rándýr Hicks and Gillett kaup.
4. Við töpuðum ekki niður forustunni í lokin.
5. Eins og Einar bendir á í upphitun, af 100 m punda eyðslu í sumar byrjar aðeins Lambert.
Furðulegt allt saman. Áfram Liverpool, við fengum jafn mörg stig og Manu og Arsenal í þessari umferð.
Virkilega dýrmætur sigur í dag.
Það sást svart á hvítu hvað Gerrard er ekki að höndla þessa stöðu sem DM, loksins fékk vörnin þá hjálp sem DM á að veita. Lucas var ótrúlega góður í dag, eins fannst mér gaman að sjá fyrirliða í leik okkar sem lætur heyra í sér(Henderson), bæði hvetur og skammar menn og drífur menn áfram með krafti, nú er bara að vona að Lucas verði á sama stað í næsta leik,oft mannst mér ég vera að sjá gamla Gerrard þegar Henderson lét til sín taka,,,það var mjög margt ekki að virka í sóknarleik okkar í dag ( nenni ekki að væla um það núna). Auðvita átti að setja Gerrard inn í dag þar sem þetta var tímamóta leikur hjá honum, en eftir að Lucas fór af velli þá skapaðist 2 ef ekki 3 gott plass hjá Stoke fyrir framan vítateiginn en það slapp fyrir horn hjá okkur. YNWA.
Ég skrifaði í hálfleik að mér fannst loksins kominn barátta og vilji í liði þótt að við vorum alveg steindóðir fyrstu 45 mín sóknarlega þá voru menn að selja sig dýrt.
Það sem gerðist í síðarihálfleik var eiginlega að við unnum Stoke á baráttuni og dugnaði og er það oftast ekki þannig sem lið vinna Stoke. Leikmenn gáfu allt í verkefnið og sá maður svo í lokinn hversu mikilvægur sigur þetta var fyrir leikmenn.
Mignolet 6 – Átti sinn týpíska leik. Varði einu sinni geðveikt en svo var hann klaufalegur sem hefði getað kostað okkur
Glen 7 – Flott mark hjá kappanum en var að fara að demba á hann 5 fyrir að kæruleysið í fyrri hálfleik og litla sóknartilburði í leik sem reyndi ekki mikið á hann varnarlega en þetta mark er það mikilvægt og hann fórnaði sér svo fyrir liðið að hann fær 7
Skrtel 9 Ég get eiginlega ekki beðið miðvörð um að gera meira. Vann öll návígi og breyttist í skrímslið sem við sáum oft á síðustu leiktíð
Toure 9 Ég skal viðurkenna það að ég hafði ekki mikla trú á Toure en hann var frábær í þessum leik.
Enrique 7 – flottur leikur hjá kappanum og vona ég að hann haldi sætinu) en er Moreno meiddur?
Lucas 8 – flottur leikur hjá Lucas sem seldi sig dýrt en var orðinn mjög þreyttur og átti í vandræðum með að koma sér tilbaka áður en Gerrard kom
Allen 8 – maðurinn sem menn elska að hata(eiginlega nýju Lucas í hatri) var mjög solid. Vann boltan trekk í trekk og skilaði honum vel frá sér.
Coutinho 7 – Átti góða spretti en var í vandærðum með senindar til að byrja með og týndist svo á köflum en hann var samt sá leikmaður sem maður finnst vera hættulegastur að skapa einhver færi
Henderson 6- hljóp mikið og vann vel eins og alltaf en þessi hægri kannt staða er ekki að henta honum en hann skilaði sínu vel.
Sterling – 8 Ógnandi og flottur leikur en eins og með Henderson þá finnst manni koma meira út úr honum á miðsvæðinu(s.s Sterling fyrir aftan framherja eða fremsturí tígul)
Lambert 8 – Hljóp úr sér lungun þótt hægur sé og átti flottan leik. Hélt boltanum vel , vann skalla bolta og kom mönum í færi . Átti góðan skalla sem endaði svo í markinu þegar Glen fylgdi eftir
Gerrard 6 – kom með fína innákomu en það háði honum auðvita að liðið var mikið í vörn eftir að hann kom inná og nýttist hann ekki vel því að við vitum að hann vill vera með boltan.
Lovren – spilaði of stutt en var sáttur við Rodgers að henda honum inná.
Ég var stoltur af liðinu eftir þennan leik og getur maður ekki sagt þetta eftir marga leiki í vetur. Þegar menn sýna það loksins að þeim er ekki sama, eru með baráttu, smá kjaft og áræðni þá er erfitt að skamma menn. Auðvita vill maður sjá meira flæði og fullt af mörkum en ég tek 1-0 sigur gegn hvaða liði sem er.
Nú er að koma mikilvægur mánuður og sker hann líklega út um hvort að við ætlum að berjast um þetta 4.sæti allt til enda eða ætlum að taka bara bikartímabil með miðjumoði. Vona að Liverpool eigi flottan Des en leikjaálagið verður rosalegt og get ég aðvara marga að leikmenn sem hafa lítið verið að spila fái einn og einn leik, bara ekki láta ykkur bregða.
Kveðja
Ian Rush
Jæja, mér tókst að snúa þessu slæma gengi Liverpool með því að taka leikskýrsluna í dag og hún er komin inn.
Örn #34, hver sagði að allt væri í lagi hjá liðinu? Ég hefði nú haldið að menn mættu vera sáttir með sigur, m.v. hvernig síðustu 6 vikur eða svo hafa spilast hjá félaginu.
Ég hef sagt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að það sem hefur pirrað mig mest þetta tímabilið er að það hefur nánast aldrei verið nein framför á milli leikja. Ekkert svar við slæmu tapi.
Í dag sá maður loksins framför hjá liðinu, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Við héldum hreinu. Við sköpuðum svipað mörg færi á síðustu 45 mínútunum og við erum búnir að skapa í síðustu 5-6 leikjum og við unnum okkar fyrsta leik í deildinni síðan 19. október. Það er 29. nóvember í dag. Ef það má ekki a.m.k. gleðast yfir stigunum þremur þá er fokið í flest skjól.
Vonandi gerir þessi sigur kraftaverk fyrir liðið.
Halló MOTD – ég nenni að horfa á þig aftur!
Það sem Kolo Toure hefur framyfir aðra varnarmenn og í raun flesta aðra leikmenn í liðinu eru leiðtogahæfileikar. Hann er í raun eini miðvörðurinn sem getur stýrt þessari blessuðu vörn okkar.
BR átti fyrir löngu að vera búinn að grípa inn í vandræðaganginn í vörninni með að taka Lovren út úr liðinu og spila King Kolo. Þrátt fyrir að KT sé ekki lengur heimsklassa varnarmaður þá er mikill kostur að geta gripið til þeirrar reynslu og þess karakter sem bílasalinn hefur uppá að bjóða.
Markmannsstaðan hefur mikið verið rædd og finnst mér einna mestu máli skipta að við fáum mann í búrið sem hefur sjálfstraust og hæfileika til að stýra varnarmönnunum fyrir framan sig.
Verð að vera ósammála Ian Rush að Joe allen sé hin nýji Lucas leiva þegar kemur að hatri það eru vissulega sumum illa við Allen en hin nýji lucas er klárlega Dejan Lovren sem mörgum finnst vera ábyrgur fyrir öllu því slæma sem er að gerast í heiminum.
Einar: lovren kom inna lika fyrir kútinho….
en sa bætingu….. to við hefdum ekki skorad. Sa aðeins meiri barattu en sidustu leikjum… toure og fleiri mun skarri en adrir
Að mínu mati er alveg ljóst að Lucas á skilið að vera áfram í byrjunarliðinu á kostnað Gerrard í næsta leik. Hann var algerlega frábær í þessum leik og seldi sig dýrt. Eðlilega var hann gersamlega búinn á því þegar hann var hann tekinn út af. Ég vil hins vegar ALLS EKKI sjá bæði Gerrard og Lucas í byrjunarliðinu. Það er að mínu mati fullreynt.
Bílasalinn geðþekki var líka frábær. Ég hef bara aldrei séð hann jafngóðan í Liverpool-treyjunni og í dag. Lovren á að verma bekkinn áfram.
Það var virkilega gaman að horfa á liðið i seinni hálfleik. Vinnslan og krafturinn algerlega til fyrirmyndar. Vissulega vantaði töluvert upp á gæðin á síðasta fjórðungnum á vellinum en þetta er vonandi á réttri leið og mun betra en verið hefur í langan tíma. Klárlega næstbesti leikur okkar á tímabilinu, þ.e. á eftir Tottenham-leiknum.
Ég er ekki sammála þessari leikskýrslu. Liverpool liðið var ekki að spila vel sóknarlega í fyrri hálfleik en það sem kom á móti er að liðið var að fá á sig lítið að færum. Varnarlega voru þeir mjög fínir og það eru svo sannarlega jákvæðar fréttir. Þeir voru ekki að gera í brækur og þessi fáu mistök skópu þessi þrjú stig.
Enriqe átti fínan leik að því leitinu til að hann ekki nein alvarleg varnar mistök og því var fyllilega réttrætanlegt að spilaði þennan leik og jafnvel þann næsta líka. Sérstaklega þar sem fækkun á varnarmistökum hlýtur að vera aðalatriðið hjá liði sem er að fá jafn mikið af mörkum á sig og Liverpool er búið að fá á sig á þessu tímabili.
Afhverju er Lambert að spila þriðja leikinn í röð ?uu Döööö. Kannski vegna þess að hann er búinn að skora í tveimur leikjum í röð og Liverpool er búið að vera afleitt sóknarlega þangað til að Lambert fór í gang. Sem betur fer spilaði hann í þessum leik líka því hann átti skallann sem endaði slánni og varð svo að endingu að skallamarki Johnson.
Ég er ekki að segja að leikur liðsins hafi verið eitthvað til að hrópa húrrra yfir – en það hlýtur samt að teljast jákvætt að varnarmistökum fari fækkandi. Ég sé stórar framfarir á liðinu í síðustu tveimur leikjum en eins og Neville sagði réttilega – þá er það bara ekki þannig að við förum í að spila topp leik eftir að hafa átt hryllilegan leik fyrir ekki nema en fyrir viku síðan.
Mín niðurstaða er sú – að Kolo Toure – Lambert – og Lukas Leiva eiga allir tilkall í byrjunarliðið í næsta leik. Einu rökin gegn því að það þyrfti að dreifa álaginu.
Fyndið að tala um að vörninni hafi vantað leiðtoga, sem hafi lagast þegar að KT kom aftur inn í stað Lovren, Lovren stýrði vörninni hjá Southampton í allt seinasta tímabil og var eitraður þar. Hann virðist samt ekki hafa sjálfstraust hjá Liverpool.
Lambert var flottur í þessum leik, frábær í að taka við boltanum, halda honum og bíða eftir að einhver af miðjunni komi og taki hlaup.
En það er vissulega óskiljanlegt að Manquillo(sem var flottur vs Ludo) spili ekki, og Moreno sé líka out.. og hvað þá Lallana.
Jæja, það slapp til að Nóvember yrði án sigurs hjá liðinu.
Þetta var ljótur sigur en síðast þegar ég gáði gefa þeir alveg jafn mörg stig og þessir flottu.
Rodgers sýndi loksins það sem allir hafa verið að bíða eftir, setti Gerrard út úr liðinu. Akurat það sem liðið þurfti, og að öllum líkindum þurfti kallinn hvíld. Held líka að það hafi verið gríðarlega mikilvægt að fá Toure þarna inn. Það er greinilegt að Skrtel heldur áfram að vera gjörsamlega mállaus, enda ekki hver sem er sem getur spilað við hliðana á honum sbr. Agger, Lovren, Sakho o.s.frv.
Henderson leiddi liðið út á völl, stækkaði um helming og var vægst sagt sprækur. Hljóp eins og hundrað manns og barðist í öllum boltum. Svo var frábært að sjá Lucas jafnvel þó það hafi sést að hann á svolítið í land að ná alvöru leikæfingu. Fyrir mér var að augljóst að munurinn á Lucas og Gerrard í þessari stöðu er gríðarlegur, leikskilningurinn er algjör hjá Lucas(i) og hann náði ofar en ekki að brjóta á bak sóknir Stoke á þeirra eigin vallarhelmingi á meðan að Gerrard fellur oft á tíðum annað hvort allt of aftarlega, eða er hreinlega spilaður auðveldlega út leik.
Joe Allen var ágætur að mínu mati, ekki mikið meira. Það hefði þó auðveldlega verið hægt að segja að hann hafi verið mjög góður, hefði hann nýtt þetta algjöra dauðafæri sem hann fékk. Það er þó auðvitað það sem skilur hann að sem leikmenn sem á ágæta leiki hér og þar, frá því að vera afgerandi miðjumaður. Ég hef í langan tíma kallað eftir fleiri mörkum frá miðjumönnum okkar, Henderson hefur sett alltof fá mv. færi og Gerrard aðeins skorað úr vítum.
Fannst skemmtileg tilbreyting að sjá örlitla baráttu í mönnum í dag, menn voru þó allavega að reyna þó að það tækist ekki alltaf.
Sterling maður leiksins hjá mér, hann verður ótrúlega góður þessi drengur ef hann heldur áfram á sömu braut.
Rétt, ég gleymdi þeirri skiptingu ég var meira að gagnrýna skort á skiptingum fyrir mark. Var mjög sáttur við Lovren skiptinguna.
Það að helsta afrek Liverpool sé að Stoke sé ekki að skapa sér færi á Anfield er einfaldlega ekki nóg til þess að ég dæmi leik liðsins sem góðan.
Enrique gafa boltann á Stoke menn trekk í trekk og það að hann hafi ekki gert alvarleg varnarmistök höfðu meira með leikmenn Stoke að gera en það að Enrique hafi verið góður varnarlega.
Toure var mjög flottur það er samt alveg klárt að ástæða þess vörnin spilaði betur í dag var að lucas var að spila fyrir framan vörninna og henderson út á kantinum sem skilar miklu varnarhlutverki
46 ólinn
Hefur þú orðið var við mikla leiðtogahæfileika hins eitraða Dejan Lovren?
(sem skoraði 2 mörk í 31 deildarleik fyrir Southampton og hefur alls skorað 12 mörk í 266 leikjum á ferlinum).
Hefur þú séð marga Southampton leiki síðan þeir komu aftur í útvalsdeildina?
Þekkir þú til José Fonte sem hefur verið leiðtoginn í vörn dýrlingana síðan 2010?
Hefur miðja Southampton varnarinnar veikst við að missa Lovren og fá Alderweireld í staðin?
Skil ekki menn sem fannst enrique eiga góðan leik… maðurinn var einfaldlega í ruglinu…Trúi ekki oðru en moreno komi inní liðið í næsta leik og ég gjörsamlega botna ekki í því að Lallana fái ekki tækifæri!!!
En gríðarlega mikilvægur baráttusigur í dag .. ég vona að Lucas verði áfram í liðinu í næsta leik og Gerrard komi inn í stað Allen.
Vill trúa því að liðið sé að ná að rífa sig upp Loksins……
Afglapi hvað hefur markaskorun að gera með leiðtogahæfileika?
Haust 2013: Liverpool vinnur Stoke 1-0 á Anfield, Mignolet með match-winning markvörslu í lokin.
Haust 2014: Liverpool vinnur Stoke 1-0 á Anfield, Mignolet með match-winning markvörslu í lokin.
2. sætið í vor er skrifað í skýin.
Var á leiknum í dag, viðurkenni að ég er ekki búinn að lesa komentinn hér að ofan, en maður leiksins er klárlega Henderson. Vinnslan hjá honum var ótrúleg allan tímann.
Eyþór fannst fyndið að sjá að þið væru gagnrýna lítinn fjölda pósta hérna eftir sigurleik. Held það tengist frekar áhuga- og tímaleysi fólks á Liverpool í augnablikinu þegar þessi tími gengur í garð hefur fólk oft minni tíma til að sinna sínum áhugamálum. Fólk er í prófum og sumir byrjaðir að undirbúa jólin og menn jafnvel í jólaboðum. Tökum sem dæmi leikskýrslu eftir leik fyrir ári síðan, sem Liverpool tapaði gegn Hull þá voru ekki nema 68 svör við póstinum. Svo ég held að þetta tengist tímasetningu á leiknum miklu frekar heldur en því að fólk nenni ekki að skrifa um leikinn.
Annars finnst mér ekkert merkilegt við það að LFC vinni Stoke á heimavelli. Þetta á að vera sjálfsagður hlutur. Liverpool heldur líka alltaf hreinu gegn Stoke á Anfield svo það er kannski ekkert afrek. Næsti leikur segir meira til um hvort liðið sé komið í gang eða ekki. Ég ætla ekki að gera mér of mikla vonir, en vonandi tekst liðinu að sigra þar.
Ó hverzu yndislegt það er að geta glaðst eftir Liverpool leik aftur????
Sama hvernig það gerist, þá eru þessi þrjú stig svo velkominn í sarpinn sem og sjálfstraustið sem þeim ætti að fylgja.
Önnur þrjú á þriðjudaginn já takk.
En Örn helduru ekki að ef liverpool hefði ekki unnið þá hefðu menn tekið sér frí frá próflestri og jólaundirbúningi til að hrauna vel yfir Brendan Rodgers
Maður leiksins Lambert, á þessum aldri að spila þetta vel.
Þegar að menn tala um að einhver hafi verið frábær, þá var hinn sami að horfa á leik frá 2013 eða þannig. Það hefur enginn verið frábær á þessari leiktíð nema kannski Sturridge í fyrstu leikjunum eða leiknum. ????
Sama hvað hver segir að þá er Einar Örn maður leiksins!
#57 Momo. Algjörlega sammàla þèr. Ef Liverpool hefðu tapað væru hèr minnst 250 komment og þar af utd tröll með 50 þeirra. Að þvaðra um að menn hafi ekki tíma til að finna neitt jàkvætt við Liverpool loksins þegar við vinnum vegna prófatarna er einhver skrýtnasta útskýring sem èg hef sèð. Sjàlfur horfði èg frekar à glæstar vonir en læra undir próf þegar èg var í nàmi.
Frábært að ná að kreista fram einn sigur. Skil vel að sumum hér sé virkilega létt og að það komi mögulega jól á þeirra heimili……… eins og er. Sjálfur er ég ekkert að missa mig úr hamingju yfir þessum sigri. Er létt vissulega en þetta er bara einn leikur. Held að við sjáum ekki neina raunverulega framför nema næstu leikir skili stigum einnig. Ef að liðið tekur næstu 3 leiki og klárar þá með 3 stig í pokahorninu eftir hvern leik mun ég kaupa það að framför sé í aðsigi. Sjáum hvað setur og styðjum okkar menn sama hvað á dynur.
Sælir félagar
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Auðvitað er ég ánægður með sigurinn og ánægður með að Glen Johnson skyldi allt í einu sýna hjarta og leggja sig fram fyrir liðið. En samt.
Ég hefi áhyggjur af Brendan Rodgers og hvernig hann aktar á hliðarlínunni. Ég tel að Liverpool hefði átt að vinna þennan leik með tveggja til þriggja marka mun. En inn á skiptingar (eða skortur á þeim) BR orka tvímælis svo ekki sé meira sagt. Áræðni til að þora að taka áhættu til að massa svona leiki í drasl vantar algerlega.
Ef til vill er það skynsamlegt að fara varlega og taka enga áhættu. En ef svo verður áfram þá mun illa fara því liðið á eftir að tapa leikjum og/eða vaða í jafnteflum ef engin áhætta verður tekin til að vinna leiki. Þrátt fyrir að Lambert hafi lagt markið upp(?) þá var hann ekki að gera sig frammi, svifaseinn og hægur í öllum aðgerðum. Þar þurfti að koma sneggri maður til til dæmis.
En hvað um það ég er sáttur með stigin 3 en að öðru leyti hundóánægður með framistöðu liðsisn í leiknum og þó sérstaklega í fyrri hálfleik sem var hrein hörmung.
Það er nú þannig
YNWA
Það er líka eitt í þessu öllu saman , það hefur oft reynst liðum erfitt að spila deildarleik eftir CL-leik í miðri viku. Arsenal með ljótan sigur,Chelzki með jafntefli(flestir áttu von á stórsigri)
Maður er sáttur við 3 stig 🙂
Bara 5 stig í 4. sætið, FIMM FOKKING STIG. Þarf ekki mikið að gerast til þess að liðið okkar er komið í baráttuna aftur, með réttum úrslitum í dag er allt opið, nema toppsætið, þarf svolítið meira til þess að það opnist – Enda er ekki hægt að fara fram á það núna.
Ég var ánægðastur með að sjá Kolo, var virkilega ánægður að sjá að það er ennþá varnarmaður sem að getur stjórnað vörninni og er í mínum augum fyrsti varnarmaður hjá klúbbnum eins og staðan er núna. Lovren hefur ekki staðið undir væntingum og Kolo virðist geta sagt Skrtel til, stjórnað honum rétt. Annars sakna ég líka Sakho, hlakka til að sjá hann spila aftur.
Lucas leysti sitt hlutverk með stakri príði, ekkert út á hann að setja. Eins og einhver kom inná hér fyrir ofan: Eftir að Lucas fór af velli og Gerrard inn fyrir hann fengu Stoke-arar 2-3 mjög fín færi, hvað segir það okkur?
Held að Henderson hafi unnið mun meira en við gerum okkur grein fyrir, hann átti t.d. sendinguna á Lambert þegar hann skallaði í slánna og hljóp út um allan völl allan tímann.
Með sigur í næsu 3 leikjum (í öllum keppnum) gæti Brendan verið búinn að snúa við blaðinu. En eins og ég sagði strax í júlí, þetta tímabil er upphitun fyrir næsta tímabil miðað við kaup, ungu mennirnir eru að kynnast nýjum aðstæðum og læra á ensku deildina.
Má tala um önnur lið en Liverpool?
http://www.visir.is/ag%C3%BCero-straujadur-nidur-i-teignum-en-faer-gult-spjald—myndband/article/2014141139970
Þetta er fáránlegur dómur!
Er einhver sem veit hvar ég get séð MOD frá í gær ?
#69,
Hér er þátturinn: http://www.footballorgin.com/2014/11/premier-league-2014-2015-bbc-match-of_30.html
Þeir sem setja útá Joe Allen ættu að skoða þetta myndband, framistaða hans gegn Stoke
https://www.youtube.com/watch?v=aUL8OIObq_g
sælir félagar
Ég þigg þrjú stig, sama með hvaða hætti þau koma.
Brendan er bersýnilega að fara aftur í þann grunn sem hann þekkir. Ég held að ekki hafi endilega verið að velja bestu mennina heldur þá menn sem hann þekkti og vissi um framlag þeirra til leiksins, dagsskipunin í fyrri hálfleik virkaði á mig að menn ættu ekki að taka einn einasta séns og fyrir vikið fengu stoke-arar úr mjög litlu að moða en að sama skapi var liv ekki að skapa sér nétt.
Liðið náði feikigóðri pressu á tímabili í seinni hálfleik og fengu nokkur ágætis færi og misnotuðu lambert, henderson, allen, lucas ágætis færi og Sterling var óheppinn að setja hann ekki á einum tímapunkti. Síðan var farið í að auka sóknarþungan, Johnson færðist framar (sem skilaði sér) og lucas vék fyrir Gerrard. Mjög góður punktur sem hefur verið nefndur hér að ofan um að liðið veiktist mikið varnarlega við lucas/gerrard skiptinguna og hefði það getað kostað sigurinn en heppnin var okkar megin og þjálfarinn sýndi kjark og jók sóknarþungan sem skilaði í þetta skiptið sigrinum.
Meðan við erum svona veikir sóknarlega þá held ég einfaldlega að það sé nauðsynlegt að spila lucas sem varnartengli og hafa einhvern við hlið hans t.d. allen. Misnotkun dauðafæri sýnir bersýnilega hversu mikið miðjumoð er í gangi hjá okkur sóknarlega og þá verða menn bara að spila upp á aðra styrkleika og freistast þá frekar til að taka séns undir lok leikja líkt og í dag.
Það vantaði ekkert upp á baráttuna í dag og líklegast skilaði hún þessum stigum í hús. Einn maður fannst mér þó ekki alveg 100% í þessu og það var Coutinho. Hann átti ítrekað lélegar sendingar og mér fannst hann hengja haus á eftir í stað þess að pressa andstæðinginn og reyna að vinna boltann aftur. Einnig finnst mér varnarvinnan hans til skammar og lítilfjörlegar tilraunir til þess að verjast skila litlu og skapa oft stórhættu ólíkt því þegar henderson og sterling og lambert verjast en mér finnst þeir sýna mun meiri áræðni og vinnusemi. Statistík Coutinho hvað varðar mörk og stoðsendingar er ekkert sérstök og í raun bara frekar slök m.v. sambaboltann sem var spilaður í fyrra og því tel ég hann ekki hafa neitt efni á að slaka eitt einasta á í varnarvinnu og hápressu, ég hef séð leiki þar sem hann hefur verið dýrvitlaus að berjast allann tímann og vona að hann sýni fleirri slíka leiki því það hafa verið hans bestu leikir að mínu mati.
Ég furða mig líka mikið á því hvers vegna lallana kemst ekki í liðið, það er óskiljanlegt en mögulega munum við sjá mun meira frá honum þegar líða tekur á seinni hluta tímabilins og gæti reynst mikill fengur. Sama segi ég eiginlega um hann Emre Can, vonandi sjáum við meira frá honum eftir jólin. Að sama skapi er ég ofboðslega ánægður með Lucas, sjálfur var ég eiginlega búinn að afskrifa hann en hvernig hann mætir til leiks, alveg tilbúinn þrátt fyrir að hafa verið meira og minna út í kuldanum í vetur, er alveg til fyrirmyndar og ofboðslega góður prófesjonalismi. Mér finnst hann eiginlega bara búinn að spila vel flestalla þá leiki sem hann hefur spilað frá því að stjórinn setti hann í liðið á móti millesborough í bikarnum.
BR er að reyna að stoppa blæðinguna og vonandi heldur þetta áfram að batna.
YNWA
alexander