Kop.is Podcast #75 & Chelsea-upphitun

Hér er þáttur númer sjötíu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 75. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Babú, SSteinn og Einar Örn.

Í þessum þætti ræddum við væntanlegt brotthvarf Steven Gerrard, gott gengi í janúar og hituðum upp fyrir bikarvikuna stóru.


Upphitun: Chelsea á morgun

SSteinn

Enn og aftur situr maður og býr sig undir að skrifa upphitun fyrir leik gegn Chelsea. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta Chelsea lið vera eitt mest þreytandi andstæðingur sem ég get hugsað mér. Það er ekki út af því að þeir séu svo góðir (og þeir eru það) heldur er það allt hitt í kringum þetta félag sem ég hreinlega nenni ekki. Plastic Flags, John Terry og svo Jose, bara karakterinn í þessum klúbbi, alveg uppúr og niðurúr.

Það var bara skrifað í skýin þegar ljóst væri hvaða 4 lið væru í pottinum fyrir undanúrslitin, að við myndum enn og aftur mæta þeim bláu frá London. Það hreinlega þurfti ekki að draga, þetta var pottþétt. Nú erum við enn og aftur komin á þann stað að Chelsea eru klárlega langtum sigurstranglegri og við svokallaðir underdogs. Stundum er bara gott að vera underdogs, en það fer samt í pirrurnar á mér. Það er fáránlega stutt síðan að hríðskotakjafturinn mætti á Anfield og hafði engan áhuga á að láta sína menn spila fótbolta, farnir að tefja þegar 2 mínútur voru liðnar af leiknum. En eins og áður sagði, ekkert kemur lengur á óvart þegar þetta lið á í hlut með þennan stjóra.

En nú er öldin aðeins önnur þótt aðeins örfáir mánuðir séu síðan þetta var að eiga sér stað. Núna hefur Chelsea náð að styrkja sig mjög mikið á meðan okkar lið hefur tekið mikla dýfu, í rauninni má segja að stæsta sveifla milli tímabila sé á milli þessara tveggja liða. Chelsea það lið sem bætt hefur sig hvað mest og við höfum farið mest aftur. Sem betur fer þá virðast hlutirnir vera farnir að ganga betur hjá okkur og Chelsea sýndu það einnig í kringum jólatörnina að það er alveg hægt að sigra þá.

Ég reikna með mjög sterkum byrjunarliðum hjá báðum liðum, þau munu leggja allt kapp á að ná góðum úrslitum í þessum fyrri leik þar sem andstæðingurinn um helgina er ekki jafn sterkur og alla jafna þegar um deildarleiki er að ræða. Það er aðeins að birta til hjá okkar mönnum þegar kemur að meiðslalistanum. Lallana var á bekk í síðasta leik, Balotelli búinn að ná sér af veikindunum og Stevie ætti einnig að vera orðinn klár. Eins er mjög stutt í að Glen Johnson komi inn í hóp aftur, en ég er alveg handviss um að þetta nýja leikkerfi myndi henta honum mjög vel, þessi kantbakvarðarstaða. Ég reikna ekki með að áhætta verði tekin með Sturridge strax, kannski seinni leikinn, en ekki í þessum. Ég ætla að spá því að það verði lítið um breytingar og að liðið verði svona uppsett:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Coutinho
Sterling

Kannski hart að henda Borini út núna strax eftir markið, en ef Stevie er orðinn heill heilsu, þá er hann allan tímann að fara að byrja þennan leik. Ef hann er ennþá eitthvað tæpur, þá verður þetta bara eins og síðast, Sterling dettur aðeins niður og Borini inn. Svei mér þá, við getum alveg klárað þetta Chelsea lið á góðum degi, bara vonandi að þessi dagur verði það.

Ég spáði í Podcasti áðan að fyrri leikurinn færi 0-0 og sá seinni 1-1 og við áfram á mörkum á útivelli. Ég ætla að breyta spánni og segja að báðir leikir endi 1-1 og við förum alla leið í þessum rússíbana og endum þetta á vítakeppni á Brúnni. Coutinho skorar markið okkar á morgun og Hazard setur eitt fyrir mótherjana. Í seinni leiknum skorar svo Balotelli umdeildasta mark fyrr og síðar og mótormunnurinn mun ræða um það í ÖLLUM viðtölum það sem eftir er af hans ævi. Góður draumur maður.

19 Comments

  1. Smá útúrdúr, Carragher var áðan að drulla yfir það að lið fagni sigrum með því að taka liðsmynd af sér fagnandi inni klefa eftir sigur í venjulegum deildarleik og hendi því á netið. Slíkt vill hann sjá eftir sigur í bikarleikjum eða deild.
    Hann gat því auðvitað ekki sleppt því að hlaða í þessa eftir þáttinn

  2. Gott.
    Held samt að hann spili Balo gegn Jose! Lokasjens Balo til að sýna eitthvað – og þá gegn sýnum gamla stjóra!
    Væri ekki vont ef Balo mætti með sokkinn tilbúinn!

  3. Skildi einmitt ekki hvað carra var að væla. Arsenal liðið ekkert fyrstir til að taka sigurmynd af sér inní klefa eftir deildarleik, liverpool búnir að gera það oft.

  4. Nei SSteinn.
    Ekki góður draumur, heldur blautur draumur. Þoli ekki mótormunninn.
    YNWA

  5. takk fyrir podcastið drengir eg nenni ekki að fara að skrifa um hatur mína á móra því það vita allir hvað stafir verða notaðir í þeim orðum en þessi leikur dettur 2-0 öðru hvoru meginn. Vonandi verður það móri sem endar í fósturstellingunni uppí rúmi annað kvöld!

  6. Flott podcast, hafið þakkir fyrir!

    Eftir 22 umferðir tímabilið 2012-13 voru Arsenal í 6. sæti með 34 stig, Everton í því 5. með 37 stig og Tottenham í 4. sæti með 41 stig: http://www.premierleague.com/en-gb/matchday/league-table.html?season=2012-2013&month=JANUARY&timelineView=date&toDate=1358726399999&tableView=CURRENT_STANDINGS

    Arsenal kláruðu það tímabil í 4. sæti með 73 stig, Tottenham með 72 og Everton 63.

    Heill Sturridge, gott form og sér í lagi hagstæð úrslit gegn helstu keppinautum = langt í frá útilokað, jafnvel þótt það þurfi að klirfa upp fyrir fjögur lið.

    En já, Liverpool skuldar Steven Gerrard auðvitað nákvæmlega ekki neitt, nema síður sé. Mér finnst hálfsnautlegt þegar talað er um að félagið hafi klúðrað einhverri samningatækni við að binda hann niður, verið of lengi að ganga í málið o.s.frv, sérstaklega ef það hefði orðið hluti af þeim pakka að fara á bakvið hann um væntanlegan spilatíma. Steven Gerrard verðskuldar mun betra en það.

    Svona lítur formið út í öllum keppnum: DWWDDLWDWWDWWW

    Á tímabilinu hafa hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn skorað mark fyrir félagið. Smá huggun harmi gegn í strikerakrísunni.

    Balotelli á allan daginn að fá að klára tímabilið, lágmark að leyfa honum að spreyta sig meira með Sturridge (og bara með liði sem er að smella betur), algjör no-brainer í raun. Einnig sammála því að í janúarglugganum eigi ekki að eltast við neinar skyndilausnir. Bara virkilega solid leikmenn sem væru líklegir til að styrkja byrjunarliðið, ef einhver slíkur er laus og aðstæður réttar.

    Einnig er algjört lykilatriði að Lucas fari hvergi, en þetta ósourcaða ESPN dæmi virkar nú ansi þunnt. Það eru ansi margir transfer gluggar síðan maður áttaði sig á hvaða heimildir er unnt að taka alvarlega þegar kemur að svona málum hjá Liverpool: Liverpool Echo (sér í lagi @JamesPearceEcho), The Times (þá @TonyBarrettTimes öðrum fremur), SKY og BBC. Athuga þó að m.a.s. BBC eru með slúðurdálk þar sem menn velta sér upp úr dreggjunum, er bara að tala um fréttir. Flestir aðrir miðlar eru oftar en ekki bókstaflega að giska út í loftið, stundum að birta orðróma sem umboðsmenn eiga þátt í að koma á kreik til að reyna að auka eftirspurn eftir leikmönnum á sínum snærum o.s.frv. Það er mjög gott fyrir geðheilsuna að forðast að lúslesa slíkt.

  7. nr. 7 WÁ! Hèlt að eg hefði fengið gæsahúð en sà strax að “vinurinn” hafði tekið smà kipp LOLOLOLOL
    Nei að öllu gamni slepptu þà er þetta bara svo fallegt, unaðslega og mannbætandi að sjà okkar menn fagna með hjartanu Y N W A – JFT96 – INBRENDANWETRUST

    AVANTI LIVERPOOL

  8. Langar að deila aðeins með ykkur brot úr “grein” á Reddit sem ég rakst á um Borini og af hverju hann sé allt í einu farinn að spila eftir þessa frystingu.

    “Rodgers’ tactical style and overall philosophy requires players to balance the idea of expressing themselves as individuals all the while working within the context of the team.
    This is why this particular quote that I’ve made the title of this post is so intriguing to me. Rodgers is explicitly stating that if you work hard in training, if you have the belief, if you want it bad enough, you will be rewarded with playing time and given the opportunity to succeed.
    Fabio Borini certainly proved that against Aston Villa.
    Let’s be honest here, Rodgers and the transfer committee wanted to sell Borini. They all thought Borini would be better off showcasing his talents elsewhere. And then Borini stubbornly refused to accept a transfer. As supporters it seemed as if we were divided:
    Borini isn’t good enough and is a cunt for not leaving.
    Borini is good enough, let’s give him a chance.
    Frankly, Borini does not hold the potential the way Ibe or Sterling or Markovic does. It would be shocking if Borini reached the level of a Daniel Sturridge. Borini, I feel, probably isn’t talented enough as a footballer.
    However, it seems to me that Borini possesses far more mental toughness and far more heart that many players that are clearly more gifted than him.
    I think a coach like Rodgers respects that.
    And credit to the 23-year-old Fabio Borini; A player who has found himself at a new club, a new city pretty much every year of his career and forced to integrate himself into a new culture; A player who seems to be wanted and not wanted at the same time.
    At any time, Borini could have said, ‘Fuck it. I’m done’ and hang up his boots or allow himself to play his part in a mid-level Serie A team in Italy.
    … But he didn’t.
    Borini may never cement himself in LFC history. But I will always respect his heart.
    Sometimes a football club isn’t always about collecting the best talent money can buy. Often times you need a guy like Borini. He is a guy that realises that he will never be touted as the next so-and-so, a guy that realises that he will never be mentioned as a transfer target for Real Madrid, etc.
    But from the way he plays, the way he works, the way he impressed Rodgers enough to get a game against Villa, the way he scored, the way he celebrated, you have to give Fabio Borini the utmost respect for never giving up.
    And imagine his impact on the dressing room. Many other players are probably clearly aware that Borini is not as talented as them. But they certainly see how hard he works in spite of his limitations. I’d like to think that Borini’s attitude encourages everyone to work as hard as Borini does.
    And if Borini – and the likes of Borini – can show that inspiration then maybe mediocre players can be good, good players can be great, and great players can be legends.
    Borini could have made more money and could have been more successful at a so-called ‘smaller’ club but he didn’t. And that should serve as an inspiration for others.
    Again, building a squad isn’t necessarily about collecting the best talent money can buy. When you’re building a squad organically the way ownership and Rodgers wants to do, sometimes you need lads like Borini, lads whose heart exceeds their talent, lads who can inspire gifted players who may have grown comfortable with their natural talent to work even harder to reach their full potential.
    I’ve likely read too much into Borini. I likely have overestimated his heart. I have likely been seduced by Rodgers’ over-optimistic mediaspeak. Hell, I still don’t believe that Borini will ever be successful. However, I will believe that at the very least, Fabio Borini serves to show that sometimes raw talent isn’t everything, that persistence, hard work, belief, can still be an inspiration for a team.
    Whether Borini ‘makes it’ or not, he knows that his hard work has resulted in this moment.
    And isn’t that the sort of romanticism that makes us love football?
    I think it is.
    Nicely done, Fabio.”

  9. Okkar menn eru a góðu skriði og eg held að við höldum hreinu i kvold og sigrum 2-0 .

  10. Chelsea í kvöld….það vantar að láta Mourinho fá eitthvað nýtt að kvarta yfir. Ég bið ekki um mikið…eitt rangstöðumark og eina vítaspyrnu kannski.

    Er annars smeykur hvað við eigum til að vera opnir á vængjunum í vörninni. Coutinho og Moreno vinstra megin virkaði veikur hlekkur í síðasta leik. Megum ekki hleypa Mourinho í nein slík færi…þá held ég að við förum með sigur af hólmi.

    Spá: 3-0 (Terry lumar inn einu sjálfsmarki)

  11. Hah, í athugasemd minni #6 á að sjálfsögðu að standa “Steven Gerrard skuldar Liverpool auðvitað nákvæmlega ekki neitt”, en ekki “Liverpool skuldar Steven Gerrard auðvitað nákvæmlega ekki neitt”. Það er svo sem augljóst af samhenginu og því sem á eftir kemur. 🙂

  12. #10
    Skemmtileg grein, takk fyrir þetta share….
    :O)

    Verður gaman að sjá hvernig stillt verður upp í kvöld og hverjir fá tækifæri.

    YNWA

  13. Mikilvægt að halda hreinu í kvöld. 0-0 væru alls ekki svo slæm úrslit en í ljósi þess að Chelsea hefur skorað mark í öllum leikjum sínum nema einum í vetur þá reikna ég með að þeir laumi einu eða tveimur mörkum. Ég hef hins vegar trú á að okkar menn geri það líka og tek undir með SSteinn að 1-1 eru líkleg úrslit í kvöld.

    Bæði liðin hafa verið á fínu skriði uppá síðkastið sem gerir viðureignina enn áhugaverðari og jafnvel áhugaverðari en oft áður þegar þessi lið hafa mæst.

  14. <blockquote cite "Í seinni leiknum skorar svo Balotelli umdeildasta mark fyrr og síðar " – Mikið væri það gaman

  15. Sælir, Eru menn alveg vissir um að það er útimarkaregla í deildarbikarnum?

    Afhverju minnir mig að það sé ekki? Eða kannski bara eftir framlengingu!

Er Liverpool ‘seinni helmings’ lið?

Liðið gegn Chelsea