Aston Villa 2 – Liverpool 1

Hef þá frábæru gleði að skrifa um þennan mesta low-point á vondu tímabili. Þá bara það…

Byrjunarliðið…

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Markovic – Henderson – Allen – Moreno

Gerrard – Sterling – Coutinho

Lucas meiddist í vikunni og því var þetta að mínu viti töluvert djarft. Enda stútuðu Villa okkur fyrstu 20 mínúturnar og Rodgers breytti í þetta kerfi:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Allen
Markovic – Gerrard – Coutinho

Sterling

Við náðum smá gripi á leiknum og Coutinho kom okkur í 0-1. Benteke jafnaði svo fimm mínútum síðar eftir barnalegan varnarleik hægri vængs og djúpa miðjumannsins Allen. Villa hélt áfram tökum á leiknum en í hálfleik var staðan 1-1.

Allt liðið að spila illa, Markovic verst fannst mér og Rodgers var mér sammála, setti Balotelli inná, færði Gerrard í dýpið þar sem Allen hafði verið kokgleyptur í 25 mínútur og liðið þá svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard
Sterling – Allen – Coutinho

Balotelli

Hörmungin hélt áfram, Fabien Delph gerði sigurmarkið eftir 55 mínútur eftir enn einn ömurlegan varnarleikinn en það sem eftir lifði var lítið í gangi hjá okkur þangað til á 89.mínútu að Gerrard átti frábæra sendingu á Balo einan í gegn sem var flaggaður rangstæður, alveg kolvitlaust.

Leiktíminn liðinn og við höfum lokið öllum keppnum, líka um 4.sætið efti sigur City í dag. Og það er 19.apríl. Vei.

Lovren var skástur og fær minn “maður leiksins”.

Leikmenn dagsins

Í einu orði sagt var enginn leikmaður með hausinn á sér fyrstu 80 mínúturnar. Mest er hrópað á Gerrard, enda vinsælt, en einu mennirnir sem mér fannst eiga skilið að fá laun fyrir fyrri hálfleikinn væru Mignolet, Skrtel og Lovren. Emre Can og Moreno voru vængjahurðir. Allen og Hendo voru yfirspilaðir inni á miðju, fyrir framan þá voru litlausir Gerrard, Sterling og Coutinho. Markovic var “totally out of his league” í dag.

Seinni hálfleikurinn var litlu skárri og eftir þessa frammistöðu er hægt að velta miklu upp um leikmennina. Coutinho týndist fullkomlega eftir 25 mínútur. Gat ekkert eftir það. Sterling var heldur verri ef eitthvað var. Í þessum tveimur á framtíð okkar að vera falin en það var ekki að sjá í dag. Ég læt öðrum um að ræða um Gerrard og ætla ekkert að verja hans frammistöðu þó hann hafi svo komist næst því að jafna þegar bjargað var á línu frá honum og hann átti að fá stoðsendingu fyrir jöfnunarmark. En eftir daginn er hans tími liðinn og ekki ástæða til að velta því svo mikið upp ef þið spyrjið mig.

Hendo er framtíðarfyrirliði en hér brást hann. Var ásamt Allen algerlega offline í byrjun og náði sér aldrei á strik…nokkuð sem ekki má verða hans framtíð takk með bandið. Margir glöddust að sjá Emre Can fá sénsinn frekar en Glen Johnson. Ég var ekki einn af þeim og því miður kom það í ljós sem ég hræddist, hann er ekki mikill varnarbakvörður, ekkert frekar en Moreno.

Mér hefur fundist þessi FA-bikarkeppni hver dapurleikinn eftir annan. Fyrir utan C.Palace hefur liðið ekki ráðið við baráttuna og grimmdina sem þarf til að vinna þessa keppni og í dag voru nægileg gæði hjá andstæðingnum til að klára okkur. Ég veit við erum með ungt lið – og það sást heldur betur í dag – en til að vinna titla þá verðurðu að vera tilbúinn að berjast til síðasta blóðdropa. Það sá ég ekki í dag. Og þá á maður skilið að tapa bikarleik.

Stjórinn

Ég sagði í síðasta podcasti og stend við það að það er heitt í stól Brendan Rodgers og það hækkaði töluvert í dag. Hann er númer tvö í minni ábyrgðarröð í dag. Gæðaleikmenn eins og okkar eiga ekki að fá að benda á bekkinn þegar þeir gera upp á bak og þeir verða að taka á því ábyrgð.

Hann ákvað að fara í 3-4-2-1 kerfið þrátt fyrir að hafa verið í vanda með það…og það voru mistök. Þau leiðrétti hann áður en allur skaðinn var skeður en þá með því formi að búa til bakvörð úr miðjumanni og vera með veika miðju. Ég fullyrði að Johnson hefði verið betri kostur í bakverði heldur en það að hafa Can á þeim stað og þau mistök verður Rodgers að kvitta undir.

Markovic er efnilegur leikmaður og allt það, er örugglega að standa sig vel á æfingum. En það að gefa honum enn einn sénsinn og þurfa að leiðrétta það í hálfleik er vont fyrir þá báða…og stjórinn þarf að taka ábyrgð á því auðvitað alveg eins og þegar taktíkin hans gengur upp.

Skiptin í hálfleik voru fín en mér fannst hinar skiptingarnar koma alltof seint. Allen í AM-C er ekki einu sinni skynsamlegt gegn neðri deildarliði, hvað þá í 30 mínútur á Wembley og að Lambert fékk 4 mínútur var merki um kjarkleysi. Þetta á að gerast fyrr ef þið spyrjið mig.

Ef að Liverpool FC “tankar” núna þessu tímabili er það mín spá að Rodgers verði rekinn. Hans bíða nú 6 úrslitaleikir þar sem hann þarf að sýna það að hann geti tekið liðið upp úr enn einum öldudalnum.

Klúbburinn

Vont tímabil er að klárast. Að öllu leyti skref til baka eftir daginn. 5. – 7.sæti í deild og tvenn undanúrslit er ekki ásættanlegt.

Ég veit ekki hversu mikið félagið stjórnar leikmannamálum og hversu mikið stjórinn. En það er alveg ljóst að næstu skref eru mjög skýr. Ef taka á skref inn í þessa stóru þá þarf að hætta að kaupa unga menn eins og Markovic, Moreno og Can en fara í menn eins og Benzema, Dani Alves og Ribery. Menn sem tryggja þér sigur í slíkum leikjum og “frjósa” ekki á Wembley. Eins og sjá hér að ofan.

Hver er leiðin til þess að fá slíka menn? Auðvitað að eiga fyrir þeim og sennilega höfum við það ekki…og það verður alltaf spurning hvort að menn fara í þann fórnarkostnað að skipta um allt baklandið, Rodgers og hans fólk…því það kostar peninga!

Samantekt

Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig félagið tekur á enn einu úrslitatapinu þessa síðustu 12 mánuði.

Fyrir réttu ári töpuðum við gegn Chelsea í leik þar sem við vorum númeri of litlir. Á þessu tímabili hafa Basel, þá Chelsea og nú Aston Villa slegið okkur í jörðina í slíkum leikjum. Það er sko bara engin einasta tilviljun, ekkert frekar en það var tilviljun að Dalglish kláraði þessa leiki á meðan að hann átti erfiðara með minni leikina.

Það sást greinilega líka á vellinum að þögull Scouseraherinn er í sömu sárum og við.

Mér finnst algerlega ljóst að við þessum vetri þarf að bregðast við á allt annan hátt en þeim síðasta.

Sú breyting þarf að hefjast á morgun…því þessi Wembleyferð var að mínu mati leikmönnum, þjálfarateymi og klúbbnum okkar til skammar.

Nota uppáhaldsorðið hans Souness.

Disgraceful!!!

155 Comments

  1. Hey, það eru 10 mínútur eftir og okkur vantar nauðsynlega mark til þess að komast í úrslit F.Á cup. Best að vera ekkert að henda fleiri sóknarsinnuðum mönnum inná fyrr en allaveganna á 90 mín. -B. Rodgers.

    Rodgers hefur ekki eistun til þess að vera stjóri Liverpool.

  2. Þvílíkt andleys, rosalega var þetta lélegt hjá okkar mönnum. Furðuleg skipting hjá Rodgers í uppbóta tíma. Svona er þetta, Villa langaði meira í úrslitaleikinn og þess vegna eru þeir þar en ekki Liverpool

  3. Mikið er nú stundum yndislegt og upplífgandi að halda með Liverpool.
    Ég auglýsi eftir liðinu síðan í fyrra sem pressaði mótherjann upp um allan völl, og hljóp úr sér lungun til að vinna leiki.

  4. Hausar verða að fjúka fyrir svona frammistöðu,algjörlega óafsakanlegt!!!

  5. í alvörunni talað rodgers setur inn sóknarmann þegar það er 30 sek eftir af leiknum ? það er skipting sem átti að koma á 70 min og þetta er bikarúrslitaleikur afhverju fóru ekki allir leikmennirnir inní vítateig aston villa og ef þeir hefðu tapað 4-1 þá væri ég sáttari við það heldur en þetta andleysi gegn ömurlegasta liði deildarinnar. Sterling var hörmulegur og gerrard í guðanna bænum hunskastu til la galaxy kallinn minn þetta er búið hjá þér og það fyrir löngu :/

  6. Er ekki Klopp enn á lausu? …ekki boðlega frammistaða og miklu betra liðið vann….

  7. Þetta klúðraðist eins og við var að búast. Við að hugsa um að vinna bikarinn fyrir Steven Gerrard til að kveðja hann á meðan andstæðingarnir börðust fyrir hvorn annan og uppskáru eftir því. Þetta tímabil er stórslys frá A-Ö. Jafnvel þó að hinni þekktu Liverpool rómantík sé beitt til að fegra það.

  8. Fer frekar í 5 ára uppbyggingu enn og aftur frekar en að verða vitni að svona skitu í öllum leikjum sem skipta einhverju máli!!!

  9. Ég er algjörlega helgaður #RodgersOut vagninum og vonast eftir stjóraskiptum núna í sumar. Ekkert nema hræðsla og hreðjaleysi hjá honum að taka ekki slakasta mann leiktíðarinnar útaf og við ættum að stökkva á Jurgen Klopp við fyrsta tækifæri.

  10. einu skiptin sem liverpool vinnur einhverjar dollur er þegar ég er að spila fifa 15…..

  11. Við fáum ekkert Klopp ef að Rodgers fer. Held við myndum frekar fara í mann eins og Gary Monk hjá Swansea. Þannig er stefnan einfaldlega hjá klúbbnum.

  12. couto var meira sjàanlegur í fyrri og um lei? og villa ná?i a? loka betur á hann þá er hugmyndarfræ?i sòknarleiks lfc farin. Liverpool ver?ur a? vanda vali? vel fyrir arftaka gerrard sem vir?ist gjörsamlega bensínlaus

  13. Daglish tilbaka, eða RB. Rodgers kemur þessum klúbb ekki lengra en í 5-6 sæti.

  14. Maður er bara orðlaus eftir svona auma frammistöðu. Ekkert hungur, engin pressa, engar hugmyndir. Ég var búinn að afskrifa að Klopp kæmi sumar en mér er farið að snúast hugur. Brendan up your game!

  15. jákvæði punkturinn þið sem haldið að ég sé að grínast þá fannst mér balotelli gera ýmislegt í þessum leik og ég ætla að velja hann mann leiksins ásamt coutinho

  16. Villa voru betri í a.m.k. 70 mínútur og verðskulduðu þennan sigur. Vantaði allt intensity í Liverpool þangað til í blálokin. Miðjan hjá AV virkaði líka mikið, mikið betur. Okkar miðja var lítið að gera fyrir vörnina – eða sóknina.

  17. Aðeins tvennt í huga mér þessa stundina:
    1. Hörmulegt tímabil er nú á enda.
    2. Brendan Rodgers er ekki með ‘etta.

  18. Sælir félagar

    Mér þætti gaman að hitta þann mann í holdinu sem hefur eitthvað gott um þennan leik að segja. Um stjórann sem getur ekki unnið leiki þar sem eitthvað er undir, um fyrirliðann sem var á jogginu allan leikinn, um uppleggið sem var að liggja til baka og verjast í 85 mínútur og um frammistöðu allra, ég endurtek allra leikmann frá a til ö.

    Það er magnað að horfa uppá það að úrslitaleikurinn hefði orðið kveðjuleikur Gerrards en samt var frammistaða stjórans, fyrirliðans og liðsins alls var með þeim hætti að greinilegt var að Aston Villa liðið vildi þetta miklu meira og lagði sig miklu meira fram, sótti miklu meira og varðist miklu betur og átti miðjuna mikinn meirihluta leiksins. Þetta býður aðeins uppá eitt. TAP.

    Það er nú þannig

    YNWA

  19. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um þennan leik en ég ætla samt að gera það(smá meðferð)

    Liðið var gjörsamlega skelfilegt í þessum leik.
    Það er eiginlega ekki hægt að taka einn eða tvo og kenna þeim um þetta tap, allt liðið ætti að skammast sín.
    Mignolet hafði ekki mikið að gera og verður ekki kennt um mörkinn en einhverntíman hefði hann bjargað okkur.
    Vörnin var alveg hörmuleg
    Miðjan ekki með
    Sóknarleikurinn ekki til staðar.

    Rodgers og félagar fá 0 í einkunn fyrir þennan leik. Það gekk ekkert upp hjá liðinu í dag. Liðið byrjaði á að verjast aftarlega og gaf það Aston Villa sjálfstraust með boltan og leyfðu þeim að stjórna leiknum(Liverpool á aldrei að láta Aston Villa stjórna leik).
    Liverpool skorar gegn gangi leiksins og Aston Villa jafnar skömmu síðar.
    Í síðarihálfleik á að breytta aðeins til og Balo kemur inná og átti hann nokkur ágæt tilþrif en liðið fékk á sér mark og lítið gerðist það sem eftir lifði leiks. Tvö skallafæri og leikurinn búinn og Aston Villa hættulegri.

    Liðið tapaði baráttuni, var ekki með vilja og taktíkst gerðist ekkert = lélegasti leikurinn sem liverpool hefur spilað á tímabilinu.

    p.s það sem gerist eftir svona leik er að menn fara að kenna Gerrard um þetta afþví að menn voru að fylgjast vel með honum. Gerrard var gjörsamlega skelfilegur en það voru líka nánast allir samherjanir hans líka og því ósangjart að taka hann bara út úr því dæmi.

  20. En einn úrslita leikurinn sem Brendan nær ekki að mótivera liðið.
    Ég er orðin saddur á honum og glasið gjörsamlega orðið tómt.

  21. #14. Hann náði öðru sætinu í fyrra þannig ég skil ekki hvert þú ert að fara með þetta

  22. Brendan R virðist ekki höndla að stýra liðinu þegar eitthvað er undir enda hefur Liverpool tapað öllum leikjum undir hans stjórn þegar eitthvað er undir. Það má örugglega skrifa á reynsluleysi en mér finnst óafsakanlegt að setja varnarmann inná í stöðunni 2-1 einnig er það lögreglu mál afhverju SG fékk að klára þennan leik. Skil reyndar ekki afhverju hann fékk að byrja yfir höfuð.

  23. Þetta var ekki nógu gott. En það skiptir ekki máli því við hefðum aldrei unnið Ars í úrslitum. Betra að tapa núna heldur en í úrslitaleiknum.

  24. Líkar alveg frekar vel við Rodgers en árangur talar. Bikarlausir og utan topp4 á klárlega að þýða brottrekstur.

    Spurning hvort það sé hægt að græða peninga á svona metnaðarleysi ef launakostnaður er klipptur nægilega mikið með sölu bestu leikmanna hvert ár. Gætum líka endurskilgreint þegar útvíkkaða bikarskilgreiningu Wengers og unnið topp10 bikarinn. Þá ættu bæði við og eigendur að vera himinlifandi með þetta lið okkar á hverju ári.

    Bjart framundan er það ekki?

    Getum við samt í alöru bara farið að fá einhvern sóðalega ríkan til að koma þessu af stað. Algjörlega gagnslaust að trúa á einhverja bölvunarafléttingarkrafta núverandi eiganda. Ég veit ekki með ykkur en ég vil mikið frekar eigendur sem geta keypt Rooney á 100m bara til að henda honum í varaliðið og vera leiðinlegir en einhverja sem ætla að reka gott fyrirtæki.

  25. Það getur allt gerst í bikarleik. Stundum fellur þetta með manni og stundum ekki. Stolur af mínu liði eins og alltaf.

  26. Það er bara málið með þessa taktík hans Rodgers – það þýðir ekkert hálfkák. Til að hápressan virki þarf a.m.k. fimm menn framalrlega á vellinum + vængbakka sem þola hápressuhlaup, eru snarpir, aggressívir og kommittaðir í dæmið. Ef liðið er ekki í stuði eða 1-2 tilheyra annarri tegund leikmanna (Balo, Gerrard í dag, Lambert o.s.frv.) dettur botninn úr þessu, það verður allt of auðvelt að spila sig í gegnum pressuna og spilamennskan verður hvorki fugl né fiskur.

    Í dag var það einhver blanda af andleysi (eða of háu spennustigi) + Gerrard þungur, + Sterling er ekki senter + Henderson hverfur með Gerrard á vellinum + okkur vantar alvöru hreyfanlegan og aggressívan senter.

    Að minnsta kosti var liðið mjög ósannfærandi taktískt, það hafði engin tök á leiknum og maður sá engar góðar uppspilsleiðir fyrr en síðustu 5 mínúturnar.

    Bikarúrslitaleikur hefði verið frábært veganesti fyrir þennan unga hóp á næstu árum, hvað þá titill. Nú stefnir allt í að þetta tímabil verði óumdeilt skref afturábak og spurningamerkin sem umlykja liðið, stóra planið, Rodgers, Sterling, Henderson o.fl. stækka, sem gerir okkur erfiðara fyrir að fá inn leikmenn af því tagi sem við þurfum á að halda.

    Mikil vonbrigði.

  27. Andlaust, taktlaust og engan veginn boðlegt fyrir klúbb eins og Liverpool! Við áttum eitt gott síson sem var nær eingöngu einum manni að þakka, LS ekki Brendan! Þetta er ekki á neinni leið. #RodgersOut #KloppIn

  28. Sælir aftur

    Ekki að það skipti máli en 150 þús punda maðurinn var svo lélegur að 30 000 pund eru 30 000 pundum of mikið í laun fyrir hann. Ekki að hann hafi svo sem skorið sig neitt úr liðinu hvað frammistöðu varðar en hann vill meiri pening og þá viljum við meiri gæði fyrir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  29. við hverju búast menn, klúbburinn rekinn eins og saumaklúbbur…við þurfum stjóra með”pung” sem þorir að stíga fram og hrauna yfir menn sem drulla á sig , henda mönnum út og fl. En ekki bíða leik eftir leik að eitthvað lagast. alltof mikil væmni í gangi hjá þessum klúbb….þarf að ala liðið upp á hræðslu !

  30. Sæl öll,

    Enn og aftur andleysi í stórum leik. Liverpool voru algerlega núllaðir út á miðjunni. Mjög leiðinlegt að svona skildi fara en á þessum degi vann klárlega betra liðið. Aston Villa voru klárir í slaginn en svo virðist sem BR reyni að hægja á öllu í stórleikjum. Niðurstaðan upp á síðkastið er að Liverpool er á einhverju joggi og dúttli í öftustu línu en andstæðingurinn á fullu. Ég verð að vera heiðarlegur og segja að ég hef meiri trú á Klopp en BR og ef hann er í boði að þá finnst mér að það eigi að skipta út stjóra. Ef ekki að þá veit ég ekki um neinn betri og er á lausu en BR til að stýra skútunni.

  31. Er Brendan Rodgers rétti maður í nýtt uppbyggingarstarf sem hefst í sumar hjá Liverpool eða á að gefa öðrum manni stýrið? Með brottför Gerrards, Johnson, Sterling?, Balotelli, Borini, Kolo? og ásamt hugsanlega fleiri í sumar, er kannski rétta mómentið að skipta um stjóra eða á Rogers og nefndin að fá annan séns, aðrar 75 kúlur til að spreða?

  32. Brendan Rodgers, Jurgen Klopp eða Rafael Benitez? Hverjir aðrir eru á lausu?

  33. Ég tek það fram að ég hef aldrei viljað BR út fyrr en eftir þennan leik, þetta fyllti mælinn hjá mér.

  34. ég var í djúpum pælingum fyrir utd leikinn sem var fyrir 3 vikum og þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki einn þjálfari í heiminum sem ég væri til í að skipta út fyrir rodgers mourinho spilar hundleiðinlegum bolta og er hræsnaradjöfull, guardiola er ekki jafn góður þjálfari og menn halda ég gæti stýrt bayern til sigurs í þýsku deildinni, Jurgen klopp sat þá í 15 sæti í þýsku deildinni, gary monk er i miðju moði sá hann nefndan hérna fyrir ofan og vann ekki leik í 3 mánuði í deildinni. wenger,lvg,benitez og þessir kallar verða komnir á elliheimili eftir 2 ár. Martinez er búinn að hvellskíta upp fyrir hnakka. Rodgers er eini stjórinn sem ég sé koma til greina sem er ungur (efnilegur) sannaði það í fyrra með að rúlla yfir deildina og taka annað hvert lið 5-1 og var 2 stigum frá titlinum eins og þið allir vitið. Þetta tímabil hefur bara failað hvort sem það sé óheppni eða einhvað annað þá getiði fundið útur því sjálfir hverju eða hverjum þið viljið kenna um það

  35. Sælir

    Nenni ekki að eyða mörgum orðum á þessa frammistöðu. Glasið enn hálffullt hja sumum?
    Þarf ekki mikinn speking til að sjá að þetta lið getur ekkert miðað við nuverandi leikmannnahóp.
    Vantar 4-5 klassa leikmenn til þess í þetta lið. Afhroð i vetur á öllum vigstöðvum

  36. Ancelotti líklega laus í sumar ef hann vinnur ekkert með Real. En það er ekki séns að eigendur hafi metnað í slíkt.

  37. Til þeirra sem eru ennþá að grenja yfir að Lfc hafi ekki gert nóg til að halda Gerrard.
    Leikurinn er endursýndur í kvöld á stöð2sport2.
    Anfield south my ass!!
    #núnaertímabiliðbúið

  38. liverpool lenti í öðru sætinu í fyrra bara út af suarez,ekki út af einhverri snilldartaktík hjá rodgers.ég vil meina að það var sannað í eitt skipti fyrir öll í dag.ég hef sjaldan séð jafn mikið áhugaleysi og vesældóm hjá þessu liði,og sanniði til BR.kemur í viðtal og verður bara mjög ánægður með allt saman og fer að kaupa unglinga og efnilega leikmenn sem verða einhverntíma góðir af því að hann fattar ekki að hann góða fullorðna leikmenn sem geta gert eitthvað strax.!!!ef þið haldið öðru fram þá vil ég fá af lyfjaglasinu ykkar.

  39. spáið aðeins í þessu fyrir 3 leikjum síðan voru allir svífandi á bleiku skýji og liverpool var eina liðið í evrópu sem var ekki búið að tapa leik svona er þetta fljótta að gerast

  40. Óska Villa mönnum til hamingju.
    Lið þeirra sýndi hungur og þrá, og það var alltaf hætta þegar þeir sóttu, miklu betra liðið vann.

    Allt sem Liverpool vantar er hægri bakvörð , vinstri bakvörð, miðjumann, djúpan miðjumann, framherja, markvörð og nýjan þjálfara þá gætum við verið komnir aftur með fínt lið.

  41. Stundum er talað um að stjórar “tapi klefanum”.

    Sá sem er búinn að “tapa klefanum” heitir Steven Gerrard. Eitthvað segir mér að BR geti ekki beðið eftir því að hetjan frá Istanbul fljúgi á vit ævintýrana í sólinni. Það er ekki séns í helvíti að SG hafi byrjað þennan leik á fótboltalegum ástæðum. Það er allt farið að snúast um það að hann sé að fara. Á meðan SG er í liðinu þá er einn maður í hópnum sem er stærri sen stjórinn, það skiptir engu hver sá stjóri er. Allt í góðu ef geta þess manns réttlætir stöðuna, og það hefur hún gert nánast allan feril SG hjá LFC, en ekki lengu. Ekki lengur…

    Ég er í rusli yfir því að skrifa svona um SG, algeru rusli. Staðan er engu að síður þannig SG er handbremsa á liðinu eins og staðan er í dag. Ég fyrir mitt leyti get orðið ekki beðið eftir því að þessi handbremsa verði tekin af, mig grunar að það séu flottir tímar í vændum, menn verða þó að halda haus og halda þessu verkefni sem er í gangi áfram. Þetta kemur allt.

    KOMASO!!!!
    YNWA

  42. Hvað hefur Gerrard gert á tímabilinu til að verðskulda sæti í byrjunarliðinu, hvað þá að spila allan leikinn? Gerrard hefði átt að fjúka út af fyrr en Markovic eða Moreno. Hversvegna var enginn framherji í byrjunarliðinu. Var stefnan að halda jöfnu og treysta á vítaspyrnukeppni? Ráðleysislegasti leikur sem Liverpool hefur spilað lengi!

  43. #43 hahahah allt útaf suarez ertu farinn í skallanum ? vorum að spila skemmtilegasta fótbolta sem ég hef séð liverpool spila frá upphafi og var það allt bara suarez enginn annar ? fyrir mér var þetta taktíkin hans rodgers

  44. Ef FSG er ekki tilbúnir að koma liðinu á þann stað að það gæti keppt við Chelski, Citu og ManU þá eiga þá annaðhvort selja Liverpool eða fá fleiri bakjarla til koma með pening eða t.d. fara svipuðu fórmúlu og Barce/Dortmund. Leyfa stuðningsmönnum kaupa stóran hlut í Liverpool.
    Byggja nýjan 60-70,000 manna völl og fjárfesta i topp leikmönnum i sumar. Það er ekki nóg segja #Rodgersout# ef næsti þjálfari þarf fylgja sömu moneyball aðferðinni.
    Staðann i dag er að Liverpool Football Club er bara einum of stórt félag fyrir FSG.

  45. #43 Hvar er sú taktík núna,væri gaman ef hún skyti upp kollinum þegar á þarf að halda???

  46. Mér finnst allt þetta tal um að liverpool tapi alltaf í stórleikjunum allgjört kjaftæði.

    Mig minnir að á síðasta tímabili vann liðið hvern stórleikinn á fætur öðrum. Já liðið tapaði fyrir Chelsea á heimavelli(eins og mörg lið gera gegn park the bus Chelsea) en fullt af stórleikjum á undan því sigraðir.

    Á þessu tímabili þar ekki að fara langt tilbaka til þess að sjá sigur gegn Man city um daginn sem var stórleikur og allt eða ekkert leikur. Hann vannst og stóð liðið sig mjög vel.
    Já liðið tapaði gegn Man Utd sem er að spila mjög vel og Arsenal sem er líklega það lið sem er að spila besta fótboltan á Englandi í dag. Þetta voru ömurlegtöp.

    Versta tapið er samt í dag gegn Aston Villa en til þess að komast þangað þá þurfti að vinna stóraleiki og það tókst.

    Hlutirnir eru ótrúlegafljótir að breyttast í fótbolta. Leyfum Rodgers og hans mönnum að klára tímabilið og skoðum svo hvað gerist í sumar í sambandi við leikmannakaup.

  47. Liverpool manager Brendan Rodgers: “We were very disappointing – Villa were much better than us. We were nervous for some reason, maybe when you want to win something so much perhaps it plays on your mind.

    “For a team with a lot of energy we has no energy today. It is disappointing that in another big game we didn’t show that courage. Villa did, they had good energy and are playing with a bit more freedom.”

  48. merkilegt með þessa kalla að ef ég fer í fótbolta á mánudegi og svo aftur á föstudegi þá er ég ekki ömurlegur í fótbolta á manudeginum en svo outstanding á föstudeginum skil ekki hvernig þetta gerist leik eftir leik.

  49. Mjög ánægjuleg frammistaða í dag. Þakkir fyrir þetta, eigendur LFC og Brodge. Það er klárt að mat þeirra á fótboltanum í dag þarf á verulegri upplyftingu að halda. Ef þeir virkilega halda að þeir geti komist upp með þetta plan sitt á leikmannamarkaðnum þá er ljóst að LFC verður ALDREI betra en það er. Það er allt í lagi að vera alltaf að reyna að finna næsta Ronaldo eða Messi en það á ekki að eyða öllum peningnum í það. Við þurfum leikmenn sem þurfa að stoppa uppí göt strax og það hefur ekki verið gert undanfarin tvö sumur (def midfield, sóknarmann/menn, bakverði, annan markvörð, annan skapandi miðjumann). Þegar þetta er ekki lagað þá verður LFC bara eins og það er. Ekkert spes. Það góða er samt það fyrir eigndur LFC er það að þeir græða samt nóg á þessu þar sem þeim finnst nóg að halda LFC uppí PREM til að fá TV peninginn árlega…….allavega finnst manni þetta hljóma þannig.

    Við getum gert grín að viðbjóðnum í Manchester en það sem þeir eru að gera er að fylla stöðurnar smá saman með leikmönnum sem geta eitthvað og þetta mun ná saman hjá þeim að lokum. Við náum ekki að kaupa EINN leikmann sem breytir miklu fyrir okkur…..allavega ekki síðan Coutinho og Sturridge voru keyptir.

  50. Sælir enn og aftur

    Ian Rush; liðið er búið að tapa báðum leikjunum við MU. Skítlá fyrir Arsenal, mun skítliggja fyrir Chelsea og er komið niður fyrir Tottenham. Leiðin liggur sem sagt niður á við. Mín spá 7. sæti. Mín ósk Rafa Benites

    Það er nú þannig.

    YNWA

  51. áttum við skot á markið fyrir utan markið ef ég fer að hugsa aðeins útí það ? fannst given vera 15 kg of feitur þarna í markinu

  52. Ég vill leyfa Rodgera klára timabilið og aðdáðendur eiga setja pressu á FSG. Hvað er planið ykkar i sumar og hvað framtíðarsýn ykkar. FSG hafa gert margt gott og landað góðum styrkjar samingjum fyrir Liverpool en virðast ekki hafa getuna að keppa við Chelski, Man City og fleiri lið.
    FSG á leyfa aðdáendur fjárfesta i liðinu með því selja 50% hlut i félaginu(Dortmund dæmið). Einfalt reikningsdæmi. Einn milljón bréf selt á genginuu 1000 pund þýðir einn billion pund. Þetta er nóg til hreinsa skuldir, styrkja hópinn og byggja state of the art leikvöll sem tekur 70,000 manns i sæti.

  53. Óásættanlegt og enn einu sinni beinast spjótin að Brendan Rodgers. Eitthvað hefur undirbúningurinn verið sérkennilegur hjá þjálfara sem skiptir 4 sinnum um leikkerfi í sama leiknum.

    Ég hef sagt það áður að lærdómskúrfan hjá Brendan er of flöt. Hann byrjaði tímabilið skelfilega en fann svo lausn til að stöðva markalekann sem LFC stríddi við.

    Vel gert hjá Brendan en síðan að aðrir þjálfarar fundu leið til að brjóta leikkerfi liðsins niður virðist karlinn ekki vita sitt rjúkandi ráð um hvernig á að setja upp leiki. Þetta smitar út frá sér til leikmanna að mínum dómi. Ég ætla ekki að taka neitt frá Villa en for crying out loud; þetta er Wembley og menn mæta til leiks án allrar sýnilegrar ástríðu.

    Hvað skal til bragðs taka? Brendan hefur hæfileika það er ekki spurning. Jafnvel mikla hæfileika. Spurningin er hvort hann ræður við verkefnið eða á þessum tímapuknti? Frammistaða liðsins í dag eru gífurleg vonbrigði og plain out embarrassment fyrir jafn stórt félag og Liverpool! Rodgers virðist með öllu staðnaður því miður.

    Nákvæmlega í dag líður mér þannig að ef þjálfari eins og Jurgen Klopp vildi taka við liðinu ætti að taka hann fram yfir Brendan Rodgers í sumar.

  54. Brendan Rodger má fara fyrir mér. Vantar allt killer instinct í þetta lið. Maður fær það yfirleitt aldrei á tilfinninguna að liðið komi til baka ef það lendir undir þó það gerist örsjaldan. Svo er það þetta fetish að tapa gegn skítaliðum sem er alveg að gera mann bilaðan! Ömurleg frammistaða frá fyrstu sekúndu

  55. Er reyndar ósammála því að fá Klopp í starfið.

    Hans fílósófía er búin að eiga afskaplega erfitt undanfarin misseri og hann hefur ekki náð að snúa sínu liði við, nákvæmlega sama kúrva og Rodgers er að díla við núna…vandinn í dag finnst mér ekki vera svo einfaldur að stjórinn einn sé málið. Þó vissulega #efinn sé orðinn stærri hjá mér en áður.

    Við þurfum að vita hver það er sem kemur í veg fyrir að reyndar súperstjörnur sem biðja um stóra launatékka fara annað og við endum á að kaupa “næsta þennan og hinn”…og bestu bitana hjá liðunum í 7. – 10.sæti í ensku deildinni.

    Ég sé ekki marga ná meira út úr þeim leikmannahóp sem við erum með…og ef að kaupastefnan er sú sama í sumar þegar reyndir leikmenn kveðja, þá er ég mjög hræddur um að það verði einfaldlega enn meira sig á liðinu næsta ár nema að menn setji alvöru upphæðir í kaup á stjörnum og borgi þau laun sem þarf.

    Ég sé okkur ekki spila þriggja manna vörn lengur…og í dag finnst mér hópnum vanta:

    1 markmann
    2 hægri bakverði
    1 vinstri bakvörð
    1 djúpan miðjumann
    1 skapandi miðjumann
    1 vængsenter
    1 senter.

    Allir þessir þurfa að vera tilbúnir, við eigum nægilegan efnivið. Þetta kostar meira en 100 milljón pund í innkaupum og alveg pottþétt launatékka upp á 1 milljón punda á mánuði.

  56. Mér fannst liðið deyja í seinni hálfleik. Sterling hvarf, Coutinho hvarf, ógnunin hægra megin eftir að Markovic var tekinn útaf óskiljanlega hvarf, Balotelli gerði ekkert í trilljónasta skipti.

    Brendan verður að fara ákveða hvernig hann ætlar að stilla upp hlutunum í sumar. Þetta gengur ekki svona.

  57. Hef ekki lesið skýrslu eða lesið athugasemdir og ætla fara í bað áður. Spurning hvort LIÐIÐ mitt mundi spila betur LAUNALAUST? Engin pressa? Spyr sá sem minna VEIT ????

  58. Ef Jurgen Klopp vill koma þá er það flott. En það eru mjög litlar líkur á því. Svo er kannski hægt að fá Frank de Boer en aftur þá efa ég það að hann vilji fara í lið sem er ekki í CL.

    Ef það á að reka BR þá er það lífsnauðsynlegt að fá betri mann í brúnna og ég er ekki viss um að sá maður sé á lausu. Kannski að fá Benitez til að koma liðinu aftur í deild þeirra bestu. Ég er ekki einu sinni fullkomlega viss um að hann yrði betri en Rodgers.

    Ég er alls ekki aðdáandi þess að reka þjálfara bara til þess að reka þá eins og alltof mörg félög virðast gera(og við gerðum eftir 08/09 tímabilið)

  59. Klopp hefur í tvígang verið valin þjálfari ársins í Þýskalandi. Hann skilaði tveimur Þýskalandstitlum til Dortmund, tveimur bikarmeistaratitlum og kom Dortmund í fjóra úrslitaleiki í bikarkeppnum. Þá er ótalin CL úrslitaleikurinn fyrir 2 árum.

    Þetta allt afrekaði Klopp með nánast engum fjármunum borið saman við Brendan Rodgers.

    Svo vilja spökustu menn þessarar síðu frekar Brendan Rodgers sem getur ekki unnið Aston Villa þó að lífið liggi við!

    OK – ég hef bara ekki meira vit á fótbolta en svo að mér finnst samanburður þessara ágætu þjálfara minna á samanburð milli Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu og Heidi Klum.

    Annars er hugmyndin að fá Klopp bara blautur draumur; svona svipað að sænga hjá Heidi. Ætli Ungfrú Snæfells og… sé ekki raunhæfari kostur?

  60. Hörmulegur leikur en mér finnst að vanta að menn færi rök fyrir því af hverju það á að reka Rodgers eru menn að segja að það eigi að vera stefna liverpool top 4 eða þjálfarinn er látinn fara. Vonbrigða tímabil en ekki nægilegt til að Rodgers eigi skilið að missa starfið

  61. Nú vil ég stórar breytingar…BR er bara ekki með þetta…Það er apríl og hann er ekki með á hreinu hvernig liðið á að spila….Leik eftir leik þarf hann að breyta um taktím í miðjum leik vegna þess að hinn þjálfarinn hefur öll svörin….Nú er hann búinn að vera í 3 tímabil…Þetta er fullreynt…#KloppInnTakk

  62. @Maggi 62.

    Þarna hugsa ég um menn eins og Petr Cech (GK) , Nathaniel Clyne (DR), Ryan Bertrand/Ricardo Rodriguez (DL), Luiz Gustavo/Sami Khedira (DM), James Milner frítt (MC), Javier Pastore/Miralem Pjanic (AMC), Edinson Cavani/Gonzalo Higuain (ST) + Danny Ings frítt.

    Þetta yrðu í heildina átta leikmenn og tveir af þeim kæmu frítt. (Ings og Milner)
    Allt leikmenn sem skipta líklegast um félag í sumar.
    Það er hinsvegar óraunhæft að ætlast til þess að Liverpool geri e-ð á markaðnum m.v. undanfarin sumur. Þyrftum að keppa við nokkur stórlið um þessa bita. Þannig að það má frekar búast við baráttu við West Ham, Swansea og Newcastle á markaðnum í sumar.

    Það má samt láta sig dreyma…

  63. Æ…… mikið er nú dásamlegt að hafa þessa síðu sem kop.is er. Hingað koma daprir Liverpool aðdáendur eins og ég og hella úr skálum vonbrigða sinna.

    Ég vil segja þetta:

    Þegar Stevie G. hefur spilað með í vetur virðast aðrir leikmenn týnast og allir bíða eftir því að kafteinninn taki af skarið. Hann er þó týndastur af öllum, ekkert gerist og Liverpool arfaslakir eins og í dag. Gott að losna við hann í sumar!

    BR núna kominn með það á afrekaskránna að vera fyrsti stjórinn hjá Liverpool síðan ca 1950 að hafa ekki unnið titil innan þriggja ára frá því tekið var við stjórastólnum. Glæsilegt!

    Ég myndi vilja fá Klopp í sumar og þá taka með sér nokkur tonn af þýsku stáli. Ekki veitir af til að bakka upp alla kjúklingana sem verða eftir þegar reynsluboltarnir hverfa á braut hver af öðrum á næstunni.

    Veit þó að það mun ekki gerast. BR verður áfram og vonandi reynslunni ríkari. Hlýtur að koma að því að hann fái alvöru menn með reynslu en ekki þessi eilífa “ungir og efnilegir” innkaupastefna. Svo er spurning hvort við förum ekki að hætta tala um hann sem “unga og efnilega stjórann”??

    Aaaaa………. mér er létt. Takk fyrir mig kop.is, mér líður strax mikið betur.

    And we go again!

  64. Eins og Liverpool er rekið er alveg ljóst að það tekur tíma og þolinmæði að byggja upp sigurlið, með svona ungan meðalaldur er alveg ljóst að þetta verður sveiflukennt og við erum heldur betur að sjá það undir stjórn Rodgers. Ég er hundfúll með þennan leik og sérstaklega Rodgers en er á móti alls ekkert kominn á Rodgers out bílinn neitt. Hann hefur alls ekki verið okkar helsta vandamál í vetur.

    Síðasta sumar var vonandi gott upp á framtíðina en það var alls ekkert nógu gott upp á þetta tímabil, hópnum var breytt mjög mikið og mjög ungir leikmenn verða lykilmenn. Út fór besti leikmaður deildarinnar og hinn sóknarmaðurinn meiddist. Balotelli hefur svo verið afleitur og ofan á það mjög oft meiddur eða veikur. Rodgers verður aftur mjög góður stjóri þegar hann fær nógu góða leikmenn til að vinna með. Hann er vonandi að búa þá til núna og þetta tímabil fer í reynslubankann en hann þarf þá líka tíma til að klára þá uppbyggingu og félagið verður að vera tilbúið að taka á sig smá mótvind líka. Rodgers fær augljóslega ekki annað svona hræðilegt tímabil en ég vona að hann fá alveg næsta tímabil líka og þá almennilega leikmenn úr að moða.

    FSG verður að rífa félagið aðeins upp úr meðalmennskunni á leikmannamarkaðnum og kaupa inn 2-3 spennandi leikmenn. Ekkert endilega rándýra en menn sem eru tilbúnir í liðið strax. Vissulega var það hugmyndin með Balotelli, Lovren og Lallana en í sumar er spurning um að nota svona upphæðir í leikmenn sem koma ekki frá dýrasta leikmannamarkaði í veröldinni. Fyrir ári síðan var talað um að nú væri hópurinn góður og hægt að byggja á honum til framtíðar og það er sannarlega rétt. Næsta sumar yrði hægt að nota peninginn í færri leikmenn og þá stærri nöfn. Það er reyndar rosalega vont, sama hvernig á það er litið að ætla fylla skarð Suarez með Lambert, Borini og Balotelli. Þetta tímabil er sönnun þess hversu góð viðskipti það voru.

    Danny Ings er enganvegin nógu metnaðarfull kaup, liðið er nú þegar að fá svipað hráan leikmann í Origi. Þetta tímabil öskrar á nýjan sóknarmann, leikmann sem er fyrsta nafn á blað í byrjunarliðinu. Eins mikið og viðtal Sterling fór í taugarnar á mér þá eru hann basicly að segja að hann skrifar ekki undir fyrr hann sér hver metnaður FSG er næstu mánuði, spurning hvort eitthvað svipað sé í gangi hjá Henderson? Þeir geta alveg valið að fara ef félagið sýnir engan metnað enda verður löng biðröð á eftir þeim hjá liðum sem stefna augljóslega á toppinn og eru til í að borga þeim þau laun sem þeir fara fram á.

    Gerrard skilur eftir sig skarð en líka hellings pláss á launaseðlinum. Lucas er of mikið meiddur á meðan Joe Allen er bara ekki nógu góður. Það þarf miklu betri mann með Henderson og Can á miðjuna, helst einhvern sem veit hvar markið er. Coutinho er reyndar mögulega sá maður en það vantar klárlega einn enn á miðjuna, stóran. James Milner er alls ekki það nafn, 30 ára gamall og búinn að gera þetta allt. Delph er ekki heldur þessi leikmaður enda mun hann kosta rúmlega helmingi meira en sambærilegur leikmaður utan Englands.

    Rodgers er klárlega á gulu spjaldi en prufum að láta hann aftur frá almennilegt lið og sjáum hvað gerist, hann var rétt búinn að leiða okkur að titlinum í fyrra.

  65. Klúbburinn er búinn að eyða 215mp og þeir sem Rodgers skipti inn á voru Johnson og Lambert í undanúrslitum FA bikarsins. Þetta er ekki neitt eðlilegt.

  66. Jæja þá er þessu tímabili lokið hjá LFC og ekkert komið gott út úr því. Við erum búnir að gefa Rogers alla þá möguleika sem einn maður getut fengið. Og EKKERT!!!! Við getum ekki hangið lengur í þessum búna manni í jakkafötunum. Hann ræður ekki við stór-klúbb eins og LFC. Við sáum inn á skiptingar hjá honum og þau ömurlegu mannakaup sem hann fékk að kaupa fyrir Suarez. Þetta er komið gott, nema ef einhverjir vili hanga í sam farinu sem miðlungslið. Hreinsa núna út og byrja upp á nýtt!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL !!!!!!!!!!!!!!!!!

  67. Hvernig er það er ekki svo að þegar leikmaður stendur sig illa þá er honum skipt út og ef það gerist trekk í trekk er hann settur úr liðinu eða á endanum seldur.

    Ætti sömu skilirði ekki eiga við eigendur og þjálfara? Ef ég man rétt fékk BR MJÖG mikið af peningum í sumar til að ná í góða leikmenn.

    Sökum þess er erfitt að kenna FSG um stöðuna þótt því miður sjái ég FSG ekki hafa burði til að keppa við topp 4 liðin (sorrý við erum ekki lengur topp 4 lið) en miðað við þetta er staðan sú að BR er ábyrgur fyrir þessari stöðu sem við erum i dag.

    Ég er ekki að sjá að BR geti með góðri samvisku haldið áfram sem stjóri Liverpool því þeir sem eyða hundruðum milljóna eiga að keppa um topp sætin.

  68. Tek undir þa? sem maggi er a? tala um liverpool þarf fjármagn til þess a? taka næsta skref og helst þurfti þa? a? koma fyrir þetta timabil þegar allt virtist á upplei?!

    Utd ger?i þetta ì sumar og er komi? frammùr okkur aftur eitthva? sem virka?i òhugsandi eftir sí?asta timabil!

    Nù þarf a? passa uppá a? missa ekki menn eins og sterling þa? getur vel veri? a? sé a? spila eins og 30k ma?ur nùna
    máli? er bara ekki svo einfalt. Menn missa trùnna og fleira þegar metna?arleysi? í nùinu vir?ist augljóst!

    ég er en me? rodgers bátnum gefi? manninum fjáfjármagn og hætti? a? láta hann þurfa bæta ofan ì götin eftir hvert tìmabil. Gu?sbænun haldi? kjarnanum annars er ekki veri? a? byggja ofan á neitt.

  69. Skil ekki hvernig hægt er að kjósa Lovren mann leiksins. Hann tapaði boltanum sem gaf sóknina þegar Villa komst yfir og var í sömu sókn andstæðinganna mjög hægur í tæklingu sem t.d. Carragher hefði alltaf tekið. Sá reyndar bara síðari hálfleikinn en fannst hann hauslaus og eiga heim í Fulham.

  70. …eitthvað sem segir mér að kinnarnar á Benitez séu rauðari en oft áður þennan eftirmiðdaginn.

  71. Leikurinn tapaðist ekki úaf 3-4-2-1 kerfinu eða þriggja manna varnarlínunni. Liverpool unnu Villa sannfærandi síðast þegar þeir spilluðu með þessu leikaðferð. Mig minnir 2-0 á heimavelli Villa i janúar.
    Auk þess vill ég benda á að bæði mörk Villa komu eftir Liverpool voru farnir spilla með 4 manna varnarlínu.

  72. Djöfull er ég feginn að hafa misst af þessum leik.

    Er farinn að hljóma eins og rispuð plata EN ég segi það enn og aftur. Við erum bara með of mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem eiga að bera upp liðið, það er bara hvorki sanngjörn né raunhæf krafa. Við þurfum fleiri fullmótaða gæðaleikmenn. Já, já, ég veit þeir kosta bunch of money, en þetta er hinn ískaldi sannleikur hvort sem okkur líkar betur eða verr ef við ætlum að keppa við City, Arsenal, Chelse og United.

    Þú nærð aldrei að keppa við þessi lið með eingöngu efnilegum strákum. Í fyrra höfðum við “fyrirbærið” Suarez sem bar heilt lið á herðum sér. Við höfum engan leikmann í dag í liðinu sem hefur helminginn af þeim gæðum sem hann hefur.

    Eigendur verða bara að gera svo vel og taka upp veskið. Sammála frábærri leikskýrslu Magga. Plís, plís, ekki fleiri Moreno og Markovic og aðra kjúklinga. Kaupið þið alvöru fullmótaða sigurvegara.

  73. Meir að segja Cleverley átti flottann leik á miðjunni í dag! Segir margt um hversu slök miðja Liverpool var í dag..

    Skil svo ekki afhverju það er alltaf verið að væla yfir eigendunum, efast um að þeir séu að ákveða hverjir eru keyptir og hverjir ekki… Liverpool eyddi talverði fjárhæð í leikmenn sem voru allir keyptir á ofsprengdu verði miðað við getu, nema Can kannski. Margir hverjir hér sögðu einmitt að Balotelli fyrir sama pening og Welbeck væri bara djók því Balotelli sé miklu betri.. Það hefur heldur betur sínt sig í vetur! haha

    Einnig virðist Liverpool taka alltof mikla áhættu með að kaupa leikmenn í gegnum tíðina sem hafa verið one season wonder. Andy Carroll, Lovren og Lallana, eflaust einhverjir fleiri sem ég er að gleyma.

    Hvar eru síðan allir þessir efnilegu leikmenn sem hafa verið keyptir í unglinga liðið síðustu 10 ár eða svo? Einu af þeim kaupum sem hafa sýnt eitthvað eru Ibe og Sterling.

  74. ég var að spá í að hringja inn mannhvarfs tilkynningu til lögreglunar í London, Sterling einfaldlega hvarf í seinni hálfleik.

  75. Liverpool eyddi fullt, fullt af peningum síðasta sumar og hugsunin sú að byggja upp fyrir framtíðina. Göfugt verkefni vissulega en lítil viðleitni sýnd til að hugsa um styrk leikmannahópsins á því tímabili sem fór í hönd. Þetta held ég að stærsta ástæðan fyrir slæmum vetri ásamt þeirri augljósu staðreynd að Suarez og Sturridge eru ekki til staðar.

    Ég get illa áttað mig á því hvað mér finnst um Rodgers sem stjóra. Eina stundina virðist hann vera snillingur en clueless þá næstu. Ég veit ekki hvort hann eigi skilið annað tímabil eða hvort FSG ætti að hringja í Klopp. En það þarf að kaupa reyndari leikmenn í sumar, það er klárt!

    Fyrirliðinn er í einhverju post-traumatic ástandi frá því titilinn náðist ekki í fyrra. Það er alveg á hreinu. Hann varð ekkert gamall á nokkrum mánuðum. En það er rét að segja að hann hefur ekki getað neitt í vetur og liðið oftar en ekki verra með hann inni. 39% vinningshlutfall með hann en 62% án hans. Takk fyrir allt en hvenær á hann bókað flug til LA?

  76. Þá að þessum leik.

    Rodgers fannst mér falla illa í dag og varð undir í baráttunni við Taktíska Tim sem er svakalegt. Liðið virðist ekki hafa hugmynd um það hvernig það eigi að spila og ástæðan er líklega sú að hann er að skipta 4-5 sinnum um kerfi í leik. Þetta var rosalega ósannfærandi í dag og viðbúið að umræða skapist um starfið hjá honum eftir svona frammistöðu.

    Gerrard virkaði í dag eins og maður sem er stærri en liðið, ekkert honum að kenna og ég er ekki að tala um neina stjörnustæla hjá honum en það hjálpaði liðinu ekkert að Rodgers vildi alls ekki taka hann af velli. Ekkert skrítið svosem að hann hafi byrjað og krafan var heldur betur hávær um það en líklega hefðu allir aðrir farið útaf væru þeir að spila eins og fyrirliðinn í dag. Leiðinlegt að sjá hvernig ferill hans er að enda hjá Liverpool, það verður a.m.k. auðveldara að takast á við missinn af leikmanninum Steven Gerrard í vor heldur en það hefði verið fyrir ári síðan.

    Enn á ný rembist Rodgers við 3-4-2-1 kerfið og það gekk alveg jafn illa og það hefur gert undanfarið. Þegar hann skiptir í 4-2-3-1 er hann með tvo hægri bakverði á bekknum og spilar því Can gjörsamlega úr stöðu. Þetta var þó öllu líklegra þó bitleysið sóknarlega hafi verið átakanlegt. Pressan hjá okkar mönnum var kjánalega máttlaus og liðið virkaði algjörlega vindlaust á meðan leikmenn Villa voru klárir í alla bolta, þá langaði miklu meira í úrslit.

    Ég var hjartanlega ósammála því að taka Markovic útaf í hálfleik, fannst það afleit ákvörðun. Það sem Rodgers gerði í hálfleik var að hann setti Gerrard djúpan á miðjuna fyrir framan Allen og Henderson. Þar var hann að verja Lovren og Skrtel með Mignolet í markinu. Já og með miðjumann í bakverði. Nokkurnvegin þetta lið og upplegg skilaði félaginu verstu byrjun í deildinni í 50 ár. Árangur í Evrópu var ennþá verri.

    Ef að bakverðirnir voru eins og vængjahurðir þá veit ég ekki hvernig skokkið hjá Gerrard er útskýrt enda varð miðja Liverpool undir í dag gegn Aston fokking Villa. Það er svo rándýrt að eiga ekki nógu góða varnartengiliði, höfum svo oft fengið að sjá það í vetur. Eini sem líklega getur valdið þessari stöðu er svo hafður í bakverði.

    Með því að taka Markovic útaf var Coutinho settur á vænginn og Sterling á hinn vænginn, Joe Allen kom á milli þeirra sem sóknartengiliður, hvernig var þetta bara besta lausnin, í alvöru? Hvernig var ekki betra að sækja áfram á Markovic – Coutinho – Sterling með Balotelli fremst. Leikurinn í dag minnti mjög mikið á leik liðsins fyrir áramót enda var liðið að spila eins og það gerði þá.

    Engu að síður og þrátt fyrir mjög lélegan leik okkar manna var mögulega tekið af okkur jöfnunarmark og það frá Balotelli sem hefði svo sannarlega mátt við því blessaður. Þetta var svo ótrúlega vitlaust hjá línuverðinum að það er með ólíkindum.

    Þáttaka í bikarkeppnum hefur verið rándýr í vetur og þetta hreinlega gat varla farið neitt verr. Það er viðbjóður að detta úr leik í undanúrslitum í báðum bikarkeppnum og þetta aukna leikjaálag held ég að hafi ekkert hjálpað ofan á aukið álag vegna Evrópukeppna. Auðvitað viljum við að Liverpool vinni allar keppnir en glætan að gott gegni í bikar hafi ekki einhver áhrif á formið í deildinni. Vonandi verður fókusinn næsta tímabil nr. 1,2 og 3 á að komast í Meistaradeildina, bikarkeppnir komi þar á eftir.

    En kannski er hægt að horfa í það að þetta er smá framför, væri áhugavert að sjá hvernig við mætum þetta tímabil hefði það komið strax í kjölfar fyrsta tímabils Rodgers. Liðið hefur ekkert verið að komast þetta langt í bikarkeppnum undir stjórn Rodgers. Eins slæmt og formið er í deildinni verður þetta líklega mun betri stigasöfnun en fyrsta ár Rodgers. Liðið var þá með 61 stig í deildinni, árið áður náði Liverpool bara 52 stigum. Núna eftir 32 leiki er liðið með 57 stig. Þetta gefur ekkert aukalega en liðið núna er mun betra en það var fyrir 2 árum og það er vel hægt að byggja ofan á þenna hóp sem er nú þegar til staðar.

    En það er öllum ljóst að FSG þarf að gera einmitt það í sumar.

  77. rodgers er búinn að vera.

    það er ekki til sá maður sem getur réttlætt að hann verði ekki rekinn strax á morgun.

  78. En ef það á að reka Rodgers þurfa Fsg þá alveg að skipta um stefnu, hætta að kaupa unga leikmenn og hafa ungan þjálfara ef menn vilja árangur strax .

  79. þurfum alvöru gæði á miðjuna og framherja til taka lokaskrefið uppá við. Þetta miðlungs kjaftæði verður að ljúka. Shit hvað maður er að missa þolinmæðina leik eftir leik…sömu menn andlausir inná og fá sjénsin aftur og aftur. BR frosinn á hliðarlínunni og ekkert í gangi…

  80. Voðalega eru menn fljótir að rífa menn niður ef það fer að ganga illa. Mér finnst árangurinn hafa verið fínn í vetur. Liðið er í fimmta sæti í deildinni og komst í fjórðungsúrslit í báðum bikarkeppnunum.

    Svo er ég ósammála því að það eigi ekki að kaupa efnilega leikmenn. Þessir efnilegu st?akar verða orðnir að 24 karatagullmolum ef þeir spila með Liverpool í nokkur ár til viðbótar. þeir eru fjarri því að vera fullmótaðir. Ekki einu sinni Sterling.

    Rodgers er flottur stjóri og sá rétti til að stjórna þess liði. Hann þarf bara lengri tíma til að byggja upp stórveldi. Það er enginn lausn að finna alltaf nýjan stjóra ef við erum með góðann mann í brúnni.

  81. Leikmennirnir á vellinum í dag eru ekki nógu góðir til að koma Liverpool lengra. Þetta eru flestir miðlungsmenn. Þetta eru mennirnir hans Rodgers. Hann eyddi gríðarlegum upphæðum í leikmenn í fyrra og enginn þeirra styrkti byrjunarliðið. Liðið hefur farið ljósár afturábak í gæðum frá í fyrra. Sóknarleikurinn þungur og slappur, engin pressa neins staðar á vellinum og andleysi og geturleysi margra leikmanna er átakanlegt. Ef ég stjórnaði þessum klúbbi myndi ég byrja á að reka Rodgers (í gær helst), selja Moreno, Lovren, Sterling, Lucas, Enrique, Ilori, Aspas, Allen og Balotelli. Fá þarna einhverjar 80-90M punda. Kaupa 5-6 gæðaleikmenn fyrir 150M punda. Ráða Zidane í starf Rodgers og fá þannig seguláhrif á góða leikmenn. ÞESSI VONBRIGÐI Í VETUR MEGA EKKI ENDURTAKA SIG.

  82. Sammála #62 með eftirfarandi:
    1 markmann – að fara inní tímabilið með einn sæmilegan GK er rugl. Hann er að skána núna en það vantar samt enn annan GK upp á samkeppni.

    V+H bakverði – Það er auðveldara að finna varnarmenn en td skapandi leikmenn sem opna varnir. Þetta ætti ekki að vera vandamál ef menn tíma að opna veskið og borga fyrir njósnara.

    1 djúpan miðjumann – Þetta er lykilstaðan sem við VERÐUM að kaupa leikmann sem hoppar beint inn í liðið og verður strax mikilvægur. Hversu oft hefur vörnin verið svikin af okkar miðjumönnum í vetur rétt eins og í dag? Jebb, allt of oft.

    1 skapandi miðjumann með eistu – við þurfum að brjóta upp þetta “Píku” syndrome sem virðist vera afgerandi hjá LFC. Hversu marga “litla” og netta leikmenn þurfum við í hópinn sem standast engar tæklingar né geta tæklað? Við þurfum teknískan þurs sem lætur vita af sér.

    Framherja – Við höfum fjóra sem allir hafa skitið á sig í vetur á mismunandi hátt. Harry Kewell….ég meina Sturridge,, Lambert, Balotelli og Borini. Þetta allt saman er ástæðan fyrir því að við höfum skorað minnst af öllum toppliðunum í vetur, ekki vegna þess að Suarez er farinn.

    Hugsið ykkur vandræðaganginn hjá LFC. Þessi eftirfarandi listi leikmanna er ástæðan fyrir því að við erum miðlungs, en þó mun ofar í töflu en við getum búist við. Þessir leikmenn eru lítið sem ekkert notaðir eða oft meiddir og nýtast í ekkert nema að þiggja laun

    Glenn Johnson – 100k+ og meiðslapungur sem spilar sjaldan (sem betur fer!)
    Sturridge – Já, ég set hann á listann því hans ferill hefur verið litaður af meiðslum og þetta lán hans sl. tímabil að spila án meiðsla er að koma í bakið á okkur núna. Það að uppfæra laun hans upp í 130-150k er enn ein ástæðan fyrir því afhverju þessir kanar þurfa að fara að hugsa sinn gang. Sterling biður um sömu laun eingöngu vegna þess að hann allavega tollir inná vellinum sem er ekki hægt að segja um Störra.
    Balotelli – Hann var keyptur af því að brodge vildi ekki brenna sig á því að ljúka öðru sumri án sóknarmanns og því var hann keyptur. Það var alls ekki meiri fjölbreytni í þessu hjá þeim en að finna Balotelli þegar í raun fótbolti er apilaður út um allan heim og þar af leiðandi sóknarmenn út um allt. Njósnakerfið álíka dapurt og hjá Spurs – “Úllendúllendoff” taktíkin. Burt með hann strax!
    Borini – Fyrstu kaupin og þvílík statement í þessum manni!! Þetta hefði í raun átt að senda viðvörunarbjöllurnar af stað þegar Borini var keyptur og það á 10.5 kúlur! Hvað hafa menn verið að reykja þarna í LFC! Ég finn samr ril með Borini þar sem hann fékk aldrei séns í nema 1-2 leiki og það sem varamaður og átti þá að gera kraftaverk. Of seint að gera hann góðann þegar búið er að berja sjálfstraustið niður.
    Lambert – ég finn til með honum einnig þar sem hann er þessi senter sem reynir mest og er pullari innst inni en sénsarnir eru engir. Skrýtið samt að losa sig við Carroll þegar hann átti ekki að passa inní kerfið og svo kaupa Lambert sem er svipuð týpa. Ég hélt að Lambert yrði sniðug kaup en ég er löngu hættur að brosa.
    Jose Enrique – Enn eitt fyrirbærið sem þiggur bara laun og gerir ekkert annað.

    Eflaust fleiri en eg bara verð meira og meira pirraður við að pikka þetta upp. Miðað við þessa upptöldu leikmenn aog laun sem þeir eru að fá þá er í vændum enn ein hreinsunin á Anfield, réttilega svo. Það verður hinsvegar að segjast að ég hef akkúrat ekkert traust á að þeir virkilega geti keypt rétt eða hafi yfir höfuð hugmynd um eða almenna vitneskju um hvaða leikmenn myndu passa inn í liðið.

    Við fengum í byrjun sl tímabils til liðs við okkur tvo njósnara frá Man City til að aðstoða við þetta “Transfer Committee” svokallaða og það virðist vera sem það hafi engan árangur borið. Èg tel að lykillinn í því hvort Brodge verði rekinn eða fái að halda áfram þegar ljóst er að við endum ekki í topp 4 sé sá hversu mikill hlekkur hann er í þessu “Transfer Committee”.

    Ef Brodge er stór hlekkur í þessu er ljóst að hann hefur mjög óstyrkan grunn til að standa á og verður mjög nálægt fallöxinni. Ef hinsvegar hann er bara peð í þessum “transfer-leik” Ameríkananna þá er spurning hvort Brodge fái ekki stærra hlutverk til að sýna sig og sanna hversu glöggur hann er á að pikka upp leikmenn?

    Eg ætla að hætta núna áður en ég negli spjaldinu í vegginn.

  83. Svo sammála mörgu hér, sérstaklega fyrri pósti Babú og svo Eiríki hér rétt að ofan.

    Ef að Rodgers er ábyrgur fyrir öllum þessum leikmannakaupum og hefur “frítt spil” varðandi innkaup og launatékka þá er ég reiðari við hann en ef það er (eins og ég held) að hann ráði ekki miklu þegar kemur að endalokum þess málaflokks.

    Það ræð ég t.d. af því að hann vildi halda Gerrard í fyrra, hefur ítrekað lýst að hann vilji halda Johnson og að það verði “ekkert mál” að klára Sterling….bíddu nú aðeins….væri hann að tala svona ef hann hefði mikið um málið að segja?

    Ég er líka sammála Babú um það að við verðum að gefa honum meiri séns með gott lið en að reka hann í sumar. Alveg sammála. En þá veit líka Rodgers að hann er kominn út á plankann og verður látinn hoppa fljótlega ef ekki gengur vel…jafnvel bara í október ef við fáum endurtekið haust.

    Svo er ég ósammála öllu þessu yfirhrauni á það að halda Gerrard þarna inni. Markovic var með 50% sendingatölfræði í fyrri hálfleik, var lost í 3-4-3 og síðan voru hann og Can alveg farnir þarna saman. Skildi mjög vel að taka litla Serbann útaf.

    Gerrard komst næst því að jafna fyrir okkur. Hvað gerðu Hendo og Allen til að verðskulda áframhaldandi veru t.d. – ja eða Sterling karlinn? Enginn skal halda að ég hafi verið glaður með frammistöðu fyrirliðans, en ef að einhver heldur að liðinu hefði vegnað betur með t.d. Markovic inná og Allen djúpan, þá er ég algerlega gjörsamlega ósammála.

    Við söknuðum Lucasar mikið í dag og í fjarveru hans er ekki um auðugan garðinn að gresja. En einstaka frammistöður leikmanna er ekki það sem situr í mér í kvöld…heldur vandræðalega slök liðsframmistaða…þar sem enginn steig almennilega upp fyrr en á 86.mínútu.

    Það er sá vandi sem klubburinn allur þarf að tækla…áður en við verðum varanlega fastir utan við það svæði sem topplið eiga að vera á…ofarlega í deild og að vinna bikara. Við erum stutt frá því á ný sýnist mér…eftir flott skref í fyrra þá erum við að hrasa aftur á bak í vetur.

  84. Er ekki augljóst að stóra vandamálið er djúpur miðjumaður hjá liverpool. Lucas er yfirleitt meiddur og Gerrard sem er að fara er ömurlegur í þeirri stöðu. Það hlýtur að markmið liðsins númer 1,2 og 3 að fá mann í þessa stöðu

  85. BR sannar það enn og aftur að hann er looser að upplagi. Allir leikir sem skipta einhverju máli hafa tapast undir hans stjórn. Honum vantar algjörleg þetta sigurvegara element. Það þýðir ekki að taka einhver góð run af og til en ef þau skila engu að þá skipta þau engu máli,

  86. Enn og aftur vantar okkur leiðtoga. Gerrard karlinn, eins og hann hefur verið mikill snillingur, en ekki sá sem hinir horfa til þegar draga á vagninn. Hendo er bara ekki kominn með það sem þarf ennþá, og sama má segja um Can. Sterling og Coutinho eru svo leikmenn sem virðast þurfa sterkan leiðtoga.

    Við erum með allt of marga “nice” leikmenn, Lucas, Sterling,Coutinho, Allen og svo mætti lengi telja. Mér finnst meira að segja Henderson of mikill ketlingur ennþá (þó það komi örugglega). Það eru allt of fáir leikmenn með grimmdina sem þarf í þetta, ásamt því að vera með réttan haus.
    Ef Coutinho væri t.d. með grimmdina og “ósvífnina” hans Suarez, yrði hann engu síðri leikmaður innan fárra ára.

    Nú fer maður bara að einbeita sér á að horfa til Pepsi og úrslitakeppninnar í körfunni. Eitthvað sem ég var að vona að gerðist ekki alveg svona snemma.

  87. Auðvitað er mjög ódýrt að reyna að benda bara á BR á svona degi, en það verður ekki litið fram hjá því að liðið virðist alls ekki tilbúið í leiki þar sem pressan er til staðar og það er eitthvað sem verður að lagast. Við viljum að liðið okkar leiki þannig leiki alla daga!
    Annað sem er mjög mikið áhyggjuefni, það er að eins mikið og ég styð hugmyndafræði eigendanna að vera með unga og efnilega leikmenn, þá er mjög erfitt að sætta sig við að þegar þeir eru að verða “fullorðnir” þá vilji þeir fara.

    Þannig það er margt að hugsa.

  88. Allir leikir sem skipta einhverju máli hafa tapast undir hans stjórn

    Þetta er náttúrulega svo stórkostlega mikil vitleysa að það nær engri átt. Það er þannig í bikarkeppnum að allir umferðir vinnast þar til ein tapast nema fyrir eitt lið. Þannig að Rodgers skilaði sigri í fullt af umferðum þar sem leikir skiptu máli, en tapaði svo skiljanlega síðasta leiknum. Í fyrra unnum við endalaust af stórkostlegum leikjum sem hefðu geta skipt úrslitamáli (City, United, Arsenal, Tottenham) en töpuðum svo einum mikilvægum leik. Það er fáránlega ósanngjarnt að segja að bara Chelsea leikurinn hafi skipt máli. Samkvæmt þessari skilgreiningu eru því allir þjálfarar í deildinni lúserar nema Jose Mourinho – og hann var þá væntanlega lúser á síðasta tímabili.

    Ég er sammála mörgum um að Rodgers eigi skilið annað tímabil. Það gafst illa að reka Rafa strax eftir hans eina ömurlega tímabil með Liverpool og ég held að það sé jafn vitlaust að gera það núna með Rodgers. Það er alltaf freistandi að vilja reka þjálfarann þegar að illa gengur, en ég held að það sé ekki líklegt til að leysa öll vandamál.

    En það er alveg ljóst eftir síðasta mánuð að eitthvað mikið þarf að gerast hjá liðinu í sumar – og ég held að Rodgers geri sér augljóslega grein fyrir því að hann er undir gríðarlegri pressu því þetta tímabil er svo ótrúlega langt frá því að vera ásættanlegt.

    Svo til að vera leiðinlegi gaurinn þá má einfaldlega benda á það að Liverpool er fimmta ríkasta lið Englands. Og hvar erum við? Jú, í fimmta sæti. Peningar eru nákvæmlega allt í þessari íþrótt og Liverpool þarf að gera allt svo ótrúlega fullkomlega til þess að ná efstu sætum í deildinni. Það tókst í fyrra þegar að flestallt gekk upp, en í ár erum við komin á nákvæmlega þann stað sem að peningarnir segja að við eigum að vera á.

  89. Jæja. Einn mikilvægasti leikur tímabilsins og við gátum ekki unnið Aston Villa á Wembley..

    Ég er kominn á ‘The Brodge Out’ vagninn. Nú er tækifærið að fá Klopp og taka nokkra leikmenn með sér frá Dortmund í leiðinni. Hummels, Reus, Gundogan..

    Nenni ekki að hugsa frekar um þennan leik og frekar dreyma um sumarkaupin..

    Ég vil að liverpool hugsi stórt í sumar. Plís ekki Ings eða Milner..

    1. Petr Cech inn
    2. Balo út.. sagt er að Cavani sé falur fyrir rétt verð.. hey, hægt að láta sig dreyma
    2. Hummels. Það verður flótti frá Dortmund. Hummels og Skrtel yrði gott kombó
    3. Sami Khedira fer í sumar. Já takk.
    4. Nathaniel Clyne .Hef séð of marga Southampton leiki í vetur og þessi drengur má koma í hægri bakvörðinn!

    og svo loks, Depay. Besti leikmaður PSV og tvítugur eða svo. skoraði ‘sæmilegt’ mark í dag: https://vine.co/v/eztZgnJZa5j

  90. Ég segi að BR hafi 6 leiki til að bjarga starfinu og til að klára sig af þeim þarf hann líka að treysta á önnur úrslit. Mín skoðun er sù að ef Liverpool er ekki í CL eftir tímabilið á hann að taka pokann sinn. Það hefur sennilega engin stjóri í sögu félagsins eytt jafn miklum pening og BR og það hefur engum árangri skilað bara 0 við erum á verri stað en þegar Daglish var rekinn hann skilaði þó allavegana bikar. Ég held hreinlega að BR höndli bara ekki pressuna hann fær liðið til að spila vel þegar pressan er engin og allir eru bùnir að afskrifa liðið en um leið og það eru komnar minnstu væntingar þá gerir hann upp á bak og spilaborgin hrynur.

  91. það er nú kannski fullmikið að segja að Brogders sé lúser. Það er heilmikið spunnið í hann.
    Frábær ,,unglinga”þjálfari. Hann virðist frábær kennari og spurning hvort hann sé ekki
    bestur sem nr.2 hjá hvaða liði sem er í heiminum?!
    Móri (Mourinho) hefur kænskuna til að vinna hvaða deild sem er. Hann hefur vit á því að hafa
    í sínum leiðinega og óheiðarlegar leikmenn (Branislav,costa ofl) Hver leikur er sem skák og
    taktikin skipulögð eftir þvi hver andstæðingurinn er og hvað er í húfi. Brogders vil bara sækja og sækja. Varnarvinna er eitthvað sem hann virðist ekki hafa gaman af. Benitez aftur á móti var mun meiri varnarsinnaðri en Brodgers. Einnig virðist Benitez hafa betri skipulag í stærri leikjum þar sem mikið er undir. Ég held að það sé ekki eftir neinu að biða með að láta
    Brodgers fara í sumar. Þetta verður ekkert betra á næsta ári þó það komi 2-3 nýjir leikmenn.
    Ég gæti best trúað að við yrðum i vandræðum með að halda því sem fyrir er.

  92. Ein spurning, af hverju er svo til fjórði hver maður hér að skrifa Brodge í stað þess að kalla stjórann okkar Brendan, Rodgers já eða bara BR sem er stutt og laggott? Er einhver saga á bak við þetta sem ég er að missa af eða bara ómálaefnalegt diss? Endilega fræðið mig.

  93. Rodgers er bara svo kúl gaur. B.Rodgers. Rosalega nice náungi sem mun aldrei ná stórum titlum með stórum liðum. Hann er bara ekki með það sem þarf. Sorry!

  94. Sæl og blessuð.

    Jæja nú hrærast tungur ótregt, eins og gjarnan er þegar svona-torrek á sér stað… Það eru forréttindi að halda með þessu liði og geta fundið amanum farveg á þessum vettvangi og finna að við eigum þjáningarsystkin til sjávar og sveita.

    FAQ:

    Á að reka Rogers? Nei, leyfum honum að vera lengur. Hann hefur sýnt ótrúlega færni á sínu sviði (taplausa rönnið í vor) og laðað fram mikla hæfileika í leikmönnum. Svo augljós eru þau mistök sem gerð hafa verið að nú hljóta menn að geta dregið af þeim lærdóm. Öfluga móðurkartöflu vantar í bland við smælkið efnilega.

    Á að reka einhverja af nýju leikmönnunum? Einhverjir þurfa augljóslega að fara. Sumir hafa á hinn bóginn sýnt vísi að einhverju sem gæti orðið merkilegt. Balótelli t.a.m. hefði væntanlega breytt leiknum áðan ef markið hefði (réttilega) fengið að standa. Hann óð í færum, en aumasti sófaspekingur ætti að geta greint þau atriði sem þarf að bæta í leikstíl hans. Rangstaðan t.a.m. og svo ögn meiri snerpa í pressunni. Sjáum Lovren, greyið – sá hefur bætt sig á lokametrunum þrátt fyrir brokkgengi.

    Hvað á að gera við Sterling? Hald’onum og leyfa honum að vinna sig upp úr þessari lægð sem hann er búinn að vera í. Framtíðin er skínandi björt með þennan dreng í liðinu.

    Hvaða stöður þarf að bæta á vellinum? Forgangur er að tryggja að ekki verður slík markaþurrð sem verið hefur í vetur. Þetta hefur verið eins og kransæðastífla í líkamanum. Hún hefur áhrif á alla starfsemina en um leið og búið er að bæta úr vandanum fara aðrir líkamspartar að starfa eins og vera ber.

    Hvað er framundan? Svínsleg útgjöld en ef við fáum einhvern 2015 “Sansés” og brjótum alla sparigrísa til að landa honum þá geta tekjurnar orðið umtalsverðar. Bikar 2016 og meistaradeildarsæti. Til þess að það geti orðið þarf að vinna í undirstöðunum og passa sig að breyta ekki of miklu. Þá erum við komin aftur á byrjunarreit.

    Hvað með Gerrard? Skólabókardæmi um að enginn er stærri en heildin. Þetta snýst ekki um þig, karlinn minn, og leiðin til glötunar liggur um breiðstræti sjálfhverfunnar. Frúin dekrar við hann á afmælisdaginn og hann finnur gott stream á úrslitaleikinn.

  95. Erum með 4 framherja sem geta ekki skorað mörk eða eru meiddir ALLT fokkin tímabilið.
    Og mönnum finnst skrítið að okkur gangi ekki vel ?

  96. ALLT of mikið diss á brendan herna finnst mér..hvernig væri að þesssir tuga miljoin punda menn fari nú að hitta helvitis boltanum í netið svona einu sinni þegar þeir spila.
    VIÐ sáum ÖLL hvað brendan getur gert með ALVÖRU framherja , Suarez og Sturridge þegar hann er í leikformi.
    eins og staðan er í dag þá erum við með RUSL þarna frammi og sturridge meiddur allt tímabilið = ekkert form.

  97. Það væri auðvitað alveg ævintýralega vitlaust að losa sig við BR á þessum tímapunkti. Þetta er ungur og óreyndur stjóri sem er að safna dýrmætri inneign í reynslubankann. Jú það er rétt að hann hefur engan titil unnið á 3ja ára ferli hjá Liverpool. Hversu margir fyrri stjórar hafa verið að keppa við 2 olíufélög, plús United og Arsenal á sínu skriði?

    Jú það má benda á að Aston Villa er ekki á meðal þessara olíuliða. Enda er það líka þannig að peningar vinna ekki leiki, en peningar vinna titla. Og ef Balotelli hefði ekki verið dæmdur (ranglega) rangstæður á 88. mínútu, þá er aldrei að vita hvernig við værum að tala um leikinn, liðið og BR.

    Fyrir mér er BR allavega búinn að ná sér í 3ja ára dýrmæta reynslu hjá stórliði, búinn að díla við bitvarga, klúbb-goðsagnir, peningasjúka kjúklinga, og ég veit ekki hvað. Það væri fáránlegt að kasta honum í burtu, bara til að láta City ráða hann, gefa honum næga peninga, og sjá hann hirða titla með þeim.

    Þetta er ósköp einfalt: það vantar meiri peninga. Ég gæti vel trúað að við þyrftum að sýna meiri þolinmæði til að sjá Liverpool skríða eitthvað ofar en úr 5. sætinu, þ.e. það þarf að stækka völlinn til að auka tekjurnar. Ég er alveg jafn óþolinmóður og aðrir, og vil auðvitað sjá árangur strax. Kannski þarf kúbburinn bara að setja sig í Arsenal gírinn næstu árin.

  98. Comment #95:

    Það þarf að skilgreina á milli veruleikans og óraunveruleikans hér. Cavani, Khedira og Hummels eru allir fínir leikmenn og flest lið myndu vilja þá. Sem Liverpool aðdáendur þurfum við að koma okkur út úr Fm2015 leiknum og inn í veruleikann. Það er akkúrat enginn séms á að LFC geti borgað meira en Chelsea, City, Scums, PSG fyrir þessa leikmenn. Við erum að tala um minnst £200k á viku og síðan færu þeir ekki að pikka lið sem er EKKI í Champ League nema við gæfum þeim 400k+ á viku.

    Ég hef ávallt verið gagnrýnin á magnkaupin hjá LFC sem hafa endað í eyðslu fjármagns og viljað frekar gæði, en við þurfum að hafa plan í gangi og reyna að vera snjallari en liðin með peninginn. James Milner og Danny Ings eru ekki bestu leikmenn í heimi en engu að síður koma flottir inn í breska kjarnan sem mér finnst vanta í hópinn. Við höfum engan séns í stærstu nöfnin og því þurfum við að nýta njósnanetið okkar til fullnustu.

  99. Er rangstaðan á Balotelli allt í einu mark?? Villa menn voru löngu hættir þegar hann “skoraði” Aldrei rangstaða en þetta var aldrei öruggt mark.

  100. Hvað segja menn um þetta komment frá Echo? Eru þetta staðreyndir eða bull?
    RODGERS – PLEASE QUIT YOU M0R0N!!!

    1. First LFC manager in 60 years to be trophyless after 3 seasons.

    2. His 1st season has the worst start to a league campaign for LFC since 1927 (even before my grand dad was born) – data by Total Football Mag.

    3. His 3rd season according to Opta Stats is the worst start to a league campaign since 1964-65 (50 years).

    4. This season, Rodgers’ achieved the worst defensive records (1.26 goals against per game – even worse than under Grame Souness’ miserable reign) – data from LFC statistician Andrew Beasley.

    5. Rodgers is the first married manager (with kids) who slept with his LFC colleague who is also married with kid.

  101. Eigendurnir verða að bregðast við í sumar. Við erum með haug af leikmönnum til að selja í sumar og ættum því að fá eitthvað inn í kassann:

    – Dejan Lovren (10-12m)
    – Sebastian Coates (2-3m)
    – Luis Alberto (3-4m)
    – Iago Aspas (3-4m)
    – Fabio Borini (8-10m)
    – Mario Balotelli (10-12m)
    – Rickie Lambert (2-3m)

    Þarna ættum við að fá u.þ.b. 40 milljónir punda í kassann fyrir leikmenn sem hafa skilað engu eða litlu sem engu til félagsins á þessari leiktíð. Ofan á það þyrftu eigendurnir að bæta 100 milljónum punda – þannig að stjórinn hefði c.a. 150m punda til að byggja ofan á það sem hann hefur. Gætum svo fengið Danny Ings og James Milner á frjálsri tölu til efla enska kjarnann og halda breiddinni.

    Er kannski til of mikils ætlast að eigendurnir setji 100 milljónir punda í kaup? Án þess að taka pening fyrir sölur inn í dæmið?
    Við erum einfaldlega með bakið upp við vegg núna og eigendurnir verða að bregðast við því. Það er ekki hægt að ætlast til að keppa um fjögur efstu sætin, hvað þá á toppnum, ef þú þarft að selja lykilmann til að kaupa hvert einasta sumar.

    Finnst t.d. ansi líklegt að Sterling fari í sumar og að klúbburinn komi út á sléttu í kaupum og sölum. Það er einfaldlega ekki vænglegt til árangurs.

    Boltinn er hjá eigendunum…

    Boltinn er hjé eigendunum…

  102. Jahérna er það í alvörunni sem menn vilja er að fá nýjann stjóra sem kemur inn og allt uppbyggingarferlið byrjar aftur og með tilheyrandi kostnaði að reka BR og hans fólk, hélt við hefðum lært okkar lexíu þegar Rafa var rekinn fyrir 1 slæmt tímabil 2008-09 og höfum verið að hálfgerðri eyðimerkurgöngu síðann.

    Fyrir mér ekki rétt að reka BR, ég skal samt aftur á móti viðurkenna að hann er ungur og er enn að læra og í raun hálfgerður kettlingur ef hann er borinn saman við stjórana sem stýra 4 efstu liðinum í Englandi enda stýrt úrvalsdeildarliði í tæp 4 ár og það er auðvitað spurning hvort Liverpool ætti að vera staður fyrir upprennandi stjóra. Engu að síður þá er hann stjóri Liverpool og var að stýra liði í fyrsta skipti í undanúrslit FA, fyrsta skipti stýrt lið í meistarardeild.

    Ég held að BR líði líka aðeins fyrir það þessum óvænta árangur okkar að ná öðru sætinu það gaf okkur ofurtrú á liðinu sem kanski var ekki alveg innistæða fyrir, því þarna hafði BR nægan tíma til að undirbúa lið sitt á milli leikja enda vorum við eingöngu að spila nánast meira og minna einu sinni í viku.

    Að leiknum sjálfum, í dag fannst mér hann ásamt leikmönnum sínum hafa farið á taugum t.d fór hann úr 3-4-2-1 í 4-2-3-1 þaðan í 4-1-4-1 og ekkert að þessu hafði áhrif. Margir leikmenn spiluðu langt undir getur það var einsog spennistigið væri alltof hátt.
    Kapteinnin okkar Gerrard hefur fengið fáa leiki undanfarna 2 mánuði bæði vegna meiðsla og leikbanns og bætust þau ofaná árin 35 hann hafði enga orku til að rífa liðið upp frekar enn aðrir félagar hans, Gerrard hefur hreinlega ekki náð sér uppúr því eftir að hann rann á móti Chelsea á síðasta tímabili og það vantaði líka mikið í liðið í fjarveru Lucasar agalegt að missa hann í meiðsli.

    Það sást greinilega hvað við söknuðum Lucas miðjan okkar var gjörsamlega heillum horfinn og þegar Balo kom inná þá þá gekk leikmönnum á miðjunni ekkert að finna hann þar sem þeir voru yfirkeyrðir af leikmönnum Aston Villa.

    Markið sem Balo gerði var fullkomlega löglegt og línuvörðurinn tók algjöra skitu þarna með að flagga hann rangstæðan, þar að auki átti Balotelli allann daginn að byrja þenna leik hann hefur hellingsreynslu af stórum leikjum er þar að auki stór og sterkur og til hvers í óskupunum var verið að taka fyrirgjafir af köntunum með Sterling og Coutinho frammi þeir eru 2 metrar samtals á hæð.
    Af hverju tók Gerrard hornspyrnunar, Coutinho hefði átt að gera það enda er Gerrard frábær skallamaður.

    Það var vitað að það þurfti að styrkja hópinn verulega á þessu tímabili og það var eytt £116.000 og enginn þessar leikmanna hefur í raun haft verulega áhrif nema kanski Emre Can greinilega mikið efni á ferð.

    Akkúrat þarna kemur þáttur FSG inn þeir vilja eingöngu kaupa til framtíðar allra stærstu mistökinn voru að kaupa ekki heimsklassa leikamann í stað Suarez við vorum með meistaradeildarsæti við vorum með spennandi lið og þarna var tækifærið en þeir klikkuðu á því illilega og er það að koma í bakið á okkur.

    BR lærir helling á þessu tímabili og ef við berum saman við Benitez jafnvel Houllier, Houlier vantaði reynslu hann keypti gamlann reynslubolta Gary McCallister með ungum Gerrard sá gamli tók sig til og dró vagninn á köflum.
    það vantar leikmenn með meiri fórnfýsi þar tók Benitez Macherano, Kuyt, Alonso, það vantar leikmenn sem geta breytt leikjum þurfa ekki að vera dýrir t.d hjá Benitez það var Benayoun og Luis Garcia, Craig Bellamy.
    það þarf t.d ekki að horfa lengra en hvað Estabean Cambiaso er að gera fyrir Leicester þarna fer reyndur leikmaður með hjarta sem gefur óreyndum leikmönnum úr úrvalsdeild trú á verkefninu.

    Þetta virðist ekki meiga FSG setur BR þröngar skorður hvað varðar aldur leikmanna,laun o.s.frv.
    Ég er ekki að seigja að það þurfa að stokka öllu kerfinu uppá nýtt en það þarf aftur á móti að aðlaga það ef til vill aðeins betur, það verður að kaupa reynslu í liðið, Gerrard er að fara, farnir eru Carragher, Agger allt miklir karektarar, ungu strákarnir í liðinu okkar eru ekki tilbúnir að bera þessa ábyrgð einir enda er það algjört rugl að 19 ára nýorðinn 20 ára Sterling hefur þurft að bera framlínuna uppi á löngum köflum þetta tímabil.

    þá er stóra spurninginn erum við á þeim stað í dag að geta dregið að okkur heimsklassaleikmenn það gæti orðið erfitt því ég stórefa að við endum í topp fjórum.

    FSG verður að bakka BR upp nú er ekki nóg að kaupa unga leikmenn það þarf reynslu, karektara, okkur vantar 2-3 klassaleikmenn og þá helst miðjumann, og djúpann miðjumann ásamt framherja, það þarf að vinna hratt og vel FSG getur ekki dregið lappirnar og látið önnur lið taka leikmennina sem okkur langar í fyrir framan nefið á okkur.

    Framundann er risastórt sumar hjá FSG nú reynir á að koma okkur í topp fjóra því það verður ekki auðvelt.

  103. Ég hefði frekar viljað sjá liðið reyna að jafna 2-2 en tapa svo 3-1 í stað að reyna ekkert og tapa 2-1 eins og niðurstaðan var. Þú ert í undanúrslitum fa cup, tap gefur þér ekkert, auðvitað hendiru öllu fram síðustu 10 mín!!! Virkilega sterk skipting að henda Lambert inná eftir 90mín.

  104. P.S.
    Suarez = 70m
    Lallana + Balotelli + Lovren + Moreno = c.a. 70m.

    Líður illa að sjá þessa jöfnu.

  105. Aðeins um spurningu dagsins: Á að reka Brodge?

    Ég held að öllum sé ljóst að Rodgers var fenginn inn sem maður til framtíðar og það er búið að fjárfesta rosalega í honum. Bæði hvað varðar leikmenn og eins tíma. Það skekkir auðvitað all-svakalega sýn manna á hlutina að við skulum hafa náð þessu tímabili í fyrra, því mig grunar að ef menn taka eitt skref til baka og meta hvað hefði verið ásættanlegur árángur á þessum tímpunkt eins og menn sáu stöðuna í upphafi hjá Rodgers, þá erum við örugglega ekkert langt frá þeim plönum.

    Það sem bara verður að fara að gerast hjá okkur stuðningsmönnum og konum er að við förum að horfa á stöðuna eins og hún raunverulega er. LFC er í dag með 5 dýrasta hóp EPL og eyðir 5 mest í laun. Á meðan Manchester liðin tvö og CFC eyða 50-100 millum (nettó NB) í hverjum einasta glugga er LFC að ná slíkum glugga á 5-6 ára fresti. Þannig er þetta einfaldlega, að ætlast til og að ætla að LFC keppi við þessi lið er einfaldlega út í hött. Samt er Rodgers fáranlega nálægt því.

    #Rodgersout og hvað? Ef litið er yfir hópinn sem hann er með í höndum, og hann hefur ekki 100% vald yfir hverjir koma í. Hvaða aðrir stjórar í veröldinni hefðu gert betur þetta tímabilið? Í alvörunni hvaða nöfn dettur mönnum í hug. Hvaða aðrir stjórar hefðu t.d. farið í gegnum 5-6-7 útileiki án þess að fá á sig mark? Mér dettur allavega enginn í hug sem hefði gert betur. Hvað sem leiknum í dag líður, og hundfúlt var þetta svo sannarlega þá kom BR okkur allavega þetta langt. LVG tapaði heima gegn Arsenal og Móri fékk á sig 4 mörk gegn fokking Brentford. Hvaða dóm myndu menn gefa Rodgers eftir svoleiðis frammistöður?

    Þetta breytir þó ekki hinu augljósa, Rodgers verður að komast yfir þennan “næstum því” stimpil. Það er alveg rétt sem EÖE skrifar hér að ofan, Rodgers tapar ekkert “ÖLLUM” stórum leikjum, en hann á miklum vandræðum með leiki þar sem mikið “build up” er í gangi og tapar þar allt of oft frumkvæðinu. Hann bresgt við í stað þess að láta bregðast við sér. Liðið í dag var í allan leikinn að átta sig á Aston Villa og reyna að finna mótleiki. Lið sem er í svoleiðis stöðu er í vandræðum. Þessi vandræðagangur sést líka annars staðar, núna nýlega í samningsmálunum hjá $terling. Þar er Rodgers endalaust að bregðast við aðræðum í stað þess að stjórna þeim.
    Getur Rodgers þrifið þennan “næstum því” stimpil af sér? Ég er ekki viss, þetta tímabil er búið að vera rosaleg lærdómskúrfa fyrir hann. Hann verður betri stjóri fyrir vikið. Það er ég viss um. Dugar sá lærdómur til að taka næsta skref? veit það ekki. Eitt er víst, Rodgers getur ekki endalaust verið að læra og árangurinn af mistökunum verður að fara að sjást.

    Ég skrifaði hérna að ofan um fyrirliðan okkar og hann er atriði sem við verðum að hafa í huga. Rodgers fékk í hendurnar klefann hans Gerrard og það er rosalega “tricky” staða og þessu er mjög oft gleymt þegar Rodgers er metinn. Hann hefur aldrei getað átt þennan hóp einn og sjálfur Gerrrard er alltaf þarna einhversstaðar í mixinu og þetta er einhvað sem Rodgers hefur enga stjórn á. Hann og allir í heiminum vita að ef hann fer “head2head” við Gerrard í Liverpool borg þá verður bara ein útkoma úr því. Það að lúinn og stirður Gerrard hafi verið í byrjunarliðinu í dag er gangandi sönnun þess, vandræðinn með hvaða kerfi átti að spila voru, er ég viss um, tilkominn vegna þess að verið var að finna það skásta í stöðunni með tilliti til hans. Aftur! það er verið að bregðast við aðstæðum í stað þess að stjórna þeim. Það að Rodgers komi eftir leik og dásami SG fyrir hans framlag í leiknum hlýtur að gefa einhverjar vísbendingar um andrúmsloftið í klefanum.

    YNWA

  106. Aðal ábyrgðni liggur hjá eigendunum sem tíma engu og taka enga áhættu og spara alltaf aurinn en henda krónunni þegar kemur að leikmanna kaupum.
    Kaupa miðlungsleikmenn sem skila ekki titlum.
    Þeir höfðu tækifærið i fyrra þegar klubburinn gat boðið upp a meistaradeild til að laða
    að topp leikmenn en timdu ekki að borga það sem leikmenn vildu.
    Nuna þyrfti að borga hærri laun til að fá storstjörnur, þeir eru ekki að fara gera það og allra sist
    þegar skastu menn vetrarins hugsa ser til hreyfings eitthvað annað.
    Halda menn að einhver annar stjóri væri að ná mikið betri arangri heldur en Rodgers undanfarin tvö ár. og myndi sa stjori vilja taka við hjá Liverpool og
    vinna eftir þessari moneyball stefnu.
    Fimmta mesta eyðslan = fimmta sætið
    Árangur kostar peninga

  107. Hvaða leikmenn tímdu þeir ekki að borga fyrir?? Ég myndi nú segja að eigendurnir hafi tekið helvíti mikla áhættu með að kaupa 2 one season wonder leikmenn frá Southampton á 45m punda og í kringum 20m punda framherja sem hefur verið til vandræða hjá öllum liðum sem hann hefur verið hjá.

    Ótrúlegt hvað menn kenna eigendunum svona mikið um. Rodgers hefur eytt hvað 200m punda á 3 árum?? Fyrir þann pening ætti Liverpool að vera töluvert meira mannað en það er akkúrat núna. Ef eitthvað er þá hafa eigendurnir gefið Rodgers alltof mikinn pening til að kaupa meðal leikmenn á rugl verði.

  108. Stjóri Liverpool hlítur að vera búin að skíta all svakalega upp á bak þegar að menn eru farnir að líkja honum við the Hodge => the Brodge þá er nú fokið í flest skjól myndi ég halda.

  109. djöfull verður gaman þegar glugginn opnar og maður fer að sjá hver stefnan er og tilfinningin við að horfa á fyrsta leik tímabilsins á næsta seasoni :), verðum við með danny ings uppá top og fabian delph á miðjunni eða verðum við með cavani og reus.

  110. Þeir sem halda þessari síðu úti eru að mínum dómi frábærir menn með mikið vit á fótbolta og bera mikla ást til Liverpool. Algjörir snillingar sem og margir sem skrifa hér í kommentakerfið. Takk fyrir allt og allt. EN…

    Þetta tímabil hefur verið erfitt fyrir okkur. Liðið er brokkgengt og þjálfarinn líka. Mér fannst þó keyra um þverbak í gær þegar að liðið mætir eins og höfuðlaus her og tapar verðskuldað fyrir Aston Villa á sjálfum Wembley. Þetta er algjörlega óásættanlegt eins og málið horfir við mér. Dropinn sem fyllir mælinn hvað mig varðar. Ég er öskureiður og er klukkan þó bara 8 að morgni.

    Það sem er eiginlega verra er að þegar að kemur að Brendan Rodgers fara sumir að verja hann. Einhverskonar heimsmeistarakeppni í afsökunum fer af stað. Þetta er stórhættulegt hugarfar. Annað hvort valda menn sínum verkefnum eða ekki. Punktur!

    Hvað hefur Brendan Rodgers sýnt sem sannfærir menn um að hann geti náð árangri? Ekki eru það titlarnir, ekki er það taktíkin, ekki er það árangur gegn öðrum stórum liðum í Evrópukeppnum, ekki eru það innkaupin á nýjum leikmönnum…ég meina hvað í helvítinu bendir til þess að Rodgers ráði við þetta starf.

    Svarið er því miður: ekkert! Það er ekkert sem bendir til þess að hann sé rétti maðurinn í starfið. Það er enn síður nein teikn á lofti um að hann verði orðinn rétti maðurinn næsta tímabil.

    Samt vilja sumir hafa þennan þjálfara áfram. Aftur, þetta er stórhættuleg meðvirkni sem mun enda með ósköpum.

    Það eru a.m.k. tveir þjálfarar á lausu sem eru profen winners. Annar þeirra gjörþekkir Liverpool og á þar m.a.s. hús auk þess sem við erum enn að njóta ávaxtanna af störfum hans fyrir félagið. Þ.e.a.s. Rafa Benitez.

    Hinn er þýskur snillingur að nafni Jurgen Klopp. Rodgers nær ekki einu sinni með í hælana á þessum mönnum í skóm #54 en samt vilja sumir þennan þjálfara áfram?

  111. Augljóst að menn eru reiðir, og það fær að brjótast út hér eftir leik. Nú er kominn nýr dagur, og heimurinn er ekki hruninn. Í það minnsta ekki hjá mér, en Guderian virðist hins vegar hafa farið öfugu megin úr rúminu í morgun. Mig langar að svara hans reiðipistli örlítið. Hann segir:

    “Það sem er eiginlega verra er að þegar að kemur að Brendan Rodgers fara sumir að verja hann. Einhverskonar heimsmeistarakeppni í afsökunum fer af stað. Þetta er stórhættulegt hugarfar. Annað hvort valda menn sínum verkefnum eða ekki. Punktur!”

    Með öðrum orðum – þeir sem hafa trú á Rodgers mega ekki eða eiga ekki að verja sinn mann, því það er stórhættulegt hugarfar. Nei, hættu nú alveg. Það er alveg rétt að menn valda sínum verkefnum eða ekki, en sú mælistika sem við setjum á slíkt er jafn mismunandi og við erum margir spjallararnir hérna inni. Þín mælistika er ekkert réttari en hverra annarra, og það er bara ekkert hættulegt við að hugsa enn sem svo að Rodgers sé rétti maðurinn í starfið.

    “Hvað hefur Brendan Rodgers sýnt sem sannfærir menn um að hann geti náð árangri? Ekki eru það titlarnir, ekki er það taktíkin, ekki er það árangur gegn öðrum stórum liðum í Evrópukeppnum, ekki eru það innkaupin á nýjum leikmönnum”

    Þú hefur eflaust litið viljandi framhjá þeim rökum sem þeir sem eru ekki á RodgersOut vagninum, sem þó hafa komið hér fram í góðum kommentum. Þú segir að ekki geti það verið taktíkin – en ég leyfi mér þá að minna á gengi Liverpool nú um miðhluta tímabilsins, þar sem liðið fór taplaust í gegnum fjölda leikja.

    Eftir að hafa spilað tímabilið úr rassinum í byrjun tímabils, þá datt Rodgers – eflaust óviljandi (!) – niður á taktík sem virkaði. Hún er ekki besta taktíkin en hún virkaði um tíma. Og allt í einu var Liverpool ekki lengur búið að eyðileggja tímabilið, heldur átti fínan séns á 4ja sætinu, þótt það sé eflaust úr sögunni núna.

    “Það er enn síður nein teikn á lofti um að hann verði orðinn rétti maðurinn næsta tímabil.

    Samt vilja sumir hafa þennan þjálfara áfram. Aftur, þetta er stórhættuleg meðvirkni sem mun enda með ósköpum.”

    Hérna, ágæti Guderian, ert þú farinn að gefa þér ansi margar forsendur þegar þú fullyrðir að hann muni ekki ná árangri á næsta tímabili, enda segir þú að þetta MUNI enda með ósköpum. Af hverju? Gæti ekki verið að þungri byrgði verði lyft af liðinu þegar Gerrard fer í sumar, og að eigendurnir veiti Rodgers dágóða summu í kaup á góðum leikmönnum? Verða ekki ungu leikmennirnir orðnir árinu eldri, búnir að taka út virkilega vont tímabil og reynslunni ríkari?

    Hvað, nákvæmlega, ertu að gefa þér þegar þú hendir svona stóra sannleik fram?

    Þú ert eflaust einn besti penninn sem kommentar á þessa síðu, en þessi reiðipistill þinn er bara þannig að ég varð að svara honum. Þú viðurkennir reyndar að vera öskureiður, og að því leyti verðum við að lesa kommentið þitt í því ljósi.

    Ekki taka því samt sem svo, að ég sé eitthvað á Rodgers Out eða Rodgers In vagninum. Ég hef ávallt haft mínar skoðanir á Rodgers, þó ég þurfi ekkert að vera básúna þær út um allar koppagrundir. Og enn síður ætla ég að koma hingað, eftir ömurlegt tap og ömurlega frammistöðu, sem er svo einkennandi fyrir þetta tímabil, og spila út spilinu “I told you so”.

    Það er nýr dagur runninn upp, og þótt sólina vanti, þá skulum við bara setja þennan leik aftur fyrir okkur og reyna að vera aðeins málefnanlegri en sumir í þessum þræði hafa verið.

    Með vinsemd og virðingu
    Homer

  112. Jæja….nú þegar maður er farinn að ná andanum aftur eftir þennan taktíska ósigur þá er best að viðurkenna það að betri stjórinn vann.

    Ekki endilega betra liðið en reyndari og meira mótiverandi stjóri sem veit hvernig á að bregðast hratt við taktík andstæðingsins. Tactical Tim hefur sýnt það að hann hefur hreðjarnar í þetta. Hann lenti í geðstirðum eiganda Tottarana og fær núna að sýna hvað í honum býr.

    Brendann vinur minn er í brattri lærdómsbrekku núna og það verður spennandi að sjá hvort hann fái eitt tímabil í viðbót.

    Það sem gæti bjargað því sem bjarga verður er að ná 4. sæti. !

    YouNeverKnow
    &
    YNWA
    :O)

  113. Homer minn það er ekki eins og Br sé á sínu fyrsta tímabili með þetta lið ,búin að fá fullt af peningum og fara mjög illa með þann sjóð.
    Þú talar um að læra í brekku vil ekki gefa Br 3 ár í viðbót í þessa brekku sína góðar stundir.

  114. Maður bíður bara eftir sillysíson núna. Hvaða leikmenn verða keyptir? Framherji á minn disk takk og hugsanlega fleiri bakverði. Ég er jákvæður fyrir næsta tímabil. Ótrúlega slök leikmannakaup síðasta sumar og meiðsli gerðu liðinu erfitt fyrir og mér finnst liðið eiginlega vera hálf bensínlaust núna. Kæmi mér ekki á óvart ef liðið myndi enda í 7.sæti.

  115. Hallo Hallo….
    Thad er galid ad skipta um stjora. Brendan R a eftir ad reynast LFC vel. Thid gerid flestir adeins of miklar krøfur um skjotan arangur. Thetta er langhlaup ekki 100 m sprettur.
    Eg skal vidurkenna ad Brendan R klikkadi 110 % i gær tahd eru allir sammala um thad og fyrstu mistøkin voru ad hafa SG i lidinu. Eg skal einnig vidurkenna ad Brendan R virkar stundum afar klaufalegur i vidtølum og stundum half pinlegt ad hlusta a hans afsakanir en kannski hraunar hann yfir mann og annan i klefanum eda i one on one samtølum. Helsta vandamala LFC thennan veturinn er ad minu viti vørnin , verid ansi oørugg. Og tehgar svo er tha bakka midju mennirnir of mikid og latir soknar menn verda aleinir upp a topp. Hver hefdi sagt fyrir timabilid ad Loveren yrdi slakur..enginn.. Alerto Moreno er lika alltof slakur varnarlega og a bara ad spila gegen lakari lidum a heimavelli. Glenn J er buinn , puntur.

    Arangur LFC thetta timabilid er bara a pari vid fjarhagsstyrk….
    Svo er alltaf : Next seasong 🙂

  116. Kæri Homer.

    Kannski fór ég vitlausum megin framúr í morgun og kannski er ég ósanngjarn í garð Rodgers. Ég ber virðingu fyrir skoðunum þínum og tel mig fráleitt hafa “réttara” fyrir mér en aðrir sem enn hafa trú á þjálfaranum. En minn mælir er fullur eftir gærdaginn og ég get ekki orða bundist yfir frammistöðu liðsins í vetur.

    Eitt er að ræða um að fimmta sætið sé nákvæmlega það sem búast má við miðað við peningana í liðinu. Raunar hafa bæði Benitez og Klopp sýnt hvað hægt er að gera með góðri þjálfun. En fair enough – við erum fimmta besta félagið by default. Þjálfarinn skiptir ekki máli sem sagt. Fimmta sætið er náttúrulögmál eins og þyngdarlögmál Newtons. En erum við ekki betri en Aston Villa? Bolton? Blackburn? Bournemouth? Þetta er ekki ásættanlegt og ég hef enga trú á að Rodgers sé hluti af lausninni – hann er vandamálið að mínum dómi.

    Ég vil samt taka fram að ég skal glaður éta úldinn ullarsokk sem Alex Ferguson gekk í ef Brendan reynist vera framtíð Liverpool.

  117. En Guderian þú minnist á Benitez hann endaði eimmit í 7 sæti á sínu síðast tímabili og datt út út riðlakeppni meistaradeildarinnar eftir að hafa lent í öðru sæti árið áður, ef maður lýtur til baka þá hefur það reynst galin ákvörðun eigum ekki að læra af þessu og gera ekki sömu mistök aftur

  118. Innkaupastefnan okkar er líka þrælgöllu?..

    Vi? vorum me? 100 Milljónir Punda undir beltinu sí?asta sumar, vonandi ver?um vi? me? 30-40 eftir sölu á Sterling núna í sumar og FSG ver?ur a? breyta sinni stefnu. Í sta? þess a? kaupa 4-5 leikmenn sem gætu or?i? gó?ir þá ættum vi? a? taka 1-2 bita sem eru virkilega gó?ir og búnir a? sanna þa?.. Alexis Sanchez, Karim Benzema, Marco Reus.. svona nöfn eru umtalsvert líklegri til a? skila titlum í hús heldur en fullt af “maybe” leikmönnum.

    Ef menn vilja tala um launakostna? stóru nafnanna þá er þa? nokku? augljóst a? ef vi? fáum til okkar unga leikmenn, kannski 6 talsins og þeir kannski me? 60 þúsund pund à haus þá kostar þa? okkur miki? meira en 1-2 stórnöfn me? 100 þúsund á haus.

    Bottom line, erum ekki a? fara gera neitt næstu 10 árin ef vi? höldum í þessa a?fer?arfræ?i.

  119. Jan Martin…alveg rétt síðasta tímabil Rafa með LFC var ömurlegt.

    En grínlaust, sérðu virkilega Brendan Rodgers vinna 3-4 titla með Liverpool næstu 3 árin þ.m.t. CL titil?

    Það gerði Rafa. Ég sá Napoli rústa Wolfsburg á útivelli í síðustu viku. Sæir þú Brendan leika það eftir?

    En ok…þessi umræða þjónar engum tilgangi per se. Ég á ekki von á því sérstaklega að Rodgers verði látinn fara. Kannski er Brendan Rodgers rétti maðurinn og sanni það eftirminnilega á næsta tímabili. Vonandi, vonandi, vonandi…

    Ég hef hins vegar enga trú á því. Brendan er “skuldaleiðrétting” fótboltans fyrir mér.

  120. Það er auðvelt að kasta þessu svona fram:

    “En grínlaust, sérðu virkilega Brendan Rodgers vinna 3-4 titla með Liverpool næstu 3 árin þ.m.t. CL titil?

    Það gerði Rafa.”

    Þetta er bara ekki svona einfalt, Rafa tók við slípuðu liði sem innihélt góða blöndu af reynsluboltum sem þá voru á hátindi feril síns eins og Hyypia, Carra, Hamann og okkar dáði Steven Gerrard, að ógleymdum Xabi Alonso, sem Rafa reyndar keypti til liðsins.
    Þetta er rosalegur hópur, sem inniheldur leiðtoga og það fleiri en einn.

    Nú sá ég ekki leikinn í gær, þannig að ég þurfti ekki að uppifa þetta kvalræði eins og þið margir sem hérna hafa kommentað.
    En þessi endalausa Brendan út og svo Brendan er maðurinn umræða er að mínu mati ótrúleg.

    Og já, ég sé alveg fyrir mér Brendan Rogers vinna titla á næstu þremur árum verði hann áfram.
    En að byrja á byrjunarreit í hvert sinn er liðið hrasar er fáránlegt að mínu mati.

    Y.N.W.A.

  121. Ja það mistök að reka Rafa enda frábær þjálfari, breyttir því ekki að hann tók við miklu betra búi en Rodgers enda var liðið í meistaradeildinni á meðan Rodgers tók við liði sem endaði í 7 sæti tímabiliði áður. Ja ég hef trú á því að liðið vinni titla í næstu 3 árum en ég hef ekki trú að það verði cl titil

  122. Ég held nú að framtíð BR ráðist af því hvernig liðinu gengur það sem eftir lifir leiktíðar. Ég verða að viðurkenna að ég hef ekki mikla trú á að hlutirnir batni mikið en hver veit? Kannski vinnast allir sex leikirnir sem eftir eru og þá heldur BR starfinu mjög líklega. En það er spurningin hver á að taka við ef BR verður látinn taka pokann sinn. Nýr framkvæmdastjóri getur varla gert kraftaverk með núverandi hóp og það eru ekki margir topp framkvæmdastjórar á lausu eins og stendur – nema þá Jurgen Klopp. En hann er auðvitað ákveðin áhætta og ekki með neina reynslu af ensku knattspyrnunni. Menn hafa töluðu um mikla breydd innan liðsins á meðan þessu 13 leikja hrina stóð yfir en sú breydd sást varla á bekknum í Aston Villa leiknum. Það þarf sem sé einhverja alvöru leikmenn til þess að hægt sé að snúa hlutunum við og einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á BR hvað varðar leikmannakaup.

  123. “En að byrja á byrjunarreit í hvert sinn er liðið hrasar er fáránlegt að mínu mati.”

    Er einhver að leggja það til?

    Er virkilega “ótrúleg umræða” að setja á blað efasemdir um Brendan Rodgers?

    Þjálfara sem endar með Liverpool í 7 sæti í hittifyrra og svo skulum við sjá til með þetta tímabil.

  124. http://433.moi.is/enski-boltinn/kaup-liverpool-sidasta-sumar-hvada-leikmenn-hafa-stadid-sig/
    Úff þessi listi er átakanlegur. Tveir leikmenn þarna sem hafa haft eitthvað impact á liðið eru Can og Moreno. Manni svíður sérstaklega að sjá 45 milljónirnar sem fóru í dúóið frá Southampton. 120 milljónir punda í hvað eiginlega? Þetta hefðu geta verið 3 klassa leikmenn sem hefðu mátt kosta 30 mills hver. Verðum að vera ansi klókir næsta sumar að ná að lokka leikmenn til okkar, við erum aldrei að fara fá stór nöfn með enga meistaradeild og það er að segja ef eigendurnir eru tilbúnir í aðra eins eyðslu!

  125. Nei vá gleymdi heilum 30 mills, hefðu mátt vera fjórir 30 mills menn!

  126. Er enn í ójafnvægi…ætla að viðurkenna það að ég er enn að melta það sem ég sá í gær.

    Eins og í öllum nútímafótboltaumræðuþráðum fær stjórinn 95% ádeilunnar. Það eitt og sér finnst mér vitlaust. Ég t.d. skil ekki þá sem tala um að Pellegrini sé taktískt naívur og lélegur stjóri…ári eftir að hann vann æsilegasta kapphlaup lengi um enska titilinn. Ég set þó líka spurningamerki við það að kippa mönnum inn í ensku deildina til að meika það…staðreyndin er sú að það eru mun fleiri sem hafa floppað en þeir sem hafa meikað það. Þó t.d. megi velta fyrir sér gáfum þess að reka menn eins og Ancelotti og Di Matteo.

    En við getum bent á Vilas-Boas og þó að menn keppist nú við að lofa Van Gaal þá er hann í dag sjö stigum ofan við okkar “lélega” lið og komst ekki nálægt bikarsigrum þrátt fyrir að hafa sloppið við Evrópukeppnirnar. England er einfaldlega á öðrum stað….sér í lagi ef við horfum á þýska umgjörð sem er eins langt frá þeirri ensku og hægt er held ég bara.

    Svo ég set alveg mikinn efa á það að fara nú þýsku leiðina eftir skipbrot þeirrar frönsku og síðan mögulega þeirrar spænsku. Ég auðvitað var ekki sáttur við meðferðina á Rafa, en ég held að yfirmenn félagsins hafi fengið nóg af hans vinnuaðferðum og því ætla ég ekki að kalla fast eftir honum, þó hann hafi heldur betur sýnt það með Chelsea og Napoli hvað menn fá með honum.

    Við verðum að mínu viti að horfa á klúbbinn og þeirra fílósófíu og skoða málið út frá því. Það var engin tilviljun að þeir ráku Comolli fyrir að gambla í leikmannamálum (þó í dag þá sé það að hann fékk Hendo og Suarez svoleiðis að rústa eina stóra klúðrinu sem var Carroll) eða svo Dalglish sem hafði þá tryggt eina bikar félagsins síðustu 9 ár. Þeirra hugsjón fylgdi ekki vinnulagi þessarra manna og það var svo þeirra ákvörðun að velja ungan og efnilegan þjálfara sem ekki hafði unnið einn einasta titil, hafði eitt ár að baki í efstu deild en var þekktur fyrir að búa til hæfileikamenn úr ungum mönnum.

    Þeir röbbuðu eitthvað við stór nöfn en völdu þennan, ráku svo alla þjálfara úr unglingaliðsstöðunum og hann valdi sér menn inn. Allt er þetta hluti af plani FSG sem leit glimrandi vel út í fyrra, auðvitað að stærstum hluta honum að þakka.

    Ég gagnrýndi ákvörðun FSG varðandi brottrekstur Comolli og Dalglish, dró í efa hæfni þeirra eigendanna í að marka stefnu í nútímafótbolta sem snýst um það að borga hæstu launin og kaupa tilbúna leikmenn. Í fyrra datt ég algerlega á hinn vagninn, er sannfærður um það að Rodgers átti mikinn þátt í því að koma liðinu á þann stall sem það var, þó auðvitað hann verði að taka það á sig að hafa gert mistök í því að sækja sigur í Chelsealeik þar sem jafntefli dugði.

    Ég hef hins vegar haft af því áhyggjur í vetur hversu langt skref við tökum nú til baka. Það er aldrei hægt að vera vitur samtíma leikmannagluggum en staðreyndin er sú að þeir leikmenn sem hafa bæst í hópinn hafa fæstir sannað sig og það verður ekki bara skrifað á FSG.

    Það sem ergir mig auðvitað er það í þeim þremur do-or-die viðureignum vetrarins höfum við tapað…meira að segja má líka benda á Besiktas. Svoleiðis finnst mér ekki tilviljun…og pirraði mig SVAKALEGA í gær að sjá okkur þurfa að henda í alls konar tilraunir til að vinna leik gegn Aston Villa sem kortlögðu okkur býsna vel og núlluðu okkur út.

    Svo ergir það mig að núna er þriðja tímabil stjórans…í vor áttum við okkur ekki enn alveg hvaða leikkerfi hann ætlar að spila og það vantar býsna mikið inn í leikmannahópinn til að þar sé jafnvægi…en svo er ég líka ekki sannfærður um það að leikmenn eins og Moreno, Markovic, Lovren, Lallana og Can séu óhæfir í búninginn…heldur þurfi einmitt tíma sem er ekki sjálfgefið að nýr þjálfari gefi þeim. Hvað þá ef hann þekkir ekki deildina.

    Það að reka þjálfara þýðir einfaldlega a.m.k. eitt ár til baka hjá liði eins og okkar sem getur ekki rétt fram 150 milljónir og opinn launatékka með. Það þarf að selja mjög mikið af leikmönnum í sumar sem ekki eru nýtingarhæfir og kaupa inn menn sem styrkja liðið strax.

    Klúbburinn þarf líka að finna leiðtoga. Næsta haust höfum við misst Suarez, Agger og Gerrard sem hafa allir spilað gríðarlega stórt hlutverk í leikjum eins og í gær. Vissulega sýndi Gerrard ekki neitt til að gleðjast yfir í gær en ég er enn reiðari yfir því að lykilmenn framtíðarinnar eins og Hendo, Coutinho og Sterling gátu ekkert við þessar aðstæður. Við sáum alveg mun á þeim og t.d. Tony Grealish (ungur) og Fabian Delph (fyrirliði) og sá var ekki okkar mönnum í hag.

    Það er því alveg svakaleg flækja í hausnum á mér þessa dagana sem ég vonaði að yrði leyst með góðri frammistöðu á Wembley og tilhlökkun fyrir 30.maí.

    Í staðinn fékk ég ömurlega frammistöðu liðsins og enn eitt rifrildið sem heimtar uppstokkun…eins og við höfum ekki fengið nóg af þeim undanfarin ár.

    Eitt stóra atriðið hlýtur að vera sú trú sem fólk hefur á því að Liverpool FC geti stigið skrefið inn í topp fjóra næsta haust. Í dag finnst mér það fjarstæðukennt í ljósi þess hver staðan í leikmannahópnum verður í maí og það mál verður að leysa. Þar þarf að byrja á að klára samninga við Hendo og Skrtel, klára röflið í Sterling eða selja hann og fara svo í það að kaupa leikmenn sem kæmust alltaf í United, City, Arsenal og Chelsea.

    Ef FSG eru til í það og Rodgers þorir í slík nöfn þá vill ég gefa honum séns áfram…því ég hef trú á honum á svo margan hátt. En það fækkar reglulega leikmönnum í liðinu sem hafa unnið eitthvað og þegar hann hefur ekki unnið neitt heldur þarf að vinna í þeim hlutum hjá félaginu.

    Shit…endalaust margir Reykás-hringir hérna…er við brotmörk bara held ég!

  127. @130
    Ekki snúa útúr takk.
    Ég sagði ekki að það”að setja á blað efasemdir um B.R.” væri fáránlegt.
    Ég sagði:
    “þessi endalausa Brendan út og svo Brendan er maðurinn umræða er að mínu mati ótrúleg.”

    Mikill munur hér á.

    Og það eru margir hér að kalla eftir því, og það kalla ég að byrja aftur á byrjunarreit.

  128. Ég er búinn fatta etta. Við erum að breytast í ARSENAL. Við verðum ekki betri fyrr en við höfum
    byggt nýjan völl og á meðan alið upp leikmenn fyrir önnur lið. Með smá heppni dettur inn bikar hér og þar. Er það ekki rétt munað hja mér að eigendur LFC,John Henry og félagar hafi einmitt dásamað ARSENAL módelið? Hafi jafnvel hitt þá á fundum til að fræðast um þeirra
    skipulag. Er þetta vitleysa hjá mér??

  129. Ég er á svipuðum slóðum og Maggi þó minn pirringur hafi verið lang mestur eftir skituna eftir Basel leikinn mikið frekar en þennan í gær. Eins og áður hefur komið fram vill ég ekki skipta um stjóra núna en set aðeins spurningamerki við þetta

    Ég auðvitað var ekki sáttur við meðferðina á Rafa, en ég held að yfirmenn félagsins hafi fengið nóg af hans vinnuaðferðum og því ætla ég ekki að kalla fast eftir honum

    Djöfull gæti mér ekki verið meira sama þótt yfirmenn hans á þeim tíma hafi verið komnir með nóg af honum, það voru mótmæli gegn þeim vitleysingum á hverjum leik á sama tíma. Þetta er ekkert sambærilegt núna og þegar Rafa var rekinn, núna er verið að byggja upp lið ekki markvisst rífa það niður. Brottrekstur Rafa var með ólíkindum vitlaus og ráðning Hodgson í staðin næstum toppaði það, ótrúleg skipti og borgað stórfé fyrir. Að mínu mati væri óráð að reka Rodgers á þessum tímapunkti en ekki nærri jafn vitlaust og stjóraskiptin voru 2010.

  130. Þessi Rodgers in/out er kannski útrædd og þreytt. En það sem varð til þess að ég fékk endanlega nóg af Rodgers var leikurinn í gær. Sá leikur er ekkert einsdæmi og allt tal um að Rodgers hafi ekki fengið tækifæri til að sanna sig gengur ekki upp að mínu mati.

    Sannleikurinn bitri er sá að þjálfarinn kann ekki að setja upp stóra leiki. Rodgers hefur hæfileika, það er óumdeilt, en hefur hann hæfileika til að stýra risafélagi? Það held ég ekki.

    Rausið í mér er sökum þess að við erum smám saman farin að sætta okkur við Rodgers. Við viljum frekar bíða og vona eftir kraftaverki þó að ekkert hjá þjálfaranum bendi til þess að hann sé að læra á aðstæður. Þvert á móti virðist hann staðnaður og hefur ekki minnstu hugmynd um framhaldið að því best verður séð. Rodgers er ekki neinn Rafa og ég hef ekkert séð sem bendir til þess að hann komist nokkru sinni með tærnar þar sem Rafa hefur hælana.

    Ég hef enga trú á að reka þjálfarann til þess eins að reka hann ef ekkert annað er í boði. En þannig er það ekki núna. Tveir mjög flinkir stjórar eru á lausu samkvæmt fréttum þ.e. Rafa Benitez og Jurgen Klopp.

    Ég er ósammála því að LFC fari ár eða tvö til baka með því að skipta um þjálfara sem sjálfgefnum hlut. Vitanlega eru til dæmi um slíkt en ekki færri hinn veginn, þ.e. að nýr þjálfari hjálpi félagi til að taka risastökk framávið. Þetta fer eftir manninum og mín skoðun er að meiri áhætta sé að hafa Rodgers áfram en að fá proven winner til félagsins þ.e. ef hann er í boði.

    Elvis has left the building

  131. Sælir félagar

    Ég er ekki á neinum vagni BR in eða BR out. Ég er einfaldlega drullusvekktur yfir frammistöðu liðsins í: gær, á móti MU um daginn og á móti Arsenal um daginn lika og svo á þeirri ömurlegu byrjun sem liðið átti í upphafi tímabils. Meistaradeildarskitan er mönnum líka enn í fersku minni. Ég er ekki heldur einn af þeim sem ætlaði af göflunum að ganga yfir gengi liðsins eftir að tókst að snúa því til betri vegar. Það fannst mér einfaldlega vera verkefni BR og ef honum hefði ekki tekist það væri að öllum líkindum búið að láta hann fara.

    Það eru greinilegar brotalamir í stjórn BR á liðinu. Af hverju þær eru veit ég ekki en menn hafa uppi ýmsar getgátur um orsakirnar. Það er nú líka þannig að margir eru verulega reiðir eftir nokkra síðustu leiki og hvernig BR og liðið hefur misst niður um sig trekk í trekk á undanförnum vikum, í upphafi leiktíðar og í meistaradeildinni. Það er því engin furða þó stór stokkur stuðningsmanna sé búinn að fá nóg.

    Það er því eðlilegt að þessi umræða dúkki upp aftur af miklum krafti. Á að reka BR eða á ekki að reka hann? Ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Það er fyrir mér alveg greinlegt að annaðhvort hefur BR ekki það sem til þarf eða hann á eftir að læra ansi mikið og ekki síst þarf hann að vera betur viss á því hvað hann ætlar að gera á hverjum tíma og hver stjórnar (þarna er ég að vitna til ummæla S. Njarðar um áhrif SG). Þarna er því á ferðinni spurningin um hvort liðið hefur efni á því að reyna til þrautar að treysta BR eða hvort affarasælla er að fá nýjan mann í brúna.

    Hvoru tveggja er áhætta og hvorutveggja getur brugðið til beggja vona. Inn í þetta koma svo breytur eins og pólitík eigenda, peningamál og innkaup á leikmönnum, stækkun vallarins og aukin innkoma o.s.frv. Það er því mikil einföldun að flokka menn í þennan eða hinn flokkinn þó þeir blási eftir ömurlega frammistöðu liðsins og stjórans í gær. Mörg okkar sveiflast til eins og pendúll í afstöðunni til þessara mála en afar fáir þeirra sem gefa sér tíma til umhugsunar hafa endanlega og ótvíræða skoðun á málinu.

    Það er til dæmis ekki víst að ef BR færi fljótlega og RB (skemmtilegur snúningur á Brendan og Rafa) tæki við að það yrðu svo afskaplegar breytingar á innviðum klúbbsins. RB gjörþekkir allt á Anfield og hefur verið þar við erfiðari aðstæður en flestir ef ekki allir stjórar klúbbsins. Í því sambandi er vert að minnast þessa þegar menn tala um hvað hann endaði illa og neðarlega þegar yfir lauk. Það væri ef til vill giska fróðlegt að sjá RB standa við stjórnvöl liðsins við bærilegar aðstæður og tryggan bakstuðning eigenda. Hvað þá . . .

    Hvað sem öllu þessu líður þá verðum við að ræða þessi mál af drenglyndi og trúfestu við klúbbinn okkar og liðið. Mér finnst til dæmis fyrir neðan allar hellur að uppnefna stjórann okkar og bölva honum í sand og ösku. Það er í lagi að vera reiður og hnýta í kallinn svona meðan maður er á suðupunkti eftir hamfarir á vellinum en kalla hann ónefnum og likja honum við Hodges er ekki fallegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  132. Úff…… flottar umræður hér að ofan og menn að takast á.

    Homer og Guderian með flotta vinkla á stöðu mála. Ég sjálfur á “Guderian vagninum” því mér finnst BR með eindæmum ráðalaus þetta tímabilið og sú hugsun lætur æ oftar á sér kræla að síðasta tímabil hafi verið slembilukka með SAS gengið í banastuði.

    Myndi þiggja að fá að rýna í kristalkúlu til að skoða stöðu málu vorið 2016 með BR sem stjóra annars vegar og RB/JK hinsvegar!

  133. En þessi umræða um léleg leikmanna kaup er alls ekkert nýtt og var það sama sagt um Kenny, Rafa og Houllier. Rafa var mjög góður þjálfari en hann gerði mjög mikið af lélegum kaupum má þar nefna Keane, Aqualani, Dossena og fleiri. Rodgers hefur gert ýmis misheppnuð kaup en flest þessi leikmanna kaup voru i sumar þannig að það spurning hvort það sé ekki ansi ótímabært að afskrifa þau eftir bara eitt tímabil

  134. Dunkur #135, hvernig eruð þið að breytast í Arsenal? Arsenal er við það að tryggja sér CL sæti 18. árið í röð á meðan Liverpool er líklega að missa af CL í 5. sinn á síðustu 6 árum. Þið eruð frekar að breytast í Tottenham, klúbbur sem einstaka sinnum kemst í CL með miklu einstaklingsframlagi afburða leikmanns (Bale, Suarez) áður en hann er seldur til spænsks risa, en er þess á milli í Europa League sætunum. Eyða miklum fjármunum í marga meðalmenn sem lítið kemur útúr, skipta reglulega um stjóra. Halda að þeir séu mun stærri klúbbur en þeir eru í raun og veru sem geti keypt menn eins Cavani, Benzema og Reus (sbr. mörg komment hér).

  135. Mér finnst Maggi koma með einn besta punktinn. Maður hefur ekki enn hugmynd um hvaða aðal kerfi Rodgers will leggja upp með, samt er hann að ljúka sínu þriðja tímabili með Liverpool. Mér finnst hann oft hræra svo mikið í þessu að ég hef stundum á tilfinningunni að leikmennirnir séu ekki alveg með á hreinu til hvers er ætlast af þeim eða hvaða hlutverk þeir hafa.

    Það að reka Rodgers núna væri ekki mjög góð hugmynd finnst mér samt. Ef menn ætla hins vegar að fara í það, þá held ég að Benitez væri besti kosturinn þar sem hann þekkir félagið og umfang þess. Hann er einnig mjög vanur því að deal-a við pressuna og öllu því sem fylgir því að vera stjóri Liverpool.

    Mönnum hér er tíðrætt um að Rodgers nái ekki mótivera leikmenn fyrir stóra leiki. Það kann að vera rétt að hluta til, þó Liverpool hafi oft spilað vel í stórum leikjum. Bæði fyrr í vetur og í fyrra vetur. Sökin er amk 50 % hjá leikmönnum líka, ef menn ná ekki að mótivera sig í svona leiki sama hvað þjálfarinn segir, þá eiga þeir einfaldlega ekkert erindi í Liverpool og mega fara strax.

  136. Af hverju ekki að prófa að fá einhvern mann með Rodgers, einhvern sem bætir upp það sem Rodgers vantar. Daglish var með Clarke með sér og hann átti stóran þátt í að skipuleggja varnarleik liðsins ásamt öðru.
    Ég hef bara undanfarið orðið var við alltof marga taktíska feila hjá BR og svo einhverja þrjósku hjá honum við að leiðrétta eða bæta þá í leikjum sem hafa tapast.

    Ég er alls ekki sammála þér Maggi að vinnubrögð Rafa hafi verið eitthvað sem yfirmenn Liverpool hafi fengið nóg af, nema þá kannski bara Knoll og Tott, sem voru hægt og bítandi að mergsjúga allan pening úr þessum klúbbi okkar.
    Hvað á að gera núna ? Auðvitað verður BR ekki rekinn nú þegar nokkrir leikir eru eftir af þessu tímabili, en hvað svo ??? Veit einhver hvað svo ? í sumar kaupum við efnilega leikmenn ? enn ein leikmanna hreinsun blasir við mér hjá okkur, erum við að sjá 6-8 leikmenn fara ? 3-4 koma inn ? Verðum við ekki í sama basli næsta tímabil með BR við stjórnvölinn ? Af hverju ekki að reyna eitthvað nýtt ? Er BR eini stjórinn sem getur byggt upp gott lið ?
    Ég var einn af þeim sem var ekki sáttur þegar KK var rekinn, enda fékk hann ekki neinn tíma, en SAMT, hann skilaði okkur einni dollu, og kom okkur í úrslit í FA cup. Núna er Br búin að fá 3 tímabil, og hann hefur sannað að hann kann ekki að spila liði í Evrópukeppni, hann nær einhverrra hluta vegna ekki að mótivera leikmenn fyrir leiki eins og í gær, er hann búin að tapa klefanum eins og sumir segja ?

    Ég vill að LFC losi sig við BR í sumar og ráði inn annað hvort RAFA aftur, eða þá Klopp. Þrjú ár er nóg , let´s face it, það var SUAREZ sem kom okkur í CL síðasta tímabil, ekki einhver snilld hjá BR.

  137. #139. Ég er frekar sammála þessari grein, en þó er eitt ogguponsupínulítið smáatriði sem ég er ósammála, og það er akkúrat þetta hérna…..

    “Mama­dou Sak­ho, Par­is Saint-Germain, 18 millj­ón­ir punda

    Get­ur verið ógn­ar­sterk­ur varn­ar­maður en ger­ir of mörg mis­tök til að rétt­læta 18 millj­ón punda verðmiðann.

    Slök kaup.”

    Held það sé helvíti hart að tala um slök kaup á þessum manni, hann er kannski eitthvað mistækur en alls alls alls ekki neitt slakur varnarmaður að mínu mati.

    En kannski er maður bara alveg jafn vitlaus og maður lítur út fyrir að vera 😉

  138. Þetta samt alveg galin grein ef við skoðum t.d Fellaini og Mata. Þeir þóttu á seinasta tímabili og þá sérstaklega Fellaini mjög misheppnuð kaup og þessu tímabili líklega þeirra bestu leikmenn.

  139. Sakho eru frábær kaup, alveg hand viss um það. Coutinho voru kaup aldarinnar, Sterling og Sturridge líka. Can lítur mjög vel út, Marcowich líka. Þetta eru margir korn ungir strákar, sumir á sínu fyrsta tímabili. Ibe lítur vel út og svo eru fleiri ungir og efnilegir að koma upp.

    Persónulega finnst mér galið að vera að tala um að reka BR. Við erum með ungan stjóra sem er að læra eins og kjúklingarnir í liðinu. BR gerir mörg mörg mistök, það gera líka menn eins og Gaaal, Pellagrini, Wenger osfr

    Á köflum höfum við séð spilamennsku hjá okkar liði undir BR sem jafnast á við það besta í Englandi, ef ekki betra. Erum í fimmta sæti í dag með fimmta dýrasta liðið, fórum í undanúrslit í báðum bikurunum, fórum á Wembley en skitum á okkur í evrópu. Gef BR 7.0 í einkun.

    Að mínu mati eigum við að byggja upp lið með BR í fararbroddi. Ég tel að ef við horfum til framtíðar þá er BR rétti maðurinn. Viljið þið fá inn gamlan kall sem nær árangri í eitt ár og hverfur svo á braut. Alltaf að byggja upp nýtt lið, með nýjum starfsmönnum osfr #groundhogday

    Ég er tilbúinn að gefa BR tækifærið. Ef við lítum á Tottenham og Everton sem eru kannski þau lið sem líkjast okkur mest þá erum við skrefi framar en þessi lið. Everton voru frábærir í fyrra, eru í ruglinu í ár. Fyrir tveim árum voru Tottenham betri en við, þeir seldu sinn besta mann og hafa ekki náð sér á strik síðan, þrátt fyrir stjóraskipti og eyðslu sem jafnast á við okkur. Við seldum okkar besta mann og misstum næst besta strikerinn í deildinni í meiðsli.

    Þetta er ekki einfalt mál og því fyrr sem menn sætta sig við það að við erum ekki að keppa í sama flokki peningalega og “stóru fjögur” því betra.
    Þó þú sért með topp liðsjóra, og efnilegustu bílstjórana þá vinnur þú ekki Formuluna með Lotus.

  140. Hversu langan tíma fær maðurinn til að læra? Man utd leikurinn, arsenal, aston villa, meistaradeildin, evrópudeildin. Hann hefði att að læra eitthvað á öllum þessum leikjum en virðist ekki gera það. Líklega er hann of fullur af sjálfum sér. Alla vegana virðist Tim Sherwood vera fyrri til að læra hvernig á að vinna undanúrslitaleiki.

  141. En ManCity, ManU, Chelsea og Tottenham gátu ekki komist í undandúrstli, og þar af leiðandi kunna þjálfarar þessara liða ekki að vinna leiki í 8, 16, eða 24 liða úrslitum ? REKAÞÁALLA ?

  142. Ef þessi fótalausi tæplega 35 ára gamli leikmaður sem var í byrjunarliðinu í gær hefði verið einhver annar en Steven Gerrard, hefði hann ALDREI verið í starting XI í bikarundanúrslitum á Wembley. Ég fullyrði það.

    Hvað segir það okkur um ástandið í herbúðum Liverpool? Er Rodgers að glíma við Gretti?

  143. Þessi lið fyrir kannski utan Tottenham hafa á undanförnum árum unnið eitthvað. Hjá Liverpool undir stjórn BR er árangurinn eitt stórt núll. Annað sætið telur ekkert því eins og vitur maður sagði “If you ain’t first you’re last”

  144. Það sem fer hvað mest í taugarnar á mér varðandi spilamennsku okkar er hugleysishátturinn. Menn eru hræddir við að láta finna fyrir sér og skella í tæklingar á meðan andstæðingar okkar láta okkur finna fyrir sér. Hver man ekki eftir mönnum eins og Mascherano, Torres, Suarez og Alonso, þeir voru sífellt að narta í leikmann og láta finna fyrir sér. Það er eins og Liverpool sé að reyna að vinna prúðsemi deildarinnar.

  145. Boltinn er hjá eigendunum og þeir verða að bregðast við í sumar. Það er algjört lykilatriði að halda kjarnanum. Ég vil ekki sjá einn einasta leikmann, sem er að spila reglulega, fara í sumar. Getum alveg búið til einhvern pening með að selja lánsmennina og menn sem hafa engu skilað á þessari leiktíð.

    Það er hreinlega kominn tími á að byggja ofan á liðið – án þess að tæta það í sundur. Þá er ég að tala um kaup á c.a. fjórum gæðaleikmönnum. Leikmönnum sem hafa sannað sig og eru góðir í fótbolta í dag en ekki eftir 3-4 ár. H

  146. #75 Kæri f,

    Ég kann virkilega að meta það að við höldum með sama liðinu á Englandi. En það fer alltaf gríðarlega í taugarnar að sjá prófílmyndina af þér. Vinsamlega sýndu okkur hinum þá virðingu að skipta henni út. Við hinir erum ekki að troða íslenska liðinu okkar upp á aðra á þessari síðu, enda er það ekki það sem sameinar okkur sem erum aðdáendur þessarar síðu.

    Þetta er það jákvæðasta sem ég hef um leikinn að segja.

    YNWA

Byrjunarliðið á Wembley – UPPFÆRT

Kop.is Podcast #80