Liðið gegn Man U – Mignolet á bekknum!

Liðið gegn Man U – Mignolet er á bekknum!!

Jones, Skrtel, Lovren, Johnson, Moreno, Henderson, Allen, Gerrard, Coutinho, Lallana, Sterling.

Á bekknum: Mignolet, Toure, Lambert, Lucas, Can, Balotelli, Markovic.

146 Comments

  1. Þetta er s.s. sama lið og lak út fyrir nokkrum tímum síðan.
    Þetta verður forvitnilegt. Spurning hvort BR er hugaður eða bugaður?
    Spái samt sigri

  2. Ég á rosalega erfitt með að skilja B.R. Lucas búinn að standa sig vel, nei þá er best að henda honum á bekkinn, skil ekki þetta ljóta bull að vera að spila alltaf einum framherja. Ef þessi leikur tapast þá mun það klárlega skrifast á Brendan.

  3. Þetta verður fróðlegt svo ekki sé meira sagt!! Rogers að taka massa séns þarna og ef það tekst verður hann hetja EEEEN ef það mistekst hljóta raddirnar sem vilja hann burt að verða háværari en nokkurntímann og hljóta að heyrast alla leið til Boston.

  4. Vona að BR sé með þetta en í mínum huga er þetta ekki leikurinn til að skifta um markmann. Fannst Mignolet vera heldur á uppleið en ég mun ekki gráta það ef að Jones á leik lífs síns. Verðum helst að ná þrem stigum en megum engan veginn við því að tapa, jafntefli, ok er tilbúinn að taka því.
    YNWA

  5. Okey núna veit ég ekki hvað hann rodgers er að spá hann er ekki einu sinni með framherja í byrjunarliðinu hvað er hann að spá ?

  6. Ekkert að þessu liði.

    Mignolet búinn að vera lélegur á tímabilinu og allt í góðu að gefa Jones tækifæri.

    Lucas var skelfilegur í evrópuleiknum og er búinn að vera að spila mikið.

    það sem ég er mest ánægður með er auðvita sóknarlínan Coutinho, Lallana og Sterling. Mér finnst vera smá séns á mörkum í þeim.

  7. Þetta er ekkert smá áhætta að skipta um markvörð í þessum leik, kannski verður Brendan hetja eða allt gjörsamlega allt klikkað eftir leik.

  8. Alveg er þetta merkilegt. Ef hann spilar Lallana, þá á hann að spila Lucas, ef hann spilar Lucas, þá á hann að spila Henderson, ef hann spilar Skirtle þá á hann að spila Lovren og ef hann spilar Mignolet, þá á hann að spila Jones osfr osfr osfr

    Það skiptir engu máli hvað hann gerir, ef við vinnum þá er þetta frábært, ef við töpum þá er þetta þvílíka augljósa ruglið hjá honum.

  9. Tek undir að þetta er frekar undarlegt byrjunarlið. Enn og aftur vitum við ekki hvernig ástandið er á mönnum, hvort Mignolet t.d. sé eitthvað smávægilega meiddur eða hvað. Hann hefur alls ekki staðið sig illa upp á síðkastið. Sama á við um Lucas, hann hefur spilað mikið undanfarið, en þá vildi ég frekar sjá Can inni heldur en Allen. En maður getur kannski dustað eitthvað af löngu rykfallinni bjartsýni amk. fyrir leik. Ég segi 2-2.

  10. Jahérna hér. Ef þetta eru ekki skilaboð þá veit ég ekki hvað! Það er ljóst að það verður keypur markmaður í janúar-glugganum.

    Afhverju er Toure ekki í byrjunarliðinu?? Skil þetta ekki. Hendir líka Lucas út úr byrjunarliðinu, skil það ekki heldur. Hafði litla trú fyrir á jákvæðum úrslitum og ekki eykst bjartsýnin eftir að hafa séð þetta byrjunarlið. Er samt ánægður með að sjá Lallana þarna og vonandi, vonandi dettur Kúti-litli í gang, en hann spilar vel ca. fimmta hvern leik.

    Það er ENGINN framherji í byrjunarliðinu!?

    Er búinn að segja það nokkrum sinnum og segi það enn einu sinni. Þetta er risaleikur fyrir BR og ljóst að sæti hans mun hitna verulega ef lið hans tapar þessum leik á eftir.

  11. Jones er held ég miklu betri í boxinu varðandi úthlaup og þ.h. Hann hefur aldrei verið slæmur markmaður og mér líður bara einhvern veginn betur með hann í markinu. óþægilegt þó að byrja með hann í þessum leik. Hann verður eflaust drullustressaður og því hefði verið betra ef hann hefði verið búinn að spila nokkra leiki áður. En svona er þetta og þá er þetta bara leikurinn sem hann getur stimplað sig inn sem markmaður nr. 1 ef þetta gengur eftir.
    Skil ekki alveg að hafa Allen inni en lukas út, er bara ekki alveg að ná þessu mancrush-i sem Brendan er með gagnvart Allen.

    Menn eru að tala um að þetta verði 3ja manna vörn með moreno á fjögurra manna miðju. Henderson og Moreno geta á dottið niður í 5 manna vörn ef þarf, en ljóst að þeir þurfa að hlaupa úr sér lungun á köntunum í dag.
    Sterling er svo treyst sem aðal strikerinn í dag sem er eitthvað sem menn hafa verið að kalla eftir nokkuð lengi í þessum framherjavandræðum. Sjáum hvernig það gengur, núna er tíminn til að stíga upp Raheem! og standa undir mögulega hærri launum en þeim 70 þúsund sem eru í boði.

    Spennandi leikur 🙂

  12. Tökum okkar skárstu leikmenn út (Kolo og Lucas) og setjum leikmenn sem eru ekki búnir að geta neitt á þessu tímabili inn. Ég er alveg hættur að skilja þennan mann.

  13. Ætlar hann að fara í leikinn án alvöru varnarsinnaðs miðjumanns? Hvað í andskotanum á Allen oft að spila án þess að gera rassgat. Lucas á allan daginn að byrjar fyrir Allen. Og þetta er ekkk leikurinn til þess að experimenta með markvörð.

  14. Vægast sagt athyglisvert!

    Hefði þó viljað sjá Markovic inni í staðinn fyrir Coutinho sem hefur ekkert getað.

    Spái 1-2 sigri okkar manna.

    Áfram Liverpool!

  15. Skil ekki þessa Allen þráhyggju í manninum, Allen er einfaldlega bara ekki nógu góður í fótbolta til að spila fyrir okkur

  16. Flott lið, ánægður að sjá Mignolet á bekkinn.. 1-4, mark my words!

  17. Þegar vel gengur og stjóri gerir breyttingar þá eru allir samála honum.
    Þegar illa gengur og stjóri gerir breyttingar þá er þetta allaf vafasamt og betra að vera móti stjóranum því að þá getur maður sagt að maður hafi rétt fyrir sér eftir leiki.

    Dálítið fyndið að heyra menn sem hafa verið að drulla yfir Mignolet ekki vera sátta við að Jones fái tækifæri.
    Dálítið fyndið að sjá þá sem eru alltaf á móti Joe Allen og hvarta yfir hans framistöðu leik eftir leik taka ekki eftir því að Lucas var gjörsamlega hræðilegur í síðasta leik og virkar ekki í formi til þess að klára 90 mín(Henderson / Allen eru orkuboltar sem hlaupa í 90 mín).

    Sjáum bara hvað gerist.
    Það er líklegt að Liverpool tapi þessum leik alveg sama hvaða lið væri sett inná því að Man utd eru einfaldlega fullir sjálfstrausts og hafa verið á uppleið á meðan að Liverpool eru að fara í hina áttina.

  18. Áhugavert. Spurning hvort það sé hugrekki eða fífldirfska að skipta um markvörð fyrir svona leik? Þá gerandi ráð fyrir að Mignolet hafi ekki fengið eitthvað knock. Skoðanir margra munu auðvitað fara eftir úrslitunum á eftir; hvort BR verði hetja eða skúrkur.

    Enginn alvöru varnarsinnaður miðjumaður og enginn striker. Verður mjög fróðlegt að sjá Lallana, Coutinho og Sterling þarna frammi. Get trúað að Balotelli komi ekkert mjög seint inn á, eftir svona 60 mín e.t.v. og Lucas jafnvel fyrr ef miðjan lendir í vandræðum.

    Ég held þó að þetta lið eigi alveg að geta boðið upp á flotta frammistöðu. Þurfa bara að vera mótiveraðir (líklega ekkert vandamál) og með smá sjálfstraust (meira áhyggjuefni).

    Rosalega þurfum við samt sigur í dag og helst gegn Arsenal líka! Frekar að tapa einhverjum tilfallandi leikjum í staðinn (ef það þyrfti að velja), þessir eru jú sex stiga.

  19. Bara betra fyrir Jones að byrja i stórleik, svipað og þegar Skrtel fékk tækifæri hja Brendan gegn ManU. Finnst þetta vel valið byrjunarlið miðað við allt. Ótrúlegt tuð hérna. Vinnum þetta. Balotelli með mark.

  20. Þó ég sé ekki alltaf sammála BR þá er ég sáttur við skiptin á markvörðum.
    Mér hefur fundist BJ betri kostur. 😀

  21. Skil ekki tal um að það sé enginn sóknarmaður í þessu liði. Raheem Sterling er líklega fremstur eins og hann átti að vera daginn sem Sturridge meiddist. Alltaf hann frammi frekar en Lambert, loksins loksins segi ég bara.

    Eins get ég ekki gagnrýnt það að taka Mignolet úr liðinu fyrir Jones, þetta átti að gera fyrir löngu. Spurning með að gera þetta núna en þetta er ekki það mikil áhætta m.v. hvernig Mignolet hefur verið að spila. Jones er ekkert verri markmaður og ef maður hugsar út í það hefur hann aldrei verið sér sérstaklega til skammar hjá okkar mönnum þegar hann hefur fengið sénsinn. En ef þú droppar markmanninum í miðjum desember í svonastórum leik er líklega ljóst að við hjólum í nýjan mann í janúar.

    Eina sem ég sakna er Emre Can eða varnartengiliðs. Sakna Lucas ekkert rosalega en hefði kosið Can frekar en Allen t.a.m.

    Balotelli og Markovic eru svo vonandi smá ógn af bekknum sem hægt verður að nota.

  22. Lucas à allan daginn ad vera tarna I stad Allen….jæja vid vinnum tetta

  23. Sæl öll,
    Jæja núna líkar mér Brendan Rodgers. Það hefur gengið það hörmulega á þessu tímabili að þessi leikur er jafngóður og hver annar, hugsanlega bestur, til Þessu að hrista aðeins upp í hlutunum. Sterling á eftir að neyða vörn utd til að vera neðarlega ég er hrikalega spenntur að sjá hann upp á topp. Það verða umdeildir dómar í kringum hann í dag. Ef Sterling er uppi á topp verður vörnin í vandræðum með hann. Liverpool eru særðir og eyga að vera hættulegir fyrir vikið. KOOOOMA SVOOOOOOO!!

  24. Takk fyrir seinasta tímbil Brendan Rodgers. Gangi þér allt í haginn með það sem þú tekur þér fyrir hendur.

  25. Eigum við ekki bara að leyfa þessum leik að klárast áður en yfirdrullið hefst. Kannski verður engin ástæða til “yfirdrulls” þá. Hver veit.

  26. Hvaða andskotans kjaftæði er þetta? Lélegasta vörn sem ég hef séð

  27. Sterling er svo slakur slúttari ég skil ekki afhverju menn vilja hafa hann uppi á topp.

  28. Allen er rusl. Hættið svo að verja þennan aumingja.

    Einnig hörmuleg nýting í DAUÐAfærinu hjá Sterling. Hann er svo augljóslega ekki framherji.

  29. Coutinho á þetta mark skuldlaust.. hann er ekki alveg í takti vi? leikinn…..

  30. Mignolet hefði varið þetta, Lucas hefði spilað betri varnarleik og Coutinho hefur marg sýnt að hann nennir ekki neinum varnarleik og er fyrir löngu búinn með sín tækifæri og það er óskiljanlegt að hann fái alltaf að komast í liðið.

    Good Job, Mr. Rodgers

  31. Ef BR hefði pung…þá tæki hann Allen og Coutinho útaf og inn með Balotelli og Lucas….núna!

  32. Hver djöfullinn er eiginlega að ykkur hér að ofan? Liðið er að spila þrusuvel, fengum á okkur mark já en engu að síður erum við að halda áfram að pressa, erum að komast í færi og United lítur einfaldlega ekki vel út.

    Já og Dude, í guðs bænum, vertu úti ef þú ætlar að halda áfram að lýsa því yfir að hinir og þessir séu rusl. Ótrúlegur rusl “stuðningsmaður”

    KOMA SVO!!!

  33. þetta er panic lið, af hverju er Lovern frekar en kolo, af hverju er cuti inni frekar en malco, og nuna er johson að fara fyrir kolo, það er gott en eg er samt ekki að fila þessa þriggja manna vörn.

  34. Slakið aðeins á, við erum búnir að fá 2 góð færi og erum að spila ágætis fótbolta. Ein varnarmistök er það sem skilur á milli….það er nóg eftir!

  35. Sendingarnar hjá liðinu eru til skammar. United er að gefa okkur helling af tækifærum til að sækja hratt.

  36. Voðalega er leiðinlegt að lesa orðin sem sumir hérna (sömu og jafnan) viðhafa um leikmenn liðsins. Held ég leyfi þeim að eiga þennan þráð og kíki bara á skýrsluna á eftir. Verði ykkur að góðu.

  37. 100% sammála þessari uppstillingu á framlínunni en hins vegar er ég sammála þessu með allen hann er drulla.

  38. Fellaini fékk gult snemma í leiknum. Hann er ekki beint þekktur fyrir prúðan leik svo my bet er að hann fjúki út af.
    Annað….Allen á pottþétt eftir að skora og stinga duglega upp í alla Allen-haters 🙂

  39. Allen ræður ekkert við þetta, Lucas inn í hálfleik og Balo helst líka

  40. Vandamál Allen í þessum leik er að Moreno er aftur og aftur kominn langt út úr stöðu sem gerir að verkum að Allen þarf að covera vinstri vængbak stöðuna, það er ekki að henta honum og mér hefur fundist þetta vera gegnum gangandi í leikjum Moreno að hann dettur allt of mikið út úr stöðu.

  41. #46 Hvernig getur Sterling á topp og 3 manna vörn verið same shit? Hef sjálfur ekki séð þetta áður.

  42. Þetta er bara vonlaust eins og vanalega, Rodgers hefur greinilega engin svör.

  43. Aron það er rétt. Hann hefur engin svör við rangstæðumörkum. Verðum að gera eitthvað í því. Einhverjar hugmyndir Aron?

  44. Nú er það bara fallbaráttan hjá Liverpool, það er klárlega næsta verkefni!

  45. United eru að labba á vatni þessa dagana….allt lekur inn og menn brenna af dauðafærum hinu megin.

  46. Munurinn á De Gea og Mignolet er að þegar De Gea kom fyrst til United og gerði fullt af mistökum þá fékk hann bara traust og var ekki tekinn úr liðinu og byggði upp sjálfstraust og öryggi.

    Mignolet fær ekkert traust, og getur ekki byggt neitt sjálfstraust eða öryggi ef honum er stöðugt róterað og er ekkert verndaður af stjóranum. Hann er ekki búinn að spila jafn illa og menn vilja meina og er ekki búinn að klúðra miklu í síðustu leikjum.

  47. þetta er búið hjá rodgers því miður leiðinlegt að segja það en hann á ekki langt eftir ef þetta verða úrslitinn.

  48. Maðurinn er blindur á Allen. Hann getur ekkert leik eftir leik og alltaf í liðinu.
    Ekki hissa að það se lelegur morall og baratta i liðinu.

  49. Ótrúlegt, undir 2 – 0. Sennilega skásti hálfleikur sem ég hef séð hjá Liverpool lengi. Klúðrum dauðafæri og fáum strax mark í bakið eftir barnlegan varnarleik hjá Lallana, Allen og Coutinho. Nenni síðan ekki að ræða þetta seinna “mark”. Mata c.a. meter fyrir innan.

    Sjálfstraustið er í núlli hjá liðinu, þannig er það bara.

  50. Nú þarf að henda Allen út fyrir Balotelli og reyna að sækja allaveg stig úr þessum leik.
    Mér finnst frammistaðan alls ekki svo slæm og góður sóknarmaður hefði verið búinn að skora 2 mörk úr færunum sem Sterling fékk áðan.

    Og hvað er málið með þessa helvítis rangstöðu, þetta átti aldrei að standa en ekta United að fá svona með sér.

  51. Góðu fréttirnar er að Coutinho er búinn að veiða nokkur spjöld á United. Þurfum mark og þá er þetta galopið. Vinstri vængurinn hjá okkur er galopinn sömuleiðis..Moreno verður að passa sig betur.

  52. Munurinn á li?unum í dag er heppnin. Getan er svipu? og okkar menn ekki a? spila illa. En vi? erum algjörlega “out of luck”.. þa? er ennþá séns…

  53. #63

    Ég man nú ekki betur en De Gea hafi verið stöðugt róterað á sínu fyrsta tímabili.

    Mignolet hefur verið bakkaður upp af stjóranum í heilt ár þrátt fyrir skelfilega frammistöður.
    Þetta er í fyrsta skipti sem SM er raunverulega droppað, svo það er óþarfi að nota orðið stöðugt í því sambandi.

  54. Á heildina litið er spilamennskan nokkuð spræk. Rodgers á skilið hrós fyrir að reyna að keyra á óörugga vörn Udt með því að stilla upp þremur hreyfanlegum pressumönnum frammi og Allen/Henderson þar fyrir aftan. Hefur virkað ágætlega, Lallana mjög góður, Sterling fengið færi og Coutinho fiskað þrjú gul spjöld. Fyrra markið er einn af þessum vendipunktum, Sterling klikkar og hinir vaða upp og skora. Seinna markið kemur upp úr engu og er að auki rangstaða.

    Mér finnst Liverpool hafa verið hættulegra í leiknum, en þegar vantar gæði uppi (menn þurfa að horfast í augu við það að Sterling er hvorki góður spyrnumaður né slúttari, þó hann hafi fullt af öðrum frábærum eiginleikum) þarf fleiri færi til að skora mörkin og þá getur þetta þróast svona.

    Nú er hins vegar hætt við að Utd setjist aðeins aftar og leikurinn lokist. Þá gætum við þurft mark eftir fast leikatriði eða smá heppni til að komast inn í hann aftur. Gætum líka þurft að setja Balotelli inn til að taka við krossum.

    En það er ekkert annað að gera en að halda áfram, koma út með 15 mín hápressu og vona að varnarmenn utd geri mistök sem leiði til marks eða rauðs spjalds.

  55. Sést í báðum mörkunum að báðir miðjumenn okkar voru berskjaldaðir gegn hröðum kantmönnum Man Utd. Eiga Hendo og Allen sémsagt að sjá um Young og Valencia? Leikurinn fer nákvæmlega eftir upplagi Van Gaal.

  56. Manjú virka ekki þéttir en það verður að segjast að manni finnst Liverpool bara ekkert vera líklegir til að skora, augljóslega 0 í sjálfstrausts-slútti hjá öllum frammi og svo opnast þetta rosalega hjá þeim eftir að þeir henda öllum í sóknina.

  57. Balo inn í hálfleik, Allen rusl út, skil ekki hvernig hann getur spilað honum viku eftir viku.

    Vinnum þetta 2-3, viðsnúningurinn er hafinn.

  58. Engar áhyggjur, liverpool búið að vera mun betra. Búnir að veiða 4 gul spjöld á United. Vitleysingurinn Fellaini fær rautt bráðlega og þá hefst þetta!!

    45 mín eftir..
    2-4 fyrir liverpool

  59. Var að koma til leiks… og ég hef ekkert gáfulegt að segja… -_- Var að horfa á Carra lýsa tveimur mörkum fyrir Scums…. mér er smá illt… 🙁

  60. Höfum verið í vandræðum með að skora mörk og Brendan Rodgers ákveður að hafa engan framherja í liðinu.

    Höfum verið að fá okkur mikið af mörkum og Brendan Rodgers ákveður að spila með þrjá aftast.

    Sjálfstraust í varnarleiknum ekkert og Brendan Rodgers ákveður að setja varamarkvörð í byrjunarliðið sem hefur ekkert spilað í vetur.

    Lucas er búinn að vera frábær og jafnbesti leikmaður Liverpool í seinustu leikjum og Brendan Rodgers ákveður að setja hann á bekkinn á kostnað Allen eða Coutinho sem eru báðir búnir að vera afleiddir í þessum leik.

    Hr. Brendan Rodgers, þínum tíma er lokið hjá LFC. Liðið er í ömurlegum málum, spilar ömurlegan fótbolta, ekkert sjálfstraust og enginn stöðugleiki.

    Vona að eitthvað breytist í þeim seinni en ég hef enga trú á því að Brendan Rodgers geti mótiverað menn til þess að spila og berjast fyrir sig.

    Þetta er komið gott

  61. Greinilega rétta hugarfarið komið í liðið og allir að berjast, byrjunin á öllum góðum hlutum.

  62. Klárlega með því skársta sem við höfum séð frá okkar mönnum. Rangstöðumark og ein varnarmistök skilja að og við enn inni í þessu. Nú vil ég prófa að henda Balotelli inn með Sterling á kostnað Allen og spila með tvo framherji.

  63. coutinho og moreno alltaf ut ur stöðu i varnarleiknum og huðlatir til baka þegar liðið
    missir boltann. Allen eins og hann er. Balo synir vonandi eitthvað, annars eru þessir menn
    að kosta Brendan starfið.

  64. United á að vinna á heimvelli. Engin spurning, alveg eins og Liverpool á að vinna United á sínum heimvelli.

    Flottur leikur hjá okkar mönnum – mikil barátta og skemmtilegur bolti.

    Ástæðan fyrir því að við erum að tapa er að okkur vantar herslumuninn í sókninni. Það er okkur vantar hreinræktaðan sóknarmann sem getur klárað færin.

    Mörkin eru komin af þremur ástæðum.

    1. Við liggjum hátt á vellinum og skiljum þannig vörnina eftir berskjaldaða
    2. Svo eru við með lélagan markmann í markinu. Mignoley hefði varið þetta skot.
    3. Aðstoðardómarinn gerði mistök og markið hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu.

    Heilt yfir er ég sáttur. Betra að tapa við að reyna að spila fótbolta en skíttapa eins og við gerðum gegn Real Madríd í meistaradeildinni.

  65. Marg jákvætt í þessu eftir fyrri, þó ekki réttur balans í liðinu. Allt opið og sem fyrr of auðvelt að skora hjá okkur.

    Skín svo í gegn að sjálfstraustið er ekkert, lokasendingar slakar og menn oft að flýta sér í góðum stöðum.

    Þessi leikur er búin því miður, liðið hefur ekki karakter í að koma tilbaka.
    Þurfum að finna rétta balansinn og smá hörku og pung og þá koma betri úrslit.

    Erum hraðari með boltan en fyrr og sóknarleikurinn að mörgu leyti skárri, allt liðið þó aðverjast hörmulega eins og bæði mörkin sýna, barnalegur varnarleikur í þeim báðum þó seinna markið hefði jú aldrei átt að standa.

    Erfitt að horfa á þetta en vonandi eru skárri tímar framundan.

  66. Sæl öll,
    Núna bara verður að fara gera eitthvað í þessu máli með hann Allen.
    Sterling búinn að vera góður uppi á toppi. Ekki veit ég hversu marga leikmenn þeir hafa þjálfað sem eru að segja að Sterling er ekki framherji því hann er svo lélegur að klára. Það að klára færin sín er ekki svo mjög erfitt að þjálfa upp hjá leikmanni, sem hefur þessar hreyfingar eins og Sterling. Lallana út??????? Hvað með Allen!!!!

  67. Það besta sem ég hef séð hingað til hjá okkar liði. Svo augljóst að okkur vantar sjálfstraust og framherja. 😀

  68. “Liverpool are soft” hefur Carragher ítrekað sagt um Liverpool. Vá hvað hann hefur rétt fyrir sér.

    Man bara ekki eftir öðru eins. Elta ekki manninn sinn, láta klobba sig, mótmæla ekki einu sinni augljósri rangstæðu og ég veit ekki hvað.

    Ótrúlegt að horfa upp á þetta.

  69. Sterling að eiga sitt slakasta tímabil fyrir Liverpool, ekki búinn að geta neitt.

  70. Bíddu – var Lallana ekki bara ágætur í fyrri hálfleik???

    Þvílíkgt egó búst fyrir hann að vera rifinn af velli í hálfleik.

  71. Fannst Lallana með skárri mönnum á vellinum og Allenn me þeim verri. Þegar við erum 2-0 undir og þurfum mark er Allen svo langt frá því að vera maðurinn.
    Þessi dýrkun stjórans á Allen er algjört rannsóknarefni. Verra en þegar Wenger notaði Grimandi óspart á sínum tíma.

  72. Menn ættu að biðja aðeins meira um að fá Sterling í framherjann. Brandari.

  73. Það þarf vísindamann til að útskýra hvernig maður klúðrar svona færi!!!

  74. ÞHS:
    Þetta DAUÐAfæri sem Sterling var að fara afar illa með rétt í þessu er klassískt dæmi um veikleika Sterling. Markmaður úr jafnvægi, Sterling einn á móti honum með allan tíma heimsins en fer á taugum og nýtir ekki þann tíma sem hann hefur. Endar sóknina á veiku vinstrifótarskoti sem auðvelt er að verja.

    Það er kannski hægt að kenna skothlutan af slútti, en að halda ró sinni í svona stöðum, ná að lesa markmanninn og setja hann á réttan stað á réttum tíma er eiginleiki sem er erfiðara að þjálfa. Fowler, Torres, Van Nistelroy, Henry og margir fleiri hafa þetta. Sterling ekki. Þess vegna held ég að hann verði aldrei senter. Hæfileikar hans nýtast betur annars staðar.

    Annars mjög jákvætt að við séum ennþá að fá færi en við verðum að nýta eitt fljótlega ef þetta á að verða leikur.

  75. Allt liðið má vera rusl fyrir mér, nema það að eiga world class markmann og tvo natural born killers at top, þá værum við allavega með stöðuna 2-2 núna…..

  76. Margt spennandi í gangi en herslumuninn vantar. Kemur þegar markaskorari bætist í hópinn í jan. Ógeð að hlusta á samvinnuhyskið í stúkunni. Plííís jafnið ykkur og jafnið leikinn…

  77. Mestu vonbrigði í þessum leik og þeim síðustu er Henderson. Hann átti að taka við keflinu frá Gerhard en hefur langt því frá staðið undir þeim væntingum.

  78. Hvernig stendur á því að Allen fær að hanga inná? NEFNIÐ EINA FOKKING ÁSTÆÐU FYRIR ÞVÍ AÐ ALLEN FÆR AÐ HANGA INNÁ!

  79. Mjög margt jákvætt í þessum leik so far, varnarleikurinn ekki eitt af þem atriðum. Seinni hálfleikurinn hefur verið mjög góður, loksins er farið að sjá í ákefðina og baráttuna sem einkenndi liðið á síðasta tímabili.

    Dauðafærin eru klárlega að fara með liðið. Sterling á að vera kominn með allavega tvö mörk og Balotelli óheppinn að skora ekki þegar De Gea varði meistaralega

  80. Afhverju skutlar Jones sér þegar að það kemur ekki einu sinni skot á markið?
    Persie rúllar boltanum bara í netið þar sem Jones lá bara eins og kartöflupoki á jörðinni.

  81. Háðunginn fullkomnuð, nú væri ágætt að BR segði starfi sínu lausu´þetta er orðið gott.

  82. Lovren, Allen, Jones og Coutinho.. Þetta er þér að kenna Rodgers, hvað ertu að hugsa? Ótrúlega þrjóskur og Fótboltalega séð þá virkar hann bara heimskur!

    Rodgers Out.

  83. shots on target :4 – 6
    shots off target :2 – 3
    possession (%) :51 – 49
    corner kicks :1 – 6
    offsides :0 – 2
    fouls :13 – 11
    yellow cards :4 – 2
    red cards :0 – 0
    hvernig mögulega er hægt að vera 3-0 undir

  84. Lovren að spila á pari. Flottur leikur hjá honum. Endilega að reyna þetta vængbakvarða kjaftæði aðeins meira. Rodgers out og öll hans kaup!

  85. Sæl öll,
    Sterling er 19 ára og reynslan kemur með aldrinum. Ég fullyrði að ef búið væri að vinna með vinstri fótinn á Sterling, hefði hann skorað í fyrstu snertingu, ekki fyrst lagt hann fyrir sig með hægri og svo skotið með vinstri.
    Ég skil svo ekki afhverju Joe Allen er inni á miðjunni og Henderson úti á kannti, ég skil reyndar ekki Hvað Allen er enn að gera í Liverpool.

  86. Jahá…….. Rosalega erfitt að horfa uppá manu spila mjög illa en eru samt að vinna LIVERPOOL 3-0!!!!!! Þetta er ekkert annað en niðurlæging því miður!

  87. Lovren flottur? Hann gaf bókstaflega á manninn sem sendi á Rvp sem skoraði.

  88. Minni nú menn á það að Suarez brenndi af 3-4 dauðafærum í leik undir stjórn Dalglish…þetta kemur hjá Sterling!….grín að vera tapa þessum leik, leyfum Van Gaal að detta í það glaður í kvöld.

  89. Róa sig. Okkur vantar striker sem klárar færin, það er rétt. En við höfum fengið fleiri færi í þessum leik en í amk síðustu 4 leikjum. De Gea er sá sem skilur á milli þessara tveggja liða í dag.

  90. Getur 20m punda varnarmaður virkilega ekki hreinsað betur burtu enn þetta? Þvíllík drulla 🙁

  91. Það má halda því til haga að Van Gaal er nú þegar eftir örfáa mánuði í starfi, kominn í sjötta sæti yfir þá stjóra í sögu enska boltans sem hafa eytt mestum peningum (nettó).
    Það virðist bara einfaldlega skila því sem þarf að skila. Þessi bingólottó innkaupastefna okkar skilar engu nema þunglyndi.

  92. Er ekki liverpool maður en fylgist stundum með þeim. Finnst BR stundum í smá vandræðum en að kalla eftir því að hann verði rekinn finnst mér dálítið skrítið. Sérstaklega þegar maður lítur yfir hópinn, hrikalega slappur hópur eintómir meðalmenn þarna. Maðurinn sem á að vera heimsklassa er bara orðinn of gamall og ekki neinn annar í alvöru klassa þarna.

  93. Liverpool – Sigrar: 6, Jafntefli: 3, Töp: 7
    Lið sem var nálægt því að vinna titilinn í fyrra á ekki að tapa fleiri leikjum en vinna. Vonandi verður Rodgers rekinn strax eftir leikinn.

  94. #123

    Við getum ekki bent á eyðslu Van Gaal þegar enginn af hans innkaupum byrjar leikinn.

  95. ef við hefðum betri sentera þá værum við allavega búnir að skora 5 mörk
    en við bara höfum þá ekki 🙁

  96. Ljótt að nefna Brendan í þessum leik, hann klúðraði ekki þessum 5 dauðafærum !

  97. tímabilið er búið og fallbarátta er eitthvað sem er jafnvel raunhæft eins og liðið spilar í dag algjörlega máttlausir

  98. Þið sem eru að reyna að tala þetta upp!
    Sorry, við vorum að skít tapa…hættið þið að tjá ykkur. Ég skammast mín meira fyrir ykkur heldur en fyrir vælara og Poolara.

  99. Metnaður kop penna í línulegu sambandi við frammistöðu pool. Hehehe.

    En já gott fólk. Svona er þetta… mikið er ljúft að vera í fríi frá Liverpool

  100. Fótbolti er miskunarlaus íþrótt. Ég held nú bara að þetta hafi verið einn af betri leikjum liverpool á tímabiluni.
    Virkuðum hættulegir fram á við, fengum fullt af færum til þess að skora og það segjir mikið að markvörður andstæðingana sem vinna 3-0 var maður leiksins.
    Liðið var sett vel upp og voru Man utd í vandræðum með að halda boltanum og skapa færi.

    en Vendupunktarnir
    Sterling í færi De Gea ver og Man utd bruna upp og skora
    Sterling í færi og De Gea ver
    Rangstöðumark gegn gangi leiksins 2-0

    síðarihálfleikur
    Sterling í færi og De Gea ver
    Balotelli í færi og De Gea ver
    Liverpool heldur áfram að sækja en Man utd bruna fram og skora 3-0
    Balotelli fær tvö færi
    Van Pirse fær færi skot framhja
    Balotelli á langskot framhjá.

    Spilamenska liverpool var ekki það slæm. Munurinn á liðunum var einfaldlega De Gea. Hann var auðvita bara í ruglinu. Menn hafa verið að kvarta yfir því að liðið skapi ekki nóg en það var ekki vandamál í dag. Liðið var að vinna miðjubaráttuna með Gerrard, Allen og Couthinho.

    Þetta gekk ekki í dag en maður á svo sem von á póstum um
    Reka Rodgers – þrátt fyrir að hann stillir upp liði sem fær fullt af færum, berjast og voru ekki síðri útá vellinum.
    Allen er ömurlegur – þrátt fyrir að maðurinn hljóp úr sér lungun, spilaði á miðjuni og var oftar en ekki fyrsti maður til þess að covera fyrir Glen og Moreno. Sjáið fyrsta markið. Hann keyrir tilbaka, fer inná miðjuna og lokar svæðinu þar hleypur svo út á kanntinn til þess að fara í Valencia sem kloppar hann(en engin er á svæðinu fyrir aftan sem er fáranlegt).

    s.s Ekki lélegur leikur en tap enga síður og það er ekki nógu gott. lið sem fær fullt af færum og skorar ekki á ekki skilið að vinna leiki. Vendipunktarnir féllu ekki með okkur og finnst mér rangstæðumarkið vega annsi mikið í þessum leik. Menn geta verið blindir af hatri eftir að hafa tapað fyrir Man utd en ef menn taka skref til baka og fara yfir leikinn þá sjá þeir að þessi framistaða var ekki það hræðileg en hlutirnir eru ekki að falla með liðinu.

  101. Hvernig væri senda jurgen klopp línu og bjóða honum jobbið. Þetta er maður sem er búin að nà àrangri og hefur tekið fram að honum langar að færa sig um set

  102. #126 (afglapi)
    Hvernig gengur þeim i deildinni miðað við okkur? Ég var ekki að kvarta, svona virkar bara fótboltinn í dag.

  103. Við gætum spilað samfleytt í tvær vikur án þess að skora ! Greyið Borini

  104. Mig langar að skjóta því að hérna að ég var að horfa á endursýningu frá manu leiknum, það er alveg sláandi að sjá þegar toure missir boltann í þriðja markinu að horfa á couthino jogga til baka á meðan 3-4 liverpool menn taka frammúr honum á sprettinum til baka. Nú hef alltaf haldið uppá kútinn litla en þetta atvik fékk mig til þess að vilja gubba!! Það er augljóst að það vantar uppá andlega þáttinn hjá þessu liði það er á hreinu!

Upphitun: Man Utd – Liverpool

Man U 3 – Liverpool 0