Raheem Sterling vill ekki ferðast með liðinu á undirbúningstímabilinu

UPPFÆRT 9.7.15 kl. 10:00

Sterling missir af æfingu sökum veikinda annan daginn í röð.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann verði í vélinni í lok vikunnar. Þessi sirkus verður að fara klárast.


Allir helstu miðlar birtu það í kvöld að Raheem Sterling hafi rætt við Rodgers og ítrekað ósk sína að fara frá félaginu og beðið um að fá að sleppa við för liðsins til Tælands og Ástralíu.

Guardian talar um Pedro og Denis Cheryshev til að fylla upp í skarð Sterling. Þetta er nú ekki komið neitt áleiðis, þeir eingöngu nefndir sem skotmörk. Ég þekki ekki mikið til Cheryshev en Pedro væri frábær viðbót þó ég sjái okkur ekki klára þann “díl” óáreittir.

Raheem er búinn að brenna margar brýr á undanförnum vikum og mánuðum, en þetta var sú síðasta held ég. Næstu dagar verða forvitnilegir. Mikið vona ég að klúbburinn standi fast á sínu og sjái til þess að strákurinn fari ekki fet nema City borgi uppsett verð.

Við sjáum hvað setur.

76 Comments

  1. Vá, Hvað ég er ekki að nenna þssari Sterling sápu, koma svo city klára þetta.
    Vona að Liverpool standi fast á þessum 50m,
    Senda Sterling í varaliðið þangað til hann fer.
    Geisp

  2. Ég viðurkenni megnan pirring yfir þessu máli.

    Þessum strák var spilað allan síðasta vetur þrátt fyrir dapra frammistöðu, hann fór í viðtöl og lét líta út eins og að hann væri bara að horfa til þess að spila með betra liði en hann var í, aumingja greyið.

    Í viðtali eftir viðtal mærði Brendan þennan strák og sagði hann “dedicated” og “focused” á málstað Liverpool. Ja sér er nú hver.

    Það átti að frysta þennan strák í mars og sýna honum það að hann er ekki stærsti fiskurinn í tjörninni. Þá værum við ekki á þessum stað í hringekjunni, að allar leiðir séu vondar.

  3. Sterling sýnir í raun Liverpool sömu framkomu og við viljum að Benteke sýni Aston Villa. Sem sagt að hann fari fram á sölu og lýsi eindregnum vilja á að fá að fara.

    Liverpool hefur valkosti,

    A- selja hann strax og fá mjög gott verð fyrir hann.
    B- neita að selja hann nema að Man city borgi uppsett verð.
    C- Setja hann í frost eins og gert var við Suarez en gefa honum tækifæri á að skipta um skoðun.

    Ég er alveg sannfærður um að eigendurnir muni sýna svakalega hörku núna. Raunar svo mikla að ég held að það gæti farið illa fyrir kauða. Sem er leiðinlegt þvi hann er einn efnilegasti fótboltamaður Bretlandseyja og má einmitt ekki núna – missa t.d af hluta af tímabili ef hann ætlar að halda áfram að þróa sig sem leikmaður. Í raun er hann upp á náð og miskun Man City kominn.

    Ég stóð í þeirri meiningu að Firmino væri staðgengill Sterlings og ef við höfum einhversstaðar úrval þá væri það akkurat þá stöðu sem hann spilar. Lallana – Coutinho- Ibe – Marcovic- Firmino – Origi – Ings eru leikmenn sem eiga að getað spilað svipað hlutverk og hann spilar.

    Sterling er öðruvísi leikmaður en Suarez. Hann er þannig leikmaður að ef hann fer , þá ættu leikmenn að getað stigið upp og sannað ágæti sitt. T.d Marcovic á að eiga mikið inni og Ibe líka.

    Ég held að það gæti verið tækifæri fyrir einhvern annan að stíga upp og nýta tækifærið.

    Annars held að þessi störukeppni byggði upp á því að láta Sterling leika fyrsta leikinn. Nú þegar það er búið… held ég að það fari svipað ferli í gang og gerðist með Suarez.

  4. Eins og það væri gaman að halda honum allt næsta tímabil uppí stúku og láta hann æva með varaliðinu þá sé eg það aldrei gerast, eigendur okkar eru allann daginn að fara taka seðlana fyrir hann og þess vegna vil eg að þetta klárist bara sem allra allra fyrst vegna þess að um leið og þessi ágæti drengur drullast í burtu þá held eg að okkar menn kaupi þá leikmenn sem uppá vantar í hópinn…

    selja Sterling bara STRAX fyrir 45-50 milljónir.
    Klára Benteke þótt hann kosti 32 milljónir
    kaupa einn miðjumann i viðbót fyrir aðrar 20 milljónir og eg er helsáttur við gluggann,

    Sterling er langt frá því að vera eitthvað ómissandi, að líkja brotthvarfi hans við það þegar Torres og Suarez fóru er eins langt frá raunveruleikanum og hægt er.

    Ég er allavega mjög sáttur með sumnarið það sem komið er, eina sem vabntar uppá er að selja drengskrattann og kaupa 2 leikmenn i viðbót ….

  5. Af hverju eru allar leidir vondar Maggi? Vid getum selt 20 ara strak fyrir 45-50 mp ef thad fæst fyrir hann, annars a hann tvo ar eftir af samningi med 35000£ a viku. Ef hann fer ekki er kostnadurinn ekkert svakalegur. Ju svekkjandi ad hann vilji ekki vera afram en Liverpool grætur varla mikid, nema tha a leid i bankann.

  6. Raheem Sterling er fáránlegt efni sem fótboltamaður.

    Að segja eitthvað annað er biturt framlag. Enginn má misskilja það að ég held að hann sé ekki mikill félagsmaður eða eðaldrengur vel upp alinn. En hann er fáránlega efnilegur í fótbolta.

    Ég sé ekkert gott við að selja hann, hvað þá innanlands til liðs sem við vonandi verðum einhvern tíma færir um samkeppni við, verður óglatt að hugsa til hans í ljósblárri treyju á móti okkur eftir nokkrar vikur. Það er vondur kostur.

    Það að halda honum óánægðum núna í sumar og selja hann í lok þess mun þýða endalausar blaðafregnir um hvert einasta móment sem hann og umbinn hans ákveða að setja á flot, eins og t.d. “prívat” fund hans með Rodgers í dag. Það er vondur kostur.

    Það að svelta hann í samningnum allavega í vetur þýðir fýlupúka á æfingasvæðinu sem hefur að sjálfsögðu áhrif, ekki síst þar sem EM-ár er framundan og það er mjög stutt í að landsliðsþjálfarinn hefji söng sinn um mikilvægi drengsins fyrir landsliðið.

    Ég sé engan kost góðan fyrir LFC. Skulum ekki gleyma því að Rodgers hefur gengið býsna langt í því að leggja inn það orð að Raheem sé hluti af framtíðarplönum hans og Gerrard gengið svo langt að segja hann geta leitt þá framtíð. Það að menn sjái það sem góðan kost að hann fari er auðvitað þreytan okkar á veseninu í kringum hann að tala. Það að hann fari núna í kjölfar brotthvarfs Suarez og síðan Gerrard verður allavega seint gleðiefni í mínum huga.

    Ef brotthvarf hans er í einhvers huga góður kostur þá það. En þannig er það ekki í mínum huga.

  7. Byrja á að taka af af honum launin. Hann virðist helst svíða í peningaveskið.

  8. Hann á auðvita að fara í þessa ferð með Liverpool, ef hann vill það ekki þá á hann að biðja um sölu.

  9. Tek undir með þér Bjarki, það er búið að dekra og hampa þessum dreng úr hófi, miðað við að þarna er um að ræða tvítugan dreng sem hefur átt eitt frábært tímabil hjá Liverpool og eitt ágætt (kaflaskipt) síðasta tímabil. Hann er auðvitað gríðarlegt efni en það er ekki þar með sagt að hann verði heimsklassa seinna meir. Fjölmörg dæmi um svona “hype” í kringum tvítuga stráka (Munið þið eftir Shaun Wright Philips??). Ég tel að því lengra sem þetta leiðindamál dregst, því verra verður það fyrir Liverpool. Menn eiga að geta einbeitt sér að undirbúningstímabilinu en ekki svona sápuóperum. Seljum hann til City fyrir 45-50 milljónir og klárum svo þau “skotmörk” sem búið er að leggja upp með.

  10. Þetta er meira kjánaprikið þessi drengur og umboðsmaðurinn einn sá versti sem maður hefur heyrt af lengi. Enginn vafi á því að hann á eftir að verða heimsklassa leikmaður. Tel að hæpið í kringum þennan dreng sé ekkert ofaukið. Hann mun því vera Liverpool og öðrum liðum erfiður ljár í þúfu fari hann til Man City. Það sem aftur getur orðið honum að falli er hausinn á honum. Við höfum oft séð hæfileikum sóað með vitlaust skrúfaðan haus á. Hann er eins og staðan er núna að vandræðast með að skrúfa hann á þar sem umbinn er að fikta í skrúfganginum. Þannig þegar hann fer getur það orðið skelfilegt fyrir Liverpool, þolanlegt fyrir Liverpool eða bara mjög gott fyrir Liverpool ef hausinn fer vitlaust á. Engin spurning að það verður að selja hann í hvelli. Hann vill ekki vera hjá Liverpool, er búinn að ákveða sig og því er illskásti kosturinn að selja til City fyrir sem mestan pening.

  11. Selja hann til City í hvelli, gera svo gott mót og grípa meistaradeildarsætið af City og þá líður mér vel, kannski smá hefnigirni í garð Sterlings en hann hefur nú ekkert verið að gera neinar rósir uppá síðkastið í garð klúbbsins okkar.

  12. Væri alveg til ì Petro ì staðinn og Illarimandi plùs framherja … draumar ????????

  13. Tek undir allt hér að framan. Sterling er rosalegt efni og á alveg örugglega eftir að verða enn betri leikmaður. Heimsklassaleikmaður? Það er bara ekkert hægt að fullyrða það hvort hann verði það síðar.

    En mikið rosalega er hann búinn að spila vitlaust úr sínum spilum og þetta nýjasta útspil hans að neita að fara í æfingarferðina er með því allra heimskulegasta sem hann hefur gert. Hann hlýtur líka að vera með heimskasta umboðsmann í heimi! PR-málin hjá Sterling eru í molum og Liverpool-stuðningsmenn eru algerlega komnir með upp í kok á honum. Flott viðtal bæði við Carrahger og James Pearce hjá Echo.

    Ætla svo sannarlega að vona að eigendur Liverpool standi í lappirnar og hlusti ekki á tilboð undir 50 milljónir punda í þennan heimska-of metna-ofdekraða dreng.

  14. Mín skoðun er sú að Sterling er efnilegur en mun tæplega verða í heimsklassa. Ástæða þess að ég tel hann ekki hafa það sem til þarf er að hann er ekki næginlega sterkur karakter sem sést best á því hversu slakur hann var seinni hluta tímabilsins þegar hausinn var kominn annað og einnig á því hvernig hann er búinn að haga sér í fjölmiðlum.

    Að þessu sögðu þá myndi ég helst vilja að hann færi úr landi en fyrst og fremst að Liverpool mjólki þetta eins og þeir virðast vera að gera og fá verðið sem þeir vilja, eins og þeir gerðu með Suarez.

    Mér finnst frábært að Liverpool er að geta sér orð sem klúbbur sem lætur ekki valta yfir sig og fær fullt verð fyrir leikmenn sem vilja fara, ekki neinn tombóluprís. Svo er á móti hægt að kvarta yfir að Liverpool séu „Selling club”. Ég er ekki sammála því, þetta er leiðin upp á við að græða á sölum og jafnt og þétt bæta gæðin á leikmannahópnum en það er önnur saga.

    Á heildina litið er ég þokkalega sáttur með að Liverpool sé að fara að selja prímadonnu sem lítur á sig sem stærri en klúbbinn. Ég mun amk ekki tárast við að hann fari frá klúbbnum.

  15. Ef maður skoða þetta frá annari hlið, af hverju vill hann fara og hvað býður hans hjá City.

    -Betri laun
    -Öflugra lið en fer að sjálfsögðu í meiri samkeppni um sína stöðu á vellinum
    -Nægir peningar til að kaupa heimsklassa leikmenn til að styrkja liðið
    -Mun æfa á bestu og flottustu æfingaaðstöðu í heiminum Etihad Campus sem kostaði ekki nema £200m.

    Allt kítlar þetta egóið hjá þessum unga efnilega strák.

    Seljum hann á því besta mögulega verði sem við getum fengið fyrir hann, LFC hefur áður misst góða leikmenn og hefur klúbburinn ávallt lifað það af og það breytist ekki núna þótt Sterling fari.

    Aftur á móti vil ég sjá Brendan henda þessum pening í fullmótaðann klassa framherja þ.e.a.s. ef við náum að laða þannig leikmann að okkur, ekki henda peningnum í 2-3 leikmenn fá gæði umfram magn.

  16. #18 Betri laun?, sjáum nú til hvað honum verður boðið hjá City, ef það kemur annað tilboð frá þeim. Eða hefur eitthvað komið uppá yfirborðið sem ég hef misst af?

    Hann hafnaði víst launum uppá 100.000 pund er það ekki og það er ekki gefið að hann fái mikið hærri annarsstaðar á þessum aldri þó það sé ekki endilega mjög ólíklegt……

  17. Maggi # 7
    Ef hann er fáránlega efnilegur þá eru 45 plús fáránlega mikill peningur fyrir hann. Það er dýrasta efni sem ég hef séð ganga kaupum og sölum. Ánægjulegt að vera seljandi í slíkum áhættuviðskiptum 🙂

  18. Betri laun? Satt best að segja þá skil ég ekki hverju það skiptir hvort þú fáir 50, 60, 70 eða 80 miljónir á mánuði. Í öllum tilfellum þá færðu mikið meira en nóg. Svona í alvörunni, hvað hefur sá sem er með 70 milljónir umfram þann sem hefur 50 miljónir? Það er einhver svakaleg veruleikafirring í gangi ef þessar 10 – 20 miljónir á mánuði skipta öllu, svo miklu að þú ert tilbúin að gera þig að algjöru fífli í fjölmiðlum fyrir þær. Vantar einhvera jarðtengingu. En kannski er ég svo langt frá þessum veruleika að ég sé ekki að sá sem er með 80 millunar á mánuði lifir allt öðru og betra lífi en sá sem er með 60 millur á mánuði.

  19. Sterling hringdi sig inn veikan a æfingu i dag. Spurning hvort hann þori ekki að feisa leikmenn liðsins lengur.

  20. Betri laun? Satt best að segja þá skil ég ekki hverju það skiptir hvort þú fáir 50, 60, 70 eða 80 miljónir á mánuði. Í öllum tilfellum þá færðu mikið meira en nóg. Svona í alvörunni, hvað hefur sá sem er með 70 milljónir umfram þann sem hefur 50 miljónir? Það er einhver svakaleg veruleikafirring í gangi ef þessar 10 – 20 miljónir á mánuði skipta öllu, svo miklu að þú ert tilbúin að gera þig að algjöru fífli í fjölmiðlum fyrir þær. Vantar einhvera jarðtengingu. En kannski er ég svo langt frá þessum veruleika að ég sé ekki að sá sem er með 80 millunar á mánuði lifir allt öðru og betra lífi en sá sem er með 60 millur á mánuði.

  21. Segist ekki vilja spila undir stjòrn BR .. Veikur jà , það à að sekta hann nùna strax , làta hann æfa einan og svo làta hann dùsa einn ì vetur ef ekkert tilboð kemur..

  22. Ég fæ sting í hjartað. Vona bara að strákurinn endi ekki í taugaáfalli og geti haldið áfram að rækta talentinn hvar sem er. Ef einhver hérna inni getur sagt að 19 ára hafi samfélagslestur og þroski hans/hennar verið nægilegur till að takast á við heimspressuna og stuðningsmenn drukkna af tribalisma öskrandi á þig og baulandi, fullorðið peningaskrímsli sem hann hefur í umbanum sínum hvíslandi eitri í eyrun allan daginn, alla daga og spjallborð um allan heim iðandi af hatri legg ég til að sá hinn sami bjóði sig fram í einhverskonar leiðtoga stöðu fyrir þjóð og þing. Og ekki segja “samningurinn”. Þetta er löngu hætt að snúast um hann. Vona að þetta klárist sem fyrst allra vegna og helst í tugmiljóna gróða fyrir klúbbinn.

  23. p.s Auðvitað þarf hann að bera sína ábyrgð einsog annað fólk. Það er bara illviljinn í fólki sem stingur.

  24. Láta hann dúsa í varaliðinu út samninginn. Munum hvort eð er eyða peningnum í vitleysu. Hann á ekki að komast upp með þetta kjaftæði. Verðum að tækla þetta almennilega enda gæti þetta gerst aftur í náinni framtíð enda haugur af efniviði hjá klúbbnum.

  25. er þetta væri svo að það væri SIR Ferguson sem væri að taka á þessu máli þá væri þetta ekki svona. Ferguson hefði sett hann í straff strax í mars og sett hann þess vegna í að þrífa klósettin. Það er búið að leyfa þessum vitleysing að komast upp með of mikið…..sektan um mánaðalaun og draga hann með í æfingarferðina, dúsa á bekknum og leyfa honum að æfa með varaliðinu til áramóta og kannski selja hann í jan……. enginn er stærri en klúbburinn og menn eiga ekki að komast upp með neitt. !!!!

  26. Þetta er farið að lykta eins og þegar suarez vildi fara. Það mal tæklaði klúbburinn geysilega vel let hann æfa eina og fleira. Eg treysti klúbbnum að gera svipað nuna. Hins vegar vona eg að Real hendi 50 milljóna tilboðið og við seljum hann ur landi. Einhvern veginn held eg að klúbburinn se að bida eftir þvi

  27. Tilhugsunin að endi hjá City er hreint ekki góð. Sterling er, að mínu mati, leikmaður sem myndi styrkja byrjunarlið allra liða úrvalsdeildarinnar fyrir utan Chelsea og Arsenal.

  28. Sterling hefur lítið getað síðan Suarez fór og Sturridge meiddist. Hann er búinn að spila og spila og Stevie G skoraði fleiri mörk en Sterling-er það ekki annars??? Það eru áratugir síðan senter skoraði undir 10 mörkum á seasoni fyrir Liverpool. Sterling var hörmulegur í CL í vetur og ég efast um að nokkur framherji í heiminum (fyrir utan Balotelli) sé með verri tölfræði í skot á mark/ nýtt færi. Það er fáránlegt hvað drengurinn fer illa með færin og þetta hér kristallar gæði hans við markið…
    https://www.youtube.com/watch?v=xstnHsQUR9Q
    3:46 inn í myndbandið.
    Selja hann strax fyrir 50M. Benteke inn fyrir 25M og Moussa Sissoko/Lacazette/Walcott fyrir 15M-20M. Yrði frábær díll fyrir Liverpool og Ibe í stöðuna hans Sterling enda Ibe ekki síðri kostur en Sterling til framtíðar að mínu mati.

  29. Eg hef alltaf sagst vilja halda Sterling en sé núna þetta er búið spil. Leiðilegt.

    Við erum ekki að fara að fá 2-3 leikmenn fyrir Sterling heldur kannski Benteke. Ef allt gengur eftir fær Liverpool 30-35m fyrir Sterling, QPR fær svo slatta líka. Fyrir það er hægt að kaupa Benteke en launakosnaður mun hækka tölvert við þessi viðskipti.

    Þetta þarf svosem ekki að vera alslæmt. Það er bara svo helvíti leiðinlegt að vera í þessari fyrri “Arsenal” stöðu að missa alltaf okkar bestu menn ár eftir ár.

  30. “You say ‘steady’ to me again when I say something to you and you’ll be on the first plane back.”

  31. Oki kannski síðu ritara geti sagt okkur hvað gerist ef hann neitar að fara með ? Er hann neyddur i flugvélina eða fær hann að vera eftir heima og æfir einn, auk þess sem hann er sektaður ?

  32. Það birti einhver enskur vitringur símanúmerið hjá Sterling opinberlega og hann fékk þúsundir hatursskilaboða eftir að hafa sagst ekki vilja fara í æfingaferðina. Liverpool aðdáendur eru ekki beint að hjálpa til við lausnina á þessu klúðri sem verður ljótara og ljótara með hverjum deginum.

    Annars er Liverpool að bíða eftir tilboði frá Real Madrid eða PSG………Man City er að bíða eftir að Liverpool nenni þessu rugli ekki lengur og komi skríðandi en vilja sjá fyrst hvort að Pogba komi líka………Sterling er að bíða eftir að þetta reddist einhverveginn á sem sársaukafyllstan hátt fyrir sig svo hann þurfi ekki missa af auka pening…….Umboðsmaður Sterling er að bíða eftir paypay ævi sinnar og vill bara að einhver kaupi drenginn enda mun hann varla fá vinnu eftir hvernig fólk hefur séð vinnubrögðin hans.

    Einhverveginn fer þetta allt saman þó margur efist um á tímabili. Stór ástæða þess að Rodgers hefur ekki sagt stakt orð í fjölmiðlum síðustu mánuði er sennilega sú að FSG hefur skipað honum að grjóthalda kjafti út sumarið til að hann væri ekki að tala Sterling upp og ruglandi einhverja eintóma þvælu í blöðunum til að flækja stöðuna enn meira. FSG ætlar augljóslega að fara mjög hart í þetta mál og láta Sterling um allt vælið. Enda mikið fordæmismál fyrir alla ungu efnilegu strákana okkar sem gætu einhverjir sprungið út á næstu árum. Væri lítið að marka stefnu FSG ef þeir hrúguðu ungum strákum til Liverpool og leyfðu þeim svo bara að væla sig frá liðinu 1 af einum með tilheyrandi ömurlegum liðsmóral.

    Við missum auðvitað c.a. 20% af söluhagnaðinum til QPR þannig að FSG hefur engan áhuga að missa virkilega efnilegan og ungan enskan landsliðsmanns á neitt nema risafjárhæð. Auðvitað vilja Liverpool/FSG ekki selja til samkeppnisaðila. Rafa Benitez hefur sagst hafa mikinn áhuga á Sterling og Liverpool í raun með alla ása á hendi í þessu máli. Þetta hefur greinilega reitt FSG til reiði og þeir munu fyrr láta Sterling rotna í varaliðinu í 2 ár og gefa hann svo á free transfer heldur en að gefa eftir í þessu máli.
    Hann verður krafinn um læknisvottvorð fyrir þessum “veikindum” sem hann átti við í morgun. Hann verður mögulega sektaður um vikulaun á næstunni og ég tel að hann verði pottþétt skikkaður með í þessa æfingaferð.

    Playtime is over.

  33. Örn #38.

    Ef Sterling er skipað að fara í æfingaferðina og neitar að fara með í flugvélina þá er það einfaldlega “breach of contract”. Maður sem neitar að vinna vinnuna sína. Stórefa að FSG muni fallast á einhverja skyndilausn eins og að láta hann æfa einan á Melwood eða í unglingaliðinu, hann skal með í þessa ferð á meðan hann er enn hluti að byrjunarliði Liverpool. Ef FSG fer í hart samkvæmt lögum þá Sterling yrði væntanlega sektaður fyrst um c.a. mánaðarlaun og gefin kostur á að biðjast afsökunar. Ef Sterling neitar áfram þá getur Liverpool lögsótt kappann um mjög háar fjárhæðir.
    Færi þetta í þann farveg myndi Sterling líklega fara í verkfall og þetta í einhver gerðardóm hjá FA. Yrði nánast fordæmalaust og hrikalega ljótt en hreinlega ekkert útilokað eins og staðan er núna.

  34. Síðan er annað, þó að samningurinn er látinn renna út þá munum við alltaf fá einvhern aur fyrir hann. Samanber Danny Ings. Hann rann út á samning og nú er talað um að við þurfum að borga 6 til 11 miljónir punda fyrir hann þar sem að hann er undir 24 ára. þannig að fsg er með alla ásana á hendi.

  35. Ætli hann endi ekki eins og Shaun Wright Phillips,,, fullt af peningum, minni og minni spilatími og ferillinn verður ein stór vonbrigði.
    Ég vona að FSG geri dæmi úr þessum manni og að svona framkoma verði öðrum leikmönnum víti til varnaðar…

  36. Hvaða skilaboð erum við að senda með að selja hann og láta hann komast upp með þetta?
    Má þá ekki búast við einhverju sambærilegu þegar Ibe, Markovic, Sinclair og fleiri verða eftirsóttir?

    Það er eitt í stöðunni. Halda honum og láta hann dúsa í varaliðinu þar til hann biður klúbbinn og stuðningsmenn hans formlegrar afsökunnar. Mér er slétt sama þótt samningurinn myndi renna út eftir tvö ár. Einfaldlega ekki í boði að einhver tvítugur gotti dragi klúbbinn svona á asnaeyrunum.

  37. Þetta er hundleiðinleg staða sem er komin upp. Ég var alltaf að vona að þetta myndi leysast eins og Suarez málið 2013; Sterling myndi skrifa undir nýjan samning, betri laun og klásúla upp á xx milljónir punda. Hann myndi svo setja undir sig hausinn og spila allavega eitt tímabil áður en hann reyndi fyrir sér annars staðar. Ég held að það sé alveg ljóst að það verði ekki niðurstaðan og hann fer pottþétt í sumar. Hvort það verður City eða eitthvað annað lið vitum við ekki.

    Ef til vill hefði Liverpool getað höndlað þetta mál eitthvað betur, ég veit það ekki. En Sterling ætlar sér burt með illu og allt síðan BBC viðtalið fór fram hefði átt að beita drenginn hörðu. En hann fékk að spila, gerði það illa og tímabilið hrundi hjá honum.

    Liverpool ætti samt að hafa öll trompin á sinni hendi. Sterling á tvö ár eftir af sínum samning og ef ekkert lið er komið með freistandi tilboð í kappann áður en lagt verður af stað til Asíu þá á Sterling auðvitað að fara með. Hann er starfsmaður Liverpool og klárt brot af hans hálfu að neita að vinna vinnuna sína.

    Þetta er alveg hundleiðinlegt mál. Ömurlegt að lenda í þessu. Klúbburinn sem stærir sig af því að gefa ungum leikmönnum séns á kostnað dýrari leikmanna sem klúbburinn hefur annaðhvort ekki efni á eða missir frá sér á núna ekki heldur séns á að halda í þessa ungu og efnilegu. Það er kaldhæðnislegt finnst mér. Verst er að allt útlit er fyrir að Sterling spili sinn besta fótbolta annars staðar. Miðað við það sem hann hefur sýnt þá gæti sá fótbolti orðið býsna góður, jafnvel heimsklassa góður.

  38. Ég er alveg rólegur yfir þessu brölti. Ég er viss um að stjórnendur klúbbsins standa á sínu. Það er samningur í gildi og annað hvort kemur ásættanlegt tilboð eða Sterling verður áfram í klúbbnum og þá hefur hann ekki val um margt annað en að girða sig í brók og haga sér eins og maður eða horfa á fótbolta eins og við hinir!

  39. Djöfu… er Sterling vitlaus !!!! Ég hefði aldrei sleppt því að fara fría ferð til Tælands og Ástralíu:)

  40. Virkilega efnilegur í fótunum, en langt frá því að vera það sama í hausnum. Því fyrr sem þetta tekur enda, því betra. Ég er á því að hann verði bara rosalega efnilegur, síðan ekkert meira en meðal leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, getur hlaupið hratt, “dribblað” bolta og tekið menn á, en markaskorun er langt frá því að vera hans sterkasta hlið.

    Liverpool á ekki eftir að sakna hans, við getum fengið betri leikmann en hann fyrir þessa upphæð.

  41. Þriðja sumarið í röð er leikmanna drama hjá klúbbnum – “Let me leave Liverpool”…Verulega þreytandi. Persónulega finnst mér eigendur standa sig frábærlega, en þessi sirkus er búinn að standa allt of lengi. Ég sé ekki hvernig Sterling á afturkvæmt í liðið eftir síðustu mánuði og sérstaklega síðustu daga. Auðvitað vil ég ekki missa efnilega leikmann, en lykilorðið er efnilegur. Þetta er ekki og verður ekki eins og að missa Suarez.

    Svekkjandi, en það á að vera hægt að fylla í skarðið sem Sterling skilur eftir hjá klúbbnum.

  42. Gary McAllister líklegur sem viðbót í þjálfarateymið hj´aLFC það er ég sáttur með… reyndur leikmaður og smá þjálfara reynsla líka 😉

  43. Sky Sports birta það að Sterling vilji ekki vinna með Rodgers og að það sé ástæðan fyrir því að hann vilji fara frá félaginu, ekki peningar. Ef þetta er staðan í raun er fokið í flest skjól hjá FSG og Rodgers, enda fátt sem bendir til þess að Rodgers sé að vinna einhverja kraftaverkavinnu fyrir klúbbinn – þvert á móti.

    http://www1.skysports.com/football/news/11669/9906665/liverpool-deny-raheem-sterling-does-not-want-to-play-for-brendan-rodgers

  44. Sterling er ekki merkilegur leikmaður fyrir önnur lið en Liverpool og Man City,Liverpool vill bara fá sem mestan pening úr rotnu epli og Man City vill bara borga sem minnst fyrir enskan heima alinn leikmann,skiptir ekki máli hvort að hann sé góður svo lengi sem að hann fyllir upp í kvótan fyrir City,þetta endar þannig að Liverpool fær cirka 35 millur fyrir hann og City fær enn einn leikmannin í kvótan.

  45. #52

    “Sky sources understand that Raheem Sterling wants to leave Liverpool because he does not want to play for manager Brendan Rodgers – a claim categorically denied by the club.”

    ég held ég trúi frekar klúbbnum en stráknum sem er búinn að tala í í horn. annars er þetta hið sorglegasta mál, ég sé ekki að hann geti spilað aftur fyrir Liverpool eftir þau orð sem hafa fallið, en ég myndi frekar vilja sjá lægra tilboð tilboð frá madrid samþykkt en hærra frá city jafnvel þó við auljóslega töpum peningum á því.

  46. #53

    “Sky sources understand”.
    Hvað heldur þú þá að klúbburinn mæti bara og segi að þetta sé allt rétt saman? Það væri þá ný leið til að grafa endanlega undan stjóranum…

  47. “Why is Sterling getting so much shit. If he stayed they would pay him more. He wants to leave because they are shit, their manager is a weirdo who has sold him out continually and he has no great loyalty to Liverpool (- london boy and not a scouser)”

  48. #52

    Væri ekki hissa ef þetta væri nýjasta útspil Sterling og Ward. Það á að reyna allt áður en flugvélin heldur til Bangkok.

    Eftir að ég sætti mig við Sterling væri á förum þá er ég byrjaður að hafa nokkuð gaman af þessu. Verður áhugavert hvernig tekið verður á þessu.

    Maður bara botnar ekkert í þessum dreng, afhverju hann ætti að vilja fimmfalda launin sín og flytja til Manchester og keppa um titilinn á hverju ári og spila í Meistaradeildinni.

    YNWA

  49. Rodgers er sá sem er búinn að standa í hans horni hvað lengst. Rodgers er sá sem talar vel um hann og hleypti honum í liðið og gaf honum þetta tækifæri á að blómstra. Ef hann hefði verið í Man city eða chelsea þá hefði hann varla verið búinn að fá tækifæri núna. Að henda Rodgers undir vagninn er ömurlegt og þótt að ég sé viss um að hann eigi eftir að vera frábær fótboltamaður þá vill ég ekki sjá svona menn í liverpool búning. Það er enginn stærri en félagið en þeir sem haga sér þannig mega ( ljót orð að eigin vali)

  50. Hver í fjandanum heldur þessi strákgutti að hann sé eiginlega? Hann hefur ítrekað gert svo rosalega upp á bak sér í þessu máli að ég finn virkilega til með honum. Hann segir bara eitthvað til að reyna að losna frá LFC og ég trúi engu sem vellur upp úr honum. Auðvitað eru Liverpool-aðdáendur æfir út í svona vitleysishátt og ég er einn af þeim en ég tækla þetta bara þannig að ég hlakka til að fá hann í burtu og fá góðan skilding til að styrkja hópinn okkar. Þessi gaur mun aldrei verða heimsklassaleikmaður með hausinn á sér svona stilltann og hvað þá með þetta graftarkýli á enninu, sem umboðsmaðurinn hans er!

    Það er því miður alltaf að koma betur og betur í ljós hvað umboðsmenn geta spilað stórt hlutverk í ferli leikmanna og það er alveg með ólíkindum að einhver gaur út í bæ sé að fá skrilljónir fyrir nánast enga vinnu í svona viðskiptum.

    Liverpool FC. á að fara í grjóthart við þennan ungling, rétt eins og með Suarez-málið!

  51. #52

    Það meikar nákvæmlega ekkert sense. Karlinn er búinn að reynast Sterling hreint fáránlega vel. Hefur gefið honum ALLA sénsa til að sanna sig, alltaf talað hans máli og varið hann út í eitt, gaf honum vetrarfríið á liðnu tímabili o.s.frv. Ég mundi líka enn eftir þessu (svo það var auðvelt að finna – og þetta er ekki algeng sjón eftir að skora mark!): https://www.youtube.com/watch?v=dp5O72h7bL0

  52. Æjæjæj City sagðir ólíklegir að henda inn boði uppá 50m, svo var víst Berahino að segja upp sínum umboðsmanni í kvöld, hver ætli það hafi verið…?

  53. Í boccia, póló, keilu og körling
    keppa menn eins og þeir geta.
    En Raheem kjánakollurinn Sterling
    kann ekki gott að meta.

  54. Vona samt að hann nái sér af flensunni blessaður, ömurlegt að vera veikur heima svona í júlí. Hitabylgja og læti.

  55. Sé að margir hér eru að benda á misgáfulega hluti sem eigi að neyða uppá kauða. Vill bara benda á að Sterling hefur nokkuð sterkan samningsrétt. Ef að Liverpool vill fá eitthvað fyrir hann þarf að passa uppá að selja hann fyrir Janúar 2016(eftir 6 mánuði). Afhverju spyrjiði ? Jú þá eru 3 ár síðan hann samdi síðast við Liverpool. Eftir 3 ár má hann kaupa sig út úr samningnum, (https://en.wikipedia.org/wiki/Webster_ruling#Article_17)

    “Article 17 of FIFA’s Regulations for the Status and Transfer of Players is entitled “Consequences of Terminating a Contract Without Just Cause”….. Specifically, it states that any player who signed a contract before the age of 28 can buy himself out of the contract three years after the deal was signed”. Mæli með að fólk kynni sér þetta dómsmál, sem og Bosman(þótt það eigi ekki við í þessu tilfelli)

    Ef að Ég man rétt þá samdi Sterling fyrir um 30 mánuðum (jan 13).

    Þetta á þó bara við ef hann hefur ekki réttláta ástæðu til að rjúfa samninga. Ef að hann er með klásúlur um X leiki með aðalliði eða “fuzzy” orðalag varðandi spilatíma og ímyndarrétt, gæti það reynst dýrkeypt að setja hann í varaliðið eða annað sem gæti litið út eins og í átt að brot á samningi.

  56. City mega fá Sterling á 50 miljónir og Balotelli í kaupbæti. Viðræður við stráksa hljóta að vera á lokastigi ef hann nennir ekki að leita að vegabréfinu sínu.

  57. Þvílík vanvirðing fyrir klúbbnum og Rodgers hjá þessum strák-kjána. Brennandi brýr og virðist vera nokk sama um orðsporið sitt. Hann hefur ekki unnið sér inn fyrir þessu risastóra egó’i sínu – hvað hefur hann fært okkur marga titla?!

    Það er eitt að vilja fara frá klúbbi – það er gangur lífsins í boltanum og það gerist á hverjum degi, en að fara með svona skítalátum er ömurlegt. Besti leikmaður scums (Flappy hans) vill eðlilega fara frá þeim til Real Madrid og hefur væntanlega gert öllum þar innanborðs ljóst. Það er bara tímaspursmál hvenær hann fer en hann hefur ekki sagt múkk í fjölmiðlum eða talað niður klúbbinn sinn og þjálfara. Hann fær virðingarpunkt fyrir það. Sterling hins vegar fer sem algjör skíthæll og einn mest hataðist maður Liverpool borgar, vel gert.

    En já. Láta City borga í topp. sérstaklega ef 20% af upphæðinni fer til QPR.

    Þetta lið keypti einn mistækasta CB deildarinnar (Eliaquim Mangala) á 40m(!!) í fyrra – þeir geta borgða 60m fyrir Sterling. Ef ekki þá skellum við bara Sterling í varaliðið og leyfum honum að dúsa þar.

  58. Sé að margir hér eru að benda á misgáfulega hluti sem eigi að neyða uppá kauða. Vill bara benda á að Sterling hefur nokkuð sterkan samningsrétt. Ef að Liverpool vill fá eitthvað fyrir hann þarf að passa uppá að selja hann fyrir Janúar 2016(eftir 6 mánuði). Afhverju spyrjiði ? Jú þá eru 3 ár síðan hann samdi síðast við Liverpool. Eftir 3 ár má hann kaupa sig út úr samningnum, (https://en.wikipedia.org/wiki/Webster_ruling#Article_17)

    „Article 17 of FIFA’s Regulations for the Status and Transfer of Players is entitled „Consequences of Terminating a Contract Without Just Cause“….. Specifically, it states that any player who signed a contract before the age of 28 can buy himself out of the contract three years after the deal was signed“. Mæli með að fólk kynni sér þetta dómsmál, sem og Bosman(þótt það eigi ekki við í þessu tilfelli)

    Ef að Ég man rétt þá samdi Sterling fyrir um 30 mánuðum (jan 13).

    Þetta á þó bara við ef hann hefur ekki réttláta ástæðu til að rjúfa samninga. Ef að hann er með klásúlur um X leiki með aðalliði eða „fuzzy“ orðalag varðandi spilatíma og ímyndarrétt, gæti það reynst dýrkeypt að setja hann í varaliðið eða annað sem gæti litið út eins og í átt að brot á samningi.

  59. 1) Heimta hærri laun, fær ekki það sem hann vill, vill þvi fara
    2) Lysa þvi yfir að hann vilji vinna titla og vilji þvi fara
    3) Rodgers er astæðan að hann vill fara

    Er umboðsmaðurinn ekki orugglega að gleyma einhverju. Það sja allir i gegnum þetta bull

  60. Ég nenni ekki þessu rugli. Hér er ein hugmynd að lausn:

    Hvernig væri að lána Sterling til City fyrir 10-15M punda í eitt ár með ákvæði í samningnum um að eftir árið gerist annað tveggja: City kaupi hann á 40-45M til viðbótar eða Sterling skrifi undir 5 ára samning við Liverpool fyrir 90 þús/viku (og reki helst umbann líka).

    Með þessu móti fær Sterling tækifæri hjá City og ef hann stendur sig, varanlegan díl. Liverpool fær smá pening strax, losar Sterling út úr þessari vitleysu, og eftir árið fær annað hvort góðan ungan leikmann sem hefur reynt að grasið er ekki endilega grænna hinum megin, eða flottan pening í vasann án skrípaleiksins sem er í gangi núna.

    Kannski erfiðast að sannfæra umbafíflið um að skrifa undir svona samning…

  61. Ef að þessar fréttir um að MC sé að draga í land eru réttar, þá spilar ábyggilega inn í að þeir voru að fatta að umbinn fylgir með í kaupunum.

  62. Það er samt bara hægt að kenna umboðsmanninum um hlutina upp að vissu marki. Ég ætla leyfa mér að efast að hann sé að ráðleggja skjólstæðingi sínum að sleppa æfingum eða neita taka þátt í undirbúningstímabilinu – það er svo glórulaust… Sterling á jafn stóran þátt í þessu fíaskói og umbinn.

  63. Spurning um að loka drenginn inni á heilsuhæli. Hann er augljóslega fársjúkur.

  64. Er Milner betri leikmaður en Sterling er í dag eða mun vera á næstu 4 árum??

  65. er engin að sjá það að sterling er næsti balotelli, hrikalega efnilegur en ónýtan haus á búknum og eftir nokkur ár verður hann búin að brenna allar brýr að baki sér….

Christian Benteke eða aðrir betri?

Stjörnuframherjinn