Liverpool 1 Basel 1

Liverpool lauk þátttöku í Meistaradeildinni í kvöld.

Afsakið á meðan ég æli.

Jæja, ljúkum formlegheitunum af: þetta var lokaumferðin í riðlinum, Basel á Anfield og við þurftum sigur til að komast áfram. Bara einhvers konar sigur, hvernig sem hann næðist. Hann náðist ekki, 1-1 jafntefli þýðir að Liverpool endaði í 3. sæti riðilsins og fer í Evrópudeildina eftir áramót.

Í þessum leik sem Liverpool varð að vinna, þá er hér liðið sem Brendan Rodgers stillti upp:

+ Kolo Touré var meiddur þannig að Dejan Lovren kom aftur inn í liðið. Alberto Moreno (á bekk) og Javier Manquillo (uppí stúku) voru ekki notaðir heldur Glen Johnson og José Enrique. Ég endurtek, vörnin okkar var: Johnson Skrtel Lovren Enrique. Einn leikmaður keyptur af Rodgers, allir fjórir vonlausir í vörn í vetur.

+ Í þessum leik sem varð að vinnast voru Lucas Leiva, Joe Allen og Steven Gerrard á miðjunni. Jordan Henderson var hafður á vinstri kantinum. Rickie Lambert var frammi. Með ofangreinda vörn fyrir aftan sig og þessa menn á miðjunni var Liverpool hægasta lið Evrópu, nema þegar Raheem Sterling fékk boltann.

+ Moreno, Emre Can, Lazar Markovic, Phil Coutinho og Adam Lallana voru á bekknum. Þeir hlaupa allir hratt nema Lallana, en hann hugsar hratt og á stoðsendingar og því mátti ekki nota hann heldur í kvöld.

+ Fjöldi framherja á bekknum: 0.

+ Fjöldi leikmanna keyptir undir stjórn Rodgers í síðustu 5 leikmannagluggum í byrjunarliðinu: 4.

+ Fé notað til leikmannakaupa undir stjórn Rodgers: £200m+.

FYRRI hálfleikur var eitthvað það lélegasta sem ég hef séð til Liverpool-liðsins síðan ég byrjaði að fylgjast með knattspyrnu. Fabian Frei kom Basel yfir á 25. mínútu með frábæru skoti frá vítateigslínunni en þeir áttu að vera búnir að skora áður en að því kom, og þeir hefðu átt að setja fleiri eftir það mark.

Fyrstu tíu mínúturnar var jafnræði í leiknum en eftir það tóku Basel-menn öll völd, mýmargir miðjumenn Liverpool þvældust fyrir hver öðrum, Rickie Lambert mætti fyrirsjáanlega búinn á því í þennan leik (enda leikið 450 af síðustu 450 mínútum liðsins, 32 ára gamall) og vörnin okkar gat ekkert. Nákvæmlega ekkert. Ég missti tölu á því hve oft Basel-menn sluppu markmegin við varnarmennina okkar fjóra og ég trúði varla hversu opið svæðið fyrir framan vörnina var með bæði Lucas og Allen í hlutverki tvöfaldra varnartengiliða.

Sjáið bara markið. Teljið Liverpool-leikmennina og spyrjið svo hvers vegna Frei fær að stilla upp og miða áður en hann lætur vaða:

Það er eitthvað mikið að hjá þessu liði.

SEINNI hálfleikur var ekki mikið betri. Fegnir því að vera bara 1-0 undir í hálfleik sýndi Rodgers lífsmark, tók Enrique út fyrir Moreno og Lambert út fyrir Markovic. Það átti að hlaða í comeback sem gerðist eiginlega aldrei. Basel héldu áfram að anda rólega og þótt Markovic, Sterling og Moreno blésu og blésu við vítateig þeirra sköpuðust engin færi.

Á 60. mínútu kom svo ótrúlegt atvik. Markovic, sem hafði komið af krafti inn í leikinn, hljóp með boltann frá Basel-manni á miðlínunni, þvert yfir völlinn. Hann lítur við og sér Basel-manninn koma að sér, slær til hans en hittir varla í andlitið á honum, Basel-maðurinn fleygir sér niður og dómarinn gat ekkert annað en rekið Markovic út af. Ég veit ekkert hvað Markovic var að pæla þarna, hvort hann tognaði á heila eða hvort hann ætlaði að ýta manninum af sér en tókst það svona slysalega upp. Jú, hann hitti Basel-manninn lítið sem ekkert og sá ýkti „sárin“ en það breytir engu, þú dæmir á ásetning þarna og dómarinn gat ekkert annað en rekið Markovic út af.

Eftir þetta henti Rodgers Coutinho inná fyrir Lucas undir það síðasta en þetta virtist ætla að fjara út þar til Steven Gerrard skoraði úr frábærri aukaspyrnu á 80. mínútu. 1-1 og skyndilega allt opið. Okkar menn reyndu að pressa og náðu 2-3 góðum færum en inn fór boltinn ekki og Svisslendingarnir fögnuðu ákaft í leikslok.

Þannig fór um sjóferð þá. Við biðum í fimm ár eftir að Meistaradeildin sneri aftur á Anfield, létum okkur dreyma, þorðum loks að vona síðasta vetur og í vor fögnuðum við ákaft; Liverpool var aftur komið á meðal þeirra bestu í Evrópu. Í ágúst fögnuðum við aftur enda ótrúlega heppnir með riðil miðað við hvað liðið gat mögulega fengið: tveir glamúrleikir gegn ríkjandi Evrópumeisturum, sennilega veikasta liðið í öðrum potti og lið sem hafði aldrei áður spilað í Meistaradeildinni og komst inn fyrir hálfgert slys í umspilinu í ágúst.

Nema hvað, Real Madrid komu og slátruðu okkur á Anfield, enginn glamúr eða gaman þar. Og jafnvel þótt við leggjum þeim leikjum til hliðar, enda eru Real sennilega besta knattspyrnulið heims í dag og unnu hvern einasta leik í þessum riðli, þá standa eftir fjórir leikir gegn FC Basel og Ludogorets Razgrad. Og Liverpool vann einn af þessum fjórum leikjum.

Hvað sem ykkur finnst um leikmannakaup, hinn eða þennan leikmann eða hvað annað, þá er einn sigur í þessum fjórum leikjum gegn þessum tveimur mótherjum svo langt undir því sem telst ásættanlegt að ég get varla rætt það án þess að verða óglatt.

Við rétt lákum sigri gegn Ludogorets í fyrsta leik, á Anfield. Þá tók við tap í Basel, svo tvö töp gegn Real. Þá glopraði liðið útileiknum gegn Ludogorets frá sér með glæpsamlegri varnarvinnu en á einhvern óskiljanlegan hátt stóðum við frammi fyrir lokaleik á Anfield gegn Basel þar sem sigur myndi skila okkur áfram.

Ef einhver hefði boðið mér þann möguleika í ágúst hefði ég tekið því allan tímann. Anfield í lokaleik gegn Basel? Já takk. Við hefðum öll tekið því og hlakkað til.

Það sem er mér erfiðast eftir þennan leik er hvernig Rodgers nálgaðist hann. Hann stillti ekki upp til sigurs í kvöld, hann stillti upp liði sem átti fyrst og fremst ekki að tapa, og síðan kannski að ná að hnoða inn sigri. Hann stillti upp liði af hræðslu og varkárni þegar liðið þurfti, við þurftum, og Anfield heimtaði, risastórt áhlaup á mótherja sem eru seigir en eiga samt að vera okkur óæðri.

Það segir sitt að tólfti maðurinn var þögull í nánast allt kvöld. Menn sáu byrjunarliðið og stemningin dó á vellinum fyrir leik. Andrúmsloftið á Kop.is, Twitter og víðar var þrungið tuði og kvíða frekar en spennu og tilhlökkun. Og það skilaði sér inn á völlinn. Gerrard virtist ekki vita hvar hann átti að vera, Henderson er enginn helvítis vinstri kantmaður og það virtist enginn vita hvert planið væri til að sigra þennan leik.

Þetta var átakanlega lélegt.

Ég spyr mig eftir svona leik, hvað segja FSG og Ian Ayre? Í hvaða stöðu er Brendan Rodgers eftir að hafa drullað svona innilega upp á bak í Meistaradeildinni, og í þeirri stöðu að það virðist lítið annað en óraunhæf fantasía að vonast eftir að komast þangað aftur næsta haust?

Horfa þeir á þetta með mildum augum fyrir Rodgers? Það gæti litið út einhvern veginn svona: ~Hann missti Suarez og svo Sturridge í meiðsli, og svo Balotelli í meiðsli. Lykilmenn hafa brugðist honum í vetur, heppnin hefur verið á móti honum (sérstaklega gegn Ludogorets og Basel úti) og einmitt þegar comebackið virtist vera að lifna við í kvöld var Markovic rekinn út af fyrir litlar sakir. Þetta átti ekki fyrir okkur að falla í vetur.~

Eða hrista þeir hausinn og senda Rodgers stingandi augnaráð? ~Hvernig gat hann klúðrað þessum riðli? Hvernig gat hann frosið svona á lykilstundum í must-win leikjum? Hvernig gat þetta rándýra Liverpool-lið unnið aðeins einn leik af sex? Hvernig fór hann inn í must-win leik með ótrúlega varnarsinnað og hægt byrjunarlið, með alla fljótu og rándýru leikmennina sem við keyptum fyrir hann á bekknum? Hvenær er nóg komið?~

Ég veit ekki hvað þeir hugsa. MÍN skoðun er sú að ef Rodgers þarf að fela sig á bak við meiðsli Sturridge og ætlast til að við fyrirgefum allt heila helvítið sem hefur gengið á í vetur þá skjátlast honum hrapallega. Hann hefur gert stór mistök í næstum hverjum leik, hann er að gera mig geðveikan með liðsvali og þrjósku, of mörgum atriðum til að tíunda hér í stuttu máli, og ég er nánast alveg búinn að missa trúna á honum.

Mín skoðun? Ef hann tapar fyrir Manchester United á sunnudaginn á hann að missa starf sitt hjá Liverpool. Ég skal rökstyðja þá skoðun með tveimur punktum:

+ Að vera um miðja deild um jólin, tíu stigum á eftir þessu grútlélega United-liði, er óverjandi, hvort sem Sturridge er heill eða ekki.

+ Ef þessi United-leikur tapast er tímabilið opinberlega farið til fjandans og því ekki til neins að bíða fram á vorið með að skipta um stjóra.

Sumir spyrja kannski, hvert er næsta skref ef Rodgers á að víkja? Jú, ég er sammála því að það þarf að vera einhver áætlun í gangi en á einhverjum tímapunkti verðum við að horfast í augu við að breytingin, bara einhver breyting, hlýtur að vera betri en að hjakka áfram í kviksyndinu. Við erum að sökkva hægt í þessu kviksyndi í dag og ef ég væri sá sem tæki ákvörðunina hefði Brendan Rodgers einn leik til að sýna mér að hann geti snúið þessu við.

Einn leik til að sýna mér að hann geti stillt upp jákvæðu byrjunarliði. Einn leik til að sýna að hann hafi kjark í stóru ákvarðanirnar. Einn leik til að sýna mér að liðið sé reiðubúið að berjast fyrir hann, því það sá ég ekki í kvöld fyrr en Gerrard jafnaði. Einn leik til að sýna mér að hann hafi trú á eigin leikmannakaupum og viti hvað hann ætlar að gera við þau.

Einn leikur. Ef einhver hefði sagt mér í ágúst að ég væri kominn á þá skoðun snemma í desember að best væri fyrir Liverpool að skipta um knattspyrnustjóra hefði ég hlegið að viðkomandi. Mér líkar vel við Rodgers, ég hef varið hann og haft trú á honum og ég var hæstánægður með að við virtumst hafa fundið óslípaðan demant í Suður-Wales og ég hlakkaði til þess að njóta krafta hans um ókomin ár.

Ef sá gaur er ennþá þarna inni verður hann að gjöra svo vel og fara að sýna sig aftur því maðurinn sem hefur stýrt Liverpool FC síðasta hálfa árið er alls ekki hæfur til að gegna þeirri stöðu. Vandinn er bara að ég hef enga trú á því að við sjáum þann gaur aftur.

YNWA

165 Comments

  1. Jæja vonandi var þetta seinasti leikurinn sem að Rodgers stýrir þessu liði.
    Hann er kominn á endastöð.

  2. Ég er ansi hræddur um að þetta hafi verið síðasti leikur í meistaradeildinni hjá Gerrard

  3. Afhverju þurfti Sterling að vera svona ógeðslega eigingjarn? Mignolet með nokkrar frábærar vörslur og margt gott í seinni hálfleik svosem.. það er samt svo langt frá því að vera Rodgers að þakka og ég væri til í að sjá hann fjúka við fyrsta tækifæri.

  4. Hvað eiga Lovren og Titanic sameiginlegt?
    Svar: áttu ekki að fara frá Southamton

    Ömurlegt 🙁

  5. Hefði ekki verið sniðugt að hafa Borini til staðar á bekknum eða í byrjunarliði með Lambert frammi í leik sem við þurftum að sigra? Rodgers out. Þýðir ekkert að byrja alltaf að spila fótbolta í seinni hálfleik.

  6. Sorglegt, frábær barátta eftir að við misstum manninn út af. Bara ekki nóg að spila vel í 30 mínútur í svona leik.

    Spái því að við fáum nýjan þjálfara fyrir næsta tímabil. Því miður. Þetta stefnir í að verða martraðartímabil hjá okkur.

  7. já já, var alveg gaman allavega að horfa á þennan leik lokamínúturnar en það var held ég útaf því menn voru hættir að spila þennann BRodgers bolta, spila milli skrtl, Lovren og Mignolet og bara sparka fram og ekki alltaf leita að sendingunni til baka. Menn gáfu skitu í Rodgers og fóru á instinct.

  8. Erfitt að taka út jákvæða punkta eftir þennan leik. Helst kannski hversu mikið þeir pressuðu í lokin manni færri. Stuttur samanburður á Liverpool 2004/2005 undir Rafa Benitez og Liverpool 2014/2015 undir Rodgers:

    1. Liverpool voru þéttir til baka. Í dag eru Liverpool allt annað en þéttir til baka
    2. Liverpool voru hard to beat í Evrópu. Í dag eru þeir það ekki.
    3. Liverpool hafði Carra og Hyypia í vörninni. Í dag hafa þeir Skrtel og Lovren.
    4. Liverpool hafði markmann. Í dag hafa þeir ekki markmann.
    5. Liverpool gátu skorað eftir horn. Í dag reyna þeir ekki einu sinni að skora eftir horn.
    6. Meðalmenn áttu það til að gera óvænta hluti. Óvæntu hlutirnir sem meðalmennirnir gera í dag eru að láta reka sig útaf…á meðan þeir eru með boltann.
    7. Stuðningsmenn Liverpool höfðu trú á stjóranum. Í dag hafa þeir það ekki.

  9. Hvað hefur Allen gert til að verðskulda sæti í þessu liði á kostnað t.d 25 mp Lallana.
    Þetta gengur ekki svona lengur.

  10. Mikið djöfull ef þeir gætu verið jafn mótíveraðir í hverjum leik eins og þeir voru eftir markið hans Gerrard. Þetta er það sem við höfum verið að biðja um! Ekki menn með hangandi haus í hverjum einasta leik.
    Þarna voru gæðin í liðinu einfaldlega ekki næg sama hversu mikið við reyndum í restina.

  11. Rodgers setti óreyndan vitleysing sem hefur ekkert tækifæri fengið hjá honum í deildinni (Markovic) inná í staðinn fyrir Adam Lallana. Hvers vegna veit ég ekki, en sú ákvörðun reyndist honum ansi dýrkeypt.
    Ég mun skilja Gerrard fullkomlega ef hann nennir ekki að hanga með þessum meðal aumingjum áfram. Það er ekki einu sinni barátta og þessi svokallaði 12 maður vaknaði ekki fyrr en Gerrard skoraði. Skammarlegt, og áhorfendur voru byrjaðir að fara á 90 mín, hrikalega lélegt.

    Svona fór þetta og þá getur maður farið aftur í próflærdóminn.

  12. Þetta er grátlegt, lið sem á að vera í uppbyggingu með ungum leikmönnum er komið á endastöð. Það sést best á því að þjálfarinn treystir ekki leikmönnum sem hann keypti fyrir skrilljónir til að spila nema eins og Lambert í neyð. Já og úrslitin hingað til tala sínu máli. Nú þarf að breyta til í brúnni áður en allt fer endanlega norður og niður…því miður.

  13. #5 – Steven Gerrard á skilið mun fleiri leiki í Meistaradeildinni. Það kann vel að vera að þetta hafi verið síðasti leikurinn hans í þeirri keppni í þessari treyju en kannski verður hann ekkert mikið lengur í henni hvort sem er.

    Brendan er svo gjörsamlega búinn að tapa plottinu og sumarkaup hans ásamt liðsuppstillingu síðustu mánaða gera það eiginlega að verkum að ég treysti honum varla fyrir mikið fleiri leikjum.

  14. Var ég sá eini sem sá Mignolet heimta boltann frá Lovren á 84. mínútu, þegar Króatinn var að reka alla fram í aukaspyrnu?
    Hvað er í gangi?

    Ég var mjög spenntur fyrir Rodgers og ég hélt ég myndi aldrei segja þetta…
    en d****** hefði verið gott að hafa Rafa í þessum úrslitaleik 🙁

  15. Oj hvað ég nenni ekki ógeðslegum febrúarkvöldum í Evrópudeildinni.

  16. Getur BR svarað fyrir af hverju BORINI er ekki einu sinni á bekk ? Þegar okkur vantar fremherja ?

  17. Hvað segir það þegar Skrtel er farinn að spila framherja? Það er rannsóknarverkefni þetta hrun hjá liðinu, þjálfaranum og öðrum í kringum liðið sem teiknuðum upp þennan hóp í sumar. Þetta fær því miður falleinkunn. Hvað er til ráða? Hafa leikmennirnir enn trú á BR? Hefur BR enn trú á því sem hann er að gera? Höfum við trú á honum? Sunnudagurinn er risastór!

  18. Já og annað. Hvaða skammarverðlaun eru það eiginlega að þurfa að keppa í Europa League eftir áramót?!

  19. Þá er sá draumurinn úti. Byrjuðum vel en fengum síðan á okkur aula mark sem greinilega sló menn út af laginu. Byrjum seinni á fínu tempói og ég var farinn að sjá fyrir mér jöfnunarmarkið…en nei, endilega að slæma hendinni í andstæðinginn fyrir framan dómarann…rautt. Eftir það var dómgæslan einfaldlega slök og á okkar kostnað. Gerrard með glæsilegt mark en lengra komust við ekki. Því miður er ekkert drápseðli í þessu liði okkar og mér finnst fyriliðinn ekki vera að vinna vinnuna sína í að verja leikmennina. Hann rétt hristir hausinn þegar hann átti að heimta víti, engin vernd fyrir Sterling og svo átti hann helling af lélegum sendingum. En við skulum samt kenna öllum öðrum um. Nú er bara að bíða eftir MU leiknum, eða ekki.
    YNWA

  20. Eina góða sem ég get dregið út úr þessum leik er síðasta korterið. Það var hægt að sjá glytta aðeins í ákefðina sem liðið hafði á síðasta tímabili. Eitt er þó víst, Lazar Markovic er búinn að spila sinn síðasta leik í treyju Liverpool.

  21. Eitt líka í viðbót, hvers vegna í fjandanum vorum við að þvælast með tvo afturliggjandi miðjumenn inná þegar við þurfum 2 mörk? Lucas var ekki að gera neitt að viti í seinni hálfleik og maður var búinn að garga á þessa skiptingu með Coutinho.

  22. GERRARD svarar þessu bara í hreinskilni. Við höfum ekki verið nógu góðir og eigum ekki skilið að fara áfram uppúr þessum riðli ! !

  23. Þá er bara að taka þessa helvítis Evrópudeild. Er það ekki annars rétt að sigurvegarar í Evrópudeild komist í Meistaradeild?

  24. Suarez gat meira að segja látið Rodgers líta vel út. Getum við fengið Hodgson aftur?

  25. Hvenær er botninum náð? Þetta tímabil er orðið verra en grískur harmleikur eftir Æskýlos.

    Það er langt frá því að vera ásættanlegt að sitja í 9. sæti deildarinnar eftir 15. umferðir og tapa svo fyrir Basel í baráttunni um að komast upp úr riðli í Meistaradeild. Sér í lagi þegar þú ert með lið sem náði 2. sæti á Englandi tímabilið áður og fékkst rúmar 100m punda til að eyða.

    Þetta var okkar síðasti Meistarardeildarleikur í rúma 20. mánuði í hið minnsta. Hver veit svo hvað árin verða mörg þegar uppi er staðið? Kannski 5 ár eins og síðast? Sorglegt!

  26. Liverpool vann einn leik í riðlakeppninni. Segir allt sem þarf!

    Ef Lambert byrjar leikinn á sunnudaginn einn frammi þá segir það allt sem segja þarf um Brendan Rogers!

    Þangað til…….. say no more!

  27. Ég veðja 10.000 kalli að BR hafi fundist sínir/okkar menn stórkostkegir, frábærir eða eitthvað álíka. Skjóttu mig í fésið!!

  28. Já ég veit ekki hvers vegna menn voru svona svartsýnir fyrir þennan leik. Liverpool sýndu alveg frábæra baráttu og sóttu alveg aðeins síðasta korterið þegar stórliðið Basel voru búnir að pakka í vörn og leyfðu okkar mönnum að sýna sitt besta, sem var langt frá því að vera gott.
    Menn verða bara að vera þolinmóðir, Lambert verður kominn aftur í sóknina í næsta leik.

  29. Ég sagði fyrir leik að Rodgers yrði að fjúka sama hvernig þessi leikur færi, það að stilla upp 9 varnarsinnuðum mönnum upp í leik sem þarf að vinnast og með engann striker á bekknum er merki um heigulshátt. af 6 leikjum tók hann tvisvar heigul á þetta, tel Madrid leikinn með.

    Við vorum ekki svona |——-| nærri því að komast áfram, Basel var svona nálægt því að klúðra þessu eftir öll dauðafærin sem þeir klúðruðu.

    Markovic fór loksins að sýna afhverju hann kostaði 20 millur og lætur svo reka sig útaf með fíflaskap, meiraðsegja Lovren sýndi kjark og Migs var fínn á milli stanganna en jesús minn hvað þessir öftustu 5 hjá okkur finnst gaman að koma hvorum öðrum í vandræði með stutta spilinu.

    Rodgers hefði átt að gera meira grín af Tottenham! Er búinn að verja hann með kjafti og klóm en þetta er komið gott.

    Ps hvernig Enrique komst í byrjunarliðið er eitthvað sem Rodgers skal útskýra vel!

  30. Nokkrir punktar. Ég er búinn að fá nóg af Rodgers. Við verðum að vinna á heimavelli og stillum upp með 3 varnarsinnaða miðjumenn og einn upp á topp með bakverði sem koma ekkert með í sóknarleikinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Maðurinn hlýtur að vera skertur. Sama upplegg og gegn Sunderland og Hull og liðið getur ekki skorað. OG ég er ekkert hissa. Er Allen að fara askora??? Lucas??? Er Henderson að fara að redda málunum fram á við?? Á bara Sterling að gera þetta allt einn???? 3 sóknarsinnaðir miðjumenn á bekknum í leik sem verður að vinnast. (Coutinho, Markovic, Lallana)
    HVar eru 50m punda miðjumennirnir??? Markovic og Lallana??? ER BARA ALLT Í LAGI ABYRJA MEÐ ALLEN INN Á LEIK EFTIR LEIK Á KOSTNAÐ ÞESSARA MANNA??
    Byrjar með Jose Enrique inn á sem hefur ekkert getað í 2 ár í stað 18m punda bakvarðar sem er þó lélegri en John Flanaghan. Hvar er Borini?? Til hvers er hann í Liverpool?? Hvaða bull er að kaupa Labert og Balotelli til að leysa af Suarez og Sturridge???
    Nú er nóg komið-Rodgers er búinn að skemma möguleikann sem Liverpool átti á að verða topplið í Englandi á ný. Liðið er á hraðri leið að verða tæplega miðlungslið í Englandi og AF HVERJU ætti Gerrard að skrifa undir nýjan samning?? Af hverju ætti einhver leikmaður að vilja koma til Liverpool í dag????
    Liðið er rjúkandi rúst núna og mál er að linni.
    Rodgers verður að fara í burtu og ekki seinna en á morgun.

  31. Ég get ekki leikinn um helgina við Scums-in. Myndavélar beinast að stúkunni af United stuðningsmönnum með einhvern borða sem á stendur “Rodgers is a football genius” og allir United menn hlægja að okkur.
    Þetta er 360 gráðu snúnigur frá því fyrir 9 mánuðum.

  32. England: 1,4 stig að meðaltali í leik. Meistardeild: 0,8 stig að meðaltali í leik. Topp þjálfari alveg hreint

  33. Tekið af Twitter…

    “Taxi”
    [img]https://pbs.twimg.com/media/B4cUIcYCUAAtriD.jpg:large[/img]

    ….liðið hrökk í gang aðeins of seint

  34. Vil byrja á því að hrósa liðinu fyrir baráttuna í seinni hálfleik, börðust eins og ljón. Markovic var óttalegur kjáni, á að vita betur.
    Annars skrifa ég tapið á Brendan. Að stilla liðinu svona upp, vitandi að ekkert annað en sigur komi okkur áfram, er alveg galið að mínu mati. Líkt og hann hafi haldið að jafntefli væri nóg.
    Hvar var baráttan í þeim fyrri?? Að leikmenn mæti ekki dýrvitlausir til leiks og hlaupi líkt og andsettir væru frá fyrstu mínútu, skil ég ekki. Er Rogers ekki að ná að mótivera menn, þarf liðið alltaf að vera komið upp við vegg til að það sýni að það kunni að spila fótbolta…..

  35. Úff þetta var vont, allveg roslega vont. Ég trúi því einfaldlega hversu lélegir Liverpool voru í fyrr hálfleik, í stærsta leik sem Liverpool hefur spilað síðan þeir töpuðu á móti Chelsea á Anfield í maí. Það er bara eitthvað rosalega mikið að þarna. Ég hef hingað til haft trú á því að Brendan Rodgers maðurinn sem reif þetta lið upp úr því að vera í 6. sæti og uppí annað sæti á seinstu leiktíð með frábærum sóknarbolta gæti snúið við þessu gengi. Í kvöld minnkað sú trú gríðarlega mikið. Hann virðist ekki hafa nein svör og stundum virðist hann taka mjög tilviljanlegakenndar ákvarðanir eins og það að byrja með Jose Enriqe í bakverðinum. Afhverju? Bara til að taka hann svo útaf í hálfleik ástamt EINA framherjanum sem við höfðum inná í stöðu þar sem við þurftum að skora tvö mörk. Og afhverju að hafa Joe Allen inná, hann hefur verið svo arfaslakur að ég á ekki til orð. Og að taka hann ekki frekar útaf í hálfleik frekar en Lambert er mér óskiljanlegt. Nú segi ég einfaldlega hingað og ekki lengra Rodgers út og það sem fyrst eins erfitt að þar er að segja þetta. Hverjum hefði dottið þetta í hug í maí? Hrunið er einfaldlega það mikið.

  36. Mér fannst Markovic koma rosalega flottur inná og átti góða spretti og var leikinn á boltanum þegar hann kom inná, það er ekki eins og maðurinn sé búinn að fá mikinn séns á þessu tímabili en hann hefur greinilega hæfileika og þarf að fá spil tíma til að þróa sinn leik, vissulega var heimskulegt af honum að fá þetta rauða spjald en kommon maðurinn er ný orðinn 20 ára gamall..

  37. Sælir félagar

    Það vakna margar spurningar eftir þennan leik. Flestar snúast þær um BR og liðskipan hans upplegg og þor. Þar eru spurningar af þeirri stærð að það varðar starf hans í framtíðinni og hvað eigendur hafa lært undanfarin misseri um fótbolta. Ég er ekki viss um að BR gæti selt þeim hugmyndir sínar í eins og hann gerði fyrir tæpum þremur árum síðan. Til þess hafa þeir örugglega lært of mikið.

    Brendan Rodgers hefur fallið á ansi mörgum prófum í haust. Hvort meðaleinkunn hans og framtíðarupplegg nægir til að hann nái þeim 4,5 sem þarf til að falla ekki er alsendis óvíst. Það sem hann þarf að gera er að vinna næstu leiki sína í deildinni, ekki bara næsta leik heldur fleiri. Ef hann gerir það ekki þá er hann búinn og fer um áramót.

    Hugmyndir hans um leikmenn, leikskipulag og plönin sem hann þarf að hafa til að vinna leiki byggjast ekki á statistanum Lambert. Hann verður að hafa þrek og þor til að spila þeim leikmönnum sem hann keypti sem framtíðar leikmenn þessa liðs. Þeir verða að fá að spila svo þeir komi inn á völlinn með hausinn skrúfaðan á en ekki svo gjörsamlega laflausa í gengjunum að það er verra en forskrúfað.

    Ég nenni ekki að ræða um þennan leik sem uppstilling og allt upplegg var með þeim hætti að eins og í undanförnum 5 til 15 leikjum snerist þetta ekki um að vinna leikinn heldur að tapa honum ekki. Það er ekki nóg, það hefur aldrei verið nóg og mun aldrei verða nóg.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  38. Er ennþá að reyna skilja afhverju BR dettur það í hug að hafa Allen, Lucas og Henderson í byrjunliði þegar liðið þarf að vinna leikinn. Skil ekki þetta útspil og á erfitt með að sætta mig við þetta.

    Skil heldur ekki afhverju Borini er ekki á bekknum, ef hann treystir honum ekki þá þarf BR að gjöra svo vel að taka striker úr varaliðinu/unglingaliðinu og setja á bekkinn.

    Eins mikið og ég vonaði að BR væri The Man þá hef ég misst trúnna og er núna að reyna gera upp við mig hvort hann ætti að fá þann sjens í janúar að eyða peningum LFC í nýja leikmenn eða hvort nýr stjóri þurfi að stíga inn.

  39. Brendan Rodgers minnir mig á ofdekraðan krakka sem fær fullt af dóti en leikur sér ekki með það.

    Sorglegt að sjá liðið vera komið aftur á byrjunarreit

  40. Eitt er alveg víst að BR fær ekki jólakort frá mér í ár. Sterling skýtur eins og kelling, drullu máttlaust, en þetta miðlungs lið ræður við ósköp lítið, enda fengnir miðlungs menn í sumar.

  41. Anda inn, anda út …
    Fyrri hálfleikur var skelfilega slakur og algerlega viðbúinn með upplegg BR.
    Sem er alvarlegt. Ótti svífur yfir vötnum.
    Fór að rúlla betur í seinni með hraðari mönnum en Markó á sér engar málsbætur. Vonandi lærir hann (smá gubb)
    SG gladdi gamalt hjarta með afgreiðslunni en þetta er skítt.
    Ætla rétt að vona að við vinnum pöbbakeppnina næstu helgi en á engan vegin von á því.
    Nú er bara að kveikja á kerti og leyfa aðventunni að líða og sjá til í janúar.

    Verst að helvítis jólalögin þurfa að óma ofan í þessa skelfingu.
    En … YNWA

  42. Byrjum bara 4-4-1 á móti manjú, ekki 4-4-2 🙂 Ætti að ganga vel 🙂
    YNWA

  43. Eins og Einstein sagði…Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results.

    Brendan taktu þetta til þín.

    Stórbrotin aukaspyrna Captain Fantastic dustaði ryki yfir hörmulega liðsuppstillingu og andlaust lið. Þurfum að vinna, 10 mín eftir og Skrölturinn er settur fram sem okkar eina von, frábært.

    Sunnudagurinn er úrslitadagur fyrir Rodgers.

  44. Ég vil að Brendan Rodgers verði rekinn ef liðið tapar fyrir Man Utd.
    Tökum þetta bara lið fyrir lið áður en ég fer að læra
    1. Hann segir fyrir tímabilið að Liverpool hafi farið vel með peninga og hafi ekki farið Tottenham leiðina. Af þeim sem hann keypti í sumar voru tveir í byrjunarliðið í mikilvægasta leik tímabilsins.
    2. Hann virðist ekki vita hvað hann er að gera oft á tíðum. Er alltaf með sama leikkerfi sem er löngu úrelt og gengur ekki því liðið er ekki með harðan framherja.
    3. Hann gleymdi að kaupa heimsklassa framherjar og ákvað að veðja á meiðslahrúguna Sturridge og vandræðagemsan Balotelli.
    4. Jose Enrique er ennþá að spila með liðinu það er næg ástæða til að efast um hann.
    5. Virðist vera lélegur að mótivera liðið fyrir alvöru leiki. Gleymum því ekki að Rodgers var ekki að gera gott mót þegar Liverpool var í Evrópudeildinni. Hann var ekki góður með þá heldur þá og liðið heppið að fara áfram.
    6. Varnaleikur hjá liðinu hefur verið slakur síðan Rodgers kom til liðsins. Suarez lét þetta bara líta svo vel út, en þegar hann nýtur ekki lengur við þá fær liðið bara á sig mörk en skorar engin í staðinn.
    7. Stærsta vandamálið í augnablikinu eru samt viðtöl eftir leiki. Hann talar alltaf um eins og við séum sigurvegara og annað slíkt. Hann er undir gífulegu álagi og virðist höndla það mjög illa.
    8. Hann eyddi fullt af pening til að veikja Southampton en er samt langt fyrir neðan þá í deildinni. Þið munið að Lallana og Lambert voru yfirburðamenn hjá þeim í fyrra.

    Þetta eru bara nokkra ástæður og það eru til miklu fleiri, þrjóska hans við að nota alltaf ákveðna leikmenn og aðrir fá ekki séns og svo þessi óskiljanleg ákvörðun að setja Markovic inná á undan Coutinho í kvöld, vá hvað það kostaði mikið.

  45. Við eigum ekki von á miklu þegar lélegir miðlungsmenn, Allen, Lambert, Enriqe, Leiva eru í byrjunarliðinu, jafnvel trekk í trekk. Þetta er stórundarlegt og annarlegar hvatir þarna á bakvið. En svo það sé á hreinu, maður skiptir ekki um lið, það er bara þannig.
    YNWA

  46. Það er langt síðan ég hef verið jafnsár út í Liverpool … þetta metnaðarleysi, þetta markaleysi, þetta getuleysi, þessi pirringur (Markovic … hvað varstu að pæla???) … þetta áhugaleysi … þetta óskiljanlega mál með liðsuppstillingu BR … þetta … þetta …. þetta er bara fudging grátlegt. Ég var gráti nær í vor þegar titillinn tapaðist og þótt því sé ekki einu um að kenna þá er slippery fall Stevie táknmyndin fyrir titilmissinn … en ég var montinn og stoltur af liðinu. — Núna … þá fæ ég í magann. En ég er og verð alltaf Liverpool aðdáandi auðvitað. Það er bara svo fudging erfitt að halda með þessu liði. Og sá sem stýrir skútunni fær eðlilega mestu gagnrýnina … það er ekkert flókið eða óskiljanlegt við það. Karl Malone var frábær leikmaður en vann aldrei “meistaratitil” … Stevie Gerrard hefur lengi verið einn af þeim bestu í heiminum en mun aldrei vinna ensku deildina. Það er grátlegt að hugsa út í þetta. Sorrí … afsakið meðan ég æli og beygi af …

  47. Þó markovic hafi fengið rautt sjald held ég að ég hafi aldrei séð hann jafn góðan í liverpool treyju, var allt í öllu þessar 15 min

  48. Það er gjörsamlega óskiljanlegt að skilja Borini eftir heima þegar að hinn 32 ára gamli Lambert er búinn að spila leik eftir leik núna undanfarið og verður bara þungri eftir hvern leik sem hann spilar. Væri ekki nær að hafa Borini allavega á bekknum.

    Hvar var Lallana í kvöld, hann átti flotta innkomu um daginn og skoraði mark og virðist fara í frost við það. Sennilega ekki gott að standa sig vel á vellinum, þó gætir misst sætið þitt.

    Enrique vs Moreno ?
    Moreno allan daginn og ótrúlegt að miðað við hversu mikið Rodgers gekk á eftir honum í sumar þá fær hann varla að byrja leik. Rodgers hefur meira að segja sett Manquillo hægra meginn og sett Johnson í stöðuna hans Moreno.

    Emre Can, stóð sig vel um daginn og er með mikla orku og kraft á miðjunni en hann spilar frekar Joe fríking Allen leik eftir leik.

    Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta tímabil í fyrra var bara Studge og Suarez að þakka en ekki snilli Rodgers sem má taka pokann sinn í kvöld.

  49. Sæl og blessuð.

    The madness of King … Rogers. Að keyra Lambertinn út eins og hann gerði í öllum þessum leikjum og halda svo í fullri alvöru (í alvöru!) að hann gæti gert eitthvað af viti, karlanginn í þessum leik. Einn frammi með alla þessa eðaldútlara fyrir aftan sig og sjálfstraustið í algeru núlli.

    Þvílíkt gjaldþrot og nú bíður maður bara eftir hyskinu á MU leiknum með skiltið á lofti: BRENDAN ROGERS IS A FOOTBALL GENIUS. Ég reikna með a.m.k. 10 skiltum með þeirri áletrun.

    ekki meira að sinni.

  50. Já rekum Rodgers af því að það eru svo margir stjórar sem eru betri og myndu taka við LFC.

  51. Sælir aftur félagar, bara einspurning: “er KAR ekki fallinn á tíma”?

  52. Já, það er rétt að reka BR. Helstu þjálfarar á lausu núna eru:

    – Andre Villa Boas
    – Tim Sherwood
    – Roberto Di Matteo
    – David Moyes..já nei, við rétt mistum af honum

    Nei, fyrir mína parta vil ég Rodgers áfram. Þetta fer að koma.

  53. Hef alltaf stutt Rodgers og var að vona að hann myndi snúa þessu við því að með nýjum stjóra förum við aftur á byrjunarreit og 2-3 ára uppbyggingu. En eftir þessa uppstillingu þá er ég orðinn nokkuð viss um að hann verði að fara. Hvers vegna að byrja með Allen og Lucas? Ég hugsaði strax og ég sá þetta, hvaðan eiga mörkin að koma eða öllu heldur hver á að búa e-h til? Og í guðanna bænum, hættið að slefa yfir og lofsama Lucas. Viðurkenni að hann er betri en Gerrard í þessari stöðu en það er ekki úr háum söðli að falla. Jú jú hann stoppar eina og eina sókn en hann getur ekki komið boltanum frá sér og að auki þá gefur hann alltof margar aukaspyrnur fyrir utan teig. Emre Can á alltaf að vera þarna á undan Lucas. Og hafa Allen og Lucas saman er náttúrulega grín. Tvisvar í fyrri hálfleik hlupu þeir á hvorn annan og í bæði skiptin skapaðist hætta. Allt of margir í þessu liði eru meðalmenn í besta falli, Henderson, Allen, Lucas, Johnson, Enrique, Lambert, Borini, svo lengi mætti telja. Held að við verðum komnir 10 stigum á eftir Utd eftir sunnudaginn því miður.

  54. Leikskýrslan er komin inn. Það var erfitt að skrifa þessa skýrslu og ég endaði hana á þungum orðum en mamma mín sagði mér að maður á alltaf að segja það sem manni finnst.

    Jamm. Ókei. Bæ.

  55. Þetta er maðurinn sem við spörkuðum Daglish fyrir, án Suarez á hann fá svör.
    Innkaupalisti hans er besta falli sorglegur.
    Hate to say I told you so.
    LFC er stærri klúbbur en að taka séns á eitthvern one season wonder þjálfara með swansea.
    Heyrist ekki mikið í þessum moneyball aðdáendum núna, enda vinnst deildin með worldclass leikmönnum, ekki eitthverju Brad Pitt handriti

  56. Martröðin staðfest Liverpool er búið að fara úr síðasta tímabili í þennan viðbjóð á undraverðum tíma. Heimaleikur á Anfield gegn Basel og maður fór meira en lítið svartsýnn inn í leikinn og hafði meira en góða ástæðu til. Talaði um það í upphitun að ég óttaðist 1-1 jafntefli og martröðin var algjörlega fullkomnuð.

    Það allra versta er að þrátt fyrir mjög léttan riðil þá náði Liverpool að skíta svo hressilega í buxurnar að niðurstaðan er einn sigur á Ludogorets í uppbótartíma á eins ósannfærandi hátt og hægt er að hafa það. Fleiri leiki vann liðið ekki sem er skandall. Gef ekkert fyrir reynsluleysi leikmanna eða þjálfara þetta er alltaf bara hroðalega lélegt og ekki Liverpool sæmandi, einhverju þarfa að breyta eftir þessa skitu. Talandi um reynsluleysi þá virðist Rodgers alveg hafa glatað kjarkinum sem einkenndi allt síðasta tímabil og treystir á gamla og dauðþreytta leikmenn leik eftir leik sem skila litlum sem engum árangri. Leikmenn Basel fögnuðu líklega þegar þeir sáu byrjunarliðið í dag.

    Byrjunarlið Rodgers í dag og reyndar byrjunarliðið undanfarið staðfestir að sumarglugginn er einn sá versti í sögu enska fótboltans, þá er ég að meina í heild, ekki bara hjá Liverpool. Persónulega held ég að margir góðir leikmenn hafi verið keyptir en þeir hafa verið notaðir hræðilega og það er erfitt að skrifa á úrslitin í kvöld á menn sem fengu ekki að spila.

    Fyrsti kostur í sóknina er ein mesta meiðslahrúga sem hefur spilað stöðuna síðan Cisse var frammi. Aðalklúðrið í sumar var að fá ekki neinn inn sem getur svo mikið sem reynt að líkjast Sturridge. Það sem við grátum það núna að missa af Sanchez eða álíka kaupum.
    Annar valkostur inn í þetta tímabil og arftaki Suarez var eins og allir vissu áhætta eða eins og hægt er að fara kalla hann núna, skilgreiningin á panic kaupum. Ekki að þessi leikur skrifist á Balotelli enda veit ég ekki á hvaða viku þessi tveggja vikna meiðsli hans eru núna.
    Þriðji kostur í sóknina er einhver sá hægasti leikmaður sem ég man eftir, flottur kostur af bekknum í einhverjum leikjum en glórulaust að spila honum 90.mínútur leik eftir leik. Hann entist bara 45 mínútur í dag og það gæti mögulega hafa kostað Rodgers og Liverpool sætið í Meistaradeildinni. Lambert frammi leik eftir leik er það sem fær mig hvað mest til að efast um Rodgers og sakna kjarksins sem hann sýndi á síðasta tímabili. Hvað þá þegar hvorugur bakvörðurinn sækir að nokkru ráði svo hægt sé að mata Lambert eitthvað smá í þeim færum sem hann er actually góður í að klára.
    Fjórði kostur er eins óvelkominn hjá félaginu og hægt er að hugsa sér og kemst ekki í hóp þrátt fyrir að liðinu hafi aldrei vantað sóknarmann eins illa og núna. Það hefur eitthvað alvarlegt gerst. Ef það er verið að frysta Borini svona fyrir að neita að fara í sumar ber ég ekki traust til eigenda félagsins eða þess sem tók ákvörðun um þetta nautheimskulega frost.

    Annað sumarið í röð reynir Rodgers að leysa stöðu vinstri bakvarðar og enn á ný erum við að treysta á Enrique eða Johnson í röngum bakverði. Enrique hefur líklega meiðst í dag eða ekki verið í standi og því var sóað skiptingu á fokkings vinstri bakvörðum þegar liðið þurfti að sækja. Inná kom leikmaðurinn sem var keyptur í sumar.

    Hvernig Emre Can hefur ekki fengið að spila eftir Chelsea leikinn er mér með öllu fyrirmunað að skilja. Hann er betri að öllu leiti en Joe Allen sem er ekkert sérstakur í vörn, vonlaus í loftinu og með öllu gangslaus sóknarlega. Can er líklega betri en Lucas líka.

    Ef ekki Can þá notar þú alltaf frekar leikmanninn sem var keyptur á 25m punda í leik á heimavelli sem verður að vinnast. Lallana er betri að öllu mögulegu leiti sóknarlega heldur en Joe Allen. Hvað þá ef lausnin er að hafa Allen á miðjunni og Henderson vinstramegin. Hvaða rugl er þetta? Það er eins og Rodgers hafi verið að reyna gelda liðið sóknarlega í fyrri hálfleik.

    Eins glórulaust það nú er í stöðunni 0-1 að skipta eina sóknarmanninum á leikskýrslu útaf ásamt vinstri bakverði fyrir vinstri bakvörð gat ég ekki mótmælt því að skipta Lambert út fyrir Markovic. Lambert var það lélegur í þessum leik. Markovic hressti heldur betur upp á leik okkar manna og með ólíkindum svekkjandi að hann hafi nælt sér í þetta afskaplega harða en á sama tíma fáránlega heimskulega spjald. Hann kostaði okkur mjög illa í dag þó okkar menn hafi verið alveg nógu lélegir 11 á móti 11. Burt séð frá þessu spjaldi er Markovic með hraða sem má skoða mikið oftar af bekknum.

    Geymi vörnina að þessu sinni nema varnarleikurinn í marki Basel er átakanlegur og sýnir mjög vel hversu léleg pressan er orðin í þessu liði okkar. Aðalsmerki liðsins í fyrra og það sem maður hélt að Rodgers stæði fyrir.

    Ég er gríðarlega ósáttur við það hvernig Rodgers lagði þennan leik upp og spilaði úr honum. Gef honum því miður 3,8 fyrir leik og óttast mjög um framtíð hans sem stjóra Liverpool tapist næsti leikur og ég tala nú ekki um deildarleikurinn eftir það líka (Arsenal). Þetta eru tveir afar raunhæfir kostir eins og staðan er núna.

    Liverpool er að standa sig verr en á lokatímabili Houllier, ca. á pari við ömurlegt lokaár Benitez þar sem félagið logaði stafna á milli innanhúss. Svei mér þá Hodgson var bara með tveimur stigum minna eftir 15 deildarleiki og var að spila svipað spennandi fótbolta. Þetta tímabil er það slæmt. Tap gegn United og Arsenal í næstu leikjum og Rodgers er með færri stig en Hodgson var með.

    Ég hef alls engan áhuga á að skipta enn á ný um stjóra, ekki alveg strax. Fyrst vill ég að FSG stokki algjörlega upp vonlausa innkaupastefnu sína, hvort sem það er gert með því að taka völdin af Rodgers eða þeim sem sjá um þetta núna því sú deild er alls ekki að skila nægjanlega góðum árangri. En ef Rodgers ætlar að halda lengi áfram á pari við stigasöfnun Hodgson er erfitt að styðja hann mikið lengur.

    Það að komast ekki upp úr riðlinum með Ludogorets og Basel er vandræðalega lélegt, þetta Basel lið flýgur úr leik í 16-liða úrslitum. Eins og þetta lítur út núna er hægt að túlka þetta sem svo að Sturridge og Suarez hafi sannarlega komið okkur í þessa keppni og liðið hafi ekkert getað án þeirra.

    Ég nenni ekki Evrópudeildinni og gef upphitun strax frá mér. Þarf hvíld frá Evrópu líkt og ég vona að lykilmenn okkar fái í næstu leikjum. Fjórða sætið er mjög fjarlægur draumur eins og staðan er núna en okkar eina hálmstrá uppá Meistaradeild að ári.

    Það eru ömurleg vonbrigði og mjög mikið áhyggjuefni enda vitum við hversu erfitt er að komast í þessa fjandans Meistaradeild eftir nokkur ár utan hennar.

  57. Skil KAR bara vel að vera lengi að þessu ekki hefði ég geð í mér að skrifa skýrslu um þennan leik. Ég segi nú bara bring Rafa back ég er viss um að hann myndi stökkva ef að hann fengi tækifærið. Allt er betra en BR hef aldrei séð Liverpool liðið jafn andlaust og lélegt að því undanskildu þegar Hodgeson var með liðið. Svo er staðreyndin einfaldlega sú að þegar þjálfari Liverpool er komin á þann stað að Hodgeson er sá sem er helsti samanburðurinn þá er viðkomandi greinilega á miklum villigötum og það er komin tími til að taka pokann sinn.

  58. Eigum reyndar eitt annað hálmstrá að komast í Meistaradeild en það er sigur í Evrópudeildinni, eins fjarlægt og það nú er.

  59. Djöfull eru KAR og Babu með þetta! Takk fyrir mig……… úrslitaleikur á sunnudag…….. fyrir Brendan Rodgers!

  60. Ömurlegt. Einhvern veginn lítur allt út fyrir að Rodgers hafi ekki náð að berja því í menn að þeir verði að sýna að síðasta tímabil hafi ekki bara verið einhver heppni. Var áfallið að glata titlinum bara of mikið, er það að reynast honum ofviða að koma þeirri hugsun úr leikmönnum?

    Á samt ekki að vera hægt að troða því í hausinn á mönnum að það sé þeirra að sýna að síðasta tímabil hafi ekki verið nein heppni, að þeir séu nógu góðir til þess að gera jafn vel og þá? En það er svo sem ekki hægt að spila sama glæfraboltann þegar enginn er til þess að skora fleiri mörk en andstæðingurinn, það er helsti gallinn. Og þegar þú ert með enga sókn og leka vörn sem þú virðist ekki geta gert við sjálfur, þá verður þú bara að leita þér hjálpar.

    Mínir tveir aurar eftir kvöldið. Sjitt hvað ég hlakka til Evrópudeildardráttarins á mánudag!

  61. Þetta var ekki nógu gott í kvöld en mér finnst samt menn gera alltof lítið úr þessu Basel liði. Þetta er bara flott lið annað en okkar lið.
    Ég sá þá spila báða leikina gegn Real og þeir stóðu í þeim og vel það og áttu að vinna heimaleikinn fannst mér miða við spilamenskuna útá vellinum.

    Staðreyndin er einfaldlega sú að Liverpool eru ekki nógu góðir í dag, það eru of margir farþegar í leikmanahópi liverpool.
    Mignolet er einfaldlega ekki nógu góður markvörður
    Glen/Enrique eru löngu búnir á því
    Lambert er fín í hóp en á ekki að byrja inná leik eftir leik.
    Lucas/Allen eru því miður bara miðlungsleikmenn
    Gerrard er búinn að vera stórkostlegur fyrir liverpool en það sjá það allir sem vilja að það hefur hægst verulega á honum.

    Henderson á enþá mörk góð ár eftir en hann er einfaldlega vinnuhestur og skapar lítið eða ógnar marki.

    Það sem Rodgers þarf að gera í næstu leikjum er einfaldlega láta ungu gaurana fá enþá stæra hlutverk.
    Ég vill fá Can, Markovich, Sterling, Moreno, Manquilo, Suso , Sakho fá að spila stórt hlutverk á næstuni og bæta svo inní Couthino, Lallana, Sturridge og vona að við getum farið að gera eitthvað skemmtilegt og farið að spila hraðari bolta.

    Ég sá að Rodgers var að hugsa eitthvað í þeim dúr í síðari þegar hann tók út Lambert/Enrique í hálfleik og var eins og tempóið í leik liðsins fór á annað level en Markovitch klúðraði eiginlega þeim málum með að láta reka sig útaf og þá er þetta alltaf erfit.

    Það hefði verið gaman að komast í 16.liða úrslit í meistaradeild en staðreyndin er sú að við áttum það einfaldlega ekki skilið.
    Nú er bara að endurtaka 2001 Evrópukeppni ævintýrið en það var helvíti skemmtilegt og þess má geta að sigur Evrópudeild gefur sæti í meistaradeild í ár og miða við spilamennskuna þá eru meiri líkur á því en að ná í þetta 4.sæti.

  62. Ég er nú ekki sammála því að stemmingin hafi verið slæm á vellinum.
    Þetta var langbesta stemming sem ég hef upplifað á anfield en um leið fyrsta evrópukvöldið.

    Þessi fyrrihálfleikur var hrein út sagt ömurlegur en ég er nokkuð viss um að liðið lagist um leið og við fáum alvöru framherja í þetta lið.

    Ástæðan fyrir því að við náðum þessum árangri í fyrra er í barcelona og hin ástæðan er í los angeles í endurhæfingu.

    Þar til við fáum alvöru framherja aftur þá verður þetta bara svona bitlaust hjá okkur. Ég vona svo innilega að við fáum einhvern inn ekki seinna en 1 jan,

    En við erum Liverpool og við skiptum ekki um stjóra á miðju tímabili. Það þarf ekki að ræða það meir

  63. #67 “Ég nenni ekki Evrópudeildinni og gef upphitun strax frá mér”. Babu

    Neeeeiiii, tvöfaldur skellur 🙁
    Þá fór það eina jákvæða sem ég sá við að liðið færi í Europa League

  64. Sælir félagar.

    Persónulega átti ég ekki von á neinu öðru og talaði um það yfir leiknum að þetta lið á svo erfitt sóknarlega að það þurfi alltaf eitthvað extra að gerast til þess að það læðist inn mark (sem reyndar gerðist í kvöld). Það er bara einfaldlega þannig að liðið hefur ekki náð sér á strik síðan snemma síðasta vor og það er nkvl ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að breytast hratt.

    Ég skil vel að menn velti vöngum yfir liðsvalinu. Í síðustu leikjum hefur BR valið menn sem hann hefur talið þekkja vel hlutverk sín s.s. Toure, Lucas, Allen, enrique, Lambert. Það er samt alveg deginum ljósara að liðið hefur verið veikt sóknarlega og því hefði ég gert athugasemdir við svipaða uppstillingu í dag þar sem við urðum að skora mark/mörk. Helst myndi ég segja að valið á Lambert hafi verið sturlað, maðurinn er svo búinn á því eftir leikjatörn undanfarið (þar sem hann hefur oft gert mjög vel reyndar) að hann kemst ekki einu sinni úr rangstöðunni þegar við hefjum sókn. Ég hefði allan daginn haft hraðan miðjumann frammi í staðinn. Allen og Lucas með Gerrard fyrir framan og henderson á vinstri kanti er bara sturluð hugmynd fyrir hvaða leik sem er. Vörnina þarf svosem ekki að ræða umfram það sem fyrirrennarar hafa sagt á undan.

    Frysting Fabio borini hlítur að vera ákv stjórnar, svo stór er hún. Enda þótt honum séu mislagðar lappirnar í markaskorun þá hefði hann alltaf átt að vera sá striker í fjarveru sturridge sem hvað best fittaði leikkerfið sem stjórinn vill spila.

    Menn sjá það alveg berum augum að aldrei hefur náðst jafn lítill árangur á leikmannamarkaðinum og síðustu þrjú ár eða síðan þessi transfer committee var sett á laggirnar. Vissulega mun framtíðin skera úr um hvort þetta hafi verið góð eða slæm nefnd þar sem margir leikmenn eru enn óskrifað blað…..hitt er svo annað mál að nefndin virðist ekki vera að kaupa leikmenn sem þjálfarinn vill þar sem hann notar ítrekað ekki þessa menn og það er eitt mesta áhyggjuefni sem ég hef af stjórnun þjálfarans því við vitum vel að þeir leikmenn sem fyrir voru höfðu ekki unnið neitt af viti fyrir klúbbinn ef frá er talin SG. Adam Lallana er sérlega áhugavert viðfangsefni í öllum þessum pælingum og jafnvel enn áhugaverðara að reyna að átta sig á lógíkinni við að selja Andy carroll þegar liðið hafði einn annan striker á blaði vegna þess að hann fittaði ekki leikstílinn og kaupa 2 árum síðar ricky lambert og mario balotelli…..ég er alveg lens.

    Ég ætla aðeins að enda þetta á tveimur pínu björtum punktum fyrir BR. Númer eitt er að hann hefur verið með gjörsamlega gelda framlínu í haust og það væri rosa áhugavert að sjá hvort hann nái að laga spilamennskuna þegar framlínan styrkist og þá allaveganan vitum við nánar hvað var að klikka. Þessi sumargluggi og síðustu hljóta að fara að kenna mönnum innanhús hjá LFC að þeir verði að hugsa hlutina betur og ef guð lofar þá læra þeir af þessu og verða betri.

    Ég er allavegana ekki tilbúinn að kasta BR strax bara upp á vonina að fá breytingu sem gæti lífgað upp á þetta. Menn voru með framtíðarsýn og kannski til lengri tíma er þetta bara mjög lélegt skref aftur á bak en gæti styrkt okkur til lengri tíma að læra af þessari reynslu. Ég skil samt vel að stuðningur við stjórann er í lágmarki.

    YNWA

  65. Verð að segja að þetta er það daprasta sem Kristján Atli hefu rskrifað á kop.is að heimta það að Rodgers verði rekinn ef hann tapar um helginna núna í desember eftir að hann var 2 stigum frá því að vinna deildinna og var þjálfari ársins núna í maí á þessu ári. Árangurinn á þessu tímabili hefur vissulega verið mikill vonbrigði en tal um að reka Rodgers um helgina er það dapurlegt að það nær engri átt.

  66. Þrír punktar:

    – Við vorum rúmlega miðlungslið og ekki í meistaradeild og gátum ekki krækt í stór nöfn vegna þess, eða svo var sagt. (vorum ótrúlega heppnir að ná í Suarez á sínum tíma þegar Torres fór)
    – Við komumst í meistaradeild og náðum öðru sæti í deildinni, en samt virtist ekkert ganga að ná í stórstjörnur
    – Nú erum við dottnir út úr meistaradeildinni og ekkert á leiðinni þangað aftur í bráð. Hvaða stórstjörnur ætli vilji ganga til liðs við liðið núna?

    Pirringstuð:

    Hvaða rugl er þetta eiginlega? Júnæted var í rugli á síðustu leiktíð og ekki í CL. Samt kaupa þeir slatta af stjörnum, s.br. Falcao. Þeir eru einfaldlega með *miklu* betra lið en við í dag, og virðast vera að detta í gang á meðan við erum í frjálsu falli. Þvílíkt og annað eins turnaround á einhverjum 9 mánuðum. Hvaða endemis vitleysa er þetta eiginlega?

    Ég vona að FSG selji á morgun og liðið verði keypt af einhverjum viðbjóðslega múruðum sykurpabba frá austurlöndum nær (eða fjær) og fari að andskotast til að kaupa almennilega menn og borga almennileg laun. Það virðist vera eina leiðin uppá við. Til fjandans með einhverja uppbyggingu og “money-ball” og “keyra bara á uppöldum leikmönnum”.

    Það er bara hundleiðinlegt að horfa á þetta lið. Mig langar ekki einu sinni til að fara á Anfield lengur, eins og ég hef gert reglulega undanfarin ár.

    Það þarf eitthvað mikið að breytast.

  67. Átakanlegt, en sanngjarnt. Verðskulduðum ekki að fara upp úr riðlinum. Nokkrir punktar úr þessum leik samt…

    Steven Gerrard var að gera hluti sem best væri að striker á besta aldri (24-30 eða svo) ætti að gera, t.a.m. í pressunni. Hann gaf 110% í þennan leik og skoraði ennfremur eitt af flottustu aukaspyrnumörkum knattspyrnusögunnar – þvílík og önnur eins spyrna: https://www.youtube.com/watch?v=_ETE1T4ectY <- þriðja sjónarhornið, vá!

    Markovic var að standa sig með prýði, en var rekinn einstaklega imbalega (og réttlega, að mínu mati, þótt ögn strangt hafi verið) af velli. Liðið virtist samt tvíeflast eftir þetta og barðist frábærlega, en allt kom fyrir ekki. Það átti aldrei að koma til þessa úrslitaleiks. Þessu var klúðrað fyrr.

    Hef ekki tíma í frekari pælingar, er að vinna myndir sem ég tók í dag. Nú er "bara" að vinna Evrópudeildina!

  68. Hrópandi ósammála honum Kristjáni mínum að hlutir standi og falli með næsta leik.

    Frá því við urðum meistarar síðast höfum við rekið Souness, Evans, Houllier, Benitez, Hodgson og Dalglish…eftir að hafa endurhannað liðið í mörgum tilvikum þarna.

    Fínt ráð hjá fyrirtæki í vanda er að reka höfuðið og halda að þar með sé allt í lagi…bara borga starfslokasamningana og skipta um kúrs…nú skulum við t.d. bara kaupa Asíubúa…eða stráka sem eru góðir í kraftaboltanum sem West Ham og Newcastle ná árangri með.

    Þetta var ömurlegt upplegg og hryllileg frammistaða í Evrópu.

    Ég sagði þegar Dalglish var rekinn og stend enn við að eini sénsinn til að geta hent inn í þetta lið manni sem gæti náð árangri nokkuð örugglega var Rafa Benitez…það var fyrst og fremst til að reyna að ræða á öðrum nótum það upplegg sem bara flestir vildu sjá.

    Ungan, spennandi þjálfara spilandi tiki-taka fótbolta…eða var það ekki málið á sínum tíma???

    Þá gleymdist tvennt sem er að koma í ljós í vetur. Reynsluleysið í Evrópu og hvernig menn bregðast við þegar risaskip lendir í stórsjó. Hvorugt hefur þessi maður upplifað áður af neinu viti og hann er í lærdómskúrvu….eins og klúbburinn okkar í skrilljónasta skipti á síðustu 20 árum. Nú bara þarf að “bíta í axlir” eins og dætur mínar sögðu eitt sinn…verða ekki fórnarlambaherinn sem segir stanslaust og alltaf hvað allir eru ómögulegir og vitlausir…og skipta ekki enn um starfslið.

    Til að fá hvern í ósköpunum??? André Vilas Boas…

    …nei, nú þarf ég að æla!!!

    YNWA…

  69. Og varðandi þessa meintu tilvitnun í Albert Einstein, þá er það hreinræktuð della.

    “Insanity is doing the same thing over and over again but expecting different results.” Rita Mae Brown, Sudden Death (Bantam Books, New York, 1983, p. 68).”

    Aukinheldur væri þetta mjög, mjög léleg skilgreining á “insanity” og engum góðum gögnum studd.

  70. Þetta er bara djók. Skil ekki að mönnum hafi fundist Gerrard góður – hann var algerlega hræðilegur fyrir utan þetta mark sem hann skoraði og þann tíma sem leið eftir það. Henderson verður lélegri og lélegri með hverjum leiknum og svo mætti lengi telja – nenni því ekki.

    Sterling langfrískastur en því miður þá eru ákvarðanatökur hans oftar en ekki slæmar þegar hann nálgast markið. Gefur hann í dauðafæri í kvöld og reyndir í seinni hálfleik að senda á Skrtel inni í teig þegar hann var einn á móti varnarmanni. Verulega slæmar ákvörðunartökum þó hann sé eini ljósi punkturinn í þessu arfaslaka liði. Það er ekkert hægt að gera til að rétta leikmannakaup undanfarina ára.

    Endurtek enn og aftur – við vorum með sjálfspilandi lið á síðasta ári sem hvaða aulapungur sem er hefði nánast getað stjórnað.

    Það er ekki nokkur leið að réttlæta það að Brendan verði áfram – alls enginn. Ekki láta það hvarla að ykkur að það fari eitthvað að smella saman. Við munum verða í basli í hverjum einastsa leik og þetta er bara hark. SORRY – bara staðreynd.

    Dettur einhverjum í hug að við eigum séns í þessa Evrópudeild – ekki möguleiki…

  71. Þrennt sem ég vil koma inn á:

    1. Babu og fleiri skrifa um að Rodgers hafi sýnt svo mikinn kjark í fyrra. Ég hef alltaf verið frekar meðvirkur á það en fór að hugsa núna út í það. Hvaða kjark sýndi Rodgers í fyrra? Hann setti hvern einasta leik sem Liverpool spilaði í fyrra eins upp. Það má velta því fyrir sér hvort það er kjarkur að setja leik gegn Man. City á Etihad eins upp og leik gegn Norwich á Anfield eða hvort það sé einfaldlega heimska. Ég er eiginlega kominn á þann pól að það sé frekar heimska og sýnir bara hvað Rodgers er einhæfur og með fáar hugmyndir.

    Á síðasta tímabili hjakkaðist hann á sama kerfinu leik eftir leik þrátt fyrir að liðið míglak mörkum. Eina ástæðan fyrir því að það virkaði er að liðið hafði tvo bestu framherja deildarinnar. Á þessu tímabili er hann búinn að hjakkast á sama kerfinu leik eftir leik með sömu niðurstöðu og í fyrra, nema það að núna eru framherjar liðsins í besta falli í meðallagi. Hvað gerir hann í því? Nákvæmlega ekki neitt.

    2. Emre Can er eini miðjumaður Liverpool sem hægt er að segja að hafi staðið sig ágætlega á þessu tímabili. Jafnvel hægt að segja að hann hafi bara verið frekar góður. Samt fær hann ekki mínútu inni á vellinum. Hvaða skilaboð eru það? Ég skil allavega ekkert.

    3. Ég á ekki orð yfir þessu Rafa Benitez rúnki hérna. Hefur enginn fylgst með því sem hann hefur gert síðan hann var rekinn frá Liverpool? Hann tók við Inter sem voru nýbúnir að vinna þrennuna, þ.e. Serie A, Coppa Italia og Meistaradeildina, og var rekinn þaðan í desember sama ár eftir að hafa verið í ruglinu með liðið. Núna er hann að stýra Napoli sem m.v. gæði leikmanna ættu að vera búnir að berjast um ítalska titilinn síðan Rafa tók við. Fyrsta árið endaði hann 24 stigum á eftir Juventus, í þriðja sæti, og datt út í riðlakeppninni í CL. Núna er Napoli í 5. sæti, 11 stigum á eftir Juventus. Þeir duttu út í umspilinu um að komast í CL gegn Athletic Club sem eru mjög slakir í ár og munu líklega ekki komast lengra en í 8-liða úrslit í Europa League því að þeir eru einfaldlega ekki betri en það undir stjórn Rafa. Ég bið ykkur Rafa rúnkarana því vinsamlegast um að taka af ykkur fortíðargleraugun og horfast í augu við raunveruleikann. Því að hann er ekki fallegur.

  72. Óttalegt knee jerk finnst mér vera í mönnum.
    Jújú. Þetta voru slæm knattspyrnuúrslit. Svoleiðis gerist og það gætu orðið önnur slæm úrslit á sunnudaginn. En þessi viðbrögð margra, þar á meðal skýrsluhöfundar eru í nokkru samræmi við almenna skynsemi.

    Hvað sem öðrum líður er liðið en nokkuð skammt frá því að sjá aðalmarkmiði sínu fyrir þetta tímabil. Sem var 4. sæti.

    Það var vitað mál, það vissi Rodgers, það vissi John Henry, það vissu allir stuðningsmenn Liverpool að þetta tæki tíma að smella saman með allan þennan mannskap sem var keyptur í sumar. Því menn þurfa jú að spila sig saman í fótbolta. Fótbolti er ekki nöfn á blaði sem menn geta púslað saman á fallegum pappír. Þetta er flóknara en svo.

    Við vissum að allir að leiðin yrði löng. Að þetta tæki tíma. Liðið myndi þurfa að finna taktinn. Nýir menn að koma sér fyrir og læra inn á kerfið.

    Við vissum að seinasta tímabil myndi skilja eftir sig þynnku. Þynnku hjá okkur stuðningsmönnum. Þynnku hjá leikmönnunum. Þynnku hjá Steven Gerrard. Sem eftir verstu mánuði lífsins og heimsmeistaramót seinasta sumar (þar sem hann svo átakanlega hefði þurft hvíld) myndi aldrei ná sömu hæðum og í fyrra.

    Við vissum að við myndum sakna Suarez. Markanna hans. Vinnusemin. Baráttan. Sendingarnar. Varnarvinnar. Aggressjónin. Stríðseðlið. Kröfunar til liðsfélaganna og endalausa trúin sem bar allt liðið áfram.

    Við vissum að í öllu falli myndi það taka tíma að móta lið án Luis Suarez.

    Við vissum að liðið væri ekki í sama evrópustandard og það var með Pepe, Carra, Hyypia, Mascherano, Alonso, Gerrard, Kuyt, Torres. Við vissum að við þyrftum að læra upp á nýtt. Það tæki tíma.

    EN SAMT. EN SAMT. EN SAMT. EN SAMT. Mæta menn hérna og væla eins og stungnir grísir af því hlutirnir eru ekki að ganga upp í byrjun desember. Díses kræst. Þið valdið mér vonbrigðum. Ég veit ekki hvaða væntingar menn voru búnir að byggja upp hjá sér. Að liðið væri svo gott að það mætti við því að missa sinn andlega og knattspyrnulega leiðtoga án þess að þess myndu sjást greinileg merki?

    Það er sárt að láta sig dreyma því þegar hlutirnir ganga ekki upp í raunveruleikanum eins og í hausnum á manni. Sárt. Þá verður maður leiður. Reiður. Leitar lausna. Finnur sökudólga. Brendan Rodgers.

    Liverpool verður eins konar Helter Skelter í sálarlífi. Væntingar manna til liðsins í engu samræmi við neinn raunveruleika. Menn missa sig. Fara á flug. Sjá LFC sem stórveldi. Sjá sögulegt réttlæti í því að liðið sitt nái árangri af því það náði góðum árangri einu sinni. Við eigum að vera góðir í meistaradeildinni núna af því við vorum góðir í meistaradeildinni fyrir tíu árum. Við eigum að rústa deildinni núna því við rústuðum henni næstum því í fyrra.

    Kæru Liverpool stuðningsmenn. Þið eigið enga heimtingu á því að klúbbúrinn láti óraunhæfa drauma ykkar rætast. Þið eigið enga heimtingu á því að klúbbúrinn standist óraunhæfar væntingar ykkar. Þess vegna getur John Henry ekki brugðist við og rekið Brendan Rodgers ef hann tapar á Old Trafford af því fótboltinn hans Rodgers var búinn að byggja upp óraunhæfar væntingar í Liverpool stuðningsmönnum á Íslandi.

  73. Þessi notkun Rodgers á Lallana, Moreno, Markovic, Can og Borini er alveg gapandi fokking ótrúleg. 5 leikmenn sem kostuðu næstum 80m punda eru bara frystir og gjörsamlega geldir á staðnum án svæfingar.
    Það hefur augljóslega eitthvað mikið gerst á æfingasvæðinu og búningsklefanum bakvið luktar dyr sem við fáum ekki að vita strax af.

    Rodgers er núna búinn að stríða við nákvæmlega sömu vandamálin í varnarleiknum í bráðum heil 3 ár. Hann hefur fullkomlega ekkert sýnt að hann muni nokkurntímann ná tökum á varnarleik Liverpool og föstum leikatriðum. Skiptir engu hvaða eða hversu dýra varnarleikmenn við kaupum. Allir virðast þeir koðna niður og hlaupa um eins og hauslausar hænur undir stjórn Brendan Rodgers.

    Alvöru toppþjálfari aðlagar sig að aðstæðum og kann að nota þá kosti sem hann er með hverju sinni. Ef hann missir aðal Strikerinn sinn þá er vitað að sóknarleikurinn verður alls ekki jafn kröftugur. Þá bætir hann vörnina, miðjuna og föst leikatriði á undirbúningstímabilinu. Hann rembist ekki eins og ofurþrjóskt sauðnaut við að halda sama spilastíl með hægari og verri leikmönnum. Með bæði Balotelli (1 heilafruma) og Sturridge (meiðslapési) sem rosaleg wild card sem ekki var hægt að treysta 100% á þá bar honum sem þjálfara Liverpool að setja ekki öll eggin í sömu fötuna og æfa fleiri hluti upp á æfingasvæðinu.
    Rodgers virðist hinsvegar hafa fengið stjörnur í augun af því að vera fara spila við Real Madrid og missti algjörlega hausinn æ meir er á leið tímabilið. Hefur sýnt sig að liðið var gjörsamlega ekkert tilbúið fyrir tímabilið og hrikalega illa skipulagt leik eftir leik. Löturhægt og fyrirsjáanlegt því Rodgers er að spila catch-up allt season-ið til að fela eigin mistök. Andstæðingar okkar lesa okkur og Rodgers eins og opna bók. Allt rosalega negatíft og laust við allt sjálfstraust.

    Þessi uppstilling í kvöld með Henderson á vinstri var alveg ótrúleg. Ætlunin greinilega að fá ekki á sig mark og vonast til að Gerrard eða Sterling næðu að búa eitthvað til uppúr engu. Þetta er hinn mjög svo reynslulitli Brendan Rodgers þegar hann er með bakið uppvið vegg. Hræðsla og von að stórstjörnur liðsins 19 og 34 ára reddi sér á einhverri hundaheppni gegn Basel á heimavelli. Alveg sama hversu miklum peningum hefur verið eytt í leikmannahópinn. Þetta er bara ekki nógu gott fyrir Liverpool FC.

    Var ekki talað um fyrir 2-3 vikum að Rodgers hefði fengið meldingu frá FSG að hann yrði að komast uppúr CL-riðlinum til að halda djobbinu og verið væri að ræða við aðra þjálfara bakvið tjöldin? Ef það var satt þá þurfum við ekki einu sinni að diskútera þetta. Rodgers verður farinn líklega um áramót, sérstaklega ef við töpum gegn Man Utd/ og klúðrum jólavertíðinni.

    Svona er bara fótboltinn í dag. Það þýðir ekkert að koma með þreyttan leikmannahóp eftir HM inní tímabilið og halda að þú getur reddað hlutunum jafnóðum, þetta er stöðug vinna og endurmat á kostum og göllum þeirra leikmanna sem þjálfarinn er með höndunum. Krísan sem Liverpool er í byrjaði í sumar því það var greinilega lítið sem ekkert gert til að undirbúa liðið eftir brotthvarf Suarez. Undirbúa nýjan leikstíl og fleiri leikafbrigði. Nú þegar Coutinho (og Sterling) hefur ekki stöðug hlaup fyrir framan sig bara hverfur hann inní sjálfan sig. Vonbrigðin hjá Coutinho að komast ekki heldur í HM-hóp Brasilíu hefur líka örugglega haft slæm áhrif á hann. Þetta hefði Rodgers átt að sjá fyrir og treysta ekki svona rosalega á Coutinho sem hjarta sóknarleiksins í byrjun tímabilsins.

    Ef það er mögulega hægt að ná Jurgen Klupp (skiptir engu þó Dortmund sé í tímabundnuð vandræðum núna) eða Diego Simeone þá verður að skoða það alvarlega. Rafa Benitez tel ég bara outdated sem þjálfara. Það er greinilega einhver kergja á milli sumra leikmanna og Rodgers og spurning hvort hann sé búinn að missa búningsklefann og trú leikmanna. Ef þessir 2 þjálfarar fást fyrir næsta tímabil er spurning hvort að einhver caretaker þjálfari nái upp meira sjálftrausti í hópinn, betri úrslitum en Rodgers og nái að berja varnarleikinn saman. Spurning um einhvern sem þekkir og hefur virðingu hópsins. Jamie Carragher? Steve Clarke?

    Brendan Rodgers segir alla réttu hlutina og þar er töggur og ákveðin gæðií honum en reynsluleysið, íhaldssemin og þrjóskan hans eru mögulega að fara með þetta fyrir kappann. Við sárlega þurfum einhvern töffara sem stjóra sem getur komið lagi á varnarleikinn, kann að kaupa leikmenn frá Evrópu, hefur reynslu að berjast gegn stórum peningaliðum, lemur sjálfsöryggi í liðið og er góður taktíker og mótivator. Ég vil fara í samningaviðræður við Klupp eða Simeone sé þess kostur.

  74. Afskaplega leiðinlegt og sorglegt að horfa á hvað við erum lélegir núna. Síðasta tímabil var bara sæla miðað við þessa ömurlegu spilamennsku núna. 10 sæti og ofar í deild er það sem koma skal með svona spilamennsku. Virkum bara eins og meðallið, lið sem getur ekki skorað á heimavelli á móti hull og sunderland !

  75. Ég gæti skrifað pistil um vandamál Liverpool og hann væri jafn langur og Empire State byggingin, það er svo ótal, ótal margt að í okkar leik, og starf Þjálfarans er að greina þessi vandamál og leysa þau, hefur hann gert það? Nei.

    Hann heldur áfram að gera sömu mistökin aftur, og aftur, og aftur, og aftur, og aftur, og aftur, og aftur, og aftur, og aftur..

    Ef við hugsum til fortíðar þegar Liverpool var eitt sinn svo afar, afar, afar nálægt því að taka 1. Sætið í Ensku Úrvalsdeildinni þá sá maður frábæra spilamennsku, góðan og hraðan sóknarleik, trausta miðju og að því virtist góðan stjóra.. í dag? Ekkert af þessu. Það tók okkur einhverjar 79. Mínútur að mæta inn í þennan leik, á síðasta tímabili tókst okkur að kæfa, og niðurlægja Arsenal á 20 mínútum.
    Er þetta allt vegna brottför Luis Suarez? Auðvitað ekki. Eins og við höfum marg oft bent á þá er svo margt í ólagi og líklegast eitthvað baksviðs sem er að skila sér inn á völlinn. Hvað? Hvernig? Afhverju?

    Það eru vandamál til staðar og Rodgers virðist bara ekki geta leyst úr þeim, því er hans tími liðinn. Ég vill helst sjá Jamie Carragher eða Steven Gerrard, eða jafnvel báða taka við stjórnun liðsins.. Ef ekki þá, þá er Rafa Benitez vonandi opinn fyrir heimkomu á Anfield.

  76. Og btw, ef Diego Simeone myndi vilja taka við Liverpool (sem ég reyndar stór efast) þá á að hoppa á það tækifæri strax enda besti þjálfari heims í dag, stórkostlegur karakter og kann að gera frábæra hluti með lítið budget.

  77. Þegar kemur að stjóramálum hljóta eigendur að spyrja Rodgers hversvegna hann hafi ekki gefið fjárfestingum sínum, Markovic, Emre Can, Moreno, Lallana o.fl. eðlileg tækifæri til að komast í gang og sanna sig. Þar liggur kannski skýringin á meintu getuleysi Balotellis að hluta. Þess í stað hefur hann spilað endalaust gömlu, hægfara og fyrirsjáanlegu liði sem ekki hefur staðið undir væntingum, þar með töldum heilögum Gerrard sem hefur staðið sig vægast sagt illa á tímabilinu þó hann hafi skorað stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu í þessum leik.

  78. Löngu kominn dagur í Liverpool borg og enn er BR á launaskrá. Ábyggilega fínasti náungi en greinilega ekki starfi sínu vaxinn

  79. Menn eru eflaust ekki stuði til að horfa á neinar hugsanlegar jákvæðar hliðar en ég ætla samt að koma með smá þannig pælingu, ég held að það að hafa ekki farið upp úr þessu riðli gæti verið blessing in disguise. Að mínu mati vorum við seint að fara vinna þessa meistaradeild og það þyrfti ansi mikið að breytast til að það sé mögulegt. Hins held að ef við erum komnir í betri gír á næsta ári og komnir aftur með Sturridge þá ætti liðið að geta barist um Uefa titilinn og ef við vinnum hann þá værum við að slá tvær flugur í einu höggi bæði ná í meistaradeildarsætið sem við viljum öll ná og sömuleiðis væri Rodgers að vinna sem fyrsta titill.

  80. Þetta verður að skrifast á reynsluleysi Brendan Rogers í evrópukeppni.
    Evrópudeildin verður okkur erfið, tilgangslausir leikir sem koma niður á formi í deildinni.

    Við erum komnir á botninn aftur og verðum að spyrna okkur fast til að komast í meistaradeildarsæti.

  81. Eins mikið og maður er svekktur að þá verður maður að horfast í augu við þá staðreynd að Basel er miklu betra fótboltalið en Liverpool í dag. Þeir mættu á Anfield með kassann úti og tilbúnir að leggja allt í sölurnar til þess að komast áfram. Andleysið og hvernig okkar menn komu til leiks er með öllu óskiljanlegt. Ef Mourinho og Pellegrini mættu velja sér einn leikmann úr þessu byrjunarliði sem við stilltum upp í gær (frítt) held ég að þeir myndu báðir segja pass.

  82. Maggi (#83) er ósammála niðurlagi leikskýrslunnar minnar, ég átti auðvitað von á því enda veit ég skoðanir míns kæra Magga á þjálfaraskiptum á miðju tímabili.

    Mig langar að útskýra aðeins betur hvernig ég kemst að þessari niðurstöðu með Rodgers, og hvers vegna ég er ósammála Magga (og fleirum) með þjálfaraskipti á miðju tímabili:

    01: Oft virðist viðkvæðið hjá Liverpool vera, “við rekum ekki stjóra á miðju tímabili af því að við erum Liverpool og við gerum ekki svoleiðis.” Ég er sammála því að það eigi að gefa mönnum sanngjarnan tíma en ég er ekki sammála því að það eigi að vera órjúfanleg regla að skipta bara um stjóra á milli tímabila. Það er ekkert sniðugt við að leyfa “dead man walking” að hjakkast áfram fram á vorið, sé það staðan, bara af því að við séum með eitthvað prinsipp sem ekki má rjúfa.

    Að mínu mati verður að skoða stöðuna og bregðast hratt við ef sú staða kemur upp að menn hafi misst trúna á stjóranum. Hvort sem það er í nóvember, desember eða júní.

    02: Það er allt í lagi að benda á að aðrir klúbbar hafa skipt um stjóra á miðju tímabili og lifað það af. Liverpool líka. Síðast þegar Liverpool rak stjóra á miðju tímabili kom gömul kempa inn og lífgaði spilamennskuna við. Þegar Chelsea ráku síðast stjóra á miðju tímabili kom Rafa Benítez inn og vann með þeim Evróputitil og reif þá upp í Meistaradeildarsætin aftur.

    Ef Real, Barca, Milan, Inter, Juventus, Bayern, Chelsea, United og öll hin stórliðin í Evrópu geta skoðað það sem raunhæfan kost að reka stjóra á miðju tímabili, komi sú staða upp hjá þeim, þá sé ég ekki af hverju við ættum sjálfkrafa að slá þann kost út af borðinu bara af því að það er stór aðgerð að skipta um stjóra og þjálfaralið og annað slíkt.

    03: Að því sögðu, þá spyrja menn um framtíðarplan. Ef það liggur fyrir FSG að láta Rodgers fara á næstu dögum/vikum/mánuðum (áður en tímabilinu lýkur), hvað kemur þá í staðinn? Ég er algjörlega sammála því að það er ekki nóg að reka hann og gera svo bara eitthvað, en stundum verður að bregðast við þó engin sé langtímaáætlunin.

    United létu Giggs klára tímabilið í fyrra (gerðu það þó allt of seint, hlekkjaðir af sama prinsippi og við erum að ræða hjá Liverpool núna, og því var ekkert eftir fyrir Giggs að berjast um þegar hann tók við). Chelsea fengu Rafa inn í hálft ár á meðan langtímalausnin (Mourinho) var sótt. Fyrir þremur árum var King Kenny í Dubai á leið í skemmtisiglingu þegar símtalið kom, það var ekki hægt að bíða með Hodgson í starfi lengur og menn urðu að finna lausn eftir að sá maður hafði verið rekinn. Það reddaðist alveg.

    Hvaða kosti hefði Liverpool ef Rodgers yrði óvænt rekinn í dag og svo yrði að finna lausn? Það veit ég ekki en það eru samt kostir þarna úti. Það eru menn á lausu eins og Heynckes, Pulis, og Meistari Tim Sherwood. Nei að öllu gríni slepptu þá er það ekki mitt starf að benda á hvað kæmi í staðinn en ég er nánast viss um að ef farið væri í að skipta um stjóra á miðju tímabili kæmi skammtímalausn í staðinn þar til hægt væri að koma með næstu langtímalausn inn í sumar.

    Gæti King Kenny tekið við aftur fram á vorið? Hann myndi segja já ef hann væri beðinn. Ef satt er sem ég hef heyrt að Graeme Souness sé í samstarfi við FSG á bak við tjöldin þá er það maður sem þeir gætu talað við (eins óvinsælt og það yrði hjá okkur stuðningsmönnum). Myndi Rafa Benítez stökkva frá Napoli og koma í dag? Gætum við fengið Jurgen Klopp í þeirri stöðu sem Dortmund er? Myndu menn vilja að Tony Pulis reyndi að lífga við varnarleik liðsins og baráttuna fram á vorið?

    Enginn af þessum kostum er einhver draumakostur fyrir mér en það er ekki þar með sagt að eitthvað af þessu geti ekki virkað til skemmri tíma. Ég er í öllu falli alltaf til í að taka sénsinn á ferskri skammtímalausn en að halda áfram að berja höfðinu við steininn þegar menn eru orðnir fullvissir um að Rodgers er búinn á því.

    04: Að því sögðu, þá sagði ég ekki að Rodgers væri búinn á því. Ég er gjörsamlega að missa trúna á honum og fram undan eru deildarleikir gegn United og Arsenal, og þar á milli 8-liða úrslit deildarbikarsins gegn neðrideildarliði. Ég vil sjá hann sýna að hann geti snúið genginu við á næstu dögum, annars sé ég ekki að hann muni yfirhöfuð gera það í vetur, hvort sem við bíðum fram í janúar eða mars eða júní.

    Við erum að tala um 23 leiki það sem af er tímabili. Tuttugu og þrjá, og Liverpool hefur leikið einn góðan leik. Hinir hafa allir, hver og einn einasti, verið blanda af góðu og slæmu eða bara alslæmir. Við erum á fimmta mánuði af þessu ömurlega gengi og Rodgers er engu nær því að finna lausnir á málunum.

    Hér er mynd:

    Rodgers á tvö af fjórum lélegustu gengjum Liverpool eftir 15 umferðir, í sögu Úrvalsdeildarinnar. Hin tvö eru tímabilin sem kostuðu Hodgson og Houllier störf sín, og bæði Dalglish og Rafa voru að standa sig betur eftir 15 umferðir árin sem kostuðu þá störf sín.

    Ef þetta gengi er ástæða til að láta Hodgson, Houllier, Benítez og Dalglish fara þá sé ég ekki af hverju Brendan Rodgers á að fá að vera súkkulaðikleina í gegnum yfirstandandi hörmungartímabil, bara af því að hann náði öðru sæti á síðustu leiktíð.

    Ég stend við mína skoðun: hann á örfáa sénsa eftir til að sýna að hann geti snúið genginu við. Það er allt of dýrt að ætla að afskrifa þetta tímabil strax:

    – Við erum á ótrúlegan hátt enn með í baráttu um Meistaradeildarsæti, en verðum að fara að spila betur. Ég er ekki viss um að Rodgers geti náð fram betri spilamennsku lengur.

    – Við erum í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins og í Evrópudeildinni þar sem sigur gefur sæti í Meistaradeild. Ég treysti Rodgers til að vinna hvoruga þessa keppni, bæði af því að hann hefur ekkert sýnt í bikurum með okkur síðustu tvö ár og vegna þessarar nýafstöðnu drullu hans í Meistaradeildinni. Hér treysti ég bæði Rafa og King Kenny margfalt betur til árangurs.

    – Það býr ennþá hörku leikmannahópur í þessu Liverpool-liði. Rodgers er bara laaangt frá því að ná mannsæmandi árangri miðað við leikmennina sem hann hefur og peningana sem hafa verið settir í mannskapinn. FSG hljóta að vera ósáttir við hvað hann skilar litlum árangri m.v. leikmannakaupin. Ég sé alveg fyrir mér annan stjóra ná meiru út úr Coutinho, Markovic, Lallana, Sterling, Balotelli, Lambert, Borini, etc.

    Ég get haldið endalaust áfram. Ég vona innilega að Rodgers snúi þessu við, að hann fari á Old Trafford á sunnudag og vinni þar óvæntan sigur og það verði vendipunkturinn á þessu tímabili. Ef það gerist verð ég glaður því mér líkar vel við Rodgers og ég er miður mín yfir því hvernig fyrir honum er komið.

    En ef hann tapar þeim leik illa, ekki síst ef ég er áfram jafn ósáttur við liðsuppstillinguna hjá honum fyrir leik? Þá fer ég að biðja um breytingar. Fimm mánuðir og tuttugu og fjórir leikir verða nóg fyrir mig, þá vil ég sjá klúbbinn reyna að bjarga þessu tímabili.

    Mér finnst bara ekkert ósanngjarnt eða aulalegt að heimta meira af knattspyrnustjóra en það sem Brendan Rodgers hefur sýnt í heila fimm mánuði núna. Ef það gerir mig að vitleysingi sem veit ekkert og heimtar höfuð þjálfarans við hvert tap þá verður bara að vera það. Ég tel mig hafa sýnt fram á það í þessari langloku að ég hef talsverð rök fyrir mínu máli.

  83. Nr. 99 KAR

    Hef ekki tíma til að brjóta þetta allt niður en ef Souness og Pulis eru bara nefndir sem kostir og ekki einu sinni í gríni vill ég frekar henda nýjum 8 ára samningi á Rodgers.

  84. Nú verður maður að fara horfa framávið. Framundan stórir leikir í deildinni og erfiður deildarbikarleikur.

    Ég skal alveg játa að það kæmi mér nákvæmlega ekkert á óvart að liðið myndi tapa þremur leikjum í röð. Það er ekkert sem bendir til að Liverpool geti staðið í hárinu á Man Utd þessa daganna. Bournemouth eru í toppbaráttu 1. deildar, á góðri siglingu og ég er ekki að sjá að Liverpool hafi eitthvað í þá að gera með “varalið” sitt. Arsenal í algjöru rugli en samt á blússandi siglingu samborið við Liverpool. Ég held að uppskeran þar verði mesta lagi eitt stig á góðum degi.

    Milli jóla og nýárs verða síðan leikir gegn Burnley (úti) og Swansea (heima), þar held ég að við gætum tekið þrjú stig í öðrum hvorum leiknum. Reyndar mjög þétt prógram þarna um áramótin þar sem spilaðir verða einhverjir 4 leikir á 8-9 dögum.

    Þegar maður les fjölmiðla í dag eru menn að velta fyrir sér hvort að BR geti styrkt liðið í næsta glugga og hvar þá helst þurfi að styrkja liðið. Ég verð að segja eins og er að ég veit ekki hvort að ég treysti BR og þessari nefnd fyrir frekari leikmannakaupum. Saga BR á leikmannamarkaði er nánast ein samfelld sorgarsaga. Hans bestu kaup liggja í meiðslahrjáðum framherja.

    Áherslur hans á leikmannamarkaðnum síðasta sumar var að stækka hópinn fyrir aukið álag í CL. Niðurstaðan í vetur hefur hins vegar verið sú að BR hefur nánast keyrt tímabilið áfram á sama mannskap, lítil rótering hefur verið í gangi og rándýrir leikmenn gera lítið annað en að þiggja launin sín.

    Auðvitað vonar maður liðið hrökkvi í gang og maður getur hætt að velta stöðu þjálfarans fyrir sér. Það er vissulega hundleiðinlegt að vera sífellt að skipta stjóra í brúnni. Hins vegar er þjálfarastarfið slungið og flókið. Stundum þarf að skipta um stjóra 4-5 sinnum áður en hinn rétti finnst. Síðan Benitez fór þá hafa þeir Hodgson, King Kenny og Rodgers verið við stjórn. King Kenny skilaði liðinu í titli og í bikarúrslit sem var að mati eigenda ekki ásættanlegt. Rodgers hefur ekki unnið titil en náði liðinu í CL og annað sæti í deild. Allir hafa þeir sína kosti (amk KD og BR) og galla (RH fullt af þeim).

    Það sem ég velti fyrir mér í þessu samhengi hefur BR það sem þarf til þess að ná árangri? Eru veikleikar hans í þjálfun það stórir að þeir valda því að hann mun ekki vinna titla (lélegur árangur í leikmannakaupum, lélegt skipulag í varnarleik, ósveigjanleiki)?

    Nú er BR búinn að stjórna liðinu í tvö á hálft ár. Eitt stærsta vandamálið á fyrstu leiktíð BR var lélegur varnarleikur. Í dag er eitt stærsta vandamálið í leik liðsins það nákvæmlega það sama. Ég hef sagt það einu sinni og segi það aftur að góð sók vinnur leiki en góð vörn vinnur titla. Ef varnarleikur liðsins hefði verið í þokkalegu lagi á síðustu leiktíð þá er ég nokkuð viss um að meistaratitillinn væri á Anfield í dag.

    Það má vel vera að menn óttist að það sé enginn þarna úti sem vilji taka við liðinu og nefna nöfn eins og Villa Boas, Sherwood og fleiri snillinga. Ég held að það sé hins vegar ekkert að óttast í þeim efnum. Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Ef ekki má breyta um stjóra þá sætum við e.t.v. enn þá uppi með Hodgson. Nú verður maður að taka Liverpool gleraugun af og jafnvel hlusta á það sem aðrir hafa verið að segja. Án Suarez er Liverpool liðið ekkert annað lið til berjast um 7-10 sæti. BR fór mjög illa ráði sínu í sumar á leikmannamarkaðnum. Hann þurfti að kaupa til liðsins einn Benz og jafnvel einn Audi en keypti þess í stað fullt af Toyota Yaris.

  85. Jú ju Kristján þú kemur með ágætt rök en ég skil samt ekki af hverju viltu þá ekki bara reka Rodgers nuna heldur en að bíða eftir næsta leik annað hvort er Rodgers rétti maðurinn fyrir liverpool og á þá að fá tíma eða hann er rangur maður fyrir liverpool og á það á að vera rekinn núna einn leikur beyttir engu til um þetta. Eins og þú segir þá erum við í 8 liða úrslitum í deildarbikarnum og í evrópudeild og mér finnst lákmark að gefa honum tækifæri að ná árangri í þessum keppnum. Ef það mistekst þá getur komið fram og sagt og þú hafðir aldrei trú að hann myndi ná árangri í þessum keppnum en að vilja ekki einu sinnu gefa honum tækifærið fyrst mér full gróf framkoma gagnvart manni sem náði mjög góður árangri á síðasta tímabili

  86. Mér fannst þetta frekar dapurlega orðað hjá honum Rodgers í gær þar sem hann segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti í mörg ár sem Liverpool hafi verið í meistaradeildinni.

    Hann er alltaf að tala upp sinn árangur og gera lítið úr árangri undangengina ára. Hann er ennþá að rembast í viðtölum…algjört fífl þessi maður. Mér finnst hann góður þjálfari en hann á svo margt eftir ólært.

    Algjörlega á báðum áttum hvort eigi að hafa hann áfram. Það er möguleiki að hann hafi rambað á rétt lið í leiknum í gær að hafa Sterling upp á topp. Ég vona það bara Liverpool vegna. Að horfa á leiki liðsins á þessu tímabili er verra heldur en nokkurn tímann Dalglish tímabilið og er bara á pari við Hodgson.

  87. Mörg flott komment hér að ofan, kúdós.

    Nýr maður gæti hugsanlega náð betri árangri með sama hóp (svona eins og Spurs eru enn að reyna með sinn dýra hóp, á þjálfara nr #3, þessir þjálfarar maður). Standandi úti, horfandi inn þá er vandamál Spurs stjórnendur og kaupstefna. Eitthvað finnst mér ég kannast við þetta…

    Þar sagði Pochettino í síðustu eða þar síðustu viku að hann væri head coach, ekki manager. Því hann ræður víst afskaplega litlu, ef einhverju, í leikmannakaupum.

    Á nýr stjóri að koma inn og rífa undir-performing klúbb upp sem aldrei fyrr. Er þetta ekki orðin svolítil klisja? Erum við alltaf með topp topp topp leikmannahóp sem er að spila undir getu, eða er kannski kominn tími til að rífa höfuðið upp úr sandinum og átta sig á því að leikmannahópurinn er ekki nægilega sterkur.

    Hópurinn verður kannski, mögulega, hugsanlega góður eftir 3 ár. Svona eins og ég vinn kannski í Lottó á sama tíma. Á ég að halda áfram að eyða pening í Lottó og vonast eftir stóra pottinum, eða á ég kannski að leita mér að öruggari leið að árangri.

    Við erum með ekki ósvipaða kaupstefnu og Arsenal, mínus Sanchez/Özil kaup. Hver heldur þeim uppi í dag? En Özil getur ekkert og kostaði ótrúlega mikinn pening!? Tapið af Özil, væri hann seldur í dag, væri ávalt MIKIÐ mun minna en það tap sem hefur farið í gegnum rekstrarreikning Liverpool FC á síðasta áratug. Downing, Carroll, Aqualani o.s.frv. o.s.frv. og stefnir í eitthvað svipað með kaup síðustu tveggja ára, tvö hundruð milljónir punda, brúttó.

    Er lausnin að fá inn nýjan mann undir sömu stefnu? Kaup sem verða ákveðin af nefnd sem er ekki starfi sínu vaxinn? Nýr maður sem fær bara að kaupa leikmenn m.t.t. resell value? Nýr maður sem heldur áfram að fá næstum því þessa stóru kalla, en það klikkar alltaf vegna staðsetningar Liverpool borgar, ríku vondu kallana og fleiri smá-klúbba afsakana.

    Viljum við halda áfram að borga premium fyrir stóran fisk í lítilli tjörn? Viljum við halda áfram að borga margfalt yfirverð fyrir efni, ekki gæði? Á sama tíma og við getum ekki landað gæðum því þau kosta víst pening. Segir klúbburinn sem hendir 25mp í 26 ára gamlan leikmann með tvær leiktíðir í efstu deild, 20 milljónir punda í tvítugan leikmann með eina leiktíð í EU undir beltinu og svo mætti áfram telja.

    Þarf ekki að fara endurhugsa þessa stefnu eitthvað? Eiga ekki fleiri að vera undir pressu en bara Rodgers?

    Þá að mínum fimm centum hvað stöðu Rodgers varðar.

    Mig langar rosalega, ofboðslega að þetta gangi upp hjá honum Rodgers. Hann kemur vel fyrir og vill vinna rétt – þ.e. með því að spila jákvæðan fótbolta.

    Ég er klofinn í minni afstöðu, ég vil hiklaust gefa honum tíma til að vinna sig úr þessu. Ég trúi því ekki að vandamál Liverpool FC síðustu 10-20 ár séu ávalt þjálfaranum að kenna. Við erum búnir að vera kaupa drasl síðan vel fyrir aldamót (meira og minna). Hart, en satt. Allir þessir næstu Zidane-ar (Cheyrou, Le Tallec), Pele (Pongolle), Xavi (Allen), Gerrard (Biscan) o.s.frv.

    Ef þú kaupir næstum því leikmenn, þá verður þú næstum því klúbbur. Liverpool hefur verið upptekið af breidd í 20 ár, ávalt á kostnað gæða. Við þurfum ekki að kaupa menn á bekkinn hjá okkur í sumar, við þurftum að kaupa menn í liðið þannig að menn sem voru í liðinu færu á bekkinn (Markvörður, vörn, miðja, sókn). Við þurftum ekki að fá inn næstum því leikmann sem verður kannski góður eftir 3 ár í Can, við þurfum góðan núna leikmann sem kemur beint inn og “bekkjar” Gerrard eða Allen.

    Við þurftum ekki næstum því leikmann í Markovic sem verður kannski góður eftir 2-3 ár (en kostar samt eins og góður leikmaður í dag) – við þurftum góðan leikmann sem hefði komið beint inn í stað 19 ára Sterling eða óstöðugan Coutinho. Og það sem mikilvægara er, maður sem myndi tryggja það að Henderson þyrfti aldrei að leysa kanntinn aftur.

    Við þurftum ekki að eyða 15mp í Sakho, 7mp í Illori og 20mp í Lovren – þegar aðalvandamálið var varnartengiliður.

    Hvað sögðu menn um United í sumar? Fengum okkur brjóstastækkun þegar við þurftum á hjartaaðgerð að halda.

    Þegar heimsklassaleikmenn hafa borið klúbbinn upp í að vera sæmilegt lið höfum við ávalt klikkað. Höfum haldið áfram að kaupa lala leikmenn í kringum þessa góðu, treystandi á að þeir verði áfram til staðar og/eða meiðist ekki. Við gerðum það 2001 þegar Owen ofl drógu vagninn (28 mörk), við gerðum það 2008/09 þegar Gerrard og Torres skutu liðið í annað sætið og aftur nú 2014 þegar Suarez og Sturridge voru frábærir.

    Hinn vinkillinn á þessu, sá sem plagar mig ekki minna. Er að á þriðja ári Rodgers er varnarleikurinn verri en á fyrsta ári. Engin bæting. Einnig er afskaplega erfitt að horfa framhjá stigasöfnun BR á fyrsta tímabili og því þriðja, eins og KAR bendir á hér að ofan. Var annað tímabilið undantekning? Stöðugleiki, stöðugleiki, stöðugleiki. Það aðskilur frábæra leikmann/þjálfara frá restinni. Geta allir dottið á góða leiktíð, en það eru bara afburðamenn sem halda þeim standard í lengri tíma.

    Fyrir mér, er kviðdómurinn enn úti. Og sú feita syngur ekki á Old Trafford, að mínu mati.

  88. Ég tel að ef FSG telja sig hafa betri mann til þess að taka við þá hika þeir ekki við að reka Rodgers en á meðan enginn betri er á lausu munu þeir halda sig við hann.

  89. Ég tek að öllu undir það sem KAR skrifar hér rétt fyrir ofan. Sjálfur vil ég reyndar ekki gefa honum þessa mufc og Arsenal leiki. En þetta virkar ekki þannig í raunveruleikanum.
    Þetta er raunar afskaplega einfalt. Enginn stjóri í sögu LFC hefur fengið annað eins back-up þegar kemur að leikmannakaupum. Við eyddum einhverjum 100+ milljónum punda síðasta sumar, að ná ekki að klára riðil með Basel og Ludogrets (þurftum bara tvo sigurleiki til þess) er fullkomnlega óásættanlegt. Ef þetta er ekki brottrekstrarsök, þá hef ég aldrei séð hana.
    Að nefna Souness blessaðan hlýtur að vera nægjanlegt til að sjá hvert öngstrætið er komið. Ef Rodgers yrði rekinn í dag og Pascoe tæki við þá væri það líka skárri staða en nú er.
    Rafa Heim!

  90. Ég er sammála því Eyþór að það er mörgu öðru en bara Rodgers um að kenna, ekki síst innkaupastefnu félagsins. Chris Bascombe orðar þetta gríðarlega vel í pistli nú í morgun:

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/11284410/Liverpools-problems-Delusions-of-grandeur-transfer-duds-and-failure-to-fix-clear-flaws-in-the-squad.html

    Ég er sammála hverju orði þarna. Það eitt og sér að skipta Rodgers út lagar ekki allt hjá Liverpool, langt því frá. Innkaupastefnan og transfer-nefndin verða að lenda í grimmri endurskoðun líka.

    Það er samt ekki eina ástæðan fyrir genginu í vetur. Ég tel að þótt innkaupin hafi klikkað sé þessi leikmannahópur betri en svo að við séum fyrir neðan Swansea, Stoke og Newcastle í deildinni, hvað þá West Ham, Southampton og öllum stórliðunum.

    Við eigum líka að vera betri en Ludogorets og Basel í dag, þrátt fyrir gölluð innkaup.

    Það má skoða bæði málin. Það að innkaupastefnan sé gölluð afsakar ekki Rodgers, og getuleysi Rodgers afsakar ekki innkaupastefnuna. Bæði þarf að breytast að mínu mati.

  91. Ef við rekum Brendan Rodgers vegna stöðunnar eins og hún er í dag, eða eins og hún gæti mögulega litið út í næstu viku þá erum við orðnir Tottenham. Ódýr ístöðulaus klúbbur, með eigendur sem heldur halda að þeir séu klárari en þeir eru og slefandi heimska stuðningsmenn sem halda að þeir eigi sögulega réttlætingu á árangri þrátt fyrir algjöran skort á heimsklassaleikmönnum, þolinmæði og langtímaplani til að byggja klúbbinn upp.

    Það sem pirrar mig orðið mest er ekki lélegt gengi eða skrýtnar ákvarðanir stjórans heldur stuðningsmennirnir. Lélegir stuðningsmenn geta dregið klúbba niður í svaðið. Samanber Newcastle. Þar sem fantasíukenndar hugmyndir stuðningsmanna um sögulegan rétt klúbbsins á árangri og það strax hefur skilað klúbbnum stöðugum árangri langt undir pari áratugum saman.

    Þegar ég ólst upp sem Liverpool-stuðningsmaður trúði maður því að Liverpool-stuðningsmenn væru sérstakir. Hefðu þekkingu á fótbolta, sýndu stuðning gagnvart leikmönnum og knattspyrnustjórum – stæðu saman.

    Þetta virðist að mestu leyti vera horfið í dag, því miður.

    Í huga stuðningsmanna virðist árangur vera eitthvað sem hægt sé að fá út í búð og algjörlega óskylt fyrirbærum eins og þolinmæði, vinnusemi, stuðning og innri styrk.

    Þrír lélegir mánuðir og menn brotna. Allt er ómögulegt. Óraunhæfar væntingar í bland við háðsglósur vinnufélaga sem styðja andstæðinga Liverpool leiða til einhverskonar bugunar sem leiðir til þess að menn gefast upp. Mæta á spjallborðið og hamra lyklaborðin. Þeir sjá “stjórann burt!” sem einhverskonar lausn á eigin sálarlífi – háðsglósum vinnufélaganna og vonbrigðunum sem fylgir óraunhæfum væntingum.

    Því sannleikurinn er sá að háðsglósur vinnufélaga og fantasíukenndir draumar eru kannski snertifletir meðalstuðningsmannsins við klúbbinn. Innsti inni þá mælir meðal-stuðningsmaðurinn ekki gengi klúbbsins með objektífum hætti, með tilliti til allra hluta, heldur því hvernig honum líður sem stuðningsmanni.

    1. Er gaman?
    2. Er ég að vinna banterinn við vinnufélaganna?

    Ef þessum spurningum er svarað neitandi, þá vill meðal-stuðningsmaðurinn fá stjórann burt. Hann reynir ekki einu sinni setja kalt mat á hlutina. Sjá stöðuna eins og hún er, plús og mínus. Án þess að ég þori að fullyrða af hverju það sé grunar mig einmitt að meðal-stuðningsmaðurinn sé óþolinmóður meðal annars einmitt vegna þess að jákvæðni í slæmri stöðu getur kallað á enn meiri háðsglósur frá vinnufélögunum og gæti mögulega leitt til enn meiri vonbrigða seinna meir.

    En látum okkur nú sjá.

    Mig langar að svara einni spurningu sem hefur verið sett fram hér í kommentakerfinu.

    ,,Hvað nákvæmlega hefur Joe Allen að færa liðinu sóknarlega í leik þar sem við þurfum nauðsynlega að vinna?”

    Já, stórt er spurt. Fótbolti er jú flókinn íþrótt. Þú hefur 20 manna hóp einstaklinga sem allir eru búnir ótal eiginleikum, sumum neikvæðum, öðrum jákvæðum. Úr þessum 20 manna hóp þarft þú að velja 11 manna lið sem nýtir styrkleika einstakra leikmanna á sama tíma og það minnkar skaðsemi neikvæðra eiginleika þeirra. Þessi samsetning ellefu einstaklinga þarf síðan að fúnkera sem lið og núlla út samsetningu andstæðinganna. Allt ofangreint er mikilvægt því oft vill það gleymast. Liðsskipan er oft gagnrýnd með þeim hætti að einstaklingurinn er greindur einn og sér og borinn saman við leikmann á bekknum án þess að áhrif þeirra á samsetningu liðsins séu borin saman að öðru leyti.

    Í þessu tilviki er Joe Allen oft borinn saman við Adam Lallana eða Emre Can. Joe Allan skorar ALDREI. Joe Allen á ALDREI stoðsendingu. Adam Lallana skorar hinsvegar stundum. Emre Can skorar stundum. Adam Lallana tekur marga spretti. Emre Can tekur marga spretti. Liðinu skortir hraða fram á við. Ergo. Það hlýtur að vera skynsamlegt að láta Lallana eða Can byrja inn á en ekki Joe Allen. Þetta virkar svo augljóst, er það ekki?

    En bíðum nú við. Því þegar betur er að gáð henta Lallana eða Can okkur ekki endilega. Lallana er til dæmis mun lélegri varnarlega heldur en Joe Allen. Hann er ólíklegri en Allen til þess að vinna boltann og er líklegri en Allen til þess að tapa boltanum. Og sé litið til þess hve ógnarslakt Liverpool liðið er í vörn þá má Liverpool alls ekki við því að spila með of marga menn sem geta ekki nýst okkur varnarlega. Lovren og Skrtel þurfa einfaldlega alla þá hjálp sem möguleg er. Can er við sömu sökina seldur. Hann er ekki jafn agaður og Allen, ennþá ungur og óreyndur – og því skiljanlegt að Rodgers treysti honum ekki enn í mikilvægasta leik tímabilsins þar sem grunngildið er solidity.

    Af hverju er solidity grunngildi liðsins í leik þar sem við verðum að vinna? Jú, það er einfalt. Við erum lélegir í vörn og við erum lélegir fram á við. Við höfum lekið mörkum, en við getum ekki pakkað í vörn því við verðum að skora og við erum aldrei að fara að skora úr skyndisóknum með Rickie Lambert. Þannig þurfum við að vera solid. Við þurfum að halda boltanum. Og við þurfum að halda honum framarlega á vellinum. Annars vinnum við ekki leikinn.

    Og hvernig nýtist Joe Allen okkur í því að halda boltanum framarlega á vellinum?

    Jú, hann nýtist okkur heilan helling í því. Reyndar, þá er Joe Allen líklega sterkasti maðurinn í hópnum í einmitt það verkefni.

    Styrkleikar Joe Allen eru einmitt, stuttar sendingar, tímasetningar, staðsetningar, ball retention = early build up play. Joe Allen er nógu agaður til að sinna varnarhlutverki og verja vörnina (svo hún leki ekki 3+ mörkum) og hann er sterkasti leikmaðurinn okkar þegar kemur að því að halda boltanum og koma honum í spil á meðan liðið er að færa sig framar á völlinn án þess að liðið tapi shape-i.

    Það að stilla liðinu upp eins og var gert í gær gefur svo tækifæri á því að nýta bakverðina til sóknaraðgerða. Gefa bakvörðunum frelsi til að djöflast upp við vítateig andstæðinganna til að bæta svolitlum mannskap, hraða og trickery í sóknarleikinn án þess að það bjóði upp á baneitraðar skyndisóknir.

    Eitthvað þannig. Þetta eru að ég held líklegar ástæður fyrir því af hverju Joe Allan var í byrjunarliðinu. Af hverju það meikaði fullkominn sens, og var að mínu viti lang skynsamlegasti kosturinn í stöðunni.

    – Svo er það aftur á móti önnur spurning hvort Joe Allen hafi staðið sig vel og hvort hann hafi átt góðan dag eða slæman. Að mínu viti var dagurinn slæmur. Hann var mjög lélegur í gær. En það er ekki þar með sagt að valið á honum í byrjunarliðið hafi ekki verið fullkomlega skiljanlegt.

    ***
    En jú. Auðvitað er margt í tómu andskotans rugli. Og margar ákvarðanir stjórans gjörsamlega óskiljanlegar. Til dæmis finnst mér það ráðgáta af Rickie Lambert hafi verið látinn byrja á móti Sunderland á laugardaginn ef hann átti að spila á móti Basel. En maður skilur ekki allt. Maður er ekki á æfingasvæðinu.

    En jú, það er skiljanlegt að menn hafi áhyggjur af Rodgers. Sjálfum hætti mér að lítast á blikuna eftir Real Madrid leikinn á Anfield. Þar sem við vorum svo gjörsamlega ömurlegir á móti Madrid liði sem hefði getað unnið okkur 10-0 hefðu þeir þurft þess. Það sást langar leiðir að við vorum farnir að leka mörkum eins og bilaður vatnskrani. Vörnin var gjörsamlega fokking ömurleg. Það væri ekki nema með því að hafa Messi, Ronaldo eða Suarez í liðinu sem þú gætir komist upp með það að hafa svona skelfilega vörn. Og þegar strákarnir frammi eru að reyna, og reyna, en sjá að ekkert þýðir, nema skora fimm mörk í leik til að skora fleiri mörk en vörnin lekur þá missa þeir vonina.

    Þegar við þetta bættust skrýtnar fréttir af ákvarðanatöku Rodgers í einkalífi (að gera undirmann sinn að leigusala sínum) þá var ég farinn að hafa verulega áhyggjur að þetta væri sökkvandi skip sem myndi einungis sökkva dýpra og dýpra þangað til tekið yrði í taumana.

    Hull og Swansea báðu upp á smávegis bætingu áður en hlutirnir versnuðu aftur á móti Newcastle og Chelsea. Og svo aftur á móti Crystal Palace. Þá loksins virtist Rodgers horfast í augu við ljótann veruleikann og gera þær breytingar sem þurfti að gera. Þétta vörnina. Af því að þú ferð ekki að mála þakið þegar kjallarinn lekur. Á meðan kjallarinn lekur mætir allt annað afgangi. Benitez og Houllier á undan honum byggðu upp virkilega sterk varnarlið sem er grunnur sem Rodgers byggði á, og það er einfaldlega þannig í fótbolta að þegar þú ert að byggja upp samheldna vörn þá mun sóknarleikurinn líða fyrir það á meðan.

    Vinnan sem er í gangi núna inn á vellinum er grunnvinna. Rodgers er að vinna í grunnþáttum leiksins, það mun taka tíma og liðið mun vera ugly á meðan. Það skiptir ekki máli hver kæmi inn í þetta lið. Sir Alex Ferguson eða Carlo Ancelotti. Marcelo Bielsa eða Kenny Dalglish. Fyrsta verk allra þessara stjóra væri að kalla út hjálparsveitirnar og öll egginn í körfunni til þess að stöðva lekann í vörninni. Liðið yrði nákvæmlega jafn ljótt og lítið áferðarfallegt og það er nú um stundir hjá Brendan Rodgers. Ólíkt því liði sem Roy Hodgson skyldi eftir sig sem var solid-as-fuck og bauð upp á mikil skammtímatækifæri ef teknar væru af því handbremsurnar þá er ekkert slíkt í stöðunni núna. Let’s face it.

    Liðið mun halda áfram að vera ljótt og skelfilegt fram á við þangað til vörnin er kominn með sjálfstraust og farinn að læra inn á sig. Þá fyrst getum við farið að horfa fram á við. Samhliða vörninni gæti aukið sjálftraust þéttrar miðjunnar náð að leysa úr læðingi stóískan sóknarþunga. En í öllu falli tekur það tíma. Í janúar geta menn reynt að ná sér í quick fix. En það myndi vera nákvæmlega það. Quick fix.

    Eins og staðan er núna er alveg ágætis séns á því að í maí verðum við búnir að tryggja okkur sæti í meistaradeildinni með þykkan mannskap sem fundið hefur leiðina úr helvíti á meðan nýju mennirnir fundu taktinn. Þá gætu hlutirnir litið ansi vel út fyrir Liverpool.

    Þetta gæti líka farið á hinn veginn. Við gætum verið komnir í fallbaráttu í janúar. Þá þarf að grípa í taumana.

    Eins og er, þá geta hlutirnir fallið með okkur, og þeir geta fallið á móti okkur. Við vitum það ekki enn. Það eina sem við vitum er að við erum með ungan og óreyndan stjóra sem hefur sýnt okkur að hann getur gert hið ótrúlega. Við þurfum ekki að efast um að hann sé nógu góður til að skila árangri. Því við vitum það, við höfum séð það. Jafnvel þó við skiljum ekki allar hans ákvarðanir. Jafnvel þó sumar ákvarðanir hans séu rangar. Við förum ekki að kasta honum frá okkur strax.

  92. Helginn af hverju er það dapurlegt hjá Rodgers að segja að þetta sé fyrsta skiptið í mörg ár að við erum í meistaradeildinni, það er staðreynd að það eru kominn 5 ár síðan við vorum síðast í meistaradeildinni

  93. Sælir félagar

    KAR segir fullkomlega það sem ég virldi sagt hafa. Hefi þar af leiðandi engu við það að bæta nema hrósi til KAR að þora að segja það sem langflestir stuðningsmenn eru að hugsa. Það er ekkert – ég endurtek EKKERT sem bendir til þess að neitt breytist undir brendan rodgers, því miður. Því er í raun ekki eftir neinu að bíða með að fara að finna eftirmann hans og skammtímalausn (Dalglish?) þar til langtímalausn finnst.

    Það er nú þannig

    YNWA

  94. Ég er nálægt því að missa trúna á Rodgers, þar sem hann virkaði hræddur og stillti greinilega upp liði til að tapa ekki á Anfield.

    Nokkrir punktar sem eru að þrengja að innyflunum í mér:

    -Borini fær ekki einu sinni sniff af bekknum, þrátt fyrir að 32 ára drumbur sé greinilega búinn á því eftir að spila fjölda leikja á stuttum tíma. Enginn striker á bekknum????

    -Miðja með Hendó, Allen og Lucas og Gerrard er átakanlega varnarsinnuð og hægfara, Á ANFIELD! í úrslitaleik í CL! Rodgers hefur Can, Coutinho og Lallana á bekknum að ég tali ekki um Markovic… Nú bíð ég bara eftir að Rodgers verpi eggi og staðfesti grun minn.

    -Hvernig er hægt að fara ekki áfram í 16 liða úrslit upp úr riðli sem innihélt lúdó rassgrad og Basel (með fullri virðingu fyrir Basel) eftir stór-verslunarferðina í sumar?

    -Hvernig geturu sett hálf leikfæran leftback inn fyrir Sprækan, ferskan og sóknarsinnaðan???

    Virkar á mig sem gjörðir manns sem er fastur í djúpu lauginni og hann er voða íþróttamannslega vaxinn………. hann bara kann ekki að synda.

  95. Liðið er taplaust í síðustu 6 leikjum ekki satt?

    Síðustu fimm, reyndar, en þrír af þeim eru jafntefli og enginn þeirra hefur verið vel leikinn af hálfu Liverpool. Liðið tapaði fjórum í röð þar á undan og fimm af sjö.

    Gengið er svona í 23 leikjum í öllum keppnum:

    Leikir 23
    Sigrar 8
    Jafntefli 6
    Töp 9
    Markatala 28-31 (-3)
    Haldið hreinu: 4 sinnum í 23 leikjum.

    En hey, Sturridge er meiddur…

  96. Kristján af hverju er það svona léleg afsökun að Suarez sé farinn og Sturridge sé búinn að meiddur allt tímabilið þeir skoruðu samtals 80% af mörkum þannig að það hlýtur að taka tíma að fyrir liðið að venjast því að spila án 2 svona sterkra leikmanna. Það þurfa öll top lið framherja sem skorar reglulega og þrátt fyrir það að Sturridge hafi átt langa meiðsla sögu þá hefur aldrei átt tímabil þar sem hann er svona mikið meiddur þannig að það hlýtur að teljast ákveðin óheppni að það vanti okkar langbesta mann allt tímabilið

  97. # 112

    Þannig það skiptir ekki máli að liðið sé taplaust í sex leikjum, en við eigum hinsvegar að reka Rodgers af því að liðið tapaði svo mörgum leikjum áður en við byrjuðum á taplausa rönninu?

    Skil ég þig rétt Kristján?

  98. Hvernig er það, veit einhver hvort Gerrard sé með þjálfararéttindi?
    Sá einhvers staðar stungið uppá að hafa hann sem spilandi þjálfara.
    Ekki versta hugmynd sem maður hefur heyrt, fá svo Carragher í þjálfaraliðið til að laga þessa vörn.

  99. Momo (#113) segir:

    Kristján af hverju er það svona léleg afsökun að Suarez sé farinn og Sturridge sé búinn að meiddur allt tímabilið þeir skoruðu samtals 80% af mörkum þannig að það hlýtur að taka tíma að fyrir liðið að venjast því að spila án 2 svona sterkra leikmanna.

    Ég hef aldrei sagt að það sé léleg afsökun, en ef þú heldur að fjarvera þeirra tveggja útskýri t.d. varnarleikinn, skrýtið leikmannaval, steingelda miðju og það að aðeins einn af fjórum framherjum okkar hafi verið í leikmannahópi í gær erum við einfaldlega ósammála.

    Rodgers er vorkunn að plana lífið án Suarez með því að fá Balotelli upp í hendurnar og missa svo Sturridge strax í meiðsli. En það er mikið meira að þessu liði en bara fjarvera SAS.

    Kristinn (#114) segir:

    Þannig það skiptir ekki máli að liðið sé taplaust í sex leikjum, en við eigum hinsvegar að reka Rodgers af því að liðið tapaði svo mörgum leikjum áður en við byrjuðum á taplausa rönninu?

    Skil ég þig rétt Kristján?

    Ekki snúa út úr. Taplausa rönnið inniheldur þrjá jafnteflisleiki sem áttu að vinnast og heimaleik gegn Stoke sem við vorum heppnir að vinna. Ef þessir fimm leikir eru hápunktur tímabilsins þá er það ekki beysið.

    Þess vegna sagðist ég vilja sjá viðbrögð liðsins gegn United áður en ég fer að kalla eftir því að Rodgers fari. Ef það fer eins og mig grunar og við töpum sannfærandi á Old Trafford á sunnudag er þessu „frábæra“ fimm leikja rönni lokið og afraksturinn enginn. Og þá er ég ekki viss um að ég geti varið Rodgers lengur. Það er allt sem ég er að segja.

  100. Sammála KAR. Ég er ekki að útiloka að Rodgers sé vandamál – en eins og flestir virðast vera sammála um, hann er þá hluti af vandamáli. Það er margt sem þarf að endurskoða innan veggja LFC.

    Brendan Rodgers hefur nú átt 18 mánuði góða í starfi. Hinir 12 hafa verið skelfilegir, ekki slakir heldur skelfilegir.

    Það sem hryggir mig mest er að þegar hann var ráðinn var, ja, einhverskonar “aðdáandasátt” um að hann þyrfti 3 ár til að sýna sig og sanna. Nú, 30 mánuðum síðar, höfum við farið 2 stigum frá titlinum, spilað besta fótbolta sem ég man eftir sem og þann slakasta og erum ennþá að rífast um aðalmanninn í brúnni. Þetta er copy paste frá fyrri árum, þú skiptir bara nafninu Evans/Houllier/Benitez/Hodgson/Dalglish út fyrir Rodgers.

    Ég hef sagt það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það er rússíbanaferð að vera Liverpool stuðningsmaður – mikið hrikalega er það orðið þreytandi.

  101. Momo – finnst þér viðeigandi að tala um slíkt eftir að hafa spilað ca. 20 lélega leiki í röð á þessu tímabili og kórónað það svo með glataðri frammistöðu í úrslitaleik? Liðið er að spila ömurlega á þessu tímabili, hann ætti að einbeita sér að því að tala um það en ekki hvað hann er frábær. Hef ekki tölu á hvað hann hefur oft ýjað að því að liðið var ömurlegt þegar hann tók við því en þegar öllu er á botninn hvolft þá er liðið núna sennilega það lélegasta af þeim öllum. Hodgson var þó allavega með afsökun, hann fékk engan pening. En ég ætla svo sem ekkert að fara rífast um hvað er lélegasta Liverpoollið frá upphafi vona bara að þeir vinni næsta leik.

  102. Ég horfi nú á leikinn í gær sem 1-1 tap og eiginlega Sunderland viðbjóðinn líka. Pollýanna er drukkin ef hún ætlar að nota það sem einhvern púða að liðið hafi ekki tapað leik undanfarna 5 leiki.

    Liverpool vann Stoke mjög ósannfærandi og 10 leikmenn botnliðsins líka, vúhú.

    Tók þessu reyndar sem léttu gríni frá Daníel 110

  103. Sæl öll,

    KAR, hvað er það sem þú hefur heyrt að Greame Souness geri fyrir klúbbinn? Ef að hann er í þessari transfer nefnd að þá er ekki skrítið að kaupin er oft á tíðum undarleg. Ég er reyndar á móti svona nefndum. Það er sóun á féi að fá leikmann sem að þjálfarinn sér ekki hvernig nýtist klúbbnum.
    Vilja svo allir gera það fyrir mig að hætta að nefna Sharewood sem næsta mann ef Rodgers verður látinn fara.
    Ég er ekki bjartsýnn fyrir hönd Rodgers. Varnarleikurinn hefur verið hausverkur frá því BR byrjaði. Þrátt fyrir að hafa eytt ótrúlegum upphæðum í vörnina. Virðist sem að varnarleikurinn, í besta falli, standi í stað. Ofan á það hefur sóknarleikurinn dalað mikið því mjög rangar ákvarðanir voru teknar hvernig stoppa ætti í götin sem Suarez skildi eftir sig og allir vita að Sturridge skilur eftir sig á hverju tímabili.
    Þegar það þarf að fara út í mjög langt mál til að réttlæta hluti er oft á tíðum eitthvað ekki lagi. Að mínu viti er Joe Allen einfaldlega ekki nógu og góður í fótbolta til þess að bæta upp hans augljósustu vankanta. Það litla sem maður hefur séð af Can, mundi ég alltaf velja hann fram yfir Allen.
    Rodgers er, held ég, á bjargbrúninni gagnvart stjórninni og ef desember fer illa óttast maður að hann verði ekki í starfi hjá Liverpool í vor. Ekki veit ég hvort að Liverpool er þá aftur komnir á reit eitthvað. Ef að byggja á upp klúbbinn á einhverjum nefndum get ég ekki séð, miðað við þróunina á liðinu, að það skipti miklu máli að skipta úr þjálfarateymi sem Rodgers og hans menn eru þá.
    Það versta er að það er ekkert sem bendir til þess að BR snúi þessu gengi við. Það verður ekki allt skrifað á það að Sturridge er meiddur og Balotelli skorar ekki. Þess vegna held ég að við hér á kop.is getum farið í leikmenn og nefnt þann mann sem þið viljið sjá taka við.

  104. Jú, fimm taplausir en ekki sex, afsakið. En auðvitað skiptir það máli að liðið sé búið að vera taplaust í þessum leikjum. Og auðvitað mun sú hrina einhvern daginn taka enda. Það mun þó ekki gera hana irrelevant.

    Það er engin að segja að þessi hrina sé búinn að vera falleg. Eða æðisleg, eða til lengri tíma litið nógu góð fyrir Liverpool.

    En hún er hinsvegar töluvert mikil bæting og einmitt sú bæting sem við þurftum.

    Að einhverju leyti finnst mér eins og menn séu að vanmeta í hversu skelfilegum málum liðið var í fyrir mánuði síðan.

    Síðustu fimm leikir:
    2 3 0 7-4 6 stig

    Fimm leikir þar á undan:
    1 0 4 4-7 3 stig

    Hvernig sem á það er litið þá er þetta töluverð bæting. Og munurinn á varnaruppleggi er ekkert minna en byltingarkenndur. Sem lætur liðið líta út skelfilega fram á við. Rétt eins og öll lið líta út sem eru að vinna grunnvinnu í varnarleik. En var nota bene nauðsynleg breyting.

    Í öllu falli myndi nýr stjóri þurfa að eyða sama tíma, vinnu og áherslum í að skipuleggja varnarleik og Brendan Rodgers er að gera núna. Liðið yrði nákvæmlega jafn ljótt og skrappý og það er nú. Sem þýðir að skammtíma ávinningur af því að reka Rodgers núna er enginn. Önnur niðurstaða er fantasíukennd.

    Urgency-ið að losa okkur við Rodgers núna út frá langtímahagsmunum Liverpool er sömuleiðis ekkert.

  105. Jú það var alveg smá grín í þessu hjá mér. Það má öllum ljóst vera að það eru mörg vandamál sem þarf að laga. 5 taplausir leikir þýða ekkert að það sé allt hoppandi hamingja.

    Fyrir mér er málið það að Rodgers vissi að það varð að þétta varnarleikinn, og hann gerði það með því að spila varnarsinnuðum miðjumönnum. Þegar svo það bætist við að aðal markaskorararnir eru annaðhvort farnir, meiddir, gamlir eða frystir, þá er ekki von á góðu.

    Það er engu að síður rannsóknarefni af hverju hann spilar mönnum svona misjafnlega: af hverju fær Borini ekki séns, þegar eini valkosturinn er þunglamalegur sóknarmaður á fertugsaldri? Af hverju fær Lallana ekki meiri séns? Af hverju er Can settur á bekkinn eftir að hafa skorað á móti Chelsea? Af hverju er Joe Allen svona í náðinni, maður sem er með jafnmörg mörk og Simon Mignolet í öllum keppnum? (OK ég viðurkenni að ég er ekki 100% viss á þessari tölfræði, hann skoraði eitt mark á móti Palace í fyrravor, og mögulega á hann önnur mörk í öðrum keppnum). Og svo mætti lengi telja.

  106. Kristján þú segir að Rodgers sé vorkunn að missa Suarez og síðan Sturridge en af hverju nær sú vorkunn ekki það langt að hann fái út tímabilið að vinna sig út úr þessum erfileikum? Menn geta kallað Rodgers öllum þeim illu nöfnum sem þeim dettur í hug það breytir því ekki að hann er sá maður sem er næst því að ensku úrvalsdeildinn af öllum þeim þjálfurum sem hafi fengið tækifæri til að þjálfa Liverpool frá því enska úrvalsdeildinn var stofnuð. Persónulega hef ég lengi fyrirlitið hvernig félög eins og Tottenham og Newcastle reka sína klúbba með því reka yfirleitt þjálfara á hverju ári, ef við rekum Rodgers erum við dottnir í nákvæmlega sama gírinn og þessi klúbbar. Og hvað er planið ef við ráðum nýjan þjálfara og hann á erfitt fyrsta tímabil rétt eins og Rodgers, Benitez, Dalglish , Houllier og Hodgson áttu ætlum við þá að reka hann á eftir eitt tímabil og hversu lengi er hægt að halda þannig áfram?

  107. Rickie Lambert einn á topp er ekki að gera sig. Var úti á Sunderlandleiknum og maður sá hvað þetta er lélegt. Það virðist ekkert plan b og c í gangi, bara sama hnoðið. Menn áhugalausir eða bara úrræðalausir. Sömu hlutir í gangi og sem gerir mönnum auðvelt fyrir vikið að verjast enda var ekkert í gangi hjá Sunderland. Eftir að farið og séð þetta þá vill ég BR út. Hann virðist ekki vera með þetta. Menn gátu ekki blautan en samt hanga þeir inná….

  108. Ég veit ekki með ykkur, en það er bara ekki hægt að sjá hálf-fullt glas með taplausri leikjahrinu núna að undanförnu. Það er augljóslega eitthvað mikið að liðinu eins og ég hef áður sagt og það þarf að finna meinið og laga það.

    Hrunið er algjört og augljóst að Rodgers er kominn á endastöð með liðið í bili. Það er rétt hjá Magga að hann er reynslulaus en mamma mía þetta er átakanlegt að horfa á þetta.

    Ef ég ætti klúbbinn væri búið að boða krísufund. Það er klárt.

  109. Varðandi að vera ósigraður og það sé geðveikt þá er nú hægt að fara ósigraður í gegnum alla deildina með því að gera 38 jafntefli (38 stig) og enda vel fyrir neðan miðju (14-15 sæti miðað við 2013-2014) þannig að þeir sem hampa “ósigrum” sem rosalega flottu þá er vert að muna að jafntefli er ekki nema 1 stig og Sunderland (14 sæti) og Aston Villa (15 sæti) eru að sögn lélegri lið en Liverpool.

    BR hefur því miður farið rosalega langt á þokka og kjaftinum á sér þar sem annar hver maður líkti honum við Shankly þar sem gullmolarnir spruttu úr honum eins og ég veit ekki hvað, það er frekar erfitt að sjá þegar búið er að eyða öllum þessum upphæðum og við getum ekki séð það mikinn mun á liðinu að það sé verið að bera það saman við Woy tímabilið þegar 99,99% af stuðningsmönnum hér (þar með talið ég) og alstaðar annarsstaðar vildu kjöldraga þann snilling.

    svo getur verið að hann stingi upp í okkur sokknum en því miður miðað við kaup og annað sé ég það ekki gerast fyrir utan þetta tímabil í fyrra.

    einnig er vert að muna sem hefur vel komið fram að þegar þú kaupir breidd ertu aldrei að fara að gera annað en í mesta lægi að halda sömu stöðu… þú skiptir ekki út Lödu fyrir Lödu og ætlast til þess að setja hraðamet þótt nýja Ladan sé nokkrum árum yngri.

  110. Fyrir mér er það ekki bara árangurinn á vellinum sem ég vil hann í burtu, þó svo að það sé ekki að hjálpa honum blessuðum.
    Það er þessi sóun á peningum félagsins, hann hefur fengið að kaupa meira en allir þjálfarar Liverpool og það er engin bæting á liðinu, heldur þvert á móti þá er liðið í frjálsu falli.

    Þú kaupir ekki leikmenn eins og Lallana, Can, Borini, Markovic og fleiri leikmenn á tugi miljóna punda og notar þá svo ekki. Og ég ætla ekki einu sinni að ræða þessi kaup á t.d Lovren eða söluna á Agger og Reina.

    Það er engin taktík til staðar og ég get ekki skilið af hverju maðurinn fer ekki í 4-1-2-1-2 kerfið með Sterling og Borini/Lambert frammi.
    Coutinho í holunni og Gerrard með Hendo eða Lallana á miðjunni og Lucas djúpan.

    Nei höldum okkur við að spila með týnda kantmenn og fáum ekkert lengur úr Sterling og setjum svo Henderson á kantinn af því að þar er hann svo góður (Engin segir)

    Ég hef fengið nóg því miður og ég er svo fúll með það því að ég var algjör Rodgers maður því ég hélt að hann væri með þetta sem til þarf. En svo kemur það bara betur í ljós að það voru þeir Sturridge og Suarez sem voru með þetta og ekkert annað.

    #rodgersout

  111. Fsg væri líka að taka virkilega stóra áhættu ef þeir myndu reka Rodgers ef næsta þjálfara myndi ganga illa á sínum fyrsta tímabili og enda fyrir utan top 4 þá munu flestir hugsa hvað þeir voru eiginlega að spá að láta mannin sem endaði í 2 sæti fara. Ég held að þetta myndi þýða að pressan á nýjum þjálfara væri gífurlega mikill og eins gott fyrir hann standast þá pressu annars myndi Fsg lýta út eins og algjörir bjánar sem vita ekkert um fótbolta

  112. Þetta er flott umræða núna, þótt hún sé eðli málsins samkvæmt ansi svört. Ég skammaði menn fyrir leik fyrir svartsýnisraus, þeir sem voru svartsýnir þá geta þá sagt mér að þegja og sagt að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Okei, sorrý. Varðandi leikskýrsluna sjálfa þá er Kristján Atli greinilega búinn að missa þolinmæðina og ég skil það vel. Og margir aðrir eru búnir að því líka.

    Þar sem þessi umræða er farin að snúast um Brendan Rodgers, stöðu hans, mistök og uppstillingar, þá held ég að ég þurfi aðeins að leggja orð í belg.

    Raunar segir Kristinn #107 margt af því sem mig langar að segja og segir það vel.

    Mistökin sem Rodgers virðist vera að gera:

    – hann spilaði allt of langt inn í haustið án þess að nota alvöru varnartengilið, sem hann þó hafði innan sinna raða. Lucas frystur þegar mikil þörf var á honum. Hann er búinn að kippa því í liðinn og niðurstaðan? 4 mörk fengin á sig í síðustu 5 leikjum. Sóknin var steingeld og líkt og Kristinn segir svo vel hér að ofan, þá var nauðsynlegt að berja í brestina fyrst sóknin var ekki að fara að skora 4-5 mörk í leik. Hann hefði mátt bregðast mun fyrr við þessu.

    – Skrýtið liðsval, skrýtin uppstilling, Joe Allen, Lambert, Borini frystur. Stundum finnst mér eins og Rodgers kasti upp teningum upp á hverjir eigi að spila eða þá að hann sé með eitthvað fyrirfram ákveðið rotation plan sem ekki má breyta. Af hverju í fjáranum byrjaði Jose Enrique í gær? Er hann að treysta á reynsluboltann sem hefur skitið á sig nánast alltaf þegar hann hefur byrjað inná? Eða treystir hann ekki Moreno sem hefur gert of mörg mistök í haust? Kristinn svarar því ágætlega af hverju Joe Allen spilar svona mikið, ég er samt frekar á hinni skoðuninni að það hlýtur að vera í lagi að hafa Lallana inni og Henderson á miðjunni, allavega ekki hafa Henderson gjörsamlega steingeldan út úr stöðu á vinstri kantinum (reyndar var hann aldrei þar, frekar vinstra megin á miðjunni). Ég hef reyndar grun um að það hafi eitthvað með líkamsástand Lallana að gera, Rodgers tímir kannski ekki að láta hann byrja vitandi að hann geti bara spilað 70 mínútur.

    – Lambert, Lambert, Lambert, Borini…Stórundarlegt mál allt saman. Lambert skoraði jú tvö mörk í tveimur leikjum en Borini fær að mér virðist svipaða meðferð og Lucas fyrst í haust, fær ekki einu sinni tækifæri til að sanna sig. Þetta eru ótvíræð mistök hjá Rodgers.

    – Leikmannakaupin. Ef FSG eru virkilega með þessa stefna, að kaupa unga, óútsprungna leikmenn þá er útilokað að þeir reki Rodgers strax. Eins og þetta lítur út fyrir mér þá verður FSG að gefa Rodgers tíma til að ná að þróa þessa ungu leikmenn eins og Can, Markovic, Moreno og Manquillo. Vandinn er sá að þegar gengið er slæmt þá virðist hann frekar treysta á reynsluboltana og þá er kominn upp ákveðinn vítahringur sem erfitt verður að rjúfa. Ungu leikmennirnir taka þá ekki eins miklum framförum og nauðsynlegar eru, og gömlu mennirnir þreytast og eru varla tilbúnir í alla leiki. Þennan vítahring verður Rodgers að rjúfa. Ég skammaði Ian Rush um daginn fyrir að biðja um akkúrat þetta, fá unga og ferska leikmenn inn í liðið, en kannski hafði ég rangt fyrir mér þar, kannski er þetta akkúrat það sem þarf.

    Bottom line-ið hjá mér er þetta: Sturridge og Suarez eru ekki með. Það er stóra skýringin á því hversu illa gengur. Í dag skorar Liverpool svipað mikið af mörkum og í fyrra, ef mörkin þeirra eru tekin í burtu. Líklega eru kaupin að hluta á ábyrgð Rodgers en alls ekki að öllu leyti. Balotelli átti að vera striker sem gæti komið í staðinn fyrir þá og kannski verður hann það á næsta tímabili eða í apríl eða einhvern tímann. Bottom-line – Rodgers á að fá meiri tíma, hann verður að fá að fara í gegnum þennan skafl, sem hann hefur verið að gera ágætlega síðustu vikur, þótt boltinn sé alls ekki fallegur.

  113. Þetta sagði stjórnarformaður Reading eftir að Rodgers var rekinn þaðan fyrir ca fimm árum:

    “I understand he didn’t have much time but we got on a slippery slope and it just got worse. Signings didn’t settle, Brendan was adamant his style of play would eventually work. Results kept getting worse, performances too. Results & performances did not match what the manager was consistently telling me. The fans started to tell me a different story. Brendan refused to comprehend the notion of changing his ways so adamant was he that he would be successful. The only thing that was changing rapidly was our league position. Was it hasty sacking him? (No) Did we avoid relegation with McDermott? (Yes)”

    Kunnuglegt?

  114. Til þeirra sem verja Joe Allen.

    Þurfti liðið ekki að sækja gegn Basel til að sigra? Með því að hafa Lucas og Allen saman á miðjunni að þá gat Basel mannað Sterling og Gerrard þar sem þeir voru einu leikmennirnir sem gátu mögulega skapað ógn. Það var einmitt takmörkun hans í vörn sem leiddi að fyrsta markinu þar sem hann seldi sig tvisvar mjög ódýrt.

    Við vorum með tvo leikmenn í byrjunarliðinu í gær sem hann keypti seinasta sumar. Það væri athyglisvert að fá að vita hvort það sé hann sem velur þessa leikmenn eða kaupnefndin (transfer committee). Við erum að tala um það að 9 af hverjum 10 kaupum klúbbsins eru ekki nógu góð. Við seljum Andy Carroll á 15mp með tapi og kaupum svo tímabilið eftir tvo “target” framherja sem eru engu skárri.

    Rodgers kom með þennan “tiki taka” bolta í klúbbinn. Tímabilið eftir kom samblanda af því við “counter” fótbolta, en núna erum við komnir í “kick and run” og getum varla sent einfalda sendingu á menn. Ég held að Rodgers sé í algjörri krísu varðandi hvernig bolta hann eigi að spila og hvernig eigi að koma þeirri hugmynd inn á völlinn. Líkt og ungir leikmenn að þá geta ungir stjórar staðnað, það er spunring hvort eitthvað þannig sé í gangi.

  115. Mér finnst alls ekki hægt að horfa á þessa fimm leiki okkar í röð án taps sem eitthvað gífurlega jákvætt form.

    Í þeirri stöðu sem við erum í þá telja þessi stöku stig sem við höfum fengið í jafnteflum gegn Ludogorets, Basel og Sunderland afar lítið og í raun bara ekki neitt. Við þvinguðum sigra gegn Stoke og Leicester. Þetta er alls ekki sannfærandi hjá Rodgers og hans lærisveinum.

    Við erum í þeirri stöðu að jafntefli gerir ekkert fyrir okkur. Stakt stig hér og þar rífur okkur ekki upp töfluna, stakt stig hér og þar kom okkur ekki áfram í Meistaradeildinni. Þannig er það nú, við bara verðum að ná að kreista út fleiri stig og taka meiri áhættur jafnvel þó að það gæti þýtt einstaka tap. Annar hver leikur sigur á móti tapi í næstu leikjum telur meira en endalaus jafntefli. Ef við gerum alla leiki jafntefli í deildinni þá endum við með 38 stig en 57 ef við vinnum annan hvern leik.

    Í fyrra tókum við áhættur í okkar leikjum og sóttum til sigurs, no matter what. Það skilaði sér í frábæru formi og gífurlegri stigasöfnun. Í dag erum við … hvað?

    Liðið er litlaust, bragðdauft, steingelt og allir virðast skíthræddir við að taka smá áhættur. Er planið að vera þéttir fyrir og kreista út stig? Ekki gengur það vel, við erum hvorki þéttir fyrir né að sækja stig.

    Þetta er skelfilegt að horfa upp á og það versta er að maður er að missa alla trú á manninum sem virtist eiga svör og hugmyndir við öllu á síðustu leiktíð. Það er eins og maðurinn með stærsta punginn í bransanum í fyrra sé bara orðinn lafhræddur við að taka einhvern smá séns til að rétta gengi liðsins við. Hann er þó kominn með bakið heldur betur upp við vegg núna, það þarf að snúa genginu við og sýna framfarir – getur hann það?

    Við áttum aldrei skilið að fara áfram í gær eins og hinn frábæri Steven Gerrard viðurkenndi í gær. Af hverju er ekki búið að semja við hann?!

  116. #132

    Hvernig skilgreinir þú það að taka áhættu?
    Hvað nákvæmlega eru menn að biðja um þegar þeir biðja um að teknar verði fleiri áhættur?

    Eru menn að biðja um Lucas verði settur á bekkinn af því hann sé of varnarsinnaður?
    Eru menn að biðja um að við hættum að spila með varnartengilið, því það sé of varnarsinnað?
    Eru menn að tala um að við fækkum á miðjunni, gefum þar með frá okkur possession, sem þar með eykur pressuna á lélegustu vörn ensku deildarinnar, og treystum á skyndisóknir Rickie Lambert til að skora mörk?

    Hvað nákvæmlega eru menn að biðja um?

    ,,Í fyrra tókum við áhættur í okkar leikjum og sóttum til sigurs, no matter what. Það skilaði sér í frábæru formi og gífurlegri stigasöfnun. Í dag erum við … hvað?”

    Í dag erum við ekki með Luis Suarez og Daníel Sturridge. Í fyrra þurfti ekki að huga að varnarleik. Andstæðingar Liverpool vissu að ef þeir dirfðust til annars en að parkera rútunni yrði þeim slátrað.

    Gagnvart liðum sem parkera rútunni þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af varnarleik. Þá er hægt að spila með miðaldra quarter back fyrir framan vörnina sem dælir boltum á sóknarmennina.

    Þetta er ekki hægt lengur. Það virkar ekki. Lið þurfa ekki að parkera rútunni á móti Sterling, Coutinho og Lambert (með fullri virðingu fyrir þessum þrem leikmönnum). Lið geta leyft sér að hlaupa á okkur.

    Við því hefur Rodgers verið að bregðast seinasta mánuðinn. Að lappa upp á vörnina.

    Þá byrjar fólk að gagnrýna Rodgers fyrir skort á áhættu…

  117. 132: Ég myndi segja t.d. að áhætta sé t.d að þora að spila Moreno og einhverjum af Lallana, Can eða Markovic í stað enrique og allen.

    bara svona ein hugmynd. Þarna eru komnir 2 sóknarsinnaðir menn í stað hinna….

  118. Áhugavert….

    Benitez hætti í júní 2010. Liðið endaði í 7 sæti leiktíðina 2009/2010, en þá var svipað langt í Bolton í fjórtánda sæti og var í Chelsea í því fyrsta.

  119. Sælir

    Rodgers er ekki aðalvandamál Liverpool, því þetta er búið að vera svona í c.a. fimmtan ár.
    En hann (innkaupanefndin) hefur samt gert glórulaus kaup hvað eftir annað á leikmannamarkaðnum. Seinasti leikmannagluggi er brottrekstrarsök.
    því Stjórinn er latinn axla ábyrgðina. Þó eigendur og innkaupastefna eigi aðalsök.

    Helsta vandamál klubbsins er að minu mati innkaupastefna/sölustefna.= stefna eiganda

    Ég tönnglaðist á þessu þegar kanarnir eignuðust klubbinn og útskýrðu sýna (frábæru) hugmyndafræði.

    Það er alltaf selt undan klúbbnum. Ég nenni ekki að fara í neina langloku en hvað til
    dæmis halda menn að það þurfi að kaupa og eyða í marga 20 milljon punda framherja til að einn þróist í að verða eins og Suares.

    Sama stefna var í Evans, hollier og Benitez timabilinu. Tima aldrei að borga fyrir gæði.

    Við misstum Suares síðan á klink. Maður með metnað sem hefur getuna dvelur ekki hjá
    Liverpool og mun ekki dvelja í Liverpoolborg fyrr en skipt verður um eigendur og stefnu.
    Borguð almennileg laun. punktur Og farið að kaupa menn sem hafa sannað sig. Þá
    verða menn að borga.

    Skoðum Dortmund með frábæran stjóra, hvernig hefur verið selt undan honum undanfarin ár og í hvaða vandræðum sá klúbbur er í núna. Og hvaða trú hafa leikmenn
    Dortmund á framtíð klúbbsins þegar þeir eru orðnir nógu góðir til að fara í stærri lið.

    Við erum í nákvæmlega sama vandamáli nema við höfum ekki fengið einn einasta almennilegan leikmann sem þróast í stjörnu síðan Rodgers kom. Alltaf verið að leita
    í ruslinu að gimsteinum en hann situr uppi með …….. t.d. Allen og …..

    Benitez er ekki að fara flytja fjöll.

    Skulum bara vona það besta.
    En fyrir mina parta er enginn lausn að reka Rodgers nema kannski að hollningin a liðinu
    getur ekki versnað mikið meira.

    keðja

  120. Forvitnilegt væri að vita hvað Rodgers myndi versla í janúar ef hann fengi 100m punda.

    Ætli hann myndi ekki skipta út öllum þeim sem hann keypti í sumar fyrir aðra rosalega næstum því góða?

  121. Er Markovic í banni á móti United? Mér fannst hann góður þessar 5 mínútur sem hann náði að hanga inná. Að hann skuli ekki hafa verið nothæfur á þessu tímabili er langtum meira rannsóknarefni heldur en Borini.

  122. Ég held það sé kominn tími til að við lærum af sögunni Rafa Benitez í því nákvæmlega sama og Brendan Rodgers. Rafa endaði í öðru sæti með liverpool og missti þá einn sinn besta leikmann í Xabi Alonso liðið náði engan vegin að fylla hans skarð á sama hátt og liðið dag hefur engan hátt náð að fylla skarða Luis Suarez. Í báðum var þetta bara einn leikmaður sem náði skemma jafnvægið í liðinu(í tilviki Brendan misstum við reyndar okkar 2 bestu leikmenn). En við ákváðum í lok tímabilsins að láta Rafa fara eftir vonbrigða tímabil enduðum í 7 sæti og duttum út úr meistaradeildinni nákvæmlega eins og núna en þessi brottrekstur reyndist hins vega galinn því að á eftir því fylgdi 5 ár utan meistaradeildarinna persónulega finnst mér að við ættum að læra af þessu og gera ekki aftur nákvæmlega sömu mistök.

  123. Þetta er einhver sá sorglegasti pistill og skýrsla sem að ég hef lesið hér inni…. var á Liverpool : Sunderland og fólk virðist bara afskaplega meðvitað um stöðuna og hefur fulla trú á BR. Í fyrra með Suarez innanborðs var stefnan tekin á 3-4 sætið og það tókst bara svona vel að allir voru grenjandi eftir að hafa lent í 2. sæti. Hópurinn fór áfram á lygilegu gengi sóknarparsins og alveg sama hversu mörg mörk við fengum á okkur, þá skoruðum við bara fleiri. Lovren átti að þjappa þessari vörn saman, sem var ÖMURLEG í fyrra líka, en hefur því miður alls ekki gert, eins og hann lofaði góðu á pre-season. Staðan er leiðinleg, en guð minn almáttugur, reynið ekki að drepa alla úr leiðindum, Það er hægt að fjalla um þetta á fagmannlegri hátt en þetta og er nú yfirleitt gert hér inni. Ég tala a.m.k. fyrir sjálfan mig er ég segi: ég var afskaplega ánægður að sjá liðið okkar berjast til síðasta blóðdropa í gær og þetta sýndi mér að þetta er bara alls ekkert búið. Var ég sá eini sem að heyrði nánast troðfullan völlin syngja YNWA í leikslok ? Ég hlakka til leiksins á sunnudag, held barasta að við séum að fara að ná í 1-3 stig.

  124. Ég er algjörlega með Magga hérna og mjög ósammála því sem Kristján segir í skýrslunni að Rodgers sé kominn á endastöð með þetta lið. Nokkrir punktar.

    1. Það er augljóst að þjálfarinn er ekki eina vandamálið hjá Liverpool. Benitez var rekinn, Hodgson var rekinn, Dalglish var rekinn og núna vilja menn reka Rodgers. Lið einsog Liverpool verður að horfa til lengri tíma. Við getum ekki borið okkur saman við Chelsea í þessum málum því Chelsea er með tvöfalt dýrari leikmannahóp en við. Þeir geta leyft sér svona þjálfarahringl – við ekki. Það þarf að skoða fleiri hluti, þar á meðal hvernig leikmenn eru metnir og keyptir. Af hverju var til dæmis ekki farið algjörlega í það að fá Sanchez? Eigum við í alvörunni að trúa því að konan hans hefði ekki sætt sig við búðirnar í Liverpool ef að honum hefði verið boðin 20% hærri laun hjá Liverpool? Af hverju keyptum við ekki eina stjórstjörnu einsog hann í staðinn fyrir 3-4 menn sem Rodgers vill ekki einu sinni nota (hans stærstu kaup spilaði ekki eina sekúndu í gær)? Ég samþykkti þessa stefnu sumarsins að kaupa fleiri menn til að auka breiddina, en ég fatta ekki tilganginn ef þeir eru svo aldrei notaðir.

    2. Ég sé ekki hverju við eigum að ná fram ef við rekum Rodgers. Hann var uppáhaldsþjálfari okkar allra fyrir fjórum mánuðum. Hvern viljum við fái í staðinn og svo framvegis? Viljum við fá Klopp sem er með Dortmund í 14.sæti þýsku deildarinnar? Vissulega hefur gengið verið með ólíkindum lélegt, en Rodgers missti sína tvo helstu markaskorara, þarf að glíma við leikajálag í CL og missir svo stóru kaup sumarsins í meiðsli. Þetta hefur ekki verið auðvelt.

    Hvað ef við rekum Rodgers núna, hvað þá? Treystum við Ayre og félögum til að ráða réttan aðila? Og hvernig aðili er það? Er það einvher gamall og reyndur, eða ungur og efnilegur? Ef ungur, hver þá?

    Það virðist alltaf vera í gangi einhver stórkostleg skammtímahugsun í gangi. Menn hugsa: “Ef þetta tímabil klikkar, þá fer allt til fjandans!” En so what ef að þetta tímabil klikkar? Jú, við komumst ekki í CL, en þá komumst við bara í CL á næsta tímabili, þegar að þetta lið er betur undir það búið. Gerrard er ekki að fara að vinna titil með Liverpool og hann verður bara að lifa með því. Það er enginn leikmaður að fara frá okkur ef við komumst ekki í CL.

    Mín skoðun er að við gefum Rodgers tækifæri á að laga þetta – alveg út tímabilið. Ef að nákvæmlega engin bæting á sér stað, þá mega menn segja honum upp í sumar. En við rekum ekki þjálfara á miðju tímabili, nema hann heiti Roy Hodgson.

  125. Smá samanburður við Alex Ferguson: Á öðru tímabili sínu með ManU, 1987-88, kom liðið mjög á óvart og lenti í 2. sæti í deildinni, níu stigum á eftir Liverpool. Tímabilið á eftir, 1988-89, þar sem miklar væntingar voru gerðar til liðsins, lenti liðið aftur á móti í 11. sæti. Margir leikmenn höfðu verið keyptir sem og fyrir tímabilið 1989-90. Það tímabil var það slakasta hjá Ferguson og liðið lenti í 13. sæti. Stuðningsmenn og sem og blaðamenn öskruðu og heimtuðu að kallinn yrði látinn fara: “Three years of excuses and it’s still crap … ta-ra Fergie.” Eftir það fór að ganga aðeins betur en það var ekki fyrr en tímabilið 1992-93 sem ManU vann ensku deildina. Þetta var á sjöunda tímabili Ferguson með liðið.

    Rodgers er þjálfari liðsins og með honum stöndum við. Hann reif upp liðið á síðasta tímabili og undir hans stjórn spilaði liðið einhvern skemmtilegasta fótbolta í Evrópu og grátlega nálægt því að vinna titilinn. Og það var engin heppni eða bara út af Suarez. Af hverju ætti það ekki að gerast aftur? Nú er komið smá bakslag en ég hef enga trú á öðru en undir hans stjórn eigi liðið eftir að spila frábæran fótbolta í framtíðinni og vinna titla. Ekki á þessu tímabili en fljótlega.

    Ekki þessa óþolinmæði, gefið manninum séns og styðjið við bakið á honum. Þetta er eins og í tangó, tvö skref áfram og eitt aftur á bak.

  126. Ókei, þá eru allir Kop.is-pennarnir utan Steina búnir að tjá sig um leikinn hérna og leikskýrsluna. Ég er í eins manns minnihluta sýnist mér (Óli Haukur tók eiginlega hvoruga hliðina en Maggi, Babú, Eyþór og Einar Örn eru ósammála mér).

    Allt í lagi. Ég skal synda á móti straumnum í þetta sinn. En svona til að ítreka það enn og aftur þá er þetta mín skoðun, í sem fæstum orðum:

    1. Ég vil ekkert frekar en að Rodgers snúi genginu við. Mér líkar mjög, mjög vel við þennan unga knattspyrnustjóra og ég veit hversu stórt skref það er að skipta um stjóra/þjálfarateymi. Það væri langbest fyrir alla aðila ef Rodgers sneri þessu við og ég vona það heitt og innilega.

    2. Að því sögðu, þá er ég að missa trúna á því að hann geti það. Það stafar af því að ég er búinn að vera drullupirraður á ákvörðunum hans og uppstillingum í nær hverjum einasta leik í vetur. Já, það eru vandamál þarna sem hann olli ekki en hann er í nær öllum tilfellum finnst mér að reyna rangar lausnir á þeim vandamálum.

    3. Ég hef ekki trú á því að hann nái Meistaradeildarsæti eða vinni bikar í vetur. Hann hefur ekki það sem þarf, miðað við hvað hann hefur sýnt okkur í rúmlega fjóra mánuði og 23 leiki.

    4. Það eru mörg fleiri vandamál hjá klúbbnum en bara Rodgers en ég er á þeirri skoðun að það á að vera hægt að ná meiru út úr þessum leikmannahópi en hann er að gera. Það er stór þáttur í ákvarðanatöku um þjálfaraskipti að mínu mati; er hann að ná því sem hægt er út úr þessum rándýra leikmannahópi? Svarið er afdráttarlaust nei í mínum huga.

    Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér. Ég mun seint kalla eftir því að knattspyrnustjóri verði rekinn en ég hlýt að mega játa það að ég hafi ekki trú á Rodgers og hans verkefni lengur. Það er allt og sumt. Ég hef ekki trú á honum lengur.

    Vonum að þessi umræða verði úrelt eftir sunnudaginn. Annað 0-3 á Old Trafford myndi alveg fara langt með að breyta skeifunni í bros hjá mér …

  127. Hefðum átt að kaupa Sanchez, ég var alltaf harður á því og viss um að ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði verið hægt að ganga frá því. Við vorum í kjörstöðu gagnvart Barcelona og því aðeins spursmál með að sannafæra leikmanninn.

    Mér liði betur með að sjá Liverpool spila illa og sitja í 10 sæti ef Sanchez væri í liðinu. Eins ef Lovren héti Hummels og væri að spila jafn illa. Málið með Lovren er að hann var hvorki góður né efnilegur þegar hann var keyptur. Það böggar mig. Kannski Hummels hafi ekki verið raunhæfur kostur í sumar en við hefðum átt að gera mun betur en Lovren að mínu mati.

    Að því sögðu vil ég samt ítreka stuðning minn við Rodgers. Sumarkaupin eru ekki svo slæm að mínu mati. Loksins flott sumar á leikmannamarkaði. Suarez vildi fara og kaupin hefðu jú mátt vera færri og stærri. En Markovic, Can, Lallana, Moreno, Manquillo og Balotelli. Þetta eru allt flott kaup. Við erum alltaf með nóg af mönnum á bekknum og í hóp til að rífast yfir hver hefði átt að byrja á kosnað hvers, það er nýtt fyrir marga stuðningsmenn Liverpool. Nú er vonandi bara að Liverpool kaupi einn Sanchez í Janúar eða tvo í sumar. En að reka Rodgers núna, common!!!

    Áfram Liverpool. Sigur á móti Man Utd er allt sem ég bið um (til að byrja með)

  128. Einar skrifaði:
    “1. Það er augljóst að þjálfarinn er ekki eina vandamálið hjá Liverpool. Benitez var rekinn, Hodgson var rekinn, Dalglish var rekinn og núna vilja menn reka Rodgers.”

    Rodgers og Benitez eiga ansi margt sameiginlegt varðandi þessa umræðu. Þeir áttu frábært tímabil en seldu síðan bestu leikmennina og þar afleiðandi kom upp umræða um að reka þá, enda ekkert skrítið þar sem liðið fór að drulla upp á bak. Síðan voru keyptir leikmenn sem náðu enganveginn að fylla í þær eyður sem þurfti að fylla.

    Hodgson fyllti svo liðið með enn verri leikmönnum. Meireles var kannski þau skárstu.
    Dalglish og Comolli keyptu svo mjög slæma leikmenn fyrir of háan pening.

    Þarna er hægt að sjá ákveðna fylgni þar sem við seljum bestu mennina án þess að fylla skörð þeirra með sambærilegum leikmönnum. Mér finnst Rodgers falla í nákvæmlega sama gír og Benitez og Dalglish með því að kaupa ekki nægjanlega góða leikmenn í þær stöður sem þarf að fylla.

    Hvenær ætla menn að læra af reynslunni? Auðvitað er samhengið aðeins stærra, en þetta er allavega stór partur af henni.

  129. Skil samt ekki alveg hvert þú ert að fara Kristján þá er ákveðin mótsögn að kunna mjög við þennan þjálfara en vilja að hann verði rekinn núna strax eftir utd leikinn 14 desember ef hann tapast, en hvað ef við gerum jafntefli á þá að reka Rodgers ? en ef við vinnum Utd en töpum næsta leik á þá að reka hann? Við hljótum að annað hvort að styðja þjálfarinn og gefa honum tíma eða þá bara reka hann núna sé ekki að einn tapleikur eigi að ákvarða framtíð þjálfarans

  130. http://fotbolti.net/news/10-12-2014/telegraph-sterling-hafnadi-nyjum-samning
    Ef þetta er satt þá er það mögulega enn einn naglinn í líkistuna hjá Rodgers. Það var hann sem dró stöðugt að bjóða Sterling nýjan samning síðasta sumar. Sagði að ungir leikmenn væru ofdekraðir og hefðu ekki gott af of miklum veraldlegum gæðum.

    Ef Sterling endar á að fara til Real Madrid á free transfer eftir 2 ár líkt og McManaman gerði eða á algjört slikk líkt og gerðist með Michael Owen þá fullkomlega trompast ég. Flýg til Madrid, næ í haglabyssu og skýt CR7 í hausinn. Ég hata þetta fokking Real Madrid lið næstum jafn mikið og Jose Mourinho.

    Einnig eru samningsmálin við fyrirliðann Steven Gerrard algjörlega í lausu lofti. Finnst mönnum skrítið að leikur Liverpool inná vellinum virðist algerri upplausn eins og er?
    Þetta þýðir þá væntanlega líka að Sterling hefur ekki trú á Rodgers eða að FSG geti komið liðinu okkar aftur í fremstu röð. Það eru sko virkilega slæmar fréttir ef satt reynist. 🙁

  131. Allt sem Einar og Kristinn segja.

    23 ár án titils og sex brottrekstrum þjálfar síðara hefur ekki skilað okkur nema einu sinni nálægt því að verða meistarar.

    Er í alvörunni ekki hægt að horfa til þess að mögulega sé það röng hugmyndafræði að reka þjálfarann í mótvindi?!?!

    Pistlar Kristins hér eru frábærir í einu orði sagt og segja eiginlega algerlega þá skoðun á fótbolta sem er að detta í minn koll. U.þ.b. 90% frétta um fótbolta snúast um neikvæði og langflestir umræðuþættir og þræðir snúast um hvað stjórinn eða stjórnin séu nú að gera ofboðslega margt vitlaust.

    Ofnotaðasta setning sögunnar “tapaði klefanum” er þá oft notuð og vísað í alls konar svipbrigði eða tíst eiginkonunnar eða bara hvernig menn löbbuðu útaf.

    Á meðan t.d. menn æpa á stjórann eru enn að berast neikvæðar fréttir af samningamálum okkar, eftir 20 daga getur besti leikmaður okkar í sögunni skrifað undir hjá liðum utan Englands og stærsta vonarstjarnan okkar, sem átti að fá samning í fyrravor var víst að neita sínu tilboði. Við þetta samningaborð t.d. situr ekki Rodgers í okkar hugmyndafræði hjá klúbbnum…en sennilega verður einhver sem kennir honum um það.

    Ég segi svo líka eins og Eyþór. Þessi sorgarumræða um stjóra klúbbsins síðustu ár er farin að hafa verulega neikvæð áhrif á mig…á tímabili í fyrra fannst mér við stuðningsmennirnir hafa aftur náð í eitthvað af þeim galdri sem fylgir því að vera stuðningsmaður. Í dag er ég eiginlega þreyttur á þeirri tilfinningu. Enn einu sinni er verið að ergja sig á United-syndrómi og hvað lífið er ómögulegt. Gaurinn heitir ekki Rafa, Woy eða Kenny núna…bara nýtt nafn á blokkina.

    Og enn virðist blóð vera það sem er verið að heimta. Með tugmilljóna tapi fyrir klúbb sem er að ráðast í stærstu fjárfestingu sína í sögunni…

    ….er ekki bara kominn tími á að fara að velta fyrir sér hvort að þetta áralanga niðurrif er ekki að verða mein félagsins, bæði á meðal aðdáenda og í klúbbnum sjálfum…allt mótlæti í dag brýst út í stöðugri leit að skjótri lausn á uppsöfnuðum vanda félags sem var risaklúbbur sem gat keppt við alla á markaðnum en getur það ekki í dag.

    Það seitlar svo út til okkar…það var allavega ljóst í mínu sjónvarpi að 12.maðurinn mætti ekki á Anfield fyrr en að Gerrard smurði sinni heimsklassaaukaspyrnu í skeytin…erum við ekki bara á leið í rækjusamlokurnar gamalkunnu…bitur af því að allt er svo ómögulegt…

    …just wondering….

  132. Andri M nr. 130: Þessi saga er í sjálfsögðu engin rök, þó skemmtileg sé. Við höfum séð það á þessum árum sem Brendan hefur verið hjá Liverpool að liðinu gengur betur eftir áramót þannig að það er ómögulegt að segja hvað hefði gerst hefði hann haldið áfram. Hann náði Swansea upp í efstu deild árið eftir, svo ekki var hann alveg vonlaus. Og hvar eru Reading staddir núna? Nokkurn veginn í sömu sporum og þegar Brendan skildi við þá.

  133. Finnst þetta einfaldlega vanmat á mikilvægi Suarez að fá ekki alvöru mann til að reyna að dekka það skarð sem hann skyldi eftir sig. Að reyna svo að gera það með “panikk” kaupum seint í ágúst eru náttúrulega ófyrirgefanleg vinnubrögð.

    Afhverju gátum við ekki fengið 2-3 gæðaleikmenn til viðbótar. Það sem þurfti til að fara alla leið í fyrra var skortur á reynslu og gæðaleikmönnum. Við þurftum ekkert að fylla bekkinn af einhverjum ungum og efnilegum leikmönnum enda haugur af þeim til á Anfield. Ég er t.d. ekkert alltof sannfærður um að Lazar Markovic sé betri en Jordon Ibe.

    Skil ekki afhverju við gátum ekki gert eins og Chelsea – þ.e. að fá akkúrat það sem vantaði. Það sem Chelsea vantaði í sumar var alvöru markaskorari og arftaki Frank Lampard. Dekkuðu það fullkomnlega en eyddu samt sem áður minni pening en við.
    Vissulega þiggja þessir leikmenn svo há laun, en er ekki betra að borga gæðaleikmönnum 250.000 pund sem skila sínu í hverri viku. Heldur en að borga 3-4 meðalskussum samanlagt sömu upphæð fyrir að sitja á bekknum undir teppi, borandi í nefið og nagandi neglurnar?

    Vorum best spilandi lið Evrópu, komnir í Meistaradeild og með kafloðnar hendur af peningum. Hvernig var hægt að klúðra öllu svona heiftarlega?

  134. Nr. 149

    Ef að samningsmál Sterling klúðrast eins og þarna er verið að slúðra um þá er Rodgers alls ekki nálægt því maðurinn sem reiði okkar ætti að beinast það. Efast um að hann sitji svo mikið sem einn fund hvað þær viðræður varðar.

  135. Talað um að það sé dýrt að reka Brendan, það er vissulega rétt. En það má þá ekki heldur gleyma gagnrýninni sem á rétt á sér. Með sumarglugganum þá átti liðið að vera nokkuð tilbúið á öllum vígstöðvum. Fyllt var í öll göt og hvar stöndum við núna?

    Brendan þarf líklega að kaupa annan markmann til að leysa af Mignolet
    Búið er að kaupa tvo 20 milljóna miðverði sem síðast þegar ég vissi komust hvorugir í byrjunarliðið
    Bakvarðastöðurnar eru einhverskonar hausverkur ennþá, fer ekki ofan af því að Flanagan er besti bakvörður okkar.
    Á miðjunni að undanförnu eru Lucas, Allen og Henderson. Þar fara þrír vinnuhestar sem gætu ekki sólað mann þótt að þeir væru á Benidorm.
    Gerrard er kominn í sína gömlu stöðu eftir 2 ára prufu í varnartengiliði. Hvers vegna hann var færður þangað til að byrja með er spurningarmerki en afhverju er búið að færa hann tilbaka 2 árum seinna er stærra spurningamerki…kannski er samningur á næsta leyti skýringin.
    Sóknartengiliðirnir okkar Coutinho, Lallana, Sterling, Markovic og Borini eru í augnablikinu að keppa um 1-2 stöður í liðinu…manni líður eins og maður haldi með Man City þegar maður sér breiddina þarna.
    Sóknarleikurinn er síðan sér kapituli útaf fyrir sig og nánast brottrekstarsök ein og sér.

    Það er ekkert rosalega margt sem bendir til þess að þetta er að fara smella og það er hrikalegt að hugsa til þess ef það þarf að fara skipta út mannskap hægri vinstri vegna þess að leikmannakaupin eru að mistakast…það er langtum dýrara heldur en að skipta um þjálfara.

    En ég er sammála að það á ekki að reka Brendan fyrr en að hann fær markaskorara til að vinna með. Balotelli eru líklega lélegustu leikmannakaup sem ég man eftir og þá er allt talið. Sturridge er ekki með og Lambert var aldrei hugsaður sem byrjunarliðsmaður. Þannig að janúar er á næsta leiti og bara vona Liverpool vegna, að það verður keyptur einhver.

    Brendan á skilið að fá að kaupa einn leikmann til viðbótar og það er eins gott að hann klúðri því ekki!

  136. Maggi, Einar Örn og fleiri: við erum ósammála um Rodgers en mér finnst eins og það sé vegna ákveðins stigsmunar í því hvernig við sjáum tímabilið í ár.

    Einar Örn (#143) segir:

    En so what ef að þetta tímabil klikkar? Jú, við komumst ekki í CL, en þá komumst við bara í CL á næsta tímabili

    Hér er held ég ástæðan fyrir því að við erum ósammála. Ég er desperate að komast aftur í topp 4 í ár. Ég sé þetta ekki sem ár sem við getum yppt öxlum yfir og sagt “We go again!” næsta haust. Það er vitað mál að peningarnir fyrir Meistaradeildarsæti aukast verulega á næsta ári og Financial Fair Play er þegar að herða að okkur í samkeppni á leikmannamarkaðnum. Við það bætist að félagið er að byggja nýjar stúkur á völlinn og þá sé ég bara fyrir mér að þetta sé verulegt högg fjárhagslega, ef við komumst ekki aftur inn, og það gæti valdið því að við drögumst enn frekar aftur úr og endum í samkeppni með Everton, Newcastle og West Ham á leikmannamarkaðnum, ekki Chelsea, City og United.

    Þannig að so what? Ég sé það sem hrikalegt áfall ef við missum af topp fjórum í vetur. Ef þú ert bjartsýnni og heldur að við getum lifað það af eitt tímabil og reynt aftur á fullu næsta vetur, þá skil ég að þú sért til í að horfa til lengri tíma með Rodgers. Ég lít þannig á það að við verðum að bjarga þessu tímabili á meðan hægt er. Við erum ekki að fara að eyða öðrum 100m utan Meistaradeildarinnar næsta sumar eins og United gátu gert, við erum bara ekki það stór klúbbur fjárhagslega.

    Og Maggi (#150) segir:

    Á meðan t.d. menn æpa á stjórann eru enn að berast neikvæðar fréttir af samningamálum okkar, eftir 20 daga getur besti leikmaður okkar í sögunni skrifað undir hjá liðum utan Englands og stærsta vonarstjarnan okkar, sem átti að fá samning í fyrravor var víst að neita sínu tilboði. Við þetta samningaborð t.d. situr ekki Rodgers í okkar hugmyndafræði hjá klúbbnum…en sennilega verður einhver sem kennir honum um það.

    Ég er sammála ykkur um hin vandamálin í klúbbnum. Mér heyrist allir Liverpool-stuðningsmenn sammála um það að eitthvað er ekki í lagi á bak við tjöldin hjá félaginu. Samningamál, leikmannakaup og nefndin sem á að stýra því, og svo framvegis. Þetta er í ólagi og það á að vera hægt að gera miklu betur.

    En ég hlýt að mega ræða Rodgers líka. Ég er alls ekki að skella allri skuldinni á hann. En hann ber hluta ábyrgðarinnar og við hljótum að mega ræða þann hluta án þess að vera kallaðir skammtímaseggir eða knee-jerkarar.

  137. Flottar umræður hérna og mikið af góðum punktum. Mín skoðun á þessu er að ef við töpum næstu tveim leikjum þá er best að segja stopp. En ef við höldum okkur svona nokkuð solid á næstunni, þá verðum við að gefa honum tíma út tímabilið.

    Það sem öskrar á mig í hvert skipti sem að ég horfði á liðið er að Rodgers er algjörlega vonlaus þegar kemur að því að skipurleggja varnleik og því að menn haldi stöður á vellinum. Hann er með liðið á þriðja ári og hvert ár fer okkur aftur í varnarleik. Það er alveg ótrúlegt að að klúbburinn hafi ekki skikkað hann til þess að taka e-h varnarþjálfara með sér, allavegna fá mann sem getur hjálpað honum meira en Já-mennirnir sem eru með honum núna.

    Ein lausn sem að ég tel að myndi bjarga miklu í janúar: Kaupum Cech ( látum Chelsea fá þann pening sem þeir vilja) og fáum Steve Clarke í þjálfarahópinn, það myndi að mínu mati sýna að Rodgers getur ýtt egóinu sínu til hliðar til þess að ná árangri. Það myndi einnig hjálpa gríðarlega að fá nýjan markmann sem að veit hvernig á að tala við varnarmennina og þeir gætu ekki annað en borið virðingu fyrir honum.

    Að mínu mati þá SÁRVANTAR okkur winnera í þennan leikmannahóp… og því miður, einnig í þjálfaraliðið.

  138. Menn horfa á stjóraskipti sem hræðilegan hlut, eflaust vegna þess að Liverpool leiðin er að sýna þolinmæði.

    Bara til að sýna aðra mynd á þessu þá hafa Chelsea verið ansi duglegir að skipta um stjóra síðan Mourinho hætti 2007, þetta er árangur þeirra í öllum keppnum á þessu tímabili að Mourinho aftur(vonandi gleymi ég ekki neinu):

    3 FA bikarar
    1 Englandsmeistaratitill
    1 Meistaradeildaratitill
    1 Evróputitill
    (http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Chelsea_F.C._managers)
    (Taldi ekki góðg.skjöld með)

    Auðvitað er Chelsea ekki eins og Liverpool, og margir hlutir þar í “betri málum” til að takast á við slík ör stjóraskipti, en við verðum samt að spyrja okkur, hafa kannski þessar þolinmæðis-tilraunir LFC kostað félagið meira heldur en gefið?

  139. Örstutt um stjórann og hvort hann eigi að víkja eða ekki.

    Slík ákvörðun byggist á köldu hagsmunamati þ.e. er félagið í betri færum með eða án Rodgers? Enginn heilvita maður óskar þess að reka Rodgers bara til að reka hann! Þannig virkar ekki bísniss.

    Rodgers verður aðeins látinn fara ef annað eða bæði af eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:

    1. Fótboltastjóri sem er sannanlega betri en Rodgers er á lausu og vill taka við LFC.
    2. Rodgers veldur ekki starfinu lengur og/eða er ekki treyst til að þjálfa liðið.

    Hvað varðar #1. veit ég ekki um betri stjóra á lausu sem væri til í verkefnið. Allt tal um Klopp, Simeoni, Bielsa, Conti o.s.frv. eru fabúlasjónir/óskhyggja sem ólíklegt er að verði að veruleika. Starfi Rodgers er því vart ógnað af þeim sökum enda held ég að óumdeilt sé að okkar maður er mjög góður stjóri sem hefur allar forsendur til að komast í fremstu röð með aukinni reynslu.

    #2 er það sem veldur mér áhyggjum. Ég er að vísu ekki sálfræðingur en ég hef yfir 20 ára reynslu af stjórnun og tel mig þekkja einkenni kulnunar í starfi þegar ég sé þau. Rogders notaði frasann “weight of the jersey” um nýja leikmenn en vorum ummælin kannski Freudian slip um hann sjálfan? Einkenni þeirra sem kikna undan álagi eru t.d. afneitun, sjálfsásökun og að standa ekki með sjálfum sér. Mér hefur t.d. dottið í hug að sú staðreynd að hann spilar ógjarnan leikmönnum sem hann sjálfur valdi ýti undir þá kenningu að hann treysti ekki lengur eigin dómgreind. Í viðtölum er hann í dag passífur og jafnvel niðurbrotinn yfir árangursleysi og mótlæti.

    Ég vona vitanlega að ég hafi rangt fyrir mér og að Brendan sé fullur af eldmóði og ákafa í þeirri viðleitni að snúa genginu liðsins við. En ef hann hefur misst mójóið er hann gagnslaus sem fótboltastjóri og þarf að komast í pásu.

  140. Ég er alls ekki sammála að Gerrard sé ekki að fara vinna titil með með Liverpool. Gerrard mun vinna titilinn sem framkvæmdastjóri Liverpool!

  141. Sælir félagar.

    Frábærar og málefnalegar umræður. kudos!

    Ég tek af öllu afli undir það sem KAR hefur verið að skrifa hérna.
    Það er samt eitt sem ég vil bæta inn í þetta. Fótbolti er ekki “long term results” bransi. Það er eiginlega bara eitt dæmi á síðustu áratugum þar sem við sjáum langtímaþolinmæði í stjóramálum skila einhverjum árangri (mr. ferguson). Það þýðir auðvitað ekki að skrifstofan sé alveg stikk. Öll stærstu félagslið álfunar skipta ítrekað um þjálfara, og lifa það af.
    9. sætið í deildinni og þessi fjandans evrópudeild skrifast á einn mann og eingöngu einn mann. Alveg sama hvað skrifstofan er ómöguleg þá er þessi hópur nógu góður til að vera ofar í deildinni og í 16 liða úrslitum CL.
    Rafa heim!

  142. Við erum öll desperate að ná top 4 en ég held það fórna Rodgers á miðju tímabili bara í þeirri von að eftirmaður hans nái top 4 sé alltof mikill áhætta. Ef eftirmaður hans nær ekki top 4 þá held ég að það sé slæmt að hafa glænýjan þjálfara og liðið utan meistaradeildarinnar, Brendan hefur sýnt að hann getur tekið lið sem endaði í 7 sæti og komið þeim í þeim annað sætið á einu tímabili er víst að nýr þjállfari sér fær um að taka þannig stökk. Ef við skoðum síðustu 6 þjálfara liverpool þá eiga þeir allir sameiginlegt að enda utan top 4 á sýnu fyrsta tímabili þannig að það er allir líkur að nýr þjálfari lendi í því sama.

  143. Verð að játa að vandræðagangur Liverpool er orðinn afar vandræðalegur ásýndum, bæði þeim sem styðja liðið og þeirra sem gera það ekki. Bæði innan vallar sem utan má einnig greina ágreining innan liðsins, áhanganda þeirra og í raun allra sem að liðinu koma.

    Við lauslegan yfirlestur áhanganda liðsins hér má glögglega sjá að fólk er almennt ósátt en bara ekki sammála um hvernig sé best að vera ósáttur. Það úrræðaleysi sem endurspeglast í álitum áhanganda hér virðist eiga sér fordæmi í aðgerðum eða aðgerðarleysi stjórnar og misráðnum leikmanna og ,,stjóra” málum.

    Hef ekki lengur ástæður til að láta slíkt ergja mig en tel rétt sem fyrrverandi áhangandi að láta í ljós og vera sammála Kristjáni Atla sem segir það sem í raun er hið sanna í málinu að mínu mati.

    Kristján segir, án leyfis höfundar.

    „Mín skoðun? Ef hann tapar fyrir Manchester United á sunnudaginn á hann að missa starf sitt hjá Liverpool,” skrifar Kristján í í grein sinni.

    „Ég skal rökstyðja þá skoðun með tveimur punktum. Að vera um miðja deild um jólin, tíu stigum á eftir þessu grútlélega United-liði, er óverjandi, hvort sem Sturridge er heill eða ekki. Ef þessi United-leikur tapast er tímabilið opinberlega farið til fjandans og því ekki til neins að bíða fram á vorið með að skipta um stjóra.”

  144. Strákar strákar.

    Má ég miðla af minni reynslu, þrátt fyrir að vera United maður.

    Liðið er á heimavelli, leikur sem þarf að vinnast! … inná eru Lucas, Hendo, Allen og Gerrard.. Jújú Sterling líka og Lambi frammi.. Uppstilling sem skilar litlu meira en jafntefli, og hver var niðurstaðan?? Ég United maðurinn hef bara gaman af þessu, þetta er svo augljóst. Þið sjáið þetta sennilega sjálfir. Það er varla vika síðan að slá átti Brendan til riddara en svo kemur hann með svona uppstillingu. Maðurinn er augljóslega hræddur.

    Útaf eru playmaker-ar líkt og Coutinho og jú það má segja að Lallana sé klárlega leikmaður sem getur skapað. Ég hef horft á nær alla liverpool leiki, horfi reyndar nánast á allt sem heitir fótbolti og tel mig geta séð hlutina nokkuð hlutlaust, nema þegar kemur að United 🙂

    Þið hafið kvartað mikið undan Coutinho en á sama tíma finnst mér United manninum þetta vera sá heimsklassa leikmaður sem þið eigið að byggja í kringum. Hreyfingar sem þessi maður hefur, boltatæknin og auga fyrir spili er á heimsmælikvarða. Vandamálið við svona gullmola í Liverpool er að hann hefur bara engan til þess að senda á.. Að minnsta kosti á meðan Sturri er meiddur.

    Forgangasverkefni í janúar er að versla snöggan striker sem getur unnið með Coutinho.

  145. KRISTJÁN ATLi !
    Svona segjum við ekki um LIVERPOOL FC.
    Afsakið meðan ég æli

Liðið gegn Basel

Opinn þráður: Transfer-nefndin