Liðið gegn Exeter – JOSE ENRIQUE (C)

Margt áhugavert hérna:
– Ég er vægast sagt ekki hrifinn af því að veita Enrique þann heiður að vera fyrirliði Liverpool, en hann er með bandið í dag. Kveðjugjöf?
– Bogdan er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool, það er ljóst.
– Sakna smá að sjá Ojo og Kent í byrjunarliðinu.
– Sinclair er bara þarna til að fylla upp í hópinn úr því hann byrjar ekki þennan leik.
– Grunar að þetta verði líka lokaleikur Stewart og Texieira, jafnvel Ilori.
– Flanagan er loksins loksins kominn í hópinn aftur.

Liðið gegn Exeter er svona:

Mignolet

Randall – Ilori – Enrique (c) – Smith

Texieira – Allen – Brannagan – Stewart

Ibe – Benteke

Bekkur: Bogdan, Flanagan, Kent, Sinclair, Ojo, Maguire, Chirivella

Spá: Tökum þetta í kvöld, 3-1. Benteke getur hypjað sig strax í janúar ef hann ræður ekki betur við þessa vörn í kvöld en hann gerði um helgina.

60 Comments

  1. Já ég held ég sé búinn að sjá allt þegar Jose Enrique er fyrirliði Liverpool.

  2. Enrique fyrirliði. Held að Klopp sé að sýna áhangendum hver ræður.

  3. Vonandi að Benteke komi sér í gang og skori allavega tvö mörk í kvöld. Vonandi að Sinclair spili ekki mínútu í kvöld og reikna fastlega við því að við sjáum King Flanno í kvöld

  4. Þið sem eruð ekki með link á leikinn. Tékkið á svörunum sem þið fengum þegar Liverpool spilaði á móti þessu sama liði á útivelli ? scroll scroll

  5. Er Stewart ekki frekar ungur enn? Hann var nú frekar öflugur í fyrri leiknum – af hverju kveðjuleikur fyrir hann?

  6. Skil ekki afh Mignolet er t.d ekki fyrirliði staðin fyrir Enrique ef Klopp lítur á hann sem framtíðarmann. Myndi gera mikið fyrir hann að vera fyrir fyrirliði ef það á treysta á hann í framtíðinni.

  7. Áhugavert lið gaman að sjá þessa ungu stráka hefði verið betra að láta Mignolet eða Allen fá bandið en hvað veit ég, Benteke með 2 og Enrique með 1

  8. Skrítin ákvarðanataka með fyrirliðabandið. Mignolet, Benteke, Allen eða jafnvel Ibe eru nú menn sem spila í aðalliðinu enn þeir horfa á mann sem kemur ekki nálægt varamannabekknum með aðalliðinu taka fyrirliðabandið. Eru þetta einhver skilaboð til þeirra eða eru þeir bara einfaldlega ekki fyrirliðar í sér?
    Síðan er vonandi að Flanagan komi inná og nái sér á strik 🙂

  9. Finnst samt vanta plan B á bekkinn, ef allt fer í vaskinn. Hver á að koma inn á og save the day ?

  10. Ég spái því að exeter mun stela þessu 1-2 með marki sem mun vera mingolet að kenna.Benteke mun því miður geta ekki neitt í þessum leik

  11. Nr.8

    Bara gisk hjá mér, held að þetta sé síðasta tækifærið til að gefa mörgum þessara leikmanna séns. Stewart er ekki svo ungur (23 ára á þessu ári) og verður aldrei partur af aðalliði Liverpool.

  12. Ég sagði að Allen myndi skora, okkar besti miðjumaður í dag hvað varðar frammistöðu upp á síðkastið. #AllenIn

  13. Allen orðinn einn af betri mönnum liðsins. Segir kannski meira um liðið en Allen. Annars er ég ánægður fyrir hans hönd. Hann á skilið meira frá stuðningsmönnum Liverpool en þetta endalausa skítkast alltaf hreint.

  14. Góð sókn Liverpool sem skóp þetta mark. Liverpool miklu betri, gætum séð flugeldasýningu.

  15. Liverpool Stuðningsmaður: “Djöfull þoli ég ekki Allen af hverju er hann inná….”
    TV: “Og Allen SKORAR!!!”
    Liverpool Stuðningsmaður: “Djöfull er Allen góður maður.”

  16. Ég hef stjórnað Allen vagninum frá degi eitt, öllum er velkomið að koma um borð.

  17. nr 24-25 og 26 og fleiri
    Afhverju þarf oft að henda aur og saur í leikmenn LIVERPOOL meðan þeir eru samningsbundir og fá að spila? Síðan fá þeir traust og fá spila og gera misvel úr því 🙂 En mikið hlakka ég til að fá skýringu hjá Klopp sambandi við bandið. Er framtíð hjá fifa spilaranum eða vann hann kannski Klopp í fifa?
    nr 24-25 og 26 og fleiri afsakið að ég hafi tekið ykkur útur( en það verður srcollað á ykkur .-) )

  18. Kjúllarnir eru bara búnir að vera fínir og exiter hefur ekki komist yfir miðju allan fyrri hálfleik það er bara ekkert hægt að kvarta.
    Mætti kanski bara prufa þessu liði að spila næsta leik í deild nei bara segi svona.

  19. Er Klopp ekki bara að kalla eftir ábyrgðartilfinningu hjá Jose með því að láta hann fá fyrirliðabandið?

    Annars er Brad Smith á hraðri uppleið með þessum frammistöðum sínum

  20. Sé það alltaf betur og betur hvað Benteke er hræðilegur leikmaður sem getur ekki rassgat í fótbolta.

  21. Smith búinn að skora og leggja upp í þessum 2 leikjum og er rock solid þarna aftast og með frábæra crossa ánægður með hann. Benteke á ekki að koma við sögu aftur á leiktíðinni nema kannski gegn wba og west ham nei reyndar ekki west ham collins vann 22 skallabolta á móti 2 hjá benteke. ég hélt að þessi maður væri naut en hann er alltaf að kryyplingast inná vellinum.
    Vonandi sjáum við king Flanno

  22. Tjah. Ef að allir þarna hefðu kostað 500þús pund og maður væri að horfa eftir þvi´”hver gæti nú breikað upp” – þá myndi maður horfa til Allen, Texeira, Brad Smith, – og….. veit ekki með fleiri sosum. Jú – Ibe, og maður myndi hugsa um leið “þessi verður fínn ef hann hættir að klappa boltanum í korter”

    En ekki Benteke. Sorrí en ég hef ekki séð hann gera djakk í þessum leik. Brannagan (sem bæðevei er líklega launsonur Ian RUsh, ég meina – setjið á hann kúst…) hefur verið mun sprækari en Benteke nokkurn tíma. Langar sjá Ojo inná síðasta hálftímann.

  23. Ojo!!! maður kemur ekki inná sem varamaður skjálfandi út kulda með ermarnar á búningnum togaðar yfir hendurnar!! Minnir á Jesper Blomqvist syndromið….

  24. Ojo er hraður og með góðan skotfót. Akkúrat það sem skortir í liðinu okkar

  25. Fótbolti er ekki svo flókin íþrótt, bara setja tuðruna í markið.

  26. Frábært mark hjá Ojo. Ég hef samúð með Benteke sem virðist alveg rúin sjálfstrausti- ef hann potar ekki inn marki í svona leik gæti þetta verið búið spil hjá honum. Hann getur amk ekki kvartað yfir að hafa ekki fengið þjónustu í kvöld.

  27. velgert! og velgert Benteke? af hverju ekki fyrr? og oftar!? en velgert 🙂

  28. Gott að Benteke nái amk stoðsendingu kallinn – hjálpar vonandi uppá sjálfstraustið.

  29. Er bara byrjaður að vorkenna benteke,og farinn að biðja til Guðs að hann fari að skora

  30. Ég held að þessi leikur hjálpi Benteke ekki neitt. Hann er alveg týndur.
    Furðuleg hlaup í og við teiginn þegar boltinn er að flæða í hornin.
    Það er eiginlega sorglegt.
    YNWA

  31. Hvað þarf Benteke mörg færi til að skora? Jesús kristur hvað hann er eitthvað klaufskur.
    En sigur er sigur komnir áfram

Exeter annað kvöld & ýmislegt

Liverpool 3 – Exeter 0