Síðasta sumar settist ég niður með Tryggva Páli Tryggvasyni, blaðamanni og ritstjóra Rauðu Djöflanna, og spjallaði um tilurð og sögu Kop.is frá stofnun og þar til í dag. Þetta viðtal varð að þætti sem var fluttur á Rás 1 síðasta sunnudag.
Þið getið hlustað á þáttinn í heild sinni hér.
Ef þið hafið áhuga á sögu Kop.is og fótboltabloggum almennt, endilega tékkið á þessu.
Getið þið ekki fengið fælinn og sett inn á iTunes eða haldið til haga? Gaman að eiga þetta, fer af vef Rúv í apríl 🙂
Snillingar. Stoltur að geta sagst hafa lesið frá upphafi. Man að maður þurfti alltaf að fara inná eoe.is 🙂
MEISTARAR!
Við eigum mp3-skrána og gerum hana aðgengilega þegar sarpurinn dettur út. 🙂
Ég get líka sett þetta inn í hlaðvarp RÚV..
Fylgdist líka með eoe.is alveg frá upphafi. Þakka ykkur strákar svo ótrúlega mikið fyrir ykkar óbilandi áhuga og dugnað við að halda þessari aðdáendasíðu við og málefnalegri. Að sjá svona mikinn drífandi metnað gerir mann stoltan að vera Liverpool aðdáanda.
Takk kærlega strákar.
Atli Þór (#4) – það væri frábært, þakka þér fyrir.
Ég hlustaði á þáttinn á Rás 1 á sunnudaginn og hafði gaman af. Mæli eindregið með að allir “Kopparar” hlusti.
Smá þráðrán hérna, en nú virðist Texeira ekki á leiðinni til okkar í þessum leikmannaglugga. Það ber of mikið á milli aðila. Djöf, andsk, ef það reynist rétt. Mér finnst við hafa brennt okkur of oft á því að bjóða ekki “nóg” í leik,enn , sem svo fara til liða eins og celski og tottenham.
Jupiterfrost og eoe…Snillingar!
Þessi síða hefur alltaf verið frábær og verður bara betri. Kristján og Einar gerðu vel að fá fleiri penna til liðs við sig og síðan hefur líklega aldrei verið betri. Podcöstin eru síðan frábær viðbót.
Til hamingju strákar, allir sem einn.
Jam með Teixeira, þetta er svona ekta Liverpool, við erum geðveikt harðir á okkar og viljum fá uppsett verð þegar við seljum en svo þegar við verslum viljum við allt á afslætti! Shaktar á nóg á milli handanna og þarf ekkert að selja Texeira, andskotinn hafi það ef þetta klikkar..
hvenær verður næsta podcast??
já þetta er bara typical;
http://www.teamtalk.com/news/liverpool-fail-to-agree-fee-to-sign-teixeira
en hvað var með Pato, er vitað af hverju kaup á honum strönduðu og hann endar hjá Chelsea ?, eða var kannski ekki ætlunin að kaupa hann.
Og nú eru Chelsea búnir að selja Ramires fyrir ruglpening – kaupa sennilega teixeira fyrir þann pening.
Og Liverpool situr eftir með sárt ennið (og eitthvað fleira !) eins og svo oft áður…..
þad er bara svo mikid bull I gangi a bakvid tjoldin. umbar ad hræra i gruggugu vatni
margt sem tarf ad falla saman I svona dilum
skemmtilegt og athyglisvert viðtal… Frábær síða takk fyrir mig 🙂
Við þurfum nýja eigendur. Punktur,punktur komma strik.
Einu sinni enn eru þeir að klúðra vegna smámuna. Já 4-5m punda eru smámunir þegar rætt er um þennan leikmann.
Leikmaðurinn hefur lýst yfir áhuga og vill spila fyrir Liverpool en nei það á að klúðra þessu á tíma sem skiptir félagið sköpum. Erum inní öllum keppnum og afar líklegt að Europa League verði okkar raunhæfi séns í CL
Yanks out
Eigum við ekki að leyfa þessum glugga að klárast áður en við förum að mála skrattan á vegginn.
Það koma talent leikmenn til Lfc, hvort það gerist í þessum glugga eða ekki þá held ég að næsta sumar verða lagðar línunar með uppbyggingu á liði Klopp þá verður hann og hans menn búnir að kortleggja það sem vantar uppá og það sem má missa sín þótt ég telji ekki að hann ætli að fara selja 15 og kaupa 15.
ef shaktar vill 38mp fyrir þennan mann er þá ekki alltílagi hvað er í boði fyrir 38mp annarstaðar? væri hægt að fá reus á þennan pening ?
held að það sé best að skoða allar hliðar teningsins áður en menn eyða peningum.
ég er ekki að segja að ég vonist ekki til þess að þetta klárist þar sem þetta virka spennandi kaupa heldur að lfc verður að skoða hlutina vel.
Sanchez kostaði ca 36 millur þannig að það er hægt að fá heimsklassa leikmenn fyrir þennan pening. Við borguðum líka 32 millur fyrir benteke, leikmann sem er ekki meira en 10 millu virði alla daga, svo það er skrítið að við virðumst prútta mikið núna
Fyrst. Takk kop.is. Meistarar.
Næst. Benteke á 32, sumum fannst það fínt, flestir hrista hausinn í dag. Menn heimta nýtt blóð fyrir næstum hvaða verð sem er og hafa svo hæst þegar kemur í ljós að kaupin virkuðu ekki.
Við eigum ekki að gefa þessar 30+ millur fyrir Texiera.
Við gætum kannski teygt okkur í 26/7 eða bara take it or leave it. Gæinn vill koma og Shaktar munu sitja uppi með handónýtan fýlupúka ef þeir selja okkur hann ekki.
Verði þeim að góðu með það. Við kaupum þá bara í sumar á eðlilegu verði.
Er ekki að detta í leik annars?
YNWA
Sky bet er búið að hækka stuðulinn i 2/1. Hann var 2/3 i gær þannig að þetta virðist ekki ætla að ganga upp. Sam skrýtið að hann sé að tjá sig um lfc..
En ég skil stjórnina. 38m er huges peningur fyrir leikmann i Ukranísku deildinni sem kemst ekki i landsliðið….
Hann er að grát biðja þá !!!
Sky bet komið i 13/8 – djöfull er þetta spennandi. Sagan segir að það sé verið að ræða tilboð sem “gæti” farið upp i asking price ef hann deliverar.
Seems fair to me
T E I X E I R A = ME LIKE
Ég veit að allir eru búnir að lesa þetta en þetta fer bara þessari síðu svo vel líka 😉
“[Liverpool] is a huge club and many great players have played there. It would be an honour to wear the Liverpool shirt. There has only been one offer of €32m and Shakhtar rejected it. I know my agent is still attempting everything possible to help me get to Liverpool.”
Teixeira, who is with Shakhtar in Florida, has scored 22 goals in 15 league games this season and said he would like to join up with fellow Brazilian Philippe Coutinho at Anfield.
“I haven’t played with Coutinho since we were 10,” he said. “It would be a lot of fun to play with him again. The way I play is always looking to score so I could definitely add an attacking threat.
“For me the Premier League is the best league in the world. I believe in myself and I feel it would be the best move for my career. I want the move to happen but that is up to the club president. Now I can only hope.”
“I haven’t played with Coutinho since we were 10,” he said. “It would be a lot of fun to play with him again. The way I play is always looking to score so I could definitely add an attacking threat.
“For me the Premier League is the best league in the world. I believe in myself and I feel it would be the best move for my career. I want the move to happen but that is up to the club president. Now I can only hope.”
BRING HIM ON & MMANCHESTER CITY TOO!!!
WE ARE LIVERPOOL…. KOMA SOOOOOO….. TRAAAALAAAARAAAALAAAALAAAAAAA
Frábær þáttur og takk fyrir öll árin og alla þjónustuna í gegnum tíðina. Að fara inn á kop.is er orðinn stór partur af því að vera íslenskur púllari.
Takk fyrir, gaman að hlusta á þetta og heyra hvernig ævintýrið varð til. Þið eruð snillingar.