Þetta tímabil er búið, það fór í vaskinn fyrir áramót en þetta er endanlega búið eftir síðustu tvo leiki sem hafa verið hrein martröð.
Byrjunarliðið var verulega laskað í dag og við máttum ekki við því:
Mignolet
Can – Toure – Sakho
Henderson – Allen – Lucas – Moreno
Coutinho – Sterling – Markovic
Bekkur: Jones, Johnson, Lovren, Sturridge, Manquillo, Borini, Brannagan
Rodgers var ennþá stífur á því að hafa 3-4-3 leikkerfið og fórnaði Henderson í stöðu hægri bakvarðar til að hafa Allen og Lucas saman á miðjunni. Hægt að skilja að hann haldi sig við 3-4-3 kerfið þó hann hafi alltaf hrist upp í því undanfarið, en að fórna Henderson út á kantinn var mistök og þau kostuðu okkur illa í dag.
Leikurinn byrjaði vægast sagt illa og hægt var að þakka Mignolet einum fyrir að Arsenal var ekki komið yfir fyrsta korterið. Enginn í svörtu var tilbúinn í leikinn. Eftir árásir Arsenal tókst okkar mönnum að komast vel inn í leikinn og áttu að komast yfir er Markovic komst einn í gegn með Sterling sér við hlið en setti of mikinn þunga í sendinguna og Sterling náði ekki boltanum. Klárlega eitthvað sem gerist þegar þú spilar með óreynda sóknarmenn og þetta var vendipunktur í leiknum. Svona færi verður þú að klára í svona stórum leik.
Liverpool var með yfirhöndina og leikurinn í ágætu jafnvægi er Bellerin komst upp vænginn, Moreno sýndi honum inn á miðjan völlinn og Bellerin þakkaði fyrir þennan afleita varnarleik og lagði boltann af öryggi í hornið. 1-0 og 37.mínútur búnar og við Maggi vorum að hrósa Moreno 10 sek fyrir þennan afleik hans. Tökum þetta á okkur.
Stuttu seinna braut Sakho á Özil rétt fyrir utan teig og þjóðverjinn tók spyrnuna sjálfur, bolti sem ætti að vera hálfgerður æfingabolti fyrir markmanninn enda bara framhjá veggnum og beint í markmannshornið. Mignolet stóð í miðju markinu og náði ekki til boltans. Skiptar skoðanir með þetta en fyrir mér leit þetta hræðilega út.
Til að kóróna hræðilega frammistöðu refsaði Sanchez illa er Lucas sendi blinda sendingu á miðjunni. Skot Shanchez var fyrir utan teig og beint á markið en Mignolet stóð illa og kom engum vörnum við. Allt vont við þetta hjá okkar mönnum og hausinn klárlega farinn hjá nánast öllu liðinu.
Seinni hálfleikur var tíðindalítill þar til korter var eftir að Sterling komst í gegn og var klipptur niður af Bellerin. Ótrúlegt að Bellerin hafi ekki fengið sitt annað gula spjald en hann dæmdi a.m.k. víti. Henderson fór loksins á punktinn enda Balotelli ekki í hóp og skoraði mjög ósannfærandi ef svo má segja.
Smá von fyrir Liverpool en Can náði að drepa það alveg með því að fá sitt annað gula spjald stuttu seinna fyrir algjörlega fáránlegt og óþarft brot. Nú var ekkert hikað við seinna gula spjaldið. Giroud kláraði leikinn svo endanlega undir lokin og kláraði færi sitt vel.
Niðurstaðan 4-1 tap og nú eru þrír leikmenn komnir í bann fyrir næsta leik. Allt fyrir fáránleg brot sem segir manni að hugarfarið er vandamál og pirringurinn of mikill.
Frammistöður:
Maður leiksins var ekki í liði Liverpool í dag og enginn af okkar mönnum á skilið þann heiður í dag.
Mignolet – 5,7 – Byrjaði leikinn vel og virtist ætla að halda okkur inni í þessu og bjargaði þessu frá því að fara ennþá verr en fékk fyrir því fjögur mörk á sig og leit ekki alltaf vel út.
Kolo Toure – 1,5 – Er fyrir mér kominn yfir hæðina hvað svona leiki varðar og var afleitur í dag. Man ekki hvað hann gerði gott ef ég á að segja eins og er, Lovren inn takk.
Emre Can – 4,5 – Líklega einn af okkar betri mönnum þar til hann fékk á sig kjánalegt rautt spjald og hjálpar okkur ekki í næsta leik.
Sakho – 5,0 – Var líklega bestur af varnarmönnum Liverpool en það er nú varla mikið hrós í dag.
Moreno – 4,0 – Var að spila ágætlega þar til á 37.mínútu að hann gleymir sér varnarlega og er illa tekinn af Bellerin. Vendipunktur í leiknum og hann var í basli eftir það.
Markovic – 5,0 – Skil ekki afhverju hann er alltaf tekinn fyrstur af velli og allra síst í dag. Algjör klaufi í besta færi leiksins en ég hefði haldið honum inná lengur. Hann fær 5,0.
Lucas – 3,0 – Greinilega ekki klár eftir meiðslin og var rosalega slakur í dag, algjörlega á hælunum. Ég vildi fá hann inn fyrir þennan leik en alls ekki með Allen á miðjunni.
Allen – 3,5 – Það er alltaf að verða lengra síðan Allen brilleraði gegn Man City og þetta var enn einn slaki leikurinn hjá honum. Virkar númeri of lítill og afskaplega miðlungs.
Henderson – 5,5 – Brendan Rodgers í guðana bænum hættu að hringla með Henderson úr stöðu. Fáránlegt að taka hann af miðjunni.
Coutinho – 5,0 – Enn einn leikurinn þar sem slökkt er á Coutinho og þegar það er gert tikkar Liverpool ekki. Skapaði varla færi í dag.
Sterling – 6,0 – Ekki var þetta frammistaða til að réttlæta launaseðilinn sem hann er að fara fram á. Hann er þó betri frammi heldur en á vængnum og vængbrotin miðjan fyrir aftan hann er ekki honum að kenna.
Sturridge – 5,0 – Hann klappar boltanum næstum meira en Lallana en er þó klárlega okkar langmesta ógn sóknarlega og þetta hefði mögulega farið öðruvísi með hann frammi frá byrjun.
Held að þetta sé við hæfi í dag
https://www.youtube.com/watch?v=WlBiLNN1NhQ
Getur einhver sagt mér hvað rodgers er að hugsa stundum? Erum 2 mörkum undir og 2 skiptingar eftir og hvað myndu flestir gera? Henda auka sóknarmönnum inná en hvað gerir okkar maður? Nákvæmlega ekki rassgat.
Skammarleg frammistaða. Leikmenn ættu að biðja stuðningsmenn afsökunar á þessari skitu. Mættu ekki til leiks.
Amen Babu, Amen!
Hvað í ….? þetta er dæmt, Lucas +Allen er skita, Sterling er má fara á bekkinn eða bara út úr hóp. Og svo BR ?? hvað er hann að pæla.. Vona eftir góðri hreinsun í sumar, alltof margir sem eru bara ekki nógu góðir. Fara setja svo Can á miðjuna með Hendo og fara hætta með Lucas og Allen sem geta ekki neitt. þvílík skita………….
Andskotans helvitis djöfulsins rassgat!!!!!
Ég sá ekki fyrsta korterið en eftir það fannst mér við vera bara mjög fínir þangað til við fengum fyrsta markið í andlitið. Mjög slæmar lokamínutur í fyrri. Svo fannst mér við líka bara mjög fínir í seinni hálfleik. Dró af mönnum og eðlilega, erfitt að vera tvem-þrem undir mest allan seinni.
Taka rest, sjá hvað gerist.
Fullkomið að hefna í úrslitum FA gegn Arrsenal.
YNWA
Stærsti ósigur frá því BR tók við…skelfing!
Hafa ekkert í CL að gera, og man utd eru að detta í gang á réttum tíma.
Þetta var eins og að horfa á passion of the christ, bara með liverpool í stað jesus…
https://www.youtube.com/watch?v=zm97Ie49ULM
https://www.youtube.com/watch?v=L4m1u7ZSA9Y
Jæja það er of langt í 4 sætið sé gefið að United klári þennan Aston Villa leik. Það var alltaf að fara að vera erfitt að ná þessu 4 sæti eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Held að menn ættu að róa sig með yfirlýsingar samt. Það er engin þörf á hreinsunum heldur þarf að koma þrjá heimsklassa leikmenn í liðið í sumar sem koma liðinu á næsta stall, í baráttu um titla. Þessi leikur í dag var alltaf að fara að vera erfiður og sérstaklega þegar liðið var vængbrotið með leikmenn í meiðslum og banni ásamt því að það var einn ungur þarna inná sem vill greinilega fara frá Liverpool. Aldrei líklegt til árángurs. Vonandi taka menn sér taki og klára þetta tímabil með reisn. Taka FA cup og lenda eins ofarlega og mögulegt er.
Jafn leikur fyrir utan 8 mín á mjög erfiðum útivelli.
Verðum vonandi ekki komnir í sjöunda sæti eftir þessa umferð.
stuðningsmenn eiga afsökunarbeðni skilið eftir þessa ógeðslegu frammistöðu
Ég er svo full útí örlögin núna, þetta var ömurlegt að horfa á. Þrátt frir afar vonda byrjun komumst við inn í leikinn og irtum vera að fara að taka þetta þegar örlöginn gafu okkur þjú á móti gang leiksins kjaftshögg sem rotaði okkur rækilega, síðan í seinni, þrátt fyrir tapaðan leik komumst við inn, vorum farnir að spila vel fengum víti en allir ellefu arsnanrnir héltu sér óverðskuldað inna, einn þeirra allavega, síðan misstum við mikilvægan leikmann útaf og í bann fyrir óþarfa og heimskulega pirringstæklingu, einsog við höfum ekki fengið nóg af því.
við erum dálitið einsog job í skáldsögunni, sjáum vonarljós, aðeins til að láta illustu persónu skáldbókmenntanna, og skrattan slökkva það bara sétt til að stríða okkur.
Okkar menn voru jarðaðir, við skoruðum mark það er það eina sem ég man eftir þennan leik.
Þetta eru glataðir páskar…
Áfram Liverpool og næsta leik takk.
Erum bara ekki líklegir til ad taka Blackburn eda hvad tà ad vinna FÀ cup med tessari stemningu og hugarfari!
Brendan Rodgers fær algjöra falleinkunn fyrir þennan leik, hvernig í ósköpum geta menn eins og Toure fengið að klára þennan leik með 20 miljóna punda miðvörð á bekknum.
Toure var það lélegur að ég er hættur að brosa að öllu djóki honum tengdum. Slakarai frammistöðu hjá miðverði Liverpool hef ég ekki séð í langan tíma.
Lucas var svo langt frá því að vera tilbúinn í þennan leik og átti skelfilegan dag ásamt Allen á miðjunni og það er með ólíkindum að Hendo hafi verið tekinn úr leiknum með því að hafa hann ekki á miðjunni.
Sterling átti svo ömurlegan leik að ég held að hausinn á honum sé hreinlega ekki við Liverpool og ég myndi vilja sjá hann á bekknum í næsta leik og gefa Marcoviz hans sæti í liðinu.
The referee is a wancker
sindri #6
eg vildi oska að eg hefdi ekki seð fyrsta korterið
Þessi íþrótt snýst dálítið um vendipunkta sem breytta leikjum og liverpool klúðraði sýnum í dag. Fengum dauðafæri til þess að komast yfir og það klúðraðist og svo áttu Arsenal menn að vera manni færri þegar hann brautt af sér í vítini á gulu spjaldi(það hefði verið fróðlegt). Það var 8 mín kafla undir lok fyrihálfleiks sem kláraði leikinn þar sem Moreno og Mignolet voru með barnaleg tilþrif.
Liðið gafst ekki upp í síðarihálfleik en mörg lið hefðu gert það en það var of seint. E.can skeit svo á sig í restina með sinni heimsku og verðum við án skrtel og Can gegn Blackburn. Sem þýðir að toure sem var besti maður Arsenal í leiknum og Lovren verða líklega báðir í vörnini. Lucas átti skelfilegan dag og Henderson nýttist ekkert á hægri wing back stöðuni.
Þessi leikur er búinn og menn gefast ekki upp, 7 leikir í deild og einn bikarleikur eftir(vonandi tveir í viðbót) og nú er bara að klára mótið af krafti. Liðið er enþá skipað ungum leikmönnum í lykilhlutverki og glasið er hálf fullt hjá mér þegar ég hugsa til þess að leikmenn eins og ibe, moreno,can, coutinho og Marovitch eru 22 ára eða yngri og svo eru sakho,henderson,allen, sturridge og Lallana frá 23-26. Þetta er solid kjarni af góðum ungum leikmönnum sem eiga bara eftir að vera betri( já ég sleppti Sterling en Flanagan mætti kannski vera þarna)
Það er nú 21 stig eftir í þessum helvítis potti ennþá. Enn er von 🙂
YNWA
Við hljótum að finna einhvern leikmann sem er að renna út á samning til að styrkja leikamannahópinn fyrir næsta tímabil, ekki förum við að kaupa alvöru leikmann. Síðan er um að gera að hafa Hinn tekneska og hraða leikmann eins og Lucas Leva sem lykilmann á miðjunni.
Hérna megin er glasið hálf tómt, voru einhverjar jákvæðar hliðar á þessari frammistöðu?
Þetta voru fullkomlega sanngjörn úrslit. Það sást en og aftur hvaða galla þetta leikkerfi hefur. Monk sá í gegnum þetta, Val Gaal líka og núna Wenger. Bjóst Rodgers virkilega ekki við því? Seinustu tveir leikir hafa farið 7-2 þar sem við vorum virkilega ósannfærandi.
Það er komið að því að klúbburinn fari að kaupa karlmenn, en ekki börn. Það mætti halda að liðið æfi ekki saman né þekki hvorn annan. Moreno sýnir okkur það en og aftur að hann er herfilegur varnarmaður og virðist hreinlega ekki kunna að lesa leikinn þar sem hann er yfirleitt langt útúr stöðu. Allen er kominn á þriðja tímabil og virðist ekki geta haldið stöðugleika, Rodgers var búinn að lýsa honum sem leikmanni sem væri góður á bolta hefði gott auga fyrir sendingum. Það er allt í lagi að leikmenn séu smáir, en hann hefur enga tækni til að bakka það upp. Lucas virðist alltaf koma sér í toppform en meiðast svo og missa það svo niður. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem ég tel að við ættum að selja í sumar. Við getum ekki verið að gefa mönnum endalausan tíma.
Við getum ekki endalaust varið leikmenn á því hversu ungir þeir eru. Þetta klúður hjá Markovic hafði t.d. ekkert með aldur eða reynslu að gera, þetta var bara lélegt. Sterling og Coutinho sáust lítið í leiknum, en mér fannst Sterling hanga alltof mikið á boltanum. Einnig skil ég ekkert í Rodgers að hafa engan framherja á toppnum, gat Sturridge virkilega ekki hafið þennan leik? Ég held að það hafi ekki skipt neinu þótt við hefðum skorað fyrsta markið, Arsenal náðu að opna okkur það oft að þeir hefðu líklega náð að skora. Ég skil heldur ekki af hverju Can byrjaði ekki á miðjunni þar sem Lucas og Allen hafa beinlínis ekki verið þekktir fyrir drifkraft eða sóknarbolta.
Það hlítur að vera eitthvað virkilega mikið að innan um klúbbinn, eitthvað agaleysi. Skrtel, Gerrard og Can allir í banni fyrir glórulausar tæklingar. Rodgers er frábær þjálfari og virðist hafa gott lag á leikmönnum, en er hann frábær þegar það kemur að því að kaupa leikmenn og koma liði upp á næsta stall? Klúbburinn átti auðvitað alltaf að kaupa gæði um fram magn seinasta sumar til að viðhalda þeim árangri sem náðist á seinasta tímabili, enda virðumst við vera komin aftur á byrjunarreit.
Allt sem tengist launahækkuð hjá Sterling finnst mér út í hött, en ef hann vill fara til þess að berjast um titla að þá skil ég hann ágætlega. Klúbburinn verður að sýna leikmönnum það að hann ætli berjast um titla en ekki vera stökkpallsklúbbur.
Allt liðið fær falleinkunn fyrir þennan leik. Þetta er óásættanlegt miðað við allt sem er búið að leggja í klúbbinn.
Að láta Raheem Sterling drulla yfir klúbbinn og hrósa honum svo fyrir frammistöðuna í þessum leik er svakalegt. Eðlilegast hefði verið að taka hann úr hópnum. Hvaða skilaboð er verið að senda leikmönnum með þessu rugli?
Við þurfum nýja eigendur strax í sumar, þetta módel gengur ekki upp og það þarf að bregðast við strax svo að illa fari ekki hjá Liverpool.
Við hverju var að búast miðað við liðið í dag?? Henderson út à hægri kanti sem þýddi að Allen+ Leiva (sem hefur verið frà í margar vikur og àn leikforms!!) inn à miðri miðjunni. Skrtel meiddur sem þýðir engin vörn.Hópurinn er bara ekki betri en þetta. Èg var sannspàr með 4-1 tap (því miður).
Ömurlega helvítis andskotans djöfulsins helvíti!!! Þessi djöfulsins meðalmennska er að drepa mann! Það er svo sàrt að horfa upp à City, Utd og Arse verandi eins miðlungs og þau eru og sjà svo LFC sýna akkúrat EKKERT til að nýta sèr tækifærið. EKKERT!!
Það ömurlega í stöðunni er sú staðreynd að það mun akkúrat EKKERT gerast í leikmannamàlum í sumar ef notuð er gefin reynsla LFC undanfarin àrin. Við munum henda ótrúlegum upphæðum í miðlungs leikmenn og/eða algjörlega óþekktar stærðir sem mun ekki hjàlpa okkur strax (ef einhvern tímann)!
Það er margt gott sem Brodge er að gera hjà LFC en ef hans styrkur er að gefa ungum leikmönnum sèns og byggir lið sîn à þeim sem er ekki það sem okkur vantar. Við þurfum eitthvað meira (tilbúna leikmenn!) til að taka næsta skrefið upp. Ef Brodge er ekki til í slíkt tel èg hann ekki rètta manninn í starfið. Því miður.
Èg vil sjà LFC enda fyrir utan Europa League sæti ef(þegar) tímabilinu lýkur. Við þurfum ekki à svoleiðis rugli að halda.
Ég vaknaði um 11 leytið, kíkti á byrjunarliðið, fór aftur að sofa.
Jæja, hvar skal byrja…
Maður verður að spyrja sig marga spurninga varðandi klúbbinn eftir slíkt afhroð sem þetta tímabil hefur verið og þá sérstaklega þegar liðið hefur verið undir pressu.
Í fyrsta lagi ber auðvitað að nefna þessi leikmannakaup. Hafi leikmannakaupin verið í ólagi fyrir tíma Rodgers hjá klúbbnum – guð hjálpi okkur öllum síðan hann kom. Í þessum tiltekna leik á móti Arsenal var t.d. 20 mp. Lovren skilin eftir á bekknum fyrir Kolo Toure sem átti vægast sagt skelfilegan dag enda ekkert búin að spila af viti í nokkurn tíma og er á leið niður brekkuna. Sömu sögu ber að segja um Lucas sem átti einnig skelfilegann leik og fyrirliðinn og okkar besti miðjumaður settur í wingback til að kóróna vitleysuna en eins og menn vita var auðvitað okkar næst-besti miðjumaður (Can) að spila í hafsent sem fyrri daginn – ekki hans uppáhaldsstaða.
Þessi þriggja hafsenta þvæla hefur svo átt undir högg að sækja undanfarna leiki eða alveg síðan Garry Monk las sinn lærimeistara eins og opna bók á Liberty. Síðan þá hefur hvert liðið á fætur öðru ekki átt í neinum vandræðum með að pressa Liverpool alveg aftur að markmanni ásamt auðvitað þeim staðreyndum að uppspilið er sem fyrr galli kerfisins og Coutinho virðist hreinlega vera tekinn úr umferð leik eftir leik í þessu kerfi (handball-style).
Ekki hjálpar Liverpool að ákvarðanir dómara hafa hreinlega fallið gegn liðinu í síðustu leikjum þar sem öllu hefði skipt að spila 1-0 undir á heimavelli 10 gegn 10 á móti United og vera 1-3 undir gegn Arsenal einum fleiri. Afar svekkjandi og hreinlega lélegt hjá Taylor og félögum.
Jæja tökum þetta frá byrjun. Frá mínum bæjardyrum séð hafa eigendur klúbbsins og Rodgers (líklega) gjörsamlega brugðist. Kristallast þetta auðvitað í stefnu klúbbsins sérstaklega þegar kemur að fjármálum hans því að einfaldlega sé ég ekki mikinn mun á því sem þessir kanar eru að gera sbr. við þá sem á undan voru. Byrjum á leikmannakaupum eins og ég nefndi hér á undan. Síðan FSG eignuðust klúbbinn og komu með sína stefnu inn hefur hver reynsluboltinn á fætur öðrum yfirgefið klúbbinn og nánast ekkert nema ungir og upprennandi leikmenn komið í staðinn. Í sjálfu sér sé ég ekkert að því ef þeir ungu eru jafn góðir og þeir endri en staðreyndin er sú að slíkt hefur ekki verið upp á teningnum alltaf. Fjöldamargir leikmenn hafa komið fyrir stórar fjárhæðir og sjaldnast staðið undir væntingum. Eins og staðan er í dag er Liverpool ekki tilbúið að borga laun á við stærstu klúbba Englands en ætlast engu að síður til að standast samkeppnina. Frá mínum bæjardyrum stenst þetta ekki skoðun, ef Liverpool ætlar að vera top4 klúbbur á Englandi þarf að borga laun í takt við þá klúbba – annars er ekki hægt að laða að leikmenn af sama caliberi – öðruvísi en að missa þá auðvitað strax sbr. Suarez. Ég skil vel að klúbburinn (eins og öll önnur fyrirtæki) vilja borga skv. frammistöðu en allir sjá það sem vilja að jafnvel í dag erum við ekki nálægt því með farþega eins og Balotelli, Johnson o.fl. á háum launum.
Engu að síður stóð klúbburinn uppi í frábærri stöðu eftir síðasta tímabil þar sem barist var um titil allt til síðustu umferðar við peningaveldið City. Það lið var stórlega byggt upp af því sem fyrir var hjá klúbbnum áður en Rodgers kom að Coutinho og Sturridge undanskildum. Því voru Rodgers og félagar í lykilstöðu fyrir komandi tímabil og liðið ekki betur skipað síðan 2009. Þá hefði liðið hæglega getað barist áfram um titil á þessu tímabili en í staðinn fyrir að fjárfesta í liðinu ákváðu menn að henda tækifærinu út um gluggan og eyddu nettó um 25 mp. í leikmenn, ásamt því auðvitað að missa sinn besta mann. Ef við berum þetta saman við það sem önnur félög í deildinni eyddu (liðin sem við berum okkur saman við) var þetta aldrei að fara að vera nóg til að taka annað skref frammávið. Reyndar virðist það vera saga klúbbsins síðustu ár að taka þrjú skref áfram, einfaldlega til að taka fjögur skref afturábak jafn harðann.
Í ofanálag ákvað klúbburinn svo að bjóða Steven Gerrard sem er goðsögn í lifanda lífi ekki samning fyrr en seint og um síðir, niðrustöðuna af því máli þekkja allir. Því fylgdi auðvitað þessi Sterling og Henderson sirkús en ef Rodgers ætlar sér að byggja liðið frekar í kring um þá herramenn þá hefði maður haldið að samningamálin hjá þeim hefðu forgang.
Til að toppa þetta allt saman gjörsamlega hrynur liðið þegar það loks finnur smörþefinn af meistaradeildarsæti eftir afleita byrjun tímabilsins þar sem að reynslumestu menn þess láta reka sig útaf og dæma sig í leikbönn og helsta stjarna liðsins fer í prímadonnu-viðtal á BBC án þess að klúbburinn heimili slíkt. Slíkt er agaleysið innan raða Liverpool FC. Það er því alveg ljóst að Rodgers og félagar eru búnir að sturta þessu tímabili niður, ekki einu sinni – heldur tvisvar.
Ég er Rodgers-maður fram í fingurgóma en gjaldþrot í hugmyndafræði og leikmannakaupum klúbbsins blasa við! Því miður…
Það er svo lítið skrítið að lesa yfir athugasemndirnar hér “nýir eigendur ” vitlaus mannakaup” ásamt ýmsu fl en að það séu svona fáir sem sjá hvar vandinn virkilega liggur er ótrúlegt mig langar að spyrja og þá ekki koma með skít köst eins og vanalega þegar ég hef nefnd þennan mann haldið þið virkilega að BR sé rétti maðurinn fyrir þennan klubb mér finst klubburinn vera alltof stór fyrir hann ég persónulega geri meirikröfu en þetta sem hann sýnir miða við eyðslu og mannakaup er hann lagnt frá því að standa undir væntingum finnst mér mistök í uppstillingu liðsins eru alltaf tíð og innáskiptingar ótrúlegar of oft gengi í meistaradeiltinni var grínið eitt og eins í evrópdeiltinni eingu skárra bikarkeppninar verið fáranlega lélegar fyrir útan þessa sem við erum enn í og liðið byrjaði að spila fótbolta í des eru menn ánægðir með þetta hann er jú á þriðja ári ekki fyrsta eins og MU stjórinn ég vil bara að menn spái aðeins í þetta ekki gengið í fyrra sem var jú ótrúlegt og eins og nokkrir úr liðinu sögðu spiluðu yfir getu þar var meðal annars daninn hann Agger og fl og svo má ekki gleima að í fyrra duttum við úr bikarkepnunum báðum á met tíma
vona bara eftir almennari umræðu ekki skítkasti eins og troll ofviti og þessháttar
well það er alltaf næsta season.
Við verðum bara að horfast í augu við harðar staðreyndir.
1) Við töpuðum illa fyrir mun sterkara og mótaðra liði.
2) Við erum með marga unga og efnilega leikmenn. Þú nærð ekki top 4 sæti í sterkustu deild í heimi með nær eingöngu þannig leikmenn. Við þurfum a.m.k. þrjá byrjunarliðsmenn til viðbótar sem eru á aldrinum 25 – 28 ára, þ.e. fullmótaða og sterka leikmenn.
3) Getum ekki borið saman þetta tímabil og síðasta því þá vorum við með 3. besta leikmann í heimi innan okkar raða.
Ekki lítur þetta vel út núna. Liðið er klárlega endanlega úr leik í þessari baráttu um 4. sætið.
Liverpool stóðst erfitt próf um daginn með sigrum á Saints og Spurs til að koma sér í baráttuna en að sama skapið kolféll það á prófinu um að halda sér inni áfram.
Þetta tímabil er mikil vonbrigði. Ég vil ekki þurfa að segja það en allt útlit er fyrir að síðasta tímabil hafi verið undantekning frá því að lenda að meðaltali í 7. sæti frá 2010. Það er skelfileg tilhugsun ef framtíðin lítur þannig út.
Ég get tekið undir þetta hjá hk.BR er ekki með þetta bara hann klikkar alltaf á einhverju ekkert b plan.
Markovic og Sterling einir í gegn 2 á móti markmanni fer inn á Shaqtin A´Fool árssamantektina. Moreno (ekki í fyrsta sinn) er einnig tilnefndur til Razzie verðlauna.
Það eru allt of margir í liðinu sem eru ekki öryggir með það sem þeir eru að gera. Samvinna og samheldni er bara ekki til þarna inn á vellinum. Framlínumálin ennþá í brennidepli.
Hver er eiginlega anskotans besta framlínan inn á vellinum? Sterling er vængframherji en spilar aldrei þar. Markovic fékk núna loksins leik í sinni stöðu og virkaði hálfstressaður yfir öllu saman. Henderson var kominn í þessa frægu vængstöðu sem enginn í liðinu hefur nokkurn áhuga á að spila í.
Tilhvers í helvítinu er verið að spila þetta kerfi ef það hentar engum í liðinu???
@28
Gott komment, tad er ekki sèrlega vinsælt ad gagnryna Rodgers hèr.
Tví midur er hann jafnmikill kjùklingur og Sterling getur ekki klàrad færin sín.
Skelfilegur leikur söknuðum skrtel virkilega finnst Babu vera full gjafmildur að gefa toure 1,5 í einkunn fyrir leikinn
Fyrir leik var maður nett pirraður út í Gerrard og Skrtel, tvo af reynslumestu mönnum liðsins, fyrir að vera í banni vegna bjánalegrar hegðunar. En eftir þetta bull sem okkur var boðið upp á, hefur sá pirringur magnast sem um munar.
Þetta lið er höfuðlaus her og verður það í haust ef ekki verður tekið á því.
Kannski aðeins of snemm, en mig grunar að þetta hafi klikkað í búningsklefanum fyrir leik, þegar leikmenn tóku Brendan aðeins of bókstaflega þegar hann sagði “Alright lads, let’s go out there and play all for one and 1-4 all”
Sjá bara hópinn hjá okkur og liðunum sem eru fyrir ofan okkur. Maður sá allan tímann að Arsenal væri að fara vinna þennan leik. Við erum með svo ógeðslega marga meðalmenn. Hvar kæmust Allen og Lucas inn hjá liðinum fyrir ofan okkur ? Sjá bara miðjuna hjá United t.d sem hafði enga meistaradeild. Þeir stilla upp Fellaini, Herrera, Mata, Di Maria. Svipað með Arsenal, Özil, Ramsey, Cazorla, Sanchez. Þetta er bara svo fáranlega augljóst!
Þetta gengi á þessu tímabili undirstrikar það hversu lélegur sumarglugginn var. Við fengum efnilega leikmenn sem er gott og blessað. Hinsvegar hefur komið skuggalega lítið út úr kaupunum í sumar. Þrátt fyrir að hafa eytt um 100 milljónum punda. Það er náttúrulega galið!
Verðum að fara að hugsa í nútíðinni – ekki alltaf mörg ár fram í tímann.
Sko…
Þetta var alls ekki gott í dag, ég ætla ekki að reyna mála þetta rósrautt hérna. Ég ætla ekki að vera gaurinn sem skammar menn fyrir að vera súrir yfir 4-1 tapi. Arsenal var versta mögulega lið til að mæta eins staðan er orðinn hjá LFC. Sjálfstraustlausir og lykilmenn frá vegna banna og meiðsla. Að mæta Arsenal í því stuði sem þeir eru þessa dagana með þetta upplegg var alltaf að fara verða gríðarlega erfitt.
En reynum aðeins að horfa á stærri myndina. Endalok síðasta tímabils og það sem er af þessu er (vonandi) allra besti undirbúningur sem hægt er að hugsa sér fyrir næstu ár. Ef þetta tímabil klárast með reisn. tala nú ekki um sigur í FA cup í bónus, þá er liðið komið á stað sem við hefðum flestir sætt okkur við haustið 2013. Rodgers hefur sennilega lært allra manna mest, sérstaklega þegar kemur að því að undirbúa liðið fyrir stærri leikina. Hann má þó fara að segja þetta gott af 3-4-3 kerfinu, sá tankur er orðinn tómur. En getur þó orðið mikilvægt vopn í vopnabúrinu í framtíðinni.
úr sumarglugganum eru svo komnir allavega 3 leikmenn sem munu leika lykilhlutverk í liðinu á næstu árum. Jafnvel fleiri. Það heitir á hvaða tungumáli sem er góður sumargluggi.
Það er klárlega að byggjast upp kjarni sem gæti hæglega jafnast á við bestu Benitez-liðin en þetta er ekki lið sem er klárt í CL á næsta ári, það vantar smá herslumun upp á það. Liðið sem mætti til leiks í dag og gegn manjú um daginn hefur ekkert þangað að gera. En við erum á leiðinni þangað.
Eftir að hafa horft á síðustu 2 leiki og hlustað á rök Stirling fyrir að hafna nýjum samningi verður manni hugsað til afreka Brendan Rodgers á leikmannamarkaðinum síðasta sumar:
Seldir:
Luis Suárez, £75,000,000 – allur að koma til hjá Barca
Conor Coady, £500,000
Pepe Reina, £2,000,000 – mjög solid hjá BM þegar hann leysir Neuer af
Martin Kelly, £1,500,000
Jack Robinson, £1,000,000
Daniel Agger, £3,000,000 – varla verri en Toure eða Sakho?
Oussama Assaidi, £4,700,000
Suso, £1,000,000
Total Transfer Sales £88,700,000
Keyptir:
Rickie Lambert, £4,000,000 (varð allt í einum gamall síðasta sumar…)
Adam Lallana, £25,000,000 (vonbrigði ársins?)
Emre Can, £10,000,000 (skástu kaupin?)
Lazar Markovi?, £20,000,000 (trúir ekki sjálfur að hann geti skorað)
Dejan Lovren, £20,000,000 (BR hefur meiri trú Toure!)
Divock Origi, £10,000,000 (hefur skorað 7 mörk í 36 leikjum fyrir Lille í vetur…)
Alberto Moreno, £12,000,000 (ágætur fram á við en er ekki góður varnarmaður)
Mario Balotelli, £16,000,000 (verstu kaupin í sögu Liverpool?)
Total transfer spending £117,000,000
Af þessum £117 milljónum voru leikmenn sem keyptir voru fyrir £75 ekki á vellinum í dag.
BR þarf að fara að finna punginn á sér . Virðist frosinn og ekkert plan b og c. Dæmið með Sterling, þorir ekki að taka á þessu. Lengi að henda mönnum út sem skíta uppá bak,,,endalaust gefinn sjénsinn.. Svo eru menn eins og LVC og Sir ferguson sem eru óhræddir að láta menn heyra það.
Þetta var þó skárra en að tapa 5-1
Versti ,,leikmaður” Liverpool á þessu tímabili er Brendan Rodgers og innkaupasveit hans. 117M punda og kannski einn maður styrkir byrjunarliðið. Við erum að spila úrslitaleik í deildinni gegn Arsenal og Liverpool er með Lucas Leiva og Joe Allen á miðjunni!!!! Er mönnum alvara??? Með 16M punda hafsent á bekknum vegna Kolo Toure??? Tekur skásta miðjumann liðsins (Henderson) og setur hann í bakvörð??? Gerrard er búinn að spila tíuhlutverkinu í vetur á köflum 35 ára gamall!! Sterling hefur spilað sem vængbakvörður!! Joe Allen er sér kapitúli út af fyrir sig-kæmist ekki í lið QPR. Lucas Leiva kæmist ekki í neitt lið í topp 10 nema Liverpool. HVAR ER PRESSAN??? Liðið hefur varla pressað neinn einasta andstæðing í allan vetur??? Leikkerfið þar sem liðið dettur meira og minna allt ofan í hafsentana er ekki að bjóða upp á mörg mörk og reyndar búið að skora 50 mörkum færra en í fyrra!!!!! Ég hef ekki séð nema kannski 5 leiki í vetur sem mér hefur fundist vera vel spilaðir að hálfu Liverpool. Ef liðið nær ekki að vinna FA bikarinn er þetta tímabil algert afhroð hjá liði sem barðist um titilinn í fyrra. Fyrir mér er Rodgers að hanga á horreiminni einni saman…
Þetta var hryllilegur leikur hjá Liverpool í dag og það kemur enn frakar í ljós með hverjum leik hve herfileg mistök SG voru á móti Man.City, í dag var hans saknað. Og það er svo merkilegt að þrátt fyrir leikmannakaup þá er Liverpool alltaf í vandræðum ef einhver meiðist eða fer í bann á meðan hin toppliðin fara bara í leikmannasparisjóðinn sinn og draga upp menn jafngóða og þeim er meiddust, eða betri. Síðustu árin hefur Liverpool ekki getað það og varla öðru um að kenna en kolröngum og stundum heimskulegum leikmannakaupum. Það er löngu kominn tími til að taka til í röðum þeirra sem sjá um leikmannakaupin, þeir hafa greinilega ekki verslunarvit. Það getur verið gott að kaupa sér græna banana, ef þú ætlar að geyma þá þar til þeir þroskast og verða gulir, en ekki ef þú ætlar að éta þá strax.
Nýja leikmenn, nýjan þjálfara og nýja eigendur…
Rómantík er fyrir konur. Inn með peningana.
Einhverjir arabar þarna úti? pls.
Þetta var til hábornar skammar. Jesús minn almáttugur á dauða mínum átti ég nú von en ekki þessu!
Þetta tímabil er gífurleg vonbrigði. Það þýðir ekki að þræta fyrir það.
Að fá á sig 3 mörk úr langskotum er galið. Að varnartrukkur fari í gegnum Moreno eins og hnífur í gegnum mjúkt smjör er galið.
Þ.e. galið ef þú ætlar þér eitthvað. Ég er aftur kominn í þá stöðu að ég veit ekki hvað ég á að halda um Brendan Rodgers. Eftir herfilega byrjun missti ég trúna á hann einkum fyrir að hann virtist ekki hafa hugmynd um hvernig ætti að stilla upp liðinu. Svo fékk ég trúna aftur þegar hann fann góða taktík og fór að vinna leiki.
Gary Monk sýndi síðan hvernig á að spila á móti LFC. Að vísu vannst sá leikur naumlega en bjöllurnar klingdu. Rodgers gerði ekkert og núna er LFC búið að steinliggja tvo leiki í röð.
Og hvaða rugl er í gangi í hausnum á leikmönnum? Gerrard út af eftir 40 sek, Skrtel traðkar eins og hálfviti á DeGea og Can missir allt í buxurnar í dag.
Ég ætla að telja upp á 100.000 og vita hvort mér renni ekki reiðin.
Þetta var vont. Bara hreinlega vont. Það var vont að horfa á þetta, átakanlegt jafnvel, en að vissu leyti viðbúið. Það er samt ekki jafn erfitt að taka þessu tapi eins og tapinu gegn manchester united um daginn. Bara svo það sé alveg á hreinu. Við höfum nú gert mikið grín að united á síðasta tímabili og þessu jafnvel líka – en sá hlær best og allt það. Þeir komast í Meistaradeildina með sitt “ömurlega” lið og “has-been” þjálfara. Við megum hins vegar þakka fyrir að komast í b-deild Evrópuboltans. Frábært, eða hitt þó heldur.
Það eru nokkrir punktar sem vert er að minnast á hérna:
Það var nauðsynlegt að koma Lucas inn í liðið. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er hann duglegur í því sem hann á að gera, brjóta niður sóknir andstæðinganna. Hann er hins vegar að stíga upp úr meiðslum, og svo er það hitt, hann fékk að spila með Allen. Svoleiðis miðja er dauðadæmd frá upphafi, og það hlýtur að vera öllum ljóst í dag.
Henderson í vængbakverðinu. Ok, ég skil það. Hann er fjölhæfur leikmaður og skilar sinni vinnu. En þú einfaldlega fórnar ekki okkar besta miðjumanni til þess að stilla upp ömurlegri miðju. Ég sá reyndar fyrir mér að liðið myndi stilla upp í 433 með Hendo, Lucas og Allen á miðjunni, en það var ekki svo.
Það á því að vera augljóst að Henderson á ekki heima í þessari stöðu. Það er líka fullreynt með Lallana í þessari stöðu. Sterling einnig. Markovic getur skilað henni en hann hefur algjörlega horfið á síðari hluta tímabilsins. Ef þú hefur ekki leikmann í þessa stöðu, þá þarf einfaldlega að breyta kerfinu. Punktur.
Sterling – Rodgers virðist alveg vera solid náungi og voða góður við leikmennina sína. Í þessu tilviki þá hefði engin álasað honum fyrir að skilja Sterling eftir heima, þrátt fyrir að Liverpool hefði tapað. Mitt mat er að hann átti ekki skilið að byrja þennan leik, og fyrir mér má hann alveg vera seldur í sumar – sama hversu góður hann er eða getur orðið.
Mignolet er í sama flokki og Allen – bara einu númeri of lítill í stórkallabolta. Hann átti allan tímann að gera betur í aukaspyrnunni og hann átti líka að verja skotið hjá Sanchez.
Svo eitt að lokum um leikinn. Ef þú ætlar að kaupa unga leikmenn – og ef við ætlum að láta okkur þykja það bara fínt og gott mál – þá skulum við gjöra svo vel og taka því þegar ungir leikmenn gera sig seka um skólastrákamistök. Moreno lét fífla sig eins og fermingarstúlka lætur poppstjörnu fífla sig. Hann lærir af þessu, en hann leit svakalega illa út eftir þetta.
Okei. Eigum við að taka snúning á Rodgers? Hann er flottur kall, vill að liðið spili skemmtilegan bolta og við fílum það. Hann hins vegar klikkar alltaf þegar mest á reynir. Hann lætur aðra þjálfara máta sig allhressilega. Mourinho, van Gaal og nú síðast Wenger. Já, hann er ungur og efnilegur, en þegar þú klikkar alltaf þegar þú þarft að stíga upp, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Alveg sama fílósófía og með leikmenn.
Liverpool seldi besta leikmann heims á síðustu leiktíð og náði ekki að fylla hans skarð. Sjáum bara hvað 40 milljónir punda geta gert. Özil og Sanchez skoruðu í dag. Ungu strákarnir okkar gerðu það ekki. Stór mínus fyrir Rodgers.
Í sumar mun Liverpool missa 2 gífurlega reynslumikla leikmenn úr sínum hóp, þ.e. Gerrard og Johnson. Við getum deilt um gæði þeirra og framlag í dag, en reynslan vegur afskaplega þungt. Hugmyndafræði Rodgers og FSG er að leita fyrst inn á við þegar leikmenn fara. Sterling átti að taka við að Suarez. Gat það ekki. Gerði það ekki. Gerir það ekki. Eigum við að sjá hvernig sumarið fer, þegar Flanno tekur við af Johnson og Rossiter tekur við af Gerrard? Erum við að fara að keppa um CL sæti á næstu leiktíð?
Rodgers hefur spilað afskaplega illa úr sínum spilum á þessari leiktíð. Ömurleg byrjun, var hent út úr CL, féllum út með skít og skömm í b deildinni, kaupin síðasta sumar voru afspyrnuléleg, og enn og aftur lætur hann sér betri og reynslumeiri stjóra máta sig.
Hr. Rodgers, þú átt leik. Þú virkilega þarft að girða þig í brók og kjarka þig í gang. Virkilega.
Homer
Èg get verið sammàla hk með að Brodge sè ekki þessi ‘Plan B’ maður en èg gat ekki klàrað að lesa allt þar sem það vantaði punktana. Sorry.
Staðreyndin er sú að við HÖLDUM að við sèum með lið sem getur unnið deildina, en það vantar langt upp à það. Þetta “surprise” þríeyki í Sturridge-Suarez-Sterling VAR Liverpool à síðasta tímabili og það hefur heldur betur sannað sig à þessu tímabili.
Það àtti að vera nóg í enda sumars að kaupa striker og þà værum við með dolluna í hendi okkar…….eða svo fannst mèr oft à umræðunni hèr. Staðreyndin er sú að ÞÓ SVO að við hefðum Benzema í framlínunni að þà værum við ekkert mun betur settir i töflunni en núna. Þessar “holur” í okkar liði eru of stórar til að einn striker lagi þær.
Við þurfum að fara að kaupa karlmenn eins og einhver orðaði það og þà meina èg leikmenn sem eru stærri en Coutinho/Sterling og hafa màtt í að standa af sèr smà vindhviðu; ekki rúllandi í grasinu eins og tíkur við hverja og einustu snertingu/vindhviðu. Það eru stöður sem þarf að fylla uppí og tel èg þær vera eftirfarandi:
Hægri bakvörður: Hefur vantað í mörg àr og kominn tími á að næla í Clyne frà Southampton. Hann getur varist og sótt. Það er líka kominn tími á að gera Breska kjarnan í liðinu stærri en hann er.
Varnarsinnaður miðjumaður: þetta er hlutverk í liðinu sem èg hef sagt lengi að sé mesti veikleiki okkar. Þetta er staða sem bindur saman vörn og miðju og tengir við sókn. Þið munið Makelele þegar Real seldi til Chelsea. Liðið hrundi algjörlega og var byrjunin á velgengi Chelsea. Algjör lykil staða sem verður að fylla. Allen og/eða Leiva eru ALLS EKKI rèttu menn þar eða þà að eyða Henderssyni í þessa stöðu.
Box-to-box miðjumann – aðra svona Henderson týpu sem er með þrusu góða vèl sem er út um allan völl eltandi upp allt og alla. Spurning að taka upp ungling og gefa sèns þarna í staðinn fyrir að fjàrfesta milljörðum í fjóra leikmenn.
Sóknarmann (x2) – ekki hægt að taka annað tímabil með 4 sóknarmenn þar sem ENGINN spilar (Sturridge meiddur allt tímabilið og Borini/Lambert/Balotelli ekki treyst fyrir að sitja à bekknum). Allt of dýrt dæmi til að làta endurtaka sig. Út með þessa þrjà síðastnefndu og fá inn tvo sterka.
Markvörð: Ekkert lið getur leyft sèr að hafa einn markvörð yfir allt tímabilið sem fær ekki samkeppni. Bekovic yrði flottur og myndi veita góða samkeppni og ekki dýr launalega heldur sem er lykillinn hjà Könunum. Þeir vilja nefnilega allt fyrir ekkert sem er þó nokkuð stór þàttur af því afhverju við erum ekki betri en við erum.
En eins og èg hef sagt àður að þà býst èg ekki við neinu à leikmannamarkaðnum í sumar öðru en sömu viðskiptahàttum. Eigendurnir vilja ekki greiða þessa auka milljon eða tvær til að klàra kaup og /eða stranda à að gefa “mannsæmandi” laun til að klàra mikilvæg kaup. Þess í stað er farin sama leiðin og venjulega – út í Bónus og keyptir inn ràndýrir ungir leikmenn upp à von og óvon.
Er furða að maður sè farinn að grána!
Afhverju spilar Liverpool ekki 433 eða 4-2-3-1 , svekkjandi því við höfum akkurat leikmenn í þessi kerfi.
Can til varnar, þá rann fóturinn sem hann ætlaði að standa í og úr varð þessi tækling
#48 Eiríkur
“Það er líka kominn tími á að gera Breska kjarnan í liðinu stærri en hann er.”
***hrollur***
Sælir félagar
Sá ekki leikinn í dag (sat í flugvél í þann mund) og sakna þess svo sem ekkert eftir að hafa lesið skýrsluna og kommentin. Ég reiknaði að vísu aldrei með að við ynnum þennan leik. Þó vonaði maður svona innst inni. Það að tapa þessum leik var ekkert sem ekki mátti búast við en leikurinn á móti MU á Anfield var þyngri en tárum taki.
Það er greinilegt að BR heldur að hann sé búinn að finna upp nýtt hjól sem er með 3-4-3 pilum sem festir eru við hjólnöfina með trölla taki. það væri ef til vill í lagi ef þetta hjól væri kringlótt og snerist þar af leiðandi. En svo er nú ekki. Allir stjórar í deildinni eru búnir að læra það af Monk að hjólið er þrístrent og snýst því ekki. Allir nema BR.
Að maðurinn skuli ekki átta sig á að búið er að lesa leik-kerfið til grunns og bregðast við því á einhvern hátt annan en setja Toure í miðvörðinn í þriggja manna vörn er stúdía fyrir heila sálfræðideild. Annars bara góður og þakka einhverjum fyrir að hafa ekki þurft að horfa á þennan leik. Bless meistaradeild og fleira.
Það er nú þannig.
YNWA
LFC virdast tapa flestum teim leikjum tar sem eitthvad meira er undir en bara 3stig
Maður er orðlaus eftir tvo síðustu leiki, og reyndar voru nokkrir leikir þar á undan lélegir. Ég ætla alls ekki að kalla eftir höfuðleðri Brendan…En, það er ekki hægt að líta framhjá því að eins mikið og við elskum hann og eins mikið og við viljum að honum takist að koma liðinu okkar á þann stað sem við viljum þá er honum sannarlega ekki að takast það. Ef hann væri captain Hook þá væri hann núna kominn út á plankann og krókódílarnir bíða fyrir neðan með kjaftinn opinn.
Muniði…King Kenny, hann vann deildarbikarinn, kom liðinu í úrslit FA og var í raun að ná betri árangri en Brendan á sínu þriðja ári! Síðasta ár var frábært en ég held að við getum sagt að Suarez í sínu besta pússi og Gerrard enn með gas á tankinum hafi þar spilað risastóra rullu. Tökum ekkert af Brendan, hann gerði vel síðasta tímabil en þessir tveir, þ.e. Suarez og Gerrard létu allt snúast…nú er Suarez, farinn, Gerrard á síðustu dropunum og búinn að missa von og trú.
Eftir síðasta tímabil fékk Brendan því það verkefni að halda dampi, reyndar minni væntingar en árið áður þ.s. keppt var um dolluna. Nú var markmiðið líklega ekki dollan heldur 4 sætið. Og hvað gerir Brendan? Hann spreðar 117 mills og við eigum enn ekki slarkfæran senter til að spila frammi með Sturridge, hann getur enn ekki spilað vörn þegar á reynir, það sýna síðustu tveir leikir okkur. Og eigum við eitthvað að ræða að hann kom liðinu ekki í gang fyrr en eftir 4 mánuði! Hann kom reyndar liðinu á skrið í nóvember og maður fylltist von en…þegar á reyndi töpuðust tveir úrslitaleikir illa þ.s. Brenda okkar lét hina stjórana valta yfir sig á skítugum skónum og sýndi algert úrræðaleysi í öllu frá A til Ö. Þar þarft t.d. ekki að bæta við frábær skrif Homers og Guiderian sem benda m.a. á galna uppstillingu þ.s. Henderson mótor-miðjumaðurinn okkar er settur í bakvörð og Lovren 20 mills maður fer á bekkinn fyrir Toure, sem líkist ótrúlega mikið jafnaldra mínum sem spilaði hafsent fyrir íslenska landsliðið, reyndar fyrir 15 árum síðan. Að láta svo Sterling niðurlægja sig, lið sitt og klúbbinn með þessu fáránlega viðtali og láta hann svo byrja inná er svo mikið grín að Grínverji Ladda gæti hlegið í tvo mánuði og það væri samt ekki nóg.
Nei, kæru Liverpool systur og bræður, auðvitað bera leikmenn ábyrgð, en stjórinn okkar ber mestu ábyrgðina. Hann hefur mest völd og áhrif í þessari innkaupanefnd sem fengi ekki einu sinni vinnu í Bónus. Hann ræður liðstuppstillingu, hann er sá sem á að mótivera mannskapinn, hann er sá sem á að lesa í andstæðingina og þ.á.m. hina stjórana og leggja upp plan og strategíu.
Kjarni málsins er að Brendan Rodgers hefur fallið á prófinu í vetur (og ég hef ekki einu sinni fjallað um hraplega frammistöðu í meistaradeildinni þ.s. liðið velktist um völlinn eins og lúbarinn hundur). Eins ömurlegt og mér finnst að skrifa þetta, að þá held ég að eigendur okkar ástkæra liðs hljóti að spyrja sig að því hvort að Brendan sé rétti maðurinn. Ég er smeykur um að ef að góður kandítad sem hefur gott record og hefur sýnt fram á að kunna að vinna titla sendir inn umsókn, þá þurfi Brendan okkar að fara að leyta sér að nýrri vinnu. Alltjént, í heildina hefur þessi vetur ekki verið boðlegur. VIÐ eigum betra skilið!
Sælir félagar
Ég er sammála Diddanum. Við stuðningmenn liðsins til margra áratuga eigum betra skilið. Miklu miklu meira og betra en að hjakka í þessu fari stöðnunar og hugmyndaleysis, miklu meira og betra en þetta.
Það er nú þannig.
YNWA
Að bekkja Sterling eða ekki…þar liggur efinn. Þetta er nú einu sinni okkar besti leikmaður.
Hvað hefði t.d. gerst ef Sterling væri á bekknum og leikurinn hefði tapast svona? Þá er líklegt að himnarnir hefðu opnast af reiði út af því að spila ekki stráknum. Töff val.
En ef Brendan á að fá að halda áfram með LFC verður hann að læra hratt og mikið á stuttum tíma. Taktískt er hann langt að baki bestu stjórunum enn sem komið er. Þetta gengur ekki svona fjórða árið.
Hvað er að ykkur. Staðreyndirnar eru á tæru. Við erum með fimmta hæsta launapakkann, og fimmta dýrasta liðið sem þýðir einfaldlega fimmta sætið í deildinni. Svona hefur þetta verið árum saman og ekki oft sem að útaf þessari reglu bregður. Það er ekki hægt að vera með fimmta besta liðið á pappírunum og ætlast til að lenda í öðru sæti í raunveruleikanum.
Svo allt tal um að reka BR dæmir sig sjálft.
Geta menn nú hætt að mæra Lucas Leiva? Og ekki meiri statistík um sigurleiki með hann í byrjunarliðinu. Runnið sem liðið var á eftir áramót var hann stærstan hlutann meiddur.
Skelfilegur leikur og allt það.
Samkvæmt umræðunni hér á síðunni var þetta lið okkar eitt besta lið Englands fyrir leikinn gegn United, það átti ekkert að stoppa þetta lið í að komast í CL á næsta tímabili, Brendan Rodgers var snillingur, kaup sumarsins voru farin að sanna sig og svona mætti lengi telja.
Núna erum við búnir að tapa 2 leikjum í röð, gegn United og Arsenal, bæði lið sem eru fyrir ofan okkur í töflunni, byrjunarið Liverpool laskað í báðum leikjum og þetta eru einu deildartöpin frá því í desember, núna er apríl.
Liðið er, samkvæmt umræðunni hér inni, orðið skelfilega lélegt, Brendan Rodgers er orðinn að einhverjum amatör, kaup sumarsins hver öðru vitlausari og svo framvegis.
Plís ekki vera svona barnalegir, haldið niðrí ykkur andanum og takið þessu tapi. Það er greinilega einhver pirringur innan herbúða liðsins og það sem liðið þarf er stuðningur frekar en þessi ofurneikvæða umræða sem virðist hertaka allar síður tengdar Liverpool og allar fréttir tengdar liðinu. Ég nennti ekki að lesa öll kommentin því ég var kominn með nóg.
Bíðum bara spenntir eftir næsta leik og vonum að við getum þá farið að tala um hvað Brendan Rodgers er mikill snillingur, hvað Liverpool er fáránlega gott fótboltalið og að ungu strákarnir sem voru keyptir í sumar eiga bjarta framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Rodgers á hrós skilið fyrir að fara á heimavöll Arsenal og reyna að vinna. Leikurinn hefði hugsanlega endað öðruvísi ef Liverpool hefði komist í 0-1.
Fjórða sætið fór þegar við töpuðum heimaleiknum gegn United.
Koma tímar koma ráð.
Þetta er einfalft: Gæðainnkaup skila sér betur en magninnkaup.
Styrmir GUnn #59 segir þetta í fáum orðum. Ég man eftir útvarpsþættinum fyrir ManU leikinn þar sem pennar þessarar síðu segðu að þeir myndu ekki vilja neinn leikmann frá ManU, við værum með betri í öllum stöðum. Þvílíkar ranghugmyndir. Leikmannahópurinn í besta falli sá fimmti besti í deildinni.
Það sem Doremí #61 sagði ????
Sælir félagar
Það er margt til í því sem Doremí segir. Við förum í hæstu hæðir eftir vinningsleiki og niður úr öllu valdi eftir tapleiki. Það breytir samt ekki því að BR hefur fallið á nokkrum prófum í vetur og framherjavandamálin verður að skrifa á hann. Hjá því verður ekki komist. Bæði LvG og AW hafa hýtt hann opinberlega í taktískum málum og reyndar opnaði Monk þann pakka í leiknum við Swansea.
Allir þessir stjórar áttuðu sig á veiklekum kerfisins sem BR spilar og hvernig átti að nýta sér þá. Monk var í reynd afar óheppinn að vinna ekki BR í þeirra taktísku átökum og Galarinn og Wenger gerðu það vegna þess að þeir höfðu nægileg gæði í leikmannahópnum til að klára dæmið. BR kemur aftur á móti inn í leikina við MU og Arsenal gersamlega blankur á hugmyndir til að vinna þá leiki.
Það má ef til vill segja að plan B hafi farið þegar Gerrard lét reka sig útaf en BR átti samt að vera búinn að bregðast við áætlunarferðum MU upp kantana og þó sérstaklega hægra megin þar sem Moreno réð ekki neitt við neitt frá fyrstu mínútu leiksins. Þegar liðið spilar heilan hálfleik á heimavelli við mistækt lið eins og MU og fær eitt færi allan hálfleikinn þá á stjórinn að vera búinn að bregðast við áður en hálfleiknum lýkur. Það hefðir ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið 1 – 3 fyrir MU í leikhléi miðað við færin og var það Minjo og einskærri heppni fyrir að þakka að svo var ekki. Að tapa leiknum við MU var skandall og samverkandi þættir BR og Gerrard sem fóru með þann leik.
Hvað Arsenal leikinn varðar þá datt BNR geinilega ekki í hug að Wenger hugsaði. BR klikkaði þar all svakalega á því að breyta taktik sem allir stjórar sem hafa einhvern fótboltahaus og mannskap til verka munu éta hann í. Uppstillingin á liðinu var líka með þeim hætti að hún var í besta falli umdeilanleg og í versta falli bull. Uppsetningin á leiknum (taktíkin) var eins og ég er búinn að benda á að mínu mati heimskuleg.
Það er nú þannig.
YNWA
LFC er med gott og efnilegt lid….Thad er bara vørnin sem er vandamal..Vægast sagt sløk..
Ekki góðir páskar hjá okkar mönnum. Ég vil þó minna á að þetta er ekki búið – nóg eftir í pottinum.. fyrir 2 umferðum munaði bara 2 stigum á Liverpool og united.. nóg eftir.. Þeir spila næst við City, Chelsea, Evrton, Palace og Arsenal.. good luck with that!
Það vantaði Skrtel, Gerrard, Sturridge er að stíga upp úr meiðslum og Sterling er ekki með sjálfum sér.
Varðandi Sterling þá hlýtur hann að gera sér gein fyrir því að það er ekki honum fyrir bestu að fara í stærri klúbb á þessum tímapunkti. Hann fær nóg tækifæri hjá Liverpool og verður mikilvægur þáttur í uppbyggingunni
Samàla dorimì. Veit samt ekki hvort sömuraddirnar eru á bá?um endunum lfc a?dàendur eru grí?arlega margir à íslandi og þa? gætu veri? a? rödd manna sem eru me? skipinu og ekki heyris hærri eftir þvì sem vi? á hverju sinni. Fyrir mèr vantar en miki? uppá ì þetta li? og þa? sást sèrstaklega í evròpu þa? skrifast miki? á ungan og òreyndan hòp bæ?i leikmenn og þjálfarateymi og jafnvel eignarhaldi? sem er reynslulaust a? reka fòtboltafelag ì evròpu. En aftur à móti er ég þolinmò?ur li?i? virkar ì algjörum molum nùna en sta?an er samt ekki svolei?is. Hef smá àhyggjur af agaleysinu og a? torres,suarez og jafnvel sterling og næstum gerrard yfirgàfufèlagi? ùtaf titlum e?a peningum? Hvort sem er þà ver?ur klúbburinn a? sko?a þa? verulega vel.
Manni finnst liðið vera fullkomið til að spila 4-2-3-1
Sturridge
Lallana Coutinho Sterling
E.Can Henderson
Moreno Sakho Skrtel Flanagan
Mignolet
Coutinho virðist vera fullkominn leikmaður til að spila í holunni. Við erum með frábæra vængmenn. Fullt af miðjumönnum. Bara einn nothæfan stræker að vísu og erum slappir í bakvörðunum (meiðsli Flanagan hafa kostað mikið finnst mér.)
Allir 3 sóknartengiliðirnir eru með mikla hlaupagetu og verða ekki sakaðir um leti. Sturridge er kominn tilbaka en Sterling getur leyst hann af eða Borini. Liðið var ekki slæmt fannst mér með þá í framlínunni.
Þetta er allavega my 2 cents hvernig liðið ætti að vera. Veit ekki hvort að liðið ræður við þetta, liðið var að leka inn mörkum með þessa uppstillingu og mér finnst það vera vegna þess að bakverðirnir eru slakir og sóknin steingeld en núna eru allir heilir og ég myndi vilja sjá þá prófa þetta aftur.
Það er alveg ótrúlegt að eigendur Liverpool hafi ekki nýtt tækifærið eftir síðasta tímabil þar sem við enduðum í 2. Sæti í deildinni og í CL að gera ekki samninga við leikmenn sem áttu lítið eftir af samning eins og Gerrard, Sterling og Henderson.
Þessi leikmannakaup uppá 117 m punda eru ekki uppá marga fiska og ættu þeir sem standa á bakvið þau að skoða sín mál vandlega.
Ef Liverpool tapar gegn Blackburn í næsta leik þá er þetta tímabil búið og uppskeran engin og klúbburinn komnir î bullandi meðalmennsku í 7-5 sæti í deild og enginn CL að ári.
Afhverju ætti einhverjir topp leikmenn að vilja koma til okkar þar sem við erum ekki í CL og getum klárlega ekki borgað laun sem aðrir eru að borga.
Klúbburinn var í góðri stöðu eftir síðasta tímabil en eigendur skitu gjörsamlega uppá bak og það á eftir að hafa slæmar afleiðingar sem lagast ekki nema að fá nýja eigendur sem eru tilbúnir að spila þennan leik sem þar til að bestir.
Þetta er ofureinfalt. Stefna eigenda okkar gengur ekki upp. Til þess að keppa við ofureyðslu City, Chelsea, Man Udt og nú Arsenal þá verða að koma inn nýjir eigendur eða þessir að girða sig í brók.
Liverpool hefur engan verslað á kaliber Di Maria, Costa, Fabregas, Sanchez, Özil eða þá allra City spaðanna.
Okkar kaup eru svona “næstum því, gætu orðið” og jú ef Can, Markovic verða topp leikmenn þá enda þeir hjá stóru liðunum. Ef hlutirnir breytast ekki.
Sorry þetta er reality.
Menn tala um að Rodgers hafi eytt í sumar…+ 100m í 6-7 menn… En seldum besta langbesta leikmann PL á 70+
Virkar ekki.
Förum í að vera besta lið landsins ( ja vorum betri en City í fyrra, klúðrum titli) í það að vera lið sem er að berjast um Europa League sæti. Staðreynd.
Munar svona mikið um Suarez. Já. Svona leikmenn gera gæfumuninn. Hvar væri United án De Gea eða Rooney.
Hvað eru margir world class leikmenn hjá Liverpool í dag sem myndu ganga í byrjunarlið Chelsea….City…..Sem dæmi?
Enginn. Það er veruleikinn.
Annaðhvort breytast áherslur eða við förum bara að sætta okkur við þetta. Þýðir ekki að gera sér vonir á þeim forsendum sem Liverpool FC er rekið
daginn strákar
ég vil nú bara benta BR mönnum á það sem eru að tala um að aðeins tveir leikir tapast þá verði allt vitlaust. Við eigum að gefa kallinum séns vera rólegir og allt það ,en þið sem eruð að segja þetta þá langar mig að spyrja ,hvenar byrjar deildin hjá ykkur ? ælli það sé á sama tíma og BR í des og standi bara yfir í fjóra mánuði ?? eða hvernig er með meistaradeildina bikarkeppninar (nema nuna erum enn í einni eftir mikla heppni í síðasta leik þar) og svo við tölum ekki um evrópudeildin ? eru þið virkilega ánægðir með gengið þar er þetta virkilega þar sem ykkur finnst að LIVERPOOL á að vera?? Að detta útur öllum kepnum á met tíma vera sér svo algjörlega til skammar . Eru þið virkilega ánægðir með þetta ???
Ég hef sagt það oftar en ég get munað að ég vonaði svo sannarlega að ég hefði ragnt fyrir mér með þennan mann ,vonað að hann væri rétti en því miður er hann það ekki að mínu mati og því miður eins leiðinlegt það er þá finnst mér nauðsinlegt að fá annan (hef reyndar alltaf fundist það frá fyrsta deigi hann var ráðinn) og ég er á því að því fyrr sem það verður gert og fengin einhver með sigurreinslu á bakinu því betra verður það fyrir klubbinn
Gleðilega páska strákar mínir og munið
YNWA
Tek undir með 72.#
Þessi þrjú tímabil sem Rodgers hefur verið með liðið hefur það verið skelfilegt fram að áramótum. Ef menn sætta sig við að liðið byrji að spila almennilegan fótbolta í lok árs þá þurfa menn að átta sig á því og sætta sig við að ná aldrei langt í meistaradeildinni því hún einmitt hefst fyrir áramót. Hvernig stendur á þessu hjá þjálfaranum?
Margir áhugaverðir punktar hérna.
Nokkrar pælingar hér:
1) Það er að mínu mati glórulaust að tala um að reka BR. Efnilegur og flottur þjálfari sem á þó enn margt ólært. Hann hefur samt hæfileikanna og á bara eftir að verða betri.
2) Við erum með fullt (sennilega of mikið) af efnilegum strákum sem margir geta hugsanlega orðið stórstjörnur. Okkur hins vegar sárlega vantar fleiri fullmótaða sterka reynslubolta á aldrinum 25 – 28 ára. Þetta eru auðvitað leikmenn sem svo sannarlega eru ekki á lausu og kosta fullt af peningum. Með öðrum orðum, við erum með of mikið af 10 – 20 milljón punda leikmönnum en of lítið af 40+ milljón punda leikmönnum. Þú nærð ekki top 4 í bestu deild í heimi með eingöngu efnilegum leikmönnum.
3) Í ljósi þeirrar staðreyndar að við verðum ekki í top 4 þá hef ég talsverðar áhyggjur af því hvort við náum að halda okkar bestu leikmönnum, Coutinho, Henderson o.fl. Er þegar búinn að afskrifa Sterling. Klúbburinn er klárlega að missa af miklum peningum með því að missa af top 4. Hvaða áhrif mun það hafa á leikmannakaup og getu eigenda til að lokka til sín stórstjörnur fyrir næsta tímabil?
Sæl öll,
Það er langt síðan að Liverpool varð “feeder club”. Það er langt síðan að Liverpool datt út úr myndinni hjá stærstu leikmönnunum. Stuðningsmenn ættu fyrir löngu að vera búnir að átta sig á þessu. Það hjálpaði Liverpool ekkert síðasta sumar að vera í CL þannig að allt tal um að það verði erfitt að fá gæða leikmenn eftir þetta tímabil er ekki rétt. Ef Liverpool ætlar að eignast “top class player” verða þeir að kaupa “potential” á meðan ekki er búið að festa klúbbinn í sessi sem CL klúbb. Það er erfitt að horfa upp á þetta en svona er raunveruleikinn. Ef það er BR sem er svona kaldur að gefa ungum mönnum tækifæri á að spila þá á hann að fá tíma til að læra á það að stýra klúbbi með sögu sem vill ná lengra. Núverandi tímabil ætti að hafa verið ein stór kennslustund fyrir BR. Ef að BR er neyddur af eigendum að nota unga leikmenn, þá þarf mjög gott njósnakerfi og MJÖG góðan þjálfara á yngri stigum til að viðhalda árangri. Hefur teymið hans BR fundið og fengið til Liverpool einhverja unga leikmenn á undir 1M sem eru á svipuðum stalli og Sterling var á sínum tíma? Liverpool er aldrei að fara kaupa fáa og dýra leikmenn í sumar, það verður engin breyting á stefnu eigenda í þeim málum. Þið sem efist um BR, hver viljið þið í staðin sem þið eruð svona vissir um að vilji vinna í því umhverfi sem Liverpool býður?