Opinn þráður – Costa ákærður

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Diego Costa átti að fá rautt spjald á 10.mínútu leiksins í gær og átti Liverpool því að spila með 11 gegn 10 í 80/110 mínútur. Allt væl stjóra Chelsea eftir þessa tímasetningu er með öllu ómarktækt. Auðvitað gríðarlega pirrandi að svona fautaskap sé ekki refsað á stundinni svo að það nýtist eitthvað liðinu sem lendir fyrir þessu en svona eru reglurnar í fótbolta og Liverpool hefur svosem verið beggja vegna borðsins. Suarez slapp og skoraði eftir að hafa bitið Ivanovic sem dæmi. Leikmennirnir ganga eins langt og þeir mega, það er aðallega regluverkið (dómarinn) sem klikkar. Fleiri svona ótrúlega óheiðarlegir leikmenn gera það að verkum að myndavéladómgæsla verður kominn í fótboltann fyrir næsta HM í síðasta lagi, POTTÞÉTT.

Ákæra FA kemur ekkert á óvart en ég skil enganvegin hvernig þeir taka bara fyrir brotið á Can en ekki Skrtel. Fær Costa afslátt út á það hversu mikill fauti hann er, svona 2 fyrir 1 tilboð hjá FA? Skil þetta enganvegin enda eru þetta tvö aðskild atvik og eiga að þýða tvöfalda refsingu. Vonandi lendir Costa núna í sömu smásjá og Suarez var allann sinn feril sem leikmaður Liverpool, man reyndar ekki eftir því að hann hafi mikið verið í það að reyna enda tímabilið hjá andstæðingum sínum þó hann hafi af og til fengið sér bita af gómsætum varnarmönnum. Þar fyrir utan að mörgu leiti svipaðir leikmenn sem gott er að hafa með sér í liði en ömurlegt á móti.

Síðasta vikan í rólegasta leikmannaglugga sem ég man eftir hjá Liverpool er annars vel á veg komin og nákvæmlega ekkert að frétta þar. Við megum ekki vanmeta að Jordon Ibe er kominn aftur og það er leikmaður sem líklega fær að spila eitthvað næstu vikur. Ég er sammála Einari Erni að okkar menn ættu að gera það sem þarf til að fá Origi strax enda getur hann ekki verið verri en það sem við eigum til vara fyrir Sturridge og hann er ekkert að gera hjá hundlélegu liði Lille.

Þörfin á nýjum markmanni er ekki horfin en Mignolet er enganvegin vandamál sem aðalmarkmaður í því formi sem hann hefur verið undanfarið. Endurkoma gamla góða Lucas Leiva (nánast) hefur eins gert neyðarþörf á varnartengilið óþarfa, Liverpool er ekkert að fara kaupa betri leikmann sem er tilbúinn strax núna í janúar.

Sé því ekki fram á að vera límdur við sjáinn á Transfer Deadline Day. Sé kannski fyrir mér að Borini fari hvort sem það verður á láni eða sala. Ekki mikið meira en það.

En orðið er frjálst um málefni tengdu Liverpool F.C.

35 Comments

  1. Gott mál að Costa sé ákærður enda þvílíkur hrotti á velli og leiðinlegt að sjá leikmenn haga sér svona og reyna að slasa leikmenn.
    En í leiknum í gær vorum við líka heppnir. Lucas hefði getað fengið dæmt á sig víti þegarhann fær boltan í höndina í teignum og einnig hefði Hendo getað fokið af vellið með seinna gula spjaldið þegar hann fær boltann í höndina.

    Mistök dómara jafnast út yfir tímabilið og það var ekki það sem sló okkur úr þessari keppni.
    Við þurfum að fá sóknarmann inn og ég skil ekki af hverju það er ekki reynt að losna við Lambert og Borini af launaskrá og fá inn einn alvöru sóknarmann til að berjast við Sturridge og Sterling um þessa stöðu.

    En varðandi frammistöðu liðsins í heild þá er ég að verða sáttur með þá og þessa baráttu sem er komin í liðið aftur og liðið byrjað að pressa á fullu.
    Svo er bara að vona að Sakho verði ekki lengi frá. Veit einhver stöðuna á Thiago Ilori ?
    Væri hann ekki alltaf betri kostur heldur en Johnson í þessa stöðu eins og í gær.

  2. Finnst að það sé nauðsynlegt fyrir seinnipart tímabilsins að ná Í annan striker. Sturridge er ekki að fara haldast heill fram í Maí og Sterling virðist ekki vera þessi slúttari sem við vonuðumst eftir. Sást best í gær og í fyrri leiknum. Værum 3-0 yfir í fyrri hálfleik beggja þessara leikja með alvöru finisher.

    Mér líst gríðarlega vel á að kalla Origi frá Lille þar sem hann er spilaður út úr stöðu(kanntinum) og fær enga þjónustu. Held að þeir Coutinho gætu unnið mjög vel saman enda er hann ekkk ólíkur Sturridge.

  3. Hehe, Bond flottur að drulla yfir Costa og með Suarez sem profile mynd. Annars finnst mér fyrir neðan allar hellur að Costa sé ekki að fara fá tvöfaldan dóm, fær líklega bara 3 leikja bann.

    Annars er auðvitað draumurinn að Balo fari út í glugganum og Berahino eða Harry Kane koma í staðinn.

  4. Ég segi bara enn og aftur…

    …á völlum eins og Stamford Bridge með öllum sínum myndavélum hlýtur að vera einfalt að gera kröfu um videodómara.

    Vorkenni Michael Oliver alveg í dag. Alveg ljóst mál að hann réð ekki við þennan leik, gaf þarna tóninn þar sem ég er handviss um að hann áttar sig á að eitthvað er þar á ferð sem hann missti af ásamt sínum aðstoðarmönnum, það átti þátt í því að Costa fékk ekki víti, sem svo átti þátt í því að Hendo fékk spjald, en Fabregas svo ekki stuttu síðar.

    Hann hélt engri línu í leiknum, mér fannst honum líða illa og það var toppað þegar hann tók í hönd Ivanovic eftir gula spjaldið sem hann gaf honum. GALIN ákvörðun!

    Costa var þarna gripinn og hann mun nú fá á sig pressuna líkt og Suarez, gaman (eða ekki) verður að fylgjast með honum José karlinum þegar enska knattspyrnusambandið fer að taka á þeim félögunum. Ég er handviss um að leikur gærdagsins rifjar upp umræðu sem hefur lengi verið í gangi um lið Mourinho, sem er engin tilviljun.

    Hann gengst upp í því að vera með physical lið sem ganga út fyrir endamörk leikreglna, beita öllum ráðunum í bókinni til að pirra lið og hika ekki við að drepa niður í leiknum. Við munum auðvitað eftir Chelsea “of the old” og Inter liðið var varnarlið með líkamlega sterkum leikmönnum, einfaldlega A-útgáfa af Stoke City frá tímum Pulis.

    Hann meira að segja fór þessa leið með frábæra knattspyrnumenn hjá Real Madrid, lenti þar að sjálfsögðu upp á kant við þá sem stjórnuðu þar sem og leikmennina sem ekki féllust á þessa taktík hans.

    Enda er klárt mál að Mourinho líður ekki vel með velgengni Real í fyrra, og sögur á Spáni segja að leikmenn Real óski þess heitast að fá að hitta liðið hans í vetur og sýna honum hvernig á að leika leikinn.

    Ég er mjög svekktur í raun. Fylgist töluvert með portúgölskum fótbolta, sá hans fyrsta útileik sem stjóri Porto á sínum tíma þar sem hann stóð úti í ausandi rigningu og fagnaði hverju marki með leikmönnunum. Hann tók Porto á undraverðum hraða upp úr lélegu fari og náði mögnuðum árangri. Vissulega með varnarfótbolta en var með magann fullan af eldi og stóð sig vel sem lítilmagni gegn þeim stóru.

    Það að maður sé hér 10 árum síðar að sjá þennan mann vera bitran fýlupúka sem enn er að spila varnarsinnaðan fótbolta sem byggist upp á því að drepa leikinn niður og vera erfiður er óskaplega sorglegt. Meira að segja einn og einn Portúgali er farinn að efast um hann eftir að öllum var ljóst að hann og Ronaldo eiga ekki skap saman.

    Ég sagði við Babú í dag og stend við það að ég fékk kuldahroll niður bakið þegar hann klappaði fyrir og hrósaði Anfield eftir fyrri leikinn og fannst óþægilegt að heyra hann hrósa okkar liði í gær eftir að hann drullaði yfir Brendan.

    Því EKKERT sem José Mourinho gerir kviknar af neinum öðrum hvötum heldur en að lyfta sér á háan stall og skapa um sig umræðu…mér líður bara miklu betur þegar hann hraunar yfir klúbbinn minn og það sem ég stend fyrir.

    Því með allri virðingu fyrir Costa sem er jú einstaklingur sem augljóslega á bágt (svakalegar klippur af ruddaskap hans í gegnum tíðina til á netinu) þá er gríðarlega sorglegt að sjá slíka taktík eiga upp á pallborðið hjá liði sem vill telja sig stórlið í heimsfótboltanum.

  5. Aðeins aftur, um videodómara.

    Í gær fóru næstum tvær mínútur í lætin í kringum Costa/Can. Áður en leikurinn fór aftur í gang vorum við búin að sjá tvær endursýningar. Dómari í búri með pródúsent frá sjónvarpsstöð hefði getað séð þetta frá 10 mismunandi stöðum og hjálpað til við rétta ákvörðun. Svo þetta tefur ekki, heldur getur flýtt fyrir.

    Svo hitt að verið sé að mismuna stærri deildum og minni, það verði t.d. seint sjónvarpsvélar á t.d. Ólafsvíkurvelli sem hjálpa dómara….þetta er bara það sama og var sagt um fjórða dómarann fyrir minna peningasterku deildirnar (það að vera með 5 dómara líka núna) eða það að gefa alltaf upp uppbótartíma, sem er t.d. bara gert í Pepsi deildum á Íslandi.

    Það er kjánalegt að nýta sér ekki þá tækni sem er möguleg til að stýra íþróttinni í þá átt sem við hljótum að vilja sjá. Trúi því ekki að nokkur annar en blindur Chelsea aðdáandi vilji sjá svona framkomu eins og Costa var með í gær án refsingar!

  6. Sælir félagar

    Þetta Costa dæmi er gott mál. Hann á ekkert skilið annað en langt bann þar sem augljóst er að hann reynir viljandi að slasa leikmann og það án sýnilegrar ástæðu (þ.e. bolti ekki í leik og engin pressa á leikmanninum og hann hefur fullt vald á aðstæðum) þannig að hann hefur enga afsökun í tilvikinu.

    Hvað Suarez varðar sem Hendo#3 minnist á þá kemur það nákvæmlega ekkert málinu við. Það er liðin tíð og Suarez fékk sín leikbönn fyrir slæma hegðun. Enda geta afbrot eins aldrei afsakað afbrot annara.

    Eins vildi ég að dómarar fari að fylgjast með Grasmaðkinum (Eden Hazard) sem býr til brot á leikmenn í stórum stíl með skítlegum hætti. Það á alfarið að hætta að dæma á þau atvik nema þá fyrir leikaraskap Maðksins. Þá hættir hann þessu ef til vill og fer að nýta ótvíræða hæfileika sína í að spila fótbolta.

    Reyndar má benda á svipaða hegðun hjá kun Aquero hja M. City. Báðir þessir leikmenn hafa frábært jafnvægi með lágan þyngdarpunkt svo þegar þeir vilja standa í lappirnar þá er engin leið að koma þeim af fótum. Leikaraskapur þeirra er þeim mun ömurlegri þar sem báðir eru frábærir fótboltamenn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Afhverju fengum við ekki bara Torres aftur?! Maðurinn elskar að skora fyrir athletico og lfc

  8. Video við dómgæslu eða ekki – það er spurningin og þá að hvaða marki?

    Hugsanlega hefði Costa fokið út af. Hugsanlega hefði Henderson líka fokið út af enda sýna myndir að þetta var hönd í bolta frekar en öfugt. Hugsanlega hefði verið dæmt víti á Skrtel og svona mætti áfram telja.

    Atvikið með Costa sannfærir mig ekki um að nota eigi þessa tækni. Hlutinn af sjarmanum við leikinn er óvissan en þetta er auðvitað bara ég. Kannski er þessi tækni til bóta fyrir nákvæmni dómgæslunnar en hvort leikurinn verði skemmtilegri fyrir sófasporistana skal ósagt látið.

    Mourinho er vitanlega snillingur á sinn hátt. Hann er talinn hafa minnimáttarkennd þar sem hann var aldrei leikmaður sem gat baun í bala. Þessi vanmáttarkennd er talin brjótast út í hrokanum, sjálhverfunni og viljanum til að sigra hvað sem það kostar. Hann er einnig einnig óöruggur með sjálfan sig sem m.a. birtist í að hann staldrar lengi á sama stað og er alltaf upp á kant við allt og alla sem ekki kóa með.

    Maður virðir vissulega hverju hann hefur fengið áorkað en ekki manninn sjálfan sem burðast um með ansi mikinn pakka held ég.

  9. 17 skiptið a leiktíðinni sem eriksen skorar seinna en 88 min afhverju fatta lið ekki að gera þetta eins og i handboltanum og taka hann ur umferð ! en virkilega gott mál að costa fái bann og lendi í smásjánni

  10. Næ ekki drullu aumingjahættinum í eigendum okkar að kaupa ekki sóknarmann í janúar. Þegar það er svo augljóst að okkur vanti mann. Að bjóða okkur uppá Balotelli…Lambert og Borini er móðgandi. Metnaðarleysi og skilja menn ekki að við erum ennþá inni í FA cup, Europa League og í baráttu um 4sætið. Ekkert nema stórleikir framundan. Hvað þegar Sturridge meiðist aftur…

    Pirrar mann endalaust þetta pungleysi FSG. Ætli Sterling sé ekki að hugsa um að láta sig hverfa?

  11. Flottur pistill. Þið strákarnir á kop.is eru búnir að taka síðuna á annað level.
    En nóg um það.

    Er eitthvað að frétta á Sturridge? Verður hann með í hóp um helgina?
    Er Sakho alvarlega meiddur?
    Er Lallana ekki orðin 100%?
    Og hvað með Flannagan?

  12. sá að þad væri verid ad sludra um luiz adriano ekki þad havært sludur en mætti allveg vera þad þetta er gæji sem getur allveg skorað og hentar vel i okkar stíl, hann er markahæsti maður meistaradeildarinnar med 9 mörk sem er nokkud impressive reyndar 4 eda 5 i einum leik en þad telur jafn mikid og shaktar voru ad neita eh 7.5 millu díl vid roma svo eigum vid ekki bara ad henda solid 12-15 kulum i kauda og na þessu 4 sæti

  13. Ég rakst á slúður þess að Real Madrid sé að spá í að bjóða háar upphæðir í Sterling okkar, ca. 50millur. Ég vona passlega að ef einhver frá svona klúbbi sem er með fullt rassggatið af peningum, komi til okkar og bjóði í hann, að menn snúi þeim sama við á þröskuldinum og segi þeim að troða svoleiðis tilboði.
    Það er kominn tími á að við höldum í okkar bestu menn, og að klúbbar segi nei við Real og þess hátttar kompaní.

  14. Sakho líklega ekki með gegn West Ham. Ég vona að Lovren komi inn og sé næstur til að stíga upp og sanna sig (Can, Mignolet og Markovic hafa td allir stigið upp síðustu vikur). Lovren er næstur, ég er sannfærður um að hann eigi mikið inni, og þar eigum við að sjálfsögðu að vera með framtíðarmiðvörðinn okkar með Sakho. Vonandi sýnir hann okkur það.

  15. Guderian súmmerar Mourinho frábærlega upp og gefur góða innsýn í hans mál.

    Real málið fór mjög illa með hann, hann tók virkilega nærri sér að þar var gerð uppreisn gegn honum og bjóst örugglega við að Real væri í algerri rúst, það að þeir vinna CL og bæta sig á Spáni eftir að hann fór, með lykilmenn að dásama Ancelotti bítur hann og hefur gert hann beiskari.

    Svo er þetta einmitt spurningin, er það sjarmi að mistök dómara (eða að hann missi af atriði) fyrir leikinn. Ég bendi á skalla Zidane á Materazzi sem gott dæmi þar sem fjórði dómarinn lét vita af málinu. Ef að það hefði ekki verið gert og Zidane hefði að lokum skorað sigurmark í þeim leik væru núna myndavéladómarar alls staðar. Ég sé engan gera athugasemd við marklínutæknina enda hefur hún fækkað röngum ákvörðunum talsvert.

    Sem dómari sjálfur þætti mér það frábært að vita af því að geta kallað til einstakling með möguleika á endursýningum. Það er engin verri tilfinning til fyrir dómara þegar maður áttar sig á því að upp hefur komið stórt atriði sem maður hefur misst af. Hvað þá ef maður kemst að því að maður tók stóra ákvörðun sem var svo röng. Því það er jú það sem maður vill alls ekki lenda í undir nokkrum kringumstæðum.

    Svo að mistök dómara finnst mér ekki sjarmerandi fyrir dómarann sjálfan og vill ekki trúa því að leikmönnum finnist þetta sjarmerandi miðað við mína leikreynslu, hvað þá þjálfurunum.

    Það að svona ruddaskapur eins og Costa sýndi sé refsað fyrir með næstu þremur deildarleikjum veitir okkur enga huggun, hef töluverða trú á því að okkur hefði munað um að vera einum fleiri.

  16. Um Diego Costa: það er staðreynd í knattspyrnunni að hegðun sem myndi gera út af við feril slakra leikmanna er liðin og jafnvel varin þegar leikmaðurinn getur eitthvað í knattspyrnu. Gott dæmi er Roy Keane sem var klikkaður í hausnum, reyndi að binda enda á feril andstæðings og viðurkenndi það svo eftir á, en hélt samt áfram sínu striki sem fyrirliði stærsta félags Englands eins og ekkert hefði í skorist. Af því að hann var heimsklassaleikmaður.

    Annað gott dæmi: Pepe hjá Real Madrid, eða El-Hadji Diouf „vinur“ okkar sem alltaf fékk inni hjá næsta og næsta félagi eftir að hann málaði sig út í horn hjá því síðasta.

    Nú, við fengum skerfinn af þessu með Luis Suarez síðustu árin. Hann missti úr tugi leikja vegna leikbanna án þess að fá nokkurn tímann rautt spjald í leik, vægast sagt umdeildur og fyrirlitinn persóna á meðal allra nema stuðningsmanna Liverpool. Hann sýndi okkur heldur ekki mikla hollustu heldur daðraði meira að segja við Arsenal af öllum liðum, en allt þetta létum við bjóða okkur af því að maðurinn var stórkostlegur á velli í rauðu treyjunni. Ef Jose Enrique hefði hagað sér svona hefðum við brugðist öðruvísi við og sá leikmaður væri ekki á mála hjá Liverpool í dag. Luis Suarez væri enn hjá Liverpool ef við hefðum fengið að ráða.

    Og nú er komið að Chelsea og Diego Costa. Maðurinn er markahæstur í deildinni með heil 17 mörk á fyrstu mánuðunum sínum í Englandi. Eru Chelsea-menn brjálaðir út í hegðun hans? Nei. Þeir vita að hann breytir rangt en þeim er sama, hann er að rústa ensku deildinni fyrir þá. Okkur leið nákvæmlega eins fyrir innan við ári síðan.

    Ætla ég að dæma þá fyrir það? Nei. Svona er þetta bara. Ef leikmaðurinn er góður fær hann að komast upp með þessa hluti, og við sýnum jafnvel ótrúlegustu skástrikum gríðarlegt umburðarlyndi, bara af því að við getum treyst á að maðurinn skori mörk um leið og hann snýr aftur úr banni.

    Það grátbroslegasta í þessu öllu er að maður hefði haldið að stuðningur við Roy Keane og Eric Cantona hefði gert United-menn skilningsríka í garð Liverpool-stuðningsmanna sem studdu Suarez, en svo var aldeilis ekki. Né get ég séð að staða Diego Costa sé að lækka í Chelsea-mönnum rostann. Svona er hjarðhegðunin skrýtin, og ætla nú Liverpool-menn að láta eins og Suarez-stuðningurinn hafi aldrei átt sér stað og úthúða Chelsea-mönnum fyrir að umbera Costa? Kommon, gott fólk.

    Þetta er bara svona. Ég tók Suarez aldrei almennilega í sátt eftir Ivanovic-bitið og daðrið við Arsenal (sjá þennan pistil) en ég fagnaði ógurlega í hvert skipti sem hann skoraði mark fyrir Liverpool eftir það leikbann. Nú eru Chelsea-menn að gera það sama og ég skil nákvæmlega hvernig þeim líður, og dettur ekki í hug að dæma þá hart fyrir.

    Hef annars ekkert að segja um Mourinho-umræðuna. Ég hef eytt öllum þeim orðum sem ég ætla mér á ævinni í hann, og rúmlega það, og hef engu við að bæta. Maggi og Guderian orða þetta allt vel hér fyrir ofan.

  17. Hvað meinarðu með stærsta félagi á Englandi?
    Ég hefði sætt mig við einu af stærri félögum á Englandi.

    Þetta er uppá bak c”.)
    YNWA

  18. Skoðanir stuðningsmanna Liverpool, Chelsea og United í þessum tilvikum skipta afar litlu máli, það er til regluverk sem á að taka á svona leikmönnum og er að mér sýnist blessunarlega að gera það upp að einhverju marki. Hér er mest lítið verið að spá í stuðningsmönnum Chelsea og varðandi stóra málið hjá Suarez þá var hann dæmdur án sannana, það var aðalatriði. Sá dómur hefði verið jafn vitlaus ef um væri að ræða Jose Enrique . Stuttu seinna fékk fyrirliði Enska landsliðsins helmingi vægari dóm fyrir sambærilegt atvik sem þó var vel hægt að sanna, já og munurinn á umfjöllun fjölmiðla var ævintýri líkastur.

    Persónulega finnst mér töluvert brýnna að losa fótboltann við brot eins og Costa gerðist sekur um frekar en þau brot sem Suarez framdi (þó auðvitað eigi hvorugt að sjást). Þetta var auðvitað algjörlega galið heimskulegt hjá Suarez eins og búið er að ræða út í hið óendanlega en Costa var mun nær því að enda tímabilið (og rúmlega það) hjá Can og Skrtel heldur en Suarez var er hann beit Ivanovic. Það að stíga viljandi á leikmann er enganvegin eðlilegur partur af leiknum og á ekkert að flokkast sem eitthvað minna galið en að bíta andstæðinginn. Sama á við þegar hann er hrækjandi á menn eða skallandi þá. Það er litlu skárri fyrirmynd fyrir börn að sjá fullorðinn mann hoppa á andstæðingnum í takkaskóm (eða hrækja á hann) heldur en að sjá fullorðinn mann bíta annan fullorðinn mann. Bæði alveg galið.

    Varðandi video dómara þá er tæknin bara orðin það mikið meiri í dag og krafan orðin það hávær að það er bara spurning um hvenær þetta gerist ekki hvort. Leikmenn eins og Suarez og Costa flýta bara fyrir og virka eins og olía á eldinn. Góð reynsla af marklínutækninni dregur ekki úr þessari kröfu. Persónulega er ég samt ekki sannfærður um þá NFL þróun og hvort hún geri fótboltann skemmtilegri, vonandi.

  19. Frábærar fréttir,

    @mamadousakho3
    Nothing alarming, I will be able to join the group tomorrow !
    It has been few days that I have felt a tension in my back, the pain got bigger and more intense during the last match. I’m currently receiving treatments but nothing alarming, I will be able to join the group tomorrow.

  20. Maggi: “Það að maður sé hér 10 árum síðar að sjá þennan mann vera bitran fýlupúka sem enn er að spila varnarsinnaðan fótbolta sem byggist upp á því að drepa leikinn niður og vera erfiður er óskaplega sorglegt. ”

    Skondið að þessi varnarsinnaði fótbolti sem byggist á því að drepa fótbolta niður hefur skila Chelsea 20 mörkum fleiri en Liverpool á leiktíðinni…

    Yndislegt hvað Mourinho kemst alltaf inn fyrir skinnið á ykkur alltaf(nema Kristján virðist vera kominn með e-ð mótefni). Hann hrósað Liverpool þvílíkt, áhorfendum, liðinu og Brendan fyrir að vera búnað koma liðinu á rétta braut en hann gerði það bara af því hann er fáviti 🙂

  21. Að bera saman Cantona og Keane annars vegar og Suarez hins vegar er ansi tæpt.

    Fyrir það fyrsta þá reyndi Keane aldrei að enda ferilinn hjá Haaland (lestu ævisöguna hans) og hinn mesti misskilningur að þessi tækling hafi endað ferilinn.

    Keane var harður og fastur fyrir en Paul Scholes átti mun ljótari tæklingar en Keane í gegnum ferilinn.

    Cantona var ansi bilaður í kollinum og missti sig í skapinu gegn einhverri bullu en að bera hann saman við mann sem stundar það að bíta andstæðingana?

    Sögufölsun ala Hannes Hólmsteinn.

  22. afhverju geta fsg ekki tekið hausinn úr þarminum einu sinni og keypt quadrado! ef að chelsea landa honum verða þeir meistarar næstu 6 árin

  23. Allt að verða vitlaust af twitter með kaupum á Danny Ings.
    Damien (gæjinn sem leakar alltaf byrjunarliðinu hárrétt) segir að við séum að nálgast kaup á honum og sama segir Tony Barrett.

    Áhugavert ef satt er. Ungur breskur framherji með mikla hlaupagetu held ég.
    Hvað segja menn við þessu?

  24. Þekki því miður of lítið til Danny Ings, en er þetta metnaðurinn hjá okkur virkilega?

  25. Danny Ings hljómar eins og slúður sem passar vel í prófílinn hvað varðar leikmenn sem orðað er við Liverpool á þessum árstíma.

    Þó eru blaðamenn sem stundum er mark takandi á að fjalla um þetta og því líklega eitthvað til í þessu, a la Liverpool er verið að tala um kaup á leikmanni sem verður samningslaus í sumar og Liverpool hyggst lána hann aftur til Burnley út tímabilið.
    http://www.independent.co.uk/sport/football/transfers/danny-ings-to-liverpool-anfield-club-attempt-to-steal-a-march-on-rivals-in-race-to-sign-burnley-striker-10012288.html

    Ótrúlega mikið Liverpool en þetta er ungur og mjög efnilegur sóknarmaður.

  26. Framlínan á næsta ári?

    Sturridge, Sterling, Origi, Ings

    …það væri allavega skref í rétta átt. Sé ekki að Lambert, Borini né Balotelli verði í liðinu á næsta ári nema einhver þeirra fái njálg fyrir framan markið í millitíðinni.

  27. Enn og aftur einn “efnilegur” Danny Ingis ?? come on ! Er það núna stefnan hjá FSG að komast næst í meistaradeildina eftir 5 ár ? Þvílíkur metnaður ! Á meðan rusla cel$ki og chitty inn gæða leikmönnum inn í sinn hóp. Getur þessi rusl transfer committy ekki fengið Ngog aftur, Það er svona svipað.
    Það verður aldrei neitt vit í leikmannakaupum hjá okkur nema BR fái að ráða þeim 100%. Ekki einhverjar skrifstofublókir með litla eða enga þekkingu á fótbolta, og þá ALVÖRU fótbolta, ekki þessu ameríska drasli.

Chelsea 1 Liverpool 0

Danny Ings keyptur og lánaður?