Kop.is Podcast #73

Hér er þáttur númer sjötíu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 73. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti fórum við yfir leikina gegn Crystal Palace, Ludogorets og Stoke og spáðum í spilin fyrir næstu leiki í deild og Evrópu.

Þessi þáttur er í boði veitingastaðarins Nam.
Nam opnaði nýlega glæsilegan veitingastað að Nýbýlavegi 6 í Kópavogi.
Þú getur nálgast allar nánari upplýsingar á namreykjavik.is
Til að panta mat geturðu hringt í 519 6300.

22 Comments

  1. sælir strákar, virkilega gaman að þessu… en það er ótrúlega misjöfn hljóðgæði – sérstaklega á Magga sem hljómar eins og hann standi við hliðina á manni og öskri á mann, og það er alveg í lagi fyrir Steina að taka út úr sér ullasokkinn rétt á meðan hann hefur orðið – þið hinir hljómið dásamlega 🙂

  2. Takk Sverrir. Við gerum okkur grein fyrir þessu vandamáli og töluðum um það fyrir þátt. Við erum að skoða með að bæta aðeins tækjakostinn okkar fyrir þessi podköst og þá er Maggi efstur á listanum og Ssteinn þar á eftir.

  3. Það er annars ekkert að græjunum hjá Steina, hann var actually með ullarsokk upp í sér.

  4. æTkaði einmitt að commenta um það sama og Sverrir skrifaði. Var með ykkur á sðeaker á næturvakt og þurfti að stökkva til og skrúfa niður í græjunum í hvert skipti sem Maggi talaði til að vekja ekki allt húsið :p

  5. Já, þetta er viðfangsefni fyrir næsta podkast – að balanséra raddstyrkinn. Þetta tengist möguelga misgóðum hljóðnemum sem menn eru með, mismikilli nálægð við hljóðnemana eða mismikilli innlifun.

    Fyrstu tvö atriðin eru tæknileg og þau má laga en hið þriðja er flóknar viðfangs. Það mætti þó leysa með því að láta háværari podkastara vera fjær sínum fóni en hina lágstemmdari vera nær.

    Þessi vandamál eru þó harla léttvæg miðað við þau sem ber á góma í sjálfum umræðunum.

  6. Fínasta podcast 🙂 Flott að hafa þau ekki alltaf tveggja tíma löng, sérstaklega þegar maður er í próflestri og hefur ekki endalausan tíma. Það væri jafnvel sniðugt að setja upp tímamælir á ykkur næst svo allir fái að tala jafn mikið, því það eru sumir þarna sem tala mun meira en aðrir.

  7. Takk fyrir flott podcast. Frábært að geta hlustað á svona umræður!

  8. Já er möguleiki að fá eina Shiitake Duplings núðlusúpu og eitt Hai Phong Bento box??

    Annars takk fyrir podcastið 🙂

  9. Veit ekki með aðra en það kemur ekkert hljóð á podcastið hjá mér. Er ekki með þetta í i-tunes hlusta bara á þetta á síðunni.

    Annars takk fyrir öll podcöstin.

  10. Takk fyrir svarið- það er greinilega bara eitthvað að hjá mér í tölvunni sem hefur ekki verið, get ekki heldur hlustað á eldri þætti. Hlusta á ykkur í símanum það virkar með sömu leið.

  11. Er ekki bara svona rosalega gott samband á Snæfellsnesinu, þess vegna heyrist almenninlega í Magga?

  12. Maggi hlýtur að geta lækkað í sér, hann er með skærustu röddina, talar hæst og æsir sig mest. Hann heldur fyrir mér vöku á meðan ég er að reyna að sofna yfir þessu podcasti, sem er alls ekki nógu gott. Yfirleitt endist þetta í 3 – 4 kvöld en nú hrökk ég upp á 5 mín fresti og kláraði podcastið í fyrstu tilraun. Ekki sáttur ; )

    Annars fínasta podcast eins og venjulega og maður getur varla verið að kvarta. En án athugasemda er erfitt að bæta góða hluti.

  13. Hérna er line- upið gegn Leacter . Sýnist mér.

    Moreno – Toure – Skrtel – Manquillo
    Lucas
    Henderson- Allen
    Gerrard
    Sterling – Borini.

    Lýst vel á þetta – Skiljanlegt að Lambert er hvíldur og flott að sjá Gerrard framar á vellinum.

  14. Sælir félagar

    Takk fyrir öll podköstin og þetta var efnislega gott en það er búið að ræða hina hliðina svo ég hefi ekki fleiri orð um það. Athyglisverð umræða um stjórann okkar og sálarástand hans. Það er nákvæmlega það sem ég hefi haft mestar áhyggjur af undanfarið. Þegar saman fer slæmt sálarástand og reynsluleysi þá er vandi á höndum. Ég hefi samt trú á að BR komist upp úr þessum skafli og þá er bjart framundan.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Er leikmaður númer 27 örugglega að spila sömu íþrótt ? Það er eins og hann hafi villst úr NFL deildinni.

  16. Eðal podcast að venju.

    Eitt sem þið eruð að ræða er leikurinn gegn Stoke og hvort að þarna hafi verið einhver vendipunktur, ég var á leiknum og tók eftir tveimur hlutum.

    Númer eitt er að það að Anfield var eins og bókasafn með einum kjaftaski (stoke aðdáendum) í fyrri hálfleik, það var allt steiiiiiiindautt og ég var í talsverðu sjokki yfir þessu.

    Stemmingin var gjörsamlega í takt við framistöðu leikmanna, liðið virkaði í hlutlausum gír og einu skiptin sem aðdéndur tjáðu sig var þegar þeir fóru að öskra og baula á Mignolet þegar hann tók 1min í allar spyrnur sem hann tók (það er annað sem ég skil ekki, hvað var hann að gera?)

    Svo í hálfleik kom bekkur Stoke út á völlinn að hita upp, en það kom ekki ein hræða út frá Liverpool, BR hélt hverjum einasta leikmanni inni í klefa í allar þær 15min sem hann hafði, hvað þar var sagt veit ég ekki en það virðist hafa komist til skila því að það kom einmitt allt annað lið út í seinni hálfleik, frá fyrstu snertingu virtust menn vera að gefa sig 200% í allt sem þeir gerðu, tæklingar, skallbolta, sendingar og allt annað.

    Og vitir menn, Anfield vaknaði upp, það tók allur völlurinn við sér í takt við það hvernig liðið lagði sig fram á vellinum og það virkaði eins og það gæfi mönnum auka trú á því sem þeir voru að gera.

    Vonandi er þetta viðsnúningurinn sem liðið þurfti á að halda og þá fáum við mögulega einhverntíma að lesa um það sem sagt var í klefanum þarna í hálfleik 🙂

    Ari Jóns

  17. Það má geta þess að hann Iago Aspas var að skora þrennu fyrir Sevilla í kvöld í spænska bikarnum. Er þetta ekki önnur þrennan hans í vetur ? Mig minnir það.

    Hann gerði að vísu ekki rassgat fyrir Liverpool en ég held að í dag hefði verið ágætt að hafa hann til taks enda örugglega ekki verri en Borini eða Lambert.

  18. Nr. 19

    Þetta var hans önnur þrenna gegn sama neðrideildar liðinu, setti s.s. þrennu í bæði fyrri og seinni leiknum og Sevilla vann 10-2. Mögulega nær hans leveli?

  19. Ég ber saman reglulega stöðuna hjá okkur miðað við í fyrra í leit að einhverju sem segir manni að við eigum ennþá sjéns í 4 sætið. Hérna er staðan eftir 14 umferðir í fyrra og núna:

    2013
    1. Arsenal 34
    2. Chelsea 30
    3. City 28
    4. Liverpool 27
    5. Everton 27
    6. Spurs 24
    7. Newcastle 23
    8. Southamn 22
    9. Utd 22
    10. Villa 19

    2014

    1. Chelsea 36
    2. City 30
    3. Southamp 26
    4. Utd 25
    5. West Ham 24
    6. Arsenal 23
    7. Swansea 22
    8. Liverpool 20
    9. Newcastle 20
    10. Spurs 20

    Það sem ég tók eftir var að þau 4 lið sem voru í topp 4 enduðu þar þá röðin væri önnur. Þetta er töluvert jafnara í ár sem gefur manni von. Chelsea, City, Utd og Southampton að bæta sig.

    Tengdsonur minn (utd áðdáandi) og dóttir mín (LFC að sjálfsögðu) eru að fara á utd-LFC og hann er búinn að vera duglegur á að tala okkar menn niður. Ég sagði honum í september að við yrðum komnir í form þann 13/12! Vona að ég verði sannspár.

  20. #19 – mér finnst Aspas einmitt mun verri en Borini og Lambert, jafnvel ef þú tækir slæmu hlutina við þá báða til samans væri Aspas enn verri að mínu mati!

Leicester á morgun

Liðið gegn Leicester