Minni á podkastið okkar frá því í gær.
Rodgers stillti þessu svona upp í kvöld:
Mignolet
Manquillo – Touré – Skrtel – Johnson
Henderson – Gerrard – Lucas
Lallana – Lambert – Sterling
Á bekknum voru: Jones, Lovren, Coutinho, Moreno, Allen, Can, Markovic
Manquillo kom því inn fyrir Enrique, Lallana inn fyrir Coutinho og Gerrard fyrir Allen.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði mjög rólega. Ef eitthvað var fannst mér Liverpool vera heldur sterkari úti á vellinum án þess að ná að skapa sér einhver færi. Sterling komst næst því að skora á 15 mínútu þegar hann fékk fínan bolta frá Lallana, náði boltanum á undan Schmeichel en missti boltann of langt frá sér.
Það var svo eftir besta kafla Leicester manna, á 20 mínútu þegar Mignolet reyndi að gefa Leicester mark, átti skelfilega sendingu út úr teignum, beint á Cambiasso sem var einn fyrir opnu marki, en setti boltann rétt framhjá. Mignolet tókst hinsvegar að skora sjálfum mínútu síðar Það kom fín stunga inn fyrir vörn Liverpool en Mignolet varði vel, Skrtel ætlaði að skalla boltann af línu í horn. Það tókst ekki betur en svo að Ulloa náði boltanum á línunni, snéri út í teig og skaut úr þröngu færi í stöngina, þaðan fór boltinn í bakið á Mignolet (var á leiðinni út) og inn, skráist því sem sjálfsmark Mignolet. 1-0.
Ég bölvaði stöðunni í sand og ösku. Ef það er eitthvað sem má ekki gefa botnliðunum þá er það forysta á heimavelli á köldu desemberkvöldi.
Sterling átti flott hlaup á 26 mínútu og var brotið á honum við vítateigshornið vinstra meginn. Gerrard tók spyrnuna, sem var slök og skallað af fremsta varnarmanni út aftur. Þar var Lucas sem gaf fyrir, sá ekki hvort boltinn var lagður út af Lambert eða af varnarmanni Leicester. Skiptir ekki máli, Lambert truflaði hann í það minnsta. Lallana kom á ferðinni, tók frákastið viðstöðulaust og skaut í nærhornið, 1-1. Frábært mark, Lallana eflaust ekkert fundist þetta leiðinlegt eftir miklar bekkjarsetu undanfarið.
Síðari hálfleikur:
Manquillo fór útaf í hálfleik og Moreno leysti hann af, Johnson gat því farið aftur í sína stöðu.
Síðari hálfleikur fór róleg af stað. Við gáfum þeim reyndar horn eftir hálfa mínútu en við virðumst vera aðeins að skána í að verjast þeim, þurfti reyndar ekki mikið til. En það var svo á 53 mínútu sem að Sterling fékk boltann vinstra megin, hljóp utan á varnarmann Leicester og sendi út í teig, Gerrard kom úr holunni og setti boltann örugglega innanfótar í markhornið, staðan 1-2 ! Gerrard leiddist þetta mark ekkert ofboðslega og mér ekki heldur, ekki frá því að maður hafi saknað fyrirliðans svona framarlega á vellinum!
Eftir þetta voru Leicester menn svolítið áttavilltir og við líklegri ef eitthvað var. Það var svo á 62 mínútu sem að Skrtel skallaði úr vörninni, boltinn barst til Morgan í öftustu línu Leicester. Lambert pressaði hann vel, náði að komast framfyrir Morgan sem reif Lambert niður. Mason gat lítið gert nema gefa honum rauða spjaldið og Leicester því einum manni færri síðasta hálftímann.
Örfáum mínútum síðar komust Leicester í skyndisókn eftir aukaspyrnu okkar manna og voru 3 á 3. Gerrard kom á sprettinum og tók á sig gult spjald og stöðvaði hraða sókn þeirra bláklæddu. Vel lesið og unnið til baka hjá Gerrard.
Joe Allen kom inn á 70 mínútu í stað Adam Lallana, sem átti ágætis leik.
Henderson átti frábæra sendingu innfyrir á Gerrard, sem var kominn einn innfyrir. Gerrard fór framhjá Schmeichel sem fór greinilega í hann og fyrirliðinn féll, en ekkert dæmt. Óskiljanlegt. Það var svo alveg eftir því að Leicester fékk fínt færi strax eftir þetta. Eftir vandræðagang í vörninni barst boltinn út á Cambiasso sem átti skot í Leicester mann og framhjá. Held reyndar að boltinn hafi ekki stefnt inn, heldur í stöngina, hættulegt færi engu að síður. Mér var alveg hætt að lítast á blikuna þarna, Leicester alls ekkert ólíklegir þrátt fyrir að vera manni færri.
Það var svo örfáum mínútum síðar sem að Henderson kláraði leikinn. Lambert sendi á Gerrard vinstra meginn, Gerrard sendir utanfótar í átt að Sterling, boltinn berst til Schmeichel sem að missir boltann, Sterling nær honum og sendir hælspyrnu út í teig á Henderson sem klárar færið örugglega, 1-3, game over.
Eftir þetta gerðist lítið og við lönduðum góðum 1-3 sigri.
Pælingar og maður leiksins
Þetta var ekki jafn þægilegur sigur og lokastaðan ber kannski með sér. Þetta var í járnum lengst af. Sama hvað menn segja, þetta var aðeins í annað sinn í vetur sem við vinnum tvo leiki í röð og það er ekkert gefins í þessari deild, ekki einu sinni á útivelli gegn nýliðunum á köldu desemberkvöldi. Og þetta var í fyrsta sinn á þessu tímabili sem við sigrum eftir að hafa lent undir. Jákvætt, þó spilamennskan hafi oft verið betri.
Þessi mánuður á eftir að segja ansi mikið um það hvernig tímabilið okkar fer. Við spilum í átta liða úrslitum í Carling Cup, hreinan úrslitaleik í CL og sex leiki í deildinni. Einn leikur í einu, spilamennskan á eftir að batna, stigasöfnun liða Rodgers hefur ávalt verið mun betri síðari umferðina en hún er þá fyrri – vonum að það haldi þannig áfram.
Mér fannst þessi leikur vera kaflaskiptur. Vörnin hjá okkur, eða varnarleikurinn í heild, var ágætur þar til að Leicester missti leikmann útaf. Þá kom skjálfti í öftustu línuna. Reyndi lítið á Mignolet, hann gaf næstum mark og var svo óheppinn í marki Leicester. Líklega er þetta að miklu leiti Lucas að þakka, sem ver vörnina mun betur en Gerrard gerir. Hann var samt orðinn þreyttur þegar leið á leikinn og kom mér á óvart að hann skyldi klára leikinn, rétt eins og Lambert.
Aðrir voru nokkuð jafnir, mér fannst þó þrír leikmenn bera af. Lucas var mjög öflugur, fannst hann verja vörnina vel og losa boltann vel frá sér. Gerrard átti fínan leik, var smá tíma að detta í gang en þegar hann fann sig þá var hann öflugur sóknarlega og til baka. Átti stóran hluta í marki þrjú, átti að fá víti og skoraði gott mark. Sterling fannst mér frábær í dag, var óhræddur við að taka menn á og fékk ótrúlega lítið frá Lee Mason í dag, þrátt fyrir mörg augljós brot. Hann lagði upp síðustu tvö mörkin og vann aukaspyrnuna sem fyrsta markið kom upp úr, MOM að mínu mati þrátt fyrir að Gerrard og Lucas gætu vel unnið þann “titil” einnig.
Þrjú stig, jákvætt! Næsta verkefni Sunderland!
Stevie G loksins kominn í þá stöðu sem hann á að vera í. Sáttur við þrjú stig en ekki spilamennskuna.
Nú vonandi eru menn farnir að átta sig á mikilvægi Lucasar, og alvöru dm yfirhöfuð. Brýtur upp sóknir um leið og leikmaður kemur nálægt vörninni og sínir hversu gáfaður hann er að brjóta á leikmönnum um leið og þeir eru að komast i efnilega skyndisokn.
[img]https://fbcdn-sphotos-g-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xfa1/t31.0-8/p960x960/1412472_10153018407792573_7336136305299952506_o.jpg[/img]
Lucas verið magnaður seinustu vikurnar.
Gott að fá 3 stig fyrir svona lélegann leik.
Ekki leit það vel út á köflum en djö hvað stigin eru GÓÐ 🙂
YNWA
Mér er alveg sama hvernig við sigruðum, ég er sáttur og ætla að njóta þess. Annars skil ég ekki hvernig Lee Mason fékk þessi dómararéttindi, Sterling tók þessum heimskulegu ákvörðunum eins og þroskaður einstaklingur. Hann hefði auðveldlega dottið í þann gír að drulla yfir dómarann og fengið spjald fyrir það.
3 stig sem er númer 1,2 og 3.
Við horfum jákvæðum augum á þetta og tel ég að við áttum þetta skilið í dag en þetta var samt mjög erfitt.
Við vorum sterkari fyrstu 45 mín og fannst mér við ráða ferðini alveg þangað til að þeir skora gegn gangi leiksins og eftir jöfnunamarkið þá datt þetta dálítið niður.
Í þeim síðari þá voru það eiginlega við sem skorum gegn gangi leiksins og eftir að við urðum manni fleiri þá verð ég að segja að við litum skelfilega illa út. Héldum boltanum illa, þeir voru meira með boltan og fengu færi til þess að jafna og það var ekki fyrr en þeir fóru í 3 manna vörn einum færri að við fengum nokkur góð tækifæri til þess að bæta við mörkum.
Ég vill ekki benda mikið á dómara og þá sérstaklega eftir sigurleiki en Mason drullaði uppá bak í dag, greyið Sterling fékk að finna vel fyrir því og svo átti Gerrard 100% að fá víti.
Mér fannst þessi leikur ekki eins vel leikinn og síðarihálfleikurinn gegn Stoke.
Varnarlínan og markvörður voru í vandræðum í þessum leik en ég verð að hrósa Rodgers fyrir að taka Manquilo útaf því að hann var skelfilegur í fyrihálfleik.
Miðjan náði eiginlega aldrei að vinna miðjuna í þessum leik því að boltinn var ekki mikið á því svæði, það voru svo margir háloftaboltar hjá liverpool í þessum leik, en ég skil það alveg og unnum við oft baráttuna sem var gaman að sjá.
Maður leiksins : Lucas þvílíkt traustur í sinni stöðu og held ég að hann sé búinn að vinna traust stjórans.
Mér fannst líka Gerrard mjög góður en spurning um að taka hann útaf síðustu 10 mín því að hann virkaði þreyttur og vinnslan orðin lítil. Sterling var samt okkar mesta ógn en var alltaf verið að skaparka hann niður og ekkert dæma og spurning hvor að Mason hafi tekið af honum mann leiksins verðlauninn í dag.
3 stig í dag og ef við náum 3 stigum gegn Sunderland þá erum við farnir að tala saman 🙂
Gòdur sigur, sà bara fyrir hálfleik en mèr fannst miklu betra ad sjá Stevie G. framar á velli. Hann er enn frábær sòknarmadur, Lucas er miklu betri ad verja vörnina.
Ekki laust við að fiðringur hafi farið um mig í þriðja markinu. Mér hefur ekki liðið þannig síðan á seinustu leiktíð.
Hvernig væri að slappa aðeins af í dauðadómi yfir GERRARD ! ! HEIMSKLASSA LEIKMAÐUR ENNÞÁ ! !
Hárrétt #2,
Hann sópaði a.m.k. 2x upp þegar stefndi í dauðafæri og brýtur sjaldan að óþörfu. Hann er með góðan fótboltahaus og snerpan og skerpan er loks að nálgast það sem var fyrir meiðslin (vantar þó enn upp á).
Ég held samt að það þurfi að kaupa virkilega góðan DM næsta sumar. Lucas/Allen/Can/Gerrard hljóta að duga fram að því, þótt Lucas sé sá eini hreinræktaði í stöðuna. Frekar að kanna framherjamálin í janúar.
Steven Gerrard var virkilega flottur í kvöld. Algjör no brainer að halda honum innan félagsins, bæði upp á fyrirliðahlutverkið og getu inni á vellinum. Sjálfsagt að rótera og hvíla, en hann er besti knattspyrnumaður LFC (eftir brotthvarf LS og meðan Sturridge er meiddur), það er svo einfalt.
Ég hafði trú á þessu uppleggi og ég hafði trú á Steven Gerrard. Næstu tveir leikir (Sunderland og Basel) eru ótrúlega mikilvægir.
Lambert er að finna taktinn og sjálfstraustið, en var svolítið klaufskur með rangstöðuna í kvöld. Langt síðan maður hefur séð Liverpool spila með svona target/hold up týpu frammi. Skiljanlegt að það kosti svolitla aðlögun.
Það væri áhugavert að sjá myndband af því sem Mason leyfði leikmönnum Leicester að komast upp með gegn Raheem Sterling. Ótrúlegt sjónarspil og minnti á meðferðina sem Luis Suárez fékk í fyrra.
En gleraugun eru sannarlega ekki rósrauð. Þetta var alls ekkert frábær frammistaða, en uppleggið virkaði og leikmenn sýndu dugnað og hörku og lönduðu þremur stigum á útivelli. Maður biður ekki um mikið meira.
Að lokum, Steven Gerrard var okkar langbesti maður í kvöld. Að geta sagt þetta en jafnvel enn ánægjulegra en staðreyndin sem slík. 🙂
3 stig, spilamennskan ekki nægilega góð og sendingar hjá Sterling ekki góðar, en þessi Dómari var ekki að dæma rétt og það lenti á Liv, Gerrard átti að fá víti.
Ég verð nú bara að viðurkenna að mér fannst okkar menn fínir. Engin flugeldasýning en bara frekar solid frammistaða. Kafteinninn var klárlega það sem okkur hefur vantað í sóknina á meðan við höfum ekki betri sóknarmenn og miðjan var flott. Varnarlega var liðið nokkuð shaky en ég tel þó næsta víst að við hefðum haldið hreinu ef ekki hefði verið fyrir skelfilegan dómara leiksins sem átti að flauta brot í okkar sókn sem olli því að hægri bak var ekki í stöðu og þeir fengu færi úr því. 3-1 og við að mínu mati mun betra liðið í leiknum. Sanngjörn þrjú stig sem engin ástæða er til að kvarta yfir.
Gerrard þarf að fá að skora mörk eins og þessi, ekki bara úr spyrnum… held það sé nauðsynlegt fyrir fótboltasálina hans… allt annað yfirbragð á honum eftir að hann skoraði markið. Gladdi mig.
Einar Már: Sterling átti engu að síður 1,5 stoðsendingu í kvöld. Hann á skilið einn kaldan.
Ég elska Kolo Toure!
Mjög góður sigur i kvöld og leiðin liggur bara upp a við. SG frábær i kvöld!
Getting outpaced by Rickie Lambert should be a sending off offence anyway
annars flottur leikur!!
Tek undir að dómgæslan var oft á tíðum fáranleg. Rickie Lambert var tekinn í bændarglímutaki, Sterling marg oft sparkaður niður, Stevie G er snertur af markmanni innan vítateigs án þess að dómarinn gerir nokkurn skapaðan hlut.
Reyndar verð ég að hrósa honum fyrir að hafa rekið manninn út af sem greip um Rickie Lambert þegar hann var að komast í gegn. Enda er það beint rautt samkvæmt reglunum.
Heilt yfir fannst mér dómarinn dæma illa þó það meig svo sem segja að hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér. Leyft til að mynda hörku. Það breytir því ekki að harkan má ekki ganga svo langt að leikmenn eins og Sterling eiga hætt á að enda í meiðslum fyrir þá sök að vera góðir fótboltamenn.
Sælir félagar
Frábært að fá 3 stig í jafn illa leiknum leik og þessi var. Uppleggið hjá BR var líka skelfilegt og munaði oft litlu í fyrri hálfleik að þeir settu á okkur annað mark. Það er mikill munur að hafa Lucas fyrir framan vörnina og Gerrard frammi. þó er Lucas að gefa alltof mikið af aukaspyrnum á 5 metrunum fyrir framan vörnina.
Það er lík aspurning hvað Lambert á að vera lengi inná í svona leik. Hann er svo hægur að ef hann reynir að stinga sér innfyrir lendir hann endalaust í rangstöðu þar sem hann verður að vera eins framarlega og honum er unnt. Fljótari maður hefði fengið 2 til 3 færi einn á móti markmanni í sömu stöðum.
Frammistaða Minnióla í markinu er kapítuli útaf fyrir sig en minna má á að uppleggið í leiknum hjá BR og þar með stöðugar þversendingar miðvarða og djúpa miðjumannsins bjóða uppá svo hæpnar stöður sem raun bar vitni um.
Afar ásættanleg niðurstaða í leik sem andstæðingurinn átti alveg séns í þangað til 3. markið kom þrátt fyrir að vera einum færri. Það segir meira en mörg orð um leik okkar manna. Því miður.
það er nú þannig.
YNWA
PS dómarinn á náttúrulega ekki að fá að hafa flautuna svo lélegur er hann
Frábært að sjá önnur þrjú stig detta inn þrátt fyrir slappan leik á köflum.
Nú eru menn vonandi komnir með blod po tannen, og sækja önnur þrjú um næstu helgi á Anfield.
Leiksskýrslan komin inn
Arfaslakir púlarar að mínu mati.
Tek stigunum samt brosandi og ætla að trúa því að sjálfstraustið sé farið að kikka inn og þetta fari að smella betur.
Sunderland sigur krúsjal.
Tökum hann á seiglunni líka.
Strögl gegn botnliðinu en hafðist – Lucas maður leiksins að mínu mati.
Flott 3 stig en skelfilega ílla spilaður leikur ogt á tíðum, Lucas góður sem DM,mikið fannst mér Lambert ekki ráða við stöðu sína í dag, vantar tilfinninlega hraða og getu til að búa til hluti, hann er kannski góður í teignum en ekki mikið meira,,, ég var ansi oft með æluna upp í háls yfir spilamennsku okkar í dag en samt vannst góður sigur sem segir mikið um mótherja okkar í dag, ég held að þetta sé lélagasta liðið í úrvalsdeildinni.. YNWA.
Hvað sagði ekki Den Xao Ping? Mér er sama hvort kötturinn er svartur eða hvítur ef helvítið veiðir mýs.
Elska svona sigra. Tek ofan fyrir Brendan Rodgers. Svona á að gera þetta. Back to basics og svo er hægt að byggja á því.
Tek líka ofan fyrir Leicester – hellings hjarta í því liði og jafnvel 10 talsins gáfu þeir allt í botn. Respect.
Gerrard er maður leiksins by far.
Liverpool komnir á rönnið.
Er helsáttur með okkar annan sigur í röð og þessi leikur sýnir enn og aftur að það eru engir leikir í þessari deild auðveldir.
Mignolet kallinn það á ekki af honum að ganga, að mínu mati enn og aftur slakasti hlekkurinn í okkar liði í kvöld og mikið væri ég til í að Reina væri og hefði verið í plönum BR, allavega markvörður fer að verða forgangskaup hjá BR.
Manquiello slakur í kvöld og Moreno kom í hans stað í hálfleik og stóð sig betur og þá komst Johnson í sína réttu stöðu og fannst mér hann eiga nokkuð solid leik.
Skrtel var fínn og ásamt Toure vini sínum Toure á skilið að vera í liðinu umfram Lovren meðan hann heldur þessu formi.
Henderson flottur og sívinnandi í leiknum og setti sitt annað mark í tveimur leikjum og Lucas þarna er komið akkerið sem hefur vantað á þessu tímabili og er hann að gefa vörninni þetta auka öryggi í þeirra leik, Lucas virkaði mjög þreyttur undir lokin enn hann verður betri með hverjum leiknum sem hann fær og spilaformið verður betra.
Lallana loksins loksins í byrjunarliðinu og hann nýtti tækifærið til fullnustu vonandi förum við að sjá meira af honum.
Lambert óhætt að seigja að öskubusku ævintýrið sé hafið hjá honum er fyrstur á blað í framherjann þessa dagana og hann virðist vaxa með hverjum leiknum.
Sterling einsog alltaf þá gerist fullt af jákvæðum hlutum í kringum hann og ótrúlegt til þess að hugsa að hann sé bara 19 ára gamall.
Gerrard Captain Fantastic og maður leiksins, hverjir seigja að hann sé búinn flottur leikur hjá fyrirliðanum og greinilegt að koma Lucasar í liðið er að gera honum gott og þarna á hann heima þ.e.a.s. framar á vellinum.
Nú er bara að halda þessu áfram 🙂
Góð stig og en eigum nokkuð langt í land með spilamennskuna finnst mér. Mikill munur að hafa Lucas sem DM og Gerrard á klárlega að vera þarna frammi. Talandi um Gerrard þá hef éf ekki nógu góða tilfinningu fyrir þessum samningsmálum hans – mun seint fyrirgefa BR og FSG ef þeir klúðra því að halda í kapteininn. Við megum alls ekki við því að missa hann enda frábær leikmaður, mikilvægur fyrir liðsandann og svo skiptir máli þegar laðar þarf leikmenn til liðsins.
Vil alls ekki vera leiðinlegi gaurinn en þessi leikur leit út eins og botnbarátta tveggja neðstu liða. En margt jákvætt í þessum leik en margt því miður allt of margt slæmt líka. Byrjum á því slæma.
Slæmt:
Mignolet, þarf að segja meira? Næstum því búinn að gefa mark og hann var ekki óheppinn í markinu heldur á markmaðurinn alltaf að taka nær stöng í svona skoti.
Vörnin virðist ekkert skána. Johnson, Skrtel og Manquillo/Moreno voru of oft að missa menn í svæði fyrir aftan sig. Hálf furðulegt að bílasalinn skuli vera okkar besti varnarmaður um þessar mundir.
Miðjan er ekki að skapa, afskakið orðbragðið, RASSGAT. Það lagaðist þegar Joe Allen kom inn á og Gerrard fór framar. Síðasta markið kom upp úr skyndisókn og opnu spili en hin 2 úr hálfgerðu klafsi. 19 ára strákur er potturinn og pannan að búa eitthvað til fram á við. Það er bara ekki í lagi.
Sjálfstraustið í liðinu er lítið og hjá stjóranum líka. Afhverju setur hann Lovren inn á í stöðunni 3-1 í viðbótartíma einum fleiri? Því ekki að henda inn þegar 10 mín voru eftir manni eins og Marcovic til að reyna setja hann í gang? Síðustu 10 mín einkenndust af panic kýlingum fram á við og menn voru greinilega drullu hræddir um að neðsta lið deildarinnar einum manni færri myndi jafna! Þetta er heldur ekki í lagi. Nóg um það.
Gott:
Annar sigurleikur í röð með harðfylgi. Menn verða fá kredit fyrir það.
Lallana var sprækur, Henderson er allur að koma til og Gerrard er miklu betri þegar hann spilar framarlega. Síðan virðist Lucas nálgast sitt besta form sem eru bara góðar fréttir.
Sigur á Sunderland og Utd setur okkur í fín mál í deildinni og ef Sturridge kemur heill eftir áramót og það verður keypt eitthvað spennandi í sókninni í janúar getur allt gerst. Það er full ástæði fyrir bjartsýni og menn virðast taka eitt skref í einu. Það byrjar alltaf þannig 🙂
Flott leikskýrsla og mörg mjög góð comment hér.
Var ekkert yfir mig hrifinn af frammistöðunni í kvöld,en ég vil frekar að við spilum illa og vinnum heldur en spila vel og tapa.
Aumingja Mignolet, sá var EKKI að styrkja stöðu sína hjá klúbbnum með þessari frammistöðu, jesús, eigum við eitthvað að ræða þessa sendingu frá honum á mótherjann?!
Ljóst að vörnin er að skána með Toure. Hann mun halda Lovren áfram fyrir utan liðið. Manquillo var ekki að heilla mig og ekki heldur Moreno. Vonandi fara þessir strákar að detta í gang.
Lucas búinn að vera virkilega góður í síðustu tveimur leikjum. Hann er hins vegar rosalegur síbrotamaður og er að gefa full mikið af aukaspyrnum á hættulegum stöðum. Hann sinnir samt varnarvinnunni miklu betur en Gerrard. Held að það sé fullreynt með Gerrard í þessari stöðu.
Hvet ykkur til að lesa þetta opna bréf til BR á Anfield Wrap. Þessi stuðningsmaður var svo sannarlega bænheyrður í kvöld!
http://www.theanfieldwrap.com/2014/11/dear-brendan/
Virkilega ánægður með stigin 3 í kvöld. Bring on Sunderland!
Eitthvað grunar mig að forráðamenn botnliðsins gráti það að fá ekkert út úr þessum leik því spilamennska Liverpool í kvöld var litlu skárri en á tímabilinu í heild, núna féll þetta blessunarlega okkar megin.
Tökum þó það jákvæða út úr þessu, liðið kom til baka og vann leik á útivellli sem er mjög góð tilbreyting frá því að missa ALLTAF niður forystuna.
Aukið leikjaálag og meiðsli á þessu tímabili eru að leika okkur mjög grátt og stjórinn finnst mér alls ekki hafa brugðist vel við því, ekki á milli leikja og ennþá síður á meðan leik stendur. Því var mjög gott að sjá þetta dauðþreytta lið vinna góðan sigur á útivelli. Kolo Toure var að spila þriðja leikinn á viku eftir að hafa nýlega komist aftur í liðið, Jordan Henderson hef ég aldrei séð svona þreyttan og um leið dapran eins og í dag. Rickie Lambert er síðan í sömu sporum og Toure nema hann er jafnan búinn á því hálftíma fyrr en aðrir. Gerrard er síðan að klára 90 mínútur að vanda þó reyndar í mun skárri stöðu núna á vellinum. Liðið virkar gríðarlega þungt og leikjaálagið fram að leikjum gegn Basel veldur mér töluverðum áhyggjum.
Vörnin fékk bara á sig eitt mark í kvöld, eitthvað sem er tilefni til skála fyrir en þeir verða mjög seint sakaðir um að hafa verið sannfærandi í kvöld, guð minn góður. Mignolet reyndi sitt allra besti til að gefa þeim mark. Toure er að leysa sitt hlutverk ágætlega núna en þetta ætla ég rétt að vona að sé ekki einhver framtíðarlausn hjá okkur. Skrtel er síðan engu skárri leikmaður en Lovren og þá er nú mikið sagt. Manquillo átti mjög erfitt í fyrri hálfleik og það var rétt að skipta honum strax út og mun skárra að hafa Johnson hægra megin ef það þarf treysta á hans krafta. Sóknarlega er nákvæmlega ekki neitt að frétta frá bakvörðum Liverpool í dag.
Tölfræðin með eða án Lucas í öllum keppnum á þessu tímabili er svona
M.ö.o. við VERÐUM að nota varnartengilið í okkar liði og Gerrard er ekki sá maður. Lucas var ágætur í þessum leik og pressaði best af okkar mönnum. Hann er þó að gefa vandræðalega margar illa staðsettar aukaspyrnur á hættulegum stað í hverjum leik og það er ekki sami kraftur í honum og maður vill sjá hjá varnartengiliði Liverpool. Töluverð bæting frá Gerrard samt og rúmlega það.
Henderson átti erfitt í þessum leik og virkar mjög þreyttur. Frábært samt að hann náði að lauma inn marki í lokin. Gerrard var síðan komin í sína stöðu og var sá leikmaður Liverpool sem helst gerði útslagið. Þetta er langt í frá besti leikur Gerrard sem ég hef séð en hann steig mjög vel upp eftir erfiðan fyrri hálfleik og skapaði varnarmönnum heimaliðsins mikil vandræði. Hann skoraði úr færi sem t.a.m. Lucas og Allen hefði pottþétt klúðrað. Það er með ólíkindum að versti maður vallarins (Lee Mason) hafi ekki dæmt víti er brotið var á Gerrard innan teigs. Hann á síðan stóran þátt í marki Henderson. Minn maður leiksins og loksins loksins komin í sína stöðu. Viti menn hann endar leikinn með mark og maður leiksins hjá flestum. Núna er að vona að Rodgers taki hann úr liðinu fyrir næsta leik og eigi hann frekar á bekknum þar og í byrjunarliðinu gegn Basel. Það er töluvert síðan Gerrard réð við 2 leiki á nokkrum dögum, hvað þá þrjá.
Sterling fannst mér langbestur í síðasta leik og lengi vel okkar eina ógn sóknarlega í þessum leik líka. Þetta var þó mun erfiðara hjá honum í kvöld og má reyndar þakka Lee Mason aðeins fyrir það enda með hreinum ólíkindum hvernig hann virtist alltaf loka augunum þegar Sterling var með boltann. Dómgæsla Mason fannst mér reyndar með því verra sem ég hef séð síðan Liverpool spilaði við Ludogorets í síðustu viku og þá sérstaklega þegar kom að Sterling. Dómari sem er ákaflega oft í umræðunni eftir þá leiki sem hann dæmir.
Rickie Lambert er síðan að láta finna fyrir sér og að skapa mörk, til þess er hann þarna. Hvernig Rodgers ákvað að taka hann ekki útaf í þessum leik skil ég ekki enda maðurinn fullkomlega búinn á því snemma í seinni hálfleik. Liverpool skoraði sannkallað kick and hope jöfnunarmark og hann gerði mjög vel þar og skapaði markið fyrir Lallana.
Talandi um Lallana þá má hann byrja alla leiki frekar en Joe Allen, hann var ágætur í dag þar til hann sprakk gjörsamlega. Vissulega umhugsunarefni að það er Lallana sem er sprungin eftir klukkutíma. Leikmaður á besta aldri sem hefur spilað mun minna undanfarið en Gerrard, Henderson og Lucas.
Eins og áður þá skiptir ekki öllu hvernig við vinnum eins og staðan er núna, bara að við vinnum. Það hafðist í dag og ég er því glaður.
Ég verð á Anfield á leikum gégn Sunderland. Rodgers verður andskotin hafi það að byrja Lucas aftur.
Mér finnst menn heldur fljótir að dæma leik LFC niður hérna. Það var alveg fullt í þessu. Þetta er auðvitað ekkert í líkingu við sóknarboltageðveikina sem við vorum farnir að venjast, en BR er að bregðast hárrétt við því sem mest var að (loksins). Liðið varð að færa sig neðar og treysta miðjuna, auðvitað hægir það allt liðið niður fram á við, að sjálfsögðu.
Liðið er að vinna sig í gegnum rosalegan skafl, fannst þetta reyndar merkilega gott miðað við allt og allt. BR er allavega hvað mig varðar búinn að vinna sér inn soldin tíma og andrúm. Vel gert hjá honum.
Neikvæðasta er auðvitað Simon blessaður. Þessir endurteknu feilar hjá honum eru agalegir þótt þetta hafi nú sloppið í þetta sinn.
@LiverpoolData: Liverpool this season with Lucas: 7W, 1D, 2L.
Without Lucas: 2W, 2D, 7L http://t.co/yfnczAiOJ3
Ég ætla nú bara að biðja til Fowlers um það að það verði keyptur almennilegur markmaður í janúarglugganum. Er orðinn meira en lítið þreyttur á Mignolet. Það er eiginlega hætt að vera fréttnæmt þegar þessi jólasveinn gerir mistök. Alvöru markmenn þurfa að vinna 5-7 stig á leiktíð upp á sitt einsdæmi. Mignolet er ekki að vinna þau stig fyrir okkur frekar er hann að gefa þau til andstæðinganna.
Nú vill svo skemmtilega til að tveir heimsklassa markmenn ættu að vera falir í janúar Peter Cech og Victor Valdes. Ég vonast þó frekar til þess að fá þann fyrrnefnda.
Þigg sko heldur betur þegið þessi úrslit alveg allan daginn og langt fram í vikuna.
Fyrri hálfleikurinn var erfiður, hrikalega mikið af sendingarfeilum og lítil ógnun upp vængina sem kæfðu töluvert sóknaruppbygginguna.
Gott mark hjá Lallana samt…seinni erfiður þangað til Gerrard skoraði en aldrei þannig að við værum eitthvað að gera þetta létt, andaði fyrst létt á 94.mínútu þessa leiks, það var bara þannig. Segir örugglega margt um veturinn held ég.
Mjög gott að vinna tvo leiki í röð og vera kominn á bls. 1 á textavarpinu, nú er að vona að okkur takist í fyrsta sinn í vetur að vinna þrjá í röð um helgina…en þá þarf held ég líka að hvíla Gerrard og Lambert…allavega annan þeirra því þeir verða að vera með gegn Basel. Frábært að sjá fyrirliðann svona framarlega, átti erfiðan fyrri hálfleik en var frábær eftir að hann setti boltann yfirvegað í markið – nokkuð sem ekki margir aðrir inni á vellinum í kvöld hefðu gert.
Margt ótryggt, varnarleikurinn hryllilegur fannst mér lungann í þessum leik, allir fimm sem að því verki komu áttu allir erfitt og svoleiðis á hreinu að þar er töluvert i land að við finnum stöðugleika.
Stigin þrjú auðvitað málið og maður gleðst yfir þeim.
OG….Jesús minn og Jeremías hvað dómgæslan í kvöld var átakanlega slök. Ég hef virkilegar áhyggjur af enskum dómurum, þeim virðist ómögulegt að lesa þennan blessaða leik, halda aldrei sömu línu í gegnum leikinn og elska fyrirsagnir eins og þá að sleppa einu augljósasta víti vetrarins eftir Aguero hneykslið um helgina. Eins gott fyrir Lee Mason að það varð ekki lykilatriði þessa leiks.
Svo er ég búinn að finna sigurformúluna fyrir klúbbinn….bara stilla okkur Babú, Steina og Kristjáni saman einhvers staðar að horfa saman á leiki og við vinnum…svei mér þá, maður rennir bara af Sandinum um helgina!
@LiverpoolData: Liverpool this season with Lucas: 7W, 1D, 2L.
Without Lucas: 2W, 2D, 7L http://t.co/yfnczAiOJ3
Ég vil meina að það sé ekki orsakasamand á milli þess að ef lucas spilar þá séu meiri líkur á að Liverpool vinni. Ég held að málið sé bara að Liverpool á að spila með einhvern varnartengil annan en Gerrard og hafa Gerrard framar á vellinum. Lucas getur kannski litið þokkalega vel út gegn Stoke og Leicester. Ég vil fá að sjá Emre Can í þessu hlutverki.
Lucas er svo óeigingjarn knattspyrnumaður, og vanmetinn í því sem hann gerir að það er ótrúlegt.
Það eru margir með allskyns hugmyndafræði, skoðanir, og allt þetta um Fótbolta og allt sem tengist honum, en mér finnst ótrúlegt hversu margir horfa á leikmenn eins og Lucas sem leikmann sem er lélegur knattspyrnumaður sem gerir ekkert nema að brjóta af sér og hægja á leiknum. Þetta er svo vanmetið starf, og svo ótrúlega vel leyst hjá honum að maður er farinn að huga að skella Lucas aftan á treyjuna hjá sér! Þótt leikurinn og spilamennskan hafi ekki verið upp á marga fiska, þá eru fullt af jákvæðum punktum, og gaman að sjá að menn eins og Kolo Toure og Lucas séu að vinna sig inn í liðið!
King Kolo fer upp á stall í sögu Liverpool á borð við heiðursmenn eins og Emile Heskey, Jon Flanagan og fleiri sem ekki voru þeir allra færustu en gáfu okkur þó gleðistundir!
Maður getur hlegið seinna meir, enn manni var samt ekki alveg sama þegar Mignolet ákvað að leika sér að eldspýtustokknum og gefa boltann svona skemmtilega fyrir Cambiasso sem klúðraði því rækilega á fyrsta korteri leiksins. Greyjið Símon, drengurinn er í mínus þegar það kemur að sjálfstrausti og ekki skánaði það þarna..
Það furðulega við þetta allt saman er að við erum bara 5 stigum frá CL sæti alveg sama hvernig leikirnir fara á morgun sem er í raun ótrúlegt.
Veit maður á ekki að hugsa um það núna, en eftir tvo sigurleiki fer maður pínulítið á flug 🙂
Ekki gleyma að þetta lið vann scum á þessum velli fyrr í haust 🙂
Virkilega sterkur sigur var að skoða smá tölfræði ætla að vitna í nokkra punkta þar sem ég hef ekkert að gera 😉
Skrtel er á 4 gulum spjöldum sem þýðir eitt í viðbót á móti sunderland missir hann af utd leiknum eða arsenal leiknum ef hann fær gult á old trafford.
Coutinho hefur ekki gefið 1 stoðsendingu í deildinni.
joe allen er sá leikmaður sem oftast hefur haldið hreinu þetta tímabil eða 4 sinnum.
Mignolet er sá eini sem hefur gert sjálfsmark ef svo má orða það svo það eru ágætis batamerki frá því í fyrra 🙂
Við erum að laumast upp töfluna og verðum mættir í 4 sætið okkar surprise surprise vitiði til
Er ósammála þeim sem þóttu fyrirliði okkar góður í dag. Fannst hann latur og statískur framan af. Hvorki bauð sig í sóknarleiknum né skilaði varnarhlutverki að heita skyldi. Virkaði andlaus framan af og alls ekki sá leiðtogi sem hann á að vera með að smita samferðamenn sína með orku og eldmóð. í lok leiks féllu hlutir fyrir hann sem hann kláraði og á hrós skilið fyrir það en……. ÞAð virkar sem hann sé á skrýtnum stað í lífunu og maður spyr sig hverju því veldur. Þegar draumurinn brast síðasta vor, HM þreyta og vonbrigði, hið nýja tímabil og aðlögun nýrra manna osfv.. eða allt í bland. Eitt er víst að hann yngist ekki og hvenær tími hans er kominn læt ég liggja en eitt er víst að Liverpool þarf að undir búa framhaldslíf eftir Gerrard og vonadi er hann tilbúinn til að sleppa hægt og rólega tókum sínum á liðinu og átta sig á því að hann er bara mennskur og ekki eilífur.
Það er reyndar merkilegt hvað við höfum skriðið upp töfluna og reyndar að liðið er ekki verr statt miðað við hvernig tímabilið hefur spilast. Það er ekki fjarlægur draumur að halda okkur í topp fjögur.
Að lokum vil ég lýsa því yfir að Brad Jones með öllum sínum takmörkunum mætti taka við keflinu í næstu leikjum. Greyið Simon er rúinn öllu sjálfstrausti og er enginn greiði gerður með að byrja í markinu þessa daganna.
Ég verð að segja að þessi tölfræði með Lucas er auðvitað æpandi. Þessir tveir tapleikir hjá honum eru á móti Real Madrid ef ég man rétt.
Brendan Rodgers á auðvitað stóra sök á þessum töpuðu leikjum. Hann hefði átt að sjá fyrir löngu, eins og við margir sófaspekingarnir vorum búnir að sjá, að Lucas er lykilmaður í þessu liði, amk. meðan sóknin er ekki á útopnu eins og í fyrra. Hann er lykillinn að því að vörnin leki ekki endalaust af mörkum, nóg gerir hún samt af því.
Þessi leikur var svosem allt í lagi, ekkert frábær og ekkert ömurlegur. Það er fínt að skora þrjú mörk, maður var ekkert rosalega stressaður varnarlega í dag enda er Leicester ekki með sérlega gott sóknarlið. Það komu upp nokkur atvik í leiknum sem betri sóknarmenn hefðu hæglega refsað með marki.
Sóknarleikurinn var með því betra sem við höfum séð í vetur enda er vörnin hjá Leicester ekki beysin með Captain Morgan í hjartanu á henni. Við fengum slatta af sénsum utan markanna sem við skoruðum, hefðum getað – og áttum jafnvel að skora 5-6 mörk í þessum leik. Það segir mér að vera Lucas Leiva inni á vellinum hefur alls ekki slæm áhrif á sóknarleikinn, aðalmálið er að hann sé í liðinu en ekki Joe Allen. Því þegar þeir eru báðir inná, þá kemur lítil sköpun frá miðjunni.
Að því sögðu þá er deginum ljósara að besta miðjuuppstillingin sem við höfum í dag er Lucas fyrir aftan – Henderson og Gerrard þar fyrir framan og loks Lallana/Coutinho fremstur í tígulmiðju. Það er ótímabært að breyta þessari miðju og það þarf að keyra á henni næstu tvo leiki. Allt tal um róteringu er ávísun á óstöðugleika, jafnvel þótt gæðaleikmenn eins og Emre Can séu á bekknum. Málið er einfalt – það þarf að vinna næstu tvo leiki með hvaða afleiðingum sem það þarf að hafa.
Það breytir ekki því að í gær hefði löngu átt að vera búið að taka Steven Gerrard af velli. Um leið og liðið komst í 3-1 hefði átt að taka hann út fyrir Markovic, Coutinho eða Can, ferskar lappir sem hefðu hæglega losað pressuna sem við vorum lentir í. Það er annað sem Brendan Rodgers er gagnrýniverður fyrir – að láta leikmenn sem eiga ekki eftir fimmaur í vöðvunum klára leikina. Hvað Lallana varðar þá sýndist mér hann vera orðinn frekar stífur eftir 60 mínútur, hverju sem það er um að kenna.
Ef við náum nú þriðja sigrinum í röð gegn Sunderland þá lítur þetta mun betur út heldur en fyrir viku síðan. Síðan er nauðsynlegt að láta kné fylgja kviði og pikka upp öll þau stig sem eru í boði á næstunni og þá mun tímabilið vera komið á réttan kjöl! Vonum það besta, en það verða holur á leiðinni, pottþétt mál.
Ljótur sigur og síst sannfærandi – en allt í rétta átt.
Svona blasti þetta við mér:
– Uppspilið: Langir frá bakvörðum á Rickie Lambert.
– Allt annað uppspil eins og það væri sýnt hægt (menn þreyttir)
– Lucas var frábær.
– Rickie Lambert reynir að bæta rangstöðumetið í úrvalsdeild.
– Mignolet í ruglinu – vörnin oftar en ekki einnig.
– Lítið sjálfstraust.
– Við verðum undir í báráttunni einum fleiri (hvernig er það hægt?)
– Að öllum líkindum er Lee Mason lélegri dómari en Mike Jones, það er nú eitthvað!
Stærsta munurinn á liðinu í dag og á sama tíma í fyrra (fyrir utan að okkur vantar hraða frammávið – Sterling er sá eini) er sá að liðið getur vart haldið bolta almenninlega. Gerrard er ekkert að lenda í vandræðum aftast á miðjunni þegar við erum með boltann 60-70% og leikmennirnir framar en hann vinna boltann yfirleitt til baka áður en til Gerrard þarf að fara í kapphlaup.
Á meðan á leiknum stóð birtist possession tölfræði af og til, alltaf vorum við svipað með boltann og Leicester, lið sem er á pappírunum væntanlega ca. 20 kg. þyngri en við að meðaltali og 10 cm hærra. Hvernig má þetta vera? Er ómögulegt að spila á styrkleiknunum? Það eru nú fínir fótboltamenn þarna inn á milli þó að sjálfstraustið sé lítið…
Sammála að varnarleikurinn hafi verið slakur í þessum leik, en merkilegt nokk þá hafði Mignolet lítið að gera í þessum leik. Fyrir utan þessa hrikalegu sendingu í fyrri hálfleik þá átti hann fínan leik og verður ekki sakaður um markið.
Flestir hljóta að vera sammála um að Lucas eigi heima í þessu liði.
Svo er það annað. Þegar Liverpool skoraði annað markið brutust út mikil fagnaðarlæti meðal leikmanna. Miðað við stemninguna þá og í þriðja markinu þá sýnist mér leikgleðin sé að aukast. Sem sagt, mín tilfinning að liðið sé á uppleið. Þarf bara að koma upp stemningunni.
Mig langar aðeins að fara yfir frammistöðu Mignolet í vetur og velta því fyrir mér hvort gagnrýnin gagnvart honum sé einfaldlega röng, eða að miklu leiti bara byggð á því hvernig hann lítur út með boltann leikjunum, því fyrir mér virkar hann með minna en 0 sjálfstraust.
Southampton – Fær á sig eitt þrumumark en hér voru flestir ef ekki allir sammála að hann hafi bjargað stigum með frábærum vörslum í lok leiks.
City – Hérna var liðið hreinlega yfirspilað af meisturunum og ekki skemmdi fyrir að Moreno ákvað að gefa þeim eitt mark. Lítið hægt að setja út á Mignolet.
Tottenham – Mignolet frábær í þessum leik þau fáu skipti sem á hann reyndi. Átti mjög mikilvægar vörslur í stöðunni 0-1 sem hefði klárlega skipt sköpum. Jákvætt.
Aston Villa – Jújú, hann náði ekki að halda hreinu og markið klaufalegt, en það byrjaði alls ekki hjá honum. Þarna var nú aðallega sókninni um að kenna að við fengum ekkert útúr leiknum enda þegar á Anfield er komið á liðið einfaldlega að skora.
West Ham – 3 mörk á okkur. Hægt að benda á Mignolet í að mig minnir öðru markinu en ekki mikið meira en það. Þarna voru Skrtel og Lovren uppá sitt besta. Gáfu hvert markið á fætur öðru.
Everton – Það er bara einn maður í heiminum sem kenndi Mignolet um markið, og það er Gary Neville. Að mínu mati alls ekki hægt að kenna honum um 2 töpuð stig.
West Brom – Fáum eitt mark á okkur og það úr víti. Auðvitað vill maður sjá hann verja það en maður getur ekki bara búist við því.
QPR – Fáum á okkur 2 mörk í skrýtnasta leik tímabilsins. Ég kenni öllum öðrum varnarmönnum liðsins um þetta frekar en Mignolet. Jose, taktu þetta til þín.
Hull – Höldum hreinu í leiðinlegum leik.
Newcastle – Moreno nær einhvern veginn að gefa þeim þetta eina mark sem dugaði. Ekki hægt að kenna Mignolet um það.
Chelsea – Var mjög óöruggur að mig minnir í spili liðsins sem kom þó aldrei að sök. Fékk á sig 2 mörk, annað eftir mistök varnarinnar og hitt eftir dúllerí Coutinho. Kenni honum ekki um.
Crystal Palace – Hérna er bara ekki hægt að kenna einhverjum einum um! Jújú hann átti öömurlega spyrnu út af vellinum rétt fyrir annað mark þeirra en það á ekki að þýða mark í kjölfarið. Ömurlegur leikur liðsins.
Stoke – Frábær leikur hjá kallinum. Eins og alltaf óþægilegt að horfa á hann með boltann en þvílíkar vörslur sem tryggðu okkur öll 3 stigin.
Leicester – Reyndi hvað hann gat að gefa hinu liðinu mark. Tókst að lokum þegar hann var einfaldlega óheppinn og fékk boltann í hnakkann. Því alveg sanngjarnt að skrá eitt mark á hann. En það kom ekki að sök enda unnum við leikinn.
Ég er því alls ekki sammála mönnum um að Mignolet sé að tapa fleiri stigum fyrir okkur heldur en hann er að vinna. Hins vegar er ég algjörlega sammála öllum þeim sem pirra sig yfir því hvernig hann lætur með boltann, virðist vanta allt sjálfstraust í greyið kallinn. En af hverju ætli það sé? Ætli hann taki það ekki bara svona inná sig þegar fólk gagnrýnir hann?
Annars er ég sammála mönnum um að vilja annan mann í búrið, en ég er samt ekki á því að Mignolet sé lykilmaður í þessu hörmungartímabili so far!
Afsakið langan póst 🙂
Sjomlinn
Fáranlegt að sja hversu oft þeir komust upp með að taka Lambert greyið í bóndabeyjur og hvaðeina algjörlega fáranlegt ..já maðurinn er stór og allt það en það má ekkert bara reyna póstleggja Lambert í bréf.
Heilt yfir litið fannst mér Gerrard frábær í þessum leik og klárlega voru Sterling og Lucas flottir fannst reyndar kolo algjör kappi líka og drengur góður.
En ég kalla eftir að dómarar fari að sýna framherjum þá virðingu sem þeir eiga skilið ef það er í lagi að taka menn í wrestling á vellinum þá kann ég ekki reglurnar lengur.
Menn eru alltaf að tala um að Lucas sé eini alvöru DM (þó mig minnir að hann hafi verið keyptur sem AM), en er ekki Can alvöru DM? Mig minnir að hann hafi spilað bæði vörn og miðju hjá Leverkusen…..
Afsakið þráðránið, en framkvæmdir við nýja Main Stand stúku hefjast núna næstkomandi mánudag 🙂
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fcs-new-anfield-main-8228162
Allt að gerast 🙂
Málið með hann Mignolet er að hann á aldrei teiginn, frábær 1 á 1.
Hann þarf að fara drullast til að fara út úr teig og éta þessa hálofta bolta . ughhhh.
Vissulega hefur Mignolet fengið á sig mikla gagnrýni og oft á tíðum óverðskuldaða. Hins vegar snýst hlutverk markvarðar um mun meira en einstaka vörslur eða mörk sem viðkomandi fær á sig. Hlutverkið snýst jafnframt um stjórnun varnarleiks, skipulag í föstum leikatriðum og jafnvel þátttöku í sóknarleik og þar finnst mér Mignolet vanta töluvert uppá. Það má ekki gleyma því að liðið fékk mikið af mörkum á sig í fyrra líka án þess þó að ég sé eitthvað að kenna honum einum um. Hugsanlega myndi Mignolet sýna meira hvað í honum býr í liði með betur skipulagðan varnarleik.
Varðandi leikinn á þriðjudaginn, Ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Gerrard, þá fannst mér Skrtel gera tilkall til þess að vera maður leiksins. Ekki sammála að vörnin hafi verið óörugg fyrir utan 15 mín kafla í fyrri hálfleik. Heilt yfir fannst mér varnarleikurinn nokkuð solid í þessum leik og Leicester var ekki að skapa sér mikið af færum. Skrtel hreinlega át alla bolta sem komu nálægt honum, var með góðar staðsetningar og skilaði boltanum vel frá sér. Klárlega hans besti leikur í vetur.