Við setjum yfirleitt ekki inn svona myndbönd í færslur en ég geri undantekningu af þessu tilefni. Hér er frábær greining Jamie Carragher og Gary Neville í kvöld á Monday Night Football á Sky, á fyrsta leik Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp.
Setjið þetta í full screen og HD:
Fylgist vel með þessu helst:
- Carra fer yfir hvernig liðið pressar strax eftir að missa boltann til að reyna að skapa strax marktækifæri, frekar en bara til að vinna boltann aftur.
- Carra sýnir hvernig Coutinho og Lallana eru báðir að spila sína bestu stöðu, loka miðjunni frekar en að dekka bakverði á köntunum, og neyða andstæðinginn þannig út á kant með boltann þar sem hægt er að loka betur á hann með pressu.
- Takið eftir fjölda spretta. Leikaðferð Klopp gengur ekki bara út á að hlaupa mikið heldur að hlaupa í sprettum. Tottenham-leikurinn innihélt fáránlegan fjölda spretta hjá liðinu, og þetta var bara fyrsti leikur eftir nokkurra daga þjálfun hjá Klopp.
- Neville spyr eðlilega hvort liðið haldi svona út yfir heilt tímabil og hvort Daniel Sturridge hreinlega geti unnið svona sprettvinnu án þess að meiðast strax og reglulega (nefnir Aguero sem gott dæmi).
- Þeir sýna hvernig Origi vann sprettvinnuna frábærlega, auk þess að halda bolta vel sem fremsti maður á útivelli.
Mjög áhugavert greining á því sem Klopp er að reyna að innleiða. Ég hlakka til að sjá þessa spretti valda lakari liðum en Tottenham hjartaáfalli, sérstaklega á Anfield.
Craig Burley:
http://www.espnfc.com/video/espn-fc-tv/86/video/2671940/burleys-boiling-point-the-klopp-effect
Ekkert flókið þar á bæ 🙂
Ég trúi !
Ég er vægast sagt spenntur ???? loksins loksins loksins erum við komnir með alvöru stjòra !! Ég hef fulla trù à að hann nài sìnum markmiðum
“Genghis-pressing” hahaha, Craig Burley maður! Takk fyrir þetta Balti. 🙂
Bara fyrsti leikur undir hans stjórn. Þeir eiga bara eftir að verða betri í þessu leikkerfi og eiga eftir að pressa betur og betur sem lið þegar líður á.
Það er bara spurning eins og Neville segir, eiga þeir eftir að geta gert þetta spilandi kannski 3 leiki á viku.
Mjög flott hjá þeim félögum og það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast hjá Klopp.
Mér finnst þetta líka ágætis greining þar sem gerður er samanburður á Lallana og Milner í leiknum gegn Tottenham. Kom lítið út úr Milner þó hann hafi hlaupið mikið og hafði úthald í þessa taktík í 90. Vann engar tæklingar, skilaði boltanum ekki vel frá sér og var heppinn að fá ekki rautt. Lallana var aftur á móti mjög effektífur en hafði ekki úthald í 90 mín. Þetta er bara fyrsti leikur og því verður gaman að sjá hvernig Milner verður eftir nokkra leiki.
http://www.thisisanfield.com/2015/10/player-focus-james-milner-adam-lallana-intelligent-pressing-vs-spurs/
Er ég sá eini sem fæ semi í nurlurnar við að sjá þessa greiningu??
Neville systirin mun aldrei segja neitt jákvætt eða gott um LFC. Hatur hans á LFC er það innbrennt eftir áralanga slag við okkur. Ég persónulega var aldrei hrifinn af honum sem leikmanni og hefði aldrei viljað hann í mitt lið. Ég get heldur ekki tekið undir að hann sé eitthvað sérstaklega ,,góður” eða ,,skemmtilegur” sem greinandi/lýsandi hjá SKY.
En hann sjálfsagt hefur verið skástur af þeim enskum sem til voru á þeim tíma. Hefði liklega aldrei getað spilað í öðru landi. En who cares?
Leiðinlegt að segja það en Neville ber af í sínu hlutverki í sjónvarpi. Carragher og hann finnst mér alveg ná að vera hlutlausir í greininum sínum á öllum liðum þó maður sé ekkert sammála öllu hjá þeim, þeir koma svo auðvitað með skot á milli við og við. Verst að ég er ef eitthvað er oftar sammála Neville en Carra.
MNF er frábært sjónvarp.
Djöfull hljóp Origi, ætli hann tikki ekki í flest box sem hinn fullkomni framherji fyrir Klopp?
Neville og Carra eru frábærir saman. Maður þarf ekki að kinka kollinum stöðugt og vera sammála þeim í einu og öllu til að njóta þess að fylgjast með þessum þáttum hjá þeim.
Carra er gjarnari ef eitthvað er að fara í vörnina fyrir sinn gamla klúbb (pun intended).
Jájá…alveg prýðilegt sjónvarp þetta Monday Night Football. Carra átti nátturlega setningu
ársins í fyrra þegar hann sagði að ,, enginn vildi vaxa úr grasi til að vera Gary Neville”
eða leikmaður eins og hann. Mjög fyndið atriði. Mér þykir hinsvegar Alan Shearer einna bestur
af þessum xfootballers sem eru í sjónvarpinu. Jamie Redknapp er lika finn. Thierry Henry finnst mér hræðilegur. En svona eru nú skiptar skoðanir. En Neville systur voru aldrei minn tebolli.
“force it wide and then press”
Loksins hefur einhver hlustað á mig 🙂
#8
Það er bara ekki rétt hjá þér að hann tali aldrei vel um Liverpool, held að þú sért meira blindaður af hatri á Neville (eða öllu tengdu United) heldur en hann af sínu óþoli gegn Liverpool.
Að mínu mati einn besti enski punditinn ásamt Shearer, sjaldnar ósammála þeim heldur en t.d. okkar ástkæra Carragher. Maður þarf að geta aðskilið sig frá því að maður hafi ekki fílað hann sem leikmann eða þá staðreynda að hann spilaði fyrir United, hann væri ekki svona virtur ef hann væri sífellt að láta tilfinningar sínar ráða því hvernig hann greinir leikinn.
Það þarf eitthvað mikið til að maður missi af næstu leikjum með Liverpool.
Nú eigum við þrjá heimaleiki í röð, Rubin Kazan, Southampton og Bournemouth. Og ef maður þekkir okkar fólk í Liverpool rétt, og þeim er rétt lýst í hlaðvarpi Kop.is, þá eiga þeir eftir að elska pressuboltann eins mikið og þeir elska Klopp og duglega leikmenn sem leggja allt í þetta. Og ef Scouserinn elskar eitthvað, þá fer það ekkert á milli mála.
Ef þessi spilamennska eflist og styrkist í næstu tveimur heimaleikjum, þá verður hrein og bein Freddy Krueger (Krüger?)- style martröð fyrir Bournemouth, sem eru nú þegar búnir að fá á sig 17 mörk, að mæta á snarvitlausan Anfield og að þurfa að mæta þessum brjálæðingum, innan og utan vallar.
Það getur vel verið að maður sé að tapa sér í gleðinni, en fjandinn hafi það, mér finnst ég – og við eiga það skilið.
Ég hef lùmskan grun um að Origi eigi eftir að koma okkur öllum hressilega à òvart. Hann fær vænntanlega nokkra leiki nùna! Gott ef hann skorar ekki bara à fimtudaginn ????
Þegar Carra jarðaði Neville í MNF
https://www.youtube.com/watch?v=VypkQKVl7yo
Er þriðjudag-podcast í dag?
#17 hin hreinasta snilld…
“No one wants to grow up to be a Gary Neville”