Fréttirnar eru að berast rétt í þessu. Hér er Ben Smith hjá BBC:
Brendan Rodgers will stay as #LFC manager after meeting with Tom Werner. All parties agreed improvements must be made
— Ben Smith (@BenSmithBBC) June 2, 2015
Og hér er Liverpool Echo:
Brendan Rodgers holds talks with #LFC chair Tom Werner and FSG executive Mike Gordon in L'pool http://t.co/nmD0doxeBV pic.twitter.com/3nGpSmXL61
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 2, 2015
Þetta virðist vera nokkuð borðleggjandi. Hann er að vinna að endurreisn liðsins ásamt yfirmönnum sínum.
Ég ætla að segja sem minnst um þetta núna, held að það sé rétt að melta þessar fréttir aðeins áður en við skoðum hvað þetta þýðir í stærra samhenginu.
Fuck.
Hef enga trú á þessu en djöfull ætla ég að vona að ég þurfi að éta það ofaní mig. Andskotinn.
Það eru fleiri að staðfesta þetta núna, allir blaðamennirnir að segja það sama:
Halda þeir ekki í hann þangað til að Klopp er búið með fríið sitt og kemur þá ferskur inn? Bara pæling
Jæja væntingastuðullinn verður í sögulegu lágmarki fyrir þetta tímabil..Allt ofar en 10. sæti er plús myndi ég segja…Eina sem ég vona, er að hann hafi fengið SKIPUN um að koma sér niður á ákveðið leikkerfi og spila leikmönnum í sinni réttu stöðu…En…Það verður að styðja manninn til góðra verka…Allavega út ágústmánuð 😉
Þetta er gula spjaldið. Topp 4 á næsta tímabili eða BR er farinn. Hins vegar bendir þetta til þess að eigendurnir telji Rodgers ekki eiga alla sök á vonbrigðunum, sem leiðir vonandi til þess að þeir geri það sem þarf til að styrkja leikmannahópinn.
Nú þá er ekkert annað að gera en að fylkja sér að baki Rodgers. Við getum ekki verið þekktir fyrir annað Poolarar !
Landa nauðsynlegu kaupunum fljótlega (gæði takk) og svo trúi ég að nokkrir af þeim nýju leikmönnum sem komu inn í ár, munu loks blómstra á nýju season-i. Henderson gat t.d. ekkert til að byrja með, en stimplaði sig svo vel inn. Það sama á eftir að gerast hjá Can, Moreno, Lallana, Markovic. Jafnvel fokking Lovren. Fá svo inn hægri bakvörð, miðjumann, varamarkmann og haug af strikerum (og þar á áð eyða peningunum). Það á að mínu mati að nota þá Sterling sem beituna í því að fá inn alvöru nafn í strikerinn. Annars ekki.
Omurlegt hvada rugl er thetta
Held ég tjái mig ekki um þetta fyrr enn í ágúst. Þarf að sjá hvort eigendurnir leyfa manninum að fá þann pening sem þarf til að styrkja liðið og svo sjá hvernig þeim fjármunum verður eytt áður en ég get myndað mér skoðun á þessu.
Skiptir ekki öllu hver er stjórinn ef eigendurnir og þeirra kaupstefna breytist ekki og getulaus nefnd sem sér um leikmannakaup gerir svo enn í buxurnar í innkaupum.
Nú þarf að henda í þetta peningum og elltast við alvöru menn, ef það verður ekki raunin í ágúst þa´vil ég eigendur burt ekki síður en BR.
Vondar fréttir fyrir Liverpool.
Það eru blendnar tilfinningar, það er ekki hægt að segja annað. Það hefur vantað allan stöðugleika í leik Liverpool þessi þrjú tímabil sem BR hefur stýrt liðinu. Hvaða lið byrjar næstu leiktíð? Er það liðið sem getur farið á 3-4 mánaða samfleytta sigurgöngu? Eða er það liðið sem skeit á sig í vor og var gjörsamlega niðurlægt í síðustu leikjunum?
Ef tímabilið byrjar ekki vel þá er Brendan dead man walking og hann byrjar næstu leiktíð á gulu spjaldi. Umræða um Klopp verður ekki langt undan ef BR verður ekki með hlutina á hreinu. En ef þetta er niðurstaðan þá auðvitað vonum við auðvitað öll að hlutirnir gangi upp, liðið styrkt duglega í sumar og verði í baráttunni um CL sæti næsta vetur.
En ég er ekkert alltof bjartsýnn og það verður enginn “feel good factor” yfir Anfield í haust. Mér líður svipað og þegar Houllier var að stýra liðinu á sínu síðasta tímabili og hef takmarkaða trú á verkefninu. Ég vona að leikmenn og áhorfendur á Anfield hafi meiri trú en ég.
Held að þetta verið langur næsti vetur fyrir Liverpool 🙁
Ég er ekki alveg að skilja allt þetta ofstæki gagnvart Rodgers þegar aðeins eitt ár er liðið síðan Liverpool hafnaði í öðru sæti. Það er ekki eins og Klopp hafi skilað Dortmund betri árangri þetta árið. Mér finnst margir Poolarar vilja bara skipta til þess að skipta af því að einhverju þarf að fórna vegna lélegs gengis sem á sér margar skýringar.
jæja,,,?? það er þá eins gott að Brendan geri breytingar, hjá sér sjálfum, nýja aðstoðamenn með reynslu, hafi menn í sínum stöðum og komi jafnvægi á leik liðsins. Fari að fatta það að þarf sterka miðju ( varnartengilið) en ekki henda öllum fram og enginn aftur. Koma líka skipulagi á þetta, liðið hleypur um eins og hauslausarhænur……
en samt fuck maður,…
Ef svona árangur hjá liðinu á nýliðnu tímabili er ásættanlegur að mati FSG og ekki brottrekstrarsök þá er ég að ég held kominn á FSG out vagninn.
Það er bara eitt að segja við þessum fréttum….
Helvítis Fokking Fokk.
Brendan gekk illa á tímabilinu. Suarez fór, Sturridge meiddist, hann keypti slæma njóla, Gerrard fór, Sterling er að fara, ekkert gekk upp….en það eru ekki alltaf jólin í þessu. Þessi stjóri er nokkuð sprækur og hann hefur trú á þessu og sjálfum sér. Ég er nokkuð ánægður með þessar fréttir. Nokkuð viss um að kallinn komi í fjölmiðla núna roggnari en nokkru sinni fyrr hehe.
Sumir hérna segja að ef rodgers skítur á sig í upphaf tímabils að þá sé möguleiki að kalla í Klopp en ekki gleyma því að við verðum ekki eina liðið að berjast um að fá hann í nóvember/desember eins og við erum núna(fyrir utan Napoli).
Þetta er skellur að mínu mati og hefðu FSG átt að leggja alla áherslu á að fá Klopp inn NÚNA. Sá verður ekki auðkrækjanlegur? þegar rodgers byrjar að stilla Can í hægri bakvörð og Henderson út á kannt.
Ég er virkilega ósáttur með fsg núna.
Held að þetta sé rétt ákvörðun.
Afleitt. Mér finnst ekki hafa verið margar heilar brýr hjá Rodgers frá því hann kom. Árangurinn liðsins í fyrra var drifinn áfram af Suarez Sturridge og Gerrard fyrst og fremst. Engri snilld frá Rodgers. Það sést best á því að varnarruglið sem var til staðar breyttist aldrei neitt. Fá á sig 3 mörk gegn Palace t.d. á lokametrunum í leik þar sem Liverpool átti að vinna 10-0. Uppleggið gegn Chelsea heima. Leikmannakaupin hans hafa öll mislukkast meira og minna. Af 24 leikmönnum keyptum og 215M punda eyddum hafa nánast öll leikmannakaup verið mislukkuð nema Sturridge og Coutinho. Taktíkin í vetur ömurleg, leikmenn spilandi kolvitlausar stöður og ENGAR lausnir á sóknarleiknum. Liðið skoraði ögn meira en Burnley. Hann er alltaf jafn ángæður eftir leiki Liverpool sama hversu ömurlegt liðið er og hrósar leikmönnum endalaust fyrir ekkert, t.d. eftir 0-0 jafntefli gegn Everton úti. HANN SÆTTIR SIG VIÐ STÖÐU OG ÚRSLIT SEM ERU STÓRLIÐI SÆMANDI. Hann er ekki sigurvegari. Hann dregur ekki til sín stóra leikmenn eða stjörnur. Hann hefur ekki unnið neitt og verið látinn fara frá Reading. Ég man þegar Jose Mourinho talaði um að hann hefði valið 11 vitlausa menn þegar Chelsea tapaði gegn Newcastle 2-0 og skipti 8 mönnum út í næsta leik á eftir. Leikmenn sem hafa klæðst Liverpooltreyjunni undanfarin ár hafi vanist því að það sé ,,allt í lagi” að vinna ekki neitt því það kemur á næsta ári. Ég vil fá mann sem þorir að sækja, þorir að vinna leiki, þorir að skamma menn, þorir að stefna hátt og hefur aðdráttarafl á toppklassa menn eins og Van Gaal hefur. Hvaða toppleikmaður ætti að vilja koma til Liverpool í sumar til að spila undir Rodgers eins og liðið er búið að spila????
Aldeilis frábært.
Nú ríður á að vera snöggir að næla í Winston Reid og Steven N’Zonzi.
Nokkuð eðlilegt. Klassa striker inn og við náum topp 4. Erum ekki lengra frá þvi en það.
Þar hvarf löngunin fyrir næsta seasoni
Djöfull verður pirrandi að þurfa að skipta um stjóra á miðju tímabili. Verðum með e-n “caretaker” eftir að Rodgers verður rekinn eftir slæma byrjun.
ég fagna þessum fréttum Brandan Rodgers á meira en nóg inni takk fyrir og ég las það einhverstaðar að FSG ætli að styðja vel við bakið á honum núna á leikmannamarkaðinum, til að ná markmiðum tímabilsins sem er klárlega bikar og topp 4… BR er í gangi með að byggja flott lið og rer að gera sjúklega vel í fá milner inn á miðjuna til að stýra þessu.. hann er með kraft og hæfileika til að gera góða hluti.. og Mig hlakkar til að sjá Can +Hendo og Milner saman á miðjuni eru þið að fatta kraftinn í þeirri miðjun..
In Brandan I trust YNWA
frábært mál ég er virkilega ánægður með þetta in rodgers we trust er það ekki fýlupésar ?
Eru ekki United menn að grenja af hlátri… þeir voru allavegana fljótir að losa sig við Moyes…
Jæja sjáum hvaða leikmenn vilja koma og spila undir Rogers,,, getið gleymt Laccazette..
Besta í stöðunni núna væri að landa Vietto og kovatic og vona að þeir blómstri.
Þetta er kviðhögg ef ég segi eins og er. Maður er með mikið man crush á Klopp og vonaðist að hann kæmi
haha.. get ekki annað en hlegið….
ætla að halda sömu innkaupastefnu.. hahahahaha………………..
Burt med Rogers og burt med usa menn
Milner og Clyne núna strax takk. Ings kemur jú líka og ég ætla ekki að segja neitt um það, hann verður bara að koma í ljós. Svo væri ég til í að sjá okkur klára Kovacic og Vietto/Lacazette. Hætta þessu 32 milljón punda Benteke dæmi! Tökum sem dæmi að við fáum 45 mills fyrir Sterling. Hann einn ætti að geta coverað kaup á Kovacic og Vietto/Lacazette. Ég er spenntur fyrir næsta seasoni. Núna stíga bara aðrir menn upp.
Ég stið Brendan Rodgers 100% í þetta starf og er algjörlega hlintur þessari stefnu Liverpool. Nú legg ég til að við stuðningsmenn hættum öllu neikvæðu tali þangað til að að næsta leiktíð hefst og sjáum hvernig hún fer af stað. Það verður líka forvitnilegt hvernig leikmannakaupinn verða í sumar, hvort hemsklassa framherji finnst á markaðnum á góðu verði og réttum aldri og hvort minni spámenn eins og t.d Danny Ings reynast okkur dýrðmætur happafengur.
Ég hef fulla trú á þvi að Liverpool verði í baráttu um meistaradeildarsæti ef við kaupum 2-3 leikmenn sem munu henta okkur fullkomnlega og við losum okkur við réttu mennina.
Svo getur vel verið að menn eins og Balotelli og Lovren, Lallana, Moreno, Marcovic, komi enn þá sterkari inn á næsta ári og spili þann gæða fótbolta sem þeir eiga að sýna samkvæmt öllu eðlilegu.
Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að okkar menn verði meistarar innan næstu fimm ára ef haldið er rétt á spilunum.
YNWA
Verður að taka þessu eins og hverju hundsbiti,hef samt enga trú á MrRodgers í þetta verkefni.
Hann er góður stjóri. Hann mun landa tiltli innan fárra ára. Þetta var gríðarlega mikilvægt tímabil fyrir hann. Verður betri og með betra lið í haust. Ég veit ekki hvort liðið hefði haft gott af því að fara í CL í haust. Áfram LFC!
sammála öllu sem Skrtel skrifar
Hef líklega aldrei verið jafn dapur og í dag, þvílík meðalmennska.
og nú tala allir BR menn að hann sé að fá Milner free transfer er það ekki hin allsráðandi leikmannanefnd sem er að fá þessa menn ????
Svartur dagur í sögu klúbbsins
#Rodgers
Jæja, þá þýðir ekkert annað en að styðja sinn mann og vona það besta. En ég áskil mér þann rétt að safna vælinu saman þar til hann gerir í brók.
Nú ríður enn meir á að eigendurnir standi sig á markaðnum.
Eg er svo ynnilega að vona að ekkert verði úr kaupum á Ings og Benteke, ég hef nákvæmlega enga trú á þeim, ef þeir verða keyptir er það staðfesting á að það er engin ætlun að gera tilraun til að gera þetta lið top 4 lið.
Rodgers er það þrjóskur og hefur sýnt það síðustu 3 ár að ég held að hann muni seint læra.
Varnar-recordið er til skammar og ef að eigendur reyna ekki að breyta því mun þessi vitleysa bara halda áfram. Rodgers er svo þrjóskur að við höfum ekki einu sinni verið orðaðir við varnarsinnaðan miðjumann síðan að hann tók við.
Núna verða stuðningsmenn að sætta sig við þetta og reyna að styðja liðið þótt að trúin sé lítil og vona að eitthvað breytist. Ég viðurkenni að spennan er ekki mikil fyrir næsta tímabili en mikið djöfull hvað hlutirnir breytast hratt í boltanum. Nokkrar skemmtilegar hreyfingar á leikmannamarkaðnum og stjórinn verður búinn að fá marga á sitt band.
Nú þurfa eigendur að halda rétt á spilunum ef þeir vilja sanka að sé stuðningi sem mér finnst hafa dvínað eftir daginn í dag. Þangað til þeir tilkynna breytingar munu stuðningsmenn líta svörtum augum á sumarið og á næsta vetur.
Sama hversu góðar þessar markaðsfræðihugmyndir hjá eigendum geta verið er líka vert að muna að árangur eykur áhorf. Þeir þurfa stór nöfn til að auka treyjusölur, það er bara þannig. Vonandi eru þeir að hugsa í þeim dúr og dæla í eitt stykki í topphillunni. Ég bið ekki um neitt annað, bara einn leikmann sem sendir öðrum liðum skilaboð.
Ég er bara frekar sáttur með þessa ákvörðun í dag….maður sveiflast til og frá en ég held að hann eigi mikið inni og ætla að styðja hann 🙂
Sælir félagar
Þá er fyrirsjáanlegt Liverpool frí hjá manni. Frammistaða Bendan Rodgers á síðustu vikum var með þeim hætti að ekkert, ég endurtek EKKERT bendir til þess að hann ráði við verkefnið. Í huga mínum er mikil depurð og vonleysi og ég er viss um að skitan mun halda áfram. Karakterleysið og ráðaleysi síðustu vikna er ekki horfið og ömurðin ein situr eftir. FSG out.
Það er nú þannig
IWA
Taktu þér bara langt frí Sigkarl, ekki á ég eftir að sakna neikvæðninnar í þér !!!!
#39 @Sigkarl Er þetta ekki bara málið fyrir þig úr þessu? Eru með allt sem þú ert búin að kvarta um að vanti hjá Liverpool.
http://www.chelsea.is/index.php/chelsea-klubburinn/argjald/skraning-fullordnir
Það er með ólíkindum svartsýnisbölið hérna. Það mætti halda að Klopp sé Messías sjálfur eftir ömurlegt titlalaust tímabil í vetur. Ancelotti titlalaus með dýrasta lið sögunnar og Benitez rétt náði inn í Europa leauge.
Og Skrtel segir að síðasta season hafi bara verið Suarez,Gerrard og Sturridge. En ekki hvað. Flest lið eru dregin áfram af 2-3 frábærum leikmönnum eins og Messi, Neymar og Suarez hjá Barca, Hazard, Costa og Terry hjá CFC og jafnvel Zlatan, Cavani og Verratti hjá PSG.
Hef sagt það áður að það lærði enginn meira af síðasta tímabili en BR. Hef fulla trú á því að hann snúi þessu við. Höfum smá trú ands…. hafi það.
YNWA.
Ég veit ekki með ykkur en ég styð klúbbinn og tek mér ekkert Liverpool frí sama hver er við stjórnvöllinn. Ég skil 110% þá gagnrýni sem Rodgers og liðið hefur fengið síðustu vikur og mánuði en þessi ofsafengnu viðbrögð finnst mér over the top.
Hann er enginn David Moyes sem tók við meisturum og langsigursælasta liði síðustu áratugi. Rodgers tók við liði sem hafði endað deildina í 8 sæti með 52 stig á tímabilinu 2011-12 og 58 stig í 6 sæti 2010-11. Við vorum ekki meistarar. Hann var hinsvegar ansi nálægt því að gera okkur að meisturum fyrir 12 mánuðum síðan.
Ég fagna því að hann verði áfram með liðið – þá ekki síst vegna þess að menn eins og Klopp og Ancelotti ætla að taka sér smá frí frá boltanum. Ég hefði aldrei viljað fara í að skipta um stjóra af því bara. Ef það er ekki klárt upgrade til staðar þá er betur heima setið en af stað farið. Ráða Koeman, AVB eða einhvern annan í staðinn myndi ekkert endilega skila okkur neinu nema tug milljóna reikning.
Ég man ekki eftir því að stjóri Liverpool hafi fengið tækifæri til þess að bæta fyrir sín mistök síðan ég fór að fylgjast með boltanum. Það var alltaf vitað að Rodgers væri ungur og reynslulítill stjóri sem myndi taka út sinn lærdóm með liðinu. Annaðhvort lærir hann af reynslunni og snýr við gengi liðsins næsta haust eða við sjáum fram á nýjan stjóra á árinu 2016.
Klopp? Á hann að vinna undir sömu stefnu? Hefur hann á annað borð áhuga á því? Ég sé þessa stefnu ekki vænlega til árangurs, því miður, og það er ekki Rodgers sem setur hana, Áður en við förum svo mikið sem að byrja á því að semja uppsagnarbréfið þá þurfum við að horfa okkur nær. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og alltaf kennt stjóranum um. Liverpool liðið hefur einfaldlega ekki haft nægilega mikil gæði til að vinna deildina. Margar skýringar á því og allar ólíkar eftir því hvaða stjóra og tímabil menn skoða. Það er kannski komið tími á smá “ríalití tjékk”, Spurs hefur endað ofar en Liverpool 4 sinnum á síðustu 5 tímabilum. Það er okkar keppinautur núna, ekki meistarar hvers tímabils sem enda þessum 20-30 stigum fyrir ofan okkur.
Við höfum einfaldlega ekki verið að kaupa nægilega marga góða leikmenn. Liverpool hefur verið upptekið af breidd á kostnað gæða, þ.e. kaupa nokkra leikmenn á klink í stað þess að fá einn eða tvo. Var það breiddin sem vann titilinn fyrir Chelsea?
Það væri hægt að skrifa masters ritgerð um þetta, en ég er ekki að reyna sannfæra neinn. Ég skil bæði sjónarmið. Þetta er mitt. Kem til með að styðja Rodgers 100% og vona svo innilega að þetta gangi upp hjá honum.
Eitthvað hlýtur að þurfa að breytast, ef vandamálið er ekki Rodgers, þá eru það leikmennirnir, Ian Ayre eða eigendur liðsins. Einhverjir hausar hljóta að þurfa að fjúka fyrir slíka hörmungarframmistöðu eins og við urðum vitni að í vetur. Annað er skandall!
Ömurlegar fréttir, þetta FSG lið er að gera upp á bak. Þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera.
En ég hætti ekkert að styðja mitt lið þó svo að þessi óhæfi framkvæmdastjóri verði áfram enda er enginn einn maður stærri en klúbburinn. Hef bara enga trú á þessum manni og hef aldrei haft. Því miður virðast þeir sem stjórna og eiga klúbbinn vera jafn vanhæfir í þetta verkefni eins og hann og gildir þá einu að þeim vegnar vel öðru hvoru með Red Sox.
..og áfram mega menn ekki gagnrýna.
Nú hefur rykið sest hjá mörgum og “íslendingurinn” kominn upp í flesta, þ.e. að gleyma því sem gerst hefur. Til að rissa þetta upp er þetta einhvernveginn svona.
1. Brendan Rodgers tekur við félaginu og biður fólk að bíða með dóminn fyrr en eftir þriðja tímabilið.
2. Rodgers endaði á sínu fyrsta tímabili í 7.sæti deildarinnar og hugsa ég að allir geti kvittað upp á að það þyrfti einmitt að gefa honum tíma. 7.sæti auðvitað slakur árangur en rímaði ágætlega við félagið árin á undan.
3. Félagið enda í runner-up sætinu og margt sem benti til þess að félagið væri að rísa upp. Einn leikmaður hverfur á braut, og augljóslega munaði um hann. Þetta var því ekkert bara snilli Rodgers að þakka þeim árangri sem félagið náði.
4. Á leikmannamarkaðnum klikkaði félagið og í raun algerlega óskiljanlegt að félag sem endar í 2.sæti í ensku úrvalsdeildinni sýni ekki klærnar á markaðnum.
5. Tímabilið sem nú var að klárast var hrein hörmung, frá upphafi til enda. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að stuðningsmenn séu ósáttir og margir vilja sjá Rodgers burt og hvað í veröldinni er óeðlilegt við það ? Þeir sem það vilja, eru úthrópaðir svartsýnismenn. Jurgen Klopp er enginn riddari á hvítum hesti en eftir að hafa fylgst með liðinu á síðasta seasoni er óskaplega fátt sem fær mann til þess að trúa á Brendan Rodgers. Það fer einn leikmaður og leikur liðsins algerlega hrynur. Við fórum úr því að vera eitt skemmtilegasta lið í evrópu og í algjöra niðurlægingu oft á tíðum á tímabilinu.
En okey. Brendan Rodgers heldur áfram með félagið, það hefði verið gaman að vera fluga með góða heyrn á veggnum á fundinum í dag. Ég ætla að sjálfsögðu að styðja félagið, því félagið er vitanlega þúsund sinnum stærra en Brendan Rodgers. Hann er á dökkgulu spjaldi hjá félaginu og ef liðið byrjar ekki af krafti á næsta tímabili eyðir Rodgers jólunum á Kanarí í löngu fríi.
En ég bið þá aðila sem bölsótast út í menn sem gagnrýna þá sem gagnrýna Rodgers að leyfa þeim bara hafa þá skoðanir, því gott er að geta skipst á skoðunum á vettvangi sem þessum.
Ég er sáttur við þetta !!!
# 39
Njóttu þín í Liverpool fríinu. Ég fyrir mitt leyti mun ekki sakna þín. Svartagallsrausið þitt þráð eftir þráð skilur ekkert eftir sig, nema gleði þegar þú lýsir því yfir að þú sért farinn í frí.
Tja!……verði LFC ekki með i topp4 barattunni um næstu jól myndi eg halda að BR væri feigur.
Manni finnst einhvernveginn eins og hann hafi misst klefann eftir áramótin. Það er ekkert
sem segir að hann geti ekki brillerað næsta tímabil en það verður að klára mörg mál áður.
Losa menn sem engu hafa skilað og kaupa eitthvað annað en kjúklinga. Scum utd verða sterkin næsta season. Chelski verða sterkir en City á eftir að sökkva,tel ég. Held að don Pellegrini muni ekki takast að kaupa það sem þarf og stjörnurnar of margar.
Van Gaaaaaal er ekki galinn gaur. Hann er í raun snillingur og nær allstaðar árangri. Ég held að
LFC hefði aldrei tapað á að fá hann á sinum tima. Ég var að lesa bók um hann sem hollenskur blaðamaður skrifaði og eftir þann lestur ber ég ótakmarkaða virðingu fyrir Van Gaal. Hann er lærður íþróttakennari og er mikill leiðbenandi og skipuleggur allt í þaula.
Virðist hafa virðingu leikmanna,a.m.k þeirra sem fallast á hugmyndafræði hans og eru tilbúnir til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að ná árangri. Hjá Scum utd er hann með allt til alls til að ná árangri og hann mun skila,make no mistake about it. Giggs tekur svo við þegar karlinn hættir.
Eg fagna þessu. Nú þarf maðurinn að fá að raða öllu. Hann þarf að fá menn sem hann tekur retta fyrir félagið. Hlakka til að sjá hann losa sig við menn eins og Borini. Balotelli. Lambert. Enrique. Lucas og fleiri.
Maður verður að virða þessa ákvörðun þeirra og vona að þeir viti eitthvað meira en maður sjálfur. En einhverra hluta vegna finnst mér þetta skrýtin ákvörðun því eins og bent var á að stór hluti stuðningsmanna eru svartsýnir núna og það muna skila sér í minnkandi treyjusölu, mögulega í minni aðsókn á völlinn þó svo að ég meti það ólíklegt. Eina sem hugsanlega gæti kveikt í stuðningsmönnum eru kaup á alvöru leikmönnum og þá er ég ekki að tala um Benteke eða Ings. Það eru kaup sem gera a.m.k. ekkert fyrir mig.
Èg vill breytingar og var að vona að reyndur þjàlfar kæmi inn ì vor en svo er ekki .
Þà vona ég að það verði gerðar breytingar à innkaupum ì sumar og BR fài sterka menn inn .
Ég mun aldrei vona að BR gangi illa svo annar komi inn ALDREI .
Ég mun styðja BR og LIVERPOOL àfram eins og ég hef gert þò ég sé ekki sammàla öllu sem gert er .
Nù er bara að vona að við fàum menn inn sem fyrst svo hægt sé að koma með mòtaðan hòp ì fyrsta leik ????
Sælir félagar
Ég þakka hlý orð í minn garð og bendi mönnum á að góðvilji þeirra og notalegheit lýsa þeim vel. Að þeir sem hafa aðra skoðun en ég á BR og framtíð undir FSG séu svona málefnalegir er mikil gleði- og ánægjuauki. Það verður þeim til ánægju og gleði ef allt fer að líkum.
Það er nú þannig
YNWA
Jæja þá getur maður allavega farið af stað í næsta tímabil án allra væntinga og vona.
Gutti #42
Ancelotti vann tvo titla á þessari leiktíð með Real Madrid.
#53 Sigkarl
” Það verður þeim til ánægju og gleði ef allt fer að líkum.”
Yrðir þú ekki glaður ef okkar ástkæra næði frábærum árangri á næstu leiktíð, þó svo það væri undir stjórn Rodgers og FSG?
#55 – Ekki deildina -ekki CL – ekki spænska bikarinn. Þetta eru titlarnir sem skipta máli hjá Real Madrid. Þess vegna var hann rekinn.
Það er alveg óþolandi hvað umræðan fer villu vegar þegar BR er annars vegar. Tala nú ekki um þegar Sigkarl segir “það er nú þannig” … sem er alveg óþolandi … ÞETTA ER EKKI ALLTAF ÞANNIG!”!!! Og í guðana bænum ekki vera svona alvarlegir þegar BR umræðan ber á góma – það er ekkert í þessum heimi annað hvort svart eða hvítt nema tómt blað og svartur túss. Yfirleitt er raunveruleikinn eitthvað meira í átt að gráu eða rauðu (útskýri þetta betur hér að neðan).
Sko! Hefur einhver hér inni heyrt um PMDD??? Einhver?? Nei örugglega ekki. Kannski af því menn skipta sér bara í svartar eða hvítar fylkingar. Menn verða skoða málin í kjölinn áður en þeir fullyrða eitthvað um heiminn (og BR er hluti af honum … heiminum).
Þegar ég fór á stúfana og rannsakaði málið til hlítar komst ég að því hvernig er í pottinn búið hjá klúbbnum okkar og haldið þið að það hafi eitthvað með “man management” eða “taktíska” kunnáttu BR að gera? Nei …. svo aldeilis ekki. Svarið er að finna í PMDD.
PMDD er skammstöfun á premenstrual dysphoric disorder. PMDD lýsir sér í tilfinningalegum og líkamlegum einkennum. Tilfinningalegu einkennin eru ofsalegar skapsveiflur, sbr. depurð, kvíði, spenna o.fl. sem hefur bein áhrif á samskipti kynjanna. Susan (eiginkona BR) er með PMDD á háu stigi …. strákar … þarf að segja eitthvað meir?
Þannig er það …. PMDD
YNWA
Sælir félagar
Að lokum. Ég hefi lýst því yfir að ég fer í LIverpool frí alla vega fram að jólum. Þá verður annnað af tvennu ljóst. Brendan Rodgers verður búinn að troða upp í mig dragúldnum fýlusokk og verður með liðið í topp fjórum (vonandi). Eða að liðið og BR verða að sullast um og í kringum miðja deild (vonandi ekki). Hvort sem verður þá mun fríi mínu ljúka þar.
Annað er það að ég hefi lýst því yfir líka (þó það sé ekki í þessum þræði) að ég hefi ekki látið af stuðningi mínum við liðið. Ég mun alltaf styðja Liverpool og því fær ekkert breytt. Það þýðir samt ekki að ég verði að styðja BR. Það get ég bara ekki því ég get ekki stutt vanhæfnina holdi klædda.
Einnig þetta. Ég hefi stutt þetta lið lengur en flestir hafa lifað sem hér kasta að mér ónotum. Þó ég fái mér frí héðan eins og eitt misseri þá mun það ekki breyta þeirri tölfræði. Ég hefi verið stuðningmaður liðsins í hæstu hæðum þess og dýpstu dölum og ég styð það ennþá og alltaf og ævinlega.
Að lokum þetta: mér finnst Ibbirabbi vera alveg með þetta og vil biðja menn að fylgjast vel með ágæta dreng sem ég þekki litillega persónulega. Hann er gull af manni og óhemju skemmtilegur og frábær í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
ÞAÐ ER NÚ ÞANNIG.
YNWA
Myndi kveðja í bili ef ég hefði trú á þessu fríi, glætan að þú náir því frekar en aðrir sem reglulega boða brottför. En við kippum þér og Magga saman upp í Brendan vagninn snemma í október og horfum ekki um öxl. KAR verður þá þegar kominn um borð en SSteinn þrjóskast fram að jólum.
Það er nú (vonandi) þannig.
Góður Babu
Það er nú þannig